Leikmannahópur til Bandaríkjanna

Í dag kom á heimasíðu LFC hvaða leikmenn halda af stað vestur um haf til æfinga og leikja.

Listann má finna hér.

Hópurinn er mjög stór, 34 leikmenn munu taka þátt í ferðalaginu, þar af mjög margir af ungu mönnunum okkar. Yngstur er þar á ferð Jordan Ibe, sem er 16 ára vængmaður sem verður reyndar 17 núna í desember. Nöfn eins og Danny Ward, Stephen Sama, Brad Smith, Ryan McLauglin og Kristian Adorjan eru á listanum auk Ibe, Sterling, Morgan, Suso og Ecclestone.

En það eru líka “stóru” bitarnir. Og já krakkar mínir, það er búið að velja Andy Carroll í hópinn, spáið í það!

Ef maður horfir til þess hverjir eru ekki með mun Reina ekki taka þátt, enda í löngu fríi auðvitað út af EM, en ég veit ekki alveg út af hverju Alexander Doni er ekki heldur með í för. Svo rak ég augun í það að Conor Coady fer ekki vestureftir, eitthvað tvitthvísl var komið um að hann yrði lánaður, en það er ekkert solid þar í hendi.

Fyrsti leikur er við Toronto 21.júlí. Sá næsti er svo við Roma þann 25. og þá mun hópurinn vera orðinn fullskipaður þar sem að ráðgert er að þeir “seinu til æfinga” vegna EM mæti til USA þann 23.júlí.

Fimm dagar í fyrsta leik krakkar og þar munu margir sjá leikmenn í rauðri treyju sem þeir ekki hafa séð áður, ekki bara Borini!

117 Comments

  1. Það kemur upp bara smá tilhlökkun.

    En vitiði hvenær þessir þættir um þessa ferð verða sýndir?

  2. Sælir “krakkar”

    Maður fær smá kítl í tærnar þegar kemur að svona æfingarferðum og nýjum spennandi leikmönnum, talandi um leikmenn, þá höfum við verið linkaðir oft við einn leikmann frá Arsenal, sá heitir Theo Walcott, hvað finnst mönnum um það, hann er talinn vilja fá 100.000 pund á viku sem Arsenal er víst ekki til í að borga honum, eins og flestum sínum mönnum.

    Ég persónulega hef alltaf fundist Walcott efnilegur leikmaður, en hann verður varla mikið efnilegur lengi. Hann er snöggur og ágætur með boltann, kann að skora mörk, er þetta ekki akkurat það sem Liverpool þarf?
    Snöggur kanntari sem getur sett mörk og lagt þau upp
    (Gætum kannski skipt á Downing/C.Adam)

    YNWA

  3. Mér líst vel á Walcott, leikmaður með hraða sem getur tekið menn á eitthvað sem vantar virkilega hjá Liverpool. Ég var að spá í einu af því að það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að keppa við peningamaskínur eins og Chelskí, Man. City og lið skrattans. Stjórnarmenn í Liverpool klúbbnum á Íslandi ættu að setja sig í samband við stuðningsmannaklúbba annarsstaðar í Evrópu og ég tala nú ekki um eins og t.d Asíu til þess að stofna sameiginlegan sjóð sem ætlaður væri til að kaupa ca. 1-2 topp leikmenn á ári, og til þess að gera þetta spennandi væri hægt að hafa samkeppni á milli klúbbana um hver safnaði mest hlutfallslega og ég er viss um að við Íslendingar værum þar ofarlega. Það getur verið að þetta séu draumórar í mér sem ég veit að þessir einstaklingar sem stjórna klúbbnum hér á landi eru kraftaverkamenn og ég hef fulla trú á því að þeir geti ýtt þessu af stað. Þá færum við kannski að sjá leikmenn sem ég væri til í að sjá hjá Liverpool eins og t.d Ramirez hjá Bologna og Jovetic hjá Fiorentina. Áfram Liverpool

  4. 10 milljónir stuðningsmanna myndu setja eitt pund hver, þá gætum við keypt annan Charlie Adam.

    1 milljón stuðningsmanna myndu setja 10 pund hver, þá gætum við keypt Charlie Adam, aftur.

    Semsagt þá þyrftu 2 milljónir stuðningmanna að setja 10 pund hver til að kaupa þokkalega góðan mann !

    Held bara ekki…..

  5. Mig langar að vera svakalega bjartsýnn og jákvæður í garð þeirra breytinga sem eru í gangi hjá Liverpool, en það er pínulítið erfitt.

    Jákvætt

    Brendan Rodgers virkar hrikalega öflugur einstaklingur og gæti því hentað vel hjá stórum klúbbi. Hann hefur sýnt að hann spilar flottan fótbolta og gæti því skila ágætis árangri hjá Liverpool.
    EM 2012, allir leikmenn Liverpool koma heilir heim og stóðu flest allir fyrir sínu. Gerrard með betri mönnum Englands, Carroll fékk leiki og hélt áfram að spila með því attitude-i sem hann gerði í lok síðasta tímabils. Henderson fékk mínútur sem er meira en maður bjóst við og Downing passaði vel upp á vatnsbrúsana. Þá var Agger öflugur hjá Dönum, Reina allt í öllu hjá liðshópi Spánverja þó hann hafi ekki spilað neitt. Gleymi kannski einhverjum en allavega koma allir heilir heim sem er AFAR jákvætt.
    Fabio Borini, fyrstu leikmannakaup Brendan Rodgers. Spennandi leikmaður sem Rodgers hefur miklar mætur á EN ef hann floppar þá er áhættan ekki sérlega stór (í samanburði við Carroll, Aquilani og Downing).
    Viðbrögð leikmanna, flestir eru afar spenntir að leika undir nýjum stjóra þ.m.t. Suarez, Reina, Skrtel, Agger, J. Cole og fleiri sem er hefur líklega aldrei verið mikilvægara þar sem hinn nýi stjóri er eftirmaður nýrekins Konungs Liverpool.
    Lucas er að koma úr meiðslum

    Jákvætt/neikvætt

    Nokkrar fréttir sem aðdáendur liverpool skiptast á að telja jákvæðar eða neikvæðar eru líklega fréttir um Joe Cole og hans comeback og svo Aquilani og þvingað comeback.
    Ekki er síður umdeilt (jákvætt eða neikvætt) brotthvarf Maxi og Kuyt. Flottir kallar sem voru komnir á tíma en flestir geta litið jákvætt á þessi brotthvörf ef betri leikmenn koma í staðinn.

    Neikvætt:

    Hópurinn hefur þynnst verulega eins og staðan er núna (út: Maxi, Kuyt og Aurelio; Inn: Borini)
    Óvissa um framtíð Carroll. Eftir að hafa gefið það út að ALLIR leikmenn fá “Clean Slate” hjá sér virðist Rodgers vera harðákveðinn í að losa sig við Carroll. Þetta held ég að leggist afar illa í marga stuðningsmenn Liverpool sem hafa mátt sætta sig við einhver mestu flopp kaup síðustu ára sem LOKSINS var farinn að sýna hvers megnugur hann er og þá koma þessar fréttir eins og þruma úr heiðskýru lofti og þar með svik á þeim orðum að allir fái sjéns til að sanna sig hjá nýjum stjóra. Mér fannst persónulega hans orð um mögulegt lán Carroll vera mjög óvarleg og úr takti við hans fyrri orð.
    Ólympíuleikarnir, nú er ljóst að Bellamy, Suares og Coates (kannski Lucas líka?) munu taka þátt í Ólympíuleikunum í sumar og þar með missa af pre-season og mögulega fyrstu leikjunum. En ég spyr, missa þeir af öllu pre-seasoninu? og hvenær má vænta þeirra í hópinn? Spyr sá sem ekki veit, en þarna eru tveir af markahæstu mönnum Liverpool í fyrra.
    Innkaup sumarsins, Rodgers hefur viðurkennt að það eru ekki fúlgur fjár til innkaupa og hefur hrósað þeim leikmannahópi sem Liverpool hefur úr að ráða. Enn fremur sagt að þeir hafi verið óheppnir í fyrra og hafi átt skilið meira. Ég vil ráða í þessi orð að Borini séu með stærstu kaupum sumarsins nema að selt verði. Sem er afar slæmt þar sem enn vantar tvo menn til að jafna þá sem farnir eru (Maxi, Kuyt og Aurelio)
    Slúður, þó svo að slúður sé slúður gefur það oftast til kynna hvað er að gerast á bakvið tjöldin þó það sé kannski bara hámark 10% af útgefnu slúðir. T.d. er langt síðan Borini var nefndur til sögunnar, fótur var Gylfa slúðrinu en það gekk ekki. Aðrir leikmenn eru Ramirez, Allen, Walcott og einhverjir fleiri. En þetta er í raun og veru fátæklegasta “silly-Season” sem ég hef séð hjá Liverpool. Kannski þýðir það ekkert en fyrir mér er upplifunin sú að það sé ansi lítið í farvatninu.
    Hópurinn í USA túrinn (sem þessi þráður fjallar um), þarna eru fullt af stórum nöfnum, nokkur sem koma á óvart EN því miður vantar okkar aðalstrækar og í raun tvo markahæstu menn síðasta tímabils. Það tel ég sérstaklega slæmt þar sem við skoruðum skammarlega lítið af mörkum á síðasta tímabili og því mætti ætla að afar mikilvægt væri að stilla saman sóknarlínuna.

    Þegar öllu er á botninn hvolft veit ég ekki hvort ég á að vera bjartsýnn eða svartsýnn á framhaldið en sem betur fer er svona öflug síða eins og kop.is sem heldur manni á tánum og leyfir manni að fylgjast með því sem er að gerast í kring um klúbbinn.

  6. Liverpool þarf víst að selja til þess að kaupa – Downing og AC á leiðinni út.

    Veldur mér miklum áhyggjum. Nýr stjóri, ekkert funds nema klink + sölur.

  7. SB númer 5. veist þú hvað margir stuðningsmenn Liverpool eru skráðir í Liverpool klúbba víðsvegar um heim? Ég get sagt þér það að þeir eru nokkrar milljónir!!!!!! Ég held að við myndum safna leikandi 60 til 70 millj punda. En ég hef samt gríðarlega mikla trú á Brendan og held að ef hann fengi svona upphæð á ári hverju væri auðveldari að ná leikmenn til okkar. Og í guðana bænum hættu þessari svartsýni, það á bara ekki að vera í eðli stuðningsmanna Liverpool.

  8. Ég held að þetta panic sé alveg óþarfi. Allt tal um að hópurinn sé að verða þunnur eða að klúbburinn eigi ekki bót fyrir boruna á sér því engir leikmenn séu að koma inn nema nú loksins Borini sé algjör vitleysa. Í ummælum númer 7 er talað um áhyggjur yfir því hópurinn sé að þynnast vegna Aurelio, Maxi og Kuyt eru farnir og bara Borini kominn inn. Aurelio spilaði örugglega 1-2 leiki seinasta tímabil þannig brotthvarf hans kemur vægast sagt ekki mikið niður á liðinu. Borini kemur í stað Kuyt og þá vantar okkur aðeins einn leikmann inn fyrir Maxi til að standa á sama stað og fyrir þessar sölur. Það er jafnvel hægt að líta svo á að ungir leikmenn komi inn í stað hans sem koma upp úr akademíu.

    En varðandi kaup á leikmönnum. Í fyrsta lagi þá hefur Brendan Rodgers ekki fengið að vinna með öllum leikmönnum liðsins. Jafnvel þó hann hafi séð marga þeirra spila þá hefur hann ekki unnið með þeim og vill kannski ekki dæma þá. Ef það reynist rétt þá finnst mér ekkert skrítið að hann sé að bíða með leikmannakaup fyrr en hann hefur metið hópinn í heild sinni. Til hvers að eltast við einhvern mann þegar hann sér svo að þessi ákveðni leikmaður (segjum t.d. Henderson) sé svo akkurat leikmaður sem hann sér að henti hans spili mjög vel.

    Kaupin hjá Borini voru kaup sem gátu átt sér stað jafnvel þó hann hafi ekki hitt Suarez eða Carroll þar sem það þótti nauðsynlegt að bæta við þriðja framherjanum eftir að Kuyt fór.

    Einnig má ekki gleyma því að Brendan virðist vera mun líklegri til að nota yngri leikmenn heldur en t.d. Dalglish. Við getum því átt von á að sjá meira af Suso, Sterling og það kæmi mér ekki á óvart ef Robinson og Pacheco kæmu meira inn núna.

    Skulum bara njóta þess að fylgjast með liðinu í USA núna og smá smjörþefinn af því sem koma skal á næstu vikum 🙂

  9. Siggi Scheving hefur lög að mæla. LFC þarf að nýta sér þann gríðarlega stóra hóp stuðningsmanna um allan heim til að byggja upp til framtíðar. Ég hef ekki séð mælingu á fjölda stuðningsmanna um allan heim en það eru örugglega fleiri en 100 milljónir. Með því að stofna sjóð til leikmannakaupa og stuðningsmenn geta komið sínu framlagi beint í það verkefni myndi örugglega safna talsverður fjármagni og auka á möguleika á samkeppnishæfni til framtíðar.

  10. Við höfum losað okkur við Kuyt, Maxi og Aurelio en inn hafa komið Borini, Aquilani, Cole og Pacheco.

    Brendan mun svo líklega taka ákvörðun fljótlega með hvaða leikmenn koma til með að fá spilatíma hjá sér.
    Ég gæti alveg séð Cole fá slatta af spilatíma enda held ég að þarna mætist leikkerfi og hæfileikar. Cole er frábær að vinna í svona spilamennsku með hápressu og svo er Pacheco sennilega að fara að berjast fyrir lífi sínu hjá félaginu. Ef hann heillar ekki núna þá verður hann einfaldlega látinn fara strax. En ef það er einhver sem getur fengið þennan strák til þess að sýna af hverju það voru allir svona spenntir fyrir honum þá er það Brendan.

    Svo verður gaman að sjá hvernig Suso og Sterling munu koma út í þessu ferðalagi.
    Ég er allavega að verða spenntari og spenntari fyrir tímabilinu.

  11. Mér finnst nú ekki hópurinn neitt sérstaklega þunnskipaður. Hinsvegar má vel bæta góðum leikmönnum í stöður hjá okkur sem eru “veikar”.

    Ég fór að fylgjast með Swansea þegar Gylfi byrjaði að spila með þeim og mér fannst Brendan vera að gera fína hluti með þá. Ég vona bara að hann nái því sama með LFC og ef hann þarf að selja til að kaupa nýja þá gerir hann það. Líklega eitthvað sem verður umdeilt en það er talsverður talent eftir í klúbbnum, það er klárt.

  12. Ég botna nú ekki alveg í mönnum sem tönglast á að hópurinn sé búinn að þynnast mikið með brotthvörfum hjá Maxi og Kuyt.

    Fengum við ekki Aquilani og Cole tilbaka? Báðir yngri og betri leikmenn að mínu mati. Cole og Maxi að vísu báðir fæddir 81′ en það munar nánast ári á þeim.

    Fyrir mér væri sorglegt að sjá Aquilani ekki taka a.m.k. eitt heilt tímabil með Liverpool. Finnst hann einstaklega skemmtilegur leikmaður með skemmtilega boltameðferð og góða sendingargetu.

  13. Jæjaþá,
    ég skil ekki í því að Reina þurfi svo bráðnauðsynlegt frí útaf móti sem hann spilaði ekki eina sekúndú í …. sér í lagi þar sem að miðað við spilamennskuna hans síðasta vetur, ætti hann fyrstur manna að mæta og spila sem mest til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil….

  14. Maðurinn hlýtur að eiga sinn rétt á því að fá frí með fjölskyldunni sinni eins og aðrir.
    Þú yrðir sennilega ekki sáttur ef að vinnuveitandinn þinn myndi segja þér að þú hafir unnið illa í fyrra og því þurfir þú að hætta við fríið þitt.

    Markmenn eru nú sennilega þeir sem þurfa hvað minnst að vinna við að koma sér í form þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af honum Reina. Hann á eftir að mæta hrikalega ferskur ertir að hafa verið í sigurliði EM.

  15. NR.16
    Nei hann spilaði ekki en ekki var maðurinn í fríi, hann var á stífum æfingum og í “vinnunni” ekki með fjölskyldu sinni. Annars held ég að hann hafi einmitt gott af smá fríi til þess að draga djúpt andann og gera sig tilbúinn fyrir nýtt ár þar sem það verður ögn meiri pressa á honum en seinustu ár vegna slaks gengist seinasta tímabil.

  16. Að mínum mati gæti liverpool gert margt verra en að bjóða í walcott og hann gæti verið það sem við þyrftum á vænginn. þeir men sem hafa verið orðaðir við okkur hellst í þessari stöðu eru sinclair og caston ramirez sem spilar samt sem sóknarsinnaður miðjumaður hja bolonga og ef það er eitthvað líkt hja walcott og sinclair þá er það að aðalvopnið þeirra er hraði og sprengikraftur og eins og kom framm hjá snillingunum í síðasta podcasti þá var það að það sem liverpool vanntar nauðsinilega eru hraðir menn og þá sérstaklega á kantana.

    Og tölfræðin hja walcott á síðasta tímabili er 11 mörk og svipað mikið af stoðsendingum í öllum keppnum. Sinclair var með 8 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili. En síðasta tímabili spiluðum við með bellamy, maxi, downing, kuyt og henderson (sem er pjúra miðjumaður) á köntunum. En samalagt skoruðu þeir 21 mark á síðasta tímabili á meðan að sinclair og walcot skora samanlagt 19 mörk. Og nú þegar maxi er farinn og það er spurning hvað bellamy gerir þurfum við allavega 1 stykki kantmann og að mínum mati væru sinclair eða walcott ágætis lausn í þessa stöðu.

    En svo fengum við Borini sem ég er mjög spenntur fyrir og meðan við lýsinguna sem Rodgers gefur af hanns kostum sem eru He’s technically strong, he’s a good finisher with both feet, he can play central or on the sides in a 4-3-3 up front, he’s quick, and he’s tactically very good. Að mínum mati fittar þessi lýsing í alla þá kosti sem vængframmherji/kantmaður þarf að hafa þannig að þarna gæti verið kominn lausn á vænginn. Svo er líka bókað mál að suarez kann vel við sig 4-3-3 kerfi en hann hefur spilað þannig hjá uruguay og m.a. á hm 2010 þar sem sóknarlínan var suarez forlan cavani. Og á pappirnum lýtur þessi sóknarlina líka ágætlega út suarez carroll borini.

    En býð spenntur eftir komandi tímabili
    Y.N.W.A.

  17. svo er hann stuðnigsmaður Liverpool frá því hann var krakki
    hann walcott

  18. Walcott hljómar vel.

    Var að koma frá Boston í gærkvöld. Átti nú von á sjá nýju treyjurnar til sölu þar sem Liverpool er að koma í svona “treyju-söluferð” til Ameriku. Ég fór í allnokkrar sportvöruverslanir og spurðist fyrir en það kannaðist enginn við Liverpool-treyjur en tveir sögðu að líklegast væri að líta á Fenway park. Ég gerði mér ferð þangað á laugardaginn en þar var flott verslun eingöngu með Red Sox vörum.

  19. 21 gunnar valur, verð nu bara að jata að þetta er hreint utsagt athyglisvert sem þu ert að segja, djofull lelegt að liverpool treyjan se ekki fàanleg a þessu svæði en kannski synir bara að amerikaninn hefur ekki nokkurn ahuha a enskum fotbolta

    Einnig se eg ekki að Dempsey ætti að fara selja treyjr fyrir okkur i USA þott eg væri alveg til i að sja hann hja okkur ef kaupverð væri ekki of hàtt.

    Annars er eg bara að fylgjast með og vonast eftir bitastæðum frettum af theo walcott…

  20. Skil nú ekki þess ást allt í einu á walcott, man ekki betur en hérna hafi menn talað um að það eina sem hann gæti væri að hlaupa hratt og svo ekki sögunni meir. þekki marga arsenal fans sem myndu nú ekki gráta það ef hann færi frá þeim þar sem hann er oft meiddur og getur ekki blautan nema…. hlaupið jújú skorar eitt og eitt mark en ekki mikið meira.

    og svo er sagt að hann vilji 100 kall á viku.. er ekki peningunum betur borgið í eitthvað annað en annan meiðslapésa sem væri áskrifandi á laun og gerir lítið annað.

    2006-7

    A persistent shoulder injury limited his performance, and Arsene Wenger even went to the extent of saying that the injury forced Theo to perform up to only 50% of his abilities

    2008-9

    On 18 November 2008, Walcott dislocated his right shoulder while training with England for a friendly against Germany.

    2009-10

    Walcott’s 2009–10 season was marred by injuries. He suffered from shoulder, back, knee and hamstring problems which restricted him to only 15 starts for Arsenal. He did not complete 90 minutes until 9 December 2009.

    2010-11

    Walcott had twisted his leg on the turf which left him with an ankle injury.

    2011-12

    An injury in a 0–0 draw with Chelsea on 21 April looked set to rule Walcott out for the rest of the season but he was able to return in a substitute appearance on the last day of the season in a 3–2 win for Arsenal over West Brom.

    ok allir meiðast en þetta er stöðugt hjá honum og hann er ungur en er að meiðast allt of mikið sérstaklega ef á að henda 100þ á viku í hann og trancefer money sem er greinilega ekki mikið til af.

    gefið mér nú frekar annan möguleika.

    en ekki taka þessu þannig að ég myndi fara í fýlu ef við fengjum hann ég tel bara peningunum betur varið í aðra sem væru hentugri í þessa stöðu og sérstaklega varðandi þau laun sem hann myndi vilja fá og því miður meiðslasögu hans.

    takk fyrir mig.

  21. Nýbúnir að losna við greyið hann Aurelio, og eigum við þá að fara að kaupa annan leikmann sem spilar ca 20 leiki á hverju tímabili ?

  22. Held að það sé enginn séns á því að LFC sé að fara að borga walcott 100 þús pund á viku. Er hinsvegar alveg hrikalega ósáttur við allt þetta bull um að Andy Carrol verði látinn fara. Strákurinn var þvílíkt að stíga upp í lok tímabils í fyrra og á fullt inni. Og ef við ætlum enn og einu sinni að gera okkur að aðhlátursefni umboðsmanna og selja Andy á hálfvirði, þá veit ég ekki hvað..

  23. @ 23

    HH ertu ekki að grínast með að þetta sé stöðugt? Ein meiðsli á tímabilinu 2010-11 og þú segir ekkert um hversu alvarleg? Í vetur meiddist hann undir lok mótsins og missti af hvað, þremur leikjum? Menn meiðast alltaf enda ekki skrýtið á 10 mánaða seasoni. Var einhver sem spilaði 25 leiki plús hjá okkur og meiddist ekki í vetur?

  24. @26

    Theo Walcott’s ankle injury could be worse than first feared, with the Arsenal winger left facing six weeks on the sidelines.

    fannst nú bara nóg að setja þessi meiðsli fyrir þetta tímabil þar sem þetta var nú sagt í þeim tilgangi að sýna fram á stöðug meiðsli… biðst afsökunar á því að setja ekki inn hversu alvarleg þessi meiðsli voru, hélt bara að þetta væri nóg.

  25. Ég er búinn að vera að horfa á youtube myndbönd af Borini (eins og líklega margir hérna) – getur einhver plís sagt mér hvað þetta fagn sem hann tekur alltaf þýðir!? Önnur höndin upp í munn og hin út til hliðar. Þetta er farið að ásækja mig í svefni

  26. 28

    Í fagninu er hann að þykjast setja hníf upp í munn. Það táknar stríðshetjur (warrior) eða e-ð álíka. Hann sagði frá þessu í viðtali á LFCTV.

  27. þetta á að merkja að hafa hníf milli tannana, sem þýðir víst “warrior” eða sá sem aldrei gefst upp..

  28. Hnífur milli tannana er tákn fyrir það hversu hungraður hann er að skora las ég einhvers staðar

  29. Það eru rosalega litlar fréttir þessa dagana af leikmannakaupum(já ég veit að við eigum að vera voða glöð með það að núna sé allt unnið til enda áður en það kvisast út) og tekur á að fá engar fréttir. Ég tek þó undir það sem einhver sagði hér ofar varðandi það að BR vill eflaust sjá hvað hann er með í höndunum áður en hann fer að versla feitt. Unglingarnir okkar eru víst nokkrir mjög efnilegir og maður sem hefur lengi unnið með ungum leikmönnum við að ná því besta úr þeim hlýtur að klæja soldið í fingurnar við þá tilhugsun um að móta þá frekar í endanleg eintök í aðallið Liverpool í stað þess að kaupa bara nýja leikmenn.

    Og það sem maður heyrir varðandi Sterling, Suso og jafnvel Pacheco þá eru þetta strákar sem gætu vel farið að banka á dyrnar í vetur.
    Alveg komin tími á annan Gerrard 😉

    En mikið verður gaman að sjá þessa æfingaleiki og skoða hvernig honum tekst að breyta spilinu og nota allan mannskapinn, hugsanlega á öðrum stöðum á vellinum. Hver veit, kannski fara einhverjir þarna að blómstra og detta svo beint inn í aðalliðið.

  30. Smá pælingar varðandi svokallaðan lista yfir bestu leikmenn evrópu 2012. Þar er Chelsea með 4 leikmenn af 32, Chech, Lampard, Drogba og Torres. Þrír síðastnefndu hafa dalað MJÖG sem knattspyrnumenn síðastliðið ár þá sérstaklega Torres þó hann hafi skutlað inn nokkrum mörkum á EM. Ætli þeir hafi náð þar inn aðallega vegna sigur í CL, maður spyr sig.

    Ég, með mín Liverpool gleraugu, hefði viljað sjá Suarez inn á listanum. Er kannski verið að refsa honum verið meint kynþáttaníð. Kæmi í sjálfu sér ekki á óvart..Suarez hefur allavega átt mun betra ár en þeir félagar í Chelsea að undanskyldum Chech sem var mjög góður.

    Ekki að þetta sé að valda mér svefntruflunum, var samt undrandi á þessu.

    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=129875

  31. @Fowler9

    Þessi listi eins og margir aðrir er mjög skrítin að mínu mati. Ég ætla ekki að segja neitt um Leslie Davies því ég hef bara ekki guðmund um hver þetta er en ég get sagt þér að Gerrard er betri en Lampard, thats for sure.

  32. Strákar, Gerrard spilaði nánast ekkert á tímabilinu, var mjög mikið meiddur og spilaði svo EM og var geggjaður. Hann er þess vegna ekki á listanum. Drogba var gjörsamlega frábær með Chelsea í meistaradeildinni í vetur og var maður sem tryggði þeim titill. Torres var svo markakóngur EM ásamt að skora mikilvægt mark í CL. Það eitt og sér ætti að nægja til að vera valinn. Margt sértakt á þessu lista og finnst eins og sumir þarna inná séu áskrifendur vegna þess hvað þeir heita.

  33. Smá pæling hérna!
    Með komu Borini gætum við þá ekki verið búnir að næla okkur í “tvo” leikmenn til þess að spila fyrir liverpool merkið í vetur, ég gæti trúað því að þessu kaup komi til með að hjálpa Aqualini til þess að gefa ári á Englandi sénsinn, þar sem hann er nú kominn með landa sinn í liðið. Það væri allavega óskandi því við gætum vel nýtt krafta hans í taktíkinni sem Rodgers spilar.

  34. Búinn að fá nóg af eignarhaldi kana á Liverpool!!
    þessi skrípaleikur er bara enn eitt dæmið um lélegt eignarhald og grín sem hallast á Liverpool á leikmannamarkaðinum.
    LFC var með mun betra og samkeppnishæfara lið þegar H&G voru með liðið sem segir ýmislegt um það hvar við stöndum í dag.

  35. Joe Allen…… Er þetta leikmaður sem við þurfum? Las e-r staðar að verðið á honum yrði e-ð svipað og á Borini. En til hvers að kaupa hann? Erum við ekki með allaveganna tvo unga og efnilega miðjumenn (Shelvey & Hendo) sem eru að spila sömu/álíka stöðu.

    Gæti þetta endað í þessu?:
    Kuyt, Maxi, Carroll & Bellamy – út
    Borini, Allen & Dempsey – inn

  36. Nr. 39 sigurjón

    LFC var með mun betra og samkeppnishæfara lið þegar H&G voru með liðið sem segir ýmislegt um það hvar við stöndum í dag.

    Þar til þeir fóru að selja bestu leikmenn liðsins þá og settu félagið nánast á hausinn? (sem núverandi kanar eru að reynda vinna okkur út úr og miðar vel). Setjum umræðuna á hærra plan for crying out loud.

  37. Menn gleyma því stundum að:

    Eigendur Liverpool eru ekki olíufurstar og þeir eru að reyna að byggja upp lið til framtíðar án þess að hrúga skuldum á félagið. Þeir settu traust sitt á Comolli og Kenny í leikmannakaupum síðasta sumar, þeir hafa sjálfir ekki mikið vit á knattspyrnu en þeir treystu hinum tveimur fyrir þessu, það er ekki könunum að kenna að Downing, Carroll, Adam og Downing skiluðu litlu sem engu.

    Uppbyggingin tekur tíma, en góður árangur hraðar henni, um leið og við komumst aftur í Meistaradeildina þá alvöru leikmenn að koma aftur til liðsins.

  38. hér er einn annar sem virðist vera orðaður við okkur og miða við youtube klip af honum þá væri ég meira en til í að fá hann og hann er bara 20 ára… hann heitir því öfluganafni Gokhan Töre.. og er tyrki.. þegar búinn að spila um 10 leiki fyrir landslið sitt en virðist ekki skora mikið að mörkum en leggur þau upp og það mörg víst…
    http://en.wikipedia.org/wiki/Gokhan_Tore
    http://hereisthecity.com/2012/07/16/second-former-chelsea-youth-starlet-heading-for-liverpool/?

  39. Gaman að horfa að viðtalið við Joe Cole þar sem hann segist sitja við hliðina á Carra þar sem hann sé sá eini sem sé eldri en Cole.
    Strákarnir séu að leika sé í playstation og sumir að horfa á Toy Story 🙂
    Og að hann þurfi að passa upp á að ungu strákanir frá Liverpool borg noti sólarvörn til þess að brenna ekki í sólinni.

  40. hoppa af gleði, ef við fáum Allen, þá minnkar spiltími Henderson og Shelvey
    mitt mat er að allir sem Daglish keypti eiga að fara ,Carrol,Downing,Adam og Henderson, viðurkenna mistökin og taka á okkur tapið,og byrja svo aftur með Gerrard, Allen,Lucas og Cole sem miðu option……fá svo 2 vængmenn og 1 frammi…..við munum eiga 45 milljónir punda eftir þessa brunaútsölu

  41. Það má eiginlega segja að góður árangur K.Kenny eftir að hann tók við af Hodgson hafi verið hálfgerður bjarnargreiði við klúbbinn. Eigendurnir áttu engan annan kost en að ráða kallinn áfram og þá kom í ljós að hann var ekki alveg með hlutina á hreinu. Það sem vantaði hjá Kenny var einhver heildarsýn og skýr fótboltlaleg hugsun.

    Hann fékk fúlgur fjár og þessi kaup sem hann gerði voru gríðar mikilvæg, en flest alls ekki góð. Hann vildi enska menn hvað sem þeir kostuðu. Það má eiginlega segja að þeir hafi nánast allir verið flopp, nema Henderson.
    Downing, Adam og Carroll hafa ekki staðið undir verðmiðunum á sér, hvað þá annað. Þetta hefur tafið uppbyggingu klúbbsins um minnst tvö ár því miður.

    En nú sér fram á bjartari tíma, að mínu mati. BR virðist vita uppá hár hvað hann vill, virðist vera með mjög sterka sýn á fótboltann sem spila skal og mikla og alþjóðlega þekkingu á boltanum. Hvort honum takist að gera eitthvað úr þessu sem hann er með í höndunum það verður að koma í ljós, en maður horfir á hann og fyllist bjartsýni, eitthvað sem ég fann aldrei þegar klúbburinn var undir stjórn Kenny.

    Vona og trúi að við munum ná fjórða sætinu í vetur undir stjórn BR en menn verða auðvitað að ath að staðan er allt önnur en fyrir nokkrum árum því nú berjast 6 lið hart um efstu fjögur og því á brattan að sækja.

  42. Mér finnst SB #47 ráðast full harkalega á King Kenny og einfalda hlutina um of. Það er þægilegt að finna eina útskýringu og einn blóraböggul til að kenna um en… Kenny fékk í raun lítinn tíma og hann var lika að kaupa menn fyrir framtíðina sbr. Carroll og Henderson. Carroll náði loks að sýna sitt rétta andlit seinnipart síðasta tímabils og Henderson virðist mikið efni. Charlie Adam var mjög góður þangað til Lucas meiddist og hann þurfti eftir það að fara í nýja rullu…eigum við bara að afskrifa hann?Ég held ekki. Enrique átti erfitt uppdráttar seinni part síðasta tímabils en flestir held ég sammála um að hann hafi ekki verið slæm kaup. Hvað stendur þá eftir? Mér heyrist flestir stuðningsmenn Liverpool vera á því að Downing sé kannski helsti spænallinn í kaupum King Kenny. Vissulega var verðmiðinn á Carroll rugl en síðuhaldarar hér og fleiri eru margoft búnir að fara yfir ástæðu verðmiðans.

    Þó þetta hafi ekki gengið upp hjá Kenny í deildinni þá fórum við í tvo úrslitaleiki undir hans stjórn, og hann tók við á gríðarlega erfiðum tíma og náði að koma ró á klúbbinn og hjálpa núverandi eigendum að sigla út úr mikljum stormi. Ég verð alltaf jafn hissa þegar Liverpool menn tala svona niður til King Kenny. Maðurinn á það ekki skilið. Það er allavega mín skoðun.

  43. @ bragi, 44

    hef aldrey heyrt um tessa sidu adur.. er eitthvad ad marka tetta ?
    tessi leikmadur er øsku fljotur, tiki taka, mother focker… 😀
    væri sko meira en til i ad sja hann i nyju ljotu LFC treyunni okkar

  44. Skil ekki þetta hatur á Henderson hérna. Þetta er leikmaður sem verður bara betri og betri, Frank Lampard var til dæmis þannig. Hann var leikmaður sem bætti sig stöðugt og varð síðan World Class með komu Mourinho. Kannski að Henderson er bara að bíða eftir rétta manninum og hver veit kannski er það Rodgers. Gæinn er 22 ára gamall hann er ekki eldri en það. Var fólk virkilega að búast við að hann yrði jafn góður og Gerrard á einni nóttu?

  45. Nakvæmlega
    Henderson er bara 22 ara
    Jono Shelvy er yngri, 20 eda eitthvad
    hvernig er HÆGT ad drullu svona yfir ta serstaklega tegar tad er verid ad spila honum (Henderson) ur stødu ?
    tad er buid ad skrifa um tetta 1000 x herna inni er menn bara allveg fra eda ??

  46. Í einhverju Twitter slúðri (@Liverpool_fc_) er nú verið að nefna að Brendan Rodgers hafi sagt Carroll að hann sé ekki í hans plönum. Persónulega finnst mér það mjög leiðinlegt að heyra þar sem mér var farið að líka gífurlega vel drenginn. Í seinustu leikjum síðasta tímabils sást að hann var tilbúinn að leggja allt í sölurnar til þess að vinna stuðningsmenn Liverpool á sitt band.
    Ef rétt reynist verð ég frekar vonsvikinn. Drengurinn er 23 ára og getur margt lært. Hef einnig heyrt að hann sé ekki á sömu ofurlaunum og margir af okkur leikmönnum. Ef það er einnig rétt þá finnst mér að Brendan mætti gefa honum eitt tímabil og sjá hvernig hann fittar í liðið þar sem við höfum ekki á miklu að tapa að gefa honum eitt ár.

    En ef hann ákveður að selja Carroll þá vil ég að öll sú upphæð fari í að kaupa striker.

  47. Nr 41 babu

    Þar til þeir fóru að selja bestu leikmenn liðsins þá og settu félagið nánast á hausinn? (sem núverandi kanar eru að reynda vinna okkur út úr og miðar vel). Setjum umræðuna á hærra plan for crying out loud.

    Það var enginn að tala um að klúbburinn hefði verið í frábærum málum undir H&G. eru þeir stór partur af vandamálinu.
    Það eina sem FSG hafa gert hingað til að er kaupa klúbbinn á spotprís ráða ranga menn sem hafa keypt mjög vitlaust, 7 og 8 sæti er árangurin.

    Vonandi verður Rodgers bæting en ég á þó eftir að sjá það.

    Mér finnst við vera að gera okkur að atlægum enn og aftur á leikmannamarkaðinum með þessu Carroll rugli.

    Þar að auki finnst mér kjánalegt að maður sé sakaður um að setja umræðuna á lágt plan fyrir að vera ekki alltaf jákvæður, ég hef bara alls ekki séð margt jákvætt hjá Liverpool síðustu 3-4 árin.
    góðar stundir

  48. 21 og 22.

    Ég var einnig í boston fyrir um 3 vikum og þar rak ég mig umsvifalaust á Liverpool treyjuna nýju í fyrstu (og reyndar einu) íþróttavöruverslun sem ég fór í þar. Man ekki í fljótu bragði hvað hún heitir en hún var staðsett á Newbury Street sem er víst ein aðalverslunargatan. Man hvað mér þótti þetta borðliggjandi þar sem eigendurnir eru nú einu sinni frá Boston.

    Ef þú hefur farið í þessa sömu búð, eigum við þá ekki frekar að segja að treyjurnar hafi selst upp og von sé á annarri sendingu? Einnig að gera ráð fyrir óafsakanlegu þekkingarleysi hjá þeim starfsmönnum sem þú ræddir við 😉

  49. Flott hjá Suarez. Þetta heitir að bíða eftir rétta momentinu. FSG ættu að skammast sín með að hafa ekki staðið með Suarez og allavegna bjóða honum bætur. Ef klúbburinn hefur einhverja virðingu fyrir sjálfum sér og leikmönnum hans á klúbburinn að fara í einkamál akkúrat einmitt núna. Þetta mál er eitt af stóru stjórnendamistökum FGS og vonandi fá þeir ekki mörg tækifæri enn ef þeir fara ekki að akta Liverpool way.

  50. Leyfi mér að skora á Babu að hnoða í einn nettan pistil um Borini.

  51. @54: nafni get ekki alveg verið sammála þér að eigendurnir hafi keypt klúbinn á spotprís en þeir borguðu upp skuldirnar og skítinn sem H&G skildu eftir sig sem var ekki ódýrt.
    Þeir hafa einnig í raun ráðið einn mann sem keypti vitlaust og það var King Kenny. Hann réði hvaða menn hann vildi fá þó ég held að Comolli hafi átt stærri hlutan á að ákveða verðmiðan á þeim.

  52. Nr. 56

    Held að maður hefði nú heldur betur tjáð sig meira um þetta mál en hann hefur gert. Myndi hugsa mig tvisvar um hvort ég myndi vilja búa í þessu landi og undir þessum reglum eftir þá einhliða umfjöllun (nornaveiðar/einelti) sem hann fékk. Aðeins til að sjá svo þá hlægilegu meðferð sem fyrirliði enska landsliðsins fékk nokkrum dögum, vikum og svo mánuðum seinna frá fjölmiðlum. Helmingi meira borðleggjandi mál síðan vísað frá dómi og enski landsliðsfyrirliðinn ekki dæmdur eða stimplaður rasisti, annað en Suarez sem nú má ekki einu sinni tjá sig um málið?

    Veit ekki hversu mikið þetta viðtal er togað og teygt enda fáir í heiminum verri í að nota google translate heldur en Breskir blaðamenn en þarna kemur voðalega fátt fram sem er líklega ekki rétt.

  53. Á þeim stutta tíma sem FSG hafa átt klúbbinn(2 ár er ekki langur tími í fótbolta). Þá hafa þeir bjargað klúbbnum frá gjaldþroti og mögulega að vera dæmdir niður um deild í kjölfarið.
    Þeir hafa unnið mikið í vallarmálunum sem voru í rugli þökk sé H&G og niðurstaða úr þeim málum fer líklegast að koma bráðlega.

    Þeir hafa keypt menn fyrir 110+ milljónir punda og skiljanlegt að þeir vilji fara aðeins varlegra í kaupin núna í sumar.
    Þeir eru góðir viðskiptamenn sem hafa nú lært aðeins betur á markaðinn í fótboltann sem vantaði í síðasta glugga. Þeir hafa náð árangri í öðrum íþróttum og unnið titla í þeim og eru byrjaðir á uppbygginu Liverpool.

    Þjóðerni þeirra finnst mér ekki spita höfuðmáli þó það séu nokkrir svartir sauðir í hjörðinni þýðir það ekki að hún sé öll svört. Það er persónubundið hvort menn vita eitthvað um rekstur fyrirtækja og sumir kanar hafa ekki beint kunnað vel á fótboltafélög en það þýðir ekki að allir kanar kunni ekki að reka þau.
    Ekki viljum við íslendingar vera kallaðir hálfvitar og að við vitum ekkert um fjármál og hvernig eigi að meðhöndla peninga bara útaf nokkrum gráðugum bankamönnum.

    Menn mega alveg hafa sínar efasemdir um hæfileika FSG en vinsamlegast ekki setja þá á sama stall og Gillett og Hicks. Og af því að G&H eru kanar og stóðu sig illa þá muni FSG standa sig illa.

  54. Nr. 61 Það er engin að dæma FSG vegna þess að þeir eru kanar. Það er verið að benda á að þeir hafi enga reynslu i Evrópu. Fullyrðingin að þeir hafi bjargað klúbbnum frá gjaldþroti og deildarfellingu er í meia lagi vafasöm. Liverpool er það stór klúbbur að aðrir höfðu komið þar að borði. Hugsanlega með mun meira fjármagn en Henry hefur gefið í skyn að hann ætli að setja í klúbbinn.

    Valkvíði FSG með leikvanginn fer að verða broslegur eftir tveggja ára tuð. To be or not to be.

    Þeir hafa ekki eytt 100+ í leikmenn á móti sölum. Það voru stjórnendamistök að kaupa haltan mann á 35. Það var alveg hægt að draga það tilboð til baka. Það hefðu verið góðir stjórnunarhættir. Það var aðeins hluti af leikfléttu að segjast vilja fá svo mikið fyrir Torres að Liverpool yrði að kaupa rándýran haltan leikmann. Nota síðan peninginn í næsta glugga sem var nauðsynlegt. Ég set síðan spurningamerki að setja Carroll á útsölu núna eins og margt virðist benda til.

    Það sem veldur áhyggjum nú er að FSG ætli að tefla fram unglingaliði eða B liði Liverpools í vetur, í efstu deild á Englandi. Hrekja jafnvel Suarez og Carroll burtu. Báðir hljóta að vera hugsa sinn gang vegna framkomu FSG.

    Fyrirætlanir FSG ættu öllum að vera ljósar, það er partur af markaðssetningu. Það er það hins vegar ekki.

  55. Nr. 62
    Þeir hafa ekki eytt 100+ í leikmenn á móti sölum. Það voru stjórnendamistök að kaupa haltan mann á 35. Það var alveg hægt að draga það tilboð til baka. Það hefðu verið góðir stjórnunarhættir. Það var aðeins hluti af leikfléttu að segjast vilja fá svo mikið fyrir Torres að Liverpool yrði að kaupa rándýran haltan leikmann. Nota síðan peninginn í næsta glugga sem var nauðsynlegt.

    Hefði þú verið glaður með að Liverpool seldu Torres og keyptu engann í staðinn það vissi enginn hvernig Kaupin á Andy Carroll einsog venjulega á kaupum Leikmönnum fyrir en þeir eru notaðir.

    Svo las ég mjög áhugaverð tweet:

    ESPN: “The bottom line is that Carroll wants to stay at Anfield and prove to Rodgers he can fit in”

    Það er engin að dæma FSG vegna þess að þeir eru kanar. Það er verið að benda á að þeir hafi enga reynslu i Evrópu.

    Bíddu mikið hluti af Klúbbum í Englandi er undir Erlendum Eigendum og mikið af þeim ekki frá Evrópu.

    Skoðum Eigendur Liða í Ensku Úrvalsdeildinni:

    1)Arsenal: Stan Kroenke frá USA

    2)Aston Villa : Randy Lerner frá USA

    3)Chelsea: Roman Abramovich frá Rússlandi

    4)Everton : Bill Kenwright frá Englandi

    5)Fulham: Mohamed Al-Fayed frá Egyptalandi

    6)Liverpool: John Henry / FSG frá USA

    7)Man City: Mansour bin Zayed Al Nahyan frá UAE

    8)Man Utd: Malcolm Glazer frá USA

    9)Newcastle: Mike Ashley frá Englandi

    10)Norwich: Delia Smith frá Englandi & Michael Wynn-Jones frá Wales

    11)QPR: Tony Fernandes frá Malasíu

    Reading: Thames Sport Investment frá Rússlandi

    Southampton: Markus Liebherr frá Swiss

    Skemmtilegt dæmi: Westham : David Gold frá Englandi (30,6%) & David Sulivan frá Wales og svo Straumur- Burdaras Bank frá Íslandi:)

    Skoða má betur Hér: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_English_football_club_owners#Premier_League

    ÁTTA eigendur af þessum 11 Liðum er frá utan Evrópu mikið þar meðal Eigandi Man City hvaða Reynslu á hann í Evrópu meira en FSG þeir hafa reynslu á stjórna Íþróttafélagi og látið þá vinna dæmi Red Sox.

    Mæli með Fólk hlusti á þetta viðtal frá Talksport um afhverju Það sé mjög erfitt að reka Ensk Félag Þar segir Robert Kraft ástæðu þess að hann keypti ekki Liverpool:
    http://www.talksport.co.uk/radio/hawksbee-and-jacobs/120706/robert-kraft-why-he-decided-against-buying-liverpool-176010

  56. Það verður skemmtilegt að sjá liðið spila aftur alvöru fótbolta sem hefur ekki verið spilaður síðan Benitez fór. Hef gríðarlega trú á þjálfaranum þótt hann fari varlega í lekmannakaupin. Held hann sé einungis að bíða eftir að sjá liðið spila áður en hann verður busy í ágúst. Liverpool kemur á óvart og tekur titilinn á næsta ári.

  57. Nr. 65
    18 júlí – held við þurfum að skjalfesta þetta og jafnvel verðlauna, glasið er farið að flæða yfir 🙂 #titillinn

  58. Alles klar Herr Kommisaar. Er staddur í Þýskalandi og veit vart í hvorn fótinn ég á að stíga. Er það vegna bjórdrykkju, rauðvínsþoku eða óvissuástands míns ástsæla LFC? Eins og staðan er í dag, þá er hann að stóla á hópinn sem var til staðar, erum við að tala um stöngin inn en ekki út? AC hefur litið vel út í síðustu leikjum og nú er verið að tala um sölu eða lán, það orkar tvímælis. Menn spyrja sig, er það vegna eiginleika hans eða vegna pundanna? Vatnsmaðurinn kemur aftur, ég er spenntur fyrir því og einnig fyrir Djó. Þessir menn eiga skilið annað tækifæri. Annars er það að frétta af mér að allar heimsóknir í Ilvu og Ikea liggja niðri yfir sumartímann svo þið fáið ekkert krassandi upp úr mér í þetta skipitið. Er samt að vona að ég fái utan um hann í kvöld, stóð mig nefnilega virkilega vel á þessu karókíkveldi hér ytra. kv.ykkar-véli

  59. Það er ekki hægt að bera saman eigendur Liverpool og eigendur shitty, munurinn á auðæfunum er stjarnfræðilegur. Ég vona að þetta rugl með Carrol fari að taka enda, og Liverpool fari að hugsa aðeins um að bæta leikmannahópinn.

    YNWA

  60. @62. Fullyrðing mín er að mínu mati ekki vafasöm enda skulduðu Gillett og Hicks mikið og voru búnir að skuldsetja klúbbinn með miklum lánum og voru bankarnir að mig minnir að ætla að lögsækja G&H.
    LFC var held ég bara nokkrum dögum frá því að verða gjaldþrota og þá hefði líklegast verið dregin stig af þeim sem hefðu líklegast leitt til falls úr EPL.
    Hvet ég þig til að lesa þér um málið áður en þú ferð að veffengja orð mín.

    “Liverpool er það stór klúbbur að aðrir höfðu komið þar að borði. Hugsanlega með mun meira fjármagn en Henry hefur gefið í skyn að hann ætli að setja í klúbbinn.”
    Hvar voru þessir menn á meðan þetta átti sér stað? LFC er gríðarstór klúbbur en hann var ekki beint aðlaðandi með um 300 milljón punda skuld á sér og eigendur sem voru mjög tregir til að selja t.d. lögsóttu þeir FSG eftir að þeir keyptu klúbbinn það var látið falla enda enginn fótur fyrir þeim ásökunum. G&H voru að fæla frá sér fullt af mönnum en FSG gafst ekkert upp. borguðu upp 300 milljón punda skuld og settu 110+ millur í leikmannakaup. ÞAð er ágætis fjármagn sett í klúbbinn.

  61. Svo verð ég að segja eitt um þessi vallarmál: það er ekkert gott að flýta sér um of í þeim málum. G&H eyddu fúlgum fjár í plönin og allt það um nýjan leikvang í Stanley Park og voru með hann teiknaðan illa upp.
    FSG tók sér tíma í að ákveð hvort liðið ætti að fara af Anfield sem er gríðarlega erfið ákvörðun og ég held að 97% stuðningsmanna á Kop.is viti afhverju.
    Svo er spurningin hvort sé hagkvæmara að bæta við fleiri sætum á Anfield eða reisa nýjan leikvang sem myndi svo bara skila t.d. um 7000 sætum aukalega.
    Þetta eru allt ákvarðanir sem eru mikilvægar og eru þeir að taka sér þann tíma sem þarf í að tka þessa ákvörðun.

    Afsakið þetta rant hjá mér, verð bara svo pirraður þegar sumir stuðningsmenn rakka niður leikmenn og núna eigendurna sem eiga það í flestum tilvikum í raun ekkert skilið.

  62. Mér finst bara með lífsin ólíkindum hvernig við gátum ekki verið við topp deildarinnar í maí. Ef við t.d berum okkur saman við leikmannahóp Man Utd að þá er það mín skoðun að okkar hópur eigi að vera talsvert sterkari. Betri vörn, betri miðju og talsvert sterkari sóknarmenn.
    Nú er Brendan tekinn við og er komið jákvæðnis bros á mína vanga. Ég hef fulla trú á að þetta verði árið þar sem við verðum í topp 3 og getum þess vegna strítt Shitty og Chelský’s. sjáið það að ég tek ekki United með í þetta, eina sem ég vill segja við Ferguson er þetta… My king Brendan is coming. PASSAÐU ÞIG !

  63. Binni#71 Hvaða hlutlausu maður sem er sér að Ferguson vann kraftaverk með sitt lið á síðustu leiktíð og jafnvel leiktíðina áður. Ég er þér fullkomlega sammála, leikmannahópur þeirra er alls ekkert sterkari á pappírnum og svo var hálft liðið alltaf meitt hjá þeim. Alveg eins og ManUtd tók við af Liverpool þá er City núna búið að taka við af þeim. Þeir eru liðið sem þarf að sigra til að ná á toppinn. Chelsea er með sterkan hóp en ég held að DiMatteo sé ekki endilega maður í þetta jobb og það gætu orðið vandræði þar.

  64. Var kanski ekki málð það bara að þeir voru alltaf 12 inná vellinum ? Ferguson er svindlari og með allt í vasanum. Hann er ekkert spes stjóri, hann bara kann að hafa allt sem skiptir máli á sýnum snærum.
    Það ætti að rannsaka þetta United lið einsog þessi ítölsku lið.
    Svo er ekki nóg með það, heldur hefur hann grenjað Giggs inn sem fyrir liða landsliðs Breta á ólympíuleikunum..
    Get ekki gert að því en mér finst algjört rugl það eitt og sér að hann skuli vera í liðinu.
    Craig á að vera með bandið !

  65. Nr. 73 Er þetta grín eða? Þá meina ég hver einasta setning/fullyrðing. (ATH ég er alls enginn aðdáandi United og hvað þá Ferguson en svona tal er bara barnalegt).

  66. Hvað er betra en að mæta í vinnu ósofinn og þreyttur…..fá sér kaffi og matarkex og skella sér inn á kop.is og heyra hvað menn og konur segja um nýjustu atburði hjá sínum heittelskaða klúbbi. En án þess að ég sé að setjast í háan stól þá er umræðan hérna fáránlega neikvæð og ekki í takt við þá frábæru hluti sem eru að gerast akkúrat þessa dagana.

    Raunveruleikinn er bara ekki svona neikvæður, heldur eru ákvarðanir teknar miðað við forsendur í það og það skiptið. Dalglish var ráðinn og endurráðinn af skiljanlegum ástæðum. En honum var sagt upp….einnig af skiljanlegum ástæðum. Rogers var ráðinn af mjög skiljanlegum ástæðum og hann er núna að hreinsa til og kaupa leikmenn sem hann hefur trú á. Hann virðist hafa stuðning eigenda til að velja og hafna leikmönnum, kaupa og selja. Það er ekkert nema frábært miðað við undanfarin ár hjá klúbbnum.

    Eins eru kaupin á Carroll mjög skiljanleg ef salan á Torres er tekin inn í myndina…við hefðum verið nánast senterlausir eftir áramót ef Carroll hefði ekki verið keyptur. Hann hefur staðið sig illa og þá er lítið að gera annað en að selja hann.

    Þetta er allt mjög skiljanlegt þó maður sé ekki 100% sammála öllu. Allavega er ég mega spenntur fyrir tímabilinu enda ekki hægt annað miðað við það sem hefur verið að gerast undanfarnar vikur hjá klúbbnum og munu gerast næstu vikur áður en tímabilið byrjar í ágúst.

    Lykke Li.

  67. Svo virðist sem Dempsey díllinn sé klár og hann á leiðinni til okkar síðar í vikunni. Síðan er spennandi að fylgjast með hvort við fáum Ba frá Newcastle í tengslum við að Carroll snúi þangað aftur. Fyrir þá sem eru fastir í verðmiðanum á Carroll má benda á eftirfarandi:

    It is often thought that Liverpool bought their No9 for a straight £35m, however it is known that Dalglish only spent £25m with continual installments accumulating the final £10m. This again would see a transfer back to ‘The Toons’ be beneficial as these installments would be cancelled, and the 25% sell-on clause that is implemented in Carroll’s contract would not come to fruition.

    Sjálfur er ég sáttur við að Carroll verði látinn fara. Hann var að koma til með vorinu og stóð sig ágætlega með enska landsliðinu en vonbrigði mín með hann í vetur voru mikil. Kaupin á honum á sínum tíma voru hinsvegar skiljanleg í ljósi þess hvaða bolta Kenny ætlaði að spila. Sé hann ekki fitta eins vel inn í “nútímalegri” bolta. Ef hann fær hinsvegar tækifæri hjá BR til að sanna sig í vetur vona ég að sjálfsögðu að ég þurfi að éta þessi orð ofan í mig.

  68. Babu #74, þessi nr #73 er án efa ManUtd maður að skrifa inn versta comment í sögu síðunar (og er úr mörgum að velja) til þess að geta quotað í það í Liverpool gullkornarþræði þeirra á barnalandi. Það er bara enginn svona vitlaus

  69. 77 og aðrir sem tala um að Carroll sé ekki að fara passa inn í boltann hanns Rodgers. Rodgers hefur margoft talað um að hann sé EKKI að fara að spila sama bolta og hann gerði hjá Swansea. Hann ætlar að skoða leikmannahópinn vel, og síðan spila þann bolta, sem hentar best eins og hlutirnir standa núna. Andy er ekki byrjaður að æfa ennþá, ef ég man rétt, og þeir hafa bara talað saman símleiðis. Kannski erum við að fara að sjá Andy Carroll sem mikilvægasta mann liðsins á næsta ári, ég hef engan áhuga á að selja hann eins og er. (En ef það á að selja hann, þá vona ég að þetta sé rétt hjá 77 með 25 + 10 millur)

  70. Djöfull fauk í mig að lesa þetta: http://www.teamtalk.com/liverpool/7908995/Suarez-reopens-racism-row

    Er það svo flókið að hætta að tala um þetta atvik. Segja einfaldlega “þetta er búið og gert og ekkert við því að gera. Ég mun ekki svara neinum spurningum um þetta mál”

    Suarez er gjörsamlega að skíta upp á bak þarna. Það eru allir að hugsa um allt annað dæmi núna og svo kemur hann með þetta rugl. FA klæjar væntalega í fingurnar núna til að nappa hann fyrir minnsta brot og senda hann í bann. (Gætu þeir ekki annars sett hann í bann fyrir þessu ummæli í fyrstu leiki tímabilsins?)

    Bitur bjáni hann Suarez

  71. Alls ekkert grín hér á bæ… einungis mín skoðun og mín sýn. þarf ekkert að vera réttari en önnur.

  72. Fulham neitar þessum orðrómi um Dempsey.
    Getur vel verið að þetta gangi í gegn en samkvæmt flestum miðlum og Fulham er þetta ekki gengið í gegn.

  73. Svakalega er ég ósammála sumum hérna með Luis Suarez viðtalið. Mér finnst þetta algerlega frábært að fá hans hlið á þessu. Þeir sem vildu sáu að það var Evra sem setti sína hönd niður og sáu einnið það fjaðrafok sem Man utd gerði úr þessu(handaband sem engu máli skipti, ég sá þá ekki hoppa hæð sína þegar Rio neitaði að taka í hönd Suarez rétt á eftir).

    Kannski er þetta planað nú þegar niðurstaða í Terry málinu liggur fyrir, að nú eigi að koma með ýmislegt uppá yfirborðið. Ég vona það allavega, við vorum teknir í ósmurt af Man utd í fyrra á frekar óheiðarlegan hátt og við skuldum þeim svo sannarlega fyrir vikið.

  74. Ég held að FSG séu að gera það eina rétta með rekstur LFC. Ætlunin er að byggja upp alvöru fyrirtæki en ekki að kaupa leikfang til að drepa tímann fyrir einhverja pabbastráka og glæpamenn. Dæmi um ríkt fyrirtæki, en illa rekið, er Chelsea þar sem eigandinn valsar um á skítugum skónum og hlutast til um mál sem hann hefur ekki hundsvit á. Þetta smitast síðan inn í leikmannahópinn þar sem prímadonnur eins og Terry og Lampard fara að haga sér eins og eigandinn. Þ.e.a.s. eins og fífl!

    Ég segi það sama um Brendan og FSG. Það lýsir kjarki og köldu hagsmunamati að afskrifa 10-20 milljónir punda með því að selja Carroll. Þótt okkur sé öllum tamt að gera það þá er sannleikurinn samt sá að ekki þýðir að horfa á kostnað sem þegar er fallinn. Það eina sem skiptir máli er framtíðarvirði leikmannsins fyrir félagið. Don’t throw good money after bad! Ef Carroll passar ekki inn í leikskipulagið þarf hann að fara, simple as that, takk fyrir, og gangi honum vel í nýju starfi.

    Það er augljóslega mikið verk að vinna fyrir FSG og Brendan en að sama skapi mikið tækifæri ef vel tekst til. Á Forbes listanum um markaðsvirði fótboltafélaga er LFC í 8 sæti metið á 619m $ sem er tæplega 30% af markaðsvirði ManU. Markaðsvirði er ekki það sama og söluvirði eignar (virði-skuldir) heldur það sem óskilgreindur kaupandi væri tilbúinn að kaupa eignina á. Skuldir ManU eru vitanlega himinháar borið saman við LFC sem er eins og myllusteinn um hálsinn á þeim.

    Ekki kæmi á óvart þótt langtímaáætlanir FSG væru svipaðar og hjá höfuðandstæðingnum, þ.e. að skrá LFC á markað. En til þess að skráning takist þurfa innviðirnir að vera í lagi og skuldir hæfilegar. Stjórnun félagsins, innra starf og væntingar um framtíðarárangur skiptir meira máli en árangur til skamms tíma ef skráning á markað á að vera vel heppnuð. Væntingar markaðarins til LFC eru einnig að aukast og t.d. fór liðið upp um sæti frá 2011.

    Tekjur LFC eru tæplega 300m $ sem er um 55% af tekjum ManU. Þetta er mjög gott sé haft í huga að LFC hefur verið fjarri stærstu keppninni í nokkur ár. Þetta bendir til að LFC hafi gríðarlegt bakland um allan heim sem styður sitt félag þrátt fyrir magra tíð á fótboltasviðinu.

    Allt þetta og meira til bendir til mikilla sóknarfæra fyrir félagið. LFC hefur einhvern X-faktor sem erfitt er að útskýra en hefur alþjóðlegt aðdráttarafl. Saga LFC er góð saga að segja. Blanda af sorgum og sigrum sem höfðar til fjöldans.

    Ég, fyrir mitt leyti, verð alltaf betur og betur sannfærður um að FSG kunna til verka. Verkin tala. Red Sox eru metnir á 1000m $ í dag og eru að bæta sig gífurlega ár frá ári í rekstrinum.

    Að mínu mati eru þetta góðir rekstarmenn og verðugir eigendur. Svo má ekki gleyma að þeir hafa nú þegar sýnt að þeir gerðu góð kaup. Markaðsvirði LFC er 619m $ og er klárlega ekki ofmetið. Þeir keyptu hins vegar félagið á 480m $.

  75. @ 88.

    Áhugavert. Það sem þarna spilar inn í er buy out klásúlan hjá Ba og síðan fyrirvarar um verð umfram 25m fyrir Carroll. Veit ekkert um þetta en ég hef samt verið að leita að ástæðu fyrir því að Brendan tók svona til orða á sínum tíma. Hann gæti vel verið að spila póker við Pardew sem miðar að þessari færslu en svo gæti þetta verið púra spekúlasjón.

    Vandamál okkar sófaspekinganna er það sama og blaðamannanna. Við vitum ekki hvað stendur í smáa letrinu. Buy out klásúlur og árangursskilyrði í samningum eykur flækjustigið big time!

  76. @ 89

    no shit Einstein!

    Ég er einfaldlega að benda á að hann þurfti ekki að svara og hefði getað lokað þessu máli fyrir fullt og allt. En svarið sem hann ákvað að gefa er svo fáránlegt og heimskulegt að það nær engri átt. Hann þarf heldur ekki að svara öllu sem hann er spurður um.

  77. @ 89

    no shit Einstein!

    Ég er einfaldlega að benda á að hann þurfti ekki að svara og hefði getað lokað þessu máli fyrir fullt og allt af sinni hálfu. En svarið sem hann ákvað að gefa er svo fáránlegt og heimskulegt að það nær engri átt.

  78. afsakið að þetta kom tvisvar inn…. KOP stjórar henda kannski öðru út fyrir mig.

  79. 91

    Ef þér finnst á þér brotið þá svararu fyrir þig, hann er einfaldlega að segja það sem allir sem tengjast fótboltaliðum í úrvalsdeilinni hugsa.

  80. hoddij

    ég hélt að ég hefði svarað fyrir mig þarna áðan…… en það er enginn búinn að brjóta á mér.

    “hann er einfaldlega að segja það sem allir sem tengjast fótboltaliðum í úrvalsdeilinni hugsa.”

    Og eru semsagt ALLIR að hugsa hversu illa var farið með Suarez kallinn og að FA sé undir hælnum á Manjú?

  81. Ég las eina áhugaverð grein um Brendan tala um 4-3-3 :
    http://www.lfctour.com/news/rodgers-wants-to-get-reds-firing

    “With 4-3-3 you play with three strikers, depending on the types they are – whether it’s one up and two wide or one up and two more narrow.

    Ef Hann ætlar nota 3 framherja byggt á hvernig þeir eru svo það er alveg möguleika að Andy Carroll gæti alveg verið hjá Liverpool.

    Ef Liverpool myndu selja Carroll til Newcastle þá væri meira til í skipta Papa Cisse en Ba.

  82. Ætla virkilega að vona að ef að selja á Carroll sé verið að hugsa um stærri fiska en Demba Ba og/eða Clint Dempsey.

    Hvorugur er í þeim gæðum að þeir veki hjá mér einhverja spennu fyrir því að þeir klæðist rauðu treyjunni. Ba átti flotta byrjun á tímabilinu en dalaði mjög þegar á leið og áður en við missum legvatn yfir Papiss Cissé þarf han að spila heilt tímabil takk í enskum bolta.

    Ef að BR er í alvörunni að selja Carroll (sem ég er alls ekki viss um að sé rétt) þá hlýtur það að vera til að vera að kaupa leikmenn sem við hoppum hæð okkar af gleði yfir…nöfn eins og Muniain eða Higuain detta upp í huga minn. Neita að trúa því að Fabio Borini verði stærstu kaup þessa leikmannaglugga….

  83. Má samt benda á að Demba Ba spilaði talsvert á vinstri kantinum eftir komu Cissé

  84. Hvernig er það er Fowler farin að starfa eitthvað fyrir klubbinn?

    Annars get eg ekki beðið eftir að þessu sumri ljuki, silly season omurlegt. Verdur skemmtilegra að horfa a boltann sjalfan þegar hann byrjar. Væri sattur ef carroll, maxi, kuyt, aurelio og hugsanlega adam færu og fengjum i staðinn Borini, dempsey, demba ba og walcott og hugsanlega joe allenn.

    Það a allavega enn nog eftir að gerast og nuna fyrst virðist hasarinn vera að skella a à leikmannamarkaðnum

  85. Bara þrír dagar í fyrsta æfingaleik, öss öss hvað þetta er fljótt að líða. Maður er auðvitað spenntur fyrir tímabilinu, annað er ekki hægt, en aftur á móti ekkert sérstaklega bjartsýnn. Frekar ömurlegt að hugsa til þess að tímabilið yrði talið success ef liðið nær 4ja sætinu. En hey, það getur alt gerst, sjáum til hverjir verða seldir eða keyptir.

    Hvað eru menn að hneykslast á þessum ummælum Suarez? Kominn tími til að maðurinn fái að pústa þessu út úr sér. Þvílíkt sem þetta hefur tekið á hann og fjölskyldu hans andlega og meðferðin á honum til háborinnar skammar.

    Carroll Carroll Carroll. Hvað skal segja? Þrátt fyrir að hafa sýnt smá lit í lok leiktíðar var hann skelfilegur fram að því, það er ekki hægt að neita fyrir það. Þetta var eins og svört kómedía sem engan endi átti að taka. Þrátt fyrir það hefur maður trú á honum því hann á miklu meira inni tel ég og ég vill ekki að hann verði seldur. Leikmenn eins og Carroll eru vandfundnir og alltaf gott að eiga einn svoleiðis.

    Svo tek ég undir með mörgum hérna sem telja að BR ætli að skoða hópinn í BNA-túrnum og sjá svo hverja má losna við og hvað þarf að bæta. En ég verð illa svikinn ef það kemur ekki einn öskufljótur, teknískur kantari.

    Einnig snilldarhugmynd að stuðningsmenn LFC um allan heim leggi í púkk og splæsi í einn leikmann, það væri brjálað töff.

  86. Veit einhver hvort bandaríkjaleikirnir verða sýndir einhversstaðar annarsstaðar en á stöðvum tengum Liverpool, EuroSport, Stöð 2 sport eða eitthvað þannig til dæmis?

  87. @96

    Ekkert bara um þetta mál, heldur tak saursins á dómurum deildarinnar og FA í mörgum tilfellum. Sálfræðilegt hald hans á þessum hlutum og menn þarna úti eru bara búnir að sætta sig við þetta og bíða þar til hann hættir til þess að þessir hlutir verði aftur eðlilegir.

  88. 104

    Þetta mál var auðvitað viðurstyggilega óréttlátt og átti aldrei að enda í sakfellingu. Suarez á alla mína samúð í þessu máli. En að svara þessari spurningu var ekki rétt move hjá honum að mínu mati.

  89. Maggi, #98.:

    Ef að BR er í alvörunni að selja Carroll (sem ég er alls ekki viss um
    að sé rétt)

    Ekki það að ég sé að vera fúll á móti en hvernig getur þú ekki verið viss um að þetta sé ekki rétt ? Þetta er í öllum fjölmiðlum, allir sem hafa verið og eru með inside info eru með þetta. Newcastle hefur tjáð sig um þetta, echo einnig og í raun allir nema Brendan, þrátt fyrir orðróm. Myndi hann ekki stíga fram og segja að þetta væri bull ef svo væri ?

    Ég held að menn geti ekki bara tekið mark á þessum blaðamönnum og síðum (echo, bbc, Ben Smith, Duncan Jenkins, Barret ofl ofl ofl) þegar fréttirnar eru “góðar”. Svolítið verið að stinga hausnum ofan í sandinn.

    Annars að hugsanlegum kaupum og þessari sölu á Carroll. Þá finnst mér allt benda til þess að BR sé að útvega sér meira fjármagn til þess að geta klárað þau kaup sem hann er með í huga, sem er áhyggjuefni útaf fyrir sig.

  90. @105

    Jen Chan verður þá bara að taka sig til og skóla hann varðandi umgengni við fjölmiðla, en honum svíður þetta ennþá og vildi koma sínu sjónarhorni frá sér.. En ég vona að hann tjái sig aldrei frekar um þetta óendalega leiðinlega mál, þótt ég efist um að sú ósk verði uppfyllt

  91. Textavarpið segir að fulham hafi samþykkt tilboð liverpool i dempsey? Hvaðan skildu þeir hafa það? Se þetta ekki aoðrum miðlum en textavarpið er ekki vant að bulla um svona frettir

  92. Andskotinn hafi það að við séum komnir í svoleiðis miðlungskaup !!:.. ég hvæsi á sjónvarpið sjái ég þennan mann hlaupandi um í ástkæru treyjunni okkar…

  93. Ég skil ekki þetta tal hjá mörgum að þeir vilji Carroll burt. Hann er enskur, landliðsmaður, ungur og efnilegur og á ekkert nema eftir að bæta sig. Hann var dýr, já. Stóð sig ekkert frábærlega en var byrjaður að sýna betri hliðar í lok móts. Hversu oft hafa menn í commentum hér á síðunni verið að töngslast á því að gefa mönnum eitt tímabil til að aðlagast liði og sýna þurfi þolinmæði í garð ungra leikmanna.
    Hvar er þolinmæðin? Hann er búinn að vera í eitt og hálft tímabil hjá okkur og er aðeins 23 ára!

    Það eru ekki margir fótboltamenn í heiminum sem labba bara inn í nýtt lið og heilla alla upp úr skónum strax, og taldir með bestu fótboltamönnum í heimi. Carroll er greinilega ekki einn af þeim. Hann hefur fengið tíma til þess aðlagast og var farinn að valda miklum usla í lok móts. Ekki má gleyma því að hann var inn og út úr liðinu í allan vetur og kom sér greinilega aldrei á skrið sem jafnvel hefði getað gerst með meiri spilatíma. Hvernig væri að gefa honum smá séns, hann hefur hrikalegann líkama miðað við center, svakalegan haus í sköllum og getur þrumað boltanum í netið með vinstri eins og sést hefur. Það eru mjög fáir fótboltamenn með hans hæfileika og stærð í þessari stöðu og ég gjörsamlega skil ekki þessa neikvæðni í hans garð.

    Ég vil halda Carroll og verð virkilega fúll ef hann verður seldur

  94. Oscar er á leiðinni til Chelsea að mér skilst Man utd að reyna að krækja í Lucas Moura og Liverpool að reyna að næla í Clint dempsey. Come on!

  95. Tok mig til og hringdi uppa rúv og spurðu þa uti frett þeirra að fulham hefdi samþykkt kauptilboð liverpool og spurði stelpuna a iþrottadeildinni hvaðan þeir hefdu þetta þvi eg sæji þetta hvergi annarsstaðar og hun bara halfskammadist sin, sagdist ætla að kikja a þetta og lagdi svo bara a mig.

  96. Ég minni menn á að liðið hefur endað í 6-8. sæti síðastliðin þrjú ár og eyddi ofboðslegum fjárhæðum í fyrra sumar sem hefur enn ekki skilað neinu. Líkurnar á að stórir leikmenn séu að fara að koma núna hljóta að teljast verulega litlar því hvorki árangur né peningar laða að. Hryllingsleikmannagluggar eins og síðasta sumar eru dýru verði keyptir og upplausn í þjálfaramálum í þrjú ár hjálpar ekki til.

    Ef liðið nær sér út úr þessu þá verður það fyrir tilstilli réttrar þjálfunar og samheldni leikmanna, ekki kaupa á stórstjörnum frá meginlandinu. Þar held ég hinsvegar að við séum á réttri leið með þjálfaraskiptunum. Rodgers er “signing” sumarsins án efa.

Newcastle vilja Carroll á láni

Áhugi á að kaupa Dempsey – Carroll fer ekki á láni