Liverpool 3 Leverkusen 1

Okkar menn unnu í dag 3-1 sigur á Bayer Leverkusen í lokaleik undirbúningstímabilsins.

Þetta var frekar afslappaður leikur. Okkar menn höfðu stjórnina nær allan tímann. Sterling kom Liverpool yfir strax í upphafi leiks eftir gott hlaup innfyrir vörnina og skot í fjærhornið af vítateignum. Lucas Leiva bætti við öðru markinu um miðjan hálfleikinn með poti eftir gott samspil Downing og Suarez úr aukaspyrnu og Carroll, sem kom inná eins og allir aðrir varamenn í hálfleik, skoraði um miðjan seinni hálfleikinn með langskoti eftir flott samspil við Adam. Sam skoraði mark Leverkusen stuttu seinna og þar við sat.

Ég lýsi því hér með yfir að undirbúningstímabilið tókst glimrandi vel. Engin meiðsli, engin skakkaföll, kláruðum Gomel í Evrópu og liðið virðist vera að smella ljómandi vel saman á lokasprettinum. Nú öndum við djúpt í sex daga og svo spilar liðið fimm leiki (tvo gegn Hearts í Evrópu, þrjá deildarleiki) á seinni helmingi ágústmánaðar. Þetta er að bresta á!

Maður leiksins: Raheem Sterling.

Upprunalega færslan er hér fyrir neðan.


Okkar menn eru að spila við Bayer Leverkusen, undir stjórn Sami Hyypiä, í dag kl. 14. Hér er byrjunarlið dagsins:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Enrique

Gerrard – Lucas – Shelvey

Downing – Suarez – Sterling

Bekkur: Jones, Robinson, Spearing, Henderson, Adam, Carroll.

Borini, Agger, Johnson, Joe Cole og Joe Allen eru í fríi í dag. Þetta verður áhugavert. Þetta er opinn þráður þannig að þið megið ræða það sem þið viljið. Ég uppfæri færsluna að leik loknum.

70 Comments

 1. Ætli Joe Cole sé ekki bara að fara og Liverpool vil ekki taka áhættuna á meiðslum hjá honum.
  Allavega sértakt að láta menn eins og Skrtel ekki einu sinni vera á bekk. En Rodgers hlýtur að vita hvað hann er að gera.

 2. Já og Skrtel ekki með. Reyndar sýnist manni að það sé verið að gefa Kelly, Carra og Coates leik, svo fjarvera Skrtel/Agger er ekki stórmál.

 3. veit einhver hvar ég get keypt mér merkta liverpool treyju og fengið hana senda?:D

 4. Ég spái 3-0,þetta er anfield heimavöllur stærsta fótboltafélags sögunnar ætlum að vinna flesta leiki þar stórt í framtíðinna koma svo!!! 😀

 5. Rodgers segir í viðtali fyrir leik; að Joe Allen sé ekki með því Swansea hafi neitað að klára pappírana fyrir þennan leik. Magnað.

 6. redche (Liverpool): Comparing the mighty Biscan to Adam is an insult to the great Croatian.With Torben Piecknik & Istvan Kozma,Igor was our best player ever.P.S.:Doesn’t Biscan remind you of Beaker from the Muppet Show,at least he played like one.Einhverjir að bera saman Charlie Adam(s) við Biscan ekki allir sáttir við kaupin á honum enda slæm kaup að mínu viti sorry off topic.

 7. flottur Sterling.. væri ekki leiðinlegt að fá walcott á hinn kantinn !

 8. Sterling er tilbúinn. Það á ekkert að geyma þennan dreng á bekknum í vetur. Þvílíkt mark!

 9. Holy underwear!

  Sterling með frábært mark. Bara kjánaskapur að fara að lána þennan dreng.

 10. Leverkusen búnir að vera flottir. Eru með marga skemmtilega leikmenn, og hafa átt nokkrar flottar sóknir.

 11. LUCAS. AF ÖLLUM MÖNNUM. Verulega flott og sniðug spyrna frá Downing samt.

 12. er að horfa…..verðum að fá mann sem þorir fyrir Downing

 13. KEEP THE BALL!!!

  annars flott mark hjá sterling, og engu að síður skemtilegt að sjá minn mann lucas skora 🙂

  núna þarf suarez að setja hann inn í markið!

  YNWA!

 14. Það er óhætt að segja að mörkin komi úr óvæntum áttum í dag 🙂

 15. Biðst velvirðingar á þessu! Hélt að þetta væri til þess að hafa svona mynd…

 16. Raheem Sterling er með svakalegan hraða!!!, Rosalega væri nú gaman ef þessi strákur myndi make-a það í liðinu í vetur og verða eins og 20 milljóna signing :-), jafnvel bara betri. Hann er allavega að fá heilan leik núna sem er mjög jákvætt

 17. HAHAHAHAHAHA, Vá. Carroll@@ Æðislegt mark. Mjög fast og markmaðurinn einfaldlega átti ekkert í það. Vel gert.

 18. Carroll að stimpla sig inn hjá Rodgers 🙂 vonum að þetta dugi til að halda honum inni í liðinu í vetur

 19. Get ekki beðið eftir að fá Allen inn fyrir Shelvey! Ekki minn uppáhaldsleikmaður í liðinu…eina sem er hægara en hlaupin hjá honum eru tæklingarnar. Sleppur með þær í þessum leikjum en verður rekinn útaf í stórleikjunum.

 20. Miðjan í seinni minnir óþægilega á síðasta tímabil Adam, Spearing, Henderson, Shelvey…gjörsamlega á hælunum. Sterling er hinsvegar frábær.

 21. Mér finnst langflestir leikmenn komast bara mjög vel frá þessum leik. Kelly og Robinson flottir, Miðjan, bæði í fyrri hálfleik og seinni bara flott og sóknin líka.
  Það er helst að miðvarðaparið hafi verið pínu shaky, Coates átti nokkrar slæmar ákvarðanir og Carra sömuleiðis en gerðu vel þess á milli.

  Minn maður leiksins var samt Raheem Sterling 🙂

 22. Fínn leikur, datt reyndar aðeins niður í seinni hálfleik, en það er svosem skiljanlegt miðað við mannskapinn. Fínt samt sem áður. Frekar leiðinlegt að fá þetta mark á sig, en svosem ekkert hægt að kvarta voðalega mikið yfir því.

 23. Scott Slater ?@scottslater_
  Dempsey at Anfield today apparently

 24. Hvernig var Carroll? Las á Twitter að menn hefðu reynt of margar langar sendingar fram á hann. Ef það er rétt, þá er það ekki gott. En ekki honum að kenna auðvitað.

 25. Carroll var að taka boltann vel niður og halda honum með Sterling brunaði upp, lagði hann á miðjumann eða setti hann sjálfur upp í horn, og átti 2 – 3 hættulegar stungusendingar. Gerði vel í markinu af ekki teknískari manni að vera.

 26. Vel orðað hjá Siguróla nr. 19, en ef Dempsey er á leiðinni eins og allt bendir til erum við komnir með alvöru mann sem ÞORIR.

  Sterling verður einfaldlega að fá sjensinn í vetur. Ef maður horfir á það sem BR gat gert úr Sinclair, hvað getur hann þá gert úr mesta efni Bretlandseyja?

  Dempsey inn fyrir Bellamy væri styrking. Líklega er óþarfi að bæta öðrum kantframherja til að éta upp sjensana sem Sterling annars fengi.

 27. Þótt þetta hafi bara verið æfingaleikur, þá held ég að allir þeir sem skoruðu höfðu mjög gott af því.
  Sterling, því jú auðvitað hann er að reyna að skjóta sér leið inn í aðalliðið, eflir sjálfstraust hans í því ferli.
  Lucas, þar sem hann skorar nú voooða sjaldan, og hann að koma úr löngum erfiðum meiðslum, gefur honum bókað sjálfstraust að þetta sé allt að koma.
  Carroll, útaf mikilli umræðu um brottför hans og að hann passi ekki í taktík BR, sýnir að hann passar alveg inn í hana.

  En gaman af þessu, sérstaklega að sjá meistara Hyypia aftur á Anfield!
  Ooooog UNDIRBÚNINGSTÍMABILIÐ ER BÚIÐ! LET THE GAME BEGIN!

  YNWA

 28. Fínn leikur að mörgu leyti.

  Ljóst að Rodgers hefur verið missáttur, maður heyrði nokkuð oft gargið “keep the ball” frá varamannabekknum, enda komu kaflar þar sem við vorum að reyna löngu boltana. Alls ekki bara þegar Carroll var inná.

  Fyrri hálfleikurinn fannst mér mjög góður. Frábær tröllin hér inni að tala Downing niður eftir þessa þrjá leiki að undanförnu. David Pleat var að lýsa á ESPN og benti mjög fljótlega á þá staðreynd að Downing fór framhjá bakverðinum þegar honum sýndist og því er ég sammála, sending hans á Suarez í marki 2 var virkilega flott og það var nú nokkuð augljóst með skiptingunum í hálfleik að Suarez, Downing og Gerrard munu verða í lykilstöðum í byrjun móts. Sem er afar eðlilegt. Gerrard og Suarez voru hvorugir í gírnum í dag, en þá í staðinn voru það Sterling, Downing og Lucas í fyrri hálfleiknum.

  Í seinni hálfleik sáum við 10 leikmenn sem þurfa að sanna sig fyrir stjóranum og mér fannst þeir bara ansi margir geta farið glaðir af velli. Coates átti 89 mjög góðar mínútur en lenti í ruglinu og kostaði nærri mark. Carra átti 89 mjög góðar mínútur en átti stóra sök í marki Bayer. Kelly átti erfitt fannst mér, finnst hann ekki hafa náð að ógna markinu nægilega á árinu 2012 og í mínum huga er ljóst að Johnson verður að vera heill. Robinson átti solid innkomu og mikið vona ég að hann verði ómeiddur.

  Á miðjunni þessar seinni 45 hélt Spearing áfram á sömu braut, gerir margt vel en tapar boltanum of oft og því miður á hann erfitt með að verja svæðið fyrir framan hafsentana. Vissulega ósanngjarnt gagnvart honum að bera við Lucas, en hann á erfitt. Henderson var duglegur og leysti miðjustöðuna allt í lagi, þó ekki eins vel og Shelvey hafði gert í fyrri. En það er svolítið erfitt að dæma hann þar sem ólíkt er að spila með Lucas eða JS. Shelvey er leikmaður sem Rodgers vill spila með, fínn í fyrstu snertingu og duglegur að biðja um boltann. Það kom þó í ljós að hann er ekki mikill kantmaður!

  Raheem Sterling er alltaf að koma betur í ljós sem leikmaður. Hann hefur mikla sprengju í fótunum og þetta mark sem hann skoraði hefur maður séð frá honum í unglinga- og varaliðunum undanfarin ár. Las umsögn nýlega sem ég var sammála. Þegar þessi strákur hefur bætt betri boltatækni og meiri leikskilning við sinn leik verður hann hrikalegur. Hann er verðskuldað maður leiksins hjá Kristjáni en mér fannst koma í ljós í lok leiks að hann er ekki enn tilbúinn í lykilhlutverk, en klárlega leikmaður aðalliðsins í vetur.

  Ég horfði mest á þá félaga Adam og Carroll, enda stærsta fallöxin yfir þeim. Þeir fengu báðir 45 mínútur og þeir flæktu málin fyrir þeim sem telja þá eiga að fara í burtu. Adam kominn framan við miðjudúó og þá getur hann teiknað ýmislegt upp. Markið sem Carroll skoraði var afleiðing af flottri snertingu frá honum, en Carroll hefði mögulega getað sent á Skotann aftur sem var þá einn í gegn. Hann er sterkur í “one-touch” spili og hættulegur við mark andstæðingsins. Í dag finnst mér hann næstbestur aftan við senterinn af þeim leikmönnum sem við eigum, á eftir Gerrard og því vona ég í dag að það verði Joe Cole sem verði fórnað en Adam haldið.

  Carroll er náttúrulega í skrýtinni stöðu. Það er í raun bara ein ástæða fyrir því að hann hlaupi ekki inn í þetta lið okkar og það er boltatæknin. Hann pressaði mjög vel, varnarvinnan hans gríðargóð og set-piece aðstoðin líka. Átti skalla naumt framhjá og nokkrar fínar sendingar, auk þess að skora mark og vera töluvert til vandræða fyrir varnarmennina. Fyrsta snerting hans á boltann er því miður enn ekki góð og því missti hann oft boltann frá sér.

  David Pleat fannst mér draga hans stöðu rétt upp. Hann sagði ca. svona: “Andy Carroll is doing all he can to impress and he is impressive. He is most certainly a brilliant B-plan for Liverpool to have, but the question is, can you afford to have such a player as a B-plan”.

  Ég vona að við höfum efni á því…

  En mér fannst margt jákvætt í leiknum, nú eru bara 6 dagar eftir í alvöruna og rispaða platan mín segir að til lengri tíma litið séum við á réttri leið, en ég vonast heldur betur enn eftir gæðaleikmönnum inn í hópinn framarlega á vellnum þar sem okkur vantar tilfinnanlega breidd og meiri gæði.

 29. Fannst þetta bara mjög fínn leikur hjá Liverpool og virkaði þetta á mig sem frekar áreynslulaus sigur gegn sterku liði Leverkusen. Þrátt fyrir að hafa skorað þrjú mörk þá fannst mér liðið aldrei fara úr “3ja gírnum” og kannski má skrifa það að einhverjum hluta á það hve fljótt við skoruðum.

  Flott hápressa hjá liðinu og mér finnst alveg ótrúlega flott að sjá hve grimmir og aktívir leikmenn liðsins eru í að reyna að vinna boltann af varnar/miðjumönnum mótherjana, frábært dæmi um það er einmitt markið hans Borini gegn Gomel um daginn. Mikil vinnusemi hjá leikmönnum og þetta mun skila liðinu auka mörkum í vetur ef þessu verður haldið áfram. Það var oft á tíðum ábótavant á síðustu leiktíð að leikmenn voru ekki að mæta í hápressuna né 50/50 bolta og fráköst en það er góðs viti að sjá að það virðist vera mikil breyting þar á.

  Fannst líka alveg helvíti magnað að heyra til Rodgers á hliðarlínunni reglulega í leiknum: “Keep the ball! Keep the ball!”

  Liðið lék mjög yfirvegað og vel, þá sérstaklega í fyrri hálfleik en vörnin átti það til að vera svolítið shaky og þá sérstaklega Coates. Gott að eiga Johnson, Agger og Skrtel inni fyrir leikinn gegn WBA um næstu helgi.

  Sterling stimplaði sig heldur betur inn í dag með stórglæsilegu marki og átti nokkrar góðar rispur inn á milli. Downing fannst mér mjög fínn á kantinum í fyrri hálfleik og miðað við hvernig hann virðist ætla að byrja þessa leiktíð þá er ég ekki í neinum vafa um að hann muni koma inn sem “ný kaup” fyrir liðið á komandi leiktíð – við eigum hann alveg inni frá því á síðustu leiktíð.

  Aftur fínn sigur á góðu liði Leverkusen þar sem liðið gat leyft sér að hvíla þrjá bestu varnarmenn sína og Borini, Cole, Allen einnig allir fyrir utan hópinn. Svei mér þá ef ég hlakka ekki til leiksins um næstu helgi þar sem við fáum vonandi að sjá Allen og Borini spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool og vonandi 1-2 nýja leikmenn búna að bætast við hópinn.

 30. Sælir
  Gaman að sjá að jákvæðnin er komin aftur inn á þessa síðu . Greinilegt að Skummarnir eru farnir að skrifa á öðrum síðum eða þeir sem halda lítið með Liverpool.
  Höldum áfram á þessari braut og bolum burt neikvæðninni.
  Annars var þetta flottur leikur og verður erfitt að hafa alla þessa góðu leikmenn sem Liverpool á inná í einu….. Ég sé fyrir mér að Coates taki við að Carragher í vetur og Kelly verði stoð og fyrir Johnson. Við eigum frábæra leikmenn í öllum stöðum í vetur. Spá um liðið í vetur, hjá mér.
  Reina, Johnson,Skrtel, Agger, Enrique,Lucas, Allen, Gerrard, Downing, Suárez,Borini.
  Bekkur, Doni, Coates, Kelly, Henderson, Shelvey, Sterling, Carroll.
  Annars verður þetta ekki auðveldur vetur en ég spái okkur í topp 4 í vetur.
  YNWA

 31. Kristján Atli, pínu smámunarsemi en við mætum WBA og City og svo tvo leiki gegn Hearts svo er Arsenal 2 sept. Svo það eru bara 4 leikir í ágúst ekki 5 🙂

 32. Já það er gott að vera bjartsýnn og stjórnendur síðunnar eiga heiður skilið fyrir sinn þátt í því.

  Vil hins vegar vera raunsær og er afar óhress með metnaðarleysi eigenda liðsins við að styrkja liðið nægilega til að gera alvöru atlögu að titlum í vetur.

  Reyndar sýnist mér að væntingar margra stuðningsmanna séu minni en oft áður. Kannski að eigendurnir hafi sýnt snilli síni á þeim vettvangi.

  Liðið er stórt spurningamerki. Á pappírunum hefur það veikst en þeir sem KD keypti í fyrra eru árinu eldri og munu væntanlega eiga betra tímabil.

  Ég sé að það er lítil stemming fyrir smá neikvæðni en ég er bara ekki tilbúinn að búa til væntingar sem ekki er innistaða fyrir í leikmannahópnum.

  Sjáum samt til og vonum það besta. Á meðan allir eru heilir (sem er reyndar ótrúlegt) má búast við góðum úrslitum í haust og vonandi lengur.

  Áfram Liverpool!

 33. Sagt var í seinasta Podcasti að þið myndi gera annað podcast þar sem þið myndu fara yfir Liðin í Deildinni hvenær munið setja podcast.

  • Siggi:

   Sagt var í seinasta Podcasti að þið myndi gera annað podcast þar sem þið myndu fara yfir Liðin í Deildinni hvenær munið setja podcast.

   Næsta þriðjudag.

 34. til hamingu með leikin okkar núna í dag,ég vona svo innilega að ég meigi skrifa lika iná þesa síðu er það ekki í leigi ykkar veingna??kv Siggi Mey=Kóngur.

 35. netið rautt sem er jákvætt næst vil ég sjá rautt gras á anfield

  sá ekki allan leikin en að vinna þetta lið er bara jákvætt fyrir átökin framundan. ég er enn með magavöðvana slaka.

 36. Nú er allt í milljón á twitter um að Gaston Ramirez og Dempsey séu verðandi leikmenn Liverpool og verði kynntir til sögunar á morgun.

  Spennandi ef það reynist rétt.

 37. Sterling maður leiksins?.. Verð að segja að mér fannst hann ALLS ekkert spes fyrir utan markið sem var reyndar frábært. Hann var týndur mest allan leikinn og var allt of lítið í boltanu. Erfitt að kjósa menn sem spila ekki nema hálfleik. Shelvey var mikið í boltanum og stóð sig heilt yfir vel..

  Ekki það að þetta skipti nokkru mál hver er valinn maður leiksins í þessum leik en fannst Sterling ekki sannfærandi í þessum leik.

 38. Fannst þér hann ekki sannfærandi? Hann er 17 ára og skoraði gullfallegt mark. Um að gera að gera lítið úr honum. NOT.

 39. vitiði hvar það er hægt að horfa á Liverpool vs gomel leikinn þar sem ég þurfti að asnast í útileigu…

 40. Get ekki verið meira ósammlála þér um Sterling og Shelvey. Jú það þarf að massa Sterling meira upp svo hann geti skýlt boltanum betur og til þess að taka menn á en common gaurinn er 17 ára hann var með fína spretti skoraði flott mark og leit ágætlega út Shelvey gerði ekki rassgat í þessum leik og þessvegna var hann valin maður leiksins.

 41. það vantar ekki að greyið Shelvey er alltaf að og yfirferðin á honum er mikil. En sumar ákvarðanir hjá valda því stundum að maður heldur að hann sé eitthvað pínu eftir á. Hann og Spearing eiga bara ekki heima í þessu liði bara ekki nægjamlega góðir. Getum við ekki selt spearing til blackburn þar sem hann getur spilað við hliðina á Murphy.Hehe ef maður vissi ekki betur gæti maður trúað því að murphy væri pabbi hans

 42. Af hverju ekki frekar að eiga Spearing á bekknum? Hann sættir sig við það, er ekki ofborgaður eins og aðrir bekkjarsetumenn og er Liverpool maður. Held að hann sé fínn til að eiga upp á að hlaupa í leikjum þar sem við erum komnir vel yfir og það væri skynsamlegt að hvíla Lucas.

 43. Sælir félagar

  Það er strax betra að lesa það sem hér er skrifað eftir að menn voru minntir á reglur hér . Þetta var orðið eins og blogg leikskólakrakka á tímabili .
  Ég vill minna á að orðið GAGNRÝNI ÞÍÐIR AÐ RÝNA TIL GAGNS en ekki að drulla yfir fólk og koma því niður í skítinn …
  Ég er frekar bjartsýnn á þetta tímabil , ekki það að ég sé að biðja um titil en að við þróum okkar leik og búum til góða leikmenn er gott markmið .
  Það eru allir tilbúnir að leggja meira á sig en áður og það á enginn fast sæti í liðinu sýnist mér , sem er gott .
  Eldri leikmenn tala vel um það sem er að gerast á æfingasvæðinu og eru að tala unga leikmenn upp .
  Ætla ekki að dæma neitt fyrsta árið en ég mun gagnrýna það sem mér fynnst betur mega fara auðvita , enda er það partur af leiknum að ræða og skiptast á skoðunum .
  Þetta blogg er stór partur af mínu lífi og þessvegna vona ég að fólk sýni hvað það er að vera POOLARI og verði málefnaleg 🙂

 44. Haukur H (#58) segir:

  það vantar ekki að greyið Shelvey er alltaf að og yfirferðin á honum er mikil. En sumar ákvarðanir hjá valda því stundum að maður heldur að hann sé eitthvað pínu eftir á.

  Jonjo Shelvey er 20 ára gamall! Manstu hvernig Lucas spilaði um tvítugt? En Gerrard? En Frank Lampard? En David Beckham?

  Ef við getum ekki gefið ungum og bráðefnilegum leikmönnum sénsa til að gera mistök og læra svo af þeim mistökum um tvítugt, hvenær þá?

 45. Það má örugglega gagngrýna ýmislegt annað en frammistöðuna hjá Shelvey það sem af er enda held ég að hann sá aðili sem er búinn að standa sig hvað best í þessu liði.
  Hann er hrikalega ákveðinn og hungrið skín af honum og þar af leiðandi á hann til að vera frekar viltur í tæklingum, en ég vona svo sannarlega að hann verði ekki lánaður í burtu aftur því undir stjórn og handleiðslu Rodgers þá tel ég hann eiga fullt erindi í þetta lið.

 46. Ein helsta ástæða þess að ég er búin að vera með þetta skemmtilega blogg í uppáhalds nánast frá því það fór fyrst í loftið, er hversu málefnalegir þáttakendur í blogginu eru svona oftast. Ég er sjálfur frekar lélegur að taka þátt í umræðunni, en hef mjög gaman af að fylgjast með og lesa. Hvort heldur sem það eru greinar um knattspyrnutaktík, einstaka leikmenn, transferslúður , upphitanir eða leikskýrslur finnst mér menn leggja metnað í að vera málefnalegir og skemmtilegir.

  Sama hefur mér fundist um þá sem taka þátt í ummælakerfinu og oft er þar að finna flottar færslur skrifaðar af innsæi ,einlægni og vilja til að vera málefnalegir.

  Maður er vanur því að sjá öðruhvoru á stangli einnarlínudrullufærslur þar sem færsluhöfundi tekst að draga 90 mínútur af knattspyrnu niður í eina línu sem gjarnan gerir lítið úr framlagi einhvers ákveðins leikmanns. Færsluhöfundur virðist þá sannfærður um að færsluþoli (ég sjálfur) komist illa í gegn um daginn án þess að fá að drekka í sig hvað honum hafi fundist um framlag téðs leikmanns.

  Slíkar færslur hafa hingað til ekkert gert fyrir mig sem hefur réttlætt annað en að skruna einfaldlega fram hjá þeim þar til ég kem að texta sem virðist skrifaður af málefnalegum vilja til að bæta einhverju við umræðuna sem jafnvel væri hægt að ræða eitthvað frekar og þar með leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda gæðum síðunnar.

  Af einhverjum ástæðum er ég nú að finna fyrir smávægilegum eymslum í miðkjúku vísifingurs hægri handar, sem ég get ekki skýrt með öðru en aukinni notkun á skrunhnappi músarinnar.

  Þetta þykir mér miður og ég fagna hvers kyns ritstýringu sem miðar að því að draga úr skrunvirkni og stytta skrunmetrann á milli málefnalegra og skemmtilegra ummæla.

 47. Veit nú ekki hversu áreiðanlegur twitter account þetta er en allaveg

  Kopwatch ?@KOPWATCH
  Reports: Daniel Agger has told Liverpool that he will refuse any offers from Man City because of his loyalty to the club. (EkstraBladet)

  Þetta eru mjög góðar fréttir enda væri það svakalegt fyrir Liverpool ef hann myndi fara, svo er þetta líka mjög athyglisvert,

  Kopwatch ?@KOPWATCH
  Liverpool on alert as Alonso turns down new contract, as he looks to leave Real Madrid.
  hver væri ekki til í að fá Alonso aftur “hiem”

 48. Skil ekki hvernig menn geta verið neikvæðir, við erum að byggja upp nýtt lið, nýja kynslóð með nýjan þjálfara sem er með ferskar hugmyndir og er algjörlega að leggja sig 200% fram við að vera okkar maður á öllum sviðum, langt síðann að ég hef verið jafn ótrúlega ánægður með þjálfarann hjá okkur.

  Við erum ekki að fara vinna titilinn á þessu tímabili, það er bara ekki fræðilegur, eina sem að við getum beðið um er að sjá fínan bolta og framfarir frá seinasta tímabili (sem ætti ekki að vera erfitt) , top5 og smá árangur í europa er bara fínt tímabil.

 49. Það er furðulegt hvað ég er afslappaður fyrir þessu tímabili. Undanfarin tímabil hef ég alltaf verið mjög spenntur og búist mið miklu því miður hefur það oftast orðið að vonbrigðum. En ég held að það verði eitthvað annað uppá teningnum í ár gæti jafnvel séð þennan merka klúbb endurheimta Meistaradeildarsætið sitt. Mér finnst líka rosalegt hvað menn geta verið neikvæðir hérna endalaust að væla um einhver leikmanna kaup, ástæðan fyrir að þetta hefur tekið svona langan tíma er ekki útaf peningaleysi (held ég) heldur að rétti maðurinn hefur ekki fundist. Svo finnst mér líka margt benda til þess að Rodgers sé spenntur fyrir unglingastarfinu og ætli sér að nota þá í vetur. Mér finnst allavega margt jákvætt hjá klúbbnum í ár.

  Það er betra að sleppa því að kaupa meðalleikmenn eins og Riera, Dossena, Voronin (kom reyndar frítt) osfrv..frekar nota ungu strákana og kaupa alvöru leikmenn ég vil sjá Ramírez koma inn og þá er ég sáttur.

  YNWA!

 50. Ein helsta ástæða þess að ég er búin að vera með þetta skemmtilega blogg í uppáhalds nánast frá því það fór fyrst í loftið, er hversu málefnalegir þáttakendur í blogginu eru svona oftast. Ég er sjálfur frekar lélegur að taka þátt í umræðunni, en hef mjög gaman af að fylgjast með og lesa. Hvort heldur sem það eru greinar um knattspyrnutaktík, einstaka leikmenn, transferslúður , upphitanir eða leikskýrslur finnst mér menn leggja metnað í að vera málefnalegir og skemmtilegir.

  Sama hefur mér fundist um þá sem taka þátt í ummælakerfinu og oft er þar að finna flottar færslur skrifaðar af innsæi ,einlægni og vilja til að vera málefnalegir.

  Maður er vanur því að sjá öðruhvoru á stangli einnarlínudrullufærslur þar sem færsluhöfundi tekst að draga 90 mínútur af knattspyrnu niður í eina línu sem gjarnan gerir lítið úr framlagi einhvers ákveðins leikmanns. Færsluhöfundur virðist þá sannfærður um að færsluþoli (ég sjálfur) komist illa í gegn um daginn án þess að fá að drekka í sig hvað honum hafi fundist um framlag téðs leikmanns.

  Slíkar færslur hafa hingað til ekkert gert fyrir mig sem hefur réttlætt annað en að skruna einfaldlega fram hjá þeim þar til ég kem að texta sem virðist skrifaður af málefnalegum vilja til að bæta einhverju við umræðuna sem jafnvel væri hægt að ræða eitthvað frekar og þar með leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda gæðum síðunnar.

  Af einhverjum ástæðum er ég nú að finna fyrir smávægilegum eymslum í miðkjúku vísifingurs hægri handar, sem ég get ekki skýrt með öðru en aukinni notkun á skrunhnappi músarinnar.

  Þetta þykir mér miður og ég fagna hvers kyns ritstýringu sem miðar að því að draga úr skrunvirkni og stytta skrunmetrann á milli málefnalegra og skemmtilegra ummæla.

 51. Jæja þetta er farið er verða stórkostlega undarlegt mál með hann Daniel Agger. Það lítur út fyrir það að einhver sé ekki að segja satt. Agger segir í viðtali nú í dag að hann hafi engan áhuga á að yfirgefa félagið og vilji alls ekki spila fyrir annað lið á Englandi en Liverpool. Rodgers er búinn að segja það í nokkrum viðtölum að hann hafi engan áhuga á að selja Agger og vilji alls ekki missa hann. Getur einhver sagt mér hvað vandamálið er? Viltu ekki missa Daniel Agger Brendan Rodgers? Af hverju ertu þá ekki fyrir löngu búinn að bjóða honum nýjan samning? Maðurinn nánast grátbiður um að fá að skrifa undir!

 52. Þetta með Agger lítur út, gagnvart mér í það minnsta, þannig að Brendan vilji ekki selja og Agger vilji ekki fara. En önnur sjónarmið ráði hugsanlega för. Þ.e. að stjórnin eða einhverjir hærra settir en BR séu til í að selja hann fyrir hámarksvirði (25-27 m. punda) enda líti þeir svo á að það sé góður business. En eingöngu verði tekið tilboði sem ekki er hægt (erfitt í það minnsta) að hafna.

Sami og slúður – opinn þráður

Fantasy – Kop.is deildin 2012/13