Gomel – seinni leikur

Þá er komið að fyrsta leik Brendan Rodgers sem stjóra Liverpool FC á Anfield.

Karlinn hefur lýst yfir hversu stoltur hann er að vera í þessari stöðu og hvað hann hlakkar til að standa í stúkunni sem framkvæmdastjóri heimaliðs þessa mystíska vallar okkar. Í færslunni hér að neðan skrifa ég um blaðamannafundinn hans í morgun og um leikmannamál eins og þau líta út í dag. Þeir sem vilja tjá sig um þau henda endilega inn ummælum við þann link. Hér skulum við einbeita okkur að því verkefni að komast upp úr forkeppni Evrópudeildarinnar!

Fyrri leik liðanna lauk með 0-1 sigri okkar manna í leik þar sem líkamlegt úthald og leikskipulag okkar var ekki upp á það besta en það er í raun jákvætt að þrátt fyrir það hafi liðið náð að sigra útileik sem var býsna erfiður.

Babu er búinn að segja allt sem er til í heiminum um Hvít-Rússana í Gomel, en þeir virkuðu á mig fínir tæknilega og í ágætu leikformi en líkamsstyrkurinn og varnarleikurinn kannski þeirra stærsti vandi.

Liðið hefur nú haft viku í viðbót til að undirbúa sig og fínpússa þær áherslur sem Rodgers vill að það fari eftir. Ég var sammála Kristjáni Atla í mati hans á liðinu, þeir leikmenn sem minnst höfðu kynnst stjóranum áttu erfiðast og ég held að það muni sjást í leiknum á Anfield að liðið hafi færst nær þeim áherslum sem Brendan leggur upp með. Við munum sjá liðið reyna að halda boltanum mun lengur og betur en við sáum í Hvíta Rússlandi og við munum sjá meiri áherslu á sóknarfærslur leikmanna okkar en við sáum fyrir viku.

Ég held þó að við séum ekki að fara að sjá argandi sóknarleik með bullandi pressu, til þess er liðið of skammt á veg komið í undirbúningnum og ég held að annað augað á þessum leik sé að þarna sé á ferðinni alvöru æfingaleikur fyrir framan fullt af okkar fólki.

Nokkrir leikmenn eru komnir inn í myndina frá því fyrir viku. Suarez, Coates og Reina eru allir komnir á fullt á æfingum, en við virðumst ekki fá að sjá Bellamy á ný í treyjunni. Ég held að allir þessir menn komi inn í myndina fyrir þennan leik og spái þessu byrjunarliði:

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Enrique

Spearing – Gerrard
Downing – Henderson – Borini

Suarez

Bekkur: Jones, Coates, Skrtel, Lucas, Cole, Carroll, Johnson.

Í raun bara út í myrkrið. Johnson og Cole báðir fengu smá “knock” í Hvíta Rússlandi og eitthvað í kollinum á mér segir mér að við fáum að sjá Agger spila í vörninni – kannski óskhyggja – en ef Rodgers vill láta það líta út fyrir að Agger sé inni í hans plönum þá hlýtur hann að fá að byrja á morgun. Vel gæti verið að Suarez yrði settur út á kant en ég les vilja Rodgers til að losa um Carroll vera að Suarez muni spila þar og þar með losna við varnarskylduna, Borini spilaði þessa stöðu töluvert fyrir Swansea og þess vegna tippa ég á að svo verði á morgun.

Coates, Lucas og Carroll líklegastir til að koma inná.

Ég held mig við það að framundan sé ekki nein sóknarveisla heldur fyrst og fremst tilraun til að taka næsta skref í átt að tímabilinu, liðið muni leggja mikið upp úr því að halda boltanum og fara í gegnum færslur sem nýta á þegar kemur að stærri leikjunum. Við eigum að vera með það mikil gæði inná þessum velli til að lenda ekki í vandræðum með það að vinna leikinn, ég held samt að það verði langt í fyrsta markið, setjum það á ca. 60 mínútu og síðan annað í blálokin. 2-0 þar sem Suarez skorar það fyrra, en seinna markið kemur upp úr skyndisókn sem Borini eða Gerrard klára.

Koma svo!!!

Uppfært. Þurfti að setja færsluna inn í gegnum símann minn og lenti í vanda með bekkjarfærslu og vallarmálið. Búinn að breyta því núna þegar ég komst í alvöru tölvu. Leikurinn hefst kl. 19:05

61 Comments

 1. Skrítið ef Jonjo Shelvey spilar ekkert í þessum leik. Einn af fáum kjúklingum sem eru tilbúnir í alvöru bolta. Graður og góður!

 2. Er hann ekki klukkan 7?

  Annars verðum við að slátra þessu liði uppá móralinn hjá bæði liðinu og stuðningsmönnum. Ef við rústum þessum leik þá held ég að pressan á að kaupa leikmenn fari minnkandi.

  4-0, Suarez 2, Henderson 1, Borini 1

 3. vona BR fari bara í 4-3-3 með Shelvey, Hendo og Gerrard á miðjunni. Sóknin Downing, Suarez, Borini. Mér er nokkuð sama um vörnina nema ég vill sjá Dagger.

  4-0
  Suarez (2), Downing og Carroll.

  YNWA

 4. Skrýtinn bekkur 🙂

  Annars held ég að núna vilji Brendan sýna Anfield að hann sé með þetta… spili nánast sínu besta byrjunarliði og blási til sóknar.

 5. Smá klúður…tók nú bara eftir bekknum neðst í færslunni sem segir

  Bekkur: Jones, Coates, Enrique, Spearing, Kuyt (inn f. Maxi), Bellamy (inn f. Downing), Sterling.

 6. Spái því að hann byrji með Carroll uppi, Suarez á bekknum. Býst svo við því í vetur að Suarez spili ekki alveg frammi heldur verður meira framliggjandi á kanntinum. En hvað veit ég.

  En ein smávægileg ábending til þessara góðu manna sem skrifa á þessa frábæru síðu. Hvernig væri að hafa efst í hverri upphitun, staðsetningu, dagsetningu og tíma á viðkomandi leik. Ansi oft sem maður er eitthvað að leita af þessu. Bara svona grunn upplýsingar sem einfalda lífið fyrir okkur aumingjana.

 7. Hef heldur ekki fundið link á leikinn vonandi finnur einhver annar það fyrir mig hehe 😉

 8. Suarez mun vera notaður í kantframherjastöðunni enda er hann bestur þar. Borini var keyptur til að vera upp á topp í sinni bestu stöðu en rétt hjá þér að hann getur líka spilað sem kantframherji en bestur upp á topp.

 9. Jonjo Shelvey að twitta það að hann sé farinn í rúmið að sofa því það sé leikur á morgunn svo hann er í hóp. Ég er glaður að ég hafði vitlaust fyrir mér, hélt að hann og Sterling yrðu hvíldir og öðrum hleypt að leiknum.

 10. Hvet alla hér til að lesa þennan pistil ( http://www.thisisanfield.com/2012/08/rodgers-out-why-some-fans-need-to-switch-off-fifa-12/ ) á This Is Anfield, hélt fyrst að hann væri að skoða comment’ar kerfið hér á Kop.is 🙂

  Fyrir þá sem nenna ekki að lesa hér koma nokkrir bútar úr honum:

  Kylie Mitchell comments on the fans who all of a sudden think they are
  football experts and know what’s best for Liverpool FC.

  Following our narrow Europa League 1st leg victory over FC Gomel, I
  came across a few of these outrageous opinions. ‘Rodgers out’ and
  ‘Fabio Borini isn’t good enough for Liverpool’ being two of the most
  outrageous of these opinions.

  If anybody is reading this and thinking, ‘well that isn’t ridiculous,
  it’s true’ then I’d have to question their calibre as Liverpool
  ‘fans.’ I’m sure I wouldn’t be alone in doing so either.

  As most of us will know, being a ‘fan’ isn’t all about success. It’s
  about loyalty and support. Real fans support their team whether they
  win, draw or lose and not just the first one. Real fans try to remain
  positive in the darkest of days. Real fans are realistic and do not
  expect instant success. Real fans realise that the manager and players
  are only human and therefore make mistakes, like we do. I could go on
  all day, but most of us need no explanation.

  If anybody truly expected Borini to score a hat trick on his debut and
  expects him to score 40 goals this season and bring the title back to
  Anfield then I’m guessing they have spent too much time playing FIFA
  12 on their Playstation or Xbox. These things happen in video games,
  not in the real world. In the real world, we have to be patient. Our
  club has been damaged over the last few years and we have to
  appreciate that we are in the middle of a rebuilding process. Success
  will not return overnight.

  Ps. Vona að ég sé ekki að brjóta reglur Kop.is með því að setja þetta í þessa upphitun, ef svo er þá sippið þið þessu bara út af. Ástæðan fyrir að ég set þetta hingað inn er að þetta var einmitt sem maður sá eftir fyrri Gomel leikinn hér inni, og þessi gaur var greinilega líka á Kop.is að skoða comment 😉

  YNWA

 11. Takið Braga (18) til fyrirmyndar, svona eiga stuðningsmenn Liverpool að vera! Eintóm ást og gleði. Elska þig líka Bragi minn, og ykkur hina líka auðvitað.

  YNWA

 12. las að þetta væri liðið

  Reina
  Johnson Skrtel Agger Enrique
  Shelvey Lucas Gerrard
  Downing Suarez Borini

 13. Ben Smith segir að Liverpool hafi boðið 15m punda (klásúlan) í Allen. Flott mál, hef mikla trú á þessum strák.

 14. var í lagi fyrir þig maggi að koma með off topic varðandi allen, en ekki mig að setja inn link um það ?

 15. hoddij (#22) – þetta var mér að kenna. Ég tók út ummælin þín um þráðrán áður en ég sé að Maggi hafði sjálfur rænt eigin þræði. Ég set ummælin þín inn aftur.

 16. Feilaði mig á því að setja Joe Allen á vitlausan stað, hendi honum út hér og set fyrir neðan leikinn. Aulaháttur, veit!

 17. Flott upphitun og maður er svo bilaður að ég er alltaf smá spenntur fyrir Liverpool leikjum, jafnvel gegn Gomel í undankeppni Europa League. Verður fróðlegt að sjá Suarez og Borini spila saman og eins bara hvort liðið sé ekki mun ferskara núna heldur en fyrir viku. Lucas fer líka vonandi að verða klár í að byrja leik og mikilvægi Spearing fer vonandi að minnka/hverfa.

  En aðeins varðandi þráðrán, hoddij nr.19 (o.fl.)
  Sé nú ekkert að svona tegund þráðrána enda spennandi frétt tengd LFC þó kannski hafi þetta mátt fara í annan þráð eins og komið hefur verið inn á. En þegar það er póstað svona linkum væri ágætt að fá smá lýsingu með um hvað málið snýst. Gott og vel að koma nýrri og flottri síðu að og er ég nú að meina þetta með öll þráðrán og svona linka (þ.e. ekki bara frá hoddaj). Reyndar grípur sían oftast texta sem innihalda bara link en ekki frá þeim sem pósta reglulega hingað inn.

 18. já, mín mistök að útsk ekki frekar hvað þetta var.. var einfaldlega að reyna að koma þessum link á eins marga staði og hægt var á sem skemmstum tíma, erum að reyna að byggja upp base fyrir þessa síðu. vanda þetta í framhaldinu þegar að ég pósta link-um 🙂

 19. Ég held að Suarez byrji þennan leik á bekknum og Carroll leiði framlínuna með Downing og Borini á köntunum. Spái þessu 6-0 og Carroll setur þrennu bara svona til að stimpla það í hausinn á efasemdarmönnum að hann eigi heima í Liverpool.

 20. Ég trúi ekki að Brendan muni nota Spearing í þessum leik enda á hann ekkert erindi í þennan leik á heimavelli á móti Gomel.
  Ég vil sjá Gerrard, Shelvey og Hendo á miðjunni með Suarez, Borini og Downing frammi.

 21. Ég get ekki séð fyrir mér að carrol setji þrennu…

  -vonandi hef ég rangt fyrir mér 🙂

  Ynwa!

 22. Skil ekki þetta dæmi með Spearing, er hann að kljúfa atóm á æfingum eða?

 23. hann er fæddur og uppalinn poolari þessvegna er hann í liðinu.. þeir vilja sína einhverju uppaldna svo aðrir ungir hafa trú á að þeir geti troðið sér í aðalliðið.. væri annars til að senda Spearing til everton eða eitthvað álíka.. hehehee þannig að því miður held ég að hann er allan tíman að fara að byrja þennana leik..en vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér..

 24. Um að gera að reyna að hafa uppalda púllara í liðinu, ef þeir eru nógu góðir.

  Spearing var ungur og efnilegur lengi vel. Nú er hann bara efnilegur, enda að verða 24 ára, aðeins ári yngri en t.d. Messi, Fabregas, Hart, Nasri, Pique, Suarez o.fl.

  Mér þykir því orðið ansi ljóst að hann verður ekki mikið betri en raun ber vitni.
  Þætti þá skemmtilegra að sjá einhverja unglinga úr varaliðinu með getu til að verða betri…

 25. Það er frábært að hafa Jay Spearing í leikmannahópnum. Spearing er fæddur og uppalinn í Liverpool og vill hvergi annarstaðar vera. Þetta er leikmaður sem sættir sig við lág laun og mikla bekkjarsetu, en er ávallt tilbúinn þegar kallið kemur og leggur sig allan fram fyrir félagið. Hann er ekki jafngóður og Lucas eða Gerrard, en hann er samt alls ekki jafn lélegur og menn hérna vilja meina. Ég er alveg gáttaður á þessari meðferð sem hann fær hérna. Spearing er mjög aftarlega í goggunarröðinni á Anfield, á eftir Gerrard, Adam, Lucas og Henderson. Halda menn virkilega að squad player eins og þetta sem er líkilega fimmti kostur á miðjuna hjá okkur sé í einhverjum Xavi klassa? Halda menn virkilega að það sé hægt að fá jafnsterkan mann og t.d. Lucas sem backup og sættir sig við svona mikla bekkjarsetu? Það er einmitt algjörlega hárrétt hjá félaginu að fylla upp í svona stöður með uppöldum strákum. Spearing er langt frá því að vera ónothæfur eins og sumir hérna vilja meina. Hann hefur átt heilan helling af góðum leikjum með Liverpool.

 26. Sammála þér Halli #35. Það er með ólíkindum hvernig er skrifað og talað um suma menn hérna, og ekki síst þá sem eru með Liverpool hjarta eins og Spearing. Vissulega er hann ekki í einhverjum toppgæðum eins og Messi eða Suarez en ekkert lið er með 11 slíka menn innanborðs. Þurfum á því að halda að vera með breiðan hóp og hví ekki að vera með baráttuhund eins og hann innanborðs. Ég bara spyr?

 27. Slaka aðeins, hver segir að hann eigi ekki að vera hjá félaginu ?
  Eina sem ég sagði að ég vildi ekki sjá hann í byrjunarliðinu í kvöld enda væri ekki þörf á svoleiðis leikmanni. Hann er fínn leikmaður og ég hugsa um hann sem okkar John O’Shea sem var hjá united, alls ekki mikilvægur en gott að hafa til taks.
  Það er fínt að leyfa þessum strák að spila leikina í deildarbikar og svoleiðis leikjum en ekki heimaleik á móti Gomel þar sem að þörfin á svona varnarsinnuðum leikmanni er ekki þörf enda þarf að koma öðrum leikmönnum í betra leikform fyrir deildina.

 28. eru einhverjir möguleikar að ná leiknum á einhverjum stöðum í bænum eða þarf maður bara að horfa á hann á netinu

 29. Bond # 37

  Þessi leikur er á heimavelli á móti Gomel… þar sem við unnum 1-0 fyrri leikinn. Þessi leikur er fínn leikur til þess að nota Spearing…allavegana finnst mér það.

  Slaka aðeins, hver segir að hann eigi ekki að vera hjá félaginu ?

  Bragi # 33 sagði það 😀

 30. Mér finnst bara meira áríðandi að menn eins og Hendo, Gerrard, Shelvey, Lucas, Adam og fleiri fái tíma á vellinum til þess að komast í betra form heldur en Spearing. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér flott að eiga svona uppalinn strák til þess að vera í hópnum enda hefur hann svo sem gert marga ágætis hluti EN núna er mjög stutt í mót og þá verða lykilmenn að fá tíma saman á vellinum til þess að komast í form.

 31. Leikurinn er sýndur á ESPN og því ættu flestir pöbbar að get sýnt hann.

 32. Maður gerir nú ráð fyrir að Liverpool eigi að klára þennan leik á heimavelli, en miðavið heimavalla recordið í fyrra þá er ekkert öruggt 🙂

  Ég held að ég hafi hvergi séð það að Agger “vilji” fara, svo að tattoo með YNWA er engin trygging fyrir því að hann verði ekki seldur.

  Annars er ég að fíla þetta í drasl http://twitpic.com/ahbc2x

 33. Verð eiginlega að segja að ég væri sáttur með kaupin á Allen. hann er virkilega góður sendingar maður og mér hefur verið sagt að hann sé með svipaðan leikstýl eins og Alonso er með og það er eitthvað sem hefur eiginlega vantað hjá Liverpool síðan Alonso fór en ég spái 2-0 fyrir Liverpool í kvöld

 34. 47

  Ég hef ekki lesið það heldur enda var þessu beint að þeim mönnum sem héldu að hann væri að þrýsta á skiptin bakvið tjöldin.

  Hann er allaveganna að gefa tóninn með þessu og um leið að sýna stuðningsmönnum Liverpool að ef hann fer þá er það ekki að hans ósk. Langleiðina kominn í flokk sem legend hjá félaginu.

 35. Dirk Kuyt borgaði sig í gær með Fenerbahce. Skoraði 2 mörk.

  -http://www.101greatgoals.com/blog/turkish-debut-delight-dirk-kuyt-becomes-an-instant-fenerbahce-hero-vs-vaslui/

  Skrýtið hvað margir framherjarnir hafa týnst hjá Liverpool. Efni í pistil?

 36. Ég spái því að Carroll minn verði 30 milj punda virði eftir leikinn í kvöld.

 37. confirmed team v Gomel: Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Gerrard, Shelvey, Lucas, Borini, Suarez, Downing

 38. Flott lið… verður gaman að sjá hvernig þessi leikur spilast.. Held að þetta sé okkar sterkasta lið og verður gaman að sjá menn spila sinn fyrsta leik fyrir BR, s.b. Suarez og Reina.

  Vonandi að hann gefi einhver fyrirheit varðandi framhaldið.

  YNWA

 39. 44

  Ef Carroll getur hitt í þetta mark þá verður hann náttúrulega með 20+ í vetur!

 40. Fínasta byrjunarlið og það sem ég er hrifnastur af er að AGGER byrjar leikinn!

  Nú þarf Rodgers að sýna okkur hvað í hann er spunnið með að spila betri bolta en í síðustu viku. Ég kalla ekki eftir því að Liverpool verði með fallegasta boltan… en hinsvegar heimta ég framfarir milli leikja!

 41. Hann ætlar greinilega að stilla upp mjög sterku liði á Anfield í kvöld, áhugavert að hann skuli láta Shelvey byrja en Henderson á bekknum.

 42. mjög sterkt lið sem BR stillir upp. Það verður varla betra miðað við current squad.

  Áfram rauðir! YNWA

 43. GRÍÐARLEGA ánægður að sjá Shelvey þarna, klárlega eitt mesta efni sem Liverpool er með ásamt Sterling að sjálfsögðu áfram LIVERPOOL

 44. Best að segja eitthvað jákvætt áður en neikvæðu púkarnir komast að…..LOFAR GÓÐU þetta lið sem var á vellinum í kvöld……… mig hlakkar til kickoff þann 18

 45. ég er ósáttur að Sterling byrjar ekki leikin.
  þvílikt efni í stráknum!

Blaðamannafundur Brendan Rodgers

Liðið gegn Gomel