Brendan who?

Brendan Rodgers verður næsti stjóri Liverpool Football Club. Kenny Dalglish, goðsögn meðal goðsagna félagsins var rekinn til þess að maður sem var rekinn frá Reading árið 2009 gæti komið inn í staðin.  Ekki nóg með það heldur líst mér bara þræl vel á þessi skipti og það hvernig FSG er að breyta félaginu.

Það að reka Dalglish frá Liverpool er eitthvað það umdeildasta sem hægt er að gera hjá Liverpool, það er oft fín lína milli hugrekki og heimsku og aðeins tíminn mun leiða í ljós hvoru megin þessi ákvörðun FSG lendir. Síðasta tímabil ásamt tímabilinu þar á undan gefur nýjum eigendum engu að síður góða ástæðu til að vilja breytingar hjá félaginu og það að fá tiltölulega óreyndan Brendan Rodgers í stað Roy Hodgson sem FSG þurfti fyrst að vinna með og svo Kenny Dalglish er nálægt því að vera eins mikil breyting og hægt er að taka. Sérstaklega ef skoðað er muninn á Hodgson og Rodgers.

Því meira sem ég hef lesið um Brendan Rodgers síðan hann kom aftur inn í myndina því betur lýst mér á hann. Eins finnst mér þessi ráðning gefa til kynna að FSG vissi vel hvað þeir vildu og vilja innleiða hjá klúbbnum. Mig langar aðeins að reyna að koma þessu yfir á Íslensku og skoða feril og hugsunarhátt Rodgers betur.

Brendan Rodgers er fæddur á í Antrim, litlu þorpi á Norður – Írlandi og smitaðist ungur af áhuga föður síns af Hollenskum og Braselískum fótbolta áttunda áratugarins.  Hann var liðtækur knattspyrnumaður og  spilaði með unglingalandsliðum N-Íra og fór m.a. á trial hjá United og var á atvinnumannasamningi hjá Reading þegar hann ákvað þá að hann væri ekki nógu góður til að ná langt sem leikmaður og vildi frekar einbeita sér að því að verða eins góður og hann gæti orðið sem þjálfari. Hann var á þessum tímapunkti tvítugur með konu og barn á leiðinni og fékk vinnu hjá Reading sem þjálfari og vann sig upp hjá þeim.

Telegraph fjallaði um Rodgers og Swansea fyrir úrlsitaleik þeirra gegn fyrrum lærisveinum Rodgers í Reading um sæti í Úrvaldseildinni 2011 þar sem Rodgers útskýrði aðeins leikstíl sinn og rætur hans. Eins tóku þeir hús á honum í janúar 2012 og hef ég þessar greinar sem og fleiri aðeins til hliðsjónar til að byrja með (líkt og reyndar fleiri sem eru í dag að fjalla um Rodgers). Ákaflega upplýsandi og góðar greinar btw.

“I was brought up in a traditional British way, 4-4-2 and kick the ball up the pitch,”

“Whenever I was playing as a youth international with Northern Ireland we would play Spain, France, Switzerland and the like. And we were always chasing the ball. In my mind, even at that young age, I remember thinking ‘I’d rather play in that team than this team’.”

Þetta er að mínu mati einn besti kosturinn við Rodgers og eitthvað sem gerir hann að afar óvenjulegum breskum þjálfara. Hann lærði í skólum enska og skoska knattspyrnusambandsins og fór auk þess oft til meginlands Evrópu til að auka þekkingu sína. Sérstaklega er hann hrifinn af Spáni, hann talar tungumálið og fór oft til Barcelona, Valencia, Sevilla og Betis sem hann segir vera bestu fótboltaskóla í heiminum og var auk þess í Hollandi. Hjá Barcelona vann hann mikið með og talaði við þjálfarana og drakk í sig allann fróðleik um þeirra módel af fótbolta og hefur alltaf notað það sem grunn í sinni þjálfun síðan. Hann var mikið frá ungri fjölskyldu sinni sem hann segir hafa verið erfitt en var á móti alltaf að reyna öðlast reynslu og læra eitthvað nýtt sem sýnir gríðarlegan metnað.

Roy Hodgson var reyndar áratugum saman að þjálfa í Evrópu en öfugt við Rodgers fór hann meira í lönd eins og Svíþjóð, Noreg, Danmörku, Finnland og Sviss og alltaf til að troða sínum hugmyndum að og hefur svo sannað það þegar hann snýr aftur að hann hefur ekki lært nokkurn skapaðan hlut.  M.ö.o.  ferilsskrá Rodgers sem hefur aldrei stýrt liði á megin landi Evrópu er meira spennandi en þjálfara sem hefur ca. 30 ára reynslu í Evrópu.

Rodgers orðaði þetta svona fyrir nákvæmlega einu ári síðan:

That was the ideology of football that I liked. I educated myself, watching, studying and learning. I knew my basic principles but because I had stopped playing early I had the time to go and learn from the very best. And the model was always Spain.”

Hljómar eins og tónlist í mín eyru enda þarf engan vísindamann til að sjá hvaða land er stungið af í þróun knattspyrnunnar. Spánn er Evrópu og heimsmeistari landsliða og U21 árs liðið vann EM líka. 5 af 8 liðum í undanúrslitum Europa League og Meistaradeildarinnar á þessu ári voru spænsk. Ásamt því auðvitað að besti fótboltinn og árangur Liverpool sl. 20 ár var undir stjórn Spánverja með lið hlaðið Spánverjum. Raunar sýnist mér að metnaður Benitez og Rodgers sé ekki svo ýkja ósvipaður þó þeir séu líklega gjörólíkir annars og af sitthvorri kynslóðinni.

Það eru tveir ungir stjórar í ensku úrvalsdeildinni sem hafa verið að ná árangri með mjög litlum tilkostnaði og aðhyllast báðir spænska módeilið. Ef þið hugsið þetta þannig þarf það líklega ekki að koma á óvart að FSG hafi fyrst leitað til þessara manna þegar þeir fóru að velja nýjan stjóra. Báðir eiga það sameiginlegt að vera ungir og eiga (vonandi) eftir að toppa á sínum ferli. Er það ekki eitthvað sem FSG varð frægt fyrir að gera hjá Boston Red Sox og sagðist vilja gera hjá Liverpool líka?

Barcelona módeilið hafði mikil áhrif á Rodgers og mótaði hans hugmyndir, hann vill sjá sín lið spila þessa hápressuvörn þegar andstæðingurinn er með boltann en um leið geta haldið honum innan liðsins og þannig hvílt sig í sókninni. Þetta var m.a. hugmyndin þegar hann tók við Swansea:

“My idea coming into this club was to play very attractive attacking football but always with tactical discipline,”

“People see the possession and they see the penetration, the imagination and the creativity, but we’ve had 23 clean sheets this year. So in nearly 50 per cent of our games we haven’t conceded a goal.

 

Við annað tækifæri sagði hann þetta sem passar líka vel við

“I like to control games. I like to be responsible for our own destiny. If you are better than your opponent with the ball you have a 79 per cent chance of winning the game.

“For me it is quite logical. It doesn’t matter how big or small you are, if you don’t have the ball you can’t score.”

Hjá Swansea hefur markmaðurinn spilað sem sweeper og vörnin er mikið hærra uppi en t.d. vörn Liverpool hefur verið. Reina er t.a.m. líklega að taka araba-flikk-flakk-heljarstökk yfir fréttum dagsins enda ætti þessi varnarleikur að henta honum mikið betur og sanniði til hann verður aftur einn besti markmaður í heimi á næsta ári og ekki eins oft í baráttu við sóknarmenn andstæðinganna alveg inni á markteig. Swansea hélt búrinu 13 sinnum hreinu á þessu tímabili sem er mjög gott m.v. mannskap og þetta er augljóslega engin tilviljun. Rodgers talar um að hjá Swansea séu 11 leikmann inná í einu á meðan flest önnur lið hafa tíu leikmenn plús markmann.

Svona útskýrir hann t.a.m. kaupin á markmanni Swansea sem í dag eru talin ein bestu kaup tímabilsins

“British people had said to me he was too small, which was good for me because it probably meant he was good with his feet. When we got the chance to see him I realised he was perfect. He was 27, humble, and makes saves that a 6ft 5in keeper won’t make because he’s so fast. But, importantly, he can build a game from behind. He understands the lines of pass.”

Á móti held ég að Jamie Carragher sé að renna yfir atvinnuauglýsingarnar núna eða eins og einhver orðaði það á Twitter í dag:

„Somewhere, in a Blundellsands mansion, a Bootle-born defender is practicing his short passing. Just 9 footballs in next door’s garden so far“

Rodgers líkt og kollegar hans á Spáni vill spila boltanum út úr vörninni og þó þetta virki oft glæfralegt á köflum er það staðreynd að heilt yfir tímabil skilar þetta betri árangri heldur en að bomba boltanum ítrekað fram til andstæðinganna. Svipaða sögu má segja um hornspyrnur t.d. sem skila afar litlu eins og við þekkjum of vel eftir síðasta tímabil en það er efni í annan pistil og aðra umræðu.

Þetta litla dæmi er t.a.m mjög áhugavert og eitthvað sem ég vona að hann geri helling af næsta tímabil, þ.e. að svara spekingunum sem fjalla um leikina og grafa undan “visku“ þeirra.

“People will jump on us whenever we make a mistake. We had it against Manchester United. Angel Rangel had the ball at his feet and the commentary after the game is that he’s got to kick it into row Z.

“He had time on the ball, why would he smash it up the pitch? He just made a mistake. We need to give our players confidence in their ability. To play this way you can have no fear. The players respect that if there are any goals conceded through playing football I take the blame“

Allir leikmenn liðsins þurfa að vera vel spilandi með trú á sjálfum sér og verða að geta treyst á samherja sína. Kerfið takmarkast mjög mikið við veikasta hlekkinn eins og Rodgers sagði sjálfur:

“That’s something that we’ve then been able to roll out to here and defensively we play with high pressure and high aggression. Everyone knows their function within the system. It is like an orchestra, if one of them isn’t doing it, you don’t hit the right note.”

Þetta snýst samt ekki allt um að halda boltanum og alveg eins og við höfum séð hjá Barcelona þá gengur þetta kerfi mikið til út á brjálaðan varnarleik þegar liðið er ekki með boltann. Allir pressa og liðið verst sem ein heild. Eitthvað sem ætti að falla vel í kramið hjá gömlum stuðningsmönnum Liverpool sem tala enn um Ian Rush og hvernig hann var frábær sem fyrsti varnarmaður liðsins þegar Liverpool var ekki með boltann. (Það er ekkert verið að finna upp hjólið btw. hjá hvorki Barca eða Swansea, fótboltinn er bara að þróast).

“People don’t notice it with us because they always talk about our possession but the intensity of our pressure off the ball is great. If we have one moment of not pressing in the right way at the right time we are dead because we don’t have the best players. What we have is one of the best teams“.

Lokaorðin í viðtali Rodgers við Telegraph í jan 2012 eru síðan ákaflega góð og endilega hafið Luis Suarez í huga þegar þið lesið þennan sannleik og heimfærið á Liverpool:

“The strength of us is the team. Leo Messi has made it very difficult for players who think they are good players. He’s a real team player. He is ultimately the best player in the world and may go on to become the best ever. But he’s also a team player.

“If you have someone like Messi doing it then I’m sure my friend Nathan Dyer can do it. It is an easy sell.”

Brendan Rodgers er fæddur árið 1973 sem gerir hann 39 ára, m.ö.o. SSteinn er orðinn svo gamall að stjóri Liverpool er yngri en hann. Hann er vissulega reynslulítill en hann er alls ekkert óþekktur innan knattspyrnuheimsins og hann var ekkert að detta fyrir tilviljun á eitt gott tímabil hjá Swansea. Hann hefur unnið sig mjög skipulega uppá við og alveg lent í mótlæti rétt eins og meðbyr undanfarin ár.

Hann var allt í allt 14 ár hjá Reading, kom þanngað 18 ára sem leikmaður og vann sig upp sem þjálfari innan félagsins. M.a. eins og áður segir með því að kanna heiminn aðeins utan Englands og hugsa jafnan út fyrir boxið.  Á endanum var hann farinn að stjórna akademíu Reading þegar Steve Clarke nokkur, þáverandi aðstoðarþjálfari Chelsea stakk upp á honum fyrir unglingalið Chelsea. Þetta var árið 2004 eða sama ár og Jose Mourinho tók við Chelsea og Roman var á fullu í sinni uppbyggingu með félagið.

Mourinho hefur það mikið álit á honum að hann líkti honum við sjálfan sig og innan tveggja ára var hann tekinn við varaliði Chelsea. Rodgers hefur eðlilega mikið álit á Morinho líka og orðaði þar svona hvernig það var að vinna undir hans stjórn:

“I always say that working with Jose was like going to Harvard University”.

Hann vill samt alls ekki kannast við að vera ný útgáfa af honum eða eingöngu af Mourinho skólanum og raunar er Guardiola engu minni fyrirmynd eins og leikstíll Swansea gefur til kynna. Svona orðaði hann Mourinho tenginguna í maí 2011:

“I’m not sure how long the protege stuff will go on for. I’m proud that he saw something in me, but we’re totally different. He’s one of the most charismatic characters in the world; I’m just a rough Irishman who’s trying to carve out a career as a young manager.

‘‘I’ve always had to do it the hard way anyway and there’s no doubt that if I get to the Premier League people will say it’s him who’s got me there.

“I hope over time, and I’m not being disrespectful to him, I’ll be seen as my own man and someone who has achieved on his own merit.”

Við getum líklega lofað Rodgers því að allt tal um Mourinho hefur að mestu dáið út og stuðningsmenn Liverpool eru ekkert að fara taka það upp af fyrra bragði.

Mourinho á samt sinn þátt í því að Rodgers tók skrefið og varð stjóri hjá aðalliði. Hann vissi að Rodgers vildi fara hærra upp og stakk upp á honum þegar Watford var að leita að nýjum stjóra árið 2008. Hjá þeim vann hann aðeins 2 af fyrstu 10 leikjunum en náði þeim þó á skrið eftir það og endaði tímabilið ágætlega. Það vel í raun að hans gamla lið Reading fékk hann til að koma aftur og stýra aðalliðinu þegar Steve Coppell fékk leið á fótbolta, Reading borgaði Watford 1m.p. í bætur sem er nú töluvert í Championship deildinni og hvað þá fyrir óreyndan þjálfara. Eins voru stuðningsmenn Watford allt annað en sáttir.

Rodgers var aðeins 195 daga hjá Reading og hætti í desember 2009 eftir afar dapurt gengi og var án atvinnu fram á sumar 2011 er hann leysti Roberto Sousa af hólmi hjá Swansea. Sousa hafði ekki náð að fylgja eftir góðum árangri Roberto Martinez sem stýrði liðinu árið áður.

Hjá Swansea var Rodgers fljótur að ná áttum og fór með liðið í play offs strax í fyrstu tilraun þar sem liðið afgreiddi Reading í úrslitaleik á Wembley. Hversu sætt hefur það verið fyrir Rodgers?

Swansea var ekkert yfirburðarlið í Championship deildinni og var ekki spáð velgengni á þessu tímabili enda ekki mikið verslað inn af leikmönnum milli ára. En með sama fótbolta og árið áður tóku þeir úrvalsdeildina með trompi. Liðið er ákaflega skipulagt og erfitt viðureignar og botninn datt aldrei úr þessu hjá þeim ólíkt flest öllum öðrum nýliðum sem við höfum séð koma í úrvalsdeildina. Gott dæmi um þetta er að þeir enduðu 5 stigum á eftir Liverpool og unnu okkar menn í loka leik tímabilsins. En síðasti leikur Rodgers með Swansea var semsagt gegn Liverpool þar sem stór hluti aðdáneda Swansea kom klæddur sem Elvis Prestley ósk þjálfara síns. En fyrir tímabil var sagt að meiri líkur væri á því að Elvis myndi snúa aftur en að Swansea myndi halda sér uppi.

Það er auðvitað himinn og haf milli þess að stjórna liði Liverpool með pirraða og kröfuharða stuðningsmenn og svo Swansea sem nánast lítur á hvert stig sem bónus. Þetta þarf ekkert að fara yfir en því meira sem maður les sig til um Rodgers því minna kemur þessi ráðning á óvart og það er alveg ljóst að hann hefur alla tíð stefnt að því að verða topp þjálfari og topp þjálfarar eru oftast hjá toppliðum. Líklega kemur tilboð Liverpool aðeins á undan áhætlun hjá Rodgers líkt og Chelsea fyrr í sumar en FSG hafa greinilega lagt fyrir hann spennandi plan og sannfært hann um að þeir hafi trú á honum og vilja fá hann til Liverpool.

Hjá Swansea er hann sagður vera góður maður á mann en á sama tíma kröfuharður og grimmur þegar það á við. Svolítið í ætt við eina af fyrirmyndum sínum Jose Mourinho. Hann virkar á mig sem afar skarpur náungi og ég sé ekki fyrir mér að pressan sem fylgir því að stjórna Liverpool leiki hann eins grátt og hún t.d. lék Hodgson. Hann getur vel svarað fyrir sig líkt og reyndar allir N-Írar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann höndlar fjölmiðla og ég held að það skipti ekki öllu máli.

Fótboltinn sem hann stendur fyrir ætti að falla gríðarlega vel í kramið á Anfield Road ef hann fær tíma og nær að innleiða hann hjá Liverpool. Hjá okkur hefur hann aðgang að fjármagni sem Swansea lætur sér ekki dreyma um og gott dæmi um það er að hann er talinn kosta Liverpool meira en Danny Graham, dýrasti leikmaður í sögu Swansea.

Auk þess er hann auðvitað með mikið betra lið nú þegar hjá Liverpool og nokkra unga og spennandi stráka sem ég efast ekki um að hafi með þessari ráðningu færst 1-2 árum framar í röðinni hjá Liverpool. Ég vænti þess að hann api það eftir Barcelona að gefa ungum mönnum séns. Hann gerði það hjá Swansea og miðað við hvernig hann talar um ferðir sínar til Barcelona gæti ég trúað að hann þekki ekki bara Steve Clarke hjá Liverpool.

Seguera og Borell spiluðu stórt hlutverk hjá Barca þegar Rodgers var að ferðast til Spánar og maður veltir því fyrir sér hvort þessir þrír hafi haft eitthvað með það að gera að hann er svona ofarlega á lista hjá FSG ? Steve Clarke hefur a.m.k. mælt með honum áður og Seguera og Borell hafa undanfarin ár verið að innleiða á yngri flokka stigi þá tegund knattspyrnu sem Rodgers vill að sín lið spili. Þetta finnst mér alveg gríðarlega spennandi og það er alveg morgunljóst að núna er komið að þeim tímapunkti sem akademían á að fara skila af sér nothæfum leikmönnum.

Þegar þetta er skrifað er ekki búið að staðfesta komu Rodgers endanlega og ennþá er mjög óljóst hvað gerist meira í stjórnunarstöðum félagsins. Hver eða hverjir koma t.d. inn fyrir Comolli og hvernig verður verkaskiptingin?

Þá erum við varla farin að tala um leikmannahópinn en með innleiðingu tiki taka held ég að staða nokkurra leikmanna komi til með að breytast mikið á næstu mánuðum og árum. Carragher og Kuyt eru t.d. báðir komnir á aldur og ég sé þá ekki fyrir mér blómstra í liði sem stólar á hraða og góðar sendingar. Aurelio og Maxi eru líklega farnir og ég sé ekki Jay Spearing fá eins stórt hlutverk á næsta ári. Eins er spurning hvort hann takist á við það kraftaverk að reyna blása sjálfstrausti í Sewart Downing eða losi sig við hann strax. Hvað þýðir þetta svo fyrir Joe Cole og Aquilani sem ennþá eru á samningi og góðum launum hjá Liverpool, getur hann notað þessa kappa eitthvað?

Eins verðum við að átta okkur á að Liverpool er ekkert að fara spila eins og Barcelona strax frá fyrsta degi, það tekur langan tíma að innleiða þetta og við erum að ég held ekkert að fara skófla út öllum þessum mönnum á einu bretti (í einum glugga). En þeir sem ég held að komi til með að líta mun betur út á næsta ári eru menn eins og Daniel Agger. Johnson gæti líka passað vel í þetta kerfi og guð hjálpi okkur ef þetta hentar Enrique ekki betur. Eins líka að fá spænskumælandi og þenkjandi þjálfara.

Lucas ætti að verða jafnvel mikilvægari í þessu kerfi en hann var fyrir og sendingargeta hans er líklega tónlist í eyrum Rodgers. Sama má segja um Shelvey og Henderson sem vonandi er hægt að vinna með. Charlie Adam fær vonandi hlutverk sem hentar sér mikið betur en hann var látinn leysa á þessu tímabili ef hann verður áfram hjá okkur. Ég hef lúmskan grun um að Rodgers geti náð mikið meiru út úr Adam en Dalglish gerði og vonandi sjáum við aftur manninn sem var svo góður og fullur sjálfstraust hjá Blackpool.  Til að klára miðjuna held ég síðan að maður sem spáir svona mikið í taktík og góðum fótbolta geti ekki annað en unnið með Steven Gerrard og náð eins miklu út úr honum og hægt er.

Mest spennandi verður að sjá Luis Suarez sem er klárlega okkar Leo Messi, maðurinn sem getur gert þetta óvænta og er baneitraður í liði sem pressar ofarlega á vellinum og vinnur boltann nálægt markinu. Held og vona að Rodgers svitni yfir tilhugsuninni að fá að vinna með Suarez. Andy Carroll er síðan stóra spurningamerkið. Rodgers gæti gert hann að skrímsli og unnið eitthvað svakalegt úr þeim hráa demant sem Carroll er. Eða þá að þetta fari allt í sama far hjá Carroll og við sáum lengstum af þessu tímabili.

Við hljótum að láta eitthvað til okkur taka á leikmannamarkaðnum, svona mikil breyting er aldrei gerð nema nýr maður fái loforð um að mega aðeins láta til sín taka. En alls ekki gleyma ungu pjökkunum. Einhverjir þeirra hljóta að fá traust núna sem gerir það að verkum að viðkomandi staða verður ekki styrkt með nýjum manni. Sterling, Suso, Adjoran og hvað þeir heita allir hljóta að færast aðeins nær hópnum núna.

Líklega eru mjög margir stuðningsmenn Liverpool alls ekkert að taka undir þennan lofsöng minn á Brendan Rodgers. Ég er nú jafnan nokkuð jákvæður fyrir nýjum leikmönnum og nú í seinni tíð þjálfurum hjá Liverpool og gef þeim a.m.k. séns áður en þeir gefa ástæðu til annars í búningi Liverpool. (Hodgson auðvitað undantekning þó ég hafi nú alveg reynt að gefa honum séns til að byrja með).

Ég var á þeirri skoðun að Dalglish þyrfti að víkja og fékk ekkert áfall þegar það svo gerðist. Ég bjóst við og vonaði innilega að FSG væri að leita að ungum og hungruðum stjóra með nútíma fótbolta (lesist Spænskan/þýskan) að leiðarljósi í stað þess að fá í þriðja sinn rúmlega sextugan stjóra með hugmyndir í útrýmingarhættu.

Fyrstu viðbrögð við Rodgers voru hvorki jákvæð eða neikvæð, ég bara spáði ekkert í honum og afskrifaði hann alveg eftir að fréttir bárust þess efnis að hann vildi ekki einu sinni ræða við eigendur Liverpool, þó ég hafi nú trúað þeim fréttum mátulega. Benitez var (og er reyndar) minn fyrsti kostur og ég var orðinn ágætlega hrifinn af Roberto Martinez líka. En ég bjóst aldrei við þeirri U-beygju sem ég tók eftir að ég fór að lesa mig betur til um Rodrgers. Hvað þá þegar maður hefur í huga hvað hann getur gert hjá Liverpool með stuðningi og trausti.

Hann fór mjög fljótt fram úr Martinez í minni bók og þó ég sjái á eftir Rafa skil ég ágætlega afhverju hann er ekki inni í myndinni núna. Hann yrði ekki þetta nýja og ferska sem FSG vill fá inn og er ekki allra, hvorki stuðningsmanna né leikmanna, þó ég hafi minni og minni tíma fyrir þá sem finna honum allt til foráttu.

Ég er þræl spenntur fyrir Brendan Rodgers og mig hlakkar mikið til að sjá hvað hann getur gert hjá Liverpool. Það er ekkert öruggt í þessu og hann gæti t.d. lent í því að ráða ekki við kóngana í Liverpool þó ég sjái engan innan leikmannahópsins hafa neitt gríðarleg völd eftir síðasta tímabil. Hann talar líka tungumálið sem er strax forskot á t.d. Villas Boas sem réð ekki við klefann eða pressuna hjá Chelsea og Rodgers náði að láta lið uppfullt af ungum bretum spila hörku fótbolta, alvöru fótbolta.

En fyrir mér er næsta tímabil og bara silly season sem hefst núna 1.júní orðið mikið meira spennandi en mér fannst það með goðsögninni okkar King Kenny Dalglish.

Rob Gutman á TAW rifjaði upp ein bestu ummæli sögunnar og besta banner á fótboltaleik ever þegar hann var að velta Rodgers fyrir sér. Eins og ég er hann spenntur fyrir nýjum stjóra og vonandi verður þetta það sem Rodgers byrjar á að koma aftur með á Anfield

“I remember a wonderful banner in the Liverpool stands from the days when TV was in black and white – it read: ‘For those of you watching on telly, Liverpool are the ones with the ball’. I used to support Liverpool just for that.
– Jorge Valdano

107 Comments

 1. Úff get ekki beðið eftir næsta tímabili , veit ekki afhverju en ég er mjög sáttur og hef alltaf vonað að BR yrði ráðinn …….. Vona bara að hann fái tíma og hlakka til að sjá hvað hann gerir fyrir ungu strákana hjá okkur …
  FRÁBÆRT 🙂

 2. Flott yfirferð og kynning á manninum. Ég er svona í sama báti og þú Babú, ég spáði ekkert í honum þar sem hann neitaði Liverpool strax fyrir tveimur vikum og því hefur maður eytt þeim tíma í að lesa sér til um Martinez eða Villas Boas eða De Boer í staðinn.

  Um leið og það varð ljóst á mánudag að Rodgers væri aftur inni í myndinni fór maður samt að lesa sér til og auk þess að hafa hrifist mjög af Swansea í vetur varð mér strax ljóst að hann tikkar í öll boxin sem FSG hafa talað um og virðast vera að leita að:

  • Ungur, metnaðarfullur og hungraður að sanna sig
  • Þekkir enska knattspyrnu
  • Þekkir þjálfunaraðferðir meginlandsins vel
  • Mjög reyndur m.v. aldur
  • Spilar “réttu” tegundina af knattspyrnu
  • Þekkir Van Gaal, eflaust Segura og Borell líka og fellur vel að þeirra hugsun

  Auðvitað er þetta 50/50 áhætta, auðvitað vitum við ekkert hvernig honum gengur að stíga skrefið upp í margfalt meira pressuumhverfi en hann á að venjast. En ef við lítum á “ferilskrána” hans, punktana hér að ofan, sést vel hvers vegna hann var fyrsti valkostur og boðið starfið.

  Ég geri mér grein fyrir því að það mun taka hann tíma að innleiða sínar hugmyndir og spilamennsku og ég held fótunum á jörðinni á meðan sumarið líður. En ég hlakka óneitanlega til að sjá liðið spila fótbolta á nýjan leik eftir tvo mánuði.

  Já og fyrir þá sem vilja fá Gylfa Sigurðsson með honum segi ég bara, eitt stykki Joe Allen á diskinn minn, takk. Og við sjáum myndband.

 3. Lengsti pistill sögunnar? En gæðin í réttu hlutfalli við lengdina. Ég er líka mjög spenntur fyrir þessu öllu saman. Og jú, einhverjir vildu fá RB en fengu í staðinn BR. Eru þá ekki bara allir sáttir?

 4. Stórfínn pistill Babú og frábær samantekt á öllu því áhugaverða sem maður hefur verið að lesa um herra Rodgers síðustu daga.

  Til hamingju með nýja stjórann!

  YNWA

 5. Glæsilegur pistill og skemmtileg lesning. Það verður bara fróðlegt að sjá næstu daga hjá LFC.

 6. Nyr kafli, nyr leikstill, nyr manager. Eg er hrifinn af tessari radningu og eg er mjog gladur med tad ad AWB fekk ekki starfid, skil ekki ta menn sem vildu hann.. Nu er bara ad sja hvad gerist med Gylfa, eg er til i ad fa hann en tad er i fyrsta sinn sem mig langar i Islending. Gylfi er frabaer leikmadur og algjor edal drengur..

 7. frábær pistill, einn sá besti (og lengsti) sem ég sem ég hef lesið á kop.is

 8. Sælir félagar

  Frábær pistill og ég er sáttur við nýjab stjóra. Gef honum samningstímann til að sanna sig og ógna toppsætinu. Sem sagt 3 ár.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 9. Þú verður að fyrirgefa mér Babú en ég get bara gefið þessum pistli þínum eitt læk….vildi að ég gæti gefið fleiri.

  Sem sagt þrusu góður pistill hjá þér og margar áhugaverðar pælingar í honum. Ég verð að taka undir hvert orð og sérstaklega tvennt en það er annarsvegar það að þetta mun taka einhvern tíma að koma nýju skipulagi á svo að maður verður bara að hafa chill-pill við hönd næstu mánuðina.

  Hitt málið er varðandi ákveðna leikmenn sem sumir lesendur hér vilja ólmir losna við. Ég, líkt og þú, stórefa að það verði einhver losun á leikmönnum nú í sumar. Hef miklu frekar trú á því að það verði gert í áföngum. Held það væri nefninlega glapræði að fara að losa sig strax við t.d. Carragher þótt allir séu sammála um að hann, sá ágæti drengur, sé kominn að endarstöð hjá LFC sem leikmaður. Einflaldlega upp á að vera ekki að rugga bátnum óþarflega mikið í byrjun því það getur komið mönnum úr skipstjórastólunm á augabragði.

  Vonandi fer Carra bara í eitthvað sendiherrahlutverk og helst Dalglish líka að selja grimmt fyrir LFC út um koppa og grundir. Og allir verða sælir.

  Spennandi tímar eru framundan. Ekki nokkur spurning. Höldum samt væntingavísitölunni niðri.

 10. Takk babú, þu gerdir mig spenntam fyrir manninum sem eg hafdi enga tru a i gær…

  Glæsilegur pistill.

  En hvernig er það getur verið að fsg hafi lofað honum að ràða öllu eins og eitthvað sluðrið sagdi i dag eða verður dof? Er enn talað jafn mikið um Van Gaal?

  Djofull verdur þetta sumar spennandi….

 11. Takk fyrir flottan pistil á nákvæmlegar réttum tímapunkti. Af fenginni reynslu ætla ég samt að bíða með að mynda mér mjög ákveðna skoðun á þessu öllu saman þar til ég sé Brendan Rodgers, já eða einhvern annan, á blaðamannafundi með LFC fána á lofti. En eftir lestur þessa pistils og nokkurra annara á netinu um þennan strák , þá er ekki annað hægt en að fyllast hófstylltri bjartsýni í það minnsta.

  En hvað eru að frétta með Van Gaal ? Er hann enn inni í myndinni eða er það dottið út af borðinu ?

 12. Flottur pistill.

  Ráðning Rodgers kallar á mikla þolinmæði. Eitthvað sem hefur vantað mikið uppá hjá aðdáendum Liverpool undanfarin ár. Einnig þarf mikla breytingu á leikmannahópnum eftir misheppnuð ár á markaðinum. Þetta eru vissulega spennandi tímar en það getur svo sannarlega brugðið til beggja vona.

  Fyrir síðasta tímabil voru eigendur okkar ásamt Daglish búnir að finna lausnina í tölfræðinni, öll kaupin voru svo flott tölfræði. Allir voða glaðir. Downing – Carroll gat t.d ekki klikkað.

  Núna er það “the Barcelona way”, skiptum öllum út aftur, og prufum núna að spila eins og spánverjar. Hljómar vissulega vel, en ég hef persónulega enga trú á meistaradeildarsæti á næsta tímabili. En ég er rólegur. Ef Rodgers kemur vel fyrir, þá gef ég honum þessi 3 ár. Það tekur tíma að vinna sig upp töfluna.

  Áfram Liverpool!!!

 13. Glæsilegt. Flottur pístill hjá þér Babú. Þú seldir mér Brendan Rodgers með skrifum þínum. Hann BR fær minn stuðning 100%

 14. Eitt enn Einar Örn og kristjan atli, pinu pirrandi i farsima utgafu siðunnar, nuna td ef eg fer a kop.is og se efstu grein sem er þessi pistill hja babú, eg get ekki komist beint i að sja kommentin, það virkar ekki að yta a eins og nuna 11comments undirstrikað, eg þarf fyrst að ýta a next page 6 sinnum eins og i þessu tilviki þvi pistillinn er svo langur og þegar eg er komin a siðustu siðu i pistlinum þa loks get eg ytt fyrir neðan hann a sja comment. Er ekkert hægt að laga þetta?? Kannski bara væl i mer en þegar eg fer inna þessa siðu kannski 3-4 sinnum a klukkutima allan daginn til að sja það nyjasta þa fer þegar upp er staðip svaðaþegur timi i að yta a next page 6 sinnum i roð kannski 50 sinnum yfir daginn….. annars bara er þessi siða æðisleg, veit ekki hvað eg gerði an hennar….

 15. Vonandi tekur maðurinn upp eitthvað svalt listamannanafn. Út með þetta Brendan nafn.

  En gangi honum sem best, góður pistill.

 16. Yfirfærið þennan pistil á Roy Hodgson áður en hann tók við okkur og þið eruð með nákvæmlega sömu grein.

  Við skautum bara yfir tímabilið þegar hann var rekinn frá Reading og tölum mikið um það þegar hann fór til Spánar! Flott!

  Metnaðarlaus ráðning!

 17. Frábær yfirferð hjá þér Babú, og svei mér þá ef ég er bara ekki að verða spenntur fyrir næsta sísoni : )
  Bíð Brendan Rogers hjartanlega velkominn til Liverpool, og lofa að sýna þolinmæði og stuðning þegar gefur á.

 18. Frábær pistill fyrir utan það að hans vegna verð ég þreyttur í vinnunni á morgun.

 19. Flottur pistill frá Selfossi!

  Brendan Rodgers verður væntanlega kynntur til sögunnar á morgun og hann tikkar í mörg box sá drengur. Er mun betri kostur en Martinez og Vilas Boas en ég fer bara ekki neitt ofan af því að vera hundfúll yfir því að Rafa fékk ekki viðtal. Verð bara að taka sumarið í það.

  Vissulega er spennandi að sjá hvernig þessi breyting í klúbbnum verður sett upp. Við eigum eftir að sjá meðspilarana hans, þ.e. þjálfarateymið og yfirmennina. Og skipulag klúbbsins og hver kaupir.

  Eitt af því sem skemmtilegast verður að sjá verður hvert hann mun leita í leikmannakaupum. Í liði Swansea eru flestir ásarnir breskir og hann hefur lagt gríðarlega vinnu í að byggja upp leikmenn á æfingavellinum. Það verður því gaman að sjá hvort hann leggur nú upp í þann leiðangur að spila t.d. Raheem Sterling og jafnvel Suso í liðinu eða þá hvort hann mun kaupa leikmenn með meira tilbúna eiginleika. Ég er allavega sannfærður um það að hann mun fara í að kaupa menn á vængina sína með mikinn hraða.

  Liðið hans gengur mikið út á stuttar sendingar og boltalaus hlaup út í eitt. Það held ég að sé jákvætt fyrir okkur. Í okkar liði eru ansi margir sem eiga að geta leyst þau hlutverk vel, sérstaklega inni á miðjunni. Gylfi var frábær hjá Swansea en ég hreifst þó mest af Leon Britton sem var eins og dínamór í liðinu inni á miðjunni, átti varla lengri sendingu en 20 metra en yfirferðin um völlinn var svakaleg. Þar sé ég Jordan nokkurn Henderson í framtíðinni, alveg sú týpa sem Rodgers mun leita að held ég.

  Svo verður ekki síður skemmtilegt að sjá hvort hann breytir innkaupastefnunni, ansi fáir leikmenn hans komu utan Englands, en vissulega voru aðstæðar aðrar. Sem og verða inni á vellinum hjá honum, hann er ekki vanur að sjá lið leggja rútunni inni í vítateig í 90 mínútur og þar mun sennilega stærsta viðfangsefnið liggja.

  En við eigum eftir að sjá hvort þetta verður allt staðfest. Swansea eru enn ekki búnir að samþykkja “bótapakkann” frá Liverpool og því er kannski vert að bíða með að telja hænurnar í húsinu. En ég held að þetta sé 99% klárt og þá er bara að styðja nýja manninn.

  Það er eitt sem ég er viss um. Þessi fær þrjú ár til að vinna með liðið. Jafnvel þó við endum í 8.sæti á næsta ári þá er þarna kominn maður sem þeir ætla sér að stýra klúbbnum á þeim nótum sem FSG óska eftir. Þess vegna verður líka gaman að sjá hvað þeir gera á leikmannamarkaðnum með honum í sumar. Liðið þarf mikla styrkingu í lykilstöðum ef stefnan er að enda í topp fjórum næsta vor og þess vegna held ég að við ættum að fara varlega af stað og stilla skífuna okkar inn á þolinmæðina.

  Því það versta sem ég get hugsað mér er að sama staðan verði hér í pistlaskrifum í maí 2013. Það er komið nóg af stjóraskiptum, nú þarf að fara að byggja upp lið takk….og standa við þá uppbyggingu.

 20. Jæja, ég hef ekki skilið eftir athugasemd í langan tíma og veit ekki alveg hvernig ég á að fóta mig. Við skulum orða það þannig að allt frá því ég steig fæti á eyjunni grænu, þá hef ég haft veikan blett fyrir Írum, svo ég tali nú ekki um vikurnar fjórar sem ég eyddi sem ölselja í Belfast(n-Írlandi). Á þeim tíma lærði ég að meta ansi margt sem landinn hefur týnt eða gleymt í gegnum tíðina. Ég er að tala um eiginleika sem ég tel Íra, svo ég tali nú ekki um n-Íra, gætta svo um munar. Þessar fréttir af Brendan eru af hinu góða og ég tel að nýir og enn betri tímar séu í vændum hjá okkar ástkæra klúbbi. Nú verðu spennandi að sjá hvað gerist í leikmannamálum í sumar. Eru menn spenntir fyrir Gylfa? Erum við að dobbla einhverja af Íberíuskaganum til okkar?
  Ég ætla ekki að ljúka þessari athugasemd minni með einhverju sem getur komið lesendum Kop úr jafnvægi. Ég fór vissulega í Ikea með frúnni síðastliðinn sunnudag(sá síðasti í mánuðnum) og ég kíkti líka í Ilvu Korputorgi um daginn. Það sem á ég fékk eða fékk ekki í kjölfarið er eitthvað sem ég hef lært að halda fyrir mig en ekki bera á torg fyrir fróðleiksfúsa lesendur.
  kv.Vesúvíusinn

 21. Nr.17 Gummi H

  Kjaftæði. Hér er t.d. það sem ég hafði að segja þegar Hodgson var orðaður við okkur http://www.kop.is/2010/06/24/13.18.09/#comment-66656 Ég var ekki einn um þetta, en auðvitað vonaði maður það besta og það var enginn þörf á að drulla yfir Hodgson og finna honum allt til foráttu áður en hann kom til Liverpool. En ég las mig vel til um hann og var ekkert spenntur og hundfúll ennþá yfir brottrekstri Benitez (er það ennþá).

  Maggi lagði síðan á sig nokkura daga vinnu til að grafa upp kosti og galla Roy Hodgson og gerði í kjölfarið einn besta pistil sem hefur verið settur inn á kop.is. Það var ekki beint lofræða á kallangann þó markmiðið væri að finna jákvæða punkta við hann og þessi pistill róaði mann aðeins. Undir 50 manns tjáðu sig samt um hann og spenningurinn var enginn. http://www.kop.is/2010/07/01/16.17.24/

  Þú þarft síðan rétt svo að vera læs til að sjá hversu mikill munur er á þessum mönnum.

 22. Flottur og ítarlegur pistill um Brendan Rodgers.

  En mér finnst einsog ég hef lesið hann áður. Bara um annan stjóra.
  Ætla ekki að vera of bjartsýnn fyrir tímabilið enda á BR eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Og hversu oft hefur maður vænst mikils á næsta tímabili sem hefur svo bara endað í tómri hörmung?

  Virðist allavega vera sama uppskriftin ár eftir ár. En vonandi verður breyting á…

 23. Frábær Pistill. Ég þarf litið að bæta enn þetta Brendan who? Brendan helvitis fokking Rodgers sem á eftir gera Liverpool að enskum meisturum. Mark my word. YNWA

 24. Ég mæli með lesa þessa grein um Brendan Rodgers og Rafael Bentiez hvað þeir eiga sameignlegt:
  http://tomkinstimes.com/2012/05/brendan-rodgers-is-boss/

  Ef Við skoða kannski sögu Rafael Benitez bera hann við Brendan Rodgers
  þú átti eftir sjá mjög mikið sem hafa sameiginlegt :
  http://www.lfchistory.net/Managers/Manager/Profile/20

  Báðir Þeir byrjðu stjórna Varalið Stórliða, Benitez stjórnaði Varalið Real Madrid meðan Rodgers stjórnaði Varalið Chelsea.

  Ólíkt Benitez þá byrjaði Ferill Rodgers vel með Watford en svo endaði hann illa með Reading sem leiddi til þess að hætti með liðinu meðan Ferill Benitez byrjaði nú ekki sérstaklega vel með Valladolid og Osasuna en varð fyrr en Hann náði að koma Extremadura upp um deild en naði því miður ekki halda Liðinu í La Liga og Hætti með Liðinu.

  En það var ekki fyrr en þeir Báðir fengu sér frí ferðust til Útlanda Benitez fór skoða hvernig Manchester United, Arsenal og Lið Ítalíu unnu og sama gerði Brendan Rodgers hann fór til Spánar skoðu hvernig Liðin unnu þar meðal Barcelona.

  Svo Tók Þeir báðir Smá lið einhvers staðar langt í Burtu Benitez tóki frá Tenerife og Rodgers frá Wales þeir náðu að koma liðin upp um deild sem varð til þess að Benitez vakti athylgi og var beðinn taka við Stórliðinu Valencia jafnvel þótt hann hafa ekki stjórnað Tenerife í La Liga en Rodgers hélt sínu lið áfram og hélt því lið Úrvalsdeild og náði meiri segja 11.sæti sem Vakti athylgi á Stórliðinu Liverpool.

  Og svo frá greinni sem ég birti fyrir ofan frá Tomkins Times:

  While I’d have loved to see Benitez get the job, Rodgers is reminiscent of Rafa at the stage when he joined Valencia: no big-club success, with the major achievement no more than promotion to the top flight; but future success determined by a desire to learn from the best, with a willingness to travel and study. Instead of RB, we got BR. (Indeed, Rafa brought Valencia to Anfield and controlled a game, just like Rodgers did with Swansea.)

  Einsog ég Segi það eru Spennandi tímar hjá Liverpool.

 25. Frábær pistill. Ég er mjög spenntur fyrir Rodgers og ég er sérstaklega spenntur að sjá hvernig fótbolta Liverpool mun spila á næsta tímabili.

  Ég hef undanfarin ár öfundað stuðningsmenn Barca, því þeir fá sýningu í hverjum einasta leik, þeir fá að horfa á fallegan fótbolta í hverri viku (reyndar fluttan af bestu leikmönnum heims). Ef fótboltinn sem Rodgers lætur Liverpool spila kemst í hálfkvist við það þá verð ég ánægður.

  Það er mjög spennandi hvort einhverjir leikmenn fái endurnýjun lífdaga hjá Rodgers og hvort sumir eigi ekkert erindi í liðið lengur. Svo ekki sé talað um hvað hann verslar nú þegar hann hefur pening milli handanna. Hann getur augljóslega ekki keypt bestu bitana á markaðinum, en miðað við hversu úthugsuð kaupin hans hjá Swansea hafa verið, þá ætti hann að geta eytt peningunum nokkuð gáfulega. Jafnvel þó hann fengi ekki eyri nema að hann selji, þá ætti hann að geta losað um eitthvað fé og keypt það sem hann telur sig þurfa til að móta sitt lið.

  Ég ætla ekki að fara að lofa hann og hans fótbolta of mikið áður en hann stýrir einum einasta leik (og reyndar ekki enn búinn að skrifa undir) en ég get ekki farið í felur með það að ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja þjálfara.

 26. Hvers vegna allar þessar pælingar um Gylfa og Charlie Adam, þegar við höfum Alberto Aquilani, sem er betri en þeir báðir.

  Sé fyrir mér að Alberto spili fyrir Brendan í vetur.

 27. Takk Babu…. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég dýrka kop.is… Hér má alltaf… alltaf lesa um það sem skiptir máli. Gleymið gúggli… bara fara á kop.is.

  Velkominn Brendan Rodgers….. You will not walk alone….

 28. Snilldin ein!

  Vona innilega að þetta gangi allt upp og að ný gullöld rísi hjá okkur… Bíð spenntur eftir staðfestum fréttum!

  Takk strákar fyrir frábæra síðu.

 29. Flottur pistill Babú

  En ég held engu að síður að menn verði að anda aðeins rólega. Þótt Rodgers sé framför frá Dalglish þá er klúbburinn ekki að sýna mörg merki þess að hann sé að taka skref fram á við

  Á 3 árum hefur LFC farið úr stjóra sem hefur unnið báðar Evrópukeppninar og La Liga, skilað okkur endurtekið inn í meistaradeildina og kláraði næst síðasta tímabil sitt með 86 stig.Niður í stjóra sem hefur nokkrum sinnum skroppið til Spánar, verið rekinn frá Reading og átt tvö fín tímabil með Swansea…

  Neikvætt? kannski.

  Að ráða Rodgers með Benitez á lausu er einfaldlega glæpur. Í besta falli “poor managment”.

 30. Loksins loksins biðin á enda og miðað við þennan frábæra pistil var þetta alveg þess virði að bíða. Nýji stjórinn virðist alveg vera “meðetta”. Ég verð að viðurkenna að ég er orðin frekar spennt og vona að sumarið verði mjög fljótt að líða. Brendan Rogers ætti að taka upp nafnið Brendan Warriors því hann mun spila með frábært lið á frábærum velli og ég legg til að Anfield verði með gælunafnið Warrior Stadium til heiðurs stuðningsaðilum okkar og einnig til að leggja áherslu á hvað er í gangi hjá okkar ástkæra liði.

  Þangað til næst YNWA

 31. Verður gaman að fylgjast með hvað allir þeir á þessarri síðu sem eru yfir sig hrifnir af nýjum stjóra verða lengi að snúa við blaðinu ef,segjum,að það tapist fyrstu 2-3 leikirnir á næsta timabili,held að það kvarnist fljótt úr stuðningsmannahópnum.

  Alla vega er alveg ljóst að Brendan Rogers fær ekki nándar nærri sömu þolinmæði hjá stuðningsmönnum og Kenny Dalglish fékk.

 32. Rodgers fær strax að vita í hvers skugga hann stendur.

  Pepe Reina sagði þetta í gær:

  Liverpool goalkeeper Pepe Reina admitted he would have liked to have seen Benitez return.

  “For many of my colleagues and me, Rafa Benitez would be the ideal candidate,” he told Radio Marca.

  “It is true I’m not objective, it is the coach who most shaped me … he is the best.”

  Verkefni framundan, pressan strax búin að finna neikvæða hluti til að velta í átt hans. Held nú reyndar að hann sé “strong minded” gaur sem sé ekkert skjálfandi á sínum beinum, en verkið er hafið.

  Fowler og Lawraenson byrjaðir að pikka í eigendurna – hann veit strax hvert hann er kominn strákurinn!

 33. Flottur pistill.

  Bara þessi orð, að maður sem fær unga breta til að spila hörku góðann og flottann fótbolta upp á spænsku, og það með árangri, segir meira en mörg orð um hæfni hans sem þjálfara. Þessi maður virðist geta látið skjaldböku fá trúna á sjálfa sig sem besta sóknarmann í heimi. Það er einmitt það sem okkur vantar.

  Finnst allt í einu sem ég sjái loks ljósið sem var fyrir löngu slokknað. Bíð spenntur eftir næsta seasoni. Hvenær er kickoff?

  YNWA!

 34. Frábær pistill. Rétt náði að lesa hann í gærkvöldi áður en festi svefn og dreymdi stóra drauma í nótt 🙂

  Ég er spenntur fyrir því að sjá hvernig þetta blessast allt saman. FSG er að byggja upp í kringum ákveðna hugmyndafræði og því er samanburður við ráðningu Hodgson út úr kú. Hvort sú hugmyndafræði komi síðan til með að ganga upp eður ei verður síðan að koma í ljós. Hvernig væri að gefa þessu séns? Svona rekur maður líka árangursríkt fyrirtæki, já og reyndar einnig lið, þ.e. byggir út frá heildarsýn á verkið en rýnir ekki bara í einstaka pósta. Munum eftirfarandi:

  The whole is greater than the sum of its parts’?

 35. Frábær pistill!

  Ég hef löngum verið einn að þeim sem í vetur hefur dáðst af spilamennsku Swansea en ekki hef ég einungis dáðst að spilamennskunni og þeirri hugmynd að spila boltanum eftir jörðinni enda á milli heldur einnig af því sjálfstrausti sem Brendan Rodgers hefur náð að berja í sína menn.

  Sjálfstraustinu til að spila boltanum úr vörninni, pressa hátt á vellinum, skjóta á markið, gefast ekki upp þó á móti blási o.s.frv. Við höfum jafnvel séð Swansea dóminera kafla í leikjum gegn Chelsea, Liverpool, City, United o.fl.

  Þetta hefur ekki verið til staðar hjá Liverpool nema part úr leik eða leiktíð síðan Rafa var og hét. Ef Brendan Rodgers getur barið þetta í mannskapinn þá hef ég litlar áhyggjur af því hvernig næsta leiktíð þróast hjá okkur….

  Ef honum mistekst hinsvegar, þá verður hann grillaður á teini lifandi af stuðningsmönnum Liverpool, eins og margir af sínum forverum í starfi…

 36. Nú hlýtur þetta að fara að vera staðfest. Er 10x spenntari yfir þessum gaur en Hodgson og svona 5x spenntari en þegar við réðum Kenny.

  Það besta við þetta að drengurinn er ungur og gæti verið hjá okkur næstu 10 árin eða svo ef þetta gengur upp hjá honum. Þvílikur munur hjá klúbbum eins og Arsenal og ManU þar sem stjóra málin eru til friðs. Þau hafa ekki verið það lengi hjá okkur en kominn tími til.

 37. Líst vel á ráðninguna. Eitt púsl í heildarmyndinni. Ég trúi á team work, ofalin primadonna virkar ekki á Anfield (lesist Móri og þess háttar kónar)

  Brendan ætti að falla vel inn í hlutina á Anfield eins og menn virðast vera að setja þá upp.

  Hann hefur þrjú ár til að byggja upp long term samning. Ég gæti best trúað því að hann verði ekki sá sem klikkar á þeirri ferð né heldur önnur umgjörð klúbbsins.

  Ef eitthvað klikkar þá verða það einstaka leikmenn sem standa ekki undir nafni.
  Það gerðist sannarlega á síðasta tímabili, listinn er langur þar. Það verða örugglega einhverjar breytingar á liðsskipan í sumar en þónokkrir leikmenn síðasta tímabils þurfa að stíga upp.

  Ég hef trú á að einn fyrir alla og allir fyrir einn andinn mun ráða ríkjum og styrkja þá sem feiluðu í fyrra.

  Það er ekki hægt að vera neikvæður gagnvart því sem er að gerast í þessum klúbbi. Klúbbur á hreyfingu með metnað og sýn. Næstu 10 ár verða stórskemmtileg. Eftirvæntingin fyrir hvert tímabil alltaf meiri og meiri.

  YNWA

 38. Takk fyrir virkilega áhugaverðan pistil! Eftir þessa lesningu vill maður fara að fá staðfestingu á ráðningunni frá klúbbnum sjálfum.

  16: Maðurinn er víst kallaður Buck 🙂

 39. Frábær pistill Babu eins og komið hefur verið til skila!

  Ég held að það mikilvægasta sem Liverpool stuðningsmenn verða að hafa í huga núna er að maðurinn þarf vinnufrið. Það er greinilegt að klúbburinn mun skiptast í tvær fylkingar til að byrja með; Önnur eru þeir sem vildu Rafa til baka og óttast ég að þeir munu hafa hátt ef Rodgers hefur ekki Liverpool feril sinn með flugeldasýningu. Hinir verða þeir sem eru tilbúnir að gefa Rodgers séns að móta stefnuna sem klúbburinn stefnir á að vinna eftir. Vonandi að allir munu gefa honum séns þrátt fyrir að vera Benitez aðdáendur.

  En þetta eru spennandi tímar og ég hlakka til að sjá hvernig Rodgers mun ganga. Ef hann nær að spila jafn skemmtilegan bolta hjá Liverpool og hann gerði með Swansea liðið er það gífurlega jákvætt. Ég er hæfilega bjartsýnn

 40. En samkvæmt Twitteri Dunkan Jenkins sem var fyrstur með fréttirnar af Rodgers í gær að þá er þetta bótadæmi milli Swansea og LFC ekkert til að hafa áhyggjur af þó að SSN sé að reyna að búa til frétt úr því. Rodgers er hættur hjá þeim og þeir munu fá sínar bætur en þetta er bara spurning um nákvæma tölu eða fyrirkomulag. Ekki hafa áhyggjur af því.

  Í raun er stóra spurningin í dag ekki hvort eða hvenær Rodgers verður kynntur (á morgun) heldur hver verður DoF. Í dag hafa mætir menn á BBC og fleiri stöðum staðfest að FSG muni stefna á þann strúktúr í einu formi eða öðru. Hugsanlega hafa líkurnar á van Gaal minnkað þar sem hann þykir ansi ráðríkur en í raun er þetta stóra spurningin að mínu mati í dag.

  Reyndar kom fréttamoli áðan um að einhver sem ég vissi ekki að kæmi til greina væri búinn að draga áhuga sinn til baka. Manni þótti þetta nú hálfgerð ekki-frétt og ég geri fastlega ráð fyrir að Magnús Gylfa hjá ÍBV sendi bráðlega frá sér yfirlýsingu um að hann sækist ekki lengur eftir stjórastöðu LFC. Svona líkt og Roberto Martinez gerði í gegnum fjölmiðlafulltrúann Whelan í gær.

  Kom þessi Smith raunverulega til greina eða var hann bara einn af mörgum á stuttlistanum langa? En svona yfirlýsing fær mann til að halda að búið sé að ákveða hver verði DoF og nú séu sumir að keppast við að vera á undan að hafna áður en þeim er hafnað. “Þú ert drekinn! Nehei, ég er sko hættur áður en ég er drekinn”.

  Verður það Txiki? Eða Kiddi Kjærnested? Ég er afar spenntur fyrir leynigestinum.

 41. Þeir lenda þessum díl við Swansea gæjanna. Þetta er gríðarlega spennandi ráðning og ég hef ekki verið svona spenntur síðan Rafael Benitez var ráðinn! Mun fylgjast með eins og skugginn næstu daga og finn vonarglætu í hjarta yfir nýju flottu tímabili með þennan töffara í brúnni!

  YNWA!!

 42. Ég er nokkuð viss um að allar “tafir” á ráðningu Brendan Rodgers séu beintengdar þeirri staðreynd að nýr styrktaraðili verður kynntur með pompi og pragt á morgun og hvað er betra en að kynna nýjan stjóra upp dressaðan? Eins er nú ekkert óeðlilegt að svona samningar taki meira en korter.

  Þessi pistill er samt töluvert jinx hjá mér enda hafði ég strax áhyggjur af því eftir að ég ýtti á publish að ég hefði ekki skoðað twitter í alveg klukkutíma og við gætum þessvegna verið komnir með nýja eigendur og allt annan stjóra enda klukkutími gríðarlega langur tími þegar maður fylgist með Liverpool.

  Hvað DoF varðar þá er hrikalegt áfall að missa af Smith sem Peter Beardsley linkar á en væri mun verra ef maður hefði heyrt um blessaðan manninn og hvað þá í tengslum við Liverpool. Lýst hinsvegar vel á að fá bara Kidda Kærnested í þetta, hann er með´itta.

  Varðandi Van Gaal vona ég nú að hann komi ekki, er ekki spenntur fyrir því að fá inn gamlan stjóra til að anda ofan í hálsmálið á nýjum þjálfara og óttast að það myndi strax koma pressa þegar illa gengi á þá leið að láta reynsluboltann taka við. Eins er Van Gaal sagður mjög erfiður í samskiptum og það er andstaðan við það sem þarf í þessa stöðu. (ath. ekki rétt samt að fullyrða svona m.v. hvað maður veit í raun lítið um LVG).

 43. Mikið vona ég að þetta sé rétt

  Pete O’Rourke?@SkySportsPeteO
  Liverpool have agreed compensation fee with Swansea for Brendan Rodgers & 3 of his backroom team #LFC #swansfc

 44. Swansea’s first-team coach, goalkeeping coach and tactical analyst will also join Liverpool along with Rodgers. #LFC

 45. Lenti í einhverju fullkomnu rugli hér og bý til nýtt komment þar sem ég skora á ykkur að líta á þennan hlekk hér:

  http://thepathismadebywalking.wordpress.com/2012/05/30/brendan-rodgers-tactical-approach-explanation-how-will-liverpool-implement-tiki-taka-football/

  Málið í tiki taka snýst um að hver þekki sitt hlutverk og það er alls ekki þannig að öll “posession” tölfræðin þýði stöðuga og stanslausa sókn. Mjög oft leita varnar- og miðjumenn til baka og þar er yfirleitt ekki verið að hápressa. Ein stóra spurningin verður hvernig þolinmæði okkar aðdáenda verður fyrir því atriði í hugmyndafræðinni.

  En ég held ég skrifi ekki langlokuna mína aftur heldur bendi ykkur á að skoða linkinn. Það eru alls konar hugmyndir um Rodgers og leikstíl hans í gangi sem mér finnast ekki réttar, ein aðalástæða þess að tiki taka gengur er að allir þekkja sín hlutverk og stjörnurnar sem þarf til að brjóta upp eru fyrir hendi.

 46. Hérna virkilega flott grein um Hvernig Brendan Rodgers þjálfar:

  http://www.guardian.co.uk/football/2012/may/11/brendan-rodgers-swansea-city

  Hér er Æfingaskipulag sem hann setti fyrir Swansea:

  What’s in a day: Swansea’s training routine

  10am, Warm-up The players begin their warm-up on the tennis courts in the fitness centre, where they do some core work. Then they have agility work and relay races on the training pitch

  10.45am, Keep-ball The players are split into two groups and those on the outside, who are allowed only one touch, try to keep the ball off the two in the middle

  11am, Six v three Remaining in two groups of nine, the players are split into three teams of three within each group. In a confined area, 10 yards by five yards, each team of three takes it in turns to try and get the ball off the other six players with the aim of scoring in the small goalsat either end

  11.15am, Twelve v six The players move to a bigger area, 40 yards by 30 yards, and this time it is six versus six in the middle, with full-size goals and goalkeepers at either end. The other six players are located on the outside and are on the side of the team that has the ball, effectively making it 12 v six

  11.45am, Shooting Midfielders and forwards stay behind for a shooting session

  Midday, Finish The sessions are 25 minutes shorter than normal at this stage of the season

 47. Virðist sem að þessar meintu tafir á bótamálunum hafi líka snúist um að fá aðstoðarmenn Rodgers með í kaupunum eins og Ásgrímur og Hreiðar benda á. Umræddir hjálparkokkar virðast vera Colin Pascoe (hægri hönd Rodgers), Glen Driscoll fitnessgúru (áður í 10 ár hjá Chelskí) og Colin Davies leikspekúlant (var hjá Reading áður).

  En þetta er komið í gegn núna.
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2152706/Brendan-Rodgers-bring-backroom-staff-Liverpool.html

 48. Hvað verður um Steve Clarke?

  Þeir störfuðu nú saman hjá Chelsea í denn…

  Verður allavega missir fyrir Liverpool ef Clarke fer, hann hefur gjörbreytt þessu varnarskipulagi hjá okkur…

 49. Fín grein sem Maggi vitnar til og gaman að sjá hvernig nýju búningarnir smellpassa inn í tiki-taka-taktíkina 🙂

  Fyrir þá sem vilja drekkja sér í upplýsingum um taktíkina þá er ágætt að renna yfir þessa úttekt og leikskýrslu hjá taktík-tröllunum hjá zonal-marking um 3-2 sigur Swansea á Arsenal. Sigruðu Nallana á eigin bragði.

  Ágætur punktur í skýrslunni um að leikurinn hafi verið “clean” og engin spjöld gefin, en Swansea fékk einmitt fæst spjöld á sig í PL í vetur eða bara 40 gul (rétt rúm eitt á leik) og 2 rauð. Það er góður kostur við að halda boltanum mikið að þú færð síður á þig spjöld og þeir virðast líka hafa verið skynsamir í að pressa vel án þessa að brjóta illa af sér.

  Svo er hérna virkilega skemmtilega grein hjá stuðningsmanni Swansea og útskýrir hvernig stjóri Rodgers er. Lofar hann í hástert og segir m.a. þetta:

  Rodgers masterminded a Championship promotion via a Wembley play-off
  in his first season, and despite being odds on favourite to lead his
  team to instant relegation from the top tier, instead, Rodgers led his
  team of lower division stalwarts and top division cast offs to the
  highest position of all the promoted clubs, finishing 11th, and only
  missing out on 10th by one single goal. How on earth did he do that?
  Well, apart from the hard work and commitment that he displays in
  bucket loads, Rodgers did it because he gets it. He gets it all. He
  gets the fans, he gets the players, he gets football and he gets the
  press. He gets it all.

 50. Maður veit samt ekkert hvað maður á að halda um þetta allt saman fyrr en maður heyrir eitthvað frá Dave Wheelan um málið, ég meina hvað ætli honum finnist um þetta ?

 51. Fann aftur það sem átti að fylgja tenglinum, here goes!!!

  Rosalega flott útskýring á tiki-taka hugmyndinni sem Rodgers nýtir mikið og er tekið frá Barca.

  Fólk má ekki missa sig í að halda að posession hlutinn þýði það að verið sé að sækja stanslaust, heldur jafnvel þvert á móti. Varnar- og miðjumenn hika ekki við að leita aftur á markmanninn og byrja upp á nýtt ef opnun myndast ekki sjálfkrafa.

  Ef skoðuð er tölfræði leikmanna Swansea og liðsins sést mikill sannleikur. T.d. var “tæknihafsentinn” þeirra (annar er tæknilega sterkur og hinn buff sem vinna á boltann) sá leikmaður í ensku deildinni sem að átti flestar langar sendingar. Sá maður þarf að geta breytt tempói og það ætti að smella fyrir Agger.

  Bakverðirnir þurfa að geta hlaupið upp alla línuna til að krossa og síðan heim til að verjast, miðjumennirnir eru settir upp þannig að einn sópar (Lucas) á meðan að tveir (Gerrard og hver….) leita boltann uppi til að breyta takti leiksins þegar þarf og bera mikla ábyrgð á sóknarleiknum, þurfa að hafa langar og stuttar sendingar á valdi sínu.

  Framherjarnir eru kantstrikerar fyrst og síðast, aggressívir leikmenn sem þurfa að geta farið utan á varnir eða inn á miðju þeirra. Suarez mun smellpassa þar (reyndar eins og í öll leikkerfi bara) og fremst er target senter. Hann eigum við. Endilega rennið yfir þennan pistil, einfölduð mynd á hans leikstíl. Það má alveg reikna með því að við fáum töluvert færri færi en í vetur og jafnvel sjá hægari uppbyggingu sóknarleiks en við höfum áður upplifað (þar sem hann er t.d. mjög ólíkur uppleggi Rafa) en ef réttu mennirnir fást í þetta kerfi sjáum við væntanlega fleiri skemmtileg sóknarupplegg sem munu þá vonandi enda með marki.

  Miðað við okkar leikmannahóp þá held ég að mjög marga leikmenn eigum við sem geta leyst þessar stöður.

  Ég vill þó skilyrðislaust sjá fleiri gæðaleikmenn í leikstöðurnar á köntunum, backup fyrir Lucas og almennilegan bakvörð vinstra megin takk.

  Það verður FSG að styðja Rodgers með. Punktur!

 52. Mikið afskaplega er ég spenntur fyrir þessari ráðningu! Rodgers hefur sýnt það og sannað að hann vill spila flottan fótbolta og nær árangri með hann. Ungur og efnilegur stjóri fær allan minn stuðning og vonandi fær hann þessi 3 ár til að koma sínum stíl á þetta lið.

  P.s allt þetta tal um metnaðarleysi er svoddan prump að það hæfir ekki fullorðnum mönnum….grow a pair 😉

 53. Ég vona að þetta komi rétt upp, en erum við að fara að sjá liðið spila einhverskonar 4-1-2-3
  Með þá væntanlega Lucas sem djúpan og Gerrard og Gylfi 🙂 á miðjunni með 2 kantsóknarmenn Suarez og nýr og þá Carrol sem target mann ?

  *
  *
  *

  *

 54. Kóngurinn með þetta.

  Kenny Dalglish ?@King_7_Kenny

  Best wishes and good luck to Brendan Rogers. He is managing the best club in the world #lfc #ynwa

 55. Flottur pistill Babú. Til gamans, þá á ég kött sem heitir Búbe.

  Ég er mjög ánægður með að Rodgers hafi verið fyrir valinu þótt ég hafi verið svolítið efins um hann fyrir viku síðan þar sem ég vissi lítið um hann. Tók mig svo til og las helling af pistlum um hann og ég hef tekið algjöra U-beygju. Mér finnst priceless þegar menn eru að líkja honum við Very Big Sam, Holloway og Owen Coyle sem eru reyndar talsvert skárri kostir en Big Sam. Þetta eru stjórar sem hafa enga stefnu eða sýn á hvernig ætti að spila fótbolta. Það er líklega það sem mér líkar best við Rodgers, hann hefur metnað og hefur “menntað” sig í fræðum Barcelona hjá mönnum sem vita allt um hvað “Tiki Taki” gengur út á. Maður sem kemur upp úr Championship deildinni og þorir að láta liðið sitt spila fótbolta. Tekur Wenger í nösina sem er hvað þekktastur fyrir að láta liðið sitt spila líkt og Barcelona.

  Ég er alls ekki hoppandi glaður, en mér er gríðarlega létt. Liverpool gæti haft það svo miklu verra heldur en hafa Rodgers. Við verðum að gefa honum þann tíma sem hann þarf og hafa trú á verkefninu.

 56. Getur einhver frætt mig um það hvort að þetta dæmi með að ráða yfirmann knattspyrnumála sé alveg dautt. Maður hefði svona haldið að sá aðili ætti að hafa puttana í því hver yrði framkvæmdarstjóri.

  Annars er ég nú bara eins og flestir held ég, hafði ekki trú á því að Rogers væri inn í myndinni en nú er hann okkar maður og hann skulum við styðja.

  Brendan Rogers velkomin í besta lið í heimi.
  YNWA

 57. Segi nu eins og fleiri, er Rodgers ad fara ràða öllu ein. Þarna eins og sumt slúður i dag segir eda er van gaal eða einhver annar a leiðinni með rodgers??

 58. Skemmtilegur pistill. Það verður forvitnilegt að sjá hvort eigendurnir muni ráða dof.

 59. Rory Smith?@RorySmithTimes

  As the likes of @BenSmithBBC and @duncanjenkinsFC have said, FSG remain committed to a tiered model, but as collective, not figurehead. #LFC

  Það verður s.s. DoF – en það er ekki búið að ganga frá þeirri ráðningu. Samkvæmt Duncan hefur verið rætt við tvo og bara tvo – Van Gaal & Txiki Begiristain

 60. Vakna snemma í fyrramállið, taka veðrið, rölta í bakaríið, hella uppá, tjúna inn á blaðamannafundinn kl. 9.

  Svona eiga föstudagsmorgnar að vera.

 61. Mikið ofboðslega er ég spenntur fyrir að sjá hvað heildar setupið verður hjá klúbbnum, Van Gaal, Trixie ? Hverjir verða í pakkanum og hvað er planið hjá FSG ?

  Þetta sumar verður svo rugl með leikmannakaupum og pælingum með í hvaða átt BR ætlar að fara með klúbbinn. Ég veit að ég á að bíða með þetta þar til eftir blaðamannafundinn, en fuck hvað ég er samt jákvæður fyrir þessu dæmi. Vona líka að Dave Wheelan verði á fundinum til að túlka niðurstöður og setja í samhengi.

 62. Flottur pistill.

  Ég er mjög sáttur við þessa ráðningu þó að við megum ekki endilega búast við byltingu á fyrsta tímabili. Ég horfði á Swansea nokkrum sinnum í vetur og var alltaf yfir mig hrifinn (og ég var farinn að gera mér ferð til að horfa á liðið undir lokin). Liðið spilaði skemmtilegan bolta þó að stundum hafi vantað betri menn til að klára leikina – en augljóst var að það var pæling á bak við spilið. Liðið spilaði út úr öllum stöðum og einfaldlega neitaði að dúndra boltanum fram (eða upp í stúku) bara til að losa stíflur í vörninni líkt og Carragher gerir iðulega (og illa!). Með því móti tapar liðið auðvitað yfirhöndinni. Ég man t.a.m. vel eftir leiknum við Manchester City þar sem Swansea vann, að mig minnir, 1-0 og var með boltann eflaust um 70% af tímanum. Ég hugsaði gjarnan hversu gott Swansea gæti orðið með örfáum betri leikmönnum í viðbót og óskaði þess innst inni að Liverpool myndi spila svona. Á sama tíma fór getuleysi Liverpool-liðsins í mínar fínustu og sú staðreynd að spilið innan liðsins var hörmulegt.

  Munurinn á Rodgers og Hodgson er mikill að mínu mati. Hodgson er af gamla skólanum en Rodgers af þeim nýja. Nálgunin á leiknum er þar af leiðandi gjörólík hjá þessum mönnum og hugmyndafræði Rodgers á auðvitað rætur sínar að rekja til hins nýspænska skóla sem hefur nú aldeilis skilað nokkrum titlum undanfarin ár. Mér líkaði aldrei nálgun Hodgsons á leiknum – öfugt við Rodgers.

  Það mun vissulega taka tíma að umbreyta þankagangi leikmanna og beina þeim á réttar brautir en að mínu mati er þetta það rétta í stöðunni. Ég vil heldur byggja upp lið til framtíðar með þessari hugmyndafræði Rodgers en að eltast í sífellu við gamla og útbrunna stjóra sem tjalda til einnar nætur og hjakka allir í sama farinu.

 63. Við Púllara verðum víst að fara að sætta okkur við að verða miðlungsklúbbur. Þessi ráðning segir okkur það að við munum verðaum miðja deild á næsta tímabili. Þetta er súrt þegar að maður lítur til baka á Gullaldarárin. Það hefði verið betra að fá Benitez eða Hullier. Ég bíð ekki spenntur eftir næsta tímabili. En auðvitað verður maðurinn að fá að spreyta sig, en Swansee er ekki sama og Liverpool. Þetta eru mikil vonbrigði hjá mér og eflaust fleirri rótgránum Púllurum.

  En einu sinni Púllari, alltaf Púllari!!!!!!!!!!!!!!!!

 64. Miðlar á Twitter segja nú að eigendur hafi fengið samþykki fyrir því að stækka Anfield. Gæti orðið áhugaverður fjölmiðlafundur á morgun með möguleikum á eftirfarandi:

  Nýr búningur formlega sýndur
  Brendan Rodgers kynntur sem nýr framkv.stjóri
  Aðstoðarmenn kynntir til sögunnar?
  Tilkynning um að Anfield verði stækkaður?
  Naming rights á vellinum? (einhver orðrómur um Air China eða eitthvað álíka)
  DoF?

  Hvað sem verður þá verða næstu dagar/vikur forvitnilegar.

 65. Ef þið viljið fá fréttirnar á undan þá langar mig að benda á að ég er tveimur tímum á undan þar sem ég bý í Noregi 😉

  Usss… Hvað maður er spenntur, núna eru jólin og það um hásumar! 🙂

  Kv. Station

 66. Verðum við að fara að sætta okkur við að verða miðlungsklúbbur ??

  Samkvæmt því sem þú skrifar iðulega hérna inn, þá ættum við nú löngu að vera búnir að sætta okkur við það, enda vandfundinn neikvæðari einstaklingur en þú hérna.

  Mér finnst ótrúlegt að maður sem kennir sig við rótgróinn Púllara, en getur varla stafað nöfn fyrrverandi knattspyrnustjóra okkar rétt, geti bara í einni hendi séð út frá þessari ráðningu í hvaða sæti við lendum næsta vor…. !!!
  Það eitt og sér er bara alveg fáránlegur hæfileiki, ef ég er spurður !!!

  Hvernig væri nú að taka af sér svartsýnisgleraugun í nokkrar mínútur og reyna.. þó ekki væri nema reyna, að sjá eitthvað varðandi Liverpool í jákvæðu ljósi ?

  Ef þetta verður raunin, að Brendan Rodgers verður ráðinn næsti stjóri, þá ætla ég bara að líta á það með jákvæðum augum, og vera bjartsýnn á framhaldið… veröslin er svo fjandi leiðinleg á hinn veginn…

  Insjallah

  Carl Berg

 67. Það er sagt að Brendan Rodgers komi með 3 af samstarfsmönnum sínum frá Swansea:
  He will bring with him assistant Colin Pascoe, performance analyst Chris Davies and head of sports science and medicine Glen Driscoll.

  Vitiði e-ð um þessa menn og hvað það þýðir að fá þá með honum?
  Eru þá fleiri að fara hætta hjá LFC til að rýma fyrir þessum mönnum eða vantaði að fylla í þessar stöður nú þegar?

 68. Wonderkid 80#
  Það er talað um að Kevin Keen og Steve Clarke muni fara eða séu farnir.

 69. Það er aðeins eitt líkt með Brendan Rodgers og Roy Hodgson

  Þeir myndast ekkert rosalega vel. En annars er ég mjög spenntur fyrir Brendan

 70. Góð grein og allt það. Bíddu. bíddu hvar er Gylfi Sigurðsson. Rodger vildi fá hann til Swanse núna já núna fyrir ca 7 milljónir punda. Er eki búin að skrifa undir þann samning. Lélegt að minnast ekki á það að Gylfi verður við hliðina á Geerad og Lucas. ÚÚúú

 71. haltu kjafti hvað þetta var góður pistill… shiiit maður var orðinn nokkuð spenntur fyrir RM frá þvísem ég var búinn að lesa mer til um hann en djöfull er ég orðinn meira en hrikalega spenntur fyrir BR… en við skullum gefa honum 2 ár til að fullmóta liðið okkar og hann er klárlega að fara að gefa ungustrákunum sjéns… sterling og sosu er að fara að fá einn eða tvo leiki á næstunni… 😉 og #82 lestu .essa grein http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/05/31/100252-31087561/?

 72. Hahahaha frabærar myndir !!
  serstaklega af Hodgson

  SNILDAR PISTILL A BESTU FOTBOLTA SIDU LANDSINS !
  AMEN

  Eg er er bara nokkud spenntur fyrir tessu øllu saman
  tad er augljost ad BR spilar flottan og skemtilegan bolta.
  Hann er mettnadarfullur, ungur, og spolgradur sem er buinn ad leggja allt undir til ad verda farslæll a synum ferli.

  Eg hef samt sma ahyggjur af tvi hvort ad hann hafi fullt traust leikmanna Liverpool, serstaklega eftir ad hafa lesid ad Reyna vildi Benitez aftur og ad Suarez hafi verid ad spurja Juventus vin sinn ut i tad felag.

  Eg vona bara innilega ad hann nai ad halda øllum okkar bestu mønum i lidinu og ad hann fai svona 50 milljonir punda til ad kaupa
  selja kyut, hljotum ad fa 7 mill fyrir hann eda hvad ta ættum vid ad geta keypt okkur øflugan vinstri væng framherja og ad sjalfsødu Gylfa Sigurdsson og back up fyrir luckas og svo kanski bakvørd. ta erum vid i godum malum og ættum ad geta kept um CL sætti næsta timabili eg held ad tad se nokkud øruggt nema ad Brendan Rogers høndli ekki pressuna og floppi

 73. Virkilega góður pistill hjá Fyrrum Leikmanni Liverpool Jaime Redknapp ólikt gömlu risaeðlunum Mark Lawrenson:

  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2152952/Brendan-Rodgers-succeed-Liverpool-Jamie-Redknapp.html

  Eitt af því flottu sem kom úr pistlinum sem ég sammála honum:

  They have got to grow again into a force and they haven’t got Guardiola, but they may have the next Guardiola. As a former captain of the club, I am excited by this appointment and the owners should be congratulated for investing in a young British coach. Manchester United did that when they appointed Sir Alex Ferguson.
  (tekið af grein hans Jamie Redknapp)

  Svo Öðru sem ég var sammála honum:

  One final point: the Liverpool fans who think the club have appointed a manager who didn’t want them because he turned down an interview are wrong. He didn’t want to be part of a beauty contest.
  His audition came last season in two matches when his Swansea team took four points off Liverpool in the Premier League.

  (tekið af grein hans Jamie Redknapp)

  Hlakka til heyra hvað kemur á morgun einsog alltaf Þá eru spennandi tímar hjá Liverpool.

 74. Búið að boða til blaðamannafundar kl. 10 am í fyrramálið, að breskum tíma.

  Verður gaman að fylgjast með.

 75. Davið#83
  Vonandi reynist þetta rangt. Liverpool þarf nýjan nútima völl með öllu til að keppa við Untied og Gunners. Siðast ég vissa þá er Afl sem hannaði 60 þúsund völlinn vinna i því endurbætta hann og Air China er líklegastur ti að kaupa nafnréttinn til x ára. Krossa fingur það reynist rétt frekar enn að stækka Anfield.

 76. er ta vøllurinn ad fara ad heita Air China stadium ???
  tad væri hrillingur !

 77. Ég held að núna muni strákarnir blómstra. Luiz á eftir að sýna enn meira hvers megnugur hann er. Hann er einn af 3 bestu leikmönnum heims þegar hann er í standi.
  Velkominn Brendann. hann er sá besti í dag.

 78. Enn eitt dæmið um það hvernig klúbburinn er ekki í takti við nútímann. Tæknilegt vandamál í þetta sinn. Opinbera heimasíðan hrunin áður en fréttamannafundurinn hefst 🙁

 79. Eitt af því sem margir hafa kannski gleymdi er að Liverpool stuðingsmenn gáfu Swansea Standing Ovation eftir Leikinn í Liverpool sem endaði 0-0.

  Þetta er það sem Nýji Knattspyrnustjóri Liverpool sagði í Heimasíðu Swansea:

  Brendan Rodgers has officially thanked Liverpool’s supporters for showing total respect after giving his side a standing ovation at Anfield on Saturday.
  Following a thrilling game, which ended 0-0, home fans showed their respect and appreciation of the Swans’ fine performance by clapping them off the pitch.
  It is a rarity in the modern game, but the Swans have been quick to thank the Reds fans for their ovation.
  Brendan said: “I’d like to thank the Liverpool supporters for their class.
  “They know a team who can play football, and I don’t think there are many who will come here and get that reaction. That was a mark of our performance.”

 80. hæ, heimasíðan hjá LFC er hrunin og ekki hægt að logga sig inn. Er möguleiki á að einhver sem nær þessu í sjónvarpi geti verið með “live update” hér?

 81. Tom Werner: It is my pleasure to introduce our new manager Brendan Rodgers

  Tom Werner: “We have recruited a very exciting young manager who will bring a very attacking style of play.”

  Tom Werner: “We would like to once again thank Kenny Dalglish who is the heart and soul of Liverpool Football Club.”

  Tom Werner: “Brendan Rodgers was our first choice and we want to see Liverpool as the best team in England”
  Expand

  Brendan Rodgers: “This is a club with wonderful tradition and I feel very blessed to be manager of this club.”

 82. Ef ég skildi Ian Ayre rétt þá verður enginn eiginlegur DoF, heldur teymi sem mun vinna náið með BR að ýmsum málum (leikmannamálum o.s.frv.).

 83. BR skautaði framhjá spurningu án þess að svara um hvort einhvers konar samkomulag væri á milli LFC og Swansea um að hjóla ekki í Swansea leikmennina!

 84. Það verður þá engin sérstakur DoF eða Sports Director heldur teymi manna (technical board) sem á að sameinast um hvaða leikmenn á að kaupa o.s.frv.

  Brendan sagði að hann hefði gert FSG skýrt að hann myndi ekki starfa undir neinum DoF.

 85. Hann sýndi kúlur þegar hann tók yfir spurning um DOF frá Ian Ayre og sagði það hafa verið skilirði að hann þyrfti ekki að vinna undir DOF…

  Gaurinn hefur mikið presence sem gjörsamlega öskrar á virðingu…

  Boss!

 86. frábært að þetta sé búið og þá halda áfram að byggja upp….

  en að öðru, klukkan er núna 09:35 það er frábært að sjá að á einu stærsta fréttablaði Íslands (vísir) er aðalfréttin á íþróttum að hulk sé að fara frá porto to chel$ea…..

  ef þetta er ekki dæmigert fyrir þessa hálfvita sem eru í íþróttadeild stöðvar 2 sport/vísir að þeir eru að skíta á sig meðan mogginn er með 3-5 fréttir um þetta (samt ekki neina sem segir bara Rogers þjálfari Liverpool)….

  það er skömm að því að þurfa að vera í landi þar sem mettnaðurinn sé ekki betri en þetta hjá stærstu fjölmiðlum landssin.

  vel gert… þetta er ástæðan af hverju ég hætti með áskrift af stöð 2 sport.. þetta eru tardar og það er vel sagt.

 87. Brendan Rogers er alltaf að koma sér betur fyrir í áliti hjá mér og mun ég styðja hann 100%.Ég eins og sumir hafa sagt er með fiðring í maganum og fullur af bjartsýni og fannst snillt þetta sem hann sagði í the guardian.

  “The Chelsea players said they had never experienced support like that night,” the Liverpool manager reflected. “That was ultimately what won the game and that is what I want to do here. I want to use the incredible support to make coming to Anfield the longest 90 minutes of an opponent’s life.”

  Góða helgi félagar og takk fyrir frábæra síðu skál !!YNWA!!

 88. Ákaflega fróðlegur pistill um gríðarlega efnilegan stjóra. Það sem verður gaman að sjá hvernig hann mun skila reynslu sinni og leikáætlunum til leikmanna. Hans áskorun verður að eiga við stærri nöfn sem hafa t.a.m. unnið stóra titla og spilað undir stærri nöfnum í stjóraheiminum. En vonandi fær hann tíma og þolinmæði stjórnarmanna og stuðningsmanna til að innleiða sínar aðferðir.

  Kveðja frá stuðningsmanni Newcastle United 🙂

Opinn þráður – Rodgers núna (uppfært)

Brendan Rodgers tekinn við – opinbert