Evrópudráttur og leikmannaslúður – opinn þráður

Þá er búið að draga í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar, en okkar menn munu hefja keppni þá.

Upp úr hattinum kom að okkar menn munu mæta sigurvegaranum úr leik Renova (Makedóníu) og Gomel (Hvíta-Rússlandi) í umræddri umferð. Teljast verður líklegt að mótherjarnir verði Gomel, sem vann fyrri leik liðanna í Makedóníu 0-2 og standa því vel að vígi.

Held að við séum ekkert að bæta við umræðuna, Babu er þessa dagana að viða að sér alfræðiorðabókum og kortum til að gera sig kláran í Evrópuupphitanir vetrarins, sem vonandi verða nokkrar! Þó má geta að fyrri leikur liðanna verður “úti” þann 2.ágúst og sá síðari á Anfield þann 9.ágúst.

Í slúðrinu er það heitast að margir miðlar telja Swansea búið að samþykkja (innskot EÖE: ég breytti tenglinum í tengil á upprunalegu Sky fréttina) 15 milljón punda tilboð í Joe Allen, með mögulegu láni leikmanns að auki, þá Shelvey eða Suso. Skulum sjá hvað verður, ljóst að ansi margt slúðrið hefur ekki verið á rökum reist og nú er bara að bíða. Hins vegar held ég að ef að Allen er að koma þá bara hljóta aðrir miðjumenn að vera að fara, við erum vel yfirmannaðir í þeim leikstöðum nú þegar…

Annars er þráðurinn opinn í alla enda, fyrsti undirbúningsleikur á morgun gegn Toronto, biðinni að ljúka!

74 Comments

 1. Ég ætla að vera frekur og krefjast meiri upplysinga um Joe Allen, hvernigl leikmaður er þetta nkl td, skorar hann mörk ? mun hann nytast Liverpool.

  Ég er spenntari fyrir Dempsey og svo væri fínt að fara kaupa hraðan vængmann, mundi telja 15 milljonum punda betur varið í svoleiðis kaup…

  en það má gjarnan einhver sem nennir að henda herna inn öllu þvi helsta um Joe Allen

 2. Shit hvað maður er orðin spenntur, þó ekki nema fyrir upphitunum 🙂

 3. Allen skorar ekki mikið af mörkum. Er frekar leikstjórnandi á borð við Alonso eða Xavi (ekki líkt því eins góður en hver er svo sem á þeirra kalíber).
  Kaup á Allen ættu ekkert með kaup á Dempsey að undanskilinni fjárhagshliðinni þar sem þeir spila ólíkar stöður.

 4. vitiði hvort leikurinn verður sýndur á lfctv eða á sportinu eða eitthvað…

 5. vill samt benda á það að joe allan var með álíka góða sendinga getu og þeir ofangreindu…

 6. Takk strákar.

  Ég var nu lika að sja myndbönd með Joe Allen, lúkkar vel..

  Eigum við ekki bara að kaupa Borini, Joe Allen, Dempsey og walcott, Adam Johnson eða Ramirez, það væru þá4 góð kaup og losa út þá Maxi, Kuyt, Aurelio, Carroll og þá kannski Adam …

 7. nr. 7

  “Eigum við ekki bara að kaupa Borini, Joe Allen, Dempsey og walcott, Adam Johnson eða Ramirez, það væru þá4 góð kaup og losa út þá Maxi, Kuyt, Aurelio, Carroll og þá kannski Adam …”

  Mjög frumleg, góð og málefnaleg pæling. Meira af þessu takk.

 8. 7

  eru þeir Maxi, Kuyt og ekki örugglega farnir eða erum við með mörg eintök af þeim?

 9. Virðist vera fínn leikamaður og á góðum aldrei 22 ára. Þetta er stefna FSG að kaupa leikmenn á þessum aldri. Kannski er verðið aðeins of hátt en þetta er leikmaður frá Bretlandseyjum og eru þeir alltaf of dýrir.

 10. Nr 8

  Turfa menn endilega ad vera med einhverjar langlokur til tess ad mega skrifa her inni ?

 11. málefnalega skýringu…… hljómar eins og pólitíkus….. sumir hlutir eru bara einfaldir

 12. Það sem ég er að fíla er hvað meggi er í raun að drulla yfir sig sjálfan með því að skjóta á “málefnalega umræðu” með því að vera sjálfur með eitt ómálefnalegasta comment dagsins ;D

  Annars væri ég gríðarlega sáttur við það að skipta Allen inn fyrir Adam, væri mjög gott fyrir Jonjo að taka eitt season í PL með Swansea en ég vona innilega að Suso verði áfram og fái leiki með aðalliðinu á seasoninu.

  Maður er búinn að vera gríðarlega þolinmóður í sumar og ekkert stressað sig yfir því að kaupin séu ekki að detta inn einn tveir og þrír, eeeen maður hefði helst viljað að sem flestir “nýliðarnir” næðu sem mestu af pre-season túrnum..

  Svo hálpar ekki að maður horfi uppá Chelsea nýliðina Hazard, Marin og eiginlega Lukaku raða inn mörkum í fyrsta æfingarleik, verða með blússandi sjálfstraust þegar seasonið sjálft hefst.

 13. Ég horfði á highlights úr þessum chelsea leik og þessi mörk voru ekkert spes, boltinn var tvívegis ekkert á leið í netið þegar hann fer í varnarmann og inn. Lukaku skoraði reyndar eitt grimmt mark. Hann sagðist nú eftir season-ið vera súr með að fá ekki að vera með á tímabilinu, spilar svo fyrsta leik á undirbúningstímabilinu og lætur hafa eftir sér að hann vilji klára ferilinn hjá chelsea.

  Svo hef ég verið að skoða myndir frá ameríkutúrnum og Skrtel stekkur ekki bros. Finnst honum ógeðslega leiðinlegt? Vill hann svona mikið frekar vera í bíló með Balotelli?

 14. Viðar Skjóldal!

  Ég var nú bara að toga aðeins í löppina á þér. Ég vissi alveg hvað þú varst að meina og er líka nokkuð sammála þér, þá á ég við: inn með Allen, út með Adam.

 15. Var að sjá að Everton eru á eftir C.Adam lýst ekki vel á það gæti blómstrað þar eins og beardsley og fleiri

 16. Djöfulinn er maður samt orðinn spentur fyrir því að sjá þá rauðklæddu spila……… Það er meirra seigja orðinn minna en mánuður í fyrsta leik í ensku 😀 😀 😀 😀

 17. Held að þeir séu bara sýndir beint á LFCTV online þessir leikir í þessari USAferð

 18. Á heimasíðu Liverpool stendur að allir leikirnir séu sýndir á ESPN. Fer enginn hér inn á þá síðu eða? Ég bara spyr 🙂

 19. Fyrir þá sem vilja sjá Joe Allen í aggsjón var England – Brasilía að byrja rétt í þessu. Hann er í byrjunarliðinu ásamt okkar ástkæra Craig Bellamy.

 20. Borini, Dempsey og Joe Allen eru bara fín kaup miðað við stöðuna á klúbbnum akkúrat núna. Við erum að berjast um sæti 4-8 sem er raunhæft miðað við fjárgetu eigenda og hvað hefur gengið á undanfarin ár. Það er ekki hægt að ætlast til að Lfc kaupi Iniesta, Özler eða Neymar. Haldið þið að Liverpool gæti keppt við Juve, City og Man U um RVP? Það yrði hlegið af okkur! Því miður er staðan svona í dag. Klúbburinn er að byggja sig upp og vonandi tekst það á næstu árum.

 21. Hvernig er það strákar og stjórnendur þessa vefs…. hvernig líst ykkur á að fá joe allen ?? bætir það liðið ? er hann efnilegur ??… og fyrir þennan pening ?? Hvað segið þið Maggi, babú og stjáni ???

 22. Miðjan hjá okkur hefur ekki verið söm síðan Alonso fór og enn er verið að leyta að manni sem getur komið miðjunni “aftur í lag.” Joe Allen á líklega að vera sá maður miðað við hvað margir telja hann geta. Ég hef ekki stúderað hann en miðað við það sem ég hef séð þá er þetta svakalega flottur leikmaður sem er nú þegar orðinn góður en er auðvitað ekki enn búinn að taka stóra skrefið og sanna sig á stóra sviðinu….svolítið eins og Alonso þegar hann kom til okkar. Ég er ekki að segja að hann sé eða verði jafn góður og Alonso en ég vona innilega að Brodgers kaupi hann. Svakalega fljótur með mikla yfirferð og mikill díler og er kaldur að senda boltann þvers og kruss, stutt og langt. Og er sparkviss mjög, það skiptir auðvitað öllu.

 23. Joe Allen er mjög mikið efni, sá miðjumaður í deildinni sem á hæsta heppnaða sendingahlutfallið, eiturduglegur með fína yfirsýn.

  Hvort við þurfum hann? Veit satt að segja ekki og skil ekki alveg alla þessa áherslu á miðjumennina hjá klúbbnum, ég hef töluvert meiri áhyggjur af vængspilinu og jafnvel af bakvarðastöðunum.

  En Joe Allen er án vafa sá leikmaður Swansea frá í fyrra sem gáfulegast er að ná í, væntanlega verða einhverjir kvaddir í staðinn, varanlega eða á láni…

  Svona í lokin þá vona ég óskaplega mikið að nú fari að hætta fréttir um að við séum að missa stór nöfn. Skrtel var fyrstur, þá Carroll, síðan Agger og núna Suarez. Einmitt út af þessu var ég að vona að FSG dembdu í “alvöru” nafn sem myndi virkilega snúa ljósinu í átt að því að allir sjá að liðið ætlar sér stóra hluti.

  Joe Allen nær því ekki…

 24. ahhh, svona nú Maggi!

  Við vonum öll að keyptir verðir massa góðir gulldrengir…
  ..En nema þeir aðilar séu ekki fyrirfram LFC fans þá virðist það vera no-go(aka gylfi)

  Við eigum rosalega mikið inni og nú mun það koma í ljós, – trust me, eh, he 🙂

  Hopes up krakkar!, þetta kemur allt með kalda vatninu 🙂

 25. Getur einhver myndar manneskja postað link inn á leikinn á morgun :):….
  Það væri frábært að fá að sjá leikinn á morgun…

 26. Getur einhver æðisleg manneskja postað link á leikinn 😀 það væri frábært….

 27. Tek undir með Magga @36. Mér finnst allt fram að þessu vera vel heppnað hjá Brendan og FSG. Mikil efni á leiðinni til LFC í birtingarmynd Borini og Allen plús Dempsey sem er bona fide markaskorari. Það sem vantar upp á er það sem kallað commitment faktorinn. Þ.e. splæsa í stórt nafn til að sýna heiminum að LFC means business!

  Samt læðist að manni sá grunur að það sé ekki að fara að gerast. Henry viðurkenndi í viðtali í gær að þeir hefðu ekki vitað mikið þegar þeir létu slag standa fyrir 20 mánuðum. FSG gætu litið svo á að of mörg mistök hafi kostað þá of mikla peninga. Það kæmi mér ekki á óvart þótt áherslan sé núna lögð á að draga lærdóm af þessum 20 mánaða valdatíma og auka markaðsvirði félagsins. Í USA er algengt að fyrirtæki vinni eftir 3-5 ára viðskiptaáætlunum og ég er nokkuð viss um að slík áætlun er virk hjá LFC. Mér sýnist sem að FSG hafi ákveðið að taka fjárhagslega áhættu þegar Kenny var ráðin. Að vísu enga stórkostlega þar sem nettó splash in var líklega ekki mikið meira en 20m. Þetta er þó aðeins flóknara því enn sem komið finnst mér líklegt að endursöluverð þeirra leikmanna sem fengir voru hafi dalað nema hjá Suarez. Það eru ekki góð tíðindi því ef þetta er rétt er markaðsvirði leikmannahópsins í rauninni lægra en efnahagsreikningurinn sýnir.

  Það er því við búið að FSG séu mun varkárari og strategískari en fyrr. Kaupa því efnilega leikmenn sem kosta ekki allt of mikið í stofni og rekstri í þeirri viðleitni að bæta og auka við duldar eignir á næstu árum.

  En það væri einnig góð taktík að sýna heiminum að ef stórt nafn býðst er LFC tilbúið að blanda sér í slaginn eins og stórklúbbi sæmir. Samt er það annað atriði sem finnst brýnna. Það er að semja við Suarez um lengri samning. Suarez er með samning til 2016 en frábær skilaboð út á markaðinn væru að sá samningur væri lengdur.

 28. Sumir tala um að við þurfum að fá eitt stykki ,,alvöru nafn.” Ég er alveg til í það og BRodgers lofaði því svosum um daginn. Held hann hafi ekki verið að tala um Borini. En hvað myndi flokkast sem alvöru nafn? A.Johnson? G.Ramirez? T.Walcott? Það væri gaman að fá nöfn frá ykkur snillingar?

 29. Veit einhver ykkar hvort það sé til eitthvað app í spjaldtölvur til að sjá þessa streymuðu leiki? Einhvernvegin hefur það ekki gengið að horfa á þá í vafranum.

 30. Getur horft í browser í gegnum Liverpool official síðuna, virkar vel hjá mér…

 31. Jæja…

  Ég er að reyna að ná sambandið Górilluna, en svo virðist sem enginn sé að svara símanum þar…

  veit einhver hérna hvort leikurinn verði sýndur þar?

  kv.
  Andri Freyr

 32. Sævar , # 47. Ég held þú sért nokkuð save með nafnið þitt á treyjunni

 33. Það liggur við að maður fái smá gæsahúð þegar maður les þetta.

  Rodgers um Lucas
  “When I first arrived everyone told me about how special he was as a player and a character. But he’s even better than that when you meet him in real life and you see how hard he works.

  “Like he said before, the injury that he’s had is normally a nine months before you get back at all. So he’s back two months early. You only do that through one thing: sheer determination and hard work. He’s the ultimate professional.

  “He’s going to be a brilliant player for me in my career at Liverpool. I’m just looking forward to seeing him back fully fit.”

 34. Líst vel á að fá Joe Allen á Anfield, wikipedia segir til dæmis að hann sé “fluent Welsh speaker” …

 35. Hvernig er það ætlar BR bara að kaupa einhverja sem hann hefur stjórnað áður? Spurning hvernig njósnateymið er ef þetta eru þeir einu sem koma til greina 🙂

 36. Ef ég er með rétt kort þá ætti tíminn í Toronto að vera -5 frá okkar sem gerir það að verkum að hann ættað vera klukkan 3 í nótt?? spennandi.

 37. Leikurinn er kl 16:00 að staðartíma og er kl 20:00 á ÍSLENSKUM tíma.

 38. Útsendingin byrjar 8pm BST (British summer time) en leikurinn sjálfur 9pm BST sem þýðir að það er kickoff klukkan 8 í kvöld á íslenskum tíma 🙂

 39. Var að heyra í Magga á Górillunni…

  Hann er sýndur á ESPN sem þýðir að hann á að vera í góðum gæðum og sýndur á Górillunni…og á skikkanlegum tíma sem er klukkan 8 í kvöld.

  kv.
  Andri Freyr

 40. “Við viljum ekki setja neina pressu á Brendan með því að segja að hann þurfi að koma okkur í Meistaradeildina. Auðvitað viljum við komast þangað, við viljum það öll eins og hvert einasta félag í úrvalsdeildinni,” hefur Guardian eftir Henry.

  Góður vinur minn í Norwich sagði við mig að það væri engin pressa á þeim að komast í Meistaradeildina. “Auðvitað viljum við komast þangað, við stefnum að því markmiði að komast þangað eins og hvert einasta félag í úrvalsdeildinni”, sagði hann.

  Hvað er meðaltalskor Liverpool síðustu mánaða?

 41. er þetta nú ekki hámark lágkúrunnar !;

  http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/18935349

  Juventus reyna að fá Van Persie til sín með það að vopni að þeir vilja para hann með hinum stórkostlega leikmanni, Suarez, sem hann svo sannarlega er, en hann er bara ekkert í Juventus og rétt að vona að hann sé ekki á leið þangað.

  Þvílikir bjöllusauðir !

 42. Ég hélt að þú værir að grínast 🙂
  Lestu aðeins ofar, þar stendur að leikurinn byrji kl 20:00 á Íslenskum tíma.

  Ég er orðinn spenntur að sjá hvernig Joe Cole kemur til baka og einnig Aquilani en ólíkt honum þá virðist Cole vera ansi spenntur fyrir því að sanna sig hjá félaginu.
  Suso, Sterling og Ibe eru allt leikmenn sem eru mjög ungir og hrikalega spennandi en þeir ættu að fá nokkrar mín í kvöld.

 43. Joe Allen inn sem er topp leikmaður, nú ef menn vilja losna við leikmenn þá væri hægt að henda Spering upp í þann díl. Enda verður þessi Spering aldrei fugl né fiskur þó svo að hann sé uppalin.
  En sem sjómaður, þá finnst mér BR hrikalega fiskilegur. Ég get ekki beðið eftir að sjá leik með guðsgjöfinni Liverpool.

 44. Veit einhver afhverju Agger er ekki með á móti Toronto? Eða amk kosti ekki á lista fyrir hálfleiks liðið?

 45. Veit einhver hvort og hvernig sé hægt að horfa á leikinn í kvöld fyrist ég næ honum ekki klukkan 8 ???

Áhugi á að kaupa Dempsey – Carroll fer ekki á láni

Toronto FC í kvöld