Eigendur – Tomkins tjáir sig

Um helgina spunnust fjörugar umræður í kjölfar úrslitanna á The Hawthorns þar sem ég m.a. auglýsti eftir því að eigendurnir okkar tækju sig til og köstuðu fram peningum fyrir 1.september til að styrkja liðið og létta undir með Rodgers.

Ég hef undanfarnar vikur mikið velt fyrir mér hugmyndafræði FSG en líka um leið hvaða upplegg Rodgers situr uppi með frá þeim. Þegar hann var kynntur til leiks tilkynnti Werner að hann væri fenginn til að “vinna TITLA” fyrir félagið og að hans fótboltahugsjón væri ástæða þess að hann fékk starfið.

Undanfarna mánuði hefur ýmislegt af gerðum þeirra félaganna komið mér á óvart, þó sérstaklega þegar þeir mærðu Comolli í fyrrahaust og síðan KD og þjálfarateymið eftir Carling Cup, töluðu sérstaklega um hvað Dalglish hefði gert mikið í að stabílisera klúbbinn en ráku svo bara allt staffið og hafa þannig væntanlega ruggað einhverjum bát.

Ég bíð enn frétta af stöðunni í vallarmálunum – en þeir hafa svosem alltaf látið vita af því að þar fari þeir mjög hægt.

Í dag birti svo Tomkins sínar hugleiðingar þar sem hann ber saman Boston Red Sox og Liverpool FC og varpar ljósi á hvar þar fer saman og líka hvað hefur gengið vestanhafs og hvað ekki. Þessi pistill er að mínu viti “must read”:

Boston Red Sox v Liverpool FC

Eftir lestur hans situr eftir að manni sýnist stefnan með eignarhald félagsins vera að gera það algerlega sjálfbært og láta það vaxa með innkomunni. Þeir félagar eru að standa sig afar vel í þeirri deild, stórir samningar við Warrior, Standard og Chevrolet auk minni samninga og aukinna umsvifa í Asíu og USA eru í höfn og félagið stöðugt að sækja inn á nýja markaði.

Það má vel vera að ég sé of “nojaður” þegar ég horfi á það hvernig þeir hafa höndlað verkefnið undanfarna mánuði. Það má að sjálfsögðu telja vankunnáttu á íþróttinni og ólíku umhverfi fót- og hafnabolta líklega til að eiga þátt í hikstandi starti á eignarhaldi félagsins þar sem stórar upphæðir hafa farið í breytingar á hinum ýmsu þáttum í yfirstjórninni. Það er líka alveg skiljanlegt að þeir dragi að taka ákvörðun um völlinn og auðvitað eiga þeir að vera yfirvegaðir.

En fótbolti í Evrópu er ólíkur íþróttum í Ameríku á þann hátt að regluverkið um fjármagn er ótraustara og meira er um lið sem “fara framhjá” – sugardaddyliðin sívinsælu. Það verður alltaf mjög erfitt að ætla að keppa við þau lið með sjálfbæru knattspyrnuliði. Mjög, gleymum því aldrei en ég held að til að nálgast þau í getu þurfi að taka meiri áhættu í fjármálum en gert var með Red Sox á sínum tíma. Hvort það gerist á eftir að koma í ljós.

Svo að þegar allt kemur til alls bíðum við nú næstu 11 dagana og sjáum hvaða leið FSG fær. Ég fer ekki ofan af því að fyrst ákveðið var að skipta um þjálfara varð góður maður fyrir valinu og ég vona innilega að þeir Warner og Henry skutli inn í leikmannahópinn týpum sem munu skapa og skora mörk á næsta “bad day at the office” degi hjá okkur og þar með létti undir með karli. Mun halda í þá von þar til glugginn lokar.

En svo þegar glugginn lokar kemur að því að treysta Rodgers fyrir því sem hann fær í hendurnar en alls ekki síður og raunar miklu frekar því að FSG muni nú gefa klúbbnum tíma til að ná áttum og sækja skipulega fram. Að brottrekstraruna í janúar – maí sé liðin tíð, því ef þeim var svo annt um að Dalglish stabílíseraði klúbbinn er kominn tími til að rugga ekki bátnum (eða skemmtiferðaskipinu) heldur einbeita sér að því að bæta sprungur í skrokknum og læra á hreyfingarnar.

71 Comments

  1. Takk fyrir góðan póst Maggi. Mér hefur liðið nákvæmlega eins og þér varðandi klúbbinn okkar. Ég reyni að segja við sjálfan mig þolinmæði, þolinmæði, það er ekkert annað í boði eins og maður segir við krakkana.

  2. Scums tapaði.. Það birtir aðeins yfir manni þrátt fyrir flenginguna á laugardaginn… Ekki það að ég sé eitthvað svartsýnn en við verðum að vera þolinmóðir, við erum ekki að fara að vinna deildina næstu 2-3 árin lágmark miðað við forskotið sem hin liðin hafa á okkur varðandi mannskap og að því er virðist endalausa pyngju. Hörð atlaga að meistaradeildarsæti myndi sýna okkur að við erum á réttri leið. Fyrir mitt leyti þá er ég tilbúinn að gefa B.Rodgers tíma til að pússla nógu góðu liði saman til þess að koma dollunni heim, þó það taki tíma. Og þegar að það gerist, þá verður það þess virði 😉

  3. Ég er ekki ánægður með þessa eigendur. Eina leiðin til þess að Liverpool nái að verða sjálfbært er með því að komast endurtekið í Meistaradeildina og eina leiðinn til þess að komast þangað er að vera með nægilega góðan mannskap. Ég tel að þeir verði eyða til þess að fá þennan mannskap inn svo geta þeir farið að vinna í að koma liðinu á núll punk annars er þetta bara vonlaus barátta.

  4. Ég er 100% sammála þér Maggi minn. Ég reyni að vera þolinmóður, en mér finnst samt að það sé bara alls ekki hægt að flytja uppskrift af árangri frá einhverju hafnarboltaliði sem vann tvo titla síðan henry of co keyptu það, yfir í félag í ensku deildinni í fótbolta. Ég er bara ekki sannfærður enn um að Kanar skilji hvað Liverpool stendur fyrir, og væntingar stuðningsmanna til liðsins. Við getum alveg talað um að Liverpool hafi næstum því verið gjaldþrota fyrir tveimur árum, en ég held að það hafi alltaf verið nokkrir kaupendur sem vildu og töldu það vera góðan “fjárfestingakost” eins og henry og co. Því fyrir þeim er LIVERPOOL fjárfesting, ekkert annað. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og að þeir setji aðeins pening í leikmenn og völl og eigi eftir að styðja rækilega við bakið á BR í því að fá leikmenn til félagsins því síðustu fréttir eru þær að arsenal, sunderland og fleiri félög séu að ná af okkur leikmönnum sem Liverpool hefur verið að reyna að kaupa eða fá að láni.

  5. Finnst þessi samlíking með skemmtiferðaskipið eiga vel við. Persónulega þætti mér frábær árangur að ná 6.sæti eftir það sem á undan er gengið. Það eitt að LFC sé á uppleið í dag er í raun frábært þegar við horfum í kringum okkur á önnur lið sem hafa dansað á gjarldþrotalínunni.

    Ég hef sagt það áður að ég treysti FSG, finnst þeir ennþá líta mjög vel út. Þeir hafa fundið sinn mann í Rodgers og nú er verið að hreinsa til. Skil vel að mönnum finnist leikmannakaup ganga hægt fyrir sig en jákvæði punkturinn í því er að þá munum sjá úr hverju hópurinn sem eftir er og varaliðsmennirnir eru gerðir? Hverjir fitta í kerfi Rodgers.

    Menn hafa sterkar skoðanir hverjir eigi að fara og hverjir ekki, en það er bara búinn einn deildarleikur undir stjórn Rodgers. Í dag erum við stuðningsmenn að dæma leikmenn mikið til út frá síðasta tímabili Dalglish. Það er auðvitð eðlilegt, en það er líka í lagi að gefa mönnum sem eftir eru tíma til að aðlagast nýjum háttum.

    Rodgers virðist vera kominn langt með þessa svokölluðu hryggjasúlu, bakverðir og kantmenn þurfa núna að berjast fyrir tilverurétti sínum í liðinu. Reikna með að strax í janúrar vitum við hverjir núverandi leikmanna eigi enga framtíð hjá liðinu. Þá vonast ég til að sjá kaup, en það er náttúrulega háð því að menn séu fáanlegir á réttu verði, eins og alltaf ætti að vera.

    Hreinsum til, sjáum hvað við eigum og kaupum svo í liðið. Líst vel á þetta hvort sem við erum í sjötta sæti eða því sextánda í janúar. Ég vil fyrir alla muni að Rodgers fái tíma og þá er eins gott að styðja við bakið honum og FSG. Læra að treysta á ný. Sýna þolinmæði og trúa á verkefnið. Annars er alveg hægt að hætta bara að horfa.

  6. Sammála # 3 það þarf að eyða pening til þess að græða pening og því þarf góða leikmenn til félagsins til þess að reyna að ná 4 sæti sem síðan borgar sig tilbaka með pening úr þeirri deild.

  7. 3 og 6 eru með þetta,gömul og ný sannindi,það þarf að eyða peningum til að græða peninga og ef kanarnir neita að skilja það þá er ekki von á góðu!!

  8. Okkur sárvantar markaskorara. Við höfum engan slíkan í liðinu. Við þurfum mann sem skorar 20+ mörk í deildinni. Luis Suarez er ekki þessu maður og Andy Carroll er ALLS ekki þessi maður. Suarez þarf alltof mörg færi til þess að skora. Ég bara nenni ekki inn í annað svona tímabil þar sem við ætlum að treysta á að Suarez dragi vagninn varðandi markaskorun. Þá erum við ekki að fara að gera neitt í þessari deild. Ekki misskilja mig, Suarez er stórkostlegur leikmaður, en hann er hrikalegur finisher. Þetta er frábær leikmaður til að leika í kringum annan framherja, en sem fremsti maður og markaskorari er hann ekki að gera sig. Ég nenni svo varla að tala mikið um 35 milljóna punda manninn sem skilaði 4 mörkum í deildinni í fyrra. Hann er ekki að fara að bjarga neinu. Það er algjört forgangsatriði í mínum huga að kaupa alvöru framherja. Góður klárari hefði verið búinn að koma okkur í 2-0 í fyrri hálfleik gegn WBA. Reyndar hefði Amma mín komið okkur í 1-0 úr þessu skallafæri sem Suarez fékk.

  9. FSG er búnir að leyfa stjórunum að eyða 130+ milljónum í leikmenn, já ég veit að við höfum selt leikmenn fyrir hellings pening, en það eru ekki allir eigendur sem leyfa þeim pening að fara öllum í leikmannakaup.

    Það er ekki FSG að kenna að Dalglish keypti einhverjar sultur, þeir treystu honum og Comolli fyrir því að kaupa góða leikmenn. Dalglish og félagar eyddu 110+ millum í leikmenn, ég segi nú bara að það er eðlilegt að þeir séu varkárari núna. Ef þú brennir þig einu sinni ferðu meira varlega við eldinn næst.

    Þeir hafa alltaf sagt að þeir vilja meiri gæði fyrir peninginn sem er á launaskránni, ekkert endilega að minka hana svakalega. Þeir eru að sýna það að þeir eru tilbúnir að gefa okkar bestu leikmönnum kauphækkun ef þeir standa sig vel eins og t.d. Suarez og Skrtel.

    Þú getur stytt þér leið um húsasundið að endalínunni og liðið ágætlega í smá stund. Eða hlaupið allt hlaupið og liðið stórkostlega því þú veist að þu gerðir það almennilega. Ef við værum með “sugardaddy” eigendur og myndum kaupa allt eins og City og Chelsea. Gætum við stytt okkur leið. En ég vil að við klárum hlaupið almennilega og gerum þetta eins og á að gera þetta, það getur tekið aðeins lengri tíma en tilfinningin verður ennþá betri þegar því verður lokið.

  10. Shit hvad èg er vitlaus en èg er engu nær, frá tví eg las fyrirsögnina og svo pistilinn, um hverju tù ert ad reyna ad koma á framfæri Maggi.

  11. Þegar menn tala um þolinmæði eru menn þá að tala um önnur tutugu ára bið eftir Englandsmeisraratitli ?

  12. Fólk er ennþá að tala um að það sé verið að hreinsa til í klúbbnum. Það hefur nánast verið stanslaus hreinsun síðan Gerard Houllier fór. Eigendurnir þurfa að sína það að við þurfum mann með pung. Glaður myndi ég skipta á Suarez og alvöru poacher sem myndi allavega vinna leikina, en ekki sola einn, sola tvo og bomba síðan svo langt yfir að það er hálf sorglegt. En Suarez er bara ekki nógu góður finisher til að geta verið 20 marka maður.

  13. Flott grein þó Paul Tomkins hafi ekkert með hana að gera annað en að hún kemur á síðunni hans, hann hefur ekki einu sinni commentað á hana. Simon Steers er ekki nærri því jafn góður penni og ekki í tengslum við FSG (líkt og Tomkins) en þessi grein er engu að síður mjög góð og gaman að fá innsýn Red Sox aðdáenda.

    Greinilega margt líkt með þessum félögum þó þau séu í sitthvorri íþróttinni og ef eitthvað er sýnist mér tækifærin með Liverpool mun fleiri heldur en Red Sox enda stærri markaður og stærri íþrótt. Þeir virðast vera að gera margt rétt á þessum vettvangi btw.

    Eins held ég að FSG hafi nú ekkert vitað allt um hafnarbolta áður en þeir fóru að kaupa sig inn í þann bransa og hafa alltaf treyst á ráðgjöf manna sem (þeir telja) vita meira um íþróttina. Rétt eins og í fótbolta eins og komið er skemmtilega inná í þessari grein. Það er engin tilviljun að leitað hafi verið til manna eins og Cruyff sem á mikið í stefnu og starfi Barcelona og David Dein sem á mikið í starfi og stefnu Arsenal. Bæði klúbbar sem skila mjög mörgum leikmönnum upp úr unglingastarfi og kaupa unga góða leikmenn.

    Miðað við allt sem eigendur Liverpool hafa sagt er FFP mjög mikilvægur þáttur í að gera Liverpool samkeppnishæft við sugar daddy liðin og verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Þeir eru nú þegar farnir að fjárfesta meira í ungum og góðum leikmönnum sem actually eru líklegir til að skila sér upp í aðalliðið á næstu árum og flest leikmannakaup okkar eru á þá leið að losa burt dýra leikmenn á niðurleið fyrir unga menn með bjarta framtíð. M.ö.o. þeir virðast vera að byggja til framtíðar þó nokkuð rót hafi verið í okkar herbúðum undanfarið. Reyndar hefur margoft verið farið yfir það. Hodgson fengu þeir í arf og gátu ekki annað en rekið og flesta sem komu nálægt klúbbnum á þeim tíma. Dalglish var short term lausn sem fór fram úr væntingum. Margt sem má gagnrýna í þeim samningum og mannaráðningum en eins og hjá Boston virðast þeir vera fljótir að taka ákvarðanir telji þeir sig hafa gert mistök og leiðrétt þau. (tíminn leiðir í ljós hvort þeir gerðu rétt í sumar).

    Hvað leikmannamarkaðinn varðar er ég sammála flestum um að vilja stórt og “safe” nafn sem styttir okkur leið. En eftir árin þar sem lið Liverpool var veikt umtalsvert milli ára geri ég fyrst og fremst þá kröfu að svo sé ekki gert milli ára. Liverpool er að kaupa leikmenn núna og láta menn fara á okkar forsendum (enn sem komið er). Það eitt og sér er a.m.k. jákvætt og klár breyting frá tíma Gillett og Hicks með liðið. Eins trúi ég því að það sem kemur inn í tekjur af rekstri félagsins fari aftur í félagið. Það er t.d. fráburgðið því sem er í gangi hjá United.

    Þetta koment sem kom við færslu Steers finnst mér annars mjög gott:

    I think that one of the biggest hurdles FSG have is convincing the media that what they are doing and proposing to do, is going to work.

    Not many of them are sold on the idea, and it won’t be long before they start convincing the more fickle fans, that it’s not good for Liverpool.

  14. Er þetta ekki nákvæmlega eins og Siggi Már #9 segir. FSG fóru þá leið í fyrra að eyða slatta af peningum í það sem Kenny og Comolli vildu og ætluðu að “Eyða peningum til að græða peninga.” Það varð nú ekki alveg raunin á síðasta tímabili og þess vegna hafa þeir fengið inn mann sem kann að gera mikið úr litlu og vonast til að hann gæti farið að þessu á aðeins annan hátt.

  15. sælir drengir, ég er nú allveg orðinn gáttaður á ykkur……. nú vantar að kaupa menn fyrir ” draslið” sem Dalglish keypti ? eruð þið þá loksins að viðurkenna að það sem hann keypti séu allt “average” menn ? Carrol, Henderson, Downing, Adam….. (Shelvey)….og ekki ætlið þið enn að hæla Kelly…. eða Spearing…nei auðvitað ekki, þetta eru ” average” menn, sem eiga að vera í 1. deild flestir.
    Ég er ekki gagnrýna eigendurna, því að þeir gáfu Dalglish 110 mills+…. hann keypti bara vitlaust, og toppurinn þar eru Carrol, Henderson, Downing og Adam= 74 milljónir punda í average leikmenn

  16. Hvaða lið í úrvalsdeildinni hafa keypt inn fyrir meiri pening en Liverpool í sumar? Eru þau nema þrjú? Chelsea, Man Utd og Arsenal.

  17. Væri ekki ráð fyrir Brendan að kaupa Scott Sinclair frá Swansea, þar er spennandi leikmaður á ferð sem vill fara í annan klúbb. Hann þekkir líka hugmyndafræði Brendan og myndi smellpassa inn í stutta spilið með Allen. Auk þess væri loksins kominn einhver almennileg ógnun á kantinn, það hefur vantað í ansi mörg ár.

  18. Svona blasir þetta við mér…

    Eigendur klúbbsins gáfu Kenny og Commoli 110+ milljónir punda til að versla nýjan kjarna í liðið sem átti að tryggja okkur meistaradeildarsæti og þar af leiðandi mikla tekjumöguleika næstu árin (með áframhaldandi þátttöku í meistaradeild). Snjóboltaáhrif.

    Leikmennirnir sem Kenny og Commoli keyptu reyndust flestir ekki vera þeirra fyrsti kostur (Clichy, Young, Jones o.s.frv.). Sem er svo sem ekkert nýtt ef skoðað er sögu Liverpool undarfarinna ára í leikmannakaupum.

    Þeir enduðu því á því að kaupa leikmenn sem hvorki styrktu hópinn né gerðu hann samkeppnishæfari við önnur lið. Leikmenn eins og; Carroll, Adams, Downing, Henderson, Coates, Enrique og Doni.

    Þessir menn sem eiga klúbbinn hafa ekki hundsvit á fótbolta og setja því traust sitt á menn sem þykjast/þóttust hafa það. En eins og allir vita gekk þetta enganveginn upp.

    Nú er svo komið að Liverpool þarf að styrkja hópinn með alvöru leikmönnum ef klúbburinn á ekki að falla enn aftar í samkeppni sinni við United, City, Chelsea, Arsenal, Tottenham, Newcastle og jafnvel Everton sem jú enduðu fyrir ofan okkur á síðasta tímabili.

    Ekki er ég nú mikill fræðimaður á störf FSG sem þykist vita að með leikmannakaupum eins og Borini, Allen og Assaidi þá hafa þeir sett markmiðið á það að reyna að gera eins mikið og hægt er, úr eins litlu og hægt er. Og ráða til sín Rodgers sem er frábær í því. Með fullri virðingu minni fyrir þessum leikmönnum þá eru þetta lítt þekktir menn sem gætu orðið stjörnur í framtíðinni.

    Staðreyndin er hins vegar sú að Liverpool vantar ekki stjörnur eftir 6-7 ár. Okkur vantar þær núna.
    Einn ágætur maður sagði nú meðal annars:”maður gerir ekki kjúkklingasalat úr kjúkklingaskít.”

    Því er ég því miður sammála hvað þetta varðar.

  19. He, he. Það er gaman að sjá að menn eru að snúast á sveif með Siguróla í þessum efnum eftir nánast aftöku á honum í vor þegar hann gagnrýndi kaup Daglish. Ég er reyndar ekki sammála því að hafa Shelvey í þessum hópi en hinir hafa óneytanlega valdið vonbrigðum. Vil þó einnig setja sviga utan um Henderson en kannski er það bara óskhyggja hjá mér að hann eigi eftir að standa sig.

    Leikurinn um helgina olli vonbrigðum en mér finnst alltof snemmt að láta hendur fallast. Hugsanlega voru þetta ágæt úrslit til að koma mönnum aðeins niður á jörðina og átta sig á veikleikum liðsins. Það eru nokkrir dagar eftir af glugganum og því ekki útilokað að við eigum eftir að sjá frekari kaup. Hugsanlega auka þessi úrslit líkurnar á því. Ég hef a.m.k. ennþá trú á því að þær breytingar sem hafa verið gerðar í sumar séu í rétta átt þrátt fyrir að ennþá sé nokkuð langt í land. Gefum þessu tíma.

  20. Ekki er að sjá að stóru liðinn hafi brillerað um helgina en ég er þó sáttur við að sjá hverjir eru með LIVERPOOL HJARTA og eiga framtíð hjá okkur og hverjir fara í þessum glugga og þeim næsta . Nú þarf að versla rétt inn og ekki vera eyða millum í leikmenn sem hætta svo að spila þegar þeir koma , finnst það gerast allt of oft .

  21. Ef til vill eru það sömu aðilar sem eru að gagnrýna kaupin á Carroll, Henderson og Shelvey og voru hvað harðastir í að rakka niður Lucas og Skrtel einu ári eftir kaup þeirra.

    Henderson er 22 ára, Shelvey er 20 ára og Carroll er 23 ára. Allt eru þetta leikmenn sem eiga eftir að verða viðloðandi enska landsliðið í framtíðinni og að baki eiga þeir fjölda unglingalandsliðsleiki og leiki með A-liði Englands. Vissulega áttu þeir misjafnt tímabil í fyrra en þeir áttu ekki að draga vagninn á síðasta tímabili. Það voru hins vegar reynsluboltarnir sem brugðust. Við vitum öll hvernig umræðan um Lucas og Skrtel var á þeirra fyrstu tímabilum. Ef sumir hér hefðu fengið að ráða þá hefðu báðir þessir leikmenn verið látnir fara eftir fyrsta tímabil. Stórmenni eins og Hamann, Carragher, Gerrard og Rush hefðu aldrei náð að afreka það sem þeir hafa gert fyrir klúbbinn hefðu þeir verið dæmdir af sínu fyrsta tímabili.

    Það má vel vera að þessir strákar hrökkvi í gang í vetur ef þeim verður sýnt traust og þolinmæði. Kannski gerist það ekki fyrr en þá þriðja tímabili og ef það gerist ekki fyrr en þá, þá verður það biðarinnar virði þar sem við gætum hafa eignast burðarása um næstu 5-10 ókomin ár.

    Eitt af einkenni ungra leikmanna sem eru að hefja sinn leikferil er óstöðugleiki. Þeir þurfa að gera mistök, þeir þurfa stuðning og ekki síst þá þurfa þeir þolinmæði til þess að þroskast og verða betri. Það að afskrifa Henderson, Shelvey og Carroll og tala um léleg kaup, ber vott um ótrúlega skammsýni og skort á heildarsýn. Ef menn vilja gagnrýna leikmenn þá ættu þeir frekar að horfa til reynsluboltana sem eiga að hafa það hlutverk að hjálpa ungum leikmönnunum upp á næsta level.

  22. Þessi grein er ágæt þótt hún bæti engu nýju við fyrri vitneskju um áform FSG. Raunar finnst mér vanta eitt atriði sem hlýtur að vera einn hornsteinninn í viðskiptaáætlun FSG sem er Financial Fair Play reglur sem virka. Ef ástandið helst óbreytt, þ.e. að moldríkir menn í leit að áhugamáli og athygli fái að ausa fjármunum algjörlega óhindrað í gæluverkefnin sín, er LFC ekki að fara vinna stóra titla í næstu framtíð. Í besta falli gæti LFC orðið eins og Arsenal, gott og vel rekið lið en ekkert meira. Við sjáum að í dag eru leikfangafélögin síst á útleið og nýjasta dæmið er vitanlega PSG sem veldur vissum áhyggjum.

    Þessi þróun getur farið í tvær áttir að mínum dómi. Annar möguleikinn er sama sleifarlag og hingað til. Reglur eru settar um fjárhagslega sjálfbærni en það er ekki farið eftir þeim eða þá þær sniðgengnar s.s. með óbeinum fjárhagslegum innspýtingum í gegnum auglýsinga- og styrktarsaminga. Styrkarsamningar ManCity við eigendur sína er gott dæmi um þessa sniðgöngu.

    Hinn möguleikinn er að FIFA girði sig í brók og framfylgi reglunum samkvæmt þröngri túlkun.

    Ég giska á að FSG hafi reiknað út að andstaðan við leikfangafélögin magnist með tímanum. Sjálfur er ég nýkominn frá Frakklandi og þar horfa menn áhyggjufullir á að PSG muni eyðileggja frönsku deildina. Frakkar eru vitanlega upp með sér yfir að stórstjörnur eins og Zlatan spili í landinu en vita sem er að skemmtanagildið fyrir almenning gæti stórminnkað fari svo að PSG dómineri deildina í krafti auðsins.

    Raunar þekki ég ekki einn einasta mann sem styður raunverulega að fótboltafélög séu rekin eins og kvennabúr fyrir arabíska olíufursta, rússneska oligarka, tælenska glæpamenn og aðra af sama sauðahúsi. Allir hugsandi menn sjá að slíkt mun að endingu leiða til ófarnaðar fyrir leikinn í heild sinni.

    Nóg um það; aðalmálið núna er að biðja allar góðar vættir að Brendan valdi verkefninu sem honum var falið og að rekstarumhverfið verði gert heilbrigðara í alvörunni þegar FFP reglurnar taka gildi að fullu.

  23. Allir mínir höfðingjar…

    Dalglish keypti vitlaust segja allir núna. En…hvað erum við að fá í ár? Í fyrra buðum við í Gael Clichy, Ashley Young og Phil Jones auk þess sem slúðrað var um að talað hafi verið við umba Kun Aguero og Slaven Jovetic.

    ENGINN þessara leikmanna hafði áhuga á að koma til okkar, ekkert frekar en manni sýnist Nuri Sahin eða Gylfi gera núna. Haldið þið að við hefðum keypt José Enrique ef Clichy hefði komið? Hefðum við hugsanlega valið að kaupa Young frekar en Downing. Við hefðum ekki keypt Coates ef Jones hefði komið.

    Hér virðist reglulega gleymast að til að geta keypt gæði þá verða gæðin að vilja koma. Arsenal, Villa og Blackburn höfðu öll samþykkt okkar tilboð en leikmennirnir vildu ekki koma.

    Hvað á þá að gera? Kaupa engan? Yrðum við sáttari við það?

    Við erum á nákvæmlega sama stað núna, engin CL og það virðist ljóst að við ætlum ekki að keppa við City, Chelsea, United og nú Arsenal og Spurs í launum, svei mér ef Sunderland fer ekki upp fyrir okkur með launaseðilinn.

    Hvað er þá líklegt að við getum keypt þaulreynda afburðaleikmenn?

    Ekki eins líklegt allavega eins og að kaupa unga og efnilega leikmenn eins og Borini, Allen og Assaidi.

    Coates var ekki fyrsti kostur, Enrique var ekki fyrsti kostur, Carroll kom vegna þess að Torres tognaði á heila, LFC hefði viljað halda honum.

    Það er ekki einfalt verk að finna næstu kosti þegar sá fyrsti klikkar og verður stöðugt erfiðara því fleiri lið sem brjóta upp launa- og kaupstrúktúr eins og mér sýnist Arsenal og Spurs gera.

    Svo það sem er framundan er að sitja þolinmóð og treysta á það að Rodgers búi til hágæðaleikmenn úr efnilegum, þar sem við virðumst ekki ætla að kaupa tilbúin gæði eða borga slíkum mönnum há laun.

    Í guðs bænum, komið með nöfn sem ykkur finnast líkleg til að ganga til liðs við LFC á 50 – 70 þúsund punda launum, eða velja okkur frekar en lið í CL.

    Það er ofboðslega auðvelt að gagnrýna, en kannski er kominn tími á að benda frekar á nöfn sem falla að þessu

    Annars höfum við ekki nennt að lesa um Clichy, Jones, Young, Aguer, Jovetic, Gylfa eða sennilega Sahin. Alveg óháð hvað þeir geta og hvers vegna þá völdu þeir önnur lið umfram okkur!

  24. Mér finnst nú frekar litlar fréttir í þessum pistli sem Maggi bendir á. Það er stöðugt verið að hamra á þolinmæðismöntrunni.

    Í öllum þessum pælingum þá er bara eitt sem skiptir mig máli og það er frammistaða og úrslit inni á vellinum. Alls konar long-term eða short-term tal skiptir mig litlu máli meðan liðið skítur upp á bak trekk í trekk. Jújú, ég er alveg til í að gefa þessu þolinmæði og tíma en maður verður samt að sjá framfarir hjá félaginu. Þær voru ekki sýnilegar á síðasta tímabili, þ.e. liðið versnaði verulega eftir áramót og þjálfaraliðið virtist standa hálf ráðalaust á þeim tíma.

    Nú er komið nýtt þjálfaralið sem ég veit ekkert um og veit t.d. ekkert hvernig þeir bregðast við þessu tapi á laugardaginn (sem var by the way frekar ósanngjarnt fyrir mína parta). Munu þeir nota statistíkina úr leiknum til að breyta taktík, t.d. að leyfa Skrtel og Carra (eða Coates) að bakka aðeins aftar, því rétt eins og Terry og félagar hjá Chelsea á síðasta tímabili, ráða þeir ekkert við að pressa svona hátt upp, sérstaklega ekki ef Agger er ekki með. Eða munu þeir halda sig við sömu taktík, pressa varnarlínuna alveg upp að miðju þegar hægt er og eiga það á hættu að fá á sig mörk og vesen eins og gegn WBA?

    Og með eigendurna. Er sala á Agger næsti kostur? Ef Liverpool fengju 25 milljónir + fyrir hann þá væru það góð viðskipti. Það myndi veikja liðið verulega en hægt væri að kaupa góðan haffsent, sem gæti verið minna meiddur og jafnvel einn sóknarmann í kaupbæti fyrir þá peninga. Long term success.

    Ég er ósammála Siguróla að hluta til. Henderson er mjög efnilegur leikmaður sem verður lykilmaður eftir nokkur ár og Carroll og Shelvey líka. Líklega passar Carroll ekki inn í kerfið hjá Rodgers og verður því að fara á 10-15 milljónir punda. Ég er á báðum áttum með Downing. Núna spilar hann hægra megin en hann getur ekkert þar. Hann er pjúra out-and-out vinstri kantmaður sem þarf kraftsenter með sér, ágætur krossari ef einhverntímann væru einhverjir samherjar inni í teig. Svipaður Jermaine nokkrum Pennant, sem ekki fann sig sérlega vel á Anfield. Kannski gerir Downing það aldrei, en hann er samt enskur landsliðsmaður og á farsælan feril að baki með Middlesborough og Aston Villa.

    Veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessu rausi, en bottom line-ið er þetta: Frammistaðan á vellinum er það sem skiptir máli. Ef FSG kaupa ekki meira í þessum glugga þá minnkar það möguleikana á góðri frammistöðu á vellinum. Eins og margir hafa bent á þá vantar eitt stykki Robbie Fowler í liðið, einn sem getur skorað þegar hann nennir því.

  25. Ég vil ekki meina að þetta hafi verið röng kaup. Þetta voru kaup sem Kenny og Comolli þóttu best í stöðunni, þegar kostur 1 vill ekki koma þá er að sjálfsögðu farið á eftir kosti 2 eða 3 því stöðuna þarf ennþá að manna! Munurinn er þó að þessir 2. eða 3. kostir kostuðu samt alveg heilan helling og því held ég að FSG séu enn varkárari núna en síðasta sumar.

    Ætla að bíða rólegur fram að lokun glugga en er þó ekki viss um að það komi inn leikmaður sem á að fara beint í byrjunarliðið. Rodgers lofaði einum til tveimur leikmönnum sem myndu skapa undrunarviðbrögð hjá aðdáendum en ég held að hann hafi bara ekki gert sér grein fyrir því hversu erfitt er að fá klassa leikmenn til Liverpool.

    Ef við ætlum að fá klassa leikmann fyrir lok gluggans tel ég í fyrsta lagi að það þurfi að selja einhvern á góðan pening fyrst (Carroll?) því FSG vilja sennilega ekki punga út miklum peningi í enn eina óvissuna og í öðru lagi þarf sá leikmaður sennilega að vera aðdáandi Liverpool frá blautu barnsbeini… eins og t.d. Suarez.

    Þó svo þetta sé óskhyggjan þá veit ég ekki alveg um þennan leikmann eins og Maggi talar um sem… Er Topp leikmaður, sættir sig við undir 70.000p á viku, evrópudeild, hugsanlega ekki meistaradeild næstu 1 til ? ár og þarf helst að vera blóðheitur Liverpool aðdáandi líka til að sætta sig við rest. Ég held að við séum að fara að sætta okkur við 2. til 3. kost það sem eftir er þessa glugga og næstu líka þangað til við komumst í Meistaradeild!

  26. Sjaldan hafa komment sem fá númerið 13 verið jafn góð.

    Að öðru. Í alvöru strákar og jafnvel stelpur þótt ég hafi ekki sé neina þeirra tönglast á þessu hér. FGS lét Dalglish ekkert fá 110M+. Hættið að tala um að þessar 35M sem fóru í Carroll hafi komið frá FGS. Svo kom strákurinn Shelvey ekki á vakt Dalglish ef einhver var búinn að gleyma. Adams heitir svo ekki Adams heldur Adam að föðurnafni. Ekkert skyldur The Adams Family þótt maður gæti haldið það.

    Hversu oft þarf annars að matreiða með teskeið upp í suma hvernig búið er að endurskipuleggja hópinn m..v launakostnað o.f.l.? Held að komment frá Magga #24 taki enn eina ferðina aftur á þessu. Maður mætti halda að nokkrir sem skrifa hér séu á leið með að fá sömu einkenni og Maggi lýsir með Torres, tognun á heila.

    Liðið okkar átti vissulega heilt yfir lélegt tímabil í fyrra en það fór reyndar ekki niður á við fyrr en eftir leikinn á móti Arsenal á Anfield sem við átum upp til agna nema hvað að kvikindið hann RVP setti tvö á móti okkur og slökkti á okkar mönnum. Sá mannfjandi 🙂 er nú kominn til Man Yoo og ekki lýst manni á það. Fáir ef nokkrir leikmenn okkar stóðu upp úr á síðasta tímabili og þá skipti nákvæmlega engu hver keypti þá, Dalglish, Roy, Benitez eða annar.

    Segi það enn og aftur. Þeir sem koma hér inn og eru að skrifa svona eru annaðhvort Tröll eða þá með pottlokið forskrúfað og hana nú.

  27. Eins og ég hef sagt áður þá var það allann tímann fáránlegt að borga 35 millur fyrir Carroll og svo er hægt að bæta við öðrum nöfnum eins og Adam og Downing o.fl. og fara þá upp í 70-80 mills og það gerir málið enn meira absúrd.

    Það talar einhver um að þegar kostur 1 vill ekki koma þá verði að fara í kost 2 eða 3 og á þá væntanlega við nöfnin sem ég taldi upp að ofan en manni hryllir við hvað kostur 1 hefði kostað ef þetta er verðið á kostum 2 og 3!!!

    Áfram Liverpool!!

  28. Enn eitt árið eða allt frá árinu 2007 erum við að ræða leikmannamál og það hefur ekkert breyst. Ég ætla þó að leyfa þessum nýju leikmönnum að njóta vafans áður en ég fer að tala um að þetta sumar sé eitthvað disaster í leikmannakaupum, glugginn er svo ekkert lokaður enn þannig hver veit hvað gerist. En maður er ekkert ýkja bjartsýnn samt því þetta eru jú ekki nein nöfn sem eru að koma. Fyrst við virðumst ekki einu sinni geta sannfært Nuri Sahin að koma á láni til okkar þá efast ég um að við séum að fara að sannfæra einhver stór nöfn að sægna hjá Liverpool til nokkurra ára, held nú ekki. Liverpool gat ekki einu sinni sannfært Gylfa Sig að koma sem er nú ekki beint eitt af stóru nöfnunum í Evrópuboltanum. Ég held að þetta sé eina leið Liverpool, að efla njósnakerfi sitt, ráða fagmenn til starfa, kaupa þessa ungu leikmenn áður en stóru liðin í Evrópu ná þeim og gera úr þeim stjörnur.

    Við erum ekki meistaradeildarlið í dag og menn verða bara að draga úr væntingum sínum fyrir þetta tímabil hvað varðar leikmannakaup. Mig langar í flottan leikmann í dag, einhvern sem að getur skapað og skorað. Jovatevic, Hulk, Falcao, Neymar eða hvað allir þessir snillingar heita. Ég er alveg sammála þér Maggi með að Liverpool vantar svona leikmenn í dag. En þetta er bara ekkert að fara að gerast og því fyrr sem við áttum okkur á því, því betur getum við notið þess að horfa á fótbolta og beðið þolinmóðir með að Rodgers nái árángri. Ég er fullviss um að árángurinn eigi eftir að skila sér, það tekur bara nokkur ár.

  29. Tottenham byggði upp hóp sem komst í meistaradeildina á ekki svo miklum pening þetta er bara hlutur sem gerist mjög hægt. ég viðurkenni það að ég var nett pirraður á leiknum á laugardag en svo eftir leik hugsaði eg þetta tekur tíma hætti að vera pirraður eftir korter. það þarf bara gefa þessu tíma vorum nokkrum sekúndum frá gjaldþroti og þessir eigendur björguði lífi klúbbsins og það gleymist víst oft þegar þið talið um það að þið eruð ekki ánægðir með eigendurna.

  30. Lið BRS sem vann þessa titla 2004 og 2007 var blanda af svona leikmönnum.

    The teams that won the World Series in 04 and 07 were a mix of big money free agents/trades and home grown talents.”

    Þessir “big money” menn sem við eigum hafa alls ekki verið að standa sig, samt vill ég gefa Carrol og Henderson sjénsinn áfram enda eru þeir ungir og ég hef trú á þeim. Downing má selja til einhverra “olíu” liða. Ég skil reyndar ekki af hverju Sterling var ekki í liðinu á móti WBA í staðin fyrir downing því með hann innanborðs þá vorum við einum færri, og síðan tveimur færri þegar Agger fauk útaf. Vonandi fáum við Johnson frá shitty, hann er 10 sinnum betri.

  31. Mögulega off topic.

    Það er farið að pirra mig að í hvert skipti sem Liverpool er bendlað við einhvern leikmann þá er alltaf “fuking” Tottenham líka á eftir manninum!! Ég er því miður farinn að “hata” Tottenham. Ok “hata” er sterkt orð svo ég breyti því í “þoli þá bara ekki!*”.

    Það að Liverpool skuli vera að eltast við leikmann sem svo vill ekki koma á ekki að eiga sér stað í raunveruleikanum! Þetta er Liverpool! En jú auðvitað snýst allt um CL og peninga svo hvað er ég að bulla…..

    Þegar litið er yfir hópinn hjá Liverpool í dag þá er alveg hægt að segja að margir séu ofmetnir peningalega og voru keyptir inn of dýrir, en það gerist hjá öllum liðum. Það er ekkert alltaf hægt að gera góð kaup og því miður þá finnst mér það búið að gerast of oft hjá Liverpool undanfarin misseri að það séu gerð léleg kaup, því miður.

    En ég hef trölla trú á að Brendan muni koma Liverpool ofar á töfluna og það kemur að því að við fögnum Englandsmeistaratitlinum, hvort það verði með Gerrard sem fyrirliða veit ég ekki, en það mun gerast! 🙂

  32. Það virðist mest allt gerast mjög hægt hjá LFC. Það gengur hægt að kaupa alvöru leikmenn, það gengur hægt að ákveða vallarmálin og koma þeim af stað og svo er spilið inná vellinum alveg hryllilega hægt líka! 😉 Og svo held ég svei mér þá að KR og FH séu með betri “finishera” í sínum röðum en Liverpool og samt virðist ekkert ætla gerast til þess að bæta þau mál. Annars er ég nokkuð ánægður með hópinn og þokkalega bjartsýnn á framhaldið. Vantar bara TOP striker 🙁

  33. Sýnist ekki, búið að ganga mjög hægt síðan þeir keyptu og ekki margt gott gerst 😉 en ég skil alveg hvað þú átt við 🙂

  34. Það er nú ekki beint hægt að segja að FSG hafi eitthvað verið að sitja á aurnum, þannig lagað séð. Kenny eyðir 110 milljónum í leikmenn !! Auðvitað var nettó eyðslan ekkert svakaleg en engu að síður þá eyðir karlinn 110 milljónum punda og þar af einn game changing leikmann. Þetta er vandamálið myndi ég segja !

    Svo er Brendan búinn að setja einhverjar 30 millur í leikmenn og er ekki hættur.
    Þannig að eigendurnir eru nú þegar búnir að setja 140 milljónir punda í leikmenn á einu og hálfu ári og þar af er einn leikmaður sem er stjarna. Það væri gaman að sjá hvað klúbbar eins og Tottenham, Newcastle, Everton ofl hafa sett í leikmannakaup á sama tíma.

    Þetta er kannski spurning um gæði, ekki magn.

  35. Ef menn eru núna svona svartsýnir hvernig verða þið eftir næstu tvo leiki í deild sem eru á móti Manchester City og Arsenal og það eru leikir sem ekki má búast við stigum. Hugsanleg staða í deild eftir 3 umferðir 0 stig, hvað segja menn þá.

  36. cavani vist að fara til city….. afskrifa hann til okkar.. væri nu gott að fara að fa einhverja leikmenn til okkar sem geta eitthvað

  37. If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win
    Takk fyrir.

  38. Almennt held ég að neikvæð eða svartsýn komment séu ekki vegna þess að menn styðji klúbbinn eitthvað minna. Heldur eru menn bara ekki að sjá að liðið eins og það er skipað í dag geti ekki keppt um að vera í toppbaráttu, sem btw ætti að vera markmið Liverpool alla dag. Ekki bara einhvern tíma í ókominni framtíð. Auðvitað hafa verið gerð mistök og þau þarf að leiðrétta og það getur, því miður sýnist manni, tekið tíma og FSG eru greinilega á þeirri línu. Ég er einn af þeim sem er kannski frekar svartsýnn á þetta tímabil en ætla að gefa BR tíma og frið amk að sinni. Eitt enn sem angrar mig er formið á okkar ástkæra fyrirliða, ég er farinn að hallast að því að hann sé kominn langt yfir sitt besta og kannski sé jafnvel betra að gefa mönnum eins og Henderson tækifæri þar sem við erum hvort eða er í uppbyggingu. Ég væri alveg til í að heyra hlið síðuhaldara um stöðu hans í liðinu, jafnvel bara stuttan pistil um þetta mál.
    YNWA

  39. 39. Þetta er þreytt, jafn þreytt og við aðdáendurnir erum orðnir á metnaðarleysi fyrri eigenda. Ég er búin að halda með þessu félagi í marga áratugi, og það sem er að hjá mér er PIRRINGUR, yfir því að scum,shitty, ars og celski séu komin ljósárum á undan okkur í knattspyrnu, utan vallar sem innan. Pirringur yfir því að núna er Liverpool Football club, miðlungslið. Auðvitað erum við pirraðir, ef þú værir það ekki þá held ég að þú værir ekki stuðningsmaður Liverpool FC. Við styðjum félagið þó svo það tapi, en pirrumst samt yfir tapi og lélegs árangurs í deild, sem og öðrum keppnum.

    Ég er bara ekki sannfærður enn, með það að hafa þessa eigendur frá USA. Skjótið mig bara niður fyrir það. Það þarf meira til frá þeim.

    YNWA

  40. Ég er alveg sammála því að þessir eigendur hafa verið langt frá því að standa sig í að bakka þjálfarana upp, jújú Kenny fékk að eyða 35 í Carrol en þeir fengu líka 50 fyrir Torres, 11 fyrir Babel og 11 fyrir Meirales þannig að þeir hafa svo sannarlega ekki opnað þetta helvítis veski.
    Núna þurfa þeir að opna augun og veskið og átta sig á því að liðinu bráðvantar markaskorara og ef hann kemur ekki inn núna fyrir 1 sept þá mun þetta lið vera í bölvuðum vandræðum í allan vetur.
    Tottenham voru að fá Adebayor á 5 miljónir punda og City borga hluta af laununum hans, hvernig væri ef að samninga menn Liverpool færu á námskeið í http://www.bifrost.is/pages/stofnsidur-namsleidir/simenntun/mattur-kvenna-ii/mattur-kvenna-namskeidslysingar/18000-samningataekni/

  41. Strákar. Þið verðið að skilja að stundum getur besta ákvörðunin haft slæma útkomu meðan vanhugsuð ákvörðun hefur góða útkomu. Dæmi: Ég gæti sett aleiguna undir á að Liverpool vinni WBA. Hörmuleg ákvörðun en ég gæti stórgrætt. Það er auðvelt núna að segja að Kenny hafi keypt ranga leikmenn, en á sínum tíma, miðað við þær upplýsingar sem menn höfðu, voru þessi leikmannakaup jákvæð í hugum flestra. Sem sagt, rétt ákvörðun, röng útkoma.

    Það sem veldur mér meiri áhyggjum er hvernig er verið að reyna að breyta hugarfari stuðningsmanna liðsins. Hluti þess að halda með stórliðið eins og Liverpool er að innst inni vonast maður eftir sigri í hverjum einasta helvítis leik. Þannig á það að vera og þannig hefur það verið síðan ég komst til vits og ára á tíma Roy Evans. Það á að vera pressa á liðinu og miklar væntingar, ekki eitthvað hello kitty kjaftæði. Þá erum við bara komin í flokk með Everton og Aston Villa.

  42. Andskotansfokkingfokk

    Þá virðist enn einni misheppnaðri Liverpool ástarsögu vera að ljúka!!
    Skjóttu mig í sekkinn hvað við virðumst vera óaðlaðandi klúbbur þessa stundina!!

  43. Frábært að skoða þessi kaup Swansea á Michu. Þetta er maður sem skoraði 15 mörk í La Liga í fyrra, 26 ára gamall, og Swansea fengu hann á 2 milljónir punda. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Swansea um helgina og lagði upp eitt. Þvílík snilld. Þessi maður er líklegur til að skora töluvert meira í vetur en Andy Carroll. Hvað kostaði hann aftur?

  44. Já Carlito það virðast enn eitt árið margir góðir bitar renna okkur úr greipum. Rafa Benítez kvartaði yfir þessu og breytingin virðist engin vera síðan þá. Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn á framhaldið ef menn ætla stöðugt að halda að sér höndum í launamálum. Því það er engin spurning að það skiptir þessa gæja langmestu máli. Við værum með allt annað lið í höndunum ef við værum með Adebayor og Sahin. Raunar hefði verið nóg að ná í Adebayor.

  45. “If you cant suport us when we loose or draw don’t suport us when we win” okey þetta er orðin gömul tugga sem fer orðið meira og meira í pirrurnar á manni.. Alltaf er þessu hennt fram ÉG VIL F*****G ÁRANGUR ekki alltaf að spóla í sama farinu !!

  46. twitter er að segja að eftir wba leikinn hafi fsg losað meiri money til leikmannakaupa og að verið se að skoða g.ramirez

  47. Jæja svona miðað við ganginn í leikmannamálunum stefnir í enn einn vonbrigðaveturinn. Sem þýðir bara það að þessi síða á eftir að blómstra áfram eins og síðustu vetur. Þessi síða væri örugglega ekki til ef titlarnir væru búnir að detta inn reglulega síðustu árin.

  48. Ókei, afsakið orðbragðið, en ég er kominn með nóg, @Halli #46… FOKKING ÞEGIÐU, og allir hinir, ég nenni einfaldlega ekki að lesa meira um það að menn setji út á verðmiðann á Carroll, hvorki hann né KK stjórnaði verðmiðanum, þar sem samið var um að hann yrði 15 milljónum ódýrari en Torres, og hvað þá sekúndubrot í 12, á lokadegi félagsskiptagluggans. Hefðuð þið viljað vera nánast framherjalausir, með Suarez einan ? Þið hljótið nú að vera farnir að sjá, að þau lið sem eru efst, eru þau lið sem hafa marga valkosti og samkeppni um stöður frammi, (Scums: Chicarito, Rooney, Welbeck, Berbatov og núna Persie, Man City: Aguero, Tevez, Dzeko og Balotelli) Við erum með Suarez, Carroll og Borini bættist við í sumar, sem er gríðarlega jákvætt, upp á samkeppni og valmöguleika að ræða. Hættið nú bara að væla og verið allavega PÍÍNUU jákvæð….!

  49. Ég verð eiginlega að benda honum jónsa #51 á eitt.

    United má alveg vera með Chicarito, Rooney, Welbeck, Berbatov, Persie og Mancity má alveg vera með Aguero, Tevez, Dzeko og Balotelli. Þjálfarinn þeirra þarf ekki að hafa áhyggjur af t.d. peningum, þeir eru í meistaradeildinni, þeir náðu báðir jafn mörgum stigum á síðasta tímabili og enduðu í top2.

    Staðreyndin í dag er sú að Liverpool er ekki að fá inn meistaradeildarpeninga, þeir fengu ekki peninga fyrir að enda í 1. og 2. sæti í fyrra, þeir eiga ekki olíupeninga eða fá tugi miljarða frá Kína í sölu á varning og þessháttar. Liverpool þarf að koma sér ofar til þess að fá peninga, þegar þeir eru komnir í hús þá geturu verið með 3-4 TOP strikera. Hingað til höfum við alltaf haft bara einn og stundum ekki neinn.

    Annars þá er ég mjög jákvæður að eðlisfari og hef trú á því að Liverpool verður í top4 fljótlega, en eins og staðan er í dag þá verðum við bara að sætta okkur við Suarez, Carroll og Borini. Gefum BR tíma til að móta þetta og vonandi munu okkar framherjar fara að skora.

    Langar samt að benda á eitt annað, BR mun trúlega spila með aðeins einn Striker og 2 sóknarsinnaða kantmenn. Svo það gæti vel verið að honum finnist nóg að vera með Suarez, Carroll og Borini.

    En ég skil þig samt sem áður mjög vel #51 🙂

  50. Shiit hvað dagarnir i þessari viku eru rolegir, það virðist ekkert vera að ske hja okkar monnum a leikmannamarkaðnum. Echo segir að við höfum hvorki ahuga a Dempsey nè Adam Johnson. Ætli okkar menn seu bara hættir þennan glugga?

  51. Ætla að leyfa mér að draga hér út það sem ég las eftir twittertengingu í kvöld. Viðmælandinn er Brendan Rodgers…

    BRENDAN Rodgers says he’d be a ‘nut case’ to let Andy Carroll leave Liverpool on the cheap. Whilst still accepting
    Carroll is unlikely to ever fit into the playing style he hopes to implement at Anfield, necessity means he can’t afford to lose the £35m man without replacements coming in first.
    Carroll is likely to start at Hearts tonight and Rodgers said: “I need a minimum of three strikers. Once the window shuts, that is it until January.
    “I have got Luis Suarez, Fabio Borini and Andy Carroll.
    “I would need to be a nut case to even consider at this moment to let Andy Carroll go out, unless there are other solutions for that. At the moment there isn’t.
    “Andy has been working well. He knows the situation, like the rest of the group do and we will take it from there.”
    Asked about a possible loan deal, Rodgers said: “Absolutely no chance – and certainly not to Newcastle.
    “Newcastle got £35m for this player last year. To even consider wanting to take him on loan is a liberty really.
    “It is all speculation. I would be here all night if I was to answer questions on speculation, but we have got a very small squad as it is.
    “We have lost a lot of players this summer and I hope we will be able to bring some in. I had a target list of players I wanted.
    “That was always conditional because of the monies that had been paid out here.
    “The club is working very hard behind the scenes to manage that process to allow us to get some players in, but in terms of depth, it’s nowhere near where I would want it to be.
    “I can’t wave a magic wand to bring players in and get players out.
    “There is still a wee bit of time left and hopefully come the end of August we will be ready to go on with the group that we want.”
    Carroll picked up a minor injury in training this week, but Rodgers is convinced he will start against Hearts.
    “We need to have a look at Andy,” he added. “He is due to start but he has felt a slight twinge, so we have had it looked at and scanned. If he is available and then fit, he will start.”
    Teenage striker Raheem Sterling could also be handed his first Liverpool start with Suarez – and skipper Steven Gerrard – having been rested for the trip to Tynecastle.

    Enn einu sinni gleðst ég yfir því sem hann segir, liðinu vantar tilfinnanlega breidd og það er engin brunaútsala, verið er að vinna í því að fá inn menn og hann vill fá fleiri.

    Boltinn liggur því greinilega hjá………….FSG. Vonandi fær hann betri leikmannahóp til að vinna úr eftir 1.september!

  52. Sorry, gleymdi að geta tilvitnunar, David Prentice birti þetta á sulia.com

  53. Já (Maggi) þetta var nokkuð áhugavert og spurning hvað maður les í þetta. Mjög gott mál að það er ekki forgangsatriði að losa sig við Carroll og að það sé enginn áhugi á að láta Newcastle fá hann ódýrt og hvað þá á láni.

    En eins spyr maður sig hvort Rodgers sé að kvarta og/eða setja pressu á FSG að skila fleiri leikmönnum fyrir lok gluggans. Hann er a.m.k. ekki sáttur við hópinn eins og hann er í dag og vonast til að bæta hann fyrir lok mánaðar. Les út úr þess að hann vilji a.m.k. tvo leikmenn inn. Það er gott mál að stjórinn sé að tala á þessum nótum.

    Lokametrar silly season verða spennandi að vanda.

  54. Sammála Babu, mér finnst einmitt þetta vera statement frá honum, svona “heiðvirð pressa” til stjórnendanna og það er ljóst að hann vill breiðari hóp.

    Ef við erum að fara að spila 60 leiki í vetur með Downing, Borini, Suarez, Carroll, Cole og hugsanlega Sterling í “topp þrjú” stöðunum sjá allir hvað verið er að tala um…

  55. Gleymir Assaidi, held að hann sé ekkert hugsaður á bekkinn neitt. EN það þarf a.m.k. einn í viðbót sem styrkir sóknarleikinn (lesist sem er betri en Joe Cole) og tvo ef einhver af þessum fer (Carroll þar líklegastur).

  56. Svo virðist sem Sahin gæti alveg komið til Liverpool ef marka á Marca.com:
    http://www.marca.com/2012/08/23/en/football/real_madrid/1345703549.html

    Innskot:

    Liverpool, which was the first club on the scene, has once again emerged as the most suitable option, as the player knows that Brendan Rodgers will guarantee him a place in the starting line-up. Sahin approved a switch to Anfield on Tuesday, leading his representative to undertake his whirlwind trip to complete the deal.

  57. Svekktur yfir því að Rodgers lýsir aldrei stuðningi yfir Carrol og segji að hann vilji ekki selja hann.Ef það á að selja hann væri best fyrir Carrol og fyrir klúbbinn að selja hann í einhvern stóra klúbb í öðru landi t.d ítalíu og taka einhvern upp í sem hentar hugmyndarfræði Rodgers.Vona samt að hann verði áfram og sanni að Rodgers hafi rangt fyrir sér með hann og raði inn mörkunum:)

  58. Held að menn geti bara gleymt þessari Sahin umræðu, hann er á leiðinni til Arsenal og lítið meira um það að segja.

  59. Þessi Sahin saga er að verða djöfull þreytt. Væri samt gaman ef hann væri að koma eftir allt saman. Minn draumur er að fa Sahin, Dempsey og Adam Johnson og væri þa alveg til i að lata Carroll, Adam og Spearing alla fara i staðinn. Geri mer samt fulla grwin fyrir þvi að þetta eru risastórir draumórar i mer. Màlin þessa dagana virðast ganga hægt vegna FSG, það eru ekki til peningar virðist vera og einhverjir þurfa að fara til að hægt se að kaupa. En það er enn sens a að þessi gluggi endi þannig að við verðum ànægðir og maður verður bara að vona það besta.

  60. Steini ertu til i að èta hatt þinn ef hann kemur til okkar en ekki Arsenal??

    Nuna eru einhverjar frettir sem segja hann a leið til okkar..

  61. Hvað sjáiði gerast með Adam Johnson?

    Ég er svo sammála því sem Babu hefur talað, þar er á ferðinni slakari útgáfan af Downing með mikinn farangur í bakpokanum skilst manni…við þurfum kantsentera sem að skora fleiri mörk en þessar týpur.

    Ég nenni ekki að hugsa út í Sahin!

  62. Maggi eg held að okkar menn seu ekki að reyna að fa adam johnson. Væri samt mjog til i að fa hann enda miklu betri en Downing að mínu mati.

  63. Það sem liðinu vantar mest af öllu er maður sem skorar grimmt, við getum notað Suarez, Borini, Downing og Assaidi sem kantsóknarmenn en það þarf pjúra sóknarmann sem getur skilað liðinu 20-25 mörk á tímabili og sá maður kostar því miður 20-25 millur og það virðist ekki vera til á okkar bæ.

  64. Sammála þér Maggi, hef heyrt margar og alls ekki góðar sögur um Adam Johnson og allan pakkann í kringum hann. Heyrði einmitt fyrst af því fyrir um 2 árum síðan og mér hefur ávallt skilist að hann sé þvílíkur vandamálapakki frá a-ö, hvort sem um ræðir í einkalífi eða á æfingasvæðinu. Klárlega með fullt af hæfileikum, en að því að ég heyri, alls ekki þess virði að taka sénsinn. Ég var mjög spenntur fyrir þessum strák þegar hann var á síðasta tímabili sínu með Boro, og það hélt áfram þegar maður sá hann fyrst með City. En ég er á því að hann væri að fá að spila mun meira þar ef allt væri með felldu.

  65. Þetta Sahin mál er að verða næst þreyttasta mál þessa félagaskiptaglugga, nú eru menn að tala ansi hressilega upp það að hann sé á leið til okkar. Mikið vildi ég nú að allar transfer sögur væru eins og með Assaidi, bara kviss búmm bang.

  66. Eru bara allar transfer sögur “leiðinlegustu sögur sumarsins”? 🙂 Byrjaði á Gylfa og fer svo bara yfir í næsta mann. Svona er máttur Twitter orðinn (of) mikill.

  67. Assaidi er klárlega dæmi um skemmtilegustu sögurnar 🙂

    Nei, þær leiðinlegustu eru “hann er farinn þangað, næstum staðfest”…”nei, hann er farinn í hina áttina, næstum meira staðfest”…”nei, hann tók u-beygju, nánast staðfest”…”nei, það var o-beygja (Staðfest)”.

  68. Þetta er allavega að skýrast betur með Sahin blessaðan. LFC voru fyrstir til að contact-a Real, en voru ekki komnir með neitt formlegt fram. Arsenal komu svo inn og nú segir Ballague að hann hafi ekki tekið neinu hjá Arsenal, vegna þess að hann vilji sjá allt sem í boði er og umbinn hans hitti LFC menn í gær á fundi. Sagan endalausa heldur sem sagt áfram, en ætti að klárast fyrir helgina. Ég er ennþá viss um það að Sahin verði með dvalarstað í London næsta árið eða svo.

Opinn þráður – Mánudagur

Heart of Midlothian F.C.