Opinn þráður – Nýr haus

Mið vika, opinn þráður, ýmislegt að frétta en fátt staðfest. Fyrir það fyrsta er kominn nýr haus á síðuna. Brendan Rodgers og nýju Warrior-treyjurnar hafa tekið við af Dalglish og Deildarbikarnum. Við þökkum Kidda Geir að venju fyrir hönnunina. Kiddi, you are the wind beneath my wings.

Aðrar fréttir: Maxi Rodriguez á að vera í viðræðum við Newell’s Old Boys, heimaklúbbinn sinn í Argentínu. Hann neitar því reyndar í dag en miðlarnir ytra segja að viðræðurnar séu á byrjunarstigi og líklegt sé að hann fari.

Í hans stað gæti komið Mohamed Diame; 24 ára miðjumaður hjá Wigan, á frjálsri sölu enda samningslaus í vor. Hann var víst búinn að ákveða að ganga til liðs við okkur áður en Dalglish var rekinn, þá fóru hans mál á bið en nú sé Rodgers væntanlega búinn að ákveða að hann vilji fá hann. Ég þekki hann ekki nóg til að vera dómbær þannig að við sjáum YouTube-myndband og myndum okkur svo skoðun.

Annars fór það ekki framhjá neinum í gær að Steve Clarke og Kevin Keen eru farnir frá klúbbnum. Clarke þykir líklegur til að taka við W.B.A. og tekur Keen þá líklega með sér.

Já og Pepe Reina býður Rodgers velkominn, hlakkar til að spila fyrir hann og segist vera til taks fyrir hann á næsta tímabili. Ég hafði í laumi verið hræddur um að Pepe fengi nóg af okkar sápuóperu nú í sumar þannig að ég anda talsvert léttar við að lesa þetta.

Þetta er opinn þráður, ræðið það sem þið viljið.

106 Comments

 1. Höfum fyrstu ummælin einföld: ef þið eruð sátt við nýja hausinn á síðunni, gefið þessum ummælum þá þumal. Ég er forvitinn að sjá hvort þið eruð jafn hrifin af þessu og ég.

 2. Hausinn lítur vel út nema hvað það mætti stækka rauða svæðið aðeins þannig að höfuð þeirra sem eru á honum skagi ekki uppfyrir. Er að nota Firefox.

 3. Hausinn er hannaður þannig að höfuðin standa upp fyrir rauða svæðið. Gefur myndinni dýpt. Hausarnir hjá okkur hafa verið svona í 3-4 ár núna.

 4. “Illu er best af lokið” sagði skessan og skeindi sér áður en hún skeit!

 5. Sælir félagar

  Fínn haus og í samræmi við breytta tíma. En að öðru. Eitthvað höfum við verið tengdir við Adam Johnson hjá MC. Ég hefi alltaf verið hrifinn af þeim leikmanni og fundist hann mjög vannýttur af sínu liði. Væri alveg til í hann á hægri kantinn. Hvað segja menn um þetta. Ég segi allt gott.

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Ég væri alveg til í að heyra meira um það að Gylfi komi, er helvíti spenntur fyrir því að fá hann. Nenni allavega ekki að hann fari til Júnæted og slái í gegn þar 😉

 7. Spearing líklega á förum ef Diame kemur, þeir spila báðir sömu stöðu þannig að það er nóg að hafa Diame og Lucas sem varnartengiliði. Lýst vel á að fá Diame þar sem Spearing er mjög takmarkaður leikmaður en stóð sig þrátt fyrir það ágætlega,

  Svo er ég með það staðfest að Liverpool er að ræða við umboðsmann Gylfa Sig!!

 8. Líst vel á hausinn og að fá Mohamed Diame frítt 🙂
  Svo væri frábært að láta SC fá unga leikmenn til að gefa reynslu ef hann tekur við W:B:A . Já og takk S. Clarke fyrir okkur og gangi þér vel í nýjum verkefnum 🙂

 9. Flott strákar og stelpur ( munum að ef kvennfólk væri að stjórna HEIMINUM VÆRUM VIÐ EKKI Í ÞESSUM DJÚPA SKÍT. ) flottur haus og gaman að sjá breytingar sem verða á þessari síðu, fylgist spenntur með fréttum á hverjum degi,vona að Brendan félagi taki okkur upp á hærra PLAN, hef ofurtrú á kauða. er sáttur ef Maxi fer enda er hans tími liðin alveg eins og hjá Kát. Við þurfum ferska leggi og gefum pakkanum 2 til 3 ár. Eigið góðar stundir, við erum og verðum langflottastir.
  YNWA.

 10. Djöfull er Kiddi með puttann á púlsinum, var einmitt að hugsa um það í gær að það væri kominn tími á þennan haus. Sá nýji er mjög flottur.

  Er það ekki rétt skilið hjá mér að Rodgers hafi skroppið í smá frí og því kannski eðlilegt að lítið sé um staðfest leikmannakaup þó eflaust sé mikið í gangi bakvið tjöldin og símareikningar háir.

 11. Rodgers sagði við The Anfield Wrap-gaurana í viðtali við þá sl. föstudag að hann væri á leið til Spánar minnir mig í nokkra daga til að ná áttum, og svo hló hann.

  M.v. að Clarke var tilkynntur hættur í gær myndi ég skjóta á að hann sé annað hvort ekki farinn í frí eða kominn úr stuttu fríi. Stórefa að þjálfarastöður myndu breytast án þess að hann væri á staðnum til að vera með puttana í því.

  Sjáum hvað setur. Ég er á leið til útlanda eftir helgi og verð netlaus í viku … pottþétt að Liverpool kaupa svona þrjá leikmenn rétt á meðan.

 12. Ég held að Maxi gæti einmitt orðið einn besti leikmaðurinn okkar í Tiki-taka boltanum hans Rodgers. Alveg týpískur leikmaður í það með mjög góða tækni, góðar sendingar, gott þríhyrningaspil og gott auga fyrir spili. Snjall leikmaður. Vona að hann klári samninginn sinn!

 13. tja, ef Adam Johnson kemur inn fyrir Maxi þá er ég sáttur. Betri leikmaður sem á framtíð fyrir sér og myndi líklega sætta sig við sömu laun og Maxi.

 14. Ætli við getum ekki sagt að Adam Johnson kæmi inn fyrir Kuyt. Ég skil samt hvað þú meinar. Væri t.d. alveg til í að fá Victor Moses og Junior Hoilett inn fyrir Maxi og Bellamy. En að því gefnu að ekkert slíkt sé að fara að gerast þá held ég að Maxi gæti nýst liðinu mjög vel næsta vetur. Betur en Downing. Hann má fara á undan Maxi og Bellamy. Strákgreyið, hann er bara ekki nógu góður.

 15. Eins og mig grunaði, Clarke var í raun ekki látinn fara eitt eða neitt – heldur bara verið að bjóða honum starf hjá WBA.

  Það verður virkilega gaman að sjá hvernig honum mun ganga, hef heyrt af störfum hans og þar fer fagmaður sem hefur verið gríðarlega vinsæll hjá öllum sínum liðum. Var ábyrgur fyrir varnarleik Liverpool og einungis Manchesterliðin fengu á sig færri mörk en við í vetur, sem er töluvert betri útkoma en á öðrum þáttum liðsins.

  Það var alltaf ljóst að hann ætlaði sér í stjórastarf og hvíslið var að ef að hugmyndafræði hans og Kenny gengi upp væri hann næstur. Svo var ekki, en FSG mátu störf hans það mikið að þeir neituðu að taka við uppsögninni og voru að finna flöt á samstarfi Clarke, Rodgers og Pascoe þegar WBA kom inn í jöfnuna og Clarke vildi fara, skiljanlega.

  Súrt að sjá á eftir góðum manni, vonandi gengur honum vel hjá WBA en okkur enn betur!

 16. Skora á Gylfa að detta hér inn og láta vita um leið og hann hefur skrifað undir (hann hlýtur að lesa kop.is)

  Hann gæti ekki fengið stærra fanbase á sitt band, alla leið inn að beini.

  YNWA

 17. Eftir að hafa skoðað nokkur vídeo (já ég veit) af Mohamed Diame þá líst mér alltaf betur og betur á hann. Hann virkar mjög sterkur og hefur nægan hraða.
  Ég gæti varla hugsað mér betri leikmann til þess að setja pressu á Lucas Leiva sem þyrfti að halda sér vel við. Diame er 24 ára og að fá hann frítt gætu orðið klassa signing.

  http://www.youtube.com/watch?v=tGUXd4QXvYk

 18. Er eitthvað vit í að fá leikmann sem er veikur fyrir í hjartanu, gætu verið mjög risky kaup.

 19. Er ekki einhver á þessum litla klaka okkar sem þekkir mann sem þekkir mann sem þekkir mann sem þekkir Gylfa 😉 Er ekki hægt að toga út úr honum hvort drengurinn ætli ekki örugglega að koma til okkar!

  Annars getur maður ekki annað en óskað SC góðs gengis. Hann á pottþétt eftir að standa sig vel. Hefði viljað hafa hann áfram en hann langaði örugglega að gerast stjóri.

 20. Maður sem að þekkir mann sem að þekkir mann sem að heyrði undan sér einhvað sem að annar maður sagði….segir að Gylfi vilji skrifa undir hjá Rogers….>Og að Umbinn hans sé bara kominn í málið.

 21. Birkir eg fekk post a mnudaginn fra felaga minum sem hafdi eytt siðustu helgi með Eggerti Gunnþór sem er víst besti vinur hans Gylfa. Eggert fullyrti við felaga minn að Gylfi kæmi til Liverpool, Gylfi a að hafa sagt Eggerti það og einnig það að Rodgers vissi fyrirfram að Gylfi myndi hafna Swansea, þetta heyrði eg aður en Gylfi kom i viðtol herna a Islandi og sagdi oliklegt að hann yrði afram hja Swansea svo þetta er sennilega rett. Gylfi for vist til Miami með Eggerti i sumarfri a miðvikudaginn.

  Eg hafdi allavega gaman að þessu sluðri og vona bara að það se rett…. met var allavega sagt að þetta yrðu ekki mikið atæðanlegra en þetta svo nu er bara að biða og sja hvort þetta reynist ekki bara rett.

 22. Ég þekki mann sem þekkir mann sem þekkir mann sem þekkir ekki Gylfa :p

 23. Ég þekki ekki neinn..

  En ég hlakka helling til næsta veturs. Vona að Liverpool mennirnir sleppi bara nokkurn veginn óskaddaðir frá EM.

 24. Aðeins varðandi Diame.
  Miðað við mína reynslu, sem Liverpool maður, þá er Liverpool ekkert fyrir hjartveika ; )

 25. Þetta er í alvöru verra en hjá Bretunum. Sögurnar þeirra eru alltaf svona: “Félagi minn þekkir leigubílstjóra sem talaði við starfsmann á flugvellinum í Manchester og hann sá Thierry Henry með fasteignasala frá LIVERPOOL á kaffihúsi…”

  Núna er það: “Frændi minn þekkir ömmu gamals bekkjarbróður Gylfa og sá heyrði í fermingu að Gylfi ætlaði til Liverpool.”

  Gaman að þessu. Hver getur komið með langsóttustu heimildirnar fyrir því að Gylfi ætli til Liverpool? KOMA SVO! 😉

 26. Gaman af því þegar menn trúa enn öllu sem fíflið hann whelan segir. Það er hann sem er að segja að þessi leikmaður sé hjartveikur. Ég held að whelan ætti að einbeita sér að lækna athyglissýkina hjá sjálfur sér.

 27. Kristján ég get lofað þér því að það eru sumir með mjög góðar heimildir fyrir því að Liverpool sé liklegur kostur fyrir Gylfa!!

 28. já, það eru komnar sterkar heimildir fyrir þessu .. reyndar væri ég persónulega frekar til í joe allen og þar með enda daga adam hjá félaginu, en gylfi er vissulega fínn kostur til þess taka smá álag af gerrard í holustöðunni

 29. Virkilega áhugaverður pistill hjá Jaime Carragher:

  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/competitions/euro-2012/9317680/Euro-2012-it-wont-be-pretty-but-England-manager-Roy-Hodgsons-plan-might-just-work.html

  Í pistlinum segir hann um tímabil Roy Hodgson sem stjóri Liverpool:

  *”…Obviously he tried during his brief time at Liverpool to introduce the same methods but it didn’t work. Naturally, I’m always asked why it went wrong so quickly for Roy at Anfield and it was due to a combination of circumstances.
  First and foremost, I must be honest and say he was let down by the attitude of some star players who’ve since left the club. But it is also fair to say not everyone in the squad bought into his philosophy.
  He wasn’t perceived as the right type of manager for Liverpool. When Brendan Rodgers was appointed last week he talked about his feeling of Anfield being his ‘destination’ — revealing it was his ultimate ambition to manage us.
  With Roy, it was perceived England was his real ‘dream’ job and even a move to Liverpool was another step in this journey. Even had he succeeded at Anfield, you felt he would have wanted to eventually accept an England offer later on. Our supporters would never tolerate feeling second best, especially not to England.
  Being a successful manager is often about being in the right place at the right time. Roy certainly wasn’t that at Liverpool. For his sake, I hope his timing is better for his country”**

 30. Búinn að vera mjög á báðum áttum með þetta Gylfa Sig slúður og ekki alveg sannfærður um að hann sé á leið til Liverpool. En Nr. 27 sannfærði mig alveg.
  Gylfir kemur til LFC (Staðfest).

 31. Gríðarlega ósammála Carragher en á móti alls ekki hissa á að hann hafi viljað Hodgson enda spilar hann fótbolta sem hentar Carragher frábærlega á efri árum.

  Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda í mér ælunni yfir:

  I must be honest and say he was let down by the attitude of some star
  players who’ve since left the club. But it is also fair to say not
  everyone in the squad bought into his philosophy.

  Miðað við sögusagnir hafa ansi margar þeirra sagt þetta nákvæmlega sama um Carragher og stjórann sem var á undan Hodgson og ég spyr einfaldlega hvor kosturinn var betri fyrir Liverpool ?

  Carragher sýnist mér annars þarna vera stórlega ofmetinn þegar kemur að því að skilja út á hvað Liverpool gekk/gengur eða þorir ekki að segja hreint út hvað felldi Hodgson hjá Liverpool á undraverðum tíma, en það var fótboltinn og sú hugmyndafræði sem hann stendur fyrir fyrst of fremst, eins anti Liverpool og hægt er.
  Viðtöl, stríð við stuðningsmenn, leikmannaval, leikmannakaup, áhugi á enska landsliðinu og allt of margt fleira var síðan bara til að bæta ofan á þetta.

  “it-wont-be-pretty-but-England-manager-Roy-Hodgsons-plan-might-just-work”
  Nákvæmlega það sem hann ætlaði að reyna hjá Liverpool og það er aldrei ásættanlegt.

 32. Ég vona að svilkona útfararstjórans sem er hundahárgreiðslukona fyrir uppeldissystur fyrrum sjoppueigandans í hverfinu hans Gylfa hafi rétt fyrir sér og hann sé á leið til LFC 🙂 Afar klók kaup ef satt reynist.

  Varðandi þessi kaup á Diame þá eru kostir og gallar við hann fyrir LFC. Ég er allur á því að við verðum að vera útsjónasamir og nýta okkur samningsstöður manna og kaupa efnilega pjakka áður en þeir hækka í verði. En ég er á báðum áttum með Diame enda ekki séð nægilega mikið til hans.

  Kostirnir eru að hann er ókeypis, lág laun (vonandi), góðum aldri, með PL-reynslu og virkar vígalegur á Þúvarpinu.

  Vankantar eru spurning um getu & gæði, hjartavandamálið (erfiður í endursölu útaf því) og þá staðreynd að hann er ekki alveg sá varnarsinnaði miðjumaður sem margir vilja meina að hann sé. Eða það les ég a.m.k. út úr þeim upplýsingum sem hægt er að nálgast um hann. Ef menn eru að leita að varaskeifu fyrir Lucas þá er ég ekki viss um að Diame passi í þá skilgreiningu, jafnvel þó hann sé á flestum stöðum flokkaður sem varnarsinnaður miðjumaður.

  Skoðið t.d. tölurnar hjá honum hérna. Þetta er næstum helmingi færri tæklingar og þrisvar sinnum færri interceptions en hjá Lucas. Svo eru sendingar hans næstum helmingi færri og prósentan lægri. Á whoscored.com eru sendingar nefndar sem hans akkilesarhæll. Hann er því svona eins og ódýr blanda af Momo Sissoko okkar og Yaya Toure í tæklingum og sóknartilburðum. Spurning hvernig það passar inn í tiki-taka hjá Rodgers en ef hann vill fá Diame þá treysti ég BR og teyminu fyrir því mati.

 33. hverning væri að fá hausinn á gylfa í nýja hausinn á síðunni ?

 34. Talandi um varnarsinnaða miðjumenn þá er einn spennandi en frekar lítt þekktur valkostur á markaðnum þetta sumarið. Sá heitir Claudio Yacob og er 24 ára argentínskur miðjumaður. Hefur spilað 3 landsleiki og verið fyrirliði síns liðs, Racing Club, frá því að hann var 20 ára.

  Er að klára sinn samning í sumar og er víst ódýr eða ókeypis á markaðnum. Hefur verið orðaður við Arsenal, West Ham o.fl. Honum er líkt við samlanda sína Mascherano, Gago og Cambiasso. Jafnvel Ever Banega líka því hann er góður spilari fram á við líka. Ef einhver er líkur Lucas í spilastíl þá skilst mér að það sé Yacob sem verst meira með staðsetningu heldur en brjáluðum tæklingum. Og hann er flottur að láta boltann ganga.

  Tékk it. Þúvarp. Góð grein.

  Því miður hefur hann ekkert verið linkaður við LFC ennþá en hann virðist smellpassa inn í tiki-taka og að vera varaskeifa fyrir Lucas. Væri óvitlaust.

 35. Bara koma EM umræðunni í Kop.is

  Þá spá ég að Grikkland vinni 1-0 ámóti Poland

 36. Strákar, ein spurning, er einhver með einhvera síðu þar sem hægt er að horfa á Euro 2012 á netinu ? eru einhver “stream” á þessum leikjum ?

 37. Hefuru prófað Rúv.is?

  Spái Grikkjum líka 1-0 sigri þó svo ég eigi erfitt með að halda með liðum sem spila jafn leiðinlegan bolta.

 38. Babu 37 sannfærði þa i alvoru komment mitt numer 27 þig að gylfi kæmi til okkar eða var það kaldhæðni i þer?

  Annars er strakurinn sem sagdi mer þetta gallhardur pullari og lesandi
  þessa

 39. Naði ekki að klara komment mitt fyrir ofan. En sa sem sagdi mer þessa sogu um gylfa er gallhardur pullari og lesandi kop.is og hann getur kannski upplyst okkur betur um þetta allt saman…..

 40. Annar stór feill varðandi ráðningu Hodgson til Liverpool var sá að hjá Liverpool voru ekki leikmenn til að spila varnarsinnað 442 leikkerfi. Fljótt kom í ljós ágreningur við Agger þar sem Roy mislíkaði hvernig Agger spilaði boltanum út úr vörninni. Hraðir kantmenn voru ekki til staðar og Torres er ekki framherji semm nýtist vel í 442. Í stað þess að reyna að finna út hvernig best var að nýta leikmannahópinn, reyndi Roy að máta leikmenn í hlutverk sem hentaði illa.

  Nokkuð ljóst er líka að glundroðinn varðandi stjórn G&H og attitude sumra leikmanna gerðu bæði Roy Hodgson og Benitez erfitt fyrir í starfi.

  Hins vegar vil ég meina að fáir stjórar spili varnarsinnað 442 betur en Roy og nú getur hann valið þá leikmenn sem nýtast best í það kerfi (Terry frekar en Rio osfrv.). Í ljósi þess að skipt var um landsliðsþjálfara korteri fyrir mót, fannst mér skynsamlegt að ráða RH í ljósi þess að hann spilar einfalt leikkerfi sem flestir leikmenn landsliðsins þekkja og enginn tími var til fyrir þjálfara til að þróa nýtísku hugmyndir. Hins vegar fannst mér þessi 4 ára samningur sem Roy fékk, hættulega langur.

  Ljóst er að Englendingar munu ekki spila sérlega spennandi bolta á mótinu, en þeir gætu náð langt á 1-0 sigrum.

 41. Varðandi komment 27 þá veit ég til þess að Eggert og Gylfi eru bestu vinir og þeir eru núna saman á Miami. Það er nokkuð ljóst að Gylfi hefur verið að ræða við LFC, en mig grunar að Eggerti sé ekkert sérlega vel við það að trúnaðarupplýsingum varðandi þessi félagaskipti séu gerð opinber í hans nafni.

 42. Meggi 50,, eg heyrdi þetta fyrst fra einum aðila a manudag og aftur a þriðjudag fra oðrum aðila þa einnig haft eftir Eggert, ef ma ekki blaðra sma þa kannski ætti Eggert bara að sleppa þvi að vera að blaðra þessu i hina og þessa, island er litið land og svona sluður breyðist hratt ut.

 43. Vissulega, en hugsaðu út í það að ég gæti póstað þessum upplýsingum á Rawk og látið látið alla helstu twitttera hafa þessar upplýsingar. Einhver af þeim myndi pottþétt slefa þessu í gulu pressuna. Að Eggert (besti vinur Gylfa) hefði sagt að þessi félagaskipti væru frágengin, væri nægilegt efni í frétt.

 44. Við skulum vona að engin herna fari að leka þessu i ensku pressuna.

  Sagan var samt ekki þannig að felagsskiptin væru klàr en hins vegar haft eftir Gylfa að hann færi að öllum likindum til Liverpool, hann sjalfur hefdi ahuga a þvi og rodgers vildi fa hann. Aldrei neitt staðfest fyrr en allt er fragengið en verður að teljast afar liklegt að Gylfi se ad koma a anfield

 45. Ég er ekki frá því að EM hafi byrjað með stæl! Hver bjóst við því?… 🙂

 46. Heyrst hefur frá starfsmönnum Liverpool (unglingaþjálfurum) sem eru staddir á Íslandi að Gylfi sé í viðræðum við klúbbinn.

 47. Rússar virka griðarlega sterkir, hraðir, teknískir og skipulagðir. Gæti alveg eins seð Rússana fara i undanurslitin eins og 2008….

  Fer vel af stað motið og það verður gaman a morgun og svo hlakka eg til Manudagsins, maður heldur alltaf með Englendingunum i þessum stormotum þratt fyrir að þeir valda yfirleitt vonbrigðum en maður er nu svo sem vanur þvi sem pullari….

 48. Ég mun fagna því ef Gylfi kemur. En það er klárt mál hvað vantar helst til þess að komast í röð þeira bestu. Betri miðju. Fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var staddur á The Park fyrir framan Anfield var sungið lag sem var tileinkað miðju Liverpool þá. Mennirnir í laginu voru Xabi Alonso, Mascherano, Gerrard og Sissoko. Með Lucas og Gerrard heila erum við auðvitað í góðum málum en það þarf meira til! #1 #2 og #3 þá þurfum við betri miðju.

 49. Frændi minn á vin sem vinnur í ruslinu og hann sagði honum að þegar hann var að tæma ruslið hjá pabba Gylfa í vikunni hafi það verið troðfullt af United búningum.

  Svo vinnur svili minn með manni sem er vel tengdur inn í fjarskiptafyrirtæki þar sem sást í vikunni að spjaldtölva með sömu IP-tölu og tölvan hans Gylfa hafi verið notuð til að horfa á mörg Youtube-vídeó um sögu Liverpool.

  Held að þetta gæti ekki verið meira #staðfest…

 50. 62

  Þú veist að þú ert í ruglinu þegar taflan í stafrófsröð lítur vel út og liðið sem þú styður byrjar ekki á A, B, C, D, E, F ,G, H , I, J eða K. 😉

 51. Fyrst að þetta er opinn þráður þá langaði mig að setja inn smá gestaþraut

  Luis Suarez á dóttur sem heitir Delfina Suarez

  Nú er hægt að búa til orð með stöfunum úr Delfina sem tengist okkar ástkæra félagi frekar mikið.

  Hvert er orðið?

 52. Er að velta einu fyrir mér Enska knattspynusambandið eða FA eru búnir að vera siðferðispostular og eru meðal annars búnir að dæma Luiz Suarez í 8 leikja bann fyrir meint kynþáttaníð. Þar sem að ólíkir menningar heimar mættust og engar sannanir lágu fyrir aðrar en orð gegn orði. Svo er núna fjaðarafok í gangi vegna Rio Ferdinands og Johnn Terry þar sem að Terry er að fara að mæta fyrir dómi strax eftir EM vegna ásakana um gróft kynþáttaníð á bróður Rio. Eru FA ekki að gera sjálfa sig seka um mesta kynþáttahatrið með því að skilja Ferdinand eftir eftir en ekki Terry? Er ekki í raun verið að refsa Ferdinand fyrir það að Terry níddist á bróðir hans? Eru FA þá ekki að taka málsta Terry?

 53. FA er náttúrulega bara sirkús samtök, en það að skilja rio eftir heima held ég að komi þessu máli bara ekkert við, hann getur bara ekki rassgat lengur. Johnny Evans og Vidic létu hann líta vel út síðustu tímabil.

  Þegar Nesta, cannavaro og Puyol td eru/voru teknir inn í sín landslið á gamalsaldri var ekkert verið að horfa á aldurinn vegna þess að þeir voru bestu mennirnir í stöðurnar, Rio er að mínu mati mun verri leikmaður en nokkurntímann Terry og Lescott og jafnvel Jagielka.

  Reyndar er ég enn að furða mig á að Kelly hafi verið valinn í hópinn og þá ekki fram yfir Rio heldur Micah Richards sem átti mun betra tímabil en Kelly sem átti þó fínt tímabil og fær hann góða reynslu á að fá að fara með í þetta mót.

  Mín niðurstaða er að það sé verið að reyna yngja upp í þessu landsliði og þú tekur þá ekki útbrunna fyrrverandi “hetju” sem ekkert hefur getað síðustu árin nema rífa kjaft framyfir yngri leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér.

 54. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=127840 Sjá það sem er sagt um LFC.

  Ef þetta reynist satt þá er ég ekki sáttur. Diame kemur reyndar frítt sem er í lagi mín vegna. En Bendtner og Jarvis eru svo langt frá því að vera í LFC gæðum. Vona innilega að þetta sé bara lélegt slúður og ekkert annað.

  Annars er háværasta slúðrið að LFC sé í viðræðum við tvo leikmenn. Gylfa og A. Johnson, mjög sáttur við það hins vegar.

 55. @68 Er þetta ekki bara það sem koma skal miðlungs stjóri miðlungs leikmenn. Ég spái því að ef að Gylfi kemur til okkar í sumar þá verður hann stærsta nafnið inn.

 56. Vinur minn var að versla í JJB sports og heyrði á tali starfsmanna þar að Dave Whelan hafi staðfest að Gylfi sé á leið til Liverpool.

 57. Elías Már,

  Getum við slept því að vera eins og útlensku síðurnar sem eru fullar af commentum sem meika ekkert sense. Bara verið að commenta eitthvað bull, skil ekki afhverju fólk freistist til þess.

  Efast um að þú eigir vin sem var að versla í JJB. Skil ekki hvaða máli það skitptir þótt að afgreiðslumaður á kassa segi nokkurn skapaðan hlut um félagsskipti leikmanna.

  Ef að þetta er tilraun til húmors að þá ertu ekki að hitta hjá mér. Veit ekki hvað ætti að vera fyndið við þetta.

  Finnst að við ekki þurfum að taka upp ósiði erlendu síðanna sem eru iðulega uppfullar af svona commentum.

 58. Danska Nautið í dag:
  Daniel Agger Vs Holland: Pass Accuracy: 88.6% Tackles: 3/3 – 100% Clearances: 3/3 – 100% Interceptions: 7 (most in game)”

 59. 72

  Mér finnst þú hitta vel á minn húmor, ég hló.. hló svo aðeins meira 🙂
  Hann á pottþétt vin sem var að versla í JJB sports! Það efast enginn um það!

  Mér finnst slúður æðislegt því það annaðhvort fær það menn til að segja tóma þvælu eða til þess að væla endalaust! Ekkert skemmtilegra en að lesa slúður!

  En annars þá á ég frænda sem á pabba sem er bróðursonur frænku minnar sem svaf hjá félaga Gylfa fyrir 2 árum.. hún því miður veit ekkert! 😉

 60. Oooog þýska stálið unnu portúgölsku stelpurnar. Fullkomið fótboltakvöld! 🙂

  Okkur vantar þýskan aga sbr Hamann fyrir framan vörnina.

  Myndi vilja fórna einum putta af félaga mínum fyrir td að fá leikmenn eins og Klose eða Schweinsteiger eða Muller!

 61. þýskir leikmenn eiga að vera nr 2 á listanum yfir leikmenn sem á að kaupa á eftir spænskum .. og það á klárlega að vera amk einn þjóðverji í LFC, þjóðverjar framleiða svo miklu meiri gæði en englendingar að hálfa væri nóg

 62. Verð að viðurkenna fötlun mína í evrópskum fótbolta, af fjölskylduástæðum eru Portúgal m.a. mitt lið á Evrópumótum svo að ég græt tap fyrir týpísku öguðu og leiðinlegu þýsku fótboltaliði sem by the way skoraði með fyrirgjöf, Gomez nokkur sem LFC bauð í áður en við keyptum Carroll.

  En ég hef haldið með Dönum í áraraðir og var glaður að sjá þá vinna hollenska liðið sem var by the way með posession uppá töluvert en tapaði samt…

  Annars var nú aðalástæða þess að ég skrifaði inn að ég undrast ælulykt frá vini mínum Babu þegar hann er að verja leikmann sem lék einhverja 102 leiki fyrir Liverpool á rúmum þremur árum og að honum förnum töldu allir leikmenn innan hópsins sem tjáðu sig liðinu fyrir bestu að hann færi, ekki bara Carra, heldur líka t.d. Gerrard, Agger, Skrtel og Reina. Sá var enda búinn að vera í fýlu í 80% leikja tímabilsins þegar hann fékk það sem hann vildi, feitan launasamning í London.

  Það að Carra, sem er jú fyrrum enskur landsliðsmaður, sé að verja enska landsliðsþjálfarann fyrir stórmót er fullkomlega eðlilegt, hollusta Carra liggur nú seint ef nokkurn tíma með Torres. Leikmaður sem hefur leikið 699 leiki fyrir félagið á 16 ára ferli skilur að sjálfsögðu ekki ástæður þess að Torres fór og bara í mínum huga allt í lagi að hann verji Hodgson. Hodgson er ekkert fífl eða asni, hann er þjálfari sem nær að taka slök lið og “yfirgeta” í frammistöðum en var algerlega út úr sínu “comfort zone” á Anfield. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur en ég styð Carra alveg í að reyna að bera hönd fyrir höfuð karlsins þegar misvitrir blaðasnápar byrja að hamast á honum.

  Og ég er svo ósammála sem hægt er að vera þegar það er nefnt að Carra hefði betur verið látinn fara en Torres. Ég veit allt um það að hann er ekki sá lykill núna sem hann hefur verið en þegar t.d. Brendan Rodgers byrjar í viðtali sem stjóri LFC á að tala um “magnificent players” og bendir á Carra sem einn af þeim, þá eigum við aðdáendur að virða karlinn…

  Enska liðið eigum við svo eftir að sjá, í fyrsta sinn á stórmóti gætum við séð 3 – 4 leikmenn Liverpool í byrjunarliði og fyrirliðann frá okkur, svo sennilega er komið að því að halda almennilega með því, og áhugi á EM frá Merseyside er í sögulegu hámarki!

 63. maggi, það var eitt leiðinlegt lið sem neyddi þýskaland til þess að spila hægan leiðinlegan bolta á vellinum og það var hið drepleiðinlega lið portúgals (grikkir) , þessi mýta um leiðinlegt þýskt landslið dó eftir árið 2006 en eftir þá keppni (og að meðtaldri henni) hafa þeir alltaf spilað besta boltann.

  stundum efast maður alveg stórkostlega um vitneskju þína um fótbolta ….

 64. Holland rosaleg vonbrigði í dag, ég vill sjá Holland áfram og mæta alvöru liði í 8 liða úrslitum en skita þeirra í dag gerir það að verkum að þeir eru langt frá því að fara auðveldlega áfram.

  Þjóðverjar gerðu bara nóg í dag og þó ég sé engin aðdáandi þeirra þá hafa þeir verið að spila hörkubolta síðustu árin og eru mjög líklegir sigurvegarar þessarar keppni.

  Ég hef ALLTAF haldið með Englandi á þessum mótum og geri það að sjálfsögðu áfram og vona það besta fyrir þeirra hönd, vona að Carroll fái að byrja leikina og eigi stórmót….

 65. Sælir félagar

  Það er svo sem ekki miklu v ið að bæta það sem sagt hefur verið hér uppá síðkastið. Menn hafa verið að gera að gamni sínu og svona sem er hið besta mál. Ég vil hinsvegar taka undir allt sem Maggi segir um Carra og hans óendanlagan stuðning við það sem honum er hjarta kærast. Carra hefur verið einn allara öflugasti varnarmaður ensku deildarinnar í mörg undanfarin ár. Hann hefur líka sýnt að hann er tilbúinna að fórna lífi og limum fyrir LFC. Þó hann hafi dregið sig út úr enska landsliðshópnum á sínum tíma af grundvallarástæðum þá er hann eftir sem áður fullkominn stuðningsmaður enska landliðsins og stendur við það.

  Að Maggi taki upp hanskann fyrir Carra og þá sýn sem hann hefur á enska landsliðið í komandi baráttu þess segir ekki að hann hafi ekki vit á knattspyrnu og kemur því í reynd ekkert við.

  Það vill oft verða þannig að þegar menn skortir rök og málefnalegar ástæður þá fara menn í persónulegar ítroðslur og leiðindi. Það sem hoddj#81 segir um að Maggi hafi ekki vit á fótbolta er einfaldlega fullkomlega óþörf athugasemd. Menn geta verið ósammála án þess að þurfa að fara í einhverjar persónulegar skotgrafir sem hafa ekkert um efnið að segja.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 66. Og þín vitneskja er alveg óumdeilanlega, Hoddij, ekki satt ?

  Ótrúlega leiðinleg smart-ass comment þín hér inni oft á tíðum. Hæst blæs í tómri tunnu….

 67. enginn marktækur sparkspekingur sem telur þjóðverja enn spila þennan bolta sem maggi talar um, vita allir að liðið er löngu hætt í þessum maskínubolta .. fóru td í gegnum undankeppnina með 10 sigurleiki og markatöluna 34-7. Gæti ekki verið meira sama um þitt persónulega álit á mér, en ég mun ekki hlusta á menn tala útum rassgatið um þýska lansliðið hérna eða annarstaðar

 68. wow, internet hard man bara mættur a svædid. Never back down. #lol

  Annars skil ég þig 100%, ég verð oft alveg brjálaður, Íslendingurinn, þegar menn trash talka sænska hokkíliðið.

 69. og til að halda áfram að hrekja þetta kjaftæði þá fóru þjóðverjar í gegnum hm ´10 með markatöluna 16-5 í 7 leikjum , em 2008 markatöluna 10-7 í 6 leikjum og á hm 2006 með markatöluna 14-5 í 7 leikjum (hm 06 fóru þeir í vítasp.keppni við arg tel hana ekki með) .. maskínufótbolti ?? á þessum árum þá eru þeir að sigra t argentínu 4-0 england 4-1, portúgal 3-1 og 3-2 osfv.

  Maður verður grínaust reiður að lesa svona rugl, án þess að leggja höfuð mitt að veði , og ég nenni einfaldlega ekki að reikna það þá er ég fullviss um að þeir séu með besta markahlutfallið seinustu 3 stórmót eða 40! – 19 í 20 leikjum, og nánast allir sammála um gæðin í spilamennsku þeirra

 70. og já elías, til þess að svara þessu skemmtilega kaldhæðna commenti þínu (nenni því innilega ekki en finnst ég vera örlítið knúinn til þess) þá er ég 1/4 þjóðverji og hef eytt slatta tíma í þýskalandi, og fylgst með allri þeirra uppbyggingu í fótboltanum frá hm ´94.

  Biðst síðan afsökunnar á þessu rant-i mínu sem tengist LFC afskaplega lítið, en rétt skal vera rétt …. (og já ég geri mér grein fyrir því að þeir hafa ekki unnið neitt af þessum mótum, en í túrneringum þá vinnur alls ekki alltaf besti boltinn mótið)

 71. djöfulli hata ég að sjá svona komment frá manni sem hefur atvinnu af því að skrifa um íþróttir og í þokkabót heldur hann með ManU þar sem dýfararnir eru vissulega til staðar

  H.Birgir á twitter – Liverpool-hluthafinn LeBron búinn að horfa of mikið á Suarez. #dive

 72. Áatæðan fyrir því að Kelly var valinn framfyrir Micah Richards var að samkvæmt bresku pressunni. Richards neitaði vera varaskeifa eða vera í svokölluðum varahóp. Sel það ekki meira enn ég keypta það.

 73. eytt slatta tíma í þýskalandi, og fylgst með allri þeirra uppbyggingu
  í fótboltanum frá hm ´94.

  Svona eins og þú hefur “fylgst mikið með Downing” og “fylgst mikið með Adam á síðustu árum”.

  Þú ættir kanski að fá þér vinnu ? Stórefast um að þú sért að fylgjast með öllu sem þú segist fylgjast með (reyndar veit ég betur). Hefur engin sófakartafla tíma í það svona ólaunað og “on the side”. Wiki uppflettingar, youtube myndbönd og stakir leikir flokkast seint sem mikil rannsóknarvinna.

  En aftur að byrjuninni – mér gæti svo sem ekki verið meira sama hvort þú sért 1/4 þjóðverji, indjáni eða hestur. Þessi smart ass comment þín eru alveg ótrúlega þreytt, setur þig ávalt á háan hest. Og vitandi deili á þér þá ætla ég að ljúka þessu á þínum orðum:

  tala útum rassgatið

 74. og mér gæti ekki verið meira sama um þitt persónulega álit á mér .. en staðreyndin fyrir þessu sem ég er að halda fram er þarna mjög augljós.

  og það að fylgjast með adam og downing er ekkert mjög flókinn hlutur fyrir mann sem hefur mikinn áhuga á fótbolta er það ? það að horfa á leiki með þessum mönnum (ásamt því að fylgjast með gagnrýni marktækra sparkspekinga á ýmsum hlutum) flokkast ekki sem wiki uppflettingar né youtube mynbönd. menn geta ótrúlegt en satt horft á mikið af leikjum þótt þeir fái ekki borgað fyrir það, greinilega nýjar upplýsingar fyrir þig, en þar með lík ég samtali mínu við þig og bið þig vel að lifa 🙂

 75. eitt í viðbót “elías” hvernig væri að koma fram til að byrja með undir réttu nafni ? aðeins betra en að fela sig á bakvið dulnefni á netinu og trölla ?

 76. ´og mér gæti ekki verið meira sama um þitt persónulega álit á mér ..
  en staðreyndin fyrir þessu sem ég er að halda fram er þarna mjög
  augljós.

  Hún er augljós – ég er fyllilega sammála þér í svörum þínum til Magga (Fyrir utan hrokann og leiðindin auðvitað). Er ósammála honum í skrifum sínum og Þýskaland. . Það er líka augljóst að þú ert besserwisser. Skín í gegnum öll þín skrif.

  Btw:

  22.05.2012 at 13:14

  sérð cole eiga möguleika … jæja maggi, þar með talaðir þú þig útúr því
  að ég muni nokkurtíman aftur taka mark á einum einasta hlut sem þú
  lætur útúr þér ..

  Varstu ekki hættur að taka mark á Magga ? Vonandi hefur þú einhvertímann tækifæri til þess að stíga úr hásæti hrokans og setjast við sama borð og við hin, sótsvartur almúginn sem horfir ekki á tugi championsship leikja með Blackpool til að greina leik C.Adam. Já eða fer að spá í Þýska landsliðinu eftir HM´94 þegar menn voru á fermingaraldri, en samt farnir að greina fótboltann, menninguna og þá þróun sem eftir það ágæta mót varð.

 77. eitt í viðbót “elías” hvernig væri að koma fram til að byrja með undir
  réttu nafni ? aðeins betra en að fela sig á bakvið dulnefni á netinu
  og trölla ?

  Hr. Hörður. Ég hef borið þetta nafn í þau tæpu 25 ár síðan ég var skírður. Þú, Besserwisser, bregst ekki. Þykist vita mitt nafn betur en ég, ertu ekki farinn að teygja þig full langt ?

 78. Já góðan daginn. Til hamingju með sigur þinna manna í gær, þú virðist þó ekki jafn glaður og konan mín sem er dedikeraður aðdáandi þýska liðsins eftir áralanga búsetu í Þýskalandi. ´

  Ég hef fjölskyldutengingu í Portúgal og hef fylgst með portúgölskum bolta og taldi þá ekki eiga séns í leik gærdagsins, hins vegar var ég glaður að sjá þá, sérstaklega síðustu 15 mínúturnar þar sem ég taldi þá eiga skilið að jafna og var reyndar ansi langt frá því að vera sá eini um það.

  Að öðru, nú að undanförnu hafa vinir mínir sem lesa þennan vef reglulega spurt mig hvort ég viti hvað það er í mínum skrifum sem að ergir þig svo óskaplega að þú sjáir þig oft knúinn til að minna á hversu lítið vit ég hafi á knattspyrnu. Ég reyndar læt það ekki pirra mig, enda hef ég aldrei skilið umræðu um “meira” og “minna” vit á íþróttinni. Að fylgjast með fótbolta snýst um skoðanir og tilraun til skynsemi við þær og út frá því bara vinn ég. Það getur bara vel verið að þú hugsir það öðruvísi og þá það. Ef þér líður betur að ergja þig á mér þá er það svosem í lagi mín vegna.

  En þó langar mig að benda á það sem elías hefur hér gert. Þú hefur reglulega málað Adam og Downing sem vonlausa og óskiljanleg kaup. Þú veist auðvitað eftir að hafa fylgst svo vel með þeim að það var ekki eingöngu Dalglish sem vildi fá þá, heldur bauð Redknapp í Adam og Wenger í Downing. Ertu þá að tala um það að þeir hafi ekki “vit” á knattspyrnu, þessir þrír? Ef svo er þá finnst mér það í besta falli kjánalegt, leikmenn eru keyptir til að reyna að falla inn í hugmyndafræði þess liðs og stjóra sem vill fá þá. Stundum tekst það og stundum ekki. Mitt mat er að síðasta leiktíð sé ekki nægur tími til að dæma um þessa tvo leikmenn hjá okkur, þó vel megi vera að þeir falli ekki inn í hugmyndafræði Brendan Rodgers.

  Ræðandi aðeins um það bendir elías á komment sem þú skrifaðir til mín nýlega varðandi þá skoðun mína að með ráðningu Rodgers fengju Aquilani og Cole séns hjá LFC. Án þess að virka á nokkurn hátt besserwisser eða glottandi þá er nákvæmlega þetta komið í ljós að er rétt, varð ljóst nokkrum klukkustundum eftir ráðninguna hans. Aquilani virðist staðráðinn í að fara til Ítalíu en eins og mál líta út núna virðist allt benda til þess að Joe Cole verði í treyju númer 10 næsta haust á Anfield.

  Vona að það verði nú ekki til þess að þú takir ekki mark á Brendan Rodgers…

 79. Mér finnst þú akkurat teygja þig helvíti langt talandi eins og þú þekkir mig, en þekkir mig ekki og getur ekki gert ràð fyrir einu n? neinu.

  Hr. Nostradamus? Spurning að fà hjà þ?r spà um em ?
  Verður að afsaka að ég reyni ekki að rýna ì öll þín skrif hef ekki þetta stalker gen í m?r, og er að halda mig við umræðu um einn hlut

 80. Nenni ekki að fara í langa umræðu við þig maggi þar sem ég er að skrifa á i-pad, en þessi áratuga gamla skoðun à þýska landsl. Segir mér helling.

  Og þótt cole og aqua(sagði aldrei orð um aqua) séu núna hjà liðinu, þà er transfer glugginn fram í lok àg. Rétt? Ekki telja þig klónmynd Rodgers alveg strax Maggi minn

 81. Helviti var aggerinn góður i gær.

  http://www.empireofthekop.com/anfield/2012/06/10/daniel-agger-vs-the-netherlands/

 82. Ég fíla ekki Joe Cole hjá LFC og vill fá hann í burtu allan daginn, svo að það sé á hreinu.

  Hins vegar var alltaf pottþétt að hann fengi séns hjá Rodgers og það var sú staðreynd sem ég var að benda á í þeim þræði sem þú kommentaðir við. Fín athugasemd og full virðingar um klónmynd Rodgers finnst þér ekki.

  En við erum allavega sammála um það að nenna ekki að tala saman, ég ætla að standa við það.

 83. Ég er feginn að Þjóðverjar unnu Portúgali í gær og er ekki sammála Magga um “leiðinlegt” þýskt lið. Sigur Þjóðverja var, að mínum dómi, sigur fótboltans. Portúgal tók Chelsea tatktíkina á leikinn og gerðu allt til að hægja á spilinu og eyðileggja flæðið í leiknum. Ég á bágt með að trúa því að Maggi hafi haft meira gaman af að horfa á portúgalska liðið sparka boltanum langt fram en það þýska að reyna að spila fótbolta fyrstu 75 mínútur leiksins. Vandamál Þjóðverjana var nett taugaveiklun og þá alveg sérstaklega hjá fyrirliðanum Lahm sem var ekki sjálfum sér líkur. Um leið og Portúgalarnir þurftu að spila fótbolta eftir að hafa fengið á sig markið varð leikurinn að ágætri skemmtun.

  Þetta segi ég ekki vegna þess að ég telji Magga ekki hafa vit á fótbolta heldur einmitt vegna þess að ég tel hann hafi mikið vit á fótbolta. Þarna lætur Maggi þessa ósanngjörnu mýtu um þýska liðið villa sér sýn sem gerist jafnvel hjá bestu mönnum. Svo er auðvitað fullkomlega eðlilegt að þola ekki andstæðinginn og tala tómt rugl án þess að ég sé að segja það um Magga:).

  Ég var ótrúlega ánægður með sigur Dana og frammistaða Aggers í leiknum var stórbrotin. Öfugt við Portúgala voru Danir alltaf að reyna að spila fótbolta. Við getum líka þakkað Dönum fyrir að Hollendingar og Þjóðverjar geta ekki spilað upp á steindautt jafntefli eins og hefði gerst ef allt hefði farið eftir bókinni. Svakalegir leikir framundan í þessum riðli.

  Það verður áhugavert að heyra dóm Magga eftir Spán og Ítalíu. Ég ætla að spá því að sá leikur verði svipaður og Þýskaland-Portúgal. Ítalir munu reyna hægja á leiknum og loka á Spánverjana eins lengi og þeir síðarnefndu skora ekki. Samt fer það svo að Spánn vinnur 1-0 eftir erfiðan og þungan leik. Ég held samt að Maggi muni ekki kalla Spánverjana “agaða”, “leiðinlega og “týpíska” heldur fremur beina sjónum sínum að því að lið geta gert skipulagða aðför að fótboltanum eins og Ítalir munu gera á eftir og Portúgalar gerðu í gær.

 84. Nú legg ég til að Höddij og Elías rói sig aðeins niður, rifji upp reglur síðunnar og sýni hvor öðrum (og Magga) virðingu. Hér að ofan eru svona 2-3 ummæli sem ég hefði hent út í gær eða í morgun ef ég hefði verið að vakta síðuna. Höddij, það er ekki í þínum verkahring að skamma menn fyrir litla vitneskju á fótbolta eða fyrir að skrifa undir dulnefni (þótt Elías sé augljóslega ekki slíkt).

  Slakiði á. Það er sumar úti og menn hljóta að geta rætt EM án þess að persónugera allt til andskotans. Maggi á ættir til Portúgal og hélt því með þeim í gær, Höddij á ættir til Þýskalands og hélt því með þeim. Augljóslega báðir hlutdrægir og það er allt í lagi. Óþarfi að gera úr því persónustríð.

  Ég fylgist með þessum þræði í dag. Endilega höldum áfram að ræða EM og annað sem er að frétta en ég stöðva þessa umræðu ef hún heldur áfram á neikvæðu nótunum.

 85. Rússar unnu Júróvisjón árið 2008 og komust í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta það ár. Nú vinna Svíar Júróvisjón … á maður að veðja á að þeir fari í undanúrslitin? … Bara svona spyr…. 🙂

 86. Rosalega er Daniel Agger góður knattspyrnumaður. Ef hann helst heill næsta tímabil og Skrtel heldur áfram á sömu braut verður Liverpool með svakalega vörn 🙂 Vonandi fylgja bakverðirnir með! Ef ekki þá hreinsar Lucas upp ruslið!

 87. Sælir félagar

  Nokkra þumla upp fyrir KAR vegna þarfrar áminningar. Þó að við pöpullinn dettum stundum í það að benda mönnum á að þessi persónulegu skrif séu ekki við hæfi þá er það að sjálfsögðu ekki okkar hlutverk. En stundum er erfitt að stilla sig þegar maður sér blaður af því aulakaliberi sem sprengir alla skala og það ergir mann ósegjanlega. Það er að segja þegar það rennur út í persónulegt skítkast.

  En að öðru. Sáuð þið danska miðvörðinn í gær, Agger held ég hann heiti, þvílíkur leikmaður. Ætli sé hægt að fá hann til LFC???

 88. Hvernig væri bara að njóta þessarar EM veislu sem er í boði núna í ca einn mánuð. Við höfum allir rétt á okkar skoðun á fótboltanum og það er nú einu sinni það sem gerir þessa íþrótt svo skemmtilega.

  Verum allir vinir elskurnar. 🙂

  YNWA

Kop.is Podcast #22

Opinn þráður – EM 2012