Kop.is Podcast #25

Hér er þáttur númer tuttugu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 25.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Maggi, Babú og SSteinn.

Í þessum þætti ræddum við leikina við Gomel og Bayer Leverkusen, kaupin á Joe Allen og leikmannahóp Liverpool og svo fórum við yfir hvert einasta lið Úrvalsdeildarinnar.

68 Comments

  1. Þið eruð snillingar, ég vildi bara koma því á framfæri. Takk fyrir.

  2. Frábærir þættir hjá ykkur strákar….

    Hlusta alltaf á þetta strax daginn eftir í vinnunni í gegnum Itunes

    Hann er ekki kominn þangað inn (25), endilega vippa honum þangað sem fyrst:)

    Hlusta alltaf á þessa þætti, og fyrir áhugasama þá mæli ég einnig eindregið með THE ANFIELD WRAP,, sem eru líka frábærir þættir og eru 2x í viku.

    En annars flott framtak hjá ykkur, maður fær ALDREI nóg af Liverpool, vildi að þessir þættir væru 1x í viku:)

    Áfram Liverpool!!!!!!

  3. Èg er buin með 38 mín af podcastinu og vill blanda mer i umræðuna strax og ætla að fa að vera sammala Babù i öllu sem hann segir um Shelvey, eg se hann ekki fara a làn en ef Sahin eða Dempsey eda bàðir eru að koma þà er best að làna hann, held hann fengi miklu meira utur þvi að fara alàni til flestra úrvalsdeildarliða heldur en að vera varaskeifa hja Liverpool i evropukeppni og deilsarbikar. Eg er reyndar ekki með þessa tröllatrú a þessum dreng ennþà eins og svo margir aðrir en vonandi hef eg bara rangt fyrir mèr.

    En er farin að hlusta aftur

  4. Já, það eru nokkrir mjög skemmtilegir podcast þættir sem fjalla um ensku deildina/Liverpool. M.a. Anfield Wrap(sem er yndislegur þáttur) og Pass and move sem er fínn þáttur um málefni Liverpool FC . Einnig finnst mér podcöstin frá guardian, teamtalk, bbc, times skemmtileg, þótt ég geti stundum verið hrikalega pirraður á sumum þar.

    Sá sem að ég er samt hrifnastur af er þátturinn ykkar hérna á Kop.is. Hef afskaplega gaman að hlusta á ykkur félagana. Hlakka til að hlusta á þennan þátt.
    …og mér fannst united þátturinn mjög skemmtilegur og fróðlegt að hlusta á. Vel gert Kristján!

  5. Takk fyrir þetta strákar, algjör snilld. Besta momentið var þegar Maggi fór að tala um Hulk, classic 🙂

  6. Ég kominn núna rúman hálftíma í podcastið en vill strax benda á eitt sem mér finnst þið vera að gleyma varðandi Shelvey. Þegar hann var á láni hjá Blackpool á síðasta tímabili þá var hann settur hægra megin frammi í 433 kerfinu hans Holloway og varð markahæsti maður liðsins þá leiki sem hann var þar.

    Held að hann gæti staðið sig þar ágætlega á þessu tímabili með Suarez, Borini og Gerrard með sér frammi.

  7. Shelvey er að fara að eiga topptímabil í rauðutreyjunni. Er ennþá frekar villtur og hrár. En eftir 2-3 ár verður hann okkar besti miðjumaður. Betri en Allen og Henderson.

    YNWA!

  8. Eins og ávallt þá eru síðuhaldarar með þetta. þeir hafa svo sannarlega sett viðmið fyrir hina stuðningshópanna á íslandi mjög hátt og ná fæstir þeim í gæðum og framboði af pistlum og hljóði 🙂 takk fyrir þetta Mætti eiginlega segja að þessi síða hefur nú oft bjargað Liverpool áhuganum í gegnum árin.

    Enn núna er eitt sem ég hef áhuga að vita hvernig stjórnendur þessa síðu fynnst um hneykslið á Standard Chartered sem er í gangi núna? Það var vitað mál að þeir voru ekki ánægðir með gang mála þegar Suarez málið var sem hæst. enn mér fynnst hneykslið sem er í gangi hjá þeim í dag mun alvarlegra og núna var að birtast frétt á mbl.is að þeir hefðu fengið 340 milljón dollara sekt. Mun þetta hafa einhver áhrif á samstarf Liverpool? munu FSG eigendur sætta sig við þetta? við erum að reyna koma okkur betur inn á Ameríska markaðinn og ekki beint viðeigandi að hafa þetta nafn á treyjunni okkar. Alla vega fynnst mér mikið af spurningum sem vantar svör varðandi þetta hneyksli og hvernig samstarfið verður áfram

  9. Maggi segir að Dempsey geti ekki rassgat.
    Mig langar að taka það aðeins fyrir, ekki það að ég sé einhver Dempsey fan en….
    Ef maður skoðar síðasta tímabil í Fantasy league leiknum þá er hann stigahæsti miðjumaðurinn. Ok ok einhver leikur…. stiginn eru gefinn fyrir stoðsendingar og mörk og þó svo kallinn sé kani, gamall, frá Fullham and what ever þá kom þetta atriði mér bara á óvart.
    Mitt point er það að ég ímynda mér að Dempsey sé bara betri en fólk almennt gerir sér grein fyrir.
    Kemur podcastinu lítið við en hef lengi viljað koma þessu að :p

  10. Takk fyrir að bjarga vinnudeginum! Þetta er snilld 🙂

    Sammála ykkur í því að Shelvey hafi hlutverk að spila í þessu liði og að hann sé á undan Adam og á svipuðu leveli og Henderson. Vonandi að við fáum Sahin til að vera með tvo almennilega í Lucas stöðunni og náum þá að losa okkur við Spearing (sem að mér líkar reyndar mjög vel við, en því miður þá er hann bara ekki nógu góður) og síðan Adam líka.

    Held að við þurfum líka á Dempsey að halda og ég hef trú á því að hann gæti reynst okkur helvíti drjúgur! Hann er góður á bolta, clever leikmaður og einhver sem að við gætum klárlega notað. Tello er líka mjög spennandi kostur og fittar beint inn í þetta kerfi hjá Rodgers og co. Fljótur, útsjónarsamur og þekkir kerfið.

    Til að taka þetta saman, þá verða næstu dagar svona:

    Inn: Sahin og Dempsey
    Út: Adam, Spearing, Flanagan, Pacheco og Wilson

    Ég er líka sammála mörgu í spánni ykkar. Ég spái þessu hins vegar svona:

    Man City
    Chelsea
    United
    Spurs
    Liverpool
    Arsenal

    7. Newcastle

    Wigan
    Aston Villa
    Reading

    Vonandi völdum við ekki vonbrigðum enn eitt tímabilið og rífum okkur upp af rassgatinu. Áfram Liverpool!

  11. Eigum við ekki að gefa Charlie Adam smá séns á miðjunni? Framtíðarartaki Gerrards…

    Hann er mun betri en síðasta tímabil gaf til kynna, og þar sem Lucas vantaði var liðið allt verra.

    Gerrard hefur lítið sýnt síðan Alonso og Masch fóru.

    Sem dæmi um mikilvægi hreinsara;

    “Upon Claude Makelele’s departure to Chelsea and David Beckham’s subsequent arrival in 2003, Zinedine Zidane quipped,”Why put another layer of gold paint on the Bentley when you are losing the entire engine?”

    Enda gat Real ekki mikið eftir að Makelele fór. En Chelsea fór að vinna…

    http://bleacherreport.com/articles/77830-claude-makelele-the-greatest-galactico

  12. Facebook og Twitter heimarnir loga og nú á víst Nuri Sahin að vera að koma á láni út tímabilið. Tylkinningin á að koma í kvöld eða á morgun.

    Sel það ekki dýrara en ég keypti það

  13. Fràbært að Sahin er að koma. Vonandi klàrast Dempsey svo sem fyrst og vonandi faum við einn konfektmola í viðbót, Adam Johnson væri þar draumurinn.

  14. Flott podcast strákar!

    Glæsilegt að fá Sahin í hópinn en það þýðir líklegast jafnframt að Adam er á leiðinni út.

    Væri frábært að frá Dempsey líka en persónulega held ég að Gaston Ramirez væri frábær enda lefty.

    Gætum verið að sjá mjög gott lið í vetur:

    Reina

    Enrique Agger Skrtel Johnson

    Allen Lucas Sahin

    Gerrard Suarez Ramirez (Dempsey)

  15. Er búin að vera horfa a fullt af myndbondum með Sahin og stúdera hann nokkuð vel og verð að viðurkenna að eg er verulega spebænnyur fyrir þessum dreng og sýnist sem að hann rölti inní byrjunarliðið okkar þràtt fyrir að við seum með mjög öfluga miðju. Lúkkar hàklassa spilari, fràbær sendingargeta en einni nautsterkur varnarlega. Þarna er spilarinn sem Maggi talaði um i podcastinu, ekta naungi sem teiknar upp færin fyrir samherja sína. Eg er allavega mjög mjög spenntur.

  16. RVP til Manutd…jahérna hér. Þetta er kjaftshögg fyrir Nallanna…
    Verður fróðlegt að sjá hvernig Wenger bregst við þessu í kaupum á næstunni…eða kannski fer hann bara til afríku og tínir enn einn óþekktan gullmolan þar sem verður betri en RVP á síðustu leiktíð?

  17. Já verði honum bara að Góu þarna hjá manjút… Sá mun fá ,,blíðar” móttökur frá skrílnum úr London, úff!

    Sahin lítur ótrúlega vel út og vonandi kemur hann yfir.

  18. Að Arsenal skuli làta sinn allra best mann til Man utd er glatað af þeirra hálfu. Hefdi viljað sjà þà sýna pung og làta hann allt annað en þangað, City alltaf skàrra fyrir þà en helst út fyrir England auðvitað.

  19. Er bara hreinlega ekki að ná þessu með RVP?! Barcelona, Real eða jafnvel PSG hljóta að vera til í að fá þennan mann fyrir þetta “klink” sem hann er að fara á. Þetta er kannski svona svipað og þegar Liverpool seldi Torres til Chelsea sem var jú líka mjög heimskulegt. Alveg steinhissa á þessu :/

  20. Ég er eiginlega alveg gáttaður á því að tryggð leikmanns á borð við RvP sé ekki meiri en að hann gangi til liðs óvina. Maðurinn er búinn að vera hjá Arsenal í næstum því áratug og lætur svo peninga glepja sig til höfuðandstæðinga Arsenal til síðustu 10 ára.

    Ég trúi því hins vegar að þetta séu frábærar fréttir fyrir okkur Liverpoolmenn, því það að Arsenal missi RvP minnkar líkur þeirra á að ná í CL umtalsvert – þori að fullyrða að þeir væru ekki þar í ár ef Persie hefði ekki átt þetta wonderseason í fyrra.

    Hann á vafalaust eftir að skora einhvern slatta hjá United, en ég hef þó enga trú á því að hann muni eiga season á borð við það sem hann átti hjá Arsenal aftur á næsta ári. Þetta er leikmaður sem þrífst á því að miðjumennirnir þekki hlaupin hans og það mun taka einhvern tíma fyrir þá að læra á hann. Ég skil þó mjög vel að United menn séu sáttir að fá hann í hópinn. Gæti trúað að það væri sterkur leikur hjá Wenger að fá Berbatov á móti, því hann er maður sem gæti farið hátt í 20-25 mörk á seasoni.

    En ég er engu að síður gáttaður á því að leikmaður skuli fara til erkifjenda sinna eftir svona langan tíma hjá sama félaginu. Þvílík óvirðing – en margur verður af aurum api … svo ekki sé meira sagt…

  21. Takk fyrir góðan þátt.Ég hef ekki fylgst með Sahin eins lengi og þið snillingarnir en það sem ég hef séð til hans er algjör snilld,væri frábært að fá hann.Ætla ekki að eyða púðri í mellur eins og RVP fari hann til utd og veri. Y.N.W.A

  22. Varðandi Van Persie er þetta held ég einhvernveginn svona:

    júnæded ánægðir að fá til sín Van Persie, sem reyndar mun meiðast snemma á tímabilinu en er auðvitað heimsklassa framherji.

    Arsenal ánægðir með allar þessar milljónir punda (24) og geta því spanderað í t.d. Llorente, sem n.b. er frábær framherji. (Vildi óska að Alonso myndi heyra í honum og að Henry færi í einkabankann sinn á fylleríi vegna hans)

    Ég færi nú sennilega í hóp þeirra svartsýnu f.h. Liverpool svona almennt, klíni mér við jörðina með yfirlýsingar tengdar Liverpool en eftir þetta pre-season og vonandi Sahin inn mjög fljótlega ætla ég að leyfa mér að segja að við höfum svo sannarlega hóp til að slást um 4.sætið á næsta seasoni með Brendan Rodgers í broddi fylkingar.

  23. Nonni #27: Ég er eiginlega alveg gáttaður á því að tryggð leikmanns á borð við RvP sé ekki meiri en að hann gangi til liðs óvina. Maðurinn er búinn að vera hjá Arsenal í næstum því áratug og lætur svo peninga glepja sig til höfuðandstæðinga Arsenal til síðustu 10 ára.

    Held að það sé frekar metnaðurinn sem er að “glepja hann”.

    Arsenal hefur ekki unnið titill í ég veit ekki hversu mörg ár. RvP vill örugglega vinna titla á ferlinum.

  24. Ég verð að segja að það virðist mikil hugsun í því sem Brendan er að gera. Leikmennirnir sem hann er að fá eru tæknilega góðir og aggressívir leikmenn. Sahin er mjög spennandi leikmaður eins og KAR segir frá í podkastinu. Þegar Brendan er búinn að stilla vélina verður ekki auðvelt að ná boltanum af Liverpool.

    Þegar tímabil er að hefjast er aðeins ein stemming sem kemst að hjá mér. Jákvæðni og bjartsýni. Síðan hefur reynslan kennt manni að vera líka með báða fætur á jörðinni.

    Salan á RvP er mjög áhættusöm fyrir báða stjórana og kemur mér taktískt á óvart. ManU hefur nóg af sóknarmönnum og þótt RvP sé góður sér maður ekki pointið í að kaupa 29 ára gamla meiðslahrúgu á 24m!

    Á hinn bóginn hefur salan augljóslega veikt Arsenal og þannig er ManU að gera liðum eins og LFC greiða. Thank you very much. Svo er það sviðsmyndin að Arsenal ströggli og RvP slái í gegn. Þá verður ekki bara púað á Persie heldur baulað á Wenger fyrir söluna. Það er því þannig að svo getur farið að báðir stjórarnir líti hálf fáránlega út þegar upp verður staðið.

    Ég skil ekki heldur fréttir af þessu. Er það rétt, sem skrifað er, að Ferguson hafi beðið Wenger persónulega um að láta RvP lausan? Ef svo er dettur manni örvænting fyrst af öllu í hug. Þetta er ekki alveg að meika sens að mínum dómi.

    Ekki þar fyrir að mér er slétt sama og mun ekki missa svefn yfir þessu brölti.

  25. Carlo Ancelotti to CNN when asked which club has the best fans in the world:
    “In my opinion LFC fans, when they sing a song your hairs stand up.”

  26. Þetta RVP mál er mjög ath.vert í meira lagi. Það er augljóst frá mínum bæjardyrum séð að þetta eru ekki fjárhagslega sniðug kaup. 29 ára sóknarmaður sem er mjög meiðslagjarn á 24 millur. Og svo eru það launin sem eru örugglega ekkert slor. 8 til 10 millur á ári. Fjögurra ára samningur kostar því Utd kannski 60 millur og eftir það litla sem enga endursölu möguleika.

    Mér finnst þetta lykta af því að Ferguson ætlar að vinna einn titil í viðbót og hætta með stæl, hvað sem það kostar. Karlinn á varla mikið meira eftir en 1-2 ár og hann er orðinn vel stressaður vegna City. Þetta eru mjög áhættusöm kaup og lykta af desperation.

    Arsenal hafa misst Nasri, RVP og Fabregas á rúmu ári. Þvílikir leikmenn en þvílik leiðindi að halda með Arsenal. Eða hvað……

  27. 33 SB Lykta kaupin af desperation? Horfðir þú eitthvað á síðasta leiktímabil? Ertu kannski búinn að gleyma því hvernig RVP afgreiddi okkur nánast á eigin spítur með snilld sinni?

    Ég myndi vilja fá RVP til Liverpool fyrir 24m á stundinni. Jafnvel þó hann sé orðin svona eldgamall, alveg 29 ára! Persie leikmaður sem reiðir sig á tækni og leiksskilning frekar en hraða svo ef hann helst heill held ég að hann eigi nóg eftir í tanknum næstu 4 ár. Hann er heilu einu ári eldri en Stewart Downing sem við keyptum fyrir svipaðan pening í fyrra til að setja þetta aðeins í samhengi.

    En þetta er kannski ágætt að því leytinu til að Arsenal verður veikara fyrir vikið og okkar líkur á 3-4 sæti aukast.

  28. Flott podcast og skemmtilega langt í þetta skiptið.

    Spurning hvort einhver ykkar hefði breytt sinni skoðun um hver verður markahæstur í vetur vitandi að Persie væri að fara að spila með United? Eins hvort þetta sé það “STÓRA” sem þurfti að gerast til þess að eitthvað lið næði að challenga City um titilinn í ár. Ef Persie helst heill þá held ég að ótrúlegri hlutir hafi nú gerst.

    Hins vegar er spenningurinn að hlaðast upp fyrir laugardaginn. Hef mikla trú á okkar liði en það þarf líka allt að ganga upp fyrstu 3 til 4 vikurnar til þess að við sjáum almenninginn á Kop.is ekki í einhverju þunglyndi fyrstu vikuna í september. Nýr þjálfari, nýtt plan, búið að venda öllu í hring frá síðasta vetri og þá eru menn nú fljótir að byrja með hástafi og upphrópunarmerki ef taka á mark á síðustu tímabilum. Vonandi fáum við hina hliðina á peningnum og ég hlakka gríðarlega til að sjá hversu klókur Rodgers verður í þessum fyrstu 4-5 leikjum því það gæti verið lykillinn að stöngin inn í staðin fyrir stöngin út sjálfstraustinu þetta tímabilið.

    Let the games begin !

  29. Blaðamannafundur klukkan 12 í dag. Spurning hvort Sahin verði kynntur til leiks.

  30. Má nú samt ekki gleyma því að Arsenal er búið að fá 3 virkilega öfluga leikmenn, Giroud, Podolski og Cazorla.

  31. Nr. 36 er ekki alltaf blaðamannafundur á fimmtudögum þegar það er leikur um helgina?

  32. Frábært podcast að vanda hjá ykkur. Væri gaman að fá að taka þátt í því einu sinni 🙂 Er opin fyrir boði og þigg engar greiðslur fyrir það 🙂 Það er vissulega nýr andi yfir Anfield þótt það séu allir eða flestir allavega með báðar fætur á jörðinni ennþá. Það verður að koma í ljós hvernig liðinu mun reiða af á þessu tímabili en vonin er sú að komast í meistaradeild á ný. Mitt mat á leikmannahópnum er sú að hann sé nægilega sterkur til að ná 4. sætinu sérstaklega eftir að Arsenal seldi sinn besta mann. Það er til einskis að ræða Manchester liðin núna enda erum við langt að baki þeim hvað leikmenn varðar og fjárhag, eins á það við Chelsea að mínu mati. En hvað Arsenal og Tottenham varðar þá tel ég okkur í það minnsta standa jafnfætis þeim og ef ekki örlitlu fremur. Það er ekki hægt að segja að Tottenham sé búið að styrkjast neitt þótt Gylfi Sig sé komin þangað og við brotthvarf RVP frá Arsenal þá tel ég þá veikari þrátt fyrir að þeir séu búnir að fá 3 sterka leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga alveg eftir að sanna sig. Mín spá fyrir Liverpool þetta árið er því 3-5 sæti og ef vel tekst til þá gætum við skákað Chelsea og tekið þriðja sætið. Manchester liðin eru auðvitað alltaf að fara að taka efstu tvö sætin hugsa ég. En það eru spennandi tímar framundan og ég er að spá í að fara og versla mér treyjuna núna og jafnvel merkja hana. Ekki gert slíkt síðan Barnes var í Liverpool 🙂

  33. Brendan Rodgers var víst spurður à blaðamannafundinum í hàdeginu útí stöðuna a lànssamningum við Sahin hja Madrid og Tello hja Barcelona og hann sagdi við ættum að fà frekari frèttir à næstu 48 tímum og um leið og hann sagdi þetta brosti hann víst BREITT….

  34. Liverpool Football Club have reached an agreement with SC Heerenveen for the transfer of winger Oussama Assaidi, subject to the player passing a medical.

    WHO?

  35. Hum. Kemur á óvart – skemmtilegt. Nú þarf einhver rannsóknablaðamaður hér á kop.is að gefa okkur skýrslu 🙂

  36. Nú væri ég til í að heyra frá einhverjum sem að þekkir til þessa stráks, ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt um hann. Fyndið að það lak ekkert út áður en við fengum hann, ekki einus sinni tíst á twitter hehe.

    Fann þetta compilation á youtube checkið á hvernig hann klárar færið á 1:03

    http://www.youtube.com/watch?v=cY-4e6HryOM

  37. virkilega vona þessi verði okkar Worm í stað þess verða næsti babel

  38. Nú sér maður hversu mikið vit er í þessari pressu, búið að orða okkur við 4-5 leikmenn uppá síðkastið, svo er bara verið að ganga frá díl við einhvern gaur sem enginn okkar hefur heyrt minnst á. Það er greinilega allt í orden hjá Liverpool, það finnst mér lofa góðu!

  39. Èg segi bara góðn daginn, þessi leikmaður kemur svo sannarlega eins og þruma úr rúmlega heiðskýru lofti.

    Veit einhver eitthvað um þennan dreng? Hefur eitthvað verið talað um kaupverð? Er þetta varaskeifa eða eitthvað sem við megum buast við miklu af?

  40. Ég veit ekki hvað er til í því en orðrómurinn á spjallvefjunum er sá að við höfum borgað þrjár milljónir punda fyrir hann.

  41. Vá hvaðan komu þessi kaup, gaman að þessu en vonandi að Sahin sé þá hinn leikmaðurinn sem á að koma á næstu 48kls.

    Þessi strákur virðist vera skruggu snöggur og virðist vera sterkari á vinstri, er með gott marka record fyrir kanntara.

    En hvernig í ansk getur það staðist að allir þeir sem búa til svona fótboltavideo eru með versta tónlistarsmekk í hheeeeeeeeeeeeeeeeeeimi.

  42. Eina ástæðan fyrir því að ég vissi hver þetta er að ég keypti hann einhvern tíman í FM 2011(eða 2010) til Leeds og brilleraði hann í úrvalsdeildinni, svosem ekkert að marka það en vonandi á hann eftir að reynast vel.

  43. http://www.youtube.com/watch?v=CKfGItAC8fU Annað fínt video af honum. Mér finnst þessi náungi bara líta helvíti vel út. Bíð spenntur eftir að sjá hann spila. Og ef að við borguðum bara 3millur fyrir hann, þá gæti þetta vel verið ein bestu kaup sem við höfum gert í langan, langan tíma.

  44. Hann lítur svakalega vel út á borði þessi drengur miðað við myndböndin. En spurningin er hvort hann muni líta vel út í orði. Þetta er eitthvað sem ég átti ekki von á svo mikið er víst. Nær alltaf hefur eitthvað örlítið hvissast út um möguleg transfer áður en eitthvað er staðfest. En þetta er spennandi og vonandi verður hann big hit 🙂

  45. Svona á að vinna hlutina !

    Vel gert.
    Nú vona ég að þetta þýði ekki að við séum ekki að fá Sahin. Var orðinn mega spenntur fyrir honum.
    Verðum að fá hann inn næst

  46. Brendan Rodgers hefur greinilega heyrt í Steina í sumar af því þessi vængmaður er svo sannarlega með hraða!

  47. meiriháttar til hamingu með nía leikmainn okkar!!!ég vona svo sannalega að það kómi til okkar 1-2 nýnir leikmein til okkar í viðbót!!kv ykkar besti vinur Siggi Mey=Kóngur……………

  48. Ryan Babel (not) ?@NotRyanBabel10
    Congrats to Liverpool for successfully keeping the transfer of Oussama Assaidi a secret, thus preventing interest from Tottenham.

    😉

  49. Mjög óvænt kaup verð ég að segja. En miðað við þúskjáarmyndskeiðin (veit að þau eru oft villandi) þá er þetta ekta vængframherji sem kann að skora mörk. 20 mörk í 68 leikjum fyrir Heerenveen verður að teljast gott.

    Vonandi fáum við að sjá 1-2 leikmenn í viðbót fyrir helgi!! Sahin á diskinn minn takk!!

    YNWA-JFT96

  50. Það var mikið að það tókst loksins að klára kaupinn á Oussama Assaidi, Ég var farinn að halda að þessi saga mundi aldrei enda.

  51. Sammála Ásmund með hafa bara þekkt hann gegnum FM enda var hann mjög góður Leikmaður og var ein af lykillmönnum mínum þegar ég stjórnað SC Heerenveen en kannski er ekki hægt marka það en vonandi reynist hann vel hjá Liverpool.

    Skemmtileg tweet sem Kristján Atli birti hjá sér:

    Kristján Atli ?@kristjanatli
    RT @paul_grech: Last player #LFC signed from Holland and greeted with the question ‘Who?’ didn’t turn out that bad… #bigsami

  52. Þetta eru frábær kaup uppá Afríkumarkaðinn að gera………..

  53. FLott mál. Verður flottur á vinstri í staðinn fyrir Bellamy. Um að gera að hafa einhverja breidd í þessu liði. Mér finnst í góðu að henda örfáum millu við og við í svona “nobody” Þetta er eins og að kaupa sér 10 raðir í Lotto, hálfgert bruðl en maður er þó með. Heerenveen notuðu svo hluta af aurnum til að kaupa Alfreð Finnboga.

  54. Loks búinn að slá grasið og henda inn færslu um nýja leikmanninn. Ég er að sjálfsögðu sérfræðingur í spilamennsku Heerenveen síðustu árin og get sagt ykkur allt um þennan leikmann…

Nýjir leikmenn og vangaveltur fyrir tímabilið

Oussama Assaidi til Liverpool! Bíddu, hver?