Spánverjar Evrópumeistarar (aftur) & aðrar fréttir

Við óskum Spánverjum og stuðningsmönnum þeirra til hamingju með fyllilega verðskuldaðan sigur á EM í knattspyrnu. Þeir unnu Ítali ekki nema 4-0 í úrslitaleiknum í kvöld og það verður að segjast að þetta var minnst óvænti sigur á stórmóti sem ég man eftir á minni ævi.

Það hafa margir kvartað undanfarnar vikur yfir því að þetta spænska lið sé leiðinlegt. Þá skoðun skil ég ekki. Þeir unnu EM 2008 og HM 2010 af miklu öryggi, kjarninn í liðinu eru leikmenn Barcelona (besta félagsliðs heims og arkitektar tiki-taka knattspyrnunnar sem spænska landsliðið notar) og Real Madrid (hitt besta félagslið heims). Í þessu móti þurftu þeir hins vegar að spila án síns besta varnarmanns (Carles Puyol) og mesta markaskorara (David Villa). Fyrir vikið lögðu þeir meiri áherslu á miðjuna, spiluðu nánast 4-6-0 taktík mest allt mótið og innbyrtu sigurinn með því að gera það sem þeir gera best: stjórna leikjum.

Spánverjar fengu aðeins eitt mark á sig í mótinu, í fyrsta leik gegn Ítölum. Þeir skoruðu flest mörk allra liða, 12 í 6 leikjum eða 2 mörk að meðaltali í leik, og unnu úrslitaleikinn 4-0. Þeir voru með markakóng mótsins (Torres) og stoðsendingakóng mótsins (David Silva).

Umræðan um þetta lið minnir mig á umræðuna um draumalið Bandaríkjanna í körfubolta á ÓL 1992. Nú, eins og þá, ætti fólk ekki að væla yfir því að leikirnir séu óspennandi heldur klappa og dást að því sem þetta lið er að afreka. Þvílíka yfirburði eigum við sennilega aldrei aftur eftir að sjá á okkar lífsleið á stórmótum, og það er ekki einu sinni víst að Spánverjar séu hættir.

Það er ekki þeim að kenna að leikirnir eru óspennandi. Þeir skora mest, fá á sig fæst, vinna allt og gera allt betur en öll hin liðin. Stórkostlegt lið.


Í öðrum fréttum…

Times segja í dag að Liverpool séu að íhuga tilboð í Clint Dempsey hjá Fulham. Talið er að Fulham vilji 10m punda fyrir hann en að Liverpool muni ekki fara svo hátt. Dempsey er 29 ára og á ár eftir af samningi sínum hjá Fulham, það er ekki glæta að hann eigi að kosta 10m. Ég get alveg trúað því að það sé eitthvað til í þessu.

The Bolton News (og Mirror og fleiri) segja að Liverpool ætli að bjóða 5m punda í Mark Davies hjá Bolton. Davies er 24 ára miðjumaður með svipaðan stíl og Jack Wilshere, nema augljóslega ekki jafn góður. Ódýr kostur og gæti hentað spilastíl Brendan Rodgers. Ég örvænti ef þetta eru stóru kaupin á miðjuna okkar en ef þetta er aukaleikari í sumarsápunni sé ég ekki margt neikvætt við Davies á þessu verði.

Í Gylfa-sögu er það nýjast að frétta að Brynjar Ingi Erluson hjá Fótbolta.net twittaði í dag að Liverpool hefðu hækkað launatilboð sitt til jafns við Tottenham og kæmu nú aftur til greina. Í dag er 1. júlí og Gylfi er laus allra mála hjá Swansea þannig að hann hlýtur að tilkynna ákvörðun sína á næstu 1-2 sólarhringum. Við fylgjumst að sjálfsögðu með því um leið og eitthvað er að frétta.

Þannig er nú það. Nú er 1. júlí genginn í garð, glugginn er opinn, EM er búið og allt slíkt þannig að eftir ótrúlega gúrkutíð í júní gætum við búist við að fara að sjá hraðar hreyfingar á markaðnum. Enda bara þrjár vikur í fyrsta æfingaleik.

86 Comments

  1. Tvö bestu liðin í þessu móti léku til úrslita og röðin er held ég nákvæmlega rétt í topp fjórum.

    Spænska liðið sýndi í kvöld allar sínar bestu hliðar og stimplaði sig inn sem besta landslið í sögu Evrópu, verðskuldað. Leikirnir margir hverjir fram að þessum voru það sem ég myndi kalla “yfirvegaðir”, frekar en “leiðinlegir”. Spánverjarnir rúlluðu áfram en í kvöld stungu þeir upp í alla sem að hafa rætt um leikstílinn. Ég twittaði og stend við það að fram að þessum leik voru Spánverjarnir “brilliant but not exciting” og stend við það. Í kvöld var þetta flugeldasýning.

    Tek líka hatt minn ofan fyrir Ítölunum sem hefðu átt að minnka muninn í 2-1 og þá hefði verið gaman að sjá framhaldið, því þeir áttu fína spretti fram að meiðslum Motta, en þá auðvitað var sénsinn farinn.

    En fínt að EM er að baki, nú er bara að vona að sem fæstir okkar drengja labbi inn á Ólympíuleikvanginn í London í júlí og menn geta farið að einbeita sér að tímabilinu framundan.

    Gylfagate í fullum gangi heyrist mér, nú er jafnvel verið að tala um að Blanc muni ræða við Spurs og þá er skyndilega óvissan orðin mikil í London. Ef rétt er að Liverpool hafi hækkað boðið (sem er í samræmi við það sem ég hef heyrt nú í kvöld) þá er það eins og ég reiknaði með, Rodgers leggur mikla áherslu á að fá Gylfa og nú er stjórnin að fara í að bakka hann upp…það vona ég að þessi vinnubrögð séu ekki það sem við eigum að þurfa að venjast, ef að öll leikmannakaup munu taka þetta langan tíma þá er ekki margs góðs að vænta.

    En Gylfi þarf að svara Hoffenheim mjög bráðlega (held strax á morgun) hvað er í gangi og væntanlega klárast hans mál næstu daga. Ég segi bara amen eftir efninu hjá Kristjáni varðandi Mark Davies…þurfum ekki einhverja “í breiddina” lengur, heldur bara menn sem fara beint í liðið takk!!!

  2. Ánægður með Pepe Reina í kvöld! Hann er með hjartað á réttum stað! “tileinkað Miki R.”

    Það er samt svo mikil snild að fá ALLA ómeidda heim úr evrópumótinu! Það getur hjálpað okkur mikið fyrir næsta tímabil! 🙂

  3. Spánverjar eru einfaldlega langbestir. Þetta er ekki flóknara.

    Frábært að horfa á þá en hrikalega svekkjandi að Alonso, Arbeloa og Torres séu ekki lengur í rétta liðinu.

    Væri frábært að fá Gylfa og það er án nokkurs vafa það eina rétta í stöðunni hjá honum. Rodgers vill fá hann það er ekki sjálfgefið að næsti þjálfari Tottenham verði jafn hrifinn af honum.

    Dempsey er virkilega góður leikmaður sem fengur væri í.

    Liverpool á síðan einungis að kaupa mjög góða leikmenn eða mjög efnilega. Það er nóg af þokkalega góðum leikmönnum hjá klúbbnum.

  4. Ég segi samt enn og aftur, hver ætti að vera að bjóða í leikmenn hjá Spurs ? Missti ég af einhverju eða eru þeir ekki enn án framkvæmdsstjóra ? Finnst mönnum líklegt að stjórnin sé að bjóða í og jafnvel kaupa leikmenn sem er allsendis óvíst hvort passi inn í væntanleg plön hjá væntanlegum stjóra ?

    Mér finnst það í besta falli tómt rugl.

  5. Væri ekki ráð að kaupa þennan Torres? Virkar helvíti sprækur þegar hann kemur inn á.

  6. Er svo sammála Kristjáni með Spánverjana. Skil ekki fólk sem segja þá leiðinlega! Bara fótbolta snillingar í öllum stöðum hjá þeim og LÍKA á bekknum. Ítalirnir unnu sér samt inn virðingu hjá mér. Buffon og Pirlo náttúrulega bara mega töffarar (með hárspennur 🙂
    Er svo sammála #4 með söknuð á 3 fyrrum LFC mönnum sem unnu einn einn titilinn í dag. Það vantar virkilega að fara að sækja viðlíka menn aftur í klúbbinn til að stilla upp með núverandi talentum.

    YNWA

  7. Viva Espana! Bjó á Spáni einn vetur fyrir áratug og þeir hafa verið mitt lið síðan. Mjög glaður í spænsku landsliðstreyjunni og samgleðst með Reina, Alonso og co. Flott til minningar um Miki.

    Núna er Twitter-drama í gangi og Brynjar Erluson ætlar víst að reyna að athuga hvort að þetta sé í raun skilaboð frá teyminu hans Gylfa og alvöru twitterið hans:
    https://twitter.com/#!/OfficialGS

    Gylfi Þór Sigurðsson ?@OfficialGS
    It’s been a difficult choice but Gylfi has made his decision. He will be joining Brendan Rodgers at Liverpool. We’re all delighted for him

    Gylfi Þór Sigurðsson ?@OfficialGS
    Gylfi’s agent wanted his client to join Tottenham. Gylfi remained insistent however on joining Liverpool and has gotten the move he wanted.

    Gylfi Þór Sigurðsson@OfficialGS ?
    @jpfahy This account is updated by his team. Gylfi does not have a personal Twitter account.

    Hingað til hefur verið haldið fram að Gylfi sé ekki með neitt Twitter-account og maður kaupir það enda virka þau frekar feik sem voru til. En þetta nýja virðist vera stofnað fyrir 3 dögum og máske til að koma réttum upplýsingum til skila eða til að plata púlara. Hvur veit.

    Þarna er mynd af Gylfa sem sögð er tekin í vikunni á gamla leikskólanum hans og annað hvort þýðir það að þetta er ekta eða að einhver hefur lagst ansi lágt í blöffinu. Trú mín á Twitter og íslenska stofninn lögð að veði.

    Enn vonar maður það besta í þessu máli en þetta er orðið álíka dramatískt og Brennu-Njálssaga og verður færð í annála með Íslendingasögunum hinum nýju.

  8. Aðeins varðandi þessa twitter reikninga sem reglulega er póstað hér inn. Vinsamlega gerið það eins og PB gerir hér að ofan, með smá skýringu á bakvið og í tilviki eins og þessu mjög miklum varúðarráðstöfunum. Til þess að þeir sem lesa kop.is lendi ekki í því að trúa svona bulli (hendum þessu oftast annars).

    Fyrir mér er þetta augljóslega enn einn fake reikningurinn þó ég geti ekki staðfest það og mynd af Gylfa á leikskóla breytir engu þar um. Hann er ekki að fara leka því í 3 daga gamlan twitter reikning með 70 fylgjendur að hann sé búinn að ákveða að fara til Liverpool. Eini munurinn á þessum og nokkrum öðrum eins reikningum er að þarna er íslendingur á bak við lyklaborðið og finnst eflaust að hann sé alveg þræl töff/fyndinn.

  9. ég vill rosalega mikið trúa þessu “twitti” en það er erfitt.

    Til hamingju spánverjar 🙂

  10. Mikið verður það gott að klára þetta Gylfa mál og halda áfram 🙂
    Væri alveg til í að fá Dempsey á lítinn pening enda fer enginn að borga 10 m fyrir 29 ára mann sem á 1 ár eftir af samningi ….
    Ég er nokku viss að það er verið að klára 2-3 kaup sem verða tilkynnt fljótlega enda stutt í að æfingatímabilið fer af stað 🙂

  11. Jamm, örugglega feik. Hvernig nenna menn að standa í þannig stússi?

    Var að spá í þessum Mark Davies. Væri svo sem alveg til í að bítta á honum og Spearing með 1 millu eða svo í milli en hann er varla meira en maður á bekkinn. Kannski einhver Moneyball-stemmning í honum og hans leikstíll ætti að henta hugsun Rodgers. Er góður á boltanum og svona alhliða miðjumaður, ekkert ólíkur Henderson ef því er að skipta (en þurfum við tvo svoleiðis?). Spurning hvort hann geti leyst stöðuna hans Lucas og verið bakköpp sem varnarsinnaður miðjumaður.

    Skaraði fram úr hjá Bolton í falltímabili þeirra. Með hæstu einkunn í liðinu út frá tölfræði og átti m.a. stórleik gegn LFC og skoraði mark í 3-1 tapi okkar á Reebok. Með mjög fínt sendingarhlutfall (87,2%) en með grunsamlega fáar sendingar per leik (bara 30,2).

    Virðist vera gamall Swansea-linkur sem er klínt á Rodgers og maður tekur þetta hóflega trúanlegt. Væri til í svona gaur í hópinn á tombóluprís og skítalaunum eða skiptum fyrir Spearing en við eigum alveg að geta gert betur. Varla forgangsatriði í sumar að fá sér ódýrari útgáfu af Henderson eða hvað?

  12. Hef einnig séð Affaley orðaðan við okkur nokkuð oft og væri ég persónulega mjög spenntur fyrir honum. Var frábær þegar að hann spilaði í Hollandi og þeir leikir sem að ég hef séð með landsliðinu þá hefur hann verið hreint magnaður. Ekki mikið fengið tækifæri hjá Barcelona búinn að vera óheppin með meiðsli en klárlega leikmaður með mikla hæfileika. Síðan er spurning um að kíkja eitthvað á leikmenn sem að eru ekki að komast í liðið hjá real eins og Diarra-Sahin-Khedira -Granero-Albiol eða fleiri allt leikmenn sem að myndu styrkja okkur mikið

    http://www.football.co.uk/liverpool/afellay_being_watched_by_liverpool_and_spurs_rss2506967.shtml

  13. 14

    Kedihra? Var hann nú ekki fastamaður í Real næstum allt síðasta tímabil?

  14. Jæja Gylfi!

    Í tilefni þess að ég á afmæli í dag að þá mættirðu alveg taka þér penna í hönd og krota á eins og eitt stykki samning við Liverpool til eins og þriggja ára.

    Vil svo bara fyrirfram bjóða þig velkominn í besta klúbb veraldar.

    YNWA

  15. Kedihra spiladi Ekki neitt med real madrid I fyrra væri mjög til í ad fá hann

  16. Kedhira spilaði 28 leiki í LaLiga og 8 í CL, þar af byrjaði hann 20 í deild og alla 8 í CL.
    Kalla það nú ekki að spila ekkert 🙂

  17. Þetta spænska lið er ótrúlega magnað. Sérstaklega búið að vera gaman að fylgjast með Jordi Alba og sjá hann vaxa með hverjum leik. Barca voru í raun ótrúlega klókir að krækja í hann áður en keppnin var búin, verðmiðinn á honum hefði rokið upp eftir leikinn í gær.

  18. Khedira var ekki í lykilhlutverki hjá Real Madrid í fyrra og er örugglega falur myndi ég halda. Sakna þess að hafa þjóðverja í liðinu okkar þeir hafa reynst vel Hamann og Babbal en Sean Dundee og Ziege kanski ekki eins vel. Held að ef að við myndum ná í Khedira þá yrðum við flottir en þetta eru kanski meira draumórar. Meiri möguleiki á Diarra, Sahin eða Altintop . Sahin var yfirburðamaður hjá Dortmund fyrir 2 árum þegar að þeir urðu meistarar og var keyptur til Real en hefur varla fundið lyktina af grasinu þar og ætti að vera raunhæfur möguleiki. Diarra hefur reynsluna af því að spila í ensku og er því ekki mikil áhætta fólgin í honum hef alltaf verið hrifinn af honum svona makalele týpa

  19. Erum einnig orðaðir við Dempsey og ekki í fyrsta skipti, hann er nátturulega 29 ára gamall en hefur verið frábær fyrir fulham frá því að hann kom og skilar alltaf x fjölda af mörkum. Held að ef að Gylfi fer þá væri Dempsey góður kostur en hann passar kanski ekki í þessa moneyball stefnu þar sem að hann er kominn á aldur en hann á 2-4 góð ár eftir og hefur aldrei verið hraður væri flott að fá hann á 1 ár eftir af samning við fulham og örugglega hægt að fá hann á 6-8 m punda.

    http://redfloyd.wordpress.com/2012/07/02/spain-pain-and-reds-for-clint-dempsey-a-teams-gotta-know-its-limitations/

  20. Gaston Ramirez, mikið slúður um að hann sé að koma. Vita menn hvort eitthvað sé til í því og þekkja menn eitthvað til hans??

  21. Finnst engum það svolítið skrítið að það er endalaust verið að bendla miðjumenn við Liverpool?

    Annars þá er Gylfi ekki ennþá búinn að skrifa undir og veit enginn hvort það verður Tottenham eða Liverpool, en á sama tíma er verið að segja að Gaston Ramirez sé í myndinni að koma til Liverpool og svo hinumegin er Tottenham talið vera búið að gera tilboð í Alan Dzagoev..

    Þetta er mjööög spes 🙂

  22. Okkur vantar einna minnst miðjumenn, hvar eru kantmennirnir og einn senter?

    Ohh hvað eg væri til i Adam Johnson

  23. tottenham eru orðaðir við nánast alla leikmenn undir sólinni, what’s up wit dat?

  24. Khedira var ekki í lykilhlutverki hjá Real Madrid í fyrra og er örugglega falur myndi ég halda.

    @ Haraldur (#20)

    Allir eru falir fyrir rétta upphæð í þessum bransa en þetta er frekar mikil fantasía með Khedira. Hann spilaði 42 leiki með Real Madrid í vetur í öllum keppnum og spilaði mjög stórt hlutverk hjá spænsku meisturunum. Hann var t.d. í byrjunarliði Madrid í báðum undanúrslitaleikjum CL gegn Bayern Munchen og virðist ekkert vera í ónáð hjá Mourinho. Er lykilmaður hjá þýska landsliðinu og á besta aldri. Hann yrði gríðarlega dýr í innkaupum (þ.e.a.s. ef Madrid vildi selja) og launum. Af hverju ætti hann einnig að fara frá öflugasta liði í heimi og í uppbyggingarstarfið á Merseyside? Þetta er ansi ólíklegt.

    Hinir sem þú nefnir hjá Madrid væri meiri séns að landa en enginn þeirra beint líklegur. Lass Diarra er á leið til AC Milan skv. fréttum, Sahin hugsanleg skiptimynt fyrir Modric en vill víst ekki fara til Spurs og Altintop verður þrítugur á árinu. Það er helst Gago (lánaður til Roma í vetur) eða Albiol sem féll úr náðinni sem væru líklegir en það kæmi manni gríðarlega á óvart ef við værum landa öflugum mönnum frá sterkum liðum í CL. Virðist ekki vera raunhæft á þessu sumri miðað við stöðu LFC og frekar að versla mun ódýrar frá lægra settum liðum.

    Neil Jones hjá Echo vill meina að við eigum að taka Mark Davies af listanum. Best að gleyma honum þá (frekar auðvelt reyndar). Manni finnst þessi Clint Dempsey linkur eitthvað undarlegur líka og ameríkannski fnykur af því bara útaf þjóðerni eigendanna. Hann átti vissulega stórfínt tímabil og einnig árið áður. Væri ekkert slæmt að fá hann en svo á við um marga aðra. En að við séum að kaupa hann á 10 millur rétt áður en hann smellur í þrítugt?? Kaupi það ekki.

  25. ég verð að segja það að maður er ekkert rosalega impressed með líklega kandidata sem lfc eru linkaðir við það sem af er þetta sumarið……

    þó að gylfi sé góður leikmaður og allt það þá er það smá vonbrigði að hann sé heitasta númerið í dag.

    kannski er maður svona rómantískur en ég bíð eftir að sjá tilkynningar um high profile kaup sem meika sense…. það eru flest lið komin langt á leið með að styrkja sig og eina sem lfc hefur gert er að losa sig við leikmenn….

    kannski er maður dramatískur en þetta er farið að taka fokk langan tíma

  26. Það eina sem gerir mig spenntan þegar Gylfi Sig er annars vegar, er spenningur yfir því að þetta mál sé klárað. Þetta er að verða þreyttara en eitt stykki forsetakosningar.

  27. Elsku Gylfi.

    Myndirðu vilja vera svo vænn að fara að ákveða þig. Það er svo dýrt að vera alltaf að fara á netið á símanum til þess að athuga status. Þú kastar bara upp peningi eða tekur það lið sem er fyrst í stafrófinu vinur minn. Ef þú myndir vilja vera svo elskulegur.

  28. COMON !
    Ég er búinn að bíða eftir þessari tilkynningu alla síðustu viku, sérstaklega í dag.
    Ég vaknaði kl 09:00 í morgun – í fríi, byrjaði eins og alltaf á http://www.kop.is og fór svo minn venjulega hring en ekkert ! ég tók til í herberginu mínu, skoðaði aftur, ekkert !
    Ég tók til í alri íbúðinni, ekkert !
    Ég fór út í Rema 1000 (Noregi) og verslaði í matinn, ekkert !
    Ég eldaði hádegismat og fékk mér að borða þennan líka fína Lax, ekkert !
    Ég spilaði Call of duty í 2 tíma, ekkert !
    Nú er ég búinn að hanga á netinu en ekkert gerist og eitthverstaðar las ég að þetta kláraðist í næstu viku.

    Þetta er bara orðið allveg hundleiðinlegt, kem aftur í næstu viku !

  29. Þetta er verða þreytt með Gylfa málið hef samt heimildir fyrir því að hann ætli ekki að fara í Liverpool vegna þess að við erum að bjóða honum sömu laun og hann hafði hjá Swansea.

    Erum talsvert orðaðir við hann Moses sem að skoraði 6 mörk og átti 6 stoðsendingar á síðasta tímabili hann er flottur leikmaður en ekki þessi world class sem að við þurfum ef að við ætlum að fara að þróast og fara að keppa við Man cit, man utd og Chelsea. Frekar að lýta á A Johnson hjá City eða Sturridge þeir eru meiri match winnerar.

    Ég er í fríi og er að fara í gegnum slúðrir hjá öllum miðlunum og vona að það fari eitthvað bitastætt að gerast vona að við förum að sjá meira spennandi nöfn eins og Eriksson-Cavani-jovetic eða eitthvað slíkt.

    http://football-talk.co.uk/64882/transfer-news-latics-slap-12m-price-tag-on-moses/

  30. Jæja Silly Season hafið loksins fyrir alvöru. Markaðurinn er opinn og örugglega margt að gerast bakvið hurðinna. Ég hef verið að pæla kostinna við að fara í Tottenham eða Liverpool núna síðustu daga. Fynnst Liverpool vera með betri mannskap og breidd en Tottenham núna, Einnig er Tottenham að selja sinn besta leikmann. Við sáum þá gefa mikið eftir í lokinn á siðasta tímabil og bólan var eiginlega sprunginn hjá þeim. Það er eitthvað sem segir mér að Liverpool muni endar ofar enn þeir næsta tímabil.

    Kjarninn hjá Liverpool er töluvert betri fynnst mér enn hjá Tottenham
    Agger – Skrtel versus Kaboul ? Gallas 35 ára King fær ekki sömu meðhöndlun hjá næsta stjóra og Redknapp var með þarna er Liverpool með vinninginn.

    Lucas – Gerrard Vs Parker – Van der vart – Frekar jafnt hérna enn Liverpool hefur aðeins vinninginn

    Suarez – Carrol VS – ? Saha farin var ég búinn að lesa. Adebayor farin af til city og Defoe hefur dalað mikið undanfarin ár.

    Downing – Henderson VS Bale – Lennon Held að Tottenham hafi stóran vinning þarna Gylfi myndi plumma sig betur með þessa enn okkar kantmenn.

    Fyrir mér eru kostirnir meiri við að joina Liverpool enn Tottenham þessa stundinna. Má eiginlega segja að Tottenham toppaði sig með Liverpool Botnaði sig á síðasta tímabili. Enn mikið rosalega er gaman að vera fótboltaáhugamaður og geta sagt sína skoðun hér á kop.is þótt misgáfulegt það er stunduum 🙂

  31. Síðan er spurning um hann Kalou lítil áhætta í honum þar sem að hann er á free transfer en væntanlega þokkalegur launapakki sem að fylgir honum. Hann eykur breyddina hjá okkur og ætti að vera góð lausn við gatinu sem að kuyt skildi eftir sig getur spilað á báðum köntum og í holunni. Er með ágæta tölfræði hjá Chelsea en einhvernvegin aldrei náð almennilega að slá í gegn

    http://live4liverpool.com/2012/07/view-from-the-kop/should-lfc-remain-kalou-less

  32. Gylfi gerðu það fyrir okkur að fara koma þessu á hreint, maður er farinn að eiða heilu dögunum á netinu í þeirri von að þú sért á leið til Liverpool… Ég vona að þú veljir Liverpool ef ekki þá allavega komdu þessu á hreint svo maður geti t.d. farið að vinna í garðinum eða ditta að hér heima, konan er að verða hálf vittlaus á þessu netbrölti á mér, og gerðu það að velja Liverpool get ekki lagt það á konuna ef þú ferð í eitthvað annað… Hvað er betra en að vera Hafnfirðingur, FHingur og Púlari… koma svo…. treisti á þig….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  33. Djöfull held ég að Gylfi sé sjálfur í kasti þegar hann les þessa þræði hérna á kop.is – Það þarf enginn að segja mér að hann geri það ekki 🙂

    Ég segi bara til þín Gylfi, ég vona að þú veljir rautt – og vona að sjálfsögðu að sú ákvörðun sem þú tekur muni skila þér í fremstu röð sem knattspyrnumaður.

  34. Koma svo Gylfi!! Við viljum svo sannarlega fá þig til Liverpool og hlökkum til að styðja þig í rauða gallanum.

    “Do the right thing son”

  35. Mér finnst virðingarverrt hjá BR að í öllu þessu Gylfa máli þá er hann ekki að komnenta neitt á allt þetta slúður.

  36. Ég er alveg miður mín yfir hvað þetta tekur langan tíma með hann Gylfa. Alveg miður mín. Ákvað því að yrkja ljóð til að hylla Gylfa. Komaso Gylfi!!

    Ég elska þig, Gylfi, sem geisar um grund
    og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund,
    en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur
    og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.

    Gylfi skefur burt fannir af foldu og hól,
    Gylfi feykir burt skýjum frá ylbjartri sól,
    og neistann upp blæs Gylfi og bálar upp loga
    og bryddir með glitskrúði úthöf og voga.

    Gylfi þenur út seglin og byrðinginn ber
    og birtandi, andhreinn um jörðina fer;
    Gylfi loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur
    og lífsanda starfandi hvarvetna vekur.

  37. guderian að ná inn á topp 10 hjá mér all-time í kommentum á kop.is.

    Treysti því að menn nálægt Gylfa bendi honum á ljóðið – ekkert sem Spurs munu reyna nær að toppa þetta!!!

  38. …Ja….

    Ég þekki ljóð Hannesar Hafstein ágætlega og hreinlega fæ kjánahroll þegar Íslendingur heldur að hann geti tekið eitt hans fallegasta ljóð og sagt það sitt.

    Annars er Gylfi ágætur.

  39. Ég er reyndar sannfærður um að Hannes Hafstein hafi verið Liverpool maður eins og það afkvæmi hans sem ég þekki. En þetta er eiginlega komið full circle með Liverpool, einkennissöng þeirra og nú Hannes Hafstein. Ljóðið var samið undir heitinu Stormur, Rodgers og Hammerstein sömdu lag sem byrjar á “when you walk through a STORM” og persónan sem söng það upphaflega hét Fowler (Nettie Fowler altsvo)! Það lag varð svo einkennislag Liverpool eins og frægt er orðið.
    Þetta er greinilega skrifað í skýin Gylfi á heima í Liverpool. Staðreyndirnar tala sínu máli!

  40. Menn þurfa nú að heimilda svona þegar menn breyta fallegum ljóðum eftir Hannes Hafstein. Betra að vera frumlegur og semja sitt eigið ljóð eða vísu 🙂

    Gylfi komdu kallinn
    við tökum þér vel.
    Annars ertu fallinn,
    eins og brotin skel.

    Þetta er mitt innlegg, ekki gott en ég er þó allavega ekki að stunda ritstuld 🙂

  41. Til hamingju Spánverjar, frábært lið.
    Vil í þessu sambandi benda stuðningsmönnum Rafael Benitez á að í þessu besta landsliði sem uppi hefur verið eru 2, tveir, TVEIR leikmenn, annar alger lykilmaður, sem Rafa hafði ekki not fyrir á sínum tíma hjá Liverpool og seldi þá báða. Sýnir hversu mikill snillingur sá maður er.

  42. Sammála #43 hér að ofan og spyr guderian #41 afhverju hann kom þá ekki með síðasta erindi Hannesar einnig sem byrjar svona…….. “Og þegar þú (Gylfi?) sigrandi um foldina fer………. ;O)

  43. Athyglisvert comment af link hjá #47. Hvað skyldu sparkspekingar Kop.is segja við þessu………….. One point: Have anyone noticed how Pogrebnyak, Cisse and Sigurðsson came in in january and took the premier league by storm?
    What do they have in common? they came in from the Bundesliga on the back of a month long winter break.
    With fresh legs to compete against players who’ve been through a gruelling holliday fixture schedule, having played 7-8 games in the same month!
    I’m sure Sigurðsson is a good player, but I have a feeling his debut season made him look better than he actually is

  44. @46 BrynjarH, ætlarðu í alvöru að fara niður þennan veg? Ætla samt ekkert að neita því að ég bjóst við þessu kommenti fyrr frá einhverjum snillingnum hérna.

    Gætir nú líka alveg snúið þessu við og sagt um þessa tvo leikmenn að þeir væru ekkert án Rafa í dag. Heldur þú t.d. að Arbeloa hefði unnið sig upp úr varamannabekknum hjá Deportivo (sem hafa fallið amk. einu sinni í millitíðinni) í að vera bakvörður í þessu liði sem Spánn er.

    Þessi mýta um að Rafa hafi ekki viljað Alonso þarf að stoppa. Með fullri virðingu fyrir Xabi Alonso (sem mér finnst frábær leikmaður) þá átti hann hreint út sagt ekkert svo góð tímabil á árunum 06/07 og 07/08 (hverju sem um það má kenna svosem, 06/07 spilaði hann 51 leik og skoraði 4 mörk og 07/08 27 leiki og 2 mörk, tölfræði segir auðvitað ekki allt en þú ert bókað týpan sem hefur drullað yfir Downing þetta tímabilið byggt á tölfræði). Það að Rafa hafi hugleitt þann möguleika að selja hann og fá inn Barry (mikilvægur leikmaður hjá núverandi Englandsmeisturum) er fullkomlega skiljanlegt. Það er ekki þar með sagt Rafa hafi ekki viljað neitt með manninn hafa. Það er vægast sagt bjánaleg athugasemd í þeim business sem íþróttin er í dag. Hvað átti svo Rafa að gera þegar stærsta lið heimalands þessara tveggja leikmanna bauð gull og græna skóga fyrir þeirra þjónustu?

    Í rauninni ætti kommentið þitt að vera akkúrat í hina áttina, þ.e. hversu mikið þessir 4 leikmenn sem hafa spilað fyrir Liverpool og Rafa eiga honum mikið að þakka fyrir hans þátt í að gera þá hluta af þessu frábæra liði. Hættu að tala með rassinum.

    E.S. fann ekki tölur yfir assists hjá Alonso hjá Liverpool á þessum tveimur árum sem ég tók fyrir en heildartalan er 40, þ.e. að meðaltali 8 á tímabili. Leikmaður eins og Alonso verður þó seint dæmdur af þessum tveimur tölfræðiþáttum, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því. Að komast samt að þeirri niðurstöðu að Rafa hafi ekki metið hann sem leikmann er eins og áður sagði ekki einu sinni þess virði að tala um.

  45. Ég bið aðdáendur Hannesar Hafstein, og aðra ljóðaunnendur, innilega afsökunar hafi ég misboðið þeim með að hafa fundið ljóðið áður en Hannes gamli týndi því.

  46. Allir bíða spenntir hèr
    Eftir þvi hvert Gylfi fer
    Hættu þessu bulli nú
    Þetta er alveg út úr kú

    Við munum standa þèr við hlið
    Eftir þessa löngu bið
    Ef þú bara velur rautt
    þà er fucking màlið dautt…

    Langaði bara að vera með i ljóða ruglinu….. þetta var fyrsta og siðasta ljoðið sem eg hef samið ef ljoð skildi kallast en verdur maður ekki að reyna allt sem hægt er. Annars er eg bara farinn að gratbiðja guð um svar i allra leiðinlegustu og verstu felagsskipta sögu sem við pullarar hofum kynnst… þetta er að heltaka mann þessi gylfa saga….

  47. Eftir hverju ætli sé verið að bíða ?

    Á að tilkynna AVB fyrst og svo kemur Gylfi til þeirra

    Eru Liverpool menn að hækka boðið og ennþá verið að semja ?

    Mér finnst þetta orðið ansi langdregið og leiðinlegt, af hverju koma menn ekki bara fram og segja að Spurs eða LFC séu í viðræðum. Það heyrist ekkert Gylfa meginn.

  48. Alonso hress? Mer finnst nu okkar maður pepe reina alltaf lang hressastur þegar spænska landsliðið kemur heim með hvern bikarinn a fætur oðrum

  49. Pepe er greinilega stórkostlegur karakter og við sem höfum verið í hópíþróttum vitum hvað svona týpur eru mikilvægar. Vonandi mun hann ná sínu flugi á ný með Liverpool undir stjórn BR.

  50. Brynjar Ingi Erluson ?@brynjarerluson

    Rumours that Sigurdsson has been spotted at Hilton Hotel in Liverpool. We have heard hotel rumours for years, why believe them now?

  51. Ég hef dvalið á Hilton og get staðfest! Að það er gott að vera þar 🙂

  52. Þetta innlegg Guderians er góð, menningarleg og fyndin viðbót við þennan þráð. Tengingin við Hannes er svo augljós að það þarf ekki að nefna hana. Enda er það alsiða meðal menntaða manna að vitna í fræg kvæði eða málshætti með því að breyta innihaldinu örlítið, án þess að geta heimilda – svo lengi sem viðkomandi kvæði sé mjög vel þekkt, eins og á klárlega við hér.

  53. Virkilega góð grein um Gerrard sem ég algjörlega sammála
    http://www.kopsource.com/why-its-time-for-steven-gerrard-to-take-a-step-back/

    Væri svo virkilega gaman að sjá Gylfa fyrir framan Gerrard á miðjunni og myndi nú halda að það væri ansi gaman fyrir Gylfa sjálfan og myndi auðvelda honum töluvert að ná sínu besta fram.
    En það verður allaveganna gaman að sjá Gylfa spila á næsta tímabili hvort sem það verður fyrir Liverpool eða Tottenham.

  54. Viðar Skjóldal ég held að hann sé að meina Hemma Gunn hress á milli leikja en ekki Hemma Gunn hress í útvarpi eða á tali.

  55. @ Sævar Sig

    58

    Brynjar Ingi Erluson ?@brynjarerluson
    Gylfi was in Iceland today, just to kill this Hilton trending stuff. #Sigurdsson

    Alltaf sömu leiðindin, þetta er búið að vera eins og í rússabana ferð síðustu dagar. Maður er upp og niður í skapinu alveg að verða gráhærðu og nú þegar búinn að ofnota F5 takkann það mikið að stafirnir farnir að hverfa….Get ekki beðið með þolinmæði lengur!

  56. Nr. 63

    Þessi https://twitter.com/#!/Arlarse sem er nú léttur á því póstaði þessu með Gylfa og Hilton á twitter og var svo skelfilega augljóslega að grínast að það er FÁRÁNLEGT hvað þessi rumor náði að breiðast hratt út og sýnir hvað þetta twitter líf getur verið brenglað séu menn trúgjarnir.

  57. Gylfi verður tilkynntur 4 júlí sem leikmaður Tottenham!! sáuð það fyrst hér!!

  58. Mig grunar thad sitji i gylfa, ad ef hann fari i spurs og gangi vel, tha eigi hann moguleika a ad enda hja manure (sem hann heldur med – hann er bara 21 ars gamall fra islandi og thvi liklega med sterkar skodanir a uppahaldslidi i enska)!? Nu eda ef honum var bodid somu laun og i wales!?

  59. FANN ÞETTA NÚNA Í MORGUNN!

    Brendan Rodgers interview on moments ago just been listening to it on Talk Sport this what he have said.

    “Possession is no good on its own, it has to be with penetration which is what we’ll be looking to bring here, Spain had that.”

    “You want to limit the opponents chances, I think LFC were unlucky last year, defensively they were strong, we’ll look to improve on that.”

    “Liverpool is the perfect club for me, the fans have footballing intelligence.”

    “I’ve been inspired, it’s a real footballing institution. I’m surrounded by history, I embrace that, it’s no way intimidating, I’m just looking forward to making my own history.”

    Transfers

    “I keep my own council and that’s a Liverpool way, I’m looking forward to bringing in 3/4 players that can improve the group, I read players linked every day, it’s hard for supporters because agents link players. The reality is there are very few players that can really improve us.”

    On Suarez rumours: “Luis is looking forward to being here, we’re hoping to get him onto a new contract.”

    NICE

    AVANTI LIVERPOOL – ROGERS – L F C 4 L I F E

  60. Mér finnst þetta silly season alls ekki eins slæmt og síðasta alvöru season. Það er miklu skárra að bíða eftir því hvort hinn eða þessi komi eða komi ekki, en að horfa á Liverpool tapa, gera jafntefli, tapa, gera jafntefli, tapa… Það er “silly season”.

  61. @ #66 – Vá hvað síðustu dagar hefðu verið miklu einfaldari fyrir alla Liverpool stuðningsmenn ef bara Gylfi hefði haldið með réttu liði sem barn..
    Þetta trúlega snýst allt um það að Gylfi geti endað hjá manure að lokum 😉

    Svo er það skiljanlegt ef satt reynist að Liverpool hafi boðið Gylfa sömu launatölu og hann var búinn að samþykkja hjá swansea og átti bara eftir að fara í læknisskoðun..
    En svo kemur Tottenham og bíður betur… þá þarf Liverpool bara að jafna ef þeir vilja eiga séns.. ekkert flókið. Sjáum til hvað gerist í dag eða á morgun

  62. Ég er búinn að sætta mig við að Gylfi fari til Spurs. En ef hann vill koma mér skemmtilega á óvart og koma til okkar þá væri ég hæstánægður með það, en það væri bara langsóttur bónus.

    Nýjasta raunhæfa nafnið í umræðunni er Steven Davis á frjálsri sölu frá þrotabúi Glasgow Rangers. Hefur alltaf verið ágætis leikmaður, kraftur og karakter í honum enda fyrirliði Rangers og hampað nokkrum titlum þar. Er 27 ára, samlandi Rodgers frá N.Írlandi og uppalinn hjá Aston Villa. Væri fín varaskeifa fyrir Lucas og þá væri hægt að selja Spearing og nota þann pening í að kaupa aðra. Er á viðráðanlegum launum (28k p/w) nema að hann gerist gráðugur.

    Margt vitlausara og fjarstæðukenndara en að fá þennan gaur á frjálsri sölu sem varaskeifu fyrir okkur.

  63. Ég held bara að það hafi ekkert breyst í þessu máli frá því þessi frétt birtist á föstudaginn

    http://www1.skysports.com/football/news/11661/7851518/Spurs-set-to-land-Sigurdsson

    Þarna tala þeir um að þetta verði klárað í þessari viku, og það stendur bara held ég. Liverpool eru ekki komnir inni í þetta aftur held ég. Gylfi er ekkert að hugsa málið. Þetta er er bara allt klárt, hann fer til Tottenham. Ástæðan fyrir því að það er ekki búið að tilkynna hann sem leikmann Tottenham er eflaust sú að það er verið að reyna að klára málin varðandi AVB svo það sé hægt að tilkynna þá saman. Eða mig grunar það. Þeim liggur svosem ekkert á.

    Ég held að menn geti verið alveg rólegir á refresh takkanum. Við erum ekki að fara að sjá fréttir um að Gylfi sé á leið til Liverpool. Við misstum af honum því miður.

  64. Ég held að menn ættu nú bara að slaka á enda hefur þetta sumar verið það besta á leikmannamarkaðnum samanborið við síðustu sumur.

    Sumarið 2011: Henderson, Adam, Downing, Enrique. Samtals 49,3 milljónir punda.

    Sumarið 2010: B. Jones, P. Konchesky, Meireles, J. Cole, M. Jovanovic, C. Poulsen, D. Wilson. Samtals 23,3 milljónir punda.

    Vissulega má deila um upphæðir og hvort að viðkomandi leikmenn eigi eftir að springa út en dæmt af frammistöðu ofangreindra leikmanna á síðustu tveimur leiktíðum þá má alveg færa rök fyrir því að liðið hefur gert færri mistök á leikmannamarkaðnum í sumar en undanfarin ár.

  65. Örugglega alveg rétt hjá Halla hér að ofan, Gylfi fer til Tottenham.

    En ég skil piltinn mjög vel.

    Hærri Laun
    London
    Stærri klúbbur ( þeas betri í fótbolta )

    Ég er hinsvegar bara sáttur við það, eigum nóg að efnilegum og góðum mönnum í stöðu Gylfa.

  66. Ég held að hvorki Sky eða aðrir miðlar viti nokkuð um þetta mál og að Liverpool sé bara alveg inni í myndinni ennþá. Það virðast allir miðlar tala með rassgatinu þegar kemur að þessu máli. Greinin sem #72 vitnar í segir að Gylfi hafi staðist læknisskoðun en það virðist engin geta staðfest að Gylfi hafi verið annarsstaðar en á Íslandi þegar þessi skoðun átti að hafa farið fram og það virðist ekkert vera víst að AVB sé að semja við Spurs. Það hlýtur svo að vera mikið umhugsunarefni fyrir Gylfa að velja Spurs ef AVB verður stjóri þar á meðan hann veit nákvæmlega að hverju hann gengur hjá Liverpool og Rodgers.

    Það hefur ekkert heyrst um þetta frá Liverpool, Tottenham eða frá Gylfa sjálfum og á meðan svo er held ég að þetta sé allt opið og alveg eins líklegt að Gylfi velji Liverpool eins og Spurs.

  67. Sko sky er búið að vera lengi öruggir á því að Gylfi fari til Tottenham,ef þeir hafa svo rangt fyrir sér og hann endar hjá okkur mun sky ekki vera traustur miðill lengur og lítið tekið mark á þeim.

    Held við verðum að sætta okkur við það að hann hafi valið Tottenham….

  68. Hvernig getið þið samt staðhæft eitthvað sem þið hafið núll vit á. Gef ykkur nokkur dæmi. A. Faðir hans segir að allar þessar sögur með peningagræðgi og yari yari yari er kjaftæði. B. Gylfi var á láni hjá Swansea til 1.júlí og því ekki hægt að skrifa undir neitt né klára ganga frá neinu. C.Gylfi er búinn að segja að ástæðan hann gekk ekki frá samningum við Swansea var útaf þeir voru stjóralausir og miklar getspár í loftinu D. Sky segir að hann sé búinn í medical og allt sé klárt ( hvað var hann þá að gera í golfmóti á Íslandi á laugardaginn) Varla flaug hann aftur til íslands til að spila þar.
    Minn fýlingur í þessu öllu saman er að býða rólegur (reyna það amk) og trúa því að hann skrifi undir hjá Liverpool, Tottenham er bara svo starnfræðillega EKKI stærra félag en Liverpool ( hvað eru þeir búnir að afreka meira en l.pool siðsl 30 ár) Strákar hættið þessari minnimáttarkend og róið ykkur aðeins niður, ekki tek ég amk. mikið mark á þessum Tottenham fréttum.

  69. 78#
    Ég skirfaði ég held,alls ekki að stressa mig eða fullirða neitt ,einnig tel ég ekki Gylfa vera bara elta peninga heldur hvað honum finnst meira spennandi verkefni.

    En ég vona að þú hafir rétt fyrir þér og hann verður okkar maður á næsta tímabili 🙂

  70. A: Held það sé full djúpt tekið í árinni að tala um peningagræðgi, meira svona að hámarka samning. Auðvitað segir faðir hans að þetta sé allt kjaftæði, bjóst einhver við öðru hvernig svo sem málin snúa?

    B: Rétt

    C: Held reyndar að allt hafi verið frágengið, nema undirskriftin, en ný og meira spennandi félög sneru honum að sjálfsögðu. Auðvitað vilja menn sjá allt sem í boði er hverju sinni. Maður er bara mest hissa á því af hverju Spurs voru ekki komnir fyrr inn með boð fyrst þeir voru svona áhugasamir. En það er allavega orðið skýrt að hann fer þangað.

    D: Hann var úti í London dagana fyrir þá helgi og fór í pre-læknisskoðun, það er hægt að setja menn í slíkt um leið og menn hafa fengið leyfi frá núverandi félagi til að ræða við viðkomandi leikmann. Sé ekki af hverju það ætti að draga það í efa að hann sé búinn að fara í gegnum skoðun þar.

    En mikið er nú samt gott að þetta mál skuli vera orðið komið á hreint og menn geti farið að snúa sér að öðrum hlutum.

  71. Sammála Steina og eins og ég hef áður sagt, áhugi Liverpool hefur bara einfaldlega ekki verið nægur. Ekki eins mikill og Spurs a.m.k.

    Hef nákvæmlega enga trú á því að þetta snúist um að hann er United maður eða eitthvað í þá áttina heldur bara laun/samning fyrst og fremst og það fer nú lang oftast þannig held ég að það lið sem bíður upp á meiri laun fær leikmanninn. Auðvitað skiptir framtíðarsýn liðsins og mögulegur spilatími, staðsetning o.fl. líka máli en ég kaupi það illa að Spurs með AVB sé eitthvað meira heillandi heldur en Liverpool með Rodgers (í augum Gylfa).

    Setjum þetta svona upp, ef Liverpool er að bjóða 30.þús pund á viku og Spurs 45.þús þá er þetta bara no brainer fyrir Gylfa sem hefur síður en svo taugar til Liverpool frekar en Spurs. Svona virkar þetta bara í dag og það á ekkert bara við um fótboltann. ATH gef mér bara einhverjar tölur, veit ekkert frekar en aðrir hvaða upphæðir verið er að tala um.

    Fínt að þetta er (nánast) endanlega komið á hreint þó það hafi virst vera það undanfarna daga og gangi honum sem skítsæmilegast hjá Spurs.

    Hlakka til að sjá hvað LFC ætlar sér að gera á markaðnum. Linkar við leikmenn eins og Davis, Davies, Moses o.s.frv. heilla mig ákaflega lítið og ég vona að markið sé sett öllu vel hærra en það.

  72. Babu, ofl. Þú segir að áhuginn sé ekki nægilega mikill fyrir Gylfa. Ég neita hreinlega að trúa því að Liverpool sé tilbúið til að láta 13 milljónir fyrir hann en ekki 15. Ég bara trúi því ekki.

    Kaupverð: 8,2 milljónir punda

    Laun í þrjú ár á 30.000 pund á viku: 4,7 milljónir

    Laun í þrjú ár á 45.000 pund á viku: 7,0 milljónir

    Bónusar og annað sambærilegt á milli samninga.

    30.000 pund á viku er þá 12,9 milljónir punda á þremur árum (kaupverð+laun)
    45.000 pund á viku er þá 15,2 milljónir punda á þremur árum (kaupverð+laun)

    (Ath: Tölur eru bara svona af því Babu gaf sér þær, hægt að reikna þetta með hærri tölum og þá er þetta auðvitað aðeins öðruvísi)

    Og, BR hefur opinberlega lýst yfir áhuga á honum og þannig staðfest að hann vilji fá hann. Hann hlýtur því að vera ofarlega á óskalistanum, hvað sem okkur finnst um það.

    Ég endurtek að fyrir mér snýst þetta ekki um Gylfa sjálfan, þessi leikmaður í dæmi sem ég tek má alveg heita X þessvegna. En ég trúi því bara ekki að þetta hafi verið komið svo langt að allir (BBC ofl) hafi verið búnir að staðfest að hann væri á leið til LFC, en svo er bakkað út á síðustu stundu.

    Lyktar þetta í alvöru ekki fyrir þér (ef þetta er þá svona :)) að við séum að láta transfer target sem er ofarlega á lista renna okkur úr greipum? A la Benítez?

  73. Nr. 82
    Góður punktur og svosem hægt að horfa á þetta svona. Ég er bara nokkuð sannfærður (kannski bara svona einfaldur) að trúa því að ef Liverpool langaði virkilega í Gylfa Sig. Þá meina ég að ef Brendan Rodgers setti höfuð áherslu á að fá Gylfa Sig “sama hvað” hann kostar þá myndi FSG alveg bakka það upp. Held einfaldlega að hann hafi verið góður kostur fyrir ákveðið budget en ekki eins heillandi ef það budget er sprungið. Horfi a.m.k. á það þannig að ef Spurs er að bjóða 15-20 þús pund meira á viku þá er áhugi þeirra meiri en okkar. Sérstaklega meðan við eigum ansi marga leikmenn núna á launaskrá sem leysa sama eða svipað hlutverk.

    En ef við kaupum enga leikmenn í þessum mánuði og förum í það að veikja hópinn (a la Benitez tíminn) þá skal ég sko heldur betur taka undir með þér/ykkur og fer að hafa áhuggjur af því að LFC “geti ekki” keppt við Spurs í launum.

    Finnst allt of snemmt að örvænta strax þó við höfum misst af Gylfa Sig, sérstaklega eftir síðasta sumar þar sem mér fannst FSG sýna að þeir geta alveg keppt um leikmenn.

    Hvað þá þegar Rodgers kemur bara nokkur ferskur í viðtöl (í dag) og segir að félagið muni reyna að kaupa 3-4 leikmenn sem styrkja hópinn, verið sé að smíða nýja samninga fyrir okkar bestu menn og þeir séu spenntir fyrir framtíðinni.

  74. Sammála að mestu. Eina sem ég er ekki viss um er að það sé ekki hægt að hækka þetta budget um þetta “lítinn” pening.

    Svo veit maður ekki hversu mikið umboðsmaðurinn er að keyra þetta upp osfv.

    Ítreka bara að þetta snýst ekki um Gylfa, heldur leikmannakaup almennt 🙂 Þ.e, að ef eigendurnir bakka BR ekki alveg upp er það áhyggjuefni, þegar um svona “litlar” upphæðir er að ræða (ég er semsagt ekki að segja að það væri áhyggjuefni að þeir vildu ekki leyfa BR að kaupa nokkra menn á 20 milljón pund hver).

    Kannski horfa þeir líka á að við erum enn með Aquilani og Cole og þeir vilja ekki taka annan mann inn núna.

    Annars varðandi þá, og erfiðleika með að selja. Ég man í gömlu góðu CM dagana þegar maður releasaði einhvern leikmann og borgaði compensation fyrir það. Stundum er það betra. Segjum td að Liverpool sé að reyna að selja Cole, en það takist ekki vegna launakrafna. Semsagt, nóg af liðum sem eru tilbúin til að borga td 3 milljónir punda fyrir hann, en Cole myndi græða meira (peningalega séð) á að sitja á bekknum hjá Liverpool.

    Hvort er betra að hafa hann í eitt ár, borga honum 5,2 milljónir punda á þessu ári (miðað við að hann fái 100.000 pund á viku) og nota hann lítið, og missa hann svo frítt næsta sumar – eða borga honum 2 milljónir cash til að losna við hann og nota 3 milljónir punda til að borga leikmanni X laun, leikmanni sem er yngri og myndi spila meira?

    Þannig myndum við í raun ekki græða neitt, en við myndum samt spara (vonandi, að því gefu að leikmaðurinn sem kæmi í staðinn myndi standa sig betur en Cole, en maður veit það auðvitað aldrei).

    Léttar vangavelturm enda ekki hálfur að nenna að vinna 🙂

  75. AVB er allavega orðin stjóri Tottenham, staðfest! Það virðist allt benda til þess að Gylfi verði hans fyrstu kaup, samkvæmt flest öllum miðlum.

  76. Já Ísak, það er nú nokkuð ljóst og búið að vera nokkuð lengi, að Gylfi fer til Tottenham.

Roy Hodgson. Ekki svo slæmur? (annar hluti)

Rodgers tjáir sig – opinn þráður