Maxi farinn heim

Liverpool hefur staðfest að Maxi Rodriguez er farinn aftur á æskuslóðir og mun spila fyrir Newell’s Old Boys í Buenos Aires.

Við þessu er ekkert að segja. Rodgers reyndi að halda honum áfram, en Maxi vildi enda ferilinn í Argentínu. Það er leiðinlegt því Maxi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum af okkur undanfarin tímabil. Hans verður klárlega minnst með hlýju af okkur Liverpool stuðningsmönnum.

Maxi skrifar svo á opinberu síðuna opið bréf til Liverpool stuðningsmanna, sem ég birti hér:

Dear Reds, I am leaving Liverpool FC today.

Before signing for LFC, I just saw the club as one of the greatest institutions in football. After my time here I can confirm that this is not just a great club but also a great family.

I have tried to give everything every day that I was wearing the LFC crest. It has been a great honour to defend this shirt during two and a half years. I am returning home with a suitcase full of great memories, good friends within the team and also within this great family that works every day in the club. Thanks a lot for your support. You can NOT imagine what a great honour it was for me when the Kop sang, ‘Maxi, Maxi Rodríguez runs down the wing for me da da da da dada…’

Hasta la vista.

Maxi

Frábær leikmaður, sem við eigum eftir að sakna.

51 Comments

 1. Lunkinn að koma boltanum í netið en hvarf svo gjörsmalega löngum stundum. Sakna han ekki.

 2. Topp maður Maxi Rodriguez, svo átti hann það til að hlaupa niður vænginn fyrir mig!

 3. Flottur leikmaður, mikilvægur squad player. Slæmt að missa þar sem það gæti verið erfitt að fá leikmann í hans stað á sama caliber fyrir lítinn pening. Spurning hvort Sterling eða einhver annar kjúklingur nýti tækifærið og sýni Rodgers að hann sé tilbúinn í baráttuna.

 4. Einhver orðrómur er í gangi Liverpool and Fulham in talks over Charlie Adam as part of the Clint Dempsey deal
  menn eru að tala um að skipta á sléttu

  Ef satt er þá er þetta miklu betra en að láta Caroll fara + 9 milljónir punda

 5. Hefði viljað sjá Maxi spila áfram fyrir Liverpool og undir stjórn Brendan, en hann vildi fara heim, skil það svosem vel, komin á aldur og vill klára ferilinn á heimaslóðum.

  Þetta er hinsvegar að minka breiddina í hópnum og vonandi verður hans skarð fyllt með betri leikmanni eða að við fáum að sjá einhvern úr unglingastarfinu koma upp.

  Takk fyrir framlagið Maxi.

 6. Það er mikill missir að sjá á eftir Maxi, hann er leikmaður sem hefur staðið sig virkilega vel fyrir LFC og hans verður sárt saknað. Maxi er leikmaður sem ég held að myndi smell passa inn í það leikkerfi sem BR er að fara spila á næstu leiktíð, ég held að ef hann hefði verið áfram hjá LFC myndi hann eiga sitt besta tímabil síðan hann kom til klúbbsins, en ég skil líka algjörlega að hann skuli vilja fara á þessum tímapunkti. Í fyrsta lagi þa er hann að fara til félags sem hann ólst upp hjá og þangað lyggja ræturnar, í öðrulagi þá hefur hann ekki fengið að spila nóg hjá LFC (sér í lagi síðan Dalglish tók við) hann er markahædstur hjá félaginu miðað við spilatíma, ávalt þegar hann stóð sig vel og var að eiga top leiki og skora mörk, var hann settur á bekkin… Hann er orðin 31 árs og einfaldlega búinn að fá nóg af bekkjasetu… Við eigum eftir að sakna hans það er ég alveg viss um.

  Gleðifréttirnar í dag er að Borini er komin og þar er á ferðinni top striker, hrikalega vinnusamur og markaskorari af giðs náð…

  Áfram LIVERPOOL…YNWA…

 7. Til hamingju með Borini! (my fellow liverpool fans) 🙂

  Maxi verður sárt saknað. Snilldar leikmaður í alla staði. 🙂

 8. Nú er einhver leigubílasaga farin af stað að Liverpool ætli að reyna að næla sér í Coutinho, leikmann Inter. Samkvæmt Twitter munu koma fréttir um það mál í ítölskum fjölmiðlum á morgun. Mjög spennandi ef satt reynist en þar er á ferðinni mjög hæfileikaríkur leikmaður. Hraður og tæknilega mjög góður, plús hann er ekki nema tvítugur.

 9. Afsakið þráðránið, en þessi dómsorð eiga svo svakalega vel við annað sambærilegt mál sem féll á hinu skítlega FA dómsstigi fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá var hins vegar viðkomandi fundinn sekur þrátt fyrir algeran skort á sönnunargögnum.

  “When he did so, he was angry. Mr Ferdinand says that he did not precipitate this comment by himself accusing Mr Terry of calling him a ‘black c***’. I accept that it is possible that Mr Terry believed at the time, and believes now, that such an accusation was made.

  “Even with all the help the court has received from television footage, expert lip readers, witnesses and indeed counsel, it is impossible to be sure exactly what were [all] the words spoken by Mr Terry at the relevant time. It is impossible to be sure exactly what was said to him at the relevant time by Mr Ferdinand.

  “It is therefore possible that what he said was not intended as an insult, but rather as a challenge to what he believed had been said to him.

  “For a small part of the relevant time, the camera’s view of Mr Terry was obstructed. It is a crucial fact that nobody has given evidence that they heard what Mr Terry said or, more importantly, how he said it. His account has been subject to the most searching and thorough questioning.

  “In those circumstances, there being a doubt, the only verdict the court can record is one of not guilty.”

 10. Silva og Zlatan að fara til PSG fyrir MINNI pening en Liverpool FC. borgaði fyrir Carrol og Henderson.
  Hvað er málið með það? Kunna þessir menn i LFC ekki að prútta verðin á leikmönnum.
  Allveg hrikalega lelegt hjá LFC

 11. Stefán #16, plís ekki spila þessa biluðu vælu-plötu aftur. Kostnaðurinn liggur ekki bara í því að kaupa mennina. Hvað heldurðu að þurfi að borga þessum mönnum í laun? Þetta er pakki upp á 130-150 milljónir evra (kaupin og laun).

 12. 16 og #17… Plús það að Henderson og Carroll voru 20 og 22 ára gamlir en Zlatan er 31 og Silva er 28 ára.. þannig að það þýðir ekki bara að horfa á kaupverð og ekkert annað, verður að horfa á heildarmyundina.

  Annars velkominn Borini og Maxi, gangi þér vel !

  YNWA

 13. Mer er allveg sama hvað PSG greiðir sínum mönnum í laun, er bara á þeirri skoðun að það að borga jafn mikið ef ekki meira fyrir Carrol (hálft season í PL þegar að hann var keyptur) og Henderson (ungann gutta með smá potential) en Silva, einn besta miðvörð heims og Sjálfan Zlatan, er bara fáránlegt.
  Og ef að ég vil taka upp aftur einhverja pilaða vælu plötu slepptu því þá bara að kommenta á það og leyfðu öðrum að gera það.

 14. Og ekki má gleyma því að Carrol virðist vera á förum fyrir ekki nema brot af upphaflega kaupverðinu, good business, nei :/

 15. Stundum held ég, sérstaklega þegar umræðan: ,,við borguðum 100 milljónir fyrir rusl í fyrra en city og PSG eru að kaupa alla góðu gaurana fyrir helminginn af því sem við borguðum fyrir downing” hefst, að nú séu 18 ára gamlir man.utd áðdáendur búnir að fá sér bjór og vilji skemmtun á kostnað okkar LFC-stuðningsmanna.

  Þetta verður alltaf einhver heimskasta umræða allra tíma.

  Kaupverð á leikmanni eins og Zlatan 30 ára er kannski 30m en hann mun taka 40m á 4 árum í laun. Hið minnsta sem gerir þetta að 90m plús pakka. Það eru örfá lið í heiminum sem ráða við þetta og ekkert sem ræður við þetta til langs tíma. Meira að segja rússneskir mafíusjóðir og olíupeningar araba munu ganga til þurðar ef þeir halda áfram að fylla liðin sín af mönnum sem kosta 30m plús og taka yfir 200k á viku.

  Þau lið sem hafa verið lengst í toppbaráttunni með LFC, Arsenal og Man.utd eyða ekki svona. Jú stundum borgar utd 30m fyrir leikmann en það gerist svona á 3 ára fresti. Og Arsenal á í erfiðleikum með að halda RVP og utd þurftu að ganga langt til að halda Rooney. Og þessi lið mundu aldrei fylla liðið af ofurstjörnum, því að þá væru þau næsta Rangers.

  Þessvegna eru kaup á mönnum eins og Dempsey ágæt. Tekur kannski 50-70k., kostar 6m og kann að skora mörk. Á alveg 2-3 góð ár eftir og nýtist eftir það sem backup og til þess að leiðbeina nýliðum. En auðvitað vilja allir einhvern flameboyant brazilíumann sem hefur skorað 20 mörk í heimalandinu, er með hanakamb og tattó fyrir allan peninginn og er verðlagður á 40m, vill 300k á viku í laun og hefur aldrei komið til Englands!!!!

  Ég vona að city en ekki við tökum þátt í sveliðiðs rugli. City má eiga alla Balotelli þessa heims fyrir mér!

 16. Væri samt ekki skemmtilegra svona upp á þinn(stefán) og okkar móral að kannski horfa aðeins bjart á hlutina… við vorum að fá spennandi ungan landsliðsmann ítala fyrir 11 mills… fæ ég bros í annað munnvikið? (ég er þekktur fyrir mikla bjartsýni)

  Þakka Maxi allt liðið og gangi honum vel.

 17. Lyst vel a borrini og hlakka til a sja hann, vona að þessi raði inn morkum og við verdum heppnir með þessi leikmannakup.

  Nuna vill maður ein stor kaup, hraðan hægri kantmann.

  Og svo fer maður bara a hnen og biður guð um að taka ekki carroll fra okkur: )

 18. Ég verð nú að segja að þessi orð Maxi er ein allra flottasta þakkarkveðja til stuðningsmanna sem ég hef nokkurn tíma séð.

  Vonandi gengur honum sem allra best á nýjum stað.

 19. 22 já ég er ekki frá því að það hafi komið smá bros á kallinn 😉 Það er rétt hjá þér að það er betra að horfa á hlutina með bros á vör 🙂

 20. Kominn í sama flokk og Kátur, hafðu þakkir fyrir þitt framlag Maxi,en þinn tími er liðinn. Lýst vel á þróunn mála hjá okkar ástsæla klúbb.
  YNWA

 21. Sorgarstund.. Frábær leikmaður innan og utan vallar! Lagði sig alltaf 100% fram fyrir klúbbinn og maður sér að hann elskaði klúbbinn, sérstaklega eftir kveðjubréfið.

  Gangi þér vel Maxi og takk fyrir góðar stundir. (Svona ef hann skyldi nú vera að lesa þetta)

  YNWA

 22. Já ég hefði haldið að hann myndi blómstra í svona kerfi eins og BR spilar með. Rosalega fínn leikmaður með gott markanef, held að margir eigi eftir að sakna hans í vetur.

 23. Er á því að þessi leikmaður hafi komið ca. 2 árum of seint til Liverpool og var kominn yfir sinn hátind (þetta var þrusu leikmaður). Á engu að síður ekkert nema gott skilið frá Liverpool mönnum og nýttist okkur ágætlega. Einhver setti hann í flokk með Litmanen sem klassa leikmanni sem var ekki nýttur nógu vel og ég held að það sé smá til í því .

  Hef ekki áhyggjur af því að hann yfirgefi Liverpool en vona að við fáum þá eitthvað í staðin (Dempsey t.d eða Ramirez).

  Eitt sem mér finnst samt gott við vistaskipti Kuyt og Maxi og það er að þeir fara úr landi og eru ekki að fara mæta Liverpool í deildinni. Minning þeirra verður því góð og þeir líklega báðir miklir púllarar það sem eftir er.

  Að lokum þá bara verða menn að fara átta sig á því að launakostnaður yfir 3-5 ár er engu minni partur af leikmannakaupum heldur en kaupverð leikmannsins.

  Zlatan og Thiago kosta kannski minna en Carroll og Henderson ef þú nennir ekki að hugsa út í launamuninn en þá ertu bara ekki að hugsa þetta rétt, mjög mjög langt frá því meira að segja. Þar fyrir utan eru Zlatan og Thiago líklega á hátindi síns ferils eða komnir yfir hann og a.m.k. hækka ekkert í verði héðan af meðan hinir gætu átt sín bestu ár framundan.

 24. Einhvern veginn held ég að Carroll og Henderson séu ekkert að fara hækka í verði 🙂

 25. Nr. 31
  Það er síðan önnur Elín. Carroll mun aldrei kosta 35m aftur en ég vona að Liverpool gefi honum lengri tíma til að sanna sig því þetta er hörkuleikmaður sem bíður upp á eitthvað sem við annars höfum alls ekki í liðinu. Henderson held ég hinsvegar að kosti nú þegar meira en þær 16m sem hann kostaði.

 26. Þætti gaman að heyra afhverju þú heldur að Henderson hafi hækkað í verði. Strákgreyið átti skelfilegan vetur, er á lengri samning en þegar hann var keyptur og er árinu eldri.
  Held að þessar 20 min á em séu ekkert að fara hækka hann eitthvað upp.

 27. Þetta er svona svipað og að kaupa nýjan japanskan bíl eða 10-15 ára gamlan Benz. Bensinn hefur meiri klassa og er vandaðri, jafnvel betri en hann er bilanagjarn kominn á þennan aldur og dýr í rekstri. Svo fæst nánast ekkert fyrir hann í endursölu vegna aldurs.

  Nýji bíllinn er hinsvegar sprækur, ekki alveg eins góður og Bensinn en hann eyðir mun minna og viðhaldskostnaður er lágur. Vissulega er hann nokkuð dýr en það má líka búast við að fá ágætis verð fyrir hann eftir ein 3-4 ár.

 28. Þætti gaman að heyra afhverju þú heldur að Henderson hafi hækkað í
  verði. Strákgreyið átti skelfilegan vetur, er á lengri samning en
  þegar hann var keyptur og er árinu eldri.

  Er á lengri samning en þegar hann var keyptur og er árinu eldri ? Hvað þýðir þetta á íslensku ?

  Held að þessar 20 min á em séu ekkert að fara hækka hann eitthvað upp.

  20 min á EM hækka hann ekkert, það er alveg rétt. En hann hefur amk 4-6 ár áður en hann á að toppa sem fótboltamaður. Eigum við ekki að gefa honum meira en 12 mánuði í rauðri skyrtu ?

  Mér fannst hann slakur á síðustu leiktíð, á því er enginn vafi. En stráknum var spilað út úr stöðu og inn á milli sá maður hellings fótbolta í honum. Ég sé ekki að hann verði notaður sem væng-framherji (eins og kanntmennirnir hafa verið hjá BR, annað hlutverk en kanntmenn hjá KD). Eigum við því ekki að leyfa þessum vetri að klárast, þar sem að hann mun líklega fá að spila sína bestu stöðu í bolta sem, virðist við fyrstu sýn, henta honum vel ?

  Eins og BR sagði í vikunni þá virðist Henderson geta hlupið endalaust, er sterkur og aggresívur miðjumaður sem er flottur í stutta spilinu og hefur hellings fótbolta í sér. BR sagði einnig að stráksi er auðvitað langt frá því að vera fullmótaður fótboltamaður en hrósaði honum mikið hvað varðar hugarfarið og framkomu (eins og KD og co hjá Liverpool, fyrrum yfirmenn hans hjá Sunderland og t.d. Neville í sumar þegar Henderson var kallaður í landsliðið (þekkti hann í gengum vinnu sína við U21)). Hann vissi af honum þegar hann var hjá Sunderland og hefur ávalt haft mikið álit á honum.

  Ég er enginn Henderson sleikja, ég er ekki já maður, ég er ekki í grátkórnum… ég er bara að reyna að vera raunsær. Þessir sleggjudómar yfir greyjið stráknum eru ósanngjarnir að mínu mati. Hann var nú ekki beint að koma inní besta lið Liverpool FC á gullaldartímabili þess og vera spilaður í sinni stöðu. Hann ræður ekki verðmiðanum, var hent í djúpu laugina og var látinn spila mikið meira en líklega var gert ráð fyrir við kaupin og það nánast ávalt sem kanntmaður (Ef Heskey getur ekki leyst kanntstöðuna þegar spilaður út úr stöðu þá getur það enginn).

  Gefum honum amk þetta tímabilið áður en við getum farið að draga einhverjar ályktanir. Það er bara sanngjarnt, víst að menn eru svona uppteknir af verðmiðanum á honum (enda að greiða þetta með klúbbnum á VISA rað) þá hefur hann enn tíma til að tvöfalda verðmæti sitt ef allt fer á besta veg.

 29. Tek undir spurninga Egils (innlegg 11): Fór hann frítt eða fengum við eitthvað klink fyrir hann ?

 30. Ég verð nú að segja að ég er eylítið hissa á því að ekki skuli vera búið að setja inn stadus varðandi fyrstu kaup nýs stjóra, hélt að það myndi koma sér stadus um þetta….

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 31. er ekki að skilja þessa eftirsjá manna á Maxi, hrikalega takmarkaður leikmaður. bara miðlungsleikmaður,,,!!!!

 32. ” Þessir sleggjudómar yfir greyjið stráknum eru ósanngjarnir að mínu mati”
  Ég skil ekki alveg hvernig þú getir lesið úr mínum skrifum að ég sé með einhverja sleggjudóma yfir Henderson. Ég er einungis að biðja Babu að útskýra hvernig Henderson gæti hafa hækkað í verði nú þegar. Getum örugglega öll verið sammála um það að hann átti slakt tímabil (hann hefur sjálfur sagt að hann sé óánægður með sína spilamensku) þannig að manni finnst ekkert eðlilegt að menn hækki í verði eftir frammistöðu vetrarins.
  Ég er heldur ekki í neinum Henderson haturs eða ástarsamtökum. Ég er vona svo sannarlega að Henderson ná sér á strik og verði frábær fyrir okkur á næstu árum.

 33. Það er enginn að segja að Liverpool hefði getað keypt Zlatan og Silva í staðinn fyrir Carroll og Henderson. Launamunurinn er gígantískur. En það er alveg hægt að bera saman upphæðirnar sem PSG er að greiða Milan og Liverpool greiddi Sunderland og Liverpool. Staðreyndin að Liverpool-tvennan hafi kostað meira en Zlatan og Silva er sprenghlægileg.

 34. Fowler góður á twitter:
  -I’ll tell you what… I’m really looking forward to the LFC preseason tour… Can’t wait now
  -Packing the boots just in case…. Stranger things have happened..

 35. Sælir, eins og mér finnst þetta nú góð síða þá er það eiginlega fáranlegt að við séum með kveðjugrein um Maxi en enga grein um nýja leikmanninn sem eru fyrstu kaup nýs þjálfara

  Just my two cents….

 36. Sá það á rawk að Jordan Ibe sé að heilla menn á æfingum með aðalliðinu. Það verður gaman þegar við förum að sjá liðið með hann og sterling á sitthvorum kanntinum.

 37. Er réttlætanlegt að kaupa Dempsey fyrir 8 til 10 milljón pund eins og slúðrað er víða. Maðurinn verður 30 ára eftir rúmt hálft ár og á auk þess bara 12 mánuði eftir af samningi. Ég hef ekki stúderað hann, en hann má vera MJÖG góður ef þetta telst góður díll! Miðað við ummæli BRodgers um að horfa á “value” þegar verslað er, sbr að vilja ekki punga út fyrir Gylfa, þá trúi ég ekki að hann vilji borga svona mikið fyrir Dempsey. 3-4 mills top…annars bara að negla hann næsta sumar fyrir ekki neitt! PS. hvað varð um G.Ramirez slúðrið? Mér var farið að lítast vel á kauða.

  Ps. Tek undir með Halldóri #46. Er ekki ástæða til að bjóða Borini velkominn með grein?

 38. Jæja, Rafa mennirnir Maxi og Kuyt farnir og búið að kaupa Borini frá Roma. Semsagt, hópurinn er búinn að veikjast tölvert frá því liðið lauk keppni í 8 sæti í vor. En launagreiðslur hafa lækkað sem og meðalaldur liðsins.

  Það er kannski réttast að taka Joe Cole inní dæmið, spili hann með Liverpool á næstu leiktíð mun Rodgers fá aukinn möguleika í sóknarleikinn en launapakkinn mun líka hækka um það sem samsvarar launapakkanum sem Gylfa var boðið. Ímynda ég mér.

  Mikið vona ég við fáum að sjá allavega 2 gæða knattspyrnumenn koma til klúbbsins í sumar, einhverja sem eiga strax eftir að setja mark sitt á leikinn og gera Liverpool að meira aðlagandi klúbb til að spila fyrir. Mér hryllir við tilhugsuninni um að Rodgers sé með bara með “litlar” 10 milljón punda eftir í veskinu.

  Að því sögðu, þá tel ég nú samt að klúbburinn sé á réttri leið, veit að bæði Kuyt og Maxi vildu fara og Borini lítur svosem þokkalega út. En eins og liðið er í dag, þá tel ég að það þurfi að eiga nær fullkomið næsta tímabil til að ná uppfyrir 6.sæti. Allavega má lítið bregða útaf til að þetta fari ekki eins og síðasta tímabil hjá Daglish.

  Koma svo !!!

 39. Jaeja Carroll virdist vera ad fara. Newcastle vilja fa hann ad lani. Eg toli ekki tessi lan, finnst frekar ad tad eigi ad seljann ef ad tad a ekki ad notann

Kop.is Podcast #23 (Uppfært: Borini að koma!)

Newcastle vilja Carroll á láni