Opinn þráður – Mánudagur

Er hægt að upplifa fótboltalega þynnku? Ég fékk allavega fótboltalega áfengiseitrun kl. 15:58 á laugardag. Þá ýtti ég á hnapp sem birti leikskýrsluna mína á þessari síðu, og svo langaði mig eiginlega aldrei að horfa á fótbolta aftur og helst gleyma því að enska deildin væri til.

Ég legg til að við hættum að ræða helgina. Ummælaþráðurinn við leikskýrsluna er orðinn frekar skrautlegur og eins og við var að búast hlupu ansi margir á sig eftir þennan leik. Endilega lesið það sem ég skrifaði fyrir mánuði og reynið svo að anda rólega. Tom Werner sagði í síðustu viku að það væri ekki einfalt að snúa gengi klúbbsins við. Hann líkti því við siglingar og sagði að þeir væru að reyna U-beygju á skemmtiferðarskipi, ekki hraðbát. Sú samlíking er ágæt. Þetta tekur tíma og við verðum að leyfa liðinu smá erfiðleika án þess að afskrifa allt og alla.

Hvað er annars að frétta í dag? Bolton eru sagðir vera að reyna að fá Jay Spearing á láni í vetur og Tony Barrett hjá Times segir að búið sé að segja Charlie Adam að hann megi fara. Ég held að þeir hafi báðir gott af því að komast í annað lið í stað þess að hanga undir eitruðu andrúmslofti og gagnrýni á sína spilamennsku hjá Liverpool í vetur. Og spilaði þó hvorugur þeirra á laugardag.

Allavega, þetta er opinn þráður. Ræðið það sem þið viljið. Það eru þrír dagar í næsta leik. Horfum fram á veginn.

50 Comments

  1. Hann líkti því við siglingar og sagði að þeir væru að reyna U-beygju á skemmtiferðarskipi

    Titanic þá

    kv,
    einn enn svekktur

  2. Ég er að fara í grillveislu í kvöld. Gott ef það verður ekki bjór í boði. Á mánudegi. Engin ástæða til að kvarta yfir svoleiðis 🙂

  3. Ég sver það að ég er með klamidíu eftir leikinn um helgina en það væri andskoti gott smyrsl á félagann að losna við Charlie Adam og Jey litla Spearing á einu bretti.

    Ég vil samt sjá einhverja leikmenn koma inn frekar enn fara út því breiddin er ekki nægilega mikil.(Þetta er ekki kynferðislegt reffrence)

  4. Er nokkuð viss um að í Times sé líka talað um að Joe Cole megi fara og finna sér nýtt lið. Robbie Fowler hvað það má gerast eins fljótt og hægt er, big Sam er einhver sem er nógu heimskur til þess að taka hann á láni eða kaupa, jafnvel þótt við borgum 30-40% launa hans þá er það þess virði.

  5. A.m.k. gott mál að fá þessa leikskýrslu neðar á síðuna.

    Flestir átta sig á því að vandamál LFC eru bæði djúpstæð og langvinn, slík vandamál eru ekki leyst á einum degi – jafnvel ekki á einu tímabili. En eins og einhver benti á um daginn þá er frasinn um “uppbyggingartímabil” orðinn nokkuð útjaskaður. VIð höfum staðið í uppbyggingu í tæpa 2 áratugi – það er léleg “bygging” sem er afraksturinn af því. Það er erfitt að skella skuldinni alfarið á leikmenn og þjálfara – þjálfari er að vinna eftir sinni taktík (var fenginn til þess) og leikmenn eru einfaldlega ekki betri en raun ber vitni (menn verða ekki sjálfkrafa betri leikmenn við að klæðast rauðu treyjunni okkar).

    Vandamálið er, og hefur alltaf verið eigendavandamál og (því tengt) rekstrarvandamál. Klúbburinn hefur ekki bolmagn til að keppa um bestu bitana á markaðnum og hefur ekki haft getu til þess í mjög langan tíma. Áætlanir núverandi eigenda byggjast á verulegri markaðssókn í USA og Asíu – það er óvíst hvort verulegur ávinningur verði af því og í raun ekki sérstaklega líklegt. Fá, ef einhver, lið hafa sótt verulegt fjármagn á þessa markaði – þrátt fyrir að hafa bæði asíska og bandaríska leikmenn innanborðs. Það virðist ekki vera mikill vilji til að dæla auknu eigin fé inn í reksturinn – enda ekki sérlega skrýtið miðað við árangur undanfarna áratugi.

    Manni virðist, því miður, að eina leiðin til að safna titlum sé að vera með alvöru Sugar-daddy sem eiganda. Viljum við það?

  6. Ég held að flestir þeir sem fylgjast með gengi Liverpool liðsins þurfi kannski að endurskoða væntingarránna sína og athuga hvort hún sé ekki aðeins of hátt stillt.

    Klúbburinn var nálægt því hreinlega að fara á hausinn, Rangers style, fyrir mjög stuttu síðan og við erum enn og aftur með nýjan stjóra sem þarf tíma til að setja mark sitt á liðið og ná fram sínum markmiðum.

    Klúbbur sem á ekki mikin pening og er ekki í meistaradeildinni í ár né getur sett fram raunhæfa kröfu um að vera þar á næsta tímabili, er ekki að fara að týna bestu bitana af markaðnum. Það er bara þannig.

    Ef að menn eru klókir að finna leikmenn sem er ekki í skoðun hjá stóru peningaliðunum, en passa hugsanlega vel í kerfið og liðsheildina (Ba, Cisse, Gylfi ofl. ), þá er alveg hægt að gera góða hluti á markaðnum. Það á eftir að koma í ljós hversu klókur BR er að finna slíka bita fyrir LFC.
    En við getum ekki gert einhverja kröfu um að menn kaupi bara þennan og hinn af því hann er svo góður í CM.

  7. Ég er alls ekki sammála að við höfum verið í uppbyggingu sl. tvo áratugi. Frekar sl. 2 ár (eða frá því að FSG keypti LFC).

    Í mínum huga áttum við uppbyggartímibil sem endaði árið 2010 þegar Rafael Benitez var rekinn eftir slakt gengi 09/10. Við tók skelfilegur tími fyrir aðstandendur LFC. Við ráðum Woy sem þjálfara og eigendurnir lenda í miklum deilum sem endar með því að FSG tekur félagið nauðugt af þeim (haust 2010).

    Kannski eigum við að þakka fyrir að félagið hafi ekki skaðast frekar á þessu rugli. Við erum “þó” í UEFA Cup og sumir telja að við eigum “möguleika” á 4. sæti.

    Ég held að við verðum að vera raunsæir og átta okkur á því að það getur tekið 5-10 ár að koma klúbbum aftur á toppinn. Hvort FSG sé réttu aðilarnir til þess verður tíminn að leiða í ljós en ég minni menn á að fyrir tveimur árum var stutt í gjaldþrot LFC með óhugsandi afleiðingum.

    Í versta falli geri ég ráð fyrir því að 8 mánaða sonur minn eigi eftir að upplifa endurkomu LFC þegar hann kemst á aldur!!!

    YNWA

  8. Það má vel vera að stuðningsmenn liðsins séu að spenna bogann of hátt þegar kemur að væntingum til Liverpool F.C. og ég veit að þegar maður segir “Ég styð Liverpool og þar eiga menn að hafa háleita drauma um sigra, bæði heima fyrir og í evrópu, alltaf” að þá veit maður innst innst innst inni að það er ekki að fara gerast á allra næstu árum. Ég t.d. er frekar tilfinningaríkur maður og losna ég við alveg helling af tilfinningum þegar Liverpool er að spila fótbolta. En mér finnst boginn hjá mér bara ekkert spenntur upp þegar maður fer fram á að liðinu manns sé ekki slátrað af vaff-bé-a í fyrsta leik tímabilsins, þegar ástandið er líkt því og maður væri að fara út á flugvöll að taka á móti Sharon Stone og ætlaði að eyða með henni nokkrum vikum á klakanum en í staðinn kæmi bara hvít-rússneski kúluvarparinn út um hliðið í leifsstöð.

    En já, Charlie Adam má fara mín vegna, en ég var spenntur fyrir honum þegar hann kom til liðsins. Átti frábært tímabil með Blackpool, en allir þekkja sögu hans í búningi rauða hersins. Jay Spearing er auðvitað bara grín þarna, blessaður drengurinn hefur bara svo ofboðslega takmarkaða hæfileika í boltann, a.m.k. hjá mínu “meistaraliði” Liverpool og rímar hann sem leikmaður ekki við þær einföldu væntingar til liðsins. En hann er poolari og mér þykir vænt um velflesta poolara. Joe Cole er bara ekki að ganga þarna. Er nú svo heppinn að hafa aðgang að gervihnetti, og fæ að sjá leiki úr helstu deildum evrópu og þá m.a. þeirri frönsku. Sá eina 4-5 leiki á síðustu leiktíð með Lille. Þar var hann bara í gírnum með Eden nokkrum Hazard og bara skildi ekki að Liverpool hefði lánað þennan leikmann sem lék við hvurn sinn fingur og lagði upp og skoraði mörk sjálfur fyrir Lille. Frönsk varnartröll strau-uðu hann margoft niður en hann kipptist bara á lappir og lagði hendurnar á síðuna eins og hann er svo vanur. Svo mætir hann á The Hawthorns og spilar þar örfáar mínútur áður en hann tekinn útaf vegna meiðsla. Það var óþolandi.

    En jájá, ástandið bara óþolandi þessa stundina og Sahin að hlaupa til London og svona. Mig vantar knús.

  9. Viðtal hérna við Rory Smith hjá Times: http://lfcmediacenter.com/q-and-a-with-rory-smith-from-the-times/

    ***Question to Rory on why #LFC didn’t wrap up #Sahin before Arsenal came back into the race.

    Rory replies: #Sahin deal is interesting. He summarises story till now but says “Arsenal appear to have changed his mind again”. #LFC

    Rory continues: “Its a big blow for #LFC who have missed out on #Tello and #Johnson ” re: #Sahin***

    Rory Smith talar um að við séum búnir að missa af Tello, Sahin og væntanlega Adam Johnson. En hann talar heldur ekki um að við misstum af Gylfa Sig fyrr í sumar. Semsagt allaveganna fjórir leikmenn í þessum glugga sem LFC virðist ekki hafa náð að semja við. Þetta finnst mér vera gríðarlegt áhyggjuefni, Ian Ayre greinilega lítið að standa sig í samningamálum.

    Kaupin hjá okkur virðast vera uppá framtíð í staðinn fyrir árangur núna sem fyrst….. Borini er ungur, óreyndur og ekki búinn að sanna sig í hæsta leveli. Joe Allen ungur, lítið reyndur og búinn að sanna sig eitt tímabil í efstu deild með Swansea (ekki heimsklassklúbb). Assaidi ennþá frekar ungur, eini “senior” leikmaðurinn sem er kominn í þessum glugga og algjört no name (nema fyrir þá sem þekkja Hollensku vel), væntanlega hugsaður sem squad player.

    Svo horfir maður á t.d. Arsenal: Podolski, Cazorla, Giroud. Allt senior leikmenn hugsaðir beint í byrjunarlið.
    Man U: van Persie og Kagawa hugsaðir beint í byrjunarlið (spurning með Kagawa), og einn ungann upp á framtíðina, Nick Powell.

    Ég vona innilega að við fáum inn fleiri leikmenn, því ég er ekkert alltof hrifinn af þeim sem eru nú þegar komnir inn……… kannki óþarfa panik?

  10. Ævar #8
    Ég get ekki annað en verið sammála þér að við eigum ekki að sætta okkur við burst á móti WBA (eða neinu öðru lið, for that matter). Mér fannst samt liðið ekkert vera leiðinni í neina slátrun fyrr en við misstum mann af velli. Jafnvel eftir það, þegar Reina varði vítið, átti ég allt eins von á fightback frá liðinu. Svo var eins og allt hryndi þegar við gáfum þeim annan séns á að skora úr víti. En ég held að við hljótum að sjá bætingu í komandi leikjum, trúi ekki öðru. Þó að prógrammið sé erfitt í næstu leikjum.

  11. Það er nú ekki eins og Liverpool sé eitthvað spennandi klúbbur til að fara í eins og er… með skitu upp á bak síðustu ár.

  12. Var kannski of fljótur á mér þarna í fyrri póstinum. En eins og sást greinilega á laugardaginn að þá voru Joe Allen og Borini báðir að sjálfsögðu í byrjunarliði og þeir hafa að öllum líkindum verið keyptir til að fara beint í starting 11. Því miður………

  13. Menn mega ekki gleyma ser alveg i grenjunni. Titanic var ekki byggt a einum degi thott thad hafi sokkid a faeinum timum. Vid erum med mjog frambaerilegan “gaffer” sem er hvalreki a fjorur okkar i LFC. Thad mun taka tima ad hreinsa til “eitrada” samninga og gera thad a thann mata ad vid faum ekki rusl verd fyrir tha.

    Laugardagurinn var slys thar sem 3-0 var algjorlega ekki i kortunum midad vid gang leiksins. Eg hef komid inna thad med Suarez ad hann er adeins ofmetnari framherji en menn tala um. Hann er mikilvaegur i ad skapa faerin og opna varnir andstaedinga en tharf hinsvegar 15-20 faeri til ad gera mark sem er alls ekki gott. McAllistair segir rettilega a BBC sidunni ad Suarez er ekki tessi 20+ marka madur thott hann se godur i ollu odru. Svo maetti tetta domaravael hja Suarez fara ad haetta en hann veit ad hann mun verda puadur nidur a ollum leikvongum i vetur (utan Anfield) vegna “Evra” ruglsins.

    Eg fyrirgef Suarez og LFC thennan osigur tvi thad er allt annad andrumsloft i kringum Anfield en adur. Fyrsti manudurinn verdur erfidur og ma buast vid fleiri stigatopum en vid erum i uppbyggingu. Vid erum ekki eins og lidin sem hafa hangid i CL undanfarin 15+ arin og byggt sig upp skynsamlega. Byrjunin er nuna……..

  14. Held að það sé mjög gott fyrir Spearing og Adam að fara eins og þú segir Kristján:

    “Ég held að þeir hafi báðir gott af því að komast í annað lið í stað þess að hanga undir eitruðu andrúmslofti og gagnrýni á sína spilamennsku hjá Liverpool í vetur.”

    Þeir eru einfaldlega ekki nógu góðir finnst mér, finnst þeir vera langt því frá.
    Svo eiginlega hlakkar mig mest til þess að sjá hann Assaidi “Ferrari” spila í stað Down’syndrome (downing), þar sem hann er KLIKKAÐUR á youtube. he he.
    Ég er bara bjartsýnn, þó svo að við töpuðum 3-0 fyrir WBA sem ég reyndar bjóst við meiru af, en ég get ekki beðið að horfa á Hearts og city leikinn og sjá hvort að frammistaða leikmannana okkar sé ekki að “adapta” þessum tiki-taka-Brendan bolta.

    YNWA!!! http://www.youtube.com/watch?v=ma3Nax8yyOE

  15. 10

    Get verið sammála um að (og skal nálgast jörðina með það) að fyrsti hálftíminn var í jafnvægi og ef eitthvað var, fannst mér liðið á fínu tempói og hélt að þetta hlyti bara að fara að detta áður en þessi screamer frá Gera kom þarna og augljóslega setti leikmenn okkar í svolítið uppnám. En menn mættu ekki í seinni hálfleik, og hvað með að Agger hafi verið sendur í sturtu, það var eins og menn hefðu aldrei í lífinu æft slíkar kringumstæður í leikjum, þ.e. að vera einum færri og WBA (óþolandi að tala um WBA í þessu sambandi) hreinlega káluðu Liverpool og við heppnir að tapa jafnvel ekki stærra en bara 0-3.

    En skal vera jákvæður, Skrtel búinn að krota á samning og bjartur dagur hér fyrir norðan og ég að fara að hitta konuna mína og börn á morgun eftir mánaðar-fjarveru 🙂

  16. Ég sá í MOTD að Alan Hansen var eitthvað að tauta um að vesen með að spila boltanum í öftustu línu hafi gert varnarmennina óörugga. Þá talaði hann um að Clarke hefði auðvitað vitað nákvæmlega hvað var að gerast og skipað sínum mönnum að pressa á þann hátt sem þeir gerðu, sem virkaði svo vel. Ef ég skildi hann rétt vildi hann meina að í byrjun leikja eigi Liverpool ekkert að vera að reyna of mikið að halda boltanum, heldur negla honum öðru hverju langt fram.

    Ég held að það sé bull. Þetta er ákveðinn fórnarkostnaður. Við munum fá á okkur mörk þegar varnarmenn tapa boltanum. Þeir eiga ekki að hætta að reyna það samt, þeir eiga bara að gera það betur. Við sem stuðningsmenn þurfum að vera þolinmóðir, við fáum svo sem engu um það ráðið. Það munu eflaust koma dagar þar sem við heimtum að Rodgers verði rekinn og allir leikmenn seldir, ég vona bara að John Henry og co. verði þolinmóðir.

    Það sem mér þykir þó langverst við þennan leik á laugardaginn er að það er gjörsamlega hræðilegt fyrir okkur að hafa ekki Agger á móti City. Ein lauflétt bakhrinding bakhrinding gæti hafa eyðilagt tvo fyrstu deildarleiki tímabilsins.

  17. […] heppnir að tapa jafnvel ekki stærra en bara 0-3.

    Já, við getum þakkað Shane Long fyrir að geta ekki tuggið tyggjó og tekið víti á sama tíma.

  18. Tom Werner sagði í síðustu viku að það væri ekki einfalt að snúa gengi klúbbsins við. Hann líkti því við siglingar og sagði að þeir væru að reyna U-beygju á skemmtiferðarskipi, ekki hraðbát.

    Hvers vegna í anskotanum reyna þessir menn þá ekki að gera eitthvað róttækt í málunum og kaupa heimsklassaleikmenn, ekki einhvern haug af meðalmennsku? Það er ekki magnið sem gildir heldur gæðin. Bara ef þeir hefðu sett allan þennan pening sem þeir eru búnir að eyða í, þó ekki væri nema 3-4 heimsklassaleikmenn værum við í miklu betri stöðu núna…. klárlega.

    Þetta Liverpool lið er ekkert annað en meðalmennska í dag. Það er bara þannig, alveg sama þó menn segi að það sé verið að kaupa unga og efnilega menn endalaust og þetta muni koma….. bla bla bla. Fyrsti leikur tímabilsins ber vott um það að þetta er steingelt lið.. þetta var WBA sem við vorum að spila við og þeir völtuðu yfir okkur. Megum þakka fyrir að þetta hafi ekki farið 5-0 fyrir þeim.

    Já Tommi minn.. þú ert á skemmtiferðaskipi og til stendur að taka U-beygju, en það sem verra er, það er ekkert stýri.

    Svartsýnisraus?… nei þetta er bara staðan eins og hún er og það sjá það flestir.

  19. @21 Suarez 07

    Eigendurnir láta framkvæmdastjórann fá pening til leikmannakaupa. Þeir ákveða ekki hvaða leikmenn eru keyptir. Þeir lögðu traust sitt á Dalglish og Comolli og það voru þeir sem klúðruðu þessu ekki FSG.

  20. Þegar manni rennur reiðin get ég verið sammála um að auðvitað þýðir ekkert að hafa of miklar væntingar til liðsins þegar allt er búið að vera í hers höndum síðustu misseri. Hins vegar er það lögreglumál að tapa sannfærandi fyrir WBA, liði sem margir sérfræðingar hafa spáð falli og að Steve Clarke verið fyrsti stjórinn til að vera rekinn…

    En miðað við leikmannahópinn sem er hjá Liverpool þessa stundina held ég að það verði kraftaverk hjá Brendan Rodgers ef við verðum eitthvað nálægt meistaradeildarsæti í vor. Að mínu mati var hópurinn mun sterkari í fyrra, enda Kuyt, Bellamy og Maxi augljóslega betri en Borini og Cole.

    Svo virðist þessi Ian Ayre spaði alveg gjörsamlega vonlaus um að klára nokkur einustu félagaskipti. Nú virðist sem Nuri Sahin sé að renna okkur úr greipum, áður var það Gylfi. Í fyrra var það Clichy, Jones, Young o.s.frv.
    Kanski Adam Johnson verði næstur (þó að ég haldi því fram að um ræði yngri týpu af okkar vonlausa Downing).

    Einhvernveginn virðist það vera þannig að maðurinn getur ekki sannfært hæfileikamenn til að koma til klúbbsins eða vill ekki bjóða mönnum það sem þeir krefjast.

    Enda er það orðið þannig ástandið á manni að þegar maður les slúður t.d. eins og “Ramirez til Liverpool” hugsar maður bara… AS IF…..

    Ofan á þetta allt saman virðist sem að kanarnir sem eiga klúbbinn séu komnir með bakþanka eftir að Kenny gjörsamlega hennti rúmlega 100 milljónum punda út um gluggann á síðasta tímabili í meðalleikmenn sem að ég fullyrði að enginn af þeim kæmist í liðið hjá Arsenal, Chelsea, Scum, City eða Tottenham.

    Annars þá er fínt að leyfa Spearing kallinum að fara til Bolton og ef hægt er að leiðrétta þetta bull verð á Carroll á einhvern hátt þá græt ég það ekki. Joe Cole má gefa á tombólu mín vegna….

    Hef afskaplega litla trú á FSG og Ian Ayre til að gera eitthvað af viti fyrir lok gluggans. Hef hins vegar miklar mætur á Brendan Rodgers enda voru menn augljóslega ekkert að fara eftir því sem hann lagði upp með á laugardaginn. Sérstaklega okkar eigin Captain Nonsense…

    Um þennan business með Marókóann sem við keyptum þá held ég að þetta hafi verið leikmaður sem Brendan hafi hugsað í Swansea og sé ekki nægilega góður fyrir stærri klúbb. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

  21. Ja hérna hér, menn strax bara farnir að afskrifa nýja menn eins og Borini og Oussama Assaidi…Eigum við ekki að leyfa þeim að spila amk 20 leiki í Liverpool treyjunni áður en við förum að ákveða að Kuyt og félagar séu miklu betri…

  22. Eru menn að horfa á Everton? Þar eru menn að vinna fyrir kaupinu sínu!

  23. Ég held ég myndi aldrei nenna að horfa á everton – manutd, í besta falli ef von væri um að bæði liðin töpuðu

  24. Ég lít á þetta þannig að ef annað hvort liðið vinnur þá er þetta fínt 🙂

    Annars er De Gea að halda Scum inníþessu!

  25. Var að lesa á Liverpool Echo síðunni að banni Agger verður ekki áfrýjað sem þýðir eins leiks bann, ég hélt að beint rautt spjald væri þriggja leikja bann…

    Echo eru nú ekki vanir að hafa rangt fyrir sér en mér finnst þetta engu að síður skrýtið.

  26. Maður horfir ekki á everton og hvað þá leik með þeim gegn manutd.

    Eina spurningu héldu menn að við myndum spila eins og Barcelona á laugardaginn? Gefum þeim smá tíma og slökum aðeins á. Það er varla að maður nennir inná kop.is nú orðið nema til að lesa þessa frábæru pistla sem þessir strákar eru að setja inn hérna. Síðustu 20 ár höfum við yfirleitt skitið í okkur á móti litlu liðunum og Brendan er ekkert að fara að breyta því á einu undirbúningstímabili aftur á móti hefur okkur gengið ágætlega á mótu stóru liðunum og þeim erum við að fara að mæta 🙂
    Verum jákvæðir YNWA

  27. Grétar #28. Beint rautt fyrir ofbeldisbrot þýðir 3 leikir. Brotið hjá Agger flokkast ekki sem slíkt

  28. Núna lítur þetta WBA tap ekkert svo hræðilega illa út, miðað við að United, Arsenal og Tottenham töpuðu öll stigum.

    Þetta verður gaman.

  29. Er að fylgjast með textalýsingu á Eurosport af Everton 1 – Man Utd 0 með öðru auganu.

    84min- This will not be a good start to the season at all for United. They have been caught short by Everton’s superior physical condition.

    Mjög svipað og tapið okkar gegn WBA. Þeir voru bara í langtum betra líkamlegu formi í byrjun leiktíðar. Slíkt form skiptir virkilegu máli í svona baráttuleikjum. Skortur á hraða og líkamlegu formi hefur verið viðvarandi vandamál hjá Liverpool í langan tíma. Liverpool hefur oft átt frábæra endaspretti í lok leiktíða þegar öll lið eru orðin þreytt.

    Er ekki að leggja til að við líkjumst Everton á neinn hátt en fyrst við erum nær alltaf komnir útúr titilbaráttunni í kringum nóvember með tilheyrandi horfnu sjálfstrausti og allir aðdáendur missa móðinn þá, er ekki spurning að beefa liðið aðeins upp svo það sé tilbúið strax í ágúst-sept?

    Alltílagi að prófa það 1-2 leiktíðir allavega…

  30. jú en á móti kemur að Everton og Newcastle voru að fá 3 stig….sem eru einmitt liðin sem við erum að berjast við um …..8 sætið 🙂

  31. “Hjálpi oss og skvetti oss, minn dýri! Hyggsum vera veislumat, bragðgóður biti handa oss gollrum”, var haft eftir David Moyes eftir leikinn.

  32. O, jæja, Man U tapar sínum fyrsta leik, það eru fleiri en Liverpool sem eiga eftir að stilla sig af. Nú er bara að hreinsa hausinn og taka næsta leik, það styttist í sigur!

  33. Reyndar er það nú bara staðreynd að leikmenn í Scum, Liverpool, Arsenal, Tottenham og Chelsea eru flestir landsliðsmenn sem spiluðu margir á Evrópumóti landsliða og/eða Ólympíuleikunum í sumar.

    Það gæti mögulega skýrt þreytu í mannskapnum hjá þessum liðum.

    Annars er ég sammála nr. 35, stundum virkum við bara ekki í formi.

  34. Við verðum í baráttu við Everton um evrópusæti í vetur !!

  35. Sælir félagar,

    Mig langaði aðeins að létta andrúmsloftið og fá menn til að anda aðeins svona þegar lok gluggans draga nær og spyrja hvaða leikmenn í ykkar fótboltatíð hafa verið í uppáhaldi hjá ykkur. Ef þið mynduð velja einn leikmann í hverja stöðu á vellinum sem þið hafið séð spila og stilla liðinu upp sjálfir.

    Athugið að ég er ekki að tala um leikmenn sem þið hafið haldið upp á í FM eða CM heldur leikmenn sem að þið hafið horft á sjálfir í leikjum eða jafnvel á gömlum upptökum og haldið virkilega upp á.

    Þetta kemur sennilega upp um aldurinn á sumum sama hvort það sé gott eða slæmt mál. Hér fyrir neðan kemur liðið mitt, það skín sennilega í gegn að ég hélt mikið upp á A.C. Milan liðið 1986 þegar Sacchi hafði á að skipa einu besta liði sögunnar að mínu mati.

    Að lokum læt ég fylgja lista yfir marga bestu knattspyrnumenn sögunnar svona til þess að auðvelda valið (þar sem ég hef feitletrað aðra uppáhalds leikmenn sem komu til greina):

    Dasayev

    Zanetti Baresi Kohler Maldini

    Makelele

    Messi Zidane Stoichkov

    Batistuta Ronaldo

    Yashin, Zoff, Shilton, Van der Sar, Buffon, Kahn, Cech, Casillas, Banks, Maier, Chilavert, Schmeichel

    Bergomi, Nesta, Sammer, Matthaus, Blanc, Hierro, Ferrara, Puyol, Ayala, Terry, Stam, Hansen, Adams, Aldair, Costacurta, Cannavaro, Campbell, Vidic, Popescu, Lucio, Ferdinand, Carvalho, Kompany, Moore, Facchetti, Carlos Alberto, Scirea, Beckenbauer, Carlos Alberto, Vogts, Cafu, Thuram, Ramos, Alves, Maicon, Lizarazu, Cole, De Boer, Lahm, Brehme, Desailly, Koeman, Roberto Carlos

    Deschamps, Albertini, Paulo Sousa, Keane, Vieira, Rijkaard, Redondo, Souness, Gattuso, De Rossi, Dunga, Robson, Platt, Effenberg, Seedorf, Davids, Gerrard, Lampard, Ballack, Schweinsteiger, Fabregas, Toure, Guardiola, Veron, Scholes, Alonso, Boban, Rui Costa, Xavi, Di Stefano, Charlton, Schuster, Savicevic, Hagi, Zico, Littbarski, Michael Laudrup, Gascoigne, Djorkaeff, Rivaldo, Sneijder, Kaka, Iniesta, Brian Laudrup, Garrincha, Conti, Jairzinho, Overmars, Silva, Ortega, Figo, Beckham, Ribery, Best, Giggs, Leonardo, Ginola, McManaman, Nedved, Pires, Ronaldinho, Robben, Platini, Maradona, C. Ronaldo

    Puskas, Tostao, Keegan, Kempes, Cruyff, Dalglish, Beardsley, Gullit, Caniggia, Litmanen, Roberto Baggio, Mijatovic, Bergkamp, Del Piero, Zola, Raul, Totti, Rooney, Lawton, Hurst, Voller, Elkjaer, Shearer, Vieri, Zamorano, Klose, Ibrahimovic, Drogba, Fontaine, Careca, Rossi, Papin, Lineker, Klinsmann, Bebeto, Romario, Suker, Henry, Kluivert, Inzaghi, Owen, Eto’o, Villa, Law, Muller, Rush, Hugo Sanches, van Nistelrooy, Eusebio, Rummenigge, Butragueno, van Basten, Shevchenko, Weah, Crespo, Torres, van Persie, Sergio Aguero, di Stefano, Cantona, Pele, **van Basten***

    *****Það stóð að vísu svaðalega tæpt með van Basten því ég hélt mikið upp á hann en Batistuta hefur ávalt verið númer eitt hjá mér!

  36. manutd studningsmenn ad syngja nysongva um Hillsborough a medan theirra menn voru ad spila a moti everton.. Greinilega ekki bara manutd menn a Islandi sem eru med Liverpool a heilanum.
    Faranlegt ad their fa ad komast upp med thetta, hvar er FA nuna?

  37. Það virðist ekki ganga hjá mér að miðja liðið, vonandi skiljið þið þetta eða þá að einhver síðustjórnandi sér sér fært um að lagfæra þetta…einnig átti van Basten að vera feitletraður.

  38. THFC had a £22m bid for #Cavani rejected on friday. Another bid will be made this week. I expect this deal to be done before deadline day. — Premier League News

    metnaður. hvar eru wow kaupin okkar eg bara spyr. sahin vist 100% til afc

  39. Ferguson enn einu sinni að væla undan dómaranum þegar djöflarnir vinna ekki:
    “Ég ætla ekki að gagnrýna liðið, strákarnir unnu vel og spiluðu góðan fótbolta. Þetta er erfiður völlur, sérstaklega þegar stuðningsmennirnir hafa svona mikil áhrif á dómarann”

    Hann hefur greinilega verið að fá sér of mikið af einhverjum vafasömum drykkjum.

  40. Boner alert! Lið aldarinnar:

    Buffon

    Cafu - Baresi - Maldini - Roberto Carlos

    Gattuso

    Messi - Gerrard - Iniesta

    van Basten - Fowler (GOD)

  41. Didi Hamann ?@DietmarHamann á twitter í kvöld…

    Adebayor to Spurs hopefully LFC will get busy before the end of the transfer window. I would like to see A Johnson we also need a centre forward and a central midfielder. The fact that GJ has to play left back with only one player missing shows that the squad is not well balanced.

WBA 3 Liverpool 0

Eigendur – Tomkins tjáir sig