Leikjalistinn fyrir næsta tímabil

Leikjalistinn fyrir næsta tímabil er kominn og það er ekki hægt að segja að byrjunin sé auðveld. Fyrsti leikurinn er á útivelli gegn Steve Clarke og WBA og síðan taka við tveir heimaleikir gegn Manchester City og Arsenal, svo útileikur gegn Sunderland og svo heimaleikur gegn Manchester United áður en að prógrammið verður svo aðeins auðveldara. Við mætum svo Everton á Goodison Park í lok október.

Það er hægt að horfa á þetta mjög jákvæðum augum og segja að þessir heimaleikir gegn stóru liðunum séu kjörið tækifæri fyrir þetta lið að stimpla sig almennilega inn.

Allavegana listinn er allur hér og lítur út svona fyrir fyrstu mánuðina.

Ágúst

18 West Brom (Ú)
25 Manchester City (H)

September

1 Arsenal (H)
15 Sunderland (Ú)
22 Manchester United (H)
29 Norwich City (Ú)

42 Comments

  1. þetta er hörku prógram, ekki hægt að segja annað en að maður sé pínulítið spenntur fyrir næsta seasoni.

  2. Hrikalega fúl byrjun.

    Eins gott að við verðum þolinmóð, gætum alveg verið í neðri hlutanum fyrst um sinn miðað við það að við verðum lið í uppbyggingarfasa og hefði alveg verið fínt að fá eilítið einfaldari verkefni í byrjun, ekki síst þar sem liðið verður líka í Europa League á sama tíma. Í svona leikjum er álagið mikið og skiptir máli að vera með ferskt lið.

    Svo finnst mér líka alveg ömurlegt sem aðdáanda að fá svona marga stórleiki í kippu, mun skemmtilegra þegar þeir dreifast töluvert betur um mótið.

    Auk þess hefði Rodgers þurft að fá meiri tíma fyrir fyrsta United slaginn.

    En það er verið að henda karlinum út í djúpu laugina, nú er það fyrir hann að fara að synda!

  3. Fékk fiðrildi í magann þegar ég las þetta úff 🙂
    Get varla beðið eftir game onnn 18 ágúst ….
    Eru þetta ekki bara örlög í fyrsta leik …. Held þetta veiti á gott og að þetta verði skemmtilegt tímabil þar sem OKKAR LIÐ spili hraðann og skemmtilegann bolta 🙂

  4. Ég held að þetta sé bara hið besta mál. Ef vel gengur í þessum leikjum er allt með okkur, ef illa gengur þá höfum við alltaf það að programmið sé búið að vera mjög erfitt og vonandi bjartari tímar framundan. Win Win situation !

  5. Já sæll… Það þýðir ekkert að mæta til leiks í október, GAME ON!

  6. Mjög gott prógram. Og ef við verðum í keppninni um meistaradeildarsæti sem ég reikna með, þá er gott að síðasti mánuðurinn eru 3 leikir sem við eigum að vinna ef liðið spilar sinn leik, undir Liverpool komið semsagt.

  7. Þetta er að sjálfsögðu mjög erfið byrjun á þessu móti, en menn hafa nú 2 mánuði til að undirbúa sig fyrir þetta og ég er alveg viss um að menn munu taka mið af þessari erfiðu byrjun í öllum undirbúningi.

    Allir leikir í ensku úrvalsdeildinni eru erfiðir leikir. Liverpool var að tapa gegn stigum gegn liðum á borð við Fulham, Stoke, Swansea, Norwich og Wigan. Það er því engin spurning að menn þurfa að vera tilbúnir þarna frá fyrstu mínútu og breytir þar engu hvaða nafni mótherjinn heitir.

  8. Myndi frekar kalla þetta auðvelda byrjun þar sem við náum yfirleitt 3 stigum á móti ógæfumönnunum í manchester og hinum “stóru” liðunum á meðan við töpum gjarnan 2 stigum á móti “litlu” liðunum

  9. Leiðindafnykur á þessu tímabili eftir að sjá hvernig leikirnir raðast upp, ég vona samt innilega að náum að krækja í eitt og eitt stig svo það blasi ekki við fallbarátta í kringum jólin.

  10. Mun ekki þetta prógram breitast helling þegar búið er að draga í CL ??
    En annars hörku prógram og maður vonar það besta bara!

  11. Ég ætla bara að reyna vera jákvæður út í þessa leikjaniðurröðun. Það er fínt að klára þessi lið sem fyrst af, þá getur Rodgers einbeitt sér að því vinna smáu liðin eftir þessar 5-6 umferðir. Ég er sammála Magga að við verðum bara að vera þolinmóð. Þetta var svolítið svipað hjá Arsenal á síðasta tímabili þar sem fyrstu leikir þeirra voru gegn Newcastle – Liverpool – Man Utd + CL leikirnir inn á milli.

    Arsenal(Van Persie) sýndu okkur það á síðasta tímabili að fyrstu leikir keppninnar skipta ekki eins miklu máli. Það benti nákvæmlega ekkert til þess að þeir myndu enda í 3. sæti, svo fóru þeir í einhvern “power” gír og rúlluðu restinni upp.

  12. Til að klára kommentið mitt þar sem ég ýtti óvart á “Senda”:

    Markatala Arsenal í fyrstu 3 leikjum PL á síðasta tímabili var 2:10 og enduðu með mun betri markatölu en við. Við skulum ekki rýna of mikið í byrjun næsta tímabils, það getur allt gerst. Þetta er svolítið svipað með NBA, liðin eru ekkert spes í riðlunum, en svo þegar þau fara í playoffs að þá fara þau í einhvern ofurgír.

  13. Ég sé ekki hvaða máli það skiptir hvort við byrjum á sterkum liðum eða minna sterkum. Snýst þetta ekki meira um formið á liðunum. Við vitum nátturulega ekki hvernig það verður þegar kemur að leikjunum.

  14. Svona byrjun getur reynst tvíeggja sverð ef illa gengur gæti komið smáskjálfti í hópinn sem tæki smá tíma að vinna sig útúr, hinsvegar ef úrslit verða nokkuð hagstæð fyrir okkur getur það gefið auka búst fyrir lið sem er í “Uppbyggingarfasa” .
    Er sammála Magga ekki óskabyrjun að mínu mati nema ef seinnihluti spár minnar hér að ofan rætist, verður gríðarlega spennandi.

  15. Svo má ekki gleyma að þetta er nýtt season fyrir alla, ekki bara okkur púlara þótt að BR sé kominn til okkar þá verða eflaust UTD komnir með eitthvað nýtt fyrir þa Rio ferdinand og scholes og þessa kalla þarna. Þannig ég held að þetta sé allgjörlega 50/50 leikir þarna leikir 2 og 4 þarna í byrjun.

    Get hreinlega ekki beðið eftir næsta seasoni, þetta verður geðveikt! 🙂

    -YNWA!

  16. Ég persónulega hefði ekki viljað fá heimaleik gegn t.d. United eða City á sunnudegi eða mánudegi eftir að við spilum í EURO og þeir t.d. ekki eins þreyttir eftir að hafa fengið hvíld frá þriðjudegi eða miðvikudegi…

    Ég er sáttur við það að fá Arsenal,City og United bara STRAX! kaffæraþeim áður en þeir ná upp formi.. sjáið hvernig fór fyrir t.d. Arsenal á síðustu leiktíð í byrjun móts.

    Þetta er flott prógram, líklegast er Nóvember erfiðasti mánuðurinn því þar erum við líka að spila í Euro keppninni og fáum Newcastle(H), Chelsea(A) , Wigan(H), Swansea(A) og Tottenham(A) – plús Eurocup..

    Ég er spenntur, fáum vonandi að sjá Gylfa spila með Liverbird á brjóstinu og góða byrjun á næsta tímabili 🙂

  17. Ég get ekki betur séð en að þetta gæti orðið okkar ár. Að mínu mati eru við með betra lið en öll þess svokölluðu stórlið.
    Ég er búinn að kaupa mér champions liverpool bol sem ég mun skarta í vor.

  18. Vá hvað það er stundum súrt að koma aftur í lok dags og lesa sum commentin hérna..

    Held að sumir ættu að fá sér gleðipillu og smá lit í sólinni.
    Farinn að halda að menn séu komnir með Sigurólisyndrom 😉

    Þeir taka þetta til sín sem eiga það.

  19. Við höfum síðastliðinn ár staðið okkur langbest á móti stórliðunum og þá sérstaklega á heimavelli.

    Þegar ég sé þetta þá hugsa ég einungis. Bring it on!! Hendum liðinu inn í bardagann med det samme.

    Þau lið sem ég vill ekki sjá í fyrstu leikjum eru liðin sem eru nýkominn upp.

  20. mér finnst allveg fáránlegt að þurfa að mæta manure $hitty,chel$ky og arsenal á hverju ári.

    prógammið væri auðveldara ef við gætum spilað í staðin við grimsby, peterborough, hull og stevenage

    kommon við erum í efstu deild og tökum einn leik fyrir í einu, byrjum á að hugsa fyrst um west brom.

  21. Þetta er fínt prógram til að ná hrollinum úr. Vinnum þessa deild bara til tilbreytingar… 🙂

  22. Okkur hefur nú ekki beinlínis verið að ganga illa á móti liðum eins og Man Utd, Chelsea, Man City eða Arsenal sama hvaða stjóri hefur verið við stjórnvöldin.

    Vandamál okkar manna hafa snúist nær eingöngu um að vinna Sunderland, Wigan, Swansea o.s.frv.

    Þannig að ég lít á þetta leikjarprógram sem hið besta mál og gæti verið gott fyrir okkur að fá þessi betri lið í byrjun móts til að “kickstarta” tímabilinu!

  23. Nokkrir erfiðir leikir í byrjun tímabils, það er ljóst.

    Af því að við erum að tala um leiki gegn “litlum og stórum” liðum, þá ætla ég rétt að vona að það verði hugarfarsbreyting núna undir stjórn Brendan Rodgers. Sú breyting snýst um að koma leikmönnum í skilning um að það fást jafnmörg stig fyrir sigur gegn litlum liðum eins og á móti Manutd, Chelsea eða Arsenal. Þetta er eitthvað sem hefur gengið ótrúlega illa að fá menn til að átta sig á, og hefur verið vandamál í fjöldamörg ár. Svona var þetta hjá Houllier, Rafa, og Kenny, og er ein helsta ástæða þess að við höfum ekki unnið titilinn í langan tíma. Þegar menn mæta minni liðunum þá er alltaf eins og menn telji að þeir þurfi ekki að leggja sig fram og geti bara tekið þetta með vinstri, þrátt fyrir að hafa brennt sig á þessu í áratugi. Ótrúlegt dæmi, og maður byrjar óneitanlega að velta fyrri sér gáfnafari manna hjá LFC. Sigur gegn liðum í 10 sæti og neðar myndi gefa 60 stig. Þetta er eitthvað sem Ferguson er fyrir löngu búinn að átta sig á, enda slátrar Manutd alltaf litlu liðunum, sem er grunnurinn að því að þeir vinna titilin svona oft.

  24. Væri alveg til í að fá Wilfried Bony til okkar , held að hann muni lífga upp á liðið 🙂

  25. Frábær byrjun á mótinu! Auðvitað er skemmtilegra að dreifa stórleikjunum en við ráðum því ekki og það þýðir ekkert að fara í fúlan pytt. Ótrúlegt að lesa sum kommentin hérna. Ég hef oft tekið mark á ákveðnum aðila hérna þó svo hann sé oft neikvæður en þetta komment viðkomandi tók alveg botninn úr. Það er eins og menn séu að koma hingað til þess eins að finna skítafýlu í öllum hornum. Ég get alveg lofað ykkur því að ef BR og félagar taka þessu prógrammi svona neikvætt að þá verður árangurinn ekki mikill. Upp með hökuna og góða skapið og JÁKVÆÐNINA!!

    YNWA!!

  26. Ég var að segja við konuna svona uppúr þurru.. “Við erum með æðislegt lið.. ég skil ekki hvað menn eru að væla svona..” Hún svaraði þá.. ” Hvað meinaru? hvaða lið erum við með?” haha svona erum við ruglaðir í pre-season 🙂

  27. Djöfull er Gerrard lang lang bestur í þessu enska liði.
    Hörku form á kallinum.

  28. Gerrard er að gera góða hluti á þessu móti og verið besti maður Englands yfir alla þrjá leikina. Lagt upp 3 mörk með flottum fyrirgjöfum og sýnt agaðan leik á miðjunni. Sannur fyrirliði. Gefur manni von um að hann geti spilað þessa sömu rullu fyrir LFC í vetur og þá leyft yngri manni með meiri sprengikraft að spila framsækna miðjumanninn (Gylfi smellpassar þar inn).

    Það gæti vel gengið upp í 4-2-3-1 með Lucas og SteG á miðri miðjunni (Henderson og Adam róterandi bakköpp). Gylfa þar fyrir framan (Shelvey bakköpp). Suarez sem vængframherji og máske Adam Johnson hinu megin (Downing og Sterling bakköpp) og Carroll frammi (vantar bakköpp). Spurning svo með Cole og Aquilani og hvort Downing þyki henta sem sannur vængframherji eða bara seldur. Mætti bæta við einum öskufljótum vængframherja við þetta til að vera ekki að setja of mikla pressu á Sterling.

    Varðandi fjólubláa flippið þá er þetta sjálflýsandi sýrutripp örugglega djók sem Arnar (#29) linkar á. En þessi sem Drési (#35) er með virkar raunverulegri, bæði varðandi myndvinnslu og lit. Verð nú að viðurkenna að sú síðar finnst mér ekkert svo slæm og jafnvel bara fín. Maður hefur lengi haldið með LA Lakers og nokkuð vanur fjólubláu og gylltu og svo hefur Fiorentina oft verið vígalegir á velli. Þetta gætu verið vinnuplögg hjá Warrior sem hafa lekið á netið eða bara verið tómur hugarburður frumlegra feikara. Kemur allt í ljós.

    YNWA

  29. Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi logoið hjá LFC.
    Nú er búið að skipta út logoinu á búningunum, mjög ánægjuleg breyting að mínu mati, en ekki annarsstaðar.
    Ég vil fyrir mína parta sjá það merki sem nú er komið á búningana vera ráðandi allstaðar sem okkar aðal logo, og kúpla út þessu merki sem hefur verið í notkun síðan 1992.
    Vita menn eitthvað um þetta?
    Eða er ég bara einn um að vilja sjá þessi logo skipti fara alla leið?

  30. Steven Gerrard er að spila eins og kóngurinn sem hann er á þessu móti. Ótrúlegt að til séu menn sem eru á þeirri skoðun að Gerrard sé að verða búinn á því sem leikmaður. Besti miðjumaður í heimi, ekki nokkur spurning.

  31. ég vildi fá englendingana út ! Vil fá poolarana heim sem fyrst áður en þeir meiðast! Carroll má bara ekki meiðast núna. og Gerrard loksins að komast í gang eftir tveggja ára meiðsla rugl og svo er Johnson meiðslapesi líka og hann er nú þegar meiddur er sprautaður fyrir leiki vegna sýkingar í löppinni !

  32. Ég er virkilega hræddur um að Gerrard komi meiddur heim af EM.
    En talandi um vængframherja þá væri ég til að sjá Sterling fá fleiri sénsa á komandi tímabili. Langt síðan svona ungur uppalinn leikmaður hefur fengið almennilegt tækifæri í byrjunarliði. Það á að gera meira af því hjá LFC að henda ungum leikmönnum í djúpu laugina.

Gylfi mun koma til Liverpool

EM, Hillsboroughfréttir og leikmannaslúður – opinn þráður