Rodgers tjáir sig – opinn þráður

Viðurkenni það að vera orðinn óþreyjufullur og bíð eftir því að á opinberu síðunni sjáist eitthvað annað en skoðanakönnun um búninga, fréttir af nýjum vefsíðum eða gömul viðtöl við leikmennina okkar.

Semsagt, vill fá nýjar fréttir og skil eiginlega ekki að við séum ekki að sjá staðfestingar t.d. á þjálfarateymi eða “bakviðstjórnendum” öðrum – auk auðvitað frétta af nýjum leikmönnum. En lítið kemur enn af slíkum fréttum.

Þess vegna leið mér vel að sjá þetta spjall úr Independent við Brendan Rodgers sem tekið er úr viðtali við hann hjá TalkSport (sem ég reyndar ekki fann).

Brendan bregst þarna við fréttum um tilboð Juve í Suarez á flottan hátt, segir á hreinu að Luis verði áfram, hefur ekki miklar áhyggjur ef svo fer að Luis verði valinn til að spila fyrir Uruguay á ÓL 2012 og að sjöan okkar sé mjög spennt fyrir næstu skrefum hjá liðinu.

Það er svo lok greinarinnar sem gleðja mig mest, það að Rodgers er gríðarlega ánægður með þann leikmannahóp sem hann hefur til umráða og telur þurfa að bæta þremur til fjórum gæðaleikmönnum við hjá félaginu til að komast ofar. Ég er þar alveg sammála og vona innilega að FSG bakki þessa skoðun hans nú upp.

Það býr mjög mikið í liðinu okkar en til að það springi út þarf að auka “snilldargæðin” sem vinna jafna leiki og bjarga töpuðum. Þeir sem horfðu á Swansea hljóta að vera sammála mér um það að þar voru ekki margir “einstaklingsframtakssnillingar” heldur duglegir, agaðir og skipulagðir leikmenn sem leystu einfalda hluti vel. Við eigum FULLT af slíkum leikmönnum og það er engin þörf á að vera með tæknitröll í gegnum þetta lið okkar.

Það að Brendan skuli nú hafa stigið fram og sagt þetta létti mikið á mér, þurfti smá “glaðloft” og fékk það hjá karlinum. Er rólegri í dag en í gær!

En annars er þráðurinn auðvitað opinn…

97 Comments

 1. Það sem skiptir auðvitað öllu máli er að hann fái þennan stuðning að fá 3-4 gæðaleikmenn. Ég hef allavega ekki séð marga gæðaleikmenn orðaða við LFC í fréttum en vonandi eru þessir gæðaleikmenn ekki Moses of félagar.

  Það eru leikmenn eins og Kalou, A.Johnson og Gylfi sem eru kannski þeir bestu sem ég man eftir að hafa séð orðaða við okkur og myndu ekki kosta mikið

  Gylfi á um 8 mp.
  Kalou væri frítt en með launapakka háan.
  A.Johnson væri um 14mp

  Veit einhver hvernar liðið mætit til æfinga ?
  Ég sá að Maxi var að twitta í gær að hann væri að lenda í LFC.

 2. Þetta kemur allt með kalda vatninu…

  Betri eru tveir leikmenn í orðræðunni en einn Christian Poulsen í hendi!

 3. Var blaðamannafundur við ráðningu AVB? Varla annar blaðamannafundur á morgun.

 4. Menn ekkert sérstaklega spenntir fyrir þessari ráðningu hjá spurs.

  Gary Lineker ?@GaryLineker
  AVB it is then. Very important at this stage to be positive about that decision, so I’ll shut up.

  Verði Gylfa að góðu ef hann velur þetta, þjálfari sem að margir hafa enga trú á og örugglega nokkrir innan félagsins sem eru ekki sáttir með þessa ráðningu.

 5. Aðdáendur Tottenham hljóta að vera með skítinn í buxunum núna. Fyrir mér lítur þetta svipað út og þegar Rafa tók við Inter, þ.e.a.s hann AVB getur ekki komið vel út úr þessu. Slæm byrjun og allt fer að vinna gegn honum.

 6. AVB er einn efnilegasti þjálfari í heimi. Þótt Bretar með sínar steinalda hugmyndir um fótbolta hafi ekki mikið álit á honum þá segir það manni lítið, fái þessi gaur tíma hjá liði, þá mun það borga sig fyrir það lið.

 7. Afhverju er Boas eitthvað ómerkilegri þjálfari en Rodgers ? Þjóðerni ?

 8. Gary Liniker, bresk risaeðla á BBC á móti AVB. Vá hvað ég er hissa.
  Óttast að hann verði öflugur hjá Spurs og held að þetta sé góð ráðning hjá þeim. Miklu meiri trú á honum með Spurs og Levy sem stjórnarformann heldur en hjá Chelsea með Roman.

 9. Það sem var alltaf dæmt til að verða Vilas Boas erfitt hjá Chelsea var fyrst og síðast skortur á leikreynslu auk þess sem hann var í “player-power-culture” vist í Lundúnaborginni og bláa hlutanum. Hann einfaldlega hafði ekkert í það að gera, hafandi verið aðalþjálfari eitt ár á sínum ferli.

  Það er alveg ljóst í mínum huga að Tottenham treysta á það að sú taktík sem skilaði Vilas Boas árangri í Portúgal og Europa League verði sú sem hann ræður við. Hann réð alls ekki við það hjá Chelsea að aðlaga sína hugsun þeim leikmönnum sem hann hafði eða bestu deild heims. Að auki er alveg ljóst að hann fær ekki háa einkunn hjá lykilmönnum sem undir honum störfuðu hjá Chelsea og það er auðvitað ástæða þess að menn eins og Lineker hafa enga trú á honum.

  Það kemur mér persónulega á óvart að sjá Vilas Boas ákveða að hefja endurreisn sína í sömu deild og undir svipaðri pressu, hjá erkifjendum Chelsea. Hann verður að sýna miklu meiri taktískan skilning á White Hart Lane eða þá fara í það að kaupa leikmenn í sumar sem að ráða við það sama og Portoliðið hans gerði í deildinni og Europa League.

  Í þetta Spurs lið hans núna vantar mjög mikið af þeim elementum sem það lið hafði og ef að hann ætlar sér að nota sömu forskrift og hjá Chelsea, spila sinn bolta með þeim mönnum sem hann fær og bæta litlu við verður hann fljótt í vanda. Og þá verða aðdáendur fljótir að snúa við honum baki. Enn sé ég líka “Baby Mourinho” komment sem eru svo víðáttulangt frá raunveruleikanum að það er eitt og sér blaðamál. Þó þeir hafi unnið saman einhvern tíma er afskaplega lítið sem þeir eiga sameiginlegt, hvorki þegar kemur að leikskipulagi og nálgun við leikinn eða aðferðir til að stjórna leikmönnum og væntingum liðs.

  Hann er virkilega að gambla og Tottenham líka. Porto hefur farnast fínt án hans, þó þeir hafi vissulega klúðrað CL og stútuðu deildinni, töpuðu að vísu einum leik. Spiluðu hápressu og voru aldrei í vandræðum þar, féllu þó vissulega út úr bikarnum. Man einhver hver þjálfarinn er? Hann heitir Vitor Pereira og var aðstoðarmaður Vilas Boas, sat undir mikilli gagnrýni að hafa ekki unnið tvöfalt heima fyrir. Porto ætlast alltaf til að vinna alla titla heima fyrir og afrek Vilas Boas var fyrst og síðast að vinna Europa League – spurning hvers vegna Simeone er ekki undir smásjá?

  Það á bara enn eftir að koma í ljós hver snilli Vilas Boas er, Tottenham tekur stóran séns og sennilega þeir leikmenn sem koma til Spurs núna í kjölfar Harry sem var gríðarlega vinsæll á meðal leikmannanna og stærsta hluta stuðningsmannanna….

 10. Eftir að hafa lesið pistilinn minn, þá verð ég svolítið forvitinn um það hvað veldur því að menn telja Vilas Boas hafa það sem þarf.

  Það var drullað yfir KD fyrir dapran leikskilning og mótiveringu en liðið hans Kenny snýtti liði AVB. Eins og Arsenal, United og stóru liðin almennt gerðu. Napoli klaufar að vinna ekki leik sinn gegn Chelsea í 16 liða úrslitum CL það stórt að Chelsea ætti ekki séns. Þá gafst Chelsea upp og “the rest is history”. Inn kom maður sem hafði verið rekinn frá WBA, en stillti upp Mourinhotaktík (var samt aldrei kallaður “Baby Mourinho”) og vann þá tvo titla sem hann átti séns á.

  Kannski var ég svona blindur, hvað sáuði í Englandi? Fylgist töluvert með portúgölskum fótbolta og þar stútaði Porto deildinni. En það er bara býsna algengur hlutur skal ég segja ykkur og mér finnst það ekki mælikvarði…

  Á sama hátt leit Vilas Boas hreint vandræðalega illa út í flestum blaðaviðtölum sínum og virtist ekkert, bara ekkert ráða við ensku pressuna…

  Endilega leiðréttið mig, sem aðdáandi portúgalskrar knattspyrnu og Portúgala almennt þá væri fínt að breyta þessari skoðun sko!

 11. Hef ekkert á móti AVB. Þetta er bara erfitt verkefni fyrir hann að mínu mati og miðað við söguna þá gæti þetta alveg orðið stutt stopp hjá honum EF hann fer illa af stað. Þegar ég segi fara illa af stað þá meina ég lélegt fyrsta tímabil. Eins og fyrsta heila tímabili Daglish.

  Mun þægilegra að taka við Liverpool til dæmis. Liverpool aðdáendur gera sér von um fallegri fótbolta og kannski 5-6 sæti meðan Tottenham aðdáendur voru í baráttunni um Englands titilinn fyrri part síðasta tímabils.

  Markmið þeirra hlítur að vera meistaradeild, en liðið gæti alveg endað í 7 sæti. Þá er Levy farinn að líta í kringum sig eftir nýjum manni mundi ég halda.

 12. Lampard komst ekki í lið Chelsea hjá Boas afþví að hann hentaði ekki leikkerfinu, ætti Gylfi eitthvað að henta betur í leikkerfi hans hjá Spurs?

 13. Okkur vantar 2-3 mjög góð menn í byrjunarliðsklassa (vængframherja og skapandi miðjumann) en einnig væri fínt að fá álíka marga í hópinn til að bakka upp núverandi byrjunarliðsmenn (varnarsinnaðan miðjumann, vinstri bakvörð, stræker).

  Augljóslega kosta mjög góðir menn háar fúlgur þannig að best væri að geta nýtt monningana sem best og verið útsjónasamir í innkaupum eins og hagsýn húsmóðir í Vesturbænum.

  Það mætti smella sér á a.m.k. tvo á frjálsri sölu ef þeir eru sanngjarnir í launum: Steven Davis (Lucas bakköpp) og Salomon Kalou (duglegur vængframherji a la Kuyt). Væru á samanlagt álíka launum og Kuyt og í raun jöfn skipti á honum einum fyrir þá tvo.

  Þá ætti að vera öll fúlgan eftir til að eyða í dýrari menn. Tveir sem koma til greina eru Gaston Ramirez og Adam Johnson. Kosta álíka mikið (12-15 m) og laun í hærri kantinum. Væri gott að losna við Cole, Maxi eða Aqua til að vega upp á móti laununum. Einnig hægt að selja Spearing fyrir smotterí (2-3) fyrst að Davis væri kominn. Smá klink til baka í sparibaukinn.

  Þá væri eftir ca. 20 millur til að eyða í 2-3 menn. Gylfi væri flottur á 8 m en ólíklegur úr þessu. Bakköpp stræker og vinstra bakvörður væri eftir og svo sem fáir raunverulega nefndir nema Borini. Svo væri einn skruggufljótur vængframherji líka velkominn og Sinclair (ef Swansea setur hann á sölulista) og Tello hjá Barca væru ágætir kostir.

  Sumarinnkaup á þessum nótum væru raunhæf og myndu styrkja hópinn ásamt uppfærslu í nokkrum stöðum án þess að sprengja bankann. En maður bíður enn óþreyjufullur eftir fyrstu kaupunum…..

 14. Plís ekki snúa þessi uppí Gylfa umræðu, ef strákurinn vildi ekki koma til Liverpool, þá bara oki og ekkert sem við stuðningmenn getum gert í því. Gleðjumst frekar yfir því hvað hann er búinn að ná langt á sínum ferli og kominn í tussu-fínt félag og vonandi plummar hann sig bara vel.

  Annars trúi ég því að verið sé að vinna á fullu bakvið tjöldi nú þegar og við förum að fara þónokkrar staðfestar fréttir um og eftir næstkomandi helgi.
  Strákarnir okkar eru í sumarfríi en pottþétt farnir að klæja í tærnar að fara mæta aftur á Melwood, finna lyktina af nýslegnu grasi og sjá hvernig æfingarnar hjá Rodgers&Co verða.

 15. Því að hann ákveður að fara í liðið sem var að ráða nýjan stjóra sem þekkir hann ekki neitt og er ekkert örugt að hann fái eitthvað mikið af sénsum. Tottenham eiga líka fullt í fangi með að halda sínum bestu leikmönnum.
  Hjá Liverpool hins vegar eru flestir leikmennirnir búnir að staðfesta að þeir ætla að vera á fram hjá Liverpool. Einnig þekkir BR vel til hans frá Swansea og ætti hann að fá mikið af sénsum.
  Liverpool er u.m.þ. 100x stærri klúbbur en Tottenham og því tel ég ástæðuna fyrir að hann velur Tottenham eru peningarnir, þess vegna moneygrabber

 16. Ég ætla að leyfa mér að vera sammála honum Magnúsi og hætta að ræða um þetta.
  En ég vil bara segja það að við vitum ekkert um það hvað Liverpool gat lofað honum og hvað Tottenham gat lofað honum. Því finnst mér algjör óþarfi að vera með einhverja sleggjudóma hérna.

 17. Sammála mönnum hér fyrir ofan, óþarfi að fara eitthvað að atyrða Gylfa fyrir að velja Tottenham. Ólíkt okkur hefur hann taugar til hvorugs liðsins og getur því tekið yfirvegaða ákvörðun út ´frá því sem hann telur henta best sínum ferli. Það er óneitanlega glæsilegur árangur hjá íslensku knattspyrnumanni að geta valið á milli þessara tveggja stóru liða. Hins vegar er það svo í okkar valdi (tja, eða Rodgers og leikmanna Liverpool) að sannfæra Gylfa um það næsta vetur að hann hafi tekið ranga ákvörðun 😉

 18. Eigum við nú ekki bara að anda aðeins með nefinu.
  Glugginn rétt búinn að opna og einnig eru mestu lætin eru í íslenskum fjölmiðlum 😀

 19. Ég mun bíða þarf til það er orðið staðfest að Gylfi fari til Tottenham.

 20. Moneygrabber finnst mér fullt neikvætt og villandi þó hann velji liðið sem bíður betri samning. Ef að Húsasmiðjan og Byko myndu bæði vilja fá mig í svipaða vinnu á svipuðum forsendum myndi ég frekar horfa til þeirra sem væru að bjóða betri laun heldur en skemmtilegri yfirmann sem ég þekki. Auðvitað myndi ég vega og meta aðra kosti í stöðunni eins og staðsetningu o.þ.h. og hærri laun er örugglega ekkert eini factor-inn hjá Gylfa en það skal enginn segja mér annað en að það vegi þyngst.

  Hugsunin er geri ég ráð fyrir ekkert svo óskaplega frábrugðin hjá fótboltamönnum og örðum mönnum á vinnumarkaði þó dæmið sé stærra og það er ekkert eins og framtíðarhorfur og það sem er í gangi hjá Tottenham sé ekki líka spennandi. Þeir hafa farið framúr okkur undanfarin ár meira að segja í deildinni (enda Liverpool í fellibyl).

 21. Ég hef fengið nóg af tali og vil fara að sjá gjörning. Þetta “silly season” er álíka leiðinlegt og landsleikjahlé í mínum augum nema hvað landsleikjahlé meikar meiri sense. Það er í raun bæði sanngjarnt og skynsamlegt að BR meti gæði leikmanna fyrst til að sjá hvað hann skortir, en ég tel hann hafa nokkuð góða mynd af því hvað honum skortir og tel ég að í 4-2-3-1 kerfi mun hann vera að skoða síðustu tvær tölurnar; þeas vængmenn og sóknarmenn. Einnig tel ég að Aquilani geti orðið ansi stór partur hjá LFC á næsta tímabili ef BR líst á kauða. Þarna er nú einu sinni miðjumaður sem á að geta dreift boltanum og skorað fáein mörk, eitthvað sem okkur hefur vantað undanfarin ár af miðjunni. Hið sigursæla 80´s lið Liverpool hafði miðjumenn sem skoruðu reglulega og það er eitthvað sem við þurfum að lagfæra. En nóg af “silly season”.

 22. Babu, hvort er Liverpool Byko eða Húsasmiðjan ? Mér finnast þessi fyrirtæki nú bara sami skíturinn ? Ég held að það að bera saman Liverpool annars vegar og tottenham hins vegar sé pottþétt Liverpool í vil. Þó svo að Gylfi velji tottenham þá þurfum við ekkert að móðgast eitthvað yfir því. Það þýðir bara að LIVERPOOL vill hann ekki jafn mikið og tottenham. Við snúum okkur þá bara að næsta leikmanni. Það er ekki eins og Gylfi sé eini þokkalegi leikmaðurinn á lausu í dag. Vonandi fer hann bara að gefa þetta út svo þetta sé út úr umræðunni hér, enda er hún orðin svoooooolítið þreytt.

  YNWA

 23. Það sem kemur uppí hugann minn útaf öllum ” seina ganginum” varðandi kaup og sölur er að nú tekur BR við nýju liði þar sem allir leikmenn eru í sumarfríi. Villtu ekki fá að skoða hópinn aðeins og vega og meta hvað vantar í hann? Ef hann heldur Aquilani, maxi, cole þá erum við ekki beint á flæðiskeri staddir. Og svo allir þessu ungu leikmenn sem við eigum.

  Miðjan hljómar þá svona.
  Gerrard, Lucas, Adam, Henderson, Aquilani, Spearing, Shelvey

  Vængmenn
  Downing, Bellamy, Maxi, J.Cole
  Stearling (sem vonandi fær sénsinn), Eccleston, Pacheco

  Ef við bætum við okkur einum sókndjörfum kantara, þá lýtur miðjan alls ekki illa út. Þá væri nú gott að fá einn framherja og einn LB í backup.
  Svo veit maður aldrei hvaða leikmenn BR vill nota, því held ég sé best að vera aðeins þolinmóðir og bíða eftir að maðurinn móti sýnar hugmyndir almennilega inn í Liverpool FC.

  En það virðist eitthvað vera að gerast þessa dagana og vonandi að við séum farnir að heyra einhverjar sögur á næstu dögum um fyrstu leikmannakaup sumarsins….

 24. Vill Gylfi ekki bara fara til Tottenham til að eiga möguleika á því að spila fyrir Man Chest Hair united einn daginn? Hann er harður manchesthair aðdáandi, og ef hann kæmi til Liverpool væri líkurnar á því mjög svo hverfandi.

 25. Jæja! Þá er loks hægt að kveða í kútinn þennan kjánalega en engu að síður þráláta Gylfadraug!

  Það er með hreinum ólíkindum hversu fljótt menn urðu gríðarspenntir og nánast móðursjúkir í löngun sinni í þennan annars ágæta leikmann!

  Það verður þó að vera alveg ljóst að sýn okkar Íslendinga hvað varðar getu hans og ágæti hlýtur að vera í besta falli talsvert skekkt. Jú! Vissulega er hann góður leikmaður en mér finnst persónulega að viðbrögð manna við biðinni eftir ákvörðun af hans hálfu hafi farið allsvakalega út fyrir allan þjófabálk!

  Vangaveltur um orsakir þessarar ákvörðunar eiga nú sjálfsagt eftir að birtast og galnar samsæriskenningar og kenningar um brotna geðheilsu Gylfa eiga án vafa eftir að tröllríða kopinu góða!

  Ég mun persónulega sneiða framhjá þeirri umræða og einbeita mér að því að hlakka til þess að fá leikmenn til félagsins sem raunverulega eiga skilið að ég fái hysteríukast yfir því að þeir íhugi að fara til annars félags!

  Gangi Gylfa vel og það verður spennandi að sjá hann í þessu einkennilega umhverfi sem Tottumhann býður upp á.

  Bitte!

 26. Margir hafa bent á þá staðreynd að Tottenham séu búnir að toppa sjálfa sig á síðustu tveimur árum, á meðan við höfum verið að botna okkur. Það eru því margir sem sjá fram á bjartari tíma á White Hart Lane en á Anfield. Við skulum þó ekki gleyma því að Tottenham menn eru alvanir meðalmennskunni og munu því ekkert pressa sérstaklega á stjórnarmenn liðsins þó þeir vinni ekkert, því þeir hafa jú aðeins unnið einn alvöru titil á síðustu 28 árum (Nei, kæru Poolarar, ég lít ekki á League Cup sem alvöru titil). Liverpool stuðningsmenn munu aftur á móti aldrei sætta sig við meðalmennskuna – enda stór kjarni stuðningsmannahópsins sem hefur fylgt liðinu yfir hæðóttann veg verðlaunapalla síðustu áratuga – þó vissulega megi finna sveiflur inn á milli.

  Við megum ekki gleyma því að við vitum ekkert hvað hefur gengið á bak við tjöldin í þessu Gylfamáli. Líklegast þykir mér að þetta sé díll sem er löööngu frágenginn og Liverpool hefur líklegast bakkað út úr þessu fyrir 1-2 vikum síðan – því að þeim fannst hann ekki þess virði að hækka launapakkann upp í það sem Tottenham bauð.

  Tottenham hefur viljað bíða með allar tilkynningar þar til nýr stjóri væri mættur, en eflaust verður þetta allt tilkynnt á morgun. Hvað Gylfa varðar, þá er hann ekki frábær knattspyrnumaður. Hann er hins vegar búinn að sýna að hann kann fótbolta í EPL og hefur fullt af árum til að bæta sig og sanna sig enn frekar og verða frábær. Ég sem Íslendingur styð hann að sjálfsögðu í að ná sem lengst, því við megum alveg við því fyrir landsliðið.

  En sem Poolari, þá er mér eiginlega slétt um hann, að því gefnu að hann gangi til liðs við Tottenham. Alveg eins og mér er slétt sama um Rooney, Aguero, van Persie, Lampard, Torres eða hvað sem þeir heita allir sem spila ekki fyrir Liverpool. Þessir menn eru andstæðingar og því vona ég þeim alls hins versta á fótboltavellinum (að meiðslum undanskyldum).

 27. Gylfi Wars: Extended edition fer að koma í verslanir, versta og leiðinlegata sería allra tíma.

  Annars óska ég honum til hamingju, hann hefur eflaust forsendur fyrir þessu. Ég er á því að Rodgers sé ekki eins hrifinn af honum og aðdáendur Liverpool.

 28. Ég skrifa nú nánast aldrei athugasemdir hérna en finnst alveg ótrúlega gaman að fylgjast með því sem er skrifað. Mér finnst athyglisvert að sjá hvernig menn og einhverjar konur æstust öll yfir því að alveg ágætur leikmaður frá fróni myndi kannski ganga í risaklúbbinn Liverpool. Við eigum menn í hópnum í dag sem eiga vel að geta toppað það sem Gylfi getur (Gerrard, Aquilani, Shelvey, Henderson). Við eigum nú bara að taka þessu rólega og treysta á fagþekkingu Brendan Rodgers í þessum málum. Ég óska Gylfa alls hins besta á knattspyrnuvellinum og vonandi á hann eftir að standa sig vel hjá Tottenham.

 29. Því meira sem ég hugsa um að Rodgers sé þjálfari Liverpool því meira hlakkar í mér. Ég held að þessi hópur sé hrikalega vel til þess fallinn að spila possession fótboltann sem hann vil koma á. Reina er líklega besti sweeper-keeperinn í deildinni, Agger einn best spilandi miðvörður Evrópu í dag og fáir betri í að dreifa boltanum og byrja sóknir en Lucas. Til lengri tíma litið held ég að þetta sé mjög jákvætt skref fyrir Liverpool.

  Framlínan er aðal spurningamerkið. Getur Carroll spilað í svona liði eða verður Suárez fremsti maður? Hver verður þá á vængjunum? Bellamy öðru þegar hann er heill, annars sé ég engan í fljótu bragði. Það þarf eitthvað að gerast á leikmannamarkaðnum svo þetta gangi almennilega. Spennandi!

 30. Ég óska Gylfa góðs gengis hjá sínu nýja félagi í London. Alltaf gaman af velgengni Íslendinga í útlöndum. En ef hann stendur sig vel og skarar fram úr þá þýðir það einfaldlega að Rodgers og LFC höfðu rangt fyrir sér og við erum lúserar fyrir vikið. Svo einfalt.

  Höfðum allan séns á víkingnum en þorðum ekki að taka sénsinn á honum útaf launanísku. Ef hann meikar það þá er þetta vanmat og aulaskapur. Ef hann feilar, vel gert og vel sloppið. Gaman að fylgjast með honum á þessum nótum í vetur. Þórðargleði eða eftirsjá. Svona er lífið.

 31. Er skíthræddur um að þessir kanar séu að kúka upp á bak með klúbbinn og séu bara búnir að loka budduni. Ég hef a.m.k. ekki séð einn leikmann orðaðan við okkur í sumar sem að mér þykir vera spennandi kostur.

 32. Kenny Dalglish var líka ánægður með hópinn og vildi bara bæta við gæða leikmönnum … pínu sorglegt allt saman.

 33. Auðvitað hefði verið gaman að fá Gylfa…en kommon…það er greinilegt að BR forgangsraðaði ekki samkvæmt óskum “Liverpool Íslendingafélagsins” og Tottarar meta Gylfa greinilega meira. En að ætla að eitthvað rugl sé í gangi fyrst við tökum ekki Gylfa og þetta sé merki um að við getum ekki styrkt hópinn er bara tóm tjara. BR segir m.a., í viðtalinu sem Maggi er að fjalla um, að hópurinn sé góður en það þurfi að bæta við 3 til 4 mjög góðum til að markmiðum verði náð.

  Eigum við ekki bara að treysta BR fyrir þessu og slaka aðeins á? Adam Johnson, Scott Sinclair, Salomon K og einn góður backup fyrir Lucas og við erum í hörkumálum! Ef G.Ramirez mætir svo líka erum við í þrusugóðum málum! Ég hlakka verulega til að sjá hverjir koma…

  En ef Gylfi fer til Tottenham þá óska ég honum alls hins besta – nema auðvitað á móti Liverpool.

 34. Peter Beardsley #37 Það er ekkert “eða” í þessu … það getur verið bæði 🙂

  Það hlakkaði í hverjum einasta Liverpool manni í 1 ár og 3 mánuði á meðan gamall vinur okkar Fernando Torres rann á rassgatið og klúðraði dauðafærum í leik eftir leik eftir leik…

  Svo endaði hann á því að vinna CL, FA Cup og Euro 2012 … þannig að það getur greinilega vel verið bæði 🙂

 35. Svekktur! Gylfi var að falla vel að viðskiptamódeli FSG. Ungur og lofar góðu. Held að hann hefði verið frábær viðbót. Held að þetta sé mikið klúður hjá Liverpool að landa ekki þessum strák.

 36. Alveg er þetta glatað ef þetta reynist rétt. Annars má alveg fara að kynna nýja leikmenn til liðsins, þessi bræla er að fara með mann!

 37. Liverpool boss says he will not be raiding the transfer market this summer

  http://www1.skysports.com/football/news/11669/7862743/Rodgers-wants-Spanish-flair

  jæja þá er það búið… getum hætt að fylgjast með hvort Liverpool kaupir…

  búið að loka silly season hjá okkur þar sem hann segist ekki þurfa að kaupa nýja leikmenn…. hvar höfum við nú heyrt þetta áður.

  The mixed performances last season may have cost the Kop favourite his job but Rodgers was quick to defend the record of Dalglish in his second spell in charge of the club.

  Rodgers believes he laid strong foundations for future success at the club and because of that he is does not need to raid the transfer market if he is to challenge for silverware in his first season in charge of the famous old club.

  en hvað veit maður það læist kannski inn 1 og 1.

 38. í viðtalinu við rodgers á talksport talar hann um 3-4 skotmörk.. myndi alveg róa mig á því að taka öllu sem kemur fram í fjölmiðlum sem heilagri ritningu.

 39. Tilvitnunin í #44 er sú sama og áður, TalkSport viðtalið, Sky eru einfaldlega að tala um að Rodgers ætli ekki að vaða með látum inn á markaðinn og lesa þá greiningu í ummæli stjórans.

  Hann ætlar ekki að umturna þessu liði, enda sterkur kjarni þar á ferð, heldur bæta við leikmönnum sem bæta liðið strax, mesta lagi þremur til fjórum, ég spái tveim framarlega og einum varnarþenkjandi.

  Sammála honum þarna karlinum og held að við höfum flest hér gert okkur grein fyrir því að leikmannakaup Dalglish voru hluti af stefnu félagsins og alls ekki hans eingöngu og því morgunljóst að ekki yrði farið í hreinsun í leikmannahópnum með fullt af nýjum nöfnum, eða hvað?

  Varðandi kommentið um Torres þá skal nú ekki gleymast að Fernando Torres er víðáttu-, víðáttulangt frá því að vera í viðlíka stöðu hjá CFC og hann var hjá LFC, enda fór hann á fund í London eftir að hafa verið ónotaður varamaður í FA cup final og afskaplega lítið komið við sögu í CL-leikjum sem skiptu máli. Einhverjum blaðamönnum langaði að henda fýlubombu í okkur með því að hann skoraði mark sem breytti litlu á Nou Camp þegar Barca voru hættir að hugsa með höfðinu.

  Svo í EM byrjaði hann einn leik, gegn Írlandi. Kom ekkert við sögu í þeim leik sem varð Spánverjum erfiðastur gegn Portúgal og svo í kortér í úrslitaleiknum.

  Fernando Torres er ekki ánægður, er sannfærður um það, en það mun koma í ljós næsta vetur hvort hann nær aftur að verða lykilmaður í sínu liði og skora mörk eins og hann gerði á Anfield. Það er auðvitað gaman fyrir hann að vinna medalíur en ég hef ekki trú á því að hann sé týpan sem gleðst yfir því þegar hann fær að spila 10 – 15 mínútur í leik…

 40. Voðalega eru menn fljótir að vera neikvæðir , allt ömurlegt og enginn að koma til okkar.
  Ég er jákvæður og ætla að vera það áfram , BR á eftir að versla það sem hann telur að þurfi til að gera liðið betra og hann á eftir að ná meira útúr þeim leikmönnum sem fyrir eru . Verðum að átta okkur á því að síðasta tímabil var ekki eðlilegt…. tæp 40 skot í tréverkið er ekki eðlilegt td .
  Hann er að fara að breyta spilamennsku okkar manna og sér aðra kosti en fyrrum þjálfari okkar . Hef fulla trú á að hann komi R . Sterling inn í liðið og geri hann að betri leikmanni og fái svo það besta út úr Aquilani, Shelvey og Henderson.
  Enn er nokku viss um að hann kaupi 2-3 leikmenn og þaraf 1 sem fer beint inn í byrjunarlið 🙂
  Njótið þess að vera til og njótið þess að eyða tíma með fjölskyldunni 🙂 Það verður gaman að horfa á okkar menn í vetur spila skemmtilegann bolta 🙂

 41. Sammála nr. 47, það þarf ekki að gjörbreyta liðinu útfrá gengi síðasta tímabils, því þó að liðið hafi fengið fá stig og endað allt of neðarlega þá vantaði ekki mikið upp á að það væri að berjast um fjórða sætið. 2-4 gæðaleikmenn myndi ég halda að væru nóg til að berjast um 4. sætið.
  Meirihlutan af tímabilinu spilaði það mjög vel og valtaði yfir flest öll lið en gátu bara ekki komið tuðrunni yfir línuna. Ég held að það hafi verið að stærstum hluta sálrænt vandamál, þannig að kannski væri nóg að fá nýjan þjálfara sem gæti breytt svona (sbr. það sem Di Matteo gerði hjá Chelsea).

 42. Enn velti ég því fyrir mér af hverju allir tala bara um Agger sem mikilvægasta hlekkinn í vörninni þegar hann er það einmitt ekki þó góður sé.

  En Skrtel er náttlega ekki með eins töff klippingu og hann er ekki frændi okkar…

 43. Stewart Downing verður ásamt Aquaman okkar dökku hestar á næsta tímabili…..

  svo er sp með Harry Kewell……er hann á lausu ??

 44. Jæja, þá er Gylfa sagan loksins búin, hann er búinn að skrifa undir hjá Tottenham, það var að koma fram á Sky Sports News (Staðfest)

 45. þá er það orðið opinbert að Gylfi er farinn til Tottenham, samkvæmt heimasíðu Tottarana, vegni þér vel Gylfi.

 46. Juventus voru að kaupa tvo leikmenn Udinese, Maurico Isla og Kwadwo Asamoah. Isla var orðaður við okkur fyrr einhverju síðan, en hann er fjölhæfur miðjumaður og spilar WB líka og hefur mikinn hraða. Asamoah er fjölhæfður miðjumaður frá Ghana, góður að halda boltanum, góða sendingargetu og nautsterkur. Hann hefur verið í DMF, CMF síðustu tímabil en tók vinstri kantinn eitthvað eftir að Alexis Sanchez fór til Barcelona. Báðir þessir strákar eru ungir og hefðu fallið í stefnu FSG. Udinese spiluðu skemmtilegt kerfi 3-5-2 síðustu tímabil með góðum árangri og eru komnir í umspilssæti í CL annað árið í röð sem er merkilegt miðað við stærð.

 47. Gangi Gylfa vel? Hann er í liði sem verður í harðri baráttu við okkur á næsta tímabili.

  Ég vona að hann floppi.

 48. Mikið lifandis ósköp skelfing er gott að þetta mál er endanlega frá og ég get ekki sagt annað en að ég er bara hel sáttur við niðurstöðuna.

 49. Gylfi komin til Spurs, vonum að honum gangi vel nema gegn okkur og við vonum að Spurs gangi allt hið versta á næstu leiktíð sem ég hef fulla trú á þegar VB verður búinn að gera upp á bak….

  Áfram LIVERPOOL… YNWA….

 50. Sammála SSteinn að það sé frábært að þetta mál sé búið, en þó ekki á sömu forsendum og hann. Vona svo sannarlega að Gylfa gangi rosalega vel hjá Tottenham, en svo er allt annað mál að óska félaginu góðs gengis….

  Vonsvikinn yfir því að hann hafi valið Tottenham fram yfir Liverpool, en mögulega þetta sé bara betri kostur fyrir Gylfa og Liverpool.

  Hinsvegar þurfa Liverpool núna að vanda valið á leikmannamarkaðnum vel og ná í þá leikmenn sem félagið sækist eftir. Nenni því bara hreinlega ekki að Liverpool verði eftirbátur annarra liða í samningaviðræðum í allt sumar. Nú er þessi inngangur Silly Season, með Íslenskum brag lokið og alvaran hefst.

  Brendan Rodgers og FSG, sýnið okkur úr hverju þið eruð gerðir!

 51. Mikið er gott að þetta mál er búið…

  …getur ekki einhver hnuplað góðu ljóði, kannski eftir Jónas Hallgrímsson í þetta skiptið. Sagt að hann hafi setið sveittur við að yrkja og að þetta væri hans framlag í þessu Gylfa-brölti svo við lokum málinu með fallegum brag og íslenskum ritstuld.

 52. Rosalega gott að þetta sé loks búið!

  Viðurkenni fúslega að ég var spenntur yfir að fá íslending í aðallið LfC.
  Okkar menn telja sig hafa boðið honum viðeigandi samning, og hann virðist ekki hafa verið nógu spennandi, svo Gylfi má þá bara eiga sig

  Óska honum alls hins besta, svo framarlega að það komi ekki niður á LFC.

  Er annars orðiinn fáránlega spenntur að sjá hvað kemur líka út úr sumrinu, til dæmis þegar kemur að bæði Aqua og Cole.
  Veit hreinlega ekki alveg hvað mér finnst um þá báða en í kerfinu sem Brenno er líklegur til að leggja upp með ættu þeir fræðilega að geta blómstrað.

  Hef alveg fulla trú á þessum hóp, með smá ,,tweaking´´ geta þeir alveg farið langt,

 53. Er ekki klárt mál að Gylfi vill ekki loka á þann möguleika að einn góðan veðurdag muni Alex Ferguson (já hann vegna þess að hann hættir aldrei!) slá á þráðinn?

  En þetta mál er allavega frá og ég óska Gylfa góðs gengis á leiktíðinni í 36 deildarleikjum.

  Alberto Aquiliani enn eitt sumarið í umræðunni. Guð minn góður. Ekki vil ég hafa hann í vetur, meiðslahrúgan sem hann er. Ef hann væri hestur þá væri löngu búið að skjóta hann!

 54. Vona að Gylfa vegni vel hjá Spurs. Held að eigendur og þjálfarateymi LFC hafi ekki metið hann þess virði miðað við hæfni hans á vellinum og launakröfur þótt Rodgers hafi mikla trú á honum.
  Held að þessi ákvörðun hans komi United ekkert við, Michael Owen fór til United á endanum.

 55. Ekki vil ég hafa hann í vetur, meiðslahrúgan sem hann er. Ef hann væri hestur þá væri löngu búið að skjóta hann!

  Hefur Aquiliani verið mikið meiddur síðustu tvö tímabil?

 56. Óska Gylfa alls hins besta hjá Tottenham, en óska samt Tottenham skít og viðbjóð.

  Vonandi erum við ekki að fara sjá LFC missa af fleiri leikmönnum. Við verðum bara að kyngja því að LFC missti Gylfa til Tottenham, ekki e-ð kjaftæði um að LFC var ekki með nógu mikinn áhuga á honum og hvort BR hafi nokkuð haft raunverulegan áhuga á að fá hann. Við misstum af honum, punktur og pasta.

  Hvaða menn munu þá vera líklegastir til að koma inn núna fyrst að Gylfa sagan er búin? Og hver verður fyrsti leikmaðurinn til að koma inn?

  Ég vona innilega að það verði farið á fullt í að landa Gaston Ramirez, mér finnst hann mjög spennandi leikmaður og er miklu spenntari fyrir honum en Gylfa, var samt óneitanlega mjög spenntur fyrir Gylfa.

 57. Af hverju er ég sáttur yfir því að hann hafi ekki verið keyptur? Jú, í fyrsta lagi þá finnst mér hann hreinlega talsvert over hyped. Fínn fótboltamaður, en margir ekki síðri fiskar í sjónum sem eru að mínu mati jafn góðir eða betri. Stóð sig vel með liði í næst efstu deild á Englandi, stóð sig vel með miðlungsliði í Þýskalandi á sínu fyrsta tímabili, þó svo að hann ætti reyndar ekki fast sæti í liðinu. Missir svo sætið á því næsta og stendur sig svo vel í fjóra mánuði með nýliðum í ensku Úrvalsdeildinni. Fínt og allt það, en hype-ið margfalt meira en mér persónulega finnst innistæða fyrir.

  Hefði svo sem verið í lagi að fá hann ódýrt inn í liðið, en þar sem budget LFC er takmarkað, þá eru nokkrar stöður sem þarf að styrkja áður en kemur að þessari. 8 milljónir punda er bara nokkuð há prósenta af heildarupphæð þeirri sem talið er að BR hafi úr að spila. Rodgers vissi hvað Gylfi átti að fá í laun hjá Swansea og eins hvað var búið að semja um kaupverð þangað, og LFC reynir að ná sama díl. Það gekk ekki og þar af leiðandi er hann orðinn dýrari fyrir vikið og menn greinilega vilja setja þann pening í aðrar stöður. Þar af leiðandi, bara mjög gott mál, move on, vonandi fara menn nú að vaða í leikmenn sem við virkilega þurfum á að halda til að bæta ákveðnar vandræðastöður í liðinu.

 58. Eitthvað segir mér að Liverpool verði fyrir ofan Tottenham þegar næsta tímabil verður flautað af : )

 59. Nr. 71

  ekki e-ð kjaftæði um að LFC var ekki með nógu mikinn áhuga á honum og
  hvort BR hafi nokkuð haft raunverulegan áhuga á að fá hann. Við
  misstum af honum, punktur og pasta.

  Hvernig lestu annað út ef Liverpool vill ekki hækka tilboðið sem Swansea kom með eftir að Spurs gerði það? Eitthvað virðist nú hafa vantað upp á áhugann. Ekki nema þú meinir að þetta sé allur aurinn sem við höfum úr að spila í sumar.

 60. Ég er ekki sammála um að Gylfi sé over hyped leikmaður og ég er hræddur um að hann eigi eftir að sanna það í vetur með Tottenham.

  Drengurinn hefur ótrúlega skottækni og spilaði eins og pabbi hans sagði meiddur allt síðasta tímabil hjá Swansea.

  Hann er bera 22 ára og á bara eftir að verða betri, vitið til.

 61. Hversu mikið hefði maður verið til í að vera á þessum fundi?

  BR hittir leikmenn Liverpool:

 62. Ég held hreinlega að Brendan hafi vitað nákvæmlega hversu mikið Gylfi er virði og hafi allan tíman haft ákveðið budget í huga sem hann var tilbúinn að nota í Gylfa.

  Ég skal glaður viðurkenna það að ég var mergjað spenntur að sjá Gylfa í Liverpool treyju en ég veit innst inni að ástæðan var 90% vegna þess að hann var Íslendingur. Hefði þetta verið einhver annar þá hefði þetta litið allt öðruvísi út fyrir mér. Ég hefði virkilega sett athugasemd við að kaupa 8 m.kr. leikmann á miðjuna þegar við höfum 8 stykki af þeim.

  Ég held jafnframt að við ættum að hætta þessari minnimáttarkennd gagnvart Spurs. Margir tala um að þarna sé mikil uppbygging og jafnvel meiri en hjá LFC en ég er ekki sammála. Þar er nýr þjálfari, leikmenn sem vilja fara og mikil spurningarmerki.

  Skulum samt ekki fleima Gylfa fyrir þessa ákvörðun. Ég get vel ímyndað mér að þegar Gylfi loksins stígur fram og segir ástæðu þess að hann valdi að spila frekar með Tottenham í stað Brendan Rodgers hjá Liverpool þá sé það útaf góðri ástæðu.
  Gylfi hefur alltaf virkað jarðbundinn og yfirvegaður á mig svo ég stór efast um að hlutir eins og Man Utd hafi haft einhver áhrif!

  En úti er ævintýri með Gylfa og við getum loksins hvíld okkur af þessu blæðandi magasári sem hefur verið að hrjá Liverpool aðdáann. Einbeitum okkur nú að næstu leikmannaskiptum.

 63. Ef Gylfi Sigurðsson er hyped hvað er þá okkar ástkæri stjóri BR? Má ekki segja að þeir séu á svipuðum slóðum í sitt hvoru starfinu? Ungir, spennandi og með litla reynslu í efstu deild.

  En ég vona vissulega að Liverpool séu nú með stærri skotmörk en Gylfa.

 64. Svekkjandi niðurstaða að Gylfi hafi farið til Tottenham. Skil hann samt ágætlega og vona að honum gangi sem best þar, nema á móti Liverpool að sjálfsögðu. Frábær fótboltamaður sem á eftir að ná langt.

  Forráðamenn Liverpool virðast hafa metið stöðuna þannig það sé mikilvægara að eyða peningunum í aðrar stöður. Voru tilbúnir að fá Gylfa ódýrt, en vildu ekki borga mikið í laun. Fair enough, það eru margir miðjumenn í liðinu nú þegar, en er ekki samt spurning um að fara actually að gera eitthvað á þessum leikmannamarkaði? Chelsea, Arsenal, Manutd og Tottenham búin að styrkja sig töluvert, en voru samt betri en við fyrir. Liverpool virðast í augnablikinu bara ekki vera að gera neitt, fyrir utan það auðvitað að bjóða Gylfa frímiða í strætó í eitt ár og afsláttarkort í sund fyrir að spila með liðinu.

 65. Finnst hjákátlegt þegar menn er að tala um að miðjan hjá Liverpool sé svona…

  Gerrard, Lucas, Adam, Henderson, Aquilani, Spearing, Shelvey

  Gerrard – hefur verið á niðurleið síðan 2005.
  Lucas – Vonandi nær hann fyrri hæðum
  Adam – Sýndi það og sannaði að hann er ekki nægilega góður fyrir LFC
  Henderson – Gæti komið til
  Aquilani – Vill ekki spila á englandi.
  Spearing og Shelvey – Championship leikmenn í besta falli.

  Þannig að miðjan er nú ekki til að hrópa húrra yfir.

 66. ég vona svo innilega að við múnum fara að koupa okkur 3-4 nýa leikmeinn núna ég veri tilbúin að fá þesa leikmein til okkar núna=Hangeland,Santa Cruz,Elia.A,Johnson,það veri meiriháttar fyrir okkur að fá þesa góðu leikmeinn núna í Júlí.meigi guð gefa ykkur olum góðan dag…….

 67. @81.

  “Gerrard – hefur verið á niðurleið síðan 2005.”

  Ertu að tala um sama Gerrard og átti sínu bestu tímabil fyrir Liverpool 2007 til 2009 og er búinn að vera meira og minn meidur síðan þá?

 68. Er pínu svekktur yfir að hafa misst af Gylfa, held þó að svekkelsið sé aðallega höfnunartilfinningin að leikmaðurinn skuli hafa tekið Tottenham framyfir Liverpool.

  Gaman að vita að hópurinn sé að koma saman. Vona að það birtist á næstu dögum á heimasíðunni eitthvað skemmtilegra en myndir af leikmönnum skellihlæjandi á gulum jafnvægis boltum.

 69. BABU

  Ég tel það vera frekar vegna peninga en áhugaleysi. FSG eru að fara að taka launamálin hjá LFC í gegn ekki satt? Þannig að þeir eru ekki tilbúnir til að borga hverjum sem þessi fínu laun sem menn eins og Hendo, J.Cole, Aquilani, o.fl. eru á. Þannig að af hverju ætti e-r nýr og spennandi leikmaður að sætta sig við að vera þá einn launalægsti hjá klúbbnum? Skiptir akkúrat engu máli þó að FSG séu með rosa laun í hafnaboltanum, það er einfaldlega allt annað fyrirtæki.

  Ég sé þetta þannig að LFC hafi haft áhuga og þá sérstaklega BR. En hann var fljótur að byrja að tala um Gylfa og að hann myndi pottþétt hafa áhuga á honum ef að hann myndi ekki semja við Swansea. Liverpool kemur svo með e-ð tilboð sem er kannski ekkert svo spennandi. En þá kemur Spurs inní myndina með töluvert betra boð. Það sem við vitum svo ekki er hvort að LFC hafi hækkað sitt boð e-ð, en bara ekki nóg. Eða hvort að þeir hafi bara setið á sínu fyrsta boði og einfaldlega vonað að Gylfi myndi taka því.

  Það er enginn að segja mér að LFC hafi tekið sinn samning af borðinu eftir að Spurs komu inn í myndina. Þá er það málið hvort að þeir hafi nokkuð hækkað sitt boð eða komið með annann samning sem var þá einfaldlega ekki nógu heillandi. En það að LFC hafi misst áhugann eða BR hafi misst áhugann finnst mér skrýtið og ósennilegt. Það fer ekkert félag að bjóða í leikmann af því að þeir hafa bara smá áhuga á honum. Annað hvort er áhuginn fyrir hendi eða ekki. Þegar uppi er staðið að þá var þetta ákvörðunin hans Gylfa og hann valdi Tottenham. Þannig að við misstum einfaldlega af honum.

  Það hefur gerst áður að LFC missir af leikmanni og mun gerast aftur.

 70. þegar maður skoðar hvaða leikmenn eru linkaðir við Liverpool langar mann að fara að gráta. Við erum svo langt frá því að vera stórveldið sem við vorum. Við erum líklega það meðallið sem er með stærsta fanbase í heimi. Og það er ekkert mikið að bætast í þann fanbase nema við sem erum þar fyrir séum duglegir að fjölga okkur og predika yfir börnum okkar hvað Liverpool er frábært og sigursælt lið. Fáum það svo í andlitið þegar börnin fá smá vit og spyrja… afhverju er Liverpool ekki meistari ???…. Jú , sjáðu til .. það er vegna þess að við erum að spá í að kaupa ódýra leikmenn sem engin önnur lið vilja…… úfffff

 71. Það kemur líklega fyrir í öllum viðskiptum að það sem verið er að kaupa er áhugavert fyrir x mikinn pening en minna áhugavert ef sú upphæð hækkar. Ég gæti haft mjög mikinn áhuga á nýjum bíl og klár með boð upp á 1,5 mkr en misst allann áhuga þegar það kemur annar og bíður 2 mkr.

  Liverpool hafði klárlega áhuga á Gylfa, enginn að halda öðru fram og þessi viðskipti voru ákjósanleg fyrir sömu upphæð og Swansea var að fá Gylfa á (eða á því bili). Þegar sú upphæð hækkar töluvert var LFC ekki tilbúið að taka þátt í því og þannig les ég út að áhuginn hafi ekki verið nægjanlega mikill. Vonandi eru þeir þá með önnur target sem BR telur skipta meira máli að keppa um.

  Annars varðandi áhuga LFC á Gylfa þá er það vissulega rétt að við buðum í hann og vildum fá hann en það er ekki eins og BR hafi farið öskrandi í blöðin að hann vildi Gylfa nr. 1, 2 og 3. Staða Gylfa er sérstök rétt eins og tengsl hans við BR og hann því falur núna. Aðspurður sagði hann að LFC hefði klárlega áhuga á honum en eins og ég sagði fyrr í þessum mánuði þá dró ég raunverulegan áhuga Liverpool strax í efa og það átti að sýna Swansea einhverja kurteisi og leyfa þeim að tala við hann fyrst.

  Að þessu sögðu hefði ég persónulega viljað fá hann til Liverpool, finnst þetta flottur leikmaður og held að hann verði stórt nafn í boltanum. En treysti BR alveg til að meta virði hans.

 72. Verum aðeins slakir yfir þessu, Brendan sagði að þessir menn sem væru orðaðir við félagið væru umbar að koma sínum mönnum á framfæri. Hann sagði líka að hann væri að skoða 3-4 leikmenn sem myndu styrkja liðið.

  Gefum þessu smá tíma og sjáum hvað Brendan gerir næstu 2 vikurnar eða svo. Fyrsta æfingin var í dag og hann hefur ekki hitt allann hópinn sem hann hefur og á eftir að meta þetta allt saman.

  Vissulega hefði verið skemmtilegt að vera með Íslending í liðinu sem getur eitthvað í fótbolta en að missa af honum sama hver ástæðan sé, er ekki ástæða til þess að panika.

 73. @83.

  Ertu að tala um sama Gerrard og átti sínu bestu tímabil fyrir
  Liverpool 2007 til 2009 og er búinn að vera meira og minn meidur síðan
  þá?

  Að vera sífellt meiddur er einmitt merki um dalandi leikmann. Það er svo hverjum frjálst að meta hvenær hann toppaði. Allavega hefur sá Gerrard sem hefur spilað í LFC verið skugginn af sjálfum sér síðustu ár… og það er morgunljóst að sá fyrri er farinn.

 74. Flott að þetta ruggllll er búið 🙂 🙂 Ef fréttir eru réttar þá er ég sáttur að segja nei við 1.4 mill á dag í laun fyrir leikmann sem stóð sig vel í 4 mánuði í liði sem hann var eitt aðalnúmerið … Ekki það að ég sé að vona að hann fái flísatöng í jólagjöf en held að þetta verði efiður vetur , ekki bara hjá honum heldur stjórannum og þeim leikmönnum sem vilja fara en fá ekki ….
  Gangi þér vel Gylfi , vonandi gerir þú okkur Íslendinga stolta í vetur.

 75. Er Charlie Adam nú ekki á svipuðum ef ekki betri launum en það? 60þús pund á viku sá ég einhvertíman hvað sem er nú að marka það.

 76. Ég er ekki alveg að skilja þá sem skilja Gylfa að velja Tottenham. Liverpool er margfallt stærra lið á heimsvísu og tölum nú ekki um hér heima þar sem Liverpool áðdáendur eru örugglega ca. 100 sinnum fleiri en Tottenham aðdáendur. Saga Liverpool er margfallt flottari og ég hef enga trú á öðru en hún haldi áfram að vera það á næstu árum þrátt fyrir allt. Þetta er afskaplega þreyttur frasi hjá leikmönnum þegar þeir tala um hvað þeim hafi litist vel á allt, liðið ætli sér stóra hluti í framtíðinni og ble ble ble. Þetta snýst um lítið annað en aurinn sem menn eru að fá í vasann en auðvitað geta leikmennirnir ekki sagt það og þurfa því að týna eitthvað annað til.

  Ég er svekktur á Gylfa að hafa valið Tottenham og ég er svekktur á Liverpool að hafa ekki teigt sig nógu langt til að ná honum því hann var nákvæmlega maðurinn sem við þurftum á að halda með sín frábæru skot og spyrnur sem voru svo sannarlega ekki upp á marga fiska á sl. tímabili. Gerrard fyrir löngu hættur að hitta markið og það sama má segja um aðra.

  Þetta er allt saman hálf sorglegt. Besta landslið í heimi með Torres, Alonso og Arbeloa í sínum herbúðum, besta félagslið í heimi með Mascerano, Evrópumeistararnir með Meireles og auðvitað Torres o.s.frv. ….og svo getum við ekki náð í einn ræfils Íslending til að styrkja liðið. Með ólíkindum og segir allt um stöðuna. Jú – við erum með einhverja enska landsliðsmenn sem gátu ekki neitt á síðasta tímabili og gátu en minna með getulausasta enska landsliði sem um getur.

  En hlakkar samt til í haust og verð örugglega komin með bullandi trú á þessu öllu saman þegar leiktíðin byrja. Heyrist að Brendan ætli að spila ungu mönnum meira og finnst það frábært.

 77. Er ekki búið að ráða menn í staðinn fyrir Clark og Keen ?
  Núna var fyrsta æfing í morgun og þessir ágætu menn farnir til WBA.

  Það hlýtur eitthvað að fara að gerast þar sem að fyrsti leikur liðins á undirbúningstímabilinu er eftir 17 daga og BR eini þjálfarinn eða hvað ?
  Vonandi fara hjólin að snúast hraðar fyrst að leikmenn eru mættir aftur til starfa sem voru ekki á EM.

 78. Það er nú meiri Ragnar Reykásinn í mörgum hérna. Fyrst var það allt voða spennandi og frábær kaup, en núna þurfið þið hvort eð er ekkert á honum að halda því þið hafi Henderson, Aquilani, Cole og Shelvey!!!!!!!!!!!! Held að þessi ágæti tístari lýsi mörgum ykkar (alls ekki öllum) best:

  June 16 – Liverpool FC News @LiverpooIFCNews

  Sigurdsson is a great signing, 22 years old, 18 appearances, 7 goals and 4 assists from midfield for Swansea last season.

  15 minutes ago – Liverpool FC News @LiverpooIFCNews

  Glad the Sigurdsson saga is over now, he was hyped up for weeks but reality is 99% of us didn’t know who he was before Swansea loan.

 79. Eitthvað segir mér að Gylfi eigi eftir að vera brjálæðislega góður á næsta tímabili og við eigum eftir að gráta það að hafa ekki fengið hann…

 80. Annar virkilega skemmtilegur pistill frá Sam Tillen um Brendan Rodgers:
  http://fotbolti.net/fullStory.php?id=129213

  Hann segir um Brendan Rodgers:

  Þegar hann þjálfaði okkur þá voru æfingar hans stórkostlegar og mjög skemmtilegar, hann hafði frábærar hugmyndir um það hvernig á að spila. Hann var mjög hvetjandi og jafnvel of hvetjandi því þegar kom að því að láta unga leikmenn fara þá skildu leikmennirnir ekki af hverju hann hefði verið svona jákvæður í þeirra garð. Þeir töldu að þeir hefðu verið að standa sig betur en þeir höfðu verið að gera. Þetta er samt mögulega eitthvað sem hann hefur náð að þurrka út eftir að hafa öðlast meiri reynslu.

  Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=129213#ixzz1zfduc26T

Spánverjar Evrópumeistarar (aftur) & aðrar fréttir

Gylfi til Tottenham og RVP frá Arsenal (staðfest)