Carroll til West Ham! (Uppfært: eða hvað?)

Uppfært (KAR): Hmmm. Bæði Liverpool og West Ham hafa í kvöld neitað að þessi díll sé genginn í gegn. BBC sagði frá því í kvöld að þetta væri samþykkt og að West Ham ættu eftir að semja við Carroll en fyrst báðir klúbbar neita sök veit maður ekki alveg hverju maður á að trúa. BBC er frekar traustur miðill sem færi aldrei í loftið með svona án heimilda.

Mitt gisk? Klúbbarnir hafa samþykkt dílinn en nú er það undir West Ham komið að tala við Carroll og semja við hann. Einhverjir blaðamenn á Twitter halda því statt og stöðugt fram að hann hafi bara áhuga á að vera áfram hjá Liverpool eða fara til Newcastle. Ef það er satt gæti ég séð þetta sem taktík hjá Liverpool til að neyða Newcastle til að gera sambærilegt tilboð og það sem West Ham bauð, og þá fær Carroll að fara heim.

Mitt gisk er því það að Newcastle muni máta þetta tilboð á morgun eða hinn og Carroll verður kominn heim til sín fyrir helgi.

Sjáum hvað setur, en hjólin eru allavega að snúast. Upprunalega færslan mín er hér fyrir neðan.


Ég er að stökkva út úr dyrunum til að sjá FH (vonandi) vinna Fram í Laugardalnum eftir klukkustund en ég rakst á þessar fréttir á Twitter á leiðinni út: Andy Carroll er sagður vera farinn til West Ham! Tilboð þeirra frá því fyrir helgi hefur s.s. gengið í gegn, það er lán í ár með öll laun borguð af West Ham. Þeir borga 2m punda fyrir hann núna og ef þeir halda sér uppi verða þeir að kaupa hann á 17m punda næsta sumar (sem þýðir að þeir borga 15m í viðbót þá).

Einhver hinna strákanna uppfærir þessa færslu um leið og við fáum staðfestari fréttir, eða þá að ég geri það sjálfur í kvöld, en þetta virðist allavega vera að gerast. Það verður athyglisvert að sjá atburðarásina í kjölfar þessarar “lánssölu”, Liverpool hljóta að setja fullt stím á annan framherja til viðbótar við Borini eftir þetta.

111 Comments

  1. En ótrúlega ömurlegt, ef satt reynist…
    Mikið vona ég að BR hafi eitthvað snilldarplan í huga – þó ég komi ekki auga á það.

  2. Hvaða djöfulsins brennisteinsrjúkandi rugl er þetta? Okkur vantar peninginn núna, ekki eftir eitt ár. 17m punda fyrir mann sem kostaði 35 fyrir rúmu ári síðan.
    Er það orðið eitthvað náttúrulögmál að Liverpool skuli verið tekið ósmurt í rassgatið í nær hverjum einasta félagsskiptaglugga?

    Þá er bara eins gott að farið verði strax í kaup á Joe Allen, Gaston Ramirez og einhverjum alvöru striker. Annars fer maður að stórefast um viðskiptavit kúrekanna sem stjórna Liverpool þessi dægrin.

  3. ég er ógeðslega svekktur með að Carroll er að fara 🙁 hann var búinn að sýna svo mikklar framfarir!

  4. 5 farnir. 1 kominn. Alea iacta est. Næstu vikur verða athyglisverðar.

  5. Maður verður samt rólegur þangað til að maður sér eitthvað skothelt varðandi þetta mál. Twitter logar um þetta og eins um það að Clint Dempsey sé að nálgast okkur.

  6. Þurfum tvo framherja í viðbót ef Carroll fer á þessum skitna díl.
    Erum búnir að missa Kuyt , Carroll og Maxi. Og við verðum að fá menn fyrir þá alla.
    Það er ekki einsog að breiddin hafi verið það mikið fyrir?

    Finnst einsog að Kanarnir séu að reyna að hafa hópinn eins þunnan og hægt er.

  7. þetta er greinilega lifandi vefur skrapp inn á heimasíðu Liverpool og til baka og sé þá þessi ósköp! vont mál nú þarf að kaupa eitthvað bitastæðara en Borini merð fullri virðingu fyrir honum að sjálfsögðu

  8. DJÖFULLINN hafi tessa amerikana ef tad er rétt. Um leið og maðurinn er farinn að sýna lit tá seljum við hann !!!!……

  9. Brendan sér hann greinilega alls ekki fyrir sér í spilinu og það er eins gott að hlutirnir gangi með Rodgers því að hann er að láta góðan mann fara.

    Eins hrifinn og ég er af Rodgers þá hefði ég frekar byggt liðið upp á Carroll, byggja kerfið á mannskapnum sem maður hefur en ekki öfugt.

  10. Ótrúlegt ef satt reynist. Að selja manninn með 50% afsl einu og hálfu ári eftir að hann var keyptur virkar galið. Hvað þá að fá 2 milljónir núna og 15 millj EF West Ham heldur sér uppi!! Það er varla að maður trúi þessu. Ætla þá rétt að vona að Rodgers sé með eitthvað verulegt útspil á móti þessu.

  11. Er ég að missa vitið eða er ekki 17+2=19.
    Við myndum þá fá 2 núna og svo 17 eftir 1 ár og samtals 19.

  12. Sigurjón # 17

    Nei þetta eru 2m núna og 15m í vor ef West Ham halda sér uppi.

    Sögusagnir gengu um að Rodgers þyrfti að selja til að kaupa. Fær hann þá núna fyrirfram hjá eigundunum? Eða er hann virkilega að fara að nota rest plús þessar 2m í Dempsey og svo ekki meir?

    Ég ætla svo sem ekki að örvænta strax en næstu dagar verða fróðlegir.

  13. Ætli málið sé ekki að BR þarf að taka inn pening til að mega kaupa, og þetta er leið nr. 1 fær til þess. Hvern annan í LFC ætlið þið að fá 10-15 milljón pund fyrir? Bisness og ekkert annað, enda hefur BR greinilega takmarkaða trú á kauða. (Jú kannski Daníel Agger?)

    Svo hjálpar ekki að vera að reyna að taka inn nýja menn, bjóða í menn og bjóða samning, vilja halda launum undir 40-50 þús á viku, menn sem sjá svo Andy á 80 þús á viku og biðja um það sama.

    Kann annars vel við Andy og hafði nú trú á þessu með hann. Hins vegar hélt Kenny Dalglish að hann væri að kaupa annan John Toshack.

    En já, maður fer að vilja 1-2 stórkalla inn og þá einhvern skapandi fram á við.

  14. Af twitter:

    David Anderson (blaðamaður hjá daily mirror): Andy Carroll will reject Liverpool’s attempts to ship him out to West Ham. He only wants to join Newcastle.

    (Hvernig leikmaður getur hafnað því að fara á lán veit ég ekki.)

    Empire of the kop: Now about the Andy Carroll business, lots of rumours going around, from what I understand #LFC have denied the reports.

    (Empire of the kop er náttúrulega aðdáendasíða, ég veit ekki til þess að þeir séu mikið inn í þessum leikmannaskiptum.)

    Skysportsnews: West Ham deny deal done to sign Andy Carroll.

    Þegar Liverpool síðan staðfestir þetta þá trúi ég þessu.

  15. Hvað segiði strakar, allir alltaf jafn katir bara með eigendurna og svona??? Ef þetta gengur eftir þa erum við aðhlatursefni.

    Hefði frekar lanað hann i eitt àr fyrir þessar 2 kúlur og latið þa borga launin en svo hefðum við seð til næsta sumar, ef maðurinn brillerar hja west ham þa gætum við kannski selt hann a 30 kulur næsta sumar eða tekið hann aftur til okkar.

    Maður helt hann ætlaði að selja hann til að kaupa meira en ekki kaupir hann mikið fyrir þessar 2 milljonir….

  16. finnst ekkert að þessari sölu. overraitaður leikmaður. góður í championship og hálfsárs wonder hjá newcastle. stór og klunnalegur og ákaflega einhæfur. erum að losa laun og getum því borgað betri mönnum hærri laun. Það er það sem að þetta snýst um. hef fulla trú á Rodgers og stið hann.

  17. Vissulega má benda á knattspyrnulegu hliðina ef þessi annars furðulegi lánsdíll gengur í gegn. Þegar ég fór að lesa mig til um leikstíl BR og tiki taka þá komu strax í hugann 4 nöfn sem maður áætlaði að hentuðu líklega ekki inn í þennan stíl. Carroll, Carragher, Adam og Spearing.

    Nú þarf hins vegar ekki lengur að efast um að aðgerðir FSG til að skera niður launakostnað verða drastiskar. Vissulega er launakostnaður liðsins of hár fyrir lið sem endaði í 7. sæti og það má segja að þörf hafi verið á að losa út varamenn á ofurlaunum. Það er í raun gott og blessað, svo lengi sem fengnir eru ygri og lægra lauðnaðir staðgenglar.

    Eftir Kuyt, Maxi og nú líklega Carroll og Aquilani má ætla að sett verði á fullt í að losa okkur við Joe Cole og hans feitu tékka, en um leið set ég þá spurningarmerki við Jamie Carragher og hans 90 þúsund pund á viku, ef þörfin er svona gríðarleg að spara launakostnað Carrolls.

    Nú verður spennandi að sjá hver næstu skref á leikmannamarkaðnum verða. Ég bind ennþá vonir við að amk þrír sterkir leikmenn bætist í hópinn en er engu að síður áhyggjufullur.

  18. Gæti vel verið að Liverpool hafi tekið þessu tilboði og leyfi West Ham að reyna að sannfæra hann um að koma – hvort hann gangi til liðs við einn besta vin sinn, Nolan, eða reyni að komast aftur til Newcastle kemur í ljós.

    Ég trúi því að þetta gæti alveg verið rétt og sé að mestu undir Andy Carroll komið núna. West Ham eru ekki að fara að staðfesta þessa orðróma núna ef það eru ekki miklar líkur á að Carroll taki tilboði þeirra því ef hann gerir það ekki þá munu þeir líta nokkuð “kjánalega” út og Liverpool fer ekki að staðfesta þetta því ef Carroll hafnar West Ham þá veikir það stöðu þeirra gagnvart öðru tilboði Newcastle töluvert og gæti hækkað verðmiða á þeim sem þeir reyna að fá inn (þá sérstaklega sóknarmönnum).

    Hugsanlega mun Carroll nú ræða við West Ham og ef þeir freista hans og Newcastle koma ekki með betra tilboð þá munu félögin staðfesta þessa orðróma ef eitthvað er rétt.

  19. En einn skandallinn varðandi þennan klúbb á leikmannamarkaðinum! Til skammar.
    Djöfull getur verið óþolandi að halda með þessu liði

  20. Verðum nú að hugsa þetta frá viðskiptalegum sjónarmiðum. Menn hafa ekki verið feimnir að hrósa eigendunum fyrir Carrol + 15M fyrir Torres samninginn, held það hafi flestir áttað sig á því að 35M fyrir mannin hafi verið alltof mikið. Það er alveg klárlega búið að afskrifa hluta kaupvirðisins enda væri það gjörsamlega galið að kaupa manninn á 35M í dag, líklega er klúbburinn að verðmeta hann í kringum 15-20M.

    Ef þjálfarinn telur sig ekki getað notað manninn, eða telur sig geta nýtt mann betur sem kostar sömu eða lægri upphæð en er hægt að fá fyrir hann í dag þá eru það góð viðskipti. Það er ekki endalaust hægt að mínusa frá þessa 35M tölu og tala um tap og brjálæði, maðurinn er ekki 35M virði í dag og það kemur málinu ekkert við hvað við borguðum fyrir hann þá.

    Ef menn telja hann raunverulega 35M virði þá mega þeir svo sem syngja það áfram að þetta yrði hrikaleg sala, fyrir mér myndi ég í fullri hreinskilni ekki vilja kaupa Andy Carrol á 15M í dag. Ég er fyllilega til í að gefa manninum tækifæri en þetta veltur á því hvort þjálfarinn telur sig geta notað hann, ef ekki þá er glapræði að halda honum með þeim rökum að við keyptum hann einu sinni á 35M. Gleymum gömlum mistökum og horfum fram á veginn!

  21. Algjörlega er maður farinn að missa trúnna á því að Liverpool verði nokkurn tímann aftur “stór” klúbbur…

  22. hættið þessu væli ef þjálfarinn vill ekki nota hann þá nær það ekki lengra ég yrði sáttur við 12-13 miljón pund flott verð fyrir mann sem gerir meira af því að væla í dómaranum en að skora mörk!

  23. Jæja, Jen Chang, Director of Communications hjá Liverpool var að koma með stutta yfirlýsingu:

    “We apologise to all our fans around the world for the recent
    confusion surrounding players and transfers. Complete secrecy was
    required for a successful mole hunt, and we are now happy to confirm
    normal service resuming. We can categorically say that no deals have
    been agreed for Andy Carroll or Alberto Aquilani”.

    Samkvæmt þessu hefur einhver starfsmaður innan raða Liverpool verið að leka fölskum upplýsingum í fjölmiðla.
    Þannig engar áhyggjur strákar

    í bili…

  24. Ja thetta er bull. Frettirnar af Carroll og Aquilani settar fram til ad finna mole innan fjölmidladeildirnar, honum hefur verid eytt samtkvaemt Jen Chang. Plötudu alla, meira segja hardkjarnann her a kop.

    “Liverpool FC has confirmed today that a mole within the corporate communications division has been discovered, located and eliminated. Over the last 24 hours the club has released two bogus news stories indicating that they had accepted bids for two players (Andy Carroll and Alberto Aquilani) and that deals to sell those players were imminent.

    In order to locate the errant staff member the club had to portray an act of fabrication source of previous leaks would give away his/her position.

    Jen Chang, Liverpool’s Director of Communications was unavailable for comment, but quickly released a short statement through junior LFC staff – “We apologise to all our fans around the world for the recent confusion surrounding players and transfers. Complete secrecy was required for a successful mole hunt, and we are now happy to confirm normal service resuming. We can categorically say that no deals have been agreed for Andy Carroll or Alberto Aquilani”.

  25. Ég skil menn alveg að vera nett brjálaðir yfir þessari (hugsanlegu) sölu á Carroll, en ég vil benda á tvennt:

    Í fyrsta lagi þá voru margir orðnir ansi þreyttir á Carroll á síðasta tímabili, enda augljóst að maðurinn hefur átt ansi erfitt með að fóta sig hjá Liverpool. Þannig, þetta er ekki eins og þegar 50 milljón punda maðurinn fór, og tók sín 20+ mörk á tímabili með sér (sem hann reyndar týndi á leiðinni suður til London!).

    Og í öðru lagi, þá er leikmannaglugginn opinn í rúman mánuð til viðbótar, og önnur lið í sömu stöðu og við – að skoða þá leikmenn sem eru til staðar og velta fyrir sér hugsanlegum kaupum og sölum.

    Ég hef áður sagt að ég hef efasemdir um eigendur félagsins, en í þessu máli fá þeir að njóta vafans, í mínu tilviki. Ég er sjálfur ekkert spenntur yfir Carroll sem leikmanni, fannst við borga allt of mikið fyrir hann, og hann er bara ekki jafngóður og verðmiðinn segir til um. Aftur á móti er hann eini alvöru framherji liðsins (Borini er meira Kuyt-týpa) og því finnst mér ansi ólíklegt að þrýst sé á Rodgers um að selja/lána Carroll án þess að ætlunin sé að finna annan leikmann í hans stað.

    Hins vegar, ef tímabilið hefst án þess að Liverpool sé að kaupa framherja, þá ætla ég að hafa stórar áhyggjur. Ef það á að treysta á Borini að leiða framlínu félagsins, þá er illt í efni – með fullri virðingu fyrir honum. Ég fylgist vel með Seria A og veit hvernig leikmaður Borini er. Hann er ekki out-and-out markaskorari, og það er það sem Liverpool þarf virkilega á að halda (Carroll er heldur ekki sú týpa).

    En ég endurtek – í þessu máli þá er réttast í stöðunni að leyfa eigendum og Rodgers að njóta vafans. Þeirra er að sýna fram á að liðið ætlar að taka framfarir á þessu tímabili – þeir geta varla verið svo kexruglaðir að halda að selja 4 góða leikmenn og kaupa einn svipað góðan sé framför!

    Homer

  26. Stákar alveg róglegir !!! Tiki-Taka all the way, við erum að fara spila eins og Spánn. Framherjalausir og með 17 á miðunni!!!

  27. Æji – maður veit ekkert hverju maður á að trúa lengur í þessu. Jen Chang með yfirlýsingu? Er þetta ekki bara einhver Mr. Bean að skemmta sér og telja hversu margir miðlar bíta á agnið?

    Að öðru – Hvað borguðum við mikið fyrir Andy Carroll? Sumir segja verið hafa verið 35m, aðrir 20m og svo eitthvað árangurstengt, aðrir eitthvað annað. Eru til einhver tiltölulega öruggur source um hvað er rétt í þessu máli, þ.e. hvað var borgað mikið út og hvað var í smáletrinu?

  28. Yeeeessss, vona svo innilega að þetta sé rétt að Lalli ljósastaur sé að fara,hreint út sagt mjög dapur leikmaður og drottinn minn djö… að ætla að reyna láta þennan mann spila Tiki-Taka fótbolta, enda aldrei séð mann renna eins oft á TAÐ-gatið bara við það eitt að hægja ferðina á sér og ætla að taka við bolta. En geri mér samt ekki miklar vonir um að vera svo stálheppinn tvisvar í sama mánuðinum að fá bæði 3 rétta í Lottoinu og losna við Lalla 🙂

  29. ílla ánægður með þennan Jen Chang !

    lekiinn bara græjaður strax og viðkomand rekinn
    það er enginn að fara leka neinu út hjá klúbbnum á næstunni, hann mun allavega hugsa sig 2x um áður en hann gerið það ef ekki trisvar

  30. chel$i borgaði carrol plus 15 mils fyrir torres….. sem sagt 35 mills til newcastle carrol plús 15 til okkar fyrir torres….

  31. Er fokking 1 Apríl?? Havð er í gangi? Ég er hættur að skilja nokkurn skapaðann hlut.
    Ég er farinn að vökva garðinn.

  32. Get ekki fylgst með en er ekki verið að grínast hérna? Er verið að steggja Jen Chang? Nr. 42 hvar áttu heima, ætla að hjálpa þér!

  33. Eg er alveg haettur ad skilja. Nú er búid ad taka frettina sem eg las ut af Twitter.

    Kennir bara manni bara ad haetta ad fylgjast med silly season og bida bara spakur eftir 1. sept

  34. Skemmtanagildið hér inni er ómetanlegt. Maður losnar við að fylgjast með OL, dugir að detta inn á kop.is
    Mole sagan var alger snilld.

    Ég geri ráð fyrir að Carroll fari og er alveg sáttur við það. Það er eitthvað dýrslegt við gaurinn en hann er bara ekki nógu góður.
    Það dettur eitthvað inn sem mun henta betur.

    Gæti trúað að þessi vika verði full af fréttum um klúbbinn okkar kæra.

  35. Rodgers er aldrei að fara selja Sterling, og ef hann yrði seldur þá yrði það upphæð sem Tottenham myndi ekki tíma að borga.

  36. Er einhver herna sem er með það a hreinu hvort sogurnar um aquilani og carroll seu rettar eða rangar?

    Þà a eg við, samþykkti Liverpool tilboð i þà felaga? Jà eða nei?

  37. Ef carroll a að fara þa er minn draumur að við sendum hann heim til sín til Newcastle og við faum 13-14 milljonir cash fyrir hann plús Demba Ba. ..

  38. Viðar #50, hvorugt félagið hefur staðfest þetta, bæði hafa í raun vísað því á bug þó ég sé ekki alveg viss um að þau séu að segja alveg satt í þeim efnum. Í stuttu máli þá nei, Liverpool hefur ekki opinberlega tekið tilboðum í þessa leikmenn. Þetta skýrist líklega allt á næstu dögum.

  39. Sko ef Tottenham kaupir Raheem Sterling eða með öðrum orðum EF Liverpool selur Tottenham Raheem Sterling þá fer ég þangað út og lem einhvern með skóflu! Það verður að fara að komast ró og friður á allt þetta Liverpool bull slúður.

  40. Jæja núna hefur maður bara verið að taka því rólega í sumarfríinu og svo sem ekki verið að fylgjast með öllum umræðum hérna. En ég bara verð að segja að ég er bara farinn að vera með stóran efa gagnvart þessum eigendum. Það virðist hvert bullið vera að gerast í leikmannamálum hjá þeim. Síðasta tímabil var eytt allt of mikið í miðlungs leikmenn og það að borga 35 milljónir fyrir Andy Carroll er náttúrlega bara brandari og hættið með þetta bull um að þetta hafi verið góður díll. Það hefði verið bara mun betri díll ef Chelsea hefði bara borgað 50 millur og Liverpool beðið með að eyða þessum milljónum í AC enda var hann meiddur stóran hluta af þessum 4-5 mánuðum eftir að hann kom inn. Það hefði verið hægt að kaupa ansi góðan leikmann fyrir 35 milljónir um sumarið. Alltaf gott að vera vitur eftir á.

    Núna er búið að ráða nýjan þjálfara og hann er búinn að kaupa einn leikmann en virðist vera bráðum búinn að losa sig við 5 leikmenn. Og það sem verra er það virðast ekki vera til neinir peningar til að kaupa almennilega leikmenn. Það getur vel verið að þessi ítali sé efnilegur eða jafnvel góður en er hann að fara að koma Liverpool í 4. sætið eða ofar þá myndi ég nú bara frekar veðja á vin minn Kuyt. Ef menn ætla sér að koma sér í topp baráttuni þá þurfa þeir að eyða meiru en 20-30 milljónum í leikmannakaup og ég tala nú ekki um þegar það er kominn nýr þjálfari. Það er bara lélegur brandari að BR sé bara að taka sér tíma til að sjá hverja hann ætlar að nota og því sé liðið svona rólegt á leikmanna markaðnum. Nógu æstur virðist hann vera í því að losa sig við AC.

    Síðan er það sápuóperan með Gylfa það er líka lélegur brandari að Liverpool hafi ekki náð að landa honum sem leikmanni. En jú menn hér voru tilbúnir að taka undir það sjónarmið að Gylfi hafi bara verið gráðugur og þess vegna hefðum við ekkert með hann að gera fyrst hann var ekki tilbúinn að vera á lægri launum hjá Liverpool. Held því miður að Gylfi hafi bara valið rétt með því að fara til Tottenham því þar virðast menn vera tilbúnir að styrkja liðið eins og þarf til að komast lengra. Er hins vegar ekki á því að AVB sé sá sem kemur þeim lengra.

    Halda menn virkilega að BR sé svo mikill galdramaður að hann komi liðinu sem er búið að vera 6. og 8. sæti síðustu tvo tímabil geti komið liðinu hærra með engum almennilegum kaupum? Jújú hann á að fá tíma og allt það en verða menn þá bara sáttir ef liðið verður aftur í 8. sæti á næstu leiktíð? Ég hef oftast verið tölvert bjartsýnn fyrir hönd Liverpool en ég á mjög erfitt með að vera það núna og er það helst vegna eigendana sem mér finnst bara ekki vera að gera neitt af viti fyrir utan að ráða Kenny Daglish. Leikmanna kaupinn þeirra gengu ekki eins og skyldi og þá er lausnin hjá þeim að kaupa ekki leikmenn er ekki alveg að skilja það því miður.

    En mikið vona ég að þetta raus í mér sé bara röfl og vitleisa og liðið muni brillera á næstu leiktíð.

  41. Mér finnst að liverpool átt fyrst aldrei að láta kenny fara og hvað þá að fá einhvern þjálfara sem er 39 ára gamall og hann er aldrei eftir að ná aga á leikmanna hópnum.

    Þótt B.R. náðu fínum árangri með með swansea þá er mjög hræddur um að þetta verður sama bull og chelsea lentu í með Andre Villas-Boas, leikmenn eins og T.D. S.Gerrard og Jamie Carragher. Þetta eru menn sem eru of gamlir og eru ekki að fara hlusta á einhvern “amatjör” því þeir vita að hann hefur jafnt eða ekki minni fótbolta hugsun og þeir.
    Svo er það líka P.Reina hann er að verða fúll og vill fara vinna titla (alvöru ekki einhvern varaliðs bikar sem lang flest lið nema liverpool voru með).

    Þetta er mitt mál á þessari sögu .
    😀

  42. Ég vil aðeins tjá mig hérna um þetta… En þið vitið að launin hans 80,000*52=4,160,000 á ári + Það sem er áætlað að West Ham greiði fyrir að fá hann lánaðann gera rúmar 6 milljónir. Tökum svo í reikninginn að Maxi var á um 60k á viku og Kuyt var á um 60-70k á viku og Aurelio var á einhverjum 20k held ég svo var 10m punda fyrir í leikmannakaup og setjum allt saman (áður en Borini var keyptur) þá hefðu verið 22m eða svo til þess að kaupa leikmenn og borga laun og eftir að borini var keyptur varð það um 11m. Segjum svo að Carroll fari nú á láni þá höfum við 17m eða svo í þetta, vegna þess að West Ham þarf að borga launin hans (samkvæmt mínum bestu heimildum). Eru 17m ekki nóg? Við eigum eftir að henda nokkrum ”dead wood”. Sennilegast miðjumönnum enda eigum við einhverja 7 eða 8 central midfielder/holding midfielder… Ég sé ekki æsinginn í ykkur nema þeim sem vilja kannski halda Carroll.

  43. Væri fínt að fá Dempsey, hvort sem hann kostar of mikið miðað við aldur, þetta 1 ár eftir að samningnum eða einhvað annað, því að hann myndi skila milljónum inn í treyjusölum, svo held ég að ég geti fullyrt að FSG eigi eftir að fá inn asíubúa hvort sem það verður 17 eða 18 ára gamall gutti eða stórstjarna, eingöngu í þeim veg að skila inn pening í formi treyjusala. Svo verður fólk að hugsa aðeins fram í tímann vegna þess að það á að sjálfsögðu eftir að selja mikið og kaupa lítið sem á ekki eftir að gleðja neinn… En það er framtíðin sem að þarf að fókusa á. Er einhver hérna búinn að hugsa út í það hvort verið sé að kaupa svona lítið sé kannski vegna þess að það sé verið að ríma fyrir ungum leikmönnum? Suso og Sterling, sennilegast okkar efnilegustu leikmenn þurfa spilatíma og það verður að vera pláss fyrir þá í það minnsta á bekknum. Aldurinn á þeim (Suso er 19 eða 20 og Sterling er að verða 18) er þannig að annað hvort verða þeir að vera partur af liðinu á þessu eða næsta tímabili eða þeir verða farnir, Liverpool á einhverja svakalegustu akademíu á Bretlandseyjum og það verður að taka það inn í myndina að um leið og þú smellur í 21 árs verðuru partur af liðinu (sem dæmi; maður sem er að spila 20+ leiki á tímabili, af bekknum eður ei) eða þú ert farinn…

  44. Vil að menn haldi sínum sterku sköðunum á FSG þangað til að 2013/14 tímabilið byrjar því það er ekki fyrr en þá sem að það er hægt að dæma þá…

  45. Leiðarljós sápan hættir á RÚV…Liverpool sápan tekur við…er mann að dreyma eða hvað? Hvaða rugl er í gangi með þetta Aqua og Carroll dæmi???

    Ég ,,hlakka” til að vakna á morgun og fá framhaldið! Segiði svo að það sé ekki einstök upplifun að styðja Liverpool. Þvílíkt drama að Meryl Streep treystir sér ekki einu sinni í aukahlutverk.

  46. Afhverju er Carroll allt í einu orðinn leikmaður sem má ekki missa? hann var vanhæfur i sennilega yfir 90% leikja í fyrra.
    – getur ekki tekið menn á
    – getur ekki tekið skæri
    – getur ekki stungið menn af
    – varla tekið þrihyrning við samherja
    – varla skorað með skalla
    – á ekki góðar sendingar
    – þegar hann droppar djúpt niður á völlinn tekur það hann korter að komast upp á topp aftur
    – Hann hentar illa í skyndisóknir
    – Menn væla og væla yfir háum sendingum fram, það fylgir því að hafa Carroll í liðinu.
    – Carroll hentar að mínu mati best í 4-4-2 með menn á köntunum sem geta sent góðar fyrirgjafir.
    – Er ekki hægt að senda Comolli reikninginn fyrir mismuninn á því sem hann var keyptur á og það sem hann verður seldur fyrir.
    – Hef ekki tíma í fleiri punkta, farinn að hjálpa Carlito að vökva garðinn

  47. Hvað eru margir Liverpool aðdáendur sem sögðu að þeir treystu BR 100% og eru núna eftir 31. júlí farnir að efast?

    Ég byrjaði að lesa frá fyrsta comment til þess síðasta og ég held ég hafi aldrei hlegið eins mikið við lestur á þessari síðu! 🙂

    Menn eru gjörsamlega að missa sig hérna yfir því að Andy og Aguaman séu “kanski” að fara í annan klúbb fyrir minni pening en þeir voru keyptir á, eins og það sé einhver heimsendir ef þeir tveir fara…

    Prófum að hugsa rökrétt. Andy keyptur á alltof mikinn pening og í rauninni fyrir peninga sem fengnir voru frá Chelsea. Í rauninni var hann kanski 20m punda virði í janúarglugga en 15m í sumarglugga.. þó ég hafi ekki vit á sölu/kaupverði knattspyrnuleikmanna þá er ég að slumpa.

    Aquaman hefur reynst okkur dýr og afhverju að eyða meira í hann ef við getum fengið mestan mögulega pening fyrir hann í þessum glugga? Þið gerið ykkur grein fyrir því að hann mun ALDREI gera nýjan samning þótt hann spili heilt tímabil undir BR og hvað munum við fá hann eftir eitt ár? kanski 2,5m punda og búnir að borga honum laun í heilt ár og hann jafnvel ekki búinn að vinna fyrir laununum.

    En svo langar mig að minna menn á það að enginn er stærri en klúbburinn og Andy er ekki ómissandi leikmaður. Sjálfum finnst mér Andy mjög spennandi leikmaður og vill endilega halda honum lengur, sjá hann spila undir BR og vonandi mun honum ganga vel.

    Sumir ættu að taka róandi og hlakka til leiksins næsta fimmtudag 😉

  48. Haha okei vá hvað maður er lost eitthvað… What just happend??

    En hvort er þetta bull eða ekki?:
    Jen Chang, Liverpool’s Director of Communications was unavailable for comment, but quickly released a short statement through junior LFC staff – “We apologise to all our fans around the world for the recent confusion surrounding players and transfers. Complete secrecy was required for a successful mole hunt, and we are now happy to confirm normal service resuming. We can categorically say that no deals have been agreed for Andy Carroll or Alberto Aquilani”.

    Ef þetta er satt þá er þetta það besta sem ég veit!

  49. Okei þetta var greinilega djók frétt frá þessum, einhver tók þessu greinilega sem alvuru bara og fór að pósta þessu áfram.

    Jen Chang ?@JenChang88
    Total nonsense RT @theleedavies: is this true or a hoax? Liverpool Make Up Transfers to Discover Mole (insider) – http://www.lfcts.com/liverpool-make-up-transfers-to-discover-mole/

    2h LFC Transfer Spec ?@LFCTS
    @JenChang88 @theleedavies It was a made up story on rawk and one of the writers made a mistake writing an article,him and us have apologised

    2h Jen Chang ?@JenChang88
    @LFCTS no problem, don’t worry about it

  50. Gleðin er hafin hvað ætli það sé langt í að rikið verði dustað af “YANKS OUT” og “RAFATOLLA” skiltunum?

  51. Sammála mörgum hérna um að ég get ekki verið bjartsýnn með hvað er að gerast hjá klúppnum.Er reyndar enn hræddari um að Agger fari en Carrol þó ég vilji halda báðum.Svo með þessi stjóra skipti líst vel á BR.En það eru búinn að vera svo miklar breytingar á stjórum að ég veit ekki hvort Agger og kannski fleiri séu til í fleiri ár af svona vitleysu.Þess vegna tel ég það hafa verið glapræði að reka Kenny D. núna.
    En hann gerði nú ekki allt rétt og liðið endaði í 8 sæti sem er ekki hægt að bjóða upp á.
    En svona andskotans vitleysa var ekki í kangi meðan Kenny var við völd.
    Vonandi eru bjartari tímar framundan og menn orðaðir við okkur en ekki frá.

  52. Hans lið. Hans ákvörðun. Hann kaupir bara þá leikmenn sem honum langar í og telur sig þurfa til að ná árangri. En selur bara þá leikmenn sem hann vill ekki hafa og eru ekki í hans plönum. Þetta er nú ekkert svakalega flókið sama hvað mönnum finnst hérna. Mætti skipta út öllu liðinu fyrir mér ef hann teldi það nauðsynlegt.Hann ætlar greinilega ekki að spila kick and run fótbolta og virðist vilja halda boltanum niðri. Carrol nýtist klárlega ekki í þannig leikkerfi.

  53. Og svo sterling til spurs er eitthvað til í þessu?mér er öllum lokið ef satt er.

  54. Sit hér í sumarblíðunni í Frakklandi eins slakur og Bob Marley á uppskeruhátíð. Ekkert fær haggað ró minni, ekki einu sinni tilfinninghamurinn í andlegum vinum mínum hér á síðunni . Það er frekar að maður fari að hugsa heimspekilega. Sagði ekki Descartes; ég hugsa, þess vegna er ég.

    Ég held að öll þessi fjölmiðlun, og þá sérstaklega Twitter, sé að gera silly season jafnvel enn ruglaðra enn áður. Alls konar þvættingur er settur inn án þess að nokkur fótur sé fyrir honum. Hver lepur upp eftir öðrum og þar sem stuðningsmenn eru meira eða minna að fara á taugum velja þeir yfirleitt að trúa mestu þvælunni. Twitter og FB er þessa dagana nánast að breytast í keppni milli nafnlausra húmorista að toppa vitleysuna hver í öðrum og sjá svo til hvað gerist í fjölmiðlum. Ég er hræddur um að íþróttaritstjórinn hjá BBC þurfi t.d. að svara fyrir af hverju að þessi virti fjölmiðill er að glata æru sinni með því að birta ítrekað alls kyns orðróm sem staðfestar fréttir sem reynast síðan á Twitter byggðar. Það virðist sem jafnvel þokkalega traustir miðlar séu ekki búnir að læra á hvað þessar almennu netveitur eru lítið traustar og láta afvegaleiða sig hvað eftir annað.

    Nóg um það; ég ætla að halda áfram að slaka á og treysta því og trúa að starfsmenn félagsins séu að vinna sína vinnu. Það eru markmið í gangi og síðan Plan A og síðan varaplön, gangi upphaflegar áætlanir ekki, til að ná fram þeim markmiðum. Mér finnst helvíti snemmt að dæma Brendan sem einhvern minnipokamann og ágúst ekki einu sinni hafinn! Mér finnst einnig ótímabært að tala óvirðulega um eigendur LFC.

    Brendan er góður framkvæmdastjóri. Það hefur hann sannað að mínum dómi. FSG eru góðir eigendur og engin með fullu viti getur haldið öðru fram. Halda menn virkilega að við það að þjálfa og eignast LFC missi menn þá hæfileika sem hafa skapað þeim orðspor og árangur?

    Líður annars dásamlega og hlakka til tímabilsins. Það verður betra en í fyrra. Miklu betra!!

  55. Nú les maður að Liverpool hafi hafnað bæði 13 og 16 milljona tilboðum city i agger og þeir seu að undirbua þriðja boð og að okkat menn verðleggi Agger a 30 milljonir, bara gott mal að okkat menn ætka ekki að gefa Agger ef þessar frettir eru sannar. Eg vil bara fa leikmann i skiptum, na td Adam Johnson plus seðlum væri malið ef við neyðumst til að selja Agger

  56. Ég hef aðeins eitt um þetta allt saman að segja. Silly season verður verra og verra með hverju árinu. Blaðamenn verða verri og verri í því að smíða stríðsfyrirsagnir og ljúga upp fréttum eða spinna uppúr lélegum heimildum. Móðursýkin nálgast það að mælast á Richter-skalanum. Hvern djöfulinn er maður að fylgjast með þessu?

  57. Þetta silly season er ekki næstum því eins silly og síðasta leiktíð þegar Liverpool lenti í 8. sæti og sigarði einungis örfáa leiki á Anfield í deildinni.

  58. Valtýr Björn fullyrti á Bylgjunni í morgun að Andy Caroll væri farin til West Ham? Er þetta rétt eða er þetta en eitt dæmið um það hve íslenskir fjölmiðlamenn eru lélegir?

  59. Ánægður með okkar menn ef þeir eru að neita City hvað eftir annað um Agger, væri sáttari við að selja hann til Barce ef hann fer á annað borð. Þoli ekki þegar ástkærir leikmenn Liverpool fara að spila á móti okkur með ömurlegum liðum sem eru að leggja grunninn að eyðileggingu knattspyrnunnar!

  60. Valtarinn fer með allt slúður eins og það séu staðfestar fréttir, það er ekki mark takandi á einni frétt hjá þeim manni.

  61. Ég sver það.
    Það er engu líkara en að einhver hafi tekið sig til, hent íslenskum fjölmiðlum (sem fjalla um fótbolta) ofaní salernið, skitið á þá, veitt þá aftur upp og leyft þeim að ganga lausum.
    Fnykurinn af þessum fréttaflutningi er í það minnsta óbærilegur þar sem allar fyrirsagnir hljóma eins og um staðfesta hluti sé að ræða og aldrei kemur fram leiðrétting á einu eða neinu þegar annað kemur í ljós.

    Eins og koma fram þá hef ég nú þegar vökvað garðinn
    Spurning um að vökva bara sjálfann sig út Ágúst. : )

  62. Hvað þá með aðrar fréttir frá 365? Ef ég væri að borga manni fyrir að flytja fréttir og þær væru bara tómur uppspuni, þá væri ég löngu búin að reka hann.

  63. Þetta minnir allt óneitanlega á seinustu tímabil Rafa Benitez þegar að það voru svo lítið af peningum í boði að það þurfti alltaf að selja til að kaupa. Þetta veit ekki á gott og kemur bara til þess að veikja hópinn. Ég fæ hroll ég er með svo mikinn G&H flashback.

  64. Agger á ekki að fara ef hann vill vera áfram. Það fæst enginn jafn góður i staðinn og mjög líklegt að Skrtel vilji fara líka ef að Daninn fer. Skítt með peninginn þó það væru 30 milljónir. Hann er kominn með Liverpool-hjarta og það var eitthvað sem skorti gífurlega a síðustu leiktíð.

  65. Ég veit ekki hvernig ég á að klæða mig í sokka lengur eftir þennan lestur… Held að stjórnendur LFC viti það ekki heldur sjálfir!

    Finnst samt eins og að það sé ekki í deiglunni að við séum að fara að signa alvöru nöfn… Ef við ætlum að keyra á nöfnum til að selja treyjur á einhverjum ameríku-asíu markaði þá held ég að Bill Shankly og Bob Paisley séu að snúa sér við í gröfinni…

    En maður getur alltaf skoðað gamlar klippur á netinu þegar að það var gaman að vera púlari…

  66. Í sambandi við að city sé að bjóða 13 og 16 milljónir punda í Agger ætti nú að vera nóg að benda þeim á að þeir borguðu um 24 milljónir fyrir manninn sem hann á að koma inn í byrjunarliðið fyrir (Lescott).
    Þannig að það er annað hvort að þeir hækki tilboðið verulega því Agger er klárlega meira virði en Milner, Barry, Lescott og fleiri sem þeir hafa borgað fúlgur fyrir eða þeir geti gleymt því að fá hann.
    Vona svo innilega að Agger verði ennþá í Liverpool treyju á næsta tímabili!!

  67. Tek sumum slúðurfréttum Valtýs eins og léttu gríni svo oft er þetta rangt hjá honum. Hann virkar á mig sem týpan sem trúir Powerade slúðurpakkanum og les goal.com. Oftast er nú ekkert mál að lesa milli línana á fréttum hjá íslenskum miðlum hvort um sé að ræða done deal eða slúður.

  68. Það er ansi mikill taugatitringur yfir þessu öllu saman en ég hef trú á því að Brendan mæti með mjög samstilltan og góðan hóp eftir þennan blessaða félagsskiptaglugga.Það verður gott þegar þessi vitleysa er yfirstaðinn og maður getur sest niður og horft á alvöru fótbolta.

  69. Nr.84

    Svosem enginn að skíta hann út persónulega en þegar maður hlusta á svona reyndan fréttamann gerir maður smá kröfu á að hann viti a.m.k. meira en flestir sem eru að hlusta. Það er alveg ótrúlega oft ekki þannig í hans tilviki einmitt í þessum morgunfréttum og þetta Andy Carroll dæmi var augljóslega langt frá því að vera frágengið í gærkvöldi.

  70. Tottenham eru nýju Liverpool. Á þeim stað sem Liverpool ætti að vera í dag, hvað varðar uppbyggingu og leikmannakaup. Það mun taka Brendan Rodgers nokkur ár að komast á þann stað sem Tottenham eru og líklega munum við aldrei ná “ríku” liðunum nema við fáum eigendur sem eru tilbúnir að spreða í liðið. Ekki að það sé jákvætt, en svona er þetta bara og best að sætta sig við það. Liverpool nær ekki árangri á fornri frægð einni saman. Fótboltaheimurinn er bara það breyttur í dag.

  71. Það er hellingur af folki sem refreshar ekki netsiðurnar allann daginn eins og við vitleysingarnir en hlustar kannski a utvarp og auðvitað a Valtyr bjorn eins og aðrir að passa hvað þeir eru að segja.

    Nkl eins og þegar textavarpið og ruv.is sogðu um daginn að Fulham hefði tekið tilboði Liverpool i Clint Dempsey sem var bara steypa, þegar eg sa það hringdi eg i ruv og fekk fa svor, þeir sau i kjolfarið ekki einu sinni astæðu til að leiðretta þann frettaflutning…

    Islenskir frettamiðlar eru bara orðnir nkl eins og sorpmiðlarnir i Englandi.

  72. Silly season = slökkva á tölvunni og vera rólegur, mæta svo ferskur til leiks 1sept.

  73. Ég hef margoft sagt að flestir ef ekki allir íslenskir fréttamiðlar sem flytja á annað borð fréttir af enska boltanum virðast ekki mikið vera að spá í hvaðan heimildirnar koma, svo lengi sem eitthvað er hægt að segja. Mér þykir það ömurlegt ef Valtýr Björn er svo komin á sama plan og hitt draslið. Langbest er bara að bíða eftir einhverju á Liverpool opinbera vefnum. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Sama hvað sorpmiðlar setja fram og koma með.

  74. Og varðandi Agger, þá gæti shitty drullast til að koma með almennilegt tilboð ef þeir vilja hann svona mikið. 60 milljónir punda + og þá gæti Liverpool selt. Ef þeir eru að koma með tilboð uppá 13 mills, þá er það bara vanvirðing við Liverpool og bara gert til þess að koma óróti á leikmanninn.

  75. 60 milljónir plús!!! Fyrir Agger????

    Er þessi Agger 24 ára sóknarmaður sem skoraði 30plús mörk í fyrra?

    Held að 13-17 milljónir séu bara sanngjarnt verð fyrir næstum 28 ára varnarnmann með langa meiðslasögu.

    Vona samt að Agger sé ekki að fara neitt. Hef taugar til þessa leikmanns. Finnst hann ekki bara flottur leikmaður, heldur held ég að hann sé með hausinn í lagi líka.

  76. Voðalega takið þið mikið mark á þessu silly seasoni. Og farið ótrúlega margir á límingunum við öllu bullinu sem vellur út úm bresku pressuna. Je dúdda mía.
    Höfum það á hreinu drengir að það er jákvætt ef önnur lið bera víurnar í okkar leikmenn. Það á ekki að panikka yfir því að West Ham vilji Carrol eða Man City eða Real / Barcelona vilji Agger. Ef þá þær fréttir eru réttar þ.e.a.s. En ekki enn eitthvað silly season bullið.

    Brendan fékk ákveðnar vísbendingar um sóknarleikinn í USA sem var helsta vandamálið fannst mér en á sama tíma voru hvorki Bellamy, Carrol eða Suarez að spila. En það eru þessir þrír sem eru ásamt Borini aðal sóknarmennirnir okkar ekki satt. Þess vegna ber okkur að anda rólega, vera ekki hysterískir og slaka á.
    Það er ágætt að slökkva bara á tölvunni stundum.

    YNWA.

  77. Sælir félagar

    Hvort á maður að taka mark á Liverpool Ecco eða Vísi.is? Það er merkilegt hvað íslenskir blaðamenn virðast hafa öruggar!? heimildir eða þá hitt – vinna vinnuna sína ílla. Hef svo sem ekki meira um kjaftaganginn að segja í bili.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  78. Nú var verið að selja Thiago Silva frá Milan til PSG fyrir 42 milljónir evra, ca 33 milljónir punda. Silva átti 5 ár eftir af samningi sínum en Agger á tvö ár. Agger er búinn að vera tiltölulega heill síðustu 2 ár(miðað við hvernig hann var). Silva er kannski aðeins hærra skrifaður í heiminum, mér finnst hann (með liverpool gleraugum) þó ekkert mikið betri en Agger þegar báðir eiga góðan dag.

    Af öllu þessu sögðu þá finnst mér alveg sanngjarnt að hann yrði seldur ef City myndi borga rúmar 20 mill punda fyrir hann (20-22).
    Ef það hátt boð kæmi þætti mér líklegt að það yrði íhugað vel, og athugað hvort ekki væri til annar varnarmaður sem fengist ódýrari og væri ódýrari í rekstri (lægri laun osfrv.).

  79. Tottenham eru nýju Liverpool. Á þeim stað sem Liverpool ætti að vera í dag, hvað varðar uppbyggingu og leikmannakaup. Það mun taka Brendan Rodgers nokkur ár að komast á þann stað sem Tottenham eru og líklega munum við aldrei ná „ríku“ liðunum nema við fáum eigendur sem eru tilbúnir að spreða í liðið. Ekki að það sé jákvætt, en svona er þetta bara og best að sætta sig við það. Liverpool nær ekki árangri á fornri frægð einni saman. Fótboltaheimurinn er bara það breyttur í dag.

    Hvernig færðu þetta út? Hvað er Tottenham að gera svona merkilegt á leikmannamarkaðnum? Í sumar hafa þeir keypt Gylfa og Jan Vertonghen og selt einhvern slatta. Hvað keypti Tottenham í fyrra? Er kannski kominn 31.ágúst og glugginn lokaður?

  80. Daniel Pacheco ?@dani37pacheco
    unfortunately I’m not involved for the match on Thursday. I will keep working. Always. One day it will come.

  81. 101 Bjarni…. ef þetta kemur frá hjartanu í drengnum þá má hann skrifa undir 15 ára samning mín vegna…. YNWA

  82. Ekki mjög jákvæð skilaboð til Pachecho að vera ekki í hópnum fyrir fimmtudag. Er reyndar frekar hissa þar sem það vantar marga leikmenn, sérstaklega sóknarlega ig hann hefur virkað mjög líflegur af því litla sem ég hef séð af þessu pre-seasoni. Ætli hans dagar sem Liverpool leikmaður séu taldir?

    En þessu tengt, eru einhverjar fréttir af því hvaða hópur fer út? nú er leikurinn ekki á morgun heldur hinn og eftir því sem manni skilst er þetta frekar langt ferðalag.

  83. gott viðtal við BR á lfc.tv um leikmanna markaðinn.. held að hann viti alveg hvað hann er að gera. kemur samt i ljós.

  84. GB – Uruguay á morgun.
    Er ekki málið að GB vinni og skilji Uruguay eftir, Senegal vinnur örugglega Sameinuðu Arabísku.

    Þá fáum við Suarez og Coates fyrr heim (og kannski Gaston)

    Annars fáum við bara Bellamy (og kannski Joe Allen)

    Spái reyndar 3-1, Suarez með tvö.

  85. Vá loksins losunm við við hann!!!
    Það að einhver sé til í að greiða 17m pund fyrir hann er mér gjörsamlega óskiljanlegt (þó ekki jafn óskiljanlegt og mér fannst að greiða fyrir hann 35m pund). Maðurinn er einn slakasti atvinnuknattspyrnumaður sem ég hef séð og hef ég nú fylgst með boltanum lengi. Það að hann hafi tekið framförum eru skrítin rök fyrir því að halda honum. Hann fer þá úr því að kunna ekki að taka á móti bolti í það að gera það illa!
    Ég fagna ef þetta verður að veruleika. L.pool mun verða betri klúbbur án hans, sama hver leysir hann af!

Aquilani að fara – Opinn þráður

Kop.is Podcast (United útgáfa)!