Kuyt til Fenerbache (staðfest)

Liverpool FC hefur staðfest að Dirk Kuyt sé á leið til Fenerbache.

Dirk Kuyt hefur spilað fyrir Liverpool í 6 ár. Hann hefur leikið 285 leiki og skorað 71 mörk, þar á meðal mörg gríðarlega mikilvæg – þrennu gegn Man United, mark í úrslitum Meistaradeildarinnar og svo tryggði hann okkur framlengingu í leiknum gegn Cardiff í vetur. En tími hans hjá Liverpool var búinn og það sást í vetur.

Það eru fáir leikmenn sem hafa vakið jafn miklar deilur og Dirk Kuyt. Ég hef haft gríðarlega skiptar skoðanir á framlagi hans. Á stundum hef ég elskað hann og í öðrum leikjum gerði hann mann hálf geðveikan. En Kuyt átti sínar frábæru stundir með Liverpool og ég held að allir Liverpool stuðningsmenn muni hugsa til hans hlýlega og ég allavegana þakka honum kærlega fyrir allar góðu stundirnar og óska honum góðs gengis á EM og í Tyrklandi. Hann lagði sig alltaf 100% fram fyrir Liverpool FC.

45 Comments

 1. Ekkert nema gott mál!

  Hann átti lélegt tímabil og það er ljóst að hann fengi aldrei mikinn spilatíma á næsta tímabili.

 2. Ég þakka Dirk Kuyt fyrir frábærar stundir og kýs að gleyma þeim stundum sem voru ekki eins frábærar. Hann lagði sig alltaf 110% fram og verður góður fengur fyrir Fenerbache. Þetta er líka eflaust fínt move fyrir hann, fær nóg að spila, Evrópukeppni og fær að búa í Istanbul. Takk fyrir og gangi þér vel Dirk!

 3. Takk fyrir flott ár hjá Liverpool kátur, þrenna gegn united og mikilvæg mörk er eitthvað sem maður mun muna eftir.

  Aftur smá off topic.

  Liverpool eru með sex menn í landsliðshóp Englendinga á EM í sumar!

 4. Ef þú varst Rafa maður þá varstu Kuyt maður!!! Þvílíkt vinnuframlag, snillingur þessi maður.

 5. Rökrétt sala og hans verður aldrei annað en vel minnst fyrir alla vinnusemina og djöfulganginn, og að skora gegn ManU og Everton. Best of luck!

 6. Hann tryggði enga framlengingu gegn Cardiff. Martin Skrtel jafnaði leikinn. En ef LFC á að taka skref framá við og ætlar sér að spila fótbolta þurfa allir takmarkaðir leikmenn og sniglar að fara í burtu, þurfum leikmenn sem geta spilað fótbolta og er þessi sala því rökrétt og í takt við uppbyggingu félagsins. Hann byrjaði ágætlega hjá LFC og var duglegur, svo missti hann allan áhuga þegar Rafa fór og hætti öllum dugnaði og hafði lítinn áhuga á félaginu og fékk svo endanlega nóg í vetur þegar hann var ekki fastamaður.

 7. Sælir félagar

  Ég óska Dirk Kuyt velfarnaðar á nýjum stað. Hann hefur oft á tíðum leikið mikilvægt hlutverk í okkar ástkæra liði. Framlag hans og hug til félagsins ber að þakka.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Takk Kuyt fyrir þjónustu þína fyrir LFC. Mikilvæg mörk í stórleikjum gleymast ekki og ódrepandi baráttugleði. Hann mun ávallt fá hlýjar móttökur á Anfield í framtíðinni. All the best Kuyt! YNWA

 9. Hann skilaði sínu en ég hef aldrei talið hann nógu góðan fyrir byrjunarlið Liverpool. Algjörlega kominn tími á þetta.

 10. Jahá. Maður bjóst við þessu og nú er komið að því.

  Ég er sáttur við þetta, bæði fyrir Kuyt og Liverpool. Ég held að þessi skipti hans komi á hárréttum tíma fyrir báða aðila. Hann hefur misst stöðu sína í liðinu þannig að nú er búið að rýma fyrir einhverjum sem við getum notað betur og hann fer þangað sem hann getur spilað alla leiki og fær vel borgað.

  Ég þakka bara fyrir mig, Dirk Kuyt.

 11. Þetta kemur ekki á óvart. En er ekki 800 þús pund ekki frekar lítið? Hann á alveg 2-3 ár eftir og er hollenskur landsliðsmaður.

 12. Váá 120 ár er ekkert smá :). Vill þakka Dirk fyrir sitt frammlag 🙂

  Allgjör snillingur í fótbolta þrátt fyrir slakt tímabil :(. Hann verður alltaf í hjörtum okkar.

  YNWA!!!

 13. 1m punda fyrir Kuyt er allt í lagi. Hann er 32 ára gamall þannig að við vorum aldrei að fara að fá mikið fyrir hann. Hins vegar var hann á háum launum hjá LFC og þar er mjög jákvætt að láta hann fara. Nú er laust stórt pláss til að bjóða a.m.k. einum alvöru manni laun.

 14. Ég er á sömu skoðunn og flestir hér. Kuyt byrjaði vel og skoraði slatta mörkum enn undir restina var hann færður á hægri vænginn sem virkaði ekki vel eða núorið sem squad player. Timinn var réttur fyrir hann að fara til annað líðs og prufa eitthvað nýtt. Vonandi gengur hann sig vel i Tyrklandi og takk fyrir 6 árin.
  Spurninginn hver er næstur að fara Maxi? og hver kemur fyrst inn fyrst?. Þetta er allt að byrja. YNWA

 15. Vinnusemi og dugnaður er það sem Dirk Kuyt stóð fyrir. Hann var búinn að toppa á sínum ferli og vill ég þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkar klúbb.

 16. Vertu sæll Mr. Duracell og vonandi verður mundu hafa góðan ferill í Tyrklandi.

  Svona kvaddi Kuyt:

  Dirk Kuyt ?@Dirk_18_Kuyt
  It was a privilege to play for one of the biggest clubs in the world!! After 6 years I’m really looking forward to join Fenerbahce.

  Flott grein sem Tomkins skrifaði:
  http://tomkinstimes.com/2012/06/arrivederci-dirky/

 17. Kuyt kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik, hljóp fram, hljóp aftur, hjólaði í andstæðinginn, hljóp til hægri og hljóp til vinstri. Síðan þá hefur hann verið hlaupandi fyrir okkur í sex ár en nú er farið að minka hleðslan á Duracell kanínunni.
  Bestu þakkir fyrir allt þitt framlag.

  ps: “Hann er duglegur” 🙂

 18. Bæ Bæ Kátur,það var komið að leiðarlokum hjá þér. Takk fyrir vinnusemina sem margir hefðu mátt apa eftir þér.
  YNWA.

 19. Jáhá þið segið fréttir!

  Síðan ég fór að venja komur mínar á kop.is hef ég líklega skrifað mest um Dirk Kuyt af leikmönnum Liverpool. Ég gjörsamlega þoldi þennan leikmanna ekki fyrsta tímabilið hans hjá klúbbnum og hann er vissulega mjög takmarkaður leikmaður og hefur átt nokkra mjög slaka kafla á ferli sínum sem Liverpool leikmaður.

  En þegar Liverpool spilaði sem best undir stjórn Benitez og í öllum stóru leikjunum þá var Kuyt alltaf meðal okkar bestu manna og hans vinnuframlag er eitthvað sem við komum til með að sakna og höfum í raun saknað smá undanfarið. Væri Kuyt 10 árum yngri gæti Rodgers eflaust notað hann hjá Liverpool.

  Hann er í heimsklassa sem hægri kantframherji í liði sem spilar 4-2-3-1 og pressar mikið og nálægt markinu. Í þessari stöðu átti hann sín bestu ár hjá Liverpool og þar hefur hann jafnan spilað með landsliðinu, m.a. í úrslitum stórmóts.

  Sem sóknarmaður finnst mér hann ekki nógu góður og alls ekki sem kantmaður enda of hægur fyrir þá stöðu og ekki teknískur.

  Að hann fari 32 ára getur ekki komið á óvart og ég græt það ekki mikið. Ég hef í mörg ár sagt að Liverpool þarf að fá betri kost á hægri vænginn og með nýjum stjóra hef ég trú á að við gerum það.

  Kuyt vann mjög lítið hjá Liverpool þó hann sé partur af líklega besta Liverpool liði sem við höfum átt sl. 20 ár. Ég er feginn að hann fer frá Englandi því ég er ekki spenntur að mæta honum í Fulham eða álíka liði og óska honum allls hins besta í Tyrklandi.

  Hann hefur pottþétt verið einn af þeim sem fyrri eigendur gáfu stóran og (of) góðan samning eins og núverandi eigendur hafa talað um og með brottförn Kuyt losnar mjög líklega pláss í bókhaldinu fyrir ágætlega stórt nafn. Enda Kuyt stórt nafn sl. ár.

  Hefði alveg viljað halda honum áfram sem squad player og hef alveg farið hring með Kuyt úr því að þola hann ekki í það að halda upp á hann en líklega er þetta rétti tíminn fyrir báða aðila að skilja sátt.

 20. Góðar fréttir , vonandi er þetta það sem koma skal, þurfum að hreinsa til,, núna þarf klúbburinn leikmenn sem kunna fótbolta til að spila leikkerfi Rodgers, vonandi fara líka Maxi og Adam fljótlega,,,þá fer ég að horfa björtum augum til framtíðar, ég vil þakka Kuyt fyrir hans veru hjá okkur .

 21. Verð Kuyt að eilífu þakklátur fyrir hans þátt í að tryggja mér stórkostlega afmælishelgi á síðasta ári þegar hann setti 3 gegn djöflunum þegar ég var í KOP

 22. Farwell minn kæri ven, stóðst þig sóma þessi ár sem þú þjónaðir LFC og vegni þér vel með nýja félaginu

 23. Klárlega minn lang uppáhalds leikmaður Liverpool frá upphafi og í fótbolta almennt. Skil söluna en er langt frá því að vera sáttur. Þetta er dagurinn sem ég hef kviðið fyrir!

  Þessi maður er búinn að vera lykilmaður undanfarin ár og hefur alltaf skilað 110% Þó hann eigi slæman leik eða leiki þá reynir hann alltaf, biður um boltann og hleypur úr sér lungun. Maður sem skyldi Liverpool hugsunarháttinn og gaf sig allan fyrir klúbbinn. Aðdáendur Liverpool eiga að vera honum þakklátir, hann á ást okkar skilið.

  Það er samt eitt jákvætt við þessa sölu, nú get ég kanski farið að lesa Kop án þess að langa að keyra upp á Snæfellsnes og berja Magga!

 24. Held að frasinn “blendnar tilfinningar” hafi verið búinn til um þennan mann.

 25. Hef blendar tilfinningar við þetta. Tími hans er liðinn en mér þótti nú alltaf vænt um hollenska batteríið. Miðað við hvað hann lagði á sig í hverjum leik er synd að hann hafi ekki unnið fleiri titla en raun ber vitni á ferli sínum hjá Liverpool. Menn hafa kallað hann lélagan fótboltamann, en því er ég mjög ósammála.

  Þetta er allavega upphafið af nýjum leikmannaglugga og það byrjar á nokkuð háaum nótum. Þetta verður spennandi.

 26. Ótrúlega vinnusamur! Ótrúlega klaufalegur á bolta, bara það að atvinnumaður sem er búinn að vera með bolta á tánum í 20 ár hafi ekki betra tutch er eiginlega rannsótnarefni.
  Ég get eiginlega ekki skilið afhverju hann getur alltaf skorað svaðaleg mörk með landsliðinu en bara einhvernveginn hlaupið í hringi á Englandi.
  Takk fyrir þessi þýðingamiklu mörk og allr til baka sendingarnar þínar.

  Gangi þér allt í haginn í Tyrklandi

 27. Skil nú satt að segja ekki orð Ghukha hér að ofan, að nokkur maður myndi nenna að elta mig uppi til að ergja sig á mínum hug um Kuyt. Vona allavega að ég hafi ekki misst einhvern tíma alltof erfið orð í hans garð, held nú að aðrir hér hafi verið töluvert verri í því!

  Því mitt mat á Kuyt er að þar fer leikmaður með hrikalega stórt hjarta fyrir LFC og ódrepandi lungu og kraft í fótum. Því miður voru of miklar væntingar um markaskorun eftir raðmarkaferil í Hollandi eitthvað sem varð til þess að pressan varð ansi mikil á honum.

  Svo datt hann inn á kantinn í kerfi Rafa og átti hreint mögnuð ár, var lykilmaður í pressu hans ofarlega á vellinum og ég held að bara enginn leikmaður LFC síðan að Fowler og Rush hættu hafi komist nálægt því að skora jafn mörg mikilvæg mörk gegn báðum fjendunum og Kuyt.

  Svo Dirk Kuyt fær bara ekkert nema jákvætt frá mér! Hann hefði alveg getað farið í sömu fýluna og Babel, eða flúið í sólina eins og Alonso og Masch eða viljað fara í miðju ruglinu eins og Torres.

  En það gerði hann ekki heldur lagði sig fram af öllu hjarta. Hans nafn er klárlega skrifað með breiðletri í sögubækur félagsins og það á hann skilið!
  By the way, Rodgers hefur ekki komið nálægt þessu máli, búið að vera í spilunum í allan vetur og pottþétt ákvörðun Dirks sjálfs. Ef Rodgers vill ræða við Aquilani og Cole er fullkomlega ljóst að hann hefði ekki selt Kuyt 40 klukkustundum eftir ráðningu. Kuyt vill fá að spila alla leiki og fer nú í mikið ævintýri í Tyrklandi!

  En það gerði hann ekki heldur lagði sig fram af öllu hjarta. Hans nafn er klárlega skrifað með breiðletri í sögubækur félagsins og það á hann skilið!

  Takk fyrir mig Dirk Kuyt og gangi þér ofurvel í Tyrklandi.

 28. Ég var að sjá ummæli Gukha fyrst núna og ég vil segja tvennt:

  Í fyrsta lagi, þá þykist ég þekkja skoðanir Magga á Liverpool-málum mjög vel og ef hann á að vera einhver Kuyt-hatari, hvað eru Babú, Einar Örn og ég þá? Við höfum allir hraunað talsvert meira yfir Kuyt en nokkurn tímann Maggi, sérstaklega í vetur.

  Í öðru lagi, þá skautarðu alveg á línunni með síðustu setningunni. Það getur vel verið að þú takir bara svona til orða og ég átta mig á að þú meinar þetta ekki bókstaflega, en þetta er einfaldlega ekki sú tegund umræðu sem ég vil sjá á þessari síðu. Vertu ósammála Magga, segðu okkur að þú sért jafnan skallandi vegginn við að lesa orð hans, en að langa til að keyra norður og berja hann? Kommon, maður. Smá háttsemi.

 29. Frábær leikmaður. Ótrúlega vinnusamur og jákvæður. Kom sem senter, var alltaf látinn spila á kantinum – og barðist áfram. Ekki alltaf tekkniskur en alltaf duglegur. Vildi ekki hafa hann í liði mótherjanna.
  Og takið eftir einu, hvernig er líkamstjáning og viðbrögð Kuit þegar eitthvað klikkar: baráttaog reyna að bjarga hlutunum! Og berið það svo saman við Downing, Henderson o.s.frv. sem hengja haus.
  Kuit flylgja góðar kveðjur.

 30. Elsku Dúllurnar mínar

  Ég meinti auðvitað ekkert illt með því sem ég skrifaði og taldi það nú svo augljóst að ég splæsti ekki einu sinni í broskall. Ég hef mikið gaman af Magga og ykkur öllum reyndar, annars væri maður ekki búinn að hlusta á hvert einasta podcast hingað til og koma inn á síðuna oft á dag í áraraðir.

  Ég skal halda mig á mottunni og engum bílferðum hóta héðan af! Ég er nú dagfarsprúður drengur og vill engum illt.

  Og kæri Maggi, ef þér var bylt við þessu vil ég þig auðmjúkur byðjast afsökunar og vægðar. Ég væri heldur líklegri til að reyna að sníkja af þér kaffibolla næst þegar ég fer um þína heimabyggð enda aldrei lagt hendur á nokkurn mann eða dýr.

  Svo sem ekkert í fyrsta skipti sem brandari kemur mér í vandræði!

  Hafið það gott drengir
  kv. Skömmustulegi Gaurinn

 31. Takk kærlega fyrir allt Kuyt!!!! þín verður sárt saknað.
  Y.N.W.A. Dirk Kuyt!

 32. Dirk Kuyt á lof skilið fyrir veru sína hjá klúbbnum. Það má vel vera að menn hafi skiptar skoðanir á manninum en hann var alltaf 100%, þá meina ég að hann lagði sig alltaf 100% fram, hann var 100% trúr og dyggur félaginu og lét mótlætið aldrei draga sig niður. Hann skoraði mörg mikilvæg mörk, sérstaklega var hann drjúgur á móti erkifjendum okkar.

  Það að kveðja þennan magnaða leikmann með niðrandi orðum hvort sem það er hér eða á einhverri annarri stuðningsmanna síðu er bara ekki viðeigandi á nokkurn hátt. Ég vona að honum farnist vel síðustu árin á ferlinum og vonandi vegnar honum sem allra best.

 33. Tek undir með Agli hér að ofan #42. Segi ekki að mér sárni en mikið er ég hneykslaður á þeim sem skrifa líkt og komment #24 og #25.

  Framistaða Kuyt á vellinum var misjöfn og menn vita það alveg. Heilindi hans og fórnfýsi fyrir liðið okkar getur ekki nokkur maður efast um nema það sé hægt að líkja þeim sem efast við fyrrverandi forseta USA. Sá fór víst í eina læknisskoðun og þeir skoðuðu hausinn á honum. Niðurstaðan var eitthvað á þessa leið: “We have found out that your brain is deviated in two half’s. In your left brain there’s nothing right and in your right brain there’s nothing left.

  Kuyt á skildar þakkir fyrir sína veru hjá LFC. Sem betur fer náði hann einum titli áður en hann fór frá okkur.

 34. Kuyt fórnaði sér ávallt fyrir málstaðinn og gaf sig 110% í verkefnið. Þó að deila megi um knattspyrnuhæfileikana þá var Liverpool-hjartað risastórt. Hann er og verður alltaf partur af Liverpool-fjölskyldunni. Dáðadrengur.

  Takk fyrir minningarnar Kátur.

  Respect.

Rodgers vill Gylfa

Varabúningur nr. 1 – opinn þráður