Hugsað upphátt og slúður – opinn þráður.

Ég kom aftur á Ísa-kalda-landið eftir 9 daga frí með fjölskyldunni þar sem ég komst lítið á almennilegt net.

Ég var því í sambandi við félaga mína hér heima varðandi fréttir og það kom mér ansi mikið á óvart þegar þeir tjáðu mér á fimmtudagskvöldið eftir sigurleik gegn Gomel að þeir nenntu ekki að lesa mikið inn á kop.is þar sem athugasemdakerfið virtist hafa það helst að markmiði að draga upp neikvæða mynd af öllu sem hægt væri.

Ég náði að laga til tölvuvesenið daginn eftir, las yfir og viðurkenni það að ég er sammála þeim að mér finnst alltof margir vera búnir að draga upp neikvæðu lýsingarorðin og hnútupirringinn. Bara eins og Rafa, Roy eða Kenny hafi aldrei hætt og það að setja í gang fjórðu útgáfunni af undirbúningstímabili á fjórum árum sé ekki nóg til að menn gleymi pirringshnútnum.

Það eru að sjálfsögðu ekki allir, langt í frá. Og við eigum ekkert endilega öll að vera glöð. Ég er sjálfur afskaplega ósáttur við margt þetta pre-season hingað til, alveg sultufúll og það mun örugglega heyrast í podcastinu sem framundan er. En þegar við erum strax farin að ræða um ömurlegt þetta og hitt áður en tímabilið byrjar þá held ég við ættum aðeins að hugsa okkur gang.

Við bíðum öll eftir því að orð Rodgers um nýja menn sem eru “imminent” standist. Við erum hætt að skilja Carroll málið allt og það er hnútur í mögum okkar allra yfir því að Agger sé mögulega í söluferli. En það er ennþá ekki tími til að ergja sig upp úr skóm og fatnaði, það skulum við geyma um sinn og reyna að velja orðalag sem ekki særir eða meiðir elskurnar!

Ég las bók um stjórnunarfræði í fríinu mínu og þar var kafli sem mér fannst sérlega spennandi. Sá kafli fjallar um fyrirtækjarekstur og þau áhrif sem stöðug stjórnendaskipti hafa á starfsemi þeirra. Ætla að vitna ca. í textann:

Það að skipta um stjórnanda snýst ekki endilega um stjórnandann sjálfan heldur starfsemi fyrirtækisins fyrir og eftir skiptin.

Í fyrirtæki þar sem stöðugt er verið að skipta um stjórnenda myndast oft hefð fyrir stefnuleysi þar sem allt í fyrirtækinu er skrifað á einn einstakling og þar með þarf ekki að horfa á stefnu heildarinnar. Slíkt fyrirtæki er yfirleitt veikt á markaði enda ríkir í raun stefnuleysi og þar með erfitt fyrir starfsfólkið að átta sig á hlutverki sínu og ætluðum afrakstri.

Slíkt fyrirtæki verður að lokum að velja sér stefnu fyrir alla að fylgja þar sem stjórnandinn er aðeins hluti af heildarstefnu.

Vandi fyrirtækis sem skiptir reglulega um stjórnanda verður því stefnuleysi í starfseminni. Þekkir það einhver?

Ég allavega tengdi þetta 1000% við það sem við fylgjumst með hjá Liverpool frá brottrekstri Rafa og til vorsins núna. Leikmenn sem Rafa, Roy og Kenny sóttu, margir hverjir á ógnarvitlausum samningum og ekki dottnir í neinn takt. Stanslausar breytingar í þjálfaraliði, læknisteymi og njósnaragengi. Allt þetta er ólíklegt til að ná árangri í samkeppni við rútíneruð lið og félög.

Og því held ég áfram að rispa plötuna mína. Jafn ósáttur og ég er með sumarið 2012 (sem stefnir í að verða það lélegasta í leikmannakaupum í sögunni) þá vil ég treysta því að nú eigi að gefa sér tíma í að byggja upp félagið í heild. Þeir gerðu þriggja ára samning við Kenny í fyrra og ætluðu honum að byggja félagið upp, en með því að reka hann hljóta þeir að leggja eggið í hendur Rodgers og standa bakvið hann.

Ef ekki hefur rofað til í leikmannahópnum 31.ágúst og við erum í vanda í desember skulum við leyfa okkur að vera hundpirruð, en mér finnst allavega að fyrir tímabil sé ekki ástæða til djúps þunglyndis eins og birtist hjá sumum…

Ekki það að fréttirnar í dag séu jákvæðar. Þær eru uppfullar af því að Daniel Agger sé virkilega til sölu þar sem LFC vilji lækka launaseðilinn og þurfi pening til að kaupa og Craig Bellamy vill fara heim til Cardiff þar sem fjölskylda hans býr. Við megum ekki gleyma því að stærsta ástæða þess að Bellamy kom til LFC var Kenny Dalglish og það hefur einhvern veginn alltaf verið í spilunum að hann sé ekki með stórt hlutverk hjá Rodgers og því ekki ólíklegt að af þessu verði.

Kuyt, Maxi og Aquilani farnir, væntanlega Bellamy og jafnvel Agger. Við þurfum að halda haus elskurnar og sjá hvort við fáum ekki konfektmola í ágústlok.

Við verðum að treysta því að yfirstjórn félagsins sé að vinna eftir plani…

79 Comments

  1. Hver á þá að taka við af Agger?
    Vona svo innilega ekki að Carra sé að fara spila mest allt tímabilið…. úfffff…..

  2. EF ekki hefur eitthvað gerst í leikmannamálum fyrir 31.ágúst þá mun liðið að öllum líkindum vera í vanda í des. Aðal vandamál LFC er leikmannahópur liðsins frekar en einhver taktík framyfir aðra. Til þess að eiga raunhæfan möguleika á að enda ofar en 6-8 sæti í vetur þá þarf að ná inn 4-5 mönnum í viðbót (að því gefnu að við seljum ekki fleiri þá bætist sá fjöldi við í mönnum sem við þurfum inn) án þess þá getum við ekki endað ofar en í alla besta falli 6 sæti.

  3. Hef engar ahyggjur BR vœri ekki að taka við Liverpool án þess að vera með gott plan . Gott að hann sè ekki að láta fullham taka sig ì rassgatið og œtlar að bíða lengur þar sem nokkrir vilja koma en eru með alltof háan verðmiða nùna .

  4. Ef við þurfum alltaf að selja okkar bestu menn til að fá aðra í staðinn. Þá verðum við fastir í þessum vítahring ansi lengi.

    Ég er farinn að missa trúnna á því sem þessir Kanar eru að gera. Síðan er Rodgers ekki orðinn neinn dýrlingur í mínum augum ennþá.

  5. Ég einfaldlega hafna því að það eigi að selja þennan mann. Aldrei góð hugmynd að selja lykilmann úr vörninni okkar til að fjármagna einhverja styrkingu. Þangað til Agger birtist á ljósmynd veifandi ræpubláum trefli mun ég taka þessum fréttum sem tómu rugli. Annars bara sól og blíða.

  6. Haldiði hestunum ykkar drengir. BR er að vinna í þessu. Ef tímabilið fer stönginn inn en ekki út eins og í fyrra erum við bara með hörkulið. Unnum City t.d. í fyrra með þennan hóp. Góðir hlutir gerast hægt og öll uppbygging á klúbbnum hefur gengið mjög hægt svo það hlýtur að styttast í the goodstuff

  7. Núna er aðalstyrktaraðili okkar að skíta duglega í brækurnar. Hvað kemur næst? Allar fréttir tengdar Liverpool eru neikvæðar. Vona að þetta verði eins og í stærðfræðinni að 2 mínusar verði plús og við komum skemmtilega á óvart og rústum deildinni.

  8. Nabli #6 , Skulum spara stóru orðin félagi…

    Það er svolítið sérstakt þegar maður fer yfir síðustu 7 ár hjá Liverpool þá held ég við séum búnir að upplifa svolítið magnaða tíma. Við ættum að vera orðnir aðeins þroskaðari en það að úthúða t.d. BR og Amerísku eigendunum.

    Það að ráða Roy og leyfa honum að leika lausum hala var klúður já. En batnandi mönnum er best að lifa og þeir ráða King Kenny í hans stað. Gefa honum grænt ljós að spreða með gróðann á Torres og hann ákveður að gefa peningana í hjálparstarf Newcastle United. Eru menn alveg blindir? Kenny Dalglish er alveg smá Newcastle maður ef menn eru búnir að gleyma því? haha . Það er ekki til einn maður á þessari plánetu sem gæti sagt það að KK hefði borgað 35m punda til Man City fyrir Andy Carroll.

    En höldum áfram, hann eyðir miklum peningum í Henderson og Downing. Hver og einn dæmi fyrir sig hvort Kenny hafi yfir höfuð staðið sig vel, ég er mjög ósáttur með heildar myndina á því hvernig KK fór með bæði peninga og hvernig hann stóð sig með liðið á vellinum. Rekinn.

    Það er ekki hægt að sitja ráðalaus með Liverpool FC í höndunum og mikla peninga í húfi. Þeir taka ákvörðun og ráða inn mann sem hefur mikinn metnað, ákveðna stefnu og getur sýnt hana á A4 blaði (180bls.). Þeir eru þarna í mínum augum í fyrsta skiptið að gera eitthvað rétt og farnir að sýna það að þeir eru tilbúnir að taka sér tíma í þetta. Bæði Roy og Kenny eru hundgamlir og bara með 3ára plan. Brendan er ungur og efnilegur og tilbúinn að gefa líf sitt í verkefnið í mörg ár.

    Hvað á svo að gera þegar þú sest niður í stjórastólinn hjá einum stærsta klúbbi í Evrópu og sérð að menn sem eru 30+ og nánast ónothæfir eru með 90+þúsund pund í vikulaun? Losa sig við þá.

    Hvað er svo næst? Skoða þá leikmenn sem þú ert með, það tekur sinn tíma og þú þarft að vera mjög ákveðinn og standa fastur á þeim ákvörðunum sem þú tekur. Það er ekkert hægt að líta til baka og hugsa.. “Æjj fokk ég átti að halda þessum gæja.”

    Það þarf að versla inn nýja leikmenn í staðinn fyrir þessa gömlu. Hann Brendan byrjar á að versla inn leikmann sem hann þekkir til, Borini. Framherji með meiru og er tilbúinn í að vinna fyrir bæði Brendan og Liverpool. Ungur og efnilegur og þekkir þá leikfræði sem Brendan mun nota.

    Er Brendan bara saddur núna? allt búið? Liðið tilbúið? – Svarið er NEI.

    Það eru fleiri leikmenn á leiðinni og þeir munu passa inní leikkerfið sem Liverpool mun nota á næsta tímabili, það er pottþétt.

    Eins og staðan er í dag þá hefur BR ekki mikla peninga á milli handanna og það verðum við stuðningsmenn að virða. Staðan er þannig að það þarf að selja til að kaupa og þá erum við að tala um að kaupa leikmenn á undir 20m punda og jafnvel undir 10m punda, það er ekki auðvelt nú til dags. En það þarf að gerast engu að síður og tekur lengri tíma. Þar kemur inn að þolinmæðin skiptir miklu máli.

    BR vill ekki versla inn leikmenn á of háu verði því þá á hann í hættu að verða rekinn í lok leiktíðar ef þeir standast ekki kröfur sem til þeirra eru gerðar( líkt og með Andy 35m punda leikmanninn okkar og Downing Hr.17+m punda).

    Ég biðla til allra þeirra stuðningsmanna Liverpool sem eru orðnir örvæntingafullir þann 6. ágúst, að slaka aðeins á og gefa þessu smá tíma. Það gerist ekki allt á einni nóttu eða með kaupum á einni stórstjörnu sem kostar of mikinn pening.

    Góðir hlutir gerast hægt, kemur allt með kalda vatninu. Aldrei gefa upp vonina því þá ertu í vondum málum. Alveg sama hversu staðan er slæm þá er ALDREI hægt að taka frá þér trúna. Aðeins þú getur gefið hana frá þér.

    YNWA means something, always remember that.

  9. Það er búið að losa þrjá hálaunamenn frá Liverpool, Kuyt, Maxi og Aquilani. Samt er bara EKKERT að gerast í kringum liðið. Að losa þessa þrjá virðist ekki vera nóg til að geta keypt meira en eitt stykki Borini. Gerð var tilraun til að selja Andy Carroll, en enginn vildi hann á 20 milljónir. Þá er það næsti kostur, Daniel Agger. Menn virðast tilbúnir að selja hann til liðs á Englandi ef marka má fréttir skysport. Bellamy virðist líka vera á leið til Cardiff.

    Eins og staðan er núna, þá lítur þetta út eins og eigendur Liverpool vilji ekki láta neitt af eigin peningum í leikmannakaup. Peningurinn þarf að koma frá félaginu sjálfu, og þá er verið að undirbúa sölur á okkar sterkustu leikmönnum. Enn eitt árið erum við að fara að selja okkar bestu menn. Liðin fyrir ofan okkur, þessi lið sem við erum að reyna að fara uppfyrir á næsta tímabili til þess að enda í fjórða sæti, eru að styrkja sig helling.

    Svona er staðan akkúrat núna, og það er minna en 2 vikur í að tímabilið hefjist. Kannski breytist þetta á næstu dögum, en AKKÚRAT NÚNA er EKKERT að gerast í kringum liðið nema menn eru á förum. Kuyt og Maxi farnir, og líklega Bellamy líka. Daniel Agger jafnvel á útleið líka.

  10. Krulli segir:

    Ef við þurfum alltaf að selja okkar bestu menn til að fá aðra í staðinn. Þá verðum við fastir í þessum vítahring ansi lengi.
    Ég er farinn að missa trúnna á því sem þessir Kanar eru að gera. Síðan er Rodgers ekki orðinn neinn dýrlingur í mínum augum ennþá.

    Við ættum halda niður með að dæma stjóra í Pre Season Minnsta kosti er Hann með Betra Pre season en Di Matteo er búinn hafa og þeir eru búinn að eyða þó nokkuð pening í Eden Hazard, Marko Marin svo fleira.

    Mér finnst nokkuð fyndið að síðasta sumar var einn mesta sem Liverpool Eyddu og þá voru allir svo glaðir og fór dreyma um 4.sæti sérstaklega eftir hafa endað vel seinni hluta tímabilið undir Kenny Daglish það gerðu líka þekktir miðlar þar meðal Guardian:
    http://www.guardian.co.uk/football/blog/2011/aug/04/premier-league-preview-liverpool

    Ég meina við eigum ekki dæma liðið á kaupum/sölum sem gerast í sumar heldur í Maí því við vitum ekki nema Þetta sama lið sem var spáð 4.sæti sumarið 2011 gætu alveg slegið gegn þetta tímabil.

  11. Halli:
    Nr. 10

    *Gerð var tilraun til að selja Andy Carroll, en enginn vildi hann á 20 milljónir. Þá er það næsti kostur, Daniel Agger. *

    Ég held að áætlun að að sejla Carroll kom ekki frá Liverpool heldur Fjömiðlum sem sáu að Leikmaður einsog hann myndi ekki passa á hjá BR svo virðist allt mál hafa dáið úti og persónulega held ég að hann sé ekki fara þetta sumar líklega janúar ef hann stendur sig ekki vel.

  12. Ef Standard Chartered hefur verið að hjálpa Írönum að stela frá einhverjum ríkum Könum og pirra vatnsgreidda verðbréfagutta og pabbastráka á Wall Street þá á nú bara að aðla þessa frábæru menn og gefa þeir friðarverðlaun Nóbels.

    Fuck the system!

  13. Það er sagt að Liverpool sé til í að selja Agger fyrir 20 mills, þessi verðmiði er held ég bara settur upp til að forða liðum frá honum. Varnarmaður með hans meiðslasögu er aldrei að fara á þessu verði. En EF að svo ólíklega vill til að hann verði seldur á þessu verði og hann vill fara þá er ég ekki ósáttur við að fá þennann pening inn í klúbbinn.

    Mér finnst líka skrýtið að Man. City er búið að vera orðað við báða miðherjanna okkar:
    http://www.sport360.com/article/man-city-linked-liverpools-martin-skrtel

    Finns frekar furðulegt að Mancini hafi þá bara hætt við Skrtel og farið yfir í Agger….. Það er verið að tala um sama verð á báða, 20 mills (verðið sýnir reyndar líka hversu hágæða miðveri við erum með).

    Dagger er sannur rauður og ég vona að hann eigi eftir að eiga svipaðann feril hjá okkur og Hyypia (nema með fleiri titla að sjálfsögðu). Ef að menn efast e-ð um það að þá er vert að rifja upp þetta viðtal og myndband:
    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8317904/Daniel-Agger-Fernando-Torres-transfer-to-Chelsea-from-Liverpool-unacceptable.html

    http://www.youtube.com/watch?v=YflS479W9SM

    DAGGER!!!! Einn af mínum uppáhalds 🙂 YNWA

  14. Eins og venjulega yfir sumarið og sérstaklega Verslunarmannahelgina höfum við Kop.is-pennarnir verið lítið við tölvu og lítið fylgst með umræðum á síðunni. Eins og venjulega skilar þetta sér í slakari ritstjórn sem þýðir að fleiri miður góð ummæli sleppa í gegn og inn á síðuna, sem skilar sér í leiðinlegum umræðum.

    Við erum mættir í vinnuna, bara svo það sé á hreinu. Kop.is vaktin er endurnærð og umræður hér á bæ verða teknar föstum tökum. Ekkert rugl, lesið reglurnar og þá verður í lagi með ykkur.

    Í öðrum fréttum er víst búið að slá af Carroll-til-West-Ham-dílinn. Sonur David Sullivan, annars eigenda West Ham, á víst að hafa tíst það í dag að „stóra nafnið“ sem klúbburinn var að eltast við hefði ákveðið að vera áfram hjá núverandi félagi, sem hlýtur að þýða að Carroll hefur á endanum ekki tekið í mál að fara til WH. Ég myndi enn giska á að hann endi hjá Newcastle en kannski er ekki útséð með það ennþá og mig grunar að tafir á t.d. kaupum á Clint Dempsey snúist um það hve langan tíma gengur að klára Carroll-sölu. Það er, Dempsey verði ekki keyptur ef Carroll verður áfram.

    Það eru enn eftir 26 dagar af þessum glugga og of snemmt að byrja að örvænta, og eins ætla ég ekki að mála skrattann á vegginn þótt Sky fucking Sports segi eitthvað um Daniel Agger, en ef af því verður hef ég stórar áhyggjur af stöðu félagsins. Við ætlumst ekki til að FSG séu sykurpabbar sem blási launakostnað félagsins út yfir öll velsæmismörk a la City & Chelsea en við hljótum að geta gert þá lágmarkskröfu að Rodgers þurfi ekki að selja til að geta keypt. Hann er nú þegar í bullandi plús í launakostnaði í sumar (bara Borini inn, nokkrir á hærri launum út) og einhvers staðar í kringum núllið í nettó eyðslu í leikmenn og ef menn ætla sér hærra en á síðustu leiktíð hlýtur rökhugsunin að segja FSG-mönnum að það þarf að leggja út meira en fengið er inn þetta sumarið.

    Sjáum hvað setur. Það bara hlýtur eitthvað að vera í gangi.

  15. Og já, ég er sammála wonderkid í ummælum #15. Agger er frábær leikmaður en þú eyðir ekki 20m+ í 27 ára leikmann með hans meiðslasögu. Þú bara gerir það ekki. Tilhugsunin um að City borgi 20m+ fyrir hann er jafn vitlaus og tilhugsunin um að við borgum 35m fyrir nýliða í Úrvalsdeildinni. Hey, bíddu…

  16. Tek skýrt fram að ég er ekki að taka afstöðu með eða á móti Standard Charter, hvað þá að bakka upp alheimsyfirráðaósk Kana.

    Málið er einfaldlega það að þegar að aðalstyrktaraðilinn okkar er nú tengdur við að styðja við hryðjuverkastarfsemi Íran þá er ólíklegt að búningur merktur þeim slái sölumet er það ekki? Spáum svo aðeins í það að þetta fyrirtæki lýsti yfir áhyggjum á meðferð Suarez málsins í höndum Liverpool. Talandi um að grýta hnullungum úr glerbúri!

    Svo er ég bæði sammála og ósammála Ingimundi. Við erum sammála um það að vera þolinmóðir en ég er hrópandi ósammála því að Dalglish hafi verið “gamall” eða hafi bara ætlað að vera til þriggja ára. Eins og ég reyni að benda á þá er það “shortfix” að reka stanslaust stjóra ef að lið nær ekki árangri, ár eftir ár. Eftir verða fullt af leikmönnum sem þarf að finna hlutverk þegar skipt er um stefnu. Dalglish fékk traust til að búa til stefnu, sú var öðruvísi en hjá Rafa (sem var rekinn) og Roy (sem var rekinn) og það að reka hann svo eftir eitt ár af þremur á eftir að sjá hvernig fer. Ég er bara ekkert viss að það hafi verið gáfulegri ákvörðun en að reka Rafa á sínum tíma.

    En það ræði ég betur í næsta podcasti.

    En ég ætla að styðja við bak hugmyndafræði Brendan Rodgers þó ég sé alltaf að verða meira inni á því að það sé mörg brekkan þar framundan…

  17. Sko til að reyna að vera jakvæður þa lyst mer mjog vel a Rodgers og hef tru a honum, leikmannahopur okkar er ekki alslæmur og a að gera betur en i fyrra.

    En guð minn góður hvað er i gangi a anfield? Eg er ekkert stressaður neinei, eg er lafandi óttasleginn með kviðahnut i maganum yfir þvi sem hugsanlega er að ske hja okkur. Rodgers sagdi i sumar að eitthvað væri til af seðlum handa honum þott þeir syntu ekkert i þeim. Hann sagdist kaupa 3-4 leikmenn sem myndu styrkja liðið. Hvað er svo að gerast nuna? Það er allt gert til að minnka launakostnaðinn og reynt að selja Carroll og Agger til að afla seðla fyrir nyjum monnum. Eg man eftir Henry og Werner segja að þeir ætluðu að hækka launakostnaðinn hja Liverpool en a rettum stoðum og staðreyndin væri su að þeir sem borguðu hæstu launin það væru þeir sem vinna bikarana, var það ekki sirka svona sem þeir toluðu? Sagdi Henry ekki i fyrra að best væri að kaupa leikmenn sem fyrst a sumrin og það væri must? Leiðrettið mig ef eg er að fara með rangt mal.

    Ef utlitið var svart undir Gillett og Hicks þa er það kolsvart nuna allavega þegar talað er um leikmannamalin. Auðvitað eru 25-26 dagar i lok gluggans en allir eru farnir að sja að Rodgers fekk ekkert backup i sumar, hann a að selja til að kaupa og hopurinn okkar sem ekki var sa breiðasti er þynntur og þynntur. I fyrra var krafa a Dalglish að na 4 sæti og liðið var styrkt, i sumar segir Henry að Rodgers þurfi ekkert að na 4 sæti, getur það hugsanlega hafa verið sagt vegna þess að Rodgers fær ekki backup a markaðnum a meðan hinir styrkja liðin sin eins og enginn se morgundagurinn? Bara pæling.

    Eru menn i fullri alvoru ekkert stressaðir yfir þessu. Eg les ekki ensku spjallborðin en menn hljota að hafa ahyggjur.

    Mer er allavega alveg hætt að lytast a blikuna…

  18. Hvernig stendur á því að hér geta menn drullað yfir mann og annan, en það má ekki segja stutt og laggott BORING ???? en það er akkúrat það sem mér finnst um leikmanna mál í dag og undanfarnar vikur. Mér finnst óþarfi að eyða slýkri færslu. En það er bara mín skoðun. YNWA

    Svar (Kristján Atli): LESTU REGLURNAR! ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ!

  19. Mér persónulega líst vel á þetta allt hjá Könunum, sýnist þetta vera svipað og hjá Newcastl og Barca og það er greynilega að virka. Meira svona, láta menn fara sem vilja ekki vera og taka aðra inn sem vilja spila fyrir klúbbinn, svo og unglingana líka, virkja þá inn í aðalliðið sem fyrst og gera úr þeim stjörnur.

    YNVA. Áfram Liverpool.

  20. Börnin mín þetta er einfalt, hættum að kaupa stjörnur, búum til STÓRstjörnur.

  21. Mér er ekki farið að lítast á blikinu, þið getið reynt að rökræða þetta eitthvað en ég er ekki seldur ennþá. Það er kominn 6 ágúst og við höfum ekki gert rassgat, við erum orðaðir við lélega menn, við virðumst ætla kaupa lélega menn og pottþétt á ofsprengdu verði eins og alltaf. Ég held að tímabilið hans KK sé að fara að endurtaka sig hjá Rodgers, með hverjum deginum sem líður því verr fer mér að lítast á þetta. Meistaradeild á næsta ári er ekki raunverilegur kostur, og ekki heldur næstu árin. Menn tala um Newcastle og hvað þeir voru góðir í fyrra, þeir verða það ekki í ár því get ég lofað season wonder ekkert meira ekkert minna. Það er ástæða fyrir því að Man City vann deildina og Chelsea CL og FA, þau eyddu pening og það skítnóg af honum. Ef þú vilt vera topplið í dag þá er það mjög óraunhæft markmið að ætla reyna lækka einhvern launakostnað, miðað við peninginn sem hægt er að fá úr fótbolta í dag þá er tryggð við félag voða sjaldgæft fyrirbæri. Bara því miður fyrir okkur.

  22. Has the whole world gone crazy? Am I the only one around here who is relaxed and trusts Brendan Rodgers

  23. Bara forvitni, hefur einhver frétt eithvað um að það eigi stórfréttir að koma á official síðuna kl.22:00?

  24. Það er ekki mjög fallegur hljómburðurinn i megin þorra spjallsins. Ég ætti mjög auðvelt með að fara þá leiðina líka en ég ætla að sjá glasið sem hálf fullt og vera bjartsýnn. Hér eru jákvæðir punktar:

    BR er ungur manager sem er að koma með langtímamarkmið inn í klúbbinn; eitthvað sem við hreinlega þurftum eftir 20 ára óreglu. Þetta gerist ekki á 3 mánuðum í einum söluglugga og fyrsta árið verður fullt af erfiðum ákvörðunum sem aðdáendur LFC verða að sætta sig vð. ( jafnvel fyrsru tvö).
    BR hefur náð að hreinsa út marga stóra samninga sem gerir reksturinn auðveldari og hans plön hvað nýja leikmenn varðar geta farið í fullan gír.
    BR og “nýja” LFC lætur ekki allt yfir sig ganga í leikmannamálum og neitar að greiða yfirverð á leikmönnum. Einnig líst mér vel á að athugaðir séu allir kostir í stöðunni til að styrkja hópinn td að fórna Agger ef 20m tilboð kemur ef þær nýtast til að gera liðið sterkara. Carroll og Agger eiga að geta fært okkur u.þ.b. 40m sem ætti að geta fleytt okkur áfram á leikmannamarkaðnum.

    Og þeir draumóramenn sem sjá 4.sætið og jafnvel dolluna í hyllingum geta sest niður og tekið öndunaræfingu í ælupokann. Eigendurnir hafa gefið út óbeint hvernig fyrsta árið verður með því að segja að ekki séu væntingar til meistaradeildarsætis í ár. Einnig hafa þeir gefið vísbendingu með stefnubreytingu sinni sem sést á hreinsuninni á launaskrá klúbbsins; leikmenn sem og aðrir tengdir klúbbnum fengið að fjúka.

    BR hefur sett á sig smá pressu með því að lofa stuðningsmönnunum leikmönnum sem muni hreyfa vel við okkur, en þar hefur hann reynst ósannur. Það er eina sem ég get sagt neikvætt hingað til enda ekki hægt að dæma hann fyrr en alvaran hefst. Ég er að vona að hann spari okkur peninginn og nýti sér 2-3 unglinga í vetur.

  25. 25 hvar lastu/fréttiru það…?

    Og strákar róleeigir BR er búinn að segja að það sé verið að vinna í leikmannamálum á BAKVIÐ tjöldinn.. og það muni vonandi leysast fyrir byrjun deildar.. og svo vill ég benda á þá staðreynd að þeir sem eru farnir eru leikmenn sem er farnir voru oftar en ekki á bekknum í fyrra(kannski fyrir udan DK).. og ég held að fyrst og fremmst sé ástæðan sú að leikmanna málinn séu búinn að vera hæg útaf það er bæði búið að vera EM og ÓL í sumar þannig að lítið hægt að ræða við leikmenn..

  26. Í dag er staðan sú að það er búið að losa út leikmenn sem voru með svimandi háa launasamninga en voru ekki að skila árangri eftir launatékkanum (langt langt frá því reyndar) plús nokkrir minni spámenn. Er einhver farinn sem átti fasta sæti í byrjunarliðinu síðasta tímabil? Í dag, 6.ágúst er kominn einn nýr leikmaður sem vonandi á eftir að sanna sig í búningi Liverpool.

    Það er allt gert til að minnka launakostnaðinn og reynt að selja Carroll og Agger til að afla seðla fyrir nyjum monnum.

    við virðumst ætla kaupa lélega menn og pottþétt á ofsprengdu verði eins og alltaf.

    Þá er það næsti kostur, Daniel Agger. Menn virðast tilbúnir að selja hann til liðs á Englandi ef marka má fréttir skysport. Bellamy virðist líka vera á leið til Cardiff.

    Hvernig væri nú að hætta að éta upp slúðurfréttir sem heilagan sannleik? Hver hérna getur sýnt fram á að td. Agger hafi verið boðinn til sölu? Þetta er nú meiri svartsýniskórinn hérna, gráturinn drýpur af öðru hverji kommenti og móðursýkin.

    Ég sé ekki að það sé stórkostlegur missir í þeim mönnum sem nú þegar eru farnir, hefði verið til í á þessum tímapunkti að það væru komnir fleiri nýjir í hópinn en sjáum til hvernig þetta lítur út í lok gluggans. Tel það meira en líklegt að það bætist amk eins og eitt stykki kantmaður í hópinn og hugsanlega nýr valkostur í vinstri bak og kannski eitt stykki framherji.

    Sjáum til í lok gluggans en ég bið ykkur að reyna að draga úr svartsýnis rantinu hérna og reyna að fylgjast með framvindu máli af aðeins meiri yfirvegun en hefur veirð fram að þessu….

  27. Svo að ég bæti nú aðeins við kommentið mitt hér að ofan. Í ljósi þess að BR er nýtekinn við liðinu þá finnst mér í raun ekkert óeðlilegt að hann vaði ekki inn í fyrsta tímabilið með einhverjum svaka látum á leikmannamarkaðnum, taki kannski inn 2-3 leikmenn, noti veturinn til að sjá hvernig núverandi hópur lítur út ásamt því að leyfa yngri mönnum að fá tækifæri til að sanna sig (Pacheco, Shelvey, Sterling, Morgan, Flanagan ofl)

    Eftir því hvernig svo tímabilið þróast áfram(glugginn í janúar) og hver árangurinn verður þegar upp er staðið þá ætti hann að standa mun betur að vígi fyrir sumarið 2013 til að taka stærri ákvarðanir í leikmannamálum)

  28. Takk Maggi fyrir þennan pistil. Ég þurfti á honum að halda!

    En ég viðurkenni fúslega að ef Agger verður seldur með þeim formerkjum að klúbbinn vanti pening og það þurfi að lækka launareikning þá missi ég trúna á það sem er gerast hjá félaginu… og það mun ekki skipta máli hvaða menn koma núna í ágúst til slá á þá vantrú sem sest í brjóst!! Það er bara svo arfaklikkað í mínum huga að láta Agger. Ég er enn að gráta Xabi sko… !!! Þannig að það verður undir Brendan Rogers að fá mig til að trúa aftur og hefur hann þá fram að jólum til þess.

    Síðan er það önnur saga að hvað sem gerist að þá mun eitt nákvæmlega ekkert breytast… Ég er og verð Púllari allt til enda! Tilverunni verður ei haggað í þeim efnum héðan af! 🙂

    YNWA

  29. Það eru bara 2 lið í ensku deildinni sem myndu tíma að borga verðmiðann á Reina og Arsenal er ekki eitt af þeim. Og Chelsea og City eru ekki að leita að nýjum markmanni.

  30. Nokkuð ánægður með pistilinn hjá Kristjáni Atla.

    Samt.

    Niðurlagið – Við verðum að treysta því að yfirstjórnin sé að vinna eftir plani.

    Blákaldur veruleikinn – Nákvæmlega ekkert sem bendir til að svo sé.

    Það er það sem er erfiðast að horfa upp á.

  31. Ég held að þetta verði frábært tímabil, sem mun koma á óvart.

  32. Ég er geðveikt bjartsýnn og hef fulla trú á Brendan….en það er eitthvað skrítið í gangi þarna á Anfield núna.

    Þetta byrjaði með Gylfa málinu sem hefði verið auðvelt að klára ef menn hefðu beitt sér af alvöru. Það sama virðist vera að gera með Allen. Er Liverpool í alvöru ekkert búið að leggja sig fram í málinu síðan þeir gerðu þetta 12,7 millj. punda tilboð….og núna kemur Laudrup og segir að hann muni kosti miklu meira.
    Svo þetta með Carroll, að setja allt í uppnám með því að segja að hann sé á sölulista og passi ekki inn í leikskipulagið…en núna lítur út fyrir að hann verði áfram og mórallinn pottþétt mjög skrítinn á Melwood. Þetta Dempsey mál er líka mjög skrítið…Brendan lýsir áhuga á að fá hann í Liverpool, Dempsey neitar að fara í æfingaferð því hann vill að Liverpool klári málið….en ekkert gerist.

    Á meðan við horfum upp á þetta er lítið hik á hinum stóru liðunum og þeir ganga í málin og klára sín viðskipti.

    Auðvitað vitum við ekki nema 10-20% af raunveruleikanum og það er mögulegt að við höfum verið ótrúlega óheppnir hingað til. Það getur líka verið að Brendan sé að leika einhvern leik með því að bíða og bíða þangað til liðin sjá sér ekki fært að halda t.d. Allen og Dempsey og lækka verðið.

    En á meðan ekkert gerist í leikmanna málum þá er ekkert eðlilegra en að fólk skrifi um áhyggjur sínar á svotilgerðu bloggi um klúbbinn sinn. Í þessu tilviki kalla ég þetta að vera raunsýnn en ekki neikvæður.

  33. Vel mælt #36

    Meira svona hérna inn, út með grátkórinn og fleiri svona góða pistla frá pennunum okkar hérna.

    YNWA

  34. Held fast í Carlsberg treyjuna mína og hef trú á nýja stjóranum, hvort við missum leikmenn frá okkur eða fáum ekki til okkar nýja þá er það stefnan sem skiptir máli meir en hvaða menn skipa liðið.

  35. Ég get vel skilið menn sem vilja vera jákvæðir og þolimóðir á þessum tímum. Nýr stjóri o.s.frv.

    Hins vegar er staðreyndin sú að Liverpool er búið að losa sig við:

    Dirk Kuyt, Maxi Rodriguez, Fabio Aurelio og Alberto Aquilani

    og búnir að fá inn:

    Fabio Borini

    Ég get ekki séð með nokkru móti að við séum með sterkari hóp en á síðasta tímabili eins og komið er í dag, svo ekki sé minnst á að menn eins og Agger, Bellamy og Carroll gætu verið á förum.

    Einnig eru menn eins og Dempsey og Joe Allen orðaðir við okkur en væru nú tæpast að styrkja hópinn mikið, aðeins breikka hann.

    Hvað vilja menn sjá gert?

  36. Mér finnst menn mega róa sig aðeins niður hérna. Ég skil vel áhyggjur ykkar og vil sjálfur sjá fleiri menn inn en það eru nú 24 dagar eftir af glugganum og margt getur gerst á þeim tíma.

    Við höfum losað okkur við Aurelio sem spilaði aldrei vegna meiðsla og sjáum lítið eftir. Misstum Aquilani sem hefur verið á láni síðustu 2 season.
    Þannig við höfum í rauninni bara losað okkur við 2 leikmenn sem hafa spilað eitthvað af viti Kuyt og Maxi. Og inn hefur komið Borini fyrir Dirk Kuyt.

    Þetta er í sjálfum sér ekkert svo slæmt og spái ég fleiri mönnum inn fyrir lok gluggans. Svo finnst mér þið vera of fljótir að dæma alla á því ef Agger fer en ástæðan fyrir því væri ef Barca eða City myndi koma og væri það erfitt fyrir Agger
    sjálfan að hafna því og þá ekki slæmt að fá 20+ millur fyrir hann. Sem yrðu líklega notaðar í annan varnarmann.

  37. Menn verða að fara sætta við það að núna loksins er komið að því að það er kominn þarna inn maður sem er tilbúinn í að fara að taka til í þessum klúbbi okkar og losa út rándýru meðalmennskuna,sem hreint út sagt er á blóðugum launum fyrir klúbbinn og lítil framtíð er í. Gefum BR góðan tíma og skökum á. SLAAAKA… eins og Fóstbræður sögðu svo vel hérna um árið 😀

  38. Mér finnst skrýtið að Liverpool vilji losa sig við sinn besta varnarmann sem þó vill vera en fer víst fram á 100þús pund á viku en klúbburinn vill ekki borga honum svo mikil laun en borga á sama tíma Carrhager 90 þusund pund og virðast ekki hafa neinn áhuga á að selja hann sem margir mundu halda að væri sá síðasti sem mun koma til með að passa inn í nyja leikstílinn sem Brendon boðar. Og við erum fáir sem viljum missa Caroll,alla vega mundi maður halda að fyrr mætti losa um Adam , Spaering og Downing. Fólk hér inni má alveg kalla mig svartsýnann en ég fæ ekki betur séð en að liðið sé að verða komið á stall með Everton og Aston Villa í gæðum og það er bara eitt jákvætt við það,maður reiknar ekki með miklu. Þetta er reyndar í fyrsta skifti síðan ég byrjaði að halda með Liverpool sem ég reikna ekki með neinu af liðinu og það eru komin 40 ár síðan ég fór að fylgja Liverpool.

  39. Eigum við ekki að örvænta yfir þessu þegar glugginn lokar,er ekki allt of snemmt að byrja með sleggjudóma..

  40. Ég held það sé hið besta mál að hreinsa aðeins til í hópnum, losna við menn sem hafa lítið verið að spila en verið á háum launum. Notum frekar ungu leikmennina og látum þá fá góða reynslu þó við þurfum kannski í staðinn að bíða eitt-tvö ár eftir að komast í meistaradeildina.

  41. Eins og ég hef sagt áður þá er alla vega hægt að hrósa bandarísku eigendunum fyrir eitt og það er góð sölumennska.
    Þeir eru búnir að selja stórum hluta stuðningsmanna Liverpool þá hugmynd að Liverpool sé bara miðlungsklúbbur og stuðningsmenn eigi að vera ánægðir með 5-8 sætið í deildinni og stöku bikarúrslitaleik.

    Ég held að okkar gömlu stjórar,Shankly og Paisley myndu snúa sér marga hringi í gröfinni ef þeir heyrðu þessa umræðu,Liverpool á ALLTAF að stefna á sigur í öllum keppnum sem liðið tekur þátt í!!!

    Hafandi sagt þetta þá veit ég að það munu margir koma og segja að það hafi nú margt breyst frá því að Paisley og Shankly voru stjórar en mér er bara skítsama,ef hugurinn stefnir ekki hátt þá gerist ekki neitt.

  42. MMér líst ekkert á þetta verð ég nú að segja eins og staðan er í dag.Enginn spennandi leikmaður kominn í liðið fyrir utan Borini sem er spurningamerki. Eins og er þetta frekar óspennandi leikmannagluggi en það er ennþá nokkrir dagar eftir svo sjáum til. Búið að losa við slatta af mannskap en kemur lítið inn í staðinn! Það líst mér illa á.En sjáum til.

    YNWA

  43. Ég ætla allavega að dæma eigendurna eftir að glugginn klárast, eins og slúðrið er í dag þá líst manni ekkert á málin en menn verða að muna að slúður er slúður !

    YNWA

  44. Árið er 1991 21 Febrúar King nokkur Kenny segir starfi sínu lausu.
    Ronnie Moran tekur við sem stjóri út leiktíðina.
    Og hættir með liðið 15 Apríl 1991, 16 Apríl heldur félagið Liverpool FC sínum hefðum og ræður inn í skóherbergið Graeme Souness mikill leiðtogi á velli og harðjaxl!.
    Hann ætlaði að byggja upp nýtt meistaralið, yngja upp þær stjörnur sem félagið átti að sigra titla með.
    svo út fóru menn eins og t.d.
    Steve Staunton,Peter Beardsley,Gary Gillespie,
    Ray Houghton,Steve McMahon.
    Þetta gerðist allt á 2 árum. Þarna var kannski var mikil hefð farin frá félaginu.
    En hann tók Robbie God Fowler inn í aðaliðið ásamt því að kaupa menn eins og Ruddock,Clough sem dæmi komu.

    En í miður þetta skiptið átti Liverpool kannski ekki fleiri leiðtoga í sínum forum í stjórnunarstöðuna. 28 Janúar 1994 var Souness látin yfirgefa skiptjórastöðuna.
    með 40% vinningshlutfall sem ekki þótti gott hjá Liverpool á þeim árum.

    Og inn kom Roy Evans 31 Janúar 1994 Og þá beint úr skóherberginu.
    Að mínu mati kom alveg frábært Liverpool lið til sögunar, spilaði frábæran fótbolta og margir fótboltaháugarmenn sem ekki voru endilega miklir Liverpool menn fíluðu liðið í botn.
    En 16 Júlí árið 1998 var mikill snillingur frá Frakklandi fenginn inn í félagið til að fara vinna titla á ný, maður að nafni Gérard Houllier.
    12 Nóvember sama ár tók hann svo alfarið við liðinu.
    Og unnu nokkrir minni titlar. Og ótrúlega leiðinlegur fótbolti ásamt þeim Zidane og fleirum snillingum eða svona næstum.
    24 Maí 2004 var svo Frakkanum snjalla sýnt rauðaspjaldið.

    Og inn mest spennandi þjálfari í Evrópu á þeim árum fenginn til að taka við félaginu Rafael Benítez.
    Það var nær ómögulegt að fatta hvað sá maður var að hugsa.
    En hann fékk menn til félagsins t.d. Torres,Alonso,Reina,Macherano,Mascherano,Agger,Skirtel,Hyppia og fleiri leikmenn.
    Leikmenn sem City Og Chelsea eru að borga 25 plús stk á í dag.
    hann náði kannski aldrei þeim stóra, né spilaði kannski ekki skemmtilegasta boltan né var í raun sá skemmtilegasti sem hefur staðið á hliðarlínuni.

    En ég er alveg viss um að hann hefði klárað dæmið, ef þessi leikflétta hafi ekki byrjað hjá félaginu í raun árið 2007. með komu þeirra Hicks og Gillett.
    Þetta var eitt af hrikalegustu tímum félagsins frá upphafi.
    sem hefði endað með gjaldþrogi árið 2010.
    Rafa fór frá félaginu 3 Jún 2010.

    Inn kom Roy Hodgson, hann var líklega aldrei velkomin á Anfield Road

    1.Júlí til 8 Janúar voru dagar Enska landsliðsþjálfarans núverandi taldnir.
    Og goðsögnin King nokkur Kenny kom aftur til sögunar.
    16 Maí 2012 voru J.W.Henry og Co ekki vissir með ráðninguna á kónginum.
    og fékk hann að fjúka.
    Kenny yfirgaf besta lið á Englandi 21 Febrúar 1991, Og yfirgefur svo miðlungslið á Englandi 16 Maí 2012.
    Og er þar með hringinum um Kenny lokið, Og væntanlega síðasta skóherbergisdrengingum.

    Og tekur við Brendan Rodgers sem er af mörgum talin einn efnilegasti ungi þjálfari sem bretar gætu átt í dag.
    Og nú þarf eiginlega að byggja upp frá grunni.
    Og í þetta skiptið þarf að berjast við ofurlið. Menn sem gætu séð einn leik og séð einn leikmann skora 3 mörk og standa sig betur en allir aðrir á vellinum. þeir gætu tekið upp símann og 24 tímum seinna verið búnir að klára kaup.

    Liverpool er ekki í þeirri stöðu í dag, Liverpool getur aðeins reynt að byggja upp lið kaupa menn um von að þeir verði stjörnur.

    Souness,Evans,Houllier,Rafa,Hodgson,Dalglish.
    alltaf átti að byggja til framtíðar.
    Og nú næst Rodgers!
    Eina sem ég vona er að þessi ungi þjálfari fái 7-8 timabil til þess að byggja upp eitthvað.
    öðruvísi verðum við að ræða hörmungar Liverpool eftir 3 ár jafnvel 1.

    Það sem Liverpool Fc þarf að byggja upp fyrst af öllu er stöðuleiki hjá félaginu.
    án hans þá verður þetta jójó.

  45. Ég er alltaf bjartsýnn í upphafi tímabils. Bíð spenntur eftir að sjá hver niðurstaða þessa glugga verður. BR er örugglega sveittur að reyna að ná sinni holleringu á liðið og sjálfsagt liggja 3-4 nýir þar undir amk.
    Agger má fara mín vegna fyrir stóran pening, of brothættur þó hann sé frábær.
    En ekki nema einhver grjótharður miðvörður með lappir sé klár.

    Í september sér maður línuna, erum við á uppleið eða er einhver Everton fílingur í gangi. Ég býð með að verða brjálaður þangað til.

    YNWA

  46. Ég spyr er eitthver her sem heldur að Joe Allen sé lausn á vanda Liverpool? Að minnsta kosti held ég að hann sé það ekki.

    Ég veit að kaup hjá Daglish voru fail. Er samt ekki betra að reyna en reyna ekki eins BR virðist vera að gera? Ef Liverpool í svo miklum peningar vandamálum að við verðum að selja til að kaupa inn? Þá er ég alveg sáttur við að selja og kaupa engan heldur nota eitthverja fra youth team sem er efnilegir og vona að þeir standi sig. Þótt það muni taka 5 til 6 ár til við komust aftur upp í toppbarátuna.

  47. Ég man ekki betur en að hér hafi stór hluti stuðningsmanna verið að bölsótast yfir því hvað við vorum að borga háar upphæðir fyrir menn á borð við Downing, Henderson og Carroll á síðasta ári. Nú virðist Brendan Rogers hinsvegar ætla að taka þann pólinn í hæðina að láta ekki okra á okkur (sjá t.d. Gylfa-málið, af hverju Dempsey er ekki kominn og Allen þráteflið) og þá verða menn skjálfandi illir yfir því að ekkert sé að gerast!!!

    Við höfum einfaldlega ekki val á öðru en að treysta Rogers og styðja hann til góðra verka…

    YNWA – SverrirU

  48. Joe Allen er eftir að vera goðsögn hjá liverpool ef hann kemur (ég vona það) en hvað haldið þið?

  49. Það hafa allir áhyggjur á að Dirk Kuyt, Maxi Rodriguez, Fabio Aurelio og Alberto Aquilani séu farnir og ekkert komið í staðinn að viti og Liverpool orðið með veikari hóp enn i fyrra? Í fyrra fannst mér Dirk Kuyt meira niður en upp, hann mátti fara mín vegna. Ætli við höfum ekki fengið Borini í staðinn fyrir Kuyt mann sem B.R treystir. Maxi spilaði ekki marga leiki og er farinn J.Cole er kominn í staðinn fyrir hann og virðist ekki vera að fara? Cole er leikmaður sem B.R þekkir, spurning hvort þessir 2 eigi eftir að virka í nýju leikkerfi B.R? Fabio var bara meiddur meira og minna síðasta tímabil eins og öll hin og spilaði lítið sem ekkert, skiptir hópinn engu máli að hann sé farinn. Aquilani var á láni og veikir það varla hópinn frá í fyrr.
    Mér fannst Liverpool spila oft á tíðum ágætis bolta á síðasta tímabili oftar enn illa enn gallinn var að tuðran vildi ekki inn í mörgum tilfella 🙁 Ætli við hefðum ekki endað töluvert hærra í deildinni með meira sjálfstraust ef hún hefði farið inn og Suarez ekki farið í margra leikja bann fyrir utan að Lucas var meiddur, Lucas okkar besti miðjumaður kemur aftur í liðið á kostnað J.Spearing. Ég get varla séð að við séum með mikið veikara lið enn í fyrra. Fari Agger þætti mér leitt enn M.Kelly er nú að upplagi miðvörður og Coates hljóta að fara að banka fastar og fastar með sæti í byrjunarliðiðnu þá. Jæja get blaðrað endalaust og tíminn hlaupinn frá mér.
    Þetta er alveg að koma. YNWA

  50. Margir átta sig hreinlega ekki á því hvað þessir central miðjumenn eru mikilvægir í þessu kerfi sem BR spilar. Ég er ánægður með að fá Allen ef af verður, margir sem sögðu hann vera einn mikilvægasta hlekkinn hjá Swansea. Hann og Britton voru frábærir á miðjunni, Britton var meðal annars með fáránlega gott hlutfall heppnaðra sendinga (sjá td þessa grein).

    Hann hefur eitthvað fram yfir Henderson líklega, en maður verður að treysta BR. Hann er að leggja gríðarlega áherslu að því er virðist á að styrkja miðjuna, mörgum til bæði ama og undrunar. Vonandi sannar hann af hverju hann er að því núna í vetur.

    Það verður fjör á leikmannamarkaðnum næstu vikurnar, svo mikið er víst. En mikið er pirrandi að það er ekki hægt að gera eitthvað meira fyrr. Menn hafa alveg klárað samninga við félög þó að þeir séu að spila á stórmótum td.

    En svo eru þetta snjóboltaáhrifin líka. Þegar einn fer gerist allt. Dæmi: VIð seljum Carroll, þá er peningur til að kaupa Dempsey, þá fer Charlie Adam vonandi til Fulham og þá vantar miðjumann og þá er hægt að klára Allen. Í stað þess að td kaupa Allen en ná ekki að losna við Adam. Þá sitjum við uppi með of marga miðjumenn og hærri launakostnað. (tek fram að þetta var bara dæmi, en svona snjóboltaáhrif eru þekkt).

  51. Kanski ég hafi ekki verið nógu skýr í fyrra commentinu mínu.

    Það sem ég vildi koma til skila er að: eins og staðan er í dag er Liverpool EKKI með sterkari hóp en á síðasta tímabili sem þýðir aðeins eitt fyrir mér: Liðið á ekki eftir að ná betri árangri en á síðasta tímabili.

    Þetta er að sjálfsögðu mitt mat en ég vill engu að síður koma því á framfæri að ég hef tröllatrú á Rodgers, það hef ég hins vegar ekki á mörgum manninum sem klæðist rauðu treyjunni, eins og staðan er í dag.

    Að þessu sögðu undrast ég mjög á því hversu lítið hefur gerst hjá okkur í að styrkja hópinn aðeins tæpum tvemur vikum fyrir fyrsta leik í deildinni á móti Steve Clarke og félögum í WBA….

  52. Eins mikið og ég vona að þetta sé satt með Suarez og hans samning þá verð ég að setja spurningarmerki um hvað sé að gerast hjá okkar félagi.
    Af hverju er svona að leka út og er svo tekið aftur af dagskrá. Var ekki eitthvað um þetta um daginn líka ?

  53. Sammála #54 SverriU. Það verða allir snælduvitlausir(svosem skiljanlega) að við séum að ofborga fyrir leikmenn en svo núna þegar við erum ekki að gera það verða menn samt brjálaðir og blóta öllum í sand og ösku. Ég er allavega sáttur að það sé kominn maður í brúnna sem hefur hreðjar og lætur ekkert spila með sig.

    Svo er alveg sama hvernig við snúum þessu enginn Liverpool maður vill að liðið sé miðlungslið og vill ekki sætta sig við það. En það er samt blákaldur sannleikurinn að hið frábæra félag Liverpool FC er orðið það og það er ekkert betra að lifa í blekkingu og halda að við eigum möguleika á titlinum. Þetta er staðan sem Hicks og Gillet komu klúbbnum í og eru nú nýjir menn komnir inn til að reisa upp rústirnar og það eru FSG, þeir hafa sannað að þeir geta það þó það sé í annari íþrótt(RedSox).

    Þessir menn eru ekkert að leika sér, tilhvers að bjarga klúbbinum frá gjaldþroti og kaupa hann á frekar háu verði til að horfa svo á fjárfestinguna hrapa í verði, það mun gerast ef LFC nær ekki árangri. Við getum róað okkur niður á því að til þess að fjárfesting þeirra borgi sig almennilega Þá þarf LFC að vera við toppinn.

  54. ég græt mig nú ekkert í svefn yfir því að liverpool sé búinn að láta þessa 4 leikmenn gossa það sem af er….4 leikmenn sem segja akkúrat ekkert um styrkleika liverpool með eða án þeirra…. ef að liverpool er að fá 20 milljónir punda fyrir dagger þá þarf ekkert að hugsa þessi mál… hann er fantagóður leikmaður í u.þ.b 15-20 leiki á seasoni en það er bara ekki nóg þessvegna er allt í lagi að mínu mati að selja hann og græða 14 milljónir punda í leiðinni.

    andy carroll á klárlega að fá að spreyta sig í eitt tímabil í viðbót… hann er það ungur að hann á að fá að að njóta vafans… feitur launareikningur að vísu en mikið væri það sárt ef hann færi að brillera og verða 20 marka maður hjá west ham eða n.castle

    menn tala um að það þurfi að kaupa menn í ýmsar stöður á vellinum og styrkja liðið hægri og vinstri… en correct me if i´m wrong en er ekki verið að tala um að tottenham vilji borga morðfjár fyrir raheem sterling sem er að brjóta sér leið í aðalliðið… hviss bang skarðið hjá maxi uppfyllt+joe cole í squad… borinin kominn fyrir dirk kyut gott mál… heill hafsjór til af miðjumönnum engin ástæða til að borga uppsprengt verð fyrir joe allen… og ef menn eru að sjá heimsendi yfir brotthvarfi daggersins þá er alltilæ að horfa yfir farinn veg og sjá hvað sá magnaði leikmaður er að spila marga leiki að meðaltali yfir leiktíðina….

    bottom line brendan rogers er búinn að kaupa einn leikmann á slikk en fyrir er ágætis grunnur af gömlum og ungum leikmönnum sem þarf að slípa saman í eina heild….

    fyrir mér er loksins kominn núllpuntur á liverpool liðið og einhver uppbygging að fara hefjast það tekur væntanlega einhvern tíma 2-4 season gæti verið raunhæft en manni er svosem slétt saman svo framarlega sem það eru einhver batamerki og stöðuleiki í spilamennsku liðisins sem hefur vantað síðustu 3-4 ár
    YNWA

  55. 64 Einar Orri

    Mig dreymdi líka að ég muni einn daginn vakna með 2 fyrirsætur við hliðina á mér, vonandi rætast þeir báðir.

  56. Auðvitað verðum við að vera þolinmóðir eftir að sjá nýja leikmenn en það má samt ekki draga þetta of lengi finnst mér þar sem það er farið að styttast vel í tímabilið. En þessir menn sem fóru skipta alls ekki neinu máli hvað varðar tímabilið nema að það minkar launakostnaðurinn.
    Það sem þarf að gera er að klára samninga við lykilmenn þannig að það komist ró yfir félagið, fréttir dagsins segja að suarez sé búinn að skrifa undir samning til 2017 sem eru frábærar fréttir ef satt reynist og núna vil ég sjá menn eins og Agger, Skrtel og Reina skrifa undir svoleiðis samninga.

    Ef að það verða ekki seldir leikmenn eins og Agger þá hef ég ekki áhyggjur og ég held að Brendan eigi eftir að ná miklu meira úr þessum leikmönnum en það var gert í fyrra. Leikmenn eins og Adam, Hendo, Downing eiga eftir að spila eins og englar og Borini kemur svo raðandi inn mörkum með Suarez sér við hlið og Gerrard spilar eins og þegar hann var 25 ára.

    Verum bjartsýnir, annað er leiðinlegt.

  57. Held að málið sé líka að ósköp fáir útlendingar vilji bara almennt eiga heima í Liverpool. Fyrir utan einhverja peninga þá eru svo mörg lið sem eru bara að bjóða upp á mun betri staði til þess að búa í. Hver flytur til Liverpool þegar hann kannski getur búið í London, eða á einhverjum enn betri stað. Spurning um að flytja Liverpool bara til Glasgow ?

  58. Nr 52 að sjálfsögðu var það Houllier sem fékk Hyypia 🙂
    og biðst ég afsökunar á því.

    En ég tek undir það að leikmenn eins og Downing,Henderson,Adam
    eiga ekki að vera jafn lélegir og þeir voru á síðustu leiktíð.

    t.d. vona ég perssónulega að Allen komi til lfc
    Allen og Henderson eru báðir 22ára og hafa báðir sannað sig sem góðir leikmenn.
    vonandi að þeim verði spilað sem miðjumönnum hjá félaginu, ef allt fer að mínum óskum.

    Svo ef Coates á eitthverntíman að verða tilbúinn í þetta félag þá verða menn að henda honum í djúpulaugina eða lána hann í annað lið sem væri tilbúið að nota hann.
    fer alveg eftir Agger málinu.

    En ég vill fara sjá smá styrkingu, En ég efast nú ekki um að hún komi. það er verið að losa félagið við menn.
    Svo er þetta fljótt að gerast þegar menn fara af stað.

  59. Verið að orða okkur sterklega við Tello hjá Barca.

    Fylgdist talsvert með honum í fyrra eftir að hann var orðaður við okkur og mér lýst alveg svakalega vel á hann. Það er ekki búið að úthluta honum nr á treyjuna hjá Barca sem að hlýtur að benda til þess að hann sé að fara eitthvað.
    ´Þetta er leikmaður sem að væri flottur í money ball kerfið kaupa ungann hæfileikaríkan leikmann sem að er einn efnilegasti leikmaður spánar í dag. EF að BR kaupir hann þá set ég like á það

    http://www.talksport.co.uk/magazine/virals/120807/liverpool-targets-goals-and-skills-brilliant-videos-young-forward-set-re-178117

  60. Í kjölfar margra neikvæðra pósta vil ég benda á að það er ekki ástæða til að örvænta.

    Liverpool á 7 leikmenn sem kæmust í hvaða lið sem er í deildinni: Reina – G.Johnson – Skrtel – Agger – Gerrard – Lucas – Suarez.

    Síðan á Liverpool 5 leikmenn sem geta talist með þeim efnilegustu í deildinni: Carroll – Henderson – Borini – Coates – Sterling.

    B.Rodgers hlýtur að geta moðað úr þessu auk a.m.k. tveggja nýrra sem búist er við að komi.

    Síðan er hreinlega ástæða til að brosa í marga hringi yfir þeim fréttum að Suarez hafi framlengt samning sinn!!! Það eru frábærar fréttir.

  61. Maðurinn heitir Brendan Rodgers, ekki Rogers. Vonandi kemst það fyrr til skila en sú staðreynd að Dalglish er ekki skrifað Daglish.

  62. og fyrst þú ert byrjaður þá mál einnig nefna Carroll… tvö err og tvö ell. 🙂

  63. innlegg númer 71!

    Vel orðað innlegg. Þegar liðið er sett svona fram, þá er ekki nein ástæða til þess að örvænta. Maður verður bara hugsi hvernig gat LFC endað í 8. sæti?

    Og svo ekki gleyma Downing. Hann á ennþá fullt inni.

  64. Búinn að lesa öll commentin við þennan þráð og menn eru misánægður, eins og gefur kannski að skilja.

    Aquilani, Kuyt, Maxi og Aurelio eru farnir frá félaginu og eru það einungis Kuyt og Maxi sem veikja hópinn (ef þá eitthvað).
    Skil alls ekki hvernig Aurelio gat verið fyrir einhverjum stuðningsmanninum því ekki var hann að taka mikil laun því hann fékk borgað pr.leik. Semsagt, hann hefur ekki verið að hala inn mikið af pening í gegnum laun.

    Persónulega vona ég að það verði keypt eitthvað nafn sem vill einungis spila fótbolta og vill ekki of mikið í laun því það er nákvæmlega það sem okkur vantar.
    Joe Allen er ekki eitthvað target í mínum augum en væri alveg sáttur með að fá Dempsey. Sú staða sem maður vill sjá styrkingu í (svo framarlega sem að Agger fer ekki fet) er kannturinn. BR er búinn að tala um það opinberlega að Sterling sé ennþá of ungur til þess að hafa fast sæti í liðinu em gæti hugsanlega spilað einhverja rullu. Einnig finnst mér að það væri í lagi að kaupa eins og einn framherja sem gæti spilað sem kanntur, svona Bellamy típu….eldfljótur, getur skotið og skorar slatta.

    Eigum við ekki bara að hafa trú á því sem klúbburinn er að gera og bíða og sjá hvað gerist?
    Finnst að þeir sem drulla strax yfir BR og stefnu klúbbsins séu einfaldlega ekki nægilega miklir Liverpool-stuðningsmenn…þetta kemur með kaldavatninu gott fólk.

    YNWA – Brendan we trust

Gomel 0 Liverpool 1

Luis Suarez skrifar undir nýjan samning