WBA á morgun

Mikið lifandis skelfing er langt síðan maður skrifaði síðast “…á morgun”. Loksins, loksins, loksins er deildin að hefjast á ný. Ég verð að viðurkenna það að ég hef persónulega nánast kúplað mig algjörlega út úr flestu tengdu fótbolta núna í sumar, bara rétt skrunað yfir helstu fréttir, sleppt því að taka þátt í djúpum umræðum á netinu og reynt að stilla væntingar mínar í takt við skásta hitastig á veturnar, eða bara núll. Maður hefur oft gantast með það að sumarið sé tíminn, sér í lagi hjá okkur stuðningsmönnum Liverpool FC. Þá getum við horft björtum augum til næsta tímabils og við með jafn mörg stig og efsta liðið. Þannig halda væntingarnar áfram að vera í toppi, allt þar til að nóvember birtist og maður byrjar að hlakka til næsta sumars. Auðvitað er þetta fyrst og fremst eitthvað sem maður hendir fram í gríni, en því miður hefur verið talsverð alvara í því líka…svona innst inni.

Ekki núna, nei ekki núna. Núna held ég að við stuðningsmenn séum algjörlega fullkomlega á jörðu niðri. Nýr stjóri, leikmenn, þjálfarar og spilastíll. Tiki Taka, Siki Saka, Miki Maka, gefum þessu hvaða nafn sem er, held að Þolin Mæði sé það sem flestir eru búnir að stimpla inn á þessum tímapunkti. Maður er bara afar bjartur á þessum tímapunkti, ekki bjartur á að liðið sé að fara að keppa um titilinn, heldur bjartur á framtíðina. Framtíðin er jú ekki bara næstu 9 mánuðir. Við eigum nefninlega framtíð, spyrjið stuðningsmenn Glasgow Rangers eða Portsmouth út í framtíðina. Við vorum c.a. hálfu klofnum ku**uhári frá því að vera í þeirri stöðu. Nei, við erum ekki þar lengur, við erum búin að vera að bæta við liðið okkar, engin stórbrotin bæting, en engu að síður bæting. Nokkrir hátt launaðir leikmenn, komnir á efri árin, farnir. Í stað þeirra eru komnir ungir leikmenn, á lægri launum og ekki jafn mikil vissa um. Vonandi eru menn ekki hættir, en ég er allavega tilbúinn til að gefa þessu séns.

Næst ætti ég að fara yfir það hvernig WBA hafi staðið sig í deildinni, hverjir séu búnir að skora mörkin og hvað beri að varast. Surprise, surprise, ég ætla ekki að gera það, enda hafa þeir ekki skorað eitt einasta mark í deildinni og ekki fengið á sig neitt heldur. Er það sterk vörn eða bara léleg sókn? Nei, hvorugt, þetta er fyrsti leikurinn í deildinni hjá báðum liðum, það hefði verið kraftaverki líkast ef eitthvað annað hefði verið uppi á teningnum. Damn hvað það er gaman að vera svona skelfilega fyndinn í upphafi tímabils.

En að alvöru málsins, leikurinn á morgun. Undirbúningstímabilið hefur að mínu mati verið bara ágætt. Maður sá ryðgaða leikmenn mæta til leiks, reyndar mis ryðgaða, en margt gott líka. Það sem við erum þó að sjá er ákveðinn stíll, nýr stíll. Það sem ég er ánægðastur með er hápressan sem Brendan er staðráðinn í að innleiða hjá liðinu. Það mun taka tíma að koma öllum mönnum inn á það plan, það krefst þess líka að sumir leikmenn munu ekki taka þátt í því aðlögunarferli, bara því að þeir geta það ekki. Þannig verður það bara að vera og ég veit að það hvílir mikill þungi á æfingum núna og menn munu þurfa að berjast all svaðalega fyrir því að fá alvöru hlutverk í liðinu í vetur.

WBA er ágætis lið, en ég held því miður að sá frábæri þjálfari, Steve Clarke, muni eiga erfitt uppdráttar með sitt fyrsta verkefni sem “stjóri” með stóru S-i. Það er himinn og haf á milli þess að vera góður þjálfari og að vera góður stjóri. Ég vona svo sannarlega að honum eigi eftir að vegna vel (eftir leikinn á morgun), en ég hef ekki mikla trú á honum. WBA er með ágætis mannskap, ættu að vera nokkuð lausir við falldrauginn, en það er stórt stórra högga á milli.

Það sem manni sýnist með Brendan Rodgers er að honum komi ekki mikið við hvernig liði hann er að fara að mæta. Hann vill að liðið sitt spili sitt kerfi og þá skiptir litlu máli hverjir mótherjarnir eru. Það er auðvitað ákveðinn hroki, en þú verður að hafa ákveðinn hroka til að ná á toppinn. Því held ég að leikkerfið í vetur verði nokkuð fastmótað, en ég held að það verði þó ekki auðvelt að ráða fram úr því hverjir skipa þessar stöður í liðinu. Þetta verður þó tilraun til að giska á liðið.

Að sjálfsögðu mun Reina standa í markinu, það þarf ekkert að ræða það neitt frekar, enda að mínum dómi besti markvörður deildarinnar, þrátt fyrir að eiga sitt slakasta tímabil síðast (á ekki annað slíkt). Glen Johnson hefur litið vel út í æfingaleikjunum og mun fitta vel inn í nýja planið, sem og Enrique hinum megin. Miðvarðarparið er svo hið sama og liggur maður á bæn með að 1. september líði hjá án þess að breyting verði þar á. Lucas er svo kominn aftur og hann er (ásamt Reina) fyrsti maður á blað þegar kemur að því að stilla upp liðinu. En hver byrjar við hlið hans á morgun? Ef Joe Allen væri búinn að taka þátt í leikjum okkar, þá væri þetta engin spurning. Í mínum huga þá er þetta spurning um Shelvey eða Henderson. Adam spilar ekki þessa stöðu og ég bara trúi ekki að Spearing verði stillt þarna upp. Ég ætla að giska á að Henderson verði látinn byrja þarna. Gerrard verður svo þar fyrir framan, með Downing hægra megin í kantframherjanum, Borini vinstra megin og Luis uppi á topp.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Lucas – Gerrard – Henderson

Downing – Suárez – Borini

Það verður seint sagt að byrjun tímabilsins sé létt, við byrjum á útileik og fyrstu þrír heimaleikirnir okkar geta ekki verið sverari; Man.City, ManYoo og Arsenal. Það væri því algjörlega hrikalega ferlega mikilvægt að byrja á að næla í þrjú stig gegn WBA. Þetta verður langt því frá að vera létt, en ég hef tröllatrú á þessu og held að við náum að hala inn stigin þrjú með þolinmæði og þrautsegju, sem mun gefa tóninn fyrir tímabilið. Luis kallinn er sjóðheitur eftir Ólympíuleikana og mun gera varnarmenn andstæðinganna algjörlega áttavillta, setja eitt sjálfur og leggja annað upp fyrir Gerrard. Eigum við ekki að segja bara 1-2.

Ég get ekki beðið, let’s get the party started.

57 Comments

  1. Hello, i would like to say that i am starting tomorrow and i am much better than Lucas leiva. Bye

  2. Flott fyrsta upphitun vetrarins og ég er nokkuð sammála með byrjunarliðið en er þó alveg 50/50 á Henderson/Shelvey. Ef slaki brandarinn í kommentinu fyrir ofan rætist mun ég gráta úr mér augun!

    1-3 er mín spá!

  3. Stórt like á þessa upphitun. SSteinn búinn að safna að sér bröndurum og notar þá alla við fyrsta tækifæri. 🙂

    Og já, Spearing er alltaf að fara að byrja á kostnað Lucas. Einmitt.

  4. Plís, ekkert slúður í uphitunarþræði eða leikskýrslur.. Annars vona ég að Joe Allen muni byrja. Ég vill meina að með tilkomu Allen verði liðið töluvert fljótara að ná að spila þann bolta sem að Rodgers vill. Spái sama liði nema Joe Allen fyrir Henderson Ég veit ekki af hverju, en ég held að Downing eigi eftar að detta í gang í vetur og mun hann og Suarez setja sitthvort í 0-2 sigri.

  5. Liverpool tekur þetta og ég held að þetta verði liðið , fyrir utan Allen verður inná þar sem hann á að fá að spila svo hann komist inn í þetta sem fyrst enda erfiðir leikir framundan 🙂 Takk fyrir góða síðu og að taka vel á bullskrifi og dónaskap .

  6. 0-3 sigur, Daniel Agger með skalla eftir hornspyrnu á 16. mínútu, Gerrard (víti) á 78. mínútu og Borini með mark af stuttu færi á 88. mínútu.

  7. Takk fyrir klassaupphitun og nú fer ballið að byrja loksins.
    Ég var að lesa viðtalið við Sjelvey á opinberu síðunni og hann sagðist vera ánægður með þessa pressu sem liðið á að spila og hann segir að Rodgers leggi það upp að liðið eigi að vera búið að ná boltanum innan 6 sek eftir að missa boltann 🙂 Það er greinilegt að það á ekki að leyfa hinu liðinu að hafa boltann í þessar 90 + mín.
    Ég er ekki viss um að Allen fái að byrja þennan leik en vonandi fær hann einhverjar mín til þess að komast inní þetta og ég er sammála byrjunarliðinu nema ég held að Shelvey verði þarna á kostnað Hendo.

    mín spá er 1-3

  8. Glæsileg upphitun hjá þér Steini. Langri bið er loksins að ljúka !
    Að byrja tímabilið með Lucas og Gerrard er hrikalega traustvekjandi og lofar góðu.
    Ég spái 0-3 og Suarez með þrennu !

  9. Ó mæ lórd hvað minn pungur er orðinn vel loðinn og fullur tilhlökkunar fyrir komandi átök. Mín spá 1-2, Suarez brýtur ísinn með mark af stuttu færi, Skrtel setur höfuðkúpuna í tuðruna og klárar leikinn fyrir okkur <3 one love

  10. Flott upphitun og var það sérstakur hápunktur þegar ég las þetta fyrir neðan. Þessi var það lélegur að maður hló pínu yfir honum. 😉

    Næst ætti ég að fara yfir það hvernig WBA hafi staðið sig í deildinni, hverjir séu búnir að skora mörkin og hvað beri að varast. Surprise, surprise, ég ætla ekki að gera það, enda hafa þeir ekki skorað eitt einasta mark í deildinni og ekki fengið á sig neitt heldur. Er það sterk vörn eða bara léleg sókn? Nei, hvorugt, þetta er fyrsti leikurinn í deildinni hjá báðum liðum, það hefði verið kraftaverki líkast ef eitthvað annað hefði verið uppi á teningnum. Damn hvað það er gaman að vera svona skelfilega fyndinn í upphafi tímabils.

    Bara einn dagur enn……

  11. 1-3 suarez setur 2 og Gerrard 1 .

    En flott upphitun, steini verdur með rett lið eða kannski munar einum manni, gæti verið að Shelvey eða Allen verdi inni fyrir Henderson en alls ekki víst. En sammála því að við verðum að byrja a 3 stigum fyrir næstu leiki og vonandi naum við öruggum sigri.

  12. Ohhhhhh þetta er svo æðislegt góð upphitun fyrir frábæra helgi, þeas fótboltahelgin mikla er að byrja. En ég vona samt svo heitt og innilega að hvernig sem morgundagurinn fer að menn með svartsýnisbölið byrji nú ekki strax að heimta afsögn og sölu og jari jari jari jari…… 🙂 tökum þessu með jafnaðargeði kælt með dass af þolinmæði (ég kæli það með kaldan á kantinum)…. alltaf gaman að fá svona aulahúmor í fyrstu upphitun, samanber Comment nr 2…

    Come on guy´s

    YNWA.

  13. Frábær upphitun og núna fer ballið að byrja 🙂

    Held líka að BR noti Joe Allen strax enda var hann fjarstýringin hans hjá Swansea.

    Hversu yndislegt er að sjá Gerrard og Lucas þarna saman á miðjunni? Bið til Guðs að þeir verði heilir í allan vetur.

    0-2. Suarez og Borini.

  14. Jeessss!!
    Thad er sol uti og fuglarnir syngja, eg spai thessu 1-3 (lendum 1-0 undir) Suarez, Downing og Gerrard med morkin.

    COME ON YOU REDS! YNWA

  15. Takk fyrir flotta upphitun og takk enn og aftur til síðuhaldara fyrir að halda þessu gangandi! Klárlega besta íslenska aðdáendasíðan, og þótt víðar væri leitað.

    YNWA

  16. Menn reyta bara af sér brandarana, og ég sem hélt að SSteinn væri húmorslaus 🙂 Flott upphitun og ég held að þú félagi sért ekkert ýkja langt frá uppstillingu BR, annað myndi koma verulega á óvart. Ég er með báðar fætur á jörðinni og hef líklegast aldrei verið eins rólegur fyrir tímabili hjá Liverpool. Auðvitað er maður alltaf með einhverja bjartsýni en hjá mér liggur hún aðallega í því að Liverpool muni spila skemmtilegan fótbolta og skila sér í viðundandi stöðu í deildinni í lok tímabils. En ég er spenntur og ætla að njóta þess að horfa á fótbolta í vetur en ekki svekkja mig þegar illa gengur því við skulum alveg horfast í augu við það að Liverpool er ekkert að fara að berjast um titla og það munu koma slæmir kaflar. Áfram strákar YNWA!

  17. Takk fyrir frábæran pistil. Það gleður mitt litla Liverpoolhjarta að það sé loksins komin leiktími ég hef beðið og beðið frá því síðasta deildarleik lauk. Mér finnst framtíðin hjá Liverpool vera ansi björt við verðum ekki meistarar á þessari leiktíð en í framtíðinni er það eitthvað sem kemur vel til greina.

    Nú ætla ég að taka svartsýnisrausið og klára það fyrir veturinn. Mér finnst varabúningurinn okkar ljótur….ég er búin að sitja hér við tölvuna og upphugsa eitthvað neittkvætt við liðið mitt og finn bara þetta eina…

    Að sjálfsögðu spái ég sigri okkar manna og að Gylfi Sig skori sjálfsmark.

    Þangað til næst
    YNWA

  18. já, ég er ánægður með þessa upphitun, og ótrúlega er það gott að vita að lífið sé að byrja aftur á morgun. Ég er nokkuð sammála með liðið, en er samt ekki mikið fyrir að hafa Downing hægra megin. Ég hugsa að Allen fái nokkrar mínútur í seinni hálfleik, og sama með Shelvey. Spáin mín er svo 3-1, Borini fer á kostum í sínum fyrsta leik og skorar eitt og leggur upp annað fyrir Suárez, sem leggur svo upp síðasta markið fyrir Gerrard.

  19. Sigmar nr 20 – Borini er búinn að spila leik fyrir LFC og skoraði í þokkabót….

  20. Ég get ekki haldið í mér lengur og ætla bara að sleppa mér. Guðsgjöfin Liverpool mun kjöldraga WBA, og það mun verða til þess að peningarliðið City mun skjálfa yfir því að þurfa að mæta okkur í næsta deildarleik. Svo held ég að þetta verði stöngin inn á þessu tímabili (en ekki stöngin út eins og á því síðasta) Svo er ég 100% viss um að við munum ná meistaradeildarsæti á þessu tímabili. Ég veit að við erum brenndir á svona yfirlýsingum en mér er drullu sama, ég ætla að þenja brjóstkassann og segja við suðningsmenn liðs skrattans grjót haldiði k….i

    We are back, let’s bring it on!!!

  21. Held að Joe Allen starti frekar en Henderson. Þetta verður þægilegur 2-0 sigur þar sem Suarez og Agger skora mörkin. Joe Allen mun spila þennan leik mjög vel og á m.a. skot í slá !

    Later
    DaðiÓlafssen Fylkis og Liverpool maður #1

  22. Ég verð aðeins að opna mig fyrir fyrsta deildarleik tímabilsins. Ég verð að segja að ég hef ekki verið svona spenntur fyrir upphafi tímabilsins síðan að Rafa var við stjórnvölinn. Hafði enga trú á Hodgson (skiljanlega) og fannst King Kenny vera með úrelta nálgun á þessari flóknu en samt svo einföldu íþrótt, fótboltanum.

    Mér finnst Rodgers virka mjög sannfærandi, er með skýra stefnu og augljóst að hann lives and breaths football, rétt eins og Rafa gerði. Ég var mikill stuðningsmaður Rafa, var sorgmæddur þegar hann var látinn fara, tel að innanhúsmálin hafi eyðilagt margt fyrir klúbbnum á hans lokatímabili.

    Eftir komu Rodgers í sumar hefði maður viljað sjá leikmannamálin ganga eilítið hraðar fyrir sig, en ég er nokkuð sáttur með þá sem eru komnir inn. Þurfum samt einn þrusukantara til viðbótar og trúi því að okkar maður komi með bombu fyrir lok gluggans.

    Varðandi leikinn á morgun, þá hef ég mjög góða tilfinningu fyrir honum, finnst liðið hafa verið stigvaxandi frá fyrsta æfingaleik og maður sá hápressuna í blússandi formi á móti Gomel. Held að þetta verði erfiður leikur, en tökum þetta 2-0 með mörkum frá fyrirliðanum og Suarez. Koma svo drengir!!!!

  23. 2-1 sigur fyrir okkar mönnum. Borini og Suarez með mörkin og fáum ljótt mark á okkur úr föstu leikatriði. Það sem mun gera okkur erfiðara fyrir er að Clarke þekkir leikmennina okkar út og inn þeirra veikleika og styrkleika og getur unnið svolítið út frá því.

    En við munum samt vinna þetta nokkuð örruglega þar sem við verðum með boltann 55-60% og hápressum vel. Clarke og félagar verða með vörnina djúpt niðri og ég held að það henti okkur ágætlega á meðan við erum að læra inn á kerfið hjá BR.Tímabilið að hefjast og spennan og eftirvæntingin mikil og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur.

  24. Þetta leggst vel í mig. Spái þessu 1-0 og Agger skorar með skalla eftir hornspyrnu.

    Langar að benda aftur á þá ósk mína og margra annarra að þið setjið efst í hverja upphitun, staðsetningu, dag og tíma bara svona til einföldunar.

    Annars er þetta bara allt alveg yndislegt.

  25. Ekki hefði ég nú viljað sjá Ferdinand fara í bann fyrir það sem hann gerði.

  26. Samkvæmt fotbolta net og fleiri miðlum er Gaston Ramirez á leiðinni til Southampton á 12 millur, ef að það er eitthvað sannleikskorn í þessum fréttum þá er ég illa svekktur.
    Þetta er frábær leikmaður og það er ferlegt að hugsa til þess að LFC sé ekki með í kapphlaupinum um að fá þennan dreng.

  27. Það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Henderson byrjaði. Ég er að bíða eftir að hann setji hann á sölulista eins og Adam og Carroll.
    Ég hef meiri trú á BR en það að hann spili Henderson eftir að hafa lítið notað hann á undirbúningstímabilinu og réttilega.

  28. 35 ósammála því Helgi, vona að Henderson byrji á morgun og fái tækifæri til að sýna sig; hef fulla trú á drengnum :). Vona og tel að Allen eigi eftir að reynast okkur vel, en Hendersen er málið á morgun, Allen kemur svo inn í seinni hálfleik.

    En er ekkert að detta inn staðfesting á Sahin ?, F5 takkinn fer alveg að gefa sig !

  29. Vinnum 5-0. Kominn tími á að byrja tímabilið í 1. umferð með 3. stigum og góðri markatölu. En ekki á einhverju jafntefli.
    Mörkin koma frá Suarez (3) , Gerrard og Skrtel með sitt markið hvor.

    YNWA!!!

  30. Menn hérna virðast vera bjartsýnir sem er gott og ég er það nú reyndar líka, en það virðist vera einhver regla hjá þessu liði að gera í brók þegar allir eru svona bjartsýnir. Þess vegna ætla ég að taka það að mér að vera gaurinn sem spáir 1-1 jafntefli, segjum bara Suarez og Odemwingie með mörkin.

    Ætla samt að segja að við vinnum tvo og gerum eitt jafntefli í leikjunum á móti manu, manc og ars.

  31. Sterling i hop samkvaemt honum a twitter, vonandi faer hann einhverjar minutur

  32. Loksins byrjar þetta aftur. Nýtt tímabil og ég er í þetta skiptið frekar bjartsýnn. Yfir sumarið að fá ekki að horfa á leiki með Liverpool um hverja helgi fær mig alltaf til að muna línuna frá Ladda í Magnús: “Ég vil bara að allt verði eins og það hefur alltaf verið”.

    Ég sé að margir skrifa um þolinmæði. Ef að þetta tímabil verður tómt klúður þá held ég að Liverpool muni missa uppistöðuna í liðinu (Reina, Suarez, Agger og jafnvel Lucas). Þá munum við öll þurfa að horfa á eftir okkar bestu leikmönnum eins og blindi maðurinn í Young Frankenstein.

    “Wait. Where are you going? I was going to make Espresso.”

  33. Hér virkilega áhugaverð og góð grein um Nýja Leikmann Liverpool:
    http://afootballreport.com/post/29625492786/youve-probably-not-heard-of-him-but-liverpools-new
    Þetta er það sem hann lýsti hvernig leikmaður Assaidi er:

    Technically sound Assaidi is comfortable across the forward line but is most potent on the flanks where his intelligence and craft is put to good use. Like many traditional Dutch wingers, former teammate Luciano Narsingh being one, Assaidi has the wherewithal and eye for goal. He can equally produce damage drifting from the left flank and cutting onto his stronger right foot just as he can be creative and deliver from the right.

    Týpa af leikmanninn sem Liverpool þurfti að fá og það væri virkilega gaman ef hann fær nokkra mínutur ámóti West Brom.

  34. Þetta er tímabilið sem Carra skorar. Ekki skorað síðan 2008. 2012 er hans tími fyrir framan markið!

  35. Tony Barrett heldur því fram að Pep Segura sé hættur hjá Liverpool, gríðarlega slæmar fréttir ef þetta er rétt 🙁

  36. Þetta verður frábær leikur á morgun hjá okkar mönnum.
    Þeir eru pump up to it strákarnir í liðinu og þeir vita að fleiri eru að fara að detta inn.
    BR er með’etta. WBA verða afgreiddir en svo verða nokkrir verulega upplýsandi leikir í kjörfarið. Anfield með rauðu netunum mun ríða baggamuninn.

    YNWA

  37. Búinn að melta WBA brandarann í allann dag, hann er svo líkamlega vondur að hanner góður og lyftir þessari upphitun á jafnvel ennþá hærra plan.

    SSteinn er með það lið sem ég held að sé lang líklegasta byrjunarlið morgundagsins og það sama og ég myndi stilla upp nema Allen sé tilbúinn í slaginn.

    Fyrir þá sem vilja veðja á leikina eða geta ekki fylgst með á morgun þá fer þessi umferð svona:
    Arsenal v Sunderland 1-1
    Margir nýjir hjá Nöllurum og Sunderland verða klárir í bátana.

    Everton v Manchester United 1-3
    Persie byrjar með látum og skorar 2 mörk og Rooney eitt mark. Hversu viðbjóðslegt er annars að sjá RIP hjá United, utter utter uber cunt. Jafnvel verra en þegar hann var hjá Arsenal og shit hljóta þeir að vera kátir með þetta.

    Fulham v Norwich City 1-0
    Munnurinn á Jol fer út automatic fýlusvip (skeifu) í beint strik í smá stund (6 sek).

    Manchester City v Southampton 1-1
    Sanniði til

    Newcastle United v Tottenham Hotspur 2-2
    Leikur umferðarinnar, Gylfi skorar og leggur upp eitt en Cisse og Ba setja mörk Newcastle

    Queens Park Rangers v Swansea City 1-1
    Laudrup nær í stig í fyrsta leik.

    Reading v Stoke City 2-0
    Þeir taka þetta á alvöru fótbolta

    West Bromwich Albion v Liverpool 1-3
    Held að það sé ágæt stemming í kringum Liverpool liðið núna og þeir taki þennan leik með stæl.

    West Ham United v Aston Villa 0-0
    Who cares

    Wigan Athletic v Chelsea 0-2
    Torres skilar sínu í fantasy

  38. Þetta vídjó er nett gæsa!!!
    djöfull allt að skella á!
    Youll Never Walk Alone!

  39. Þetta er bara ein hindrunin af mörgum í átt að tittlinum okkar.
    Þessi leikur fer 3-0 fyrir okkur og luiz þaggar niður í united mönnum með þeirra kaup á persie með þrennu !

  40. Mig langar svo að horfa á leikinn á netinu, getur einhver sagt mér hvernig ég geri það ? Þarf ég að downloada einhverju ?

    Áfram Liverpool !

  41. Aaaahhh… erum við ekkert að grínast með þetta video. Nú verður restin af deginum ennþá lengur að líða!

  42. Sigurður Örn @52

    Mér hefur reynst best að nota þessa síðu hér að neðan.

    http://www.wiziwig.tv/competition.php?part=sports&competitionid=2&discipline=football

    Leikir sem notast við “Sopcast” eru venjulega í bestu gæðunum og stöðugt streymi.

    http://sopcast.com/download/

    Ef “Bloodzeed” er að streyma leik þá er hann með mjög góð gæði og enskann þul. Sérð það í lista á wiziwig.tv hverjir eru að streyma leikjunum.

    Gangi þér vel.

  43. Sigurður Örn,, first row sports er ágætis linkur og þar er hægt að sjá allt, en tökum þetta í dag og næstu daga, við erum með drullu gott lið. 🙂

  44. Byrjunarliðið komið: Liverpool: Reina, Johnson, Kelly, Agger, Skrtel, Lucas, Allen, Gerrard, Downing, Borini, Suarez. Subs: Jones, Adam, Henderson, Shelvey, Carroll, Carragher, Cole.

Oussama Assaidi til Liverpool! Bíddu, hver?

Spá Kop.is – fyrri hluti