Áhugi á að kaupa Dempsey – Carroll fer ekki á láni

Brendan Rodgers tók léttann blaðamannafund í Boston fyrr í dag þar sem liðið er við æfingar og var m.a. spurður út í áhuga Liverpool á Clint Dempsey og orðróm um að Andy Carroll væri hugsanlega á leið frá Liverpool á láni. Það stóð ekki á Rodgers sem útskýrði bæði þessi mál á mjög einfaldan hátt.

Clint Dempsey 

Það var eiginlega ekki hjá því komist að ræða Dempsey enda náði starfsmaður mánaðarins á heimasíðu FSG að setja frétt inn í nótt sem hann orðaði eins og kaupin á Dempsey væru frágengin og hann myndi ganga til liðs við Liverpool seinna í Ameríku túrnum.

Stórvel gert enda Dempsey ekkert kominn og Fulham neitaði að hafa heyrt orð frá Liverpool um málið og FSG fjarlægði þessa færslu 5 tímum eftir að hún fór í loftið.

En þetta er það sem Rodgers sagði um málið:

“Clint is a player we’ve enquired about, it is as simple as that,” said Rodgers.

“Ian Ayre, our managing director, has spoken with the club to see what the position is. That is where we’re at.

“He’s a very talented player but we don’t like to talk about other clubs’ players.”

M.ö.o. staðfestir hann að áhugi Liverpool á leikmanninum er mjög raunverulegur og nú er bara að sjá hvað Ayre getur gert. Dempsey er auðvitað svipað stór frétt í fótboltaheiminum í Bandaríkjunum eins og Gylfi Sig á Íslandi og kaup á honum spennandi bæði út frá knattspyrnulegum sem og viðskiptafræðilegum sjónarmiðum. Þetta er hörku leikmaður í ómanneskjulegu formi undanfarin ár sem á mjög líklega a.m.k. 2-3 góð ár eftir á toppnum og stórt nafn í Bandaríkjunum, markaði sem eigendur Liverpool hafa áhuga á að koma Liverpool meira inn á hvort sem stuðningsmönnum líkar það betur eða verr.

Andy Carroll 

Rodgers svaraði einnig spurningum um Andy Carroll sem flestir fjölmiðlar hafa fullyrt að sé á leið frá klúbbnum og það jafnvel á láni. Varðandi lánsdíl á þessum 35m punda leikmanni hafði hann þetta að segja:

“There has been a lot written and spoken about him but first and foremost Andy is a Liverpool player,” said the boss.

“To consider a loan period for someone the club spent £35million on isn’t something we’re looking to do at this moment in time.

Mjög gott að fá það þá alveg á hreint. Hann hélt svo áfram og sagði:

“Andy will be the same as every other player – if there’s ever an offer that comes in we’d look at it as a club and see if it’s going to be worthwhile for the club and the team as a whole.

M.ö.o. Carroll mætir bara til æfinga eins og hver annar eftir sumarfrí og þarf bara að sanna sig eins og aðrir. Það er enginn pressa eða þörf á að selja hann á brunaútsölu en hann er alveg falur fyrir rétt verð eins og aðrir.  Hvort hann sjái Carroll fyrir sér passa inn í sitt leikkerfi kom svo þetta:

“The club invested £35million in him. People talk about whether he can fit into my style or not, but if you’re a club and you spend £35million on a player you’d like to think he can fit into whatever style the team plays.

“He’s a good player. He’ll join the rest of the group next week and we’ll take it from there.”

Út úr þessu les ég að Carroll er klárlega falur og Rodgers til í að selja hann fyrir rétta upphæð, en orðrómur um að þetta sé lífsnauðsynlegt fyrir Liverpool eða að Carroll sé nánast ekki velkominn eru auðvitað helbert kjaftæði.

Eitt að lokum. Joe Allen hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið en eins og menn ættu að vera farnir að þekkja núna kemur nýtt nafn sem er alveg að koma á 2-3 daga fresti. Rodgers var ekkert spurður út í þann díl en sú viðskipti verða teljast mjög ólíkleg enda samkomulagt í gildi um að kaupa ekki leikmenn Swansea. Hef reyndar takmarkaða trú á þannig samkomulagi en þetta sögðu stjórnendur Swansea þegar Rodgers fór http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/18299155.

82 Comments

  1. Djöfull vil ég þennan mann ekki í liðið !!:.. okkur vantar GÓÐAN striker og fljótan kantmann…. Ekki meðalljón eins og hann !!…

  2. Áhugi manns á Dempsey fer auðvitað eftir kaupverði. Ef hann er falur fyrir tiltölulega lítinn pening (29 ára, 1 ár eftir af samningi, vill fara frá félaginu skv slúðrinu amk) þá væri hann flott viðbót fyrir lágt verð. En ég hef enga trú á því að menn séu að splæsa þessum ~10m sem nefndar hafa verið í verstu blöðunum.

    Hvað varðar A.Carroll, þá er hann klárlega á leið frá félaginu. BR hefði aldrei sagt þetta um Agger, Skrtel, Gerrard, Lucas. Suarez eða Pepe. Að þeir gætu farið fyrir rétt verð. Svo færi hann auðvitað ekki að segja í fjölmiðlum heldur að við þyrftum að selja.

  3. mæli aftur með því að menn sem kalla dempsey meðalmann fari inná soccernet og kynni sér hversu stabíll hann hefur verið í 6 ár straight.. cole og adam út og allen og dempsey inn já takk

  4. Nr. 3 Eyþór
    Að mestu sammála þessu hjá þér en ég er ekkert viss um að Carroll fari í sumar. Það þarf að koma almennilegt boð til að Liverpool selji og ég er ekkert viss um að það komi. En hann er greinilega til í að selja hann finnst manni. Best er þó að taka af vafa um láns vitleysu.

    Annars ætlaði ég að bæta við þetta góðu viðtali við Danny Wilson á opinberu síðunni. Hann er eins og aðrir að reyna að sanna sig fyrir nýjum þjálfara en ég verð að viðurkenna að ég hélt að þessi strákur væri a.m.k. 22 ára núna http://www.lfctour.com/news/wilson-keen-to-impress-on-tour

  5. Ég hef ákveðið að treysta BR 100% ætla ekkert að setja út á hans kaup nema að þau floppi. 🙂

  6. Að mestu sammála þessu hjá þér en ég er ekkert viss um að Carroll fari
    í sumar. Það þarf að koma almennilegt boð til að Liverpool selji og ég
    er ekkert viss um að það komi. En hann er greinilega til í að selja
    hann finnst manni. Best er þó að taka af vafa um láns vitleysu

    Sammála því, þeir eru væntanlega að leita að einhverjum 15-20m fyrir hann. Maður spyr sig samt að því hvernig skilaboð þetta eru til leikmannsins, ef svo fer að hann verði áfram hjá félaginu. Ætti auðvitað bara að virka hvetjandi á hann frekar en hið gagnstæða.

    Ég veit ekki með D.Wilson. Mér fannst hann svo hrikalega lélegur hérna um árið, áður en hann var lánaður um allar trissur að ég var löngu búin að afskrifa hann. Vonandi afsannar hann það drengurinn, en maður er ekki bjartsýnn. Náði bara að spila 6 leiki með Blackpool á síðasta tímabili.

    Svipuð staða og er með Paheco, sem er hvað mesta rifrilda-efni púllara í gegnum tíðina. Hann fór á furðulegt lán til A. Madrid, sem lánaði hann áfram til Rayo Vallecano. Fékk lítið sem ekkert að spila þar, í spænska boltanum. Maður spyr sig því, höfðu 3 mismunandi þjálfarar Liverpool FC rétt fyrir sér að nota hann lítið / ekkert. Eða voru spjallborðsnotendurnir með´etta. Svona eins og með Ryan Babel, en eftir að Liverpool hélt þessum frábæra knattspyrnumanni niðri þá hefur hann gjörsamlega brillerað og lýst upp þýsku deildina… eða nei, twitter er ennþá hans besti vettvangur.

  7. Æji nennir fólk að hætta að tala um þennan hraða kanntara sem okkur á alltaf að vanta. Það vantar ekkert endinlega hraðan kanntara, bara góðann leikmann. Ekki er Iniesta eithvað ógeðslega hraður, hann er bara ógeðslega góður. Dempsey er rosalega duglegur og góður leikmaður, skorar mörk, getur varist, skallar og er bara það sem maður kallar góður leikmaður. Spilar vel með Fulham og ekki má gleyma þegar hann er með Bandaríska landsliðinu þá er hann að spila geðveikt vel, eins og á seinasta HM, hver man ekki eftir skemmtilega markinu sem Green missti inn.

    En málið er allavega það að hraði skiptir ekki máli, heldur gæði. Meina við erum með Downing, hann er hraður á kanntinum, viljiði annan þannig? 🙂

  8. Svo má ekki gleyma að Dempsey er grjót harður, alinn upp í trailer park.

  9. Varðandi kaup á leikmönnum Swansea. Ég held að díllinn sé þannig að Liverpool má bjóða í menn sem boðið er í af öðrum félögum. Ef td Newcastle byði í Allen mætti Liverpool bjóða líka. Væri þá eðlilega í kjörstöðu til að landa honum #hóstGylfihóst

    Það er ekkert útilokað að það gerist en etv ólíklegt.

  10. Algerlega frábær lesning um Brendan Rodgers, viðtal við Swansea aðdáendur sem virkilega fjalla um hann á flottum nótum, mér finnst þetta “must-read” fyrir okkur öll:

    http://liverpoolfc.wellredmag.co.uk/Liverpool-FC-Latest-from-Well-Red/the-rodgers-files-the-view-from-swansea.html

    Þolinmæði og þolinmæði framundan, munum það!!!

    Svo varðandi Andy Carroll og hvort hann passar inn í leikstíl Rodgers þá er svarið frábært, hef verið rispuð plata hér í sumar og bið ykkur um að skoða þessar tvær Wikipediasíður…

    Fyrst Andy Carroll:

    http://en.wikipedia.org/wiki/Andy_Carroll

    Svo sá framherji sem spilaði 36 leiki fyrir Rodgers í fyrra:

    http://en.wikipedia.org/wiki/Danny_Graham_(footballer)

    Hann hefur reyndar verið listaður 6 ‘ 2 á mörgum síðum og þess vegna taldi ég 3 sentimetra muna á þeim.

    Ef þið nennið að lesa þessa yfirhalningu á Graham þá sennilega er hann ekki sá “tiki-taka” leikmaður sem við erum stanslaust að hlusta á að við þurfum að kaupa, en hann var strikerinn efst á toppnum fyrir Swansea.

    Svo má líka benda á það að við erum að eltast við Clint Dempsey, sem er mikill kraftstriker en allt annað en tæknitröll.

    Eins og Rodgers segir, góðir leikmenn falla að öllum leikstílum!!!

    Nóg komið af Gylfa, í alvöru!

  11. Ha ha ha The Liverpool Way. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð á þessu spjallborði að við séum ekki að heyra nein spennandi nöfn því að FSG væru svo klókir að það læki bara ekkert út hvaðþeir væru að skoða. Svo kemur þessi skandall innan herbúða FSG í dag þvílíkt klúður sem endar með því að Rodgers þarf að tala um þetta á blaðamannafundi. Það var talað um Borini í mánuð áður en hann kom og það var talað um Gylfa í mánuð áður en hann fór til Tottarana. The Liverpool Way what a load of bollocks.

  12. Dempsey er klassaleikmaður. Það er líka mjög gott ef hægt er að selja treyjur með nafninu hans í USA.

    Er aðeins rólegri eftir ummæli Rodgers um Carroll og þessa frétt:

    http://www1.skysports.com/football/news/11669/7903016/Carroll-committed-to-Reds

    En ég vil ekki að hann fari! Hann pakkaði Terry saman bæði í FA cup og í deildinni og er án nokkurs vafa á réttri leið. Ég vil að hann fái tækifæri.

    Það er stutt á milli himnaríkis og helvítis í boltanum og ef markið hefði verið dæmt þá væri enginn að hugsa um að selja hvað þá meira. Reyndar væri Dalglish enn stjóri og talinn vera strategískur snillingur að hafa sett Carroll inn á, á hárréttum tíma.

    Bayern hefði unnið Meistardeildina og Chelski ekki með í henni í ár.

    Ég segi svona 🙂

  13. Verð eiginlega að vera sammála því sem að komment #14 talar um. Liverpool way er löngu orðið að algjöru djóki. E-h sem menn tala um en hefur ekkert gildi.

    Mér reyndar persónulega finnst þetta USA ferðalag og þessi Dempsey kaup skilja eftir hrikalega tilfiningu hjá mér. Á því miður eftir að æla út um allt gólf ef að Dempsey kemur sigri hrósandi í lok USA túrsins og verður kynntur af heimamönnum og nýja Liverbird dýrinu. 29 ára og fær blússandi samning….hversu ó FSG-leg kaup eru þetta.

    Leiðinlegt að vera neikvæður að trolla fréttir á þessari yndislegri síðu en svona er þetta bara.

    Hlakka samt MIKIÐ til að sjá liðið spila undir nýja stjóranum!

  14. Tek undir með að FSG eru stundum með allt niðrum sig. Þvílíkt klúður að setja á heimasíðuna í USA að Demspey sé kominn í Liverpool og taka það út 5 tímum seinna!! Þetta er hrikalega aulalegt og ófagmannlegt. Ekki sá ég að FSG lagði neinar línur í Suarez málinu. Þeir létu Comolli og Dalglish algjörlega um þetta. Ef einhverjir eiga að vera með PR mál á hreinu þá eru það Bandaríkjamenn. Maður bíður eftir því að J. Henry fari að rífast við meðeigendur…haha

    En ég ætla að gefa þeim meiri séns. 2 ár er lítill tími til að eiga fótboltalið. En FSG er komið með gult spjald. Búnir að klúðra ansi mörgu að mínu mati. (t.d að leyfa 35 m kaup á A. Carroll. Hann er góður en bara ekki svona góður)

  15. Ég held að dempsey verði góð viðbæting við hópinn og hann átti sitt besta tímabili seinast tímabil held eg og ef svo er þá vonandi verður komandi tímabil en betra fyrir hann þannig ég sé ekkert afþví að kaupa hann ef hann kostar ekki einhverja þvílíka upphæð.
    En að öðru varðandi þessa pre-season leiki verða þeir sýndir á Górilluni eða þarf maður að horfa á þetta í gengum netið bara heima í rólegi heitum?

  16. Quote” (t.d að leyfa 35 m kaup á A. Carroll. Hann er góður en bara ekki svona góður)” Eru menn búnir að gleyma hvernig Þessi verðmiði varð til? Janúargluggi/Torres/Abramovich/framherjlausir??

  17. Liverpool way er meira en bara að tala ekki um leikmannakaup, finnst FSG vera að standa sig virkilega vel að reyna að gera klúbbinn fagmannlegri eftir fáránleg ár hjá kúrekunum.

    Annars held ég bara að þeir ætli sér að kaupa Dempsey, þannig það kom ekkert sérstaklega á óvart að þegar Liverpool er statt í USA að þeir hendi út að þeir ætli sér að kaupa hann og margir kanar verði spenntir.

  18. 22 það er akkúrat málið. Ég á bara erfitt að sætta mig við þessi rök að margir í USA verðir spenntir. Finnst þetta vera lágkúru rök sem ættu ekki að eiga við hjá Liverpool.

    Í sambandi við Liverpool way, þá væri gaman að heyra frá þér hvernig nákvæmlega þeir eru að starfa eftir hugtakinu Liverpool way…fyrir utan að segja það í annari hverri setningu.

    Rodgers hefur m.a. verið grimmur að tala um leikmannamál á sínum fáu blaðamannafundum (gylfi-dempsey-carroll osfrv).

    Ég myndi helst vilja að við myndum eltast við menn sem myndu STÓRbæta liðið á komandi leiktíð, ekki menn sem að selja treyjur í USA. Ef Liverpool á að komast í topp 4 þá þurfum við að fjölga topp A leikmönnum í þennan hóp….og FSG þarf því að vera tilbúnir að borga topp/góð laun fyrir slíka leikmenn.

    Er ekkert að sjá það gerast á næstunni, því miður.

  19. Já, Clint Dempsey er hræðilegur meðaljón. Það er ekki einsog hann hafi verið 4. markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í fyrra með fleiri mörk en Demba Ba, Dzeko, Balotelli og auðvitað ALLIR leikmenn Liverpool. Maður sem skoraði yfir þriðjung marka síns liðs og jafnmörg mörk og TVEIR markahæstu leikmenn Liverpool samanlagt.

    Sami maður og var svo 12. markahæsti maður deildarinnar árið áður og skoraði þá meira en Drogba, Rooney og Torres og einu marki minna en markahæsti leikmaður Liverpool.

    Hvað í ósköpunum hefur lið, sem skoraði ekkert í fyrra, við svona mann að gera? Maður spyr sig.

  20. Já þetta eru klárlega góðir punktar Einar. Hann er góður leikmaður því verður ekki neitað. Hann er ekki eitthvað meðaljón að mínu mati…

    …en ein spurning Einar, finnst þér Dempsey bæta byrjunarliðið okkar?

  21. AFH eru svona margir hérna á móti dempsey. búinn að vera fræbar með fulham síðustu ár. en er ég bara einn hérna sem fílar kevin mirallas. frábær strákur með mikla hæfileika. væri alveg til á að sjá hann í rauða bolnum fagra. þumlana upp ef þið eruð sammála.

  22. Clint Dempsey er frábær leikmaður, ekki spurning. En Borini og Dempsey hlómar eins og kaup hjá liði sem er að koma uppí úrvalsdeildina og ættla að spreða góðum 20m í von um að halda sæti í deild þeirra bestu en ekki eins og kaup hjá liði sem ættlar að gera alvöru atlögu að meistaradeildarsæti.

  23. Vill ekki sjá Caroll fara held að hann muni slá í gegn í vetur, þetta verður svona svipað og hjá Gomez þ að munaði engu að við hefðum fengið hann frá Bayern eftir að hann hafði verið keyptur fyrir gríðarlega háar upphæðir frá stuttgart þá fór ferill hans hægt af stað með Bayern en sló síðan svo rækilega í gegn. Ef maður fer á sparkvöll í dag og horfir á 8 ára stráka þá vilja allir vera Gomez. Það var hlegið að honum fyrir 2 árum eins og með Caroll í dag.

    Trúið mér Caroll á eftir ad sanna fyrir öllum ad hann sé einn hættulegasti framherji heims og vona ég sannarlega að það sé hjá liverpool

    ynwa

  24. Eg held maður geti bara hætt að pæla i carroll, fyrir mer er hann bara farinn, er nokkuð viss að newcastle kaupir hann, draumurinn væri að fa 15 kulur og demba ba með þvi, ef svo færi er ekki hægt að tala um 35 milljona skitu fra liverpool i kaupunum a carroll þvi það ma alveg verðmeta demba ba a 15 kulur finnst mer.

    Mer synist allt benda til þess að carroll verði seldur og er eins og 80% pullara hundfull með það en svona er lifið bara. Verdur maður ekki bara að treysta rodgers? Er orðinn pinu spenntur fyrir dempsey, væri til i dempsey, demba ba og annaðhvort adam johnson, walcott eða gaston ramirez…..

    Næstu dagar verda allavega fjorugir held eg og eg ætla að vona það besta

  25. Clint Dempsey finnst mér vera ágætis leikmaður, og ég væri svosem alveg til í að hafa hann í leikmannahóp Liverpool. En þegar ég les svona fréttir verð ég hálf vonsvikinn því ég get ekki beðið eftir að fá sultuhraðan leikmann, framherja/kantara whatever.. Það er það eina sem vantaði upp á hjá Liverpool í FIFA 12, nenni ekki meira rugli í FIFA 13 !!

  26. Þið hérna sem haldið að enski boltinn sé ekki vinsæll og mikilvægur hér í Ameríku þið eruð að tala um eitthvað sem við vitið ekki rassgat um. Ég er staddur í Ameríkunni og hef verið undanfarin 4 ár og enski boltinn er bara að vaxa í vinsældum. Það er mikið fjallað um þá leikmenn USA og Kanada sen eru að spila með enskum liðum, og það skiptir þá ekki máli hvort það sé úrvalsdeildin eða næstefsta deild. Dempsey, Hoilett og fleiri fá mikla umfjöllun og allir hinir líka. Fótbolti er líka orðin jafnvinsæll ef ekki vinsælli en aðrar íþróttir hjá ungun stúlkum og drengjum í Ameríku.

    Þið skulum ekki vanmeta Ameríkumarkað er kemur að fótbolta, eða (soccer) eins og þeir kalla þessa íþrótt hérna. Þetta er ROSALEGUR markaður !

    YNWA

  27. Gleymdi aðalatriðinu, Enski boltinn er sýndur beint í Kanada, allar helgar, tveir leikir laugardag og einn sunnudag.

    Vildi bara að þetta fylgdi með.

    Hlakka til að sjá LFC í Toronto.

    YNWA

  28. Hva….það mætti halda að þetta væri þjóðarsálin.

    Þvílik neikvæðni og leiðindi !

  29. Sammála síðasta ræðumanni. Glasið hálftómt hjá ótrúlega mörgum hér inni.

    En það er bara einkenni þjóðarsálar þessa stórmerkileg lands, Íslands, og er ekkert að breytast, versnar ef eitthvað er.

    Ég er spenntur fyrir næsta tímabili og spái stöngin inn.

    YNWA

  30. Mér finnst sumir hérna horfa ekki á heildarmyndina með Dempsey.
    BR er að klárlega bara að horfa á það að styrkja breiddina í hópinn, hver segir að hann verði first team player á undan Suarez, Borini, AC, Aqu, Bellamy, J.cole o.sv.frv.

    Þetta er allt spurning að vera með nógu sterkann hóp til að kljást við sem flestar keppnir á seasoninu, akkúrat sem okkur hefur vantað síðsl. ár. Sjá t.d. Arsenal, þeir hafa oft á tíðum staðið sig frábærlega allt þar til í mars ca. þá byrja þeir að hrynja niður eins og spilablokk vegna þunnskypaðs hóps.

    Farið yfir hópana hjá City, Chelsea og UTD áður en þið skjótið útí loftið eins og SELJA j.cole, aqu og Adam og fá þenna og þennan inn. Er það eitthvað betra fyrir okkur? Eru þessi menn endilega öruggir FIRST TEAM PLAYER? Er ekki gott að hafa þessa menn sem valmöguleika á bekknum? Það er ekkert betra en þegar maður sér byrjunarliðin fyrir leik og sjá svo hversu sterkur bekkurinn er! Sterkt byrjunarlið er það eina sem er að fara taka okkur eitthvað lengra en fyrstu leiki tímabilsins, that´s it!

    Fyrir mitt leiti þá væri ég meira en til í að sjá dempsey hjá Liverpool uppá breiddina að gera og fá leikmann inn sem kann að klára færi. Strákar horfið á heildarmyndina á þessu, horfið fram á veginn og ekki dæma yfirmenn lfc. of fljótt! 😉

  31. Mér finnst að margir hérna séu að gleyma því að byrjunarliðið hjá Liverpool er mjög sterkt og við þurfum ekki að kaupa 4 leikmenn sem eiga að koma beint í byrjunarlið. Við þurfum að bæta breiddina og hafa fleiri möguleika þegar leikjaálagið fer að segja til sín.

    Borini og Dempsey eru aldrei að fara að vera fastaleikmenn í byrjunarliðinu heldur gefa þeir okkur aukna möguleika þegar þarf að hrissta upp í liðinu, eitthvað sem var ekki til í fyrra.

    Við munum gera ein rosalega góð kaup á leikmanni sem kemur beint inn í hópinn ekki örvænta, öndum léttar.

    p.s. svo vorum við eiginlega að fá nýjan leikmann aftur inn að nafni Lucas sem jafngildir einum kaupum.

  32. Var að skoða slúðrið á teamtalk.com og sá þar að Liverpool er að spá í Joe Allen á 15 m punda og sá síðan að Man Utd eru að loka dilnum á persie á 20 m punda. Það er eitthvað sem að er ekki í lagi. Allir leikmenn sem að liverpool ætla að kaupa rjúka upp í verði. En eins og Patrekur Súni segir alltaf verðum að treysta BR

  33. @ 38

    ég hef litla trú á að RVP endi hjá MU, en það kemur í ljós. Ekki gleyma svo því sem hefur oft verið farið yfir hér. Kaupverðið á leikmanni er ekki það eina sem þarf að horfa í. RVP verðum með svona 4 sinnum hærri laun en Joe Allen myndi ég trúa.

    Annars er ég bara góður og hlakka til hausts og vetrar.

  34. Dempsey er fin kaup I flesta stadi, serstaklega ef AC fer. Var I amerikunni medan EM var og min tilfinning var ad kaninn myndi fylgjast vel med sdinum monnum I topplidum. Flott fyrir treyjusolu og ad sjalfsogdu var ser rekki med liverbird I mall’inu. Hef mikla tru a BR og tel Borini vera god vidbot. L’pool tharf fleiri ur unglingastarfinu I adallid thannig ad eg se ekki thorf a spending spree. Hvernig a ad outspenda oliufursta?

  35. Plús að samningur van Persie rennur út næsta sumar sem gerir hann ódýrari en raunverulegt virði leikmannsins.

  36. Ætli Dempsey nái nú ekki hátt upp í kapverðið sitt með treyjusölu í USA.
    Plús það að þetta er hörkufínn leikmaður sem yrði fín viðbót við hópinn.

  37. Vona að Carroll málið snúist ekki upp í eitthvað Alonso fíaskó og hann brilleri í vetur og neiti að vera áfram.

    Þetta með að kaupa stór nöfn sem styrkja liðið… mér finnst Liverpool liðið ekki verr mannað en Arsenal, tottenham og jafnvel manutd. Í raun ekki heldur liðið sem vann meistaradeild og bikar 2012. Þó þeir séu að taka til hendinni í sumar bölvaðir.

    Þetta snýst um að ná sem mestu út úr LIÐINU og það gekk mjög illa á síðasta tímabili, allir að spila undir getu nema Skrtle. Ef við náum smá momentum og sjálfstrausti þá er geta hvers og eins leikmanns ekki aðal málið og okkur flestir vegir færir. Munið þið ekki eftir myndinni cool runnings 🙂

  38. 27 En Borini og Dempsey hlómar eins og kaup hjá liði sem er að koma uppí úrvalsdeildina og ættla að spreða góðum 20m í von um að halda sæti í deild þeirra bestu en ekki eins og kaup hjá liði sem ættlar að gera alvöru atlögu að meistaradeildarsæti.

    Hvað þarf maður að kosta til að vera Liverpool leikmaður ???? Allt sem er dýrt er best hummmm

  39. Er Dempsey kannski okkar næsti Gary Mcallister nema aðeins yngri. Hver veit.

  40. Dempsey er leikmaður sem klárlega myndi styrkja þunnskipaðann leikmannahóp okkar. En ég er bar svo skíthræddur um að Liverpool láti taka sig í rassgatið með kaupverð á honum einsog svo oft áður.

    Vona líka að hann verði ekki “stóru kaupin” í sumar. Því einsog allir vita að þá verðum við að styrkja liðið vel og vandlega með réttum kaupum ef við ætlum að ná þessu 4. sæti. Því Chelsea og Spurs virðast ekki ætla að gefa tommu eftir á markaðnum og eru nú þegar með töluvert sterkari hóp en við.

    Vona að eigendur Liverpool lifi í raunveruleikanum og sjái að það þurfi töluverða bætingu á liðinu ef stefnan er sett á þetta margumrædda Meistaradeildarsæti.

  41. Athyglisvert að sjá viðtal við Skrtel þar sem hann lofar BR fyrir að vera mjög opinn í samskiptum og talar um að KD hafi alls ekki verið það. Er þetta ekki svipuð taktík og Mourinho notar þar sem leikmenn virðast vaða eld og brennistein fyrir hann?

    Ef til vill er von að Rodgers muni ná miklu meira útúr einstökum leikmönnum þótt menn lifi í draumaheimi ef þeir halda að allir verði ánægðir innan hópsins með hann.

    http://www1.skysports.com/football/news/11669/7913573/Skrtel-reveals-approaches

  42. Ég held einmitt að þetta sé málið (#51)…Daglish var bara langt frá því að ná því besta út úr þessum hóp. Liðið virkaði hálf hauslaust í mörgum leikjum á síðasta tímabili og ef BR tekst að koma einhverju skikki á þetta er ég alveg bjartsýnn á tímabilið, jafnvel þó að við bætum litlu við. Við þurfum ekki nema að líta að lið andskotans til að sjá að það er vel hægt að ná árangir án þess að fylla lið af stórstjörnum.

    Svona er glasið mitt hálffult!

  43. Mér finnst þetta hrikalega óþægilegar fréttir af þeim félögum Skrtel og Agger. Barca virðast vera að skoða Agger, og Mancity ofl.lið vilja fá Skrtel. Ég er ekki hissa á að bestu lið heims séu áhugasöm um að fá þessa leikmenn því þeir eru algjörlega stórkostlegir að mínu mati, en þvílíkt áfall sem það yrði fyrir okkur að missa báða tattúveruðu harðjaxlana úr vörninni okkar. Ég er alveg búinn að fá nóg að því að missa okkar bestu menn til annarra liða.

    Ég tek undir með flestum hérna varðandi Demspey, mér líst vel á þennan leikmann og vona að hann komi til Liverpool. Það er samt spurning hvort að kaup á Fabio Borini, Clint Dempsey og Joe Allen séu nóg til þess að sannfæra Agger og Skrtel um að liðið sé að fara að blanda sér í toppbaráttuna á næstunni, sérstaklega í ljósi þess að liðin fyrir ofan okkar eru að kaupa eða eltast við töluvert stærri bita á markaðnum. Það er alveg gott og blessað að kaupa þessa þrjá sem ég nefndi hér að ofan, en mikið svakalega vona ég þó að við kaupum allavega einn “stóran leikmann” í sumar, einhvern sem ALLIR stuðningsmenn Liverpool verða spenntir fyrir.

  44. Mér finnst þetta hrikalega óþægilegar fréttir af þeim félögum Skrtel
    og Agger. Barca virðast vera að skoða Agger, og Mancity ofl.lið vilja
    fá Skrtel.

    Ef klúbbnum tekst að klúðra Agger, eftir frammistöðu hans á síðasta tímabili, á EM í sumar og yfirlýsingar hans í kjölfarið þá þarf FSG að sverfa til stáls aftur. Minnir annars um margt á Gerrard ævintýrið 2005 þegar Rick Parry skellti sér til Barbados og slökktu á símanum.

    Efast um að það sé rétt haft eftir Skrtel í þessu viðtali í heimalandinu. Að hann viðurkenni að contact hafi verið frá öðrum klúbbu á meðan leikmaðurinn er undir samningi við LFC.

  45. Það má ekki gleyma því að Skrtel er á samningi til 2014 og á því tvö ár eftir af sínum samning. Það er mjög algengt lið semji við sína mikilvægustu leikmenn á þeim tímapunkti til þess að missa þá ekki ódýrt ári síðar. Ég er nokkuð rólegur yfir þessu, væntanlega er þetta eitthvað sem Skrtel og umboðsmaður hans eru búnir að leggja upp með í nýjum samningaviðræðum til þess að knýja á um betri samning. Kemur mér ekki á óvart að á næstu vikum fáum við fréttir af því að Skrtel hafi skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum með tilheyrandi launahækkunum og bónusum.

  46. L’pool verður að halda í kjarna varnarinnar, annað væri slæmt mál. Vörnin hefur verið þétt þó vanti smá smell í sóknarleikinn. Að missa Skrtl og Agger væri eilítil krísa. En glasið mitt er svo sem hvorki hálffullt eða hálftómt – Heldur helmingi stærra en það þarf að vera.

  47. Fyrsti leikurinn í þessari USA ferð er á laugardaginn klukkan kl 20:00 samkvæmt Liverpool.is, og Verða þessir pre season leikir sýndir á górilluni?
    YNWA!!

  48. Strákar þar sem ég er í Boston núna gæti einhver sagt mér hvar leikurinn er? Og kannski hvar ég gæti keypt miða á næsta æfingaleik

    Fyrirfram þakkir!

  49. Núna er verið að tala um að Liverpool og Arsenal séu að berjast um þjónustu Affeley hjá Barca. Ef satt er þa er ég hrikalega sáttur ef að við myndum landa honum. Hann hefur aldrei látið ljós sitt skína hjá Barca verið óheppinn með meiðsli en hrikalega hæfileikaríkur leikmaður. Verðið sem að verið er að tala um eru 6 m punda sem er ekki mikið fyrir svona gæðaleikmann

  50. vitiði hvort Liverpool leikirnir verði sýndir á liverpooltv?? eða hvort það sé hægt að sjá þá einhverstaðar ef maður er út á landi??

  51. Þá er maður búinn að kaupa sér miða á leikinn á móti Roma. Þetta verður gaman!

  52. Hópurinn í dag er ekki þunnur að mínu mati. Eina sem vantar þannig séð er annan vinstri bakvörð og djúpan miðjumann. Ef við viljum að það verði keyptir einhverjir menn á fúlgu fjár og í heimsklassa þarf augljóslega að selja einhverja leikmenn. Sumir hérna eru að panikka að aðeins sé búið að kaupa einn leikmann. Í maí hefði ég aldrei trúað því heldur. En eins flestir vita komu AA, JC og Pacheco til baka. Þannig að miðað við núverandi hóp í 4-3-3 eru fremstu sex sem mögulega gætu tekið einhvern þátt, mismikinn þó, á komandi tímabili eftirfarandi; SG, Suares, Lucas, Cole, AA, Adam, Downing, Henderson, Shelvey, Spearing, Carroll, Borini, Pacheco, Sterling, Suso, Silva. Jafnvel Ngoo og Coady. Örugglega að gleyma einhverjum. Undir handleiðslu BR sem náði góðum árangri með Svanina þá ætti þessi hópur að geta gert einhvern óskunda. Þetta eru 18 leikmenn um sex stöður. Það er augljóst að það þarf að selja til að kaupa.

    Svo væri ekki leiðinlegt ef Pacheco myndi nú loks fara sýna tilþrifin sem við höfum beðið eftir. Hann virtist týndur og tröllum gefin. Það sem kom þessum pælingum af stað hjá mér var viðtalið við hann á LFCTV. Hann er staðráðinn að sýna sig og sanna fyrir BR. Sama má segja um Joe Cole. Auk þess passar Pacheco vel í leikstílinn sem auglýstur hefur verið svo rækilega af BR. Í viðtalinu segir hann að hann hafi búist við að fá að spila meira á láni en hann var meiddur í 3 og hálfan mánuð. Hann er 21 árs og var talinn eitt mesta efnið fyrir 2-3 árum. Hann er wild-card en alveg líkur á að eitthvað æðislegt gæti gerst.

    BR metur þetta bara á næstu mánuðum. Örugglega fara einhverjir af þessum ofantöldum næsta árið. En það væri fáránlegt að fara kaupa og kaupa þegar þú ert kannski með efniviðinn til staðar. Ég er ekki að segja að ég vilji ekki fá þennan eða hinn í liðið sem hugsanlega gæti bætt liðið. En eins og hefur verið margtuggið þá er þetta working progress og það verður að sýna þolinmæði.

    Allaveganna væri ég alveg spenntur að sjá BR byrja tímabilið með núverandi hóp. Sjá hvað Cole og Pacheco geta og hversu mikinn spilatíma Shelvey, Sterling og Suso fá. Hvort AA verði playmakerinn sem liðið skortir. Fá Henderson, Adam og Downing uppreisn æru. Mun Robbie Fowler taka vítin í vetur. Aðeins tíminn mun leyða það í ljós.

  53. Nú þyrfti Kóngurinn einfaldlega að stíga fram, bakka Suarez upp og um leið hrauna yfir þetta viðrini. Hann hefur nú margoft sparkað í okkur hingað til og best af öllu væri ef Kenny myndi troða þessu kjaftæði ofan í hann aftur.

  54. Æ verið ekki að pæla í því hvað elliær gamalmenni eru að röfla.

  55. Vantar okkur Joe Allen fyrir 15 milljónir? Hvað varð um Gaston Ramirez? Átti hann ekki að kosta svipaða fjármuni? Ramierz, Borini og Dempsey, þá væri ég ánægður.

  56. Það getur ekki annað verið en að það sé þá einhver annar miðjumaður (eða miðjumenn) á leiðinni út

  57. Vitiði hvenær leikurinn er á morgun að íslenskum tíma?

    kv Bjarni

  58. Joe Allen myndi klárlega styrkja Liverpool liðið og ekki skemmir fyrir að hann er aðeins 22 ára, auk þess leikreyndur. Hann væri góður kostur við hliðina á Lucas í 4-2-3-1. Þá myndi hann nýtast vel í að fylla það skarð sem Lucas skildi eftir sig, þar sem þeir eru ekki ósvipaðir leikmenn, algjörir vinnuhestar. Það má alveg búast við því að það taki Lucas einhverja mánuði að ná fyrri styrk og ég held að BR geri sér alveg grein fyrir því að það er engin leikmaður í núverandi hóp sem getur coverað hans hlutverk.

    Ég hef engar áhyggjur af því að það sé komið of mikið af miðjumönnum í þetta lið eða hvort að það sé of lítið af bakvörðum o.s.frv. Minni bara á fjölda miðjumanna í leikjum spænska landsliðsins í sumar. Ég treysti BR best til þess að finna réttu púslin til þess að búa til heildarmyndina. Hvort að það felist í fleiri bakvörðum, kantmönnum eða miðjumönnum er ég ekki dómbær á, því fagna ég hvaða leikmanni sem er sem kemur að ósk BR til klúbbsins.

  59. Joe Allen er að koma á 15 mills, hann fær 20-30 kall á viku… Þá er 15 mills ekki mikið…

    Dempsey kemur á 10 jafnvel, hann borgar sig upp með treyjusölu og auglýsingu í USA…

    Gylfi var ekki að fara að selja meira en 10.000 auka treyjur á Íslandi þannig að hann var meira risk, ekki þess virði að borga strák 60.000 á viku…

  60. Nr 68

    Gæti ekki verið meira sammála þér… Djöfull verð ég feginn þegar að hann lætur sig hverfa úr enska boltanum. Með þennan vælupésa (Evra) í liðinu, flutningamanninn (Rio sem lét sig hverfa fyrir lyfjapróf), Keane sem játaði að hafa viljandi reynt (og gerði) að eyðileggja feril annars fótboltamanns (Alf Inge Haaland) þá ætti hann að einbeita sér meira að sínu rusli enda af nógu að taka þar… Finnst að við ættum að fórna einum meðalpésanum í að tækla gamla á hliðarlínunni í næsta derbyleik!

  61. Ferguson heyrir brátt sögunni til. Þetta er vitanlega ekki staðurinn til að lofa stjóra ManU en ég ætla að samt að leyfa mér þá höfuðsynd. Tek samt fram að Fergie er viðbjóður!

    Sá gamli er bara að benda á það augljósa. Kenny var úti á túni og réð ekki neitt við neitt í Suarez málinu. Ég er heldur ekki að átta mig á af hverju Suarez er að vekja upp þetta leiðindamál. Stundum má satt kyrrt liggja. Ég held að öllum sé ljóst að FA fór algjöru offari en samt ákvað LFC að fara ekki með málið lengra, bíta á jaxlinn og taka afleiðingunum. Dómurinn yfir Terry sýnir á hinn bóginn að eitthvað bull inni á vellinum er ekki, skv. almennum hegningarlögum, það sama og kynþáttaníð. Það má leiða líkur að því að ef LFC hefði vísað málinu til almenns dómstóls hefði niðurstaðan orðið sú sama. Að mínum dómi hefði Suarez átt að svara spurningum fréttamannsins á þá leið að hann teldi sig beittan órétti og hefði verið dæmdur saklaus en kysi ekki að tjá sig frekar um málið í ljósi þess að félagið hans hefði kosið að taka afleiðingunum og aðhafast ekki frekar.

    Þess í stað fer hann að skjóta á ManU og gefur Ferguson tækifæri til að gera það sem hann gerir best. Þ.e. að afvegaleiða umræðuna og núa salti í sárin sem eru óðum að gróa eftir brottvikningu Kenny.

    Ég vil taka fram að ég er brjálaður yfir dómnum yfir Suarez. Hann var rangur, óréttlátur og tómt rugl frá upphafi til enda. Ég ætlast samt til að okkar besti leikmaður hagi sér eins og atvinnumaður og spili ekki tækifærum upp í hendurnar á slormeistaranum sjálfum til að eyðileggja þá stemmingu sem verið er að byggja utanum félagið.

  62. Nenni ekki að kryfja málið einu sinni enn en:

    Suarez var að horfa á Terry sýknaðan fyrir dómi (ath: alvöru dómstóli, ekki þremur mis hlutdrægum mönnum á vegum FA) fyrir miklu augljósara mál heldur en hann fékk 40.þús punda sekt, 8 leikja bann og hræðilega ósanngjarnan stimpil á sig fyrir.

    Afhverju í fjandanum ætti hann að vilja þagga þetta mál niður? Skil að United vilji það, skil mjög mjög vel að FA vilji það og skil að klúbburinn vilji það en væri ég sjálfur í hans stöðu myndi ég alls ekki koma mér undan að svara ef ég væri spurður enda væri því hvort eð er snúið upp á hann líka. Þessu máli lauk aldrei á síðasta tímabili (heyrðuð þið ekki lögin?) og því er ekkert lokið ennþá.

    Dalglish varði Suarez út í hið óendanlega og ég held að brottrekstur hans hafi ekkert haft með Suarez málið að gera, mun meira árangur í deildinni og framtíðarsýn FSG. FSG getur kennt sjálfum sér um frekar hvernig Suarez málið kom út fyrir klúbbinn miklu frekar heldur en Dalglish.

    Persónulega held ég að m.v. hvernig fjölmiðlar tóku á þessu máli strax frá upphafi hafi ekkert verið hægt að koma vel út úr þessu mál. Þetta var ekki frétt nema maðurinn væri dæmdur sekur eða biðist afsökunar. M.v. hlið Suarez og þátt Evra í þessu máli hefur hann ekkert að afsaka og enginn hérna myndi vilja afsaka sína hegðun þegar þú ert sakaður um eitthvað sem þó gengst ekki undir að hafa gert.

Leikmannahópur til Bandaríkjanna

Evrópudráttur og leikmannaslúður – opinn þráður