Liverpool – Roma 1-2

Hér að neðan er textalýsing á þessum æfingaleik sem við töpuðum fyrir Roma á Fenway Park í kvöld/nótt.

Tek saman nokkra punkta hér en textalýsingin kemur ef þið smellið á “Continue reading”.

Fyrri hálfleikurinn byrjaði ekki vel en eftir fyrsta kortérið náðu okkar menn góðum tökum á spilinu og sköpuðu sér fín færi, markmaður Roma varði vel frá Shelvey og Cole skaut í þverslána. Ryan McLaughlin, 17 ára hægri bakvörður æddi upp vænginn og við ollum usla. Jonjo allt í öllu í sóknarleiknum og ég vill eiginlega ekki trúa því að stefnan sé að lána hann frá okkur. Spearing og Aquilani t.d. gerðu ekkert til að réttlæta það að fá að vera á Anfield á meðan hann færi eitthvað annað! Það var samt ekki mikið hægt að sjá merki “posession” og “tiki-taka”, alltof oft negldu menn boltanum frá sér, réðu illa við pressu Roma og voru of langt frá þeim ítölsku í okkar pressu. 0-0 í hálfleik þar sem við hefðum getað verið yfir.

Sjö breytingar í hálfleik en áfram var við það sama. Á 60.mínútu var Shelvey og Skrtel kippt út og þennan síðasta hálftíma virkaði vörnin í rugli og ansi fáir vildu fá boltann. Eiginlega bara Pacheco og Adam sem sköpuðu þetta mark okkar og Suso sem svo yfirleitt tapaði honum þegar hann reyndi að sóla framhjá einum enn. Niðurstaðan sanngjarn sigur Roma í að mörgu leyti fjörugum leik.

Rodgers hefur pottþétt lært ýmislegt um sína menn, þarna voru unglingar sem ekki virkuðu og eru ekki tilbúnir, Eccleston, Morgan, Sama og Adorjan fyrstir upp í hugann og Suso reyndi alltof mikið. Enrique, Spearing og Aquilani fannst mér ekki sýna þau gæði sem við þurfum og Adam var slakur varnarlega, en einn þriggja í liðinu sem virðist vera til í að senda boltann í fyrsta frá sér, hinir voru Lucas og Shelvey. Hins vegar fannst mér Joe Cole og Pacheco sýna af sér gæði sem ættu að gefa þeim meiri möguleika.

En ekki síst hefur Rodgers séð hversu langt við eigum í land með þessum leikmönnum að spila þolinmóðan leik þar sem við stjórnum boltanum gegn gæðaliðum. Er handviss um að við sjáum stóru nöfnin næst gegn Tottenham.

Legg svo til að allir lesi pistilinn hans Kristjáns hér að neðan, þeir sem eru búnir að því skulu gera það aftur!

Þolinmæði, þolinmæði, þolinmæði!!!


Leik lokið Roma sigrar okkar menn 1-2.

86 mín. Roma með stangarskot. Sama karlinn fastur í bakkgír og boltanum stungið þaðan í gegn, Lamela einn gegn Jones en skaut í stöng. Upp úr því komumst við í skyndisókn en Flanagan dúndraði boltanum yfir.

80 mín. !!!!MARK LFC!!! Charlie Adam neglir hann í markið af vítateigslínunni eftir flotta sendingu Pacheco, kom upp úr litlu!

75 mín. All Roma, stefnir allt í að Liverpoolaðdáendur fari ekki glaðir af velli. Allir sóknartilburðir hurfu með Shelvey…

69 mín. !!!MARK!!! Forenzi skorar úr markteignum eftir að Roma stútaði vörninni algerlega. Varnarvinnan í kvöld verið ansi döpur svo við segjum nú satt.

66.mín. Dauðafæri, Suso eftir frábæran undirbúning Pacheco og Adam, varnarmaður komst fyrir skotið og bjargaði í horn.

63.mín. !!!MARK!!! Michael Bradley skorar fyrir Roma, stöngin inn úr teignum, óverjandi fyrir Brad Jones.

Liðið síðasta hálftímann

Sjö breytingar á liðinu.

Jones

Flanagan – Sama – Agger – Wilson

Adam – Lucas – Adorjan

Suso – Morgan – Pacheco

60 mín. Skiptingarnar koma eftir skipulagi. Wilson, Adorjan, Lucas og Sama koma inná. Spearing, Enrique, Skrtel og Shelvey koma útaf. Shelvey klárlega maður leiksins hjá okkur!

57 mín. Dauðafæri Roma. Enrique langt út úr stöðu, stungið í gegn inn á hans svæði, Rossi einn á Jones sem lokar vel og neglan fór rétt framhjá. Mark hlýtur að fara að koma í þennan leik!

55 mín. Svakalegt skot! Enn Jonjo Shelvey, aukaspyrna eftir að brotið var á Adam, rétt framhjá stönginni af 30 metrum.

52 mín. Liverpool byrjaði aftur hægt en eru nú komnir aftur í gang. Pacheco augljóslega kann vel inn á kerfið og er verulega sprækur, Adam morgan á fullri ferð, nú þegar búinn að pirra Heinze verulega!

Byrjunarlið seinni hálfleiks

Sjö breytingar á liðinu.

Jones

Flanagan – Skrtel – Agger – Enrique

Adam – Spearing – Shelvey

Suso – Morgan – Pacheco

Hálfleikur Markalaust og frekar rólegt yfir vötnum. Roma byrjaði mun betur en svo vann Liverpool sig vel inn í leikinn og endaði hálfleikinn mun sterkar, áttum þverslárskot og tvö góð færi. Hefði verið sanngjarnt að við værum yfir en nú er að reikna með töluverðum breytingum á liðunum.

Jonjo Shelvey langbesti leikmaður LFC í hálfleiknum, en McLaughlin, Cole og Sterling líka í fínum málum. Spearing, Enrique og Ecclestone fá ekki háa einkunn og Aquilani á að gera miklu meira en þetta sem hann sýndi.

41 mín. Dauðafæri, og hættan kemur frá VINSTRI – auðvitað. Sterling spann sig framhjá bakverðinum og sendi inn í teig, Shelvey kom sér í gott færi en markvörður Roma varði virkilega vel. Besta færið hingað til!

39 mín. Enn lágt tempó, miðjan okkar í vanda með samvinnu, en Shelvey, Cole og McLaughlin að ná ágætis árangri hægra megin á vellinum. Vinstri vængurinn hrikalegur!

32 mín. Þversláin bjargar Roma. Aquilani með sendingu inn á Cole sem er kominn í gegn, vippar yfir markmanninn en í þverslána og yfir. Átti að gera betur!

28 mín. Aukaspyrna frá Totti rétt framhjá, tvítekin þar sem Sterling fór of fljótt úr veggnum og fékk gult spjald fyrir. Ákafur!!!

25 mín. Svæði að opnast báðu megin. Munið #LFCRoma hashtagið á twitter til að taka þátt í umræðunni.

20 mín: Okkar menn að ná sér í gang, Sterling og Shelvey búnir að eiga fín skot, en Roma líka svosem, lágt tempó.

9.mín: Dauðafæri Roma. Aquilani og Spearing missa boltann á miðjunni en Gulasci varði vel one-on-one. Roma byrja betur.

22:37 Kick off. Munið hastagið #LFCRoma ef þið viljið taka þátt í spjallinu…

22:34 Nú fer fjörið að byrja, You’ll never walk alone hljómaði duglega fyrir leikinn, bara flott útgáfa! Strax á eftir kom bandaríski þjóðsöngurinn. Völlurinn skrýtinn að sjá, langt í sum sætin allavega!

Byrjunarlið Roma: Lobont, Rosi, Castan, Burdisso, Dodo, Bradley, Tachtsidis, Pjanic, Lamela, Bojan Krkic, Totti. Alvöru lið þarna!

Byrjunarliðið hjá okkar mönnum er komið, það lið mun spila 45 mínútur og svo kemur nýtt lið inn í hálfleik eins og um helgina.

En liðið er svona:

Gulasci

McLaughlin – Skrtel – Carragher – Enrique

Aquilani – Spearing – Shelvey

Cole – Eccleston – Sterling

Ansi ungir menn þarna, en líka reynslumenn. Bendi fólki sérstaklega á hægri bakvörðinn okkar, sá heitir Ryan McLaughlin og er Norður Íri sem verður 18 ára 30.september næstkomandi. Var einn besti leikmaður U-18 ára liðsins og virkilega flottur í NextGen liðinu líka, mjög spennandi leikmaður!

Á varamannabekknum eru 15 leikmenn svo ekki er gott að vita hvernig seinni hálfleikurinn verður settur upp, skoðum það nánar á eftir.

Varaliðið okkar vann í dag aðallið Chester í æfingaleik, 3-2 eftir að hafa lent 0-2 undir. Michael Ngoo var valinn maður leiksins af opinberu síðunni.

Samkvæmt USA genginu er meiningin að kick-off verði kl. 22:38 að íslenskum tíma, nákvæmnin ræður!

108 Comments

  1. Ensku EM-fararnir og Borini verða ekki með í kvöld, Rodgers var að segja á LFC TV að þetta væri einfaldlega allt of snemmt fyrir þá. Þeir hafa bara náð þremur æfingum enn sem komið er með liðinu. Vonandi sjáum við þá um helgina gegn Spurs.

    Annars verður bara áfram áhugavert að sjá ungu strákana.

  2. hlakka og vona að sterling skori, hann er svakalega duglegur og voni að hann sanni það með kannski einu marki í kvöld (ekki að það þurfi endilega mark til þess, en það væri betra :).)

  3. Er einhver með link á leikinn? Inná First Row Sports er linkur en það er ekkert í kortunum um að þeir séu að fara að sýna leikinn og það eru tvær mínútur í kick off.

  4. Jæja drengir og stúlkur, þá fer þetta að byrja, útsendingin hafin frá troðfullum Fenway og fínasta stemning

  5. Æðislegt hja EPSN syndu Spearing og heldu að hann væri Joe Cole :D:D

  6. hálfvitarnir á espn uk (voru kanar fYI) að segja að Jay Spearing sé Joe Cole myndvélin var á spearing og nafn cole kom…… jæja og þeir eiga að lýsa þessum leik… good luck

  7. Ef þið eruð með SOPCAST þá er þetta málið [http://www.wiziwig.tv/broadcast.php?matchid=164646&part=sports][1] og veljið setanta linkinn

  8. Hahahaha “Looks like it landed on his bicep there” Stórkostleg lýsing!!!

  9. spearing að stimpla sig inn sem maður leiksins. er djokið ekki
    buið og það er hægt að skila honum aftur a heimilið……

  10. Hafið þið tekið eftir gamla Íslandsbankamerkinu á búningnum hjá Roma?

  11. Jæja okkar menn aðeins að lifna við eftir frekar dapra byrjun. Koma svo

  12. spearing að brillera. verst ad hann er heimalingur annars myndi maður heimta peninginn til baka

  13. Mikið svakalega lýtur þessi Mclaughlin vel út.

    Snöggur, með flottar móttökur og gríðarlega góður á boltanum.

  14. Og tréverkið mætt í leikinn….eigum við að byrja að telja núna?

  15. Cole er allur að komast í gang, kannski mun hann bara verða nothæfur í vetur….ef hann verður ekki offloadaður?

  16. Shelvey, Cole og Sterling flottir það sem af er. Aquilani er líka hörku playmaker

  17. Þetta er búið að vera agætt ég meina Roma a 2 skot á rammann og liverpool 5 🙂

  18. Cole, Shelvey, Sterling og McLaughlin góðir. Spenntur fyrir þeim öllum.
    Engin sérstakur pass and move/tiki taka bolti samt
    Eccelstone, skrtel sáust varla
    Aqulani, Carra, Enrique below avarage….

  19. Shelvey, Gulacsi, Aquilani, Cole og Sterling spila vel.

    McLaughlin kemur á óvart man ekki eftir að hafa heyrt á hann minnst. Hver er þetta?

    Spearing er ekki sannfærandi.

    Ég skil ekki af hverju við gefum Aquilani ekki tækifæri í vetur.

  20. Finnst Shelvey hafa verið bestur það sem af er… Skil ekki #26 að nefna Sterling,
    finnst hann hafa gert fulllitið til þess að vera nefndur, Joe Cole buinn að vera upp og niður i þessum halfleik annars finnst mer Eccleston hafa veri duglegur,
    en hörmulegar staðsetningar… Aquilani buinn að virka latur en samt buinn að koma með nokkrar klassa og McLaughlin finnst mer efnilegur, en hann er soldið lengi til baka eftir að hann fer fram.

  21. Heillandi
    Gulacsi, Cole, Shelvey, Sterling, McLaughlin
    Ó-heillandi
    Spearing, Enrique, Eccleston
    Hvorki/Né
    Rest

  22. Svo a vinstri bakvörðurinn okkar ekki skilið að vera nefndur nafni… Svooo ööömurlegur…

  23. Gaman að sjá þennan McLaughlin – ferskur gutti.
    Aðrir að gera nákvæmlega eins og við var að búast. Þeir sem ég bjóst við að yrðu þokkalega sprækir eru þokkalega sprækir. Shelvey – Cole – Sterling.
    Aðrir minna sprækir. Aqua þokkalegur – Eccleston lítið að mæta. Spearing er Spearing.
    Reyndar kom Gulasci mér á óvart með nokkrum góðum vörslum.

  24. @30 – Finnst Sterling einmitt búinn að vinna geysilega vel, fljótur til baka og þeir boltar sem hafa unnist fljótlega eftir að við töpum þeim hafa oft verið vegna þess að hann setur menn undir pressu. Kom sér upp að endamörkum og átti sendingu fyrir, kom sér í skotfæri, skotið hefði mátt vera betra… þetta er betra en megnið af liðinu þannig að ég nefni hann og skil að aðrir geri það!

  25. af hverju er ekki búið að henda spearing í fram eða e-h álíka ? með fullri virðingu fyrir því liði…

  26. Miðað við þennan leik er glórulaust að lána Shelvey til Swansea og borga um 15 milljónir fyrir Allen. Peningunum er betur borgið annarsstaðar ef Shelvey spilar svona. Fínn leikur hjá honum.

  27. Munurinn á LFC og flestum öðrum liðum er mjög einfaldur. Þegar LFC sækir þá er yfirleitt lítil hætta á ferð öfugt við þegar önnur lið sækja. Liðið er kannski meira með boltann en það gerist rooosalega lítið marktækt í sóknarleik liðsins. Svo í 95% tilfella þá ná þeir svo ekki að nýta þessi fáu færi sem þeir fá og fá það yfirleitt í bakið þegar mótherjinn fær eina álitlega sókn. Þessi leikur er nokkuð gott dæmi um þetta

  28. Brendan Rodgers hefur allavega ekki gert Liverpool beittari fyrir framan markið ætli þetta sé ekki það sem koma skal.

  29. Góð ábending frá þeim sem lýsa leiknum, Roma er mun nær sínum 11 sem myndu byrja svona leik heldur en Lfc.

    Ég er þokkalega sáttur, erum að sjá hverjir eiga erindi í liðið og hverjir ekki. Það er nkl. það sem BR er að meta upp á framhaldið.

  30. Eru sumir virkilega að halda að þetta sé það sem koma skal í vetur? Þetta er æfingaleikur for crying outloud.

  31. Mér finnst þessi seinni hálfleikur svona jafnslæmur og sá fyrri var nú góður.
    En, ekki ætla ég að fara að dæma liðið neitt útfrá þessum leik, leiknum á undan né leiknum næstkomandi laugardag.
    Margir af ungu strákunum, og þá sérstaklega í mínum huga, Jonjo Shelvey hefur virkað mjög vel á mig. Og ég er þess fullviss að það á eftir að verða gaman að fylgjast með þessu liði í vetur, ef það mun spila “svona” bolta . Þeir eru nú bara rétt að byrja og þetta á eftir að verða flott hjá mínum mönnum :o)

  32. Þetta minnir mig á handboltalandsliðið.
    Við höfum aðallega verið að vinna í varnarleiknum segir Gummi Gumm þegar sóknin er í molum.
    Verst að það er ekki hægt að sjá að BR hafi verið að vinna í varnarleiknum.
    Reyndar var Adam að smella honum. Kveikir vonandi í mannskapnum.

  33. Er buin að vera horda siðan a 60 minutu, vissi ekki að eg næði þessu svona vel i tolvunni, finnst alltaf hormung að horfa a þetta streamað.

    Alveg steinhissa a hraðanum i þessu, fínn hraði. Gott markið hja adam einnig

  34. Jæja Liverpool menn lélegir að vanda enda kannski ekki skrítið þetta er jú sama lið og spilaði á síðasta tímabili. Það virðist ekkert eiga að styrkja hópinn nema með einhverjum efnilegum og við höfum nú ekki góða reynslu af þeim. Ekki margir efnilegir sem hafa komið inn og blómstrað síðan Lucas er nú eigilega sá eini sem að ég man eftir í augnablikinu.

  35. Sælir félagar

    Það eru ekki margir sem ég hefi séð í kvöld sem manni finnst að ættu heima í byrjunarliði LFC því miður. Það er ef til vill ekki við því að búast. En hvað um það-frekar leiðinlegur leikur og ekk ástæða til að ætla að hann hafi aflað klúbbnum margra nýrra fylgenda í Ameríkunni.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  36. Danny Wilson getur nú alveg farið að pakka saman. Með ágætis touch og sendingar en alltof hægur og slakur varnarlega. Adorjan klárlega ekki tilbúinn í þetta. Sama, Morgan, McLaughlin verða með varaliðinu í vetur, það er alveg klárt þó svo að þeir hafi sýnt fína takta. Suso, Sterling, Pacheco eru spurningarmerki. Mjög spennandi leikmenn allir en ógjörningur að spá fyrir um hvað BR sé að hugsa með þá. Mögulega lán en ef Pacheco er ekki í plönunum þá er ég nokkuð viss um að hans díll verði ekki lánssamningur.

  37. Kom á óvart hvað tempóið var hátt og mikil harka í leiknum, miða við æfingaleik auðvitað.

    En já ætla ekki að vera að æla neinu um hvað allt var hræðilegt og að Liverpool sé á niður leið, eins og ég býst við að margir munu gera sem kommenta hér á eftir mér.
    Munið að þetta var æfingarleikur og að meðal aldurinn var öruglega 20 ára..

    Shelvey klárlega besti maður okkar, og svo Pacheco eftir að hann kom inn á. Sóknarleikurinn dó nánast þegar Jonjo fór útaf, lýtur vel út, hlakka til að sjá meira af honum á tímabilinu sjálfu.

    Annars bara gaman að sjá alla þessa ungu peyja spila, og flestir af þeim ekkert að gefa eftir, töluvert betri en eldru leikmennirnir okkar líka. Svo skemmir ekki að Roma sé líka mitt uppahálds lið!

  38. Seinni hálfleikur mun slakari hjá okkar mönnum.
    Lucas á greinilega og eðlilega langt í land en það kemur.
    Adam er bekkur miðað við Shelvey. Wilson er bara vindill.
    Suso þarf lengri tíma. Pacheco nokkuð sprækur. Nenni ekki að nefna aðra.

  39. Ég ætla ekki að byrja þetta comment á að nefna það hvað Spearing er dapur leikmaður..

    Við eigum greinilega nóg af ungum og efnilegum leikmönnum.

    Leikmenn sem vantaði þarna voru:

    Pepe Reina, Doni, G. Johnson, S. Coates, Kelly, J.Robinson, Henderson, Downing, Gerrard, Bellamy, Suarez, Carroll, Borini.

    Þessir leikmenn hefðu allir styrkt þann hóp sem spilaði í kvöld ekki satt?

    Ef við sjáum ekki Spearing hverfa á lán eða verða seldur þá raka ég mig sköllóttann.

    Ef Jose Enrique tekur sig ekki saman í andlitinu þá kæmi mér ekki á óvart ef maður eins og Robinson myndi byrja í hans stað.

    Þurfum við Allen? Svar mitt er JÁ!

    Lucas þarf augljóslega góðan tíma til að koma sér í gang og Allen er mjög góður spilari aftarlega á vellinum, getur dreift spilinu vel og skilar boltan í flestum tilvikum vel frá sér,

    Ljótt að sjá svona margar feilsendingar í einum og sama leiknum og skelfilegt að sjá hvað okkar menn voru ringlaðir allan leikinn og stundum var eins og menn vissu ekki hvar þeir áttu að vera á vellinum, voru sífellt að benda á hvorn annan og skammast. Vonandi kemur BR því á hreint fyrir næsta leik 😉

    Annars held ég að menn ættu að vera sáttir með þennan æfingaleik, ungir gæjar að fá sénsinn og Spearing færist nær Wolves…

  40. Mér fannst áhugavert að sjá að frá byrjun til enda var lítið um þennan possession fótbolta sem var í fyrsta leik Rodgers og maður býst við að sjá í vetur. Augljóslega talsvert sterkari andstæðingar og erfiðara að halda boltanum, en skyndisóknirnar voru oft á tíðum beittar. En þetta er ástæðan fyrir æfingarleikjum. Rodgers mun væntanlega fara yfir það með liðinu hvað má betur fara.

    Mér sýnist Shelvey alveg geta leyst hlutverkið sem Gylfi átti að þjóna hjá okkur. Þá sýnist mér Pacheco vera leikmaður sem hentar mjög vel í þetta kerfi og sömuleiðis menn eins og Sterling, Joe Cole og jafnvel Adam (ef hann fær að vera fremsti maður á miðjunni (eða er með Lucas í góðu formi til að vinna tvöfalda varnarvinnu)).
    Það er deginum ljósara að við eigum ekki nógu marga góða sentera til þess að henda Carroll frá okkur. Eccleston og Morgan gerðu ekkert merkilegt í leiknum. Um leið fannst mér Aquilani alls ekki sýna að hann verði mikilvægur hlekkur í þessum hóp.

    Auðvitað er leiðinlegt að tapa, jafnvel þó þetta sé bara æfingaleikur. En við megum ekki gleyma því að við eigum inni heilt byrjunarlið. Reina, Johnson, Kelly, Coates, Downing, Henderson, Gerrard, Bellamy, Suarez, Borini og Carroll.
    Það gefur auga leið að margir þessara manna verða byrjunarliðsmenn á næsta tímabili og stór hluti af þeim sem spiluðu í kvöld munu leika lítil hlutverk í vetur eða hreinlega hverfa á braut.

  41. Er það rétt munað hjá mér að Suso spilaði annann af fremri tveimur á miðju í Toronto leiknum með mun frjálsara hlutverk en í kvöld? Mér fannst hann allavega mjög lokaður af þarna á kanntinum með Flanagan, Adorjan og Morgan sem sínar stystu sendingarleiðir. Það var allavega augljóst að honum leið betur í síðasta leik og oft var hann kominn alla leið yfir til vinstri í þríhyrninga með Sterling. Held að hann eigi mun meira inni (ef hann fær frjálsara hlutverk) en það sem hann sýndi í gærkvöldi. Þó er spurning hvort sé frekari þörf fyrir hann á kanntinum en á miðjunni, við eigum fleiri miðjumenn eins og er.

    Annars sammála með Shelvey > Aquilani, menn hljóta að vera að grínast með að lána Shelvey og halda Adam/Aquilani.

  42. Þetta var fín ÆFING hjá semi varaliði Liverpool og góð reynsla sérstaklega fyrir ungu leikmennina. Roma hefur spilað sex leiki á æfingatímabilinu og var nánast með sitt besta lið í þessum leik öfugt við okkar menn og því langt frá því heimsendir þó við höfum tapað leiknum, raunar skiptir það nákvæmlega engu máli.
    Það væri gaman að sjá stráka eins og Morgan, Suso, Sterling og Adjoran stíga skrefið upp í meistaraflokk á næstu árum og ætti alveg að vera raunhæft. Shelvey er að verða þrusuleikmaður líka. Eins hefur Pacheco komið betur út en ég bjóst við þó ég hafi enga trú á því að hann verði með LFC í vetur frekar en fyrri ár.
    En það lang mikilvægasta og skemmtilegasta sem ég tek frá þessum leik er að Lucas Leiva er farinn að spila aftur. Ef hann er að taka þátt í þessum leikjum getur hann ekki átt langt í land með að geta byrjað tímabilið með okkur.

  43. “Ef við sjáum ekki Spearing hverfa á lán eða verða seldur þá raka ég mig sköllóttann.”
    Spurning með að setja inn mynd befor :þ nefni ekki “nad after” því ég vona að þú þurfir ekki að efna heitið 🙂

    En mér datt strax eitt í hug svona eftir fyrstu æfingarleiki, er ekki hægt að setja upp svona block takka til að slökkva á völdum einstaklingum. Sumir eru strax byrjaðir að grenja um getuleysi, lélegan leikstíl osfr og það bara drepur niður stemminguna að sjá svona aumingja commenta.

    Það verður áhugavert að sjá hverjir af þessum leikmönnum koma til með að komast að í aðalliðshópnum hjá okkur. Mér finnst klárlega að Shelvey eigi að fá tækifæri í vetur og eins er áberandi þörfin á vinstri bakverði. Annað er nú lítið hægt að ráða úr þessum leik.

  44. Ég skil ekki hvað sumir hérna að myndu halda að Brendan væri, hann hefur sagt það sjálfur að hann sé ekki töframaður heldur þjálfari og það væri ágætt ef að einhverjir myndu átta sig á því.
    Auðvitað var lítill sóknarleikur hjá okkur í gær þegar okkur vantar ALLA sóknarmennina sem við eigum nema Morgan og Ecclestone sem átti að renna út af samning en hefur væntanlega fengið að fara með þar sem að úrvalið er svona slæmt.

    Ég er bjartsýnn á framhaldið enda sá ég í gær leikmann á vellinum sem ég sé sem arftaka Gerrard þegar hann leggur skóna á hilluna, sá strákur heitir Jonjo Shelvey og er einfaldlega að verða betri og betri með hverjum leik sem ég sé hann spila.
    Svo er það annar strákur sem að við vorum flestir búnir að afskrifa eftir að hafa verið talinn gríðarlega efnilegur en svo gerðist ekki neitt og hann svo lánaður í fyrra og þá er ég að tala um Daniel Pacheco, loksins segi ég loksins erum við kominn með þjálfara sem að spilar leikkerfi sem gæti kannski hentað honum, vinstra meginn í 4-3-3 kerfinu. Ég held að við eigum eftir að sjá mikið af þessum strák í vetur.

    Ég ætla að vera bjartsýni gaurinn.

  45. Tek undir comment #61

    Það er alltof mikið af vælurum og beservissurum hérna inná.
    Leikmenn eru að læra, þurfa að kynnast kerfinu og það sem BR leggur upp með. Þótt þú sért atvinnumaður þá tekur tíma að læra á nýja hluti og eins og vel unnarar innan klúbbsins hafa sagt þá verður þetta ekki fædd á einni nóttu. Þetta er þriðji þjálfarinn á 3ja pre season árinu í röð svo þið gleymið því ekki.

    Þó við töpuðum í gær, þá fór ég ekki beint inná kop.is og fór að væla útí þennan og hinn og bla bla bla. Menn hafa verið undir STÍFUM æfingum síðsl. daga, flugu frá Toranto á sunnudaginn, stífar 2 æfingar á mán og þri. Svo beið þeirra HÖRKUleikur á móti Roma sem er komið lengra inní pre season en við.

    Ég get alveg giskað á það að þeir leikmenn sem stóðu sig eitthvað “verr” í gær hafi bara einfaldlega verið þreyttir eftir hörkupuð undanfarið þar sem BR virðist ekki vera gefa neitt eftir á æfingum.
    Vel flesstir hafa verið virkilega skarpir á æfingum og virðast vera mjög duglegir.

    BR hefur sagt það oftar en einu sinni að þessir leikir eru notaðir í að pikka upp fittnessið í liðinu, úrslit skipta engu máli. Hann vill bara sjá leikmenn aðlagast hans leikstíl sem að sjálfsögðu einfaldlega tekur tíma.

    Verum passívir og bíðum rólegir strákar, styðjum stjórann OKKAR, við eigum hörku leikmenn sem eiga eftir að koma í liðið. T.a.m. vantaði ALLA sóknarlínuna í gær.

    Þetta kemur með kalda vatninu…… YNWA 😉

  46. Tek undir með Gunnari Óarssyni #61. Menn eru allt of mikið að missa sig í bölmóðnum. Tímabilið ekki byrjað, verið að spila bleyjubörnum í ÆFINGARleikjum og mikið eftir af félagaskiptaglugganum. Menn væla samt. Spurning um að síðuhaldarar útbúi meinhornssvæði fyrir þá sem nenna engu öðru en að rífast og skammast.

  47. Þolinmæði þolinmæði þolinmæði……. 🙂 sem betur fer er þetta bara æfingarferð, en mikið afskaplega yrði ég nú samt glaður ef við tækjum spjátrungana í Tham á laugardag í kennslustund, maður má nú láta sig dreyma er það ekki 😉 ?

  48. Keypti mér svarta og gula þriðja búninginn árið 2010 og setti Pacheco aftan á og það var ástæða fyrir því. Þessi strákur á eftir að verða stjarna

  49. Pacheco er töluvert betri kostur en sá sem ég tók á sömu treyju. Ég stóð fyrir framan afgreiðsluborðið að íhuga hvaða nafn ég gæti sett á búningin þar sem þeir áttu ekki A, E né tölustafinn 1. Ég endaði með treyju merkta David N’Gog. Nú var maður að fjárfesta í nýju Warrior Sport treyjunni og á erfitt með að ákveða hvaða nafn fær að lenda aftan á þeirri treyju. Baráttan er helst milli Lucas Leiva og Fabio Borini þó Jonjo Shelvey heilli aðeins líka.

  50. Eg hef nu ekkert serstaklega hugsað um að setja nafn aftan a nyju liverpool treyjuna mina en ef eg gerði það væri aldrei spurning hvaða nafn færi a hana. Það yrði alltaf Lucas enda besti og mikilvægasti leikmaður liðsins. Svona til að finna sma jakvætt við meiðsli hans seint a siðasta ari þa er það að ef hann hefdi spilað allt seasonið þa værum við sennilega i veseni að halda honum nuna fra Real Madrid og alika klubbum, við faum allavega að halda þessum æðislega manni lagmark eitt ar i viðbot þokk se þessum omurlegu meiðslum hans

  51. Þolinmæði elskurnar, þolinmæði.

    Eins og Babu og fleiri hér minni ég menn á að ansi margir þeirra sem við höfum séð hingað til munu ekki fá eina mínútu í spilatíma í vetur, allavega í leikjum sem einhverju máli skipta. Það er risaskref fyrir leikmenn að komast í aðallið LFC og það eru margir í þessum hóp sem í USA eru sem munu ekki ná því takmarki.

    Wisdom, Sama og Adorjan t.d. hef ég ekki trú á að við sjáum oft…sennilega eru líka sénsar Wilson, Jones og Ecclestone ekki mikið fleiri. Svo eru þarna líka ungir menn sem er verið að setja blóð á tennur. Morgan, McLaughlin, Suso, Gulasci og Smith. Sterling set ég ekki með því hann er eins og Shelvey klárlega að fara að verða leikmaður LFC, hvort sem þeir verða lánaðir í vetur eða ekki. Eftir frammistöður Shelvey síðasta tímabil og núna í sumar neita ég að trúa að hann verði lánaður í burt, en þá bara til almennilegs liðs í EPL!

    Við erum ekki með marga þarna sem við munum sjá reglulega. Agger, Skrtel, Carra og Lucas auðvitað, kannski Enrique en þá þarf sá að bæta sig takk! Semsagt, varnarmennirnir í vetur eru að spila en ekki mikið annað.

    Það eru svo þeir leikmenn sem ég ekki nefni sem ég held að mest sé verið að spá í…Flanagan, Spearing, Adam, Cole, Aquilani og Pacheco. Hverjir munu fitta inn í það sem verið er að spá í að gera í vetur.

    Mitt mat eftir þessa tvo leiki er að aðeins tveir þarna hafa sýnt eitthvað sem segir mér, “já takk – hafa hann með”. Það eru Pacheco og Cole. Flottir sóknarlega og góðir í pressunni. Flanno hefur verið slakur í báðar áttir finnst mér, Spearing einfaldlega verið afleitur finnst mér. Adam er góður í fyrstu snertinga spili og skoraði flott mark en er ekki með mikla ögun í stöðunni sinni, Aqua er búinn að vera latur og hefur átt eina sendingu þessar 90 mínútur sem vert er að taka eftir.

    En auðvitað eru þetta bara tveir leikir búnir og í þeim næsta munum við sjá stóru nöfnin koma inn og þá sjáum við hverjum verður fyrst fórnað.

    Það skekkir auðvitað töluvert að við þurfum að skila inn 25 nafna lista til UEFA strax uppúr helginni og taka þarf þá leiki alvarlega. Svo þarf líka að skoða hverjir það eru sem eru tilbúnir að verða “squad-player”. Við höfum bara ekkert gott af því að hafa fúla menn í hópnum finnst mér. T.d. á miðjunni tel ég Gerrard og Lucas verða í áskrift að sínum stöðum og hvað þá ef Allen verður keyptur.

    Hendo, Pacheco og Cole geta verið úti á köntunum og það mun hjálpa þeim held ég. Aqua, Shelvey, Spearing og Adam standa þá eftir og ein spurningin verður hver eða hverjir þeirra eru tilbúnir í það hlutverk!

  52. Það hlýtur eitthvað að vera í gangi í slúðrinu með umba G.Ramirez sem sagður er vera í London að díla og víla. Hvað segið þið innanbúðarmenn og Twitter tengslafólk?

  53. Já Maggi, Cole væri flottur á kantinum í vetur fyrir ca 400 þús pund á mánuði, bara lúxus að hafa þennan mann innanborðs ….

  54. svo þarf líka að skoða hverjir það eru sem eru tilbúnir að verða „squad-player“. Við höfum bara ekkert gott af því að hafa fúla menn í hópnum finnst mér.

    Ég er mjög ósammála þessu. Sjáðu City í fyrra. Frystu Tevez í 2/3 hluta tímabilsins, hann var algjörlega að drepast úr fýlu en var svo einn af þeim sem tryggðu þeim titilinn. Við erum miklu betur settir með breiðan hóp með nokkrum fúlum einstaklingum en með þunnan hóp þar sem allir eru sáttir og lítil samkeppni er um stöður. Eina ástæða sem ég mér finnst réttlæta það að losa út leikmenn er ef betri koma í staðinn.

  55. Gaston Ramirez var ekki að lækka verðmiðann með þessu marki. Var að setja hann snyrtilega beint úr aukaspyrnu.

  56. Er það ekki Spurs sem eru þá að reyna við hann? Það væri eftir öðru…

  57. Magnað hvað margir af okkur poolurum eru fljótir að sjá einhver samsæri í öllum hornum. Eins og að séu bara menn á skrifstofunni hjá Tottenham að fylgjast með slúðursíðunum og þegar Liverpool eru linkaðir við einhvern leikmann að þá setja þeir allt á fullt.
    Er ekki bara líklegasta skýringin sú að þetta eru tvö félög með svipað mikið budget á milli handana og eru þá líklegast tilbúinir að setja svipaðan pening í leikmenn.

  58. Maggi er fantapenni en ég bara get ekki verið sammála þér með Cole. Overrated frá helvíti á alllllltof háum launum vill hann burt það hlítur að brenna fyrir LFC hvað þeir eru að borga þessari sultu á mánuði. frekar að losa sig við hann og endurnýja samninga og bæta við það sem nemur hans launum á menn eins og Skrtl agger og fleiri snillinga takk fyrir.

  59. 72 Diddinn

    Það hlýtur eitthvað að vera í gangi í slúðrinu með umba G.Ramirez sem
    sagður er vera í London að díla og víla. Hvað segið þið innanbúðarmenn
    og Twitter tengslafólk?

    Það er ekkert leyndarmál að Liverpool hefur verið að ræða við Bolognia varðandi Ramirez, og skv. mínum heimildum hefur Liverpool verið að draga lappirnar í þeim viðræðum í allt sumar. Þau hafa ekki komist að neinu samkomulagi og Bolognia hefur ekki veitt Liverpool leyfi til að ræða við Ramirez – skv. mínum heimildum, en ég þarf að fá betri staðfestingu á því áður en ég get fullyrt það fullum fetum.

    Þannig, ef rétt er, að umboðsmaður Ramirez sé í viðræðum við enskt fótboltalið, þá myndi ég vera nokkuð öruggur um að það sé ekki Liverpool

    Homer

  60. Samsæri Allen, Gylfi, Ramirez. Mönnum hefur tekist að búa til samsæris kenningar úr mun minna en þessu:). Og miðað við þennann æfingaleik þá vorkenni ég roma mun meira en okkur því þeir stilltu upp ansi sterku liði í gær.

  61. Alveg sammála þér hoddij með að laun Cole eru fáránlega há, í raun alveg eins og hjá Aqua (80k) og í raun Adam (65k) líka.

    Ég tók það ekkert inn í jöfnuna því eins og t.d. Babu hefur bent á eru ekki endilega líkur til þess að nokkuð lið muni létta þessum launakostnaði af okkur er það? Ég myndi ekki gráta það neitt að allir þessir þrír færu en í mínum huga er Cole bestur í fótbolta af þeim og myndi nýtast okkur best.

  62. Láta þá bara alla fara á einu bretti, fáum þá bara unga ákafa menn inn í staðin (okkar og bæta við) sem eru kannski á 1/4 til 1/2 af þeirra launum. Allir sáttir?

  63. Já af því að lið bíða í röðum eftir uppboðinu á þessa kalla.
    Við verðum að sætta okkur við það að eina leiðinn til að fá mögulega eitthvað fyrir þessa menn er að Brendan geti notað þá eitthvað og komið þeim þannig í verð. Í dag hefur engin áhuga á að fá þessa launahrúgu á sig.

    En hvaða þörf er á Allen fyrir 15 millur þegar við höfum, Gerrard, Lucas, Adam, Hendo, Shelvey, Aquilani, Suso og einhverja fleiri.
    Vonandi fara þessir peningar frekar í klassasóknarmann sem getur komið helvítis tuðrunni í netið.

  64. Nei líklega mun ekkert lið losa okkur við Cole. En ef hann hefur einhvern metnað og yrði hótað varaliðsleikjum, þá gæti verið möguleiki að hann myndi taka á sig launalækkun til að spila annarstaðar. Rökin fyrir því að hann þurfi að fara, sama hvernig það er gert eru einföld, eins og hjá öllum fyrirtækjum þá er staðan þannig, ef þú ert ekki nægilega góður starfskraftur miðað við launin sem þú færð þá ertu úti.

    Og við erum með 4 augljósa þannig starfsmenn: Aqua, Adam,Cole,Downing. Sama hvaða trú menn hafa á Aqua, þá er þetta ALDREI 80 þús punda á viku leikmaður, sama í hvaða heimi menn lifa.

  65. Strákar, vitið þið ekki að Aquilani hefur verið magnaður á Ítalíu undanfarin ár? Aðeins meiðsli og óheppni sem hafa sett strik í reikninginn.

  66. Liverpool will face Belarusian side FC Gomel in the Europa League third qualifying round. away leg on august 2nd, Home tie – 9th August…

  67. Lesið þessa ræðu Steven Gerrard og fáið gæsahúð. Setjið hetjutónlist undir þessa ræðu Steven Gerrard og fáið tár í augun.

    Ég var einn af þeim sem fannst Gerrard ekki nógu sterkur í því að rífa liðið upp en
    ég ét það allt ofan í mig.

  68. Finnst athyglisvert það sem hann segir að við höfum sýnt öðrum liðum of mikla virðingu með fyrri stjórum. Þetta er akkúrat tilfinningin sem maður fékk oft hjá Benitez í byrjun, hjá Kóngnum og aðallega RH.

    Ég er ekki jafn bjartsýnn og fyrirliðinn okkar, held að þetta ár verði erfitt fyrir okkur stuðningsmennina á köflum.

  69. Er ekki nóg að við pirrum okkur á þeim sem koma til okkar… þurfum við nú líka að pirra okkur á þeim sem koma ekki?

  70. Junior Hoilett var líklega ekki talinn nógu góður miðað við uppeldisbæturnar sme Blackburn var að heimta fyrir hann og þar með áhuginn ekki meiri.

  71. Svo er flott að Gerrard sé að rífa mannskapinn upp þó ég held nú að við séum ekki að fara ná meistaradeildarsætinu. Er mjög sammála honum að við höfum virt “minni” liðin of mikið í gegnum tíðina og það að þeir séu komnir með það á hreint og ætli sér að ráðast almennilega á þau er gott merki finnst mér. Bestu liðin rífa þau minni í sig eða klára þau sannfærandi eða vinna þó þeir séu ekki betri og klára þau. Það hefur LFC nánast aldrei náð að gera.

  72. Gerrard segir:
    We can’t be doing post-match interviews saying ‘we should have got the points or we were not clinical enough’. We have got to be clinical. We have got to get the points we should get.

    Hann er legend! og við munum enda í top 4. Ég treysti á captin fantastic!!!

    YNWA!

  73. Útsendingin byrjar kl 16 að íslenskum tíma, leikurinn sjálfur byrjar kl 17 að íslenskum tíma.

  74. Hrikalega gott viðtal við captain fantastic !

    http://www.101greatgoals.com/gvideos/in-depth-interview-steven-gerrard-speaks-to-liverpool-tv-ambitions-for-2012-13/

    Áhugavert að heyra Gerrard tala um Europa League. Einfaldlega “It would be nice if we win it” og “either we win it or it means nothing.”
    Hann virðist ekki sérstaklega hrifinn af keppninni, fyrir utan að hún gefur okkur möguleika á bikar. Ég vona eiginlega að Liverpool sendi varalið í þessa keppni í vetur, því það er ömurlegt, eins og Gerrard segir, að vera að taka þátt í henni af fullum krafti og detta síðan út í 8 liða úrslitum eða eitthvað. Deildin á að vera það sem skiptir máli í vetur.

  75. Engin upphitun fyrir tottenham leikinn?
    LFC er með mun betra passing en gegn Roma og oft mjög flott og yfirvegað spil. Lýst mjög vel á so far

Brendan Rodgers og taktíkin

Liverpool Open golfmótið 11. ágúst