Liðið gegn Gomel

Jæja, fyrsta alvöru byrjunarlið Brendan Rodgers hefur litið dagsins ljós og er sem hér segir:

Jones

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Gerrard – Spearing – Henderson

Joe Cole – Borini – Downing

Bekkur: Gulacsi, Kelly, Robinson, Lucas, Adam, Shelvey, Sterling.

Þetta er 700. LEIKUR CARRA fyrir Liverpool og hann er fyrirliði í kvöld. Ég er ekkert spenntur fyrir því að hafa Carra í einhverju aðalhlutverki í vetur en hans reynsla, leiðtogafærni og fullt undirbúningstímabil (ólíkt Agger) gerir hann nánast ómissandi í þessum leik. Gerrard byrjar en leyfir Carra að leiða liðið út í þessum tímamótaleik.

Ég býst ekki við flugeldasýningu svona strax annan ágúst. Höldum hreinu, klárum verkið og lokum þessu svo á Anfield eftir viku. Áfram Rodgers og áfram Liverpool!

59 Comments

 1. Einnig getum við spekúlerað hvort þetta lið gefi vísbendingu um hvernig Rodgers sér sitt sterkasta lið. Setjum fullfrískan Lucas inn fyrir Spearing, Allen inn fyrir Henderson og Suarez/Dempsey inn fyrir Downing/Cole. Og Reina að sjálfsögðu:

  Reina – Johnson, Skrtel, Agger, Enrique – Lucas, Gerrard, Allen – Suarez, Borini, Dempsey.

  Þá værum við svo með „varalið“ með t.d. Carra, Coates, Kelly, Robinson – Henderson, Adam, Spearing/Shelvey – Downing, __________, Joe Cole. Nýr framherji væntanlega fyrir Carroll þarna inni? Og svo ungir strákar eins og Sterling, Morgan, Flanagan og Suso þar fyrir utan?

  Þetta er bara fyrsta byrjunarlið Rodgers en línurnar eru strax ögn skýrari. Að því gefnu að Dempsey og Allen kaupin klárist og að við fáum alvöru striker inn fyrir Carroll.

 2. Hvar er Agger?

  Finnst það hálf óþægilegt hvað hann hefur lítið komið við sögu, er lítt hrifinn af því að hafa hans stöðu í bullandi óvissu…

 3. Veit einhver hérna um Sopcast stream fyrir leikinn ?

  Ég finn bara flash, ekkert sopcast 😛

 4. Meika ekki spearing, carra og j. cole. Engan veginn nógu góðir! Vona að þeir verða ekki byrjunaliðsmenn í vetur.

 5. Ég hef vanalega notað Flash svo gæti einhver sagt hver munurinn á flash og sopcast

 6. Það vantar mikið upp á að leikmenn hugsi um að halda boltanum innan liðsins. Gerrard alltof fljótur að leita að langri sendingu.

 7. Sem fyrr er Spearing sem höfuðlaust hænsn. Ætlar hann aldrei að verða að minnsta kosti nothæfur?

 8. Finnst greinilegt á hlutunum að Gerrard hefur ekki farið á margar æfingar hjá Rodgers. Hann hefur aldrei verið sérlega klár og yfirvegaður leikmaður á miðjunni og hann er ennþá bara í Hodgson boltanum. Leitar eftir því að dúndra fram í hvert skipti sem hann fær boltann.

  Vonandi að hann læri að nota samherja sína í nánasta umhverfi í vetur.

 9. shit ef það verður ekki bara Gomel sem slær okkur úr þessari keppni…

  það er eins og woy sé mættur aftur á hliðarlínua miðað við hvernig er spilað, við í vörn og höldum ekki boltanum.

 10. Ég held að Skrtel sé fullur eða á lyfjum það gengur ekkert hjá manninum. Gerrard er í einhverju rugli og ég hefi ekki enþá orðið var við að Henderson sé inná vellinum. Annars er þetta bara kick and run bolti sem er spilaður hjá okkar liði en ekki einhver barcelona stæll á þessu einsog einhverjir eru að halda fram að Brendan vill spila.

 11. þarf virkilega að samstilla liðið og taktíkina,en þið sem eruð að setja útá boltan hans Brendan eftir 45 min í fyrsta leik ættuð að fara að horfa á rúv

 12. AFHVERJU ERUM VIÐ SVONA LÉLEGIR!!!
  Þetta gengur bara alls ekki.
  Vill fá að sjá Shelvey koma inn fyrir Spearing og það strax!

 13. Það er svona að losa sig við eina miðjumanninn sem getur spilað boltanum.

 14. Frábær taktík hjá manninum sem eitt sinn labbaði fram hjá Camp Nou. Liverpool er miklu betri, þarf bara tíma. Sko, maðurinn fór oft til Barcelona………..koma svo!!!

 15. Frábær taktík hjá manninum sem eitt sinn labbaði fram hjá Camp Nou.
  Liverpool er miklu betri, þarf bara tíma. Sko, maðurinn fór oft til
  Barcelona………..koma svo!!!

  Þetta verður langur vetur með svona “stuðningsmenn” innanborðs. Jahérna.

 16. 26, Nei þetta verður langur vetur með svona frammistöðu

  60 mínútur búnar af leiktíðinni og vantar enn amk 33% af byrjunarliðinu. Þið eruð ótrúlegir. Grátkórinn er mættur, langur vetur framundan

 17. Hef ekki miklar áhiggjur af þessu so far, vantar nokkra menn í liðið og svo skilst mér að Gomel sé á miðju tímabili ferskir og flottir

 18. um leid og hann er settur á hægri kanntinn tá skorar hann, einmitt tar sem hann vill vera =D

 19. Er ég sá eini sem er kominn með uppí kok á spilamennsku LFC?

  Ég held maður haldi sig frá þessari síðu þessa leiktíðina. Þvílíkt samansafn af sófakartöflum og footballmanager spilurum hefur ekki sést. Þetta er verra en nokkur önnur blogg- eða stuðningsmannasíða hér á landi.

  Síðasti pósturinn minn þetta árið, YNWA

 20. 26 Elías

  60 mín á móti skelfilegu liði frá hvíta rússlandi! Auðvitað ætlast maður til þess að rústa þessu liði. Við erum Liverpool FC!!!

 21. Downing búinn að skora í hverjum einasta leik í vetur :þ

 22. Já hvur þremillinn, ég átti von á ýmsu öðru en að Downing myndi smellhittann og koma okkar yfir. Kannski er von eftir alltsaman 🙂

 23. Dassi, þetta er engu að síður enn á pre-seasoni hjá Liverpool. Finnst bara magnað að með nýjan þjálfara og án þess að vera með allt liðið í leiknum sé staðan 1-0 fyrir Liverpool á móti liði sem er inn í miðju tímabili.

  Slökum aðeins á í gagnrýni og horfum á stóru myndina.

 24. Njalli

  Ekta lfc afsökun nútímans
  Er hitt liði sem enginn hefur heyrt um búið að spila mikið núna? Svona aumingja afsakanir eru ómarktækar. Leikmenn með 40-100 þúsund pund á viku eiga að gera betur en þetta.

 25. Er liðið ekki bara að vanmeta Gomel eins og margir hér. Menn hafa bara ætlað að taka þetta með vinstri og fljótlegasta leiðin er jú bara að dúndrast áfram í háloftaboltanum. Eins og hefur komið hér fram áður þá er þetta Gomel lið á miðju tímabilinu sínu og í svona um það bil sínu besta formi á meðan LFC er haugryðgað með nýjan mann fremst og sumir bara á sínum öðrum leik eftir frí. Kannski ekkert allt of auðvelt fyrir menn en vonandi verður þessi leikur duglegt reality check fyrir marga og ég efast ekki um að Brendan fær nóg af dæmum til að taka fyrir á fundum eftir þennan leik til að benda á hvað má betur fara.

  Menn læra mikið af þessu og kannski bara eins gott að þetta verður ekki eitthvað 0:5 sigur okkar manna og vanmatið komið í fyrsta EPL leiknum!

 26. Haugryðgaðir er nokkuð gott orð yfir leikstílinn hjá LFC. Miðað við þá spilamennsku sem ég er búinn að sjá í kvöld finnst mér engan veginn réttlætanlegt að henda inn hvíta handklæðinu strax. Sendingar eru ekki að hitta og touchið er ekki til staðar hjá öllum en kommon.
  Ég er ekki að segja að þetta sé meistarakandídatalið í vetur en þetta tekur tíma. Burtséð frá launatékka.
  Þetta er ekki FM þar sem þú breytir öllu með því að skipta um taktík eða kaupa Messi.

  Þetta er ekki lfc afsökun nútímans, þetta er raunveruleikinn.

 27. Þið talið eins og menn hafi annað hvort aldrei snert fótbolta áður eða ekki hreyft sig í marga mánuði. Haldið þið að þessir menn detti bara í sukkið og hreyfi sig ekki um leið og tímabilið er búið? Þetta er þeirra vinna. Ekki gleymið þið öllu eftir að þið hafið farið í sumarfrí?

 28. Nei, en þú ferð í allt aðrar æfingar. Lyftingar og hlaup án bolta. Það gerir það að verkum að menn eru eðlilega þyngri í fyrstu leikjunum og það tekur tíma að slípa liðið eftir sumarfríið. Það er eðlilegt og það er í öllum íþróttum.

  Annars nenni ég ekki að rökræða þetta frekar, við erum ósammála um þetta og það er í góðu fyrir mér.

 29. Verð að vera sammála ummælum nr 40. Það er orðið óþolandi að koma hérna inn og lesa ekkert nema einhvern skít.

  Legg til að stjórnendur síðurnar loki fyrir comment kerfið í tvær vikur.

 30. Sigur er Sigur og málið er steindautt!

  Hefðu þeir spilað flottann bolta þá hefðu þeir örugglega tapað, þannig að léleg spilamennska og árangur er málið… 1-0 fyrir okkur í fyrsta leik árssins 🙂

  Þeir sem þurfa að væla og eru ekki sáttir með leikinn… lesið aftur hér fyrir ofan!

 31. Ég sting upp á við menn að ignora bara þennan dassa.
  Þú ert bara to much to be true = ekki LFC fan = troll = F**k off

 32. Ziggi92 #10, Sopcast er forrit sem þú notar til að streama leikinn, miklu betri gæði og getur fengið leikina í HD. Tökum sem dæmi að Flash er kanski 400kb og þér líður eins og þú sért að horfa á gamla rúv..

  Að horfa í gegnum Sopcast og skella því í 42″ inní stofu er eins og að horfa á sport2HD, ( En það fer auðvitað eftir því hver er að streama og í hversu miklum gæðum)

  En varðandi leikinn gegn FC Gomel þá er nokkuð augljóst að við erum á undirbúningstímabilinu ennþá. Gomel er á miðju tímabili.

  Þessi leikur hefði alveg getað endað með 2-3 núll tapi en við fenguð frekar í staðinn að sjá Downing skora fyrir utan teig, ég hefði ekki einusinni getað veðjað á þetta fyrir leik.. stuðullinn sirka 100/2 haha

  En ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu, Agger er með ógeðis-umba sem vill peninga og BR leyfir honum ekkert að fara neitt. Við fáum inn fleiri leikmenn fyrir 18.ágúst og Spearing fer pottþétt á lán eða seldur þegar Allen er genginn til liðs við okkur. ( Sá einhveri þegar Bellamy fór á hnén fyrir framan Allen eftir leikinn gegn Uruguay?) Allen kemur 🙂

  Óska S.Downing til hamingju með markið og BR með sigurinn í sínum fyrsta alvöru leik fyrir Liverpool! Sigur er sigur! YNWA

 33. Held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég flissa smá yfir umræðunni hérna yfir leik. Neikvæðnin svo yfirgengileg að það er eins og mark Downing hafi verið vonbrigði. Þetta var rétt næsta skref fyrir ofan æfingaleik, menn mjög ryðgaðir en skánuðu þegar leið og við unnum. Rolex FFS.

  Virðum svo aðeins andstæðinginn, þeir voru að spila einn stærsta leik sem þeir flestir koma til með að spila og eru allir í toppformi á miðju tímabili og voru á sínum heimavelli.

 34. “Er ég sá eini sem er kominn með uppí kok á spilamennsku LFC?”

  “60 mín á móti skelfilegu liði frá hvíta rússlandi! Auðvitað ætlast maður til þess að rústa þessu liði. Við erum Liverpool FC!!!”

  “Ekta lfc afsökun nútímans
  Er hitt liði sem enginn hefur heyrt um búið að spila mikið núna? Svona aumingja afsakanir eru ómarktækar. Leikmenn með 40-100 þúsund pund á viku eiga að gera betur en þetta.”

  Ansi hreint magnaðar athugasemdir frá þessum “Dassi”. Ertu stuðningsmaður Liverpool?

 35. Spilamenskan var eins og við var að búast miðað við fjarveru manna og þá staðreynd að það er 2. ágúst. Það hafa oft verið erfiðir þessir forspilsleikir í evrópukeppnum í gegn um tíðina, en LFC voru heppnir að ná 0-1 útisigri. Brad Jones stóð sig ágætlega, en það voru nokkur móment í öftustu línu sem hræddu úr manni líftóruna. Hvítrússarnir voru hreinlega algerir klaufar að ná ekki 3-1 úrslitum.

  Mér líst illa á þetta sóló sem agentinn hans Aggers er að taka í fjölmiðlum núna. Vil alls ekki missa Agger í burtu.

 36. Núna er verið að orða okkur við enn einn leikmann Swansea A williams

  Ótrúlegt ef satt er hann er 28 ára gamall leikmaður og er ekki sá spilari sem að ég vill sjá hjá okkur . Það er talað um að ef að við seljum Agger þá förum við á eftir honum.

  Ég vill sjá okkur á eftir eitthvað meira spennandi leikmönnum heldur en þessum Swansea leikmönnum. Pirrandi að sjá hvaða leikmenn eru orðaðir Arsenal-Chelsea-Tottenham-Man utd á meðan að við erum orðaðir við að missa marga af okkar lykileikmönnum og ætlum að taka meðal spilara í staðinn.

  Ég veit að menn eins og Patrekur Súni er mér ekki sammála þar sem að hann er mikill aðdáandi A williams en ég held að þetta sé ekki spor í rétta átt hjá okkur

FC Gomel frá Hvíta-Rússlandi

Gomel 0 Liverpool 1