Æfingaleikur gegn Spurs – Opinn þráður

Það er svolítið mikið 21 stiga hiti, laugardagur og allir í burtu þannig að þetta er ekki eiginleg færsla sem slík. Liverpool er að spila gegn Spurs í þessu töluðu og endilega ræðið leikinn hér.

Einhverjir fagmenn setja byrjunarliði í fyrri og seinni hér í ummæli að neðan.

58 Comments

  1. Rólegur leikur, en nokkuð gott jafnvægi í honum. Ekki hægt að búast við flugeldasýningu í 35 stiga hita….því miður. En mig langar til að sjá sigur í þessum síðasta leik í æfingatúrnum!

  2. fyrri hálfleikur:
    Jones,
    Flanagan-Skertel-Carra-Enrique,
    Downing-Spearing-Adams-Shelvey-Cole,
    Morgan

  3. Downing og Cole ekki með nein hlaup og geta ekki búið til svæði. Búnir að vera hrikalega slappir ásamt Spearing.

  4. Rólegur leikur en virðist ganga fínt á meðan menn muna að spila stutt. Tottenham snerti varla boltann fyrstu 20 mínúturnar eða þangað til Adam gerði sitt besta til að stimpla Bale út úr leiknum, það tókst ekki frekar en annað sem Adam hefur reynt til þessa blessaður. Bíð spenntur eftir að sjá liðið í seinni hálfleik, væntanlega með Gerrard, Lucas, Carrol og Borini innanborðs.

  5. heitt greinilega – Jonjo heldur áfram að lofa góðu, Adam er 50/50. Spearing tapaði boltanum illa, þegar Tottenham komst nálægt því að skora, strákurinn er hreinlega liability stundum. Morgan með fínar hreyfingar – en cole og downing eru alltof fokkíng latir.

  6. Ég er rosalega hugsi yfir Adam.

    X; Hann er klaufi, bráðlátur og verst oft mjög illa, er með ótímabærar Hollywood sendingar og stundum ljótar tæklingar.

    Y: Hann er með þetta extra thing sem getur breytt leikjum, skorar reglulega mörk, þorir að taka af skarið, reynir þegar aðrir reyna ekki, á stundum frábærar sendingar sem skila mörkum eða dauðafærum. Virðist vera svona standup gaur sem tekur ábyrgð, eiginlega fyrirliðatýpa.

    Hvort sem hann er X eða Y eða bæði þá er spurningin eiginlega þurfum við svona wild card sem getur verið hetja einn daginn og skúrkur næsta daginn?

    Það er eiginlega charlie Adam í hnotskurn. En það getur engin sakað hann um að reyna ekki að vinna leiki….ólíkt mörgum öðrum
    ´
    En ég elska manninn stundum og hata hann svo rosalega þess á mili….úff úfff hvar endar þetta?

  7. seinni:
    Gulashi,
    Sama-Skrtel-Carra-Enrique,
    Eccleston-Spearing-Henderson-Shelvey-Cole,
    Sterling

  8. Gerrard og Carroll komnir inn á. Mörgu leyti skemmtilegur leikur þrátt fyrir hitann 🙂

  9. 60min:
    Gulashi,
    Sama-(ekki viss)-Robinson-Wilson,
    Sterling-Eccleston-Gerrard-Lucas-Henderson,
    Borini (Carrol inn á 70min fyrir ?)

  10. nr 11. mér sýnist það 😉
    og Carrol kom inn fyrir Eccleston? ég held

  11. Aquilani fékk högg í leiknum gegn Roma. Annars fannst mér Sterling vera maður leiksins. Grútleiðinlegur leikur þar sem við hengum alltof mikið á boltanum án þess að gera eitthvað við hann.

  12. Geisp. Þvílík leiðindi maður. Ef Roggers og Boggara-vamonos eru að fara að breyta einhverju á LFC og Spurs þá eru þeir ekki langt komnir.

  13. 17.. auðvitað ekki, þeir eru búnir að vera við stjórn í rúman mánuð

  14. Ok gæti verið neikvæður og farið yfir hvað þessi og hinn eru ömurlegir og fundið allt það neikvæða við leikinn ennnn þar sem ég er jákvæður að eðlisfari þá held ég mig við það 🙂 Mér fannst gaman að sjá leikmenn spila boltanum og vera ákveðnir í að ná honum strax aftur ef hann tapaðist . Þetta var engin flugeldasýning en það vantaði auðvita Suarez og Borini að spila sinn fyrsta leik en er pottþéttur á því að við eigum eftir að sjá framherja sem fer beint inn í liðið koma fljótlega . AC á eftir að fara þar sem hann passar því miður ekki inn í þetta hjá BR , finnst það miður en vona samt að þetta gangi hjá honum þar sem hann á ekkert slæmt skilið .
    Nú hefur BR séð mikið og veit vonandi hvað hann þarf til að bæta hópinn .
    Ég held að Allen og Gaston Ramirez komi fljótlega og svo einn framherji . Henderson og Jonjo eigi eftir að vera okkur mikilvægir í vetur og svo eigum við nokkra unga sem koma inn í vetur 🙂
    Sé bjarta framtíð hjá LIVERPOOL

  15. Carroll mikið hættulegri en Borini, sem sást varla. En Robinson er að spila sig inn í liðið! Og Sterling líka.

  16. Geisp þvílík leiðindi Liverpool enþá algjörlega getuleusir fyrir framan markið. 3 æfingarleikir 2 mörk 2 jafntefli og eitt tap sorglegt. Sé fram á enn eitt ömurlegt tímabil uppfullt af brostnum vonum og væntingum.

  17. Á hverju sumri horfi ég á æfingaleikina og þeir eru alltaf jafn andstyggilega leiðinlegir. En þar sem maður er sjúkur af aðdáun í drengina frá Bítlaborginni lætur maður sig hafa það.

    Það er hinsvegar algjörlega tilgangslaust að væla yfir lélegri spilamennsku í þessum leikjum.

    Þeir sem fatta ekki að “æfingaleikur” er, jú, ÆFING, þurfa hugsanlega að setjast aftur á skólabekk og læra stafina sína.

  18. Ingvi NR,24

    ………………………………………………. ……………………………………..sip it

  19. Eru virkilega poolarar að skrifa hèr comment ??? Vá hvað ég er heppinn að vera ekki sumir hèrna ùff Þvìlìk neikvœðni og svartsýni , ì guðsbœnum hœttið bara að horfa og fylgjast með LIVERPOOL FC ef þetta er allt svona ömurlegt .

  20. Eru menn ekkert ad fa tad heima hja ser.. Eg se allavega mjog jakvaedar breytingar strax.. Tetta lytur vel ut.. Elska ad sja hapressuna i sidari halfleik. Spurs gatu ekkert spilad gegn tessu

  21. Við skulum aðeins slaka á hérna – þetta er bara æfing og á þessari stundu ekki hægt að draga neinar ályktanir af viti. Aquilani og Cole held ég að séu klassa-leikmenn sem væri þess virði að halda í – sérstaklega í ljósi þess hvers konar fótbolta verður lagt upp með hjá okkar ástkæra félagi. Ég held að Brendan sé þeirrar skoðunar (og ég er sömuleiðis) að við séum með í það minnsta 70-80 % leikmanna fyrir sem uppfylli hans kröfur fyrir hans leikstíl – það þarf einungis að setja þá inn í hann. Slökum á og horfum með eftirvæntingu til næstu leiktíðar – hún verður í það minnsta skemmtileg.

  22. Væri Carroll ekki flottur með einn potara (borini) og einn galdramann (suarez) sem hirða alla bolta í svæðunum sem hann skapar. Svo Gerrard/Shelvey fyrir aftan sem seinni bylgju. Mér finnst þetta dáldið spennandi. Carroll þarf ekki að spila þetta hlutverk að koma niður og sækja boltann og berann upp.

    Það sást oft í leiknum í dag að öftustu menn eru að senda á frammherja/fremmsta miðjumann sem dregur niður og heldur boltanum. Honum er síðan ætlað að skýla boltanum og koma honum sem fyrst á miðjumenn sem koma boltanum á hraða kannt/framherja(AMR/L).

    Carroll er flottur í þetta hlutverk, hann hefur sýnt það í allan vetur, líka þegar hann stóð sig illa að hann gat alltaf haldið og skýlt bolta meðann aðrir voru að framkvæma framhjáhlaup og stungur.

    Ætla setja þetta upp í smá dæmi uppá funnið ef einhver nennir að ímynda sér 🙂

    Lucas vinnur boltann og sendir til baka á Reina, Reina sendir stutt á Agger, Agger kemur upp með boltann, Carroll dregur sig niður og fær boltann í lappir, skýlir honum og sendir hann á Gerrard, Glen Johnson með overlap, boltinn frá Gerrard upp í horn. Suarez og Borini mættir í boxið, Gerrard mættur fyrir utan teig og Carroll á fjær. Boltinn frá Glen á Carroll sem skallar hann út í teiginn á Gerrard sem klárar..
    ekki flókið.

  23. Sumir eru ruglaðir, Liverpool er aldrei að fara að spila einhvern sambabolta á undirbúningstímabilinu og ég man ekki til þess að það hafi gerst. Á síðustu árum höfum við tapað gegn liðum eins og Galatasaray, Hull, Kaiserslautern, Rapid Vienna, Espanyol og fleiri skítaliðum. Tilgangurinn með þessum leikjum er að koma mönnum í leikform og gefa nokkrum ungum leikmönnum tækifæri á að sanna sig, það sem af er hafa Robinson, Shelvey, McLaughlin, Pacheco og Sterling heillað mig mest. Adam Morgan gæti einnig orðið góður í framtíðinni, er allavega með góðar hreyfingar án bolta.

  24. Var á leiknum í dag og skil svo sem að það hafi verið erfitt að spila í þessum hita, ég svitnaði við að sitja og horfa á leikinn úr stúkunni. Mér fannst okkar menn allan tímann betri og þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem Tottenham fór varla upp fyrir miðju. Það var frábært að sjá menn eins of Lukas Leiva, Gerrard spila en einnig mér fannst sérstklega áberandi hvað Henderson var flottur á boltanum, það er engin spurning að hann er betri en megnið að þeim ungu leikmönnum sem við höfum og á eftir að verða klassa leikmaður á næstu árum. Liðið á fullt inni og held að þegar okkar bestu leikmenn verða komnir í form verður þetta hörkulið í vetur. Hlakka til að tímabilið hefjist.
    YNWA

  25. Biddu nu!

    Sa ekki leik gaerdagsins en les nu ad Carroll aetli ekkert ad fara og Rodgers segi ad hann geti passad inn i leikstil sinn. Svo dettur stjoranum i hug ad segja ad Downing se godur leikmadur sem muni verda lykill ad sinu kant spili.

    Madurinn er natturulega gaga – tadvsja allir, enda buid ad segja okkur allt annadvaf ollum sem hafa vit a boltanum og vinna a blodunum.

  26. Að sjálfsögðu segir stjórinn þessa hluti, ef þú segir annað þá ertu að gefa liðum sem hafa áhuga á leikmönnunum forskot þar sem hann upplýsir að hann ætli ekki að nota leikmennina. SD getur ekki átt að eiga stórt hlutverk á “kanti” í 4-3-3 þar sem maðurinn mun ALDREI geta spilað kantframherja í hápressu.

  27. Eins og hef kommentað hér áður er ég sáttur við þá hluti sem eru að gerast hjá liðinu. Margir spennandi ungir leikmenn að koma til en það sem vekur mesta spennu hjá mér er BR og hugmyndafræði hans. Nú er hann búin að setja fram 180 bls. áætlun um hvernig koma eigi Liverpool aftur í hóp hinna bestu liða og þó ég hafi ekki lesið þá áætlun 🙂 er ég ánægður með að hann skuli hugsa með þessum hætti, þ.e. horfa strategískt til framtíðar.

    Fyrir þá sem eru að missa sig yfir því að Liverpool geri jafntefli við Tottenham í 35 stiga hita á undirbúningstímabili má benda á að Arsenal gerði jafntefli við lið frá Hong Kong í nótt og Chelsea tapaði fyrir AC Milan. Orð Roberto Di Matteo voru eftirfarandi: „Hópurinn er ekki allur kominn saman ennþá og við erum á undirbúningstímabilinu þannig að við höfum getað prófað ýmsar samsetningar og séð hvernig þær koma út. Ég hef fengið gott tækifæri til að skoða marga okkar leikmanna og finna út hvaða hlutverki þeir muni gegna í náinni framtíð. Við erum í góðri stöðu því engin meiðsli eru í hópnum”.

    Er ekki bara ástæða til að anda rólega og hlakka til komandi tíðar 🙂

  28. Sælir félagar

    Sá ekki leikinn í gær og harma það svo sem ekki. Það mætti halda að einhverjir geri sér ekki grein fyrir að þetta eru æfingleikir og segja í sjálfu sér ekki mikið um þá leikmenn sem bera munu uppi leik liðsins í vetur. Það á allt eftir að koma í ljós.

    Mér virðist á þeim sem ræða leikinn af einhverju viti að þá séu góð teikn á lofti og leikstíll liðsins sé batnandi. Það er gott og gaman verður að fylgjast með framhaldinu. Að öðru leiti vísa ég til þess sem Rúnar 41# segir hér fyrir ofan því ég er honum algerlega sammála

    Það er nú þannig.

    YNWA

  29. Getur einhver leyst þá ráðgátu hvað jay spearing sé að gera í aðalliði liverpool?

  30. 39# Kemur nú ekkert á óvart að þú hoppar af kæti við að heyra þessi orð hans um einn uppáhalds leikmanninn þinn. Ég samgleðst þér innilega við það.

    Annars er hann bara að reyna gefa honum sjálfstraust með þessum orðum, enda veitir ekki af. Downing þarf sko aldeilis að fara þrífa ræpuna af bakinu sínu eftir seinasta tímabil. Sterling sýndi honum í gær hvernig á að spila þessa stöðu, enda sækir hann upp kantinn en ekki inná miðju. Við erum í þeirri stöðu að vera fastir með menn einsog Downing og Cole. Það vill ekkert lið kaupa Cole útaf laununum og Liverpool getur ekki selt Downing nema tapa £10 til £14m pundum þar sem við keyptum hann á £20m.

  31. Rakst á þetta video með öllu því sem Borini kom nálægt í leiknum í gær.

    http://www.youtube.com/watch?v=Fc-ZU_aq-sM

    Getum nú flestir verið sammála um að hann átti ekki heimsins besta leik en ég tók sérstaklega eftir því hvað hann er duglegur að koma niður og sækja boltann og pressar eins og vitleysingur þegar við missum hann. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum !

  32. Mér er slétt sama hvernig þessi leikur fór eða hvaða fjölmiðlaleik Brendan Rogers er í. Ég vill bara vita hvar umboðsmaður Gaston Ramirez verður staddur í dag og á morgun.

  33. Krissi 48, þarf ekki Gaston Ramirez að spila með Liverpool til að styrkja okkur mikið? Hann styrkir okkar lið allavega ekki a meðan hann spilar með Bolognia það er a hreinu.

    Er eitthvað i kortunum um það að Ramirez komi til okkar? Eg held ekki, held þetta se bara sluður sem ekkert er til í en innilega vona að þessi drengur se a leiðinni.

    Það er svo bara frabært màl ef Carroll verður afram, hef rosalega mikla tru a þeim dreng.

  34. Öll stórliðin í deildinni eru með fína squad leikmenn sem stækka hópinn og fylla upp í skörðin þegar aðalleikararnir meiðast. En Liverpool sker sig úr þessum hópi því þeirra squad leikmenn eru á brjálæðislegum launum.

    Það verður auðvitað að losa um þessi laun og koma þeim inn í aðalliðið. En auðvitad er erfitt að horfast í augu við það að Carroll, Cole, Aqua, Adam og Downing eru ekki að byrja nema í mesta lagi 3-4 hvern leik á komandi tímabili.

    Það þarf að selja 3 af þessum 5 og 2 nýjir þurfa að koma inn í byrjunarliðið.

  35. Er orðinn semí stressaður yfir því hvort það verði ekki keyptir fleiri leikmenn til liðsins eins og BR lofaði. Reyndar mánuður í lokun og vonandi að eitthvað fari að gerast

  36. Þá getur hann fengið sér pasta reglulega hjá mömmu:) Joe Allen takk

  37. Þessi Bale er nú bara fáviti, lýgur því að hann sé meiddur til að sleppa við ólympíuleikana og spilar svo 2 leiki í bandaríkjunum með sjúguskinkunni.
    Vona að hann sé út tímabilið.

  38. Ég skil G.Bale nú bara mjög vel.

    Hér er mynd af tæklingu C.Adam á Bale í leik með Blackpool.
    http://www.youtube.com/watch?v=IpEYhKWOF2c

    Þar sem Bale var frá í allt að 3 mánuði. Mér finnst C.Adam bara vera algjör aumingi, og hvergi nærri því verðugur að klæðast treyjunni rauðu.

Liverpool Open golfmótið 11. ágúst

Aquilani að fara – Opinn þráður