WBA 3 Liverpool 0

Hafi Brendan Rodgers verið í einhverjum vafa um það hversu stórt verkefnið sem bíður hans í vetur er var sá vafi tekinn af í dag með harkalegasta móti. Okkar menn fóru til Birmingham og byrjuðu Úrvalsdeildarkeppnina 2012/13 með skítlélegu 3-0 tapi gegn West Bromwich Albion.

Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas – Allen

Downing – Suarez – Borini

Bekkur: Jones, Carragher (inn f. Downing), Adam, Shelvey, Henderson, Joe Cole (inn f. Lucas), Carroll (inn f. Joe Cole).

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, og nokkuð daufur. Okkar menn héldu boltanum meira og pressuðu en náðu lítið að skapa sér af færum nema helst þegar Suarez bjó eitthvað til fyrir sjálfan sig. Allt stefndi í markalausan hálfleik þegar heimamenn fengu hornspyrnu á markamínútunni, þeirri 43. Boltinn kom fyrir og varnarmenn okkar skölluðu frá og niður að Zoltan Gera sem tók hann viðstöðulaust fyrir utan teig og smellt’onum beint upp í markhornið. Óverjandi fyrir Pepe Reina í markinu og að sjálfsögðu skora menn svona mörk á móti Liverpool, það er bara alltaf þannig. Staðan 1-0 í hálfleik og maður vonaði að Rodgers gæti barið smá kraft í menn í hléi.

Það gerðist þó aldeilis ekki. Hafi fyrri hálfleikurinn verið hálf daufur var sá seinni algjört afhroð. Eftir um 55 mínútna leik voru okkar menn orðnir einum færri eftir að Daniel Agger hrinti Shane Long þegar hann var kominn einn í gegn, eftir að Martin Skrtel hafði runnið og misst af stungusendingu. Agger var rekinn út af en Pepe Reina varði grútlélegt víti Long. Rodgers tók Downing út fyrir Carragher og svo freistaði liðið þess að ná að jafna manni færri.

Það stóð þó ekki lengi. Fimm mínútum síðar fengu heimamenn annað víti þegar Martin Skrtel gerði sig sekan um sofandahátt ársins 2012. Hann var aleinn með boltann á leið út úr eigin vítateig en tók sér allt of langan tíma í hlutina og Shane Long laumaðist að honum og hirti af honum boltann. Þá sparkaði Skrtel aftan í Long og gaf vítið. Ótrúlegt kæruleysi hjá okkar besta leikmanni í fyrra. Peter Odemwingie tók vítið að þessu sinni og skoraði örugglega.

Tíu mínútum síðar var niðurlægingin fullkomnuð þegar lánsmaðurinn Romelu Lukaku skallaði fyrirgjöf Morrison inn af markteignum. Lokatölur 3-0 og það var bara Pepe Reina að þakka að þetta var ekki verra.


Í podcast-þætti okkar sl. þriðjudag spáðu þeir Maggi, Babú og SSteinn allir Liverpool-sigri í þessum leik. Ég var búinn að lofa sjálfum mér að halda fótunum á jörðunni þetta árið en leist þó nokkuð vel á leikinn. Ég spáði jafntefli en átti í raun von á meiru í dag og gerði mér vonir um sigur. Enn og aftur vorum við óþægilega minntir á að bjartsýni, þegar þú heldur með Liverpool, er stórhættuleg.

Byrjunarliðið í dag er svona nokkurn veginn okkar sterkasta m.v. núverandi leikmannahóp og Rodgers lagði upp með sína taktík en svo þegar leið á leikinn kom í ljós að það þarf meira til en nýjan stjóra og/eða nýja taktík til að breyta gengi þessa liðs við. Til dæmis er fullt af fólki sem heldur að Dalglish einn hafi borið ábyrgð á gengi liðsins eftir áramót á síðustu leiktíð en leikmenn liðsins brugðust honum jafn mikið, ef ekki meira, og hann brást þeim/okkur og þeir minntu algjörlega á það í dag.

Agger og Skrtel? Skelfilegt kæruleysi og slæmar ákvarðanatökur hjá þeim báðum í dag. Martin Kelly? Tók tvö skref aftur á bak á síðustu leiktíð og var enn og aftur skelfilegur í dag. Glen Johnson? Skárri en Kelly en betur má ef duga skal. Lucas? Skortir greinilega leikæfingu. Steven Gerrard? Einn lélegasti maður vallarins í dag. Luis Suarez? Heldur áfram að vera mest skapandi leikmaður deildarinnar og heldur líka áfram að vera einn lélegasti slúttari deildarinnar. Stewart Downing? Hraði, boltameðferð og skilar nákvæmlega engu, eins og venjulega.

Nýju leikmennirnir voru líka daprir. Joe Allen sínu skárri en Fabio Borini en þegar leið á leikinn misstu þeir báðir öll tengsl. Ég hálf vorkenndi Allen í seinni hálfleik þegar hann var enn að reyna hlaup og stutt/hratt samspil við Gerrard og Downing sem voru nær eingöngu farnir að leita að fyrirgjöfum utan af velli eða Hollywood-sendingum.

Það er búið að kaupa þrjá nýja leikmenn í sumar og ráða nýjan stjóra en allt ofantalið er ennþá nákvæmlega jafn skelfilega lélegt og það var frá áramótum á síðustu leiktíð. Og þetta eru hlutirnir sem Rodgers þarf að vinna í. Og þetta er það sem við verðum að sýna honum þolinmæði til að kljást við. Þetta tekur meira en einn eða tvo leiki, alveg pottþétt, og hann er alveg jafn mikið að læra á leikmennina og þeir eru að læra á hann.

Þetta var sem sagt, í stuttu máli, skelfilegt, en ég skal hundur heita ef þetta batnar ekki. Hvað það tekur langan tíma er hins vegar erfitt að spá fyrir um. Ég myndi samt orða það þannig í dag að það er ekki Brendan Rodgers sem er valtur í sessi, það eru leikmenn Liverpool sem skitu upp á bak á síðustu leiktíð og virðast halda að það megi halda áfram að drulla upp úr bleyjunni á þessari leiktíð.

Maður leiksins: Pepe Reina. Sá eini sem vann fyrir laununum sínum. Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Lucas, Gerrard, Downing, Suarez, Carroll, Cole, skeiniði ykkur. Þetta var drulla.

Að lokum vil ég óska sjálfum mér til hamingju með að hafa náð að skrifa heila leikskýrslu án þess að missa mig yfir því hversu ótrúlega, gjörsamlega gagnslaus Joe Cole er. Til hamingju, ég.

Næstu leikir eru gegn Hearts í Skotlandi á fimmtudag og svo Manchester City á Anfield eftir átta daga. Tímabilið er bara rétt að byrja. Það er nánast það eina jákvæða í dag.

175 Comments

 1. Ég ligg hér sem skotinn eftir þennan viðbjóð sem kallast á knattspyrnuleikur og almenn skemmtun. Fáir ljósir punktar sem hægt er að draga úr þessum leik og ekki neitt nama svekkelsi siitja eftir hjá mér amk.

  ynwa..

 2. Sælir,

  Ég er auðvitað ekkert ánægður með úrslit leiksins en var ekki við þessu að búast? Ég man eftir mönnum tala um að við þyrftum að gefa þolinmæði í þetta verkefni, það næðist ekki að breyta leikstíl hjá liðinu á nokkrum vikum…

  Ég kýs samt að horfa á jákvæðu hliðarnar sem eru auðvitað þær að ef við eigum ennþá í vanda með “minni” liðin, getum við þá ekki bókað 9 stig úr næstu 3 heimaleikjum?

 3. Hvada lid var í þessum Liverpool búningum ? Ömurleg frammistada og ég á bara ekki ord yfir þetta.

 4. Brendan Rogers og leikmennirnir fá 38 próf í deildinni og þeir féllu með miklum skelli á því fyrsta og það er engan veginn nógu gott og verulega slæmt veganesti inní tímabilið. Það þarf að vinna fyrsta leikinn til að fá sjálfstraustið í botn eftir síðustu 3 – 4 slæmu tímabil, ef að við fáum ekki góð úrslit úr næstu 2 – 4 leikjum að þá getum við átt von á löngum og erfiðum vetri að mínu viti.

  Maður gat ekki séð að leikmennirnir væru hreinlega tilbúnir í leikinn eða að það væri einhver tilhlökkun fyrir því að fara að spila fyrsta leikinn á tímabilinu, það vantaði alla gleði í þetta hjá þeim. Ef að menn hafa ekki gaman að því sem að þeir eru að gera að þá er næsta víst að hlutirnir ganga ekki upp, það var frekar eins og þeir kviðu fyrir því að enn eitt tímabilið væri að hefjast með nýjum stjóra.

 5. Það voru 3 leikmenn i okkar liði i dag sem eiga skilið laun fyrir daginn, Reina, Allenn sem var okkar besti maður og Suarez sem reyndar verður að fara nýta sín færi betur.

  Menn gjorsamlega steinhættu er Agger fekk rauða spjaldið sem er skandall. Àfram eigum við i stórkostlegum vandræðum fyrir framan markið.

  Það sem uppúr stendur er andleysið sem er til hàborinnar skammar.

  Hef stórar àhyggjur af framhaldinu, lýst ekki vel a að hafa Carra i vörninni næstu 3 leiki og hef ahyggjur af þvi að sjalfstraustið se i molum núna. Kemur allavega i ljos næstu helgi ur hverju okkar menn eru gerðir, mæta þeir til leiks gegn City og vilja klæðast treyju liðsins eda ætla þeir að lýta jafn illa út og i dag?

  Fer ekkert meira i taugarnar a mer en að sja menn a þessum svimandi launum geta ekki lagt sig fram einu sinni i viku i 90 mínutur.

  Það byr meira i þessu liði en þetta og eg mæli með að hver og einn skoði sjalfan sig eftir leikinn og geri það upp við sig hvort hann eigi skilið að klæðast treyju Liverpool, ef svarið er jà drullisti þa til að sýna það i næsta leik.

 6. Jæja það kom strax í ljós hversu gríðarleg vinna er framundan, svo kannski er þetta tap vel tímasett. Það vantaði ekki mikið upp á að lið sem spilar að sumra mati úreltan leikstíl The Hodge hefði tekið okkur 5-0, (klúðrað víti og dauðafæri).

 7. Sko strákar … í Maí 2005 lærði ég það að maður getur ekki tekið fótboltanum svona alvarlega.

  Þegar Liverpool vann CL, þá fylgdi með sælutilfinning sem varði í svona 5-6 tíma, eða þar til ég fór að sofa. Svo vaknaði ég daginn eftir og fann enn til smá sælu sem hvarf að mestu nokkrum tímum seinna þegar ég var back to real life.

  Þegar Liverpool tapar leik sem þessum, þá var raunin sú hér áður fyrr að ég varð algerlega moldfúll út daginn … og stundum í 1-2 daga … jafnvel 3 ef að úrslitin voru mjög slæm.

  Ég fór því í basic stærðfræði og tók saman þann tíma sem fer í að veit mér hamingju vs. tímann sem fer í að veita mér óhamingju í tengslum við boltann.

  Miðað við spilamennskuna hjá liðinu í dag, þá gætum við átt von á svona 10-15 tapleikjum á þessu seasoni. Það gera um 15-30 dagar af bullandi óhamingju. Í stað þess að face-a þessa óhamingju, þá ætla ég að henda mér í stuttbuxurnar, setja upp sólgleraugun og fara út í góða veðrið og fá mér bjór með góðum vinum. Svo ætla ég að grilla og fá mér meiri bjór og skemmta mér konunglega í kvöld.

  Ég neita að láta einhverja overpayed loosera í Liverpool baka mér óhamingju og leiðindi í vetur … frekar sleppi ég þessu liði alfarið…

  Og þið megið kalla mig gloryhunter … leyfi ykkur það…

 8. Velkominn til Liverpool Brendan. Skíthræddur eftir þennan leik ef Suarez á að vera einn upp á topp í vetur. Hann er enginn markaskorari þótt hann sé einn besti framherji í heimi. Það verður að setja Carroll inn.

 9. Þá er tímabilið hafið og fyrsta leik lokið, ekki hafðist sigur í dag en það eru 37 leikir eftir og það er bara að snúa sér að næsta mótherja og gera betur en í dag. Verum jákvæðir og hættum öllu væli og tuði.

  Það var vitað að þetta yrði langtímaverkefni og að allir sem koma að þessu þurfa vera þolinmóðir, það á við um okkur stuðningsmennina líka.

  Tek það fram að ég sá ekki leikinn.
  Ég er farin í brúðkaupsveislu og ætla að skvetta í mig nokkrum köldum og njóta helgarinnar, það er menningarnótt og veðrið er dúndur, það er einfaldlega ekki hægt að kvarta.

 10. Jæja það er allavegana þrennt sem ég sá beint í þessum leik.

  Joe Cole á enga framtíð í liverpool (meiðslaseggur)
  Gerrard verður að komast í stuð svo við eigum einhvern sjéns og
  okkur sárvantar ALVÖRU SKORARA!!!!

  Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Allen og Suarez en svo fjaraði út hjá þeim og pirringur tók völdin hjá Suarez.
  Kelly og Gerrard voru hræðilegur og voru það út leikinn.

  Reyndar eitt jákvætt og það er að Reina varði víti og við fengum bara þrjú mörk á okkur.

 11. Að fá ekki 3 stig í þessum leik þegar að næstu 4 leikir í deild innihalda viðureignir við Man City, Arsenal og Man Utd er gjörsamlega hrikalegt. Gæti orðið erfiður vetur…

 12. Ég sá glitta ì Barcelona boltan sem mér var lofað! Eða hvað nei ég sá andlaust lið uppiskroppa af hugmyndum og Suarez jafn pirraður of sìðasta seasoni…

  Fall er fararheill vonum það annars held ég með besta liðinu um miðja deild 🙁

 13. Eini ljósi punkturinn sem ég sá er hvað við getum verið flótir að henda frá okkur hæfileikum. Veit ekki betur en að stjóri WBA hafi verið okkar aðstoðaþjálfari í fyrra!!!!! Því voru Daglish og hann reknir fyrir þennan gaur sem stýrir núna, ég get ekki séð ástæðuna nema hún sé að spila verri fótbolta. Það hefur ekkert batnað.

  Við verðum að vona að tímin komi til með að sýna mér að hann geti leitt okkar menn fram á við. Annars var þetta léleg frammistaða í dag.

 14. Tilhlökkunin áðan fyrir þennan leik var eins og fyrir lítið barn að bíða eftir jólunum….. Mér líður eins og að allir hafi gleymt að kaupa jólagjöf handa mér

 15. Ömurleg spilamennska hjá LIV og ef þeir komust í marktækifæri þá var það víðs fjærri, ekki er þetta að skána en gefumst ekki upp þó móti blási en þetta var ekkert nýtt frá fyrri árum, bara ömurlegt.

 16. Þetta er bars það sem menn fá þegar þeir Reyna að fara ódýru leiðinna. Èg ældi pínu upp í mig yfir þessum leik þvílýkur viðbjóður. Spài því að við verðun með 0 stig 1 Sept.

 17. Same old story ! ! Hörmungar frammistaða. Þurfum enn um 30 marktækifæri til þess að skora eitt mark. Þó svo að dómarinn hafi verið hörmung þá tapaði hann ekki leiknum fyrir okkur, heldur leikmenn LFC.

  Þolinmæði ca fram til árið 2020.

 18. Ég sá ekki þennan leik en hef eftirfarandi að segja.

  DON’T PANIC

 19. Það er örugglega nóg af fólki sem er að fara að vera neikvætt um leikinn svo mér langar til að benda á eitt jákvætt við leikin.

  Fannst Allen looka mjög vel út, og liðið spilaði alveg hörku fótbolta fram að þessu atviki með Agger, þrátt fyrir að við fengum þetta (glæsilega) mark í lok fyrri hálfleiks. Síðan brotnuðu þeir bara niður.

  Er hundfúll yfir þessu, en ég hef trú á því að liðið geti rifið sig upp eftir þetta. Phil Dowd fær falleinkunn fyrir framistöðuna sína í dag.

 20. Freak show leikur.. ég var nokkuð sáttur við fyrri hálfleik, en eftir að Agger fékk rauða spjaldið fannst mér vera hálfgerð uppgjöf í mönnum. Þessi uppgjöf var alger eftir að staðan var orðin 2 – 0.

  Við þurfum samt að hafa þolinmæði og til að reyna að draga ljósa punkta úr þessum leik þá var Reina frábær.. leikurinn hefði auðveldlega geta farið 5, 6 – 0 ef ekki hefði verið fyrir hann. Allen lítur einnig mjög vel út. Eftir að Lucas fór útaf átti vörnin líka mjög erfitt og greinilegt að hann er mjög mikilvægur þrátt fyrir að hann hafi ekki verið alveg upp á sitt besta.

  Það sem Liverpool vantar sárlega er samt virkilega markheppinn leikmaður. Þetta kom vel í ljós allt síðasta tímabil og aftur núna. Suarez kann að koma sér í færin, en hversu mörg færi þarf hann fyrir hvert mark sem hann skorar?

 21. Erfitt verkefni framundan, en mér fannst verst hvað lítið kom útúr Gerrard… hans hlutverk á að vera að tengja milli miðju og sóknar og þar vantaði uppá. Suarez virtist helst ná að skapa sér færi einn síns liðs.

 22. Ég ætla ekki að vera velta mér uppúr spilamennskunni sem slíkri. Þetta var einfaldlega alls ekki nógu gott og liðið átti ekkert skilið útúr þessum leik. Menn verða bara sætta sig við að vera aðhlátursefni næstu daga og ekkert annað í stöðunni en að reyna bæta upp ömurlega frammistöðu í dag með sigri næstu helgi.

  Það sem kom mér hins vegar mest á óvart í dag er hversu andlaust liðið var og hve lítið sjálfstraust er í liðinu. Menn voru alltaf að elta og voru langt frá mönnum sínum. Hápressan virkaði aldrei og þar af leiðandi gekk lítið að skapa opin færi. Eftir að Liverpool fékk á sig markið þá sá maður hversu lítið sjálfstraustið í er liðinu. Menn misstu trúna á því sem þeir voru að gera í seinni hálfleiknum. Mikið um stuttar sendingar sem hittu ekki á samherja og WBA fékk boltann trekk í trekk í kjöraðstæðum að sækja hratt.Sjálfstraustið kemur með sigrum og hvað er betra en byrja uppbyggingu með sigri á ríkjandi meisturum.

 23. Gerrard ömurlegur, Downing ömurlegur, Borini frekar slaku,r vörnin ömurleg,
  Skil ekki afhverju B.R setti ekki Carroll inn í hálfleik fyrir Borini.

  En það er gamallt orðatiltæki sem segir fall er fararheill og ég held að það sé það eina jákvæða sem hægt er að taka út úr þessum leik.

 24. Virkilega leiðinlegt að Liverpool hafa tapað en svo í gamni fór ég skoða hvernig Brendan Rodgers stóð sig vel á Fyrsta Leik Season með Swansea:

  Swansea 2010-11

  Hull ámóti Swansea á útivelli:

  2-0 fyrir Hull

  Swansea 2011-12

  Man City ámóti Swansea aftur á Útivelli

  4-0 fyrir Man City

  Svo Virðist sem Hann hefur alltaf byrjað illa í tímabilinu svo það er en VON á eitthvað betra.

 25. Væntingar í ár eru minni en oft áður og ég hef fullann skilning á að við þurfum að sýna mikla þolinmæði en öllu má nú ofgera, úff. Þetta var einfaldlega versta byrjun sem ég man eftir hjá Liverpool í deild og það fór líklega eins margt úrskeiðis og gat farið úrskeiðis.

  Skrifum samt ekki alveg yfir fyrri hálfleik, m.v. fyrsta leik tímabilsins var hann alveg ágætur og Liverpool mun betri. En sóknarlínan hélt uppteknum hætti frá síðasta ári og bara gat ekki skorað, dómar voru alls ekkert að falla með okkur og þeir skora svo fáránlegt draumamark frá leikmannai sem hefur ekki skorað í fjögur ár og mun ekki gera þetta aftur á ævinni.

  Eftir að Agger fær þetta rauða spjald var liðið hræðilegt, einum færri er alltaf erfiðara en come on, það var engin barátta, ekkert skipulag og ekki einu sinni nýtt sér að Reina varði þetta víti. Agger í banni næstu 3 leiki fyrir þetta! Frábært.

  Við vorum síðan a.m.k. 9 gegn 11 þegar Carragher og Cole voru báðir inná (og Agger úfat með rautt). Joe Cole er eitthvað sem þarf að hverfa af launaskrá hjá Liverpool í stað einhvers sem hægt er að nota og Carragher er kominn svo vel yfir hæðina að hann er langt kominn niður hinumegin.

  Reina kom vel frá leiknum þrátt fyrir þessi 3 mörk, Bakverðirnir voru okkar versti veikleiki í leiknum, Kelly alveg hræðilegur og mér finnst hann hreinlega að vera fara aftur sem leikmaður. Síðan þoli ég ekki að sjá Johnson í vinstri bakverði og vona að þessari tilraunamennsku ljúki hér með. Okkur vantar vinstri bakvörð og ef það á ekki að treysta Robinson þarf að kaupa slíkan í næstu viku.

  Agger og Skrtel áttu síðan martraðardag þó Skrtel hafi verið mun verri aðilinn þar. Mistök hjá honum verða til þess að Agger lendir í vandræðum og hann fær ódýrt rautt spjald á sig fyrir klaufalegt brot. Kæruleysi og slóðaskapur verða síðan til þess að Long kemst framfyrir boltann og fær spark Skrtel (sem átti að fara í boltann) í sig og víti í kjölfarið. Frábært alveg. Skrtel og Carragher saman í restina var svo bara vandræðalegt í dag og við heppin að sleppa með 3-0.

  Allen kom langt best út af miðjumönnunum í dag enda ekki annað hægt. Lucas var hrikalega ólíkur sjálfum sér og greinilega ekki kominn í 100% form og ragur ennþá eftir meiðslin, bæði eðlilegt svosem. Gerrard var hinsvegar bara hrikalega slappur í dag, bæði í fyrri og seinni hálfleik og það eru gríðarleg vonbrigði. Gerrard bara á að taka yfir leiki á móti WBA og standa uppúr.

  Borini kom ekkert sérstaklega út úr fyrsta leik, Downing var Downing síðasta árs og versnaði þegar leið á leikinn og Suarez bara getur ekki skorað. Hann gerir allt annað frábærlega. Hroðalega pirrandi og kemst vonandi í lag sem allra allra fyrst.

  Var bjartsýnn fyrir þennan leik en ekkert rosalega, bjóst við miklu miklu betri leik frá Liverpool og er svo sannarlega kominn niður á jörðina fyrir næstu leiki.

  Eigendur Liverpool sem tala um það sem sjálfsagðan hlut að koma Liverpool í toppbaráttuna átta sig vonandi á því fyrir lok ágúst að það þarf að kaupa leikmenn sem styrkja liðið til að þetta verði raunhæft markmið.

  Steve Clarke vissi allt um okkar lið í dag og náði að skáka Rodgers illa í dag.

  Líður eins og ég hafi verið kýldur.

 26. Rodgers: Við munum upplifa fleiri svona daga. Er þetta það sem við viljum heyra eftir eina mestu skitu í manna minnum?

 27. Ef Liverpool getur ekki spilað sóknabolta á móti WBA,, hvenar þá ætla þeir að gera það?? það er ekki hægt að vinna leiki með að bara að spila boltanum á milli mann og láta Suarez vera einan frami,,,, Hvar var krafturinn og leikgleðinn? Allen og Suarez voru þeir einu sem sýndu e-ð, heppni að sleppa með 3-0.. En sjáum hvað setur í okkar mönnum í næstu leikjum,,, koma svo, þetta er nú ekki búið 🙂

 28. Þetta var slæmt en tónninn á vonandi eftir að breytast í okkur Liverpoolmönnum.Það eru ekki allir leikmenn gagnslausir í þessu liði eins og menn tala hérna, vona bara að þetta sé sviðskrekkur fyrir gott tímabil.ÁFRAM LIVERPOOL!

 29. Já það er rétt öllu má nú ofgera!
  Liverpool er að byggja upp lið nýir leikmenn nýr þjálfari.

  skoðum WBA.
  Yassine El Ghanassy frá Gent (lán)
  Ben Foster frá Birmingham
  Romelu Lukaku frá Chelsea (lán)
  Markus Rosenberg frá Werder Bremen
  Claudio Yacob frá Racing Club

  Keith Andrews til Bolton
  Simon Cox til Nottingham Forest
  Paul Downing til Walsal
  Lateef Elford-Alliyu til Bury
  Marton Fülöp til Asteras Tripoli
  Joe Mattock til Sheffield Wednesday
  Paul Scharner til Hamburger SV
  Nicky Shorey til Reading
  Somen Tchoyi, óvíst
  Og nýr þjálfari sem er að taka sín fyrstu skref sem aðaliðs þjálfari.

  Þessi lið eru álíkari vinnu bæði ný búinn að vera með Hodgson við stjörn nýverið og bæði í nokkrum þjálfara breytingum undanfarin ár.

  Svo tek ég undir með þessa egendur þeir verða að fara opna veskið og styrkja liðið.

 30. Afsakid ipad stafsetning

  Ég held ad margir ættu ad roa sig nidur og commenta svo. Vissulega var her almenn skita ferd en aftur a moti tha fell ekkert med okkur. Faum a okkur horku mark i fyrri halfleik sem Reina gat ekkert gert utaf.

  I seinni faum vid svo viti og rautt a okkur sem mer fannst vera vendipunkturinn. Thad matti alveg daema viti en thad matti lika sleppa thvi. Eg fullyrdi her ad hefdi thetta gerst hinumeginum a vellinum og Suarez hefdi fallid nidur tha hefdi Dowd ekkert daemt nema tha einna helst gult a Suarez.

  Eftir thetta for allur vindur ur okkur. Fullt af einstaklingsmistokum og leikmenn gafust fannst mer upp. Skrtel gerir sjaldsed mistok, Gerrard var bara ekki andlega med, Kelly syndi henni og aftur ad hann er ekki fullback, Cole er buinn og eg gaeti talid afram.

  En Brendan vonandi attar sig a thvi nuna ad hann er vid upphafslinuna i marathoni og hann fara thetta hlaup skipulega.

  En vonandi lidi syni okkur ad thad aetlar ad gefa skit i allar spar sem bendla okkur vid 6-8 saeti og komi med allt annad Liverpool lid til leiks a moti City!

  Fall er fararheill og YNWA

 31. Héldum menn hér virkilega að Liverpool kæmi til leiks í dag og myndi lúskra á WBA undir stjórn Steve Clark (sem skipulagði varnarleik Liverpool í fyrra) með einhverjum dúndur total football?

  Ég vil benda mönnum á það að Liverpool sem var, að ég held, í þriðja sæti yfir flestar misheppnaðar sendingar í deildinni í fyrra er ekki að fara að spila eins og Barcelona mánuði eftir að svona pass and move fótbolti er kynntur fyrir liðinu. Skiptir þá engu hvort það væri Pep Guardiola, Brendan Rodgers eða einhver annar sem stýrði liðinu.

  Vissulega spiluðum ekki vel í dag, fyrri hálfleikurinn að mínu mati í járnum en Liverpool í ágætum færum, ekkert við þessu marki hjá West Brom að gera. Mér fannst vera heilmikil batamerki á liðinu í byrjun síðari hálfleiks en vítaspyrnan og rauða spjaldið riðluðu algerlega skipulaginu í liðinu. Það að Reina skyldi verja fyrra vítið gaf mér von um að Liverpool kæmu til baka af krafti en sú von var kæfð í fæðingu. Skelfileg mistök hjá Skrtel og hann leit að mínu mati hreint ekki vel út í þessum leik.

  Það hefðu flest lið strögglað 2-0 undir á útivelli og manni færri en Liverpool gjörsamlega hrundi, það verður bara að viðurkennast. Vissulega áhyggjuefni að sjá menn gefast svona upp þegar hálftími er eftir af leiknum. Maður þakkar fyrir að liðið “slapp” með 3-0 á bakinu miðað við hvernig leikurinn spilaðist síðasta hálftímann.

  En við skulum hafa það hugfast að það gerast engin kraftaverk í fótbolta hálftíma eftir að nýr maður tekur við liðinu. Brendan Rodgers á mikið starf fyrir höndum, og nú fáum við að sjá úr hverju hann er gerður. Það hefur verið talað um það allt frá því að hann tók við að þetta muni taka tíma. Vonandi, fyrir herra Rodgers, fara eigendur Liverpool ekki á taugum yfir þessum úrslitum þó svo virðist sem margir lesendur þessarar síðu virðist hafa gert það.

  Áfram Liverpool!

 32. Bara til að benda svartsýnustu mönnum á að Bill nokkur Shankly tapaði fyrsta leiknum sínum með liverpool 4-0. Þetta ævintýri er bara rétt að byrja. Áfram liverpool!

  YNWA

 33. 33

  Thu vilt kannski ekki heyra thetta en thetta er blakaldur veruleikinn. Thetta mun taka tima ad koma thessu i thad horf sem BR vill. Og thegar leikmenn, eigendur og thjalfarar tala um tholinmaedi tha meina their a stundum eins og thessari!

  Thad allavega mjog neikvaett ef thu ert ordinn threyttur strax i upphafi timabils.

 34. Alltaf fer maður vongóður inn í tímabil, jafnvel þó maður ætli sér það ekki. Alltaf fær maður að gjalda fyrir það. Ekki eins og þessir nýju leikmenn séu að fara að rífa liðið upp í meistaradeild, slíkir gæðamenn eru þeir ekki. Ætli allt ofar en 8. sætið sé ekki ágætt bara.

  Hvað ætli AF myndi gera ef Manu myndi byrja svona gegn wba? Hugsa að margir í okkar liði hefðu gott af því að fá skó í hausinn.

  Mér finnst 1 leikmaður af öllum þeim varnarmönnum sem við eigum vera góður og hefur hann verið orðaður frá liðinu. Skil hreinlega ekki afhverju vörnin var ekki styrkt.

  …og vonandi var Sahin ekki að horfa á þetta.

 35. Jæja, 3-0 fyrir West Bromwich Albion ! Mér er alveg sama þó ég kunni að hljóma hrokafullur, og skv. sparkspekingum eru WBA með sniðuga leikmenn að þá var þessi frammistaða leikmanna Liverpool þeim til háborinnar skammar. Þetta WBA-lið er einfaldlega lélegt lið, og sanniði til, þeir verða í miklum vandræðum með að tolla uppi n.k. vor. Ben Forster, Jonas Olsson, Brunt, Reid o.fl. eru einfaldlega leikmenn í mörgum gæðaflokkum fyrir neðan byrjunarliðið hjá Liverpool í dag.

  Steven Gerrard. Það er löngu kominn tími á að ræða mikilvægi hans fyrir þetta lið. Á síðustu leiktíð fannst mér hann bara ekkert sérstakur, í þessum leik fannst mér hann lélegastur í liðinu. Fyrirliðinn sjálfur, sem á að rífa liðið upp úr þessari skítaleðju sem liðið var í, í dag leggur akkúrat ekkert til málanna. Það muna allir hér inni eftir gamla Gerrard, en ég er því miður farinn að hallast að því að sá Gerrard muni ekki koma aftur, fyrirliðinn sem setti mörk eins og fyrsta mark WBA í dag. Þetta súper-ultra-frábæra miðvarðapar sem við eru svo ánægðir með gleymdu að taka höfuðið á sér með á völlinn í dag og niðurstaðan varð vandræðaleg uppákoma gegn einu af lélegustu liðum deildarinnar.

  Ég upplifi mig þannig á þessari stundu eins og að við hefðum tapað 8-10 stigum í leiknum í dag, frammistaðan var svo ævintýralega léleg. Refskákin í kringum Andy Carroll í sumar er dramatísk, í öllum viðtölum er reynt að halda verðmiðanum á honum uppi, en tilfinning mín er sú að unnið er að því baki brotnu að bola honum frá Anfield. Það þarf að klína honum á toppinn og hafa hann þar ásamt Suarez.

  Djöfull er ég hryllilega pirraður !

 36. Jæja.

  Versta byrjun Liverpool í efstu deild síðan 1937 (skv. Setanta Sports Ireland).

  Ég var búinn að stilla væntingum í hóf – í raun var ég búinn að stilla væntingar nánast niður í lægstu lægðir. Þess vegna er ótrúlegt að maður hafi orðið fyrir vonbrigðum.

  Þolinmæði. Ég var búinn að ákveða að vera þolinmóður og ég geri mér grein fyrir því að liðið þarf að læra nýjan leikstíl og að fá nokkra betri leikmenn – en ég verð að segja að ég bjóst alls ekki við því að sjá liðið svona lélegt í fyrsta leik.

  Þvílík og önnur eins hörmungarspilamennska. Okkar menn niðurlægðir.

  Reina stóð sig vel. Allen stóð sig ágætlega. Suarez, já Suarez. Hann er frábær í að skapa sér færi. Vandamálið er að það telur ekki. Það eru mörkin sem telja. Ég myndi frekar vilja framherja sem skapar fá eða engin færi en nýtir þau færi sem hann fær – allan daginn. En Suarez er frábær og ég held áfram að vona að þetta fari að detta hjá honum.

  Taktík. 433. Tiki-taka. Pass & move. Total football. Hápressa. Halda boltanum. Stjórna leiknum. Allt er þetta mjög heillandi. En úff, þetta verður erfitt þegar ekki eru meiri gæði í hópnum.

  Leikstíllinn mun gefa okkur forskot, segir Rogers.

  Þessum leik var stjórnað af WBA, nánast frá upphafi til enda.

  Eins og staðan er núna, akkúrat á þessari mínútu, þá er Brendan Rogers ekki með’etta. Steve Clark er með’etta.

  Ennþá hafa Rogers, eigendurnir og flestir leikmennirnir allt að sanna.

  Það er klárt að Rogers þarf meiri tíma – en það er ekki nóg. Hann þarf að fá algjöran stuðning frá eigendum liðsins til innleiða sína stefnu og sinn leikstíl – og til þess þarf hann að kaupa – gæðaleikmenn – annars er hætt við því að þetta verði eilífðarverkefni. Markaskorara á diskinn minn, takk.

  En, ég mun halda áfram að reyna mitt besta – mitt allra besta – að vera þolinmóður.

 37. Ég er orðinn afskaplega þreyttur á að þurfa að berja þetta inní ykkur kop.is bræður, en Downing hefur engann hraða sem tilgangur er í, og klárlega ENGA boltatækni ! Kemst ekki framhjá mönnum, er ekki duglegur, skilar boltum ekki á samherja etc etc etc … Ég er ekki að horfa á aðra íþrótt en þið er það ? ffs …

 38. Það þarf ekkert að gráta. Töpuðum bara 0 – 3.

  Það eru aðrir sem skilja ekki Tiki Taka. Guð hjálpi þeim. Það er þeirra.

  God loves America.

  Ég frétti af einum góðum fótboltamanni frá Mónakó. Gríðarlega lipur og hæfileikaríkur. Aðeins tuttuguogeins. Getur hlaupið fram úr manni. Það er best að kaupa fótboltamenn sem eru tuttuguogeins. Huga þarf til framtíðar. Það er bara þannig. Vinsamlegast deilið til FSG.

  Annars frábær leikur hjá tveimur frábærum liðum þar sem sigurinn hefði geta lent öðru hvoru megin. Aldrei spurning um jafntefli.

  Klofið kuntuhár bar þar bara á milli.

  KA: ekki þetta með Joe Cole. Honum tókst þó að heilla ömmu hans í þessar mínútur, þekki hana. Hún er ótrúlega falleg og góð kona.

 39. Vondur seinni hálfleikur hjá Liverpool fór illa með þetta. Hefðu okkar menn, þá sérstaklega Suarez, potað honum inn í fyrri værum við ekki að ræða þessi úrslit.

  Þetta var samt ekki fullkomnlega hræðilegt eins og margir hafa bent á – það þarf að slípa menn saman.

  Allen var að gera ágætis hluti – Í fyrsta leik með félögum sínum.
  Suarez hefur engu gleymt allavega, þó hann þurfi enn að æfa slúttin betur og jafnvel gef’ann á samherja í ákveðnum stöðum

  Lucas hefur gert betur en hann nánast eins og nýr leikmaður líka.
  Ég vil meina að Borini eigi meira inni – þetta var nú hans fyrsti deildarleikur með l’pool.

  Ég er sammála Babú með bakvarðarstöðuna. Þetta hringl með Johnson hægra megin og arfaslakur Kelly tel ég hafa átt stóran hlut í slakri frammistöðu liðsins.

  Maður reynir að forðast sleggjudómana svona í fyrsta leik meðan sólin skín en ég er með efasemdur um fullmarga í þessu liði:

  Downing virðist einfaldlega ekki nægilega góður leikmaður. fyrirgjafir með hægri voru vondar. Gerrard er líklega að komast yfir fótboltamóðuna miklu með félaga sínum Carragher, Joe Cole ekki langt undan og liðið þarf greddu.

  En þess vegna líkar mér vel við innkaupastefnu liverpool, að fá unga leikmenn sem vilja sanna sig og gera betur. Því vel ég að horfa fram á veginn með þolinmæði og von um að liðið hífi sig upp á rassgatinu á móti Sugardaddy City.

  Það er nú einusinni hörkugott veður, KR gæti orðið bikarmeistari, Arsenal tapaði líka stigum og ég hef trú á því að menn læri að gefa boltann í næstu viku eða svo.

  Góðar Stundir

 40. Þeir hjá LFC fá þennan frítt hjá okkur Púllurum í Stykkishólmi…danskir dagar í bongóblíðu, stuði og skemmtan….fékk fyrst pata af úrslitunum hjá létt geggjuðum UTD manni sem spáði okkur topp 4 byggt á frábærri spilamennsku…var nokkrar sekúndur að fatta það djók, en gott djók engu að síður!

  Var þetta ekki bara hluti af starfslokasamningnum við Clarke og Keen? 😉

  “Bjartsýni er hættulegt þegar maður heldur með Liverpool”…priceless snilld! 😉

 41. Suarez er frábær í að búa til hluti en það vantar ennþá mann til þess að klára þau. Suarez eins frábær og hann er þá er hann glataður í að klára færin sín og ég óska hér með eftir klassasóknarmanni fyrir 1 sept.
  Vörnin var gjörsamlega á hælunum í dag og í næsta leik er besta sóknarlið deildarinnar væntanlegt á Anfield og menn verða að girða sig fyrir þann leik ef það á ekki að fara enn verr.
  Annars nenni ég ekki að tjá mig meira um svona getuleysi.

 42. Það er alveg merkilegt að lesa þegar að menn tala um að Liverpool þurfi bara að slípa sig saman og þá sé þetta klárt… bíddu voru ekki WBA að fá nýja menn líka ? Meðan að MU keypti RVP þá keypti Liverpool Assaidi, þegar að kaupin eru þannig og lítið kemur úr únglingastarfinu þá er leiðin á toppinn ansi grýtt, því miður, sama hvað menn setja á sig þykk Liverpool gleraugu….

  Vonandi rífa menn sig upp því að ég var eins og allt of margir farinn að trúa því að 4-5 sæti væri möguleiki

 43. Ég sá ekki þennan leik varð með börnin mín í Latarbæjarhlaupinu og tel að þeim tíma hafi greinilega verið betur varið heldur en að horfa á þetta. En eins og ég hef nú reynt að koma inn hér í sumar þá þarf að bæta mannskapinn hjá Liverpool. Það skiptir ekki máli hver þjálfarinn er ef hann fær enga peninga til að kaupa leikmenn. Þetta er lið sem er búið að ná best 5 sæti á síðustu 3 leiktíðum og það hefur nú sennilega minnst að gera með þjálfaran og frekar með það að hópurinn sé ekki nógu góður. En þetta er nú bara fyrsti leikur og þetta getur varla versnað.

 44. Félagar, þetta er frábært, nýtt tímabil sólin skín og allt að gerast.

  gefum okkur nú smá stund til að fara yfir þetta lið okkar, en það er greinilegt að það er ekki hægt að argast út í BR fyrir þennan leik, það eru bara ekki nógir hæfileikar þarna hjá okkur….

  com on Kelly hægra megin… no brainer að hann er lost og passar ekki í þessa hröðu bakverðastöðu sem hann á að vera.

  miðverðir okkar hafa verið góðir hingað til og sorry en það er erfitt þegar aðalmaðurinn (SC) sem hefur hingað til séð um vörnina fer og hver veit hver er kominn í staðinn til að segja þeim hvað þeir eiga að gera og þessi sirkús út af agger hefur áhrif.

  Carragher…. heilagur kúkúr….. var ekki verið að tala um að það þyrfti að fjarlæga þessar sugur sem væru á of háum launum há okkur og væru ekki að skila sínu.. ég veit að hann er heilagur og allt það en væri ekki betra að sjá hann bara í jakkafötunum eða skokkgallanum við hliðina á þjálfarateiminu..

  Johnsson á að vera hægri meginn punktur ekki þetta bull með að nota hann í neyð vinstrameginn… ef það er staðan þá vantar okkur vinstri bak og hefur það átt að vera eitt af fyrstu stöðunum sem þurfti að skoða í sumar.

  miðjan stóð sig fínt fyrir utan þennan þarna #8 Gerrard sem greinilega hefur aldrei spilað fyrir Liverpool. Lukas að koma úr hörmulegum meiðslum og þarf góðan tíma til að finna sig aftur og þar vantar cover sem er ekki sköllót afkvæmi skreks.

  Allen… FYRSTI LEIKURINN. veit varla hvað hinir gaurarnir heita en stóð sig vel og mun aðeins batna.

  Down(s)ing…. holy shit í alvöru er ekki hægt að leggja honum bara… annars er ekki hægt að trúa því en að hann fari nú að gera eitthvað því þessi falda myndavél dæmi með að hann sé fótboltamaður er orðið gamalt.

  Suarez Suarez…. hvað getur maður sagt… hættu að rífast í dómaraparinu þar sem þeir allir í englandi hata þig. stóð sig allt í lægi en er ekki því miður nógu mikill klárari og ætti frekar að vera fyrir aftan sóknamann.

  Borini.. svipað og með Allen fyrsti “alvöru” leikurinn hans og jújú stóð sig bara fínt..

  Carroll sem by the way var ok miðað við að allir hérna (ok flesst allir) halda að hann kunni bara að skalla en var grimmur og hefði frekar átt að koma inn á í staðinn fyrir Lukas en þessi.

  Joe Cole….. er ekki kominn tími til að fara með greyið bak við hús og klára þetta bara ha? þetta er það sama og kom fyrir hann á móti gomel… maðurinn er bara búinn og því fyrr sem BR fattar það því betra fyrir alla…….

  Annars hef ég ákveðið að taka þessu seasoni þannig að ég mun öskra mig hásan í leikjum og kvetja mína menn áfram en undir niðri kvísla nýr stjóri nýir menn… gefum þeim tíma því það getur ekki verið langt í það að við förum að hrökkva í ganga… vona ég.

 45. Sælir.
  Það má ekki gleyma að steve clark þekkir þetta liverpool lið eins og lófann á sér og þekkir einnig Brendann Rogers eins og lófann á sér. Ég vil nú bara gefa West Brom fullt kredit fyrir þeirra spilamennsku. (Liverpool var ekki að gera þeim erfitt fyrir) en þeir lokuðu virkilega vel og voru mjög þéttir. Hef aldrei skilið þessa dýrkun á Kelly sem að er als ekki úrvalsdeildar leikmaður. lélegur á boltann. hrikalegur í staðsetningum Lucas er ekki kominn i leikform en það kemur. Gerrard var virkilega slappur og ekkert kom út úr köntunum. En við verðum að vera rólegir og slakir. Þegar við byrjum í nýrri vinnu erum við oft óöryggir, liðið verður að fá tíma til að spila sig saman. Veit ekki hversu oft þarf að segja þetta. Man utd, arsenal, city, Tottenham og öll þessi blessuðu lið unnu engan titil á fyrsta ári með nýjann þjálfara hvað þá 3 þjálfarann á 2 árum. verum slakir, styðjum okkar lið og verum sannir stuðnings menn. Liverpool er best, ALLTAF alveg sama þó að manni langi að berja nágrannann þegar þeir spila illa, þá setjumst við alltaf niður og horfum á næsta leik.
  Næst er það Hearts og fjandinn ef leikmennirnir koma ekki brjálaðir í þann leik til að kvitta fyrir þennan.

  YNWA

 46. Það er ekki eins og það hafi verið glænýtt lið þarna á móti WBA sem þekki ekki hvern annan og það þurfi marga mánuði að ná saman einhverjum takti í liðið. Landsliðsmenn hægri, vinstri. Ef við vinnum ekki lið eins og WBA – og mér er alveg sama þótt tímabilið sé rétt að byrja – er ekki séns að við verðum annars staðar en í miðjumoði sbr. síðasta vetur.

  Miðað við þetta er langur og harður vetur framundan. Maður vissi svo sem að það væri enn eitt “uppbyggingartímabilið” framundan. Lýst vel á Joe Allen. Lítið annað hefur gerst og ég skil ekki af hverju er ekki búið að gefa Downing til líknarmála. Maðurinn er verri en enginn.

 47. Minnum á að reglur kop.is (http://www.kop.is/reglur/) gilda líka eftir svona tapleiki. Setjið eitthvað inn ef þið hafið frá einhverju að segja, wind-up “grín” og önnur álíka speki ekki velkomin, sérstaklega ekki núna.

  Þetta er orðað vel á annari síðu sem hefur svipaðar reglur

  Just a note – as match threads are where most problems have occurred in the past, let’s remind ourselves of the site rules, which are published by the ‘post a comment’ box. No matter how the result and performance turn out, no slagging off of other subscribers’ opinions (it’s not just what you say but how you say it), and no text speak.

  In other words, play nicely please, don’t incur the site’s yellow (or even straight red) cards.

 48. Sælir mig langar að minna ykkur á eitt að Liverpool hefur ekki unni fyrsta leik í daildinni síðan 1991 á heimavelli og ekki síða 1974 á úti velli. Ég er ekki elveg að skilja hvað menn eru að missa sig hérna. ég hefði verið sáttur við jafntefli í dag. Ég er líka nokkuð öruggur að við fáum að minsta kosti 6 stig í næstu 3 leikjum.

 49. Halli mitt minni segir að við hofum unnið sheffield united i fyrsta leik 2006 a anfield, minnir að það hafi verið 2006 en kannski er það rangt hja mer en eg minnir þetta

 50. Það var verulega gaman að horfa á seinni Gomel leikinn. Eins var með fyrri hálfleikinn í dag. Possession 60%. Það er greinilegt að miðjumennirnir skilja þennan passing football. Hlakka til að horfa á leiki í vetur. Það verður að vera gaman að horfa á liðið spila.

  Fallegur bolti skilar sér í sjálfstrausti og leikgleði. Og síðan kemur sigurgangan. Take it easy. Við viljum að Liverpool spili bolta sem er þess virði að horfa á.

 51. Viðar skjoldal þessar upplýsingar heyrði ég á Liverpoolfc.tv í dag í miðjum fyrirhálfleik

 52. Ég er 100% sammála Johnny í commenti 9. Ég er kominn með ógeð af þessu. Ég er orðin 40 ára gamal. Búinn að vera mikil stuðningsmaður í 35 ár. Búinn að fara nokkuð oft á Anfield. Síðustu ár hef ég verið hægt og rólega að missa áhuga á þessu. þegar það rann endalega upp fyrir mér að þetta snýst um peninga. Að eigandinn sem á LFC verður að dæla pening í klubbinn til þess að það sé möguleiki á að vinna meistara deildina eða ensku deildina eða bara vera í baráttunni um efstu sætin. Eins og ég skrifaði áðan þegar leikurinn var að klárast þá hef ég eingan áhuga á rekstur fyrirtækja, eða hvað þá lögfræði flækjum um eignarhald á klubbum, (samt er ein mest spennandi stund sem ég hef átt sem stuðningsmaður, þegar maður sat límdur við tölvuna á kop.is eða twitter, þegar menn börðust um eignarhaldið á LFC.) Það sem fékk mig til að halda með Liverpool í kringum 1982 var það að Liverpool var stórveldi, pabbi minn gaf mér búning þegar ég byrjaði 6 ára í grunnskóla. Það var svo gaman að horfa á LFC í þá daga. Við vorum bestir og allir vissu það. Uppúr 1990 vorum við bestir eða maður trúði þvi, þó við unnum ekki ensku deildina þá vorum við samkeppnishæfir penningalega séð um bestu leikmennina og þeir vildu koma til okkar, í mörg ár eftir að KD hætti, þó svo að misgóðir stjórar stírðu liðinu og fylltu það af norðmönnum, þá hafði maður trúnna. Svo hafa árin liðið og staðan í dag er sorgleg, Liverpool er ekki lengur stórveldi í knattspyrnu heiminum. Liverpool er stórt nafn í knattspyrnu sögunni og á því hef ég lifað lengi.
  Það er ekkert tengt LFC í dag sem gerir mig spenntan.
  “Að Liverpool sé eins og stórt skip sem erfitt sé að snuga við, en sé mögulegt við gátum það hjá Boston Red sox”
  Mér er anskoti sama. Nuna eftir 2 ár hata ég Boston Red Sox. Þessir eigendur geta ekki farið í viðtal án þess að tala um hvað þeir gerði hjá B.R.S. Ég bara spyr hvernig genngur þar á bæ í dag og ætli stuðningsmenn þar séu sáttir?
  Það sem ég er að reyna að koma frá mér er það. Ég hef 0 áhuga á ameriskum kaupsýslu mönnum sem eru að reina að græða á ensku fótbolta liði. Ekki eru þeir að mínu viti að gera Liverpool að því liði sem ég hélt með í gamla daga. Ég öfunda svakalega þá stuðningmenn sem stiðja þá klubba sem eiga eigendur sem tíma að spandera peningum í félöginn. Gera þau að stórveldi. Keppa um bestu leikmennina og stærstu bikarana. Fyrir mér sníst þetta um fótbolta að láta skemmta mér, láta mig finna spennu og stundum sorg.
  Ekki ætla ég að eiða meiri tíma í að pirra mig og svekkja mig á fyrirtækinu Liverpool. Einu sinni var Liverpool fótbolta klubbur þá var gaman. Kannski tekst það einn góðan dag og þið allir fáið að vera vitni af því.
  Ég er glataður stuðnings maður sem vill bara halda með topp lið í ensku. Ef mitt lið er ekki á toppnum og á ekki séns í topp 4, af því að sá sem á klubbinn vill ekki eiða peningum í frábæra leikmenn þá nenni ég ekki vera með.
  Ég er farinn að hugsa um annað. Ég er meira spenntur fyrir 1. deildinni í körfu í vetur en ensku deildina þannig er það orðið. Dagurinn í dag var punturinn yfir.

 53. Halli 55 …

  Unnum aston villa i fyrsta leik a utivelli 2007 1-2

  Svo unnum við sunderland a utivelli i fyrsta leik 2008 0-1 …

  Hofum ekki unnið fyrsta leik siðustu 3 arin og það eru lika allt leleg season sem hafa fylgt i kjolfarið.

 54. Við ættum kannski að spyrja drengina sem standa á bakvið LFCHistory um þetta

 55. Minar upplýsingar eru bara frá í dag þegar ég var að hlusta á beinaútsendingu frá LFVtv á netinu þá kom þetta fram. ef þær eru vitlausar á bið ég afsókunar á því

 56. 1-6 gegn Palace er eftirminnilegur sigur í fyrsta leik, var það ekki ’94?

 57. Alltí góðu sko, eg bara for að skoða þetta þvi eg var nokkuð viss að þett gæti ekki passað. Eg græddi a að skoða þetta þvi eg get verið enn neikvæðari fyrir vikið, að tapa fyrsta leik eða vinna ekki fyrsta leik er eitthvað sem er ekki jakvætt, hofum ekki unnið fyrsta leik þrju ar i roð sem hefur skilað ser i omurlegum timabilum. Held það se mest mikilvægt að byrja vel uppa sjalfstraustið en það er enn sens ef við tokum frabæran sigur næstu helgi.

 58. Veit einhver her med vissu hvort agger fari i 3 leikja eda eins leiks bann?

  Þeir a lfc transferspeculation siðunni a facebook fullyrða að það se bara einn leikur þar sem þetta var ekki ofbeldishegdun eda hættuleg tækling, menn ekki sammala þar hvort það se 1 eda 3 leikir. Eg var klar a að það væri 3 leikir en kannski agætt að fa það staðfest hja einhverjum snillingnum herna

 59. Þetta var ekki nógu góður leikur, en ég verð að segja að dómarinn stóð sig heldur ekki vel. Ef þetta var víti á Skrtel, þá átti þetta að vera víti þegar Ridgewell keyrði í skrokk Borini þegar hann væri í góðu marktækifæri.

  Ég er á því að Lucas sé ekki tilbúinn í þetta. Las leikinn illa, seinn og einbeitninginn ekki í lagi. Svo sem ekkert skrítið þar sem hann hefur verið lengi frá. Þetta er líklega versti leikur Gerrards sem ég hef séð, hann gat ekki gefið einfaldar sendingar og ákvarðanatökurnar voru virkilega slæmar hjá fyrirliðanum. Að mínu mati var Allen okkar besti maður, hann gerði það sem hann átti að gera sem var að dreifa spilinu.

  En ég er þolinmóður og hef fulla trú á þessu hjá Rodgers.

 60. Brendan rogers er bara brandari, ´´eg er buin að vera að segja þetta allan timan, þetta er bara fyrsti leikurinn en þetta var bara svo mikil drulla að ekki einu sinni Jose mourinho gæti reddað þessu sisoni.

  OG HVER A AÐ SKORA MÖRKINN ??????????????

 61. Shit Liverpool er ekki fara hafa gott Season eftir ein leik sama má segja með Tottenham sem gerðu 2-1 tap ámóti Newcastle og kannski mæti bæta við Arsenal sem gerðu Jafntefli við Sunderland.

  En samt vekur mér von eftir hafa lesið eitt tweet frá Ritstjóra Kop.is Einar Örn 🙂

  Einar Örn Einarsson ?@einarorn
  So, LFC is level on points with Spurs and one behind Arsenal. Hardly the end of the world.

 62. Ég var að koma af Laugardalsvellinum að horfa á mitt lið yfirspila vesturbæjarsmáveldið í 90 mínútur og tapa samt 2-1, hversu mikið er hægt að leggja á einn mann á einum degi?!? Gardínurnar niður, ljósin slökkt, yfir og út …

 63. sælir aftur ég held að ég gæti hafað miskilið þetta og að firsti leikur hja stjóra hafi allir andað með tapi á útivelli frá 1974 og á heimavelli 1991

 64. Þetta er ekki ýkja flókið frá mínum bæjardyrum séð…

  Liðið er fullt af yfirborguðum meðalleikmönnum sem spiluðu nákvæmlega á getu sinni í dag. Þegar við spilum svo við stórliðin í deildinni rifjast upp fyrir þessum mönnum fyrir hvaða lið þeir spila.

  Ég áskil mér allann rétt á neikvæðni minni eftir svona afhroð á móti liði sem margir spekingar spá falli.

 65. Á eftir að horfa á leikinn og fer í það á eftir, þá mun ég tjá mig um leikinn sjálfan…

  EN…

  Þetta er nákvæmlega það sem má reikna með eftir síðustu 10 mánuðina hjá klúbbnum. Kristján Atli bendir á að ég spáði okkur sigri í dag, það gerði ég líka í getraunaleik sem ég er í en taldi okkur ná 2 stigum úr næstu leikjum. Ég stend við það að þetta byrjunarprógramm er viðbjóður í kjölfar umrótsins í fyrravor og breytinga í þjálfarateyminu. Ég hef enga trú á að við náum stigi gegn City og hef reyndar töluverðar áhyggjur af fimmtudeginum.

  Ég hef stundum verið þessi með hálftóma glasið og því ætla ég bara að halda því áfram. Eins og KAR kemur inná var hér “bleikskýjaborgardella” í gangi í gegnum allt sumarið um að KD hafi verið með “gamlar áherslur” og nú kæmi “tiki-taka” og “ungur stjóri myndi mótivera menn”.

  Fótboltalið snúast um gæði. Í okkar liði eru fimm leikmenn sem myndu ganga inn í öll lið í ensku deildinni. Reina, Agger, Lucas, Gerrard og Suarez. Sennilega Johnson ef hann er heill. Aðrir ekki.

  Vonandi verður Borini sama markamaskínan og hann var hjá Rodgers í nokkrum leikjum í Championshipdeildinni, virkilega vonandi. Vonandi tekur Joe Allen áfram framförum og verður frábær miðjumaður sem allir öfunda okkur af.

  EN…

  Ef að við fáum ekki tilbúna tvo hágæða sóknarmenn fyrir 1.september munum við ekki eiga nokkurn möguleika á öðru en keppni um að vera fyrir ofan 10.sætið!!!

  Þetta segi ég áður en ég horfi á leikinn, því ég hef sagt það í allt sumar. Knattspyrnulið Liverpool FC hafa verið í 7. – 8.sæti síðustu þrjú ár og því verður ekki breytt nema að taka verulega á því á leikmannamarkaðnum.

  En ég ætla að geyma þá umræðu í eigendapistil sem ég ætlaði að geyma fram í september en sé nú að ég get ekki. Sá kemur eftir helgina…

  Þessi dagur er einn ömurleiki, fyrst fréttir um að Pep Segura sé hættur hjá LFC sem er sannarlega hræðileg staðreynd, þá kemur Clarke og lýsir hringavitleysunni sem á gekk þegar hann var fenginn til að halda áfram, talaði við Rodgers og var síðan rekinn honum að óvörum.

  Svo mætir hann í jakkafötunum og malar okkur 3-0.

  Það eina jákvæða í þessu öllu er að Brendan Rodgers hafði vit á því að heimta “full control” hjá Liverpool og forðar þar með okkur vonandi frá frekari hringavitleysudellu. Á honum hef ég trú.

  En ef það eina sem FSG bjóða honum upp á eru efnilegir leikmenn og/eða fá pening með að selja einhverja lykilmanna þá á hann jafn mikinn séns og ég á að vinna “Miss World” titilinn í Kína í nótt.

  En til að toppa daginn ætla ég að horfa á þennan leik og tjá mig um leikmennina og frammistöðuna í fyrramálið!

 66. Nr. 69 alls ekki hressandi samt að vera kominn í þessa sálma eftir einn leik! Svo verða þetta 4 stig og ekki heimsendir, næst 7 stig svo 10 og þá verður lýst yfir endilokum alheimsins.

  Alveg sama hvernig öðrum liðum gekk þá er þetta áfall og mjög óásættanleg úrslit.

 67. Djöfull er eg anægður með þig Maggi, segir það sem eg er lika buin að segja i allt sumar en menn vilja ekki horfa a raunveruleikann, eg sagdi her i sumar að það mundi engu breyta Þótt Mourinho kæmi eða hvort Dalglish stjornaði eða Rodgera ef eigendurnir væru ekki til i að styrkja liðið verulega og nefndi þa tolur uppa 100 milljonir sek eg svo sem vissi að

 68. Veit ekki hvað skeði en var enn að skrifa þegar svar mitt ovart hvarf og sendist innà siðuna.

  Menn drulluðu yfir mig i sumar fyrir að segja sannleikann sem er sà að mannskapurinn er ekki nogu goður i liðinu okkar og eigendurnir eru ekki að fara koma þessu liði a toppinn nema eyða helvitis helling af seðlum. Þess vegna efast eg um þessa menn, þeir sogdust ætla felaginu a toppinn en eru svo ekki ready til að eyða helling af sedlum. Nu segir sluðrið að við munum ekki geta keypt meira nema seljasem þyðir þa bara að við verðum a sama stað og i fyrra 6-8 sæti.

  Nenni samt ekki að tja mig um þetta meira er bara alsæll að Maggi er að segja nuna það sama og eg hef tuðað herna i langan tima.

 69. Sumir hér segja að það þurfi einn sigur til að ná upp sjálfstrausti í liðið.
  Minni á marga sigra gegn “stóru” liðunum undanfarin tímabil sem lét mann halda að nú yrði bullandi sjálfstraust í liðinu í næsta leik á eftir gegn Hull eða Wigan eða hvað veit ég,en viti menn,þrátt fyrir góðan sigur í leiknum á undan voru leikmenn Liverpool eins og eins og hrædd lömb leidd til slátrunar þannig að einn sigur mun ekkert gera fyrir sjálfstraust leikmanna Liverpool.
  Það er bara eitthvað meira en lítið að hjá þessu liði og þá er ég alls ekki að tala um leikinn í dag eingöngu,er ekkert að missa mig yfir þeim úrslitum nema fyrir það að ég er hræddur um að það eigi eftir að fylgja fleiri svona rassskellingar í kjöfarið.
  Eins og einhver talaði um hér að ofan þá var engin gleði í leik liðsins í dag sem kemur verulega á óvart,nýtt tímabil,nýr stjóri og maður hefði haldið að mönnum klæjaði í iljarnar eftir að komast inn á völlinn og leiðrétta skitu síðasta tímabils.

 70. Nr. 76

  Með fullri virðingu en er þetta loforð?

  “Nenni samt ekki að tja mig um þetta meira”

  Það langar öllum að fá stærstu nöfnin í boltanum til Liverpool og fæstir hafa gaman af svona þolinmæðisvinnu sem þetta verkefni verður en gera sér á sama tíma grein fyrir að þessir eigendur eru ekki að fara eyða sand af seðlum, hafa alltaf sagt. Veit ekki betur en að það sem þér hefur helst verið bent í sumar sé að halda væntingum til leikmannamarkaðarins í raunveruleikanum.

  En skoðun þín til eigendanna er að ég held öllum fyriir löngu ljós, þú hefur komið inn á þetta í ca. annarri hverri færslu um Liverpool.

  Nr. 73 Maggi

  Eins og KAR kemur inná var hér „bleikskýjaborgardella“ í gangi í gegnum allt sumarið um að KD hafi verið með „gamlar áherslur“ og nú kæmi „tiki-taka“ og „ungur stjóri myndi mótivera menn“.

  Þrátt fyrir þennan eina leik hef ég samt miklu meiri trú á Rodgers til framtíðar heldur en Dalglish, alveg sammála um að það þurfi að bæta við fleiri gæða leikmönnum en Rodgers er með plan sem ég hef meiri trú á en það sem ég sá (ekki) hjá Dalglish. Er ekkert á bleiku skýji þó ég hafi þessa skoðun eða með dellu og geri mér grein fyrir að þetta verður langur vetur en það er ekki allt vonlaust ennþá.

 71. Hér tala margir um þolinmæði, og vitaskuld er það rétt að þetta tímabil á að einkennast af þolinmæði.

  Það breytir samt ekki því að mér þykir alveg hundfúlt að sjá mitt lið tapa.

  En þetta er ekki samt neitt tilefni til þess að leggjast í eitthvað leiðindarþunglyndi. Þrátt fyrir allt er þetta bara fyrsti leikurinn, við eigum alveg eftir að horfa á 40+ leiki á þessu tímabili og ég efast ekki um að liðið bæti sig yfir allan þennan tíma.

  Homer hinn þolinmóði

 72. Þessi dagur er einn ömurleiki, fyrst fréttir um að Pep Segura sé hættur hjá LFC sem er sannarlega hræðileg staðreynd, þá kemur Clarke og lýsir hringavitleysunni sem á gekk þegar hann var fenginn til að halda áfram, talaði við Rodgers og var síðan rekinn honum að óvörum.

  Geturðu vísað mér á þessi ummæli Clarke? Er virkilega forvitinn að lesa þetta.

  Annað, ég hélt að það væri öllum ljóst að þetta tímabil eða amk fyrri hlutinn af þvi gæti orðið brösótt. Liverpool á eftir að eiga eitthvað af lélegum leikjum í vetur, þessi var klárlega einn af þeim. Óþarfi að fyllast bölsýni og þunglyndi yfir þessu öllu. Þetta verður tekið út á æfingasvæðinu og smátt og smátt lagast spilið…Vonandi sjáum við svo 1-2 leikmenn í viðbót í hópinn áður en ágúst er úti.

 73. Góðir Liverpool menn, Þetta var aðeins fyrsti leikurinn sem jú var skita en það munu allir vera bunir að gleyma þessu næsta sunnudag þegar við erum bunir að slá til höndinni og vinna cjitty.

  Þið eruð allir svo tussublautir hérna og svartsýnir slakiði bara á og horfið fram á veginn. pz out !

 74. Babu eg hef kannski komið inna þetta i svona 15-20 hverri færslu en það er annað mal.

  Malið er bara það að það skiptir engu mali hvað við verðum þolinmoðir i mörg àr, til að na arangri og vinna titla þarf að eypa peningum, fsg ætka ser þa ekki og a mepan verðum við a eftir stærstu liðunum því miður. Eg hata að það se þannig að þetta snuist allt um peninga en þannig er þetta samt. Mer lyst mjog vel a Rodgers og hef mikla tru a honum en þo hann geri kraftaverk þa munum við að minu mati ekki komast upp að bestu liðunum þo við biðum i tiu ar þolinmoðir nema FSG bakki hann mjog duglega upp.

  Eg vil bara meina að FSG þo þeir hafi bjargað okkur fra gjaldþroti þa byrjar þeirra eignartið ekkert betur en hja hicks og gillett. Þeir tala og tala um vollinn en ekkert gerist a meðan segir sluðrið astæðuna vera vegna fjàrskorts. Hicks og Gillett bokkuðu Benitez uppa markaðnuþ til að byrja með eins og FSG er að gera en svo ekki meir. Eg se i raun litinn mun a fyrstu 2 arum Hicks og Gillett og fyrstu 2 arum FSG.

  eg mun fyrstur manna styðja motmæli gegn FSG þegar þau byrja sem eg spai að verði innan àrs ef ekkert heyrist af vallarmalinu og ef þeir bakka rodgers ekki almennilega upp i að styrkja liðið. Það er neflinlega hellingur af folki með efasemdir um FSG þarna uti þott eg og Maggi virðumst vera einu 2 a Islandi

 75. Ef ad Kenny væri enn vid stjórn og hefði skitið svona HRESSILEGA uppá bak þá hefði verið gaman að heyra hljóðið í mönnum….

 76. Egill, þetta með Clarke er út um allt. Ég las þetta í Echo:

  http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/08/17/steve-clarke-claims-he-was-sacked-by-liverpool-fc-as-he-ramps-up-champions-league-pressure-on-reds-100252-31643340/

  Þarna segir Clarke frá sínu sjónarhorni um leið og hann telur Rodgers þurfa að ná CL sæti til að halda starfinu.

  Og þar liggur sennilega vandinn, líka það sem ég meina Babu þegar ég tala um umræðuna um bleika skýið.

  Ef FSG ætla sér að fara þessa leið til að ná félaginu upp erum við að tala um ár, ég myndi skjóta á þrjú, þar til liðið okkar hefur hæfileika til að vinna sér sæti í CL. Þarna er ég að reyna að vera raunsær en um leið bjartsýnn að ungu mennirnir okkar nái háum hæðum. Við erum að mínu mati þetta langt á eftir.

  En varðandi það að ekkert hafi verið planið hjá KD og SC varð það til einhvers staðar og ég var aldrei sammála. Þegar þú ferð í tvo bikarúrslitaleiki og slærð út stórlið á leið þinni ertu með plan. Einfalt. Það plan var hins vegar á eftir áætlun og í sumar hefði átt að kaupa inn fleiri menn.

  En þá er skipt um stefnu og LOF SÉ GUÐI tók við maður með stífar lappir og bein í nefinu, neitaði einhverju “tækniteymi” yfir sér og ætlar sér að spila sína fílósófíu. Ég kvíði því mikið að hann fái sama handrit og Dalglish.

  Lofræður í upphafi, of lítil styrking á leikmannamarkaðnum og um leið og fer að þykkna undir stöðu liðsins verður þögn, þeir hætta að mæta á leiki og reka Rodgers, eyða tugum milljóna í það og finna nýjan “ideal manager”.

  Það væri enn einn naglinn í kistuna. Rodgers þarf að fá að lenda í sama sæti og Kenny án þess að vera rekinn ef að þeir ætla ekki að bakka hann meira upp. Ef krafan er í alvöru meistaradeildarsæti þurfa þeir einfaldlega að brjóta sín prinsipp og taka séns. Við erum kannski of lengi búnir að vera bara sáttir við fyrirtækjareksturinn þeirra, eða hvað?

  En annars var ég að klára fyrri hálfleik og er sammála Kristjáni í leikskýrslunni þar, Suarez verður bara að fara að klára þessi færi í markteignum, ferlegt, en hann er flottur. Veit samt einhver út af hverju Raheem Sterling er ekki í hóp?

  Sá er ekki glaður í dag…

 77. Ekkert sed vegna hvers Sterling er ekki i hóp i dag, hefdi verið gafulegra ad hann hefdi verið þar i stað Cole, sagdi þetta um leið og eg sa hopinn sem var adur en cole kom inna og meiddist, fannst Sterling eiga skilið að fa minutur i dag…

 78. Jæja strákar þá er fyrsti leikurinn búinn hjá okkur og ekkert bólar á fyrirliða Liverpool, að mínu mati hefur Liverpool ekki haft fyrirliða lengi, kannski er Gerrard góður fyrirliði utan vallar en innan vallar er hann ekki lengur með þetta .Hann var mjög góður hér áður fyrr þá lét hann í sér heyra dró vagninn og hvatti menn til dáða og stappaði stálinu í mannskapinn en síðustu 3 ár hefur hann að mínu mati verið ÖMURLEGUR fyrirliði (inn á vellinum), nú er ég ekki að tala um hann sem leikmann heldur eingöngu um starf hanns og hlutverk sem fyrirliða.
  Það grátlega við þetta er að þetta er Gerrard,,,,, goðið okkar og hetja,,,,,.

  Eitt er vist að það vantaði greinileg fyrirliða í hópinn í dag.

  YNWA

 79. Sammála nr. 74 að þetta voru lélega úrslit en jafnvel þótt Liverpool töpuð þá er þetta ekki Heimsendir fyrir Liverpool og allt tímabilið er búið eftir bara ein leik og heldur einsog þú sagði ef 10 stig bil væri á milli Liverpool og Tottenham + Arsenal en samt segir það ekki Liverpool gæti alveg verið betri stöðu en þessi Lið eftir tímabilið.

  Einsog má sjá fyrir ofan þar sem ég póstaði um hvernig Brendan Rodgers Byrjar bæði tímabilin með Swansea þar sem hann tapaði bæði skipti í deildinni en samt náði góð úrslit lok tímabils.

  En ástæða fyrir þess að ég póstaði þetta er vegna þess er virkilega kominn leiður af þessu neikvæðni þannig ég ákvaddi prófa pósta eitt svona Neikvæðu comment um að Allt væri fara í hausinn bara eftir ein Leik bara til sjá hvort einhver væri sammála mér en með Tweet hans Einars er ég virkilega sammála jafnvel þótt Liverpool töpuð leiknum þá er Liverpool með jafnmikið stig og Tottenham sem ein af okkar rivals að keppa við ná 4.sæti sama má segja með Arsenal jafnvel eftir úrslitin í dag þá er þetta ekki endalokin heldur bara erfið byrjun og við Liverpool aðdáendur þurfum að vera Þolinmóð einsog Babú nr. 79 er búinn segja jafnvel þótt þetta voru verstu úrslit í langan tíma þá má ég minna eitt comment um Shankly sem var postaða fyrir ofan af nafna mínum Sigga nr. 39 hann (Shankly) tapaði stórt á fyrsta leiknum sínum en við vitum hvernig ferill hans varð eftir leikinn sama má segja um annan sigursæla Knattspyrnustjóra það er Sir Alex Ferguson sem tapaði ámóti Liðinu Oxford 2-0 sem á hans fyrsta leik sem stjóri yfir Manchester United vonandi mun Brendan Rodgers fylgja fótspor þessa Stjóra og verða sigursæll til þess þurfum við vera þolinmóð en ekki fara í svona mode sem ég fór fyrir ofan.

  þannig strákar þetta eru enginn Endalok heldur bara einsog Brendan Rodgers orði eftir Leikinn: “It was a bad day at the office for us.”

 80. Það eru komnar eitthverjar sögur um að Carroll hafi ekki ferðast með Liverpool til baka.
  Er nú ekkert að lesa þetta af neinum sérstökum miðli bara á spjalli.
  að hann hafi ekki farið með liðinu til baka heldur fór hann í sér bíl.
  spurning um hvort að hann sé þá á förum.

 81. Halda menn virkilega að þetta myndi eitthvað breytast við að fá miðlungs framkvæmdastjóra frá miðlungs liði eins og Swansea. Og bæta inn nokkrum miðlungsleikmönnum frá miðlungs liðum. Metnaðarleysi eiganda Liverpool er algjört. Við erum á hraðri niðurleið síðan Benitez hætti. Hvað hefur þessi nýji Roy Rogers afrekað???? Jú hann hélt Swansea uppi í deildinni. Er það svo mikið afrek að hann eigi að taka að sér einn sigursælasta knattspyrnuklúbb í heimi??? Com on gæs!!!!!!!!!!
  Með svona spilamennsku og með svona lélegann mannskap förum við fljótlega í fallbaráttuna með þessum lélegri liðum.

  Ég segi bara Guð hjálpi okkur, kannski gerir hann það. Er ekki sagt að hann hjálpi alltaf minni mátta!!!!!!!!!!!!

 82. Guð minn góður! Að lesa suma af þessari vitleysu sem er hér í gangi útaf einum tapleik! Fyrr í dag var ég að tala við annan púlara sem sagði við mig að taka eftir því að ef svo færi að Liverpool myndi tapa leiknum mætti sjá hálfgerð ragnarök á spjallborðum Liverpool (og auðvita hrokafulla Man Utd aðdáendur).

  En núna langar mig að fara svara nokkrum hér og segja mína skoðun. Byrjum á Viðari Skjóldal:

  Malið er bara það að það skiptir engu mali hvað við verðum þolinmoðir i mörg àr, til að na arangri og vinna titla þarf að eypa peningum, fsg ætka ser þa ekki og a mepan verðum við a eftir stærstu liðunum því miður. Eg hata að það se þannig að þetta snuist allt um peninga en þannig er þetta samt. Mer lyst mjog vel a Rodgers og hef mikla tru a honum en þo hann geri kraftaverk þa munum við að minu mati ekki komast upp að bestu liðunum þo við biðum i tiu ar þolinmoðir nema FSG bakki hann mjog duglega upp.

  Ef það er svona geðveikt mikilvægt að eyða miklum pening, af hverju skoðar þú ekki hvað við höfum eytt af pening á móti liðunum í kringum okkur? Tökum sölur burtu sem snöggvast og horfum bara á eyðslu. Ef tekið er heimildir af transferleague.co.uk síðan seasonið 08/09 þá höfum við eytt 239,15 á meðan liðin sem eru fyrir ofan okkur eins og eins og Arsenal og United eru búin að eyða minni pening. Arsenal hefur eytt 121,65 og United 180,95. Tottenham hefur 75,8 og Newcastle 72,85! Ef það er svona gífurlega mikilvægt að eyða þessum fúlgum, af hverju erum við þá ekki að berjast um fyrstu þrjú sætin?
  Málið er að það sem margir átta sig ekki alveg á er að það er til e-ð sem heitir Quality over Quantity. Það er það sem FSG eru að reyna gera ásamt BR og til þess að það virki þá þarf það tíma.

  Arsenal hefur verið með sömu stefnuna og sama stílinn með Wenger síðan 1996. Þeir eyða minna og komast upp með það. Tottenham hefur verið að kaupa leikmenn unga og þ.a.l ódýrt m.v. verðlag á þeim núna. Bale, Lennon, Huddlestone og Walker eru allir ágætt dæmi. Þessi kaup komu öll 2006 eða fyrr nema Walker. Þetta hefur tekið smá tíma hjá þeim.

  Maggi

  Það væri enn einn naglinn í kistuna. Rodgers þarf að fá að lenda í sama sæti og Kenny án þess að vera rekinn ef að þeir ætla ekki að bakka hann meira upp. Ef krafan er í alvöru meistaradeildarsæti þurfa þeir einfaldlega að brjóta sín prinsipp og taka séns. Við erum kannski of lengi búnir að vera bara sáttir við fyrirtækjareksturinn þeirra, eða hvað?

  Af hverju er það allt í einu orðið þannig að þeir eru alveg pottþétt að fara reka BR ef hann nær ekki CL sæti. Ég veit að þú talar um EF þeir ætla ekki að styðja BR en mér finnst á skrifum þínum eins og þú sért að pinca óþarflega mikið útaf því sem Steve Clark segir. Er ekki möguleiki að hann sé frekar sár og svekktur að hafa verið látin fara á þann máta sem þeir létu hann fara. Í staðin byrjar hann í smá sálfræðistríði og skýtur á eigendurnar að þeir séu ekki þolinmóðir og muni ekki styðja BR nema hann nái meistaradeildarsæti.

  Einnig varðandi það að þú segir að Liverpool þurfi 2 tilbúna striker-a fyrir 1. sept annars fari allt til andskotans. Þú hefur gagnrýnt skrif marga í podcast þáttum ykkar félaga hér á kop.is hvað varðar að fólk sé að panica og skrifa að allt sé að fara til andskotans eftir tap-/jafnteflisleiki. Persónulega finnst mér þú vera aðeins að gera slíkt hið sama núna. Vissulega væri frábært að fá tvo háklassa striker-a en ég sé það ekki alveg gerast. Værum við með Dempsey, Suarez, Borini, Carroll, Downing, Sterling og Assaidi til að spila í 4-4-3 kerfinu þá held ég að við gætum alveg spjarað okkur. Við þurfum virkilega einhvern sem getur klárað færin sem Suarez býr til og var ég spenntur í sumar að við gætum jafnvel fengið Ba.

  En við vitum ekki hvort Suarez og Borini detti jafnvel í gírinn. Ef svo gerist þurfum við auðvita ekki þennan einstakling. Einnig þurfum við fleiri mörk frá miðjuni og köntunum.

  En við skulum ekki alveg senda liðið til helju fyrir þessa byrjun. Einhver benti á að hinn mikli meistari Bill Shankly hafi byrjað á miklu tapi en það reddaðist. Nú er ég ekki að segja að BR verði einhverntímann með tærnar þar sem Shankly hafði hælanna en sá einstaklingur sem ætlar að slá það útaf borðinu eða staðfesta það eftir fyrsta leik er annað hvort heimskur, göldróttur eða geðveikur.

  YNWA!

 83. Ég var alveg á jörðinni fyrir þennan leik (spáði jaftefli en bjóst nú samt við sigri innst inni) og geri mér grein fyrir því að sá stíll sem verið er að innleiða í þetta lið tekur tíma en jesús minn menn sýndu ekki einu sinni áhuga á að spila þennan leik, allavega ekki í síðari hálfleik. WBA menn fengu að dóla með boltann og velta fyrir sér besta sendingarmöguleika með okkar leikmenn rétt hjá án þess að þeir gerðu sig svo mikið sem líklega til að fara að íhuga hvort mögulega þeir ættu að velta fyrir sér um að setja pressu á manninn.

  Gerrard hefði allt eins getað klæðst hvítri og svartri treyju því hann átti alveg örugglega fleiri sendingar á menn í þeim litum heldur en á rauðklædda menn.

  Lucas á greinilega töluvert í land en þrátt fyrir það og plús það að hann var orðinn dauðþreyttur þegar hann var tekinn útaf þá er hann samt það mikilvægur að varnarleikurinn hrundi gjörsamlega þegar hann fór af velli.

  Eftir undirbúningstímabilið og þennan fyrsta deildarleik hefur Kelly sýnt að hann er ekki að meikaða sem bakvorður í þessu kerfi. Er ekki bara upplagt að nýta bannið hjá Agger og prófa Kelly í bakvörðinn? og bara Robinson vinstra megin ef Enrique verður líka fjarverandi.

  Nenni ekki að taka alla leikmennina fyrir því allir með tölu nema Reina og hugsanlega Allen kúkuðu á sig upp að hári og ættu með réttu að skila klúbbnum vikulaun.

  Ok, þrátt fyrir þessa skitu þá verðum við að átta okkur á að þessi leikur er ekki marktækur á stöðu liðsins í dag. Freak fyrsta mark og rautt spjald og fleira. Þannig að það er ekkert í boði nema að girða sig í brók og vinna shitty og vera góð viðallt og alla því þá gengur allt svo miklu miklu betur.

 84. Já fréttirnar virðast vera réttar. Andy Carroll sést hér rölta framhjá rútunni og uppí sér bíl í fylgd öryggisvarða eftir leik:

  https://twitter.com/Musker_LFC/status/236894631630098432/photo/1/large

  Þetta er hættan við slæma byrjun. Liðið getur alveg jafnað sig á slæmri byrjun en það gerist bara ef menn halda áfram að hafa trú á Rodgers og því sem hann er að reyna að gera. Það er erfiðara að halda móralnum uppi þegar liðið byrjar illa. Kannski gerðist eitthvað í klefanum í kvöld? Einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir því að Carroll er ekki með hinum í rútunni. Það er áhyggjuefni.

  Annars er hér tölfræði yfir flestar skottilraunir í deildinni í dag. Luis Suarez, goals per shot: INFINITY.

  http://twitpic.com/al2z4s

  Og hér er sendingartölfræði dagsins. Allen kemst á topp 5 í deildinni þrátt fyrir að hafa ekki átt neitt sérstakan dag. Kannski er það jákvætt:

  http://twitpic.com/al2vvt

  Ég er rólegur, þótt illa hafi farið í fyrsta leik. Þetta er bara svo djöfulli pirrandi. Þetta er eins og að renna á rassgatið á skautum fyrir framan stelpuna sem maður er skotinn í og þurfa svo að bíða í átta daga eftir að geta bætt úr því. Maður þarf að eyða næstu átta dögum í að hafa áhyggjur af því að hún haldi að maður sé lúser. Það er það sem er verst við þetta, panikk-tilfinningin næstu átta dagana. Og jafnvel þá er ekkert víst að henni létti, við eigum jú Englandsmeistarana í næsta leik…

 85. Strax að leiðrétta tvennt.

  Ég er ekki að biðja um strikera. Vill í raun halda Carroll, enn frekar eftir daginn. Ef hann fer þurfum við striker. Ég vill tvær sóknartýpur á bakvið senter sem býr til mörk í leik eins og í dag.

  Ég er ekki að ýta á paniktakka, taldi mig á ofskynjunarbjartsýnislyfjum þegar ég spáði okkur 5.sæti í deildinni, bara af því ég hafði trú á því að Rodgers gæti unnið með hóp Dalglish og fengið styrkingu. Vona það ennþá.

  Ég er aðallega að benda á tvennt sem mér finnst og er ekki vinsælt hér.

  A) Leikmannahópur LFC er ekki nægilega góður til að hægt sé að gera kröfu á CL-sæti. Alltof margir bentu á þjálfarateymið í fyrra, Comolli eða dómarana. Ef við fáum ekki fleiri leikmenn inn fyrir 1.september mun ég draga spána niður í 7.sæti og trúðu mér, ég mun ekki biðja um að Rodgers verði rekinn. Endalaus stjórnenda- og þjálfaraskipti eru að leika þennan klúbb ansi illa og ég vill að Rodgers fái þrjú ár, hell, svei mér ef hann má bara ekki fá “Fergie” og enda í 14.sæti eitt árið.

  En ég er að garga á að Rodgers fái betri vopn í búrið því eins og að sjálfsögðu er komið í ljós er gleðin lítil í dag og í nútíma fótbolta eru teknar alveg ótrúlega margar hlandheimskar ákvarðanir í bráðræði. Og þá komum við að…

  B) FSG hafa enn ekki sannfært mig. Bið ykkur öll afsökunar. Ég gargaði hér hátt þegar G & H fóru og töluðu við Klinsmann og hvæsti á þá að klára vallarumræðuna. Ég mun fara nánar í ummæli þeirra um LFC, Dalglish, Comolli og einhverja fleiri hér fljótlega en það sem Steve Clarke tek ég ekki sem ofmetnasta orð knattspyrnusögunnar “sálfræðistríð”. Hann vildi halda áfram vinnu sinni með Dalglish og bendir okkur á að CL-sæti sé lágmarkssæti hjá FSG. Sem er nú ekki mikill sannleikur að ljóstra upp, þeir staglast stanslaust á því að þar liggi peningurinn. Vandinn er bara að þeir draga upp einhverja töfrakústalausnir og tala inn og út um það, en setja ekki pening í að bakka sinn mann upp.

  Og ef einhver hefur heyrt annað um vallarmál en “við erum í miklum viðræðum” eða “erum að grannskoða alla kosti” þá vill ég heyra af því.

  Ergo.

  Ég vona að Rodgers sé alráður hjá LFC, FSG klári vallarmál og láti hann fá tvo leikmenn sem munu skipta máli frá fyrstu mínútu í fyrsta leik. Þó það kosti þá 100 þúsund pund í vikulaun.

  Ég er ekki viss um, og skil alveg, að það séu ekki allir tilbúnir með mér í það að vera langt frá CL-sæti enn eitt árið…

 86. Vælubíllinn mættur! Og ekki pláss fyrir alla hér í honum……Mér fannst fyrri hálfleikur bara ágætur m.v. fyrsta leik og úrslitin réðust mest af Dowd, sem gerðist heimadómari og sá til þess að 12 voru í öðru liðinu og 10 í hinu. Varla að menn lendi oft í þessu og bara gott að taka þann pakka í fyrsta leik.

 87. Þetta tap getur orðið til góðs. Nú mun FSG neyðast til að taka upp budduna.

 88. Friðrik. Ekki vera svona blindur. Plís.

  Dowd dæmti þennan leik bara afar vel að mínu mati. Við megum ekki falla í þessa gryfju að kenna dómaranum alltaf um. Lítum okkur nær.

 89. Það vantar sóknarmenn í þetta lið. Það er alveg rosa fínt að hafa kreatíva miðjumenn en þeir þurfa líka að geta gefið boltann á einhvern sem tekur gott hlaup í eyðu.

  Suarez er frábær að koma sér í færi sem og búa sér til færi, en maður lifandi hann þarf að læra slútta þessum færum!

  Gerrard gerði uppá hnakka í þessum leik, átti að fara útaf í hálfleik.

 90. Alveg rólegir allir! Þetta var skák á milli Rogers og Clarke! Clarke vann þessa skák. Hann vissi þó meira um Liverpool en Rogers um W.B.A. Þá meina ég auðvitað hvað varðar uppstillingu og taktík comon það er ekki einsog hann hafi ekki reynsluna fram yfir Rogers.Þetta var bara fyrsti leikur við fegum á kjaftinn og það pretty big time! Við verðum að gefa þessu 2-3 ár í alvöru! Við erum ekki að fara í baráttu um eitthvað þetta season áttum okkur á því strax!

 91. Æ þetta er ekki gott,en ég ætla sko líka að vera þolinmóður— bíddu ahhh alveg rétt,ég er Liverpool stuðningsmaður og kann því sennilega fátt annað en að vera þolinmóður,það er jú svo stutt síðan við unnum deildina.

  Gef Brendan samt alltaf meira en fyrsta leik,hei jú hann vann amk fyrstu tvo leikina sína en útirvallarAUMINGJASKAPUR leikmanna hættir aldrei að koma mér á óvart.

  Hvernig er það töluðu þessir pappírspésar við Rafa í sumar?

  Haters be trippin YNWA

 92. Þetta er núllpunktur eitt fxxxing seasonið enn. Og það er nákvæmlega ekkert sem breytir því. Ég er sammála Magga. Nú þarf bara að henda sér á bak við BR no matter almost fxxxing what. Það þýðir ekkert að fara garga á hausa á fati eftir einn hörmungans leik. Það hriktir greinilega einnig í innri stoðum LFC úr því Pep Segura er hættur. Og til bæta enn meiri gráu ofan á svart þá tóku þessir röndóttu dolluna í dag og var ekki á þennan dag bætandi. –_– Ulla bjakk fótboltadagur. Færeyska drottningin og flugeldarnir redduðu þessari blessaðri tilveru samt fyrir horn í dag!

  YNWA

 93. Ég tek bara áhættuna á að hljóma eins og biluð výnil-plata en ég er orðinn staðfastur á að þetta Liverpool lið tekur engum alvöru framförum sama hversu góða leikmenn við kaupum fyrr en Steven Gerrard verður ýtt burt sem fyrirliða og þetta lúsera “æi fokk it” attitúd sem loðir yfir liðinu er útrýmt.

  Gerrard er að spila í stöðunni sem á að tengja miðju og sókn en var alltaf hræðilega staðsettur og gaf boltann oftar á mótherja en samherja. Hann er maðurinn sem á að verja sína menn þegar sænsk hæfileikalaus varnartröll eins og Olsson fá að bullyast við að olnboga og sparka sóknarmenn okkar stanslaust niður. Hann er maðurinn sem á að vekja sína menn og berja í þá sjálfstraust og einbeitingu þegar við erum 1-0 undir. Hann á að segja Suarez að hætta þessu endalausa tuði þegar við lendum í smá mótlæti og einbeita sér að sínum sóknarleik. Hann á að opna auga dómarans fyrir því þegar Shane Long hleypur um glottandi frammi og lætur sig falla við minnstu snertingu nálægt vítateignum. Hann hefur gæði til að taka svona leiki algerlega yfir. Maðurinn sem var besti landsliðsmaður Englendinga á EM í sumar ætti að koma með 100% sjálfstraust inní næsta leiktímabil sem stolt Englands og fá dóma með sér og sínu liði en ekki öfugt.

  Hvað gerðist eiginlega þegar við lentum undir? Hversvegna fáum við varla færi og allir hengjandi haus það sem eftir er leiks? Hví gerum við sömu mistökin ár eftir ár? Hversvegna ræður þetta Liverpool ekki við að stjórna leikjum gegn smærri liðum? Hví er eins og Liverpool liðið sé ekki í jafngóðu líkamlegu formi og önnur lið og látum sparka okkur til og frá án þess að svara fyrir okkur? Er eitthvað að þessum fjölskyldu YNWA anda í kringum liðið? Erum við of aumingjagóðir og næs berandi virðingu fyrir öllum liðum?

  Brendan Rodgers skrifaði 180 síðna skýrslu um hvað væri að hjá Liverpool og hvað þyrfti að gera til að koma þessum sofandi risa í fremstu röð á ný. Svörin við ýmsum af þessum spurningum eru örugglega þar.
  Ég er viss um að Liverpool mun spila miklu betur í næstu 2 heimaleikjum gegn alvöru liðum sem þora að sækja. Það er best fyrir okkur að halda haus og forðast allar dómsdagsspár þangað til eftir 3.umferð. Byrjunin á stjóratíð Rodgers verður góð ef við vinnum næstu 2 heimaleiki. Slökum aðeins og reynum að greina vandann í stað þess að öskra bara af réttlátri reiði.

  Að mínu mati á Gerrard að spila hægri kantframherja stöðuna með Johnson overlappandi þegar Gerrard dregur sig inn, Carroll frammi og Suarez vinstra megin,(eða Suarez-Borini). Lucas, Allen og Henderson/Shelvey á vinnusamri miðjunni. Þetta lið hefði meira jafnvægi í sér og héldi boltanum betur. Skil heldur ekki frekar en aðrir afhverju Sterling var ekki á bekknum í dag. Þurfum að sýna ungu strákunum að þeir eigi séns á aðalliðssæti og liðið þarf á bjartsýnis ungæðingshætti hans að halda. Það verður að koma meira sjálfstraust og leikgleði inní leik liðsins.

  Áfram Liverpool.

 94. Held að vandamálið sé að menn klára ekki færin sín. TD Johnson fékk 2 fín færi en langt yfir, Suarez með máttlaus skot og beind á markvörðinn. Mér finnst eins og allir stoppi og horfi á Suarez fífla vörnina í staðin fyrir að hjálpa og koma sér fyrir þannig að Suarez geti gefið boltann og BANG MARK. 🙂

 95. Menn fóru röngu megin framúr fyrir þennan leik.

  Næstu tveir heimaleikir eru mikilvægir í mörgu tilliti. Gott kickstart að gera eitthvað gott í þeim.

  En það verður að setja stórt spurningarmerki við það hvernig Gerrard var stemmdur í þessum leik. Sammála AEG að það ætti að prófa breytingu og færa Gerrard til hægri á kostnað Downing. Ég tala nú ekki um ef Sahin kæmi á láni. Þá væri það borðleggjandi með það í huga að styrkja liðið.

  En Gerrard myndi ekki fúnkera á hægri nema hann hefði overlappandi hlaupatík með sér og Johnson á að geta það.

  Annars mun Gerrard koma 100% í næstu heimaleiki klárlega og kæfa svona vangaveltur 🙂

 96. Að loknu áhorfi skrifa ég algerlega upp á skýrslu Kristjáns Atla.

  Auðvitað er það svo að nýr þjálfari byrjar á núllinu og reynir eitthvað sjálfur sem áður hefur verið reynt. Ég er alveg sannfærður um það að hann hefur horft gagnrýnum augum á Martin Kelly í gærkvöldi á videoinu og ég er algerlega sammála því að ef hann treystir ekki Robinson í vinstri bak þá verðurm við að kaupa annan. Því Johnson þarf að vera hægra megin alla leiki sem hann spilar.

  Á sama hátt mun næsta tilboði í Joe Cole vera tekið. Karlangans anginn er bara svo augljóslega ekki með skrokk í enskar fótboltaæfingar og leiki að það er ferlegt. Höfum engin efni á að hafa hann með okkur, tekur tíma frá öðrum leikmönnum.

  Ég velti enn fyrir mér hvers vegna Sterling var ekki með í hóp, ansi margir centralmiðjumenn á bekknum og þegar við urðum færri var nú ekki mikill hraði í liðinu til að sækja hratt á vörnina.

  Borini átti erfitt, skiljanlega, en ég var þó að vona að í honum færi meiri hraði. Pressan fannst mér ganga lengi illa, ekki síður en margar feilsendingar. Joe Allen sýndi sitt rétta andlit, sem er að vera góður í að vinna bolta og láta hluti tikka inni á miðsvæðinu.

  Þeir þrír sem stóðu fyrir framan hann áttu afleitan dag í því að skapa færi og gamla rispaða platan heldur áfram…

  Ef við ætlum liðinu annað en það að vera á sömu slóðum og í fyrra þurfum við tvo hágæða leikmenn í þá línu. Ef svo Carroll verður seldur á næstu dögum þarf að kaupa senter hið bráðasta og þá horfa til manns sem hefur skilað mörkum um skeið í toppdeild.

  Því miður hef ég efasemdir um það að Luis Suarez sé rétti maðurinn á toppnum í kerfinu. Nýting hans í færunum er áfram sú sama, skelfileg, og ergelsið í honum í takt við það. En hann er frábær leikmaður sem við verðum að fá meira úr.

  Svo kemur núna í ljós, allavega gegn Man. City, hvernig við spjörum okkur án Daniel Agger. Varnarleikurinn við brotthvarf hans í gær var algerlega hryllilegur. Vonandi horfðu eigendurnir á leikinn í sjónvarpi einhvers staðar og sáu það…

 97. Það þarf að hreinsa andrúmsloftið sem fyrst.Carrol Cole og Adam eru nöfn sem maður heyrir að séu ekki í myndinni í framtíðarplönum félagsins..Þessi óvissa er mjög slæm fyrir móralinn.
  Annað sem truflar mann er hvort að Leiva sé tilbúinn andlega í allar þessar tæklingar sem hann þarf að fara í? Þetta þarf að vera á hreinu á mót city ef að það á að spila 4-3-3.Vona að þetta hafi verið sviðskrekkur og við fáum að sjá nýtt lið mæta á Anfield. Y.N.W.A

 98. All that talk of rodgers attention to detail when it came to his playing style and how certain he is about what he wants from his players, and how well aware he is of the attributes of players at his disposal (who werent good enough to fit into his system), yet he doesnt have a clue that Suarez is a creater not a goalscorer. Safe to say Rodgers is just a pretender and he’s out of his depth managing a top half of the table club and all you rodgers fans, if you thought Swansea was playing tiki taka last season, then you’re in for a surprise after watching Laudrup get his team to play proper passing football similar to Barca’s tiki taka (not Rodgers self-proclaimed tiki taka that he wrote a dosssier on).

 99. Póstur nr. 110 er nákvæmlega það sem ég er að meina.

  Veit ekkert hvort þetta er tilvitnun eða frá hjarta þess sem skrifar en nákvæmlega svona neikvæðni fer víða, ekki síst eftir ótrúlegar tölur Swansea án Brendan og Joe Allen.

  Þetta er það sem ég er að pirra mig á og kalla á viðbrögð frá FSG. Það er bjánalegt að ætla þjálfara að snúa liði við á einu ári með kaupum á ungum og efnilegum mönnum eingöngu.

  Og það verður verkefni þegar (ekki ef) breska pressan fer að hamast á Rodgers til að draga úr hans ímynd að halda fókus á því að hann er að reyna að vinna til baka lið sem hefur lengi verið á vondum stað og hefur sjálfur ALLTAF bent okkur á að þetta muni taka tíma og verða erfitt ferli.

  Komment nr. 110 er því fínt að lesa yfir sem æfingu á því sem mun örugglega hljóma töluvert og svo er bara að bólusetja sig fyrir því með að treysta því að þessi maður sé virkilega með þá sýn sem við viljum…því það hef ég trú á að sé!

 100. gonzalo higuain er maðurinn sem við eigum að kaupa, hann er öruglega a svipuðu verði og Andy Carrol, þannig að þetta ætti að getað gengið upp.

 101. hér er nokkuð skemmtileg lesning um stigatöfluna í ensku.

  http://www.alternativePLtable.com

  hér er í raun sýnt fram á það hveru litlu máli þessi fyrsti leikur skiptir, samkvæmt þessari Alternative töflu þá áttum við að ná jafntefli en þar sem við náðu því ekki erum við komnir með eitt mínus stig.

  Arsenal eru hinsvegar komnir með tvö mínusstig því að þeir gerðu jafntefli á heimavelli, en þar átt þú að fá 3 stig í öllum leikjum.

 102. Dirk Kuyt skoraði fyrir Fenerbahce, maðurinn er óstöðvandi.

  Kaupum hann!

 103. Menn mega ekki missa sig strax eftir fyrsta leik þó úrslitin hafi verið fucing svekkjandi. Ég hef fulla trú á okkar mönnum, það er búið að umturna öllu leikplani og það tekur tíma að venjast. En ég sá ekki þennan leik! Og undarlegt nok þá væri ég til í að gera það, er e-r hægt að sækja hann á netinu???

  p.s. þessir vítaspyrnudómar sýnist mér hafa verið algjört djók. Til að fá vítaspyrnu finnst mér brotin þurfa að vera tölvert greynilegri en það er bara ég.

 104. Mig langar bara að seigja ykkur það að tímabilið er ekki búip 1 leikur búinn 37 eftir svo erum við í Europa League og vonandi sem ríkjandi meistarar í CC vona að við höldum því við komumst í úrslit F.A cup í fyrra held við gætum mögulega tekið hann í ár!

  Ég ætla að vera bjartsýnasti maðurinn í þessum umræðum.

  YNWA ÁFRAM LIVERPOOL !!!

 105. Þokkalegur leikur hjá okkur en óheppnir. Svaka mark hjá S. Gera og smá klúður sem færði okkur rautt spjald og þeim víti. Alveg hreint eðlilegt að klúðra smá í fyrsta leik. Til þess er hann…………..

  Fínt að skella pínku harkalega í jörðina í fyrsta leik svipað og Arsenal fyrir ári… B.Rodgers er ekki að fara gefast upp og ef ég þekki norður írskt mentalítet að þá eflist hann við þetta.

  Minni Magga á þolinmæðina sem hann nefndi ósjaldan um daginn.

  Steven Gerrard var slakasti leikmaður vallarins í gær að mínu mati.

  KR vann og LFC tapaði. Leiðin liggur klárlega uppávið

 106. Ég vona að þessi leikur hafi ná mönnum niður á jörðina aftur, menn sem eru að missa sig yfir kenny rodger byltingunni eða hvað sem hann heitir aftur !

  ps. MU voru að kaupa Van Persie við erum kannski að kaupa Shanin Mal !
  – djöf… kom Joe Allen sterkur inn í gær !

  Enn einn langur vetur …

 107. Mín 5 cent:

  Fyrsta mark WBA verður eitt af mörkum tímabilsins.

  Tveir harðir vítaspyrnudómar.

  Reina varði víti!

  Borini er alvöru leikmaður með góðar sendingar.

  Joe Allen er alvöru leikmaður með góðar sendingar.

 108. edin hazard er bara að sla i gegn hja Chelsea.

  af hverju er suarez eini goði leikmaðurinn sem að við höfum keipt siðan Torres kom a sinum tima ?

 109. Ég er brjálaður!! Ég ætlast til að LFC fari í gegnum öll tímabil taplausir og eyði 300 milljónum punda í leikmenn á hverju ári!! Ég sætti mig ekki við annað en Guardiola eða Mourinho sem stjóra og ég vil 200.000 manna völl, en samt má alls ekki flytja frá Anfield!! Eina leiðin til að vinna deildina er að fá Alonso, Mascherano og Torres til baka….og jafnvel Ian Rush og John Barnes til að vera alveg öruggur.

  Ég sætti mig ALLS ekki við að þurfa að bíða eftir neinu. Ég heimta árangur strax !

  Ég er svoddan bolur…..

 110. Sunderland að kaupa adam johnson, er það ekki maðurinn sem við eigum að kaupa ?

 111. Það er allavega lágmarks krafa að vinna WBA sem gékk í gegnum þjálfara skipti eins og við.
  Og miklar mannabreytingar.
  Yassine El Ghanassy frá Gent (lán)
  Ben Foster frá Birmingham
  Romelu Lukaku frá Chelsea (lán)
  Markus Rosenberg frá Werder Bremen
  Claudio Yacob frá Racing Club

  Keith Andrews til Bolton
  Simon Cox til Nottingham Forest
  Paul Downing til Walsall
  Lateef Elford-Alliyu til Bury
  Marton Fülöp til Asteras Tripoli
  Joe Mattock til Sheffield Wednesday
  Paul Scharner til Hamburger SV
  Nicky Shorey til Reading
  Somen Tchoyi, óvíst

  Maður er kannski svo vitlus að vera brjálaður út af þessu tapi!
  Meina Liverpool er hvors sem er ekkert að fara ná árangri strax svo það er bara eðlilegt að liðið tapi fyrir WBA! svo þekkir Clarke Liverpool!
  shit hvað ferguson hefur mætt mörgum af fyrrum lærisveinum sínum eins gott að þeir þekkja hann ekki.

  Meina Liverpool hefur verið að byggja upp og sýna þolinmæði í yfir 20ár svo!

  Ég gef Rodgers að sjálfsögðu tíma og trúi honum til góðra verka.

  En ég skil alla þá fullkomnlega sem eru fúlir út í niðurlægingu gegn WBA það hefur ekkert með þolinmæði að gera.

 112. Ef Adam Johnsom er a lausu nuna væri lögreglumàl ef okkar menn setja ekki allt kapp a að fa hann.

  Eg skal vera illa svekktur ef Sunderland tekur hann a 10 milljonir.

 113. frábær leikur allir að spila mjög vel langt síðan ég hef séð liverðool spila svona vel. smá óheppnir en það er bara smáatriði. en ef við höldum áfram að spila svona en erum smá heppnir vinnum við deildina. topp 4 að minsta kosti.

 114. frábær leikur allir að spila mjög vel langt síðan ég hef séð liverðool spila svona vel. smá óheppnir en það er bara smáatriði. en ef við höldum áfram að spila svona en erum smá heppnir vinnum við deildina. topp 4 að minsta kosti

 115. Just putting it out there, en nú virðist svo vera að Tottenham séu ekkert að drífa sig í að borga Adebayor þau laun sem hann er að fara framá. . á sama tíma kemst hann ekki í hóp hjá city. . hvernig væri nú að Liverpool mundu stela honum fyrir framan nefið á Tottenham og vera komnir með einn pottþéttan 20marka mann 😛

 116. Ohh nenni ekki lengur að halda með þessu Liverpool liði töpuðum fyrsta leiknum 3-0 ohh erum aldrei að fara að na meistaradeildarsæti, eruði eitthvað skrýtnir þetta er fyrsti leikur i nýju leikskipulagi með nýjum stjóra 2 nýir leikmenn róm var ekki byggð a einum degi sko. Tökum sem dæmi fyrsti leikur liverpool undir stjorn Bill Shankly töpuðum leiknum 4-0 gegn Cardiff var hann ekki sigursælasti stjóri LFC frá upphafi það er enginn dauðadómur að tapa þessum fyrsta leik takiði hausinn úr rassgatinu á ykkur við erum ekki að fara að vinna alla útileiki gegn minni liðum i ár og þegar við töpum ekki byrja að væla please.

 117. Það er hægt að réttlæta báða vítaspyrnudómana í gær þó það sé mjög harkalegt að fá á sig tvö “lala” víti. En miðað við línuna hjá dómaranum í því þá hefði Borini klárlega átt að fá víti þegar Rigdewell keyrði með öxlina í bringuna á honum í fyrri hálfleik.
  Það hefði nú getað gjörbreytt leiknum, þannig að það er klárlega hægt að gagnrýna þátt dómarans í þessu þó það sé ekki honum að kenna að Liverpool nýti ekki sýn færi.

 118. Við verðum bara að sætta okkur við að Liverpool er bara í besta falli miðlungs lið í þessari deild. Við erum með lélegt lið og við erum ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut á þessu tímabili. Við erum ekki að fara að komast í Meistaradeildina og við erum heldur ekki að fara að komast í Europa league. Ég verð hissa en við endum þetta timabil ofar en í 8 sæta og ég er ekki einu sinni viss um að við náum að enda ofar en 10 sætið. Við erum með ungan og óreyndan stjóra sem að hefur ekki hugmynd um hversu stórt og erfitt verkefni hann á fyrir höndum og það eru meiri líkur en minni að honum eigi ekki eftir að takast það. Við erum með steingelda eigendur sem gera ekki annað en að grenja um finacial fair play og rembast við að reyna að fara eftir því þó svo að það sé enginn annar að gera það. Þeir eru einnig að stilla stjóranum upp við vegg með þvi að láta hann selja til þessa að kaupa. Sem minnur um margt á stjórnartíð H&G þá þurfti Rafa alltaf að selja til þess að kaupa og þessi stefna endaði á því Alonso fór frá okkur og við fengu Auquilani í staðinn. Staðreyndin er bara sú að eins ömurlegt og það er þá snýst fótboltinn í dag um peninga og ekkert annað og ef þessir menn ætla ekki að eyða nóg af þeim til þess að koma okkur í meistardeildina þá eigum við bara eftir að halda áfram á þessum ömurlega stað í endalausum vonbrigðum. ÞEssir vitleysingar eru bara að reyna að stóla á eitthvað öskubusku ævintýri hjá Liverpool sem er ekkert að fara að gerast. Ég er nokkuð viss um það að fyrsta stig Liverpool á ekki eftir að koma í hús fyrr en einhverntímann í september.

 119. Er alltaf nýr reset button á hverju tímabili. Nýr þjálfari, nýjir leikmenn.. eða samt ekki. allir að læra leika saman upp á nýtt, nýtt leikkerfi, allir að sýna þolinmæði og gefa þessu tíma að byggja upp. Eyddum öllum þessum tíma í að “Byggja upp” með Kónginum og svo bara jæja byrjum upp á nýtt. meðan allir hinir eru bara að byggja ofan á sitt, bæta við styrk og upp á við. Ég sofnaði yfir WBA LFC .. og voru mörkin þá orðin þrjú þegar ég missti meðvitund.

 120. Sko….southampton komnir í 1-2 á móti City. Fleiri en LFC að kúka á sig, og City eru á heimavelli 🙂

 121. Gæti ekki næsta færla ykkar stjórnenda um leikmannakaup heitið “Another 48 hours“. Á fimmtudaginn var (16.08) sagðist Brendan að á næstu 48 tímum gæti eitthvað gerst í leikmannamálum Liverpool, ekkert hefur gerst ennþá þannig að eflaust erum við stuðningsmenn að horfa á another 48 hours. (tel ekki Oussama Assaidi með, lítið spennnandi dæmi þar á ferð).

 122. miðvarðarparið skeit upp á bak og eiga þetta skuldlaust. fyrirliðinn var ekki með…..vanmat kannski. Menn verða að sýna að menn eigi skilið að vera inná..Allen var yfirburðarmaður í gær og ætti að vera fyrsti maður á blað fyrir næsta leik en hverjir svo ???? það er erfitt val….suarez þarf víst 50 færi í leik til að skora eitt stk…það er of mikið. þurfum mann sem nýtir færin sín betur. Carrol á topinn og leyfa suarez að leika sér við hliðina á honum……

 123. Eg væri til i að fórn carroll ef þap þyddi að við gætum keypt Adam Johnson og Adebayor fyrir peningana sem við fengjum fyrir Carroll.

  Annars vantar okkur markaskorara og af hverju ekki allavega að reyna að fa Adebayor lanaðan? Hà laun en kannski eitthvað sem gæti nýst okkur mjog vel i vetur.

 124. Adebayor á samt við sama vandamál að stríða og Suarez, þarf endalaust af færum til að skora

 125. Okkur vantar menn sem skora mörk, eins mikið og eg þoli ekki Berbatov þa er það einn sem fæst odyrt og skilar 15-20 morkum pottþett. Mundi lika pirra man utd menn mikið ef við tækjum hann af þeim, mjog langsott en hugmynd

 126. Af hverju ekki að reyna við Cavani?

  Tveir félagar hans úr landsliði Úrúgvæ hjá Liverpool og svo er Napoli bara í Evrópudeildinni eins og Liverpool.

  Eða Huntelaar?

  Skorðaði ekki nema 37 mörk á síðustu leiktíð? (Reyndar er Schalke í meistaradeild)

  Málið er að við þurfum markaskorara upp á topp, einhvern sem hefur sannað sig í alvöru deild. Suarez á ekki að vera upp á topp, hann er vængframherji… Fínn að skapa færin en við þurfum ekkert að nefna hversu góður hann er að klára þau…

 127. Ástæðan fyrir því að Caroll fór ekki með rútunni er sú að hann er í viðræðum við Tottenham og er hann staddur núna í London að ræða hugsanleg félagaskipti. Menn eru að tala um 15 milljónir punda + leikmann já haldið ykkur fast það er G Santos mexicoinn fljúgandi sem að hefur verið þarna í nokkur ár verið lánaður í önnur lið og aldrei náð sér almennilega á skrið með neinu liði nema landsliðinu þar sem að hann hefur alltaf verið mjög góður. Þetta er mjög skrýtið ef að þetta er að gerast ég held að Santos sé ekki að bæta við gæðum í okkar liði hann var talin mjög efnilegur á sýnum tíma í Barcelona og voru menn spenntir þegar að Spurs keyptu hann en allir stjórar Redknapp-Jol-spánverjinn og Villar boas hafa ekki séð tækifæri til að nota dreng svona svipað og okkar mörgu stjórar gátu ekki notað Aquilani.

  Hvað finnst mönnum um þessu hugsanlegu skipti ?

  http://footyglobe.com/tottenham-eye-carroll-player-plus-cash-deal/1124

 128. 142

  Ef þetta reynist satt!!!!!!!!!!
  Sem getur bara ekki verið! menn geta ekki verið það vitlausir að senda Carroll til Spurs! og rétta þeim 4 sætið upp í hendurnar.

  Þá er eins gott að Messi sé að koma.

 129. Er með sjá youtube link á hann verð að játa að hann lookar mjög vel á mörgum myndböndum og er klárlega mjög hælileikaríkur leikmaður. Var fyrir vestann um árið og hitti hann Patrek Súnar þegar að Spurs keyptu hann og man ég að á þeim tíma var hann efstur á óskalista Patreks Súna og varð hann fyrir miklum vonbrigðum en ætti að gleðjast ef sagan er sönn.

  http://www.youtube.com/watch?v=MZRNTKyiTb8

 130. Úff hvað margir eru að fara á límingunum og það eftir einn leik.

 131. Eg væri bar til i lennon plus eitthvad af pening fyrir Carroll eða að fa tiu kulur og defoe…

  En ef carroll er að fara hlytur að koma markaskorari allavega einn… er ekki spenntur fyrir þessum Santos enda kemst hann ekki i lið tottenham og þa væntanlega engin ofurspilari. Annars þekki eg hann ekki neitt viðurkenni það.

 132. Ég er nú ekki einn af þeim sem hefur farið á límingunum hingað til en samt eru ákveðin atriði sem valda manni óþægindum…

  Steven Gerrard – Þorir Rodgers að henda honum á bekkinn eða út á kant ef hann heldur þessari spilamennsku og deyfð áfram?
  Luis Suarez – Þarf klárlega betri finisher fyrir framan sig og að vera hugsaður sem annar sóknarmaður/vængframherji. Hann dettur hvort eð er alltaf niður á móti boltanum og býr til eitthvað þaðan. Það þarf einhver að hanga uppi.
  Aðdráttaraflið – Eigum við eitthvað eftir? Það fer að verða afar ó-eftirsóknarvert að ganga til liðs við okkur ef upplitið á liðinu fer ekki að breytast. Sem virðist vera að sýna sig í þessum glugga.
  Vörnin – Veit ekki alveg hvað ég á að segja. Skrtel var voða fínn á síðustu leiktíð og allt það en mér finnst hann ekki vera með þetta. Svo hlítur að koma að því að Coates komist fram fyrir Carra í röðina.

  Það er kannski best að segja það aftur að þrátt fyrir þessa upptalningu þá er ég ekki að fara á límingunum. Sá marg jákvætt í þessum fyrsta leik en margt neikvætt líka. Rodgers á ærið verkefni fyrir höndum en ég hef trú á því að hann leysi þetta og við munum eflast hægt og rólega í vetur. Vandamálið er samt að ég held að það verði ekki nóg í 4. sætið. Vona það þó því ef það næst ekki er jafnvel von á enn meira róti í leikmannahópnum næsta sumar 🙂

 133. er hræddur um að gerrard sé ekki með þetta spurning að færa hann aftar á völlinn og leyfa lucas að komast í betra form… vill sjá suarez sem fyrirliða…. en held að þjálfarinn hafi ekki kjark í það

 134. Ég vil sjá Liverpool leggja ALLT kapp á að landa Adebayor frá City, þar er hörkuleikmaður sem er ekta sóknarmaður og hann kann að skora mörk og mig minnir að hann hafi lagt upp helling af mörkum í fyrra líka.
  Jú vissulega er hár launapakki en who cares við þurfum nauðsynlega að fá ekta sóknarmann.
  Suarez er meiri kantframherji sem skapar frekar en að klára þetta sjálur og ég held að Borini sé svoleiðis gaur líka.
  Það á eftir að verða fjandanum erfiðara að halda með Liverpool og byrjunin á eftir að verða hell. En YNWA og trúin verður að vera til staðar.

 135. Ef ekki verða keyptir að lágmarki 2 hágæða sóknarmenn þá spái ég því að við teljum okkur heppna að lenda i 8-9. Sæti

 136. Ein lausn við þessu öllu – Eyða 100 milljonum i 4-5 frábæra leikmenn og þá er liðið aftur orðið lið. Annars bara Rodgers out eftir þetta season og allt þetta ferli er komið aftur i gang og liðið heldur afram a sömu braut og verður orðið lið eins og everton og mun verða þannig.

  Afhverju var maður alinn upp til að halda með livverpool afhveju ekki Man U

 137. Núna er þetta slúður með CAroll + cash og santor orðið ansi hávært.
  Var að skoða spjallsíður í uk og þar fullyrða menn að þetta sé nánast klárt og geti verið tilkynnt seint í kvöld eða strax á morgun. Ef satt er þá er ég ekki sáttur held að hann Caroll eigi eftir að verða 20+ markamaður fyrir Spurs með sendingarnar frá Bale og lennon af köntunum og með Gylfa , van der vart og fleiri góða spilara í kringum sig. Caroll er þannig leikmaður að ég held að hann eigi eftir 12-14 ár góð eftir er algjört skrýmsli í teignum var bara óheppin hjá okkur og þarf að spila sig í gang eins og hann Crouch gerði hérna um árið hjá okkur. Sahin á leiðinni til Arsenal slæmt mál það var virkilega spenntur fyrir honum og nuna er bara spurning hvað gerist með A Johnson

  Vona að við kaupum A Johnson, Adebayor og einhvern góðan vinstri bakvörð væri ekki leiðiniegt að sjá Adam fara til Everton og kaupa L Beins af þeim greiða eitthvað á milli en ansi langsótt meira draumórar.

 138. Góðir hlutir gerast hægt segja þeir…

  Ég nenni samt anskotinn hafi það að bíða einhvað mikið lengi eftir að menn sem spila í treyjum undir nafni Liverpool FC drullist til að taka sig saman í andlitinu og sýna afhverju þeir eiga það skilið…að fá að spila lengur fyrir LFC!

  Tímabil eftir tímabil höfum við horft upp á LFC drulla upp á bak, mis mikið reyndar, helgi eftir helgi er maður með skottið á milli lappana í vinnuni eða í kringum vinina, með engar afsakanir, bara “jaaaa þeir voru lélegir…” Hálf ef ekki alveg þunglyndur í heila helvítis viku, djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu og það er bara 1 leikur búinn 🙂
  Út með þá leikmenn sem prumpa á varamannabekknum og drepa alla með fýlu, og þá sem geta ekki rassgat lengur í fótbolta (Cole)

  Áfram Liverpool, vinnum Skosku Hjörtun í næstu leik og svo Englandsmeistarana næstu helgi.

  YNWA!

 139. Èg skal hafa trú a goðri leiktið og jafnvel 4 sætinu ef við faum Adam Johnson og Adebayor i stað Carroll. Tottenham ætlar varla að fa bæði Carroll og Adebayor. Nuna þarf FSG að syna metnað og taka 2 alvoru leikmenn og roa okkur aðdaendurna. Að taka Adam Johnson og Adebayor væru tveir alvoru spilarar.

 140. Er ekki aðeins of snemmt að fara á taugum? Ég meina; einn leikur á útivelli og lífið er búið?

  Arsenal slapp með jafntefli á móti Sunderland.
  Tottenham tapar gegn Newcastle.
  Real Madrid slapp með jafntefli heima…o.s.frv.

  Eru það virkilega tíðindi að Brendan hefur verk að vinna? Hvenær fór vatn að renna upp í móti?

  Það er tvennt sem er algjörlega öruggt. Í fyrsta lagi er tími kraftaverkanna liðinn (þ.e. ef slíkur tími hefur þá verið nokkurn tímann verið til). Af því leiðir að til að ná árangri þarf að æfa, æfa, æfa og æfa síðan aðeins meira til að uppskera í keppni.

  Er ekki ágætt að við Púlarar viðurkennum að það síðarnefnda er okkar hlutskipti? Shorcuts eru aðeins í boði fyrir þá ríku.

  Ég var t.d. í veislu með félaga mínum í gær sem auðgaðist verulega á spákaupmennsku. Við erum/vorum báðir með smá bumbu enda er bjór góður og mjög mikill bjór mjög góður. Kappinn var hins vegar orðinn algjörlega bumbufrír eftir fitusog sem kostaði 750.00 kall. Ég þarf hins vegar að þræla mér í 1/2 maraþon og hlaupa eins og mófó til að reyna að vinna á nautnaspikinu.

  LFC – Chelsea/ManCity.

  Þetta tekur tíma og við verðum að sættast á það eða finna okkur sponsor!

 141. Síðan má benda á að hið ofursterka PSG er búið að gera 2 jafntefli í fyrstu 2 leikjum sínum í Frakklandi. Þannig að það er kanski hægt að koma til baka. Koma svo áfram Liverpool!

 142. Mancino buin að staðfesta að þeir seu til i að leyfa Adam Johnson að fara. Nu krefst eg þess að okkar menn vinni einu sinni hratt og tryggi ser þjonustu hans a næstu 1-2 dögum.

  Nu verður spennandi að vakna i fyrramalið og eg ætla að vona að nú loksins komi eitthvað jakvætt og að við fàum þennann frabæra leikmann. Hamm fæst segir sluðrið a 8-14 milljonir og hann er ekki a ofurlaunum. Kaupa hann a 12 kulur og 70 kall a viku i laun hljomar eins og draumur i min eyru…..

 143. Adam Johnson er góður í fótbolta, en samkvæmt því sem ég heyri á hann ekki einfalt með að einbeita sér að íþróttinni og lífsstíll hans mun vera það sem City hefur átt erfiðast með að lagfæra í hans fari. Tel heimildirnar góðar og vona innilega að annað tveggja sé í gangi, annað hvort sé kauði búinn að taka sig á í djamminu eða hann er tilbúinn að gera það með liðsflutningum.

  Tottenham bauð í Andy Carroll á sínum tíma, sagt að þeir hafi hætt í 25 milljónum þegar þeim var ljóst að hann vildi fara til Merseyside. Þeir ætla ekki að borga Adebayour það sem hann vill og því ekki ólíklegt að slúðrið hafi farið af stað í gær, enda ekki margir öruggir miðlar enn að birta þá frétt.

  Tólf dagar eftir af glugganum, mun ekki sakna lokunnar hans…viðurkenni það!

 144. Það gagnast Liverpool ekkert að benda á hvað önnur lið eru að gera, að Real hafi gert jafntefli við sterkt lið Valencia hjálpar okkur ekkert frekar en það hjálpar okkur að Paris St. Germain fari hægt af stað í frönsku.

  Sú staðreynd að Liverpool hafi tapað 3-0 í leik sem allir vissu hvað væri mikilvægur hlítur að vera áhyggjuefni. Þessi leikur var mikilvægur vegna næstu leikja og einnig vegna þess að við erum vonandi ennþá að reyna að trekkja að gæða knattspyrnumenn. Síðast en ekki síst vegna þess hvernig við stuðningsmenn bregðumst við mótlæti.

  Eins og það hljómar nú klisjukennt, þá verðum við bara að hætta að hugsa um þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.

  Vonandi losum við okkur við menn eins og Cole og janfvel Carroll, og Rodgers fái inn sína menn sem fyrst. Allen var jú ekkert slæmur miðað við að hafa verið leikmaður Liverpool í aðeins nokkra daga. Og Borini hefur litið vel út.

  Áfram Rodger´s Liverpool !!!

 145. Maggi eg hef aldrei heyrt þetta um Adam Johnson en rengi ekki orð þin enda segistu hafa goðar heimildir. En kaupa hann takk, hefur alltaf litið vel it þegar hann fær tækifæri hja city og ætti að smellpassa inni lið Rodgers.

  Hafliðason, mer fannst Borini næst lelegastur hja okkar liði i gær, einungis fyrirliðinn var verri enda mætti sa maður ekkert i leikinn eda allavega ekki hausinn a honum

 146. Ég hef engar áhyggjur af þessu við tökum þetta 4 sæti punktur.

 147. Burtséð frá persónulegum vandamálum Adam Johnson, (sem ég tek mjög vel trúanlegar og hef ekki ástæðu til annars m.v. það sem Maggi hefur talað um) er hann þá svona spennandi leikmaður og það sem vantar hjá okkur? Hann kemst ekki í liðið hjá City, við höfum mjög lítið séð hann spila undanfarin ár og ef ég man rétt var hann svolítið “nýr” Downing, reyndar á þeim tíma sem SD var að spila vel hjá Villa.

  Útiloka alls ekki að hann komi sínum ferli aftur á skrið og þetta er góður leikmaður en landi Liverpool honum óttast ég að fá sömu tilfinningu og þegar við fengum Joe Cole, átti að vera rosa stórt nafn en hafði ekki gert rassgat í lengri tíma og gat/getur ekki neitt, löngu kominn yfir sitt besta.

  Johnson er auðvitað með aldurinn með sér og ekki kominn yfir sitt besta endilega en ég óttast að þessi strákur verði ekki mikið meira en hann er í dag.

  Djöfull skal ég glaður éta þessar efasemdir ofan í mig komi Johnson til okkar og stendur sig vel 🙂

 148. Ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik með Aquilani innanborðs…og Gylfa

 149. Johnson hefur bara ekki hausinn skrúfaðan rétt á, latur og myndi líklega ekki nýtast í hápressuna þar sem ég hef ekki oft séð hann nenna að vinna boltann. Sammála þér Babu með að þetta væru frekar önnur Joe Cole kaup, en ekki SD kaup, sá maður hefur alltaf verið miðlungs leikmaður, en Johnson ekki alveg fengið sénsinn til að geta kallast það, strax..

 150. Hvernig væri að Liverpool myndi hætta að spá í því að vera alltaf að versla þessa Englendinga (Breta)???

  Engin tilviljun að landsliðið getur ekki neitt…

  Erum með nógu marga “uppalda á Englandi” í liðinu hvort sem er… Reynum frekar við hæfileikana á Spáni, Frakklandi eða Guðmávitahvar!

 151. Æi, má ekki setja inn nýja færslu á forsíðuna? Opinn þráð eða bara eitthvað allt annað en þetta…

 152. Það er ekki, og hefur aldrei verið neitt leindarmál að okkur vantar fleiri framherja. Það eru þrír framherjar í líðinu okkar eins og er, og Andy gæti verið á leiðinni út. Þrír.

  Það er náttúrulega engin breidd, og eins og liðið spilaði í gær öskraði allt á betri finisher. Eins og við vitum allir, og hefur komið framm í þessum þræði, eins og mörgum öðrum, er Suárez enginn fremsti maður. Hann er ótrúlegur í að byggja upp, en að skora er eins og er ekki sterka hliðin hanns. Hann var reyndar keyptur í það, en eitthvað breittist við flutningin frá Hollandi til Englands.

  Við þurfum nýjan og betri framherja og það núna.

 153. Svei mér þá en maður bíður bara spenntur eftir næsta leik. Lengi lifi Liverpoolveikin.

 154. It’s a marathon, not a sprint” is a cliché because it’s true. The season is for Kiprotich, not Bolt.Merkilegt en tom hefur alveg rétt fyrir sér þarna.

 155. Fyrst byrjað er að vitna í pistil Paul Tomkins á opinberu síðunni er rétt að benda á athyglisverða tölfræðipunkta sem þar koma fram. Á 55 mín, þegar Agger var rekinn út af, hafði Liverpool átt 333 heppnaðar sendingar af 372 (tæp 90% heppnaðar) en WBA 135 af 183 (tæp 74% heppnaðar), sem sagt 2,5 sinnum fleiri heppnaðar sendingar en WBA. Auk þess hafði liðið (Suarez) átt slatta af ágætum færum sem hefðu einhver dottið inn á öðrum degi. WBA hafði hins vegar lítið gert annað en skora ótrúlegt grísamark sem sennilega yrði ekki endurtekið þó gaurinn fengi 100 tilraunir, en erfitt var að verjast. Það var því fjarri lagi sem sagt var í kynningu á brotum úr leiknum á Stöð2 að WBA hafi ráðið lögum og lofum í leiknum, Liverpool voru líklegri til að skora allt fram að brottrekstrinum (fyrir utan þetta ótrúlega mark). Með 11 á móti 11 allan tímann er engin ástæða til að halda annað en að liðið hefði fengið eitthvað út úr leiknum, en við brottreksturinn snerist leikurinn hins vegar auðvitað heimamönnum í hag og heppnin var heldur ekki með okkar mönnum (s.s. í seinni vítaspyrnudómnum). Það má því ekki leggjast í eitthvert þunglyndi út af þessum fyrsta leik, þó hann hafi farið verr en vonast var til (og verr en gangur leiksins sagði til um).

Byrjunarliðið gegn W.B.A.

Opinn þráður – Mánudagur