Ólympíuleikarnir og helgarslúðrið.

Í dag var ólympíuhópur Úrúguay opinberlega tilkynntur og þar var staðfest að bæði Luis Suarez og Sebastioan Coates munu eyða tíma í London í júlílok og fram í ágúst. Auk þessara tveggja var orðið ljóst að Craig Bellamy verður líka upptekinn við Ólympíufjörið og þeir þrír munu því ekki taka þátt í Ameríkuferð klúbbsins og klárt að þeir munu ekki verða gjaldgengir í fyrri leik undankeppni Evrópudeildarinnar sem er 2.ágúst.

Fótboltakeppni leikanna stendur til 10.ágúst svo að ef að liðum Breta og Úrúguay gengur vel munu þeir líka missa af seinni leik EL, sem er viku síðar, þann 9.ágúst.

Þetta er sætsúrt, ég er svekktastur að sjá Suarez í þessum hópi, en S.Ameríkuþjóðirnar hafa yfirleitt stillt upp stórstjörnum í sín ÓL-lið svo það kom ekkert á óvart í raun. Manni finnst skrýtið að sjá svo sterka leikmenn í B-liðakeppni. Coates og Bellamy hefðu örugglega báðir gott af því að vinna með Rodgers í Ameríkunni en þó er klárt að þeir verða lykilmenn í liðum sínum og spila mikinn fótbolta á ÓL. Sérstaklega er það jákvætt í tilviki Coates sem þarf virkilega á því að halda að ná upp sjálfstrausti.

Á opinberu heimasíðunni skella þeir inn slúðri sem tiltekur Daniel Sturridge og Fabio Borini sem leikmenn sem klúbburinn sé að skoða. Þessi nöfn hafa stanslaust verið uppi á borðum frá í vor en þó einhvern veginn aldrei náð “traustum slúðurhæðum”. Báðir eru leikmenn sem Rodgers þekkir til og falla inn í fótboltahugmyndafræði hans sem kantsenterar sem geta líka komið upp á toppinn svo það er ekkert ólíklegt að verið sé að skoða þá.

Á föstudag komu ítalskir blaðamenn með það á Twitter að Liverpool sé búið að setja sig formlega í samband við Bologna um að kaupa Gaston Ramirez frá Bologna, en verðmiðinn stæði þó í Púlurum. Það væru þó viðræður í gangi og mikill áhugi hjá LFC og Ramirez að klára málið. Þessi ungi Úrú-gæji er einmitt í fyrrnefndum ÓL-hópi með Suarez og Coates og þá ættum við að sjá eitthvað meira til hans til að dæma…en þeir sem vilja skoða strák á Þú-skjánum geta séð skemmtilegar glefsur og kannski aðeins áttað sig á út af hverju hann er kallaður “litli Kaka”. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leikmanni og vona að menn klári þetta mál.

Í öðrum fréttum er svo rætt um Clint Dempsey og Junior Hoilett. Dempsey vill fara frá Fulham og verðmiðinn er ekki hár, mér hefur fundist það í kortunum að FSG langi að kaupa sér Kana og þá er Dempsey ágætur kostur, kraftmikill framherji sem getur leyst stöður aftar en á toppnum og líka úti á köntum. Hoilett er öskufljótur en eftir frábært ár 2010 – 2011 fannst mér úr honum krafturinn í vetur. Hann er samningslaus og veltir ýmsu fyrir sér.

En annars er þráðurinn opinn í alla enda…nema að eins og Babu hefur áður nefnt þá eru til linkar sem ræða Gylfa ennþá og því biðjum við um að þessi verði “Gylfa-frír”

37 Comments

 1. Hélt að Borini dæmið væri búið þegar Roma keypti upp co-ownership samninginn við Parma fyrir nokkrum vikum (á að mig minnir 5 millur). En kannski vilja þeir síðan selja hann fyrir meiri pening (10-15?).

  Annars fyrst mér Dempsey, Sturridge, Ramirez, Hoillet og Borini allt spennandi kostir.

 2. Ok. Smá rant hérna. Borini var keyptur “allur” til Roma fyrir tveimur vikum. Hann er ekki að fara til Liverpool.

  Varðandi önnur leikmannamál í sumar þá er ég ekkert yfir mig bjartsýnn. Ég er á sömu línu og þeir sem telja FSG hafa ráðið Brendan Rodgers til að ná miklu út úr þeim leikmannahóp sem nú er hjá félaginu og ná árangri með litlu fjármagni. Sem er gott og blessað upp að vissu marki.

  Á löngum köflum á síðasta tímabili spilaði liðið ágætlega. Þeir héldu boltanum nokkuð vel en ójafnvægi og óstöðugleiki var nokkur, sérstaklega þegar líða tók á tímabilið. Það vantaði samræmi milli hlaupa og sendinga og það var oft eins og menn vissu ekki hvaða hlaupaleiðir og sendingaleiðir voru ætlaðar. Fáir voru inni í teig og krossar gengu mjög illa. Liðið tók ekki þeim framförum á tímabilinu sem vonir stóðu til um. Vonandi nær Rodgers að laga þetta.

  Nú er Robin Van Persie að fara frá Arsenal. Síðastur í röð fjölmargra gæðaleikmanna. Það viðskipamódel sem þeir hafa unnið eftir síðustu 10-15 árin, allavega síðan þeir ákváðu að byggja Emirates-völlinn, gerir það að verkum að þeir ná ekki að vinna titla. Enda er ekki það mikill munur fjárhagslega að vinna deildina og lenda í öðru sæti. Ef annað sætið næst með mun minni tilkostnaði en það fyrsta, þá er það betra fyrir eigendurna. En ekki aðdáendur og metnaðarfulla leikmenn.

  Þetta virðist vera það sem FSG sækist eftir. Mér lýst engan veginn á þetta módel því það að vera í áskrift að 2.-4. sæti næstu árin er ekki það sem ég eða aðrir aðdáendur vilja. Auðvitað eru fyrstu markmiðin okkar að komast í Meistaradeildina en næstu markmið ættu að vera að gera atlögu að titlinum og loks vinna titilinn. Sem ætti að verða markmiðið fyrir tímabilið 2015-2016. Við þurfum að sjá framfarir á liðinu, ekki þá afturför sem hefur verið gríðarleg síðan 2008.

  Brendan Rodgers bíður ansi stórt verkefni. Hann þarf að losa út leikmenn á háum launum, hann þarf að ná í leikmenn sem eru á lágum launum en spila samt mikið, hann þarf að gera mikið úr litlu. Það er sjaldnast uppskrift að árangri. Þess vegna tel ég ólíklegt, ef ekki verða settar verulegar fjárhæðir í leikmenn og laun, að fjórða sætið náist á komandi tímabili. Ég veit að leikmannaglugginn er nýopnaður og kannski ætti maður ekki að taka svona rant strax, en mér lýst bara ekkert á blikuna. Gy*** málið olli mér miklum vonbrigðum. Ég tel Rodgers hafa metið það mál rangt. Að borga Gy*** 50þúsund pund og að losa Aquilani, Spearing, Cole og jafnvel Maxi Rodriguez af launaskránni myndi ekkert gera nema að styrkja hópinn. En Rodgers virðist meta það svo að þessir leikmenn eigi enn erindi í hópnum, jafnvel á þeim launum sem þeir eru á. Ég myndi allan daginn telja það forgangsverkefni að losa Cole og Aquilani út og spara þannig fáránlegan launakostnað fyrir menn sem spila ekki það mikið.

  Það þarf síðan ekkert að ræða Dempsey og Hoilett, þeir eru ekki í þeim gæðaflokki sem við þurfum til að ná fjórða sætinu.

  En nóg í bili, vonandi afsanna Rodgers og FSG þessar hugmyndir mínar um þá þróun er í gangi. Ég get allavega ekki beðið þessa 40 daga eftir að tímabilið byrjar.

 3. Ég held reyndar að Dempsey og Hollett geti styrkt hópinn töluvert.

  Dempsey á ár eftir af samningnum sínum og ætti að vera falur fyrir ca 7-8 milljónir punda og fyrir Hoilett þarf aðeins að greiða uppeldisbætur.

  Ekki má gleyma því að með komu Dempsey aukast vinsældir LFC til mikilla muna í BNA með tilheyrandi aukningu í sölu varnings tengdum LFC.

  Ég ætla ekki að dæma eigendurna fyrr en eftir að glugginn lokar og heildarmyndin liggur fyrir. Ætla að leyfa mér bjartsýni þangað til.

 4. Hvað segið þið kristjan atli, babu og maggi er eitthvað til i þessu sem flæðir um twiter að liverpool se að klara gaston ramirez? Eg hef ekki mikla reynslu af twitter en er þetta algengt að það spretti upp svona sogur sem er svo engin fotur fyrir? Það er mjog mikið rætt um þetta a twitter að 15,8 milljon punda kaupverð se klart og annað i svipuðum dur.

  Eg vona að við seum að fa þennan dreng enda lukkar hann mjog klar knattspyrnumaður.

 5. Hér er pistlahöfundur soccernet með getgátur um hverjir leikmanna LFC henta Brendan og hverjir ekki:
  http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/1122743/rodgers-may-need-to-add-to-player-pool?cc=5739

  Í stuttu máli, þá passa Reina og bakverðirnir honum að mati Hubbard, sem og Agger (og kannski Skrtel) en Carra karlinn síður

  Á miðjunni er talið að Gerrard og Lucas verði í stórum hlutverkum en sett spurningamerki við þriðja miðjumann (Gaston Ramirez?)

  Suarez ætti að passa vel en athygli vekur að hann efast mest um Henderson og Carroll hvað smell við Rodgers varðar., og gott ekki Downing líka.

  Samantekt: Leikmennirnir sem voru spurningamerki síðasta tímabil eru það áfram en þeir sem voru á þokkalegu róli ættu að vera inni.

 6. Hef verið að sjá einhverjar hálf-fréttir um að AC Milan sé áhugasamt um Carroll og að hann sé ekki inn í plönum BR þar sem hans leikstíll passi ekki með Carroll. Hef aldrei áður heyrt slúður um að einhver vilji actually kaupa Carroll kallinn, þannig að þetta er áhugavert…en er enn sem komið er bara argasta slúður og ekki mark takandi á 🙂

  Annars er voða lítið að frétta og ætli maður verði ekki bara að fara að gefa Kop.is sumarfrí og slaka aðeins á F5 takkanum…

 7. Hef litlar áhyggjur af því að ekki sé búið að kaupa, enda á Rodgers eftir að meta hópinn og kaupa menn eftir því. En ég hef verið að velta fyrir mér innkaupastefnu Tottenham núna í byrjun gluggans. Nú þegar eru þeir búnir að tryggja sér Gylfa, og ekki í samráði við AVB. Og nú virðist Vertonghen vera á leiðinni til liðsins eftir smá eltingarleik sem AVB virðist heldur ekki hafa verið inní. Þetta kemur manni svolítið undarlega fyrir sjónir.

 8. Skiptafærslan var gott framtak en ég velti fyrir mér hvort að stjórnendur síðunnar geti gert svipaða færslu um tímasetningar á kaupum BR.

 9. Nú fyrst það stóð á twitter þá er ég farinn að kaupa mér búningin með 10# Ramirez aftan á.

  twitterkjaftæðialltafhreint

 10. án þess að sverja fyrir það, þá lítur þetta ramirez dót sem er verið að tala um akkurat núna, út fyrir að vera 99% kjaftæði eins og er amk.

 11. Talandi um ÓL lið Englands. Getur eitthver útskýrt það fyrir mér afhverju í veröldinni Ryan Giggs, gamalmennið sjálft er fyrirliði liðsins ?
  Ég bara skil þetta ekki.

 12. Jack Robinson lánaður?

  Væri þetta ekki bara fínt? Þyrfti reyndar annan vinstri bakvörð til að keppa við Enrique en ég mundi halda að þetta væri fínt ef Robinson færi á lán svo að hann fengi einhverja leikreynslu. Spurning um að lána Flanagan líka

 13. Twitter uppfullur af því að Bolognia hafi staðfest viðræður við LFC vegna Ramirez.
  Spennandi tímar 🙂 eða önnur Gylfa langloka? 🙁

 14. talandi um gylfa sig…þá er alls óvíst að honum bjóðist aftur að koma til LFC. hann vill greinilega mjólka það sem hann getur og vera í höfuðstaðnum eins flestir þessir gosar sem koma frá utlandinu.

 15. Hvenær kemur næsti podcast þáttur ?

  Innskot: Tökum upp podcast á þriðjudaginn, kemur inn þá eða daginn eftir.

 16. Blaðamannafundur verður haldinn á Anfield á morgun samvkæmt Twitter, þá aðallega Redman TV. Ef að það er satt, þá rennur það sterkum stoðum undir að nýr leikmaður verður kynntur á morgun, er það þá bara ekki Gaston Ramirez?

 17. Liverpool aðdáandi commentaði svona á spjallvef og fannst mér það annsi hnittið “A possible midfield of Dempsey, Adam and Henderson and Spearing ? It may not put the fear of god into the rest of the Premier League but it scares the hell out of me !”

 18. Spurning hvort thad thurfi ekki ad fjarlægja líka komment nr 18 eins og mitt fyrra thar sem thad er ekki nógu jákvætt og endurspeglar skodanir margra sem einmitt finnst ad leikmannaslúdrid í kringum liverpool í öllum midlum sé ekki neitt spennandi og hópurinn ekki nógu sterkur….

 19. Guð minn góður, var twitter að flippa og Ramirez ekki á leiðinni FOKKKK hvað þetta var óvænt.

  En að öllu alvarlegra efni þá er prins Terry að fara að mæta fyrir dómstóla í dag eftir að hafa verið með fordóma í garð Antons litla.
  Hvað ætli prinsinn fái mara leiki í bann ?

  Mitt mat= 2-3 mesta lagi.
  En allt undir 8 leikja bann eru fordómar í garð Suarez.

 20. Jæja þá er kallinn kominn í sumarfrí 🙂 🙂
  Ég er að fara að gifta mig á laugardaginn og það sem mig langar MEST í brúðargjöf er eitt stykki leikmaður með rautt hjarta og baráttuglaðann heila 🙂
  En ég treysti okkar nýja þjálfara út í EITT 🙂

 21. Þetta er sætsúrt, ég er svekktastur að sjá Suarez í þessum hópi, en S.Ameríkuþjóðirnar hafa yfirleitt stillt upp stórstjörnum í sín ÓL-lið svo það kom ekkert á óvart í raun. Manni finnst skrýtið að sjá svo sterka leikmenn í B-liðakeppni. Coates og Bellamy hefðu örugglega báðir gott af því að vinna með Rodgers í Ameríkunni en þó er klárt að þeir verða lykilmenn í liðum sínum og spila mikinn fótbolta á ÓL. Sérstaklega er það jákvætt í tilviki Coates sem þarf virkilega á því að halda að ná upp sjálfstrausti.

 22. Bein útsending frá réttahöldunum hans Terry.

  Crown alleges Terry said to Anton Ferdinand ‘f*** off, f*** off…..fing black c, f***ing nobhead’

  Kannski að þeir ætli sér að hakka hann í sig 🙂

  Court now being shown video compilation of footage of alleged incident on screen

 23. RODGERS – “we’ve made only 3 or 4 enquiries, hopefully one will be tied up by the end of this week, maybe 2. Certainly 1.”

 24. Það versta við þennann fund er að Jay Spearing var þarna að representa klúbbinn, með náttúrulega Rodgers og svo líka Lucas Leiva, sem þýðir að hann verður þá mjög líklega með okkur þegar að tímabilið byrjar.

 25. Ben Smith: Off camera, Rodgers said #LFC fans would find one potential new player ‘incredibly exciting’ – ‘they’ll love him’

 26. En að öllu alvarlegra efni þá er prins Terry að fara að mæta fyrir
  dómstóla í dag eftir að hafa verið með fordóma í garð Antons litla.
  Hvað ætli prinsinn fái mara leiki í bann ?

  Mitt mat= 2-3 mesta lagi. En allt undir 8 leikja bann eru fordómar í
  garð Suarez.

  Terry verður ekki dæmdur í bann fyrir dómstólum. Hann fær sektar- eða sýknudóm og í kjölfarið mun FA úrskurða um bann. Verði hann fundinn sekur á hann jafnframt yfir höfði sér fjársekt

 27. Ben Smith ?@BenSmithBBC
  Off camera, Rodgers said #LFC fans would find one potential new player ‘incredibly exciting’ – ‘they’ll love him’

 28. Rodgers lofar 3-4 nýjum leikmönnum, þar af, 1-2 þessa vikuna. Það hlýtur að slá aðeins á svartsýnina hjá sumum varðandi leikmannakaup fyrir næsta tímabil og hvort eigendur ætli sér að styrkja liðið. Rodgers hefur líka alltaf ítrekað að þeir sem muni bætast við þurfi að vera mjög góðir. Ég verð að segja…það virðast vera mjög spennandi tímar framundan!

 29. Ég er ekki að kvarta, en hver var nákvæmlega tilgangurinn með þessum blaðamannafundi.

 30. Þetta sagði Bill Shankly á sínum tíma……….
  “For a player to be good enough to play for Liverpool, he must be prepared
  to run through a brick wall for me then come out fighting on the other side.”

  Þetta sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundinum í dag um Alberto Aquilani………
  “He’s a good guy. It obviously hasn’t really worked out for him as of yet, but he’s a player who’s got the quality in terms of technical and tactical ability to play.

  Það sem “hitti mig” var það sem hann sagði í framhaldinu……..
  But what’s going to be important for every player is that they have the steel and mindset to play. It will be very important and that’s something I’ll find out over the course of pre-season about all the players.”

  Það þarf ekki að segja meira! Mér líst orðið betur og betur á Brendan Rogers og ég treysti honum fullkomlega fyrir framhaldinu!!

Skiptingar Brendan Rodgers í fyrra?

Blaðamannafundur dagsins – opið