Kop.is Podcast (United útgáfa)!

Hér er nýjasti þáttur Kop.is Podcastsins! Og í þetta sinn er það sérstök Manchester United-útgáfa!

Ath.: Ég veit að þetta er Liverpool-vefsíða, og ég veit að það vilja ekki allir Púllarar hlusta á rúmlega klukkustundar langt samtal sem fjallar bara um United. Þessi þáttur var einsdæmi vegna aðstæðna hjá United núna og ef einhver ykkar vill ekki hlusta á þetta vil ég biðja viðkomandi um að sleppa því og sleppa því að kvarta yfir þessum þætti í ummælunum. Við tökum upp Liverpool-þætti í næstu og þarnæstu viku, tvo slíka áður en deildin hefst, þannig að ekki kvarta þótt ég skyldi breyta til í eitt skipti. Takk fyrir. -KAR

KOP.is podcast (United útgáfa)

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr en að þessu sinni breyttum við út af vananum. Strákarnir á Kop.is fengu frí og í staðinn fékk ég í spjall þá Tryggva Pál Tryggvason og Björn Friðgeir Björnsson sem báðir eru gallharðir stuðningsmenn Manchester United.

Í þessum þætti ræddum við umdeilda atburðarás síðustu daga í eigendamálum Manchester United, eigendasögu Glazer-fjölskyldunnar, þátt Sir Alex Ferguson í málinu, tímabilið framundan og fleira.

65 Comments

  1. ef þetta er ekki dæmi um það að Liverpool menn séu hvað segir maður, öflugir. efast um að þu getir fundið svona fra manutd aðdaendum….storefast um það big + til ykkar

  2. Þó þið rædduð Swindon Town liðið í þaula heilt podkast myndi ég samt hlusta.

  3. Nr 4 þetta er kallast víðsýni og þroski og kannki líka áhugi um allt sem tengist fótbolta.

  4. Okkur á að vera andskotans sama um það sem er að gerast hjá schum. Sé engin þroskamerki við það að eltast við þá. Hef nú ekki heyrt þá tala það vel um okkar klúbb. Þroskamerki er að hunsa þá

  5. Þetta er bara flott, “fallegt”, fræðandi og aðdáunarvert.

    Ég sjálfur á vini sem eru stuðningsmenn United,Arsenal,Chelsea,Tottenham,Newcastle,West Brom og meira að segja QPR. (ótrúlegt ef maður pælir í því.. það er enginn af þeim City fan.. HAHA)

    Mér finnst mjög gaman að ræða við þá um þeirra uppáhalds klúbb og Liverpool, auðvitað er stundum hiti í umræðunum en það er bara skemmtilegra.

    United á sér sögu og það er ekkert að því að ræða hana, maður verður bara fróðari fyrir vikið 😉

    Flott framtak

  6. Er ekki hægt að sýna síðuhaldara smá virðingu og sleppa því að kvarta yfir þessum þætti í ummælunum, eins og hann bað ykkur um?

    Ótrúlegt lið hérna!!!

  7. Ég þakka kærlega fyrir mig.

    Það var eitt sem við gleymdum að koma inná og það er það að Úrvalsdeildin hefur enga skoðun á skuldsettum yfirtökum. Jafnvel þótt að Liverpool hafi næstum því farið á hausinn og jafnvel þrátt fyrir eignarhald Glazerana á United. Maður hefði haldið að Úrvalsdeildin hefði hag að því að hagur liðanna í deildinni sé sem mestur.

    Í NFL eru skuldsettar yfirtökur á liðum bannaðar með reglugerð sem er alls 21 orð að lengd. Þ

  8. Ég ætlaði að byrja á þessu en gubbaði eftir 5 mín. En flott fyrir þá united menn sem vilja hlusta á eigendamál um félagið sitt á kop.is

  9. Er ekki til utd síða sem vildi hósta þetta ? Skil ekki af hverju þetta á heima hérna…….?

  10. lásu menn bara “Podcast (United útgáfa)!” og fóru beint í að skrifa ummæli um hvað þeim finnst og finnst ekki eiga heima á þessarri síðu?
    ótrúlegt að hunsa vinsamlega beiðni um að halda aftur af sér, og kanski ekki kvarta þó þú sért ekki sáttur… ummælin finnst mér hafa með ótrúlegum hraða farið úr málefnalegum umræðum í endalaust bölv og væl.

  11. skuggaleg frekja að halda að maður hafi rétt á því að kvarta yfir einhverju sem þér er boðið uppá, útaf því að þér finnst það ekki eiga heima á síðu sem þú sjálfur kýst að lesa…. segi ekki meir

  12. Ekkert að því ef menn vilja pæla í þessu. Við eigum allir vini sem halda með utd, og ekki hötum við þá. Þetta er þrátt fyrir allt bara fótbolti strákar og stelpur.

    Mér allavega þykir bara vænt um vini mína, þó svo þeir haldi með manutta eða celski, eða einhverju öðru drasl liði 😉

    YNWA

  13. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þetta podcast ekkert minna spennandi en það sem er að gerast hjá Liverpool þessa dagana.

  14. Þórhallur Jónsson þetta er lélegasta Ad Hominem sem ég hef ég. Flott framtak hjá þér Kristján Atli.

  15. Þakka þér kærlega fyrir þetta Kristján Atli..
    Persónulega þykir mér mjög gaman að spjalla við aðra stuðningsmenn um fótbolta, enn þykir ekki gaman að “böggast” á milli.. þ.e.a.s. gaman að spjalla en ekki að segja hluti eins og “Rooney er ömurleg cunta” eða “suarez er rasisti”
    Aldrei þessu vant fær maður skemmtilegt spjall um knattspyrnu. og góðan plús fyrir báða félaga þína sem voru með í þættinum í kvöld..
    Mundi segja “GO Utd.” en bara get það ekki, samviskunar vegna….Samt gangi ykkur vel , en klubbnum ykkar aðeins verr en okkarrrr…
    Kveðja Guðni R.

  16. Vel gert. Flott framtak. Það eru fleiri lið í EPL en Liverpool og það er frábært að fá að heyra “þeirra” hlið á þessum málum.

    Kop.is aðdáendur klikka ekki, setja íslands-, evrópu-, ólympíu- og heimsmet í væli. Grow a pair, ef ykkur líkar þetta ekki er í alvöru tilefni til þess að tjá sig. Sérstaklega eftir skrif KAR ?

  17. Sko drengir, grjót ——- kjafti.
    Ef við getum ekki rætt málefnanlega um önnur félög (hver sem þau eru) vegna áhuga okkar á enskri knattspyrnu þá erum við sennilega þessir rasshausar sem margir utd menn vilja halda fram.
    Flottur þáttur en hvar í andskotanum grófstu upp 2 málefnalega utd menn?? (“,)

  18. Djöfull er ég sammála þeim félögum með Cantona, algjör kóngur!

  19. Ég tek undir með mörgum hérna. Minn áhugi snýst um fótbolta og þó að liðið mitt sé Liverpool FC, þá er ég alveg rólegur yfir því að önnur lið eru í mörgum tilfellum að gera betri hluti en mínir menn og fullt af skemmtilegum fótboltamönnum sem mér finnst ekkert síður gaman að horfa á spila fótbolta, svo lengi sem þeir eru ekki að skora mikið á móti mínum mönnum.

    Það er bara kjánalegt að vilja ekki svo mikið sem ræða hvað sé um að vera á Old Trafford, ég meina í alvörunni ? Man utd er búið að vera stórkostlegt lið síðustu árin og ekki hægt annað en að viðurkenna það. Magnaður stjóri sem hefur náð fáránlegum árangri oft með lið sem ekki virtist vera merkilegt á pappír. Respect bara á það og ekkert annað. Enda er fátt skemmtilegra en að vinna þetta lið og að hafa betur en Fergie í taktík.

    Ég segi bara grow a pair og njótið þess að tala um fótbolta, taka aðeins leppana frá og gefa credit þar sem það á við. Hlakka líka ekkert smá til þegar við vinnum þá í vetur. Áfram Liverpool svo.

  20. Ég sé það ekki fyrir mér að podcasti um Man Utd. hefði verið hleypt í loftið á aðdáendasíðu í sjálfri Liverpoolborg. Afskaplega mikið óþarfi finnst mér. Persónulega vil ég sem sjaldnast heyra þetta viðbjóðsfélag nefnt á nafn. Erum við ekki Liverpoolstuðningsmenn?

  21. Þessi þáttur var einsdæmi vegna aðstæðna hjá United núna og ef einhver ykkar vill ekki hlusta á þetta vil ég biðja viðkomandi um að sleppa því og sleppa því að kvarta yfir þessum þætti í ummælunum.

    Ég sem LIVERPOOLMAÐUR er ekki sáttur við að kunnunum EKKI að LESA að VÍSU ekki allir.
    Dæmi 4-6-12-13-14 færlsur frá þessum sem sáu ekki þessi umæli vegna ?
    ” og ef einhver ykkar vill ekki hlusta á þetta vil ég biðja viðkomandi um að sleppa því og sleppa því að kvarta yfir þessum þætti í ummælunum”

  22. Sú staðreynd að svona pistlar/podcast sjáist ekki á síðum annarra liða ætti einmitt að vera til marks um þroska Liverpoolaðdáenda – eða a.m.k. síðuhaldara!

  23. Eg er of hissa til tess ad kvarta.. naest verdur kannski mynd af sir al.. a forsidunni herna.. Gott samt ad einhverjir vildu hlusta

  24. Hugsanlega vanmetur Kristján Atli svona gróflega andúð margra Liverpoolstuðningsmanna á ManUtd og þá verður bara að hafa það. Ég er a.m.k. gáttaður á þessu, sem mér þykir leitt því síðan er yfirleitt góð.

  25. Flott framtak og þeir hlusta sem hafa áhuga á, aðrir geta slökkt og komið aftur seinna 🙂
    Sem mikill áhugamaður um fótbolta þá finnst mér ekkert skemmtilegra en að lesa góða pistla eða hlusta”podcast” um fótbolta, ég styð Liverpool 100%, en ég fer ekki að grenja þó ég sjái nafn United eða Arsenal.

    Auðvitað er þetta bloggsíða fyrir Liverpool stuðningsmenn og aðra sem vilja fræðast meira, en common þið pjakkar sem gerið ekki annað en að drulla yfir KOP.is pennana. Sýnið smá þroska og sleppið því að skrifa ef þið fílið ekki einhvað, annað er vanvirðing og algjört ókurteisi.

    YNWA!

  26. Áhugavert spjall og ég sem United maður hafði gaman af þessu. Skil reyndar ekki afhverju menn þurfa að hatast við eitt lið af því að þeir halda með öðru.

  27. Lol bara á gaurana hérna að banna fólki að skammast aðeins og segja það frekt. Samfélag eins og hér á kop.is er útaf okkur öllum, ekki bara 2-3 mönnum sem skrifa greinar og taka upp podcast.
    Mér datt ekki einu sinni í hug að hlusta á þetta. Eru menn búnir að gleyma framkomu þeirra í vetur varðandi suares ? og allt þetta “hate” sem Ferguson hefur látið útúr sér gagnvart lfc í gegnum tíðina ?
    Að sjálfsögðu er Manu stór og góður klúbbur með mikla og merkilega sögu en að pósta svona hérna er bara hneyksli og í raun gerir bara lítið úr þeim strákum sem reka þessa síðu. Ég persónulega var alltaf á hinni liverpool síðunni en fór hér yfir, en kannski er mál að fara að yfir aftur ef menn ætla að bjóða okkur uppá svona.
    Við eigum ekki að “prómota” okkar aðal andstæðinga hér, einfallt mál og bara dómgreindarleysi að gera það.
    Allt í lagi að fjalla um fótbolta almennt og önnur lið í því samhengi en að bjóða okkur liverpool mönnum uppá heilan þátt bara um Manu eftir allt sem á undan er gengið er bara skömm.
    Og þið sem farið núna að tala um væl og að maður eigi ekki að kvarta. Þá voru þessi orð hvorki væl né kvörtun, bara sannleikurinn.

  28. Róum okkur nú aðeins, KAR sem btw er annar eigenda þessarar síðu útskýrir ágætlega hvað hann er að gera með þessu podcasti og hugmyndin heyrist mér nú alls ekki vera að fara yfir glæsta sögu United eða gefa þeim einhvern wind up vettvang.

    Það er mjög mikil óvissa í kringum eignarhaldið hjá þeim núna sem erfitt er að skilja ef maður nennir ekki að kafa djúpt ofan í það. Í stað þess að koma með barnarleg 1-2 línu skot á þá í allann vetur hvað eignarhald og fjárhagsstöðu varðar er að mínu mati ekkert verra að fá bara tvo United menn sem KAR (ég o.fl) vita að geti talað um United á Liverpool síðu án þess fara “yfir strikið” og fá þá til að útskýra bara fyrir okkur hvað er í gangi hjá United núna.

    Ég hef verið að ræða þetta (lauslega) við vini mína og hafði áhuga á að heyra um þetta, KAR hefur þennan vettvang og notaði hann fyrir þennan þátt…í júlí þegar mest lítið er að frétta. (Það koma tveir LFC only þættir á næstu vikum).

    Hættum að röfla yfir því að það sé í boði að hlusta á United menn tala við KAR um hvað sé í gangi hjá erkifjendum Liverpool í United, það er ekki eins og Everton menn hafi ekki komið í Anfield Wrap (sem dæmi).

    Hef fullann skilning á að margir hafi engan áhuga á að hlusta, það er mjög eðlilegt en lesið aftur það sem skrifað var í færsluna og hoppið yfir þessa færslu hljóðlega.

    Annars hendi ég upphitun fyrir Gomel inn rétt á eftir, hún er reyndar bara að hluta til um Liverpool 🙂

  29. Mér finnst þessi setning soldið góð… “Róum okkur nú aðeins, KAR sem btw er annar eigenda þessarar síðu ” Hvar væri þessi síða ef ekki væri fólk, eða öllu heldur poolara hér inni ? Ekkert stórmál að halda úti vefsíðu, málið er að fá fólk til að líka við hana og nota, rétt ? Mér var misboðið ásamt fleirum ( þar með taldir nokkrir vinir mínir sem hér eru oft)
    En rétt er það , þið eigið þessa síðu og gerið það sem þið viljið, en eruð þið alvöru liverpool menn ? ég spyr því eftir síðasta vetur hefði ég frekar farið í kynskiptaaðgerð en að eyða tíma mínum í að velta mér uppúr manchester united…

  30. Nr. 38

    Bara árétta að ekki taka mig með sem einn eigenda þessarar síðu.

    Finnst þetta nú annars frekar barnalegt svar. Þér verður bara að vera misboðið ef ein færsla af ég veit ekki hversu mörg þúsund færslum fjalli um United og eigendamál þeirra. Hafði sjálfur takmarkaðan áhuga á að heyra um hvað sé í gangi hjá liðinu þeirra en virði það sannarlega að þetta sé í boði einu sinni (í niðurlagi umræðunnar).

    Það kemur eitthvað stórt upp á milli liðanna á hverju ári en ég veit ekki alveg hvað blint hatur milli stuðningsmanna er að fara skila okkur? Þegar menn hafa þroska og vit til þess að taka umræðu án þess að fara beint í sandkassann getur þetta alveg gengið upp. Menn eru ekki minni Liverpool menn fyrir að ræða við stuðningsmenn erkifjendanna, aðallega þessi punktur hjá þér sem ég er að tala um sem barnalegan.

    That said, KAR verður sannarlega tekinn í gegn í upphafi næsta podcasts 🙂

  31. Sælir félagar

    Stórfróðlegur þáttur um óvininn og takk fyrir það. Það er alltaf gott að þekkja óvininn ef maður ætlar að sigra hann en ekki bara flýja undan honum. Það er greinilegt að MU stendur að möegu leyti á brauðfótum og ekki síst ef það er að fjara undan Rauðnef. Mér sýnist að við munum berjast við þá ekki síður en Tott og Arse um meistaradeildarsæti ef við á annað borð verðum í þeirri baráttu.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  32. 27 það er nú ekki rétt The Anfield Warp hafa mörgum sinum talað um Manchester United og hafa fengið manchester united fan tala um liðið.

    http://www.theanfieldwrap.com/2012/06/taw-on-city-talk-14/

    Í þessum þætti er rætt við United mann svo rangt hjá þér halda að halda málefnislegir Liverpool aðdáendur tala ekki við aðra málefnislegir Aðdáendur sama hvaða liði þeir halda með enda eru við allir aðdáendur hins fallega íþrótta sem við köllum Fótbolta.

  33. Vil bara þakka fyrir mig, ég fer ekki í gegnum daginn án þess að lesa allt sem þið skrifið og u.þ.b 90% af commentum. Ég er ekki búinn að hlusta á United podcastið en það er gaman af tilbreytingu og gott fyrir almenna áhugamenn um enska boltann að fá að heyra hlið annara stuðningsmanna og fræðast um önnur lið.

  34. Þetta er bara snilld, hlustaði á þetta í gegn og hafði bara gaman að.

    Sé ekkert að því að auka við vitneskju mína á öðrum liðum sem Liverpool eru að berjast við ár eftir ár og ekki skemmir að lærdómurin sé á hverskonar brauðfótum erkifjéndurnir standa á 🙂

  35. Hvað ætla “mótmælendur” hérna inni að gera þegar Liverpool fær United í heimsókn á Anfield í vetur? Snúa baki við klúbbnum því að þeir leyfðu United að spila á vellinum þeirra….:S

    Menn eru voðalega barnalegir og eru að taka þessu full alvarlega ef þeim er misboðið…

    Annars sem United maður þá er þetta flott framtak og góðar samræður.

  36. Stórkostlega furðulegt framtak! Ég er bara orðlaus yfir þessu. Ég hélt í alvörunni að þetta væri djók, og var í smá stund að meðtaka það að Kristján Atli hafi boðið upp á podcast þátt eingöngu um málefni manutd á kop.is. Þvílíkur og annar eins forkastanlegur fáránleiki!

  37. Jújú, ekkert athugavert að auka vitneskju sína á öðrum liðum og allt það.

    En er ekki hægt að gera það á öðrum síðum ?

  38. Þetta var í alla staði fróðlegt viðtal. KAR stýrði þessu af festu og viðmælendurnir stóðu sig vel. Ég hef sjálfur fylgst lítillega með hvernig ManU er blóðmjólkað ár frá ári af eigendum sínum. Við blasir að svona gengur ekki til lengdar.

    IPO’ið, þ.e. nýskráningin á NYSE sýnir síðan ógeðið í þessu öllu saman. Ferguson má mín vegna vera besti framkvæmdastjóri allra tíma en hann er fullkominn skíthæll sem þiggur 13 silfurpeninga frekar en að standa með félaginu.

    Allir vita að Ferguson er hreinn og klár viðbjóður viðureignar. Minni bara á Suarez/Evra málið þar sem sörinn fór á kostum. Áhangendur ManU hafa fyrirgefið honum morkið sálarlíf sökum þess að árangurinn á vellinum er vitanlega stórkostlegur þrátt fyrir að innræti sörsins minni meira á skoskan skítahaug en heiðursmann. Þess vegna var fróðlegt að heyra frá innvígðum að þeir eru loks að átta sig á að fyrr eða síðar kemur eitthvað af skítnum til baka beint í smettið.

    Ég hef enga trú á að ManU vinni stóran titil á næstu árum. Það er ekki að fara að gerast. Þótt Ferguson sé góður mun hann ekki yfirvinna þyngdarlögmálið.

  39. Það má kannski bæta við varðandi Sir Alex án þess að vera verja hann eða það sem hann hefur verið að segja um þessi mál.

    En áður en menn tala um að hann sé að taka sjálfann sig (og kannski einhverja peninga) fram yfir klúbbinn sjálfan með stuðning sínum við eignarhaldið.

    En þegar Glazer keyptu klúbbinn í fjandsamlegri yfirtöku á sínum tíma þá hefur Sir Alex í rauninni engin áhrif í því ferli. Hann mjög líklega skilur stöðuna og hvað þessar skuldir gera fyrir klúbbinn og hefur því kannski tekið þann pól í hæðina að styðja þetta. Hans egó líklega talar ef hann hefur talið sig sem besta mannin í að leiða liðið undir þessum aðstæðum, enda sýnir sagan að hann hefur kannski efni á því að hugsa það þannig.

    Hans uppbygging síðustu áratugi eru nefnilega í húfi líka ef hann hefði farið frá og yfir skuldsett lið hefur ekki mikið efni á að fá frambærilegan þjálfara og hvað þá leikmenn.

    Hans stuðningur getur því talist með klúbbinn í fyrirrúmi og skapar ró yfir klúbbnum en svo getur verið að hann fái einhvern pening fyrir það….

  40. Ég vil taka það fram að það er auðvitað ekkert komið á hreint með það hvort að Ferguson sé einn af þeim sem fái þessa aukabúbót eða hversu miklir peningar í húfi eru.

    Ég er mjög lítið gefinn fyrir samsæriskenningar en þetta er einfaldlega það sem okkur finnst vera líklegasta skýringin á því af hverju hann er að mæra Glazer-fjölskylduna svona í fjölmiðlum. Hann hlýtur að sjá að eignarhald þeirra er slæmt fyrir klúbbinn og ef hann vildi ekki rugga bátnum myndi hann einfaldlega ekki tjá sig um eigendurna, í það minnsta ekki taka svo djúpt í árina að segja þeir sem eru á móti eigendunum séu ekki alvöru stuðningsmenn og að Glazerarnir hafi verið frábærir eigendur

    Ferguson hefur nefnilega gríðarleg völd og hvergi kemur það betur í ljós en á meðal stuðningsmanna United. Ef Ferguson myndi segja eins og er að Glazerarnir væru að blóðmjólka klúbbinn og hindra velgengni hans væri ekki aftur snúið fyrir þá. Þeir myndu standa frammi fyrir gríðarlegum mótmælum. Þeir gætu einnig ekki rekið Ferguson fyrir slík ummæli vegna þess að þá fyrst færi allt í bál og brand og þeir gætu einfaldlega ekki haldið áfram og yrðu að losa sig við liðið.

  41. Glæsilegt podcast og nákvæmlega það sem manni fannst meiga bæta við að heyra sjónarhorn stuðningsmanna annara liða.

    takk fyrir mig

  42. smoogms: frekjan fellst ekki í því einu að kvarta, heldur að hunsa beiðnina um að sleppa þessu væli… þannig að rofl á þig eða eitthvað

  43. Ég hafði gaman að því að hlusta á þetta podcast. Ég hef ekki mikið fylgst með þessu máli undanfarið og það var fróðlegt að heyra þá kappa ræða það. Tímasetningin er líka góð, því það er fátt að ræða um LFC akkúrat núna nema einhverjar getgátur út í bláinn. Í dag kom svo inn gríðarlega góð upphitun frá Babu fyrir leikinn á morgun, svo nú er bara að vona að maður geti horft á leikinn einhverstaðar….

    Enn einn + í kladdann hjá kop.is segi ég.

  44. toti 54. Beiðni er bara bón um eitthvað. sem maður velur hvort maður tekur mark á eða ekki. Og það að ég sé ósáttur við þessa umfjöllun útaf áðurnefndum skýringum þá þýðir það ekki að ég megi ekki tjá mig um það. YNWA munið, við í það minnsta löbbum ekki með sörnum og hans mönnum þessa dagana….
    En vonandi var þetta bara góð og málefnaleg umfjöllun og ennþá meira vonandi ekki fastur liður hér í framtíðinni og við höldum bara fram á veginn með liverpool football club í forgrunni og ekki okkar erkióvini.
    En svona í lokin þá er það aðallega framkoma manu og þeirra stuðningsmanna í Suarez málinu og gríðaleg ítök manu í enska knattspyrnusambandinu ( því orð á móti orði og skoðuð fortíð og saga Evra og Suarez þá hefði okkar maður aldrei fengið dóm án þeirra ítaka ) sem valda gremju minni hér.
    Má alveg færa rök fyrir því að það mál allt saman hafi haft einna mestu áhrif á það að átrúnaðargoð mitt og fleiri hér, King Kenny var rekinn.
    Menn hér virðast bara vera rosalega fljótir að gleyma.

  45. Tryggvi Páll@52.

    10% verða boðin út á New York Stock Exchange.

    10% fara til “senior management”.

    Það er jafn ljóst og tungl fylgir jörðu að ástæða þess að Ferguson hefur sætt sig við að stýra liðinu við þessar aðstæður er að hann er hluti af planinu um að strippa félagið fjármunum í þágu hinna útvöldu gæðinga.

    Hann hefur völd og áhrif og hann notaði þau svona þegar stuðningsmenn gagnrýndu Glazier liðið; “Fuck off og styðjið Chelsea.”

    Maðurinn er skíthæll dauðans að mínum dómi.

  46. Mér fynnst vera hneyksli og vannvirðing fyrir kop.is að menn séu að röfla og blóta KAR fyir að gera eithvað nýtt sem margir sem hafa brennandi áhuga af fótbolta virkilega kunna að meta þó það sé verið að ræða Man U !! Ef þetta er svona slæmt fyrir þig farðu þá á bland.is og vældu þar ekki hér þar sem það er búið að taka framm að væl sé ekki ætlað í comment nú eru stóru strákarnir að ræða saman
    Kop.is er klassa síða reynið að virða þessa meistara !!

  47. Útskot

    Er það bara ég en mér finnst Team GB betra en enska landsliðið kannski ættu fólk í Bretlandi að virkilega íhuga þann kost að senda Team GB í næsta HM 🙂

    Svo var nú gaman að Suarez verður mætur í æfingu næstu viku.

  48. Á ekki til orð yfir því að menn séu að væla yfir þessu, mönnum er frjálst að hunsa þetta en hvernig dettur mönnum í hug að sýna síðuhöldurum svona óvirðingu og vanþakklæti?

    Fróðleikur er af hinu góða!

    YNWA

  49. Ég hef lengi verið mjög stoltur af þessari síðu sem stuðningsmaður Liverpool. Það eru þó nokkrar aðdáendasíður enskra liða í gangi hér á landi (ætla ekki að nefna neinar sérstakar) sem ég hef kíkt á af og til og umræðurnar á kop.is bera af að mínum dómi og verið á töluvert hærra plani. Hérna hafa menn getað rætt málefni Liverpool og já annarra klúbba án þess að skítkastið sé yfirþyrmandi eða einstaklingar með takmarkaðan þroska og litla getu til að tjá sig séu mjög áberandi

    Þetta podkast kristallar einmitt þá kosti sem prýðir þessa síðu. Gagnrýnisraddir þær sem hér hljóma á þetta tiltekna podkast eru í besta falli illa ígrundaðar en bera þess þó vitnis að gæði umræðunnar hérna hefur hægt og bítandi farið hnignandi. Ég óska þess að niður þumallinn verður tekinn í gagnið aftur svo hægt sé að “fela” léleg komment sem koma með nákvæmlega ekkert innlegg í umræðuna. Ritstjórnin hérna er reyndar til fyrirmyndar en betur má ef duga skal.

    Takk kærlega fyrir podkastið. Þið hinir sem eruð að fara á límingunum yfir þess sleppið bara að hlusta og snúið ykkur að einhverju öðru og reynið að bera virðingu fyrir þessu ótrúlega óeigingjarna starfi sem síðuhaldarar og pennar kop.is standa fyrir.

  50. Mikið sammála Agli #61 hér að ofan!! Skora á ritstjóra síðunnar að bjóða upp á “niður þumalinn” svo hægt sé að “púa” á allt of mörg miður barnaleg og órökstuddar athugasemdir sem hér birtast! Þakka jafnframt fyrir frábær innlegg KAR, Babú, Magga og hvað þið heitið nú allir sem haldið þessari síðu uppi með fróðlegum pistlum. Legg nú svo sem ekki sjálfur mikið til málana en hef þó kop.is í startinu á vafranum og fylgist með af hliðarlínunni. Takk fyrir mig!

  51. ég á 3 bræður, 1 heldur með scum annar heldur með leeds og þriðji heldur með arsenal og svo á ég son sem heldur með scum og það er þvílik heimska að halda því fram að ég eigi að hata bræður og syni….eða frændur……þetta minnir mig á júgóslaviu, þegar fólk fór að hata nágrannan út af trú,,, þetta er bara leikur og það væri bara ekkert gaman af þessu ef allir héldu með liverpool…..ég elska að hringja í son minn þegar við vinnum scum og ofugt, hann drullar yfir mig, ég drulla yfir hann… bara gaman… ….. það er bara heimska að velja vini eftir því hvaða liði þeir halda með…. Ps. þótt liverpool sé eina liðið sem er þess virði að halda með…. 😉

  52. Umræðan um fjármál knattspyrnufélaga þarf að komast meira að hjá stuðningsmönnum félaganna og þetta var fínt framtak hjá KAR.

    Ég hef mikinn áhuga á þessari hlið fótboltans, þ.e.a.s. rekstrarhliðinni og mæli ég með síðunni http://swissramble.blogspot.com/ sem greinir fjármál klúbbanna vel.

    Þar er farið yfir sama mál hjá þessum klúbbi, En það var gaman að heyra hvað stuðningsmenn ónefnda klúbbsins eru að hugsa um þetta mál.

    Það er ekki langt síðan við Liverpool menn vorum með með eigendur sem reyndu ítrekað að taka peninga út úr klúbbnum með mismunandi leiðum.

    YNWA

  53. Ekki skil ég hvert Guderin er að fara. Virðist sem hann láti pirring stjórna skrifum sínum en ekki rök og staðreyndir.

    Staðreyndin er sú að Ferguson hefur frá upphafi yfirtökunnar sagt að hann hafi fengið allan þann stuðning og þá peninga sem hann hefur farið fram á. Hann er jafnframt búinn að gefa út yfirlýsingu um að hann muni ekkert fá vegna þessa hlutafjárútboðs.

    Þeir sem eru eldri en tveggja vetra muna eflaust eftir því þegar allt logaði í deilum þegar írskir bræðir sem áttu stærsta hlutinn í United deildu við Ferguson í dómsölum vegna veðhlaupahross. Það endaði á því að þeir lögðu fram opinberlega 99 spurningar um stjórnarhætti Ferguson hjá United.

    Síðan Glazer fjölskyldan tók félagið yfir hefur það aldrei verið sigursælla. Launakostnaðir hefur hækkað hlutfallslega meira en allra annarra liða en City sem sýnir fjárfestingu í liðinu.
    Liðið er nýbúið að gera stærsta auglýsingasamning sem knattspyrnulið hefur gert.
    Bankinn sem er að sjá um hlutafjárútboðið er búinn að ábyrgjast sölu á öllum hlutunum sem eru í boði þannig að félagið er búið að tryggja sér lágmarksupphæð, $16 á hlut, en ef eftirspurn verður mikil geta þeir mest fengið $20 á hlut.
    Vissulega hafa gríðarlega miklir fjármunir farið út úr félaginu í gegnum vaxtagreiðslur, skuldabréfaútgáfu og annað en staðan er hreint ekki eins slæm og margur vill láta af.

    Liðið þarf því ekki að hafa áhyggjur af FFP reglunum og þaðan af síður að eigandinn fái leið og hætti að moka inn pening í félagið. Að því leitinu til er framtíðin björt hjá United, hversu mikið sem menn vilja sætta sig við það.

One Ping

  1. Pingback:

Carroll til West Ham! (Uppfært: eða hvað?)

FC Gomel frá Hvíta-Rússlandi