Opin umræða – Miki Roque

Ég veit ekki með ykkur, en þetta finnst mér vera yfirgengilega sorgleg mynd:

Godwin Antwi, fyrrum unglingaliðsleikmaður Liverpool, birti myndina á Twitter-síðu sinni í gær. Á myndinni eru þeir saman, frá vinstri, Miki Roque, Besian Idrizaj, Antwi og eldri maður fyrir framan þá. Myndin er tekin þegar þeir léku saman í unglingaliði Liverpool undir handleiðslu Rafa Benítez.

Besian Idrizaj lést úr hjartaáfalli fyrir tveimur árum og á sunnudag lést Miki Roque úr krabbameini. Þeir voru víst góðir vinir, þessir þrír. Nú er Antwi einn eftir. Ég man eftir að horfa á þá leika sína fyrstu leiki með aðalliði Liverpool. Það er ekkert svo langt síðan.

Ég mæli með að menn lesi frábæra grein Andy Mitten um áhrif fráfalls Roque á spænska knattspyrnu og sérstaklega Carles Puyol, sem kom úr sama smábæ og Roque og hafði greitt fyrir krabbameinsmeðferð hans. Þá minntist Rafa hans í lokin á pistli sínum í morgun.

Stundum er gott að setja fótboltann í samhengi.

Allavega, þetta er opinn þráður. Ræðið það sem þið viljið. Það er enn nákvæmlega ekkert að frétta af Liverpool eða Gylfa Sigurðssyni.

95 Comments

 1. Blessuð sé minning þessa drengja. Virðing mín fyrir Puyol er mikil eftir að ég las hvað hann gerði fyrir Miki. Það sannast enn og aftur að fótboltinn er auðvitað alls ekki númer 1.

  YNWA

 2. SkySportsNews
  Sky Sources: Tottenham confident of signing Hoffenheim midfielder Gylfi Sigurdsson ahead of Liverpool and Swansea. #SSN #THFC

  🙁

 3. Þetta hefur nú verið auðveld ákvörðun fyrir Gylfa ef maður spáir í því, ömurlegt að vera orðinn klúbbur sem á ekki lengur möguleika á að ná í meistaradeildinna.. 🙁

 4. Valtýr ertu þá að meina að hann fari til LFC en ekki Reading Football Club

 5. Blessuð sé minning þeirra.

  En ég ætla aðeins að spyrjast fyrir um ferðir á Liverpool leiki til þeirra sem vita meira en ég.

  Ég er hér að reyna velja milli þess að fara pakkaferð með ferðaskrifstofu eins og VITA eða Gaman.is eða að notfæra mér þetta verðstríð sem er milli flugfélaga og fara sjálfur og reyna redda mér miða.

  Ég er að hugsa um leik Liverpool – Man City 25. ágúst. Fyrir utan að þetta sé stór leikur þá er þetta fyrsti leikur tímabilsins á Anfield.

  Spurningin mín er því hvort þið haldið að það sé nánast ómögulegt að fá miða á þennan leik án þess að fara í gegnum ferðaskrifstofu eða veit einhver um leið sem það væri hægt? Við erum að fara tvö saman og þetta er alltaf 200.000 þús fyrir okkur bæði ef við tökum pakkaferð. En ef við notum okkur verðstríðið þá er þetta 50-60 í flug og miði á leikinn 40 (þekki þetta ekki, gæti verið rangt). Þar á milli er 100.000 sem ég gæti notað í gistingu í Liverpool og að koma mér frá London til Liverpool.

  Einhverjar uppástungur?

 6. Hei, ég var að frétta að íslenski leikmaðurinn Gylfi Sigurðsson væri kannski hugsanlega mögulega á leið til Liverpool. Væri nú ansi spennandi, fyrir hann. Getur einhver staðfest þetta?

 7. Rodgers vildi klárlega Gylfa enn fékk greinilega ekki stuðning eigenda Liverpool til að bjóða þolanlegan samning. Gylfi virðist því miður á leið til Tottenham. Gylfi vildi klárlega fylgja Rodgers þar sem hann blómstraði undir hans stjórn í leikkerfi sem hentar honum. Hefði slegið í gegn hjá Liverpool. Eins og heyrist þá er ég orðin nokkuð viss um að hann er ekki á leið til okkar og því miður virðist ekki vera stuðningur hjá eigendum til að styrkja liðið. Sorglega farið með fjármuni s.l. sumar og þeir virðast ekki ætla að setja pening í liðið í sumar, eiga kannski ekki pening. Sem sagt engin ástæða til að ætla að við séum að fara að gera eitt eða neitt næsta vetur. Vonandi er þetta svartsýnisraus en ég hef áhyggjur af stöðu mála og við getum ekki endalaust lifað á forni frægð. Með þessu áframhaldi er miðjumoð framtíðin og barátta við að halda þeim leikmönnum hjá okkur sem slysast til að eiga þokkalegt season. Ef framkvæmdastjórinn fær ekki stuðning til að kaupa leikmann sem fæst á góðu verði, er ungur og vill koma vegna tengsla við Rodgers, og er væntanlega ekki með verulegar launakröfur hverjum erum við þá að fara að landa í sumar, ég bara spyr. Sé fyrir mér bjargvættin Joe Cole, kommon.

 8. 16

  Þetta er víst fake account svo það er ekkert mark á þessu.

  15

  Er s.s. orðið klárt að ástæða þess að Gylfi er ekki að koma til Liverpool sé vegna þess að eigendurnir vilja ekki styrkja liðið? Ég held frekar að launapakkinn sem Tottenham er að bjóða er hreinlega það hár að með alla þessa hrúu af miðjumönnum þá sé ekki ráðlegt að jafna tilboð Tottenham. Eins og hefur komið fram þá er miðjan ekki staða sem ætti að vera forgangur að styrkja og hvað vitum við að BR sé ekki að hugsa það sama.
  Það eru og verða allir svekktir ef við missum af Gylfa en það eru fleiri fiskar í sjónum og jafnvel mun verðmætari fiskar.

  Einnig held ég að við ættum að bíða með að kasta einhverjum dómum á einn eða neinn þangað til að þessu máli er lokið. Leyfum Gylfa og Brendan að koma fram og segja sínar hliðar ef Gylfi ákveður að fara annað. Ég trúi ekki að Liverpool hafi bara ákveðið að gefast upp ef þeir virkilega vilja leikmanninn.
  Að lokum vil ég minna á það að fyrir minna en viku síðan var nánast byrjað að selja Liverpool treyjur merktar Gylfa. Á nokkrum dögum kom upp sá rumour að Man Utd, Tottenham og Reading væru allir að berjast um hann. Svo varð allt í einu Tottenham líklegast. Svo urðu Liverpool aftur líklegastir og að lokum erum Tottenham aftur orðnir líklegastir.
  Þótt svo að allt bendi til þess að drengurinn skrifi undir hjá Tottenham þá ætla ég að bíða og sjá. Það getur vel verið að hann verði haldandi á Liverpool trefli innan viku.

 9. Ben Smith?@BenSmithBBC

  @c_mcintosh1 #LFC have not given up hope but they are not prepared to match Sigurdsson’s ‘astronomical’ wage demands. #Spurs favourites

 10. Ben Smith?@BenSmithBBC

  @c_mcintosh1 hard to say how much this is being driven by player and how much agent. Almost sure he’d rather play for Rodgers but £ talks

 11. Hef það frá “annarri hendi” þ.e. aðila sem þekkir Gylfa að hann sé á leiðinni til Tottenham. Það var nánast búið að ganga frá samningi við Liverpool þegar Tottenham kom og bauð honum mun betri samning. Money is everything.

 12. Og svo ég tjái mig aðeins meira um þetta Gylfa mál. Ég held að sama hvað hver fjölmiðill segir að þá sé þetta alls ekki frágengið eða ákveðið. Drengurinn er örugglega heima hjá sér núna í FIFA12 að máta sjálfan sig í Liverpool og Tottenham treyju til skiptis.
  Ef það reynist satt að þetta séu þau lið sem hann er að velta fyrir sér þá hef ég enn trú á því að hann gæti komið til Liverpool.

  Ef við rissum upp smá mynd af Liverpool og Tottenham saman og skoðum hvað hvort lið hefur upp á að bjóða.

  Meistaradeild: Hvorugt
  Evrópukeppni: Bæði
  Barátta um top 6: Bæði (væntanlega)
  Gæða leikmenn: Bæði

  Tottenham hefur ekki þjálfara á móti því að Liverpool hefur Brendan Rodgers. Ef þetta er sett saman svona þá er aðeins ein ástæða fyrir því að Gylfi ætti að velja Tottenham .. peningar. Já money talks í þessu eins og öllu öðru. Og ef það eru peningar sem Gylfi er á eftir þá held ég að Liverpool geti náð í Gylfa ef þeir vilja það. Spurningin er bara hvort þeir tími og þori því að jafna tilboð Tottenham. Ekki aðeins þarf að bjóða manninum þá há laun heldur þarf að krossa fingur að við getum losað okkur við einhverja í staðinn. Við megum ekki gleyma að fyrir Gylfa erum við með:
  Gerrard, Lucas, Henderson, Adam, Spearing, Shelvey, Cole og Aquilani. Þetta eru átta kvikyndi! Og ekki reyna að segja mér annað en að 3/4 af þeim séu á hörku launum!

  Ég sé fyrir mér að BR vilji losa sig við Aquilani, Spearing og jafnvel Cole. Ef hann gæti það pottþétt þá væri örugglega ekkert mál að semja við Gylfa. En málið er að losa sig við þessa leikmenn er örugglega ekkert eins auðvelt og við höldum. Það yrði örugglega ekkert vinsælt að vera með 9 miðjunmenn á launum og 7 af þeim eru með tekjur sem jafnast á við heilt lið.

  Ég held að Gylfi sé heima að bíða eftir því hvort Brendan Rodgers tími að jafna launin sem honum er boðið hjá Tottenham. Ég held jafnfram að Gylfi krossi fingur því það er e-ð sem segir mér að hann vilji frekar spila undir Brendan heldur en að fara í þjálfaralaust lið.

  En maður bíður og vonar. Annars er ég viss um að jafnvel þó hann fari í Tottenham þá eigum við eftir að fá inn leikmenn sem maður verður gífurlega spenntur fyrir.

 13. Þetta er hrikalegt að lesa. Ég man vel eftir drengnum frá þessum tíma.
  YNWA Miki

 14. Í guðana bænum leggið í smá rannsóknarvinnu áður en þið vitnið í þessa twitter snillinga. Það er ROSALEGA auðvelt að finna út hver er alvöru og hver ekki. Ætla að eyða nokkrum ummælum þar sem vitnað er í bull reikninga sem eru ekki til. Ekki taka það til ykkar sem settuð þetta hingað inn, aðallega gert til að rugla ekki enn frekar lesendur síðunnar. Já og Gylfi er ekki á twitter, ekki undir eigin nafni a.m.k. Það er samt til Gylfi Þór Sigurðsson á twitter og hann er svosem hress.

 15. Það er góð spurning hvort Gylfi velur en tímin mun leiða það í ljós en hinsvegar finnst mér enganveiginn vera forgangsverkefni að kaupa skóknarsinnaðan miðjumann þar sem að við erum með Gerrard, Adam , Aquilani ( eins og staðan er í dag) og ungan og spennandi strák sem heitir jonjo Shelvey.

  Mér finnst frekar vanta vinstri bakvörð sem getur veit Enrique samkeppni af því að það kom vel í ljós á síðasta tímabili að hann höndlaði ekki svona marga leiki í röð og dalaði svakalega eftir áramótin. Annað sem þarf líka er bakcup fyrir lucas sem er varnarsinnaður miðjumaður af því að mér finnst spearing enganveiginn nóg og góður en hann má eiga það að hann djöflast og gefur sig allan framm fyrir málstaðinn en sendingargeta, tækni og yfirsýn er eitthvað sem hann hefur ekki. En svo er spurnig hvort að Henderson geti leyst þessa stöðu en ég sé hann fyrir mér sem box to box miðjumann en við hljótum líka að losa okkur við einhverja af þessum miðjumönnum sem við erum með þá kanski helst Aquilani eða adam.

  En svo kemur helsta staðan þar sem okkur vantar menn sem eru kantarnnir og kanski vantar okkur eitt stykki framherja en ég er spentur að sjá hvernig Rodgers muni nota Suarez af því að ég sé hann alveg fyrir mér sem inside foward og ég held að hann spili þá stöðu stundum hjá uraguay en þá þurfum við að bæta við striker til að veita carroll samkeppni.

  En þetta verður spennandi sumar og ég get ekki beðið eftir 18 agúst.

  Y.N.W.A

 16. 14 Þú ert náttúrulega alveg með inside skúbb 100% á hreinu? Veist allt hvað er í gangi innan klúbbsins og hvernig samskipti ganga manna á milli þar?? Piff.

 17. Ætla að þykjast vita í smá stund nákvæmlega hvað er að gerast :

  Gylfi er spenntur fyrir því að spila fyrir Brendan Rogers (og þar að leiðandi Liverpool). Liverpool býður hinsvegar ekki nógu há laun að mati Gylfa og umbans (helvítis umboðsmenn). Umboðsmaðurinn fer á stúfanna og finnur gagntilboð sem er mun hærra en það sem Liverpool var að bjóða, enda voru Liverpool bara að keppa við Swansea. Núna liggur fyrir tilboð frá Tottenham sem er fáránlega hátt leyfi ég mér að segja. Gylfi fer til Íslands, langar að spila fyrir Liverpool en ætlar aðeins að láta þá svitna og sjá hvernig þeirra lokatilboð verður, sem ég reikna með að eigi eftir að líta dagsins ljós.

  Þetta finnst mér allavega mjög líklegt að sé að gerast, en auðvitað má vel vera að Gylfi hafi ákveðið að fresta ákvarðanatöku í viku vegna allt annarra ástæðna.

 18. 21 – Sorry Babu tek þetta á mig ! Maður er bara orðinn svo sjúklega paranoid með þetta Gylfa mál að maður er farin að taka öll tíst alvarlega 😉

 19. Jökull Viðar 24, maður er að vona að það sé eitthvað svona í gangi sem þú nefnir.Ef þetta er 100% klárt með Tottenham af hverju er það þá ekki bara tylkinnt í gær eða dag? það er eitthvað dularfullt við þetta allt saman.

  Annars er eg á því að ef Gylfi kemur ekki þá eru okkar menn með allt niðrum sig, eiga ekki rassgat af seðlum til að eyða í sumar og Henry og félagar ætla að standa sig verr en Gillett og Hicks. Það er alveg á kristaltæru að Rodgers vill Gylfa og ef hann ekki kemur þá eru Henry og félagar að skíta á sig. Ég er buin að hafa mjög slæma tilfinningu fyrir Henry og felögum í langan tíma og óttast ekkert meira en það að þeir seu að fara nkl sömu leið með félagið og fyrri eigendur.

 20. Birkir Örn, talaðu við Lúlla hjá Vita ferðum og ath með Miða á leikinn. Allavega prufaðu að gera þetta á eigin vegum, reiknaðu dæmið þannig því það gæti borgað sig….

 21. Bjarni 28, þessi siða heitir kop.is en þessa dagana erum við að ræða gylfa enda hann eini leikmaðurinn sem hugsanlega var a leið til okkar.

  Se ekki hvað annað menn ættu að vera bunir að vera ræða siðustu vikur enda nkl ekkert spennandi að gerast hja okkar mönnum

 22. Birkir örn, varðandi miða á leiki þá er Liverpool klúbburinn á Íslandi hættur að bjóða meðlimum sínum miða á kostnaðarverði. Þess í stað þurfa meðlimir klúbbsins að kaupa pakkaferðir, með meðlimaafslætti (en samt sem áður ferðaskrifstofuálagi) eða stakan miða (í gegnum þá aðila sem selja þá á Íslandi=ferðaskrifstofur) á okurverði, til að komast á leiki.

 23. Jæja það lítur út fyrir að baráttan um Gylfa hafi tapast. Ferlega svekkjandi verð ég að segja. Maður veit náttúrulega ekkert hvað er í gangi þarna. Ég vona að staðan sé ekki þannig að Brendan Rodgers vilji fá þennan leikmann og borga honum þau laun sem hann vill, en Henry og Co séu því ósammála, og vilji frekar borga einhverjum öðrum þessi laun. Þá erum við komnir aftur með svona stöðu Rick Parry vs. Rafa Benites. það er nú ekki vænlegt til árangurs. Líklegast tel ég nú að Liverpool séu með eitthvað ákveðið launaþak, og að Rodgers sjálfur telji þetta of há laun miðað við það sem hann stefnir að í sumar.

  Talan 70 þúsund pund á viku hefur verið nefnt. Ég segi bara, come on Liverpool, jafna þetta boð. Er ekki Carroll á 60-70 þús pundum? Og meistari Aquilani á 80 þús? Vonandi reynist þetta ekki svipað dæmi og þegar við neituðum að borga 12 milljónir punda fyrir Dani Alves, eða þegar við neituðum að kaupa Ronaldo á 6-7 milljónir punda hálfu ári áður enn hann fór til Manutd. Það þýði ekki að vera að bjóða mönnum laun sem eru bara eins og afsláttur í sund og frítt í bíó einu sinni í viku við hliðina á launum sem einhverjir algjörir sleðar eru á innan liðsins. Gylfi má fá 70 þúsund pund á viku segi ég. Klára þetta dæmi bara Liverpool.

 24. Ótrúlegt en satt þá held ég að breiddin hjá Liverpool sé meiri ef að Gylfi er eitthvað að hugsa um byrjunarliðssæti, spilatíma, samkeppni og þess háttar þætti svo Tottenham væri hugsanlega betri kostur því miður upp á það. Kranjcar farinn, Modric í óvissu, Pienaar ekki að finna sig og lánaður, Huddlestone mikið meiddur, Jenas á láni síðustu leiktíð, Parker (og Sandro?) aftar á vellinum.
  Þá eru Danny Rose, Jake Livermore og já reyndar Van Der Vaart eftir.

 25. en Egill #34

  Tottarar eru stjóralausir þannig að ef að Gylfi velur að fara til þeirra þá þarf ekkert að vera að hann fái neinn alvöru spilatíma … kannski er hann ekki einu sinni í plönunum hjá nýjum þjálfara… Hjá liverpool er hann þó með þjálfara sem þekkir hann og treystir honum fyrir að spila hvern leik.
  Mér persónulega finnst 70 þús of mikið, en ég gæti samt sem áður trúað að Liverpool komi með lokatilboð á síðasta degi til að hrista upp í hlutunum en það er ekki bein vöntun á miðjumönnum hjá Liverpool, bara gæðum spilamennsku þeirra síðasta season 😉

  vonandi skýrist þetta á næstu dögum

 26. Ef það er rétt að Gylfi sé að heimta 70 þúsund pund á viku þá eigum við ekkert að fá hann til okkar.

  Þetta er leikmaður sem náði ekki að vinna sér fast sæti hjá Hoffenheim. Það er alltaf hægt að kenna þjálfaranum um en reynslan segir manni að frábærir leikmenn fá alltaf að spila.

  Hann fær síðan tækifæri hjá Swansea í nokkra mánuði og stendur sig virkilega vel. En það er ekki heilt tímabil þannig að ekkert er víst í þessu. Gylfi ætti ef hann hefur góða ráðgjafa að semja við Liverpool fyrir svipaða upphæð og hann hafði samið um við Swansea en með stuttan samning í huga með tækifæri til að hækka samning sinn ef vel gengur. Rugl að semja við lið sem er ekki með þjálfara og ekki neina vitneskju um hvernig liðið muni spila í framtíðinni. Þetta getur endað eins og hjá Hoffenheim hjá honum Gylfa.

 27. Það er að heyra sem menn fái einhverja höfnunartilfinningu sökum þess að hugsanlegt er að Gylfi komi ekki til LFC. Það þýði að hann taki annað félag fram yfir okkar félag sem þýðir einhverja gjaldfellingu á LFC. Sumir vilja barga borga uppsett verð og ítrustu köfur um laun; gera bara það sem þarf að gera til að krækja í manninn!

  Svona hugarfar er ekki líklegt til árangurs. Gylfi er spennandi leikmaður og allt það. Hitt er síðan annað mál að fullt er til af spennandi leikmönnum. Mér dettur í hug leikmenn eins og Jakub B?aszczykowski (26), Petr Jirasek (26) og Alan Dzagoev (22). Raunar fullt af öðrum frábærum leikmönnum sem of langt yrði að telja upp. Mér dettur ekki annað í hug en að LFC sé að kíkja á leikmenn eins og aðrir stórir klúbbar. Menn láta eins og Gylfi sé í ökumannsætinu eins og þetta væri ball með 100 gröðum gaurum og hann eina daman! Ég tel jafn líklegt að þessu sé öfugt farið og LFC sé búið að spotta aðra leikmenn sem henta jafn vel eða betur. Ekki má gleyma að hluti af þarfagreiningunni er hvað leikmaðurinn hentar markaðsdeildinni vel. Gylfi er frá örmarkaðssvæði og selur ekki margar treyjur borið saman við flesta aðra. Það er því að mörgu að hyggja.

  Að sjálfsögðu óska ég þess sem Íslendingur að fá Gylfa en sem Púlari? Er ekki eins viss og alls ekki ef eitthvað rugl er á Gylfa. Ef kappinn vill frekar til hins stjóralausa Tottenham en til LFC og Brendan Rogers, sem hann hefur unnið lengi með, hvort segir það meira um leikmanninn eða LFC?

 28. Ég veit ekki hvað menn eru að tala um Gylfi og Rodgers eigi sér langa samstarfssögu. Rodgers stýrði Reading í hálft ár og svo unnu þeir saman hjá Swansea í hálft season þannig að það er nú ekkert rosalegt. En þó svo að það fari svo að hann ákveði að ganga til liðs við Spurs þá segir það ekkert sérstakt um hann eða Liverpool. Ég er nokkuð viss um að ef hann fer til Spurs þá viti hann hver mun þjálfa liðið á næsta seasoni og er örugglega búinn að fá að vita hans plön. Ákvörðunin snýst örugglega líka um laun og svo að sjálfsögðu hvar hann og hans fólk vilja búa því það spilar alltaf inní þegar fólk er í atvinnuleit. Fyrir utan þetta allt saman þá getur vel verið að Man Utd hjartað hans slái aðeins líka þegar kemur að því að velja á milli 2 stórra klúbba og þó annar eigi sér töluvert meiri sögu þá standa þessi lið jafnfætis í dag og það getur verið að hann hugsi með sér að það séu meiri líkur en minni að komast einhvern tímann til Man Utd ef hann velur Spurs frekar en Liverpool.

 29. Það virðist vera staðfest að Andre Villas Boas tekur við Tottenham, og að Modric fari. Fjögur félög vilja Modric, Real Madrid búið að semja við hann um kaup og kjör. Eftir að díla við Tottenham, samkvæmt Guillem Balague.

  Gylfa var væntanlega sagt þetta á fundinum með Tottenham. Félagið er væntanlega að selja sinn besta leikmann.

  The Times segir svo í dag að Liverpool sé ekki hætt við Gylfa, talað um í Echo að Tottenham bjóði honum 50% meira en Liverpool. Þannig að ef Liverpool bauð 30 bauð Tottenham 45 þúsund pund á viku.

  Það hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að semja við Gylfa. Auðvitað á félagið ekki að beygja sig eftir öllum kröfum leikmanna, hver sem það er, en þetta eru engar stjarnfræðilegar upphæðir.

  Og ég trúi því að félagið losi sig við Aquilani og þessvegna Cole ef það fær Gylfa. Það þarf eflaust að borga með þeim til að þeir fari, en það er kannski betra til langs tíma, heldur en að borga þeim stjarnfræðilegar upphæðir fyrir að spila ekki neitt í hverri viku.

 30. Gylfa málið virðist vera á þeim stað að Tottenham bjóði mun hærri laun en við. Eðlilega viljum við forðast að einhvers konar spírall fari í gang og því getur besta taktíkin verið að bíða fram á síðustu stundu með að bjóða honum betri samning.

  Ég sé tvo möguleika í stöðunni:
  a) við nálgumst launapakka Tottenham það mikið að Gylfi kemur til okkar.
  b) við segjum bara “take it or leave it” og þá þarf Gylfi að velja á milli hærri launa en óvissu með næsta stjóra og þess að vinna áfram með Brendan Rodgers.

  Mitt mat er að það væri flott og gaman að fá Gylfa. Ungum aðdáendum hér á landi myndi fjölga og ég held að það yrði skemmtilegt krydd í tilveruna. En við eigum alls ekki að sprengja okkar launapakka útaf Gylfa, frekar einbeita okkur að þeim stöðum sem við þurfum að bæta okkur í.

 31. hann er aldrei að fá 70 þús pund á viku hjá Tottenham, það er mun liklegra að það sé í kringum 40 þús pund!!

 32. Nr. 39 Hjalti

  Real Madrid búið að semja við hann um kaup og kjör. Eftir að díla við Tottenham, samkvæmt Guillem Balague.

  Ef eitthvað er hægt að segja um Levy stjórnarformann Spurs þá er það það að hann er helvíti harður á leikmannamarkaðnum. Á alveg gríðarlega erfitt með að trúa því að Real hafi fengið að senda Modric svo mikið sem SMS án þess að semja við Spurs fyrst.

  Gylfa var væntanlega sagt þetta á fundinum með Tottenham. Félagið er væntanlega að selja sinn besta leikmann.

  Þetta væri að sjálfsögðu eitthvað sem gerir Spurs heillandi fyrir nýja leikmenn?

 33. Ég held Gylfi væri ekki fara til Tottenham ef ekki væri fyrir Modric sem er í nokkuð háum launum svo þeir tæknilega ekki brjóta Launaþakið þeirra.

  Mér finnst þetta minna mikið á þegar Liverpool seldu Torres og keyptu Carroll nú er Tottenham gera það sama með Modric og Gylfa þótt þeir er séu mjög ólíkir Leikmenn.

 34. Ég verð að biðja ykkur að afsaka, en þó ég hafi mikið álit á Gylfa Þór þá er ég að verða svolítið þreyttur á umræðunni um hann, finnst að við ættum frekar að fara að athuga hvaða drengi úr vara og unglingaliðum við getum notað frekar en að einblína bara á að kaupa menn beint inn í aðalliðið. Höfum við ekki verið að kaup FULLT af efnilegum piltum þar inn? Mæli með að fara að nota þá frekar.

 35. Varðandi Gylfa, er hann ekki svolítið háður því hvað Hoffenheim vill gera, eða hvað? Varla getur hann upp á sitt einsdæmi ákveðið að fara til Liverpool þegar Hoffenheim hefur samþykkt tilboð frá Tottenheim, svo dæmi sé tekið? Viðurkenni alveg að ég veit lítið um hvernig þetta gengur fyrir sig, en Hoffenheim hljóta að hafa eitthvað að segja um þetta.

 36. Gummi nr. 45, mér skilst að bæði liðin, Tottenham og Liverpool, séu tilbúin að borga þessar 8 milljónir fyrir Gylfa, svo það skiptir engu máli fyrir Hoffenheim hvort liðið hann velur.

 37. Babú, einmitt ekki (síðasti punkturinn þinn), þessvegna gerir það ákvörðun hans að mínu mati enn óskiljanlegri.

  Ég veit svosem ekki með Modric og Real, þetta er frá Guillem Balague, hann hefur oft rétt fyrir sér en alls ekki alltaf.

  Hann segir: “..and Real Madrid – currently in pole position after having agreed financial terms and length of contract with the player.”

  Tottenham selur líklega hæstbjóðanda, Modric vill samt fara til Spánar (Man Utd, Chelsea og PSG líka til í að kaupa hann). Það gæti vel verið að Levy sé búinn að samþykkja einhvernja X upphæð fyrir Modric, en nú sé verið að skoða hvort Sahin sé til í að fara til þeirra í staðinn og það taki smá tíma.

  “It is believed that Tottenham may consider a reduced fee in the region of €25 million from Madrid, if Nuri Sahin were to be included in the deal.”

  Heimildin er hér.

 38. Get vel skilið að Gylfi vilji ekki fara til Liverpool ef þeir geta ekki greitt honum amk það sama og Jordan Henderson fær ?

 39. „It is believed that Tottenham may consider a reduced fee in the region of €25 million from Madrid, if Nuri Sahin were to be included in the deal.“

  Þetta væri reyndar bara þjófnaður fyrir Tottenham. Tek annars Balague orðið með nokkuð góðum fyrirvara en það getur ekki annað verið en að búið sé að semja um kaup og kjör að einhverju leiti ef þeir fá að tala og semja við Modric.

  En það er auðvitað sama hvernig þetta er spunnið þá myndi Spurs (án stjóra) aldrei vinna Liverpool (Rodgers) nema bjóða mun meiri pening og svosem ekkert óeðlilegt við það. Miðað við mest allt sem maður les hefur Spurs boðið það mikið betur að Gyfli getur ekki hafnað þeim fyrir LFC. (nema LFC bæti sitt boð).

  Ágætis punktur annars hjá SIR með ungu strákana sem ég held að komi til með að fá stærra hlutverk núna á næstu árum. Efni í pistil jafnvel. Hvað segið þið sem hafið horft á leiki varaliðsins/unglingaliðsins sl. vetur, eru t.d. Sterling, Suso og Adjoran að fara banka e-ð á aðalliðsdyrnar í vetur? Flangagan og Robinson gætu líka komið meira inn ásamt því að Kelly og Shelvey verða líklega í aðalliðshópnum í vetur. Fleiri? Coady, Wisdom…

 40. Það er svo ruglað að lesa sumar athugasemdirnar hérna. Er svona ótrúlegt að einhver leikmaður sjái önnur lið heldur en Liverpool? Liverpool lenti í áttunda sæti á síðustu leiktíð, leikmannahópurinn er þunnur og Anfield er ekki nafli alheimsins.

  Gylfi fer væntanlega til þess liðs sem býður betur, þá hvað varðar laun, aðstöðu, leikmenn, líklegan árangur og mögulegan spilatíma. Gylfi veit að hann verður að standa sig vel á hvorum staðnum sem er og hann er þ.a.l. alls ekki að hugsa um samband sitt við BR frekar en eitthvað annað. Það er fínt að vita af honum, en Gylfi veit alveg að ef hann stendur sig ekki þá fær hann lítið sem ekkert frá BR – enda er BR kominn með nýja og harðari yfirmenn sem vilja vera með puttana í hlutunum.

 41. Babu #48

  Ég held að það verði nokkrir þeirra sem munu fá að æfa með aðalliðinu í sumar, fá einhverjar mínútur í leikjum og svona svo Rodgers geti fengið að sjá hvaða talent hann hefur sem gæti komið upp í aðalliðið.

  Sterling, Robinson og Flanagan hafa auðvitað allir spriklað eitthvað með aðalliðinu undanfarna mánuði bæði í einhverjum leikjum og á æfingum. Maður getur þá hálf partinn gefið sér það að þeir muni sjást eitthvað á undirbúningstímabilinu til að byrja með.

  Svo er nokkuð spennandi hvort aðrir leikmenn úr varaliðinu gætu fengið tækifæri til að sýna sig fyrir nýja stjóranum. Strákar eins og Ngoo, Suso, Adorjan, Silva, Morgan, Coady, Sama og Wisdom, fóru nokkuð mikinn með varaliðinu í fyrra og vonandi fá þeir að sprikla aðeins fyrir framan Rodgers í sumar – þó það yrði ekki nema bara fram í miðjan júlí þar til EM fararnir mæta til æfinga.

  Það eru svo nokkrir strákar úr ýmist u18 ára liðinu og varaliðinu sem hafa heillað mig töluvert með leik sínum. Fyrst er það Ryan McLaughlin hægri bakvörðurinn í varaliðinu (en er enn gjaldgengur í u18) sem mér finnst alveg virkilega góður – rosalegur talent. Fljótur, sókndjarfur, fínn varnarmaður og ég held að þetta sé eitt mesta talentið í unglingastarfi okkar. Yalany Baio, miðjumaður (frekar varnarsinnaður) hjá u18 er nokkuð spennandi. Pelosi fjölhæfur strákur sem getur spilað í mörgum stöðum (s.s. vinstri bakverði, vinstri kanti og á miðjunni). Ensku strákarnir Jack Dunn og Jordan Lussey hafa heillað mig og líklega marga aðra töluvert í vetur – kraftmiklir, góðir spilarar og virka svona ‘complete’ miðjumenn. Allt spennandi strákar sem maður vonar til að muni taka skref upp í æfingahóp aðalliðsins á næstu árum eða bara strax í sumar.

  Ég hlakka líka til að sjá Joao Teixeira sem Liverpool keypti í janúar frá Sporting en var meiddur út leiktíðina en er víst eitthvað farinn að sprikla aftur ef maður heyrði rétt. Var mjög heillandi í Next Gen leikjunum gegn Liverpool og virkar á mann sem þessi “continental” miðjumaður sem maður heldur að muni blómstra í kerfi eins og Rodgers vill spila. Spurning hvort að hann fái ekki einhver tækifæri líka.

 42. Vonandi fer Gylfi að loka þessu ótrúuuuuulega leiðinlega máli svo menn geti farið að skoða vængmann , sóknarmann og varnarmann.

  YNWA

 43. Hitt er síðan annað mál að fullt er til af spennandi leikmönnum. Mér dettur í hug leikmenn eins og Jakub B?aszczykowski (26), Petr Jirasek (26) og Alan Dzagoev (22).

  @ Guiderian (#37)

  Er ekki ágæt regla í Soccernomics að kaupa EKKI þá sem voru að slá í gegn á stórmóti? Af því að þar hækka laun og verðmiði umfram öll eðlilegheit? Við höfum svo sem bæði g

  Af þessum nefndum þá er Kuba hjá meisturum Dortmund og CL-liði og aldrei að koma til okkar í sumar. Hefðum átt að landa honum þegar Rafa vildi hann á sínum tíma en sú stund er farin. Er líka vængmaður og ekki í stöðunni hans Gylfa.

  Petr Jiracek er næsta óreyndur í toppdeild og kom til Wolfsburg frá Plzen (gott bjórhérað) sl. sumar og bara spilað 13 leiki í Bundesligunni. Skorað að meðaltali 1 mark í hverjum 10 leikjum á ferlinum og með vonlausa hárgreiðslu. Er hann virkilega nógu góður?

  Dzagoev er sjóðheitur þessa stundina og verður eflaust ekki auðsótt mál að landa honum. Hann er einn sá eftirsóttasti í dag og verður hvorki ódýr í innkaupum né rekstri. Alveg metnarfullt að reyna en spurning hvort það sé fyrirhafnarinnar og peninganna virði.

  Gylfi er í raun dæmið um fugl í hendi frekar en tveir í skógi. Kaupverð er sanngjarnt, aldur og styrkleiki passar, Rodgers þekkir hann og við vitum hvað við erum að kaupa. Mjög öruggur díll og eina spurningin í raun hversu góður Gylfi getur orðið í framtíðinni. Því finnst manni mun gáfulegra að gera sitt ítrasta til að landa stráknum, en þó ekki að láta undir hvaða launakröfum sem er. Um að gera að prútta smá við umbann sem er svo sannarlega að vinna fyrir laununum sínum.

  Er t.d. eitthvað betra að ætla sér að kaupa Ramirez á 15 millur eða meira, með álíka eða hærri launapakka og spurning hvernig hann fúnkerar í PL? Ég er vissulega spenntur fyrir honum sem leikmanni en af þeim tvennum myndi ég frekar veðja á Gylfa og nota restina af peningunum í aðrar styrkingar.

  Manni finnst það líka gefa slæm skilaboð ef okkur tækist ekki að landa Gylfa fyrst að við vildum það fyrir viku síðan og töldum hann í hendi þá. Erum við raunverulega svo illa staddir að stjóralausir Spurs með öllu strangari launastrúktúr geti labbað inn í dílinn og stolið manni sem Rodgers gjörþekkir? Ég vona ekki og verð illa svikinn ef við hækkum ekki tilboð okkar nógu mikið til að landa landanum.

 44. Peter Beardsley (#54), ég má nú til með að benda á að Dzagoev er að renna út á samningi um áramótin.

 45. Nú er umræðan um Gylfa búin að vera allsráðandi hérna undanfarna daga og verður væntanlega áfram þar til hann skrifar undir einhverstaðar, ég er vel spenntur fyrir Gylfa og ég tel hann eiga fullt erindi í byrjunarliðið og hann myndi styrkja miðjuna framávið.

  Spurningi er hinsvegar sú hvort að það sé einhver þörf fyrir Gylfa?
  Gerrard, Henderson, Cole, Aquilani og Shelvey spila allir svipaða eða sömu stöðu og hann, að vísu er nánast öruggt að Aquilani er á förum, Shelvey er ungur og efnilegur, Cole er orðin 30 ára, Gerrard er 32 ára þannig að það er í raun bara Henderson sem er framtíðarleikmaður sem spilar reglulega í byrjunarliðinu.
  Að borga ca 8 milljónir fyrir framtíðarleikmann sem ætti að spila meirihlutan af tímabilinu eru frábær kaup. Mér finnst í raun vera skylda að kaupa svona gæðaleikmann fyrir þessa upphæð og launin sem að Aquilani er með ættu að dekka launakröfur Gylfa og vel það.

  Þannig að ég tel þetta allt snúast um hversu mikla þörf telur Rodgers vera á að fá Gylfa.

  Ef að Gylfi skrifar ekki undir hjá Liverpool þá er það draumur minn að James Rodríguez hjá Porto sé efstur á óskalista Rodgers, þetta er leikmaður sem hefur verið orðaður við Liverpool og ég hef reynt eftir bestu geta að fylgjast með þessum leikmanni og ég er ekki í neinum vafa að þessi drengur er framtíðar stjarna.
  Það er ekkert að því að láta sig dreyma aðeins!

 46. Mr. Beardsley. Með því að nefna þessi nöfn er ég fyrst og fremst að vekja athygli á að Gylfi eða ekki Gylfi skiptir engu máli. Nóg er til af spennandi leikmönnum. Ég hefði getað talið upp 15-20 frábæra unga leikmenn sem eru jafn vænlegir kostir og þessi góði landi okkar.

  Versta staða í samningatækni sem þú getur komið þér í er að langa of mikið í í tiltekinn leikmann. Þá semur þú ósköp einfaldlega af þér. Við höfum séð nóg að því hjá Kenny og Comolli. Punktur!

  Það er greinilegt að nú er í gangi einhverskonar störukeppni um Gylfa. Þetta er allt eftir bókinni. Upplýsingum lekið út í taktískum tilgangi til að kreista sem mest út úr dílnum. FSG, eða Brendan, mun ekki láta ýta sér út í einhverja launavitleysu, bail out klásúlur í samningi eða annað rugl sem raskar uppbyggingu liðsins sem er tilgangur þeirra sem eru að semja fyrir Gylfa. Það er gott að mínum dómi að láta aðra að hoppa á þann vagn. FSG þarf að gefa út skýr skilaboð; Don’t try this on us!

  Ef Gylfi Þór vill til Tottenham verði honum að góðu og gangi honum allt í haginn. Það er enginn heimsendir, síður en svo. En ef hann kýs LFC komi hann fagnandi til að taka þátt í stóra verkefninu.

 47. Hvaða kantmenn mynduð þið vilja sjá til Liverpool ?

  Adam Johnson hefur verið orðaður við okkur og hann hlýtur að vera orðinn þreyttur á að sitja á bekknum hjá City. Hann er snöggur, teknískur og þekkir deildina vel. Talað er um 16 millur

  Juan Manuel Vargas hjá Fiorentina. bakvörður og kantmaður sem að gæti gert mikið fyrir vinstri kantinn hjá okkur.

  James Rodriguez hjá Porto eitthvað verið orðaður við okkur en talið er að hann muni bara fara til liðs í CL.

  Væri Adam Johnson ekki góður kostur í þessa stöðu hjá okkur ?

 48. Tek undir margt með Óla í #52 varðandi unglingastarfið. Reyndar held ég að Robinson hljóti að verða lánaður, til þess eins að sjá hvernig skrokkurinn heldur. En Flanagan og Sterling verða með aðalliðinu.

  Er líka hjartanlega sammála með McLaughlin. Mikið efni þar á ferð, var kantmaður á N.Írlandi og skoraði mikið þar, en eftir að við keyptum hann í fyrravetur var hann gerður að bakverði. Mér fannst hann t.d. miklu betri en Flanagan í þeim leikjum sem ég sá, bæði sóknar- og varnarlega. Framtíðarmaður í hægri bak þar myndi ég telja.

  Þegar ég renni yfir hin nöfnin á listanum held ég að bara væri verið að horfa til Suso sem einhvers sem ætti möguleika á næstu leiktíð. Hann var hundslakur í haust en í vor var hann á fullri ferð og ég hefði alveg viljað sjá hann á bekknum okkar í lokaleikjunum.

  Hins vegar finnst mér Coady, Ngoo, Adorjan, Ngoo, Widom og Sama allt vera leikmenn sem nú ætti að lána í neðri deildir. Verða 20 ára næsta vetur (veit reyndar ekki hvort þeir eru löglegir í NextGen þar sem þeir verða enn 19 ára í upphafi tímabils) og þá er bráðum ekki hægt að tala um “unga” leikmenn.

  Vandinn er auðvitað sá eins og Rafa hefur svo oft sagt að þegar þessir guttar eru lánaðir til Gillingham, Exeter, Rochdale eða annarra liða þá fá þeir ekki sömu þjálfun og spila allt annan fótbolta. Eins og sést á því að við erum væntanlega að gefa Nathan Ecclestone frjálsa sölu og Toni Silva hafði lítið upp úr sínu láni síðasta vetur.

  Draumurinn um samstarf við Tranmere þar sem þeir mættu æfa á Melwood gengur ekki svo við erum í hálfgerðri pattstöðu þarna, og löngu kominn tími á að skoða þessa stöðu í enskum fótbolta. Það er ekki bara á Spáni sem b-liðin eru í deildum, heldur líka t.d. í Þýskalandi.

  Fyrst og fremst þá erum við í þeim vanda að það er alltof stórt stökk á milli aðal- og varaliðs félagsins, það eru einstöku leikmenn sem ná að brúa það bil og mín von er að klúbburinn nái að finna leið til að fá fleiri menn af þeirri flæðilínu. Kannski spurning um að fara í samstarf við lið á meginlandinu í efstu deild, ekki ósvipað því sem Antwerpen og Scums hafa gert, því það er í raun alveg ferlegt að fá ekki meira út úr akademíunni og unglingastarfinu.

  Endalaus röð leikmanna eins og O’Donnell, Guthrie, Martin og Peltier til neðri deildar liða eða Palletta, Ajdarevic, Bruna og sennilega núna Pacheco út úr Englandi er farin að þreyta mann. Ungstjörnur sem ekki fá nokkra mínútu í rauðu treyjunni eftir YouTube klippur og ofmat á netinu.

  Martin Kelly vakti með manni von, Flanagan og Robinson hafa ekki náð að fylgja á eftir góðri byrjun og nú vonar maður að breyting sé að verða. En til að styrkja liðið okkar verulega næsta vetur? Ég myndi svara því nei. Við þurfum meiri tíma til þess, þó Sterling hljóti að fá mínútur í sumar til að sanna sig!

 49. Finnst magnað þegar sumir hérna detta alltaf í þann pakka að vilja hinn og þennnan af því að hann þekkir deildina eða er Breskur. Fannst þetta rosalega algengt viðhorf í fyrrasumar þegar glugginn var að opna að það ætti að kaupa breskt. Var einn penni síðunnar (ásamt mörgum öðrum) mjög fastur á því að taka ekki séns á erlendum mönnum því þeir þyrftu tíma til að aðlagast.

  Svo kemur að þvi að þið verslið nokkra menn og fara þeir frekar rólega af stað með liðinu en þá þarf að gefa þeim tíma til að aðlagast liðinu og ekki hægt að dæma þá fyrr en eftir eitt tímabil eða svo.

  Af þeim mönnum sem Liverpool hafa keypt síðan í Janúar í fyrra þá finnst mér eiginlega bara einn hafa fittað strax inní liðið og sá maður kom frá Hollandi.
  Mér hefur einhvern veginn alltaf fundist þetta ofmetinn factor að menn þurfi að hafa spilað í deildinni og komi þannig bara “fullmótaðir” inn í nýja liðið.

  Finnst einhvern veginn að það eigi frekar að horfa í það hvernig kerfi/bolta liðið sem verið er að kaupa mannin frá spilar. Því ef hann er vanur allt öðru kerfi eða bolta þá verður hann líklega lengur að aðlagast öllu. Mín skoðun er allaveganna sú að það yrði mjög erfitt að koma úr Stoke og falla svo beint inn í leikstíl Arsenal.
  Með von um að þið verslið vel í sumar og þurfið ekki að rífast um sumarkaupin allt tímabilið 😉

 50. Liverpool er orðin miðlungsklúbbur. Við getum ekki einu sinni keppt við Tottenham um leikmenn. Fyrir nokkrum árum vorum við toppklúbbur og höfum þróast í miðlungsklúbb á síðustu árum og nú erum við í þeim sporum. Eigendur Liverpool hafa þróað moneyball stefnu vegna þess að þeir hafa ekki efni á að keppa við toppliðin. Svo sem skiljanlegt miðað við fjármagn sem City og Chelsea hafa spilað úr en að geta ekki keppt við Tottenham er bara sorglegt. Það er ekkert í gangi nema eitthvað þras um Gylfa. Þjálfarlausir Tottenham eru að krækja í Gylfa og þetta eru hin liðin að gera:

  Arsenal In:Lukas Podoloski,Olivier Giroud
  Chelsea: Marko Marin,Eden Hazard
  Manchester United:Nick Powell,Shinji Kagawa
  Liverpool: None

  Liverpool réð þjálfara sem hefur aldrei stýrt stórum klúbbi áður og launin eftir því. FSG hafa ekki efni á að borga stærra nafni en Rogers laun. Einfalt mál. Nú stendur til að grisja launakostnað og hátt launaðir leikmenn látnir fara í smá skömmtum. Kuyt er farin, Maxi fer pottþétt fljótlega. Stærri nöfn munu hverfa á braut og ég er ekkert svo viss um að álíka nöfn komi í staðin. Það er ekkert nema gott mál að vera með aðhald í fjármálum en við fáum líka bara leikmenn eftir því. Sem sagt miðlungs leikmenn sem sætta sig við miðlungs laun.

  Eins og staðan er í dag verðum við aðdáendur bara að lækka kröfurnar á getu liðsins. Því miður er Liverpool football club orðin miðlungsklúbbur. Stefnan er örugglega sett hærra en til að koma okkur aftur á fyrri stall krefst margra ára uppbyggingu eða að einhver olíuríkur sugar daddy kaupi klúbbinn.

  Þangað til verðum við bara að sýna massa þolinmæði. Þannig er bara nú staðan í dag því miður.

 51. Fyrir síðasta tímabil keypti Liverpool inn haug af leikmönnum og náði slökum árangri. Kannski næst betri árangur núna þó að fáir verði fengnir til liðsins?

 52. 61 Þú getur varla verið að meina það sem þú segir. LFC keypti leikmenn fyrir 80m punda fyrir rúmu hálfu ári. Félagið styrkti lið eins og Sunderland, Newcastle, Aston Villa og Blackpool gríðarlega án þess að sá fjáraustur skilaði miklu.

  Menn eru reyna að vanda sig í þetta skiptið og þú ert í tjóninu ef þú ályktar sem svo að LFC geti ekki keppt við Tottenham. Annað er að geta eða vilja ekki láta egna sig í einhverja vitleysu.

 53. Mr. Beardsley. Með því að nefna þessi nöfn er ég fyrst og fremst að vekja athygli á að Gylfi eða ekki Gylfi skiptir engu máli. Nóg er til af spennandi leikmönnum. Ég hefði getað talið upp 15-20 frábæra unga leikmenn sem eru jafn vænlegir kostir og þessi góði landi okkar

  @ Guderian (#57)

  Ég skora þá á þig að nefna þessa 15-20 leikmenn í sömu stöðu, 23 ára eða yngri, með sambærilegt record & reynslu, gjaldgengir sem homegrown í PL og jafngóða eða betri kosti en prýða Gylfa. Mega kosta 10 millur punda eða minna. Látum það liggja milli hluta hvort við teljum hann passa vel í kerfið hjá Rodgers (tiki taka & hápressa). Mætti þó vera raunhæft að mestu leyti þannig að þetta sé ekki bara einhver FM-fantasía.

  Fyrst þú getur það auðveldlega þá skaltu gera það. En ekki nefna 26 ára gamlan Tékka sem fæstir höfðu heyrt um fyrir EM, hefur spilað 13 leiki í alvöru deild og með lélegt markarecord yfir ferilinn. Ekki beint “frábær ungur leikmaður”. Að bera þá tvo saman sem jafn spennandi kosti finnst mér nett grín. Ég er spenntur að sjá niðurstöðuna.

  Nú hef ég aldrei sagt né geri ráð fyrir að nokkur hér telji Gylfa vera heimsklassa eða gjörsamlega ómissandi fyrir LFC. Auðvitað getum við lifað án hans. Hins vegar er hann réttur maður á réttum tíma sem smellpassar inn alla þá kríteríu sem við erum að leita eftir. Þeir leikmenn eru ekkert svo auðfundnir. Enda sannar samkeppnin við keppinaut okkar úr sömu deild að Gylfi búi yfir eftirsóknarverðum kostum. Hann er ekki einstakur í heiminum en það væri samt einstaklega fínt að fá hann. Þess vegna vil ég frekar sjá okkur borga nokkrum þúsundköllum meira á viku til að landa honum heldur en að fiska í gruggugra vatni og vita ekki hvað við fáum fyrir peninginn.

  @ Magginn (#55)

  Ég veit það og ef eitthvað er þá mun það akkúrat magna upp samkeppnina um hann. Verður líklega seldur í sumar útaf samningsstöðunni á ca. 10-13 millur og það verður enginn skortur á samkeppni um hann. Launin verða afar há eftir því. Miðað við Rússatengslin þá myndi maður alltaf telja Chelskí líklega til að ná honum. Mér finnst hann spennandi af því sem maður sá á EM og hefur lesið á netinu en ég tel hann ekki raunhæfan kost nákvæmlega núna. En hann er spennandi.

 54. Arsenal að styrkja sig, Man.utd búnir að styrkja sig, Chelski búnir að styrkja sig mikið, Shitty þurfa þess ekki mikið en gera það þrátt fyrir það.

  Liverpool ???????????

  Ég er ekki bjartsýnn á þetta sumar, sýnist þetta verða jafn glatað og venjulega.

 55. 61

  Félagið keypti fyrir 80 m pund 2010/11 og seldi þá fyrir 85 m pund.

  tímabilið 2011/2012 var keypt fyrir 56 m pund og selt fyrir 21 m pund. Sem sagt netto eyðsla 35 m pund eða 30 m pund ef við bætum við gróðan árinu áður.

  Nánari info hér: http://www.transferleague.co.uk/premiership-transfers/liverpool-transfers.html

  Við erum að tala um 30 milljón pund eyðsla í leikmenn frá því Torres leikmannaglugginn frægi var og hét. Jafn mikið og City hendir í einn leikmann eins og að drekka vatn.

  Já ég segi að við getum ekki keppt við Tottenham ef Liverpool eyðir ekki meira 15 milljón pund á ári í leikmenn. Þannig er bara andrúmsloftið á þessum markaði í dag!

 56. svar mitt á vera við # 63…..afhverju var leiðrétta möguleikin tekin til baka hér á kop?

 57. Nr. 60 Barca fan, góðir punktar og ég tek mikið til undir þetta með þér.

  Það eru kostir og gallar við þetta allt svosem en upp á að aðlagast fljótt gæti ég ímyndað mér að tölfræðin sé ekkert frekar með heimamönnum. Þetta er fullkomlega einstæklingsbundið. Munurinn á Suarez sem kemur frekar pressulaus og Carroll sem kemur meiddur með allt of stóran verðmiða á öxlunum er fínt dæmi.

  Það sem blasti við í fyrra og gerir svosem ennþá er að öll félög verða að vera með x marga leikmenn sem eru uppaldir hjá félaginu og x marga leikmenn sem eru uppaldir í heimalandinu. Það gerir samkeppni um bestu heimamennina harða og því alveg hægt að fagna kaupum á t.d. Henderson í fyrra og Andy Carroll þar áður. Þeir eru líka ekki eins líklegir og t.d. svipaðir leikmenn frá Spáni eða ítalíu til að fá heimþrá eftir 2-5 ár og yfirgefa skútuna. Hvað höfum við oft séð slíkt gerast?

  Báðir eru landsliðsmenn Englands nú þegar og báðir lofa góðu upp á framhaldið. M.ö.o. leikmannakaup sem standast ennþá mjög vel skoðun, sérstaklega hjá liði sem ætlar að byggja upp lið á nokkrum árum.

  Adam held ég að hafi bara verið keyptur á svipuðum forsendum og reynt er að kaupa Gylfa núna, ódýr leikmaður sem hefur spilað vel og með marga kosti sem ættu að nýtast stjóranum. Lítil áhætta.

  Downing er síðan enskur landsliðsmaður og var búinn að eiga gott tímabil hjá sínu liði. Kaup á honum voru vel réttlætanleg og eitthvað segir mér að hann verði auðveldari í umgengni en t.d. Albert Riera síðasti vinstri kantur sem við vorum með. Downing var vissulega ekki nógu góður í vetur og svosem ekkert óeðlilegt við að ca. 50% af leikmannakaupum gangi ekki upp, sérstaklega ekki fyrsta árið en kaup á honum var ekkert vitlausara í fyrra heldur en á óreyndum vinstri kantmanni frá Frakklandi, Spáni, Portúgal o.s.frv.

  Það er ekki tilviljun að enskir leikmenn kosti miklu meira og heimti meira í laun og FSG hefur nú þegar sannað að þeir eru alveg tilbúnir að taka þátt í þeim leik. En ef allt væri frjálst er ég ekkert viss um að enskir leikmenn skiptu svona miklu máli og þessi factor í að þeir þurfi ekki að aðlagast skiptir ekki neitt gríðarlegu máli (samt einhverju).

  Innan fárra ára vona ég að við verðum með nægjanlega sterkan kjarna af enskum leikmönnum (og heimamönnum) að hægt verði að einbeita sér meira að bestu bitunum á markaðnum, hvar sem þeir eru niðurkomnir. Raunar vona ég að þeir byrji á þessu strax í sumar.

 58. Ég hefði frekar viljað fá óreyndan leikmann frá Spáni, Þýskalandi eða Frakklandi á 10-15m pund heldur en 27 ára gamlan kantara á 20m sem átti besta tímabil sitt að baki á ferlinum með Aston Villa. Það er gömul mýta að leikmenn þurfi að “venjast” Ensku deildinni. Við keyptum Breska leikmenn fyrir mikinn pening sem áttu að koma með “instant impact” í liðið, en þeir komu með “instant skitu” í staðinn.

  Fyrrum “nonames” einsog J. Hernandez, Papiss Cisse og Demba Ba áttu að vera óreyndir. Ég hef fulla trú á því að við getum fengið menn einsog þá fyrir klink í stað þess að ofborga fyrir ofmetna Breta.

 59. Sverrir, ekki að mótmæla því en hvernig fer þá fyrir kvóta um enska leikmenn? Bara nota óreynda leikmenn úr varaliðinu (sem er að einhverju leiti stefnan til framtíðar grunar mig)?

  Held síðan að allir séu sammála að Downing stóð ekki undir (ekki svo miklum) væntingum. Það var minna talað um það í fyrra og meira að segja hrósað FSG fyrir að borga það sem þurfti til að fá þessa leikmenn inn. Útiloka reyndar ekkert að hann verði betri hjá okkur næsta tímabil þó ég voni að hann verði bara squad leikmaður.

 60. hafði einhver væntingar fyrir downing ? ef einhver hafði þær þá hafði hann ekki séð þennan leikmann spila samfleytt í 7 ár í pl ….

 61. Við hljótum að geta haldið utan um þennan kvóta án þess að ofborga fyrir hvern einasta Breska leikmann sem við kaupum (fyrir utan Adam). Ég tel þessi mistök vera á herðum Comolli og Kenny, ég skil ekki suma sem ásakast við FSG.

  Ég hef fulla trú á Rodgers, mér finnst stefna hans mun ljósari heldur en stefnan hjá Kenny. Ég efast um að hann hafi mikinn pening til umráða, ætli hann þurfi ekki byrja á því að laga brunarústirnar sem Kenny skildi eftir sig.

 62. Nr. 72 Það horfðu auðvitað ekki allir á alla leiki Boro og Villa eins og þú virðist hafa gert, eikki þeir sem velja í landsliðið og/eða sáu um leikmannakaup LFC í fyrra en viðbrögðin við þessum kaupum voru ekkert ofsalega neikvæð þó verðið væri hátt.

  http://www.kop.is/2011/07/15/22.04.53/ eða http://spjall.liverpool.is/m733489.aspx

  Nr.73 Sverrir

  Alveg sammála með það, Comolli og Kenny völdu þessa leikmenn (eða net njósnara Liverpool) ekki eigendur félagsins sem vita mest lítið um fótbolta. Þeir bara komu með það fjármagn sem þurfti og flestir voru ánægðir með það.

  En eins og við töluðum um þegar Comolli kom til Liverpool, ekki vanmeta hann alveg strax. M.v. þitt álit á Henderson og Carroll hefðir þú verið brjálaður yfir kaupunum á t.d. Modric og Bale eftir fyrsta og jafnvel fyrstu tvö ár þeirra hjá Spurs.

  Eins er ég sammála því að ég hef mun meiri trú á stefnu Rodgers, held að hann losi sig við þá sem hann getur en eins hef ég trú á að það sé hægt að ná mun meiru út úr þessu liði.

 63. já, notaðu enska landsliðið sem mælikvarða um gæði hahaha… og já, enn og aftur, skoðaðu meðaltal downing í deild , 4.2 assist og 3.2 mörk . og hvar eru þeir sem sáu um leikmannakaup LFC í dag aftur ? akkurat , þarf ekkert að rökræða þetta frekar

 64. 73 Það er móðgun við King Kenny að skrifa svona: “…ætli hann þurfi ekki byrja á því að laga brunarústirnar sem Kenny skildi eftir sig.” Ég hugsa að Kenny hefði haft annað plan ef hann hefði grunað að eigendur liðsins ætluðu ekki að gefa honum lengri tíma. Kenny var að leggja góðan grunn sem að sjálfsögðu BR þarf núna að halda áfram að byggja á. Ég hef t.a.m. mikla trú á Henderson og Carroll. Og ekki gleyma að Adam brilleraði þar til Lucas meiddist. Ég trúi að BR geti fengið mikið út úr skotvissa skotanum (sem varð reyndar hálf rangeygður eftir áramót).

  Varðandi leikmannamál, þá er mín tilfinning sú að BR og co séu með rauðglóandi línur til Íslands og umba Gylfa, sem og til fleiri umba. Það er verið að linka okkur við ýmsa leikmenn og fróðlegt að sjá hvað verður. Sturridge, Ramirez og Gylfi Þór ásamt einum varnarmiðjunagla og við erum í þokkalegustu málum…

 65. Það er ekki einu sinni kominn júlí, held að menn ættu að halda ró sinni

 66. 74: Mín skoðun gagnvart Hendo og Carroll hefur breyst til hins betra. Henderson sýndi það í lok tímabilsins að hann er miðjumaður og á að spila þar, en ekki útá kanti þar sem hæfileikar hans eru takmarkaðir. Varðandi Carroll að þá fékk hann ekki nægilega aðstoð frá köntunum. Ég held að Carroll eigi eftir að skora helling þegar krossarnir koma á hann, ásamt því að vera ekki alltaf einn inn í teig. Það var óskiljanlegt hversu illa mannaðir við vorum í teigi andstæðingana í vetur.

  76: Ég ber virðingu fyrir það sem Kenny gerði fyrir klúbbinn, en ég nenni ekki að vera tipplandi tánum í hvert skipti sem ég gagnrýni Kenny. Afsakaðu orðbragðið en síðasta tímabil var algjör skita hjá honum, enda var hann rekinn. Fyrst ég gagnrýndi Benitez á hans lokatímabili, þá hlít ég að mega gagnrýna Kenny líka. Ég tel þó að Benitez hafi átt meira til síns máls heldur en Kenny.

 67. 74: Smá viðbót:
  Mín helsta gagnrýni á Hendo var á þessa vegu: ég skyldi aldrei kaupin á Hendo fyrst Kenny ætlaði að nota hann út á kanti. afhverju keypti hann ekki bara alvöru kantara frekar?

  Mér fannst gríðarlega vitlaust að kaupa ungan og efnilegan miðjumann til þess að henda út á kant. Hvað var Kenny að hugsa? með Lucas meiddann hefði Hendo vera langbesti kosturinn í hans stöðu.

  Sem betur fer hafa Caroll og Hendo troðið gagnrýni minni upp í geðið á mér, enda finnst mér alltaf þægilegt að hafa rangt fyrir mér.

 68. Jahérnahér, ef við getum ekki keypt HG player á 8 millur með brill rec og borgað honum þokkaleg laun þá erum við svo sannarlega komnir undir klúbba eins og t.d. Newcastle og Tottenham. Sama hvað hver segir, þá er þetta mjög dapurt 🙁

 69. Er eg sa eini herna sem er farin að efast all rosalega um þessa eigendur okkar?

  Þa er eg ekki bara að tala um Gylfa malið heldur held eg að Henry og Werner hafi logið okkur blindfulla þegar þeir keyptu felagið, eg held þeir seu bara langt fra þvi að hafa það sem þarf til að koma okkur a toppinn aftur. Eg held við seum að færast fjær toppnum en þegar hinir truðarnir attu felagið. Eg er orðinn nokkuð viss um að það kemur ekki eitt stk spennandi leikmaður i sumar og við erum að fara horfa aftur næsta season a 6-7-8 sætið.

  Mer er það lika oskiljanlegt af hverju ekkert heyrist varðandi stækkun anfield eða nyjan voll tæpum 2 arum eftir að þeir keyptu klubbinn, þeir eru að fara somu leið með það mal og fyrri eigendur, þykjast alltaf að allt se að gerast þegar þeir eru spurðir uti malin n svo er eitthvað litið að ske i raun og veru.

  Hin liðin ÖLL að styrkja sig a meðan Henry heldur að sitt lið sem endaði i 8 sæti eða hvað það var geti komist a toppinn an þess að styrkja sig. Man ekki eftir neinu liði i stærstu deildunum sem hefur komist a toppinn an þess að eyða helling af seðlum nuna siðustu àrin og get fullyrt það það að ef Henry ætkar Liverpool a toppinn þarf hanm að eyða helling af peningum en mer synist hann ætla að svikja það sem hann sagdi þegar hann keypti felagið þvi miður.

 70. Virkilega áhugverð Grein um Transfers Market kannski ástæða þess Liverpool hefur verið mjög hægt í Markaðnum:
  http://www.thisisanfield.com/2012/06/liverpool-fc-the-transfer-scramble/

  Flott quote í greinni:

  One of the things that people often cannot look past is the initial transfer fee. When you sign a player there is a total cost to the club; and that goes far beyond the initial transfer fee. A good example would be that we signed Joe Cole (29) for ‘free’ on a 4 year deal worth around £100k a week; which is a total cost to the club of over £20m. Whereas if we hypothetically sign a player at 21 for £10m on £40k a week the total cost to the club is only £18.5m. Logic tells you where the value is.

 71. Viðar #81

  Það er auðvitað eitt atriði sem má alls ekki gleyma. Við vorum að skipta um stjóra, stefnum á að breyta fótboltanum sem við erum að spila en stjórinn hefur hinsvegar aldrei séð hópinn spila sitt upplag.
  Hvernig í ósköpunum stenst það að nýr stjóri kaupi leikmenn án þess að vita hvað vantar uppá? Þá erum við komnir í eitthvað eyðsluflipp sem getur endað með ósköpum, ég persónulega nenni ekki öðru þannig sumri. Tökum því rólega, sjáum hvernig hópurinn spilast staman í júlí og skoðum svo hvar veikustu hlekkirnir í uppstillingu Rodgers verða.

  Þetta er ekki FM og við getum búist við löngu silly season með rosalegum lokasprett (vonandi).

 72. Gylfi er ekki eini leikmaðurinn í heiminum sem kann að spila fótbolta. Kannski munu menn sjá eftir því að hafa ekki mætt launakröfum hans kannski ekki. Eins og komið hefur hér fram að ofan þá hefur Rodgers ekki séð leikmannahópinn spila saman. Hann mun eflaust ekki gera sín fyrstu kaup fyrr en hann er búinn að meta leikmannahópinn þegar hann kemur aftur til æfinga. Við munum eflaust sjá leikmenn sem eru lítið þekktir koma inn í liðið. Það hefur maður allavega á tilfinningunni.

 73. Ég held að við verðum aðeins að anda á þetta. Stjórinn er nýkominn og ég hef enga trú á öðru en hann og eigendur séu farnir að plotta eitthvað. Varðandi Gylfa þá væri maður vissulega spenntur að fá hann. Um forgangsröð má samt deila. Við erum nokkuð vel sett með miðjumenn. Ef hann væri að koma á skikkanlegum launum og fyrir um 8 millj. pund væri það sennilega nokkuð áhættulítill díll. Hins vegar er líklegt að aukinn áhugi sé að pumpa upp launakröfur hans. Það er ekkert skrýtið. Það er bara kjánalegt að ætla að laun skipti ekki máli í þessu. Eins er ekkert ósennilegt að honum yrði ætlað stærra hlutverk hjá Tottenham, sérstaklega þar sem líklegt er að Modric fari. Ef ekkert er farið að gerast eftir 3-4 vikur er ástæða til að ókyrrast að mínu mati, ekki fyrr.

 74. Er þetta sami Viðar Skjóldal og upplýsti okkur fyrir ekki löngu síðan að Gylfi væri “done deal” eða hvernig sem hann orðaði það?

  Það er 27.júní og leikmenn Liverpool enn í sumarfrí, Brendan Rodgers á eftir að líta yfir hópinn eftir að allir snúa aftur á Melwood. Aðeins að róa sig hérna áður en nýju eigendurnir eru rakkaðir í svaðið hérna. Dæmum sumar gluggann þegar honum er lokið, ekki þegar hann er rétt að byrja.

  Anda inn, anda út…SLAKA á…

 75. Minni menn og konur á að Brendan er ekki nýr í faginu þó hann sé væntanlega nýfluttur til Englands frá Wales. Hann veit nákvæmlega hvar leikmannahópurinn stendur og hvað vantar.
  Eigendur vorir eru þó full rólegir að mínu mati á markaðnum og vonandi kemur einhver kippur í þetta. Minni menn líka á, að Spurs voru ekkert búnir að gera á þessum tíma í fyrra en tóku heldur betur kipp í lokinn og keyptu og seldu eins og enginn sé morgundagurinn.

  Slökum á, skellum okkur í golf. Málið dautt í bili.

 76. Egill 86, eg man ekki betur en eg hafi sagt að koma gylfa væri nanast fragenginn en auðvitað væri ekki buið að skrifa undir, hlutir breytast hratt, gylfi var 90-95% að koma til okkar en tottenham er að stela honum a siðustu stundu með þvi að bjoða honum miklu betri samning.

  Það er enn sma von samt, grunar að okkar menn komi með eitt lokaboð an þess að hafa hugmynd um það samt. Ef tottenham var fragengið fyrir viku siðan væri sennilega buið að tilkynna það, umboðsmaðurinn hans sennilega bara all svaðalega að vinna sina vinnu…..

 77. Við þurfum bara að bíða rólegir með leikmannakaupin, þetta er ekki eins og Football Manager þar sem maður getur valið 10 leikmenn í shortlist og boðið í þá alla. Það er ennþá júní og flestir leikmenn eru ennþá í sumarfríi. Þó svo að lið eins og Man Utd og Chelsea séu búnir að kaupa einn eða tvo leikmann þá þýðir ekki að Liverpool sé að skíta upp á bak í leikmannamálunum. Það yrði vitleysa fyrir Rodgers að byrja að spreða í nýja leikmenn án þess að fá vera búinn að fáallan hópinn til sín úr sumarfríi.

 78. Jæja, Gylfagynning hin síðari fer að koma í ljós.

  Hverja er kappinn að gynna?

  Peningar leiða hann kannski til Tottenham sem er alveg skiljanlegt. Vara hann samt við að Villa Boas gæti orðið þjálfari og hann sýndi ekki snarpar hliðar í vetur. Algerlega overrated.

  Hann veit hvað hann hefur í Brendan. Skemmtilegur bolti sem hann mun smellpassa í.

  Fyrir utan að hann myndi ganga inn í þvílíkt fanbase á Íslandi að hann þyrfti ekki að taka upp veskið á klakanum það sem eftir er 😉

  Það er eitthvað.

  Morgundagurinn verður spennandi.

  YNWA

 79. I don’t get why Gylfi Sigurðsson would choose Spurs when it looks like André Villas-Boas will be the new manager there and he plays 4-3-3.

 80. Fá fjölmiðlamenn eins og Elvar Geir (Burger2) o.fl. eitthvað kick útúr því að vitna í te sn? Óþolandi hversu algengt þetta er

 81. t** **n átti þetta að vera. eru menn að reyna að pirra Liverpool-menn, hvað er málið með þetta

 82. Er Elvar Geir Poolari?
  Ef ekki þá er honum líklega slétt sama um hvaða sorprit hann vitnar í til að fá fleiri flettingar.
  Það væri annsi lítið á gerast á .net ef ekki væri fyrir sorprita tilvitnanir, eða öðrum ísl miðlum ef út í það er farið ; )

 83. Nr. 94 nei hann er United maður. Hinir tveir eru Liverpool menn en enginn af þeim held ég að missi svefn yfir gengi þessara liða neitt.

Gerrard leiðir hópinn í kvöld, slúður og opin umræða

Treyjusalan á Lægraverð.is