Newcastle vilja Carroll á láni

BBC Sport og Sky Sports segja báðir frá því nú síðdegis að Newcastle United hafi sett sig í samband við Liverpool með það að miði að fá Andy Carroll á láni fyrir komandi tímabil, með möguleika á varanlegri sölu í kjölfarið.

Við ræddum þetta aðeins í síðasta podcasti en ég verð að fá að ítreka skoðanir mínar aðeins hér: hingað til hafa þeir Dirk Kuyt, Maxi Rodriguez og Fabio Aurelio yfirgefið klúbbinn og í þeirra stað hefur Fabio Borini verið keyptur. Ef við stillum honum upp sem staðgengli Kuyt (hægra megin frammi-týpan) þá vantar okkur enn menn í stað Maxi og Aurelio til að minnka ekki hreinlega leikmannahóp sem var þunnskipaður fyrir (alls staðar nema á miðri miðjunni).

Ef við gefum okkur að þær fréttir séu réttar að Rodgers hafi ekki mikið af lausafé til umráða í sumar og verði að selja til að geta keypt fleiri í svipuðum verðflokki og Borini, þá skil ég vel ef hann ákveður að fórna einhverjum af þeim leikmönnum sem hann getur komið í gott verð fyrir sína eigin menn.

Til dæmis: ef hann ákveður að selja Carroll á u.þ.b. 15m punda og Downing á u.þ.b. 10m punda til að geta keypt þrjá u.þ.b. 5-10m punda menn sem henta hans leikstíl betur, þá styð ég það heilshugar. Ef hann þarf að taka slíkar ákvarðanir til að geta komið sínum leikstíl vel á framfæri hjá Liverpool styð ég slíkar ákvarðanir hjá honum, þótt manni svíði að sjá Carroll, Downing, Adam eða slíka menn sem gætu lent í að vera fórnað ekki fá annað tækifæri til að sýna hvað í þeim býr á Anfield.

Ég skil hins vegar ekki til hvers í ANDSKOTANUM það er yfirhöfuð verið að ræða möguleikann á láni þegar Andy Carroll er annars vegar! Í alvöru, hvað græðum við á því? HVAÐ? Er svo þröngt um launabudduna að það verður að losa um miðlungslaun Carroll (miðað við ýmsa aðra í liðinu) til að geta rýmt fyrir fleiri leikmönnum? Og það eftir að tveir á háum launum (Kuyt, Maxi) og einn á miðlungs- eða lágum launum (Aurelio) eru þegar farnir og einn á nokkuð örugglega lægri launum (Borini) er kominn inn?

Eða er Carroll svona mikill vandræðagemsi, er eitthvað sem við ekki vitum sem er svo yfirþyrmandi að eigendurnir nánast settu Rodgers stólinn fyrir dyrnar og sögðu að það væri ekki hægt að vinna með þessum manni? Rafa Benítez gekk inn í slíkar aðstæður með El-Hadji Diouf (hrollur) sumarið 2004. Er það málið hér?

Ef hvorugt þessara er málið, og ég verð að viðurkenna að mér finnst ólíklegt að við séum í svo miklum skít launalega eða að Carroll sé svo mikill skíthæll að annað hvort þessara eigi við.

Hvað er það þá? Hver í andskotanum getur réttlætingin verið fyrir því að L-Á-N-A okkar seljanlegustu eign?

Ég skil þetta ekki. Það virðist eitthvað vera til í þessu og það verður áhugavert að sjá hver þróunin verður í þessu næstu daga. Og eins og venjulega verður maður að minna sig á að vera rólegur og dæma ekki fyrr en allt er komið í ljós (lesist: 1. september n.k. og ekki fyrr). En ég bara skil þetta samt ekki. Að selj’ann? Ókei, skil það. Lán’ann? Stórskrýtið.

57 Comments

 1. Það hlýtur eitthvað meira a hanga á spítunni en bara að lána strákinn. Skiptidíll á Demba Ba þætti mér ekki ólikleg atburðarrás og það gæti verið báðum klúbbum til góða.

 2. Mirror segja frá því að pakkinn sem Newcastle sé að bjóða sé að borga öll laun Carroll í vetur (75þ pund á mánuði eða 3,9m punda í ár) og samþykki um 17m punda kaupverð að ári.

  Við ætlum sem sagt að semja við Newcastle um að láta þá fá hann á innan við helming þess sem við borguðum fyrir 18 mánuðum. Liverpool verður að athlægi í Englandi ef sá díll gengur eftir. Það er eins gott að þessu verði fylgt eftir með alvöru kaupum í staðinn, svo ekki sé meira sagt.

  Og já, ég veit að Mirror eru ekki alltaf skotheld heimild. En þetta er slúðrið allavega.

 3. Þetta er svo faranlegt màl að maður veit ekki hvað skal segja. Okei að seljann ef vantar pening fyrir klassa vængmanni eda oðrum senter enn að làna er gjorsamlega faranlegt….

  Shit hvað eg er að verða smeykur um þessa eigendur okkar, lyst ekkert a blikuna

 4. Nenni ekki einu sinni að spá í þessu. Það getur vel verið að Carroll sé til sölu fyrir réttann pening og það má vel vera að Newcaslte hafi upp á grínið boðið í hann eða óskað eftir að fá hann á láni en ég nenni ekki að spá í þessu og hvað þá trúa því að Liverpool taki slíkt boð alvarlega. Það er þá eitthvað stórt sem vantar inn í þessa jöfnu það er ljóst.

  Ef ég skil þetta rétt þá fékk Liverpool 50m fyrir Torres og nýtti þann pening strax í að borga t.d. Carroll að fullu þannig að ekki skuldum við Newcastle pening svo maður viti og guð minn góður hvað ég vona nú að við séum ekki nú þegar komin aftur í þannig peningavesen að geta ekki átt Andy Carroll.

  Það er eitthvað sem passar ekki hérna, þangað til annað kemur í ljós held ég að þetta sé bara ekkert til umræðu hjá þeim sem sjá um leikmannamálin hjá okkur.

 5. Eru ekki fullt af ungum guttum sem geta fyllt þau skörð sem Maxi, Kuyt og Aurelio skilja eftir sig? Annars hef ég fulla trú á að verið sé að leita að mönnum í þær stöður sem vantar (kantana) og Borini ekki sá eini sem verður keyptur í sumar.

  Varðandi Carroll þá var hann keyptur á yfirverði, ekki spurning, en þannig voru nú kaupin á eyrinni fyrir 18 mánuðum. En ef hann verður látinn fara þýðir það að núverandi stjóri sér hann ekki sem hluta af sínu leikkerfi og eðlilegast sé að selja hann og kaupa eitthvað annað sem hentar – þó svo talsvert miklir peningar tapist. En ég hef það sterklega á tilfinningunni að verði Carroll áfram hjá Liverpool verður hann mikið á bekknum.

 6. Í fyrsta lagi þá er þessi frétt Mirror alveg út úr kortinu – að Newcastle vilji fá Carroll núna og kannski geta keypt hann næsta sumar EF Papiss Cisse eða Ba fara þá. Hvað á þá Carroll að gera núna í haust og í vetur? Sitja á bekknum? Þá væri nú betra fyrir hann að vera hjá Liverpool, enda eini out-and-out framherjinn sem Liverpool hefur á sínum bókum.

  Og KAR #2 – þetta er kannski tittlingaskítur en Carroll er ekki með 75 þús pund á mánuði heldur miklu frekar 75 þús á viku 🙂

  Annars er ég alveg pollrólegur yfir þessu, merkilegt nokk. Carroll er, eins og áður sagði, eini alvöru framherjinn sem Liverpool hefur upp á að bjóða, og það er alveg sama hvað menn hér og annarsstaðar telja að Rodgers sé að fara að bjóða upp á Barcelona-style knattspyrnu (með engum framherja), það er bara ekki að fara að gerast.

  Ef Carroll verður seldur, þá ætlast ég bara til að það sé ákvörðun tekin á algjörlega knattspyrnulegum forsendum. Og þá ætlast ég líka til þess að slík sala sé bara fyrirboði þess að annar framherji verði keyptur. Borini er ekki maðurinn til þess að leiða sókn Liverpool, heldur keyptur til þess að fylla skarð Kuyt á hægri kantinum.

  Hitt finnst mér þó verra ef Carroll verður látinn fara vegna þess að það þarf að “búa til peninga”.

  Þá erum við komnir í svipaðan pakka og með Knott&Tott hér um árið, sem áttu ekki bót fyrir boruna á sér og stjórinn þurfti að selja leikmenn til að geta keypt. FSG hefur talað fjálglega um hversu mikilvægt það sé að liðið komist aftur á meðal þeirra bestu. Til þess þarf fjármagn, það þarf að eyða peningum í leikmenn, gæðaleikmenn. Gæðaleikmenn kosta meira en meðalmenn. Og þú þarft gæðaleikmenn til að ná árangri. Þetta er ekki flókinn business. Á meðan ManUtd, Chelsea og ManCity eyða peningum í gæðaleikmenn, þá þarf Liverpool að gera slíkt hið sama til þess að komast í sama flokk. Við erum ekki þar í dag, og því þarf Liverpool að gera tvöfalt, jafnvel þrefalt, á við hin liðin til þess að minna bilið.

  Að selja Carroll til að fá annan ódýrari – bara að því hann er ódýrari en ekki betri – er ekki rétta leiðin fram á við.

  Homer

 7. Ég var að segja syni mínum frá hugsanlegri brottför Carroll, hér sjáið þið viðbrögðin.

 8. BBC Sport segja núna að Liverpool hafi neitað lánstilboðinu. Þannig að annað hvort vilja þeir ekki lána hann eða að þeir voru ósáttir við dílinn sem Newcastle voru að bjóða.

  Jákvætt, að mínu mati. Við eigum að fá miklu meira en 17m fyrir hann ef við ætlum ekki að gera okkur að fífli.

 9. Kristján Atli #2

  Varð ekki Liverpool sér að athlægi með því að kaupa Carroll á 35 mills? Sama hvernig ég sé hlutina þá er 17- 18 mills fyrir Carroll mjög gott verð og frekar nær raunveruleikanum heldur en 35 mills.

 10. Glætan !! verð brjálaður er Carrollinn verður seldur !!! hef risavaxna trú á honum og hef gert síðan hann kom til Liverpool !! ég vill hafa hann lengur og leyfa honum að sanna sig hjá okkur !!!:… Væri svo týpískt að hann færi eitthvert og myndi slá í gegn síðan !!… Ég vill halda fáknum okkar !!:.. talandi um hversu mikið væri hlegið að okkur !!

 11. Miðað við fréttirnar þá er líklegt að Carroll verði ekki mikið lengur hjá okkur, allavega þessa leiktíð.

  Ég myndi miklu frekar vilja selja hann burt fremur en að lána hann.

  Varðandi taktík, þá held ég að hann fitti ekki vel inní plönin hjá Rodgers, enda þrífst Carroll best á því að boltinn sé í loftinu en ekki á jörðinni, og miðað við það hvernig bolta Swansea spilaði á síðustu leiktíð, þá er ekki mikið um það að setja boltann í loftið.

  Ég persónulega er ekkert ofboðslega hrifinn af þeirri hugmynd að vera með stóran target center uppi á topp. Ef það er gert og spilað uppá hann, þá er einnig verið að spila þannig að það henti varnarmönnunum, enda eru þeir einnig flestir tröll að burðum og engu eða litlu minni en target centerinn okkar. Myndi mun frekar vilja vera með leikna og fljóta sóknarmenn sem koma inn af köntunum og rótera við toppmanninn og við manninn sem er í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Höldum boltanum á jörðinni og spilum honum þannig upp.

  Ég vill hins vegar ekki sjá Carroll fara á einhverjum tombóluprís. Ef það á að selja hann, þá á að reyna að fá toppverð fyrir hann. Tel það vera þó ólíklegt að við fáum eitthvað í námunda við það sem borgað var fyrir hann þegar við keyptum hann. Tel okkur vera heppna ef hann selst á 25 milljónir, Allt undir 15 milljónum er alltof lítið, bæði vegna reglna um heimaalda leikmenn og að hann er að banka alvarlega á dyrnar í landsliðinu. Það verður einnig að vera kominn replacement í staðinn sem hentar þeirri taktík sem Rodgers ætlar að láta liðið spila.

  kv,
  Andri Freyr

 12. Eins og Ben Smith segir, LFC vill selja en ekki lána. Held að þetta sé orðið nokkuð öruggt að Carroll á sér ekki framtíð hjá liðinu. Nú er einfaldlega bara spurningin hver verðmiðinn sé og hvort eitthvað lið sé tilbúið að punga út slíkri upphæð fyrir leikmanninn.

  Að öðrum og skemmtilegri málum, Suso var að vinna evrópumótið með U19. Var, að sögn, einn allra besti maður þeirra á miðjunni. Hann var víst kallaður inn í USA tourinn eftir stutt frí. Verður virkilega gaman að sjá hvernig þessir ungu strákar koma inn í þetta lið.

 13. Sammála Kristjáni hér.

  Skil ekki þessa umræðu fyrir gramm hér og finnst í raun ekkert vera í gangi annað en blaðamenn að blása í gang alls konar fréttum og liðin koma með það ferli í framhaldinu sem við sjáum.

  Ég held að Andy Carroll mæti til æfinga ásamt Gerrard, Hendo, Kelly, Downing, Johnson, Pepe og Agger í næstu viku. Þá vonandi bara sér stjórinn hvað réttast er fyrir hann að gera.

  En ég er svo sammála þeim Babu og KAR með það að ef að liðið er að fara að losa um launamál og ná sér í pening með því að selja Andy Carroll þá er náttúrulega morgunljóst að staðan er ekki til að hrópa húrra fyrir.

  Það hlýtur að fara að koma að blaðamannafundi með stjóranum þar sem einhver spyr hann beint út í þetta mál og þá vitum við meira.

  Ég er rispaða platan, bíð þar til 1.september með að dæma FSG og starfið sem þeir og Rodgers vinna í þessa dagana.

  Þeir eiga bara enn eftir að virkilega, virkilega að sannfæra mig um það að þeir séu að fleyta klúbbnum af krafti af stað. T.d. þær ótrúlegu fréttir að ekki sé hægt að koma með fréttir af nýju þjálfarateymi af því að veffólkið sé í fríi finnst mér frekar mega reikna með af klúbbi eins og Partick Thistle (með virðingu auðvitað) en félagi sem segist ætla sér að verða toppklúbbur í Evrópu aftur…

  En það er kannski bara ég!

 14. Er það bara ég sem er hræddur við að hafa kana sem eigendur ? Shit 🙁

 15. Afhverju ætti þjóðerni þeirra að skipta máli ? Epli og appelsínur

 16. Hefur eitthvað komið frá Rodgers um að hann vilji láta Carrol annað en útúrsnúningur blaðamanna á síðasta viðtali. Þar sen hann bara sagði að afþví hvað hann er góður leikmaður verði alltaf slúður í kringum hann og félagaskipti.

 17. Eru Liverpool ekki að fara í USA ferðina á morgun ?
  Núna er slúðrið að segja að Dempsey og Walcott séu nálægt Liverpool !
  Sé það ekki gerast að Walcott muni koma til okkar.
  En ég er nokkuð viss um að Downing og Carrol séu búnir að spila sína seinustu leiki fyrir okkur.

  4-3-3
  þá væri gaman að sjá sóknarlínuna svona

  Suarez Borini Walcott

 18. Nr. 23 Það er einmitt þetta sem ég hef ekki heyrt neitt um nema fréttir af Carroll hafa komið frá blm. sem maður tekur smá mark á. En á síðasta blm. sagði Rodgers alls ekkert frekar að Carroll ætti ekki framtíð fyrir sér á Anfield.

 19. Downing er ekkert á förum. Hef fulla trú á kauða og hann á eftir að eiga flott komandi tímabil. Mark my words.

 20. “Til dæmis: ef hann ákveður að selja Carroll á u.þ.b. 15m punda og Downing á u.þ.b. 10m punda”

  Ekki veit ég hvaða draumaveröld þú lifir í Kristján minn.

  Ef hægt er að selja Carroll á 15M eða meira á auðvitað að ganga að því. Skiptir ekki hvað var borgað fyrir hann á sínum tíma, það er sokkinn kostnaður.

 21. Var að velta því fyrir mér hvað menn hefðu á bakvið sig þegar þeir segja að Borini hafi verið keyptur sem kantframherji? Þar sem ég þekki ekki nógu mikið til leikmannsins ætla ég ekkert að fullyrða það að hann verði notaður sem fremsti maður en útiloka það ekkert frekar meðan ég veit sama og ekkert um manninn.

 22. Forvitnilegt að fylgjast með Twitter í kvöld…

  Adam Morgan, 17 ára framherji og Brad Smith, 18 ára vinstri bakvörður að gleðjast yfir því að fá að fara með í USA-túrinn.

  Svo var núna Nathan Ecclestone að þakka stjóranum fyrir að sýna sér það traust að fá að fara með til Bandaríkjanna. Virtist vera búinn að fá frjálsa sölu í vor, en nú hefur eitthvað breyst. Opinbera síðan mun tilkynna hópinn endanlega á morgun en það virðist lítill meðalaldurinn. Leikmennirnir sem hafa verið að spila fyrir landslið sín mæta til USA 23.júlí…

 23. Borini fer ekki með á morgun en hann mun koma seinna til móts við nýju félagana.
  Hvernar munu svo Ensku landsliðsmennirnir mæta til USA ?

 24. Tek undir að það skiptir engu máli hvað Carroll kostaði. Hann hefði þess vegna mátt kosta 200m pund. Það sem skiptir máli er hvort hann geti eitthvað og hvort hann passi í liðið.

  Svo er það eggið og hænan. Gerum við okkur að meiri fíflum við að selja leikmann sem ekki hefur gert neitt sem máli skiptir fyrir LFC en að losa okkur við hann fyrir þokkalegan pening? Erum við ekki fyrst orðin fórnarlömb einhverra algengustu mistakanna í bókinni, þ.e. það sem kallast “the sunk cost effect”, þegar við viljum halda í leikmann; ekki vegna þess hvað hann getur, eða passar liðinu, heldur vegna þess hvað hann kostaði?

  Tek raunar fram að ég er hrifinn af Carroll að sumu leyti en er ekki alveg að sjá hann falla að því leikkerfi sem Brendan trúir á og lét Svanina spila.

 25. Ég er nú alveg sáttur með að feitir launatjékkar eru að fara frá okkur sem vonandi býr þá til budget fyrir Brendan til að fá menn sem hann vill vinna með. Hann á líka nokkra efnilega í unglingaliðinu sem ég vill að fái sjens, og það raunverulegan sjens á komandi tímabili.

  Ég er hinsvegar ekki alveg að átta mig á Carrol effectinum þessa daganna og sannast sagna hefur hann haft nægan tíma til að stimpla sig inn finnst mér. Það hefur hann ekki gjört. Hvort hann er 17 milljóna virði núna eða ekki veit ég ekki gjörla, en hann var klárlega aldrei 35 milljóna virði á þeim tíma.

  Er kannski ekki “tístið” að hlaupa með menn í gönur?

  Það verður að koma í ljós hvort Brendan vill hann eða ekki, hann ræður. En ég myndi vilja fá STYRKINGU í framlínuna, þá finnst mér ekki rökrétt að selja 9 una frá okkur.

 26. Ef a að selja carroll sem eg vill reyndar alls ekki að verði gert finnst mer að 22-24 millur væri sanngjarnt og alls ekki undir 20 milljonir. Að lana hann er fràleitt og eg er mjog sattur að okkar menn hafi hafnað þvi i hvellinum i dag.

 27. Hvernig er það, þeir sem þekkja eitthvað til hverjir eru áreiðanlegir á Twitter, er eitthvað til í þessu með Walcott?

 28. Og ja takk við theo walcott, alveg til i hann….. walcott eða adam johnson væri draumur, helst baða bara….

  Jata það svo alveg að það væri vel þegið ef john henry eða tom werner kæmu kannski fram nuna i eins og eitt viðtal og þundu segja okkur að slaka a, stefnan væri ekki að selja bestu menn okkar, stefnan væri a toppinn, til væru peningar til að styrkja liðið og þar fram eftir gotunum. Finnst pinu oþægilegt að heyra ekkert fra þessum kollum og þurfa að velta fyrir mer a meðan að mogulega seu þeir með allt niðrum sig og seu að fara nkl somu leið með felagið og samlandar þeirra gillett og hicks

 29. Þetta er svo vitlaust að kaupa mann í hans gæðaflokki sem sló í gegn hjá Newcastle og er virkilega góður leikmaður (væntanleg einn af fimm efnilegustu ensku leikmönnunum í dag) á þetta rugl verð 35 milljónir punda og ætla svo að selja hann á 10-15 milljónir einu og hálfu ári seinna. Það er eiginlega ekki hægt að réttlæta það fyrir stuðningsmönnum liðsins. Mér er andskotans sama hvort hann passi inn í leikstíl Rodgers eða ekki ef svo er ekki þá ætti Rodgers bara að breyta sínum leikstíl og reyna að láta Carroll passa inn í hann.
  Ég krefst þess að honum verði gefinn fleiri tækifæri því þessi drengur hefur mikla hæfileika og ég hef tröllatrú á honum.

 30. Gnus 34, eg var að skoða twitter aðan og gat ekki seð þetta með walcott fra einhverjum sem a að vera aræðanlegur. Reyndar hafa þeir sem eiga að vera aræðanlegir alvey verið að skita sig undamfarið eins og td með gylfa sig þegar þeir toldu hann a leið til liverpool i marga daga eftir að maður heyrði heðan fra islandi að tottenham væri orðið fyrir valinu….

 31. “Hvað er það þá? Hver í andskotanum getur réttlætingin verið fyrir því að L-Á-N-A okkar seljanlegustu eign?”

  Ok. Okkar seljanlegustu eign? Ég lollaði í buxurnar mínar. Ef A.C er okkar seljanlegasta eign þá er Liver-bird asnalegur.

  Og Kristján Atli!! Ert þú að reyna að segja mér að Andy C sé með 18750pund í vikulaun?? Þá má hann bara vinna sem stólahreinsir á Anfield fyrir mér.

  Ekki misskilja mig, ég vil hvorki lána né selja drenginn en ég vil endilega fá sopa af því sem þið eruð að drekka

 32. Er ekki alveg sammála ykkur með það að þeir séu að selja hann til að losa launaskránna.
  Ég held að ef þeir séu að reyna að selja Carroll sé aðalástæðan einfaldlega sú að Rodgers sér hann ekki fyrir sér í plönum sínum(líklega vegna leikstílsins). Sé hann ekki í plönum Rodgers þá getur hann ekki lofað A.C. spilatíma og þá best fyrir báða aðila að slíta samstarfinu.
  Hann mun halda áfram að lækka í verði ef hann verður bara bekkjasetu maður og þá er best að selja hann núna til að fá sem mestan pening fyrir hann aftur.
  Og ekki skemmir auka pening í budget-ið okkar til að bæta við mönnum sem Rogers heldur að passi í leikstílinn.

 33. Auðvitað á ekki að selja Carrol til newcastle, NEMA, að við fáum Ba og Cisse í staðin. Báða.

 34. Eigum við ekki bara að halda ró okkar… eða þangað til annað kemur í ljós.

 35. Efað Carroll fer þá held ég með Liverpool og Carroll (hvaða liði sem hann spilar með), mesti töffari sem hefur spilað fyrir Liverpool síðan Fowler fór.

  Hann er drullu góður þó svo að það séu margir sem sjá það ekki. Þurfti smá tíma til að koma sér í gang, var kominn í gang síðust 3 mánuði af tímabilinu og á EM.

  Liverpool var að spila bolta sem hentaði honum enganveginn og var ekki að fá þá þjónustu sem hann þarf (eða framherjar yfir höfuð þurfa). Það þarf 1 – 2 í stöðuga dekkningu á hann, sem skapar þvílíkt pláss fyrir Suarez, Borini væntanlega og Gerrard.

  Um leið og Gerrard mætti aftur þá sást það strax að meistarinn getur skorað. Ef við fáum fleirri menn sem geta sparkað í boltann a la Johnson og Gerrard þá verður þetta bara veisla. Það eiga fáir séns í hann í loftinu, en á síðsta tímabili fékk hann bara háa bolta frá vörninni og var aleinn frammi, skiptir ekki máli hvaða framherji það er, þú gerir ekkert af viti við þannig bolta.

 36. Dan Kennett sem er mikill ‘talnagúru’ og ef mig misminnir ekki þá er hann einn af aðalgæjunum á bakvið The Tomkins Times (ásamt auðvitað Paul Tomkins). Hann kom með svolítið áhugaverða punkta varðandi þennan lánsdíl í kvöld.

  £17m in 1 yr is AC’s value on ?#LFC? books. If an unbreakable guarantee to buy it means no accounting loss and cost avoidance of £3.5m this yr
  From a purely financial perspective that wud prob be ?#LFC?’s min rqmt. Whether it makes sense from football perspective is diff debate.
  If deal happens as reported it wont be a bad outcome for a fire sale. Bigger point is that ?#FSG? backed Kenny, they are now backing Rodgers

  Ég styð það að selja þá sem ekki passa inn í kerfið ef það þýðir að það verða fengnir inn menn sem henta betur í það. Mér þætti engu að síður mjög leitt að sjá á eftir Carroll enda er ég mikill aðdáandi hans.

  Þetta yrði klárlega mjög vandræðaleg sala fyrir Liverpool ef af þessu verður.

 37. Er fólk hér gengið af göflunum að halda að þið fáið annaðhvort Cissé, Ba eða BÁÐA í einhverjum skiptidíl fyrir Carroll? Newcastle er að reyna að styrkja sóknarlínuna eftir að Leon Best og Peter Lovenkrands eru farnir. Félagið borgar alla leikmenn í strax upp á borðið og er mikið betur statt fjárhagslega en þegar Liverpool keypti hann á sínum tíma. Ba hefur gefið það út að hann sé ekki á förum, Cissé er á langtíma samningi og Mike Ashley er harður í horn að taka þegar þegar leikmannasölu(þið ættuð nú að þekkja það). Ég brosti nú í dag þegar ég las þetta í morgun en efast um að af þessu verður.

 38. Daginn púlarar,

  Af hverju er það álit flestra að Carroll passi ekki inn í neitt annað en kanntspil og fyrirgjafir, þar sem háu boltarnir eru í fyrirrúmi?

  Er eitthvað jafnaðarmerki á milli þess að spila stuttar sending í fætur og að hafa alla leikmenn liðsins 160 cm á hæð?

  Þetta finnst mér fráleitt.

  Carroll er leikmaður sem gefur okkur marga möguleika fram á við. Hins vegar er ég enginn meistari í þessum málum en veit hversu mikilvægt er að vinna þennan “second ball” eftir t.d. útspörk, innköst, aukaspyrnur eða einhverskonar háar sendingar fram og eftir að hafa séð Carroll tapa svona 5 skalla einvígum á öllu tímabilinu síðasta þá sé ekki betri mann að hafa í okkar herbúðum.

  Fyrir utan þá staðreynd að ef við lánum/seljum Carroll erum við ansi fámannaðir af hættulegum framherjum, þá á ég við leikmenn sem ERU framherjar en ekki einhverjar hamborgararassar sem “geta leyst” stöðuna.

  Auk þess er glapræði að spila 4-3-3 með einungis tvo hættulega “natrual” framherja.

  Carroll stóð sig vel á EM, hann var heitur undir lok síðasta tímabils. En það var einmitt tíminn sem hann fékk að þræða nokkra leiki í röð í byrjunarliðinu. Þetta er nákvæmlega það sem leikmenn þurfa, og þá sérstaklega framherjar.

  Mitt álit er að við ættum hvorki að lána né selja Carroll á þessum tímapunkti, heldur að gefa honum leiki í upphafi þessa tímabils þar sem hann á að vera í toppformi, laus við meiðsli og ætti að hafa alla burði til að standa sig vel. Ég hef trú á stráknum. Ég er sannfærður um að hann eigi eftir að standa sig vel í framtíðinni og vonandi fyrir LFC.

  Mín tvö cent,
  HF

 39. Jæja ætli ég verði þá ekki að hætta að safna hári…

 40. Nýjustu fregnir herma að Carroll sé hundfúll út í BR eftir að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir hinum nýja stjóra og að hann hafi gefi umboðsmanni sínum skýr skilaboð að bóka fyrir sig far heim. Newcastle er víst að undirbúa aðra tilraun og því getur allt gerst.

 41. 48 Hvar fékkust fréttirnar um Andy Carroll væri fúll við Brendan Rodgers vegna tækifæra skorts:

  Þar sem hann var Jú valinn einn af þeim sem munu fara í Bandaríkjatúrinn:
  http://www.lfctour.com/news/reds-depart-for-north-america

  Eitt sem ég skil ekki með þess að stór Framherji gæti ekki passað í Tiki Taka gæti hann ekki orðið svona Okkar Mario Gomez sem líka nokkuð stór.

  Eitt af því sem Brendan Rodgers er góður að notfæra er Föst Leikkerfi einsog horn og aukaspyrnur þá væri mjög góður kostur hafa Klassa skallamann einsog Andy Carroll.

 42. Ef BR vill lána eða selja Carroll þá má hann gera það fyrir mér, ég er fullviss um að hann er með ákveðnar hugmyndir um framhaldið. Að mínu mati er óþarfi að panika yfir þessu ,,slúðri” og bíða átekta yfir staðfestum fréttum frá BR og LFC.

 43. Fyrir mér er þetta Carroll mál ekki svo ýkja flókið.

  Við fengum hrikalega gott verð fyrir hauslausann og óánægðann Torres og enduðum með því að fara út í matvörubúð með engan innkaupalista. S.s. keyptum tóma steypu. Meiddann leikmann sem spilaði nánast ekkert fyrstu mánuðina. Þá hefði nú verið betra að hafa peninginn í banka og kaupa alvöru heimsklassa leikmann um sumarið. Eða jafnvel eiga bara peninginn í banka áfram.

  Í þokkabót enduðum við svo á því að greiða fyrir uppbyggingu Newcastle sem endaði ofar en við í deildinni. Ps. þeir sem halda því fram að Chelsea hafi borgað fyrir Carroll verða að fara að láta skoða sig hjá lækni. Chelsea borgðuðu fyrir Torres og við fyrir Carroll. Enda eru þeir leikmenn Chelsea og Liverpool.

  Nú er svo komið að Carroll hentar ekki í það sem hefur tíðkast í klúbbnum í meira en aldarfjórðung; “að spila fótbolta”. Sem krefst þess ekki að negla boltanum upp í loftið og því má segja að Carroll henti ekki leikstíl Liverpool (eða allavega eins og menn eru að ímynda sér leikstíl Rodgers með Liverpool).

  Við borguðum allt of mikið fyrir Carroll á sínum tíma (enda eru allir í Newcastle borg ennþá í hláturskasti). Jafnvel mætti segja að helmingurinn af upphæðinni hefði verið í hærri kantinum. Nú er svo komið að ákveða þarf hvað á að gera í málinu.

  Ómögulegt tel ég að leiðrétta þetta með því að selja Carroll annað fyrir háa upphæð eins og margir hafa nefnt. 15-25 milljónir fyrir manninn tel ég bara ekki raunhæft, því miður.

  Svo spurningin er: Vilja menn viðurkenna að þetta Carroll ævintýri hafi verið mistök (sem ég tel vera) og losa okkur við hann hið snarasta sem myndi jafnvel þýða að við fengjum kanski leikmann í staðinn, eða vilja menn halda í hinn enn-unga Carroll og gefa honum sjéns á því að sanna það að hann geti spilað fótbolta í rauðu treyjunni undir Rodgers?

 44. Liverpool hefur nú spilað fótbolta í meira en aldarfjóðrung enda rétt tæpur aldarfjórðundur frá því að við unnum deildina síðast.
  En sem dæmi þá var John Toshack í vel spilandi liði Shankly á sínum tima með Kevin Keegan hlaupandi í kringum sig. Líklegast þykir mér að Dalglish hafi viljað ná svipuðum áhrifum fram með Suarez og AC. Það gekk aldrei upp og nú þarf Brendan Rodgers að finna út hvort hann hafi stað fyrir stóra manninn. Öll teikn eru á lofti um að Liverpool vilji losa sig við hann. En við höfum séð svona umræðu áður og ekkert orðið úr.

  Ég vona bara að þjálfarinn nái að búa til þann hóp sem hann vill hafa og nái árangri með honum. Hvaða leikmenn verða í þeim hópi skiptir mig ekki öllu máli að svo stöddu.

 45. Herra Rogers, seldann ef þú vilt hann ekki…eigðann ef þú vilt eiga hann. Simple as that!

 46. sælir,, las nú ekki öll kommentin hérna að ofan þannig að það má alveg vera að ég sé að endurtaka einhverja, en,,
  1. Rodgers hefur ekki á þessum stutta tíma sem hann hefur verið stjóri Liverpool, stundað viðskipti sín í fjölmiðlum.
  2. Að tala um að fylla skarð Aurelio og Maxi finnst mér afar skrítið, því hvorugur þeirra spilaði nokkuð að ráði á síðasta tímabili,, frekar verið að losa sig við leikmenn sem stendur ekki til að nota.
  3. Carroll var keyptur á alltof mikinn pening og hvað sem hæft væri í því að Newcastle bjóði 15-20 milljónir punda, þá væri það mun nær raunverulegu verðmæti leikmannsins. Liverpool(Comolli) gerði sig að atlægi með kaupunum í upphafi.
  4. Eigum við ekki að slaka örlítið á pælingunum þangað til eitthvað concrete kemur í ljós? 🙂

 47. Ég rakst á áhugaverða færslu um Jose Mourinho sem einhver póstaði á Twitter í dag. Þar eru tekin mörg dæmi úr hans ferli sem þjálfari/stjóri þar sem hann gagnrýnir vissa leikmenn og það mikið að stundum virðist sem framtíð þeirra hjá því félagi sem um ræðir sé nær engin, dæmi eru tekin af t.d. Joe Cole, Karim Benzema, Balotelli og fleirum.

  Hér er linkur á greinina ef menn hafa áhuga á að glugga í hana: http://www.level3football.com/royhendo/article/dont_worry_karim_its_groundhog_day

  Við vitum að Brendan Rodgers vann undir Jose Mourinho hér um árið og hefur maður heyrt af því t.d. frá Joe Cole og einhverjum sem þekkja vel til vinnubragða þeirra beggja að þeir vinna svipað með vissa hluti enda kannski ekki skrítið ef Rodgers hefur reynt að læra og nýta sér það að vinna með jafn góðum og reyndum stjóra og Mourinho.

  Þetta Carroll-mál er allt eitthvað svo óvænt og skrítið. Ef ég man rétt þá hrósaði Rodgers, Carroll mjög mikið fyrir lokaleik deildarinnar í fyrra og virtist hann vera leikmaður sem hann hafði miklar mætur á en nú virðist sem að það eigi að henda honum út um dyrnar án þess að hann fái tækifæri til að sanna sig fyrir stjóranum.

  Mourinho, eins og kemur fram í greininni, notar oft uppbyggjandi gagnrýni/pressu á þá leikmenn sem hann telur að þurfi virkilega á því að halda, t.d. unga leikmenn sem eru orðnir of “cocky” og svona. Maður ferð því að spyrja sig eftir að hafa lesið þetta hvort að Rodgers sé að reyna að gera eitthvað svipað með Carroll, vekja upp í honum smá hungur og sjá hvort hann hafi mentality-ið til að berjast fyrir lífi sínu hjá Liverpool og vonandi taka næstu skref ferilsins eða passar hann einfaldlega bara ekkert í plön hans?

 48. okey sæll… hvað er að frétta af Rodgers? vill hann Carroll burt? ég vill bara Rodgers burt ef hann ætlar að selja Andy Carroll… skil hann ekki alveg.. Carroll er búinn að standa sig svo vel undafarið.. langar ekki að hann fari

Maxi farinn heim

Leikmannahópur til Bandaríkjanna