Joe Allen kominn (staðfest)

Joe Allen er Liverpool leikmaður.  Það var staðfest núna á opinberu heimasíðunni.

Joe allen 10

Hérna er svo viðtal við kappann.  Og hérna er athyglisverður samanburður á milli Allen og miðjumanna toppliðanna á Englandi.  Brendar Rodgers þekkir Allen vel og af myndum að dæma fer vel á með þeim.  Rodgers væri ekki að eyða 15 milljónum punda í Allen nema að hann væri 100% viss um að þetta sé leikmaður, sem mun bæta spil okkar liðs.

Við höldum áfram að kaupa unga og efnilega breta, sem ég tel vera jákvætt.  Þá er bara að vona að við sjáum einhvern sóknar/kantleikmann fyrir lok leikmannagluggans og að Agger verði áfram og þá er ég bara sæmilega sáttur við þetta sumar miðað við að við erum ekki í Meistaradeildinni.

76 Comments

 1. Jahérna, ég er svo hissa! Gaman að heyra, ég vona að hann standi sig vel.

 2. frábær kveðjugjöf frá Bellamy:

  Kane Davies ?@KaneD101
  Bellamy-“I spent the last three weeks hounding Allen to go to Liverpool. I’m delighted for #LFC because they’ve just got an immense player.”

  EF þessi tweet reynist sönn 🙂

 3. Glæsilegt, alltaf gott að fá toppleikmenn inní hópinn okkar 🙂 Sýnist hann vera miklu hraðari en ég hélt sem getur ekki talist nema gott 🙂 Fá svo einn gæðaleikmann, Suarez týpu og þá er ég sáttur 😀

  YNWA

 4. Hann sannaði sig í fyrra og ég vona að þetta verði ekki neinn nýr Charlie Adams og kýs að sjá hálffullt glas :-).

  Er samt enn að bíða eftir nýjum vinstri bakverði og sóknarmanni. Finnst við ekki nógu vel mannaðir í þeim stöðum, en ef Robinson verður heill og getur tekið við kyndlinum af Enrique þá kannski dugar það.

  Bellamy er hinsvegar að stefna í Liverpool Legend.

 5. Allen mun örugglega standa sig prýðilega hjá LFC 🙂

  Bellamy verður alltaf í mínu hjarta 🙂

  “Bellamy will never walk alone!”

 6. Fá svo einn gæðaleikmann, Suarez týpu og þá er ég sáttur

  Sko, ef það er ekki augljóst, þá er ekki til nein Suarez týpa. Hann er einstakur leikmaður. Ég gæti varla búið til 10 manna lista yfir menn, sem ég vildi skipta á við Suarez. Hann verður okkar besti leikmaður, nema að eitthvað mikið gerist.

  Við getum reynt að finna leikmenn, sem geta spilað með honum, en við finnum ekki annan Suarez.

 7. Gríðarlega ánægður með þessi kaup, það er þessi gaur sem lét Svanina tikka á síðasta tímabili ekki Gylfi S (með fullri virðingu fyrir honum). Miðjan með honum, Lucas og Cerrard verður ógnvænleg. Ég skal glaður éta hatt minn ef ósatt reynist.

 8. Mér líst bara mjög vel á þessi kaup. Hann er náttúrlega bara 22 þannig að það er kannski til fulls mikils að ætlast til að hann blómstri og verði lykilleikmaður í vetur. En ég held að á næstu árum verði hann burðarás á miðjunni hjá okkur.

  Annað sem er virkilega áhugavert varðandi þennan samanburð á Allen og okkar miðjumönnum, er hvernig meistari Lucas kemur út úr honum. Það var náttúrlega augljóst fyrirfram að hann væri að fara að rústa öllum varnarhlutum samanburðarins, en það sem mér þykir merkilegast, svona miðað við hvernig sumir hafa talað, eru sendingarnar hjá honum. Hann er með langhæsta hlutfall sendinga fram á við af okkar mönnum og lægsta hlutfall sendinga aftur á bak.

 9. Fín kaup og ljóst orðið að miðjan okkar er að verða all rosaleg ef litið er til framtíðar. Allen, Shelvey og Henderson bráðungir, Lucas á nóg eftir.

  Er algerlega sammála Einari Erni með það að nú eru miðja og vörn nægilega vel sett, svona ef við göngum út frá því að við missum ekki menn.

  En ég vill sjá fljúgandi kantstriker á næstu dögum og helst annan til inn í sóknina okkar sem mér finnst enn vanta eilítið upp á breidd.

  Fyrst og síðast gleðst ég mikið yfir því að þetta mál sé klárað, þessi leikmaður var afburðabestur hjá Swansea en eins og Mölby kemst að orði þá er alltof snemmt að ákveða neitt annað en að treysta Rodgers fyrir því að þarna fari maður sem við getum notað. Tölfræðin hans er mögnuð en hún hefur áður brugðist þegar við höfum verslað leikmenn. Engin ástæða til að nefna hann Xabi Alonso (enda þyrftum við þá að ákveða á hvaða Alonsoleiktímabili við værum að meina því þau voru misjöfn) eða Charlie Adam (nema þá að telja öruggt að hann hafi verið one-season wonder en þessi ekki).

  Heldur bara að gleðjast yfir kaupum á góðum leikmanni, sem ætti að geta skipt okkur máli frá byrjun, þekkjandi Rodgers afar vel!

 10. Jæja, Allen kominn og þá þýðir ekki annað en að bjóða leikmanninn velkominn og vonandi að hann standi sig með prýði.

  Allen er Alonso-týpa, en eins og sagt var um Suarez, þá er Xabi einnig einstakur leikmaður og flestir, ef ekki allir, leikmenn í heiminum eiga ekki séns í samanburð við Xabi. Þannig við skulum ekki missa okkur í slíkum samanburði.

  Allen var góður leikmaður í Swansea liðinu. Hann er leikstjórnandi, líður vel á boltanum, með góðar sendingar og með gott auga fyrir spilinu. Hann er aftur á móti “holding” miðjumaður líkt og Lucas. Og því spyr ég, er/var raunverulega mikil þörf á að bæta enn einum miðjumanninum í hópinn?

  Stóra vandamál Liverpool er að skora mörk. Liðið gat varla keypt sér mark á síðustu leiktíð, því liðið var og er stútfullt af leikmönnum sem bara eru ekki með getuna til þess að búa til færi og snúa þeim í mörk. Fyrir utan Suarez, að sjálfsögðu.

  Með Allen er kominn leikmaður sem getur stýrt spili liðsins, en hann er ekki maður sem blandar sér of mikið í sóknarleikinn.

  Það er ennþá vandamál framar á vellinum – ef við gefum okkur að Carroll sé bara jafngóður og hann sýndi á síðustu leiktíð og ekkert meir. Borini er engin markamaskína, þó hann hafi skorað gott mark á móti Gomel. Hann er meira í ætt við Kuyt, og mun sennilega vera hugsaður sem arftaki Kuyt frekar en til að spila fremstur.

  Það þarf, með öðrum orðum, meiri gæði í leikmannahópinn. Leikmenn sem kunna meira en bara að stýra leikjum – frekar leikmenn sem kunna að breyta leikjum. Ég segi að það þarf out-and-out framherja, og annan teknískan leikmann á annan hvorn kantinn. Já, og einn vinstri bakvörð, takk fyrir! 🙂

  Að því sögðu, býð ég Allen velkominn til liðsins, enda betri leikmaður en þeir sem fyrir eru í hans stöðu – að undanskildum Lucas.

  Homer

 11. Viðtalið við Brendan Rodgers.

  Brendan Rodgers on Allen

  “You’d think he was a Spanish player, a real European player. I would have paid many more millions for this kid,” said Rodgers, who managed Allen at Swansea. “He is a unique player in that he’s a British player who doesn’t give the ball away. When he comes into this team you’ll see the difference he can make.
  “He’s incredible on the ball, his intelligence for a 22-year-old is frightening, his game understanding is very, very good and he’s in love with the football. He loves the ball. I think he’ll fit in really well with all the other clever players we already have here. I’m excited about the prospect of Allen fitting in with our front four, because I think even at this early stage, their combination has been excellent.”

  Og hérna er svo frekar neikvætt:

  Rodgers on new signings: “I don’t know whether I expect more signings to follow rapidly but certainly our hunt continues, I said when I first came in my objective was to build a squad that was going to be competitive. It is probably a wee bit frustrating for everyone – including myself – that we haven’t got them coming in quicker, but I think we’ve seen that the squad we’ve got here is already a good one, and I am just trying to improve it a little.”

 12. Finnst þetta fínar fréttir. Ég sé fyrir mér deadly miðju með Lucas, Gerrard og Allen saman. Einnig ekkert rusl að eiga Henderson, Adam, Shelvey og Cole svona til að koma inn ef þess þarf.

  En ég finn mig tilneyddan að commenta aðeins á að verið sé að stimpla leikmenn einstaka. Ég er alveg sammála að Suarez er einstakur og það í raun rannsóknarefni að hann hafi viljað skrifa undir hjá okkur í stað þess að finna lið á borð við Barca eða Real.
  En að því að Homer nefnir að Xabi hafi verið einstakur þá er einnig rétt að nefna að Xabi varð ekki einstakur strax á fyrsta seasoni (eða ekki fannst mér). Það var einna helst seasonið sem við vorum svo grátlega nálægt því að vinna deildina að hann sýndi nákvæmlega hvað í honum bjó.
  En ástæðan fyrir að ég nefni það er að nú þurfa allir stuðningsmenn að sitja á sínu og vera þolinmóðir. Við erum með mökk af leikmönnum sem geta orðið svo góðir ef þeir fá traust. Þeir þurfa að fá að gera mistök og vera vonlausir. Svo lengi sem þeir læra af því og hífa sig upp þá er hægt að fyrirgefa mistök.

  Sagan um Lucas er eitt og sér efni í heimildarmynd. Maðurinn kemur sem frá Gremio sem sóknartengiliður er færður niður sem varnartengiliður. Þar átti hann vissulega erfitt uppdráttar og væri gaman að taka saman comment frá Kop.is og öðrum síðum þar sem drullað er yfir manninn. Það er meiri segja baulað á hann af stuðningsmönnum Liverpool. Ég gleymi aldrei setningunni eftir þann leik þegar Meistari Benitez sagði: “People just don’t know how good Lucas is”.

  Þessa saga minnir mig alltaf á það að sé ungum leikmönnum oft gefið traust geta þeir orðið svipað góðir og Lucas. Þetta gerist vissulega ekki alltaf en við vitum það ekki fyrir víst nema við treystum leikmönnum. Ég segi að við eigum því að treysta leikmönnum á borð við Allen, Henderson, Shelvey, Carroll og fleirum því þetta verða mögulega stórstjörnum framtíðarinnar!

 13. Frábært. Ég var mjög hrifinn af Allen og Leon Britton á miðju Swansea á síðustu leiktíð. Í Lucas Leiva eigum við betri útgáfu af Britton þannig að Allen var augljós kostur og það er gífurlega jákvætt að Rodgers skuli hafa fengið sinn #1 mann, þann sem hann virtist leggja mesta áherslu á að fá í spilamennskuna hjá sér.

  Ef við lesum í þessi kaup og byrjunarliðið síðustu tvo leiki getum við núna séð nokkuð skýra mynd birtast af leikmannahópnum:

  Mark: Reina – vara De Vries (?) og Gulacsi/Jones.

  Vörn: Johnson, Skrtel, Agger, Enrique – vara Carra, Coates, Kelly, Flanno, Robinson.

  Miðja: Lucas, Gerrard, Allen – vara Hendo, Shelvey, Spearing og kannski Adam.

  Sókn: Borini, Suarez og _____??____ – vara Downing, Joe Cole, Sterling og kannski Carroll.

  Downing hefur verið inni en ég bara trúi ekki öðru en að það verði fenginn einn í þá stöðu (Clint Dempsey, Christian Tello eða Gaston Ramirez ef eitthvað er að marka slúðrið) og m.v. hvað þeir hafa fengið að spila lítið í þessum tveimur Evrópuleikjum er ég ekki viss um að Adam og Carroll verði Liverpool-leikmenn eftir mánuð.

  Auðvitað eru önnur spurningarmerki líka. De Vries er ekki kominn enn sem varamarkvörður, við erum líka orðaðir við Jack Butland og Jones, Doni og Gulacsi eru allir enn hjá okkur. Ef Agger verður seldur, sem ég vona að gerist ekki, hlýtur allt að fara á fullt í að finna staðgengil hans. Og ef það gerist að Nuri Sahin komi á láni sé ég ekki annað en að bæði Adam verði seldur og Shelvey lánaður, annars erum við með allt of marga miðjumenn.

  En myndin er allavega að skýrast. Ég geri fastlega ráð fyrir að byrjunarliðið í gær, nema Allen inn fyrir Shelvey, sé liðið sem byrjar leik gegn W.B.A. eftir viku. Mér líst vel á það byrjunarlið.

 14. Svakalega er ég ánægður með þessi kaup, þetta eru toppkaup því hann er bæði ungur og góður að taka á móti bolta og losa sig við bolta, hann er mjög klókur leikmaður. Ég vona að þetta verði til þess að við þurfum ekki að hafa leikmenn í byrjunarliðinu eins og Spearing. Ef við bætum svo við einum leikmanni í viðbót eins og t.d. Ramirez týpu þá getum við sagt um þetta tímabil BRING IT ON !!! Við erum reddý… og eins og ég hef marg oft sagt áður þá er B.R hrikalega fiskilegur og ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.

 15. @ einar Örn, Seydou doumbia er hin næsti Suarez (það segir FM 2012 allavega)

 16. Já, Charlie Adam er sennilega orðinn 6. kostur á miðjuna hjá okkur. Er sammála þessari röðun hjá Kristjáni. Henderson og Shelvey eru sennilega á undan honum í röðinni.

 17. Veit ekki. Kemst þessi gaur í byrjunarliðið okkar .. það sterkasta?

  Hvað með dílinn við Swansea um að eiga ekki við leikmenn þaðan? The Liverpool way?

  Þessi kaup eru á pari við kaup síðasta árs með Henderson. Væntanlega þarf hann tvö tímabil til að sanna sig eins og hann. Samt virkilega dýrir báðir tveir.

  Gefum honum samt séns.

 18. Í mínum draumi fàum við Adam Johnson og Dempsey og làtum bara Adam fara, holdum þa bæði Agger og Carroll. Annars held eg að til að fa adam johnson þurfum við að selja City Agger en maður ma alveg eiga draum.

  Annars er eg mjog sàttur við Allen og hlakka til að fylgjast með þeim dreng: )

 19. Gat ekki bara like dugað við commentið hans Birkis Örns númer 15. Verð að mæla með því fyrir alla að lesa það yfir.

  Málið með allt fólk allstaðar í öllum vinnum hvað sem það er að menn verða að fá traust og fá að gera mistök, því ef þetta eru metnaðarfullir einstaklingar þá læra þeir af mistökunum og verða betri. Það er auðvitað mismunandi hvernig menn taka gagnrýni en þá verður klúbburinn að standa á bakvið sína menn ef þeir hafa trú á þeim. Eins og með Henderson, ég bjóst við að hann kæmi tvíefldur frá EM, en núna hefur hann held ég aðeins færst aftar í goggunarröðina og miðað við hvað ég hef heirt um Henderson er að hann sé þvílíkur fagmaður og metnaðargjarn þannig að meira af góðum leikmönnum eiga bara að gera aðra betri. Menn eiga ekkert að vera hræddir við að koma með nýja leikmenn sem eru betri/svipað góðir og þeir sem við höfum fyrir því það gefur alvöru mönnum bara meiri metnað. Menn sem hafa náð það langt að komast til Liverpool eru ekki metnaðarlausir, það þarf þvílíkan metnað bara til að komast í ensku 1.deildina. En nú þekki ég ekki Allen neitt rosalega vel en er hann ekki pretty much í sömu stöðu og Henderson?

  En annars að Carroll, djöfull vona ég að hann eigi eftir að blómstra. Draumórar, ég veit ekki en miðað við lokin á seinasta tímabili(ManCity leikurinn líka) og á EM þá er hann blússandi góður og getur þetta allt. Svo vill hann bara vera hjá Liverpool og Newcastle og hann er eithvað svo skemmtilegur character að maður vill að honum gangi vel. Miðað við þarna framherja aulann sem Brendan Rodgers gat notað hjá Swansea þá hlítur hann að geta notað CARROLL!!

 20. Eru menn að missa sig?

  Eina sem gerst hefur í leikmannamálunum eru að tveir lítt þekktir og ofborgaðir leikmenn sem RB hefur trú á, sem eru hans kunningjar, hafa komið til Liverpool.

  Ekkert loforð, ég endurtek, ekkert loforð um aukin gæði hefur staðist.

  Alltaf eitthvað kjæftaði um að vilja standa sig betur í framtíðinni meðan kúlulánið á Royal Bank of S. var framlengt og gjalddaginn nálgast óðum. Var það ekki til 2016?

  Liverpoolaðdáendur eiga að gefa RB og FSG 10 leiki í ensku deildinni. Standi hann/þeir sig ekki þarf að endurmeta stöðuna blákallt. Rísa þá upp og mótmæla. Skipta um eigendur og þjálfara.

 21. Nr.23 er ekki í lagi gefa þeim 10 leiki! ert þú nú ekki að missa þig?

 22. Nr.23 Gefa nýjum leikmönnum og stjóra 10 leiki og þá fara að rísa upp mótmæla. Góði besti færðu þig 40 mílur inn í landið (England) og farðu að halda með Man City.

  Ég veit ekki hverju þér var lofað en það er a.m.k. kominn nýr og spennandi stjóri með ákveðið leikplan á Anfield núna. Það sem af er (það er 11.ágúst) þá hefur hann keypt tvo unga leikmenn (22 ára) sem hann þekkir og þekkja hans leikplan og á þeirra kostnað hafa farið 5 leikmenn sem ýmist hafa verið meiddir, á láni eða komnir vel yfir sitt besta (eða all of the above).

  Það sem lofað var af nýjum eigendum er fullkomlega í gangi núna og vonandi virkar það. Ef þú hefur bara 10 leikja þolinmæði held ég að málið sé að horfa til City og raunar held ég að eigendur þeirra hafi miklu meiri þolinmæði en það og því kannski spurning um að horfa til Chelsea eða annara plast aðdáenda.

 23. Flott að sjá að Rodgers fær sinn mann með sér til félagsins. Er mjög spenntur fyrir Allen og framtíð hans hjá Liverpool. Horfir maður til næstu 2-5 ára þá er erfitt að vera ekki smá spenntur fyrir þessum potential sem liðið hefur á miðjusvæðinu: Allen, Lucas, Henderson, Shelvey, Suso og svo eru þeir Lussey, Dunn, Baio og Teixera helvíti efnilegir. Flottur efniviður fyrir verðandi meistaralið Liverpool! 😉

  Þurfum við Joe Allen, og hvað þá líklega á 15 milljónir punda? Mitt mat, já þó að það megi alveg viðurkenna það að þessi peningur er líklegast töluvert yfir hans raunverulega “market value”.

  Liverpool ætlar að pressa ofarlega á vellinum, vinna boltann snemma, spila honum hratt og stutt á milli leikmanna. Allen er alveg fullkominn í þannig stíl og er líklega einn mesti “continental” leikmaður Breta. Hann er mjög góður í þessu “recycling the ball”, vinna boltann strax og liðið missir hann. Með hann og Lucas í mikilli pressuvörn þá held ég að miðjan verði mjög þétt fyrir og ég hlakka mikið til að sjá það í action.

  Það sem skiptir líka miklu máli, að ég held, með hann er það hve góður hann er í að búa til pláss á vellinum. Liverpool mun vonandi koma til með að pressa mikið og hátt mótherjana án bolta og það gæti leitt til þess að mótherjarnir þvingist aftar á völlinn. Þá kemur maður eins og Allen að miklum notum: hann nær að vinna boltann snemma og skapar þar af leiðandi oft “counter sóknir”. Hann er mjög góður á boltanum, virðist líða vel með menn/mann í bakinu og lykilpunkturinn er að hann sækir oftar nær aukamann í sig sem er nauðsynlegt þegar mótherjarnir eru þéttir fyrir. Suarez gerir þetta t.d. frábærlega og ég er viss um að Borini og hinir sóknarmenn Liverpool munu njóta mjög góðs af því plássi sem Suarez og Allen geta búið til upp úr engu. Þetta er klárlega eitthvað sem virtist oft vanta upp á í fyrra ásamt meiri hreyfingu án bolta og smá “element of surprise” sem ég held að muni koma í vetur með miklum stöðubreytingum sóknarmanna liðsins.

  Við þurfum klárlega svona miðjumann til að miðjan hjá okkur fúnkeri og það skiptir miklu máli í þessu kerfi Rodgers. Eru 15 milljónir mikill peningur fyrir eitt mikilvægasta hjólið í liðinu? Nei. Er Joe Allen 15 milljóna punda virði? Það mun aðeins tíminn leiða í ljós (og hann hefur nægan tíma til að sanna sig enda aðeins 22ja ára). Við getum ekki fengið Modric, Xavi eða einhvern leikmann með mjög svipaðan stíl þannig við förum í raunhæfasta (og vonandi besta) kostinn sem við getum fengið.

  Joe Allen er mjög spennandi leikmaður með hátt “ceiling” í leiknum og er ég mjög sáttur með það að Liverpool hafi tekist að landa honum. Held að hann verði mjög flott viðbót við liðið ásamt Borini og vonandi fleiri leikmönnum innan tíðar.

 24. Það er ekki hægt að segja annað en að hópur Liverpool lítur miklu meira spennandi núna en hann gerði á síðasta tímabili.

  Ef við lítum á það þannig að þá eru allir leikmenn liðsins, bæði fyrstu 11 og leikmenn sem munu sitja á tréverkinu eða utan hóps annaðhvort “proven” klassaleikmenn eða ungir, spennandi og gætu orðið toppklassaleikmenn. Einu sem kannski eru undanskyldir í því samhengi eru Adam, Downing og Cole en þeir þrír ættu að vera á blómaskeiði síns ferils ef litið er til aldurs. Gefum okkur það að blómaskeið leikmanna sé 26-30 ára. Það er hinsvegar vitað mál að þessir menn kunna fótbolta og vilja eflaust ólmir sanna virði sitt fyrir stuðningsmönnum liðsins.

  Á hinn boginn er spurning hvort Adam verði mikið lengur hjá klúbbnum með tilkomu Allen eða þá að Shelvey verði sendur á lán sem ég vona ekki. Svo megum við ekki gleyma gullmolanum okkar Carragher en ég bara gæti ekki séð hann fyrir mér ekki í Liverpool. Að lokum er einn smávaxinn “born and bread” scouser í hópnum, sjálfur Jay Spearing. Ekki hægt að setja hann í hvorugan flokkinn en engu að síður er gulls í gildi að eiga mann eins og hann innan raða hópsins. Maður sem elskar allt við félagið og fer ekki í fýlu þrátt fyrir að sitja á bekknum. Þrátt fyrir mikla gagnrýni meðal ákveðins hóps stuðningsmanna þá tel ég hann ekki vera svo alslæman. Á fínum aldri og ætti að geta þroskað sinn leik til að verða fínn leikmaður á komandi árum. Hann var fyrirliði unglingaliðsins sem vann FA Youth Cup á sínum tíma og einnig verið með bandið í varaliðinu og grenilegt að þarna er á ferðinni flottur karakter með hausinn á réttum stað.

  Reina, Johnson, Enrique, Agger, Skrtel, Lucas, Gerrard, Suarez eru þeir sem ég myndi flokka sem leikmenn sem hafa sannað ágæti sitt og séu partur af hryggjasúlu liðsins.

  Kelly, Coates, Robinson, Flanagan, Allen, Shelvey, Henderson, Sterling, Borini, Carroll eru þeir leikmenn sem eru spennandi og gæti orðið partur af klúbbnum í áratug að minnsta kosti ef það rætist úr þeim. Einnig erum við með aðra stráka sem banka fast á dyrnar eins og McLaughlin, Suso og Morgan.

  Þessi þróun á hópnum finnst mér vera frábær. Eins og talað hefur verið um frá því um sumarið 2011 að mikilvægt væri að losa okkur við svokallaða “deadwood” leikmenn og ég vil meina að það hafi allt byrjað þá. Í sumar finnst mér við hafa klárað það verk fullkomlega með að losa okkur við Aquilani (ekki misskilja mig, ég var mikill aðdáandi hans), Kuyt, Maxi, Bellamy og Aurelio. Þrátt fyrir að hafa verið ágætir margir hverjir þá voru laun þeirra ekki í takt við launatjékkan þeirra og þeir voru ekki að fara að bæta sig sem leikmenn enda komnir á aldur. Í staðinn höfum við fengið tvo leikmenn sem eru að fá laun sem ná samanlagt ekki upp í mánaðarlaun Dirk Kuyt. Svo eru spurningin hvert verður næsta púsl BR. Ég tel að okkur vanti leikmann í kanntstöðurnar, ef ekki tvo sem geta leyst þessar fjórar fremstu stöður en það þarf að vera rétti leikmaðurinn, ekki einhver “redding” rétt fyrir mót. Það hafa verið nokkur nöfn nefnd eins og Dempsey, Adam Johnson, Nuri Sahin og fleiri en ég er á þeirri skoðun að sá leikmaður sem mun koma þurfi að vera leikmaður sem menn geta séð fyrir sér í liðinu næstu 5+ árin.

  Uppbyggingin er hafin en menn verða þó að passa sig að fara ekki fram úr sér með væntingar. Rodgers er að byggja upp hóp á réttan hátt, vil ég meina, og hugsar til langtíma miðað við þær hreyfingar sem orðnar hafa verið á liðinu. Hvað ætlar Man City, Chelsea og PSG að gera þegar þessir “sugardaddys” nenna þessu ekki lengur? Hvernig viljum við að okkar klúbbur nái árangri? Fyrir mitt leyti er það með þessum hætti sem er í gangi þessa stundina, það finnst mér vera rétta leiðin.

  Ég er ekki bjartsýnismaður en loksins finnst mér verið að halda rétt á spilunum. Það á eftir að koma leikur í vetur þar sem menn munu bölva öllu þessu sem ég er búinn að nefna hérna fyrir ofan en þannig er það bara. Menn verða að líta réttum augum á þetta tímabil og ekki fara fram úr sér.

 25. Þetta snýst ekki um að dæma leikmenn strax eða eftir 10 leiki eða 20 leiki. Þetta snýst um að gefa Rodgers og þessu unga liði þann tíma sem þeir þurfa til að smella saman, hversu langan tíma sem þarf. Kannski byrjar liðið strax vel í haust og er framar vonum á fyrri hluta tímabils, og við öll hæstánægð með gengið, en jafnvel þá gæti vel komið slæmur kafli einhvern tímann í vetur. Það er ekki eins og hægt sé að segja eftir leik nr. 8 eða 10 eða 14, “that’s it, nú er liðið orðið óstöðvandi.”

  Við sáum þetta síðasta vetur. Margir keyptir, leikmenn sem eru enn hjá félaginu, en á ákveðnum tímapunkti (meiðsli Lucas voru núllpunktur) fór að halla undan og liðið náði sér ekki upp úr þeirri lægð. Vonandi eru menn reynslunni ríkari frá því í fyrra og varast svo djúpar lægðir en ef liðið byrjar illa eða lendir í lægð verðum við að vera þolinmóð og forðast að afskrifa leikmann/menn eða liðið eða þjálfarann þótt liðið leiki illa nokkra leiki í röð.

  Rétt eins og Lucas var mikið gagnrýndur fyrstu 1-2 árin, rétt eins og Henderson þurfti að komast í gegnum erfitt fyrsta tímabil til að geta (vonandi) leikið miklu betur í vetur, rétt eins og Gerrard þurfti að fá að vera ungur og villtur og gera sín mistök innan um eldri og reyndari menn til að geta orðið Súpermann, þá verðum við að anda rólega ef t.d. Allen byrjar illa eða Borini skorar ekki nóg framan af vetri, eða ef Shelvey er vonlaus í 3-4 leiki í röð um jólin, og svo framvegis.

  Við erum með nýjan stjóra og ungt lið, marga leikmenn sem hafa margir spilað á bilinu 0-1 tímabil með Liverpool og klúbb sem er að reyna að koma til baka eftir massífa lægð síðustu þrjú tímabil, innan og utan vallar.

  Þetta verður aldrei frábært til að byrja með og ég nánast geri ráð fyrir að þetta muni á köflum líta illa út fyrstu vikurnar. En þá reiðir á að menn haldi ró sinni og gefi Rodgers svigrúm til að stimpla sínar hugmyndir inn, og leyfi liðinu að læra saman og ná saman á vellinum.

  Ég er, eftir þessa fimm leiki undirbúningstímabilsins, mjög jákvæður á að Rodgers muni gera góða hluti með þetta lið. Vafinn hefur minnkað eftir að ég fór að sjá liðið spila og sjá hvað hann er að reyna að gera. Jú, ég hefði viljað sjá meira aksjón á leikmannamarkaðnum en Borini og Allen eru bæði kaup sem slá réttan tón fyrir mér. Ég er jákvæður, en ég er líka alveg búinn að búa mig undir það að þetta verði erfitt, og jafnvel á köflum lélegt, til að byrja með.

  Þannig að, þetta snýst ekki um 2 eða 10 eða 20 leiki heldur um að gefa Rodgers þann tíma sem hann þarf. Vonandi byrjar þetta bara strax vel og batnar út frá því en ef ekki, þá lofa ég að panikka ekki.

 26. Það eru margir að gleyma einu hérna og eru endalaust að segja að við séum með of marga miðjumenn í liðinu mann enginn þegar Gerrard var meiddur eða þegar við misstum Lucas í byrjun seinasta tímabili þegar Lucas meiddist þá algjörlega glataðist spilið á miðjunni og það hafði áhrif á marga í liðinu þótt að liðið var með Shelvey,Henderson,Adam, Spearing jafnvel Gerrard þá náði liðið ekki eins góðri stjórn og spili á miðjunni eins og það var þegar Lucas var í liðinu og ég verð eiginlega að segja að það hafi verið kominn tími að við myndum fá leikmann eins og Joe Allen sem er eins og margir eru búnir að segja leikstjórandi og góður sendingar maður. Hann er bara 22 ára svo við skulum gefa honum tíma og styðja hann ekki drulla yfir hann þegar hann gerir mistök eða þegar hann á slæman leik gefið honum tíma.

 27. Mér finnst athugasemd #15, hjá Birki Erni, til fyrirmyndar. Það leikur varla nokkur vafi á að LFC er með einn mest spennandi leikmannahóp Evrópu m.t.t. ungra og efnilegra leikmanna.

  Annars er myndin sem fylgir þessari grein virkilega skemmtileg. Joe Allen er dálítið hikandi, rétt eins og hann trúi varla að hann sé kominn til Liverpool. Brendan brosir hins vegar sigri hrósandi og geislar af sjálfsöryggi. Rétt eins og maður sem hefur hreppt hnossið sitt og er þess albúinn að sigra heiminn.

  Flott andartak fest á filmu.

 28. Sælir

  Þetta tengist fréttinni kannski ekki en getur einhver frætt mig um hvað er orðið af Alexander Doni? Samkvæmt Liverpool síðunni er hann ennþá hjá liðinu en hann fór ekki til Bandaríkjanna og komst ekki einu sinni á bekkinn í fyrri leiknum við Gomel.

 29. 25 Babu. Liverpool þarf meiri breidd og gæði. Tímabilið getur ekki klárast á núverandi mönnum. t.d. koma meiðsli til. Ræddu við Magga.

  28 Kristján Atli. Jú þetta snýst um 10 eða 20 leiki. Við reyndari Liverpoolsálir fáum þá nóg. Ræddu við Magga. FSG eru ekkert að byrja á núllpunkti núna þó að ráðinn hafi verið nýr þjálfari sem hefur reynslu að bjarga liði frá falli. FSG hefur verið með valkvíða með Anfield og fréttir berast núna um að selja nafnið. (SIC)

  25 og #28 Babu og Kristján Atli hafið það í huga að gagnrýni er að rýna sér til gagns. Þetta er ekkert spurning um bjartsýni eða jákvæðni. Það eru margir punktar af því í gangi í Liverpool. ?

  Suarez er lykilmaðurinn en Guð hjálpi okkur ef hann meiðist eða/og að við fáum aðra atlögu á heiður hans frá MU og FIA.

  Sinatra var búinn til af mafíunni og söng: Because it is my way.

  Ég veit ekki hvaða stuðningsblokk RB hefur á bak við sig til að geta alltaf sönglað nú í byrjun leiktíðar

  Tiki – Taka…..

  …….eða er það Hara Kiri?

 30. Gríðarlega flott kaup hjá LFC. En ég er sammála þeim hér á undan sem hafa bent á mikilvægi þess að styrkja sóknarleik LFC, það er nauðsynlegt ef liðið á að stefna hærra en á 5 sætið. Ætla ekki að fara frekar í skoðun mína á Downing, en menn hljóta að vera sammála því að við getum ekki farið inní tímabilið og tekið sénsinn á því að hann verði kantframherji nr 2 eða 3.

  Rory Smith hjá Times talar um að frekari styrking á liðinu velti mjög mikið á sölu Agger eða Carroll. Vona að það sé ekki satt að Rodgers þurfi að selja til að klára styrkingu liðsins, hef líka heyrt að Adam gæti gengið uppí kaupin á Dempsey, það væri aðeins vænlegri kostur. En eins mikið og maður elskar DAggerinn, þá myndi maður samt skilja söluna á honum miðað við meiðslasöguna, en ég vona að hann fari ekki, og finnst vægast sagt ólíklegt að City mæti 27 milljón punda verðmiða, þótt þetta sé City.

 31. 28 Kristján Atli. Jú þetta snýst um 10 eða 20 leiki. Við reyndari
  Liverpoolsálir fáum þá nóg. Ræddu við Magga.

  Þú verður bara að afsaka en ég held að þú sért einn um þessa skoðun. Hvað er raunhæft markmið að þínu mati, svona reyndur eins og raun ber vitni, þegar 10-20 leikir eru búnir af tímabilinu ?

 32. Við getum augljóslega séð að 32 er þessi þriðja týpu aðdáandi sem Brendan Rodgers talaði um:
  http://www.thisisanfield.com/2012/06/wise-rodgers-on-the-three-types-of-liverpool-supporters/

  “The third group are the critics and you never change them ever. Ever. If you win 4-0 it should have been five, if you win the league you should have won three. But I will never worry about that group, because you can never affect them.

  Hvenig rök eru Ræddu við Magga ég meina þeir báðir koma um góð rök fyrirr þess vera aðeins bjartsýni og sýna traust í verk hans Brendan Rodgers með Þolinmæði.

  Ef skoðum Pre Season Chelsea og bera það við Liverpool:

  Chelsea Eyddu þó nokkuð mikið af Pening á Háklassa Leikmönnum en samtt virðast þeir ekki fá góð úrslit í Pre Season:

  *July 18 Seattle Sounders (CenturyLink Field, Seattle) – won 4-2

  July 22 Paris Saint-Germain (Yankee Stadium, New York) – drew 1-1

  July 25 MLS All-Stars (PPL Park, Chester) 1.30am – lost 3-2

  July 28 AC Milan (Sun Life Stadium, Miami) 11pm – lost 1-0

  August 4 Brighton (Amex Stadium) lost 3-1*

  Tekið af Dailymail
  3 þrjú töp í röð og þar meðal ámóti Brighton ég veit það er ekki hægt tak mark á æfingleiki en samt er hægt sjá hvort liðið sé að smella saman eða ekki.

  En hjá Liverpool:
  July 21 Toronto (Rogers Centre, Toronto) – drew 1-1
  July 25 Roma (Fenway Park, Boston) – lost 2-1
  July 28 Tottenham (M&T Bank Stadium, Baltimore) 6pm – drew 0-0
  02 ágúst FC Gomel 0-1 Liverpool
  09 ágúst Liverpool 3-0 FC Gomel
  August 12 Bayer Leverkusen (Anfield) 3pm

  Af þessum seinustu úrslitum sjáum við Þeir eru smella saman sérstaklega í seinasta leiknum þar sem Liðið sem munum augljóslega sjá mikið í vetur.

 33. Steingrímur þú hefur vissulega rétt á þinni skoðun og ég virði hana, en hún fer samt í taugarnar á mér.

  Nei þetta snýst ekki um 10 til 20 leiki? Hvað ætlar þú að gera ef allt gengur ekki 100%? Reka BR, fara í process að finna annan þjálfara sem þarf þá væntanlega að vera betri en BR og hvaða góði stjóri nennir að vinna í svipuðu umhverfi og þú óskar eftir? Ekkert starfsöryggi, engin pláss fyrir mistök til að læra af og engin þolinmæði fyrir uppbyggingu. Með svoleiðis stefnu verður liðið bæði gjaldþrota því það hefur gert svo marga starfslokasamninga og það fellur því næsti þjálfari sem getur tekið við liðinu er ekki á því caliberi sem við þurfum. Og já ég skal spurja Magga.

  FSG er ekki á ákveðnum núllpunkti heldur liðið. Með komu BR var sett af stað ný stefna og frá þeirri stefnu erum við enn á núllpunkti.

  Og ég veit ekki hvaða afsökun það er að þið eldri stuðningsmenn fáið nóg? Ég held hreinlega að þú verðir að vakna og átta þig á því að staða Liverpool er ekki sú sama og hún var fyrir 25-30 árum síðan. Staða ensku deildarinnar er heldur ekki sú sama. Peningar skipta mun meira máli núna og Liverpool hefur ekki þá háu summu og City og Chelsea eiga. Og Liverpool er ekki á sama stað og United eða Arsenal sem hafa haft sama þjálfara (já hvað finnst þér um það?) seinustu 1000 árin og þar hefur verið búið til kerfi sem virkar. Og það er einmitt stefna okkar núna að búa til kerfi sem virka svo að við þurfum ekki að sturta peningum niður eins og City og Chelsea.

  Að lokum langar mig til að segja að um daginn var skrifuð grein á fotbolti.net sem hét “Má ég skipta um lið?”. Þar talar maður um að það er enginn skömm að skipta um lið þar sem undirrituðum fannst Arsenal henta honum betur heldur það lið sem hann studdi. Ég held að með þinni lífsspeki að Chelsea henti þér betur Steingrímur. Þar er ekki þolinmæði og þar er keypt næginlega inn svo að það sé örugglega breidd.
  Ef þú neitar því vegna þess að þú ert Liverpool maður skaltu fylgja þá liðinu í gegnum súrt og sætt.

 34. Nr.32
  Af svona reyndum viskubrunni er þetta “Ræddu við Magga” ansi barnalegt finnst mér.

  Nr.36
  Sammála þessu en greinin á .net var steggjun (Dóri Bjöss markmannsþjálfari á Selfossi og very much ennþá Chelsea maður, var það meira að segja áður en þolinmæði þeirra var 10-20 leiki 🙂

 35. 37# Babu Eins góður og mikill fróðleiksbanki þú ert: Ekki láta þér finnast svona allt barnalegt. Alltaf gaman að lesa greinar þínar. Rakst á þetta. Hvenær fer Liverpool þangað?

  Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er yfir 2000 km að lengd og sést utan úr geimnum. Það er í Kóralhafi utan við austurströnd Ástralíu. Rifið er samfelld lína um 900 eyja og 3000 kóralrifja sem liggja skáhallt út frá strönd Queensland þannig að fjarlægð þess frá ströndinni eykst eftir því sem sunnar dregur. Rifið er í dag að mestu leyti friðað.

  Birkir Örn #36

  Við erum sammála um að vera ósammála. En allt mitt líf mun ég vera Liverpoolmaður. Einn sem hefur lifað tímana tvenna. Sigur og aftur sigur. Nú er bara tímabil sem við þurfum að ganga gegnum storminn og regnið. Ósáttir: já. En við bíðum bara betri tíma. Þeir munu koma. Liverpool. YNWA.

 36. Reina orðar þetta vel , sjá fotbolti.is . Efrir að hafa lesið það og fleira er ég spenntur fyrir nœstu árum ekki bara nœstu 10 leikjum enda er ég og verð alltaf POOLARI .

 37. Spennandi leikmaður hann Allen. Verður gaman að fylgjast með honum. Vonandi á hann eftir að eiga betra fyrsta tímabil hjá Liverpool en Henderson.

  Annars alltaf að koma betur í ljós hvað Dalglish kaupin voru í raun misheppnuð.

  Adam kaupin sem Dalglish setti í algjöran forgang og kostuðu félagið blóð, svita, tár og nokkur milljón pund voru kannski ekki mikil áhættukaup, en ef Adam er orðinn númer 5 í goggunarröðinni þá teljast þau kaup seint góð.

  Downing, sem ennþá hangir í liðinu í dag, þau kaup voru náttúrulega aldrei góð, maðurinn hefur aldrei verið meira en ágætur leikmaður og borga meira en 10m pund fyrir hann er bara vitleysa. Flestir vona að Rodgers kaupi í þessa stöðu næst.

  50m+ sem fóru í Henderson og Carroll er ágætis lærdómur fyrir eigendur liðsins, þetta voru framtíðarmenn í plönum Dalglish, nú eru þeir leikmenn Rodgers. Svona risa fjárfesting getur orðið nánast að engu við þjálfaraskipti. Carroll virðist ekki eiga framtíð hjá Rodgers og það á eftir að koma í ljós með Henderson. Ég gæti ímyndað mér að markaðsverð þeirra í dag sé í kringum 30m+ og það hækkar ekki ef þeir sitja á bekknum á komandi tímabili.

  Þannig ég verð að segja fyrir mína parta, að ég skil vel ef eigendur vilji fara hægt af stað, losa leikmenn áður en keypt er fyrir stórar fjárhæðir. Það væri leiðinlegt ef “Liverpoolaðdáendur” mundu rísa upp eftir 10 leiki og heimta Rodgers burt, inn kæmi nýr þjálfari sem hefði kannski engin not fyrir mann eins og 15m punda Allen.

  En það gerist nú sem betur fer aldrei.

 38. Sonur Hafliða #40

  “Þannig ég verð að segja fyrir mína parta, að ég skil vel ef eigendur vilji fara hægt af stað, losa leikmenn áður en keypt er fyrir stórar fjárhæðir. Það væri leiðinlegt ef „Liverpoolaðdáendur“ mundu rísa upp eftir 10 leiki og heimta Rodgers burt”

  BULL, gerum kröfur

 39. Steingrímur Hver er RB? Ég veit ekki betur en að nýji stjórin heiti Brendan Rodgers sem er skammstafað BR.
  ég legg til að svona ómálefnanleg gangnrýni á liðið sem allt neikvætt er tekið til og ekki neinar staðreyndir séu á bakvið verði vísað á barnaland.is

 40. Vaknaði hress í morgun og fékk mér kaffibollann og sé þá að það er bara komin í gang hörkuumræða um LFC og því miður sú óeining sem hefur herjað á okkur öll síðan haustið sem Alonso fór. Mikið þykir mér það leiðinlegt.

  Leiðinlegast finnst mér þegar sleggjað er í allar áttir eins og menn telji sig umkomna að vita allt eða benda á hvað menn hafa verið vitlausir.

  En auðvitað erum við með skiptar skoðanir. Ég held áfram að vera bara rispaða platan. Til lengri tíma treysti ég því að Liverpool FC hafi áttað sig á því að endalaus skipti á stjórum, þjálfurum, læknum og njósnurum kostar gríðarlegar upphæðir sem væri betur varið í aðra hluti. Við greiddum Rafa 7 milljónir í bætur, Roy fékk 6 milljónir og mér skilst að Dalglish hafi fengið 4 milljónir. Það þýðir meiri peningur í bætur en við borguðum fyrir Allen. Þess utan voru nærri 10 starfsmenn reknir með Rafa og nokkrir með Roy og Kenny. Sumir tala um að við höfum eytt rúmlega 30 milljónum punda í svona vitleysu!

  Fyrir utan leikmannakaupin. Rafa verður að kvitta fyrir Aqua og Jovanovic sem voru hryllileg kaup. Leikmennirnir sem Roy keyptu virkuðu ekki vel, þó vissulega hafi Brad Jones unnið á og manni sýnist Joe Cole fá séns. Aðrir voru vonlausir.

  Á þessum tíma í fyrra vorum við bara sátt við að borga 7 milljónir fyrir miðjumann sem var með ótrúlega statistík fyrir lítið lið (Adam) og síðan keyptum við efnilegasta miðjumann Englands fyrir framan nefið á United og Arsenal (Henderson). Síðan fengum við tvo gríðarfljóta kantmenn með mikla og góða sögu í EPL (Bellamy og Henderson). Það dró held ég enginn af sér eftir sigur okkur á Emirates með að liðið væri á fínum stað og sumarið eðlilegt. Þó reyndar sögðu nokkrir (þ.á.m. ég) að við hefðum viljað fá meiri gæði í sóknarleikinn, en við vorum sátt.

  Núna hoppa fram alls konar fullyrðingar um hversu “hryllileg” kaup Dalglish voru og sögðu víst alltaf að þetta hafi allt verið vonlaust! Afsakið orðbragðið, KJAFTÆÐI!

  Nú eru svipaðar þreifingar í gangi. Hér hampa sumir Borini og Allen sem því besta síðan brauðristin kom fram og aðrir telja kaupin merki um áframhaldandi “metnaðarleysi” klúbbsins.

  Þessi kaup í sumar eru að mörgu leyti sambærileg því sem við sáum í fyrra með Adam og Henderson. Efnilegir leikmenn með afar stutta sögu af gæðaframmistöðu í hágæðafótbolta og alls engin trygging fyrir því að þar fari “one season wonder” leikmenn sem ráða ekki við að spila með toppliði í Englandi.

  Munurinn er auðvitað sá að Rodgers þekkir þessa leikmenn og treystir þeim til að byggja upp framtíð Liverpool FC á þeim nótum sem hann ætlar félaginu. Það er allavega það sem ég les út úr þessum kaupum. Hvorugur þessara leikmanna er í dag tilbúinn til að verða lykilmaður í meistaraliði eða vinna CL en vonin er að þeir muni byggja upp sína getu í átt að því.

  Svo að ef að þeir lenda í því sama og Henderson og Adam í vetur þá ætla ég allavega bara alls ekki að segja “það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað Rodgers keypti illa” til að geta rifið það niður sem verið er að reyna.

  Og svo þetta um breytinguna á fótboltanum, sumt kaupi ég en annað ekki. Á gullaldarárum voru nokkrir leikmenn sem áttu erfiða byrjun hjá LFC. Ian Rush, Jan Mölby, Craig Johnston og Steve McMahon. Ef menn láta eins og það sé framför fyrir boltann að afskrifa leikmenn eftir eitt tímabil þá bara ætla ég að vera ósammála. Allir þessir leikmenn áttu erfitt uppdráttar en þegar þeir höfðu aðlagast félaginu gerðist ýmislegt.

  Þess vegna ætla ég líka að gefa Henderson, Adam, Carroll og Downing séns í vetur til að sanna sig. Þ.e. ef Rodgers gerir það. Menn tala um að Adam sé ekki inni og ég get verið sammála því, en það mun koma vel í ljós um helgina held ég. Ef Adam er að fara fær hann ekki mikinn séns í síðasta æfingaleik. Rodgers er mjög ánægður með Downing, reyndar alla sóknarlínuna sína í síðasta leik. Hefur lofsungið hana og SD verður lykilmaður hjá honum í byrjun móts. Þá þarf sá að sanna sig. Rodgers hefur talað um hversu magnaður talent Henderson sé og á síðustu dögum leyfir hann okkur að heyra það hvað Carroll sé búinn að leggja sig gríðarlega fram til að ná lengra í þeim áherslum sem hann leggur upp með.

  Svo að Brendan Rodgers virðist ætla að nota þessa leikmenn sem “svo augljóst er hvað Dalglish keypti illa”. Það er eilítið trist er það ekki???

  Er þá allt rósrautt núna þegar Rodgers er mættur og hann á bara að fá fram að jólum til að búa til árangur því liðið er svo gott? NEHEI!!!

  Rafa átti ömurlegt síðasta tímabil með lélegan hóp, Roy átti aldrei séns í rjúkandi brunarústum og lið Kennys var í frjálsu falli frá desember og fram á vor. Í öllum tilvikum er endaútkoman 7. – 8.sæti.

  Væntingar mínar í dag eru einfaldlega þær að hér fari í gang stabílla fótboltalið sem verður lengur í von um CL sæti og nær árangur í bikarkeppnum. Það er himinn og haf á milli okkar liðs í dag og United, City og Chelsea. Arsenal hafa keypt verulega vel í sumar og Tottenham er með betra starting eleven en við.

  Borini og Allen hafa ekki breytt okkur í lið sem á að vinna CL, en vissulega getum við vonað að Downing, Enrique, Carroll og Henderson leiki betur í vetur og styrki liðið þannig.

  En það að leggja það upp í dag að LFC “eigi að berjast um titilinn og CL-sæti sé lágmark” er í besta falli óraunhæf krafa í mínum huga.

  OG ég ítreka það að allt það sem við höfum lesið um Allen/Borini eða heyrt frá stjóranum hefur heyrst áður. Við vonum auðvitað öll að það gangi eftir, en við skulum ekki gleyma því að í dag finnst okkur þessi kaup eðlileg og það er ekki til neins að segja svo seinna hversu heimsk þau eru.

  Ég fer ekki ofan af því að við þurfum fleiri gæðaleikmenn í liðið okkar fyrir 1.september. Ekki efnilega, heldur tilbúna. Kannski er mótsögn hjá mér að grenja um Muniain, en það geri ég þar sem hann hefur verið lykilmaður í flottu liði þrátt fyrir ungan aldur. Tello væri skemmtilegur kostur og svei mér ef við eigum ekki að skoða Kaká sem er frábær í pressu og góður að teikna upp færi á litlu svæði.

  En það skulum við ræða 1.september, þá sjáum við betur hvað við horfum á í vetur. Ég ætla að vera þolinmóður og gefa þessum vetri séns, en ég er virkilega á því að verið sé að byggja upp gríðargott lið til framtíðar!

  Skál í kaffi elskurnar!

 41. @Steingrímur #41

  Í staðinn fyrir að segja bara “BULL, gerum kröfur“. Gætiru mögulega komið með dæmi um leikmann sem hefði gert þig glaðan.

  Þarf að vera smá möguleiki í einhverjum veruleika að við hefðum efni á honum eða að hann kæmi til okkar.

 42. Steingrímur hjá icos #41

  Ég geri kröfur, reyni að hafa þær raunhæfar, mín vegna aðallega, og mín krafa í dag er að sitjandi stjóri fá tíma til að byggja upp lið.

  Það er alveg eðlilegt að Rodgers fái til sín menn sem hann þekkir til að byrja með, það er þekkt fyrirbæri, hann er enn að kynnast hópnum og mun á komandi mánuðum sjá hverjir falla inn í hans hugmyndafræði og hverjir ekki. Nýjir menn koma. Mér finnst Borini og Allen ekkert mest spennandi kaupin, viðurkenni það fúslega. En það er ágætis byrjun sem vonandi verður fylgt hart eftir. Í dag kýs ég að trúa því að það sé góð ástæða fyrir því hvernig þetta lítur út.

  Ef þetta er langtíma verkefni, þá er eðlilegt að stóru kaupin komi ekki í sama mánuði og nýr þjálfari hittir leikmenn sína í fyrsta skipti.

 43. Hvernig var það, var Brendan ekki búin að lofa að láta Swansea leikmenn í friði. Nú virðist síðan mest kapp vera sett í 2 bestu leikmennina hjá þeim.

  Vitiði var þetta bara heiðursmannasamkomulag??

 44. Þú gerir þér grein fyrir því að Maggi er að segja allt aðra hluti en þú Steingrímur. Ég held að þú hljótir að vera að trolla.

 45. Líst vel á þessa tvo leikmenn sem Rodgers er búinn að kaupa.Það sem hann leggur upp með er nr 1 að fótbolti sé ástríða hjá þeim sem hann hefur í kringum sig nr 2 vinnusemi og aftur vinnusemi, þetta og tiki taka eiga eftir að gera góða hluti í vetur Y.N.W.A

 46. sælir bræður,snilldin við kaupin á Allen, er að þá þurfum við ekki að nota average leikmenn eins og Henderson, Shelvey og Adams á miðjunni…..ég er búinn að segja þetta í alltof mörg skipti hér….þessir 3 eru average ásamt Downing.vilji menn average frammistöðu (8 sæti) þá skulu menn berja hausnum við steininn áfram…………Allen er klassa leikmaður, en alls ekki líkur Alonso…..Alenso er stimplari með góða sending getu, en Allen er fljótari,meiri figther, miklu betri dribblari og box to box leikmaður. Ef BR nær núna næst í klassa vængmann fyrir Downing og klassa senter fyrir Carrol, þá er þetta fullkomið hjá honum.
  Maggi Brad Jones er hörmulegur markmaður og lagast ekkert þótt hann drekki Grape (greip) fyrir alla leiki!!! veit að þetta er þitt sérsvið, en trust me , hann er ekki í Liverpool standard, ásamt Henderson, Shelvey, Adams; Downing;Spearing og Kelly set sviga um Carroll……vill sjá hann meira , áður en ég dæmi hann úr leik endanlega.
  Flott hjá BR að vera á undan ykkur að sjá að crusial atriði er að landa flottum miðjumanni, vegna þess að Henderson og Adams eru average og eiga ekki heima í Liverpool (ásamt þessum sem ég taldi upp hér að ofan)

 47. nr.48

  Ástæða fyrir þess Allen er hjá Liverpool er að hann bað um fara svo tæknilega braut Hann ekki þetta Heiðurssamkomulag með Swansea.

 48. @Maggi

  Dalglish sumarkaupin voru í heildina ekki góð fyrir Liverpool. Mín skoðun. Ég gæti trúað því það væri stór ástæða fyrir brottrekstri meistara Dalglish. Damien Comolli var rekinn. Enginn þessara nýju leikmanna stóðst væntingar og allir hafa þeir lækkað í verði mundi ég halda. Og núna eru þeir með nýjan þjálfara, mann sem jafnvel hefur ekki not fyrir þá. Auðvitað fá þeir tækifæri til að sanna sig fyrir mér svo lengi sem þeir spila fyrir Liverpool, en eins og þetta lítur út fyrir mér í dag, þá voru þetta misheppnuð kaup.

  Þú talar um að við keyptum efnilegasta miðjumann Englands fyrir framan nefið á United og Arsenal, helduru þessi lið hefðu áhuga á honum í dag, fyrir eitthvað nálægt upphæðinni sem við borguðum fyrir hann?

 49. Ekki að youtúb video séu það sem skal dæma menn eftir, en mér finnst svoldið á umræðuni einsog margir hérna hafi séð sáralítið til Allen og viti ekki beint við hverju er að búast.

  Þannig ég set þetta video hér inn því mér finnst það sýna svart á hvítu hvað við eigum að búast við frá þessum gutta, og það má taka eftir einu áhugaverðu þarna. . sá sem labbar svona framhjá Lucas á skilið að spila í rauðu treyjuni 😉 😉

  http://www.youtube.com/watch?v=YNsFzl9StcM&feature=player_embedded

 50. Nr.51

  sælir bræður,snilldin við kaupin á Allen, er að þá þurfum við ekki að nota average leikmenn eins og Henderson, Shelvey og Adams á miðjunni…..ég er búinn að segja þetta í alltof mörg skipti hér….þessir 3 eru average ásamt Downing.vilji menn average frammistöðu (8 sæti) þá skulu menn berja hausnum við steininn áfram
  Maggi Brad Jones er hörmulegur markmaður og lagast ekkert þótt hann drekki Grape (greip) fyrir alla leiki!!! veit að þetta er þitt sérsvið, en trust me , hann er ekki í Liverpool standard, ásamt Henderson, Shelvey, Adams; Downing;Spearing og Kelly set sviga um Carroll…

  Afhverju telur þú efnilega leikmenn einsog Henderson og Shelvey sem hefur ekki einu sinni spilað fullt tímabil með Liverpool sem AVERAGE meðan allir hér geta séð að Miðjan hjá Liverpool getur orðið eitthvað special þú ættir aðeins að lesa hvað aðrir skrifa t.d. Magga:

  Á gullaldarárum voru nokkrir leikmenn sem áttu erfiða byrjun hjá LFC. Ian Rush, Jan Mölby, Craig Johnston og Steve McMahon. Ef menn láta eins og það sé framför fyrir boltann að afskrifa leikmenn eftir eitt tímabil þá bara ætla ég að vera ósammála. Allir þessir leikmenn áttu erfitt uppdráttar en þegar þeir höfðu aðlagast félaginu gerðist ýmislegt.
  (tekið af pistilinum Magga)

  Annað sem þú nefnir að þú álitur Carroll ætti fá meira tækifæri en Shelvey sem ekki er búinn að spila heilt tímabil með Liverpool.

  Ég tell að þetta kerfi sem Brendan Rodgers er að byggja mun gera Leikmenn einsog Shelvey að þeim klassa Leikmann sem hann er búinn sýna í þessu Pre Season.

  Ég mæli virkilega lesa þess grein um Henderson sem mögulega næsta Lucas:
  http://www.lfcts.com/jordan-henderson-the-kops-new-lucas/

 51. Steingrímur nr 23

  “Alltaf eitthvað kjæftaði um að vilja standa sig betur í framtíðinni meðan kúlulánið á Royal Bank of S. var framlengt og gjalddaginn nálgast óðum. Var það ekki til 2016?”

  Hvað áttu við með þessu? Hvaða kúlulán?

 52. Kaupa einn framherja til viðbótar og þá getum við stillt upp fínu liði og bekk.
  Byrjunarlið
  Borini – Suarez – Downing
  Allen – Gerrard – Lucas
  Enrique – Agger – Skrtel – Johnson
  Reina
  Varalið
  J.Cole (selja)- Carroll – Henderson (færa niður á miðjuna)
  Adam (selja) – Shelvey – Spearing (selja)
  Robinson – Coates – Carragher – Kelly
  B.Jones

  varamannabekkurinn er frekar slappur en fyrst þetta er varamannabekkur hafa menn tíma til að bæta sig í stað þess að liðið líði fyrir það. Þannig að það er ekkert bullandi stress svo sem.

  Sterling, Pacheco og Suso er náttúrulega framherjar en þeir hafa ekki ennþá spilað leik. Vonandi taka eigendurnir upp budduna og kaupa Gaston Ramirez. Í guðanna bænum sleppa þessum Tello sem getur ekki neitt, slakasti leikmaður Barcelona sem ég hef séð.

 53. Vonandi eru LFC með njósnara á úrslitaleiknum á ÓL, það eru flottir leikmenn í þessu brasilíska landsliði.

 54. Ég hætti yfirleitt að lesa ummæli hjá mönnum sem halda ennþá að Charlie Adam heiti Adams.

 55. Ég væri til í að sjá Brendan Rodgers fara á eftir Djibril Cisse hjá QPR. Hann er tiltölulega ódýr, skemmtilegur karakter og hann skorar grimmt.
  Call me crazy en það væri frábært að geta haft svoleiðis sterkan leikmann til að hafa sem backup. Ég hafði mikið álit á honum þegar hann var hjá okkur, ég man eftir tímabilinu þegar hann skoraði 19 mörk á hægri kantinum og hann gæti vel spilað í 4-3-3 kerfinu.

 56. Ókei, ég held persónulega að Jordan Henderson eigi eftir að sýna mikið betri spilamennsku í vetur en hann gerði síðastliðin vetur. Sjálfur var hann oft á tíðum síðastliðin vetur spilaður á kanti (Fáránlegt ef að maður pælir aðeins í því), þar sem hann sýndi bersýnilega enga stjörnutakta, þar sem drengurinn er algjör, hreinræktaður miðjumaður. Hann er bara 22 ára gamall, og Brendan Rodgers hefur talað um það að hann hafi miklar mætur á honum. Mér finnst því stundum erfitt að flokka C. Adam og hann í sama flokk, þar sem Henderson hefur mikið meir fram yfir Adam. Ég held að sé til framtíðar litið, þá séum við einstaklega vel staddir hvað miðju varðar, með Joe Allen, Jordan Henderson og Jonjo Shelvey, og svo auðvitað Lucas Leiva sem á nóg eftir.

 57. Vonandi verður meiri metnaður í næstu kaupum, Joe Allen er meðalleikmaður ekkert lélegur en alls ekki frábær, svona henderson týpa og er lýsandi fyrir meðalmennskuna hjá Liverpool síðustu ár.

  áfram LFC

 58. Er þetta að leysast upp í vitleysu? Neinei.

  Hlakka verulega til að sjá hvort Joe Allen’s spili einhverjar mínútur á morgun! Megi hann eiga farsælan feril í Liverpool búningnum!

 59. Mikið blaðrað a twitter núna um að Liverpool ætli að nota Adam í skiptidíl fyrir Dempsey. Sa lika a twitter að Fulham hefdi lækkað verðmiðann ur 10 í 8 milljonir og a twitter ma lik lesa að sagan segi að Dempsey hafi sest i Liverpool i dag og spurning hvort hann verdi a Anfield a morgun. TAKIÐ ÞETTA ALLT MEÐ FYRIRVARA ENDA BARA TWITTER sem er að mínu mati mest sorp sem hefur i dagsljosið komið. Ef maður er þreyttur a Facebook þa er twitter mesti viðbjoður allra tíma í silly seasoni…

  Nu heyrist lika að west ham ætli að bjoða 6 kulur i joe cole, hvað segiði um það? Eg segi bara ef cole fer lika þa veitir ekki af að kaupa 2 vængmenn. Annars væru 6 kulur frabært plus að losna við risa launapakka hans.

 60. Er ég sá eini sem lætur það fara í taugarnar á sér hve margir, sem telja sig vera Liverpoolmenn, nái því hreinlega ekki að maðurinn heiti Charlie Adam en ekki AdamS!!! Sé þetta mjög reglulega hérna inni. Comon lads…Step up your game!

 61. Sigster 83 nei þu ert ekko sa eini sem lætur Adams fara i taugarnar a ser, ef þu lest þràðinn allann er heilmikil umræða um þetta herna i kommentunum. Mer finnst óþolandi að lesa Adams en hef aldrei sagt neitt en viðurkenni að eg fagnaði þegar menn fóru loksins að kvarta yfir þessu.

  Eggert magnusson er ekki komin til west ham aftur eftir þvi sem eg best veit en auðvitað er engu likara en að hann se það ef þeir bjoða 6 milljonir i joe cole

 62. Eru menn svona rosalega ánægðir að sjá Liverpool breytast í Swansea ??????

 63. Ja hérna. Ég var að henda út nítján ummælum við þessa færslu. NÍTJÁN! Það hefur aldrei gerst áður.

  Hafið þetta á hreinu: REGLUR KOP.IS GILDA ALLTAF – líka þótt það sé laugardagskvöld og eigendur síðunnar ekkert endilega að vakta umræðuna. Ég er ekki að grínast. Umræðan verður tekin föstum tökum á þessari síðu og mér er sama hvað ég fæ mörg dónaleg skilaboð á síðunni eða með tölvupósti, reglurnar gilda og ef þið viljið taka þátt í umræðum á síðunni skuluð þið virða þær!

  Til að hafa þetta alveg á hreinu:

  1. Sumir skrifa óvart Charlie Adams. Deal with it. Það er óþarfi að benda á það og gera allt vitlaust í hvert sinn sem einhver gerir svona pínkulítil mistök. Það er ekki eins og það séu bara Íslandsmeistarar í stafsetningu að skrifa ummæli hér inn.

  2. Í þessari færslu er verið að ræða Joe Allen. Haldið ykkur við þá umræðu.

  3. Við setjum inn færslu í kringum æfingaleikinn á morgun þegar hann nálgast. Ef ykkur finnst glatað að við skrifum ekki upphitanir fyrir æfingaleiki getið þið farið út og öskrað á sólina og skýin. Þið græðið ekkert nema pirring frá okkur fyrir að senda okkur SKAMMIR í ummælakerfinu af því að upphitun vantar.

  4. Er einhver hissa á að ég skuli ekki hleypa eftirfarandi ummælum inn á síðuna:

  “DRULLISTI TIL AÐ SETJA SKILABOÐIN MÍN INNDRULLISTI TIL AÐ SETJA SKILABOÐIN MÍN INNDRULLISTI TIL AÐ SETJA SKILABOÐIN MÍN INNDRULLISTI TIL AÐ SETJA SKILABOÐIN MÍN INN…”

  Hvað er að fólki?

  Sko, fólk er farið að nefna léleg gæði umræðunnar í sumar við mig í eigin persónu, ekki bara á netinu heldur segir fólk það við mig beint. Ég ætla mér að bregðast við því sem þýðir að ég mun vera óþolandi í ritstýringu á næstunni. Læriði REGLURNAR og þá verður þetta allt í lagi.

  Næst loka ég síðunni kannski bara áður en ég fer úr húsi á laugardagskvöldi…

 64. ‘eg vill allann daginn sjá þá spila eins swansea heldur en fótboltan sem þeir spiluðu á síðasta tímabili.

 65. Ein pæling varðandi miðjuna okkar og aðeins varðandi Gylfa Sigurðsson, í tengslum við Allen. Það er alveg ljóst að hann hfefði líklega aldrei orðið neitt meira en varaskeifa fyrir Steven Gerrard. Þó er hugsanlegt að spila með sóknarsinnaðari mann en Allen í einhverjum leikjum, gegn minni liðum td, enda er hann afburða tæklari en samt góður sendingamaður. Hann hefði verið góð varaskeifa samt, þetta er gríðarlega mikilvæg staða enda hvorki Allen né Lucas miklir markahrókar.

  Allen skoraði bara sjö mörk í 130 leikjum fyrir Swansea og Lucas hefur skorað 6 mörk í 185 leikjum fyrir Liverpool (heimild, Wikipedia fyrir báða). Allen skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar á síðasta tímabili. Gylfi skoraði 7 mörk og átti 3 stoðsendingar í 17 leikjum í deildinni. Enda að spila framar á vellinum.

  Við munum spila með þriggja manna miðju, Lucas, Allen og Gerrard. Ég hef örlitlar áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu sóknarsinnað, Rodgers á eftir að kynnast því hvernig lið leggjast í skotgrafirnar gegn Liverpool, og þá er upplagt að taka miðjumann útaf fyrir sóknarsinnaðari mann (þar hefði td verið hægt að setja inn Gylfa fyrir Allen). Gerrard gæti í þannig kerfi bakkað aðeins meira, enda betri tæklari en Gylfi.

  Það eru því aðallega fjórir menn sem eiga að sjá um að skora og við verðum einfaldlega að fá 10-15 mörk frá þeim öllum. Ef Steven Gerrard meiðist, sem eru því miður miklar líkur á (hann byrjaði 22 leiki í öllum keppnum í fyrra og 32 leiki í öllum keppnum tímabilið þar áður), verðum við að eiga gott backup.

  Það eru líklega Joe Cole og Jonjo Shelvey núna, en spurningin er hvort Henderson getur spilað svona framarlega? Henderson skoraði tvö mörk í 44 byrjunarliðsleikjum og sjö af bekknum í fyrra og þrjú mörk í 39 leikjum þar áður fyrir Sunderland. Þrjá rstoðsendingar bæði tímabilin. En það verður að hafa það í huga að hans staða er á miðjunni (ekki á kantinum þar sem hann spilaði mikið á síðasta tímabili), hann er árinu eldri, og fær núna líklega að spila á miðri miðjunni. Spurning samt hvort hans staða sé ekki hjá Allen, en ekki eins og Gerrard?

  Ég hef áhyggjur af þessari stöðu ef Gerrard verður lengi frá, eins og hann var á síðasta tímabili. Ég hef litla trú á að Suso fái eitthvað hlutverk. Adam spilar aftar en þessi staða, hann er í raun varaskeifa Allen.

  Cole verður hugsanlega seldur (talað um að West Ham vilji fá hann, eigum eftir að sjá hvort hann fari samt), en bottom line-ið er þetta:

  Brendan Rodgers gat líklega ekki boðið Gylfa öruggt sæti í byrjunarliðinu. Það gat Andre Villas-Boas líklega gert. BR vildi fá fleiri mörk inn á miðjuna sína. Við keyptum ekki Gylfa sem þýðir að Cole er væntanlega næstur inn fyrir Gerrard. Það gæti verið áhætta, við vitum lítið um hvernig standi hann er í, hann var mikið á bekknum hjá Lille (20 leikir byrjaðir í deildinni, 12 á bekknum) og Shelvey hefur ekki spilað heilt tímabil. BR bauðst auk þess til að lána hann, sem bendir til að hann vilji að hann öðlist meiri reynslu áður en hann fær stórt hlutverk (ég vil ekki lána hann, frekar selja Cole og taka áhættuna, finnst hann flottur).

  Hef ekki jafn miklar áhyggjur af öðrum stöðum varðandi langtíma meiðsli, til dæmis getur Allen alveg leyst stöðuna sem Lucas spilar með sóma held ég.

  Ég tek fram að ég er ekki að gráta Gylfa Sigurðsson, bara að velta fyrir mér hvort miðja Liverpool sé nógu sóknarsinnuð. Ég hvet því til almennrar umræðu miðju Liverpool, ekki um Gylfa ef menn vilja svara kommentinu 🙂

 66. Ég held að Allen séu góð kaup. Ég hef fulla trú á því að hann nái vel að blómstra hjá Liverpool. Eftir ár munum við örugglega eiga eina bestu miðju í ensku deildinni (Lucas verður upp á sitt besta, Henderson verður betri, Allen verður betri, Shelvey verður betri, Gerrard á ennþá 1-2 tímabil eftir). Efnileg miðja í dag verður örugglega þrusugóð eftir t.d eitt ár. Borini og Allen eru líka framtíðarkaup, í anda FSG og eftir þeirra stefnu.

  Nú vona ég að Agger verði ekki seldur og að einn kantarframherji/ sóknarmaður komi inn í dæmið (Tello, vorum eitthvað orðaðir við Sturridge á tímabili), þá líst mér vel á þetta.

 67. Hjalti:
  Þetta eru mjög réttmætar pælingar hjá þér. Mig minnir að annað hvort Houllier eða Rafa hafi talað um að SG eða sá aðili sem leikur hans stöðu á vellinum þurfi að koma með c.a. 15 mörk á tímabili. Ég ætla hinsvegar ekki að fara í leikmannasamanburð m.v. það sem við mögulega myndum kaupa eða höfðum á síðasta tímabili. Ástæðan er sú að liðið sem er óskaliðið þá, Seasonið 11-12, spilaði aldrei saman nánast.

  Ég hef hinsvegar rosalega trú að með því að fá Allen inn og að nota mun minna af Adam bæti verulega gæði miðjunnar ásamt því að vonandi Lucas og Gerrard verða heilir. Ég er að sjá talsvert í hillingum miðjuna sem við höfðum með Mascherano (Lucas), Alonso (Allen) og Gerrard og Brendan sé að “manna” þetta rétt upp.

  Ef og aðeins ef Allen nær hælunum á Alonso skv. minni kenningu held ég að við sém að komast langleiðina að því marki að miðjan verði nógu creative til að bjóða sæmilega færum strikerum upp á einhver færi, óháð því að gesta liðið liggi í markteigsskotgröfinni á Anfield (kop end). Það kannski gerir það að verkum að aðalstrikerinn okkar fer í 25 mörk plús á seasoni sem væri náttlega algjör framför.

  En sjáum hvað setur.

 68. Eins miklar mætur ég hef á Allen þá fannst mér þetta alls ekki staðan sem við þurftum að manna. Ég tel að Henderson smell passi í þessa stöðu og svo hafa Adam(s) hehe og Jonjo til vara á miðjunni.

  Það sem ég held að sé aðal ástæða þess að BR verslaði Allen og Borini er það að hann þekkir þessa menn mjög vel og þeir hann og það hjálpar honum að koma sinni hugmyndafræði inn í liðið hraðar og fá liðið til að spila eins og hann vill.
  Hefði hann til að mynda farið og verslað sambærilega menn sem hann hafi ekki unnið með áður hefði hann líklega fengið þá ódýrar, allavegana Allen, en það hefði tekið hann mun lengri tíma að fá liðið til að spila eftir hans stíl.

  Ég hefði persónulega verið hrifnari að því að fá Scott Sinclair þar sem hann er kant striker og þekkir hans hugmyndafræði. En ég er viss um að Allen er eftir að reynast okkur vel og ég sé ekkert á eftir Adam ef hann verður seldur.

  YNWA

 69. Einhverjir hafa talað um að Allen spili sem aftasti miðjumaður, sömu stöðu og Lucas. Það stemmir ekki alveg – var allavega ekki sú staða sem hann spilaði hjá Swansea. Bendi þar á neðangreint, en þetta var einmitt fyrsti leikur Gylfa Sigurðssonar fyrir Swansea – hann kom inn á í hálfleik og Allen færðist þá neðar á völlinn.

  http://www.zonalmarking.net/2012/01/15/swansea-3-2-arsenal-swansea-outpass-arsenal/

  Ég er þeirrar skoðunar að það sé aldrei hægt að hafa nóg af miðjumönnum. Aldrei. Gleymum því ekki að Gerrard á reglulega til að missa af leikjum og við vonumst til að spila hvern einasta leik sem er í boði á tímabilinu. Fáum Sahin líka. Ekki vanþörf á.

Bellamy farinn til Cardiff (staðfest)

Sami og slúður – opinn þráður