Brendan Rodgers tekinn við – opinbert

Það er opinbert, Brendan Rodgers er nýr framkvæmdastjóri Liverpool.

Sá átjándi í röðinni og annar Norður Írinn til að gegna þeirri stöðu, sá fyrsti var David Ashworth sem stýrði klúbbnum milli 1919 og 1923.

Nýji stjórinn sat fyrir svörum í kjölfar stutts ávarps Tom Werner. Kannski má segja að það ávarp sitji mest í mér, því hann sagði að Rodgers væri fenginn á Anfield til að vinna meistaraTITLA á þann hátt að spila árangursríkan sóknarfótbolta. Það vekur mér von um að eigendurnir hafi áttað sig á hvað þarf og muni nú fara í að styrkja leikmannahópinn til þess.

En Rodgers stóð sig afar vel á fundinum, yfirvegaður og svaraði af mikilli virðingu öllum spurningum sem á honum dundu. Geðugur maður en auðmjúkur og blés ekki í stóra lúðra heldur vill sýna á vellinum hvaða kosti hann hefur til að bera sem skili liðinu árangri. Ég tók þó sérstaklega eftir því að hann nefndi tvo leikmenn sem “the greats of the Premier League” og þeir voru Carra og Gerrard!

En ég held að pistill Babu taki vel á Brendan Rodgers og svo er podcast framundan á þriðjudag þegar væntanlega margt verður orðið skýrara.

En til hamingju með nýja stjórann, hann var vissulega ekki vinsæll kostur í skoðanakönnuninni okkar en ég held að núna þegar rykið sest á þennan feril allan getum við bara farið að hlakka til sumarsins og framtíðarinnar.

87 Comments

 1. Er mjög sáttur með að það verði spilaður sóknarbolti á næstu árum og að BR er greinilega með það á hreinu hvað þarf að kaupa og að það verði leikmaður/menn með hraða og tækni 🙂
  Velkominn BR , ég mun standa með þér og þú ert OKKAR 🙂

 2. Ég ætla leyfa mér að hafa efasemdir með þessa ráðningu. En ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og hlutirnir fari að snúast okkur í hag. Það er kominn tími á það.

 3. Síðasti leikur Bill Shankly sem knattspyrnustjóri áður en hann var ráðinn hjá Liverpool, sigur á Liverpool.

  Síðasti leikur Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri áður en hann var ráðinn hjá Liverpool, sigur á Liverpool.

  Tilviljun? 🙂

 4. Er orðinn mjög spenntur fyrir Brendan Rodgers, eitthvað sem ég gat ekki sagt þegar hann var orðaður við okkur fyrst.

  Það er þú orðrómur um það að Liverpool megi ekki kaupa leikmenn Swansea næstu 12 mánuðina en Brendan staðfesti það ekki beint á blaðamannafundinum.

  Bring on the leikmannaslúður!

  YNWA

 5. Ungur og mættur til að sanna sig, mættur til að slá í gegn. Best of luck!
  Sama hefði gilt um Roberto Martinez en Brendan varð ofan á, kannski af því hann er breti.

 6. Velkominn Til Liverpool

  Ég held þetta sé klassa knattspyrnustjóri svo fannst líka skemmtilegt hvað hann sagði um Stuðingsmenn Liverpool eftir Leikinn á Anfield:

  Brendan said: “I’d like to thank the Liverpool supporters for their class.
  “They know a team who can play football, and I don’t think there are many who will come here and get that reaction. That was a mark of our performance.”

  (tekið af heimasíðu Swansea)

 7. Snilldarkomment í nýju viðtali við Rodgers á opinberu síðunni.

  Þar talar hann um áherslur sínar í vinnu með leikmönnum, eftir að hafa lýst aðdáun sinna á Carra, Gerrard og Reina:

  I speak very openly and honestly with them so they know where they stand. I like to educate players. You train dogs, I like to educate players both on and off the field.

  Algerlega 1000% sammála. Prumpímynd um “hárþurrkur” og “segja mönnum til syndana” er svo risaeðluútdauð vinna að það er kominn tími á að hætta að láta eins og það sé eitthvað faglegt í því. Það vinnur enginn lengi vel hræddur við yfirmanninn, heldur vinna menn saman að sameiginlegum markmiðum.

  “Þú þjálfar hunda, en þú menntar leikmenn”

  SNILLD

 8. Ef ég er að heyra þetta rétt þá verður ekki DoF og Brendan sagði það að hann vildi alls ekki vinna undir slíkum. Hann tæki því hinsvegar fagnandi að fá fleiri inn og hafa góðan hóp manna til að ræða og taka ákvarðanir um leikmenn og áherslur. Hafa gott lið í kring um sig enda er þetta hópíþrótt.

  Hef ekki Gvuðmund um hvernig þetta fer en óska okkur auðvitað alls hins besta.

  Nú fer maður bara að kyrja: Liverpool Liverpool Liverpool…..

 9. Gylfi Sigurðsson er ekki leikmaður Swansea heldur Hoffenheim og því má Brendan kaupa hann ef hann vill.

 10. Er yfir mig ánægður. Þessi ráðning mikið gæfuspor fyrir Liverpool

 11. Velkominn BR 🙂
  Ég er með undarlega góða tilfinningu fyrir þessari ráðningu og er mjög sáttur.
  Frábært væri að sjá í framhaldi svona 2 stórkaup á leikmannamarkaði og ég hlakka rosa til að sjá Lucas Leiva hlaupa á ný.
  Spennandi verður að sjá hvort BR takist að hrista Charlie Adam, Stewart Downing og Jordan Henderson til og fá það besta úr þeim.
  Þetta verður flott sumar.
  YNWA 🙂

 12. Brendan Rogers var alveg að selja mér sjálfan sig áðan á blaðamannafundi þannig ég er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Ég er bjartsýnn en þó er betra að stilla því í hóf. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu að Liverpool muni fara að spila Barca bolta eða vinna titla. Mögulega verður næsta tímabil ekkert mikið betra en það síðasta en það þarf að gefa þessu tíma.

 13. Eftir að hafa lesið pistil Babu hér á kop.is í gær að þá var ég bara orðinn nokkuð spenntur fyrir kappanum og nú þegar hann er kominn að þá leggst þetta bara þrælvel í mig.

  Nú verður spennandi að sjá hvernig hann verslar í sumar og ekki síður hversu miklu hann fær að eyða hjá Werner og co.

  Vertu innilega velkomin Hr. Rodgers og megirðu færa okkur titilinn eftirsótta fyrr en síðar. (strax væri fínt líka)

  YNWA

 14. Gefum þessum þjálfara fjögur ár og við verðum farnir að berjast um titla. Þetta er snilldarráðning.

 15. 8, fann þetta á Guardian:

  The club added in a statement: “Rodgers’ primary focus will be the first team but he’ll also work extensively in collaboration with the new football operations structure as the team adheres to the continental football Sporting Director mode.”

 16. Mér fannst BR komast mjög vel frá þessum fjölmiðlafundi í morgun og ég stóð upp frá sjónvarpinu með einhvern undarlegan fiðring í maganum að loksins, loksins eftir mjög langa bið værum við að taka skref í rétta átt. Mikið rosalega vona ég að sú tilfinning reynist rétt, ég hreinlega get ekki meira drama í kringum klúbbinn í bili!

  En nú neita ég að trúa öðru en að allir stuðningsmenn Liverpool nær og fjær, hvaða skoðun sem þeir hafa á Brendan Rodgers og hvort sem þeir vildu Benitez, Klopp (eins og ég), Guardiola eða sjálfan Shankly aftur, sameinist um að bjóða BR velkominn og gefi honum tíma til að sýna sig og sanna. Því við erum jú Liverpool Football Club og hann er stjórinn okkar!

 17. Helv góður. Hann tók það bara skýrt fram að hann myndi aldrei vinna undir neinum Football Director og hana nú. Ég er viss um að fleiri managerar eru sama sinnis og að FSG hafi einfaldlega bakkað með það plan.

  Þetta er hörku nagli, lætur ekki vaða yfir sig og verður alveg 100% ekki með neinar emotional ákvarðanir eins og Kóngurinn átti til að vera með.

 18. Hef,eins og ég hef lýst yfir áður,miklar efasemdir um þessa ráðningu en enginn yrði hamingjusamari en ég ef þeim efasemdum yrði troðið rækilega ofan í mig aftur!!!

  En menn mega þó ekki misskilja,( eins og mér finnst ansi algengt hér að ef menn gagnrýna þá séu þeir á einhvern furðulegan hátt lélegir stuðningsmenn), að þrátt fyrir smá gagnrýni þá er ég og mun alltaf verða eldheitur stuðningsmaður LIVERPOOL FOOTBALL CLUB!!!

  YOU´LL NEVER WALK ALONE!!!

 19. Þegar það eru svona mörg sterk lið í deildinni, þá getur maður eiginlega ekki ætlast til þess að meistaratitill skili sér í hús á fyrsta ári.

  Það sem skiptir mig mestu máli er að spila fallegan sóknarfótbolta, þar sem sendingar, leikgleði og sköpunargáfa fá að njóta sín. Herra Rodgers lýsti því yfir að liðið muni spila sóknarfótbolta og þá er ég sáttur. Ef eitthvað annað verður uppi á teningnum, þá nenni ég ekki að horfa.

  Til hamingju með nýja stjórann!

 20. BR virkar flottur og ákveðinn maður og vonandi mun hann ekki láta skugga fortíðar trufla sig í starfi. Ég ætlast ekki til að vinna titla fyrsta árið en það væri gaman að sjá klúbbinn okkar vera í baráttunni á öllum vígstöðvum með killer glampa í augunum á ný !!!

  Áfram Liverpool Y.N.W.A 🙂

 21. Þá er þetta orðið klárt. Kominn tími til. Ég hef trú á þessum kappa eftir allar greinarnar sem hafa birst bæði hérna og annars staðar. Hann nýtur mikillar virðingar í þjálfaraheiminum og er af nýrri kynslóð þjálfara sem er með aðeins aðrar áherslur en gömlu tuddarnir.

  Ég hef trú á því að liðið eigi eftir að blómstra undir stjórn hans. Við megum ekki gleyma því að liðið var á köflum að spila fínan fótbolta undir stjórn Kenny Dalglish og það er klárt mál að hópurinn getur gert það. Það þarf ekki stórvægilegar breytingar á hópnum til að ná í 4. sætið. Hnitmiðaðri sóknarleik þar sem menn eru klárir á sínu hlutverki og hreyfingum. Bætum við sterkum kantmönnum og senter og þá erum við game, gefið að Brendan Rodgers nái meiru út úr þeim gæðaleikmönnum sem fyrir eru.

  Til hamingju Liverpoolmenn nær og fjær, vonandi verður þetta gæfuspor fyrir klúbbinn.

 22. Glæsilegt, ég vona að hann komi inn með meiri skynsemi í leikmannakaupum en áður það sem áður var.

  Nú eru allir að tala um að Chelsea séu að fara kaupa deildina.. en pælið í einu:

  Hulk, Hazard og Marin munu kosta Chelsea aðeins £2m meira en Downing, Henderson og Carroll kostuðu Liverpool :/

 23. Sælir

  Er það rétt sem Daily Mirror heldur fram að Liverpool hefur samið við Momo Diamé leikmann Wigan um að ganga til liðs við LFC 1. júlí þegar samningur hans við Wigan rennur út?

  Held að hann sé fínn backup leikmaður fyrir Lucas og hægt er að eyða peningum í að styrkja sóknarspilið.

  YNWA

 24. Vissulega er þetta áveðin áhætta að ráða þennan unga strák í þetta starf, en ég var að horfa á drenginn í viðtali rétt áðan og VÁ! Sá hefur passion og desire í þetta starf!! Er alltaf að verða sáttari og sáttari við þessa ráðningu. Hvet ykkur öll til að standa þétt á bak við þennan strák. Munið Róm var ekki byggð á einum degi. Vonandi sýna eigendur honum þolinmæði, þ.e. hann fái a.m.k. þrjú ár til að koma okkur á toppinn aftur, þar sem við eigum auðvitað heima. Spennandi tímar framundan

 25. Kallinn sagði alla réttu hlutina í viðtalinu. Tikkar í öll boxin.
  Gæti orðið eitt af stóru nöfnunum í Liverpool sögunni.

  Hold your heads up high og kaupið nýju treyjuna. Boltinn er farinn að rúlla.

  YNWA

 26. @ – #24

  En eftir að þú reiknar laun og annan kostnað þá er munurinn stjarnfræðilegur.

  Einhver twittaði að þessi kaup munu kosta Chelsea 200m í heildina.

 27. Talandi um nýju treyjuna, verður hún komin á morgun fyrir þá sem pöntuðu hana til Akureyrar? (hjá lægraverð)

 28. Miðað við yfirlýsingar FSG um að Brendan fái tíma, megum við væntanlega sjá fram á a.m.k. tvö ár með sama framkvæmdastjóra. Það út af fyrir sig eru gleðifréttir miðað við undanfarin ár.

  Annars lýst mér bara vel á kauða, hefur litist vel á hann frá því ég slysaðist til að horfa á Swansea taka Arsenal í bakaríið í vetur.

 29. @ – #29

  True – við erum náttúrulega í allt öðrum og “raunverulegri” launapakka, en þetta setur samt kaupin í ákveðið samhengi – enskir leikmenn eru bara fáranlega dýrir

 30. Sagði í einkaviðtali við LFC-TV áðan að hann hefði nokkuð góða hugmynd um þær stöður hjá liðinu sem þarf að bæta.

  Einnig sagði hann að það væru sannalega til peningar hjá klúbbnum til að eyða í leikmenn en sagði jafnframt að menn væru ekkert að drukkna í þeim.

  Svo talaði hann um að þetta 2-3-4 leikmenn gætu styrkt hópinn og hann hefði nokkuð góða hugmynd um hverjir það væru…

 31. Ég er nú frekar jákvæður fyrir þessari ráðningu. Held að hans fótbolta heimspeki sé það sem við viljum sjá og vorum að leita eftir. Einnig virðist hann hafa þann metnað sem þarf til að ná árangri. Þetta verður langhlaup en vonandi þess virði.

  En að öðru. Er kominn með nýja búninginn í hendurnar og verð bara að segja að væntingarnar voru miklar. Búningurinn er samt enn geggjaðri og flottari en í mínum villtustu draumum. Hvernig er hægt að fara svona langt fram úr væntingum sem samt voru í hæstu hæðum?
  100 í einkunn af 10 mögulegum. Skyldukaup.

 32. Varðandi þennan samanburð á kaupum Chelsea og Liverpool: hvernig væri að bæta Torres við í dæmið Chelsea megin? Og kannski Bellamy Liverpool megin? Það er nefnilega hægt að stilla svona dæmum upp á svo marga vegu, og fá út hvaða niðurstöðu sem maður vill fá.

 33. Nenni ekk’essum vangaveltum tetta er abyggileg finn gaur og gott ad fara ad lata ser hlakka til næstu leiktidar, hann synir sig bara ta og ta getum vid daemt af hans verkum. Eitthvad hljota tessir menn ad vita 🙂 allavegana meira en margir herna

 34. En er nýji strúktúrinn þá dottinn út úr myndinni? Verður enginn yfirmaður knattspyrnumála? Las fréttir um að Rodgers vilji ekki vinna í þannig strúktur og að Martinez hafi ekki haft áhuga á því heldur. Bara spyr, verður Rodgers vinnandi eftir ,,enska módelinu” eða mun nýji strúktúrinn sem kop.is og fleiri hafa skrifað um, ganga í gegn?

 35. Er eg sa eini sem vaeri alveg til i ad sja giovanni dos santos a kanntinum hja liverpool ? greinilega alveg ut ur myndinni hja tottenham vaeri sennilega odyr. og myndi passa fullkomlega inn i strukturinn hja brendan rodgers ?

 36. Veit einhver hvort og þá hvar sé hægt að sjá blaðamannafundinn endursýndan?

  Annars er ég ánægður með ráðningu BR og vona að hann fái tíma og peninga til að koma LFC í toppbaráttu aftur.

 37. Þetta er nú svolítið merkilegt það hafa verið skrifaðir margir pistlar víða og spekúlantar þóst sjá eitthvað myndtur fyrir sér. Dalglish var rekinn af því það hentaði ekki að hafa hann í þessu nýja kerfi sem Liverpool ætlaði að vinna eftir, ekki séns að ráða Benitez af því hann myndi aldrei samþykja að Director of Football.

  Síðan er talað við Brendan Rogers og viti menn hann sagði bara nei og þá sögðu eigendurnir bara alltílagi. Hvaða bölvaða áætlun var þetta sem þeir höfðu og áttu að vera að vinna eftir. Held það hafi hreinlega ekki verið svo ýkja mikill áhugi á þessu starfi og þess vegna hafi Rodgers verið ráðinn.

  Stefna var einfaldlega sú að það átti að finna mann sem getur gert mikið ú litlu. Þar sem hann fær ekkert,(í það minnsta ekki peninga)

  Annars fyrst að það er búið að ráða hann þá verða menn að styðja hann og ég vona að hann fái bæði tíma og pening, þó ég efist um það. Eins finnst mér þessi komment hjá Reina það sem hann talar um að hann hefði helst viljað Benitez koma á skrítnum tíma. Hversu mikið langar hann að vera áfram hjá Liverpool?

 38. Já hjó einmitt eftir þessu hjá Reina og líka að hann talar um að hann og fleiri leikmenn Liverpool hafi talið að Benitez væri besti maðurinn í starfið.

  En það verður bara að koma í ljós í sumar hvernig leikmannamál þróast en hef samt ekki trú á að Reina fari. Hugsa að Skrtel verði líka áfram þar sem þjálfaramál eru komin á hreint og þá er stefnan farin að skýrast ansi vel.

 39. Líst ágætlega á þessa ráðningu en það ríkir enn óvissa um skipulagið hjá klúbbnum. Kemur DoF eða ekki? Og hver verður það? BR tikkar í öll boxin og allt það en við verðum að bíða og sjá hvernig síðustu púslin í skipulagi FSG raðast.

 40. Þessi aðferðafræði Rodgers minnir mann svolítið á samfélag maura. Hver einasti maur þekkir hlutverk sitt og hver maur skiptir jafn miklu máli og hver annar. Þegar einn maur missir laufblað, þá kemur annar og bakkar hann upp. Í þessu samhengi er Rodgers þá drottningin.

  Kannski vitlaus líking hjá mér, en þetta datt bara upp í kollinn á mér eftir að hafa verið að horfa á BBC Nature.

  Mér finnst Liverpool í gegnum árin einmitt ekki hafa unnið sem heild. Menn hafa treyst of mikið á Gerrard og í ár höfum við treyst gríðarlega á Suarez. Þetta minnir mann svolítið á þegar maður var í 4-3 flokk, alltaf þegar maður fékk boltann, þá gaf maður bara á þann sem var bestur í liðinu og hann átti að búa eitthvað til. Með komu Rodgers, þá verður ekkert krúsídúllutal og knús.

  Kveðja, Mauraatferlisfræðingurinn

 41. maður er nú að lesa að BR hafi neitað að vinna í systemi þar sem DoFinn hefði í raun meiri völd en BR sjálfur. Þannig er ólíklegt að menn eins og Van Gaal muni setjast í þann stól, og ef einhver DoF verður ráðinn mun viðkomandi hafa öðruvísi hlutverk en hugmyndafræði FSG gaf til kynna í fyrstu.

  Maður hefði ætlað að það væri mikilvægt að BR fengi svolítið frjálsar hendur varðandi leikmannakaup og sölur í sumar. Fjölmiðlar eru strax farnir að orða Gylfa, Sinclair, Joe Allen og Ashley Williams til Liverpool. Ég satt að segjja vonast eftir að allir þessir leikmenn komi, plús annar kantmaður og öflugur framherji, ásamt vinstri bakverði, þar sem ekki er vanþörf á að veita Enrique samkeppni um stöðuna.

  Þrátt fyrir lofsamleg orð BR í garð Carraghers í morgun, tel ég að sá síðar nefndi hafi fulla ástæðu til að óttast um að hlutverk sitt á komandi tímabili verði enn minna en á því síðasta. Tel einnig nokkuð ljóst að BR vilji kantmenn sem hafa hraða og því er líklegt að MAxi og Kuyt geti fljótlega farið að pakka saman, sem og Spearing. Komi Gylfi, gæti Adam farið að hafa alvarlegar áhyggjur af sinni framtíð.

  Sérlega áhugavert verður einning að skoða hvort Carroll og Downing fái hlutverk í nýju fyrirkomulagi.

 42. Ben Smith hjá BBC heldur því fram að við séum í viðræðum við Txiki. Spurning hvort þeir ráði ekki bara DoA(Director of Academy) frekar heldur en DoF(Director of Football)?

 43. nr. 47

  Ég var einmitt að lesa grein sem talaði um að samheldni og frábært skipulag hafi verið undirstaðan að góðu tímabili Swansea í vetur.

  Eitt stærsta vandamál Liverpool sl. vetur fannst mér vera að leikmenn voru oft á tíðum stöðuvilltir og virtust ekki vissir um sitt hlutverk í leikskipulaginu. Sérstaklega fannst mér þetta áberandi hjá Henderson og eftir að Adam hafði ekki lengur Lucas við hlið sér.

 44. Sælir félagar.

  Til hamingju. Ég hefi ekki haft þessa tilfinningu fyrir ráðningu síðan Rafa var ráðinn á sínum tíma. Það var til dæmis alltaf einhver efi þegar KKD var ráðinn en samt var ég mjög ánægður með það. En gagnvart þessarri ráðningu er yfir mér einhver öryggistilfinning og notalegheit. Guð og þeir feðgar allir láti gott á vita. Ég býð BR velkomin til Anfield fyrir mitt leyti. Hlakka til enn einnar magnaðrar framtíðar okkar ástkæra klúbbs.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 45. 52: Þetta er örugglega tekið úr samhengi. En ef Reina er á útleið, þá myndi Rodgers líklega fara á eftir Vorm sem er ekki síðri kostur en Reina. Reina hefur staðið sig vel fram að síðasta tímabili, og satt best að segja er ég svolítið smeikur hvort Reina sé á niðurleið og búin með öll sín bestu ár hjá Liverpool FC þrátt fyrir að vera ekki nema 29 ára. En hvað veit ég…

 46. Mér leist ótrúlega vel á þennan nagla eftir viðtalið. Skeleggur og yfirvegaður og virðist vita sínu viti um fótbolta, menn komast ekki langt í þessum heimi á heppni einni saman. Ég skal alveg fúslega viðurkenna það að ég er gríðarlega spenntur og hlakka til þegar þessi landslið eru búin að sprikla og alvaran tekur við á nýjan leik.

  Einu áhyggjurnar mínar varðandi BR er að hann kikni undan mikilli pressu, sérstaklega ef byrjunin reynist erfið en hann gerði stórkostlega hluti með Swansea og núna er hann með klassamannskap í höndunum sem öllum ungum þjálfurum dreymir um að fá að stjórna. En vonandi mun hann standast öll próf og það með glans eða eins og hann sagði að það hefði verið saga Liverpool og örvæntingin. Allir vita að við sem styðjum þetta flotta félag þráum ekkert heitar en enska deildartitilinn.

  Hvað gerist núna varðandi leikmannahópinn okkar er spurningarmerki en ég lít á þetta allt saman sem jákvæða þróun enda var síðasta síson fáránlega erfitt og þungt þrátt fyrir bikarævintýrin tvö.

  En BR er akkúrat týpan sem ég vildi fá og ég mun fylgjast spenntur með honum og standa á bakvið hann!

  YNWA!

 47. Finnst jákvætt að fá ungann stjóra með nýjar og ferskar hugmyndir, Swansea liðið spilaði skemmtilegann bolta og mikinn sóknarbolta undir hans stjórn í vetur og það er eitthvað sem maður vill sjá meira hjá okkar liði. (Annars er ég í MJÖG erfiðri stöðu þar sem kærastan mín er harður Swansea aðdándi og búin að vera brjáluð yfir að missa BR og farin að hata Liverpool liðið…. semsagt spennandi tímar framundan á heimilinu hér hehehe.)

  Býð nýja stjórann velkominn og megi framtíð hans, klúbbsins og okkar vera björt.

 48. Ég hef verið að hugsa og lesa í allan dag og verð bara að viðurkenna að ég er ótrúlega bjánalega spenntur . Ekki bara yfir næsta tímabili eins og svo oft í byrjun sumars, nei heldur næstu árum . Það er talað um að hann sé svona og hinseginn , hann brotnar undan pressu og margt annað neikvætt .
  Ég er eftir mikinn lestur og hugsun bara mjög jákvæður .
  Hann sagði hreint út að hann vildi EKKI vera undir DOF heldur hafa marga með sér , teymi sem vinnur saman . New Liverpool manager Brendan Rodgers vows to “fight for his life” to bring success and ultimately the title to Anfield.
  Þetta segir mér mikið um OKKAR nýja stjóra .
  Jamie Redknapp seldi mér svo þetta alveg ….
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2152952/Brendan-Rodgers-succeed-Liverpool-Jamie-Redknapp.html

  KÆRU POOLARAR TÖKUM VEL Á MÓTI BRENDAN RODGERS HANN ER OKKAR NÚNA OG VERÐUR VONANDI UM ÓKOMINN ÁR 🙂
  EITT Í LOKINN : HANN MÁ LÍKA VERA ÁNÆGÐUR ÞVÍ NÚ HEFUR HANN OKKUR Á BAKVIÐ SIG . BESTU STUÐNINGSMENN Í HEIMI

 49. “Sá átjándi í röðinni og annar Norður Írinn til að gegna þeirri stöðu, sá fyrsti var David Ashworth sem stýrði klúbbnum milli 1919 og 1923”

  Hvað með John Kckenna?

  En annars til hamingju allir púlarar,BR er með sama nef og Shankly og er bara ansi líkur honum vonandi vinnur hann allt með Liverpool

  YNWA

 50. Fyrir einu ári síðan hafi ég aldrei heyrt um BR. Fyrir rúmum sex mánuðum átti Liverpool að taka 3 örugg stig af nýliðum Swansea. Eftir þann leik vissi ég hver BR var og það sem vakti athygli mína var stórskemmtilegt lið Swansea lið sem mætti á Anfield og spilaði ekki með fjóra miðverði á miðjusvæðinu.

  Fyrir nokkrum árum heyrði ég af ungum knattspyrnumanni sem spilaði með Reading en sá hann fyrst í tveimur bikarleikjum með sama liði gegn Liverpool. Þetta lið sló Liverpool út á Anifield. Þetta var Gylfi S. og óskaði ég þess þá að Liverpool myndi kaupa kapann. Ekkkert varð af því þá því miður en í dag gæti það verið raunhæfur möguleiki.

  Ég hef hingað til ekki tjáð mig mikið um stjóraskiptin hingað til m.a. vegna þess að þeir kostir sem nefndir hafa verið hafa þótt mér lítið spennandi. Eftir því sem ég hef kynnt mér feril BR, því betur líst mér á ráðningu hans.

  Ég gæti ekki verið meira ósammála Lawrenson sem segir að Liverpool sé að taka mikla áhættu með að ráða Rodgers. Hvað er Liverpool búið að vinnna mikið síðustu 5 ár? Hverju hefur Liverpool að tapa? Lið sem hefur unnið einn deildarbikar á síðustu 5 árum hefur nákvæmlega engu að tapa.

  Bið BR velkominn, líst vel á hugmyndafræði hans og hlakka til að sjá liðið spila á næstu leiktíð. Er líka ánægður með að sjá að eigendurnir eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra og séu tilbúnir að endurskoða áætlanir sínar sbr stöðu yfirmanns knattspyrnumála.

 51. Brendan Rogers er alltaf að koma sér betur fyrir í áliti hjá mér og mun ég styðja hann 100%.Ég eins og sumir hafa sagt er með fiðring í maganum og fullur af bjartsýni og fannst snilld þetta sem hann sagði í the guardian.

  “The Chelsea players said they had never experienced support like that night,” the Liverpool manager reflected. “That was ultimately what won the game and that is what I want to do here. I want to use the incredible support to make coming to Anfield the longest 90 minutes of an opponent’s life.”

  Góða helgi félagar og takk fyrir frábæra síðu skál !!YNWA!!

 52. 60

  Nei hann var frá county monaghan Írlandi,en hann var samt duglegur að sækja í skoska leikmenn samt..

 53. Mér líst ágætlega á þetta, en bara tíminn mun leiða það í ljóst hvort að þessi ráðning hafi verið góð ráðning eða ekki. BR veit amk örugglega meira um nútíma fótbolta Kenny Daglish.

 54. ég held að BR og KKD séu ekkert í neinni tippakeppni um það hvor hafi meira vit á nútímaknattspyrnu.
  þeir eru ólíkir

  Velkominn til LIVERPOOL Brendan Rodgers

 55. 24, ekki að það skipti öllu máli, en þá er munurinn nær 9 milljónum punda en 2 milljónum punda. En eins og komið hefur fram hérna, þá er bara hálf sagan sögð þegar þetta er dæmt. Gott dæmi er þegar menn byrja að þrugla um að við hefðum frekar átt að kaupa Aguero en Carroll, þar sem ekki miklu munaði í kaupverði. Himinn og haf á milli í kostnaði við þessi leikmannakaup vegna launa.

 56. Ég vil ekki vera neikvæður. En hvað er málið með okkur Poolara og að vera bjartsýnir fyrir hvert einasta tímabil? Vitandi það að við verðum fyrir vonbrigðum og bíðum eftir næsta tímabili strax í desember.
  Allavega ætla ég að bíða með að lofsyngja Brendan Rodgers. A.m.k. þar til hann sannfærir mig með góðum árangri. 🙂

 57. 67 Krummi

  Ég vil ekki vera neikvæður.

  Hættu því þá og vertu jákvæður.

 58. Mér líst vel á þessa ráðningu þótt ég hefði viljað halda Dalglish. En mér sýnist margir vera komnir fram úr sjálfum sér í væntingum og að byggja skýjaborgir. Að sjálfsögðu vonar maður að næsta tímabil verði tímabilið sem við höfum beðið eftir í rúm 20 ár, en það hef ég vonað og haldið allar götur síðan ég byrjaði að halda með liðinu. Ég var 5 ára þegar síðasti deildartitill kom í hús og ekki farinn að fylgjast með fótbolta, man bara eftir púllaranum pabba, límdum við sjónvarpsskjáinn yfir bolta (með lýsingum Bjarna Fel á RÚV) og stökkvandi á fætur í fagnaðarlátum annað slagið.

  Innlegg Óla #44 er því að mínu mati mjög gott, smá raunsæi og gagnrýnar spurningar inn á milli skýjaborganna. Til dæmis þetta með hina meintu skýru framtíðarsýn FSG með nýjum stjórnunarstrúktúr og DoF, sem strax er búið varpa fyrir róða vegna kröfu nýs stjóra. Hversu skýr var þá framtíðarsýnin? Mauralíking Sverris Björns #47 er líka mjög góð, auðvitað vonar maður að BR geti yfirfært þessa samheldni og liðsheild sem sést hefur hjá Swansea, yfir á Liverpool. Við ættum samt að gera okkur grein fyrir því strax að það er ekkert gefið í þeim efnum, við getum ekkert bókað meistaradeildarsæti strax eða verið fullviss um bætingu strax á næsta tímabili. Þetta er áhætta, en vissulega eru spennandi tímar framundan.

 59. John McKenna er rankaður Íri en samt “Ulsterman” sökum þess að fylkið sem hann var frá heitir Ulster og er á landamærum írsku ríkjanna. En Írar teljast þeir í County Monaghan.

  Þess vegna talaði Rodgers um það í gær að vera annar N.Írinn til að taka við Liverpool held ég.

  Annars er bara fín tilfinning að sjá Rodgers með trefilinn, þó ég hefði viljað sjá flottari trefil. Hef ekki áhyggjur af því að leikmennirnir okkar gefi honum ekki séns, þeir munu mæta á æfingar en fram að því munu þeir fylgjast með hverjir bætast í hópinn, það er algert lykilatriði.

  Annars er fínt að taka þessa umræðu upp um kaup á Bretum og reyna virkilega að halda áfram að reyna að benda mönnum á hversu sultuvitlaust er að bera bara saman kaupupphæðir á leikmönnum.

  Setjum þetta í okkar samhengi. Ég fer að kaupa mér fjölskyldubíl, fer og skoða bíla þar sem útborgunin er ein milljón, sem ég á í vasanum. Restina tek ég á láni. Tveir bílar eru á staðnum, af öðrum borga ég 100 þúsund á mánuði en af hinum 300 þúsund.

  Mundi einhver segja það viku seinna að báðir bílarnir kostuðu jafn mikið, af því að ég setti milljónina út?

  Ein ástæða þess að breskir leikmenn eru ódýrari að þeir eru vanalega lægri í launum og þurfa minni “sælgætismola” til að flytja til viðkomandi liðs en borgar.

  Aguero er á þreföldum launum Carroll og miðað við það sem maður heyrir kjaftað um Hazard er hann á sexföldum launum Henderson!

  Staðan í enskum bolta er orðið þannig að öll lið horfa á City og Chelsea sýna öllu “fair-play” batteríi puttann með því að auka stöðugt launakostnað, Hazard dæmið bara sýnir það svart á hvítu að t.d. United er á svipuðum báti og við og því kannski kominn tími á það að við horfum öðruvísi á leikmannakaupin hjá okkur.

  En því vonandi svara FSG fljótlega…

  Rodgers hefur verið fínn að finna demanta í ruslinu, vonandi tekst honum það á Anfield líka.

 60. Mér finnst nú bara í fínasta lagi að menn þykja bjartsýnir með þessa ráðningu. Af hverju ætti maður að vera neikvæður… Er einhver ástæða til þess? BR hefur sýnt afburðaárangur með Swansea og hefur að því virðist, miðað við hans sögu, gríðarlega mikinn metnað til að ná langt sem þjálfari. Hann er skeleggur og virkar traustur í framkomu. Hann virðist ná mjög miklu út úr leikmönnum sínum og er það ekki eitthvað sem vantaði hjá td Roy og Dalglish? Svo ekki sé nú talað um það ef satt reynist að hann er tactical sjéní. Ég ætla að leyfa mér að vera spenntur og bjartsýnn og ýta neikvæðni til hliðar. Gefum könunum breik, BR og leikmönnunum.

  Legg til að neikvæðni verði lögð til hliðar hér en eðlileg og rökstudd gagnrýni notuð í staðinn.

 61. @67 Krummi:
  Að mínu mati er það að vera bjartsýnn fyrir komandi tímabil stór hluti af því að vera LFC aðdáandi, eða í rauninni sama hvaða liðs um ræðir, vissulega getur verið auðveldara að sjá björtu hliðina á stöðu Chelsea og City akkúrat þessa stundina en þýðir það að aðrir hafi ekki ástæðu til þess ? Það held ég ekki, og ég vona að það sé enginn með sama viðhorf innan herbúða Liverpool Football Club og sumir hér að ofan, með litla sem enga trú á verkefninu sem hefst í ágúst.

  Það er alltaf von, og þá ber manni að vona það besta 😉
  En gerir svo sem ekkert til að undirbúa sig fyrir það versta!

 62. Glæsileg ráðnig knattspyrnustjóna. Þessum manni er ég til í að gefa tíma minn og mun standa og falla með þeirr ákvörðun. Vill biðjast afsökunar þeim ummælum sem ég lét falla í vetu um king Kenny. Hann er og verður alltaf Kóngurinn á anfierld, bara ekki sem stjóri.
  Charlie Adam = BÆ

 63. Manni heyrist á slúðrinu að hálft swansea-liðið komi með BR á Anfield???
  Eru það leikmennirnir sem okkur vantar?

 64. Róli minn, settu þig aðeins betur inn í slúðrið, skv samkomulaginu við Swansea má hann ekki bjóða í leikmenn Swansea fyrr en í fyrsta lagi e. 12 mánuði.

 65. Frekar merkilegt/fyndið að lesa það að nafnið Brendan þýðir í keltneskum tungumálum prins. Það er því frekar fyndið að eftirmaður King Kenny sé Brendan, nafnsins vegna.

 66. Brendan Rodgers er augljóslega topp maður og stjóri, ég hef lesið og horft á allt sem er í boði um manninn. En hvergi kemur fram hvernig í ósköpunum hann fagnar mörkum? Er hann nokkuð með skrifblokk á sér?

  Fannst skemmtilegt að heyra þetta frá honum í viðtalinu:
  “I wasn’t going to leave Swansea for any club, because of my life both professional and personal. But the attraction of the history here, but also the attraction of the frustrations”

  Bendir til þess að hann mun þrífast á pirringnum frekar en bugast. Vel meðvitaður um þetta allt saman.

 67. Joe Cole & Alberto Aquilani eiga kannski framtíð hjá Brendan Rodgers:
  Hérna er hægt hlusta á viðtalið þar sem talar um Joe Cole og Alberto Aquilani.
  http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/transfer-rumours/120602/exclusive-%E2%80%93-rodgers-talk-cole-and-aquilani-about-their-futur

  “They’re certainly talented players,” said the 39-year-old. “I know Joe well from my time at Chelsea. He’s a wonderful talent.
  “I thought Aquilani was a really good player. I’d seen him in the Champions League and he came to Liverpool but it didn’t quite work out and he went back [to Italy] on loan.

  Ég væri alveg til gefa þessum tveim annan séns þarsem Joe Cole er búinn hafa nokkuð gott tímabil hjá Lille og svo bætir ekki að Brendan þekkir og held að það væri ekki skára að hafa Aquiliani miðjunni í stað Adam.

  Áhugavert kemur af þessum samtölum hjá Brendan Rodgers.

 68. Vá hvað ég vildi að eitthvað lið myndi bara kaupa Aquilani og forða okkur frá þessari umræðu enn eitt sumarið.

  Varðandi Joe Cole þá er rétt að hann var rosa talent, en einhvern veginn finnst mér hann bara vera orðinn saddur og ekki hafa neitt fram að færa í liði sem þarf að sanna sig. Smá svona Eiðs Smára fílíngur yfir honum.

 69. Núna er talað um að fá Vargas í stað Kuyt,hvernig lýst mönnum á það? er þessi Vargas spennandi kostur? þekki hann ekki mikið sjálfur.

  Ég væri alveg til í gylfa ef við seljum Adam á 10 í staðinn. Annars er málið að losna við Kuyt, Maxi, Aurelio, Spearing og Aquilani. Fá bara Cole og gefa honum séns einn vetur ásamt öðrum vængmanni sem yrði þá keyptur. Vera með Downing, Bellamy, Cole og svo einn enn til taks á vængjunum. Kaupa einn miðjumann, einn mjög öflugan vængmann og einn senter í staðinn fyrir þá sem ég er að tala um að selja….

 70. Fyrir mitt leyti verð ég ánægður ef við höldum boltanum betur innan liðsins og spilum árangursríkari sóknarleik næsta vetur. Held að það sé ágætis markmið til að byrja með.

  Semsagt meira posession og fleiri mörk. Þetta tvennt ætti væntanlega að skila okkur ofar í deildina þó að ég geri mér ekki endilega vonir um að við verðum í baráttu um sæti í meistaradeildinni. Vona að menn beri gæfu til að sína Rodgers þolinmæði, held að þetta gæti orðið gæfuspor ef hann fær tíma til að innleiða sína hugmyndafræði.

  Held að menn séu aðeins að fara fram úr sjálfum sér í þessum pælingum um Gylfa Sig. Frábær leikmaður vissulega en ég er ekki endilega viss um að Liverpool séu að horfa á hann. Held að það séu aðrar stöður sem þarf að skoða frekar, djúpur miðjumaður, vinstri bakvörður, framherji og vængmenn. Gylfi er líklega bestur í holunni fyrir aftan senterana, Liverpool eiga þegar menn eins og Gerrard, Suarez, Cole? og jafnvel fleiri til að fylla þá stöðu.

  Ekki misskilja mig, það yrði frábært að fá Gylfa á Anfield en ég mér finnst líklegt að áherslan verði á að fá menn í aðrar stöður en hann leikur. Verð þó hæstánægður ef ég hef rangt fyrir mér hvað þetta varðar 🙂

 71. Hlakka til að sjá hvað gerist í ágúst 🙂

  Hann fær allan minn stuðning!!!

  YNWA!

  p.s Treyjurnar nýju eru geggjaðar!

 72. En auðvitað eru aðalatriðin núna hvar Aquilani spilar næsta vetur, hvernig Brendan Rodgers fagnar og mörkum svo ég tali nú ekki um hvernig þriðji búningur Liverpool muni líta út. Af hverju er enginn að tala um það?!

 73. Við hljótum öll að vera sammála um að þetta eru gríðarlega spennandi tímar. Síðastliið tímabil var svakalega niðurdrepandi, við unnum flotta sigra en svo lentum við í slæmum töpum. Þessi töp voru mörg ansi slæm og svo voru alls konar jafntefli sem settu strik í reikninginn.
  Nú er kominn maður sem spilar blússandi sóknarbolta, senda og hreyfa eins og margir kjósa að kalla þetta. Við hlótum að taka því opnum örmum og með bros á vör. Það verður einhver hreyfing á leikmannahópnum og vonandi til hins betra. Einhverjir leikmenn hverfa á braut og að vonandi koma góðir leikmenn í þeirra stað.
  Aðeins eitt að lokum. Hve mörg ykkar hafa prófað standandi 69? Látið vita með þumli! Vona að þetta slái engan út af laginu.

  ykkar, Vési

 74. Þetta er maðurinn okkar!

  Recalling the 2005 semi-final, Rodgers said: “The (Chelsea) players said they had never experienced support like that.

  “That was ultimately what won the game. I want to use the incredible support to make coming to Anfield the longest 90 minutes of an opponent’s life.

  “I want to see great attacking football with creativity and imagination, with relentless passing of the ball.

  “I know what it’s like because I had a team like that at Swansea. That was with a terrific group of players. When people came to Swansea, it was probably the longest 90 minutes in their life. So after 10 minutes, when they hadn’t had a touch of the ball, they are looking at the clock and seeing only 10 minutes had gone. It’s a long afternoon.”

Brendan who?

Rodgers vill Gylfa