Roy Hodgson. Ekki svo slæmur? (annar hluti)

Í fyrra var verið að steggja mig og vinir mínir skrifuðu inná þessa síðu lofræðu um Roy Hodgson, sem að menn áttuðu sig á endanum á að væri djók: Roy Hodgson. Ekki svo slæmur?

Síðan þá hefur Hodgson verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins og fór með þá á EM þar sem þeir unnu Úkraínu og Svíþjóð og spiluðu almennt séð ferlegan fótbolta, sérstaklega í leiknum þar sem þeir duttu út gegn Ítölum. Hefði Capello stjórnað liði sem væri yfirspilað svona af Ítölum þá hefði hann verið tekinn af lífi.

En það gerist ekki með Uncle Roy. Hann er dýrkaður og dáður af ensku pressunni og svo virðist sem að ekkert sem gerðist á EM hafi fengið þá til að efast um hæfileika hans.

Toppurinn held ég að sé þessi grein eftir Henry Winter: England manager Roy Hodgson has restored pride and won over fans. Þessi grein er svo stjarnfræðilega fáránleg að það er varla hægt að merkja mikinn mun á henni og færslunni sem að vinir mínir skrifuðu í gríni um Hodgson.

Þetta er einfalt. Enska pressan á það skilið að Roy Hodgson sé landsliðsþjálfari þeirra. En það eru ekki nokkrar líkur á að þetta enska landslið muni fara langt á stórmótum undir stjórn Roy Hodgson.

134 Comments

  1. Ég þakka guði fyrir að hann er með enska landsliðið, en ekki Liverpool. 🙂

  2. Það var nú ekki annað hægt en að skella upp úr þegar maður kom inn á síðuna og sá þessa fyrirsögn. Datt strax í hug að það væri verið að steggja þig aftur. Vonandi helst þér samt betur á konunni þinni en svo að þú sért að gifta þig 2x á 12 mánaða tíma.

    Er alveg sammála þér með pressuna og bullið í henni gagnvart Roy H. Var í morgun að hlusta á podkastið hjá Anfield Wrap http://www.theanfieldwrap.com/ þar sem þeir fóru vel í landsliðsmál sín. Það að Roy fékk 4 ára samning er sennilega eitthvað það mesta djók (fyrir utan Suarez málið) sem FA batterýið hefur gert. Farging Asholes hlýtur það að standa fyrir.

    Annars var þetta alveg ágætt fyrir okkur púlara að ENG komst ekki lengra en raun bar vitni. Þá fáum við okkar menn þaðan fyrr heim í hvíld.

  3. Þetta er alveg magnað fyrirbæri, honum hefur tekist að skrúfa svo niður væntingar að þessar stjörnur í liðinu, pressan og FA trúa því að þeir séu álíka góðr og Finnland og þetta hafi bara verið stórkostlegur árangur, miðað við aðstæður.

    Hann leggur upp með sama gamla “Park The Bus” leikskipulag og hefur virkað svo vel hjá honum með WBA og fleri “smá” klúbbum, nema núna er hann með lið sem á að vera eitt af bestu landsliðum heims. Þetta lið hann rétt slefar í 37% possession og eru í raun spilaðir sundur og saman og FA menn eru bara dús með það.

    Jú jú, hann komst upp úr riðlinum, en reyndar með var það mjög tæpt og þeir langt frá því betri aðilin í neinum leik. En ég held því nú fram að hvaða asni sem er ætti að ná því. Sem betur fer fóru Ítalir áfram verðskuldað, það var í raun sigur fyrir fótboltan í heild sinni.

    Hann reyndi þetta sama trix með Liverpool en Liverpool aðdáendur láta ekki bjóða sér svona lagað.

  4. Tiki taka og Rodgers ftw!!

    Það er unun að horfa á spænska landsliðið, stöðugleikinn í úrslitum sem þeir ná er rosalegur. Misstíga sig varla.

    Á meðan boltinn sem Roy spilar er gamaldags, leiðinlegur og heppni ræður úrslitum leikja.

  5. Langbesta síðan til að fá aftur trú á mannkyninu eftir svona söng um Hodgson (eins og heyrist ótrúlega víða) er á þessari síðu. Tomkins kom með góða grein um hann sem ég mæli mikið með:

    England, He’s Yours. You’re Welcome.
    http://tomkinstimes.com/2012/06/england-hes-yours-youre-welcome/

    Við þessa grein varð þó nokkur umræða (áskrifendur geta séð það), kaldhæðin og fyndin á köflum en eitt commentið var svo gott að þeir gerðu aðra færslu út frá því og það er opið öllum:

    The Great Roy Hodgson and the Lazy Arabs
    http://tomkinstimes.com/2012/06/the-great-roy-hodgson-and-the-lazy-arabs/

    Fræknir sigrar á Úkraínu og Svíþjóð minna mig afskaplega mikið á famous sigur á liðum eins og Bolton og formidable challenge eins og Northamton! En meðan stuðningsmenn Englands eru ánægðir með hann og fyllast stolti yfir spilamennsku liðsins er mér svo sem sama, verði þeim að góðu.

  6. Ha? Ef vítið hjá Young hefði farið þversláin inn hefði England verið að spila í dag … og árangur Hodgson framar vonum. Er einhver lifandi vegur að fá menn til að skilja að vandi Liverpool liggur ekki hjá þjálfurum liðsins … og lausnin ekki ekki í því að ráða endalaust nýja??

  7. Vesen Hodgson með England er annað en hjá LFC.

    Enska landsliðið hefur bara alltaf spilað stórkarlabolta síðan að Sir Bobby Robson heitinn var með þá, Venables ágætur til að byrja með en eftir það hefur verið farið í það horf. Líka hjá Erikson og Capello. Lélegasta enska liðið held ég að hafi verið í S.Afríku 2010 sem var húðstrýkt af Þjóðverjum eftir ÖMURLEGA frammistöðu í riðli.

    Svo ólíkt hjá LFC þá eru aðdáendur enska landsliðsins glaðir ef þeir vinna leiki og alveg til í að vera bara í vörn!

    Hins vegar er Hodgson fæddur Englendingur og því má líkja innkomu hans í enska landsliðið við þegar hann kom til LFC eftir Houllier og Benitez og fyrir það eitt að vera Englendingur þá fær hann meiri séns hjá öllum. Látið bara einhvern af þeim Íslendingum sem spilað hafa í enska boltanum segja ykkur hvernig það virkar. Hlustaði á Gauja Þórðar stuttu eftir Stoke ævintýrið og það var verulega fróðlegt. Ef að Capello hefði tapað, hvað þá fyrir Ítölum þá hefði hann verið húðstrýktur í blöðunum en nú hefur Roy “restored pride” hjá þjóðinni eftir Capello.

    WHAT? Og svo eru sumir sem trúa og treysta þessum fjölmiðlum, það bara skil ég ekki á neinn hátt.

    Hodgson er ekki vondur maður, að manni skilst bæði hjá þeim sem hafa leikið hjá honum og enski landsliðshópurinn núna taldi andrúmsloftið á EM 2012 það besta á stórmóti. Hann tók djarfa ákvörðun að skilja Ferdinand eftir og fá fýlubombur þaðan, sem og að taka Kelly inn og ganga framhjá Richards í fýlu. Hann gerði líka rétt í því að flagga fyrirliðanum með sér hvar sem var og henda honum inn í hringiðuna með sér, Capello og hvað þá Erikson (nenni ekki að ræða um Pearce) voru á allt annarri nótu, fjarlægir liðinu og leikmönnunum. Nokkuð sem ekki er það sem Bretar fíla, m.a. aðalástæða þess að Mourinho virkaði svo vel hjá Chelsea en Vilas Boas floppaði.

    Svo hann gerði margt rétt utan vallar og í aðdragandanum. Leikstíll hans og aðkoma að leiknum verður aldrei nokkuð sem ég hef gaman af, en vonandi verður umræðan í Englandi nú til þess að þeir átta sig á því að til að eignast alvöru sóknartýpur þurfa stóru liðin að taka þátt í að ala þær upp. Ef við skoðum topp sex liðin í Englandi (geymum okkur) þá má segja að aðeins einn maður sé í lykilhlutverki síns liðs sem er gjaldgengur í enskt landslið, Shrek karlinn. Wellbeck mun væntanlega fá það hlutverk nú fljótlega og sennilega Chamberlain.

    En á meðan að bestu lið Englands leggja ábyrgð á sóknarleik sínum á herðar Aguero, Balotelli, Tevez, Silva, Nani, Van Persie, Drogba, Torres, Mata, Malouda, Ba, Cissé, Van der Vaart, Adebayor og Hernandez þá mun enska landsliðið aldrei vinna stórmót.

    Hvernig á að breyta því? Reglurnar um heimamennina eru settar til þess og okkar lið er vissulega jafnvel of mikið að taka þátt í þeim, United virðast ætla að fylgja þeirri línu og Spurs eru líka að reyna. En þá kemur alltaf að því að það er líka hægt að kaupa fullkomlega tilbúna leikmenn annarra þjóða og þeir koma þér langt í nútímanum og keppnum hans.

    Vandi Englands er vissulega leiðinlegur leikstíll þjálfarans en hann er þó ekkert ef skoðað er hæfileikaskortur í sóknarleik enskra. Maður heyrir núna menn tala um að Raheem Sterling eigi að verða í lykilhlutverki með Chamberlain á HM 2014 – eftir tvö ár!!!

    Come on…

  8. Spurning hversu mikið er við greyið Roy að sakast …. menn gera ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít !

  9. The Great Roy Hodgson and the Lazy Arabs, þessi pistill er meistarastykki.

  10. Hossi segir í athugasemd #7

    Er einhver lifandi vegur að fá menn til að skilja að vandi Liverpool liggur ekki hjá þjálfurum liðsins … og lausnin ekki ekki í því að ráða endalaust nýja??

    Trausti Trausta segir í athugasemd #10

    menn gera ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít !

    Ég er sammála þessu í einu og öllu.

  11. Til að útskýra enska þjóðarsál og afhverju þeir dá Hodgson svona undarlega mikið segi ég eftirfarandi;
    “Englendingar dýrka lúsera og keppnisfólk sem tapar með sæmd og glæsileika.”

    Hodgson er alltaf vel klæddur, kemur fram vel máli farinn eins og vinalegur afi, lætur menn syngja þjóðsönginn fyrir leiki, gerir sitt besta, spilar passívt og lætur leikmenn hlaupa sig ofan í jörðina fyrir land og þjóð. Á meðan Evrópa sér hann sem Mike Bassett sjá Englendingar mann sem gefur þeim þjóðarstolt og trú á að landsliðsþjálfarinn sé einn af fólkinu og skilji sorgir þess.

    Þetta er m.a. afhverju Gordon Banks er þjóðhetja í þeirra landi og að þessi varsla hans gegn Pele á HM 1970 er að þeirra mati sú langbesta allra tíma. http://www.youtube.com/watch?v=DwvjRcrAKs0
    Að vera markvörður er þessi passíva “last line of defence” staða. Þegar allt annað þrýtur er það hinn sanni Englendingur sem sér til þess að liðið tapar ekki enn stærra og menn sameinast um. Á meðan þeir hafa einhvern fallegan lúser þurfa þeir ekki að líta í eigin barm og hugsa um sýna misbresti og agaleysi. Fólk eins og Banks og Hodgson eru þeirra Jesús Kristur. Menn sem taka á sig syndir lýðsins í yfirstéttarlandi sem er kaþólskara en páfinn.

    Á mjög líkan hátt og Íslendingar elska að karpa og rífast endalaust um aukaatriði án þess að komast að neinni niðurstöðu þá elska Englendingar að keppa í alþjóðlegum keppnum án þess að vinna. Innbyggð minnimáttarkennd og heimsveldis sjálfsvorkunn er bara gróin föst inní þjóðarsálina. Þessvegna tæta fjölmiðlar liðið algerlega í sig fyrir stórkeppnir og gefa engan vinnufrið, innst inni vilja þeir ekki að liðið vinni.

  12. Vonandi sýnir þetta leikmönnunum hvað þeir eru heppnir að vera með góðan þjálfara í Liverpool eins og gerðist þegar Dalglish tók við. Þá spiluðu þeir sko eins og menn. Með Hodgson sem þjálfara englands verða þeir stöðugt minntir á þetta og vonandi vinnum við bara deildina. 😀

  13. Úr The great Roy Hogdson and the lazy Arabs

    “It goes on to explain that the best performing nations in the World Cup are always those from the five main footballing powerhouses of mainland Europe: Sweden, Finland, Denmark, Norway and Austria. It is those countries where Roy proved himself over and over and over again. It’s not something you just forget overnight.

    Hvaða bjáni gleymir svona árangri? Ég man sérstaklega eftir frábæra árangri hans með Örebro og Malmö, þrátt fyrir að hafa verið í kúlunum á föður mínum.

    og

    “Roy had the perfect gameplan. Oxlaide-Chamberlain had been especially brought into the squad following the schooling he gave Pirlo and Ambrosini when Arsenal beat Milan. Both players were anonymous in that game and went missing. Sadly, the Ox since conned Roy by doing nothing in the other games, forcing him to drop him, and allowing Pirlo to run the game, unimpeded by his arch nemesis from the Emirates.”

    The Ox vs Pirlo úr leik Arsenal og Milan telst klárlega sem eitt besta einvígi í sögu knattspyrnunnar.

  14. Ég hló af fyrirsögninni. En sá svo að þetta væri grín. Algjör sorpþjálfari fyrir stóru liðin, algjör veira!

  15. Voðalega eru menn bitrir út í mannin, það nær ekki nokkurri átt!!

    Menn gleyma kannski afhverju Enskir “voru” svona lélegir, voru ekki hvað 8 leikmenn frá Liverpool í hópnum? Vissulega sökin hans Roy að velja þá, en maður spyr sig hversskonar rusl af leikmönnum Liverpool er að framleiða fyrir þá enska?

    En menn verða líka að taka inn í dæmið að Liverpool staðan og staðan hjá Enska landsliðinu eru ekki þær eftirsóknarverðustu á meðal toppþjálfara… þetta eru bæði lið í miðlungsklassa (ekki meint til að vera með leiðindi!)….

    En það er líka svakalega kaldhæðni hérna, meðan menn kvarta yfir að enskir gagnrýni ekki og kvarti yfir Roy (hans árangri og leikskipulagi) þá að sama skapi kvörtuðu engir Liverpool menn yfir Kenny Dalglish þrátt fyrir að hann drullaði upp á bak með liðið…. Hræsnarar!

  16. Virkilega skildu Lesning um Roy Hodgson:
    http://tomkinstimes.com/2012/06/the-great-roy-hodgson-and-the-lazy-arabs/
    Quotes frá þessar frábæri pistli:

    Paul, when you were still in short trousers Roy was being thoroughly debriefed by the likes of Don Howe, Wilf Ramsbottom, Charles Hughes and Wing Commander Sir Godfrey Chesinghurst of the Old Etonians 11th Brigadiers. Those Uefa technical conferences that Roy attends with his pal Gerard Houllier are not just open to anyone you know. Andy Roxburgh also went to the one in ’89 in Vienna, and Bobby Gould went to the one the year after in Reykjavik.

    Sem Íslendingur er stoltur að Reykjavík var vitnað í þessari grein 🙂

    Annað flott quote:

    .He achieved the impossible. He made all proud Englishmen dream. He made football a thing of beauty again and reminded us of why we love the game. He made it fun again. Two banks of four, edge of the area, get fucking rid, just fucking launch it.

    What man Roy Hodgson er að hafa látið Englendinga dreyma aftur um Fallega fótbolta 🙂

  17. Ég legg ekki í þessa Henry Winter grein, fyrir utan að upprunalega greinin á kop.is var örugglega betur skrifuð. Hinsvegar er ‘Lazy Arabs’ með því fyndara sem ég hef lesið lengi. Sérstaklega þetta:

    He left with his head held high by walking away after being sacked.

  18. Ég verð að segja að Jamie nokkur Carragher kom mér á óvart með þessari grein. Mér finnst þetta nokkuð nákvæm lýsing á vanda enska landsliðsins.

  19. Sæll eigum við að ræða þennan Balotelli hann sprengir sennilega sjálfssálfræðiprófið sem Bendtner sprengdi um daginn.Sjáfstraustið í botni

  20. Ef Pirlo er ekki með 90 í einkunn í FIFA 13 þá er það skandall ársins! Þvílíkur leikmaður !

  21. “Þetta er einfalt. Enska pressan á það skilið að Roy Hodgson sé landsliðsþjálfari þeirra. En það eru ekki nokkrar líkur á að þetta enska landslið muni fara langt á stórmótum undir stjórn Roy Hodgson.”

    Englendingar hafa einu sinni unnið HM (á heimavelli).

    Englendingar hafa tvisvar komist í undanúrslit HM.

    Englendingar hafa að ég held einu sinni komist í undanúrslit EM (á heimavelli).

    Þeir hafa sjaldan verið í fremstu röð og eru í dag langt á eftir bestu liðunum. Það þarf engan Roy Hodgson til þess að sanna þessa tilgátu.

    Staðreyndin er sú að England vann sinn riðil og komst í vítaspyrnukeppni gegn firnasterkum Ítölum. Er nokkuð að því?

  22. Pirlo ótrúlegur. Balotelli tekið lyfin sín í dag. Sanngjörn úrslit. Liggur við að maður endurskoði hvursu lélegir enskir eru eftir þennan leik Ítala við Þjóðverja.

  23. Ekkert að því Makkarinn. Menn eru víst bara ekki menn með mönnum hér inni nema þeir hati Hodgson og rakki hann niður við hvert tækifæri, jafn barnalegt og það er.

  24. Aðeins Snillingur segir svona:

    “When I score I don’t celebrate, because I’m doing my job,” he announced on the eve of this semi-final against Italy. “When the postman delivers your letter, does he celebrate?”

    Sönnun:)

  25. Hvet ykkur til að lesa greinina hans Carragher. Virkilega vel skrifuð grein og – spot on. Bendir réttilega á að þjálfari býr ekkki til stjörnuleikmann … eða stjörnulið. Ef einhver heldur að annar þjálfari hafi getað fengið þetta lið til að spila sambabolta er sá hinn sami á miklum villigötum.

  26. Skil ekki þetta hatur ykkar á Roy. Hann var nú besti stjóri deildarinnar liggur við er hann tók við LFC. Skjótt skipast veður í lofti.

  27. Finnst þetta fáranleg færsla hjá ykkur með Hogdson!

    Finnst ykkur England virkilega vera betra en það að eiga komast lengra en í 8-liða úrslit á EM og það alla leið í vítaspyrnukeppni?

    Skil ekki alla þá gagnrýni sem enska landsliðið er að fá.. Vissulega ekki skemmtilegur fótbolti enda hafa þeir ekki leikmennina í það! Þeir töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir frábæru liði Ítala sem er nú komið í úrslit.

    Hodgson greyið stóð sig bara vel með það lið sem hann hafði úr að moða að mínu mati, spurning um að hætta þessum eilífða hatursáróðri 🙂

  28. Frábær grein hjá Carra.

    Algerlega spot on og hárrétt hjá honum að enskir eiga að horfa í átt að þýskri uppbyggingu, þeir munu aldrei ná að búa til fótbolta eins og Spánverjarnir. Eru einfaldlega ekki karakterarnir.

    Einmitt þess vegna gladdist ég yfir ummælum Rodgers þegar hann sagðist ekki ætla að spila tiki-taka-way heldur Liverpool Way. Þú verður að lesa í aðstæður þess liðs sem þú vinnur hjá og menningu þess fótbolta sem landið hefur – ef vinna á PL þarf að vinna í þeim kategoríum sem skora flest stig á Englandi.

    Vandinn er sá hvort ensku liðin eru eitthvað að velta fyrir sér að byggja upp landsliðið sitt – það er árangur félagsliðanna sem skiptir þá máli. Og staðreyndin er sú að það er enskt lið Evrópumeistari…

    En Carra heldur bara áfram að vera enskur, kannski er þessi grein ágætis innsýn í það hvað honum finnst, nefnir Steve Heighway sérstaklega…við vitum hver batt endi á hans starf hjá LFC og fékk töluvert bágt fyrir í baklandinu!

  29. Roy tekur við liðinu korteri fyrir mót. Hann vær tvo æfingaleiki fyrir mótið. Hann sigrar sinn riðil en dettur út í vítaspyrnukeppni gegn sterkara liði sem síðan fer næstum auðveldlega í gegnum Þýska liðið sem margir spáðu sigri.

    Hefði lukkan snúist á sveif með Englendingum á vítapunktinum hefði þessi ósmekklegi pistill aldrei verið skrifaður.

  30. Roy Hodgson er ekkert að fara að komast á stórmót með enska landsliðið

  31. Hvernig er það , hefur enginn áhyggjur af því að það er 21 dagur í fyrsta leik og ekkert að gerast ……. Er okkar nýji þjálfari kannski bara sáttur með hópinn og bætir í mestalagi 1-3 meðal mönnum í hópinn ???? Kannski þessvegna sem hann var ráðinn hummmm . Er orðinn pínu stressaður en held áfram að vera bjartsýnn í nokkra daga í viðbót 🙂

  32. jæja……

    hvernig verður það svo að slást við WBA,Fulham og aðra svipaða spámenn um 7-10 sæti…..

    þetta blessaða lið sem ég hef haldið með yfir 3 áratugi er komið á leiðarenda sem stórlið og mun maður þurfa enn annað árið þurfa að halda aftur af sér þegar scums og aðrir minna þroskaðir menn munu hrauna yfir mann þar sem liðið mitt um vera í sama miðjumoði og síðasta ár…….

    guð blessi drotninguna og alla henna hesta því sól Liverpools er sest….

    en YNWA……..

  33. 41 – Hvaðan hefurðu það ? Mér skilst að ekkert verði tilkynnt eða gert opinbert fyrr en 1. júlí vegna samninga Hoffenheim og Swansea.

    “Sky Sports understand” er ekki meitlað í stein sko 😉

    Hvort komi eður ei þá óska ég honum velfarnaðar. Hverjar sem ástæður eru fyrir ákvörðun verður að virða og efast ég ekkert um að séu gerðar að vel hugsuðu máli.

  34. Hvernig á hann að hafa staðist læknaskoðun hjá tottenham þegar maðurinn er staddur á Íslandi hinu góða ??…. Verið rólegir !!… Ég VEIT að maðurinn er á leiðinni á Anfield
    :o)

  35. Þar sem er reykur þar er oft eldur líka en hann í þessu tilfelli ætti þá að blossa upp eldur á 2-4 stöðum um helgina. Annars setur Gylfi frétt um sig og AVB til Tottenham á fésbókina sína….. hvort sem það er til að auka reykinn eða …?

  36. Þar sem að Suarez er að fara á ólympiuleikana með landsliðinu þá mun hann missa af ferðinni til USA og einnig byrjunni á tímabilinu þar sem við fáum Arsenal, City og United í byrjun. Frábært 🙁

  37. 46 Vissulega ekki, en síða í hans nafni. Allt opið þar til undirskrift er afstaðin!

  38. 47 Suarez mun líklegast missa af eitthvað af preseason leikjunum á þessu tímabili, en á móti kemur að hann fær alvöru keppnisleiki í staði sem ættu að skila honum í svipuðu ef ekki betra formi til baka.

    Fótboltakeppninni á Ólympíuleikunum líkur þann 11. ágúst, en mótið byrjar ekki fyrr en 18. ágúst með leik gegn WBA – og því er ljóst að hann verður kominn á Melwood allavega viku fyrir fyrsta leik.

  39. Komi þeir, sem koma vilja,

    veri þeir, sem vera vilja,

    fari þeir, sem fara vilja,

    mér og mínum að meinalausu.

  40. Annað hvort kemur hann eða ekki. Ef ekki sýnir það bara að hann er all about the money. Þá er ég líka manna fegnastur að hann fari í Tottenham stór undarlegt ef hann færi frekar í lið sem er ekki einu sinni svo mikið sem búið að ráða þjálfara heldur en að spila fyrir þjálfara sem gaf honum nýtt líf með því að fá hann aftur til englands.

  41. Djöfull anskoti þykir mér það dapurleg staðreynd að við séum reglulega farnir að tapa fyrir Tottenham á öllum vígstöðum.

    Er Liverpool ekki bara að verða fastir sem berst um miðja deild og er verulega óspennandi kostur í huga góðra leikmanna. Finnst eins og það sé nánast að gerast trekk í trekk að við fáum aldrei okkar fyrstu kosti þvi þeir vilja fara annað.

  42. Suarez, Coates og Bellamy (ef hann verður ennþá í LFC) munu missa af báðum leikjunum hjá Liverpool í forkeppni UEFA.

  43. nr. 51 (Róbert) – Staðfest ? Ertu með tengingu að frétt eða hvaðan þetta kemur ?

  44. 55. nei ekkert staðfest, ég er bara svona viss, er búinn að skipta tvisvar um f5 takka á lyklaborðinu hjá mér eftir að hafa grandskoðað allar síður

    Mjög svartsýnn

  45. Hefur það ekki alltaf verið þannig hjá okkur stuðningsmönnum Liverpool að ef e-h leikmaður ákveður að velja “hitt” liðið en ekki okkur þá segjum við alltaf ” Við viljum ekki fá þá til okkar sem vilja ekkert með okkur hafa..”

    Ef Gylfi velur Tottenham þá er líklega góð ástæða fyrir því.

    Ef við fáum enga leikmenn sem við viljum í sumar þá þurfum við að endurskoða stöðu klúbbsins og ná top4 sem allra fyrst því við erum þá greinilega í vondum málum!

    Annars hef ég engar áhyggjur þannig lagað séð.. BR mun ná því besta útur Gerrard,Carroll,Suarez og svo vonandi mun Lucas koma sterkur til baka.
    Vörnin er góð og markmaðurinn er góður! Þurfum bara að ná úrslitum á næsta tímabili og það er ekkert endilega alltaf lausnin að kaupa nýja leikmenn.. bara ná því besta útur hverjum og einum leikmanni sem við höfum. Downing skuldar okkur ansi mikið og Adam líka, Spurning hvort J.Cole geti spilað góðan fótbolta undir BR og svo jafnvel Aquilani líka. Ekkert stress! sjáum hvað gerist um helgina drengir 🙂

    Ég var annars að fá nýja Liverpool búninginn í afmælisgjöf í dag frá konunni og vá! Hann er miklu flottari í eigin persónu 😀 Warrior flottir!

  46. það sem ég hef áhyggjur af er það að Tottenham virðist geta boðið helmingi betri laun heldur en við, samkvæmt fréttum og það er eitthvað sem er áhyggju efni. 🙁

  47. vertu ekkert of viss með það. Liverpool er fyrirtæki og þú vilt alltaf reka fyrirtæki í plús. Sama þótt við værum í meistaradeildinni þá vilja þeir ekki borga stjarnfræðileg laun.

  48. Ég hef verið að lesa nokkrar síður á erlendum síðum hrósa stuðnings menn LFC fyrir að ekki gefa eftir í launa málum Gylfa,að hann hafi aldrei sannað sig hjá stóru liði eða gert neitt af viti og þar með finnst þeim rétt hjá klúbbnum að ekki gefa eftir.

    Svo er Vicktor Moses séður sem næstu kaup ef Gylfi fer annað..

    Spennandi tímar og hlakka mikið til að sjá hvað við gerum á markaðnum í sumar,ekki mun ég grenja ef Gylfi fer annað né mun ég segja hann elta peninga,Tottenham er spennandi lið og skil ég hann vel ef hann vill fara þangað og liðið kanski byggt í kringum hann….en ég vona auðvitað að Gylfi verður rauður í lok dagsins.

  49. Hef verið að velta þessu fyrir mér núna i dag eftir þessar fréttir um að Gylfi sé 90% öruggt á leiðinni í Tottenham að það þarf svosem ekkert að fara á límingunum þó að hann komi ekki til okkar og að klúbburinn sé að missa af öllum bitunum og verði undir í kapphlaupinu um einhverja vissa leikmenn og að klúbburinn sé bara dæmdur til að vera í einhverju miðjuþófi í deildinni og að eigendurnir séu að klúðra þessu því að þeir vilja ekki borga hinum eða þessum uppsettar launakröfur og eru ekki að dæla $ í leikmannakaup.

    Því að ef að næsta tímabil verður stöngin inn í staðinn fyrir stöngin út eins og síðasta tímabil var, þá er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn, liðið er vel mannað og verum sultuslakir og höfum trú.

  50. Ég væri nú bara sáttastur við ef BR leggði mestu áhersluna á að vinna öll þessi “litlu lið” sem við höfum verið að tapa stigum gegn síðustu tímabil.
    Mun meira upp úr því að hafa en að vinna bara “stóru liðin”.

    Gylfi fer svo bara þangað sem hann telur best fyrir sig og sinn feril.

    YNWA

  51. þessi Gylfa-móðursíki er orðinn þreytt…eins eru margir að fara á taugum að það sé ekkert í gangi.,,kannski er bara hópurinn nógu góður og nýi kallinn í brúnni nær því út úr leikmönnum það sem þeir geta, aukið sjálfstraust og fl…..annars gæti maður komið með óskalista af leikmönnum en það er bara óraunhæft en Gylfa vill ég ekki sjá…..

  52. Getið allir gleymt Gylfa, Hann verður tilkynntur sem leikmaður Tottenham nk mánudag,100%… Það eru til meira spennandi leikmenn en Gylfi

  53. þþað múnu kóma 3-4 níir leikmein til okkar aður en mótið birar hjá okkur því get ég lovfað ykkur núna!!!!!

  54. Siggi hvað segiru langt síðan ég hef heyrt í þér? Er þetta ekki annars hinn eini sanni..?

  55. Gylfi nr.42 er flókin snilld eins og þeirri ágætu tölu sæmir. Er svarið við lífinu, alheiminum og öllu, en til þess að meðtaka svarið verða menn að skilja spurninguna 🙂

    En það er ekki móðursýki, árátta eða önnur gífuryrði að vera ögn svekktur yfir því ef að efnilegur, spennandi og praktískur leikmaður, sem var svo gott sem kominn til okkar fyrir viku síðan, sé líklegast að hafna okkur fyrir beinan keppinaut. Þjóðernið var svo bara bónus og kirsuber á toppinn.

    Það er ekki heimsendir, en það er réttilega svekkjandi. Sérstaklega þar sem við vorum svo nærri því að landa þessum væna Þingvallaurriða. Má í raun flokka sem enn eitt stangarskotið og bætist á þann leiðinlega langa lista. Dauðafæri sem við hefðum átt að nýta enda allar forsendur til staðar.

    Setur líka óþarfa spurningarmerki við getu okkar á leikmannamarkaðnum. Gylfi var augljóslega fyrsti kostur og Rodgers vildi fá hann til liðs við LFC sem sín fyrstu kaup. Auðvitað höfum við aðra valkosti en þeir væru þá nr.2, 3 eða 4. Munu þeir leikmenn vera með jafn lágt kaupverð? Verða launin þeirra e-ð lægri? Hvað kostar Ramirez og hver yrðu hans laun? Er hann betri eða bara jafngóður og Gylfi? Hversu vel gengur honum að passa inn í taktík Rodgers og í PL?

    Ég held nefnilega að þetta sparnaðar-prinsipp með einhver 10-15 þús.pund til eða frá gætu reynst okkur dýrari til lengri tíma litið. Græddur er geymdur eyrir, en það þarf líka að eyða til að græða. Munurinn á téðum launapakka Spurs og LFC er ekki nema tæp 1 milljón punda á ári (miðað við 55k p/w v.s. 40k p/w. Ef Gylfi hækkaði um mjög hófleg 50% frá kaupverðinu (8 upp í 12) þá væri launamismunurinn yfir 4 ára samning afgreiddur. Auðvitað gæti hann hækkað meir og þá væri kominn hraustlegur gróði.

    Nú eigum við auðvitað að stunda sjálfbæran rekstur og standa okkur betur í að finna leikmenn á slikk áður en að þeir verða fokdýrir og á háum launum. Það er langtímastefnan og ég styð þá nálgun heilshugar. En hvert ár án CL kostar okkur fúlgu fjár þannig að núið er líka jafn mikilvægt.

    Nú vona ég bara að infinite improbability drive komi manni skemmtilega á óvart og skili okkur Gylfa á Anfield þó að líkurnar séu gegn því. En ef svo er ekki þá segi ég bara við útgerðarmanninn Gylfa:

    So long and thanks for all the fish

    YNWA

  56. eru Gylfi og Eiður ekki bara svipaðar týpur. Peningar nr 1,2 og 3 sama hvar þeir spila og hvort þeir séu yfir höfuð eitthvað að fá að spila. Hann hlýtur að hafa farið fram á einhverja fáránlega upphæð ef við vorum bara til í að borga 50 % af því sem hann fór framm á. Ekkert við svona kalla að gera. Annars ætla ég nú ekkert að fara stressa mig yfir leikmanna kaupum. Það er forgangsatriði að taka til og byrja upp á nýtt . Það tekur bara þann tíma sem það tekur. Fyrir mitt leiti vill ég að Brendan fái algeran frið til að byggja upp nýtt lið sem kemur til með að spila skemmtilegan sóknarbolta. Í staðinn fyrir að henda leikmönnum út eftir eitt tímabil og spreða óhóflegu fjármagni í nýja leikmenn á hverju ári sem fá aldrei þann tíma til að sanna sig sem þeir þurfa. En getur einhver frætt mig um það hvað varð af salomon kalou.

  57. ég er þesi maður!!!!það keimur góðir leikmeinn til okkar aður ein nesta leiktimabil birar hjá okkur svona úm 3-4 Leikmeinn sem eru mjog góðir því lovfa ég ykkur núna,LIVERPOOL eru BESTIR………..kv ykkar vinur Siggi Mey Kóngur…….

  58. Siggi Mey kominn á Kop.is. Sjaldan hef ég upplifað gleðidaga jafn mikla!!

  59. Svo maður haldi áfram að velta fyrir sér sögunni endalausu með hann Gylfa. Allt bendir víst til þess að hann sé að fara semja við Spurs á mánudaginn og verði kynntur til leiks þá. Það er hinsvegar svo margt sem ég skil ekki alveg hvað þetta mál varðar.

    Í fyrsta lagi þá finnst mér ótrúlegt að aðeins Sky virðist hafa yfir höndunum upplýsingar um að hann hafi verið í medical hjá þeim. Hitt er það að það hafa ekki sést myndir af Gylfa hjá White Hart Line, enginn hér á Íslandi viljað staðfesta þetta né að annar miðill vill fullyrða þetta.

    Miðað við hvernig vinnubrögð Liverpool voru tengd Brendan Rodgers þá kæmi mér ekki á óvart ef frétt Sunnudagsins væri sú að Gylfi yrði kynntur á mánudegi. Við höfum náð að halda öllum fréttum innanhús og maður vonar að svo sé með þetta mál. Ég vil þó taka það fram að ég er ekkert sérlega bjartsýnn á það.

    Svo er annað hvað þetta mál varðar að mér finnst að við ættum að bíða með alla sleggjudóma á Gylfa þar til þetta mál hefur verið afgreitt og hann hefur skrifað undir hjá einhverju félagi. Að lesa það að hann sé að fara til Tottenham einungis útaf peningum eða hann sé að fara til Tottenham því þá er enn sá möguleiki að hann geti farið til United finnst mér vera of miklar fullyrðingar. Við vitum ekki fyrir víst hvað eitt lið hefur að bjóða umfram annað lið. Við höfum ekki hugmynd um hvort Rodgers gat yfir höfuð lofað honum byrjunarliðssæti eða ekki. Kannski sá Gylfi það að fara í lið með Gerrard, Lucas, Henderson, Adam, Cole, Aquilani, Spearing og Shelvey vera svolítið mikið.

    En hvernig sem fer þá finnst mér leiðinlegt að sjá ef við ætlum að úthrópa drenginn áður en einhver ástæða hefur komið upp á sjónarsviðið. Þótt það væri gaman að sjá hann í Liverpool treyjunni þá koma fleiri leikmenn sem gætu vel gert jafn góða hluti og hann.

  60. Fyrir mér snýst þetta alls ekki um Gylfa. Mér er alveg sama hvað hann heitir og hvort hann sé Íslendingur eða frá Taiwan. Ég sé þetta þannig að BR hefur gefið út opinberlega að hann vilji fá leikmanninn, en landar þessu ekki (ef það endar þannig). Þar sem tengsl hans við Gylfa eru sterk tel ég að þetta snúist bara um peninga.

    Þetta er ekkert Gylfa að kenna, þetta eru gríðarlegir fjármunir fyrir hann og það er ósanngjarnt að klína öllu á hann. Þetta er vinnan hans, hann vill fá vel borgað, og ég kenni honum alls ekki um þetta. Ég ætlast ekki til þess af honum að taka á sig svona mikla launalækkun bara til að spila fyrir BR.

    Það er á höndum Liverpool að gefa honum tækifæri til að velja úr.

    Ef svo er, þá er félagið ekki að bakka BR alveg 100% upp í því sem hann vill gera. ÞAÐ er áhyggjuefnið, ekki hvort Gylfi komi eða ekki.

    Svo er annað mál hvort ég sé persónulega spenntur fyrir leikmanninum eða ekki. Ég er spenntur fyrir Gylfa, en ekki td Mark Davies. En það skiptir engu máli, áhyggjuefnið er að ef BR fær ekki allan þann stuðning sem hann þarf (og þá meina ég ekki með að fá að kaupa 10 leikmenn á 23 milljónir hvern), þá hef ég áhyggjur.

  61. Mark Davies hjá Bolton??? Hélt fyrst að verið væri að tala um að Kevin
    Davies hefði skorað mark fyrir Bolton en svo er nú víst ekki.

    Getur verið að Kevin Davies hafi á ekkert skorað eins mörg mörk og maður hélt fyrir Bolton? Passar betur líka þar sem þeir féllu.

  62. 70 og #75

    Einmitt, kjarni málsins.

    Því miður full ástæða til að hafa áhyggjur.

  63. Mark Davies ? Á þetta að vera eitthvað djók eða hvað,eða passar hann inn í launastefnu klúbbsins 7.000 – 12.000 á viku? Ef þetta verður raunin þá stefnir nú í að við getum veitt Fulham – West Ham – og jafnvel Aston Villa harða keppni á næsta tímabili.Ég er orðinn skíthræddur um að menn eins og Reina Suarez og Agger fari að leggja inn beiðni um að fá að fara þegar þeir sjá að við getum ekki keppt við önnur félög um menn vegna launa.

    Og ég er kominn með óþægilegan hnút í magann við tilhugsunina um að við séum að fara endurupplifa ameríska loforðapakkann aftur um að allt verði svo æðislegt eftir nokkur ár…

  64. Þetta er ekkert klink sem verið er að tala um. Ef þú sérð DVD mynd auglýsta á 2000 kr og mætir í búðina til að kaupa hana og hún er allt í einu verðsett á 5000 þá hættir þú bara við, því myndin er varla ekki þess virði. Það eru takmörk fyrir hvað maður lætur bjóða sér. Þetta félag á skítnóg af peningum. Samt óþarfi að vera yfirborga mönnum, næg er vitleysan fyrir.

  65. góðan dag það keimur ein nýr Leikmaður til okkar starx á morgun veingna þes að það kómin þá 1Júlí 2012…..kv Siggi Mey Kóngur……….

  66. @ Friðgeir Ragnar (#81)

    Arfaslök samlíking og tölurnar út úr kú. Það er 150% munur á kaupverði A og B í þessu DVD-dæmi þínu en því fer fjarri að um slíkan mun sé að ræða í Gylfadílnum.

    Bæði lið tilbúin að borga sama kaupverð 8,2 m.p. en talað um að Tottenham séu að bjóða 33-50% hærri laun. Líklegustu og trúanlegustu tölur nefndar hafa verið eru 40 p/w og 55 p/w. Samanlagður díll með kaupverði og launum á 4 ára samning væri 16,4 m.p. fyrir LFC en 19,4 m.p. fyrir Spurs. Tæplega 20% munur yfir samningstímann.

    Til að bjarga samlíkingunni og stilla þetta DVD-dæmi þitt af gæti það verið svona:

    Þig langar í DVD sem þú ert mjög spenntur fyrir af því þú last bókina og þekkir því söguna vel. Sérð diskinn auglýstan með 20% afslætti í búð í öðru bæjarfélagi, kostar þá 1600 kr. í stað 2000 kr. Þú ferð í langa ökuferð en er þú kemur í búðina er afslátturinn ekki lengur í boði. Hvað gerir þú?

    A – borgar uppsett verð enda dauðlangar þig í þennan DVD, kominn alla þessa leið og verðmunurinn viðráðanlegur. Horfir glaður á myndina en nokkrum krónum fátækari.

    B – ferð út í fússi, bölvar búðinni fyrir okur og arðrán og hótar að koma aldrei aftur. Keyrir langferðina heim og horfir þar á gamlar og höktandi VHS-spólur (Aqua og Cole), lætur RÚV duga (Gerrard) eða eitthvað stöff á youtube (Shelvey, Suso). Mikið stúss fyrir ekki neitt en enn með pening í veskinu.

    C – kíkir í afsláttarrekkann í búðinni og finnur ódýrari afþreyingu (Mark Davies)sem þú ert samt óviss um að verði meira en sæmileg skemmtun. Var samt rosa ódýrt á 999 kr. Alltaf að græða á útsölum!!

    En í alla þessa DVD-vangaveltu vantar þá augljósu staðreynd að það er endursöluverð á leikmönnum. Hægt að græða, tapa eða sleppa á sléttu. DVD er því slæmt dæmi og nær að tala um kaup á bílum, málverkum, vinyl-plötum, hlutabréfum eða álíka.

    En á meðan þú varst að velta málinu fyrir þér kom nágranni þinn og keypti síðasta eintakið af diskinum sem þig langaði í á uppsettu verði. Valkostur A er því ekki lengur í boði. Jæja, best að dusta rykið af VHS-tækinu og vona að það sé í lagi. Gæti enn virkað…. kannski….

    Oh well, back to the drawing board.

  67. @ Beardsley

    Má vel vera þetta hafi verið glatað dæmi. En klúbburinn verður að hafa eitthvað þak, kannski eru þessi 20% einfaldlega 20% of mikið fyrir leikmann eins og Gylfa að mati Liverpool. DVD dæmið var meira meint þannig að flestir færu létt með að bæta 3000 kr hækkuninni á kortið, en fæstir mundu gera það. Vegna þess þeim þætti það ekki þess virði. Mundu sleppa þessu og leita annað, sama hvað aðrir ættluðu sér að gera.

  68. Ef að munurinn á laununum er ekki meiri en það sem #83 talar um er greinilega ekki mjög sterk taug á milli Gylfa og BR. Ef ég þyrfti að velja á milli þess að taka næsta skref á mínum ferli undir þjálfara sem ég þekki og metur mig mikils eða hjá þjálfara sem gerði upp á bak hjá Chel$ki og hjá liði sem Redknapp er að yfirgefa myndi ég ekki láta þennan mun stoppa mig. Gylfi fengi pottþétt sín tækifæri hjá LFC en hann er að vaða út í algjöra óvissu hjá Spurs.

    Ég held reyndar að hann verði kynntur sem leikmaður Liverpool á morgun og mun halda í vonina alveg þangað til að annað verður staðfest.

  69. Hann gylfi vill fara til tott… útaf íslenskum leikmönnunum sem hafa spilað þar fyrir tott..hann vill ekki spila fyrir LFC og mun aldrei gera.

    you never walk alone.

  70. Það kæmi mér vægast sagt á óvart ef að Liverpool myndi snúa sér að Mark Davies sem næsta kost í staðinn fyrir Gylfa. Ég held að það séu ekkert rosalega miklar heimildir á bakvið þetta slúður en vissulega áhugavert.

    Ég held að ef svo skildi vera að Davies sé á óskalista Liverpool, sem kannski yrði ekkert svo galið enda mjög fínn leikmaður á lágu verði þó ég held að hanni myndi ekki vera keyptur og settur sjálfkrafa í byrjunarliðið.

    Ég sá þetta slúður í nótt og fór aðeins að spá í honum. Mér fannst hann nefnilega líta mjög vel út hjá Bolton í fyrra. Hann er fínn á boltanum, ágætis flæði og kraftur í hans leik og hann leynir á sér með boltatæknina. Ég samt kaupi það ekki að hann yrði hugsaður sem ‘no.10’ hjá Liverpool eins og Gylfi hefði líklega átt að vera. Hann myndi ekki koma með þessi auka 10-20 mörk/stoðsendingar sem við þurfum í þá stöðu en ég held að ef það sé eitthvað til í þessu þá gæti ég miklu frekar skilið að hann yrði í svipuðu hlutverki og Joe Allen var í hjá Swansea.

    Hann spilar aftar á miðjunni en Gylfi og mér finnst hlutirnir ekki alveg ganga upp þegar maður sér fréttir þess efnis að Liverpool ætli að snúa sér að því að fá Victor Moses (kantframherja) eða Mark Davies (miðjumann) fyrst Gylfi (sóknartengiliður) rennur Liverpool úr greipum. Ég stór efast um að Gylfi hefði átt að leysa annað hvort þessara hlutverka hjá Liverpool.

  71. ÍA=2-FH=7 ég sem er KRingur+LIVERPOOMAÐUR liður mer ekki veil núna.

  72. ef það er rétt sem er að koma fram að Liverpool er bara tilbúið að greyða það sem hann var með hjá Swansee sem er/var eitthvað um 15-20þ pund þá er þetta stupid eigendur að semja ekki laun við mann sem á vel skilið meira en það….

    ég skildi ef þeir voru ekki tilbúnir að borga honum 50+ en shit undir 20 það er bara stupid sérstaklega þar sem BR VILL fá Gylfa.

    en hvað veit maður……

    Gylfi fer þá til tott og á örugglega eftiri að borga BR til baka fyrir að berjast ekki meira fyrir honum þar sem hann á örugglega eftir að brillera þar eins og allstaðar sem hann hefur verið.

    gangi honum vel og vonum að við séum ekki að ganga í gegnum eitthvað hollywood dæmi meða aðra kana……

    yanky dudle 2 the saga continues now with more horror.

  73. Hvað sagðir maður ekki! Þetta er held ég enn allt saman óákveðið.

    Sigurdsson’s father:“I have seen the stories that he is demanding a certain amount of money per week and they are rubbish. He just wants a normal salary and be on the same as other players at the club.The bottom line is he just wants to play and the main thing football-wise is to find the right team which will suit him the most.“It always helps when you know the coach like Brendan Rodgers. He is a very good trainer. But does that mean Liverpool? Maybe, maybe not. “He is thinking what is best to do and will have a decision by Sunday.”

  74. @ Friðgeir Ragnar (#85)

    Alveg sammála því að LFC verði að hafa sín viðmið og sitt þak. Ég er einfaldlega ekki sammála þeirra mati að Gylfi sé ekki hækkunarinnar virði (ef fer sem horfir). Spurs sem eru þekktir hófsemdarmenn í launamálum meta hann meira virði en við. Það kemur manni einfaldlega mikið á óvart að vera yfirboðnir af þeim. Og að við bregðumst ekki við því með hækkuðu boði.

    Á móti má segja að Rodgers þekki Gylfa manna best og ætti að vita hvers virði hann er. Það væri þá flott hjá okkur að ofborga ekki ef BR finnst hann ekki þess virði. Við skulum a.m.k. vona að þetta sé svo einfalt og að þetta sé ákvörðun stjórans en ekki einhver ný harðkjarna launastefna. Því að ef þetta er dæmi um að BR virkilega vildi Gylfa en FSG og Ayre hafi verið of stífir þá er það miður. Vonandi er samhljómur í kaupnefndinni góðu.

    Manni finnst að vissu leyti að dæmið um launin hans Gylfa séu brunablettir fortíðar að skemma fyrir. FSG séu brenndir af of háum launum hjá leikmönnum sem standi ekki undir þeim og erfitt er að losna við án þess að borga með þeim. En enginn af þeim leikmönnum (Aqua, Cole, Poulsen, Jovanovic o.fl.) voru keyptir á vakt FSG og enn hefur ekki reynt á það að losa sig við misheppnuð kaup Kenny og Comolli.

    En Gylfi er ekki of aldraður, meiðslahrúga eða á niðurleið á sínum ferli. Hann er í toppformi, toppaldri og líklegur til að bæta sig með betra liði. Jafnvel þó að hann myndi ekki slá í gegn hjá okkur þá óttast ég ekkert að við gætum ekki selt hann með litlum afföllum til einhvers á Englandi. Aldur og fyrri störf vinna sterkt með honum.

    Mér finnst meiri séns tekinn með helmingi dýrari díl fyrir Ramirez þó að ég telji hann öflugan og mikið efni. Verðlaunin á því veðmáli hugsanlega meiri ef Ramirez verður heimsklassa leikmaður. En ef hann klikkar þá gæti tapið á honum verið mun meira en nokkurn tímann á Gylfa.

    Ég vona að við séum að sýna klóka stjórnun en ekki einfaldlega misst stjórn á atburðarásinni. En það mun væntanlega koma í ljós. Ef Gylfi slær í gegn hjá Tottenham þá erum við taparar. Ef hann floppar þá erum við naskir Nostradamusar. Ef hann stendur undir meðaltali þá hefði alveg verið fínt að fá hann en sjáum til hverjum við briddum upp á í staðinn. Verst að maður óskar honum velgengni hvert sem hann fer (nema ManYoo).

    Listinn af frábærum leikmönnum sem við höfum misst af í gegnum tíðina er sorglega glæsilegur og óþarfi að lengja hann. Einu sinni var ungur og efnilegur leikmaður frá Norðurlöndunum sem var svo gott sem kominn til LFC en við fokkuðum í samningsmálunum og hann fór annað sökum þess. Sá maður er hinn nýi stjóri Swansea og var mikil eftirsjá af þeim klúðraða díl. Smá íronía í því en við skulum vona að sagan endurtaki sig ekki að þessu sinni.

    YNWA

  75. Þetta kemur af LFC Transfer Speculations. Þegar ég setti þetta inn þá var ekkert comment komið þar um þetta. Það segir reyndar einn íslendingur að þetta sé gamalt quote. Ég hef reyndar fylgst vel með og hef aldrei heyrt um þetta.

    Getur verið að þetta sé rubbish. Hélt bara að þetta hefði verið e-ð nýtt.

    Soz ef ég hef verið að pósta einhverri vitleysu.

  76. Ef hann hefur verið að segja þetta þá hljómar einsog hann sé fyrirfram að verja að hann fari til klúbbs sem bauð honum hæstu launin! Ef hann væri að koma til okkar þá væri engin ástæða til að segja þetta.

  77. Gerir drengurinn sér ekki grein fyrir því að á meðan hann er að leika sér úti með félögunum í gólfi þá sitjum við hérna, illa girtir í kjöllurum foreldra okkar að fá móðursýkiskast yfir LFC transfer news ?

    🙂

  78. því miður fyrir okkur keimur Gylfi ekki til okkar núna!!!en í staðinn núnum við fá okkur 3-4 meiriháttar góða Leikmeinn og einda nesta timabil í 1-4 Seti því get ég lovfað ykkur núna!!!!kv Siggi Kóngur………….

  79. @ Beardsley #93

    Vel skirfað. Ég kýs að trúa því að Liverpool FC séu loksins komnir með alvöru eigundur og ég ættla að líka að hafa trú á Brendan Rodgers. Eins og margoft hefur komið fram og við vitum báðir þekkir hann Gylfa mjög vel. Hann ætti því ekki að vera í vandræðum með að áættla hvers virði hann er fyrir Liverpool. Ég neita að trúa því að ný harðkjarna launastefna sé að eyðileggja fyrir Rodgers í þessu máli.

    Frá mínum bæjardyrum séð hafa FSG ekki sýnt neitt nema fagmennsku. Hvernig staðið var að kaupunum á klúbbnum, peningana sem þeir hafa lagt til, hlustuðu á aðdáendur þegar þeir réðu Daglish í starf knattspyrnustjóra, o.s.f Þeir fara varla að klúðra þessu “Gylfamáli” svona svakalega EF þetta er það sem Rodgers virkilega vill. FSG hafa “listann af frábærum leikmönnum sem við höfum misst af í gegnum tíðina” undir höndunum. Og þeir eru varla að leitast við að bæta á hann….

    Að því sögðu, þá vona ég Gylfi fá flottann sammning sem hann er meira en ánægður með og spili fyrir Liverpool á komandi tímabili. Ég held hann yrði góð viðbót við liðið fyrir utan hvað það væri gaman að hafa Íslending í liðinu. Fari Gylfi annað held ég það sé ekki vegna lélegra vinnubragða FSG eða Liverpool, og ekki heldur vegna peningagræðgi Gylfa, heldur einfaldlega vegna þess að það er ekki nægilegur áhugi fyrir samstarfi.

    Áfram Liverpool !!!

  80. @ Birkir Örn (#96)

    Tja, þetta virðast vera ný ummæli hjá föður hans frekar en endurvinnsla á útvarpsviðtalinu frá því fyrr í vikunni. Virkar þannig við fyrstu sýn því maður man ekki eftir því að hann hafi tjáð sig berort um að Gylfi vildi sambærileg laun og aðrir hjá viðkomandi klúbb eða að niðurstaðan væri ljós á sunnudegi.

    Mirror komnir með frétt um þetta.

    Ef það stenst að niðurstaða liggi fyrir á morgun að þá mun tvennum þreytandi leiðindum vera lokið þá: Gylfagate og forsetakosningunum 🙂 Illu best aflokið!
    Put us out of our misery! Please!

  81. @ Friðgeir Ragnar (#101)

    Takk fyrir málefnalegar umræður

    VIð erum alveg sammála um að hafa trú á Rodgers og FSG. Tel þá vera mikla fagmenn og treysti þeim til góðra verka. Það hafa auðvitað verið vaxtaverkir og ákveðið lærdómsferli til að byrja með en núna virðast þeir vera komnir á gott skrið. Mér líst vel á hugsun þeirra með heildarstrategíu klúbbsins, endurbætur á Anfield, sjálfbæra uppbyggingu o.fl.

    Ég er þó enn ekki sannfærður um Ian Ayre sem meira en markaðsmann og maður veit að efasemdirnar aukast hjá púlurum því nær sem þeir búa hjá Liverpool-borg. Frekar umdeildur hjá scousers. Hann er víst í “kaupnefndinni” sem stendur að málum ásamt BR og Segura en sá síðastnefndi er í þannig stöðu í fyrsta sinn. Ef að t.d. Txiki væri þarna þá vissi maður a.m.k. að vanur maður væri við samningaborðið. Vonandi kemur það ekki að sök.

    En vonum það besta og að allt falli með Liverpool sama hver niðurstaðan verður. Miðað við orð föður hans þá er Gylfi enn undir feldi…. eða úti á golfvelli. Einhver staðar er hann og einhver staðar endar hann. Bíðum morguns.

    YNWA

  82. Afsakið fyrirfram ef þetta er rangur þráður: “Italian journalist, Enzo Misuraca has confirmed Liverpool have had a bid accepted for Stevan Joveti?. Fee around £22m.”
    – Liverpool FC retweet af Twitter.

    Maður sem að Benitez reyndi víst að fá á sínum tíma. Frábær leikmaður og væri snilldar viðbót við hópinn ef satt reynist.

  83. Nr. 104

    Taktu þetta með GRÍÐARLEGUM fyrirvara. Sé engan link og finn lítið um þennan Enzo Misuraca og ennþá minna um að hann sé merkilegur blaðamaður og ekkert um að hann hafi talað um Gylfa.

    Væri a.m.k. fínt að fá trúverðugan link á þetta.

  84. Ætli það se eitthvað til i twitter rumour siðustu daga um adam johnson? Þar er talað mikið um að liverpool og city seu að na samkomulagi um 14,2 milljon punda kaupverð ef eg skil rett, einhverjir rumorar segja að liverpool se að fara leggja fram 3 boð i kauða…. ætli þetta se allt bara kjaftæði eða eru okkar menn að reyna að fa drenginn?

    Væri rosalega til i að fa þennan dreng, mjog hrifin af honum.

  85. það er kómin 1 Júlí og eingin nýr leikmaður kómin en til okkar hvað er málið?????

  86. Jæja, núna fer maður að verða óþolinmóður. Koma fréttir af Gylfa í dag eða kannski bara á morgun?
    Maður er orðinn alveg húkkaður á því að fá Gylfa….

    Gylfi, geeeerðu það, komdu til Liverpool!!!!

  87. Siggi Mey þú ert náturlega ekkert annað en snillingur.. ég man eftir þér á http://www.liverpool.is spjallinu en þar voru menn alltaf eitthvað að drulla yfir þig vegna stafsetningu sem er bara fáránlegt og ég skyldi aldrey hvað þeir voru með upp í rassgatinu en hingað ertu kominn og ert svo sannarlega velkominn af minni hálfu allavega og verður vonandi bara sem legnst 🙂 þinn vinur Davíð Ingi

  88. Ég man ekki eftir því að .net hafi dregið úr trúverðugleika Mirror í öllu Suarez/Evra fárinu síðastliðinn vetur. En nú er komið allt annað hljóð í drengina þegar málin snúa öðruvísi

    “Mirror bauð upp á viðtal við Sigurð Aðalsteinsson, sem er faðir Gylfa og tjáði hann þeim að Gylfi tæki ákvörðun varðandi framtíð sína á morgun og að samningamál við Tottenham væru allt annað en klár. Tekið skal þó fram að Mirror er ekki áreiðanlegasti miðillinn ytra.”

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=129014#ixzz1zNeWCIvY

  89. Siggi mey er svo sannarlega velkomin, man eftir honum a liverpool.is. stafsetningin fer ekki i minar taugar en jata þó að þetta eru mjog undarlegar stafs villur og grunar gvend að siggi vinur okkar se sma ad djoka i okkur: )

  90. LIVERPOOLMEIN+KONUR tak fyrir mig að fá að kóma heim aftur í LIVERPOLL við erum besti og verðum það lika nestu árin………….kv ykkar vinur Siig Mey=Kóngur…..

  91. Held að það sé bull að Gylfi sé búinn að vera í Englandi. Hann var í golfi á golfvellinum í Öndverðarnesi á þriðjudaginn seinasta(vinn þar). Svo var hann að keppa á golfmóti þar í gær. Sem hann meðal annars vann. Gæti svo sem alveg hafa skroppið enn tel það ólíklegt.

    http://www.facebook.com/ondverdanessgolf

  92. Á maður að trúa þessari frétt hans Hödda Magg? Að LFC vilji bara borga álíka laun og Gylfi var á hjá Swansea eða um 20k p/w. Þá þarf nú Spurs ekki að vera að borga nein ofurlaun til að toppa okkur.

    Gerir líka þessa setningu úr viðtalinu við föður hans ögn skiljanlegri:

    He just wants a normal salary and be on the same as other players at the club.

    Ef að Henderson er á 60k p/w þá er nú hálfgerð móðgun að bjóða Gylfa bara 20k p/w. Með þannig tölu ertu að gefa í skyn að hann sé í mesta lagi varaskeifa en ekki byrjunarliðsmaður. Gylfi gerði margfalt meira en Henderson á tímabilinu en í helmingi færri leikjum. Ætti ekki að vera á þrisvar sinnum lægri launum en hann.

    Þessi Mjölnir gaur á Twitter hefur líka farið mikinn síðustu 10 daga. Twittar á ensku en er íslenskur og segist fá sitt infó frá bróður Gylfa. Var einna fyrstur með fréttirnar af Spurs og verið staðfastur á þeim, en heldur samt með LFC. Veit ekki um hans áreiðanleika en hann vill meina að Gylfi hafi vonast eftir endurbættu tilboði alla vikuna sem ekki hafi borist. LFC og Rodgers verið hans fyrsti kostur ef laun væru eðlileg. En LFC séu að bjóða sama tilboð og Swansea eða 30k p/w og harðneiti að hækka sig. Tottenham séu að bjóða um 50% hærri eða 45k p/w. Þetta er lægra en maður hélt og manni finnst ótrúlegt ef við hækkum okkur ekki.

    Á maður að trúa þessu?

  93. Eða á maður að trúa þessum? LFC búnir að hækka tilboð á síðustu stundu? Þetta stöff var að detta inn núna sl. klukkutíma.

    Brynjar Ingi Erluson ?@brynjarerluson
    Hearing that Gylfi will reveal that he wants to join Liverpool FC instead of Tottenham Hotspur. Deal to be confirmed tomorrow ?#rumour?

    @Baconshaxpere Heard this first from Iceland. According to my sources, LFC boosted wages up. But this is a rumour so far, but let’s see.

    According to sources. LFC boosted Gylfi’s wages to compete with Spurs. Not saying Gylfi is LFC bound, but they are back in the mix. ?#TheSig?

    Ég þarf langt sumarfrí eftir að Gylfi ákveður sig. ÚFF!

  94. Ég hefði haldið að Gylfi ætti að vera á launum í kringum 40 þúsund pundin á viku svo að ef þetta er rétt hjá Hödda líst mér að segja ekki á blikuna…G&H anyone??

  95. Held því fram að þetta launamál sé að mestu leyti uppspuni, drengurinn er ekki það gamall og ekki búinn að sanna sig það mikið að launing eigi að vera eitthver hraðahindrun, tala nú ekki um þar sem þetta virkar ekki hrokafullur eða gráðugur drengur.

    Hugsa að hann sé og hafi allan tíman verið á leiðinni til LFC, þó hann hafi kíkt á Spursara og séð hvað þeir hefðu upp á að bjóða.
    Það að “fréttaþurrkur” einkenni þetta mál tek ég sem einna stærstu vísbendingu þess eðlis að hann sé á leiðinni til okkar.

    Þegar Tottenham blandaðist svo í málið lifnaði loksins smá yfir þessu en er núna smám saman að deyja út og verður andlát þess orðróms vonandi staðfestur á næsta sólarhringnum.
    Og þá er bara að vona að kauði standi sig vel í rauðu og sýni Ferguson og fleirrum af hverju þeir misstu 😉

    Vona að fyrstu risakaup sumarsins fari að detta inn núna fljótlega eftir EM og að markaðurinn fari aðeins að rúlla, Adam Johnson væri alveg meira en velkominn og svo samkeppnishæfa menn í vinstri bak og varnartengilið, þá getum við tekið á móti nýja tímabilinu með bjartsýnt bros á vör.

    En í millitíðinni verður maður víst bara að njóta úrslitaleiks EM og sumarsins 🙂

    YNWA

  96. Ef Liverpool FC eru að bjóða Gylfa 20k p/w og neita að fara hærra. Þá finnst mér afar óliklegt að verið sé að skoða leikmann eins og Adam Johanson af einhverri alvöru.

  97. Finnst ekki öllum hvað Liverpool hefur farið “huss huss” með sín mál…

    Er það ekki alveg nákvæmlega það sem við vildum. The Liverpool way.

    Er alveg viss um að þegar málið með Gylfa kemur í ljós, þá munum við vita um hvað málið snérist.

    En núna eru yfirmenn Liverpool að gera akkúrat það sem við vildum. Vinna bak við tjöldin og ekki blaðra öllu í umheiminn fyrr en þeir vilja.

    Nú verður maður að vera þolinmóður.

  98. Brynjar Ingi Erluson ?@brynjarerluson
    Gylfi’s agent, Jonathan Barnett, starting to remind me of Italian agent, Mino Raiola. ?#MoneyMoneyMoney? ?#AshleyCole?

    Brynjar Ingi Erluson ?@brynjarerluson
    P.S. Gylfi is not the man who is chasing the money. It’s Barnett, and he is appearantly trying to convince Gylfi to take money over Rodgers.

    Þessi umboðsmaður, Barnett, er einnig umbinn hans Bale og frægur fyrir reglubrot er Cashley Cole fór frá Arsenal til Chelskí. Hefur verið leikstjóri í þessu leikriti alla vikuna og unnið fyrir sinni þóknun þótt óþolandi sé. Var einmitt að klára framlengingu á samning Bale um daginn og því verið í miklum samskiptum við Spurs og eflaust fengið allar upplýsingar um næsta stjóra hjá þeim ásamt framtíðarplönum.

    Meikar svo alveg sens að Gylfi sé bara í rólegheitunum hér heima með golfkylfu í annarri og pylsu í hinni meðan umbinn stendur fyrir uppboði. Svo í lok leikritsins hefur Gylfi þá bestu díla sem hægt var að fá til að velja úr.

    @ Haukur H (#120)

    Fékk hann sér mikla tómatsósu (rautt = LFC) eða hráan lauk (hvítt = THFC)? Örugglega djúp Freudísk skilaboð falin þarna í pylsunni!

  99. shiiit getur ekki eitthvað farið að koma um félagsskiftin hjá Gylfa.. er búinn að vera að flakka á mille newsnow liverpool og tottenham og kop.is í allan dag og ekkert kemur á neinu af þessu…. vitiði eitthvað meira en ég????

  100. Já eg hannn fer ekki i neitt lið eg keifti hann sem fjósamann 5 árasamnig

  101. Minnasta Kosti Getum við verðið Glaðir að Liverpool maðurinn Pep Reina var vinna EM 🙂

  102. Ein létt pæling….Ef Gylfi eða eh tengdur honum er að lesa þetta, þá væri það mjög smekklegt og virðingarvert af honum að gefa það fyrst út hérna á Kop.is ef hann skrifar undir hjá Liverpool.

    Mjög auðvelt að hafa samband við stjórnendur kop.is og koma fyrsta með fréttina hérna.

  103. bjössi ég gæti ekki verið meira samála þér.. en við skulum vona að hvorki hann né einhver á vegum hans miðavið smeklaust orðval hjá sumum vinumokkar hér á kop.is.. frekar virðingarlaust spjall hér.. að mínu mati að minnsta kosti..

  104. það er saamt ekki eitt orð um eitt né neitt á netinu, hvorki á newsnow liverpool né hjá tottenham og alls ekkert í íslenskum miðlum.. ætlaði hann ekki að opinbera í dag hver hans ákvörðun yrði…

Treyjusalan á Lægraverð.is

Spánverjar Evrópumeistarar (aftur) & aðrar fréttir