Bellamy farinn til Cardiff (staðfest)

Þá er það staðfest á opinberu heimasíðunni að Craig Bellamy er farinn til Cardiff.

Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifinn af Bellamy og hann gladdi okkur svo sannarlega oft á þessum árum, sem hann spilaði fyrir Liverpool.  Fjölskyldan hans hefur búið í Cardiff undanfarin ár og þess vegna langaði honum heim.  Það er vel skiljanlegt.  Við óskum honum alls hins besta.

Það verður svo að teljast líklegt að í dag komi í staðinn fyrir hann annar Walesverji, en Joe Allen er vonandi að klára formlegheitin í kringum félagaskipti í dag.  Hann var auðvitað gestur á leiknum í gær og slíkt gerist ekki nema að menn séu nokkuð pottþéttir að allt muni klárast.

33 Comments

 1. Bellamy var án efa okkar allra besti leikmaður á síðasta tímabili, frábær náungi og knattspyrnumaður 🙂

  Megi hann eiga frábæra tíma hjá Cardiff og YNWA.

 2. Leiðinlegt að missa Bellamy frá okkur enda frábær fótboltamaður sem hefði hentað rosalega vel með Borini og Suarez þarna frammi.
  En hann er auðvitað orðinn 32-33 ára og kominn á seinnihlutan og vonandi munum við fá annan þarna inn í þessa stöðu bráðlega.

  Hans verður saknað í úrvalsdeildinni.

 3. Bellamy verður sárt saknað. Ekki mætti ég spyrja hvort kop.is sé komið með nýja deild í fantasy deildinni?

 4. Bellamy, Maxi og Kuyt farnir, hvað segiði er ekki malið að enda þennan glugga a að fa einn ef ekki tvo vængmenn?

  Hefdi viljað halda Bellamy eitt season en skil hann vel svo sem og oska honum alls hins besta bara hja Cardiff.

  Er eg einn um það að það kitli oggu pinulitið að fa bara Owen a bekkinn ef Carroll fer nú?

 5. Ætlar Liverpool liðið virkilega að treysta á að þrír sóknarmenn (Suarez,Boroni,Carroll) muni geta leitt sóknarlínu liðsins næsta veturinn?
  Nú eru Bellamy,Kuyt og Rodriguez (þeir eiga það allir sameiginlegt að vera gríðarlega reynslumiklir) allir farnir frá liðinu og því trúi ég ekki öðru en að liðið komi til með að kaupa einhvern sóknarmann á næstu dögum. Er það ekki annars rétt hjá mér að Allen er sóknartengiliður en ekki hreinræktaður sóknarmaður?
  Mér finnst hópurinn vera farinn að þynnast of mikið og það er áhyggjuefni.
  Ætli Joe Cole fái sénsinn í vetur það vona ég ?

 6. Held það væri meira vit í að setja Rush eða Guðinn okkar inn á heldur en meiðslasvikahrappinn sem ég neita að nefna á nafn hérna!

 7. Miðað við frammistöðu Bellamy á síðustu leiktíð, kemur þetta mér svolítið á óvart. Tek undir það að hann hefur ætíð staðið sig vel með LFC og hans verður bara minnst jákvætt. Ekkert golfveður í dag og það er við hæfi.

  Maxi, Kuyt, Bellamy út. (Tel ekki Aurelio og Aqulaini með, enda voru þeir í takmörkuðum “hlutverkum”). Öll 30+ (Reina er þrítugur á árinu) reynsla farin úr hópnum, ef nátttröllin Gerrard og Carragher eru undan skildir.

 8. Mikill missir af Bellamy, það er bara þannig!

  Leikmaður sem er algerlega inn í þeirri hugmyndafræði sem Rodgers er að vinna eftir en auðvitað skilur maður fullkomlega að hann fari heim til fjölskyldunnar og klúbbsins síns, er viss um að varnarmenn í Championshipdeildinni hlakkar ekki til að hitta hann og Heiðar næsta vetur. Vona innilega að hann leiði Cardiff í Premíeruna!

  Enn meiri ástæða til að fá meiri breidd í vængsenterstöðuna, nú eru Maxi, Kuyt og Bellamy farnir og bara Borini kominn til baka sem gæti verið þar, auk unglingsins Sterling sem er bara bónus.

  Miðað við að Allen sé að koma sætti ég mig við einn ALVÖRU kantsenter og sá heitir auðvitað Muniain en vill helst sjá eina sóknartýpu að auki inn.

  Miðað við leik gærdagsins held ég að miðja og vörn séu vel skipuð með því að halda þeim mönnum sem við eigum núna!

 9. Verð alltaf Bellamy ævinlega þakklátur fyrir að hafa prófað nýja Ping Driverinn sinn á Riise um árið.

  Owen á ekki afturkvæmt á Anfield. Hann sá sjálfur alfarið um að eyðileggja orðspor sitt hjá Liverpool. Menn sem hafa legið í rotþró í þrjú ár losna ekkert við óþefinn og óhreinindin við það eitt að komast uppúr henni.

 10. Sammála þér Maggi um Munain, en hefuru séð einhverja linka okkur við hann ? Veit að LFC átti að hafa haft áhuga á honum fyrir einhverju síðan, en ekkert meira um það í langan tíma… Væri vægast sagt brilliant maður að fá inn í þessa hugmyndafræði

 11. Fengum við eitthvað fyrir hann? Var hann seldur fyrir ekkert sökum launa hans?

 12. Bellamy verður alltaf sannur rauður! Svo YNWA meistari!

  Menn leyfa honum að fara, svo er Clint Dempsey ekki bara ennþá óklárað?
  hann er Playing position Winger, attacking midfielder, forward

  Svo getur hann ekki leyst þær stöður sem Bellamy skilur eftir?

  Svo gæti eitthvað allt annað komið á daginn. maður veit aldrei.

 13. Sakna Bellamy nú þegar en skil vel að hann vilji vera meira með fjölskyldunni.

  Það að Bellamy, Kuyt, Aqullani, Auelio og Maxi séu farnir segir mér að það sé verið að losa um þá sem eru með of há laun miðað við getu. FSG eru búnir að hreinsa út á síðustu tveim árum mikið af eldri leikmönnum á háum launum. Markmiðið er augljóslega að reksturinn verði ásættanlegur.

  Henry sagði þegar að hann tók við að rekstur Arsenal væri fyrirmyndin og eftir því er unnið. Flott að fá Allen inn og gott ef að þessi Ramirez kæmi.

  Ég vona líka að við fáum að sjá hvort, Kelly, Flanagan, Coates, Robinson, Shelvey, Sterling, Morgan og Suso eru menn til að spila með Liverpool. Eina leiðin til að fá að vita það er að gefa þeim tækifæri til að spila með aðalliðinu.

  Það væri sjálfsagt að gefa Owen tækifæri ef að hann hefði ekki látið Ferguson plata sig upp úr skónum. Það var nógu slæmt hjá honum að fara til Newcastle en að fara til MU til að hanga á bekknum í þrjú ár var galið. Fullkomlega óskiljanlegt.

  Síðasti leikur sagði okkur að Rodgers er með skýra sýn á hvert hann er að fara með liðið en að komast í topp fjögur verður svakalegur slagur. Fyrir á fleti eru öflug lið sem eru búin að styrkja leikmannahópinn verulega. Þá sérstaklega Chelsea og Arsenal. Ef MU fær Van Persie þá verða þeir enn sterkari.

  Það verður spennandi að sjá Carroll spila. Það er ekki sjálfgefið að hann falli inn í þetta leikskipulag en ég hef mikla trú á stráknum.

  YNWA

 14. Ég hefði viljað halda Bellamy eitt tímabil enn og finnst fúlt að hann sé farinn. En tökum stöðuna 31.ágúst og sjáum hverjir koma inn í staðinn.

 15. Þá er nú aldeilis búið að hreinsa út af launum manna sem voru komnir á seinni hlutann á ferlinum og eigendur liðsins væntanlega sáttir með það.
  En núna þarf að rífa upp veskið og kaupa eins og eitt stk klassasóknarmann til þess að spila með Borini og Suarez frammi og þá væri ég sáttur ásamt því að fá inn Allen.
  Vörn, miðja og mark eru vel mönnuð ef að Allen kemur inn og Agger verður kyrr hjá okkur.

 16. @ Viðar # 4
  Kítlar það að fá Owen til baka ef Carroll fer ?
  Hver er að kítla þig ?

 17. hefur e-r hugmynd um hvað LFC er komið með inn mikla peninga af leikmannasölum núna? Margir farnir og flestir gæðaleikmenn, plús það að nokkrir ungir eru farnir í lán eða farnir fyrir fullt og allt……

  Tekið af mbl.is:

  **LIVERPOOL:
  *
  Fabio Borini frá Roma

  David Amoo til Preston
  Alberto Aquilani til Fiorentina
  Fabio Aurelio til Gremio
  Craig Bellamy til Cardiff
  Stephen Darby til Bradford City
  Dirk Kuyt til Fenerbahce
  Henoc Mukendi til Northampton (lán)
  Joe Rafferty til Rochdale
  Maxi Rodríguez til Newell’s Old Bys
  Toni Silva til Barnsley***

 18. hoddij – hef ekkert séð um Muniain frá því í vor, en vona bara svo innilega að það sé í gangi, neita að trúa því að “wow” leikmennirnir sem Rodgers talaði um séu Borini og Allen. Eitthvað stærra en það vona ég.

  Þó mér lítist mjög vel á Borini og tel Allen lykilmanninn í Swansea liðinu og verulega efnilegan playmaker. Það er vonlaust að fara inn í tímabilið með Downing, Cole og Sterling sem kantstrikerana ef við miðum við að Borini og Suarez séu líklegastir á toppnum og ég vill því fyrst og síðast sjá styrkingu í þessum stöðum.

  Það að Bellamy sé leyft að fara hlýtur að tengjast styrkingu á þessum leikstöðum í framhaldinu.

  Vona ég…

 19. Gróflega reiknað gæti verið meira eða minna:

  Alberto Aquilani til Fiorentina – ~90k í laun á viku farin
  Fabio Aurelio til Gremio – ~30k í laun á viku farin
  Craig Bellamy til Cardiff – ~80k í laun á viku farin
  Dirk Kuyt til Fenerbahce – ~90k í laun á viku farin
  Maxi Rodríguez til Newell’s Old Bys ~70k í laun á viku farin

  Sirka 360 þúsund pund á viku sem gera sirka 1,5 milljón pund á mánuði eða 18 milljónir á ári í föst laun ánþess að reikna árangurstengdar bónusgreiðslur.

  Þeir sögðust vilja auka gæðin en minnka launakostnað, eitt af þessu er búið núna er bara að bíða og vona eftir hinu.

 20. Það er must að styrkja kantframherja stöðuna, hún er gríðarlega mikilvæg í þessari taktík án efa. Hef bara séð okkur orðaða við Tello, Afellay, Walcott(vægast sagt ólíklegt) og Johnson. Man í fljótu bragði ekki eftir fleiri nöfnum, þeas úr þessu marktækasta slúðri (Ramirez virðist vera bullshit). Persónulega er ég ekki mjög spenntur fyrir neinum af þessum gaurum og væri til í að líta annað.

  En playmaker er staða nr 1 í augum Rodgers, skiljanlega þegar að þessi bolti er spilaður og Allen er klárlega mikil styrking þar. Þarf bara að klára 2 kantframherja asap til þess að lenda ekki í deadline day ruglinu sem öllum finnst gaman að fylgjast með, en maður vonast til þess að liðið manns eigi ekki mikinn þátt í, tekur of mikið á taugarnar 🙂

 21. Eitt sem ég get ekki skilið, hann á eitt ár eftir að samningnum við Liverpool..Af hverju að láta hann fara frítt ?? óskiljanlegt

 22. Beikon Biggi, Það er einfaldlega verið að taka tillit til þess að hann vill fara frá félaginu og til liðsins nær fjölskyldunni sinni, það er ekki flóknara en það.

 23. Jæja þá verður þetta staðfest með Allen eftir 10-15 mín.

  Jen Chang ?@JenChang88

  Some player-related news to appear on the LFC website in the next 10-15 minutes

 24. Liverpool have signed Joe Allen from swansea. Official Announcement from Liverpool soon !

 25. Bond: Okey, segjum svo að Skrtel sé með heimþrá og vill fara heim til fjölskyldunnar sinnar, leyfum honum þá bara fara frítt..Bellamy var einn okkar besti leikmaður síðasta tímabils og hefði alveg verið hægt að fá pening fyrir hann, hvort er þetta lið að reyna eignast vini eða ná árángri
  Heimski Heimski

 26. Biggi Beikona #28, voðalega er þetta kjánalegt comment frá þér.

  Þú hreinlega líkir ekkert saman Skrtel sem var keyptur fyrir einhverjar milljónir og Bellamy sem kom á frjálsi sölu til okkar.

  Bellamy sjálfur hafnaði 60 þús punda samningi við QPR til þess að fara til Cardiff og fá 30 þús pund. Þetta snérist fyrst og fremst um fjölskylduna og stundum verða menn bara að hugsa hlutina rétt.

 27. Ég er alveg sammála BiggaBeikon þó ég líki Bellamy nú ekki við Skrtel.

  Við erum búnir að leyfa 3 landsliðsmönnum og reynsluboltum að fara frá okkur (Kuyt, Maxi og Bellamy) og fáum eingöngu 850.þús pund fyrir þessa 3 menn sem er bara fáránlega lítið. Var ekki Park að fara frá Man Utd á 5m punda?
  Bellamy var góður á síðustu leiktíð og er enn í hörkuformi þrátt fyrir aldur og var spilandi núna á ÓL. Það var alveg enn hægt að fá c.a. 2m punda fyrir hann. Allavega fáránlegt að leyfa honum að fara á free transfer. Alltaf þarf Liverpool að vera ægilegir kærleiksbirnir og þora aldrei að spila hardball í leikmannamálum. Enda höfum við verið teknir þurrt í rassgatið í ótal leikmannagluggum undanfarinn áratug.

  Menn jarma um smá heimþrá og fá strax að fara. Hvað munar Bellamy um 1 ár í viðbót? Það hefði verið hægt að leyfa honum að í janúar ef hann stæði sig ekkert spes. Líka hægt að nota hann sem skiptimynt uppí kaup á Dempsey, Allen og álíka mönnum. Bara allt nema nema að leyfa enn einum góðum leikmanni sem smellpassar í leikkerfi stjórans að fara á frjálsri sölu. Þetta er bara óþolandi hvað allir misnota sér hvað Liverpool er mikil fjölskylduklúbbur og næs í sér. Við verðum aldrei meistarar nema við hættum svona bruðli og hættum að láta vaða yfir okkur. Hvar er stoltið?

 28. Ég er engan vegin sammála AEG og Bigga Beikon lásið þið ekki greinina þar sem hann gaf í skyn að hann myndi bara hætta spilla fótbolta því núna ætlar hann að hugsa mest um fjölskylduna og svo stóð í þessari ágætu grein að Brenda hefði reynt mikið að sannfæra hann um að vera áfram…allaveg finnst mér þetta virðingavert hjá klúbbnum og gerir það kannski að verkum að við löðum að okkur Réttu tegundina af fótboltamönnum…það er allvega mín skoðun 🙂

 29. Helguson og bellamy framherjapar cardiff hljomar hriklega villt og hreinlega æðisgengilega!

Liverpool – FC Gomel 3-0 (4-0)

Joe Allen kominn (staðfest)