Aquilani að fara – Opinn þráður

Fastir liðir eins og venjulega en breskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Alberto Aquilani sé enn eina ferðina að fara frá Liverpool og enn eina ferðina til Ítalíu en núna fyrir fullt og allt. Nú er það Fiorentina sem er að fá kappann og kaupverðið ekki gefið upp þó einhver orðrómur sé um að það sé í kringum £7m.  Hann flaug beint til Rómar frá Bandaríkjunum meðan rest af liðinu flaug til Liverpool.

Ekkert nema gott um þetta að segja ef satt er enda ljóst að hann á litla framtíð á Anfield þó persónulega hafi ég alveg séð hann passa inn í hugmyndir nýs þjálfara. þ.e. þetta er góður leikmaður sem vill spila fótbolta en eitthvað vantar í þetta hjá honum og það er allt of dýrt að vera með svona leikmann á launaskrá í 3-5 ár án þess að nota hann. Samkvæmt þessu er leiðinlegri og mjög langdreginni sögu Aquilani á Anfield að ljúka. Gangi honum sem allra best.

Sömu fréttir herma að þetta skapi pláss fyrir Joe Allen frá Swansea og er talað um að Ian Ayre sé nú þegar að vinna í því að landa honum, eitthvað sem gerist þó líklega ekki fyrr en eftir OL.

Orðrómur um Gaston Ramirez neitar líka að deyja út og er þar á ferð spennandi leikmaður sem gaman væri að sjá á Anfield. Samt ekki eins sterkar heimildir fyrir þeim orðrómi og þessum með Allen.

Hugsanlegur galli við þetta er þó að Tottenham er ekki með eiginlegt njósnarakerfi heldur notar bara okkar og er talið hafa áhuga á báðum þessum leikmönnum. Ian Ayre hefur af þessum sökum reynt að leka því í allann dag að Liverpool sé við það að kaupa Christian Poulsen.

Ofan á þetta er orðrómur sem ég hef ennþá bara séð á twitter að Man City hafi boðið £13m í Agger sem hafi verið hafnað en hann óski eftir að fá að fara. Barca og Real einnig sögð fylgjast með hans stöðu. Þetta er ennþá bara orðrómur sem ég vona innilega að ekkert sé til í því að væri hrikalegt áfall að missa Agger, okkar langbesta varnarmann.

Næstu dagar og vikur ættu að vera nokkuð líflegar á leikmannamarkaðnum hjá okkur, Rodgers veit líklega töluvert meira um liðið núna eftir Ameríkutúrinn og þeir sem eru ekki í hans plönum fara líklega frá okkur á næstunni, hvort sem það er á láni eða sölu. Nú þegar eru Aurelio, Maxi og Kuyt farnir af launaskrá hjá okkur. Doni og Aquilani skapa heilmikið pláss og ég útiloka alls ekki að Joe Cole fari líka (jafnvel Adam).

Þessi þráður er annars opinn.

47 Comments

 1. BBC staðfesta að Liverpool hafi tekið tilboði í Aquilani þannig að hann virðist vera að fara for real í þetta sinn. Það er bara ágætt held ég, Rodgers núna búinn að ná að meta hópinn vel í USA og farinn að ákveða hverjir eiga að leika hvaða hlutverk. Hlutirnir eiga eftir að gerast hratt næstu daga.

  Og já, það er í alvöru verið að orða Gaston Ramirez við Tottenham sem staðgengil Luca Modric. Þeir eru ekki hægt…

 2. Það eina sem gæti toppað Aquilani soguna er að hann sjalfur nai ekki samningum við Fiorentina og við sitjum afram uppi með hann, neinei vonandi er hann farinn nuna endanlega greyjið drengurinn…..

  Ef Agger vill fara, latum hann þa til city og gerum skiptidil, getum tekið Adam Johnson og Tevez i slettum skiptum…

  Af hverju finnst mer svo alltaf eins og þessi Ramirez saga se algjor tilbuningur? Maður ser þetta bara a twitter og ekki fra neinu sem telst àræðanlegt heimild. Hvað segiði twitter nordar Babû, maggi, kristjan atli og fleiri er eitthvað til i þessu með Ramirez? Eg væri meira en til i að fa þann dreng en finnst eins og það se ekkert til i þessu með hann…

 3. Frábærar fréttir ef við erum að fá 7M punda fyrir Aquilani.

 4. Nr.2 Viðar
  Nei mér finnst þetta ólíklegt með Ramirez og í raun hefur ekki komið fram á neinum áreiðanlegum stað að Liverpool hafi mikinn áhuga á honum, held ekkert í mér andanum a.m.k.

 5. Fiorentina fer aldrei að borga hátt í 10m evra fyrir Aquilani, bara ekki til í dæminu, sérstaklega ekki miðað við ofurlaun hans. Klúbburinn á engan pening.

 6. Allar síður fullyrða að Aquilani hafi verið keyptur fyrir 20 milljónir punda til Liverpool. Einhverntíman las ég að þessi upphæð hafi verið árangurstengd og hann hafi ekki náð neinum af þessum árangurstendu liðum. Því hafi Liverpool endað á því að borga á bilinu 7 – 10 milljónir punda fyrir leikmanninn. Veit einhver hvort sá orðrómur sé sannur?

 7. Nr. 6. Nei, það er ekki rétt. AS Roma er opinbert hlutafélag og þurfti því að gera samninginn opinberan. Ef ég man rétt voru þetta 17 millur út í nokkrum afborgunum og svo árangurstengt upp í 20 millur. Ég ætla ekki að éta hattinn minn upp á þessar upphæðir en þetta var einhvern veginn svona.

 8. Manni er eiginlega orðið slétt sama hvort Aqu getur eitthvað eður ei. Það er alveg ljóst að hver stjórinn á fætur öðrum getur ekki notað hann, bæði hjá Liverpool og lánsliðunum. Best er að losna bara við hann í hvelli og nota launapeningana sem sparast í að starta rannsókn hvers vegna í ósköpunum hann var keyptur á 17-20 millur.

 9. Slæmt að missa Agger ef satt er. Kannski er ástæðan fyrir því að hann kom ekkert við sögu á mót Tottenham komin?

 10. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn svolítið stressaður. Það eru ekki nema rétt rúmar 3 vikur í að deildin byrji, og við erum ekki komnir með lið! Það er búið að losa út 3 leikmenn og kaupa 1. Vissulega fengum við Cole og Aquilani til baka úr lán, en mér heyrist allir tala um að þeir séu á of háum launum miðað við gæði og best væri að losna við þá líka. Ef það gengur eftir eru 5 leikmenn farnir og 1 kominn.
  Suarez og Bellamy sem voru 2 af okkar bestu mönnum síðasta tímabil hafa ekki tekið æfingu með liðinu, enda eru þeir í Ólympíusprikli og stefnir jafnvel í að þeir verði eitthvað lengur.
  Við erum komnir með nýjann þjálfara sem er kominn með nýja taktík og nýjar áherslur í liðið og við vitum allir að það tekur tíma fyrir lið að ná saman og fyrir leikmenn að þekkja inn á hvern annan, þegar taktíkin er ekki sú sama sem þeir hafa vanist.
  Eftir sléttann mánuð verðum við búnir að spila við WBA(ú), City(h), Arsenal(h), Sunderland(ú), united(h) og Norwich(ú), semsagt BR og liðinu er hent beint í djúpu laugina!
  Ekki misskilja mig, mér líst þrusu vel á BR og þær hugmyndir sem hann er að koma með. Hann virkar á mig sem sprenglærður fótboltalega séð og hefur greinilega komið víða við þótt maður hafi ekkert heyrt af honum áður en hann kom Swansea upp í Úrvalsdeild. Og frábært að klúbburinn sé kominn með framtíðarsýn og sé að leiða taktíkina sem aðalliðið spilar niður í unglingaliðin.
  Málið er að það er óþægilegt að hafa ekki hugmynd hvernig aðaliðið er uppstillt, og að 2 af okkar lykilleikmönnum hafa ekki tekið æfingu með nýja þjálfarnum, korter fyrir mót.

 11. Ég hef engar áhyggjur af því ef Agger fer. Carra reddar þessu fyrir okkur eins og endranær…

  …djók. Ég er í panikki yfir því hverjar afleiðingar þess að missa Agger væru. Ég gæti t.d. ímyndað mér að það myndi ekki gera Skrtel neitt ánægðari en hann er þannig að hann gæti þrýst sölu í gegn líka svo að við stæðum uppi með Carra, Coates og einhver flýtikaup í lok ágúst.

  Hrollur.

  Fyrsti deildarleikur: Carra og Kelly í miðvörðum. Þið heyrðuð það hér fyrst. Fokkingfokk.

 12. Ef Agger fer, þá er um að gera að selja Skrtel til Man City, fá eitthvað fyrir hann, því Skrtel getur ekkert án Agger.

 13. Sorry….en hvar fáið þið þessa hugmynd um að Agger sé betri og mikilvægari en Skrtel í þessu liði. En allt í lagi….þurfum svo sem ekkert að vera sammála um það.

  Varðandi Carroll þá grunar mig að Rogers sé með þá hugmynd að hafa 3 manna sóknarlínu þar sem allir þrír eru mjög hættulegir en geta róterað stöðum. Þ.e.a.s. þessir 3 leikmenn skiptast á að vera upp á topp líkt og Barca hefur stundum gert. Þetta þýðir að þessir sóknarmenn sækja hratt á varnir andstæðingana og skiptst á að vera upp á topp til að fá hvíld á meðan Liverpool er ekki með boltann (sem verður reyndar ekki oft ef draumar Rogers ná fram að ganga). Carroll heftir þetta kerfi þar sem hann getur (ekki neitt) bara spilað upp á topp.

  Nú þegar er Rogers með tvo leikmenn sem geta spilað allar þessar stöður, Suarez og Borini. Dempsey gæti það líka og ef Carroll verður seldur þá gætum við keypt einhvern brilljant leikmann með Suarez og Borini. Sóknarlína sem yrði martröð fyrir hvaða vörn sem er….

 14. Sorry….en hvar fáið þið þessa hugmynd um að Agger sé betri og
  mikilvægari en Skrtel í þessu liði

  Hefur þú ekki séð Skrtel spila fótbolta fyrir utan síðasta tímabil ? Hann var hrillingur tímabilin tvö þar á undan. Á meðan Agger lítur nánast undantekningarlaust vel út þegar hann nær að spila. Hvort svo sem liðið er í lægð eður ei.

 15. Ég mundi persónulega ekkert gráta brotthvarf Aggers og Skrtels frá Liverpool. Þar sem að mér finnst Skrtel ekki eins frábær og hann hefur verið sagður, og ef við fengjum e-r 15-20 millur fyrir hann þá væri það ekki spurning fyrir mér að selja hann. En vissulega væri erfiðara að sjá á eftir Agger þar sem drengurinn er mjög góður en hann er aaaalltaf meiddur. En að skipta þeim út mætti einmitt ekki gerast í flýti á síðustu dögum markaðarins heldur að við gætum keypt þá sem við vildum og mundu passa inn í kerfið.
  Svo er Coates nú alveg kominn á tíma í að fá að spila þannig að við þyrftum bara að kaupa einn “haus” við hliðina á honum. E-n eldri sem gæti soldið stjórnað honum: Verst að við getum ekki fengið Hyypia aftur.

 16. Mínar tvær krónur varðandi “Silly Season”

  Ég hef persónulega enga trú á því að leikmenn sem við vorum orðaðir við áður en Rodgers tók við séu að fara koma. Þeirra á meðal eru Gaitan og Ramirez. Þetta eru örugglega góðir leikmenn (hef bara séð þá á youtube og þeir eru fínir í Fifa). Þeir voru sterklega orðaðir við Liverpool þegar King Kenny og Comolli voru með liðið og það er alveg eftir bókinni hjá metnaðarlausum breskum blaðamönnum að halda áfram að orða þá við okkur, þótt búið sé að skipta um menn í brúnni. Þessir blaðamenn eru algjörlega óþreytandi við að pumpa okkur full af skít og við byggjum upp endalausar væntingar um að við séum að fara kaupa þvílíkar stórstjörnur. Hver man ekki eftir Silva, Mata, David Villa, Ribery og Gomez. Þetta eru allt leikmenn sem voru, smkv. bresku blöðunum svo gott sem komnir til Liverpool á einhverjum tímapunkti. Þeir hafa hinsvegar ekki en spilað leik fyrir okkur.

  Ég hef trú á því að við séum að reyna kaupa Joe Allen. En það er bara vegna þess að Rodgers er sjálfur búinn að segjast hafa áhuga á honum.

  Varðandi Aquilani þá er ljóst að hann fer í hóp með Diouf, Diao, Cissé og Cheyrou sem einhver verstu kaup í sögu klúbbsins. Það sem er þó sorglegt í hans tilfelli er að það er ekkert endilega honum að kenna. Góður leikmaður með brothættan líkama og að því er virðist ekki nógu sterkur andlega.

  Annars er þetta bara ást og hamingja.

 17. skirtel er betri en agger. það þýðir samt ekki að eg vilji selja agger.. hann er líka mjög góður og betri í að hlaupa upp með boltan í samanburði við skirtel, það þarf ekki að blanda carra í þessa umræðu.

  @17 Hefur þú ekki séð Skrtel spila fótbolta fyrir utan síðasta tímabil ? Hann var hrillingur tímabilin tvö þar á undan

  þar síðasta tíma bil spilaði skirtel 38 leiki í deild…. það er ekki nema ALLIR leikirnir… veistu hvað agger spilaði marga leiki…. ??

 18. Við erum með frábært miðvarðapar…líklega það besta í deildinni eins og staðan er í dag og auðvitað viljum við halda þeim báðum. Ég trúi ekki að þeir séu óánægðir hjá Liverpool. Ég skil hins vegar að Mancini vilji fá annan hvorn þeirra við hliðina á Kompany og hann á örugglega eftir að reyna það fyrir slatta af péningum.

  En þegar maður horfir upp á tilraunir Arsenal við að reyna að finna sér miðvörð við hliðina á Vermaelen og Chelsea ævintýrið með Luiz þá langar manni ekkert að Liverpool þurfi að fara á markaðinn og kaupa sér miðverði….hvað þá tvo. En auðvitað eigum við Kelly og Coates…þeir geta stigið upp fljótlega, jafnvel á þessu tímabili. Let’s hope and see.

 19. Kristján Atli, ég sé ekki hæfileikana í Kelly , sem þú sérð
  Raggi, Coates, hann gat ekki mikið síðasta tímabil, ætlaru svo bara að treysta honum fyrir miðverðinum … gamla góða happa og glappa
  Elías, það skiptir engu máli hvernig Skrtel var í hitti fyrra eða árið 2000, skiptir öllu hvernig hann er að spila í dag

 20. Charlie Adam að stimpla sig inn… allt vitlaust hjá AVB og Tottenham… Nýtt Suarez drama að starta? Verður fróðlegt að sjá leikina milli þessara liða í vetur…

 21. Tony Barrett hefur sagt að það sé ekkert til í þessum Ramirez fréttum, hvað sem er að marka það. En þetta með Agger kemur ekkert á óvart, þegar að í liðinu eru eins lélegir leikmenn og t.d. Adam, Cole, Downing og Spearing ,og deildarstaða liðsins sekkur sjálfkrafa dýpra og dýpra með svona skelfilegum leikmönnum, þá á endanum vilja þessir heimsklassa leikmenn eins og Agger fara frá liðinu. Ef liðið missir Agger, þá er engu hægt að kenna um nema liðinu sjálfu að hafa leyft þessum pappakössum að klæðast treyju liðsins.

 22. Við eigum bara að leyfa Agger að fara fyrir 13m punda.
  Hann hefur aldrei farið yfir 30 leiki í deild og verið í okkar herbúðum í rúm 6 ár.

  Agger er samt frábær leikmaður. En fyrir þennan pening og hans meiðslasögu yrði þetta nokkuð góð sala.

 23. En það er allavega ljóst að við megum ekki við því að missa óánægða leikmenn í lok gluggans. Þeir sem vilja fara á annað borð verða að fara núna.
  Nenni ekki “panic” kaupum undir lok gluggans.

  Það á að vera komin mynd á hópinn þegar tímabilið hefst þann 12 ágúst!

 24. Góðan dag félagar. Málið er að það er byrjað ákveðið hreinsunar starf sem er hið besta mál,lélegir leikmenn á OFURLAUNUM eru að fara hver á fætur öðrum,ýmist komnir á tíma vegna aldurs eða hafa alltaf verið miðlungsmenn.Varðandi miðverðina okkar þá skulum við notast við hugmyndafræði álfana, komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja (til anskotans) Gefum Brendan lausan tauminn og tölum saman eftir tvö til þrjú ár.
  YNWA

 25. þar síðasta tíma bil spilaði skirtel 38 leiki í deild…. það er ekki
  nema ALLIR leikirnir… veistu hvað agger spilaði marga leiki…. ??

  Síðan fótboltinn var fundinn upp hefur aldrei verið samasem merki á milli fjölda leikja og getu.

  Elías, það skiptir engu máli hvernig Skrtel var í hitti fyrra eða árið
  2000, skiptir öllu hvernig hann er að spila í dag

  Ef þetta er það sem koma skal (síðasta leiktíð) þá er ég manna glaðastur. En Skrtel kallinn verður að eiga meira en eina leiktíð góða ef hann á að teljast vera í meiri klassa en leikmenn í kringum hann. Þessi rök þín hljóma voðalega vel, en allir leikmennirnir sem við keyptum í fyrra sína að það er stöðugleiki sem er mikilvægari en einstaka góðir leikir / one season wonder. Er það ekki það sem þú hefur verið að predikera síðustu vikurnar ? Á kannski bara við þegar það hentar þinni röksemdarfærslu (já eða rökleysu ef marka má viðbrögð manna) ? Flott er.

 26. Agger og Skrtel eru báðir mjög færir hafsentar og bæta leik hvors annars til muna. Það að fara í einhvern meting um það hvor þeirra sé betri en annar er frekar vafasamur samanburður þar sem þeir gegna mismunandi hlutverkum.
  Agger spilar meira úr vörninni og er “lausi” miðvörðurinn á meðan Skrtel tekur oft sóknarmenn út úr leiknum. Þeir stóðu sig vissulega báðir vel á síðasta tímabili og gaman að Agger hafi náð svona mörgum leikjum.

  Getur annars einhver útskýrt það fyrir mér afhverju Agger hefur spilað svona lítið í þessum þrem leikjum í N-Ameríku?

 27. Það verður að teljast fávitaskapur aldarinnar ef mönnum tekst að missa Daniel Agger frá Liverpool. Hann gaf út yfirlýsingu strax eftir EM um að hann vildi endilega skrifa undir nýjan samning. Að sjálfsögðu veit enginn af hverju það mál var ekki klárað strax, en það eru bara svo ótrúlega oft margir skrýtnir hlutir í gangi hjá okkar liði sem ekki nokkur maður skilur.

 28. Alltaf jafn gaman að lesa kommentin hérna,einn daginn er einhver af leikmönnunum gjörsamlega ómissandi,svo kemur einhver slúðurfrétt daginn eftir um að þetta eða hitt liðið vilji fá hann og þá geta menn (sumir allavega) ekki beðið eftir því að hann fari af því að hann er ómögulegur leikmaður,alltaf meiddur eða eitthvað annað.

  Finnst þetta mjög einkennilegt en tengist því sennilega að við stuðningsmenn Liverpool erum sennilega veruleikafirrtasta fólk í heimi!!!

  YNWA!!!

 29. Nr. 34

  Vonandi að ég geti kallað upp til þín og farðu varlega á háa hestinum, fallið er verst af þeim bykkjum.

  En getur verið að þú sért að ruglast aðeins á því að hér skrifa ansi margir inn með mjög mismunandi skoðanir? Væri a.m.k. til í að sjá betri dæmi frá þér og staðfestingu á því að stuðningsmenn Liverpool séu veruleikafirrtir og hvað þá á heimsmælikvarða hvað það varðar.

 30. Skv opinberu síðunni hjá manutd þá Chevrolet ekki listað sem opinber stuðningsaðili (sponsor) Eitthvað held ég að þessi frétt hjá fotbolti.net standist ekki nánari skoðun.

 31. Chevrolet er að styrkja bæði Liverpool og united, datt inn á einhverja heimasíðu hjá chevrolet eftir að ég sá hana á auglýsingaskilti á fenway park um daginn. Og ég gat ekki betur séð en að þeir væru að styrkja bæði liðin.

 32. ,,Liverpool stuðningsmenn voru brjálaðir þegar baulað var á Suarez- kynþáttahatara. Baula svo sjálfir á GS22 fyrir að semja ekki við Liverpool,” Ólafur Már Sigurðsson bróðir Gylfa á Twitter.

 33. Nr. 42 ….

  Hverjum er ekki slétt hvað einhverjum Tottenham gæjum og bræðrum þeirra finnst 🙂

  Þeir mega algerlega halda afram ad gera thad sem their gera best … þ.e. vinna aldrei skít…

 34. Skrtel er mikilvægari en Agger að mínu mati, leikmaður ársins í fyrra og farinn að skora líka. Mun stressaðri yfir sögusögnum að hann er að fara heldur en Agger sem að er frábær en nær líklega aldrei 5 leikjum í röð á ferlinum.

Æfingaleikur gegn Spurs – Opinn þráður

Carroll til West Ham! (Uppfært: eða hvað?)