Tiki – taka

Ætti okkur öllum að vera ljóst að hugmyndafræðin sem Brendan Rodgers vinnur út frá er kölluð “tiki taka” og byggir að mestu á því sem Barcelona hefur unnið með hjá sínum liðum, þó vissulega ólíkar áherslur fylgi þeim leikmönnum sem unnið er með í hverju liði og landi. Lið með Xavi og Iniesta útfærir t.d. ákveðna hluti á annan hátt en lið með Sinclair og Graham.

En grunnurinn er sá sami og hér hendi ég inn tveimur flottum tenglum fyrir þá sem vilja kynna sér þessi fræði betur, mér finnst það sjálfum mikilvægt því það er töluvert í gangi í umræðunni sem mér finnst ekki vera í anda umrædds leikkerfis. Heyrði t.d. á tali vina minna að þeim fannst Liverpool alltof mikið með boltann á sínum helmingi gegn Toronto og “virtust ekki nenna að sækja”.

En hérna eru tenglarnir á EPL-index, tveir af fimm eru komnir…

http://www.eplindex.com/16473/systems-football-the-basics-tiki-taka-totaal-voetball.html

http://www.eplindex.com/16693/systems-football-positioning-part-two-tiki-taka-totaal-voetbal.html

Svona fyrir þá sem hafa gaman af að lesa um taktík!

Fyrir neðan þessa færslu er opinn þráður, endilega henda þangað inn ef eitthvað skemmtilegt dettur í kollinn!

27 Comments

 1. Ég var að spá hvenær leikurinn gegn Roma verður,verður hann i nótt eða á morgunn?

 2. Tek það fram að ég sá ekki leikinn á móti Toronto en ég las að sumir hér inni voru ekkert allt of heillaðir en mér fannst þetta áhugaverð tölfræði í meira lagi þegar ég sá hana. Getur verið að við höfum ekki verið nægilega beittir fram á við (sá ekki leikinn) en sú fílasófia að halda bolta og láta hann ganga virðist vera að skila sér til manna.

  http://www.eplindex.com/16635/liverpool-fc-toronto-match-player-stats-analysis.html

 3. nr. 3: Þegar Carra er með 100% sendingarnýtingu, þá bara hreinlega…. mér fallast eiginlega bara hendur 🙂 Sá ekki leikinn, en get kannski ímyndað mér að bitið fram á við helgist að einhverju marki af því að það voru nær eingöngu ungliðar í sókninni, í vörn og á miðju voru alltaf einhverjir reynsluboltar.

 4. Að vera með 70% possesion og um 660 sendingar með 92 % heppnaðar í fyrsta leik með marga kjúlla á vellinum segir ansi margt um hvað er í gangi hjá félaginu.

  Það tekur tíma að læra að spila svona og mig er farið að hlakka til eftir svona 3 vikur þegar aðalliðið er búið að æfa þetta stíft í 3 vikur. Vissulega var sóknarleikurinn ekki glimrandi en bíðum eftir, Gerrard, Suarez, Borini og hinum og þá fáum við flottan sóknarleik.

  Þó svo að ég vonist ennþá eftir einu stóru nafni í sumar þá er ég orðinn hrikalega spenntur að sjá þessa leikmenn fara að spila svona leikkerfi þar sem að Liverpool er meira með boltann en ekki eltandi hann um alla völlinn.

 5. Það verður vissulega spennandi að sjá leikmenn Liverpool reyna að spila tiki-taka bolta. Sömuleiðis spennandi hvernig önnur lið í deildinni bregðast við því.

  Persónulega finnst mér skemmtilegra að horfa á lið skiptast á að sækja. Það getur verið ágætt að horfa á Barcelona og landslið Spánar, en þar eru líka margir af bestu knattspyrnumönnum heimsins samankomnir á vellinum. Að uppfæra þetta á Liverpool verður náttúrulega allt allt annað. Skemmtilegra vegna þess ég held með Liverpool, en varla jafn árangursríkt og fallegt.

  Ég var að vona að eitthvað lið væri búið að finna lausnina á þessu tiki-taka kerfi og mundi slá Spán sannfærandi út á EM. En þetta er greinilega ennþá málið.

  Annars góður pistill Maggi, og alltaf gaman að lesa pælingarnar þínar.

 6. Má ekki segja að Chelsea hafi fundið lausn við því í meistaradeildinni? Allir inní markteignum og svo eitt stykki striker bíðandi á miðjunni.

 7. Ekki er ég eitthvad ad missa mig yfir þessu tiki taka drasli. Þú vinnur ekki bara leiki með því ad segjast ætla ad spila ákvedid leikkerfi, heldur með því ad vera med góða liðsheild sem leggur sig 100% fram í hvern einasta leik. Hvort það heitir tiki eitthvad eda kókópuffs leikkerfi skiptir engu.

 8. Ekki er ég eitthvad ad missa mig yfir þessu tiki taka drasli. Þú vinnur ekki bara leiki með því ad segjast ætla ad spila ákvedid leikkerfi, heldur með því ad vera med góða liðsheild sem leggur sig 100% fram í hvern einasta leik. Hvort það heitir tiki eitthvad eda kókópuffs leikkerfi skiptir engu.

  Andvarp.

 9. Má ekki segja að Chelsea hafi fundið lausn við því í meistaradeildinni? Allir inní markteignum og svo eitt stykki striker bíðandi á miðjunni.

  Jú þeir gerðu vel, Roberto Di Matteo er maðurinn. Ættli við fáum ekki að sjá Chelsea stilla þessu kerfi upp á móti Liverpool á komandi tímabili.

 10. 8. Já, spurning um að fá Hodgeball aftur, enda það eina sem virkar. Þú vinnur ekki stórmót með Tiki Taka, það er úrelt drasl.

  Komdu heim Roy Hodgson.

 11. Ég er ekkert ad segja ad tiki taka sé úrelt, þad tekur væntanlega einhver ár og mikla peninga til þess að taka upp svona leikkerfi, ekki bara að ýta á “enter “. Þó svo að nýtt leikkerfi sé spilad þýðir ekki endilega titla og gódan árangur.

  Kristján Atli, vonandi ertu ekki ad sofna yfir þessu frá mér 😉 en alls ekki misskilja mig , ég vill allt annad en það sem hodgson baud uppá.

 12. Rólegir að rakka niður Hödda B, það er alveg satt sem hann segir að maður vinnur ekkert með leikkerfinu. Hafiði fylgst með Barcelona spila, þeir eru ekkert að vinna útaf þessu leikkerfi, málið er bara að þeir eru rugl duglegir og leggja sig fram og spila sem ein liðsheild og nota þetta tiki taka. Það er alltaf 1,2 og 3 að hafa liðsheild og duglega leikmenn og svo kemur áherslan á hitt. Menn meiga ekki gleyma því einmitt líka útaf því það er svo mikilvægt í tiki taka að hafa liðsheild sem vinnur að sama markmiði. Eins og með Messi, “besti” leikmaður í heimi, en hann er alveg líka að fara aftur og verjast og pressar og vinnur boltann. Þannig þurfa leikmennirnir að vera, duglegir með rétt hugarfar og svo kemur að því að vera með hæfileikana.

  Eða þúst, ekkert alveg svart og hvítt en þetta er allavega mikilvægur hlekkur líka.

 13. Ég var ekkert að „rakka niður“ Hödda B. Ég má alveg vera ósammála ummælum hans og láta það í ljós án þess að vera sakaður um níð. En ég er ósammála fullyrðingu hans.

  Ég ætla að skrifa grein um þetta til að útskýra þetta tiki-taka dæmi aðeins nánar. Vonandi skýrir það afstöðu mína aðeins nánar. Ég set þá grein inn seinna í kvöld, það tekur tíma að skrifa slíkt. 🙂

 14. haha já, hann orðaði þetta líka ekkert rosalega vel með því að kalla tiki taka drasl og kókópuffs rugl eithvað. 🙂

 15. Mer lyst mjog vel a tiki taka boltann og hlakkar til að sja hvernig Rodgers utfærir þetta. En ef þetta a að virka finnst mer vanta allavega 1-2 hraða öfluga leikmenn sem geta skapað eitthvað. Oft a siðasta timabili voru okkar menn með boltann 65-70% prosent a anfield td en naðu ekki að komast i gegnum varnarmúr andstæðinganna. Væri ekki slæmt td að vera með 4-3-3 kerfið og hafa Gerrard, Lucas og Allen a miðjunni og Suarez, Borini og þa kannski einn annann skapandi vængmann eins og Ramirez, Walcott eða Adam Johnson. Svo reyndar truir maður ekki oðru en að Downing verði betri en i fyrra.

 16. Þegar við sjáum markmanninn okkar með 17 af 18 sendingum(94.44%), Carra með 50 af 50(100%) og svo C.Adam 33 af 41(80.49%), J.Cole 24 af 29(82.76%) gegn Toronto þá spyr maður sig… Hver voru hlutverk þessara leikmanna?

  Carra og B.Jones voru trúlega í því að koma boltanum í svokalla “safeplace” , einfaldlega að spila boltanum auðveldlega frá sér. En svo Adam og Cole voru líklega að reyna erfiðari sendingar og ekki alltaf hafa þær heppnast.

  Ég horfði ekki á leikinn en ef það reynist rétt að Adam og Cole voru að reyna erfiðari sendingar þá sættir maður sig alveg við það að þeir klikki af og til, en ef t.d. Adam var að klúðra stuttu boltunum þá er það óásættanlegt.

  Gaman að sjá Sterling gera góða hluti og vonandi verður hann í 18manna hópi í byrjun tímabils og jafnvel inní myndinni í sumum leikjum. Frábært efni þarna á ferð.

  Vonandi fáum við að sjá beittari hnífa í næsta leik gegn Roma og jafnvel aftur frábæra statistic frá Carra hehe

 17. Einmitt, Liverpool var oftar en ekki með boltann 60-70% í mörgum leikjum, með 20-30 markskot, en tapaði samt. Við getum kallað það tiki eitthvad og svo endurtekið leikinn komandi tímabil, yfirspilað meira en helming liða í úrvalsdeildinni en samt uppskorið svipað. Mín skoðun er að Liverpool þarf klassa sóknarmann og allavega einn klassa vængmann. Sama hvaða leikkerfi er spilað.

  Hlakka til að lesa pistilinn frá þér Kristján Atli, þó svo við séum ekki sammála um allt.

  YNWA

 18. Þegar ég las komment númer 8 hjá Hödda B þá var mér hugsað til Mike Bassett að garga á Enska landsliðið í hálfleik á móti Mexíkó þar sem þeir töpuðu 4-0. Hann var einmitt að spila bara inná 100% liðsanda án þess að hafa nokkuð plan.

  Ég veit að Höddi B var ekki að meina þetta svona en bara fannst þetta eitthvað svo Mike Basset eða Roy Hodgson legt.

  Mér finnst mjög gott að vita það að Rodgers er að vinna eftir plani og veit hvernig hann vill spila. En við skulum ekki gleyma því að hann segist líka að spila til sigurs ekki bara halda boltanum.

  Svo eru til nokkrar útfærslur af þessu tiki taka. Allavega spilar Barcelona ekki alltaf eins. Þeir hafa haft mismunandi sóknarmenn í sínu liði. Spiluðu meira að segja með Zlatan sem er stærri en Carroll. Þannig að Gardiola er spilar ekki alltaf nákvæmlega sama boltan í öllum leikjum þó að grunn hugmyndafræðin sé sú sama.
  Við vitum ekki alveg fyrir víst hvernig Liverpool mun spila á næstu leiktíð eða hvaða hlutverk okkar bestu menn munu hafa innan liðsins (Suarez eða Gerrard).

 19. Það er kannski pínu ruglandi að nota alltaf þetta spænska orð “tiki taka”. Í raun er þetta bara aukin áhersla á “possession” í heimsfótboltanum, þróun sem hefur verið í gangi síðustu ár. Þetta er eiginlega hætt að vera sérstakur leikstíll og nær því að vera möst fyrir lið sem vilja ná langtíma árangri í íþróttinni, sambærilegt því þegar menn fóru að spila svæðisvörn í fyrsta skipti. Ástæðan fyrir því að bestu lið heims í dag koma frá Spáni er fyrst og fremst sú að þeir eru komnir lengst í þessari þróun. Því fyrr sem önnur lönd temja sér þessa hugsun, hætta að leyfa þeim að stýra leikjum og mæta þeim almennilega, því betra.

  Það er svosum hægt að vinna einn og einn bikar með neikvæðum fóbolta (Chelsea, Inter) en hann er ekki líklegur til langtímaárangurs. Allir sigurveigarar stóru deildanna í Evrópu og bestu liðin á EM voru með mjög háar possession %, sem er mikil breyting frá því um miðjan síðasta áratug þegar skyndisóknabolti var ríkjandi og Grikkir Evrópumeistarar.

  Að Liverpool sé nú komið með þjálfara sem er framarlega í þessu er ekkert nema frábært og klárlega lykillinn að framtíðarárangri. Auk þess held ég að liðið sé vel búið fyrir svona fótbolta (amk. aftarlega á vellinum) með góðan “sweeperkeeper” vel spilandi varnarmenn og Lucas fyrir framan.

 20. Hey! Ef það á að rakka niður Coco Puffs er mjög mikilvægt að vita hvort verið sé að tala um þennan hreinræktaða illa vinstri græna forræðishyggju viðbjóð sem er núna í boði eða gamla góða alvöru Coco Puffs ?

  Hvað tiki-taka varðar held ég að umræða um það sé svolítið ofmetin og mikilvægt að átta sig á að Liverpool er ekkert að fara spila eins og Barcelona sem hefur mjög mikið forskot á andstæðinga sína í sinni deild og hafi þeir það ekki kaupa þeim þá bara. Horfum mikið frekar í það að við vorum að fá þjálfara Swansea og ég a.m.k. vona að hann þrói þann bolta sem hann var að spila þar yfir á Liverpool og auðvitað bæti ennfrekar.

  Lykilatriði í tiki – taka er að halda bolta innan liðsins og pressa andstæðingana stíft þegar liðið er án bolta. Allar aðgerðir mjög skipulagðar og æfðar. Hvíla sig með boltann. Það er ekkert eins og Barcelona eða Spánverjar hafi fundið þennan fótbolta upp. Þeir hrifust t.d. mjög að Liverpool á gullarldar árum Liverpool. Hvaða ætli quote-ið í banner úr stúkunni á Anfield sé gamalt? “For those of you watching in black and white, Liverpool are the ones with the ball”.

  Ég á mjög erfitt að finna eitthvað sem er ekki jákvætt við þetta og eins er ég á því að Liverpool lið Kenny Dalglish sé ekkert ljósárum á eftir þessari hugmyndafræði. Vissulega margt sem þarf að laga og bæta en Kenny Dalglish vildi spila fótbolta og liðið gat oft á tíðum haldið bolta mjög vel undir hans stjórn og stótt mjög stíft. Ef Rodgers lagar varnarleikinn með því að pressa andstæðinginn ofar leysir hann tvö vandamál í einu, minna álag á vörn og sóknaraðgerðir hefjast nær marki. Annað sem hann lagar strax (og það er með öllu frábært) og það er bann við löngum draumaboltum frá mönnum sem eiga ekkert að reyna slíkar spyrnur. (Carra réttu upp hönd). Rodgers sýndi það með Angel Rangel í fyrra að hann vill frekar að leikmenn sínir geri mistök í stuttum sendingum heldur en að fara ekki eftir leikkerfinu og byrja að bomba boltanum fram í tíma og ótíma. Rangel gerði mistök við að gera nákvæmlega það sem ég bað hann um, gagnrýni hann ekki fyrir það sagði Rodgers.

 21. æji drepið mig ekki, þið haldið varla að Spearing, Adam og Henderson séu að fara spila einhvern barcelona bolta afþví að þjálfarinn er hrifinn af því. Þið skuluð drepa þessa drauma ykkar í fæðingu félagar.

 22. Greinin mín er komin inn. Hún er yfir 2500 orð. You have been warned. 🙂

  Einnig: voru það Vinstri-Grænir sem eyðilögðu Cocoa-Puffs og Honey Nut Cheerios? Ég kýs þá aldrei, aldrei, ALDREI!

 23. Nr. 23 Michael Jordan ?

  A – Já það voru þeir. Einhver verður að fara með þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu.

  B – og takk fyrir að koma með nýja grein um leið og ég kláraði mitt comment. Bastardo.

 24. Fór í Kost um daginn og fékk tar gamla góda coca puffsid….áfram Kostur 🙂

Mánudagsmolar – opinn þráður

Brendan Rodgers og taktíkin