Nýjir leikmenn og vangaveltur fyrir tímabilið

Væntingar fyrir þetta tímabil eru ansi svipaðar og þær voru fyrir síðasta tímabil ef maður ber saman færslur og podcast þætti fyrir síðasta tímabil. Aquilani er búinn að vera í umræðunni og er svo farinn til Ítalíu, væntingar til Downing eru þó nokkrar og væntingar þess efnis að ein stór leikmannakaup séu í bígerð eru ennþá á lífi. Fyrir síðasta tímabil var Maggi að vonast eftir Aguero típu og í dag er það Munain. Vonum að eftir þetta tímabil verði Liverpool komið nær því að geta keppt um slíka leikmenn aftur.

Engu að síður hefur ansi margt breyst milli ára rétt eins og fyrir síðasta tímabil. Fimm leikmenn hafa yfirgefið sviðið, Aquilani sagan er loksins búin og því ber að fagna, Aurelio sagan er líka búin og það er gott að við séum ekki enn eitt árið að treysta eitthvað á hann. Hvorugan þarf að leysa af eitthvað sérstaklega enda skiluðu þeir engu til Liverpool í fyrra. Dirk Kuyt hefur skilað sínu til Liverpool og vel það og var kominn á tíma. Craig Bellamy er kominn á aldur og fer heim til Cardiff í deild fyrir neðan og skilur við Liverpool í mjög góðu. Maxi Rodriguez fór síðan einnig heim til sín og á ekkert annað en virðingu skilið frá Liverpool mönnum. Allt menn með stóra launasamninga og ekki líklegir til að skila vinnu í samræmi við það næsta tímabil.

Tveir leikmenn hafa komið í staðin sem hafa ekki verið á mála hjá Liverpool áður auk þess sem Joe Cole virðist (ennþá) vera inni í myndinni. Að því leiti er hópurinn nokkurnvegin á sléttu núna m.v. hóp síðasta árs. Frá þessari viku fyrir ári síðan fram að lokum leikmannagluggans gengu tveir leikmenn til liðs við Liverpool, Jose Enrique og Seb Coates. Brendan Rodgers talar ítrekað um hann vonist eftir 2-3 nýjum leikmönnum fyrir lok gluggans er því óhætt að búast við meiru frá Liverpool á leikmannamarkaðnum núna næstu tvær vikurnar. Svolítið háð því hvort einhver verður seldur á móti sem er ekki í myndinni alveg eins og staðan er akkurat núna þó einhver óvissa sé með Agger, Carroll og ég vil meina Cole.

Nýr þjálfari byrjar á því að leita til þeirra sem hann þekkir best og er það engin nýlunda og það ætti ekki að koma á óvart að fyrstu þrír leikmennirnir sem við vitum að Rodgers sýni áhuga séu allt fyrrum lærisveinar hans. Gylfa söguna þekkjum við vel, hann var spennandi kostur þar sem hann var á lausu fyrir góðan pening en ekki ómissandi púsl í spilið meðan Gerrard spilar sömu stöðu á vellinum. Hinir tveir eru búnir að skrifa undir hjá Liverpool og mikil áhersla var lögð á að fá. Aðrir sem orðaðir eru við liðið núna koma heldur ekki á óvart, Tello sem er ungur og alinn upp hjá Barcelona er mjög líklega í vinnslu, Sahin sem gerði garðin frægan hjá Dormund er líklega líka á radar hjá Liverpool en ólíklegur þar sem önnur lið eru einnig með í þeirri baráttu. Auk þessara er Dempsey líklega inn í myndinni og ég útiloka ekki að það séu 1-2 nöfn sem við vitum ekkert um. Hef nákvæmlega enga trú á einhverjum Munain klassa kaupum núna og held að Rodgers sé nú þegar með þá leikmenn sem hann lagði mesta áherslu á að fá þó auðvitað vilji hann bæta enn meira við. Ætla aðeins að fara yfir feril Allen og Borini og kosti þeirra sem leikmenn hjá Liverpool.

Joseph Michael Allen
Stuðningsmenn Liverpool höfðu flestir líklega aldrei heyrt talað um Joe Allen fyrir síðasta tímabil þó flestir hafi vitað mjög vel hver þetta var eftir tímabilið. Góð spilamennska hans kemur þeim sem fylgst hafa með honum lengur en þetta eina ár hinsvegar lítið á óvart enda er þessi Velski landsliðsaður fyrir löngu orðið eitt mesta efni sinnar þjóðar. Allen er fæddur árið 1990 í Carmarthen í heimalandi sínu en hefur verið á mála hjá Swansea síðan hann var 9 ára gamall. Rétt um 16 ára aldurinn fór hann að komast á bekkinn hjá aðalliðinu og komst 17 ára í U21 árs landsliðið þar sem hann spilaði m.a. með Aaron Ramsey hjá Arsenal. Roberto Martinez þáverandi stjóri Swansea gaf Allen síðan tækifæri í loka leik tímabilsins 2006/07 er hann fékk að koma inná í 6-3 tapi gegn Blackpool en Swansea missti af sæti í úrslitakeppni 1.deildar með þeim ósigri.Allen fékk þriggja ára samning fyrir næsta tímabil og spilaði mjög vel í æfingaleikjum og deildarbikarnum það ár en Swansea komst upp um deild í það skipti. Samkeppnin um stöður var mikil fyrir tímabilið 2008/09 og var Allen sendur á láni til Wrexham þar sem hann spilaði tvo leiki áður en hann meiddist og fór aftur heim. Hann fékk séns í upphafi árs 2009 vegna meiðsla í liði Swansea og var valinn maður leiksins í fyrsta leik. Hann skoraði sitt fyrsta mark í apríl 2009 gegn erkifjendunum í Cardiff og fékk annan þriggja ár samning að því tímabili loknu.

Mikil meiðsli sett strik í reikninginn hjá Allen 2009/10 en hann fór beint í byrjunarliðið hjá Brendan Rodgers á nýju tímabili 2010/11 og hefur verið algjör lykilmaður hjá þeim síðan og skrifaði m.a. undir nýjan 4 ára samning eftir að liðið komst upp í úrvalsdeild. Sá samningur innihélt klásúlu um að taka þyrfti tilboði frá einhverjum af stóru liðunum.

Maður þarf ekki að vera lærður njósnari til þess að finna út af hverju Joe Allen passar gríðarlega vel inn í hugmyndafræði Rodgers og einnig þá sem FSG vilja innleiða hjá klúbbnum. Þessi 22 ára strákur sem hefur 130 leikja reynslu með Swansea og 8 landsleiki er með getu til að verða stórt nafn á allra næstu árum. Fái hann traust undir stjóra sem þekkir hann vel og spilar fótbolta sem hentar honum verða kaupin á honum ennþá meira spennandi.

Einhversstaðar sá ég samlíkingu milli Allen og Alonso sem er auðvitað alls ekki eitthvað sem við skulum búa okkur undir en eins og Swansea var í gríni kallað Barcelona þeirra Veilsverja þá hefur Joe Allen verið kallaður Xavi þeirra Veilsverja. Höfum það alveg á hreinu að hann er ekkert á leveli við Alonso eða Xavi, ekki ennþá a.m.k. en að líkja hans spilastíl við Xavi gefur kannski ágæta mynd af honum sem miðjumanni.

Sendingageta hans er á pari við þá allra bestu í Evrópu, a.m.k. ef skoðað er hlutfall heppnaðra sendinga. Á síðasta tímabili var hann að spila með nýliðum Swansea og var að skila 91,2% sendingagetu og hafið í huga að hann var alltaf í boltanum. Það er fáránlegt! Höfum það þó alveg í huga að hann er að ná þessu með því að senda einfaldar sendingar og skýrir það kannski aðeins frekar Xavi samlíkinguna heldur en Alonso. Hann er gríðarlega góður að finna bestu sendinguna og hentar frábærlega í lið sem spilar sig út úr vandræðum.

Vinnusemi er annar lykilkostur við Allen en hann er í Dirk Kuyt skalanum þar. Hann er alltaf á ferðinni hvort sem það er til að bjóða sig fyrir sendingar, draga varnarmenn úr stöðu eða til að vinna boltann aftur. Tiki-taka byggist að miklu leyti á að vera alltaf með boltann og pressa eins og brjálæðingar um leið og hann tapast. Allen er alinn upp við þessa tegund fótbolta og vinnusemin skilar sér frábærlega hvað þetta varðar. Að sjá hann og Lucas saman á miðjunni að vinna boltann hátt uppi með Gerrard og Suarez fyrir framan sig gæti orðið helvíti spennandi svo maður noti aðeins frönskuna.

Nýtt leikkerfi er það sem þetta snýst allt um þessa dagana á Anfield og Allen ætti að flýta mjög fyrir Rodgers að koma sínum hugmyndum að því ekki bara hefur hann spilað undir stjórn Rodgers sl. 2 ár og lært hans hugmyndafræði upp á 10 þá var hann hjá Swansea sem var byrjað að leggja áherslu á þessa tegund knattspyrnu áður en Rodgers tók við liðinu. M.ö.o. Allen þekkir líklega lítið annað sem er meira en flestir leikmenn Liverpool í dag geta sagt utan kannski helst markmannsins okkar.

Þessir þrír lykilkostir ofan á aldurinn skýra líklega að mjög miklu leyti verðmiðann á honum. Þetta er ekki svo ósvipað og með Henderson sem kom fyrir svipaðan verðmiða með ekki svo ósvipaða kosti. Hann er ekki stórstjarna núna en ætlar þú að leggja pening undir að eftir 2-5 ár verði hann (eða Henderson) ekkert búinn að þróast sem leikmaður? Ég þori því ekki a.m.k. og hvað þá með þá undir stjórn þessa þjálfara.

Eitthvað vissu þjálfarar Liverpool og Braselíu meira en óþolinmóðir stuðningsmenn þegar Lucas var á svipuðu reiki. Rétt eins og á vonandi við nú, sérstaklega í tilviki Henderson.  Talandi um Henderson þá gæti ég trúað því að þeir tveir verði að berjast um sömu stöðuna í vetur að einhverju leyti þó Allen sé klárlega líklegri til að hafa stærra hlutverkið í upphafi móts. Annarhvor þeirra með Lucas og Gerrard er kraftmikil og öflug miðja og mun meira spennandi en við höfum haft undanfarið. Hjá Swansea spilaði Allen á milli djúpa miðjumannsins (Britton / Lucas) og sóknartengiliðsins (Gylfi / Gerrard) en hjálpaði báðum mikið, einskonar box to box leikmaður þó ekki beint eins og t.d. Gerrard skilgreindi þá stöðu. Hann er líka sá sem ber boltann upp ef svæði opnast fyrir framan hann og því vissulega einskonar leikstjórnandi eða sá leikmaður sem hvað helst stjórnar tempóinu.

Það er auðvitað ekki hægt að festa neinn miðjumann við ákveðna stöðu og flestir geta þeir spilað nokkur hlutverk. Eins og tippa á þetta erum við samt að fara skipta sex miðjumönnum niður á þrjár stöður (sjö ef við bætum Shelvey við). Lucas er aftasti miðjumaður og Spearing er varaskeifa fyrir hann. Allen sé ég á miðjunni og Henderson ætti að passar í það hlutverk líka. Framliggjandi miðjumenn væru þá Gerrard og Adam. Svona vona ég a.m.k. að þetta sé hugsað í grunninn og lýst vel á.

Við vorum ekkert að kaupa Xavi og stillum væntingum alveg í hóf. En afskrifið þennan leikmann alls ekki heldur og leyfum Rodgers og FSG algjörlega að njóta vafans varðandi verðmiðann á honum. Ég man mjög vel þegar Benitez var við stýrið hjá Liverpool sí tuðandi yfir því að fá ekki þetta örlitla sem uppá vantaði til að kaupa leikmenn einmitt eins og Joe Allen. Því hafið það alveg í huga að Xabi Alonso var ekkert stærra nafn þegar hann kom til Liverpool og kostaði samt töluvert þegar hann kom.  Hann fór hinsvegar sem heimsfræg súperstjarna á þreföldu verði

Fabio Borini
Hinn nýji leikmaðurinn okkar er Fabio Borini, strákur sem er ári yngri en Allen, fæddur 1991 en hefur þekkt Rodgers lengur og virðir jafnvel meira. Borini gekk til liðs við Bologna 10 ára gamall en það er hans lið á Ítalíu rétt eins og pabba hans. Hann fór aðeins 16 ára til Chelsea og var orðinn lykilmaður í varaliðinu ári seinna þar sem hann skoraði 10 mörk í 11 varaliðsleikjum. Þar var hann undir stjórn Rodgers í fyrsta skipti.

Carlo Ancelotti hafi mjög mikið álit á landa sínum og fór að hafa hann með í aðalliðshópnum af og til árið 2009. Hann var nokkrum sinnum varamaður og spilaði í deildarbikarnum og fékk meira að segja að spreyta sig gegn AOPEL í meistaradeildinni. Hann meiddist í desember það ár og var frá í þó nokkurn tíma. Hann náði ekki að vinna sæti í aðalliðinu árið eftir en var fyrirliði varaliðsins það ár og skoraði m.a. fimm mörk í stöðunni 0-3 gegn WBA í leik sem endaði 5-4.

Brendan Rodgers nýtti sér stöðu Borini hjá Chelsea og fékk hann á láni til sín í Swansea í mars árið 2011. Hjá Swansea blómstraði Borini í þeim 9 leikjum sem hann spilaði, skoraði 6 mörk og fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem gulltryggði Swansea sætið í efstu deild, en eins og flestir vita fór Swansea upp um deild eftir umspil á Wembley.

Eftir lánsdvölina hjá Swansea kom upp úr krafsinu að Borini hafði skrifað undir 5 ára samning við Parma áður en hann fór á láni og fór því aldrei aftur til Chelsea. Ítalska kerfið heldur fast í chaos kenda staðalímyndina og Borini spilaði í raun aldrei fyrir Parma heldur fór þess í stað á láni til Roma á lokadegi félagsskiptagluggans. Þar skrifaði hann undir 1+4 ára samning sem virkar ekki ósvipað því sem við gerðum með Aquilani. Hann fer á láni í eitt ár en Roma hafði möguleika á að kaupa hann og þá tæki 4 ára samningurinn gildi. Borini byrjaði mjög vel hjá Roma og var keyptur í janúar þannig að hann var þá í sameiginlegri eigu Parma og Roma sem sendi Okaka á láni til Parma í staðin. Roma kepyti síðan Borni á blindu uppboði milli félaganna þann 23 júní sl.…nei ég skil ekki heldur hvernig þetta virkar nákvæmlega þarna á Ítalíu og mér er skítsama um að hvernig þetta vikar meðan við erum búin að fá Borini og losa okkur við Aquilani.

Það sem ég veit er að Liverpool keypti hann svo strax frá Roma á rúmlega 10m pund við litla hrifningu stuðningsmanna Roma sem líkaði mjög vel við þennan vinnusama og ástríðufulla sóknarmann sem 20 ára skoraði 9 mörk í 24 leikjum.

Eins og Joe Allen hefur Borini spilað með öllum landsliðum Ítalíu og var í hópi Ítala á EM í sumar þannig að nafnið Fabio Borini er ekkert nýjar fréttir á Ítalíu. Uppgangur Borini er reyndar magnaður og ljóst að Rodgers hefur mjög mikla trú á honum. Hann er ef eitthvað er minna þekktur heldur en Allen og með um 100 leikjum færra á ferilsskránni. Reynsla hans af meistaraflokks bolta á Englandi er aðallega þessir þrír mánuðir hjá Swansea og svo auðvitað á hann á Ítalíu 24 leiki með Roma í Seria A sem er heilmikil reynsla. Hann er ekki í hópi hjá Ítölum að ástæðulausu og það er mjög mikill kostur m.v. sögu Ítala á Englandi að hann sé í raun alinn upp fótboltalega séð á Englandi og tali tungumálið vel. Verðmiðinn er að mörgum talinn vera hár fyrir óreyndan og óþekktan leikmann en á móti er hægt að horfa á þetta sem kaup á 21 árs ítölskum landsliðsmanni, slíkt gæti eftir nokkur ár talist vera þjófnaður fyrir 10m pund.

Joe Allen er í raun ekki kominn sem beint replacement fyrir neinn sérstakann af þeim sem eru farnir en það er mjög erfitt að sjá Borini ekki sem yngri, hraðari og meira spennandi útgáfu af Dirk Kuyt þó vissulega hafi hann ekki nálægt því sannað sig eins rækilega í fótboltanum og Hollendingurinn hefur gert á löngum ferli og búi því eðlilega enganvegin yfir sömu reynslu. Rodgers er ekkert voðalega upptekinn af reynslu ef út í það er farið.

Rodgers hafði þetta að segja um Borini:

He is arguably the best physical player I’ve worked with in terms of his pace, power and fitness. Mentally, he’s very strong. We’ve got a player who is on the up and someone who I think Liverpool will benefit from.

M.ö.o. nákvæmlega það sem FSG lofaði okkur að þeir myndu leggja pening í og hafa verið að gera. Ungur leikmaður á uppleið og á barmi þess að skapa sér nafn í fótboltanum fyrir leikmann á niðurleið. Eins og Allen passar Borini vel inn í tiki-taka hugmyndafræðina að því leyti að hann tilbúinn í að pressa andstæðinginn um leið og liðið missir boltann. Hann hefur það að óreyndu fram yfir Kuyt að hann fljótari og ætti því að komast í færi og geta tekið varnarmenn meira á heldur en Kuyt gerði. Báðir eru þeir góðir slúttarar og ætti Borini að geta stóraukið hættu okkar manna fyrir framan markið frá síðasta tímabili. Hann er ekkert tækniundur frekar en Kuyt en gefur rúmlega 100% í hvern leik og getur leyst allar stöður í framlínunni. Hann hefur síðan það augljósa kost með Allen að hann þekkir hugmyndir þjálfarans mjög vel og hefur unnið með honum áður og gengið vel í bæði skiptin. Það auðveldar Rodgers mjög að koma sínum hugmyndum að hjá aðalliðinu. Kaup á leikmönnum sem þjálfari treystir og hefur unnið með áður skýrir að hluta ástæðu þess að þjálfarar leyta jafnan fyrst til  leikmanna sem þeir þekkja. Vonandi þíðir þetta að Borini og Allen þurfi ekki allt tímabilið til að aðlagast og fái strax hlutverk sem þeir þekkja upp á hár annað en kannski var uppi á teningnum hjá Henderson, Carroll, Adam og Enrique í fyrra?

Glasið góða er auðvitað hálffullt og ég sé enga ástæðu til annars þegar ég er að fjalla um þessa nýju leikmenn Liverpool, þeir fá svo sannarlega að njóta vafans hjá mér og verðmiðinn veldur mér nákvæmlega engum áhyggjum, þvert á móti raunar.

Það er erfitt að hugsa sér Liverpool í sömu stöðu og það lenti í hefði Benitez fengið FSG sem eigendur 2007, menn sem styðja við kaup á ungum og efnilegum leikmönnum sem hafa ekki sprungið út ennþá en gætu verið mjög nálægt því. Eigendur sem vilja alveg taka sénsinn og borga smá yfirverð ef þess þarf meðan launin eru hófleg. Það eru öll lið að leyta að svona Alonso leikmönnum, eða Ronaldo, Anelka, Vieira, Henry eða hvað sem þið viljið kalla það. Jafnvel Torres passar þarna undir. En það hafa ekki öll lið eigendur sem vilja taka sénsinn á að borga það sem þarf til að fá þá þegar þeim gengur illa eða eru ekki búnir að sanna sig.

Liverpool hefur ekki verið með í toppbaráttunni undanfarin ár vegna þess að við höfðum ekki eigendur sem höfðu vit á því, getuna til þess og hvað þá áhuga á leggja aðeins extra í til að fá þá sem þjálfarinn var að fá á Melwood í bílförmum aðeins til að sjá svo blómstra annarsstaðar 1-2 árum seinna og tvöfaldast í verði. Jafnvel þó að Benitez hafi byrjað eigendatíð kúrekana (sama ár)  með kaupum á mönnum eins og Torres, Mascherano og Lucas sem allir kostuðu sitt en ruku upp í virði. (Agger, Reina og Alonso geta alveg átt heima í þessum hópi líka).

FSG keypti Andy Carroll fyrir metfé og vill nú selja hann að ósk nýs þjálfarateymis og það auðvitað með töluverðu tapi. Það hefur nákvæmlega ekkert dregið úr vilja þeirra til að kaupa áfram unga leikmenn og borga það sem þarf til að fá þá og því fagna ég og mér finnst það spennandi. Það er talað um að leikmannakaup síðasta tímabils hafi orðið til þess að Comolli og Dalglish voru reknir, líklega er mikið til í því. En það er auðvitað beintengt við að þeir náðu ekki því út úr hópnum sem vonast hafði verið eftir, það átti ekkert bara við um nýju leikmennina og allir hafa þeir möguleika á að bæta sig töluvert og allir hafa þeir ennþá aldurinn í liði með sér. Ef Carroll verður seldur er ekki hægt að horfa á hann sem annað en mjög mikið flopp en það er gott að hann dragi ekki allann kjark úr FSG. (Langar btw. alls ekki að missa hann frá Liverpool).

Mínar væntingar eru þær að núna strax á þessu tímabili verði Liverpool komið með miklu miklu verðmætari hóp en við höfum verið með sl. ár og þegar (ekki ef) við loks náum í meistaradeildina verðum við með lið á mjög góðum aldri til að láta strax til okkar taka þar. Það er krafan. Rodgers fær tíma til að byggja upp þetta lið en ef hann er Hodgson lélegur fær hann að fara og ef hann tekur eins vonlaust run eftir áramót og Dalglish tók þá lendir hann líka í veseni.

Liverpool var með þriðja versta árangur allra liða  í deildinni eftir áramót og það er tölfærði sem eigendurnir sjá og setja alvarleg spurningamerki við. Stemmingin á Anfield var líka óásættanleg enda í beinu samhengi við gengið í deildinni sem sá aðeins skammarlega fimm heimasigra. Við getum talið til alla þá þætti sem orsökuðu þetta, meiðsli, stangarskot, klúðruð víti, misheppnuð leikmannakaup, óheppni bara name it, það og lokastaðan í deildinni er ástæða þess að Dalglish var látinn fara ásamt Comolli og leitað var að alveg nýjum og ferskum hugmyndum. Þjálfara sem vill vinna með ungum leikmönnum og nær miklu úr þeim.

Eitt af því fyrsta sem Brendan Rodgers talaði um þegar hann tók við var að gera Anfield að óvinnandi vígi aftur og höfðaði til aðdáenda að skapa eins ógurlega stemmingu og þeir mögulega gætu. Það er smá Shankly í honum í viðtölum og enn sem komið er fyrir mína parta er það mikið í lagi.

„Talk the talk“ er búið og Rodgers er góður í því, „walk the walk“ er erfiði parturinn en ég hefur mikla trú á Rodgers þar líka.

Það er ekkert víst að þetta klikki.
Babu

ATH: Vinsamlega vandið ummæli og hafið þau í samræmi við reglur síðunnar (http://www.kop.is/reglur/). Minna um neikvæða sleggjudóma í örstuttu máli og meira um innihaldsrík, fræðandi og velrökstudd ummæli. Hækkum aðeins standardinn.

80 Comments

  1. Góður og fræðandi pistill.

    Eitt sem má ekki gleymast er að eigendurnir ætla sér að gera rekstur félagsins heilbrigðan. Ekki síst vegna þess að félagið verður að fara eftir nýju Financial Fair Play reglurnum. Ég læt hér pistil fylgja með sem að útskýrir þetta ágætlega.

    http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2012/08/13/3303407/what-is-financial-fair-play-and-how-will-uefa-enforce-it-on

    Liverpool uppfyllir ekki reglurnar núna.Félagið þarf að auka tekjur sínar eða draga saman kostnaðinn til að uppfyllla þær. PSG, Juventus, MC og Chelski eru með ,,sugardaddy” eigendur sem að verða að hlíta þessum reglum en það þýðir ekki að þeir megi ekki setja peninga inn í félögin. Það er líka hægt að fara ýmsar ,,krókaleiðir” til fela tapið og það verður örugglega gert hjá þessum félögum.

    Síðan á eftir að koma í ljós hvað UEFA gerir til að fylgja reglunum eftir. Verður það gert af alvöru þegar á hólminn er komið?

    Arsenal uppfyllir reglurnar og er í mjög góðri stöðu. Það félag sem er væntanlega í bestri stöðu sökum gríðarlegra tekna og mikils hagnaðar fyrir fjármagnsliði eru ,,vinir” okkar í MU.

    Það sem háir þeim eru gríðarlegar skuldir og kostnaðurinn við að fjármagna þær eru 47 milljónir punda á ári en á undanförnum áratugum hafa þeir náð gríðarlegum árangri í markaðssetningu út um heim og það skilar sér í gríðarlegum tekjum.

    Ég skil þess vegna þegar að verið er að reyna ná í Dempsey og leikmenn frá Asíu það hljálpar til að gera Liverpool að stærsta félagi í heimi sem er nausynlegt til að keppa við erkifjendurna. Ég verð jafnvel að viðurkenna að það geti verið réttlætanlegt að selja besta varnarmann félagsins fyrir 27 milljónir! Ég verð að viðurkenna að ég tek út fyrir að hugsa um það.

    Jafn leiðinlegt og það er að fjalla um þennan þátt mála í sambandi við fótbolta þá er það nauðsynlegt.

  2. Já Babu, glasið þitt er hálffullt. En góður pistill engu að síður.

    Mitt glas er bara hálft, ég er ekkert sérlega sáttur við leikmannakaup sumarsins. Þessir tveir eru ágætir kandídatar og vonandi verða kaup ársins betri en í fyrra.

    Mér finnst, líkt og í fyrra, þegar settur var inn pistill um snilldarkaup þess sumars, menn vera einum of bjartsýnir. Ég veit að verið er að stilla væntingum í hóf en staðreyndin er sú að leikmannahópurinn er alls ekki sterkari en hann var í fyrra. Í sjálfu sér má segja að fjórir nýir leikmenn séu komnir í aðalliðshópinn, Cole, Borini, Allen og hugsanlega Sterling. Enginn þessara, utan hugsanlega Allen, getur gert kröfu á að komast í byrjunarliðið og ef t.d. Borini gerir það, þá er ekki eins og hann sé einhver gríðarleg styrking frá góðum tímabilum Dirk Kuyt. Semsagt: liðið hefur ekki styrkst.

    Salan á Agger mun síðan veikja liðið enn meira til skamms tíma en vissulega hefur hann verið mikið meiddur og til langs tíma er þetta mjög skiljanleg, en algjörlega köld, viðskiptaleg ákvörðun. Vonandi verður hann þó ekki seldur.

    Ef liðið á að taka framförum frá því í fyrra er alveg ljóst að það vantar meiri sköpun fram á við. Báðir kantarnir eru enn frekar veikir og breiddin í senterstöðunni er ekkert sérstök, ég tala nú ekki um ef Carroll fer.

    Ef Suarez, Gerrard og Lucas meiðast á einhverjum tímapunktum í vetur, sem er alls ekkert ólíklegt, hrynur leikur liðsins. Varamenn þessara manna, Adam, Spearing og líklega Borini eða Cole, eru ekki í stakk búnir til að halda liðinu gangandi, halda miðju og skapa færi og pláss fyrir félaga sína.

    Ergo: Við erum enn langt frá meistaradeildarsæti hvað varðar leikmannahópinn. Við erum á svipuðum slóðum og í fyrra, sama hvað Brendan Rodgers segir. Vissulega ætti að vera hægt að ná meiru út úr mannskapnum en Dalglish gerði en staðreyndin er samt sú að Man U, Man C, Chelsea, Arsenal og Tottenham eru öll með nokkuð sterkari leikmannahópa en við og mun meiri breidd. Þess vegna held ég að 5. sætið yrði mjög góður árangur, en 6.-7. sæti líklegra.

    Því miður…

  3. Afsakið tvípóstinn…

    En til að fara aðeins yfir hópinn þá eru þeir leikmenn sem mest verða notaðir eftirfarandi:

    Reina.

    Johnson, Kelly, Skrtel, Agger, Coates eða Carragher, Enrique.

    Lucas, Allen, Henderson, Gerrard, Shelvey

    Suarez, Borini, Downing, Carroll.

    Inn í þennan hóp vantar amk. 2 sterka sóknarmenn og vinstri bakvörð til að liðið sé samkeppnisfært í 4.sætið.

  4. Ívar Örn kemur manni niður á jörðina aftur eftir þennan frábæra pistil Babu.

  5. Ég verð að byrja á því að segja takk fyrir frábæran pistil eins og venjulega hérna, þvílíkur lúxus að komast að svona spjallborði alltaf hreint.

    Ég ætlaði fyrir þetta tímabil að stilla mínum væntingum í hóf enda eins og flestir hérna búinn að brenna mig í mörg ár á óhóflegur væntingum sem fjara oftast út um áramótin eða þar um bil.
    En það er eitthvað í Brendan Rodgers sem fær mig til þess að trúa því að þarna séum við komnir með þjálfara sem að veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hvað hann vill. Hann kemur mjög vel út í öllum viðtölum og spilamennskan hjá liðinu so far fær mig til þess að verða bjartsýnni en ég ætti kannski að vera.

    Einnig held ég að þessir menn sem stóðu sig svo illa í fyrra að þeir voru nánast afsrkifaðir eins og skuldirnar hjá bankamönnunum muni koma okkar á óvart og rísa upp. Menn eins og Downing getur ekki spilað svona illa 2 leiktíðir í röð enda alls ekki slæmur leikmaður og Henderson mun alveg örugglega ekki verða notaður sem handónýtur kantmaður leik eftir leik heldur fá sýna bestu stöðu á miðjum vellinum.

    Suarez fær svo vonandi frið frá united og fær að spila alla þá leiki sem hann hefur tök á og ég held að við fáum að sjá gríðarlega hungraðan Suarez þetta tímabil og með Borini sér við hlið sem að hleypur ekki minna þá hef ég trú á þessu.

    Pælið í því það eru ekki nema 4 dagar í fyrsta deildarleikinn.

  6. Allt gott og blessað með að vera ekki með óhóflega bjartsýni, en:

    Enginn þessara, utan hugsanlega Allen, getur gert kröfu á að komast í
    byrjunarliðið og ef t.d. Borini gerir það, þá er ekki eins og hann sé
    einhver gríðarleg styrking frá góðum tímabilum Dirk Kuyt. Semsagt:
    liðið hefur ekki styrkst.

    Ósanngjarnt að miða við bestu tímabil D.Kuyt að mínu mati, þar sem Borini er sennilega bæting frá því sem Kuyt sýndi af sér í fyrra, ef ekki stór bæting.

    Ef Suarez, Gerrard og Lucas meiðast á einhverjum tímapunktum í vetur,
    sem er alls ekkert ólíklegt, hrynur leikur liðsins. Varamenn þessara
    manna, Adam, Spearing og líklega Borini eða Cole, eru ekki í stakk
    búnir til að halda liðinu gangandi, halda miðju og skapa færi og pláss
    fyrir félaga sína.

    Sleggjudómar verða ekki stærri en þetta. Höfum í huga að eftir tíma hjá Blackpool var C.Adam að gera góða hluti, meðal annars að gjörsamlega slátra Liverpool í báðum leikjum. Slæmt síðasta tímabil þarf ekki að þýða að hann verði lélegur út ferilinn. Með Spearing og Cole: OK, ég er ekkert að deyja úr bjartsýni sjálfur, en eru ekki fleiri leikmenn í þessum hóp sem geta komið inn fyrir þessa sem þú telur upp? Hefur ekki verið talað um að við eigum efnilega leikmenn sem bíða eftir að springa út?

    Nú er ég ekkert að segja að hægt sé að gera kröfu um stóra hluti og snilldar bolta frá byrjun tímabils. Hófsamt raunsæi er alveg nauðsynlegt fyrir Liverpool-aðdáendur um þessar mundir þar sem liðið er greinilega í talsverðri uppbyggingu hvað varðar flesta hluti í klúbbnum. ´

    Óhófleg gagnrýni og svartsýni er hins vegar alveg jafnhættuleg eins og hinn póllinn, þar sem þessi stöðuga eitur-umræða dregur hægt og hægt máttinn úr stuðningsmönnum. Flestir viljum við sjá lið okkar vinna og þegar það gerist ekki verðum við sárir og fúlir. Það gerir engum gagn að byrja tímabilið á einhverjum drunga og fýlu af því að þeirra hugmyndir um hvað klúbburinn ætti að gera hefur ekki verið framfylgt. Þannig hugarfar smitar út frá sér og ælist út á internetið í einhverri múgæsingu, og heldur áfram að smitast út í stuðningsmannahópinn þar til neikvæðnin og kaldhæðnin er orðin slík að það er orðið eitrað epli að ganga til liðs við klúbbinn. Enginn leikmaður fær meira en 5 leiki til að vera brilliant, annars er hann fæðingarhálfviti sem ætti að halda sig heima hjá sér.

    Höfum þetta í huga: Við vitum miklu minna um fótbolta en starfsfólk og leikmenn Liverpool. Punktur. E.t.v. eru undantekningar á þessari reglu, en þær eru ekki margar. Við getum haft skoðanir á uppstillingum, hugmyndafræði, frammistöðu o.s.frv. en við höfum sáralitlar forsendur til að dæma um það fyrirfram hvernig hver leikmaður á eftir að standa sig á næsta tímabili. Jú, þessi leikmaður hefur meiri gæði en þessi, en hinn gefur meira af sér. Þessi er fljótari, en þessi hefur meiri fótboltagreind. Það er ýmislegt hægt að skoða og dæma, en það er ekki illmögulegt spá fyrir um hver eigi eftir að floppa og hver eigi eftir að toppa.

    Hættum þess vegna að slengja fram hugmyndum um að þessi eigi ekki eftir að gera þetta og þessi ekki eftir að gera hitt. Það er í mesta lagi íhuguð ágiskun, en samt bara ágiskun.

    Ég miða þessu ekki sérstaklega til þín Ívar Örn þó ég vitni í þig í upphafi. Þetta var bara kveikjan að því að mig langaði til að tjá mig um þessa neikvæðu umræðu sem hefur farið hamförum meðal stuðningsmanna Liverpool síðustu ár.

    Áfram Liverpool. Við fögnum meistaratitlinum saman þó síðar verði, en vonum að það verði fyrr en síðar. YNWA!

  7. Ég held að þessi vetur verði notaður til að spila liðið saman, sjá hverja er hægt að nota áfram og markmiðið sé að halda sér í evrópukeppni. Ég held að flestir leikmannanna eigi að geta spilað betur en þeir gerðu á síðustu leiktíð og eftir eitt til tvö ár verðum við komnir með hóp sem blandar sér í baráttuna um meistaratitilinn. Þangað til verðum við bara að bíða þolinmóðir.

  8. siggi:

    Sleggjudómar eru yfirleitt órökstuddir, ég tel mig rökstyðja mitt mál þokkalega amk. Pointið varðandi það kemur kannski ekki nógu skýrt fram en vandinn er að þessir lykilmenn okkar eru svo langtum framar þeim sem koma inn fyrir þá að þegar einhver þessara þriggja (mætti svosem bæta Skrtel, Agger og Reina við það) dettur út verður liðið einfaldlega mun slakara.

    Það er alveg rétt hjá þér, það má alveg passa sig á neikvæðri umræðu og það er mjög stutt á milli neikvæðni og málefnalegrar gagnrýni og þess að sjá hlutina í “réttu ljósi”. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós.

  9. Fínn pistill meistari Babú með glasið hálffullt, sem er að sjálfsögðu flott upplegg í leiktímabilið sem framundan er.

    Á sama hátt vitum við væntanlega öll að FSG eru ekki “sugar-daddy” eigendur sem munu eyða skrilljónum í liðið. Fyrir þennan glugga er nettóeyðsla þeirra í leikmannakaupum 15 milljónir punda en auðvitað ber að horfa til þess að verið er að lækka launakostnað sem gleymist alltof oft.

    Þessi nettóeyðsla er í raun í anda þess sem var á meðan að David Moores átti félagið og þeir sem muna eftir umræðunni í kringum þá sölu var að Rafa vildi fá leikmenn til að keppa við Chelsea og United. Það gerðist einu sinni, sumarið 2007 en síðan þá höfum við ekki fengið spennandi glugga. Torres, Lucas, Babel, Masch og Benayoun fyrir þá sem hafa gleymt því dásemdarsumri.

    Síðustu þrjú ár hefur raðárangur liðsins verið sá lélegasti síðan uppúr 1950. Hjá þremur stjórum. Hvert haust er sama umræða. Hvert einasta. Nýir leikmenn eiga að styrkja liðið og við eigum að keppa um CL. Ég get alveg verið sammála því að Borini og Allen eru spennandi kostir. En þeir hafa leikið samtals eitt og hálft tímabil í efstu deild. Það er bara ekki hægt að líta framhjá því. Ekki frekar en þegar talað er um þátttöku Borini á EM sem merkilega staðreynd en á sama tíma ekki minnst á þátttöku Carroll.

    Borini er Kuyt-týpa og vonandi upgrade frá því sem við sáum í fyrra. Hins vegar verðum við svo að vona að hann taki enn stærra skref á næstu árum. Joe Allen er spennandi playmaker en það má heldur ekki fara að reikna með því að hann sleppi við “second season syndrom” frekar en aðrir hafa oft lent í áður, en við getum vonað auðvitað og eigum að gera það.

    Þegar ég talaði um Aguero í fyrra og tala um Muniain núna er það af þeirri einu ástæðu að til að gera starf knattspyrnustjóra Liverpool í raunveruleikanum léttara þá vill ég sjá leikmann / leikmenn sem munu vinna leiki, ekki bara einn heldur fleiri. Það voru klárlega kaupin sem vantaði í fyrra og enn sem komið er vantar þau í sumar.

    Í fyrrahaust og fram í nóvember var allt á pari. Gerrard vantaði vissulega en aðrir stigu upp. Við afskrifum hér ansi hratt framlag Bellamy sem var frábær á þessum tíma og bjargaði stigum og vann leiki. Eins og Suarez sem svo datt heldur betur úr gírnum af ömurlegum ástæðum sem ég nenni ekki að rifja upp. Ef Gerrard meiðist (sem er ekki ólíklegt) þá erum við í dag háð því að Suarez verði í sínum besta gír.

    Á meðan að svoleiðis er tel ég klassískt leikkerfi “minni” liða virka gegn okkur fjórða árið í röð. Leggjast aftur og berjast, beita svo skyndisóknum og klára leiki þegar við þreytumst.

    Babú kemur svo inn á það að ef að allt er í óefni í vetur þá kveðjum við Rodgers. Það er ekki okkar vilji held ég og klárlega ekki spá Babú, en einfaldlega staðreynd lífsins. FSG á ekki mikið inni hjá aðdáendum LFC og Rodgers þarf að sanna sig með liðið, þó hann sé frábær í munninum. Þess vegna fer ég ekki ofan af því að ég tel FSG þurfa að sýna spil sín og yfirborga alvöru leikmann í launum og þannig sýna það að þeir séu að bregðast við ömurlegu gengi liðsins undanfarin þrjú ár – það er alls ekki bara það síðasta sem ég er að tala um.

    Áður en menn benda mér á aldur Muniain (sem er 20 ára) þá fer þar leikmaður sem hefur verið í aðalliði Bilbao í þrjú ár og leikið þar í hápressufótboltaliði með frábærum árangri. Hann er á þeim aldri sem FSG láta eins og sé aðalaldurinn og ætti að vera með hátt endursöluvirði. Rökin á að stökkva á slíkan bita og borga honum laun sem sætta hann við að spila ekki í CL hljóta að vera betri en að eltast við Dempsey sem er viðbúið að eigi að leika einmitt þá kantsenterstöðu sem Muniain ætti að gera. Eða hvað?

    Manchester City keyptu 10 – 15 risanöfn utan CL keppninnar. Ég er ekki að tala um það, heldur vill ég í sumar sjá eitt slíkt nafn og kannski annað í góðum klassa í viðbót og þá verð ég sáttur við sumarið. En þá er ég líka að tala um að Agger verði áfram. Með sölu á Agger upp á 27 milljónir væri Liverpool enn einu sinni komið á núllið í nettómálum og enn að selja einn lykilmanna sinna. Sem var bitbein Rafa 2006 og 2007. Ég var sammála honum þá og er sammála honum enn.

    Ef þú vilt keppa við lið eins og City og Chelsea verðurðu að geta keypt fleiri tilbúna leikmenn en við gerum núna.

    Sjáum bara Arsenal þetta sumarið, Wenger hefur áttað sig á að hann fær ekki mikið lengri séns og hefur nú keypt fyrir miklu hærri upphæðir og eldri menn en hann vill miðað við sína lífshugsjón. Sama vona ég að Brendan fái að gera, því ég held að hann sé magnaður stjóri og þjálfari sem bætir leikmenn sína.

    En til að fá að halda djobbinu hjá Liverpool FC þá þarftu að fá stuðning til að keppa um titla frá eigendum liðsins. Fyrst einn þriggja bestu stjóra í heimi var rekinn á sínum tíma er engin trygging í orðum, FSG hafa alveg sýnt það eins og aðrir eigendur annarra liða. Vandinn er sá að oftast sleppa eigendurnir en stjórarnir eru hengdir, sem er mikið bull!

  10. Miðað við orð Balaque í morgun þá gætu Sahin og Tello verið á leiðinni á láni.

    Svo er bara að halda Skrtel og Agger. Skipta síðan á Adam + pening fyrir Dempsey.

    Sko…þessi transfer markaður er ekkert mál. Ég væri betur að sjá um þetta.

  11. Jamm, tíminn leiðir það í ljós. Það sem ég átti við var þetta: þú segir að það sé líklegt að einhver af þessum þremur eigi eftir að meiðast. Órökstutt. Hver veit hver á eftir að meiðast? Ekki ég. Enginn líklega. Ekki hægt að byggja rökstuðning á þessu.

    Leikur liðsins á eftir að hrynja þegar það gerist. Rökin bakvið það eru umdeilanleg. Jú, okkur gekk hörmulega þegar við misstum Lucas, gott og vel. Við höfum hins vegar gert vel áður þegar Gerrard hefur verið frá. Ok, ég skal gefa það að þetta er ekki órökstutt allt saman, en rökin finnst mér ekki vera sterkari en að þau eru umdeilanleg. Ekki nógu sterk til þess að fá mig til að missa trú á liðið.

    Verum sammála um það að geta ekki beðið eftir að þetta byrji. Höldum ró okkar og fögnum tryllt þegar vel gengur.

  12. Varðandi þessa umræðu hjá Sigga og Ívari þá sé ég Joe Allen fyrir mér sem cover fyrir Lucas ef hann meiðist aftur illa og verður lengi frá. Allen er mjög vinnusamur og hleypur mikið, getur unnið boltann af mönnum á svipaðan hátt og Lucas (þó svo að enginn komist með tærnar þar sem hann hefur hælana) og svo er hann að spila þessum stuttu sendingum sem Lucas er að gera. Vonandi hrynur þá ekki leikur liðsins líkt og í fyrra ef Lucas verður lengi frá.

    Ef Joe Allen getur leyst Lucas af þá er það klárlega bæting frá Spearing sem næsti maður inní liðið. Ef það er svo eitthvað til í því að Sahin komi á láni þá getur hann einmitt leyst stöðu á miðjunni, ég hélt að hann væri frekar framliggjandi miðjumaður en ég í þau fáu skipti sem hann spilaði í fyrra þá var það til að leysa Xabi af og það ætti að segja manni hvar hann spilar á vellinum.

  13. frábær pistill babú… var mög spenntur fyrir þessum kaupum þó sérstaklega joe allen og er enþá spenntari fyrir þeeim eftir þennan pistill.. hef trú á að við fáum um 2-3 leikmenn til viðbótar.. tello og dempsey.. og vonandi mun xabi tala sahin til okkar líka.. og þessir leikmen munu styrkja hópinn en meira sem ég tel vera sterkari í ár en í fyrra.. því má ekki gleyma að við erum með hóp af ungum og efnilegum sem geta komið og leyst suarstöður ef á þarf sem mun bara nútast okkur næstu árin..

    YNWA

  14. innskot:

    twitter-heimurinn er allur glóandi yfir að tello er víst búinn að gefa í skin um að hann sé á leiðinni til Englands og að það sé EKKI arsenal;) heldur okkar ástkæra félag LIVERPOOL… og að xabi sé búinn að sannfæra sahin um að liverpool sé málið:)

  15. Reyndar átta mig ekki alveg á Sahin.

    Hélt að hann væri að leysa sóknarmiðjustöðuna en nú sýnist mér á öllu hann vera nær eingöngu DM-C leikmaður, sem ætti þá að þýða enn einn slíkan í hópnum…

  16. Flottur pistill og mjög fræðandi!

    Hef ekki verið svona spenntur fyrir tímabili síðan RB var með okkar lið en núna er það spegilmyndin BR.

    Hef mjög mikla trú á þessum metnaðarfulla og unga (73′ eins og ég) þjálfara og er alveg fullviss um að við munum sjá áhrifaríkara spil og flottari árangur núna á þessu tímabili.

  17. Ég hef fylgst mikið með Dortmund sl. tvö ár og það sem ég sá til Sahin tímabilið 2010/11, áður en hann fór til Real, er að hann getur spilað bæði varnartengiliðinn og framar á miðjunni. Hann virkar vel í þriggja manna miðju og hefur allt sem þarf til brunns að bera. Hann gæti t.d. virkað vel með t.d. Lucas fyrir aftan sig og við hlið Allen eða Gerrard, og ef Lucas missir úr leiki gæti Sahin hoppað í þá rullu og fyllt hana margfalt betur en t.d. Spearing.

    Ég er svo spenntur við tilhugsunina um Sahin í Liverpool að ég get ekki sagt ykkur það. Elska þennan leikmann, hann, Götze og Kagawa voru mínir uppáhalds hjá Dortmund og nú er Kagawa genginn til liðs við Evil Empire. Treystið mér, Sahin er mikill fengur, betri leikmaður en bæði Allen og Henderson og jafnvel betri en Gerrard á þessum tímapunkti. Hvers vegna hann meikaði það ekki hjá Real veit ég ekki, hef helst lesið um lélegt form eða eitthvað, þannig að ég get ekki lofað stórstjörnuspilamennsku ef hann kemur en sá leikmaður sem ég sá hjá Dortmund fyrir einu og hálfu ári síðan (áður en hann meiddist og fór svo til Real) er dýnamít.

    Sahin á diskinn minn, já takk. Bæði sem frábær annar kostur í varnartengiliðinn fyrir Lucas og sem frábær miðjumaður fyrir framan Lucas.

  18. Talað um að ef Sahin komi, þá hafi meistari Alonso spilað mjög stóra rullu í að “selja” honum klúbbinn (@GuillemBalague
    Xabi y su persuasión a Sahin (Liverpool) ) , og Borell og Segura með Tello. Sahin er frábær leikmaður og ef hann kemur inn þá eru dagar Spearing í treyju LFC taldir. Tello er auðvitað gríðarlega efnilegur ungur leikmaður, en á eftir að læra mikið og myndi ekki banka uppá dyrnar í byrjunarliðinu alveg strax myndi ég halda.

  19. Ef Sahin er að koma þá getur ekki annað verið en að Adam fari út.

    Svo væri jafnvel hægt að stilla þessu svona upp:

    Borini – Suarez – Gerrard

    Allen – Lucas – Sahin

    Enrique – Agger – Skrtel – Johnson
    Reina

  20. Ég get ekki sagt annað en að ég brosi nokkuð breitt þegar ég sé liðið hjá númer 23. Þetta lið með Sahin innanborðs lúkkar ansi vel og alveg á jöfnu með hinum toppliðunum.
    Gerrard uppi á topp með Borini og Suarez held ég að væri geggjað, helst þyrfti þá Gerrard að vera vinstra meginn uppá skotin hans.

    En með Sahin, er verið að tala um lán og möguleika á kaupum eða ?

  21. Ánægður með umræðuna hérna, Ívar Örn sérstaklega sem er fínt fordæmi fyrir því að það er hægt að vera ekki alveg sammála (þó við séum það að mörgu leiti) og færa sín rök fyrir því Sama með Sigga Tobba, það er hægt að rökræða án þess að “öskra” á hvern annan. Keep it up.

    Varðandi Sahin þá væri gott ef þið hættuð að tala um hann og mögulega för hans til Liverpool því þið eruð að jinxa þetta. Sérstaklega KAR sem er herra Jinx. Nái Liverpool að landa Sahin hvort sem það er á láni eða ekki eru það einfaldlega þessi Munain stærðargráðu kaup. Hef ekki einu sinni leyft mér að vona að hann sé möguleiki.

  22. Ætli Mr. Rogers hugsi svona djúpt eins og við?

    kílum nú á þetta tímabil með það í huga að allt þetta brask sem við höfum gengið í gegnum síðastliðin 3-4 ár sé BÚIÐ! og verum glaðir og jákvæðir með komandi tímum!

    YNWA!!!

    (mikið afskaplega vona ég að BR sé ekki enn eitt annað flopp)

  23. Verð að byrja á því að þakka Babu fyrir frábæran pistil.

    Ég er einn af þeim sem er hæfilega bjartsýnn fyrir komandi leiktíð. Ætli það sé ekki blanda af því að mér lýst vel á BR og hans leikstíl sem og að leikmannahópurinn lítur vel út. Ég held einnig að margir leikmenn munu græða á því að sviðsljósið sé farið af þeim og þá er ég helst með Downing, Adam og Henderson í huga. Í fyrra var mikil pressa á þeim að standa sig vel og það tókst ekki sem skildi. Í ár held ég að þessir leikmenn munu eiga mun auðveldara með að spila fyrir klúbbinn bæði vegna minni pressu sem og að nú hafa þeir verið eina leiktíð og þekkja allt mun betur en þegar þeir voru nýkomnir.

    Ég er mjög spenntur að sjá Allen spila. Ég held að hann gæti verið þessi miðjumaður sem lætur spilið flæða eins og BR vill að það flæði. Ég held að ef satt reynist að Liverpool gæti verið að fá Sahin og Tello að við séum komnir með stórhættulegt lið. En eins og Babu segir þá eru þetta enn draumórar fyrir mér að þessir bitar séu að koma. Ég bíð eftir því að sjá það staðfestir áður en ég þori að segja e-ð meira um þá.

    Annars er ég orðinn mjög spenntur fyrir fyrsta leiknum. Það væri sterkt að byrja þetta á sigri gegn Steve Clark og fara með 3 stig í leikinn gegn City (sem ég mun btw vera á, vúhú!!).

    Annars gaman að sjá að ennþá er ekki hafin neinn sandkassaleikur og allir eru málefnalegir.

  24. 4 ívar örn

    staðreyndin er samt sú að Man U, Man C, Chelsea, Arsenal og Tottenham eru öll með nokkuð sterkari leikmannahópa en við og mun meiri breidd.

    Get ekki sagt að Tottenham sé með sterkari eða breiðari leikmannahóp en við. Reina er betri en Friedel. Miðverðirnir eru betri hjá okkur, bakverðirnir nokkuð jafnir. Miðjan er hins vegar mjög sterk hjá Tottenham og mikil breidd þar (myndi segja sterkari en hjá okkur). Sóknarlínan er disaster eins og er, enginn Addibæjó, enginn Saha, enginn Pavlíútjenkó. Defoe er aðal karlinn í sókninni þeirra.

    Ég er sammála um að Man U, Man C, Chelsea og Arsenal eru með sterkari og breiðari hópa en við núna. En við erum ofar en Tottenham á þessum lista!

    YNWA

  25. Frábær pistill Babu og veitir fína innsýn í þessa tvo leikmenn sem búið er að kaupa. Ég er nú samt ekkert að missa mig í neinni bjartsýni hér, ekki það að þú sért að gera það heldur Babú. Þessir tveir leikmenn eru ungir og upprennandi og vonandi munu þeir færa Liverpool meiri dýpt í leik sinn strax á þessu tímabili, það á eftir að koma í ljós. Ég er sammála Magga hér að ofan að vöntun er á stærra nafni á innkaupalista Liverpool þetta árið. Ég veit ekki hvort að Nuri Sahin sé endilega það stórt nafn, einstaklingur sem að týndist í varaliði Real Madrid er ekki nein súperstjarna. En hann er hinsvegar virkilega góður leikmaður og eins og KAR þá fylgdist ég vel með Dortmund þegar hann var þar. Virkilega góður leikmaður og ég er svo til í að fá hann en hann fullnægir ekki þeim kröfum um þennan leikmann/menn sem ég og Maggi erum að leitast eftir. Það á eins við um Tello sé eitthvað til í þessum sögum að þessir tveir leikmenn séu að koma. Góð viðbót við hópinn og styrkja hann svo sannarlega samt svo ég gæti að allri sanngirni. Það á það sama við um Allen og Borini.

    Það sem ég er ánægður með er að loks erum við komnir með stjóra sem er að fylgja eftir því leikkerfi sem að er fyrir nokkru byrjað að gera í yngri liðum Liverpool undir styrkri stjórn Borell og Segura. Þetta mun að mínu viti ekki bara skila sér í skemmtilegri fótbolta og vonandi betri árángri heldur einnig auðvelda yngri leikmönnum eins og Sterling og Suso að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Þetta er það sem Arsenal gerði og þetta er það sem Liverpool er að gera. Fabregas hefði aldrei farið eins auðvelda leið inn í byrjunarlið Arsenal og verða síðan fyrirliði ef aðallið Arsenal hefði verið að spila Roy Hodgson fótbolta en unglingaliðin Tiki taka eða eitthvað slíkt. Hann hefði einfaldlega dagað þar uppi eða farið eitthvað annað.

    Það er rífandi gangur í þessu hjá Liverpool og BR er að heilla mig mikið þótt eins og hann sjálfur segir, eiga mikið eftir að sanna. Þess vegna er maður með hóflegar væntingar inn í þetta tímabil og vonandi mun liðið vaxa og dafna með þessum leikmönnum því ég er ekkert viss um að eitthvað stórt nafn sé að koma, tel það reyndar útilokað eins lengi og við erum ekki í CL eða með sugar daddy sem er tilbúinn að greiða leikmanni eins og Neymar eða öðrum stórum nöfnum 300 þúsund pund á viku, það er bara ekki að fara gerast.

    YNWA strákar og lifið vel. Lýst vel á þessa uppbyggilegu umræður hér.

  26. Í þessari ummræðu er ég á sama stað og Maggi. Manni finnst alltaf hálf fyndið þegar talað er um að Liverpool sé á pari eftir að hafa losað Bellamy, Maxi, Kuyt, Aurelio og Aquilani en fengið inn Borini og Allen, auk þess sem Cole kom til baka úr láni. Cole var líka í leikmannahóp í fyrra áður en hann fór á láni þannig að varla er hann bæting við hópinn frá síðasta tímabili.

    Menn viðast gleyma fljót framlagi Bellamy, Maxi og Kuyt í liði sem skoraði allt of lítið í fyrra. Skoðum aðeins tölfræði þeirra frá síðasta tímabili og líka tímabilinu á undan til að setja þetta betur í samhengi.

    Bellamy spilaði alls 37 leiki á síðasta tímabili, í þeim skoraði hann 9 mörk og lagði upp önnur 7 stoðsendingar. Þetta gerir samtals 16 mörk.

    Maxi spilaði alls 21 leik á síðasta tímabili og skoraði 6 mörk og lagði upp önnur 4 stoðsendingar . Þetta gerir samtals 10 mörk. Tímabilið á undan var Maxi með 34 leiki og 10 mörk.

    Kuyt spilaði alls 33 leiki (byrjaði 25) á síðasta tímabili og skoraði 5 mörk og lagði upp önnur 3 stoðsendingar. Þetta gerir samtals 8 mörk á hans slakasta tímabili fyrir Liverpool. Tímabilið á undan var Kuyt með 41 leik og 15 mörk.

    Liverpool er því að missa leikmenn sem skoruðu eða lögðu upp alls 34 mörk á síðasta tímabili.

    Einhverjir verða að taka við markaskorun af þessum leikmönnum ef þetta tímabil á að vera betra en síðasta. Verður Borini 10+ marka maður? eða mun Allen koma með 10 mörk af miðjunni? Tíminn einn mun leiða það í ljós en mitt mat eins og staðan er í dag er sú að það vantar gæða leikmann á annan kantinn sem skorar 15 mörk eða meira. Leikmann sem vinnur leiki upp á sitt einsdæmi. Við getum ekki treyst því að Suarez reddi hlutunum í hverjum einasta leik þar sem allt er í pattstöðu.

    Varðandi breiddina þá er ekki hægt að fara inn í annað tímabil með Spearing sem fyrsta kost inn fyrir Leiva ef hann meiðist. Munurinn gæðalega er svo mikill á þessum leikmönnum að liðið veikist mjög mikið í hvert sinn sem Spearing fyllir skarð Leiva. Eins og staðan er í dag vantar leikmann með meiri gæði sem varamann fyrir Leiva.

    Einnig er Gerrard stórt spurningamerki, hefur hann heilsu í 38 leiki eða mun nárinn gefa sig. Þessar pælingar eru mjög eðlilegar miðað við meiðslasögu fyrirliðans síðustu tímabil.

    Vonandi nær Rodgers að kaupa 1-2 nýja leikmenn inn í hópinn áður en glugginn lokast í ágúst lok. En þessir leikmenn verða að hafa mikið gæði til að liðið taki skrefið fram á við á komandi leiktímabili.

    Kveðja
    Krizzi

  27. Krizzi G#
    Af hverju segirðu að það vanti mann í staðinn fyrir Lucas ef hann meiðist ? Ég held einmitt að Allen geti þeyst þá stöðu mjög vel og ég tala nú ekki um ef að Sahin komi til okkar en það er auðvitað óvíst ennþá en ég held að Allen miðað við tölfræðina í fyrra geti leyst þetta vel af hendi.
    Ég get svo vel séð fyrir mér að Gerrard muni spila ofar á vellinum fyrst að Allen er kominn til okkar og þá gæti Gerrard spilað í efstu línu með Suarez og Borini.
    Ég neita því þó ekki að sóknarlínan okkar er tiltölulega brothætt ef að Suarez lendir í að vera eitthvað frá því að Borini og Carrol munu trúlega ekki sjá um að skora mörk í hverjum leik.

  28. Hversu góður er hópurinn í byrjun leiktíðar?
    Mark:
    Reina : Til vara Doni, Jones,Gulacsi
    Vörn:
    Johnson,Skrtel,Agger, Enrique Til vara Carrager, Kelly, Coates, Flanagan, Robinson, Wilson,
    Miðja:
    Lucas, Allen, Gerard Til vara: Henderson, Adam, Shelvey, Downing, J. Cole, Spearing, Sterling,
    Frammi:
    Suarez, Borini, ???, Til vara: Carroll, Eccelston, Pacheco, Morgan, Suso

    Matið

    Vörnin: Þunnskipuð en gæti sloppið ef ekki verður mikið um meiðsli. Kelly kom oft ekki síður út en Johnson og Johnson getur farið í vinstri bakvörð ef á þarf að halda. Enrique kemur mun betur út í hápressu og með Lucas til að passa stöðuna heldur en Adam eða Spearing sem virtust alltaf gleyma sér. Látum vörnina duga fram til jóla. 🙂
    Miðja: Æskilegt að bæta við einum topp mann og láta J. Cole og Spearing/Adam fara
    Frammlína: Hér vantar nauðsynlega einn toppmann annars verður Gerard meira og minna frammi.

    Gallar liðið er þunnskipað af topp mönnum og þolir ekki mikil meiðsli eða leikjaálag.

    Kostir: Eru með góðan hóp af yngri mönnum, sem þurfa leikreynslu og gætu batnað mikið á tímabilinu.
    Það er hægt að spila mismunandi taktík, þó ekki sé breiddin mikil. Carroll frammi þreytir varnarmenn mjög og á annan máta en Suarez gerir.

    Svo ég er all spenntur fyrir vetrinum og vonast eftir 2 nýjum góðum mönnum, skemmtilegum leikjum, 4 sætiu og mun reynslumeiri hóp að þessum vetri loknum.

    YNWA

  29. Krizzi G:

    Ekki gleyma því að við erum þegar með einn proven markaskorara að nafni Luis Suarez sem var ekki að skila jafn mörgum mörkum og hann var að skora með Ajax, held hann muni smell passa sem markaskorarinn í liðinu með leikskypulagi BR og það myndi alls ekki koma mér á óvart að hann skori +25 mörk á tímabilinu. Held við getum allir hérna verið sammála um að hann er það góður.

  30. Nr.4 Ívar Örn (hef núna tíma til að svara almennilega 🙂

    Í sjálfu sér má segja að fjórir nýir leikmenn séu komnir í aðalliðshópinn, Cole, Borini, Allen og hugsanlega Sterling. Enginn þessara, utan hugsanlega Allen, getur gert kröfu á að komast í byrjunarliðið og ef t.d. Borini gerir það, þá er ekki eins og hann sé einhver gríðarleg styrking frá góðum tímabilum Dirk Kuyt. Semsagt: liðið hefur ekki styrkst.

    Hópurinn hefur að mínu mati klárlega styrkst frá síðasta tímabili enda allir sem koma inn að bæta einhverju við, líka Joe Cole.
    Borini þarf ekki að gera mjög mikið til að verða miklu betri heldur en Kuyt var á síðasta tímabili, það er það eina sem við þurfum að miða við og Kuyt var ekkert að fara verða betri.
    Allen er hugsaður beint í byrjunarliðið og ég efa ekki að hann verði lykilmaður hjá okkur (annað en allir sem nú hafa yfirgefið liðið) Hann er líka eins og aðrir hafa bent á mögulega kostur í staðin fyrir Lucas ef hann er ekki með og það miklu betri kostur heldur en bara Spearing.
    Bellamy og Maxi áttu báðir góða spretti í fyrra, sérstaklega Bellamy. Hvorugur er á uppleið sem knattspyrnumaður og báðir áttu miklu lengri run þar sem þeir skiluðu ákaflega litlu til liðsins.
    Joe Cole sem var að spila heilt tímabil í fyrra er yngri og ef hann er heill betri heldur en t.d. Maxi. Varðandi Bellamy þá held ég að það sé enn von á manni í hans stað en Sterling er ágæt byrjun. Að leyfa Bellamy að fara í deild fyrir neðan hefur ákaflega lítil áhrif á liðið sérstaklega ef það kemur nýr maður inn á næstu dögum eins og búist er við, mitt mat er að liðið er nú þegar sterkara og með fleiri leikmenn á uppleið heldur en niðurleið. Þeir sem komu í fyrra eru líka árinu eldri og reyndari sem leikmenn Liverpool.

    Ergo: Við erum enn langt frá meistaradeildarsæti hvað varðar leikmannahópinn. Við erum á svipuðum slóðum og í fyrra, sama hvað Brendan Rodgers segir.

    Ennþá er vona á að hópurinn styrkist hjá okkur og að mínu mati er ég sammála þér með að við erum á svipuðum slóðum og fyrir síðasta tímabil, kem inn á það í pistlinum. Málið er að flestir eru sammála um að liðið var að spila langt undir væntingum í fyrra, eða kannski frekar ná í miklu færri stig heldur en væntingar gerðu ráð fyrir því spilið var oft fínt og nokkrir glæsilegir sigrar litu dagsins ljós. Síðasta tímabil er eitthvað sem sannarlega er hægt að byggja á og bæta, sem mér sýnist nýr stjóri vera að vinna í öllum stundum.

    Þess vegna held ég að 5. sætið yrði mjög góður árangur, en 6.-7. sæti líklegra.

    Eru margir að gera sér miklar vonir um meira? Flestir eru að vonast eftir topp 4 sem er klárlega alveg raunhæft, en 5.sæti væri strax töluverð bæting frá síðasta tímabili og eitthvað sem við þurfum að byrja á. Ég veit ekki hvað Liverpool spilaði marga leiki sem maður var bara agndofa að hafa ekki fengið öll þrjú stigin úr, það var með þessum hópi og lykilmenn voru mikið í meiðslum og fjarvistum. Það þarf ekki að gerast á hverju ári.

    Nr.12 Maggi
    Hjartanlega sammála nánast öllu, sérstaklega með Agger og aðra lykilmenn. Held (vona) líka að það sé ekkert verið að reyna selja hann. Liverpool hafnar öllum boðum í hann og það sem er lang mikilvægast er að Agger vill ekki fara. Ef við förum að láta okkar bestu menn renna út á samning og fara ódýrt a la Arsenal þá fer ég að hafa áhyggjur en meðan þeir vilja taka séns á ungum leikmönnum og borga fyrir þá (meira en Arsenal gerir) þá hef ég ekki áhyggjur. Eflaust koma risadílar þar sem lykilmaður hjá okkur fer fyrir fáránlegan pening (Torres) en það er þá á okkar forsendum og fyrir svakalegar upphæðir. Eigendur eins og FSG virka á mig eins og menn sem fagna slíkum boðum enda ekki alltaf sem svona risadílar skila tilætlaðum árangri fyrir liðið sem leggur allt þetta traust á einn leikmann.

    Eins er ég sammála varðandi Munain og vonandi misskildist þetta ekki hjá mér, ég vill sannarlega fá hann eða hans líka á Anfield. Sem leikmaður Bilbao gæti hann alveg verið möguleiki en ég efast um að hann sé target meðan við erum ekki í CL, hvorki hvað kaupverð né laun varðar. FSG þarf samt fljótlega að fara koma með ný Suarez kaup.

  31. 32 Krizzi G. Þú gleymdir einu atriði með marka talninguna, sem er, að einhver af þessum mörkum sem þeir lögðu upp, lögðu þeir upp fyrir hvorn annan, sem þíðir að einhver mörk séu talin tvisvar. En er engu að síður sammála, og vona innilega að við náum í annan framherja, og sömuleiðis að Borrini smelli vel inn í liðið. Ef ekki, þá má alls ekki selja Carrol.

  32. RITSKOÐAÐ (Kristján Atli): Þú reyndir að setja þessa mynd inn fyrr í dag og ég fjarlægði hana því hún kemur umræðum þessarar færslu ekkert við. Þá setur þú hana inn aftur og ég er hér með að fjarlægja hana aftur. Það er ekkert að myndinni en hún kemur þessari umræðu ekkert við. Vinsamlegast virtu reglur Kop.is ef þú ætlar að skrifa ummæli á síðuna.

  33. Flottar umræður,allt í einu logar spallborðið af leiftrandi umræðu um bjarta framtíð okkar ástkæra félags.Stöndum þétt við bakið á Brendan Rodgers spái honum glæstum frama ef hann fær smá vinnufrið Y.N.W.A

  34. Mér finnst menn hér vera ansi fljótir að afskrifa Kuyt, manninn sem er rétt nýfarinn frá Liverpool. Blekið er varla þornað á nýja samning Kuyt við Tyrkina, og menn eru strax farnir að tala um að það sé enginn missir af honum o.s.frv.

    Kuyt var engan veginn í neinu uppáhaldi hjá Kenny, sem valdi Henderson trekk í trekk framyfir okkar mann. Kuyt náði þó samt að skora 5 mörk og gefa 3 stoðsendingar, og mér þætti gaman að sjá hvort Henderson (eða jafnvel Carroll! 🙂 ) næðu slíkri tölfræði! Og þar fyrir utan þá gaf Kuyt svo miklu meira í leikina sem verður seint mælt með einhverri tölfræði.

    Þannig, við skulum ekki gera lítið úr Kuyt þótt hann hafi átt sitt versta tímabil hjá Liverpool í fyrra. Hann var að líkindum einhver bestu kaup sem Liverpool hefur nokkru sinni gert, og á betra skilið en að menn horfi bara á eitt tímabil (sem var ömurlegt á alla vegu fyrir Liverpool) í gegnum lítið nálarauga.

    En að öðru – Siggi #8 segir þetta:

    Sleggjudómar verða ekki stærri en þetta. Höfum í huga að eftir tíma
    hjá Blackpool var C.Adam að gera góða hluti, meðal annars að
    gjörsamlega slátra Liverpool í báðum leikjum. Slæmt síðasta tímabil þarf ekki að þýða að hann verði lélegur út ferilinn.

    Nú er ég lítill aðdáandi Charlie Adam, þannig ég er kannski litaður, en hvað hefur Charlie Adam gert á sínum ferli? Hann átti eitt gott tímabil með Blackpool, og þá er það bara upptalið. Þannig, þegar þú segir að hann verði ekkert lélegur út ferilinn þrátt fyrir eitt lélegt tímabil, þá segi ég á móti að hann hefur aldrei sýnt nein gæði nema þetta eina tímabil. Hann er/var one-season-wonder, með liði sem féll úr PL.

    Mikið hefur verið fjallað hér um Borini. Ég fylgist sjálfur mikið með ítalska boltanum og hann er bara yngri útgáfan af Kuyt. Vinnusamur (þó ekki a-la Kuyt, enda enginn sem nær því!), ágætt auga fyrir leiknum og fyrir mörkum. Hann er samt ekki nein markamaskína, og ég skal hundur heita ef hann nær 15+ mörkum í PL. Reyndar hef ég miklar efasemdir um að hann sé hugsaður sem framherji #1, heldur miklu frekar er hann hugsaður í hægri framherjastöðuna – já, eins og Kuyt. Ég held að hann hafi hvorki getuna né styrkinn til þess að vera efsti maður á toppnum, og því vil ég miklu frekar halda Carroll – þó ég sé jafnframt efasemdamaður um hann.

    Að lokum vil ég taka undir með öðrum hér – Babú skrifaði hér frábæran pistil, og umræðurnar hafa verið stórgóðar í kjölfarið.

    Já, og ég tek líka undir með öðrum – við verðum að stilla öllum væntingum í hóf á þessu tímabili. Liverpool verður ekki Englandsmeistari og við eigum ekki að búast við því. Stefnan á auðvitað að vera sett á að gera betur en á síðasta tímabili og það yrði stórsigur ef liðið næði í Meistaradeildina. Allt annað er bónus.

    Homer

  35. Góður pistill og gott framhald hjá Babu í #38. Ég held að menn verði að líta á aðeins meira heldur en leikmannahópinn þegar möguleikar liðsins í vetur eru metnir. Árangur liðsins í fyrra var náttúrulega ömurlegur en ég skrifa það að miklu meira á Daglish heldur en slakan hóp. Liðið var algjörlega stefnulaust, allt of varnarsinnað og Daglish gat engan vegin brugðist við þegar breytinga var þörf var. Við erum með stjóra núna sem hefur skýra stefnu og sýn á hvernig fótbolta hann vill að liðið spili. Breytingarnar gerast kannski ekki eins hratt og flestir kjósa en ég er nokkuð viss um að við sjáum mun markvissari fótbolta strax í fyrsta leik. Það er ekkert endilega víst að stigin skili sér en ég mun alveg hafa þolinmæði fyrir því á meðan maður sér að það er ákveðin stefna í gangi og ég held að BR fái mun alveg fá tíma og þolinmæði hjá FSG…jafnvel þó að úrslitin verði ekki hagstæð.

  36. Takk fyrir Fràbæran pistill Babú. Maður er að verða jàkvæðari og jàkvæðari með hverjum deginum sem lýður og spenntari og spenntari einnig fyrir því að nú sè ballið að byrja. Fyrirpartýið er búið taxinn a leiðinni og nú à bara eftir að hnýta nokkra lausa enda àður en stuðið ballið byrjar, èg vona að þessir lausu endar seu 2-3 leikmenn inní taxann sem ætla með okkur à þetta 9 mànaða ball. Èg held að það ráðist á fyrstu 5 leikjunum hvert okkar menn stefna a þessu balli, ef þeir verða ekki orðnir ofurölvaðir eftir þessa 5 fyrstu leiki þà gætu þeir jafnvel enst inní baràttunni allt til loka. 3 fyrstu heimaleikirnir eru svaðalegir og vonandi komum við þokkalega út úr þeim sem skilar þà auknu sjalfstrausti fyrir næstu mànuði þar a eftir.

    Èg held að það verði mikil dramatík næstu 15 daga hjà okkar mönnum a leikmannamarkaðnum. Er nokkuð viss um að Dempsey klàrist og vonandi losum við Adam bara í leiðinni. Tello og Sahin væri snilld að klàra en eg se okkur ekki ganga frá kaupum a Suarez stjornu þennann gluggann þótt það yrði auðvitað fràbært. Èg held líka að Carroll og Agger sögunum se alls ekki lokið þràtt fyrir að eg voni það eins og við allir.

    Það a enn nóg eftir að gerast og næstu 2 vikur verða svaðalegar.

  37. Homer:

    Það er stórt spurningamerki við C.Adam hvort hann geti spjarað sig meðal hinna bestu, en ég er ekki alveg nógu viss í minni sök að geta skellt á hann stimplinum one season wonder. Hvaða forsendur tekurðu með í þann stimpil? Auðvitað gæti þetta vel verið rétt hjá þér, en hvað vitum við? Við munum flestir eftir því hvað hann fór illa með miðjuna okkar á því tímabili.

    Við treystum því að þjálfararnir og stjórinn viti hvað hann geti og hverju hægt er að ná útúr honum. Þess utan getum við lítið gert nema að styðja við liðið og leikmenn þess.

    Að sjálfsögðu megum við hafa skoðanir, ég viðurkenni t.d. að ég er ekkert ógurlega hrifinn af Adam, Spearing o.fl. í Liverpool, en megi þeir lengi vera ef þeir standa sig vel og skila árangri.

    Skoðanir okkar eru hins vegar ekkert annað en það. Stuðningsmenn vilja hafa áhrif á klúbbinn sinn, og því meir eftir því sem ástríðan er meiri fyrir klúbbnum. Bestu áhrifin hins vegar sem aðdáendur geta haft eru áhrifin af óyggjandi stuðningi, sama hvað bjátar á. Ímyndið ykkur hversu mikið afl það getur gefið leikmönnum að heyra holskeflu af hljóði og ástríðu sem hvetur þá áfram! Ég gæti trúað að það sé gæsahúð og rúmlega það. Við sem sitjum hinum megin við sjónvarpsskjá

    Ég tók C.Adam bara sem dæmi í umræðu um þennan punkt. Sleggjudómurinn sem ég var að tala um innihélt mikið fleiri leikmenn sem ég hefði sennilega líka getað skrifað um, mér fannst þetta bara nærtækast þar sem ákaflega fáir stuðningsmenn meta hann einhvers og er því úthrópaður á spjallborðum um víða veröld. Hversu fljótir erum við að gleyma hversu illa hann fór með okkur fyrir tveimur tímabilum!

    Aðalmálið er það að við getum ekki leift okkur að vera bara neikvæðir, og dæma leikmenn sem ónýta á meðan þeir spila enn fyrir Liverpool. Umræða um leikmenn getur hæglega haft áhrif á þá, hvort sem þeir segjast ekki hlusta á umræður um þá eða ekki. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn.

    Áfram Livepool!

  38. Twitter í kvöld:

    Charlie Adam ?@Charlie26Adam
    Thank u too all lfc fans for amazing tweets and support can’t wait for start season not long now.

  39. Ég tek nú bara þær forsendur sem eru fyrir hendi – hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild á Englandi með Blackpool, og var áberandi langbestur í annars lélegu liði. Þá tók hann næsta skref, sem var mjög rökrétt, og gekk til liðs við félag sem var einu eða tveimur þrepum fyrir ofan Blackpool. Útkoman var augljós fyrir alla á síðasta tímabili.

    Ég veit ekki hvaða fleiri forsendur ég eigi að taka með í reikninginn, en þér er velkomið að bauna á mig nokkrum.

    Svo skil ég ekki alveg þessa umræðu, um að við verðum að styðja liðið sama hvað gengur á. En ekki hvað? Við erum allir – já, eða flestir (fyrir utan svarta sauði sem styðja önnur lið!) – stuðningsmenn Liverpool FC og styðjum liðið alltaf, í öllum leikjum til sigurs.

    Höfum þetta í huga: Við vitum miklu minna um fótbolta en starfsfólk og
    leikmenn Liverpool. Punktur. E.t.v. eru undantekningar á þessari
    reglu, en þær eru ekki margar. Við getum haft skoðanir á
    uppstillingum, hugmyndafræði, frammistöðu o.s.frv. en við höfum
    sáralitlar forsendur til að dæma um það fyrirfram hvernig hver
    leikmaður á eftir að standa sig á næsta tímabili. Jú, þessi leikmaður
    hefur meiri gæði en þessi, en hinn gefur meira af sér. Þessi er
    fljótari, en þessi hefur meiri fótboltagreind. Það er ýmislegt hægt að
    skoða og dæma, en það er ekki illmögulegt spá fyrir um hver eigi eftir
    að floppa og hver eigi eftir að toppa.

    Ég er sammála öllu þessu hjá þér, að frátöldu fyrsta partinum – að við vitum minna um fótbolta en starfsmenn og leikmenn Liverpool. Knattspyrna er ekki flókin fræði, og menn þurfa ekki að hafa spilað lengi til þess að vita hvernig fræðin fúnkera. Vissulega geta menn verið betur að sér hvað ýmsa hluti varðar, s.s. þjálfari sem sér leikmenn á hverjum degi á æfingum – hann ætti vitaskuld að vita betur hver er í standi til að spila. Það breytir samt ekki því að við getum og eigum að hafa skoðanir á þessum hlutum.

    Hinn valkosturinn í stöðunni er sá að leggjast bara með fæturna upp í loft og sætta sig við allt. “Ef Liverpool vinnur – frábært. Ef Liverpool tapar – frábært, því þeir vita miklu betur hvað er á seyði.”

    Engin umræða, engar rökræður, engar skoðanir. Þá væri einnig til lítils að hafa svona vefsíðu opna, því við gætum hvort eð er ekki rætt neitt nema hvað allt sé æðislegt og frábært, og á réttri leið hjá okkar mönnum.

    Nei, stærsti hluti þess að vera stuðningsmaður er einmitt sá að við höfum skoðanir á þessu öllu saman. Við gagnrýnum það sem betur má fara, við hrósum því sem vel fer og allt þar á milli. En enginn, og þá meina ég enginn, má draga í efa að við styðjum allir Liverpool FC – við erum allir jafnmiklir stuðningsmenn, enginn meiri og enginn minni. Slíka dilkadrætti hefi ég enga þolinmæði fyrir.

    Með vinsemd og virðingu
    Homer

  40. Virkileg áhugaverð viðtal/grein um Brendan Rodgers skoðun á Transfer Market:
    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/9475994/Brendan-Rodgers-promises-prudence-at-Liverpool.html

    Flottir Quates frá viðtalinu:

    “You have to spend money but not throw it around,” explained Rodgers. “In professional and social life, I like to get value. That is just my nature and my upbringing. I won’t pay anything at all costs, absolutely not.

    “I prefer the hungry player and those that want to succeed. Of course they will earn good money – and they will get their value and worth if they perform.
    I also understand that it is about two things for some players – game time and money.

    “Signing for Liverpool should be the beginning. If you look at the history of the club, it is about hungry players, coming in from the lower leagues, from clubs in Scotland and Ireland, and working their way up.

    “Talent aligned with hard work takes you a long way. I just want to maintain that spirit within the club.”

    Annað skemmtileg úr viðtalinu:

    “It is about quality. I had a team last year that was worth about £17 million – and we were the talk of Europe.

  41. Sammála að útkoman var augljós, ekki sammála með að framtíðin sé augljós. Það var það sem ég var að reyna að segja. Óþarfi að stimpla hann sem one season wonder eftir tvö season. Meiddist hann ekki á síðasta tímabili? Það hlýtur að hafa haft áhrif. Ég ætla ekki að bauna neinum forsendum á þig, ég var bara að benda á að það eru ekki forsendur fyrir að dæma hann sem one season wonder á svo stuttum tíma. Kannski er þetta rétt hjá þér og þá væri fínt að losna við hann sem fyrst. Rodgers hlýtur að vita það ef svo er og þá er bara að vinna í því. Kannski á hann fínt tímabil og kemur inn af bekknum margoft til að senda killer sendingar sem verða að sigurmörkum, flengja inn nokkrum mörkum beint úr aukaspyrnum og þess háttar. Kannski ekki miklar líkur, en hvað veit maður?

    Auðvitað eru til dæmi um það að venjulegir áhorfendur geti vitað heilmikið og jafnvel meira en atvinnumenn og atvinnuþjálfara um fótbolta, bæði um fræðin og hvernig það er að spila leikinn á nokkuð háu leveli. Ég tel að það sé hins vegar undantekningu, sem þú gætir svo sem vel fallið undir, ég þekki þig ekki.

    Ég var alls ekki að leggja til að stuðningsmenn eigi ekki að hafa skoðanir, fjarri því. Það eru hins vegar fleiri leiðir færar á milli þess að leggjast með tærnar uppí loft og treysta blint, og þess að gagnrýna, garga og úthúða mönnum fyrir alls konar sakir og með engri þolinmæði. Hvorug leiðin gerir mikið gagn, leiðin liggur einhvers staðar þar á milli.

    Áfram Liverpool

  42. Homer:…..þú segir í sambandi við Charlie Adam : Ég tek nú bara þær forsendur sem eru fyrir hendi – hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild á Englandi með Blackpool, og var áberandi langbestur í annars lélegu liði. Þá tók hann næsta skref, sem var mjög rökrétt, og gekk til liðs við félag sem var einu eða tveimur þrepum fyrir ofan Blackpool. Útkoman var augljós fyrir alla á síðasta tímabili.

    Útkoman augljós ? það voru allir að standa sig illa í fyrra ekki bara Adam….+ hann er búin að fá örfáar mínutur í preseason núna og strax kominn með 1 mark, og stoðsendingu á Carrol sem skoraði í síðasta leik á móti hvítrússunum…….

  43. Já, Tómas #53 – útkoman var og er augljós. Hann átti ágætis spretti í upphafi mótsins í fyrra, en heilt yfir olli Adam vonbrigðum. Það er lítil afsökun í því að benda á að allir hafi átt lélegt tímabil – two wrongs don’t make it right, eða “svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað” 😉

    Annars ætla ég ekkert endilega að draga umræðuna niður á eitthvað lágt plan – við Siggi og Tómas erum bara ósammála um Adam – allavega upp að ákveðnu marki.

    Eitt þó sem Siggi segir í síðasta svari sínu sem fer pínulítið illa ofan í mig:

    Rodgers hlýtur að vita það ef svo er og þá er bara að vinna í því.

    Þetta er einmitt það sem ég fjallaði um í fyrra svari mínu. Mér finnst hálfskrítið að nota þetta sem rök, því þá ættum við bara alltaf að nota þessi rök. “Rodgers veit alveg hvað hann er að gera, því hann sér þessa leikmenn á æfingum og veit gæði þeirra, enda er hann þjálfarinn og við bara dúddar á einhverju spjallborði.”

    Ég er ekkert endilega viss um að Rodgers viti betur, því knattspyrnustjórar gera mistök, alveg eins og við venjulega fólkið. Sjálfur Daglish keypti Adam, Henderson, Downing og Carroll. Þeir hafa ekki beint slegið í gegn – en það er hins vegar rangt hjá mér að álykta sem svo, skv. þessum rökum.

    Ég segi ekki að ég hafi meira vit á þessu en næsti maður, hvað þá menn sem vinna við þetta frá degi til dags. Ég bendi bara á að þessi leikur er einfaldur. Mjög einfaldur. Menn þurfa ekki fimm háskólagráður til að skilja leikinn, og sjá hvað virkar og hvað ekki. Fyrir mér er augljóst að Adam virkar ekki, aðrir eru ósammála þeirri skoðun og því er um að gera að ræða það – ekki benda bara á að fleiri séu á skoðun X og því sé hún réttari en skoðun Y.

    En það eru bara mínir fimm aurar í þessa umræðu 🙂

    Homer

  44. Auðvitað skiptir það máli þegar dæma á Adam hvernig allir hans samherjar voru að spila og liðið í heild á síðasta tímabili. Hann byrjaði nú bara alveg sæmilega hjá okkur og fékk að spila nokkuð frjáls á miðjunni með Lucas að vinna mestu skítverkin fyrir sig. Þegar Lucas meiddist var Adam líklega mest berskjaldaður af öllum okkar leikmönnum og frammistaða hans hríðversnaði með mönnum eins og Spearing á miðjunni. Eða þá einn með Gerrard/Henderson í tveggja manna miðju gegn þremur miðjumönnum andstæðinganna. Hann náði aldrei að byggja ofan á ágæta byrjun tímabilsins og var að spila hlutverk sem hentar honum illa. Hann var meira að segja ömurlegur í föstum leikatriðum sem áttu að vera hans sérfræðigrein.

    Það er alls ekkert útilokað að Rodgers geti náð meiru út úr Adam og með menn eins og Lucas og Allen með honum á miðjunni og bara í liði sem er ALLTAF að fara spila með þriggja manna miðju er alls ekkert ólíklegt að Adam verði töluvert betri en hann var á síðasta tímabili og hver veit hvort föstu leikatriðin og spyrnur hans komi ekki fljótlega aftur þegar sjálfstraustið kemur aftur?

    Ég á ennþá von á að hann verði seldur fyrir lok þessa glugga en er alls ekkert að vona það frekar og lýst vel á hann sem varaskeifu á miðjuna hjá okkur. Ég var spenntur fyrir komu hans í fyrra og ætla ekki að útiloka hann alveg strax hjá Liverpool því ég held að nýtt leikkerfi og bara eitt ákveðið og skýrt leikkerfi komi til með að henta honum betur heldur en chaosið sem við sáum í fyrra.

    Ef Liverpool ætlar að pressa hærra á vellinum en það gerði í fyrra og spila með alvöru sópara fyrir aftan Adam þá skánar hann um leið, komið þessum leikmanni nær markinu og hann verður allt annar leikmaður.

  45. Hárrétt hjá Babu hérna. Adam byrjaði vel fyrir Liverpool en frammistaðan hríðversnaði eftir að Lucas meiddist og hann þurfti að færa sig aftar á völlinn. Maðurinn er náttúrulega með alveg svaðalegan vinstri fót og gott auga fyrir sendingum en þess verri í miðjuharki og tæklingum. Ef hann nær sér aftur á strik í föstum leikatriðum þá gæti það orðið virkilega sterkt vopn og unnið marga jafna leiki fyrir okkur í vetur. Endurkoma Lucas (og Sahin) er líka að fara færa Gerrard af miðjunni og ofar á völlinn þar sem hann á heima.

    En sennilega er Charlie Adam ekki nógu hentugur eða hraður í þessu pressuleikkerfi Rodgers og gefur possession of mikið frá sér til að þjálfarinn sjái hann sem framtíðarleikmann í sínu liði. Það er ljóst að annaðhvort C.Adam eða Joe Cole þurfa að víkja fyrir Dempsey. Ef við löndum Dempsey, Sahin og Tello og höldum Agger og Carroll með kjúklinga eins og Sterling að koma upp erum við komnir með hreint ansi gott lið og góða breidd. Ég blæs á þær raddir að við séum einhverjum ljósárum á eftir hinum toppliðunum þó við séum ekki að fara vinna titlinn strax í ár.
    Einu áhyggjurnar sem ég hef væri af Enrique í vinstri bakverðinum en langmestu skiptir að við náum Anfield aftur upp sem sterkum heimavelli og komum stoltinu og liðsheildinni í Liverpool liðið á ný.
    Eigum útileik fyrst gegn WBA og svo koma 2 heimaleikir gegn Man City og Arsenal og heimaleikur gegn Man Utd í 5.umferð. Sigur í þessum heimaleikjum gætu kveikt svakalega í liðinu og komið yfirvegaðri ró og sjálfstrausti í hópinn.

    Svo veit maður svosem aldrei hvað Ayre er gera þarna á Spáni. Kannski að fara semja við einhverja stjörnu sem við missum svo allir legvatnið yfir.

    Vitið ér enn, eða hvat?

  46. Hann verður semsagt ekki hægi, klaufski gaurinn sem tapar boltanum mjög einfaldlega og brýtur illa af sér (sama hvar á vellinum þar er) og missir þar með possession-ið sem þessi bolti gengur mikið útá, ef hann er færður framar á völlinn ? C.Adam á EKKI heima hjá LFC , þótt okkar standard hafi dottið skuggalega mikið niður og við getum ekki krafist þeirra leikmanna sem eiga að vera hjá LFC, hann átti ekki heima hjá liðinu í fyrra (nokk sama þótt hann hafi átt einhverja góða leiki, þá var hann overall lélegur) og hann á ALLSEKKI heima þar ef þessi possession bolti á að ganga.

  47. Nei Hr.hoddij hann verður það líklega ekki ef hann fær betri séns í sinni réttu stöðu. Það hafa allir leikmenn einhverja kosti og galla. Lið með góða liðsheild draga fram það góða í sínum leikmönnum og spila þeim í stöðum sem hentar þeirra hæfileikum. Það myndi lítið reyna á hans klaufsku tæklingar framar á vellinum þegar hann hefur núna miklu hraðari menn í kringum sig til að loka svæðum.
    Það eru hellingur af leikmönnum hjá hinum toppliðunum eins og Darren Fletcher o.fl. sem myndu ekki komast í byrjunarlið Liverpool en gegna samt mikilvægu hlutverki í meistaraliðum. Fótbolti snýst ekki um einstaklinga heldur fjölbreytta og dýnamíska liðsheild þar sem hlutverk hverrar leikstöðu og leikmanns er vel afmarkað svo það henti kostum hvers og eins.
    Góðir vinstrifótar menn eru lúxusvara í enska boltanum, tala ekki um ef þeir eru jafn sparkvissir og Charlie Adam. Hann hefur kosti sem fá önnur lið hafa þó gallarnir séu líka til staðar. Sé líka ætlunin að nýta styrk Carroll í föstum leikatriðum er mikilvægt að halda Adam áfram. Við þurfum að hafa sem flest vopn í vopnabúrinu til að sigrast á ólíkum liðum. Hans föstu og nákvæmu spyrnur geta unnið jafna leik fyrir okkur á síðasta korterinu sé liðið vel skipulagt sem það var alls ekki í fyrra undir stjórn Dalglish.

    Ég reyni að vera jákvæður og einblíni á kostina sem okkar leikmenn hafa framyfir aðra og byggja á þeim. En ef glasið er alltaf hálftómt og þú einblínir eingöngu á hið neikvæða hjá leikmönnum liðsins þá er lítið við því að gera. Slakaðu svo á í Caps-lockinu kæri vinur.

    Áfram Liverpool.

  48. Sælir félagar

    Frábær pistill hjá Babú og umræðan í kjölfarið bæði fræðandi og málefnaleg. Þetta getur aðeins gerst á þessu einstaka plani sem kop.is er. Takk fyrir það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  49. AEG

    Ef þú getur fengið einhvern til að skrifa uppá það að Adam sé lúxusvara þá væri ég til í að eiga langt og gott samtal við þann einstakling 🙂

  50. Furðulegt hjá Arsenal að lenda svona oft í vandræðum með samningstíma leikmanna sinna og lenda oft í því að missa frábæra leikmenn fyrir lítinn sem engan pening. Ennfremur hlýtur það að pirra stuðningsmenn liðsins mikið að vera sífellt að selja leikmenn til stærstu samkeppnisaðila liðsins.

  51. Hef verið að lesa nýjasta slúðrið þar sem því er haldið fram að BR hafi tilkynnt Charlie Adam að hann sé ekki partur af hans framtíð og að Nuri Sahin sé mögulega að koma.
    Sé þetta rétt er BR að koma sér vel fyrir í álitsstiganum hjá mér. Hann er óhræddur við að kasta rotnuðum eplum þó þau séu nýkeypt.
    Sahin var lykilmaður þegar Dortmund vann titilinn 2011…

  52. Er eingöngu verið að fá Sahin lánaðan eða er möguleiki á kaupum eftir láns sísonið?
    Vitið þið þetta?

  53. Sælir félagar

    Hvar er góður staður nálægt miðborg Berlínar til að horfa á leikinn á laugardaginn? Veit einhver það?

    Það er nú þannig.

    YNWA

  54. Dempsey ku nálgast líka. Vonandi verða þeir báðir staðfestir fyrir leikinn um helgina!

    Mér sýnist að með þessu sé Gerrard alltaf að fara að spila fyrir framan þessa þriggja manna miðju.

    Sterkasta liðið okkar er því með Allen, Sahin og Lucas á miðjunni, Suarez og Gerrard fyrir aftan Borini. Þá eigum við Downing, Dempsey og Henderson á bekknum td.

  55. Er að fara í veiði í 48 tíma en það er sá tími sem Rodgers vonast til að hafa áður en hann kynnir tvö ný andlit(vonandi Sahin og Tello:) skemmtið ykkur!

  56. Er einhver með einhverja skoðun á Oussama Assaidi, fylgist ekkert með Hollenskum bolta sjálfur

  57. ekki Tello, ekki Sahin og ekki Dempsey allavega. Þetta er leikmaðurinn sem Alfreð á að leysa af.

  58. Bara fint að fá meiri breidd í hópinn, þessi drengur gengur eflaust ekkert beint inn í byrjunarliðið en hann er örugglega strákur sem á nóg inni og það verður gott að hafa hann í hópnum í vetur.

Fantasy – Kop.is deildin 2012/13

Kop.is Podcast #25