Liðið gegn Gomel

Byrjunarliðið sem mætir Gomel í fyrsta leik Brendan Rodgers á Anfield er svona:

Reina

Johnson – Agger – Skrtel – Enrique

Gerrard – Lucas – Shelvey

Suarez – Borini – Downing

Bekkur: Jones, Carroll, Henderson, Spearing, Carragher, Adam, Kelly.

Ansi nálægt því sterkasta sem við höfum kost á að bjóða upp á. Frábært að sjá að Agger kemur aftur inn í byrjunarliðið og ætti það aðeins minnka slúður um hann og framtíð hans hjá Liverpool. Reina kemur í markið fyrir Jones og Lucas byrjar sinn fyrsta leik á þessu ári á kostnað Spearing. Suarez er kominn upp á topp og rúlllar líklega mikið framherjastöðunni með Borini og Downing en þeir eiga líklega eftir að skiptast á því að spila á hægri og vinstri kanti enda geta allir leyst báðar stöður.
Carroll er síðan á bekknum í dag ásamt t.d. Henderson og Adam. Enginn ungur í hóp í kvöld nema Shelvey sem byrjar leikinn og ljóst að nú á að fara spila þeim saman sem koma til með að hefja tímabilið hjá okkar mönnum.

58 Comments

  1. Svakalega sterkt lið. Skiptu Shelvey út fyrir Joe Allen (og þá Shelvey á bekkinn fyrir Spearing) og þá ertu í raun kominn með þann 18-manna hóp og það byrjunarlið sem er líklegt til að hefja leik hjá okkur eftir rúma viku.

    Öflugt. Hlakka til að sjá hvernig liðið er að spila í kvöld. Við getum gert aðeins meiri kröfu á samhæfni og leikform í dag en í fyrstu 4 leikjum sumarsins, en verðum þó að sýna áfram þolinmæði. En þetta verður áhugavert í kvöld.

  2. ég hlakka alveg rosalega til að sjá þetta lið spila í kvöld.
    verð “því miður” að vinna í kvöld, svo ég get aðeins séð fyrri hálfleikinn….

    Veit einhver hvar maður getur sótt leikinn frítt í nótt? 🙂

  3. Á leikurinn ekki að vera sýndur á Liverpoolfc.com?

    Kemur hjá mér að þessi live stream sé ekki í gangi eins og stendur…

  4. Átt að geta náð í mislanga útdrætti og einnig leikinn í heild sinni á LFC TV Online síðunni, kostar í kringum 600kr mánuðurinn.

  5. Ég hefði viljað sjá Spearing byrja fyrir Lucas, bara til að sjá Anfield tryllast þegar skiptingin yrði!

  6. Þetta lið okkar alveg ágætt (ágætt var best þegar ég var ungur maður) Tiltölulega ungt lið svona heilt yfir, eða er það ekki rétt hjá mér. Það væri gaman að sjá meðalaldurinn hjá okkur með bekknum miðað við önnur lið í efri partinum. Gerrard hlýtur að vera lang elsti maðurinn hjá okkur í dag með Carra.

    Held að þetta hafi verið hið besta mál hjá Rodgers að byrja bara á að losa okkur við “gamlingjana” Kuyt, Maxi, Bellamy. Ungur manager og ungt lið sem á framtíðina fyrir sér, með nokkrum viðbóðtum á komandi mánuðum !

  7. Fyrsti 12 mínúturnar búnar og ég verð bara að segja að ég er mjög ánægður með spilamennskuna.

  8. Þvílíkt mark hjá Borini. Og það í hans fyrsta leik á Anfield! Suarez búinn að vera frábær líka. Þetta lítur bara vel út.

  9. Magnað mark og frábær undirbúningur. En toppurinn so far er endurkoma og framistaða Lucasar! Sá á eftir að fitta inní þetta leikkerfi.

  10. Það líta nánast allir vel út það sem af er þessum leik.
    Johnson og Downing að virka vel saman á hægri.
    Borini og Suarez að linka mjög vel saman, alveg ótrúlegt að þetta sé þeirra fyrsti leikur saman.
    Gerrard og Shelvey líflegir og Lucas hefur engu gleymt.

  11. Voðalega erum við rosalega RAUÐIR í þessum nýju búningum okkar. I like it !

  12. 2-0. Kóngurinn sjálfur að skora. Enn á ný er Suarez heilinn á bak við markið, frábærlega gert.

  13. Hunt, Keegan, Dalglish, Barnes,Suarez, Owen, Torres, Fowler og nú Borini. Allt leikmenn sem hafa skorað á Anfield debutinu sínu.

  14. Rauðu netin eru að virka til að koma boltanum i mark hja andstæðingunum allavega nuna 🙂

  15. ég get farið virkilega sáttur frá leiknum í hálfleik til vinnu :o)

  16. Vá hvað ég er glaður með það að Suarez hafi skrifað undir langtímasamning. Þessi maður er á góðri leið með að verða goð á Anfield. ALLT að gerast þegar hann fær boltann. Lofar góðu fyrir tímabilið að mínu mati….

  17. Þetta var alvarlega impressive fyrri hálfleikur. Þarna var maður að sjá nokkuð greinilega hvað Rodgers er að reyna að gera. Mikið possession, hápressa út um allan völl, mikið flæði á Borini, Suarez og Gerrard (enginn þeirra fastur í einni stöðu), Lucas að brillera á miðjunni og Shelvey að spila vel með honum, vörnin að koma vel með fram og díla við allt auðveldlega.

    Það er erfitt að missa sig ekki í týpísku Liverpool-bjartsýnina eftir svona hálfleik. Út með Agger f. Carragher í hálfleik og Suarez fljótlega eftir hlé fyrir Carroll, og svo Gerrard út fyrir Henderson fljótlega og loka þessu svona þrjú eða fjögur núll. 🙂

  18. virkilega gaman að sjá okkar menn. Líflegir, boltinn flæðir vel og pressa rosalega vel án bolta. Allt liðið að spila vel.
    Smá bjartsýni komin aftur 😉 nú er bara að sjá hvernig við stöndum okkur í deildinni.

  19. úff, ég er bara dolfallinn. Ég bjóst aldrei við svona frábærri spilamennsku. Hver fyrrum skúrkurinn spilar núna eins og engill. flæðið, hungrið og vá!!!!!!!!!!!Johnsoooooon

  20. VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ. GLEN JOHNSON. 3-0. Besta mark kvöldsins (hingað til).

  21. Hey 3-0 og Rodgers fagnaði ekki heldur skrifaði í litlu bokkina sína !! HA hvað á það að þýða! já út með hann ! REKANN !!

  22. Djöfull er Rodgers “leiðinlegur”, skrifar bara í blokkina sína. 🙂

  23. Downing er ekki alveg að gera það. Johnson alltaf flottur. Væri gaman að sja Henderson í stað Shelvey sem mér finnst full passívur og Carroll inn fyrir Borini.

  24. Flott spilamennska og Suarez virkar hrikalega sprækur!

    Andinn virkar léttur og menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Allir brúnir og sætir! 🙂

  25. Nei andskotinn, Rodgers með skrifblokkina eftir mark Johnson, sá verður ekki langlífur á Anfield !!!

  26. Hælsendingin var reyndar frá Gerrard á Suarez. Ég held að við séum að fara að sjá annað svona Gerrard-Torres samband milli þeirra tveggja. Þeir eru allavega að ná mjög vel saman.

  27. Flott frammistaða þar sem maður sá loksins einhvern strúktur í spili liðsins og það virtist sem allir vissu upp á hár hvaða hlutverki þeir gegndu.

    Suarez er heimsklassaleikmaður og sá maður sem þarf að eiga tímabil lífs síns ef við ætlum að vera kandídatar í topp fjóra í vetur. Borini virkaði betur á mig en hann gerði gegn Tottenham og Gomel í fyrri leiknum. Ekki sá teknískasti en mjög klókur og greinilegt að þetta er strákur sem tekur réttar ákvarðanir með boltann hverju sinni.

    Einu vonbrigðin sem skilja eftir sig í þessum leik var frammistaða Shelvey. Var að vonast eftir því að hann myndi halda áfram þeim stíganda sem hann hefur sýnt í fyrri leikjum en hann virkaði óöruggur og stressaður og missti boltann stundum frá sér. Auðvitað er það skiljanlegt enda strákurinn einungis á tuttugusta aldursári en það tekur það enginn frá honum að hann er framtíðarleikmaður í þessu Liverpool liði sem verið er að byggja upp fyrir komandi ár.

  28. Horfði á flott viðtal við BR á ESPN eftir leik, hann virkar mjög yfirvegaður og öruggur í viðtölum og sérfræðingarnir á ESPN (Didi Hamann, John Aldrigde og einhver þriðji maður sem ég þekkti ekki) héldu ekki vatni yfir hvað hann væri flottur! Hann sagði m.a. í þessu viðtali að hann væri mjög ánægður með að allir þeir fjórir grunnþættir sem hann legði mesta áherslu á – passing, pressing, position og penetration – hefðu verið í góðu lagi í kvöld og hrósaði sérstaklega fremstu fjórum, Gerrard, Downing, Borini og Suarez, sem hann sagði “worldclass” leikmann.

    Spurður um Joe Allen sagðist hann ekki vita meira en að félögin hefðu rætt saman í dag og búið væri að ná saman um kaupverð, en þó ætti enn eftir að hnýta nokkra lausa enda. Jafnframt sagðist hann alltaf vera að skoða góða leikmenn – leikmenn sem hann teldi að myndu bæta hópinn – en vildi ekki gefa út neina nákvæma tölu um þann fjölda sem reynt yrði að kaupa fyrir lok félagaskiptagluggans. Ég fékk þó sterklega á tilfinninguna að Joe Allen verði ekki síðustu kaup sumarsins!

    En annars frábær leikur í kvöld, vonandi vísir að því sem koma skal.

Gomel – seinni leikur

Liverpool – FC Gomel 3-0 (4-0)