Hearts – Liverpool. Byrjunarlið komið

Þá er komið á hreint hverjir munu hefja leik fyrir framan brjálað Skota í Edinborg í kvöld.

Þeir eru:

Reina

Kelly – Carra – Agger – Robinson

Spearing
Henderson – Adam

Shelvey – Sterling
Borini

Er eitthvað að reyna að teikna þetta upp á 4-3-3 demantshugsjón Rodgers í útlitskerfinu okkar, en auðvitað er einn uppi á topp með vængsentera með sér, einn djúpur á miðju fyrir aftan tvo líka.

Carra valinn umfram Coates og Carroll meiddur. Spearing inni og Allen úti…margt óvænt.

Bekkur: Jones, Coates, Downing, Lucas, Allen, Flanagan, Morgan

Verður fróðlegt án vafa – koma svo!

73 Comments

  1. Uuuuu já ok. Þetta er ekki alveg það sem ég bjóst við en á að geta klárað þetta.
    Eigiði vonandi ánægjulega kvöld stund. : )

  2. Það stendur að Coates sé í byrjunarliðinu og á bekknum 😉 Geri ráð fyrir því að það eigi að standa Carra en ekki Coates í byrjunarliðinnu(vildi bara láta ykkur vita) 😀

  3. Ég er að reyna að vera eins jákvæður og ég get, en þegar maður les svona byrjunarlið þá bara missir maður 50% löngunarinnar til að horfa á leikinn.

    Langar að vita rökin fyrir Spearing en ekki Allen og Carra en ekki Coates..

    Er hann að hugsa um $hity um helgina og ætlar sér að láta Coates spila þá frekar? eða vill hann frekar láta Carra spila 180min á nokkrum dögum?

  4. Úff finnst skrítið að Coates fái ekki sénsinn núna. Miðjan er ekkert traustvekjandi en ég er virkilega spenntur að fylgjast með Sterling.

    Eru menn alveg að kaupa það að Carroll sé meiddur?

  5. Nei það má ekki vera Carra! Afhverju fær Coates ekki spilatíma?
    Carra er over the hill and far away… from being any good!

  6. Ég er ekki að kaupa það að Carroll sé meiddur. Hann verður seldur á næstu dögum.

  7. Er það ekki deginum ljósara að þessi keppni (sérstaklega útileikirnir) verður í höndum varaliðsins í vetur?

    Reina, Agger og Borini sennilega einu leikmennirnir úr okkar sterkasta byrjunarliði. Mér finnst það fínt. Áherslan á að vera á City leiknum en ekki þessum. Þetta verður ekkert augnakonfegt en engu að síður á þetta lið að geta komið heim með nægilega góð úrslit til að klára þetta á Anfield.

  8. Til þess að svara sjálfum mér. Leikurinn verður sýndur á Stöð2 Sport3.

  9. Svo virðist sem Chelsea sé búið að versla Moses frá Wigan fyrir £9m og því er spurning hvort við fáum ekki Sturrige en er hann lausn á vanda okkar?
    Ef hann kemur bætir hann allavega vopnum í byssubelti LFC þ.e. aukinn hraði og eiginleikinn að taka menn .
    YNWA

  10. Sóknarmenn liverpool hafa ekki hugmynd um það hvernig á að byggja upp sóknir í þessari taktík sem Brendan vill að þeir spili. Brendan og þjálfarateymið á gríðalega vinnu fyrir hendi ef það á að reyna halda svona áfram. Höldum boltanum vel og allt það en sóknarlega bara núll.

  11. búið að vera lélegt fyrstu 20, en virðast aðeins vera að komast betur í takt við leikinn. En bara á örfáum snertingum við boltan sést strax að Sterling á að vera að spill helling í vetur.

  12. Er ekki bara verið að hvíla miðverðina sem að eiga að spila á sunnudaginn?? Ef að Coates kemur inná í seinni hálfleik ca 30 min fyrir leikslok gæti ég alveg trúað því.
    Finnst svona á fyrstu mín vanta hreyfingu til að losa um varnarliðið hjá okkar mönnum, menn hreyfa sig lítið sem ekkert nema að þeir eigi sér von um að fá boltann, þannig opna menn ekki margar varnir, það verða að eiga sér stað hlaup útum allan völl til að hreyfa við andstæðingunum!!

  13. Allt að koma núna. Henderson og Sterling yfirburðarmenn af okkar mönnum. Koma svo!

  14. Ingvi…hvaða neikvæðni er þetta eiginlega? Við erum með hálfgert varalið inná og þeir eru mun meira ógnandi en þetta Hearts lið. Hvað hefur Reyna þurft að verja mörg skot? Já..ekkert. Hvernig væri bara að reyna frekar að skapa stemningu hérna á spjallinu frekar en þetta endalausa niðurdrepandi væl.

  15. Hver er þessi Reyna sem menn eru að tala um hér???
    Þetta fer að minna á Adam(s) málvilluna….

  16. Nei, stöngin! Hvar hefurðu haldið þig gamli vinur? Ég var farinn að sakna þín. Rólegir á Borini hatrinu annars…fakers!

  17. ufff. Er ég sá eini sem varð dapur í hjartanu við að sjá stöngina hristast. Er þetta virkilega að fara að halda svona áfram þetta tímabil líka?

  18. Jæja ömurlegur hálfleikur að baki ætli það sé annar eins handan við hornið. Ætli það sé einhver búin að óska BR til hamingju með þennan stórkostlega Tiki Taka bolta sem hann er að spila?

  19. Þeir hafa greinilega haldið sér í góðri tréverksæfingu í sumar og meira að segja þeir nýju hafa fengið aukaæfingar til að ná hinum sem fyrir voru!

  20. Sælir félagar

    Miðjan döpur lengi framan af og vörnin óörugg og bitið lítið frammávið. Þetta batnaði þó er leið á halfleikinn. Borini klúðrar svakalega en Sterling langbesti maður liðsins. Hef trú á að menn klári þetta í seinni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  21. má ekki kalla það fordóma gagnvart hávöxnu fólki að Carrol hafi ekki byrjað í dag ?
    bara skil ekki hvað brendan er að gera varðandi hann.
    Annars erum við klárlega betra liðið á vellinum í dag, vantar bara smá uppá að skora. Carrol setur 2 í seinni, það er ef hann komst á bekkinn 😉

  22. Adams er búinn að vera fínn finnst mér, ekkert að því að hafa hann í squat.

  23. Tek undir með þér Sigkarl og tek sérstaklega undir með þér Kobbi…fakers.

  24. Er ekki sammála Gústa (18) um að sóknarmennirnir séu slakir í uppbyggingu sókna. Frekar eru það miðjumennirnir sem eru of “one dimensional”. Þetta er alltaf sama sagan –

    Vörnin gefur á miðjumann sem á ekki nógu hreifanlega félaga
    Miðjumaður gefur á næsta varnarmann
    Varnamaður gefur á miðjumann sem hugsar ekki til hliðar á félaga (a la scholes) eða fram völlinn
    Miðjumaður gefur næsta varnarmann
    Endurtekið þar til við missum boltann eða gefum lengri fram og þá fer loksins sóknin að skipta sér af.

    það þarf að laga spilið frá miðju og áfram.

    Að lokum: Sterling í byrjunarliðið.

    Góðar stundir

  25. Adam hefur verið fínn, Sterling fínn en þeir Henderson og Shelvey ekki með í fyrri hálfleik, Carra búinn á því. Borini setur hann í þeim seinni….

  26. Í síðasta leik vorum við sæmilegir í fyrri hálfleik og svo bara skelfilegir í þeim seinni. Þá er að sjá hvort Rodgers takist að blása lífi í drengina í hálfleik núna.

    Sterling heldur áfram að impressa og það væri næstum lögbrot að nota hann ekki í allavega öðrum hverjum leik í vetur. Menn alltaf að tala um að passa þessa stráka svo þeir brenni ekki út of snemma…eða eitthvað. En það hlýtur að mega nota hann helling fyrir því þó að hann sé ekki fastur byrjunarliðsmaður. Út frá getu þá er hann fyrstur á blað hjá mér ….en hvað veit ég?

    Borini var óheppinn að skora ekki, markmaðurinn náði að pota aðeins í boltann en annars var hann á leiðinni inn. Núna er að sjá hvort hann fari á taugum eða hvort hann hefur sjálfstraust til að halda bara áfram og setja eitt eða fleiri.

    En þetta er voðalega asnalegur leikur eitthvað, spilast voðalega undarlega finnst manni og LFC eru alltaf jafn vandræðalega ótraustir aftast…þetta verður að fara að spilast í gang. Af hverju erum það bara við sem erum lengi að spila okkur í gang? Þó svo að menn eigi að spila aðeins öðruvísi fótbolta þá er ekki eins og menn gleymi ekki hæfileikum á meðan??? skil þetta ekki….en aftur….hvað veit ég svo sem…sófakartafla sem sit bara og röfla 🙂

  27. Aðdáunarvert hver góðir okkar menn ertu í að gefa boltann aftur á miðverðina.

  28. Nú fer eitthvað að gerast, kominn knattspyrnumaður inná í stað Spearing!

  29. Jesús hvað Henderson er mikill miðlungsmaður! hann er gjörsamlega týndur… Ekki verið hrifinn af Shelvey heldur.

  30. Jæja, loksins. Ekki var það fallegt, en mark engu að síður. Sjálfsmark meiri að segja.

  31. Borini var þó allavega mættur í boxið. Það hefur nú ekki verið sjálfgefið hjá Liverpool nokkuð lengi. Prik fyrir það.

  32. Reina nýtur sín núna. Stutt útspörk, handa öllum!

    Svona á að spila fótbolta. Úr marki þ.e.

  33. Mun betri miðja núna eftir waist of space Spearing og mun betri maður í Allen kom inn á. Meiri kraftur, betri sendingageta og meiri skilingur á bolta.

    Minn maður leiksins er alltaf Sterling, þó mest fyrir fyrri hálfleik. Hann sýndi pung og greddu (í fótboltalegum skilningi) sem vantar í fleiri leikmenn.

  34. Mikið rosalega er ég sammála Reina þegar hann er að öskra á Adam í varnarleiknum. Tvisvar á síðustu 5 mínútunum sem baráttuleysi í honum gaf Hearts kost á góðu skoti að marki.

  35. Alltaf sama helvítis vælið í gangi. Ég byrjaði á fystu athugasemd og færði mig niður og 90% af ummælum er ekkert nema neikvæðni og væl. Við vorum með varaliðið á móti skotum sem eru að spila leik ævinnar fyrir framan brjálaða áhorfendur. Í alvöru talað þá eigum við að heita stuðningsmenn liverpool fc og miðað við sum ummælinn hérna inni mætti halda að svo væri ekki.
    Áfram Liverpool.

  36. Mér finnst ennþá sjást á liðinu áherslurnar sem Kenny hafði. Brendan greinilega ekki búinn að koma sínum nógu vel að hjá liðinu.

    Adam og Sterling okkar skárstu menn (ekki bestu). Henderson og Shelvey áttu mjög erfitt uppdráttar í leiknum.Tel ekki Spearing greyjið með…

    Þegar við spilum 4-3-3 þá veltur rosalega á miðjumönnunum og bakvörðunum að koma boltanum upp. Þ.e.a.s. þegar miðjumenn okkar fá boltan þá þurfa þeir að eiga fleiri möguleika en að senda aftur á miðvörð. Þá þurfa bakverðirnir okkar að koma framar á völlin, fá boltan og þrýsta því miðju andstæðinganna aftar á völlinn. Þá verða bakverðir í þessu kerfi að vera mjög öruggir á boltanum. Sama skapi þurfum við einhvern sem getur haldið bolta til að spila í holunni. Annars náum við aldrei lengra en miðjumenn/varnarmenn.

    Gef Rodgers samt Credit, hann er að reyna að láta þessa menn spila fótbolta á jörðinni.

    En þetta var nú bara varaliðið sem spilaði leikinn og Rodgers er augljóslega ekki búinnn að vera með puttana nógu mikið í þessu, enda sést það á spilamennskunni og aðferðarfræðinni við að spila boltanum upp völlinn.

    Svo er hörku bolti í Coates og ég myndi frekar vilja sjá hann spila en Carra. Hann getur verið sem spilandi miðvörður ásamt Agger.

Heart of Midlothian F.C.

Hearts 0 – Liverpool 1