Kop.is Podcast #24

Hér er þáttur númer tuttugu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 24.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti ræddum við Ameríkutúr Liverpool, fyrri Evrópuleikinn gegn Gomel, leikmannakaup og sölur það sem af er sumars og þá sérstaklega Daniel Agger-slúðrið.

21 Comments

 1. Er mjög svartsýnn fyrir komandi leiktíð. Æfingaleikirinir hafa verið óbærilegir í alla staði. Ekki er að sjá svokallaðan tiki-taka fótbolta spilaðan, langar sendingar og óöryggi með boltann, þegar við loksins vinnum hann.

  Margt má mun betur fara, sérstaklega í sóknarleiknum. Áhyggjuefni er að sjá til leikmanna eins og Charlie Adam, sem er augljóslega ekki í leikformi og er ég ekki að sjá fram á að þessi leikmaður geti spilað 90 mín í vetur í nokkrum leik.

  Leikmannahópurinn er einn eitt áhyggjuefni, hann er alltof þunnur og fullur af miðlungsleikmönnum.

  Downing með flott mark á móti Gomel, en það verður að segjast eins og er að liðið spilaði eins og npower league 2 lið. Átti nánast engin færi og skipulagsleysi sóknarleiksins var hörmung að sjá.

  Nú er það uppi á teningnum að selja eigi Agger, það er enn einn svartur punktur liðsins.

  Væri æskilegt að heyra fréttir á næstu dögum um leikmannakaup sem teljast ekki miðlungs pésar og ómenni.

  Maður eins og Dempsey er ekki leikmaðurinn sem við þurfum og mun væntanlega ekkert geta ef hann verður keyptur. Dempsey væri mögulega fengur fyrir lið eins og Charlton og Huddersfield.

  180 blaðsíðna skýrsla Rodgers er greinilega að hitta í mark hjá eigendum, en ekki á fótboltavellinum.

  Í von um sársauklaust tímabil og bjarta framtíð,
  kv. Flosi

 2. Nr. 3 kom þessi bjartsýnispistill þinn eftir að hafa hlustað á podcastið? Ég sem hélt að við hefðum verið frekar bjartsýnir!

 3. Skemmtilegt podcast eins og alltaf, get stoltur sagt að ég hef ekki misst úr einu podcasti síðan þið byrjuðu!

 4. Ætla sko heldur betur að hlusta á þetta þegar ég hef tíma til. Alltaf gaman af þessum þáttum ykkar.

  En nánast án gríns. Þið sem komið hér inn og finnið öllu allt til foráttu. Viljið þið ekki bara finna ykkur blásýrutöflubox og jappla smá á því? Fáið örugglega meiri skemmtun úr því heldur en að halda með Liverpool liðinu.

  Tek það fram að mér finnst allt í lagi að menn hafi tilfinningar til liðsins okkar en það að lesa hér súpu af kommentum með svartsýnina í hverju orði og í hverju stafabili jaðrar við verstu sjálfpíningarhvöt sem má finna. Það hlýtur þá að vera til eitthvað skemmtilegra fyrir ykkur að gera en að halda þá með Liverpool. Sérstaklega í ljósi frétta dagsins með að Suárez er búinn að teikna nafnið sitt á nýjan langtímasamning. Þær kæta mig svo sannarlega og ég tel mig bara vera nokkuð ágætan að geta horft fram á veginn bjartsýnum augum.

 5. Málið með Agger er mjög furðulegt svo ekki meira sé sagt. Maður hefur ekkert frétt hvaðan sögurnar um brotthvarf hans koma. Er ekki bara maðurinn sem hagnast mest á því að hann sé að fara til City að búa sögurnar til, til þess að opna fyrir tilboð í hann. Þá er ég að tala um umboðsmanninn hans. Ef það er e-r sem hagnast á því að Agger fari á háu verði, og fái risasamning, þá er það umboðsmaðurinn hans.

 6. Eitt sem Maggi talar um í podcastinu og mig langar að segja mína skoðun er þegar hann spyr hvað það sé í leik Adam sem fittar ekki inn í leikfræði Rodgers.

  Í þessu skipulagi Rodgers þar sem talað er um að reyna að vinna boltann eins fljótt og hægt er af andstæðingnum þá er mikilvægt að miðjumenn liðsins lesi hreyfingar andstæðinganna eins og opna bók. Hversu oft sáum við Charlie Adam brjóta klaufalega á sér og óttalega villtur varnarlega? Ég sá það allaveganna mjög oft og eflaust til tölfræði sem sýnir það svart á hvítu. Hann er hægur á fótunum og hefur ekki beint þessa snerpu sem krafist er af toppmiðjumanni hjá toppklúbbi á Englandi. Sem dæmi þá getum við litið á Joe Allen sem er hrikalega vinnusamur, les leikinn gríðarlega vel og át leikmenn andstæðinganna hvað eftir annað. Engu að síður er ég ekki mesti gagnrýnandi Adam og finnst margt í hans leik sem er gott og í toppklassa.

  Hitt sem mig langar að nefna er þegar hann talar um að Henderson sé ekki jafn góður í þessum “one touch” stuttu sendingum. Með fullri virðingu en hvaða Henderson hefur þú verið að horfa á? Það sem einkennir Henderson og er líklega hans mesti styrkleiki er hversu góður hann er að pikka út sendingar í fyrstu snertingu án þess að flækja hlutina of mikið. Ég er handviss um að þessi leikfræði sé það sem Henderson eigi eftir að blómstra í þar sem Rodgers brýnir fyrir mönnum, eins og þú segir, “keep posession”.

 7. Kem nú hérna inn nokkuð reglulega og les vangaveltur þeirra sem hér skrifa og er gríðarlega ánægður með þessa frábæru síðu, en er nú frekar feiminn e-ð við það að blanda mér inn í umræðurnar.

  En um hvað snúast umræðurnar hér.

  Bjartsýnisfólk & svartsýnisfólk ?

  Þetta er í rauninni ákaflega einfalt. Ætla að beina spjótum mínum að svartsýnisfólkinu núna. Slakið þið á varðandi komandi tímabil. Í fréttinni hér fyrir neðan er einn besti framherji í heiminum að skrifa undir langtíma samning við Liverpool. Ég held að þetta hljóti barasta að þýða að honum líst vel á verkefnið (leikmenn inn) sem framundan er. Hann treystir Brendan Rodgers og hann treystir því að góðir tímar séu framundan og eitthvað allt annað en 8.sætið í deildinni, hann hefur væntanlega einhverjar forsendur fyrir þeirri tilfinningu. (sem við vitum ekki í dag, en gætum orðið varir við næstu daga). Við lendum í 8.sæti í deildinni á síðasta tímabili, og það væri beinlínis ósanngjarnt af okkur að ætla Brendan Rodgers, sem virðist ekki hafa mikinn aur til að gera eitthvað “kræsilegt” á leikmannamarkaðinum, meistaradeildarhluti á komandi tímabili.

  Bjartsýnisfólk. Viljið þið gjöra svo vel og reyna að skilja þá sem hafa áhyggjur af Liverpool. Það hefur lítið gerst (mínus samningur Suarez í dag) sem gerir fólk bjartsýnt, Borini kominn, en hann einn og sér lyftir okkur svo alls ekki upp um 4 sæti. Brendan Rodgers hefur ekkert sannað sig, hann virkar nokkuð fróður um leikinn og svona pínu töffaralegur en árangur hans sem knattspyrnustjóri er ekkert merkilegur í sjálfu sér. En hann er með plan (væntanlega eins og allir aðrir stjórar) go vonandi gengur það upp.

  Niðurstaðan er því þessi: (veit vel að ég er hér að taka toppinn á ísjakanum)

  Liverpool á í vandræðum. Tekin var ákvörðun um það að reka KingKenny og fá til félagsins Rodgers, hann í rauninni tekur við liðinu í algerum skítamálum. Hann er 110% að gera sitt besta, og samningur besta leikmann liðsins í dag, hlýtur að blása lífi í okkur og væri óskandi að undirskrift hans þýddi eitthvað bitastætt áður en leikmannaglugganum lokar.

 8. Flott podcast eins og venjulega!

  Ég er alvega sammála ykkur um þessi “WOW” kaup okkar.
  Ef Borini telst til þeirra að þá er Liverpool búið að tryggja sér það að vera að berjast um að komast í Evrópudeildina en ekki Meistaradeildina á næstu árum.

  Vonandi fáum við ein stór kaup í restina á glugganum þegar önnur lið átta sig á því að Man.City og Chelsea eru ekki að fara að kaupa alla leikmenn á markaðnum og verðmiðinn verður vonandi viðráðanlegri.

  Ég bjartsýnn á ein STÓR kaup fyrir 1. sept. svo að við getum vonandi blandað okkur í Meistardeildarbaráttu sem allra fyrst.

  Brendan Rodgers kemur okkur í Meistardeildina á næstu tveimur árum og í titilbaráttu á næstu fjórum !

  Bjartsýni alla leið !

  YNWA

 9. Ætlaði bara að hlusta à sma af þessu podcasti i kvold og klara a morgun en takk fyrir að halda met vakandi þvi eg gat ekki hætt að hlusta fyrr en þetta klaraðist. Hef ekki margt að segja en her fyrir neðan kemur það.

  Maggi. AMEN AMEN AMEN, þu segir það nkl ALLT sem mer finnst um malin. Eg er reyndar buin að skrufa minar væntingar niður og atti simaspjall við felaga minn i dag þar sem eg sagði að ef við fengjum Allen, Dempsey og Gaston Ramirez og heldum Agger og Carroll þa væri eg alsæll, væri til i að forna Adam fyrir Dempsey en eins og eg les stoðuba þa hef eg enga tru a að okkar menn fai 3 kalla inn nuna sem kosta samtals 25-30 kulur. Eigendurnir ætla að lata Rodgers selja til að kaupa og það sja allir sem eru ekki blindir.

  Eg var að vona að Maggi myndi roa minar taugar eitthvað en eftir þetta podcast er kviðahnuturinn og hræðslan bara stærri en aður en eg byrjaði að hlusta. Eg vill lika statement fra FSG en hef enga tru a að við faum eitthvað slikt. Eg held lika að astæðan fyrir þvi að Henry segi ekki nauðsyn að na 4 sæti se su að hann ætlar ekki að eyða peningum i glugganum eða a þá ekki til a meðan hin liðin styrkja sig.

  Eg vona svo innilega að eitthvað jakvætt fari að ske og enn se hægt að redda þessum glugga en eg se fram a langan vetur með myklu myrkri. Eg ætla að spenna greipar a koddanum a eftir og segja góði guð eg vil bara eina jolagjof og hun er að Liverpool reddi þessum glugga og að við aðdaendurnir faum einhverja leikmenn fyrir lok gluggans sem okkur þykir spennandi leikmenn. Èg bara drulluvorkenni Rodgers ef hann er ekki að fa þann stuðning sem hann kannski helt hann fengi fra eigendunum.

  Eg virkilega reyni að vera bjartsynn og það er hægt a einhverjum sviðum hvað felagið okkar varðar en djofull er utlitið að verða svart með þennan fèlagsskiptaglugga…

  En takk fyrir podcastið, þau eru snilld…

 10. Glæsilegt podcast í alls staði! Þvílík skemmtun að vera Liverpool stuðningsmaður!

  Ps. Steini ég lofa ef Kaffi Hornið verði lokað þegar þú kemur næst á Höfn, þá býð ég þér heim til mín til að horfa á leikinn 😉

 11. Þið sem komið hér inn og finnið öllu allt til foráttu. Viljið þið ekki bara finna ykkur blásýrutöflubox og jappla smá á því?

  Haha þetta er með betri kommentum sem ég hef lesið hérna síðustu vikurnar 🙂

 12. 10 er með þetta, algjörlega sammála.

  Enginn ástæða til að ýta á örvæntingarhnappinn í Ágúst en að sama skapi er eðlilegt að menn hafi smá áhyggjur og séu ekki alveg sannfærðir ennþá.

  En þetta fer aldrei verr heldur en illa.

 13. Sælir félagar,

  Flott podcast, þið eruð miklir snillingar í mínum bókum. BTW þá er oftast sammála því sem að maggi hefur fram að færa í þessum podcöstum ykkar, hef gaman af þeim gæja.

  Ég vill samt nefna eitt atriði sem er að fara gríðarlega í taugarnar á mér þessa dagana en það er hvað Brendan er að gaspra mikið um að menn séu til sölu. Nýjasta dæmið er frétt á 433.is um að Dagger sé til sölu eins og allir aðrir en samt segir að hann sé með okkur bestu leikmönnum.
  433 frettin

  Ætla rétt að vona að Liverpool sé ekki “selling club”

 14. brendan talar bara eins og það sé eingin maður stærri en liverpool allir til sölu fyrir rétt verð agger er ekki til sölu fyrir minna en 20+ það er helvíti mikið fyrir mann sem við vitum ekki einu sinni hvort haldist heill 3 – 4 leiki

 15. Eg tek undir það að það er rosalega gaman að Magga. Finnst steini, kristjan atli og babu allir frabærir en Maggi klarlega bestur af þeim….

 16. Við verðum held ég bara að sætta okkur við þá bitru staðreynd að Liverpool er orðin selling club. Kanarnir hafa greinilega ekki bolmagn í að setja neina peninga í klúbbinn og því komum við til með að þurfa að selja til að kaupa. Það er bara því miður ekki vænlegt til árangurs og gerir okkur svo sannarlega ekki að eftirsóknarverðuð klúbb til þess að spila fyrir. Ef þetta er þessi æðislega stefna FSG þá eru þeir ekki réttu eigundurnir fyrir Liverpool FC.

 17. Ég viðurkenni að ég er jafn sáttur með hreinsunina sem er að eiga sér stað (og heldur vonandi áfram) og ég er ósáttur með kaupin í sumar (bara Borini). Ég er sammála
  Magga að FSG verði að bakka BR upp og að “VÁÁ” leikmennirnir séu Borini, Dempsey, Joe Allen osfrv. Hreinsunin sem á sér stað er gerð til þess að fá unga leikmenn og framtíðarstjörnur þannig að ég vil sjá eigenduna setja inn góða upphæð í 2-3 leikmenn sem geta breytt einhverju hjá okkur. Þad er nóg af leikmönnum til sem geta bætt okkar lið. BR þarf að hugsa sig mjög vel um hverja hann ætlar að setja á launaskrá í staðinn. Ef Newcastle getur breytt klúbbnum sínum á einni viku með kaupum á 2-3 leikmönnum hljótum við að geta það.

 18. Var að hlusta á þetta og finnst mér þetta frábært hjá ykkur og hlakka mikið til næsta pobcasts. Er mjög spenntur að bíða eftir wow kaupunum hjá okkur og tel að það verði E,Cavani , jovetic eða y m villa

Luis Suarez skrifar undir nýjan samning

Blaðamannafundur Brendan Rodgers