Sami og slúður – opinn þráður

Kristján Atli sér um leik dagsins sem hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Sami Hyypia hélt blaðamannafund á Anfield í gær http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/hyypia-excited-for-anfield-return (þarf að setja slóðina inn svona því forritið er að stríða mér) þar sem hann sýndi eilítið aðra hlið en ég á allavega að venjast.

Finninn var ískaldur, virtist í raun vera að passa sig á því að vera andstæðingur Liverpool FC. Benti á að það væru nærri allt nýir menn að stjórna félaginu frá því hann var. Tíminn ætti eftir að leiða í ljós hvort það var rétt ákvörðun að reka Dalglish og sagðist ekki þekkja Brendan Rodgers eða hans stíl nægilega vel til að tjá sig um hann. Liðið hefði staðið sig ágætlega gegn Gomel en það hafi ekki verið að marka því afar lítil mótspyrna hefði mætt því.

Hann sagðist frekar vilja mæta Carroll en Suarez, væri í raun ekki hrifinn af þeim stóra en neikvæða umfjöllunin um hann væri samt of mikil og tengd kaupverðinu á honum sem lítið væri hægt að segja við.

Hann hrósaði Agger og sagði hann lykilmann í framtíð félagsins, með honum, Skrtel og Reina væri öflugt bakbein til staðar sem væri lykill að framtíðinni.

Hann var auðvitað jákvæður út í borgina og talaði um það hvað hann naut þess að vera leikmaður, talaði sérstaklega um Carra vin sinn og síðan lýsti hann að sjálfsögðu yfir óformlegum áhuga sínum á að verða stjóri LFC í framtíðinni, svaraði spurningunni hvort hann hefði áhuga með þessu:

You shouldn’t say no to good things

Sem mér fannst afar flott. Ég allavega fékk á tilfinninguna að við fáum að sjá alvöru leik á Anfield í dag!

Í slúðrinu í dag er tvennt heitast. Annars vegar er talað um að eltingaleikurinn við Dempsey hafi nú færst á hærra stig, það sem Liverpool ætli að greiða pening og setja Charlie Adam upp í kaupin – http://www.setanta.com/ie/Articles/2012/08/12/Reds-offer-Adam-bait-to-Cottagers/gnid-150437/. Ég leyfi öðrum að tjá sig um þetta á jákvæðan hátt og vona innilega ef af kaupum á Dempsey verði að ræða muni sá bara sýna í verki að það hafi verið rétt að kaupa hann. Ég hef efasemdir um þessi kaup en held að þetta slúður sé á góðum rökum reist. Finnst nú reyndar að við ættum lítið að þurfa bæta við pening ef þeir vilja Adam, Skotinn þrem árum yngri og á löngum samningi á meðan Dempsey á eitt ár eftir.

Síðan eru nú stöðugt fleiri sem vilja meina að West Ham hafi boðið 6 milljónir punda í Joe Cole, en þó hef ég ekki grafið upp verulega ábyggilegan “source” fyrir slíku slúðri, en umræðan á twitter og gulu pressunni er há. Ég myndi telja líklegt ef að þetta sé rétt og við þurfum ekki að greiða stórar upphæðir í launum drengsins væri þetta litið jákvæðum augum af yfirstjórn félagsins. Hvort að Cole myndi samþykkja dílinn er annað mál og allsendis óvíst.

Þessi þráður er opinn og Kristján kemur með leikinn síðar í dag. Áminni okkur öll um reglur kop.is – það er alveg á hreinu að síðan á að vera vettvangur uppbyggilegrar umræðu og fara eftir skýrum reglum, allt annað er tekið af dagskrá og ég vona að Kristján þurfi ekki að grípa til aðgerða eins og að loka síðunni tímabundið til að bregðast við brotum á reglum síðunnar!

9 Comments

  1. Get ekki beðið eftir því að sjá Hyypia á vellinum í dag 🙂

    En Adam á ekki að fara sem skiptimynt fyrir Clintarann. Menn af svipuðum styrkleika þó Clintarinn gagnist okkur betur. Ef við eiðum meira en 5 mills í Clint þá verð ég pínu hneikslaður. 1 ár eftir að samning og hann orðinn soldið gamall.

    En eigum við ekki að starta spá á leikinn? Ég ætla að vera soldið graður og segja 3-1 fyrir okkur. Suarez, Agger og Carroll fyrst Hyypia var að dissa hann pínu.

  2. City að kaupa Rodwell á tæpar 20 milljónir punda. Verð að segja að Allen á 15 milljónir miðað við hverju þeir skiluðu til sinna liða í fyrra er bara ágætis verð. En reyndar er erfitt að bera nokkur kaup við eitthvað sem City gerir ….

  3. myndi ekkert hata það að sjá Hyypia í eitthverjari stjórastöðu á Anfield! allt sem þessi maður gerir verður að gulli!!

  4. siguróli, LFC TV er besta leiðin til að sjá leikinn. Hvet alla til að fá sér þessa áskrift, hægt að sjá alla leiki í góðum gæðum eftir miðnætti á leikdag ásamt fullt af frábæru aukaefni. Kæmi mér ekkert voðalega mikið á óvart þó á Fox þættirnir Being Liverpool kæmu þar inn einhverjum dögum eftir frumsýningu einnig og því eftir töluverður að slægjast þar.

    En….. fyrir þá sem ekki hafa þennan aðgang þá er alltaf hægt að ná flestu á Wiziwig.tv

  5. Charlie Adam var keyptur í fyrra á hvað? rétt undir 10 miljónum punda. Maðurinn hefur klárlega lækkað í verði eftir frammistöðu síðasta tímabils. Manni þætti ekki óraunhæft að hreinn skipti díll kæmi til greina. Við erum að eltast við Dempsey og Fulham að pumpa verðið upp.

  6. Flott slúður, tel hvorki Adam né J.Cole eiga nokkra framtíð. Báðir frekar latir og slappir varnarlega. Þeirra styrkur liggur í sóknarleiknum en þeir eru bara hvorugir nógu góðir til að réttlæta veru í liðinu. Væri þvílíkt til í C.Dempsey. Helvíti harður nagli sem gefst ekki upp.

Joe Allen kominn (staðfest)

Liverpool 3 Leverkusen 1