EM, Hillsboroughfréttir og leikmannaslúður – opinn þráður

Á þessum ágæta miðvikudegi er ekki úr vegi að ræða aðeins stöðuna sem uppi er í EM þetta sumarið. Englendingar tryggðu sér þátttöku í 8 liða úrslitum með sigri á Úkraínu í gær þar sem langbesti enski leikmaðurinn, Steven Gerrard, sigldi sinni skútu í höfn. Í kjölfarið hefur töluverð umræða farið í gang um gæði Captain Fantastic í þessu móti og almennt.

Skemmtilegast finnst mér að vísa í ummæli Patrick Vieira sem lýsti hrifningu sinni á Gerrard og sagðist aldrei hafa skilið vangaveltur um það hver ætti að verða fyrirliði Englands. Fyrirliði liðs eigi að vera sá sem er leiðtoginn og sýnir öðrum hvernig eigi að taka á málum og Gerrard hafi í sínum huga alltaf verið sá maður í Englandi. Flott umsögn um okkar mann, mikið sem ég vona að hann haldist heill í vetur og sýni okkur sínar bestu hliðar. Fer ekki ofan af því að Gerrard er enn í topp fimm sem miðjumaður í heiminum – mitt mat allavega.

Í dag birtist svo í staðarblaðinu Liverpool Echo staðfesting á því að þann 12.september verða birtar skýrslur um Hillsborough-slysið til fjölskyldna þeirra sem eiga um sárt að binda í kjölfar þess hörmulega atburðar. Hillsborough Justice Campaign (HJC) á enn eftir að gefa út sín viðbrögð, en í tístum frá þeim virðist gleði með það að staðið verði við tímasetningu þessa atburðar haustið 2012. Það stefnir í að áratuga barátta fyrir því að allar upplýsingar um slysið verði uppi á borði sé að ná takmarki sínu. Það er glæsilegt.

Leikmannaslúðrið í dag snýst nú mest um þá sem eru nú þegar í Liverpoolborg. Fyrst er að nefna að snillingurinn Daniel Agger var í viðtali í heimalandi sínu og lét þar í ljós áhuga sinn á að framlengja samning sínum hjá félaginu. Núverandi samningur á eftir tvö ár, en Agger segist spenntur fyrir framtíðinni hjá klúbbnum og vill vera áfram. Bara snilld.

Ekki heyrist neitt svar frá félaga hans Skrtel við leiðindaorðrómi alls konar sorpblaða um að hann vilji fara, nú er verið að nefna Dakestan-risann Anzhi sem er undir stjórn Guus Hiddink, en auðvitað á maður ekkert að vera að láta gulu pressuna ergja sig. Mig langar nú samt til að sjá svona ummæli frá Skrtel í kjölfar Danans…

Enn eitt sumarið er svo umboðsmaður Aquilani einn vinsælasti viðmælandi íþróttasíðna, nýjasta sem sú mannvitsbrekka tilkynnir er að Alberto muni mæta til æfinga á Melwood í júlí, hann muni alls ekki samþykkja samningsriftun og ekkert lið sýni honum nú áhuga. Svei mér þá, ég vorkenni þessum ágæta dreng að eiga svona hauk í horni sem umbinn er. Hann röflar stanslaust, lengi vel var það að hann yrði væntanlega áfram hjá liðinu sem hann væri í láni hjá. Þegar það virtist erfitt þá fer hann í að tala um að verið sé að “leita lausna” til að ná samningi þó lánsliðið hafi ekki spilað viðkomandi nóg til að virkja kaupklásúlu. Svo fer hann að tala um að “eitthvað verður væntanlega að frétta fljótlega, en auðvitað á Liverpool hann ennþá”. Svo þegar allt virðist í vörðurnar rekið koma ummæli eins og þessi.

Aquilani mætir því til æfinga í júlí hjá nýjum stjóra og enn mun umræðan fara í gang um hvort hann sé nógu góður í þetta eða hitt þegar öllum er ljóst að hann vill fara heim til Ítalíu þar sem fjölskyldan hans býr. Ef að umbinn hans nær því ekki í gegn þá hlýtur eitthvað að vera að. Ég held að Aqua-man sé nægilega góður til að spila með góðu liði í Serie A og hann ætti bara að reka gaurinn í gær og ráða sér nýjan umba. Allir aðdáendur Liverpool held ég væru alveg til í að sjá hann í alrauðum búningi, en það er svo morgunljóst að það vill Alberto ekki nema að allt annað bregðist og því vona ég innilega að þessi farsi klárist í sumar.

Alltaf er svo fínt að kíkja á slúðurhornið í Liverpool Echo til að sjá á hvaða blaður þeir trúa. Þar er frétt um að við séum að skoða Aly Cissokho sem er jákvætt en afar neikvætt á móti er að AC Milan sé að skoða kaup á Pepe Reina. Ég held reyndar í dag að það sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Pepe, hann virðist afar jákvæður í garð nýja þjálfarans.

Ekkert nýtt af meistara Gylfa ennþá, vonandi klárast það mál á næstu dögum, því ef að Gylfi er ekki að koma þarf Rodgers að fá tíma fyrr en seinna til að horfa í aðrar áttir með sóknartýpu.

En annars er þráðurinn opinn, en vert er líka að benda á að ef að menn hyggjast ræða meira um gæði ungra miðjuleikmanna hjá LFC þá er upplagt að skoða þráð hér að neðan en ekki lita umræðu við þennan pistil takk…

175 Comments

  1. Á ekki að fara bresta á eitt stykki podcast 🙂 ?

    Annars flottur pistill 🙂

    -YNWA

  2. Nr. 1

    Tökum að öllum líkindum sumarfrí fram yfir EM, KAR fór að skoða heiminn, SSteinn er kominn með lögheimili á golfvellinum, Einar Örn getur ekki meiri fótbolta í bili eftir gengi Svíþjóðar og Hollands á EM og það er ekkert rafmagn á Snæfellsnesi á sumrin.

  3. Sælir félagar

    Mikið er ég feginn að skuli kominn nýr þráður og Siguróli mun taka pennann til kostanna ef umræða verður fátækleg. Takk fyrir góðan pistil sem þó er frekar innihaldsrýr, amk. hvað slúður varðar. Er ekkert að frétta af Adam Johnson málinu. Það er maður sem ég hefi mikinn áhuga á. Frábær leikmaður sem hefur verið nánast algjörlega sveltur af liði sínu á síðustu leiktíð. Mundi örugglega mæta til leiks af fullri einurð og löngun til að sanna að MC hafi gert mikil mistök að nýta hann ekki betur.

    Annars bara allt gott í blíðunni. Skil að vísu ekkert í Magga að búa á þessum rafurmagnslausa útkjálka þegar staðir eins og Skaginn mundu taka honum fagnandi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Babu

    En það er allt gott að frétta af Selfossi?

    Annars sit ég og refresha newsnow, twitter og fleiri góðar síður með von um að fréttir af Gylfa berist. Það verður virkilega gaman að fá íslending í liðið.
    Annars er ég mjög sammála Sigkarl með Adam Johnson. Þar er leikmaður sem ég hef miklar mætur á og tel að hann gæti orðið frábær viðbót í liðið.

    Annars bíður maður spenntur eftir frekari fréttum. Guð sé lof að EM er í gangi í sumar. Lið mitt hér á Íslandi (KA) er ekki beint að gera þá hluti sem maður vonaðist eftir að veita manni þá spennu sem önnur knattspyrna er að veita manni. Bíð þó spenntur eftir grannaslagnum annað kvöld.

  5. Sýna stoðsendingar Gerrard á EM ekki einmitt að hann á heima hægra megin á vellinum? Miðja Englands hefur varla tekið þátt í mótinu ef út í það er farið.

  6. Sammála þessu með Adam Johnson….held að hann væri mikil efling á hópnum (og raunhæf efling) en maður verður að bíða og sjá.

    Hinsvegar er manni farið að langa að heyra meira af Gylfa fréttum sem og einum framherja til….finnst persónulega að okkar liði vanti einn góðan og duglegan finisher í sóknina, þessa Raúl týpu.

    Vona innilega að við höldum sem flestum af þessum hóp sem við erum með í dag, góð viðbót að fá Cole aftur inn því ég held að hann gæti alveg sýnt sitt rétta eðli hjá Rogers. Aqua-man má vera á Ítalíu fyrir mér þar sem að hann hefur ekki sýnt fram á það á neinn hátt að hann vilji spila fyrir okkar ástkæra lið.

    Jæja…..núna vill maður fara að heyra einhverjar leikmannafréttir!!!

    Svo ég hendi nú fram einni spurningu á þá sem nenna að svara og velta fyrir sér….hefur einhver sóknarmaður/sókndjarfur leikmaður verið að heilla á EM, einhver svona ,,Nobody” líkt og Hernandez var hjá scum?

    YNWA

  7. Efast um að það sé mikið til í þessum Adam Johnson sögum, sé ekki að City fari að selja okkur hann og hvað þá að við förum að eyða um 15m í hann (útiloka þó ekkert eftir síðasta sumar).

    Hef reyndar séð alveg afskaplega lítið af þessum leikmanni enda er hann jafnan á bekknum en hann virkar á mig alveg rosalega eins og yngri útgáfa af Stewart Downing. Gott ef hann var ekki bara undir hans verndarvæng þegar þeir voru báðir hjá Boro. Hefði ekkert á móti því að fá hann á Anfield, hefur alveg hraða og tækni en efast um að hann komi og nenni ekki að velta slúðri um hann mikið fyrir mér.

  8. Matti.

    Mér finnst Gerrard einmitt hafa náð að sýna ótrúlega mikið miðað við að vera inni á miðju. Parker situr og hleypir honum fram á við, Hodgson setur liðið þannig upp að Milner situr meira en Young og Gerrard fær augljóslega mikið leyfi til að fara upp til hægri og setja hann inní.

    Í leik gærdagsins vann SG ótrúlega mikla varnarvinnu og allt spil liðsins gekk í gegnum hann. Ég held að hann sé leikmaður sem eigi eftir að blómstra ef að tiki taka fer vel í gang (eða Liverpool Way eins og Rodgers vill kalla þetta). Það kerfi gengur út á flæði sóknarmannanna og einmitt þess vegna fæ ég vatn í munninn að hugsa um Gerrard og Gylfa í þessum stöðum (krossa fingur).

    Annars ættum við kannski að tala aðeins um Roy Hodgson. Lýsti því hér í vetur að ég teldi enska liðið geta náð langt undir hans stjórn. Fullt af leikmönnum liðsins eru vanir því að spila djúpa vörn, leikmenn eins og Terry, Cole, Lescott (frá Evertontímanum) og Parker mikið spilað þessa týpu af fótbolta. Svo stillir hann upp passívum væng (Milner) og aggressívum (Young). Rooney undir senter og hann er alveg til í að verjast, uppi á topp hefur hann stóra leikmenn sem geta haldið bolta ágætlega. Stórhættulegt lið í set-piece og skyndisóknirnar vel útfærðar. Leikkerfið 4-4-1-1. Auðvitað langt frá því að vera skemmtilegt en þetta er að ná árangri.

    Hins vegar er ég viss um að Hodgson hefði viljað aðra mótherja en Ítali. Ítalirnir matcha ekki enska liðið vel upp, eru sjálfir passívir og beita skyndisóknum. Held að við sjáum lítið af færum og mörkin komi upp úr set pieces.

    Ég hef aldrei gert lítið úr hæfileikum Roy Hodgson, en hann var einfaldlega ekki rétti maðurinn á Anfield. Leikmenn sem hafa verið hjá honum lýsa þægilegum vinnumóral þar sem hópurinn stendur saman, hann geri miklar kröfur um aga og skipulag og fari náið í varnarhlutverk og vinnu að fá ekki á sig mörk. Það vinnur ekki vinsældakosningar en einstöku leiki og jafnvel stundum mót.

    Ég allavega gladdist yfir því að sjá karlinn í viðtölum gærdagsins, enska pressan var alveg tilbúin fyrir mót en nú koma ekkert nema jákvæðar fréttir úr herbúðum enskra og ég sá flagg með “In Roy we trust” á mynd úr stúkunni í gær.

    Besta mál, en breytir því ekki að hann passaði ekki inn í þá hugmynd sem LFC-aðdáendur hafa í kollinum þegar kemur að leikstíl og uppleggi Liverpool. Hann var á röngum stað í það verkefni en virðist nú vera á réttum!

  9. Góðar fréttir af Scum,eigan ansi erfitt prógram sjálfir leikir eftir CL.

    “Það er ekki nóg með að United þarf að spila á útivelli í fimm af þessum skiptum því andstæðingarnir eru ekki af lakari gerðinni. Liði heimsækir nefnilega Liverpool, Newcastle United, Chelsea, Aston Villa og loks Manchester City helgina eftir leiki sína í Meistaradeildinni.”

    En vona eithvað fari að gerast og eithver öflugur kantmaður fari að vera orðaður við okkur koma smá hraða í liðið og we are good to go!

  10. Það er ekkert að frétta þessa dagana af Liverpool, enda stórmót í gangi.

  11. Í leik gærdagsins vann SG ótrúlega mikla varnarvinnu og allt spil liðsins gekk í gegnum hann

    Ég tek undir fyrri partinn, ekki þann seinni. Hvaða spil? Enska liðið hefur spilað afar lítið í þessari keppni ef við berum fjölda sendinga hjá ensku miðjumönnunum saman við miðjumenn hjá öðrum liðum kemur það ekki vel út.

    Hodgson hefur sýnt það að hann getur gert ágæta hluti með minni lið, skipulagt varnarleik afskaplega aftarlega, hreinsað langt fram og áhersla á föst leikatriði í sókn. Það hentar þessu enska liði, en það má ekki líta hjá því að England hefði getað tapað öllum þremur leikjunum í riðlinum og Úkraína var betra liðið í gærkvöldi.

    Sem fyrr er ég ekki að segja að Gerrard sé ekki frábær í fótbolta, en frammistaða hans hingað til á mótinu sýnir ekki að hann sé stórkostlegur á miðjunni. England spilar yfir og framhjá miðjunni. Það sem Gerrard hefur gert frábærlega er að gefa fyrir, bæði úr opnu spili og úr föstum leikatriðum. Enska liðinu hefur t.d. ekki gengið vel að halda boltanum, sem er eitt af því sem miðjumenn bera dálitla ábyrgð á.

    Varnarlega hefur Gerrard alveg verið að skila sínu eins og flestir leikmennirnir í 10 manna vörn enska liðsins. Það sem menn hrósa honum og Parker þó mest fyrir eru hetjulegar tæklingar og blokkeringar. Nokkuð sem bestu miðjumenn gera ekki jafn mikið af því þeir eru yfirleitt betur staðsettir og þurfa ekki að fleygja sér fyrir boltann á fullri ferð.

  12. Ég tel að Hogdson hafi gert magnaða hluti með þetta lið. Það eru tveir heimsklassaleikmenn í þessu liði; annar spilar í marki og hinn var í leikbanni fyrstu tvo leikina (alveg á mörkunum að maður geti kallað Rooney heimsklassaleikmann).

    Annars samanstendur hópurinn af duglegum leikmönnum sem berjast fyrir málstaðinn. Gerrard er leikmaður sem getur framkallað occasional brilliance en að kalla hann meðal fimm bestu miðjumanna í heimi er móðgun við Xavi, Iniesta, Scweinsteiger, Toure, Silva, Özil, Modric, Scneider og þannig mætti áfram telja.

    Á meðan sitja Arnar Gunnlaugs og Hemmi Hreiðars og dást að þessu enska liði. Segja að það eigi að spila blússandi sóknarbolta gegn Frökkum og að Englendingar þjáist af minnimáttarkennd. Staðreyndin er sú að England hefur átt afskaplega fáa leikmenn í heimsklassa síðustu ár og þegar einhver leikmaður innan við tvítugt skorar tvennu þá er hann umsvifalaust titlaður með efnilegri mönnum heimsins. Það er ástæða fyrir því að þetta lið hefur ekki gert neina hluti síðustu áratugi í alþjóðafótbolta.

    Þetta var stefnulausa röfl dagsins.

  13. Eigum við nú ekki alveg að róa okkur og reyna tapa okkur ekki í ruglinu. England er með hörkulið uppfullt af byrjunarliðsmönnum Man City, Man Utd, Liverpool, Arsneal, Tottenham og Chelsea. Betri hóp en flest lið á þessu móti.

    Það að þeir haltri yfir Úkraínu og Svíþjóð er ekkert nema lágmarkskrafa og satt best að segja unnu þeir frekar ósannfærandi í báðum leikjum (skoðið hópa Úkraínu og Svíþjóðar). Talað er um liðið, með stjórann í fararbroddi eins og þetta sé jafn lélegur hópur og hjá Grikklandi og spilað er svipað skemmtilegan (en árangursríkan) fótbolta og einmitt Grikkir.

    Hodgson er bara enn á ný að spila sitt kerfi og talar svipað loser tal í fjölmiðlum og hann gerði hjá Liverpool. Hann er reyndar með besta hóp í höndunum sem hann hefur haft og nú með smá meðbyr með sér en guð minn góður hvað ég er feginn að þessi maður kemur ekki nálægt Liverpool lengur og hjálpi mér hvað Englendingar eru ekkert að fara nálgast bestu þjóðir heims í þróun knattspyrnumanna ef hans stefna og hugsun í fótbolta verður leiðandi.

    England gæti alveg skellt Ítölum og ég vona að þeir geri það, en Þýskaland held ég að fari enn á ný með þá í ÁTVR og sýni þeim hvað Davíð keypti ölið.

    og að lokum Makkarinn, ef ég man rétt þá ertu sjaldgæf tegund af málefnalegum Everton manni, en guð minn almátthugur ekki þetta bull um að Gerrard sé ekki í hópi með þessum miðjumönnum. Þeir yrðu flestir stoltir af því að vera taldir upp í sömu andrá og Gerrard.

  14. @Makkarinn

    Ég held að þú þurfir nú aðeins að skrúfa Liverpool gleraugun af þér núna. Þó að Rooney sé liðsmaður United og svarinn andstæðingur Liverpool þá verður það nú ekki tekið af honum að hann uppfyllir klárlega skilgreininguna heimsklassaleikmaður.

  15. Já ég las greinilega ekki alla málsgreinina hjá Makkaranum. Gerrard hefur verið heimsklassaleikmaður svo árum skiptir, hefur reyndar aðeins hallað upp á það sl. 2 ár vegna meiðsla. Hans frammistaða á þessu móti hefur þó sýnt það að hann er enn í fremstu röð!

    Liverpool gleraugnakommentið er hér með dregið til baka…Hvar er edit takkinn? 🙂

  16. Ég er soldið smeykur um að Skrtel sé að hugsa um að fara til að fá að spila í Meistaradeildinni. Er búinn að vera að lesa að Benedikt Höwedes sé orðaður við Liverpool og einn mjög ungur hafsent Jordan Willis. Jordan Willis myndi að öllum líkindum fara bara beint í unglingastarfið, en hann er tröllvaxinn 94 módel og ég væri alveg til í að fá hann. En þetta með Höwedes er e-ð sem ég er að klóra mér í hausnum vegna….. Af hverju ætti Höwedes, fyrirliði Schalke og bara 24 ára, að koma ef við erum með 4 cb nú fyrir. Nema þá einmitt að Skrtel sé með hugann e-ð annað, eða er Carra að fara stíga til hliðar? Vona að það sé seinna atriðið, ég yrði allavega sáttur að fá Höwedes inn og Carra út (no disrespect). Tek fram að slúðrið um Höwedes las ég á crap offside

    Hérna koma svo linkar á framherja sem hafa verið linkaðir við okkur síðustu daga:
    http://www.liverpoolfc.com/news/media-watch/talksport-reds-linked-with-real-madrid-teen-video

    http://www.liverpoolfc.com/news/media-watch/sporting-life-castaignos-set-to-leave-inter-video

    http://www.liverpoolfc.com/news/media-watch/talksport-napoli-enter-race-for-reds-target

    http://www.liverpoolfc.com/news/media-watch/daily-express-borini-link-video

    Hvern myndu menn helst vilja?

    Real Madrid framherjinn er að heilla mig mest, svo Borini og að lokum Castaignos.

  17. Ættum að fara að sjá eitthvað gerast með Gylfa á næstu dögum, hann hefur verið í fríi í USA síðustu tvær vikur og því eðlilegt að ekkert hafi gerst í þessum málum. En hann er allavega kominn frá USA og nú er ekkert því til fyristöðu að klára þetta mál og vonandi verður hann orðinn leikmaður okkar eftir helgi einhverntímann.

    Ég hugsa að ég hengi mig ef að hann kemur ekki, þar sem að tveir landsliðsfélagar hans hafa staðfest að hann ætli að fylgja Brodgers 🙂

  18. Það jafnast ENGIN á við GERRARD, ekki einu sinni litla tröllið með hrossahárið.

    YNWA

    Leikur Englendinga og Ítala verður 99% hundleiðinlegur. Leikurinn fer í bið og það verður kastað upp á hver vinnur.

    YNWA

  19. Ég er sjokkeraður yfir því að Everton maður geti ekki viðurkennt að Gerrard sé einn af bestu miðjumönnum heims. Þeir gátu ekki viðurkennt það þegar Gerrard var valinn besti leikmaður deildarinnar, gátu það ekki þegar Gerrard var valinn besti leikmaður meistardeildarinnar, og gátu það aldrei þegar Gerrard var í hópi þeirra sem tilnefndir voru sem besti leikmaður heims ár eftir ár. Auðvitað geta þeir það ekki heldur þegar Gerrard er að spila eins og kóngur EM og hefur verið einn albesti leikmaður Englands. Einstaklega vel gert Makkari. Þessi þrautsegja er til fyrirmyndar.

  20. Höddi B, nei leikurinn verður svo leiðinlegur að það verður kastað upp, á þann sem að vinnur 🙂

  21. Sigurður 23:
    Auðvitað er það ekki fréttnæmt að Gerrard sé maður leiksins, það er alveg gefið að hann sé maður allra leikja 😉

  22. Gaman að sja Gerrard i gamla forminu sinu, langar samt að fara sja hann taka langskotin sin aftur, hann hefut ekki hamrað fyrir utan teig i 2-3 àr, kannski eitthvað vegna nàrans a honum an þess eg viti það.

    Gaman að sja makkarann aftur, sa siðast bola a honum a spjallborði liverpool.is sirka arið 2002….

    Eg a 2 everton vini, reyndar bræður, besta sem eg hef heyrt fra þeim og reyndar heyrt fra þeim i tiu ar og þap et það að tim cahill se betri en gerrard..

    Gaman af þessum everton monnum, veruleikafirrtari kvikindi er ekki hægt að finna. Eg vorkenni þeim. Gleymi ekki þegat eg gerdi mer ferd og skoðaði ryðhruguna ( goodison park ) an efa ljotasti vollurinn i deildinni….

  23. Ég vona að Brendan Rodgers kaupir finnur einhvern einsog Vorm.

    Þessi vegna fannst virkilega óvart sjá þennan Lista af Leikmönnum sem hafa slegið í gegn í Hollandi og öðrum Löndum:
    http://bleacherreport.com/articles/1225679-liverpool-transfers-top-5-realistic-transfer-targets-for-brendan-rodgers

    Svo held ég þessi kaup sé góð:

    http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/transfer-rumours/120619/inter-join-liverpool-and-newcastle-chase-french-ace-174783

  24. nr 14.
    Það að þeir haltri yfir Úkraínu og Svíþjóð er ekkert nema lágmarkskrafa og satt best að segja unnu þeir frekar ósannfærandi í báðum leikjum

    Samt spáðu flestir að Englendingar myndu sitja eftir í sínum riðli (m.a. vegna hins vonlausa stjóra), og fæstir því að þeir myndu sigra sinn riðil.

    Að lenda 2-1 undir og sigra sterkt sænskt lið (sem vann sannfærandi sigur á frökkum) og að sigra Úkraínumenn á gríðarlega erfiðum velli, fullum af öskrandi Úkraínumönnum, þar sem Englandi nægði jafntefli, myndi ég segja að væru sterk úrslit, gegn liðum sem höfðu að mínu mati fullt erindi í 8 liða úrslitin.

    Þó Ítölum tækist að slá Englendinga út þá er Roy Hodgson þegar búinn að vinna sér inn vinnufrið til að undirbúa Enska landsliðið fyrir næstu heimsmeistarakeppni.

    Hvað er annars að frétta af meistara Benitez? Tottenham virðast engan áhuga hafa, frekar en önnur lið.

  25. Skrtel a leið til man c.? 25m ættu að þyða sala skv moneyball. væri fin sala að minu aliti.

  26. Samt spáðu flestir að Englendingar myndu sitja eftir í sínum riðli (m.a. vegna hins vonlausa stjóra), og fæstir því að þeir myndu sigra sinn riðil.

    Skiljanlega höfðu margir (ekki flestir) ekki trú á Englendingum með þennan lúser sem stjóra. Hann virðist nú hafa minnsta trú á þessu sjálfur.

    Benitez er heima hjá sér að pússa verðlaunapeningana sem hann hann hefur unnið í boltanum, tekur 2-3 ár.

    Það er síðan kjánalegt að reyna blása eitthvað upp sigra á þessu versta sænska liði sl. áratugar og Úkraínu sem margir héldu að yrði einmitt hálfgert fallbyssufóður á þessu móti með 35 ára Sheva og Voronin frammi. Úkraína er neðar en Wales á óskeikulum styrkleikalista FIFA

  27. Tek 10000% undir með Babu hér að ofan í kommenti 31. Woy hefur engu breytt hjá þessu enska landsliði á þeim 2 til 3 vikum se hann er búin að vera með liðið. Þetta eru bara gæði leikmannana sem er að koma þeim upp úr þessum riðli. Ég á ekki von á að þeir komist langt gegn varnarmeisturum Ítala, en þó er höggvið stórt skarð í vörn þeirra með því að Juventus tröllið Chelini (stafs.) er meiddur. Það gæti dugað enskum, en ég held samt ekki.

    Þeir hafa notið góðs af því að Gerrard hefur verið meiddur töluvert á síðasta tímabili með Liverpool og hann er höfuð og herðar þessa enska liðs.

    YNWA

  28. Hvernig er ekki hægt að hrósa þjálfaranum Roy Hodgson fyrir að hafa klárað riðilinn, Frábær árangur

  29. ég held að sumir ættu að taka niður liverpoolgleraugun sín og játta það að roy er að gera mjög góða hluti með þetta enskalið.. þarsem að hann fékk bara korter til að undirbúa liðið og plús hann er búinn að missa nopkkra lykillmen..

  30. Merkileg andúð í garð Roy hjá þér Babu, maður sem hefur verið að froðufella yfir getu Benitez… en þeir tveir spila einmitt sömu tegund af fótbolta…. vörn og tatík!

    En ég skal svo sem samþykkja það að Benitez er betri en Roy enda ferillinn ágætur hjá Benitez til þessa.

    En ein spurning, afhverju ætli Benitez sé ennþá atvinnulaus og afhverju kemur hann einu sinni ekki til greina hjá helstu klúbbunum?

    Of góður? Of leiðinlegur? Spilar leiðinlegann bolta? Góður en samt svona lala…? Þú mátt velja, ég tykka í öll boxinn, nema það fyrsta!

  31. Mér finnst þetta ekki sanngjörn gagnrýni í garð Hodgson. Hann er einmitt að spila þetta mjög vel, á styrkleikum liðsins. Hann er án margra lykilmanna og gerði bara frábærlega í að vinna riðilinn. Sama hvað hann gerði hjá Liverpool er óþarfi að gera lítið úr þessu.

    Auðvitað er hann ekki að spila neinn tiki-taka fótbolta, þessvegna var hann ráðinn. England á leikmenn sem henta stílnum hans nokkuð vel, hann passar bara ágætlega þarna inn.

    Svíar eru kannski ekki með stórkostlegt lið, en það þarf að vinna alla leiki. Úkraína ekki heldur, en þeir eru á heimavelli og hafa bitið frá sér. Þeir áttu svo ágætan leik gegn Frökkum.

    Menn verða að átta sig á því að það er ekki endilega spilamennskan sem skiptir máli hjá landsliðum, sérstaklega ekki á stórmótum, heldur úrslitin. Sérstaklega ekki hjá því enska.

  32. Ef þið viljið beginna það að leikmaður sem hefur varla náð 20 góðum leikjum á síðustu tveimur árum sé í flokki með Iniesta og félögum þá bara verði ykkur að góðu. Steven Gerrard var lengi í fremstu röð miðjumanna í heiminum en meiðslin og aldurinn hafa rænt miklu af sprengikraftinum sem einkenndi hans leik.

  33. Merkileg andúð í garð Roy hjá þér Babu, maður sem hefur verið að froðufella yfir getu Benitez… en þeir tveir spila einmitt sömu tegund af fótbolta…. vörn og tatík!

    Uh, nei. Það er ekkert sameiginlegt með þeim fótbolta sem Hodgson og Benitez leggja upp með.

    Ég átt mig reyndar ekki alveg á því hvernig fólk hugsar sem notar orðið “taktík” yfir eitthvað neikvætt í fótbolta? Fótbolti er taktísk íþrótt. Án þess að hafa eitthvað leikskipulag vinnur einfaldlega liðið sem er með betri leikmenn. Sem betur fer virkar fótbolti ekki alveg þannig.

    Það er magnað að sjá hvenrig taktíkin í kring um Hogdson er að virka. Þá á ég ekki við fótboltann á vellinum heldur fjölmiðlataktíkina. Fyrst draga menn stórkostlega úr væntingum og láta eins og þetta enska lið geti ekki rassgat en staðreyndin er sú að það hefur verið ágætt síðustu ár undir stjórn Capello. Svo þegar Hodgson mætir með sínar fornaldartaktík (því þetta er ekkert annað) talar fólk um að hann sé að bjarga liðinu því það hafi aldrei getað neitt!

  34. Merkileg andúð í garð Roy hjá þér Babu, maður sem hefur verið að froðufella yfir getu Benitez… en þeir tveir spila einmitt sömu tegund af fótbolta…. vörn og tatík!

    Hef hvorki tíma né nennu í enn eina umræðuna um þetta mál, ef þú nennir að leita þá hef ég líklega skrifað ígildi bókaflokkar um þetta…verum bara sammála um að vera hjartanlega ósammála og eins og Matti segir þá er taktík ekki eitthvað sem er neikvætt! Hvorki hjá Benitez, Hodgson eða öllum öðrum þjálfurum. Þetta snýst svolítið um hvaða taktík þú notar og ef þér finnst Benitez og Hodgson spila svipaðan fótbolta nærðu held ég toppsætinu í andúð á Benitez, til hamingju.

    Matti segir annars það sem segja þarf.

  35. Er ekki komið gott af Hodgson umræðunni?
    Var að sjá að Flamini var að bætast í hóp toppleikmanna sem eru án samnings. Er samt á frekar háum launum en væri fínn sem rotation möguleiki á miðjuna. Fá hann og Kalou frítt væri góð bæting í hópinn.
    En er ekki orðið tímabært að klára Gylfa kaupin?

  36. Djöfull er ég farinn að fá einhverja Gareth Barry lykt af þessu Gylfa máli, ég veit það er ótímabært og allt það. En þetta er bara tilfinning (lykt ) sem ég er farinn að finnaþ

  37. Ég vil ekki eyðileggja þennan sólskinsdag með því að tala um Woy og hvað þá í samanburði við Rafa. Það er alveg til að æra óstöðugan. Eins mikið og Hodgy fer í taugarnar á manni og í raun gert manni erfitt um vik að halda með Englandi að þá hefur frammistaða Super-SteG hrifið mann smá með á ný. Maður getur ekki annað en óskað Captain Fantastic velgengni og að fá að lyfta titlinum í ljósaskiptum ferilsins, þó að það þurfi eflaust 3 vítaspyrnukeppnir til þess.

    Þetta eru bara 3 leikir sem England þarf að slysast í gegnum og Woy er mjög góður í jafnteflunum. Svo er England með Hart í markinu en hann er orðinn einn besti markvörður í heimi. Margir í enska liðinu eru ansi vanar vítaskyttur í úrslitaleikjum og hafa unnið titla með sínum liðum þannig. Bara ekki láta John Terry taka víti!!

    @ Makkarinn (#37)

    Það gerist á bestu bæjum að menn eldist eða meiðist í fótbolta. Þrátt fyrir mikil meiðsli sl. 2 ár hefur Gerrard samt spilað 52 leiki og skorað 17 mörk. Á þeim stutta tíma hefur hann samt hampað fleiri titlum og spilað fleiri bikarúrslitaleiki en Everton í rúm 15 ár. Andrea Pirlo var mikið í meiðslum en kom svo sterkur aftur og sýndi hvers hann er megnugur með Juve og Ítalíu. Sama með Lampard sem var í meiðslum 2010-11 en leiddi svo sýna menn til sigurs í FA og CL. Bæði þeir og Gerrard hafa sýnt að þrátt fyrir aldur og meiðsli að “form is temporary, class is permanent”.

    Gerrard á nóg eftir í tankinum og er enn heimsklassa leikmaður ef að líkaminn hangir sæmilega heill. Þið Everton-menn ættuð nú að vita það eftir þrennuna sem hann skoraði gegn ykkur nýstiginn upp úr meiðslum. Svo hefur skoðun Xavi, Viera o.fl. á Gerrard öllu meira vægi en þitt en þeir hrósa honum í hástert.

    Show some class and respect.

  38. Mathieu Flamini farinn á free transfer frá Milan. Þessi væri fínn á miðjuna hjá LFC að mínu mati. Reynslubolti á besta aldri og kostnaður er í lágmarki fyrir mann af þessu kalíberi. Mun betri knattspyrnumaður en Spearing allavega.

  39. Makkarinn.

    Horfðu bara á EM og sjáðu hvernig hann er að spila. Þarft ekkert að rifja upp neitt annað – bara sitja og njóta. Reyndu eftir þá upplifun þína að sjá hvort hann kæmist ekki í öll landslið á þessu móti.

    Ef þú ætlar að horfa á það að hann hafi misst mikið úr væri nú fínt að leiðrétta þig aðeins. Hann er búinn að spila 40 leiki í deild síðasta ár, á þeim tíma er hann búinn að skora einu marki minna en t.d. Tim Cahill og eiga fleiri stoðsendingar en hann. Ef þú vilt horfa á hinn Evertonmanninn sem látið er mikið með, Fellaini er Gerard búinn að skora helmingi meira og með helmingi fleiri stoðsendingar en hann síðustu tvö ár.

    En svo er Peter Beardsley búinn að benda á einhverja, þú getur bætt Scott Parker, Torres og Mourinho í hóp manna sem telja Gerrard í heimsklassa. En hvað vita þeir!?!?

  40. Sammála mönnum um að Flamini væri fínn kostur til að berjast um stöðu við Lucas Leiva. Alltaf spurning um þennan launapakka samt.

    Annars er þetta það sem er helst í fréttum í dag: Martin Skrtel segist vilja ræða framtíð sína við Brendan Rodgers. Það boða nú yfirleitt ekki gott þegar menn vilja “ræða” framtíð sína.

    En ef City er til í að púnga út einhverjum svimandi fjárhæðum fyrir Skrtel, þá sé ég ekkert athugavert við það að selja hann. Enda gætum við þá fengið inn miðvörð sem getur spilað boltanum eins og Agger.

    Svo verður klúbburinn að fara að klára þetta með Gylfa.

  41. http://www.433.is/frettir/england/gylfi-staddur-a-englandi-storar-frettir-a-morgun/

    Nú er verið að tala um að á morgun komi í ljós að Gylfi gangi til liðs við klúbb á morgun á Englandi og ekki endilega Liverpool.
    Ég sé nú reyndar ekki alveg hvar hann ætti að komast að hjá Scums þegar þeir eru nýbúnir að fá Kagawa.

    Ég ætla að vona að þetta gangi í gegn hjá okkur og hann verði leikmaður Liverpool fyrir helgi

    Áfram Liverpool

  42. Pínu smeykur ef City fara að veifa gulli og glingri framan í Skrtel en hann stenst vonandi freistingarnar….annars treysti ég nýja genginu til að finna nýjan miðvörð ef Skrtel fer. En…ef hann fer þá er spurning hvort Adam Johnson komi í staðinn? Ég hef tröllatrú á þeim pilti. Hann er flottur kantari á besta aldri sem er allt of góður til að hanga í hundakofanum, hvort sem það er hjá City eða öðru liði.

  43. 433.is heldur dauðahaldi í þetta caught offside slúður sitt. Hann er að fara í LFC, gengur í gegn eftir helgi.

  44. er fólk alveg að gleima að við eigum úruguaiskan landsliðs mann að nafni Coates í stöðu skrtel ef hann fer.?

  45. Af 433.is: ,,Orðrómur er uppi um að Gylfi sé ekki að skrifa undir hjá Liverpool en ekkert hefur fengið staðfest í þeim efnum.”

    Ég veit ekki hvort að maður á að leggja trúnað á svona orðróm, sérstaklega ekki eftir að Viðar Skjóldal sagðist þekkja mann sem þekkti mann sem hafði selt Gylfa pulsu og sá fullyrti að hann væri að koma!

    Ég ætla að trúa þeim orðrómi, staðfastlega, neita því að Viðar hafi rangt fyrir sér. Var hann ekki bara sjálfur búinn að láta Gylfa fá treyju með númer tíu?

  46. Ef þeir sem hafa stigið fram hafa rétt fyrir sér þá ættum við ekki að þurfa hafa neinar áhyggjur af þessu. Miðað við frétt fotbolta.net núna þá ætlar hann að ræða við öll þau félög sem sýnt hafa áhuga á morgunn. Vonandi að það séu bara Swansea og Liverpool. Hann er þá kannski bara að fara til Swansea og segja takk fyrir allt en nei takk.

    Fer svo upp eftir til Liverpool og tekur í hönd Rogers og setur blekið á pappírinn.

    Draumur en ég verð samt að viðurkenna að það fer einhver ónotanlega tilfinning um mig að drengurinn velji að fara annað. Prove me wrong Gylfi !!

  47. Tvennt í gangi varðandi Skrtel:

    Kominn tími á endurnýjun samnings og þá fyrir gráglettni örlaganna (eða umbans) þá eru tvö af þeim liðum í Evrópu sem borga hæstu launin linkuð við hann. Afar handhægt innlegg í samningaviðræðurnar.

    Eða

    Eldur reynist þar sem rýkur úr og Man City eru raunverulega á eftir honum enda var hann stöðugur og solid í vetur. Væri líklega betri kostur við hlið Kompany en hinn mistæki Lescott, óagaði Richards, aldni Kolo Toure eða óreyndi Savic.

    Ef hið síðarnefnda reynist rétt þá eru þetta ekta Moneyball krossgötur: selja dýrt í stað þess að gefa stærri samning og fjárfesta frekar í öflugum og efnilegum leikmanni fyrir summuna. Sjálfbærnin og endurnýjunin í verki. Auðvitað er hann fínn leikmaður og var leikmaður ársins hjá LFC (á reyndar afar slöku tímabili) en ef hann vill fara þá má hann gera það. Það gildir um alla hjá LFC, fari þeir sem fara vilja. Ég fíla betur viðhorfið hjá Agger sem er í nákvæmlega sömu stöðu, aldri og með jafn mikið eftir af sínum samningi en talar bara um að endursemja.

    Það kom mér á óvart hversu stabíll Skrtel var í ágætum frammistöðum í vetur en ég hafði áður hallast að því að betra væri að fá meiri boltaspilandi miðvörð í hans stað (Cahill var þá til sölu). En sú vangavelta er alveg gild ennþá þar sem mun meira mun mæða á sendingargetu Skrtel en áður ef tiki-taka a.k.a. Liverpool Way verður í hávegum höfð. Sendingarprósenta hans í vetur var svo sem alveg viðunandi (83,3%) en fjöldi sendinga var bara 44 per leik. Í samanburði við aðalmiðvörð Swansea, Ashley Williams, þá var sá að senda 70 sendingar per leik í vetur og með 85,3% hlutfall heppnaðra. Það eru mikil viðbrigði að þurfa að senda og taka á móti meira en 50% fleiri sendingum en áður. Spurning um aðlögun eða að selja núna á réttum tíma.

    En þetta á fyrst og fremst að snúast um hagsmuni LFC, þ.e.a.s. gott söluverð (fá Adam Johnson í skiptum?) og gæðin sem hægt er að tryggja sér í staðinn. Höwedes er ansi áhugaverður kostur en Schalke verða í CL í vetur og virðist frekar vera að reyna að styrkja sig. Vilja varla selja fyrirliðinn núna. Hef ekki heyrt af neinum öðrum raunsæum linkum við miðverði fyrir okkur.

    Flamini væri stórfín varaskeifa fyrir Lucas hvað gæði varðar. Með PL-reynslu og getur líka spilað hægri bakvörð ef þarf. En hann lenti í alvarlegum hnémeiðslum í vetur sem er spurning hvernig hann muni jafna sig af. Einnig mætti launapakkinn ekki vera of hár enda vill FSG varla fá mann með meiðslasögu og að nálgast þrítugsaldurinn á launaskrá. Ef hann samþykkir pay-as-you-play-deal upp á 50 þús.pund þá er ég til, annars ekki.

  48. Auðvitað ræðir Gylfi við þá sem eru á eftir honum.

    Ljóst að Swansea leggur mikinn þunga á að ná honum og Laudrup kallinn er auðvitað enginn aukvisi á neinn hátt, svo ég sé það alveg gerast að strákur fari til Wales. Hvíslað um að Tottenham og Newcastle hafi áhuga líka svo að hann á marga öfluga kosti til að velja úr.

    Rodgers-faktorinn á þó enginn nema við svo ég hef trú á því að verið sé að skoða annars vegar liðið sem hann veit að mun gefa honum lykilhlutverk, Swansea, eða stjórinn sem hefur á honum tröllatrú, Rodgers.

    Það er í öllum leikmannamálum að það er ekki til neins að fagna fyrr en maðurinn er í peysunni með trefilinn og brosið að tala um framtíðina hjá klúbbnum. Þegar það er klárt er hægt að velta fyrir sér hvernig viðkomandi falla inn í liðið.

    Með Skrtel þá er bara amen eftir efninu. Ef að hann vill ekki vera með í Liverpool-projectinu þá bara að fá eins mikinn pening og mögulegt er fyrir hann og finna annan sem vill spila í alrauða búningnum. Coates er augljós kostur og með góðan pening er oft hægt að finna fína leikmenn, ég t.d. væri alveg til í að sjá liðið elta t.d. Simon Kjær, eða Ron Vlaar til að bæta í hópinn. En ég vona að Skrtel taki þátt í verkefninu því hann er búinn að leika fantavel síðustu tvö ár.

    Nú er það spurningin, fylgir hann í fótspor McManaman, Owen, Garcia, Alonso, Mascherano, Torres og Meirels eða velur hann leið Reina, Agger, Carra, Gerrard og Lucasar. Vonandi seinni leiðina…

  49. Jodie Sewell ?@gerrardcole
    @duncanjenkinsFC do you still stand by sigurdsson signing for ?#LFC?

    duncan jenkins ?@duncanjenkinsFC
    @gerrardcole defiantly

  50. Langar svo að bæta við öðru varðandi Gylfa málið. Ef við beitum smá rökhugsun þá held ég að það megi fullyrða að hann sé ekki á leið til United eða Tottenham, hvað þá ef að hlutirnir eiga að gerast á morgunn.

    United er nýbúnir að kaupa Kagawa og margir tala um að Modric sé þeirra næsta Target. Ég trúi ekki sama dag og miklar fréttir koma upp um að framtíð Gylfa gæti skýrst á morgunn, að United verði þá allt í einu æstir yfir þessu. Það hefur ekkert verið rætt um þetta á RedCafe. Það skal enginn segja mér að þeir hefðu náð að halda þessu svona leyndu.
    Hvað Tottenham varðar þá eru þeir ekki með neinn þjálfara að svo stöddu. Ég trúi ekki að hann fari og ræði við Tottenham, hvað þá semji við þá, þegar það er ekki einu sinni ljóst hver næsti þjálfari þeirra er.

  51. Gylfi stendur frammi fyrir rosalegu tækifæri, það eitt að fara í stóran klúbb er magnað en að fara í stórann klúbb þar sem þjálfarinn þekkir þig frá því hann byrjaði í atvinnumennsku er tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Ef hann færi í utd og myndi ekki standa sig frá byrjun væri hann kominn á bekkinn og myndi gleymast með tímanum ( ekki að segja það að hann myndi ekki standa sig hvar sem er en annað eins hefur nú gerst, Veron t.d. ) Rodgers er ekki að fara að kaupa hann til Liverpool nema af því að hann veit að hann mun smellpassa inn í systemið! Það að hann haldi með utd skiptir engu máli þegar svona ákvörðun er tekinn. Gylfi þetta er stærsta tækifæri þitt til að verða alvöru nafn í alvöru liði sem þú munt nokkurntíman fá!

  52. Svo passar hann ekki eins vel inn í 442 einsog í holunni í 433 eða 4231 😉

  53. Skrtel verðir mjög góður í þessu leikkerfi hjá Rogers. Þessi tölfræði þín um miðverðina tvo segir ekkert um Skrtel heldur mismuninn á leikstílnum hjá þessum tveimur liðum. Skrtel er mjög góður á boltann og er einn af 3 mikilvægustu leikmönnum Liverpool. Skrtel er einfaldlega búinn að flokka sig í hóp bestu miðvarða í HEIMI! Enda sýnir áhugi City það svart á hvítu.

    Svona leikmenn eru ekki á hverju strái og það er auðvelt að sjá með því að skoða miðvarða vandræðin hjá Arsenal, City og Chelsea. Allt eru þetta lið sem hafa góð fjárráð og eru eru í meistaradeild en hafa verið í vandræðum með miðverði undanfarin ár.

  54. Mér myndi finnast skrítið að Gylfi myndi vilja fara til Tottenham í Stað þess að spila undir Brendan Rodgers hjá Liverpool sem var hans aðalástæða þess að hann vildi Fara til Swansea þegar Brendan Rodgers var stjórna.

  55. Ég hætti næstum því að lesa þegar þessi setning kom:

    Weaknesses

    Sigurdsson has no notable weaknesses, but it must be noted he is not a typical centre midfielder

    Þar höfum við það, engir veikleikar. Æ sorry, ég bara verð að viðurkenna það að ég er svo lítið spenntur yfir þessum kaupum að það er eiginlega leiðinlegt. Skil alveg þá sem eru spenntir fyrir því að fá Íslending í liðið, frábært upp á þjóðarstoltið og allt það. Ég bara er að vona svo innilega að við séum fyrst og fremst að fara að bæta við okkur hröðum leikmönnum sem spila framarlega á vellinum, bæði kantmenn (kantframherja) og svo framherja. Ef við gerum góð kaup í þremur leikmönnum í þá stöður, þá er fínt að fara að skoða það hvernig við getum styrkt miðjuna, þá sérstaklega stöðuna framarlega á miðjunni.

    Í dag höfum við Charlie Adam, og munurinn á honum og Gylfa er að mínu mati nánast enginn. Eini munurinn sem er, er að Adam rakst á vegg síðasta tímabil þegar hann var ekki lengur stór fiskur í lítilli tjörn og virtist missa sjálfstraustið gjörsamlega. Hans stykleikar voru þeir sömu og hjá Gylfa tímabilið áður, þar sem NB Adam var valinn í úrvalslið deildarinnar það tímabilið.

  56. En vilja menn í alvöru fá Gylfa til okkar ? maðurinn er svo litaður af Manu ást sinni að hann tekur ekki boði síns gamla stjóra að koma aftur og spila undir hans stjórn. Vill skoða málin… eða kannski hann trúi götublöðunum og haldi að MAnu sé að fara að bjóða í hann.
    Bottom line Gylfi er svo litaður af sinni manu ást að hann sér ekki þetta stóra tækifæri, að spila fyrir liverpool football club.

  57. Við höfum nú ekki hugmynd um það hvaða boð hann er með og því óþarfi að vera með einhverja sleggjudóma. Á maður ekk bara að treysta á það sem íslenskar heimildir segja manni í þessum efnum í staðinn fyrir ensku pressuna og twitter kallana.

    En málið er sennilega mjög einfalt, ef ManU vill hann þá fer hann þangað.

  58. @ Kanill (#61)

    Skrtel verðir mjög góður í þessu leikkerfi hjá Rogers. Þessi tölfræði þín um miðverðina tvo segir ekkert um Skrtel heldur mismuninn á leikstílnum hjá þessum tveimur liðum. Skrtel er mjög góður á boltann og er einn af 3 mikilvægustu leikmönnum Liverpool.

    Það kemur bara í ljós hvernig hann passar inn í kerfi Rodgers. Það má leiða líkur að öðru hvoru en fullyrðingar um framtíðina eru marklausar. Það er alveg ljóst að mismunandi kerfi eða áherslur koma misvel við leikmenn eftir þeirra styrkleikum. Nærtækt dæmi er þegar AVB hjá Chelskí var með hápressu og háa varnarlínu sem hentaði varnarmönnum misvel með afleiðingum sem allir þekkja.

    Það er full einfalt fyrir minn smekk að afneita öllum efasemdum og að gera ráð fyrir að menn smellpassi undantekningarlaust inn í nýtt kerfi. Sumir gætu strögglað meðan aðrir myndu blómstra. Ég tek ekki undir mat þitt að Skrtel sé mjög góður á boltanum. Hann er yfir meðallagi en styrkleikar hans eru mun meiri án boltans að mínu mati. Er meiri harðjaxl en aristókrati og í anda Vidic, Keown, Henchoz o.fl. Góður við hlið meira boltaspilandi stjórnanda varnarinnar a la Hansen, Ferdinand etc.

    Það er ekki himinn og haf milli leikstílsins hjá Swansea og LFC enda var áhersla á pass & move hjá Dalglish. Bæði lið mikið með boltann (57,6% Sw og 55,0% LFC) en stóri munurinn felst í fjölda sendinga per leik (497 vs. 440) og sendingarhlutfalli (85,7% vs. 80,9%) en Swansea var með hærri töluna í báðum flokkum. Einnig dreifist spilið meira um völlinn og þá er sérstaklega áberandi að Swansea var meira með boltann á eigin vallarhluta en LFC (31% vs. 26%) í viðleitni sinni til að endurvinna posession og halda boltanum. Það þýðir augljóslega meira álag á boltafærni miðvarðanna sem mér finnst alveg efni í vangaveltu hvort að henti Skrtel.

    Skrtel er einfaldlega búinn að flokka sig í hóp bestu miðvarða í HEIMI! Enda sýnir áhugi City það svart á hvítu.

    Ööö… verðum bara að vera ósammála með heimsklassann en reyndar misjafnt hversu þröngt eða vítt menn skilgreina þann flokk. Ég túlka hann í það minnsta þrengra en svo að Skrtel komist þar í flokk en ég tel hann í alþjóðlegum klassa. Einnig tel ég hann ekki einn af 3 mikilvægustu leikmönnum LFC og myndi alltaf telja Suarez, Gerrard, Lucas, Reina og Agger þar á undan. Ætli hann kæmi ekki í 6.sæti hjá mér en ég tel alveg hægt að gera jafn vel eða betur en Skrtel þó að hann sé mjög fínn til síns brúks. Munum samt að oflof er háð 🙂

    Og áhuga Man City er ekki staðfestur ennþá, hvorki svart á hvítu né í öðrum litum. Þetta er nú bara silly season og umbinn hans gæti líka verið að koma nafni City og Anzi í umræðuna til að hækka launakröfuna.

  59. Mér finnst svo barnalegt þegar menn tala um að Gylfi myndi ekki koma til Liverpool bara útaf því að hann heldur með Man Utd. Það má t.d. nefna að Jamie nokkur Carragher var grjótharður Everton maður þegar hann var yngri en sá svo ljósið og gekk til liðs við Liverpool. Það á ekki að skipta máli fyrir atvinnumenn í knattspyrnu eins og Gylfa með hvaða liði þeir halda með. Það yrð virkilega heimskulegt fyrir Gylfa að hafna Liverpool sem er undir stjórn Brendan Rodgers sem hefur þjálfað hann áður og er tilbúinn að gera hann að sínu fyrstu kaupum.

  60. Hann myndi sennilega aldrei hafna Liverpool á þeim forsendum að hann sé United maður.
    Málið snýst kannski frekar um það að ef hann hefur val á milli United og Liverpool, þá er valkosturinn eflaust augljós. Ég meina hvað mynduð þið gera ef þið væruð svo heppnir að fá að velja á milli þessa liða ?

  61. Það sem ég dreg í efa í þessu máli er svolítið áhugi Liverpool á Gylfa.

    Ég trúi ekki í eina mínútu einhverju kurteisisbulli og að þeir ætli ekki að gera neitt fyrr en Svansý hefur talað við hann. Ef þetta er leikmaður sem Liverpool sannarlega vill þá hjóla þeir í hann strax.

    Eins set ég spurningamerki við áhuga LFC meðan þessi díll tekur svona langan tíma. Eins er það auðvitað svo að þetta er ein af fáum stöðum sem við erum ekki í neinum rosalegum vandræðum eða undirmannaðir.
    .
    Einn (úr kop samfélaginu búsettur í Hafnarfirði segir þetta á twitter í dag)

    Ágúst Bjarni ?@AgustBj
    gylfi fer ekki til liverpool. annað lið að bjoða honum mun betri samning. helvitis níska í lfc. #pirraður

    Veit auðvitað ekkert hvað er til í svonalögðu eða við hverja Gylfi er að tala en trúi þessu ágætlega og þetta er að koma frá fleiri aðilum en bara Ágústi, þ.e. að annað lið sé komið í myndina. Ef þetta er raunin er áhugi LFC á leikmanninum greinilega ekki nægur.

    Hef annars enga trú á að þetta sé United sem sé á eftir honum og ég held að taugar Gylfa til MUFC skipti nákvæmlega engu upp á framtíð hans sem knattspyrnumaður. En Spurs er ansi líklegt til að renna hýru auga til Gylfa t.d. (jafnvel Arsenal).

    Yrði frekar hissa ef mál Gylfa klárast á morgun og að hann skrifi undir hjá Liverpool. En myndi auðvitað fagna komu hans og ég hef mikla trú á honum sem leikmanni hvar svo sem hann endar.

  62. Svona er þetta búið að vera hjá Liverpool seinustu ár.
    Arsenal að fara fá Giroud.
    Kagawa í læknisskoðun hjá Man Utd.
    Hazard og Marin til Chelsea.

    Öll þessi lið að fá góða leikmenn, en Liverpool getur ekki einu sinni drullast til að kaupa einn Íslending. Þetta er bara svo týpískt Liverpool, búið að vera svona ár eftir ár. Eintómar spekúleranir og orðrómar en ekkert gerist.

  63. Fréttir herma að Gylfi sé ekki að fara til Liverpool. Það er komið nýtt stórlið inn í mynda sem býður honum gull og græna skóga.

  64. Halda menn hér virkilega, að allir þeir sem spila og hafa spilað fyrir Liverpool í gegnum tíðina séu bornir og barnfæddir Liverpool aðdáendur?

  65. Ég er ekki alveg sammála með nokkra punkta hjá Babu um Gylfagate-málið ógurlega 🙂

    Ég tel áhuga Liverpool og Rodgers á Gylfa ansi staðfestan, sama hvort mönnum þyki þetta taka of langan tíma eður ei. BR segir þetta það beint út að maður þarf ekkert að efast um það:

    ‘If he comes into the market for whatever reason – and I’m sure there’ll be a number of clubs interested in Gylfi – then of course I would like to be in a position to put our case here at Liverpool to sign him.

    Til viðbótar bætast allir þeir linkar innanlands sem utan, BBC eða aðrir, sem segja nákvæmlega það sama. Ég kaupi líka þá ástæðu Rodgers að vilja ekki troða um of á tær á Swansea verandi í guðatölu þar á bæ og hafa höndlað vistaskiptin með virðingu. Vill áfram vera Jesús frekar en Júdas. Er líka nýkominn úr fríi og hefur jafnvel hentað honum vel að láta þessi innkaup bíða meðan að allir valkostir voru skoðaðir.

    Jafnvel þó að Rodgers og LFC dauðlangi í Gylfa þá er ekkert víst að þeir hafi geta flýtt ferlinu með því að “hjóla í hann strax”. Hoffenheim þurftu að gefa sitt leyfi og semja um uppsett verð við áhugasama. Líka greinilegt að Gylfi og hans ráðgjafar vilja skoða alla sína valkosti vandlega áður en hann tekur ákvörðun. Það gerir hann ekki nema að tala við stjóra viðkomandi liðs fés við fés og hann er bara nýkomin úr fríi og lentur á Englandi. Ekkert óeðlilegt við þetta ferli eða tímarammann.

    Nú er bara forvitnilegt að vita hvaða önnur lið eru að bera víurnar í hann en manni finnst það eðlilegt miðað við getu hans, efnilegheit, verðmiða og orðspor. Ef hann vill vinna áfram með Rodgers þá stendur honum það eflaust til boða, en kannski ekki á sama hvaða launakröfum sem er.

    Af þeim klúbbum sem eru núna nefndir finnst manni frekar skrýtið ef að ManYoo ættu að vera einn af þeim verandi með mjög marga í hans stöðu, í holunni eða sókndjarfur af miðjunni, fyrir hjá klúbbnum (Rooney, Young, Park, Giggs, Cleverley). Einnig búnir að kaupa Nick Powell og Kagawa á síðustu viku eða svo og báðir spila nákvæmlega sömu stöðu og Gylfi. Gangi honum vel að fá spilatíma sem ku vera eitt af aðalatriðunum hjá honum. En æskudraumur uppfylltur ef hann færi þangað.

    Tottenham eru alveg líklegir til að hafa áhuga svona almennt séð en verandi stjóralausir þá væri það ferðalag í óvissuna hjá Gylfa. Væri líka skrýtið ef Levy keypti leikmann í miðju ráðningarferli á stjóra sem svo hefði mismikinn áhuga á Gylfa. Spurs eru einnig afar harðir á sínum launastrúktúr og því ekki líklegir til að vera að yfirbjóða önnur lið í þeim efnum.

    Ef að satt reynist með að um að ræða sé stóran klúbbur sem spilar í Evrópu næsta vetur þá finnst manni Newcastle máske líklegasti keppinauturinn um kaup á Gylfa. Eru að versla menn í þessum verðklassa og gætu vel verið til í að yfirbjóða LFC í launum og hefðu spilatíma fyrir hann (bara Ben Arfa sem væri fyrir í hans stöðu). Þeim væri trúandi til að vilja “stela” þessum díl.

    En ég væri verulega spenntur fyrir að fá Gylfa á Anfield og er viss um að hann myndi passa vel inní okkar plön. Hann ætti góðan séns á að slá í gegn hjá okkur þekkjandi Rodgers og hans taktík. En ef hann fer eitthvað annað þá óskar maður bara víkingnum velgengni hvert sem hann fer (nema til ManYoo). Klukkan tifar til morguns…..

  66. Lokið augunum og hugsið ykkur ungan leikmann, frá litlu eyríki í Evrópu. Hann á erfitt uppdráttar með liði sínu á meginlandinu. Hann er lánaður til lítils klúbbs á Englandi þar sem hann svo að segja slær í gegn. Segjum bara að hann skori eins og 7 mörk í 19 leikjum, væri valinn leikmaður mánaðarins í eitt skipti og stæði sig almennt ágætlega með þessu liði. Orðrómur kemst á kreik að tímabilinu loknu að Liverpool ásamt fleiri félögum sé á höttunum eftir leikmanninum!

    Ok, hugsið ykkur nú að þessi leikmaður sé frá Kýpur! Það væri afar fróðlegt að sjá umræðuna hér inni ef þessi ákveðni maður væri frá einhverju öðru smáríki en Íslandi. Væru menn almennt svona spenntir? Ég leyfi mér að efast um það. Sé fyrir mér upphrópanir um metnaðarleysi hjá klúbbnum og fleira í þeim dúr.

    Ég held að við séum svolítið blindaðir af þeirri staðreynd að hann Gylfi er íslenskur. Vissulega frábær leikmaður en við stöndum ekki og föllum með því hvort hann kemur hingað. Eigum t.d. stórkostlegan leikmann sem heitir Steven Gerrard sem leikur sömu eða svipaða stöðu og Gylfi, þá held ég að Charlie Adam eigi talsvert mikið inni, Joe Cole er að koma til baka úr láni, og þá eru Jonjo Shelvey og Jordan Henderson efnilegir miðjumenn svo einhverjir séu nefndir .

    Held satt best að segja að áherslan ætti að vera á að fá varnarsinnaðan miðjumann og vinstri bakvörð. En við sjáum hvað setur.

    YNWA

  67. Ég sagði fljótlega eftir að Gylfi kom í ensku úrvalsdeildina að Liverpool þyrfti á svona manni að halda,ekki voru menn á því margir þeirra skrifa reglulega inn á þessa síðu gott og vel menn mega hafa sína skoðun en þeir sem setja Gylfa Sigurðsson og Charlie Adam undir sama hatt þegar kemur að fótbolta eru annað hvort of blindir á þá sem eru nú þegar Liverpool leikmenn eða þá að þeir “eru bara ekki alveg meðetta”

  68. @gerrardcole Sigurdsson to choose #LFC tomorrow sign on 1st of July.

    Las þetta áðan! Spurning hvað er til í þessu??

  69. Sælir
    Þeir sem ekki hafa áhuga á að leika með Liverpool , hafa að sjálfsögðu ekkert að gera með að koma til okkar. Gylfi er engin undartekning á því. Ég held bara að hann fengi þónokkuð mikið að spila og er viss um að hann færi beint í aðalliðið ef hann kæmi.
    Kannski vill hann torres leiðina og verma bekkinn þar sem hann fær meiri pening.
    Þótt ég hafi alltaf stutt Liverpool alla mína æfi þá hefði ég hugsað málið ef mér hefði fengið tilboð að leika með öðrum liðum á Englandi þegar ég var um tvítugt. Jafnvel United. Svo spurningin er vill hann verða betri fótboltamaður eða vill hann vera á bekknum og fá peninginn….
    YNWA

  70. Andri Nr.76 þetta er ágætur punktur en mikil einföldun á ferli Gylfa. Hann var ekkert að uppgvötast í vetur neitt og mörg lið, þ.á.m. Liverpool voru búin að fylgjast vel með Gylfa áður en hann fór fyrir hellings pening til Þýskalands rétt skriðin yfir tvítugt og hélt áfram á svipuðum nótum og hann hafði verið hjá Reading. Hann átti erfitt uppdráttar á öðru tímabili í þýskalandi en eitthvað segir mér að stuðningsmenn Hoffenheim hugsi þáverandi þjálfara heldur betur þegjandi þörfina. Enda sló hann rækilega í gegn á Englandi eftir áramót á meðan Hoffenheim gat ekki rassgat og skipti um stjóra.

    Miðað við spjallborðin úti er ekki mikið verið að tala um metnaðarleysi og ég get ekki betur séð en að stuðningsmenn alllra liða sem orðuð eru við Gylfa séu spennt fyrir honum.

    Er annars sammála Peter Beardsley með að vonandi kemur hann til okkar, en ef ekki þá bara gott gengi hvar sem hann fer (fyrir utan United). Sögusagnir um Reading núna sem hafi komið með stóran launapakka handa honum, ef hann vill verða nýji Lucas Neill þá tekur hann því (gefið að eitthvað sé til í þessu).

  71. Gylfi virðist vera að detta ur myndinni. Allar likur voru a komu hans til liverpool. En nu virðist það vera tottenham sem er að bjoða honum rosa samning. Þetta heyrdi eg fra 2 aðilum aðan sem telja sig vera með goðar heimildir, a sjalfur erfitt med að trua þvi að stjoralausir spursarar seu að na honum en þetta er það sem eg var að heyra nuna og vona að þetta reynist rangt. Virðist vera að liverpool seu mjog blankir þvi þeir eru að kluðra gylfa sem er nu ekkert stærsta nafnið i bransanum.

    Bresku bloðin flest segja ennþa að það seu 9 a moti tiu a ad gylfi komi til okkar en eg treysti fyrir mig betur heimildarmonnum minum.

  72. Það er fara minna mikið á því sem ég las um hvernig Tottenham stal Paul Gascoigne þegar allt var spáð að hann myndi fara til Manchester United bara vona að hann gerir ekki sömu mistök og Paul Gascoigne þegar valdi ölið í stað Leiðsögn núna.

    Eitt af því sem skil ekki þessu er afhverju varð svona breyting hjá Gylfi þegar hann segir aðal ástæða þess að vill fara til Swansea var útaf Brendan Rodgers núna þegar Liverpool liðið sem Brendan er Stjórna vill hann ekki koma?

    Það verður áhugavert hvað fréttir í hvaða lið hann fer.

  73. Ziggi92 það sem eg heyrdi fyrr i kvold væri að annað lið hefdi boðið honum MIKLU betri samning en Liverpool og mað se astæðan fyrir að liverpool datt upp fyrir.

    Þetta snyst allt um penonga i dag það er það sorglega við þesaa dasamlegu iþrott sem boltinn er

  74. Slúðrið gerir mann hálf fúlan, nú herma fréttir að þrjú lið komi til greina hjá Gylfa, Liverpool, Tottenham og Man Utd, og það er talað um að Gylfi sé ekki að fara skrifa undir hjá Liverpool. Tveir plús tveir erur fjórir, hann er Man Utd maður og ætli við séum ekki að fara að sjá á efitir honum þangað, sorglegt…. og það sem meira er að ég held að það verði sorglegt fyrir hann sjálfan held að hann fái ekki sama spilatíma það og ef hann færi til Liverpool… En þetta skýrist allt á morgun, verður spennandi að fylgjast með miðlonum…. Vonumað hann velji Liverpool…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  75. Mér finnst nú Reading líklegra en Tottenham þar sem þeir virðast vera að veifa góðum launapökkum í dag: http://www.fulham.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=285101

    Svo væri skrítið af honum að hlaupa í lið sem er stjóralsut þessa stundina. Þar sem hann er eflaust að pæla mikið í spilatíma. Hvað getur stjóralaust Tottenham lið boðið honum ?

  76. Kaupi það ekki að Spurs hafi boðið honum STÓRAN samning, það er einmitt ástæða þess að þeir geta ekki haldið á sínum mönnum. Eru með launaþak. Við þurfum að vera ansi blankir til að klúðra þessu.

  77. Ekki má gleyma að umboðsmenn leikmanna fá prósentur af launum og signing fee og þeir eru stórir áhrifavaldar í því hvert leikmenn fara. Þannig að ef lið sem er stjóralaust býður stórar upphæðir þá er umbanum slétt sama.. hann vill bara að leikmaðurinn fari þar sem peningarnir eru sem mestir..
    En mikið ofsalega verður það ánægjulegt þegar þetta mál verður búið…….hvernig sem það fer.

  78. Eitthvað verið að tísta um Reading núna, en ég hef sagt það áður að ég trúi engu fyrr en skrifað er undir, gífurlega sammála 91 get ekki beðið eftir að þetta mál klárist hvert sem hann fer vonandi LFC.
    Spyr mig samt ef hann fer til Reading gæti það verið rétt sem Babú sagði að áhugi Liverpool væri ekki nægilega mikill, knattspyrnumaður sem fær alvöru tækifæri til að fara til stórliðs en velur smálið “pullar Lucas Neill” hefur ekki mikinn metnað fyrir boltanum en meiri fyrir þeim grænu, held hinsvegar að það sé ekki málið með Gylfa.

  79. Ef Gylfi skrifar undir hjá Reading á morgun, þá þýðir það bara eitt, að Liverpool hafði ekki nægilegan áhuga… eða að klúbburinn er í alvarlega vondum málum.

    Nýr þjálfari Liverpool hlítur að geta fengið í gegn kaup á 7m punda Íslending frá Hoffenheim ef það er það sem hann virkilega vill. Það er varla nokkurt lið að bjóða Gylfa það há laun að Liverpool geti ekki allavega jafnað þau.

    Annars væri svosem alveg dæmigert að hann færi til Man Utd eftir allt saman. Ferguson mundi ekki leiðast að stela honum af Liverpool í blálokin.

  80. Ef það fer þannig að hann fær betra boð frá öðru liði en Liverpool og fer þangað, þýðir það ekkert endilega að Liverpool hafi ekki haft efni á honum, heldur eru þeir væntanlega með einhverja x upphæð sem hámarkslaun sem þeir eru tilbúnir að bjóða honum og fara ekki upp fyrir hana ef aðrir eru hærri.
    Gætu samt kannski borgað öðrum manni, sem þeir telja betri , mun hærri laun.
    Það er nú akkúrat það sem kanarnir settu hvað mest út á launamálin hjá Liverpool þegar þeir keytpu klúbbinn, of há laun miðað við gæði. Þeir sögðust ekki ætla að lækka launakostnaðinn, heldur að hafa hann í samræmi við gæði leikmanna.

  81. @ Andri (#76)

    Ég lokaði augunum samkvæmt þinni uppskrift og það skipti engu máli. Kópasker eða Kýpur þá talar ferill, frammistaða og tölfræði Gylfa sínu máli. Við verðum líka að gera mun á gæðamati á leikmönnum og spennustigi gagnvart því að fá þá til LFC. Það fer ekki alltaf saman.

    T.d. taldi ég Downing vera traust kaup (þrátt fyrir ofborgun) og bjóða upp á örugg gæði í ágætum styrkleikaflokki. En ég var lítið sem ekkert spenntur fyrir honum þannig séð og hefði mun frekar viljað fá einhvern annan. Svo náði hann ekki einu sinni að skila þeim gæðum sem maður taldi hann þó búa yfir.

    Spennustigið fyrir Gylfa er mun hærra og eflaust spilar Ísland-faktorinn þar eitthvað inní. En ég hef engan áhuga á að fá hvaða Íslending sem er til LFC bara útaf þjóðerni. Ég tel Gylfa styrkja liðið og hann gæti reynst kjarakaup miðað við verð og efnilegheit. Ef hann meikar það ekki hjá LFC þá er ansi öruggur markaður fyrir hann á þolanlegri endursölu. Góður séns að taka og öruggari en Ramirez fyrir yfir 20 millur.

    Það er líka ákveðið vanmat gagnvart Gylfa hér innanlands. Margir hafa tröllatrú á honum en margir aðrir eiga bágt með að trúa að sé efni í toppleikmann. Dæmin sanna að á 10-15 ára fresti koma fram afar öflugir Íslendingar á alþjóðlegan mælikvarða. Albert Guðmunds, Ásgeir Sigurvinsson, Guðjohnsen-feðgar eru toppurinn af því en fleiri ögn neðar hafa líka gert flotta hluti. Gylfi gæti því alveg verið the “real deal” sem og Kolbeinn Sigþórs.

    Í það minnsta er Brendan Rodgers ekki Íslendingur og þarf ekki að loka augunum til að velta getu Gylfa fyrir sér. Hann veit það. Og ef það er komið í gang kapphlaup fyrir hans þjónustu á lokasprettinum þá er það bara staðfesting á hans gæðum.

    YNWA

  82. Sa a daily mail ad qpr vaeri einnig ad blanda ser i slaginn. Tetta verdur bara skrautlegra 🙂

  83. Það getur nú ekki verið að Reading sé að fá Gylfa til sín, því Laudrup talar um að þeir séu að keppa við “Big clup with a lot of money”. Síðan hvenær falla nýliðar Reading í þennan flokk? Ekki trúa öllu slúðri sem þið lesið.

  84. Hann fer til United. United er búið að vera með Modric í sigtinu lengi en virðast vera að missa af honum til Real Madrid. Gylfi yrði þá kjörinn í staðinn fyrir hann. Því miður…..

  85. Eitt finnst mér furðulegt, afhverju í andskotanum hafði ekkert lið áhuga á Gylfa fyrr en Liverpool kom inn í spilin?? Held að pressan sé að spinna þetta, kemur pottþétt til okkar/Rodgers!

  86. Ég held að Gylfi muni gerast Liverpool leikmaður á morgun,það er langt síðan hann og Rodgers sammældust um það.Þetta er samt ákveðin taktík að láta þetta líta út eins og allt sé í lausu lofti og svo kemur yfirlýsingin.Jú þetta er nú enginn stórfiskur en fjölmiðlar í englandi hafa fylgt öllum sögusögnum um Gylfa vel eftir og Rodgers veit það. Upp á framhaldið er það ágætt ef hann er orðaður við stóra klúbba áður en yfirlýsingin kemur Y.N.W.A

  87. Er ansi spenntur yfir fréttunum sem eiga að koma í dag! Vona innilega að Gylfi komi yfir til Liverpool og muni spila með þessu sigursælasta og frægasta fótboltaklúbbi veraldar. Það verður allavega erfitt fyrir hann að segja nei, ef ekki ómögulegt.

  88. Gylfi væri flottur í númer 10 hjá okkur. Yrði pirrandi ef hann færi annað eftir að hafa verið svona rosalega sterklega orðaður við LFC alveg síðan Brendan tók við. “Gylfi, kom nu”!!!

  89. Grunsamlegt hversu lítið hefur heyrst í erlendum miðlum varðandi Gylfa í gær og í morgun. Íslenski orðrómurinn var orðinn að massífu snjóflóði eftir að Gummi Ben og 433.is settu snjóboltann af stað í gærmorgun. Skv. öllu hérlendis var massífur slagur í gangi um Gylfa með yfirtrompum hjá stjóralausum Spurs, Sir Alex kominn á stjá til að spilla fyrir okkur o.s.frv.En núna: Þögn.

    Ben Smith og Duncan Jenkins voru harðir á því í gær að ekker hefði breyst og hafa ekki minnst orði á samkeppni um hann. Daily Mail hentu inn einni setningu um að QPR hefðu líka áhuga á Gylfa og svo minntist Laudrup auðvitað á þetta á blaðamannafundi sínum. Maður hefði haldið að ef að samkeppnin væri að ná suðumarki að þá væri einhver á Englandi búinn að frétta eitthvað.

    Annað hvort er Tjallinn algerlega rænulaus um þetta mál eða að þetta var bara skjálftavirkni í taugakerfum íslenskra knattspyrnuáhangenda. En þangað til að eitthvað staðfest af áreiðanlegum heimildum þá lítur maður svo á að fátt hafi breyst. Vonandi.

  90. Aðeins varðandi þennan Duncan Jenkins, man einhver afhverju hann er talinn svona trúanleg heimild? Ekki að draga það í efa endilega og hann virðist hafa einhverja tengingu inn í klúbbinn, bara þekki þetta nafn ekki og hafði varla heyrt um hann fyrir mánuði ?

  91. Aðeins varðandi þennan Duncan Jenkins, man einhver afhverju hann er
    talinn svona trúanleg heimild? Ekki að draga það í efa endilega og
    hann virðist hafa einhverja tengingu inn í klúbbinn, bara þekki þetta
    nafn ekki og hafði varla heyrt um hann fyrir mánuði ?

    Hann var með byrjunarliðið spot on allt síðasta tímabil, fyrstur með Brendan fréttirnar (2 sólahringum áður en restin fór af stað á meðan allir voru enn á því að Martinez væri front runner). Ekki klikkað hingað til (7-9-13). Liðið kom oft hjá honum í fyrra með meira en 24h fyrirvara.

    Líka eh tvær vikur eða svo síðan hann kom með það að City væri búið að ná athygli Skrtel, hvað svo sem yrði – eitthvað sem er að koma í ljós núna sbr Echo í morgun.

    Menn eru nokkuð vissir um að þetta sé eh blaðamaður sem fake account. Eins og sést á augljósum (viljandi) stafsetningar- og málfarsvillum hjá honum.

  92. Duncan Jenkins er einhvers konar Deepthroat (í Watergate meiningunni, ekki hitt) 🙂

    Allavega vilja Jenkins og Ben Smith meina að áhuginn á Borini sé alvöru en ekki bara slúðurtal. Hins vegar er engin tilboð komin eða neitt haldbært ennþá. Mér finnst að LFC mætti alveg vera duglegri að nýta sér lánssamninga með klásúlu um kaup að tímabili loknu á umsömdu verði. Gæfi sveigjanleika til fá efnilega leikmenn eins og Borini eða Castaignos sem varaskeifur og kaupa þá svo ef vel gengi í staðinn fyrir að taka sénsinn á að kaupa þá og vona svo að þeir passi. Fullt af góðum lánadílum í gangi í vetur; Diego til A.Madrid, Adebayor til Spurs, Gylfi til Swansea. Við höfum einu sinni gert þetta þegar við fengum Mascherano lánaðan og það vera heldur betur vel lukkað.

  93. Er hreinsunardeild Liverpool-borgar komin með bækistöðvar í Istanbul? Fenerbache virðast ætla að leysa öll okkar vandamál. Ætli Spearing tali tyrknesku?

    http://www.thisisanfield.com/2012/06/aquilani-wanted-by-fenerbahce/

    Og rosalega er þetta ítalskt eitthvað. Umslög full af seðlum:

    Liverpool are reportedly ready to make an offer for Fabio Borini once his co-ownership status between Roma and Parma is resolved.

    The two Italian clubs have until 7pm local time this evening to take full ownership or they will be forced into a blind auction. Envelopes will be opened tomorrow morning.

  94. Eins gaman og silly season getur nú verið, þá hefur maður þó lært það að fyrr heldur en leikmaður er kynntur á blaðamannafundi, í búning haldandi á trefli, þá er tilgangslaust að vera með einhverjar væntingar um hinn eða þennann leikmann.

    Ég nenni ekki að spá í Gylfagate fyrr en hann er búinn a lyfta trefli á loft.

  95. Frabær grein frá Teamtalk um Captain Fantastic.

    http://www.teamtalk.com/euro2012/team/england/7834695/Roy-reaping-rewards-from-Gerrard-decision

    Þvílíkir pappakassar sem hafa stjórnað þessum málum hjá Englandi, allur heimurinn annar áttar sig á því hversu mikla kosti Gerrard hefur til að leiða lið, leiddi slök Liverpool-lið til ótrúlegra hluta frá unga aldri en á einhvern óútskýranlegan hátt hafa alls konar gaurar fengið bandið framyfir hann. Hlægilegast af öllu þegar Pearce valdi Parker framyfir hann í vor!!!

    Respect á Roy að hlusta ekki á bull um kappann, heldur leggja liðið á herðar hans og hann hefur heldur betur brugðist við á réttan hátt. Mitt mat er að við græðum verulega á þessari frammistöðu hans, svona umfjöllun sem hann er að fá í kjölfar frábærrar frammistöðu kveikir eld ef eitthvað gerir það!

  96. Það heyrist lítið í AEG núna, þegar menn á borð við Viera tala um að það sé óskiljanlegt að Gerrard hafi ekki verið með bandið öll þessi ár (einn besti miðjumaður PL frá upphafi, mætt Gerrard ótal sinnum) og De Rossi lýsir því að Gerrard sé idolið hans, hafi gríðarlega leiðtogahæfileika osfrv.

    Pappakassarnir á blogginu vita alltaf betur – gaman að þessu 🙂

  97. Það svarar ekki…

    ÞAÐ ÞÝÐIR BARA EITT, HANN ER AÐ FARA TIL MANCHESTER 🙁 ALLIR AÐ TRUFLA FUNDINN MEÐ SAF OG HRINGJA Í HANN Á MILLJÓN

  98. Ég fékk þær fréttir frá kunningja mínum sem er vinur systur Gerrard að hún segir að afar litlar líkur séu á að Gylfi komi til Liverpool. Hún sagði að Gerrard hefði sagt sér að engin brýn þörf væri fyrir Gylfa en sett hafi verið í forgang leit að varnarmanni, kantmanni og sóknarmanni.

  99. Þeir eru nú 3
    En við skulum bara hringja í þá alla til öryggis.
    Mig hefur líka lengi dreymt um að fá bifreiðastjóra frá Þorlákshöfn á kantinn.

  100. Nú virðist sem að Modric sé að fara til Real Madrid, ætli Spurs gangi ekki frá kaupum á Gylfa á næstu dögum? Samt frekar skrítið þar sem þeir eru stjóralausir.

  101. Sammála Magga í #114. Held að Liverpool sé að skora feit sálræn stig með góðu gengi fyrirliðans. Því betur sem enskir munu standa sig því meira lof mun Gerrard fá. Slík frammistaða eflir síðan trú okkar manna á komandi vetri.

    Þess fyrir utan þá gæti ég ekki óskað mér neins frekar en að Gerrard fái viðurkenningu á sína getu. Hann hefur sennilega ekki uppskorið þann fjölda titla sem maður að hans kaliberi á skilið. Ég heyri stundum Scum “vini” mína tala um að það sé synd að Gerrard sé búinn að vera hjá Lpool öll þessi ár og ekki vinna titla. Í mínum huga, þá hafa þeir engan skilning á því hvernig raunveruleg Liverpool hjarta slær.

  102. Hver sagði að það ættu að koma fréttir í dag varðandi Gylfa?

    Ég held að meira og minna allar þessar fréttir um Gylfa séu bara kjaftæði.

  103. Það held ég nú líka, þetta er orðið algjört kjötfars. Ætla að loka eyrunum fyrir öllum pælingum þangað til staðfestingin kemur. Annars var Gummi Ben. held ég sem tjáði sig á 433.is um að það kæmu stórar fréttir af Gylfa í dag…

  104. Fynst frekar fyndið hjá sumum ykkar sem skrifa hér að segja að það sé peningagræðgi hjá Gylfa að velja allt annað en Liverpool. Fyrir þá sem hafa ekki fylgst með enskri knattspyrnu seinustu árin þá er núverandi stjóri Reading Brian McDermott. Brian þjálfaði unglinga- og varaliðið meðan Gylfi spilaði með þeim og það var undir stjórn hans með aðalliðið sem Gylfi virkilega skein hjá Reading. Auk þess er Gylfi virkilega vel séður í Reading F.C. og má segja að staða hans sé svipuð þar og í Swansea. Það að rússneski eigandinn Anton Zingarevich hafi verið að kaupa liðið og koma með peninga gerir ekki neitt annað en að auka líkur liðsins að halda sér í deildinni. Er alls ekki að skjóta á samband Gylfa og Rodgers heldur bara að benda á að hann þekkir einnig mikið til Brians.
    Svo með rökin þar sem bent var á að Man Utd hefðu Rooney, Young, Park, Giggs, Cleverley og Scholes þá er nú alveg hægt að taka svipaðan lista hjá Liverpool. Steven Gerrard, Joe Cole, Henderson, Jonjo Shelvey og Charlie Adam (jafnvel Jay Spearing og Aquilani).
    🙂

  105. Svo með rökin þar sem bent var á að Manchester United hefðu Rooney, Young, Park, Giggs, Cleverley og Scholes þá er nú alveg hægt að taka svipaðan lista hjá Liverpool. Steven Gerrard, Joe Cole, Henderson, Jonjo Shelvey og Charlie Adam (jafnvel Jay Spearing og Aquilani).

    @ Hannes (#127)

    Ekki gleymi því að ManYoo eru einnig að kaupa Kagawa og Nick Powell í sömu stöðu og Gylfi er bestur í (holunni). Getur bætt þeim á listann.

    Hvernig dettur þér til hugar að setja Jay Spearing á þennan lista???? Á ég ekki bara að bæta Anderson, Carrick og Phil Jones á listann hjá ManYoo?? Hafa allir spilað á miðri miðjunni er það ekki?? Við skulum nú sleppa svona sparðatíningi og tala af alvöru. ManYoo eru eftir nýjustu liðstyrkingu með um 7-8 leikmenn sem hafa spilað reglulega sem framliggjandi miðjumenn eða í holunni fyrir aftan fremsta mann.

    Hjá Liverpool eru það Gerrard og Shelvey sem væru augljósir valkostir en báðir eru góðir ögn neðar á miðjunni sem playermakers, sérstaklega SteG eins og hann hefur verið að spila á EM. Adam er ekki í beinni samkeppni um stöðu Gylfa enda spilar hann á miðri miðjunni, er sóknarsinnaður í sínu spili en ekki beint framliggjandi eða í holunni.

    Joe Cole og Aquilani falla í flokkinn en framtíð þeirra hjá LFC er afar óviss. Cole fær séns af því að enginn annar vill hans þessa stundina en ef að einhver er til í að losa okkur við hann þá er ég viss um að hann verður seldur á sekúndunni. Aquilani hefur ekki viljað vera á Merseyside í 2 ár og sú staða er óbreytt. Afar ólíklegur. Varla hægt að telja þá tvo með nema að þeir séu enn hjá LFC eftir miðnætti þegar glugganum lokar í haust.

    Sem sagt raunverulega 2-3 menn í samkeppni um kjörstöðu Gylfa hjá LFC vs. 7-8 hjá ManYoo. Hvar ætti Gylfi meiri séns á reglulegum spilatíma? Þar fyrir utan þá væri heppilegt, bæði útaf aldri og meiðslum, að SteG væri ögn neðar en með leyfi til sóknarspretta fram á við. Jonjo er farinn að líta vel út en kannski ekki alveg orðinn fastamaður í byrjunarliðinu ennþá. Suarez gæti spilað í holunni en mun líklegri sem kantframherji eða fremstur. Svo verður nóg af leikjum ef LFC kemst í riðlakeppni Eurotrash League.

    Staða markaskorandi, sókndjarfs miðjumanns hjá LFC er laus til umsóknar og CV-ið hjá Gylfa lítur ansi vel út.

  106. Viti þið eitthvað nánar hvenær “Gylfa” fréttir koma?

    mér var sagt að það ætti að koma í dag (22.6.12) en ég sé ekkert til dæmis á fótbolta.net…

    ef þið vitið meira, þá megi þið endilega deila því með mér/okkur 🙂

  107. G. Ben ?@GummiBen
    Ekki virðist Gylfi ætla að semja í dag, hann á samt flug heim til Íslands í kvöld samkvæmt mínum heimildum. Heimildir mínar eru traustar!

  108. Held því miður að Gylfi sé að velja annað…en skýrist væntanlega fljótlega…

  109. Höfum nóg af miðjumönnum, afhverju eru allir hérna brundandi í brókina sína yfir kauða? Verðum skynsamir og kaupum í þær stöður sem við nauðsynlega þurfum !
    YNWA

  110. Ég Held að hann sé ekki búin að ákveða neitt, hann mun fara yfir þetta allt saman um helgina og sjá þá hvað er besti kosturinn!! Ég held að hann fara aldrei til United bara vegna þess að hann mundi fá sárafáa sjensa þar, Svo væri hann mjög liklega bara varaskeifa hjá Tottenham, Ég held að hann muni fá langflestu tækifærin hjá Liverpool

  111. Held því miður að Gylfi sé að velja annað…en skýrist væntanlega
    fljótlega…

    Bahhh!! Viljiði bara segja hvaða klúbb hann er við það að semja við! 😉

    Ég neita að trúa því að stjóralausir Tottenham menn, án CL, steli honum af okkur.

  112. í alvöru af hverju eru fullorðnir menn (og kanski konur líka, held samt að þær hafi betri stjórn á sér) að missa sig þótt að 1 stk Íslendingur sé kanski að semja við félagið??

    hann kemur eða hann kemur ekki. mann nú ekki eftir því að við höfum verið að gráta mikið yfir misstri mjólk varðandi leikmenn sem hafa ekki komið til okkar. life goes on get a grip…..

    gylfi kemur ekki?? ok næsti takk. move on

    það er bara fyndið að sjá/lesa paranoið í sumum hérna að missa sig eins og unglingsstelpur á skólaballi hvort heiti gaurinn í plássinu sé að velja sig eða ekki því ekki er hægt að segja að gylfi sé heitasti bitinn í stöðunni bara sjávarplássinu..

    ég er auðvitað spenntur fyrir að fá ÍSLENDING í liðið og hvað þá Íslending sem mun spila í aðalliðið en ekki vera (með fullri virðingu fyrir hinum) næstum því þar en ég er ekki það spenntur að fá hann sem leikmann því hreinskilningslega er hann ekki allveg í þeim klassa sem maður var að vonast eftir með komu þessara eiganda né er þetta staða sem okkur sárvantar bætingu.

    njótið sólarinar, elskið sumarið, horfið á em og svo sjáum við hvað verður gert og með hverjum þann 18/8/12 á móti WBA. þangað til ætla ég að skrúfa niður geðveikina og njóta þess að “betri” tímar séu að renna upp hjá okkur, uppbygging og nýr þjálfari sem mun laga allt (hvar hefur maður heyrt þetta áður).

    hlustið og slappið af 🙂

  113. Held að það sé hvorki Man Utd né Tottenham sé að fara fá hann. Það væri allavega ótrúlegt turn around. Eftir að hafa farið til Hoffenheim og verið undir stjóra sem gjörsamlega frysti hann þá trúi ég ekki að hann fari að taka gamble og fari til Tottenham sem er án stjóra. Man Utd var að kaupa Kagawa og ég held að þeir séu of líkir leikmenn.

    Gylfi hefur sagt að hann vilji spila nánast í hverri viku og ekki vera einhver varaskeifa. Þá held ég að Man Utd sé ekki málið. Ef hann vill ekki taka áhættu og velja frekar þjálfara sem hann þekkir þá fer hann ekki til Tottenham.
    Ég trúi því frekar að Swansea eða Reading gætu stolið honum og þá heldur Reading. Hann gæti fengið svaðaleg laun þar og orðið lykilleikmaður. Finnst samt ótrúlegt ef Gylfi skyldi velja að spila þar í stað þess að spila með mönnum á borð við Gerrard, Suarez og Lucas.

    Ég held að ef Gylfi kemur ekki til Liverpool er það vegna þess að Rodgers hefur ekki getað lofað honum því að hann yrði byrjunarliðsmaður eða vegna lélegra launa. Hann mun pottþétt velja lið sem hann telur að hann geti vaxið sem leikmaður. Til þess þarf hann leiki. Kannski telur hann að move til Liverpool sé þá ekki rétt. Væri samt synd því ég held að hann fái ekki betri mentor heldur en Gerrard.

    En þetta kemur í ljós. Ef hann kemur ekki þá blómstrar hann vonandi þar sem hann spilar (nema United eins og Babu sagði).

  114. Las þetta í ábyrgum erlendum fjölmiðli :Liverpool going to sign gylfi sigurdsson very soon and are considering to buy tottenham

  115. ég held eina ástæða þess Gylfi fari til Tottenham er vegna þess hann mun replaca Modric sem er fara ef marka má sömu erlenda miðla sem halda því fram að Gylfi sé fara til Liverpool.

  116. hh segir:
    23.06.2012 kl. 10:59

    í alvöru af hverju eru fullorðnir menn (og kanski konur líka, held
    samt að þær hafi betri stjórn á sér) að missa sig þótt að 1 stk
    Íslendingur sé kanski að semja við félagið??

    Passar. Ég er pollróleg bara!

  117. I have a weakness and its called LFC

    Þó að ég sjái sannarlega góðu hliðina á því og sé alls ekki ósáttur, þá er andskoti erfitt að vera stuðningsmaður LFC í svona mikilli þögn.
    Þegar að Benitez var spurður hvort hann væri á eftir leikmanni þá sagði hann alltaf nei ef hann var það ekki og ég vil ekki tjá mig því þá hækkar verðið ef hann var það. Those where some easy times!!

    Núna er F5 takkinn ónýtur (án djóks) en samt veit ég að það þýðir ekkert að refresh-a allann daginn, bara fylgjast með opinberu síðunni en ég bara ræð ekki við mig.

  118. Nr. 137 hh

    í alvöru af hverju eru fullorðnir menn (og kanski konur líka, held samt að þær hafi betri stjórn á sér) að missa sig þótt að 1 stk Íslendingur sé kanski að semja við félagið??

    það er bara fyndið að sjá/lesa paranoið í sumum hérna að missa sig eins og unglingsstelpur á skólaballi hvort heiti gaurinn í plássinu sé að velja sig eða ekki því ekki er hægt að segja að gylfi sé heitasti bitinn í stöðunni bara sjávarplássinu..

    Töluvert ósammála þér á þessum háa hesti. Fyrir það fyrsta er enginn að missa sig eins og unglingsstúlka á skólaballi hér inni svo ég sjái. En ef það væri ekki töluverð umræða og smá spenningur á helstu stuðningsmannasíðum Liverpool á Íslandi yfir mjög líklegri komu Íslendings sem væri hugsaður fyrir byrjunarliðið yrði ég fyrst helvíti hissa.

    Það er stór munur á því að ræða hugsanleg kaup og að vera missa sig alveg.

    hann kemur eða hann kemur ekki. mann nú ekki eftir því að við höfum verið að gráta mikið yfir misstri mjólk varðandi leikmenn sem hafa ekki komið til okkar. life goes on get a grip…..

    gylfi kemur ekki?? ok næsti takk. move on

    Fari svo að Gylfi komi ekki efast ég ekkert um að við snúum okkur að næstu spennandi leikmannakaupum. Enginn að lýsa yfir heimsendi fari svo að hann komi ekki, vonbrigði er ekki það sama. Það er síðan eðlilegt að menn verði þreyttir/pirraðir þegar saga sem “er alveg að klárast” tekur mánuð. Mánuður er langur tími í lífi F5 taka á sumrin.

    Gylfi hefur að því er virðist nokkra spennandi kosti og honum liggur nákvæmlega ekkert á að taka ákvörðun sem gæti haft mjög mikil áhrif á feril hans sem knattspyrnumaður. Á meðan er hann ennþá stærsta nafnið sem orðað er við Liverpool og því mest í umræðunni. Það á ekkert bara við um Ísland, heldur allann Liverpool heiminn.

    Hefði þessi saga snúist um t.d. Christian Eriksen værum við líklega búin að taka svipaða “rússibana” umræðu og líklega væri Danskir púllarar mest spenntir.

    njótið sólarinar, elskið sumarið, horfið á em og svo sjáum við hvað verður gert og með hverjum þann 18/8/12 á móti WBA. þangað til ætla ég að skrúfa niður geðveikina og njóta þess að „betri“ tímar séu að renna upp hjá okkur, uppbygging og nýr þjálfari sem mun laga allt (hvar hefur maður heyrt þetta áður).

    Endilega drífðu þig út í sólina en leyfðu okkur að velja, síðan lokar blessunarlega ekki á meðan (til 18/8/12) og við ræðum það sem er efst á baugi áfram. Eins og við gerðum t.d. þegar nýr stjóri kom og í kjölfarið hvernig hann væri líklegur til að byggja upp liðið.

  119. Gylfi er ekkert að fara til Tottenham til að leysa Modric af. Þeir eru alltof ólíkir leikmenn til þess. Annar er djúpur playmaker að eðlisfari og hinn er gífurlega sóknarsinnaður miðjumaður.
    Gylfi væri bara að fara að berjast við Van Der Vaart hjá Spurs alveg eins og að hann væri að fara að berjast við Gerrard í Liverpoool. Báðir betri en hann.
    Væri hrikalega til í að sjá hann í Liverpool en ég held að helsta ástæðan fyrir því sé að hann er frá yndislegasta landi í öllum heiminum, Íslandi.
    Engu að síður góður spilari en ekkert til að missa legvatnið yfir. 😉

  120. Ef Gylfi hefur ekki áhuga á að spila fyrir Liverpool FC. Þá þurfum ekkert á svoleiðis leikmanni að halda. Ég vill fá leikmenn sem vilja spila fyrir bestu stuðningsmenn í heimi.

    YNWA

  121. duncan jenkins ?@duncanjenkinsFC
    @LFCTransNRS @JAM_LFC sigurdson has been on holiday (#miami i think, in #america) theres nothing to worry about #lfc expect a deal next week

  122. Sá þessa athugasemd í slúðrinu á teamtalk,það væri snilld að kaupa bara tottenham og leggja það svo bara niður það er nóg af þessum lundúnarliðum:)

  123. Einnig er þar að Alan dsagoev er næsta “target”ef kaupin á Gylfa klikkar,shit hvað ég er að missa mig yfir þessu líður eins og fermingarstelpu!

  124. hehe þetta er nú frekar kostuleg fréttamennska útúm allt. Íslenskir íþróttafréttamenn töluðu um það á fimmtudag að það myndu berast “stórar fréttir” af Gylfa í gær, og nokkrir miðlar töluðu um það rétt fyrir helgi að Gylfi myndi ræða við fullt af enskum félögum í gær. Svo fór slúðrið af stað, og Gylfi átti að hafa jafnvel tekið tilboði frá Tottenham eða öðru liði. Var Gylfi svo bara í Bandaríkjunum á meðan öllu þessu stóð? Snilld haha. Menn eru heldur betur með traustar heimildir!

  125. Er ekki please hægt að fá einhverja nýja grein inn hérna þessi gúrkutíð er alveg að fara með mig, maður kíkir hér inn 10 sinnum á dag til að sjá eitthvað nýtt “staðfestingu með Gylfa” en ekkert gerist í því, væri tildæmis til í að lesa ykkar spekingana álit um líkleg transfer target.
    einn sem leiðist 😉

  126. Ef Gylfi er að bíða eftir því að Man Utd bjóði í sig, þá skulum við bara gleyma honum. Liverpool á ekki að vera á standby hjá Íslendingi sem bíður eftir því að komast til liðsins sem hann hélt með í æsku. Liverpool á meiri virðingu skilið en það.

  127. ´NÝJASTA FRÉTTIN KOMIN Í HÚS´… BEINT FRÁ BESTA VINI SYSTUR FRÆNDA GYLFA:
    Gylfa snérist hugur á síðustu stundu, hann búinn að skrifa undir hjá Afríka United!

  128. Gylfi var á Miami en hann kom þaðan í vikunni og er búin að vera á Englandi.

    Eitt sem ég ekki skil. Annað hvort eru íslendingar að missa sig í bullinu eða enska pressan. Ef Gylfi á að vaða í tilboðum núna frá flestum liðum deildarinnar hvernig stendur þá á því að enska pressan virðist öll halda því fram að hann sé á leið til Liverpool. Væri enska pressan ekki búin að komast að því ef maðurinn væri við það að skrifa undir hja Tottenham eda einhverju öðru liði ? bara pæling.

    Annars hef ég heyrt frá 2-3 aðilum sem allir telja sig með áræðanlegar heimildir að líkurnar á að Gylfi sé að koma til okkar hafi minnkað mjög mikið, þetta var að vísu á fimmtudagskvöld en hvað hefur skeð siðan hef eg ekkert heyrt um. Maður heyrði að annað lið hefði boðið honum miklu betri samning en okkar menn en maður vonar að okkar menn hafi þá komið með nýtt og betra tilboð og Gylfi skrifi undir hja okkar mönnum á næstu dögum.

  129. hahaha Viðar Skjóldal, í alvöru?

    Annars hef ég heyrt frá 2-3 aðilum sem allir telja sig með áræðanlegar heimildir….

    Þið eruð frábærir! Er ekki einhver hérna með enn ferskari fréttir frá sínum traustu ónafngreindu heimildarmönnum?

  130. Halli já í alvöru…

    Ég hef ekki eina einustu ástæðu til þess að vantreysta þeim upplysingum sem ég hef fengið undanfarið um félagsskipti Gylfa vegna þess að það sem ég hef heyrt hefur allt hingað til reynst rétt og ég hef heyrt það áður en það hefur birst í fjölmiðlum.

    Ég vona að það sé rangt að Gylfi sé líklega hættur við Liverpool þvi hann hafi fengið miklu betra tilboð annarsstaðar frá en ég treysti mínum heimildum bara fjandi vel því það sem ég hef heyrt áður í sambandi við þetta mál hefur reynst rétt. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og vonanfi endar Gylfi í Liverpool.

    Ekki vera bitur Halli þótt það sé i alvöru hellingur af fólki sem veit helling um málefni Gylfa, þannig er það nú bara samt.

  131. hehe ég ætlaði nú ekki að móðga þig Viðar Skjóldal. En þú verður að viðurkenna að það hafi ansi margir skellt fram hinum og þessum fullyrðingum varðandi þetta mál með Gylfa án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt, og það er bara orðið töluvert langt síðan þetta varð kostulegt. Maður sem þekkir mann sem þekkir mann rökin hvað eftir annað. Þú þarft ekkert að móðgast þótt ég geri léttvægt grín að þér fyrir að koma með fréttir nr. c.a. þúsund í þessum flokki.

  132. Ætlar í alvöru enginn að tjá sig um lagið sem #137 setti inn?
    Wtf … ?

  133. Í kvöld hélt ég hátíðlegan sánkti Istanbúlískan dag allra heilagra Púlara hinna vongóðu. Felst í því að endurupplifa úrslitaleikinn forðum daga eins gerst hefði í gær og og verða skrugguskemmtilegur við skemmtilegheitin. Mæli með þessu við alla áheyrandi.

    Á leið heim úr Istanbúl-sælunni hitti ég á leiguþjón þann er eigi gat unað nokkru eyra án þess að hlýða á Hamann-lenska og öfluga hávaðamúsík. Rammstein hétu ramakveinin. Þau voru góð. Sólin skín á þá sælu.

    Það væri gaman að bjóða Gylfa velkominn í þjóð okkar lifurþenkjandi þjóðborna. En ef hann kýs aðra askvaðandi óboðna og ólíðandi umsparkandi apaketti (enginn ákveðinn í huga) þá hann um það. Farið hefur fransbrauð betra og allt það fé sem því fylgir. Eins og gengur. Hver kann ekki að meta góðan humar!

    Síðastliðin skilaðboð voru skrifuð í 5,7% ástandi og skulu meðtekin sem slík.

  134. Hann fer samt varla til Spurs fyrr en stjóramálin þeirra leysast svo hann viti hvort hann sé í plönunum hjá þeim manni sem tekur við liðinu.

  135. Það væri glórulaust að fara til Spurs án þess að vita nokkuð um stjóramál og fleira. Held að þetta sé uppblásið og að hann skrifi undir hjá okkur á næstu dögum.

  136. Ég tel heillavænlegast að bíða rólegur til 1 júlí því þá opnar transfer glugginn. Miðað við hvernig Henry og co. virðast höndla málin þá á ég allt eins von á að við fáum ekkert að frétta fyrr en það birtast myndir af einhverjum köppum með trefil um hálsinn 🙂

  137. Held að menn ættu lítið að vesenast í Viðari Skjóldal.

    Heyrist á því sem hann skrifar að hann sé bara að fá upplýsingar sem vel er hægt að taka mark á – og jafnvel meira en frá sumum blaðamiðlunum.

    Það virðist núna vera að koma upp það sem flaug um í ákveðnum hópi fyrir helgi, að Gylfi væri á leiðinni til Tottenham þar sem launapakki sá sem kastað var þar fram var svo miklu betri en sá sem var í boði á Anfield – þegar Gummi Ben henti fram fullyrðingu um stórfréttir í nánd var ég viss um að það væri verið að tilkynna Spurs.

    En það gerðist ekki og ég held satt að segja að það varð ekki gefi manni möguleika að LFC sé meira inni í pakkanum en virtist á þessum tíma. Það hlýtur líka að vera pæling hjá Gylfa að sjá hver verður stjóri Spurs, alveg eins og hjá Swansea. En svo hefur verið sagt að það sé jafnvel þriðja stóra liðið inni í málinu, en þó ekki Man. United.

    Sjáum til, og héðan af þá les ég af áhuga fréttir frá Viðari um Gylfa.

  138. Af Gylfa hugleiðingum sem tröllríða öllu hér……………… það var mér umhugsunarefni þegar ég horfði á Spánverjana leika sér að Frökkunum í gær, að þar voru gamlar Liverpool kempur, Alonso, Arbiloa og Torres að leika listir sýnar. Já, já, margrætt og spekúlerað hér á þessari síðu, en hvar værum við í dag ef við hefðum haft alvöru eigendur og stjórnendur á þeim tíma sem Benites var að byggja upp liðið???

    Líklegast væri enginn að velta sér upp úr því hvar Gylfi endar á næsta tímabili og öllum nokk sama hvort hann yrði áfram hjá Swansea eða Hoffenheim. Við og Benites værum að eltast við stærri nöfn til að styrkja hópinn og bæta öðrum Englandmeistaratitli í safnið frá fyrra tímabili!!

    Eins og aðrir hér að ofan halda “sankti istanbúliskan dag”, þá leyfi ég mér að láta mig dreyma ……………….. :O)

  139. Maggi viltu ekki bara slaka á? Voðalega eru menn stífir hérna. Ég var nú bara að skjóta létt á hann Viðar Skjóldal. Meinti þetta alls ekki illa, var það virkilega ekki augljóst?

    Þessi umræða um Gylfa Sigurðsson er bara búinn að vera frekar spaugileg hér og annarstaðar undanfarið, þið hljótið að sjá það. Allskonar slúður að detta inn á ölum stöðum. Ég er ekkert að segja að Viðar Skjóldal hafi rangt fyrir sér, ég veit ekkert um það. Var bara aðeins að gera grín að enn einu fréttunum frá “traustu heimildarmönnunum” sem svo margir hafa þessa dagana.

    Ekki vera svona hörundsárir félagar. Hvet menn bara endilega til að pósta hér inn ef þeir hafa heyrt einhverjar fréttir af Gylfa. Ég skal hætta hætta að stríða ykkur sama hversu langsóttar heimildirnar verða hehe.

  140. Sælir félagar.

    Kunningi vinar vinar míns hafði það eftir föðursystur ömmusystur dóttursonar manns sem hann þekkir ekki neitt að hann vissi ekkert um Gylfamálið. Það er eins með mig – ég veit ekkert. En vitandi þó það þá bíð ég rólegur því þetta kemur allt í ljós.

    Það er nú þannig

    YNWA

  141. Var ekki að meina neitt annað en það sem ég sagði Halli og beindi þessu alls ekki bara að þér vinur, heldur bara að benda á að það sem Viðar hefur sagt virðist vera nálægt sannleikanum.

    Er sallarólegur í alla staði…

  142. Haukur J (167) talar um fyrrverandi Liverpool leikmenn og frammistöðu þeirra í spænska liðinu, Alonso og Torres eru auðvitað þeir sem mest eru áberandi en mér hefur fundist Arbeloa koma skemmtilega á óvart í síðustu tveimur leikjum allavega. Mér hefur alltaf fundist hann svo passívur, leita til baka með sendingar og því lítið komið útúr honum (enda kannski lítið lagt upp með fyrirgjafir í spænska liðinu) en núna er hann m.a.s. farinn að skjóta á markið. Þetta er ekki sá Arbeloa sem ég hef þekkt hingað til.

  143. Shit hvað það er orðið þreytt þegar menn reita af sér sömu brandarana aftur og aftur: “Faðir besta vinar frænku minnar sagði mér að Gylfi væri að koma”…. Reynið að vera frumlegir. Þetta var fyndið fyrst, núna er þetta orðið sorglega úrelt.

    Ég veit ekki betur en að Viðar sé búinn að vera spot on allan tímann á meðan Duncan Jenkins sé mörgum dögum á eftir.

  144. Það verður gaman að sjá Tíst frá þessum Duncan Jenkins þegar Gylfi skrifar undir hjá Tottenham 🙂

  145. Bara að benda monnum a það samt að það sem eg hef sett herna inn um gylfa a eg engan heiður af, þessar upplysingar hafa komið fra 2-3 öðrum pullurum sem einhver tengsl hafa vip Gylfa. Skal samt glaður setja inn herna ef eg heyri eitthvað en tek enga abyrgd a að það reynist allt saman rett. Eg mundi bara aldrei varpa fram einhverju tilbunu bulli herna enda hefur það sem eg hef sagt herna einfaldlega reybst rett.

    Eg hvet svo þa sem i alvoru heyra eitthvað sem mark er takandi a að negla þvi her inn. Sumarið er sluður timinn og litip annað að gera en að ræða sluðrið

Leikjalistinn fyrir næsta tímabil

Gerrard leiðir hópinn í kvöld, slúður og opin umræða