Opinn þráður – Rodgers núna (uppfært)

BBC staðfesta í dag að FSG hafa sett sig í samband við Brendan Rodgers hjá Swansea á nýjan leik og að hann er til í að ræða við þá í þetta sinn eftir að hafa neitað þeim fyrir tæpum tveimur vikum. Duncan Jenkins, sem þykir nokkuð skotheld heimild, staðfesti þetta einnig á Twitter fyrr í dag.

ESPN slógu því upp í dag að Liverpool hyggist kynna nýjan knattspyrnustjóra (og hugsanlega fleiri nýja starfsmenn) á föstudag og að það verði ekki gert fyrr af því að þann dag er Warrior-samningurinn opinberlega kominn af stað og því hægt að hafa vörumerki Warrior með þegar kynningin fer fram.

Hér er skýrimynd af því hvernig Rodgers stökk fram fyrir Roberto Martinez í goggunarröðinni og hér er ágætis grein um það af hverju Rodgers gæti hentað Liverpool vel.

Slúðrið heldur áfram. Það virðist styttast í að hlutirnir verði ljósir. Ræðið það sem þið viljið.

Uppfært (Maggi)

Allir miðlar flytja nú fréttir af því að í dag hafi Swansea gefið Brendan Rodgers tækifæri á að tala við Liverpool um starf framkvæmdastjóra og í framhaldi af því samtali hafi Rodgers tilkynnt formanni Swansea, Jenkins að nafni, að hann óski eftir að fá að taka tilboði um starf á Anfield.

Nú virðist bara vera spurningin um þær skaðabætur sem Liverpool FC mun þurfa að reiða fram til að ná Rodgers, talað er um u.þ.b. 5 milljónir punda.

Eigum við ekki að tippa á að málið verði klárað á morgun og strákur verði svo tilkynntur formlega á föstudag!

144 Comments

 1. Já, þetta er nú heldur betur spennandi!

  Eru menn ekki orðnir spenntir?!

 2. Er nú bara frekar pirraður á þessu. Þoli ekki slúður og hvað þá endalaust þjálfaraslúður hjá mínu liði !! Vil fá nýjan þjálfara ekki seinna en núna ! Af hverju ? Jú, það þarf að vera nægur tími í leikmannaslúður 😉

 3. Þetta er óvænt. Nýbúinn að kaupa Gylfa á metfé.

  Persónulega líst mér betur á Martinez. Það má rifja upp að hann lagði á vissan hátt grunninn að Swansea dagsins í dag.

 4. Voðalega lyktar þetta af Hogdson syndrome. Held að Liverpool þoli ekki annað slíkt áfall…

 5. Brendan Rogders virðist nú að mörgu leita henta okkur ágætlega. Í greininni sem er linkað á hér að ofan, fyrir þá sem nenna ekki að lesa, þá hefur Brendan unnið með Van Gaal hjá Barca og Steve Clarke hjá Chelsea. Hann spilar sóknarbolta og vill útrýma Kick and Run úr boltanum yfir höfuð. Hann vill að liðin sín spili pressu bolta og virðist vera mjög hæfur i allri þjálfun.

  Lýst vel á þennan dreng. Lýst reyndar bara vel á að fá mann í yngra lagi sem næsta stjóra frekar en þessa gömlu kalla enn eina ferðina.

 6. Er ekki bara liklegt að Gylfi hugsi sinn gang núna ef hann Brendan komi til Liverpool, hann er ekki enn buin að skrifa undir þannig að núna er bara að vona að hann komi með Brendan Rodgers til Liverpool

 7. Vá hvað þetta er leiðinlegur tími, en takk fyrir að koma með þessar( ekki ) fréttir. Maður opnar Liverpool síðuna nokkrum sinnum á dag í von um að það sé búið að ráða einhvern með viti, líst vel á það að fá einn ungan og graðan.
  YNWA

 8. Ég er farinn að sjá fyrir mér mjög góða liðsuppstillingu fyrir sumarið…

  ———-Louis Van Gaal———-

  Segura———————Borrell

  ————Rodgers————–

  —–Clarke————Keen—–

  ———-LIVERPOOL————

  Væri sáttur ef þetta væri staðfest í vikunni sem er að líða!

 9. Flott, við erum spennandi klúbbur í dag og kanarnir eru svo með þetta.
  Knattspyrnustjórar Wigan og Swansea hafa takmarkaðan áhuga á Liverpool!
  Ég endurtek, knattspyrnustjórar Swansea og Wigan hafa takmarkaðan áhuga á Liverpool!.
  Það segir allt sem þarf um bjarta framtíð þessa klúbbs með Aston Villa og vinum þeirra um miðja deild.

  Grátlegt allt saman, greinilega vitleysingar þessir kanar með sinn strúktur og stefnu vitandi minna enn ekki neitt um fótbolta.

  Kommon, það er hlegið að Liverpool í dag og enginn alvöru maður vill koma nálægt okkur í dag.

  Næsta tímabil verður áframhald á þessari martröð, ekkert bendir til annars. Ekki nægjanlegt fjármagn til að vera samkeppnisfærir, enginn stefna og stefnir í lítið spennandi framkvæmdastjóra ef einhver er nógu vitlaus til að taka djobbið að sér.

  Maður sötrar kaffi í Boston og svo skrifar maður bara upp lista með flottum
  framkvæmdastjórum og svo berjast þeir bara um stöðuna, þetta er einfalt, er það ekki bara. Svo dreymir þá fáu sem hafa áhuga auðvitað um að fá takmörkuð völd um annað enn þjálfun liðsins og uppstillingu, þetta á allt eftir að ganga flott á Englandi.

  Við erum orðnir að aðhlátursefni bæði innan og utanvallar og allir sjá það nema Liverpool-aðdáendur sem hafa einstaka hæfileika til að fá ástæðulaus bjartsýnisköst á hverju vori sem kemur þeim alltaf jafnmikið á óvart að reynist ekki innistæða fyrir þegar tímabilið byrjar.

  Ég býð spenntur eftir næsta Henderson sem verður keyptur, efnilegasti leikmaður veraldar þar á ferðinni eflaust.

  Er aldrei komið nóg af þessu helvítis bulli, allir hér núna að missa þvag af spenningi yfir B. Rogers. Komið á óvart kana sveskjur, gleymið þessum usa strúktúr og hendið veskinu upp og ráðið alvöru nafn sem framkvæmdastjóra. Alvöru nafn sem færir mönnum trú á því að Liverpool sé ennþá spennandi verkefni. Mann sem vigtar og getur náð leikmönnum þó engin sé meistaradeildin.

 10. Ef valið er á milli Rodgers og Martinez hef ég ekkert stórkostlegar áhyggjur, báðir góðir stjórar og myndi ekki kvarta þó að annar þeirra tæki við.
  Hinsvegar þá finnst mér Martinez vera meira spennandi kostur og eru ástæðurnar fyrir því eftirfarandi.

  Roberto Martinez lagði upp leikstíl og stefnu Swansea sem eins og góðkunnugt er að spila boltan vel upp völlinn með áherslu á fallegan fótbolta. Rodgers hefur einungis fylgt þeirri stefnu og hefur reyndar gert það ljómandi vel enda ekki auðvelt að gera.

  Martinez hefur áfram haldið þessari stefnu sinni að spila fallegan fótbolta með Wigan liðinu og það hefur gengið vel en hann hefur haldið því uppi 3 ár í röð með lélegan leikmannahóp þar sem bestu mennirnir hafa verið seldir nánast á hverju ári og dæmi um það eru Valencia og N’Zogbia.

  Svo vil ég hreinsa svolítið sem virtist vafast fyrir sumum í þráðinum um stjóramálin en Martinez HÆTTI SJÁLFUR hjá Swansea. Dave Whelan bauð honum að taka við Wigan og ábyrgðist það að hann yrði ekki rekinn innan 3 ára þó liðið myndi falla. Hann fór svo til Wigan en það var fyrsta liðið sem hann spilaði með á Englandi og var það enginn annar en Dave Whelan sem gaf honum tækifæri til þess að spila þar.

  Báðir stjórarnir hljóma vel í mínum eyrum en Martinez er aðeins með yfirhöndina þangað til ég sannfærist um annað.
  Vil líka taka fram að ég er ekki að reyna að fegra Dave Whelan eitthvað en hann er blaðrandi hálfviti sem þar að læra að vita hvenær á að halda kjafti.

  Með kveðju, Sigurjón.

 11. Hverskonar comment er þetta gagnrýni Knattspyrnustjóra sem ekki byrjaður og plús það er ekki hægt að líkja við Hodgson og Rodgers eða Martinez Sá fyrr nefndi er gamalll Knattspyrnustjóri sem er kominn í Leiðarenda meðan Rodgers eða Martinez eiga framtíðina.

  Ég held að sé betra áhætta ráða ungan Knattspyrnustjóra heldur en einhvern eldgamlan.

  Sjáum bara stöðu Dortmund er eftir þeir réðu Ungan Knattspyrnustjóra sem hætti eftir hafa fallið Lið sitt.

  Sama má segja með Barcelona þegar þeir réðu Frank Rijkaard svo Guardiola núna Tito Vilanova.

  Sama má segja með þegar A.C. Milan réðu fyrst Fabio Capello aðeins 40 ára og sem hafði aldrei stjórnað neinu stórliði.

  Annað gott dæmi um mann sem tók tækifærið þegar honum var gefið þar Bernd Schuster sem gerði Real Madrid að deildameistarar eftir hafa tekið við sæti af Fabio Capello.

  Svo má líka nefna Kraftaverk sem Roberto Di Matteo gerði með Chelsea.
  Svo þarf maður bara sjá hvaða Lið top þrír Knattspyrnustjórar á Englandi byrjuðu áður en þeir fengu tækifæri til Stjórna Stórlið, Roberto Mancini (Fiorentina), Sir Alex Ferguson (St. Mirren) svo Arsene Wenger (Nagoya Grampus Eight).

  Hvað myndu fólk segja ef Liverpool réði einhvern franskan Knattspyrnustjóra frá Japan til Stjórna Liverpool myndu ekki allir tryllast en samt eru þetta sama fólk sem er niðurlæga Knattspyrnustjórar í sömu deild bara fyrir þess að vera stjórna smálið á borð við Wigan og Swansea.

  Ef Við skoðum bara hvernig við gengum vel ámóti Þessi “smálið” í deildinni:

  Liverpool Vs Swansea:
  Fyrsti Leikur: 0-0 (heima)
  Seinni Leikur: 0-1 (úti)

  Liverpool Vs Wigan:
  Fyrsti Leikur: 0-0 (úti)
  Seinni Leikur: 1-2 (heima)

  Að þessir ungu knattspyrnustjórar eiga fá fyrst reynslu áður en þeir fara stjórna Stórlið á borð við Liverpool. Ég held að einu skiptin sem Liverpool réðu Knattspyrnustjóra af öðrum Stórklúbbum voru Graeme Souness frá Rangers og Rafael Benitez frá Valencia en allir hinir knattspyrnustjórar komu frá litlum liðum og Eftir hafa ráðið Bill Shankly sem líka kom frá smá liði þá var eftirmaður hans Bob Paisley sem var aðstoðamaður hans svo þegar hann(Bob Paisley) hætti var annar aðstoðamaðurinn ráðinn sem Næsti Knattspyrnustjóri Liverpool og sá var Joe Fagan sem þegar valið var eftirmann Fagan leituðu þeir aftur til innanbúðamann og það var Kenny Daglish eftir það dó þessi hefð eftir lélegt tímabil undir Souness (sem koma frá stórlið) og Evans ákvöddu Liverpool að leita erlendis í stað þess fara til einhvers stórlið þá réðu þeir Houllier svo réðu Rafael Benitez frá stórliðinu Valencia.

  Hér er flottur partur frá Sögu Shankly tekið af heimusíðu hans Shanky.com:

  Shankly never cared for FA coaching badges

  “When people ask me my credentials for being a manager or a coach I have one answer… Bill Shankly. They’re my qualifications, the way I was born. And that’s all the qualifications anyone needs in the game I’m in. I didn’t think it was necessary to take an FA coaching course. I didn’t think it was going to make me any better. If I take a course am I going to be a better man six days later because I’ve got a piece of paper? That’s nonsense. Chamberlain came back from Germany with a piece of paper.. . the worst fucking piece of paper we’ve ever had!!
  As manager of Liverpool I got two FA Cup winner’s medals, three championships and a Second Division championship, one UEFA Cup, three Charity Shields and six Central League winner’s medals… that’s 16 in 15 seasons. So I’d like them [FA coaches] to come to my coaching school! I’d have probably failed some of them.”

  Einsog Shanly var talað niður vegna þess hann var ekki með FA coaching Badge þá megum við ekki tala niður Knattspyrnustjórum vegna þess þeir frá Smáliðum.
  Annars fær maður högg til baka einsog má sjá á úrslitum sem ég sýndi fyrir ofan gegn þessum “smáliðum.”

  Ég held að framundan séu spennandi tímar hjá Liverpool sama hver verður eftirmaður Kenny Daglish vonandi verður hann betri en sá fyrri eftirmaður Kenny Daglish.

 12. við áttum að gefa Kenny annað ár, ekki spurning…. Þetta er að verða rugl og núna byrjar allt aftur, hver ætli verði stjóri að ári ?

 13. Dave #12

  Knattspyrnustjórar Wigan og Swansea hafa takmarkaðan áhuga á
  Liverpool! Ég endurtek, knattspyrnustjórar Swansea og Wigan hafa
  takmarkaðan áhuga á Liverpool!. Það segir allt

  Ekki vera svona einfaldur. Þeir vita báðir að það er verið að tala við fleiri þjálfara en þá sjálfa og eru báðir knattspyrnustjórnar annarra PL-liða. Auðvitað fara þeir ekki að setja þá stöðu í hættu með því að lýsa yfir áhuga á því að taka við Liverpool og eiga þar með á hættu að missa núverandi stöðu, án þess að vera öruggur með Liverpool stöðuna. Frekar basic.

  Annars er þetta komment þitt þvílíkt svartsýnisbull sem er varla svara vert.

 14. Vá þetta er rosalegt ég bara ræð mér ekki af kæti. Fyrst við gátum ekki tælt til okkar mann með 3 ára úrvalsdeildar og fallbaráttu reynslu þá skulum við endilega ráða mann með 1 árs reynslu í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær hugmynd spurning hvort að Roy Hodgeson er ekki til í að koma aftur eftir EM sem DOF væri það ekki stórkostegt. Hvað með Phil Brown hann gerði nú rosalega hluti með Hull eitt tímabil spiluðu skemmtilegann bolta hvar er hann núna? Við gætum ráði Phil Brown sem knattspyrnu stjóra og Neil Warnock sem DOF hvernig líst mönnum á það?

 15. Já ef árið væri 2010 þá væri sennilega verið að boða Phil Brown og Ian Holloway í viðtal. Þannig við getum þakkað fyrir að nú er 2012.

 16. Haha það vanntar ekki upp á það að okkur stuðningsmönnum Liverpool er haldið á tánum allt árið um kring.. Hvort sem það sé fótbolti í gangi, leikmannaglugginn opinn eða bara ekkert af þessu.

  Þetta verður spennandi, líður eins og ég sé að horfa á American Idol og bíða eftir hver vinnur keppnina, eða þar að segja ef ég myndi fýla American Idol..

  En persónulega vill ég frekar Rodgers, fýla hans fótbolta vel og hef einhvernegin meiri trú á honum.
  En hvernig sem fer þá mun ég styðja þann stjóra sem kemur, því ég hef trú á FSG. ….svo lengi sem maður er ekki RH 🙂

 17. Eg vil Martinez frekar en mun styðja þann sem verdur fyrir valinu að sjalfsogðu.

  Þetta er samt sumarip fyrir eigendur okkar manna til að syna mer hvort þeir ætli með liðið i hæstu hæðir eða ekki, ef við sjaum ekki 2-3 risa kaup i sumar missi eg ALLA tru a þessum monnum og mun kalla þa truða, lygara og svikara þar til þeir verda hraktir i burtu eins og fyrrverandi eigendur. Menn hljota að atta sig a þvi að til þess að komast i topp 4 þarf að eyða LAGMARK 80-100 milljonum NETTÓ i sumar og eg krefst þess að eigendur liðsins sem eg elska svo otrulega mikið munu eyða fjarhæðum a borð við þær sem eg nefni i sumar….

  Eg vona að goður guð verdi með okkar monnum i sumar og að þetta fari allt saman vel, eg langar að hafa geðheilsuna i lagi næsta vetur, su heilsa fellur solið mikið með þvi hvað þeir FSG menn leggja mikið i þetta i sumar. Þeir þurfa að atta sig a þvi að þeir bera abyrgd a gedheilsu tugi milljona manna svo eg segi bara john Henry og co hefjist handa NÚNA TAKK

 18. Ég hef takmarkaða trú á því að Brendan Rodgers sé að fara að taka við Liverpool af þeirri ástæðu einni að Gylfi Þór Sigurðsson myndi ekki skrifa undir hjá Swansea nema með 100% vissu að Brendan Rodgers verði áfram við stjórnvölinn. Ég held því að þetta sé einhver reyksprengja. Mín skoðun.

 19. Ef metnaðurinn er ekki meiri en svo að það sé verið að eltast við Brendan Rogers og Robert Martinez sem stjóra. Þá held ég að við getum alveg gleymt 80-100 milljóna nettó eyðslu held við séum í besta falli að fara að sjá 10-15 milljóna nettó eyðslu ef það verður svo gott.

 20. Vá! Er þetta sami aðilinn að skrifa marga pósta hér að ofan eða eru bara svona hrikalega margir sem gleymdu að taka gleðipillurnar sínar í morgun ?

  Hvar á maður að byrja ?

  #12 – eins og Þorgeir (16) segir þá er þetta ekki svara vert. Skrif þín anga af lykt stuðningsmanns annarra liða (Utd). Þvílíkt bull.

  #15 – CL er lágmarkskrafa hjá klúbbnum í dag. LFC var mun nær því að falla en að ná CL sæti. Lægsti stigafjöldi síðan 1950 og eitthvað. Ekki fengið færri stig síðan þriggja stiga reglan var tekin upp. Sitt sýnist hverjum.

  Hvað er annars svona mikið rugl ? Það eru rúmar 2 vikur síðan KD var rekinn – það liðu til að mynda 3 vikur á milli þess sem Houllier fór og Rafa var ráðinn. Ég vil frekar taka viku eða tvær lengur í að finna rétta manninn en að drífa sig af því af því að kopverjar vilja fara að fá leikmannaslúður.

  #17

  Vá þetta er rosalegt ég bara ræð mér ekki af kæti. Fyrst við gátum
  ekki tælt til okkar mann með 3 ára úrvalsdeildar og fallbaráttu
  reynslu þá skulum við endilega ráða mann með 1 árs reynslu í
  úrvalsdeildinni. Þetta er frábær hugmynd spurning hvort að Roy
  Hodgeson er ekki til í að koma aftur eftir EM sem DOF væri það ekki
  stórkostegt. Hvað með Phil Brown hann gerði nú rosalega hluti með Hull
  eitt tímabil spiluðu skemmtilegann bolta hvar er hann núna? Við gætum
  ráði Phil Brown sem knattspyrnu stjóra og Neil Warnock sem DOF hvernig
  líst mönnum á það?

  a) Síðan hvenær gátum við ekki tælt til okkar Martinez ? Hann sagði aldrei nei og hann var aldrei eini kosturinn í stöðunni (kanski ekki einu sinni front runner).

  b) Hvers vegna í veröldinni ættum við að vilja fá RH sem DOF ?

  c) Áður en þú berð saman t.d. Rogers og P. Brown, kynntu þér málið – ekki vera rasshaus. Er vandræðalegt svona vanþekking.

  d) Neil Warnock …. hvernig grófstu hann upp ? Ég bara verð að spyrja, eru foreldrar þínir skyldir á einhvern hátt…. vá….

  e) Aldrei, í sögu kop.is, hefur jafnlítill texti falið í sér jafnmargar rangfærslur. Til hamingju.

  #18

  Já ef árið væri 2010 þá væri sennilega verið að boða Phil Brown og Ian
  Holloway í viðtal. Þannig við getum þakkað fyrir að nú er 2012.

  Já, og ef árið væri 2006 þá myndi ég eyða öllu sparifénu í gull. Casha svo inn á því í dag. Er einhver tilgangur með þessum skrifum, fyrir utan að sýna frammá vanþekkingu þína á þeim aðilum sem bæði þú nefnir og eru nefndir til sögunar sem hugsanlegir næstu knattspyrnustjórar LFC ?

  Þegar KD var rekinn voru þetta ekki þeir sem ég vildi, eða mér datt í hug að yrðu front runners sem stjórar Liverpool. En það þýðir ekki að ég taki dramadrottninguna á þetta, eins og þessir ágætu pennar hér að ofan. Ég fór frekar í að lesa mér um þessa menn og ég sé bara ekkert í þeirra CV eða stefnu sem réttlætir samlíkingu við Big Sam, Holloway, Brown osfrv. En þið vitið líklega best, nerdragers á spjallborði á litla Íslandi. Bara ef heimurinn hefði sama innsæi og þið.

 21. 23 Þú ert greinilega of treggáfaður til þess að þekkja kaldhæðni þegar þú sérð hana. Auðvitað er ég ekki að nefna Phil Brown og Niel Wanock sem raunverulega valkosti. Né Roy Hodgeson sem DOF. En mér finnast þessir menn sem er verið að orða við okkur jafn vondir kostir og þeir.

  Áður en þú berð saman t.d. Rogers og P. Brown, kynntu þér málið – ekki vera rasshaus. Er vandræðalegt svona vanþekking.

  Er ég að vera rasshaus? nákvæmnlega hvað hefur Brendan Rogers gert sem að Phil Brown hefur ekki gert fræddu mig fyrst þú ert svona alvitur því ég sé ekki mikin mun á CV-inu þeirra.

 22. 24

  nákvæmnlega hvað hefur Brendan Rogers gert sem að Phil Brown hefur
  ekki gert fræddu mig fyrst þú ert svona alvitur því ég sé ekki mikin
  mun á CV-inu þeirra.

  Hvernig væri að byrja á því að t.d. lesa pistilinn sem þú skrifar undir, þar er grein um Rodgers. Svo er hægt að Wiki leita Brown ef þú nennir ekki meiri vinnu. Þeir eru bara ekki samanburðarhæfir, hvorki hvað varðar reynslu, leikstíl, CV, útlit, hæð eða þyngd.

 23. “Þetta er samt sumarip fyrir eigendur okkar manna til að syna mer hvort þeir ætli með liðið i hæstu hæðir eða ekki, ef við sjaum ekki 2-3 risa kaup i sumar missi eg ALLA tru a þessum monnum og mun kalla þa truða, lygara og svikara þar til þeir verda hraktir i burtu eins og fyrrverandi eigendur. Menn hljota að atta sig a þvi að til þess að komast i topp 4 þarf að eyða LAGMARK 80-100 milljonum NETTÓ i sumar og eg krefst þess að eigendur liðsins sem eg elska svo otrulega mikið munu eyða fjarhæðum a borð við þær sem eg nefni i sumar….”

  Ég held án gríns að þú sért búinn að skrifa þessa málsgrein og birta hana hérna í svona uþb 40 mismunandi útgáfum. Er þetta ekki orðið svolítið þreytt? Hefurðu ekkert annað til málanna að leggja? Ég held að það sé löngu ljóst að eigendur LFC eru ekki að fara að punga út 80-100 milljónum nettó í sumar eða hvaða annað sumar sem er. Ef ég ætti að giska þá ég myndi ég segja 30-50 milljónir í allra hæsta lagi plús svo náttúrulega sölur á leikmönnum.

 24. Nú ég veit ekki betur en að þeir hafi báðir farið með lið upp í úrvalsdeil Phil Brown tókst meira að segja að vera með sitt lið í 2sæti í desember þar sem að Hull var búin að vera að spila flottan fótbolta. Á þessum tíma voru allir að tala um hvað Phil Brown væri að gera frábæra hluti og að hann færi pottþétt að taka við stórliði. en svo fór að halla undan fæti og engin hefur hugmynd um Phil Brown í dag. Brendan Rogers fór með lið upp í úrvalsdeild og endaði í 11 sæti. Þetta er það sem þessi menn eru með sem hátindinn á sýnu CV-i. Þessir menn hafa ekkert unnið enþá enga bikara. Hvernig getið þið alhæft að Brendan Rogers sé eitthvað betri en Phil Brown? Hvernig getið þið séð það fyrir að hann sé ekki bara one season wonder? Það hafa margir stjórar komið upp með lið sem hafa staðið sig vel á sýnu fyrsta seasoni í úrvalsdeild en svo hrynur allt á seasoni 2. Eins og ég sé þetta þá eru meiri líkur en minni að Brendan Rogers sé one season wonder eins og svo margir aðrir sem hafa átt gott fyrsta season í úrvalsdeildnni. Mér finnst það vera of mikið gamble að ráða hann sem stjóra Liverpool og ég hef hvorki trú á honum né Robert Martinez.

 25. 23 Elías

  Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig hægt er að taka þessu kommenti mínu svona alvarlega. Þetta er augljóst grín og í beinu framhaldi af #17. Spurja hvort gleymst hafi að taka gleiðpillur, kalla mig dramadrottningu og segja mig sýna frammá vanþekkingu er ekkert nema dónalegt af þinni hálfu.

  Skammastu þín drengur!!!

 26. Egill eg er buin að segja þetta i allavega 3 ar en þetta rætist bara aldrei. Þu veist ekki frekar en eg hver metnaður eigendanna er og það gæti bara vel verið að þeir eyðu griðarlegum fjarhæðum i sumar, þeir virðast vilja meistaradeildina þvi þar eru peningarnir og þvi vona eg að þeir atti sig a þvi að þeir þurfa að eyða miklum peningum til þess að geta farið að keppa um peningana i meistaradeildinni.

  Ef þu egill heldur svo að þetta se það eina sem eg legg til a þessari síðu þa ertu a villigotum enda les ef hana og svara a henni nanast daglega og hef gert i 6-8 àr, þo eg hafi sagt þetta ja i mesta lagi 10 sinnum þa hef eg sennilega kommentað mörg þusund sinnum a þessa síðu..

 27. Egill, ef þú ert að spurja hvort ég hafi ekkert annað til málanna að leggja í stjóramálum Liverpool þá er svarið NEI. Það sem ég er að reyna að segja er það að það breytir ekki öllu máli hver er stjórinn hjá þessu félagi, Gaurdiola, Mourinho eða Benitez kæmu þessu liði ekki í topp 4 næsta vor ef Henry og félagar ætla að eyða 30-50 milljónum nettó í sumar nema með RISA KRAFTAVERKI. Boltinn í dag snýst um PENINGA og ekkert annað ÞVÍ MIÐUR, sorglegt en staðreynd. fyrir 30-40 milljónir fáum við 1-2 góða leikmenn og okkar lið þarf mun meira en það, þannig er það bara. Við getum ekki krafist 1-2-3-4 sæti nema leikmannahópurinn sé styrktur verulega. Ég held að Gau Þórðar gæti td alveg verið stjórinn hjá Man city og skilað einhverjum dollum, stjórinn er ekki aðalatatriðið, aðalatriðið i boltanum í dag er hversu miklu peningum eigendur liðanna eru tilbúnir að eyða í liðin sín. Það er kannski þess vegna sem ég hamraá þessu vegna þess að peningarnir eru 95% af árangrinum…

 28. Mikið ofboðslega tek ég undir með #23. Reynum aðeins að hafa umræðuna yfirvegaða og að mestu án upphrópunarmerkja. Núna er verið að orða okkur við Rodgers og þar áður Martinez. Í stað þess að taka þessa á þetta þá er mikið skemmtilegra að skiptast á skoðunum við menn sem virkilega nenna að lesa sig aðeins til um málið og geta (að einhverju leyti) tjáð sig um það með upplýstum hætti.

  Það að segjast (aftur) taka þessa á það ef ekki verði eytt upphæðum í leikmenn sem nákvæmlega enginn, ekki nokkur einasti maður eða miðill er að tala um er eitthvað sem mætti sleppa að opinbera á kop, fínt umræðuefni í pottinum. Sérstaklega þar sem ný stefna miðast að miklu leyti við að finna formúlu sem skilar árangri með sem minnstum tilkostnaði. ATH ekki engum tilkostnaði heldur sem minnstum, sérstaklega yfir langt tímabil.

  Sama á við um samlíkingar eins og notað er án rökstuðnings um Coyle, Brown, Holloway og m.a.s. Hodgson. Ég geri mér grein fyrir að t.d. Coyle og Brown hafa báðir komið inn í EPL með látum og horfið jafn harðan aftur. En ég skora á þá sem sjá t.d. Martinez og Rodgers bara sem þessa árs Coyle og Brown til að lesa sig aðeins betur til um þessa menn og koma aftur með þessa visku sína. Núna með betri rökum en að allir eiga það sameiginlegt að hafa staðið sig vel með nýliða (eða lélegt lið).

  Fljótlega myndum við t.d. sjá að Phil Brown er fyrrum aðstöðarmaður Sam Allardyce og virðist hafa lært sitthvað hjá þeim bjána og er svosem alveg hæfur stjóri en aldrei fyrir Liverpool og ALDREI á sömu bylgjulengd og Rodgers eða Martinez. Enda takmörk fyrir því hvað fótboltafræði Sam Allardyce skila sér langt og það kemur engum á óvart að Brown er núna hjá Preston North End.

  Owen Coyle væri reyndar töluvert meira spennandi held ég án þess að lesa mig sérstaklega til um hann, spilaði flottann bolta hjá Bunley og byrjaði ágætlega hjá Bolton, liði sem er eins og fullkomin andstaða við Burnley liðið sem hann var með. Það er blessunarlega enginn að orða hann við Liverpool núna en ég yrði ekkert hissa ef við sæjum Coyle koma upp aftur. Hann er ungur stjóri en mjög ólíkur BR og RM.

  Hvorugur þessara manna er að því er virðist neitt í ætt við þá Martinez og Rodgers og því meira sem maður les um þessa menn því meira spennandi líta þeir út og því betri hugmynd fær maður um það sem FSG er að reyna að innleiða hjá Liverpool. Martinez er ungur stjóri frá Katalóníu, mjög taktískur og fús til að læra og nær árangri með mjög ódýr lið. Hann á stóran þátt í þessu Swansea liði sem við þekkjum vel í dag og hefur gert vel hjá Wigan þrátt fyrir að geta nánast ekkert byggt upp hjá þeim enda missir hann bestu menn liðsins um leið og þeir geta eitthvað. Endasprettur þeirra í ár einn og sér gerir hann spenandi en ég er handviss um að það er ekki bara verið að horfa í það. Ofan á þetta hefur hann auðvitað lengi verið í Englandi og þekkir boltann þar mjög vel. Hann er af mjög mörgum talinn eiga fyrir sér glæsta framtíð í boltanum og mig grunar að hann passi vel inn í hugmyndafræði FSG að finna menn áður en þeir toppa á sínum ferli. Martinez er ekkert að fara lengra með þetta Wigan lið og ég efast ekki um að hann fari upp á við frá þeim. (lesist í mun betra og stærra lið).

  Rodgers tók við Swansea af Martinez og innleiddi tiki taka leikstíl (eða afbrigði af honum) sem skilaði liðinu upp um deild í fyrra og skilaði þeim fínu tímabili í ár með lítið breyttu liði. Oft á tíðum var lið Swansea töluvert betra en margreyndir andstæðingar sínir í EPL. Rodgers hefur tileinkað sér Barcelona módelið og hefur stúderað það gaumgæfilega og náð árangri með leikstíl sem breskir spekingar hefðu tekið andköf yfir fyrir ekki mörgum árum (og gera líklega ennþá).

  Ef það er aðeins horft framhjá klúbbunum sem þeir eru hjá núna og velt fyrir sér hvað þeir gætu gert hjá Liverpool er mikið auðveldara að a.m.k. sjá hvað FSG er að hugsa.

  Eins er öll umræða mikið skemmtilegri þegar menn koma sínum skoðunum frá sér á yfirvegaðan (fullorðins) hátt. Það er t.d. nokkuð magnað að sjá menn taka svartsýnistkast yfir því að Martinez eða Rodgers hafi hafnað Liverpool, án þess að hafa neinar staðfestar heimildir fyrir því og það hjálpar engum. Við vitum ekkert hvað í gangi bak við tjöldin.

  Hvað sem því líður þá verð ég meira og meira spenntur fyrir næsta tímabili eftir því sem ég les um þessi nöfn sem helst er verið að orða okkur við. Eftir sl. ár er kominn tími á ferska vinda á Anfield. Hodgson var augljóslega ALDREI partur af langtíma markmiði FSG en of óhæfur til að þeir gætu notað hann nógu lengi til að fá inn sína menn. Dalglish gerði vel þann tíma sem hann fékk og skilar klúbbnum í betra standi en hann tók við honum, innan sem utan vallar.

  Það kemur engu að síður alls ekki neitt á óvart m.v. hvað FSG er að gera núna að rúmlega sextugur þjálfari sem hefur lítið þjálfan sl. 10-15 ár sé ekki maðurinn sem FSG ætlar að veðja á áfram. Hugsið út í þetta og setjið ykkur í þeirra spor, kalt mat eftir þetta tímabil, mynduð þið halda áfram með þennan gamla sem hefur ekki verið í boltanum í rúmlega áratug eða innleiða ykkar stefnu með ungum og hungruðum manni sem vill innleiða nýjustu (áhrifaríkustu) tegundina af fótbolta í dag? Ég veit hvað ég myndi gera.
  ATH: Horfið framhjá því að þetta er Dalglish sem verið er að tala um, það skitpir FSG líklega ekki eins miklu máli og okkur og ég er ekkert viss um að það sé svo slæmt fyrir Liverpool FC.

  Að því sögðu þá vill ég hrósa umræðunni hérna undanfarið fyrir að hafa einmitt staðist þessar einföldu kröfur. Það eru órökstuddu ummælin með upphrópunarmerkin sem koma inn á milli sem draga umræðuna niður, færa það í heita pottinn.

 29. Komment #18 er nú bara nokkuð gott. En vonandi er Holloway-inn 2012 betri en Holloway

 30. Hann vinur okkar Captin Fantastic á afmæli í dag (30 mai) :), óska honum til hamingju með daginn 🙂

  YNWA!

 31. Ég fíla bæði Rodgers og Martinez. Báðir vilja spila sóknarbolta og skemmitlegan bolta. Vonandi velur FSG rétta manninn. Enginn hodgson mistök takk fyrir.

 32. Smá viðbót varðandi Rodgers sem er áhugaverð og sérstaklega ef maður hugsar út í hvað hægt væri að gera hjá LFC ef þetta var mögulegt hjá Swansea (tekið af RAWK)

  Not a fan of the possession statistics in general because I think they can be skewed, but for the sake of research I had a quick look at Swansea’s possession statistics this season to see just how much they ‘controlled’ their games with what is, in general, a poor collection of players.

  Swansea have had more of the ball than their opponents in 30 of their 38 league games this season. In the 8 games they didn’t have the majority of possession they shared equal possession time on three occasions – Villa away, Chelsea away, Manchester United at home.

  Only 5 times this season have their opposition had more of the ball. Those five games- Chelsea home, Liverpool away, United away, Wigan away and Arsenal away. For those who care – although this isn’t the reason I’m doing it – 2 draws, 2 losses and a win.

  I also had a little look, just to see, how many people actually managed to hold the ball a decent amount of time in their games at the liberty. Only one team had more time in possession than them (Chelsea) and only Manchester United and WBA managed to keep Swansea at 55% of the ball or under.

  Again, it’s just the possession statistic, but I think it’s interesting in the case of a team like Swansea, a bastardised mixture of youngsters and lower-league journeymen, that this monopoly of possession allows them defensive solidity. Lest we forget, this is a defence of Angel Rangel, Ashley Williams, Steven Caulker and Neil Taylor. Two very young players who have only experienced lower league, and a couple of lower league veterans. They’ve shielded by Leon Britton, another lower league veteran. They aren’t a good set of players, so this possession is key.

  If you can translate this domination of the ball to good players?

  *Shrugs*

  That’s the question. Whether Rodgers is a man capable of doing that and whether you’d get a worthwhile pay-off, with a superior set of footballers, working with the same principles.

 33. Taugarnar farnar að gefa sig…. hjá mörgum íslenskum púllurum!

  Það er lítið annað hægt að gera en að bíða þolinmóður og sjá hvað gerist! Mér líst ekkert illa á að fá ungan þjálfara með botnlausan metnað og hreðjar í sóknarbolta.

  Bring it on FSG!

  YNWA

 34. Langar til að byrja á að taka það fram að mér líst mjög vel á að fá ungan og graðan stjóra við stjórnvölinn.

  Let´s face it. Allar ráðningar eru risky. Núna höfum við á undanförnum árum ráðið Houllier (franskan séní), Rafa Benitez (2x Spánarmeistara), Roy Hodgson (reyndan jálk), Kenny Dalglish (gamla hetju sem átti að kunna þetta allt saman jafnframt því að vita útá hvað klúbburinn gekk).

  Ekkert af þessu gekk, þó ég telji það nú hafa verið mikil mistök að láta Rafa fara en ég held að endurkoma hans sé með öllu óraunhæf. Í bili allavega.

  Svarið blasir við að mínu mati allavega. Það er ekki til pottþétt ráðning og mun aldrei verða.

  Stundum verða menn bara að hugsa út fyrir boxið og sýna að þeir hafi pung. Það er engu minni áhætta að ráða einhverja gamla kanónu sem hefur unnið einhverja titla á ferlinum. Það er engin ávísun á árangur á nýjum stað.

  Kannski er það bara það sem við þurfum núna að ráða ungan, efnilegan og framsækin þjálfara og ekki ætla ég af öllum mönnum, sófastuðningsmaðurinn frá Reykjavík að dæma það misheppnað áður en það gerist.

  Staðreyndin er sú að þeir klúbbar undanfarið sem hafa ráðið ungan og hungraðan stjóra hafa uppskorið ríkulega með tilheyrandi stækkun á bikaraskápum og bóni til að fægja silfur.

  Barcelona réði Guardiola, stjóra B liðsins, óreyndan með öllu á hæsta leveli. Hann gerði Messi að langbesta leikmanni í heimi (ekki það að hann hafi verið slakur fyrir)með því að finna fyrir hann stöðuna sem hentar honum best og gerir það að verkum að hann er að skila fleiri mörkum en Óli Stef á tímabili ásamt því að skipuleggja einhverja mögnuðustu pressu liðs sem ég hef séð og leiðir til um það bil 70 prósent possession í hverjum leik. Óháð mótherja. Ótrúlegt.

  Klopp hjá Dortmund. Það hafa örugglega fáir heyrt um hann áður en Dortmund fékk hann til liðs við sig. Enda væri annað óeðlilegt. Féll með Mainz en gerir Dortmund að ótrúlega skemmtilegu og sókndjörfu liði sem hefur nú unnið þýsku deildina 2 ár í röð ásamt þvi að vera bikarmeistari. (Það er ekki eins og þeir séu að slá við slöku Bayern liði)

  Á sama tíma og margir Liverpool stuðningsmenn dást að svona vinnubrögðum og framsækni viljum við samt fá “þekkta stærð” því það er “öruggara”. Málið er bara að það er ekkert öruggara við það. Fótboltinn er óútreiknanlegur og tímarnir hafa breyst.

  Sama hvernig þessi ráðning fer mun ég samt gefa Henry og co feitan plús fyrir að hafa kjark í að hrista aðeins upp í hlutunum.

  Svo að lokum aðeins um Martinez og Rodgers verð ég að viðurkenna að mér líst ca. 100 sinnum betur á Martinez heldur en Rodgers.

  Martinez er í fyrsta lagi búinn að þjálfa nokkur season í deildinni og halda Wigan uppi í öll skiptin með ágætis spilamennsku.Hann hefur haldið haus, ekki gefist upp og siglt liðinu sínu uppúr miklu svartnætti oft á tíðum. Hann er maðurinn sem hóf byltinguna hjá Swansea á sínum tíma o.s.frv. á meðan Rodgers hefur ennþá ekki upplifað mótbyr á sínum þjálfaraferil sem heitið getur. Allt gekk upp á þessu tímabili hjá honum og ég vil allavega sjá annað tímabil hjá honum í efstu deild áður en ég tel hann tilbúinn fyrir Liverpool.

  En hvernig sem fer mun ég styðja nýjan manager Liverpool heilshugar og bjartsýnn um betra gengi eins og háttur Liverpool stuðningsmannsins er 🙂

 35. Ingvi

  Já kannski er Brendan Rodgers one season wonder EN við munum aldrei vitað ef tökum ekki þessa áhættu sem Næstum hvert EINASTA Stórlið gera þegar þeir ráða nýjan Knattspyrnustjóra.

  Stórnöfn geta líka floppað einsog dæmi er André Villas Boas með Chelsea og svo annað gott dæmi um góðan Knattspyrnustjóra sem náði ekki aðlagst hér Juande Ramos hvar hann núna?

  Það er einn knattspyrnustjóri sem náði fjórða sætinu koma frá liðinu Portsmouth það Harry Redknapp hvað finnst þér um hann eiga ungir Knattspyrnustjórar bíða jafn lengi og hann til þess að Topp fimm Lið gefi þeim tækifæri meðan önnur Topp Lið í öðrum deildum í Evrópu eru reiðubúinn gefa tækifæri.

  Hér góður Listi sem þú ættir sjá af Knattspyrnustjórum sem eru að stjórna Stórlið:
  Hvaða lið þeir hófu fyrst:

  Ítalía

  A.C. Milan
  Nafn: Massimiliano Allegri
  Aldur: 44
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Aglianese, Sassuolo, Cagaliari
  Titla sem hann hefur unnið með A.C. Milan: Serie A (1), Supercoppa Italiana (1)
  Seinasta Lið hans Cagaliari sem hann stjórnaði lendi bara í 12.sæti með 40 stig

  Inter Milan:
  Nafn: Andrea Stramaccioni
  Aldur: 36
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Internazionale Primavera (varalið Inter)
  Titla sem hann hefur unnið með Inter: Engin
  Seinasta Liðið hans Internazionale Primavera er Varalið Inter Milan

  Juventus:
  Antonio Conte
  Aldur: 42
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Arezzo, Bari , Atalanta , Siena.
  Titla sem hann hefur unnið með Juventus: Serie A (1)
  Seinasta Liðið hans Siena hann náði liðinu upp úr Serie B og svo gerði hann sama og Rafael Bentiez fór frá Liðinu þegar hann búinn koma liðinu upp.

  Spánn:

  Real Madrid
  Nafn. José Mourinho
  Aldur: 49
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Benfica , Leira, Porto , Chelsea , Inter Milan
  Titla sem hann hefur unnið með Real Madrid: La Liga (1), Copa del Rey (1)
  Seinasta Lið hans var Inter Milan EN hefði ekki verið fyrir hans Kraftaverk í Leira sem vakti athylgi á Porto sem síðar leiddi til þess að hann er núna einn besti Knattspyrnustjóri Heimi.

  Barcelona
  Fyrrum Knattspyrnustjóri
  Nafn: Pep Guardiola
  Aldur: 41
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Barcelona B
  Titla sem Hann hefur unnið með Barcelona: La Liga (6), Copa Del Rey (2), Supercopa de Espana (3), Meistaradeildin (2), UEFA Supercup (2) Fifa Club World Cup (2)
  Seinasta Lið hans Barcelona B sem er VARALIÐ Barcelona.

  Nýji Knattspyrnustjóri:
  Nafn: Tito Vilanova
  Aldur: 42
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Engin
  Titla sem hann hefur unnið með Barcelona: Engin
  Seinasta Lið hans engin Engin þar sem var ekki byjaður en hann var nú aðstoðaþjálfari Pep Guardiola

  Valencia
  Nafn: Mauricio Pellegrino
  Aldur: 40
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Engin
  Titla sem hann hefur unnið með Valencia: Engin
  Seinasta Lið hans Engin þar sem var ekki byjaður en hann var nú aðstoðamaður Rafael Benitez þegar hann var í Inter Milan.

  Atlético Madrid:
  Nafn: Diego Simeone
  Aldur: 42
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Racing, Estudiantes, River Plate, San Lorenzo, Catania, Racing
  Titla sem hann hefur unnið með Atlético Madrid: UEFA Europe League (1)
  Seinasta Lið hans Racing er argentísk Stórlið en áður tók við Racing var búinn hætta með Catania eftir hafa bjargað því liði frá Falli.
  Í árinu 2011 var hann búinn stjórna þremur liðum, Catania, Racing og Atlético Madrid

  England

  Manchester City
  Nafn: Roberto Mancini
  Aldur: 47
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: Fiorentina, Lazio, Inter Milan
  Titla sem hann hefur unnið með Man City: Premier League (1), FA Cup (1)
  Seinasta Lið hans var Inter Milan en varð það ekki fyrir að hann hóf störf með Fiorentina og vann Coppa Italia að hann skildi við Liðið í fall baráttu sem endaði með að liðið féll.

  Manchester United:
  Nafn. Alex Ferguson
  Fyrrum Lið sem hann hefur stjórnað: East Stirlingshire, St Mirren, Aberdeen, Scotland
  Titla sem hann hefur unnið með man utd: ofmarga af mínu mati 🙂
  Seinasta Lið Hans Aberdeen gerðist stórlið undir honum en áður hann tók við liðið var stjórna Liðum á borð við St. Mirren og East Strilingshire.

  Chelsea
  Nafn: Roberto Di Matteo
  Aldur: 42
  Fyrrum lið sem hann hefur stjórnað: Milton Keynes Dons, West Brom
  Titla sem hann hefur unnið með Chelsea: FA Cup (1), Champions League (1)
  Seinasta Lið hans West Brom var hann látinn taka pokann 5. Febrúar 2011 vegna slæmt gengi.

  Arsenal:
  Nafn Arsene Wenger:
  Aldur: 62
  Fyrrum lið sem hann hefur stjórnað: Nancy, Monaco, Nagoya Grampus Eight
  Titla sem hann hefur unnið með Arsenal: Premier League (3), FA Cup (4), Community Shield (4)
  Seinasta Lið hans Nagoya Grampus Eight er Japansk Lið sem hann var ráðinn eftir hafa sett Monaco í 17. sæti áður en hann var rekinn.

  Þýskaland

  Dortmund:
  Nafn: Jurgen Klopp
  Aldur: 44
  Fyrrum lið sem hann hefur stjórnað: Mainz 05
  Titla sem hann hefur unnið með Dortmund: Bundesliga (2), DFB-Pokal (1), DFB-Supercup (1)
  Seinasta Lið hans Mainz 05 byrjaði hann ágætlega náði koma liðinu í UEFA cup en svo Féll Liðið og hann hélt áfram með liðinu en náði því miður ekki koma liðinu aftur til Bundesliga og hætti með liðinu.

  Einsog má sjá Næstum Allir Þessir Stjórar hafa stjórnað minnsta kosti einu smáliði sem gerði þeim kleift að vekja athylgi á Stórlið.

  Þrjú evrópsk stórlið Inter, Valencia svo Barcelona eru núna að taka áhættu með Knattspyrnustjórum sem hafa ENGA reynslu á stjórna Knattspyrnuliðum EN samt er sumir hræddir við menn sem eru þegar byrjað stjórna lið og í Úrvalsdeild t.d. Rodgers og Martinez.

  Vona bara næsti Knattspyrnustjóri Liverpool verði Næsti Jurgen Klopp fyrir Liverpool einsog hann er fyrir Dortmund en í stað þess vera næsti Roy Hodgson.

  Þess vegna tell ég það séu spennandi tímar hjá Liverpool

 36. Til að byrja með vildi maður bara sjá Liverpool eltast við ,,NÖFN,, Guardiola, Klopp, Capello, RAFA, etc.

  En því sem lengra líður á þetta viðtalsferli hjá þeim FSG mönnum þá virðist það vera orðið 93,8% öruggt að annaðhvort Martínez eða Rodgers fái DraumaDjobbið. Að þjálfa LiverpoolFC…..

  Ég verð að viðurkenna að skiptist á skoðunum á þessum tveim köppum oftar en ég skipti um nærbuxur(og mun það vera daglega). Einn daginn Martinez og svo hinn Rodgers.
  Samkvæmt slúðrinu í gær virðist mönnum eins og t.d. honum DuncanJenkins vera kominr með það nánast pottþétt að Rodgers verði ráðinn, ég veit fyrir víst að KKD talaði vel um Rodgers á sínum tíma og hrósaði honum í hástert.
  AnyWho… Ég vill bara fara að fá botn í þetta mál og líst vel á að menn ætli að kynna nýjan stjóra á fös. 1 júni. því þá tekur Warrior samningurinn við. Eins og staðan er nún akkurat núna er ég spenntari fyrir Rodergs, en ef þið talið við mig eftir svona 43 mín þá er það kannski Martinez

  En anyway….. áfram Liverpool og ég mun styðja nýja stjóran 100% hver sem það er…..eeeehhhh…nema alls ekki ef það er alex ferguson

 37. Ég verð að játa að ég er eiginlega jafn jákvæður gagnvart Rodriguez og Martinez. Ég held að báðir séu ungir og góðir stjórar, sem geta gert góða hluti hjá Liverpool.

  Að mörgu leyti líst mér mun betur á þá heldur en einhver stór gömul nöfn einsog Capello og einnig það að fara aftur í tímann með Rafa (þótt ég hafi elskað hann þá held ég að pressan væri of mikil ef hann kæmi aftur frá fjölmiðlum og stórum hluta aðdáenda plús það að ég tapa stóru veðmáli ef að Rafa kemur tilbaka).

  Í rauninni einu mennirnir sem ég hefði heldur sjá hjá LFC heldur en típur einsog Martinez/Rodgers/AVB voru Klopp og Guardiola, en þeir eru sennilega ekki available og því lítið gagn í því að svekkja sig á þeim.

  Ég vil bara sjá unga og efnilegan stjóra, sem hafa nútímalega sýn á knattspyrnu og geta fengið Liverpool til að spila árangursríkan bolta. Ég veit ekki hvaða nöfn menn nákvæmlega vilja sjá á listanum í staðinn fyrir þessa þrjá, en ég er á því að Martinez og Rodgers séu án efa tvö mest spennandi ungu nöfnin í enska boltanum og því í góðu lagi að þeir séu efst á hjá Liverpool.

  Svo vil ég bara sjá góðan Director of Football með þeim og þá er ég sæmilega bjartsýnn fyrir næsta tímabil að við komum okkur aftur inní CL.

  Svo finnst mér þetta ferli alls ekki hafa tekið langan tíma. Það skiptir engu hvort að við séum þjálfaralausir núna þegar að allir eru að hugsa um EM. Við erum ekki að missa af neinu raunhæfu á leikmannamarkaðinum. Ef að þetta klárast á næstu tveimur vikum þá er ég rólegur. Svo ég hvet fólk til að slaka aðeins á refresh takkanum og njóta sumarsins eða annars fótbolta.

 38. Afsakið þráðránið en mér fannst þetta líklegasti staðurinn fyrir fyrirspurnina mína enda ansi virk síða. Ég verð nefnilega í Boston helgina sem EM byrjar og var að spá í hvort einhver hérna gæti bent mér að stað sem er líklegur til að sýna mótið.

 39. Ég er hrikalega spenntur fyrir báðum þessum mönnum ! Ástæðan er sú að mögulega förum við að spila fótbolta sem gaman er að horfa á ! Lið sem heldur boltanum innan liðsins og lætur andstæðingana elta hann og þreytast við það að vera boltalaus meiri hlutann af leiknum ! Ég sagði reyndar oft í vetur að ef það væri einhver sem að ætti að taka við af kóngnum að þá væri það Brendan Rodgers og því yrði ég alsæll með það !

 40. Sæll Þorgeir nr. 16.

  Afsakaðu ef ég er of einfaldur fyrir þig vinur. Hef ekki nennu til að rökræða þetta við þig, enda var ég að koma mínu áliti á framfæri og þarf sem betur fer ekki þitt leyfi til þess. Varðandi svarstsýnisbullið þá skulum við bara heyrast aftur þegar líður að jólum og taka stöðuna á okkar liði. Vona innilega að ég þurfi að éta þetta allt ofan í mig en óttast að svo verði ekki. Ég óttast í rauninni að það sem þú kallar svarstsýni sé raunsæi miðað við stöðu Liverpool í dag, en hver veit kannski rúllum við þessu bara upp, ég meina Joe Cole gæti komð aftur!!

 41. Hulda #40

  Hef svarað svipaðri fyrirspurn áður þó ég hafi aldrei stigið fæti í US & A. Er að fylgja LFCBoston á twitter sem er stuðningsmannaklúbbur félagsins í Boston og þeir hittast alltaf á þessum bar: http://www.yelp.com/biz/phoenix-landing-cambridge
  Þarna virðist vera mikið af sjónvörpum og afar fótboltaþenkjandi eigendur. Skal Sigursteinn heita ef þeir sýna ekki EM líka.

  First off, the Phoenix Landing is the bar of the official Liverpool
  Supporters Club in Boston.

 42. Einn mjög áhugaverð grein um Brendan Rodgers:
  https://plus.google.com/109029136235351951201/posts/1ukShJKNVK7

  Hér hvað Brendan Rodgers sagði um aðrar Knattspyrnustjóra:

  “Rafa Benitez worked as a second-team manager at Real Madrid, then made the jump. Juande Ramos coached the second team at Barcelona before he moved to Sevilla and I believe he is still a fantastic manager. All these guys have worked at the big clubs. If I can follow that through my career and my life, I’ll be happy. But my starting point is at this club. I’m fortunate – or maybe I’ve earned the opportunity to be at a club like this.”

  Sama má segja líka með Guadiola, Tito Vilanova, Andrea Stramaccioni

  Hérna annar flottur partur af greininni:

  Talking about Benitez, Jamie Carragher once said the best coaches were failed players who devoted
  their lives to management, a point with which Rodgers seems to agree.

 43. Var eins og ég hélt – Martinez er ekki “sure thing” þó Whelan finnist gaman að vera í blöðunum. Rodgers held ég að langi til að ræða við Liverpool en að sjálfsögðu kláraði hann kaupin á Gylfa Sig, sem by the way ég óska til hamingju með að vera kominn fast í enska boltann. Frábært að hafa hann þar og ég er glaður að hann tekur þann kost að verða fastamaður í liði frekar en að hlaupa í að elta einhvern “risa” sem hann fær síðar ef að hann heldur áfram að bæta sig. Ekki spurning.

  Martinez og Rodgers eru klárlega efnilegir stjórar en auðvitað er áhætta að ráða þá til starfa hjá risaklúbbi eins og LFC. Hvað þá risaklúbbi sem hefur “underachived” síðustu þrjú ár. Það er allt annað álag varðandi leikmenn, sem eru stórstjörnur margir hverjir með umboðsmenn í hverjum vasa og þarna fara þeir að þjálfa lið sem ætlast til að vinna hvern einasta leik. Tvö töp í röð og blöðin fara að tala um krísu. Það er algerlega óvíst hvernig þeir munu bregðast við slíku áreiti, því það hafa þeir ekki upplifað áður.

  Það sem ergir mig er að það er ekki nokkur maður að nefna þá t.d. sem valkost fyrir Chelsea, það er bara Aston Villa sem virðist vera hinn kostur Martinez. Það er vissulega barnalegt, ég viðurkenni það, en mér finnst ferlegt að heyra að De Boer og Klopp segi bara nei strax og að sennilega eigum við ekki séns í Guardiola og Deschamps virðist frekar vilja reyna að rífa Marseille upp á ný. Það finnst mér sýna hversu neðarlega við erum komin í goggunarröð stjóranna, en kannski er það bara yfirdrama.

  FSG eru að fara sína leið að markinu og það er augljóst að það er afskaplega skiljanlegt, þeir eiga jú klúbbinn. Við verðum að treysta þeim til að vera að vinna á réttum nótum og að bakgrunnstékk þeirra og “samsömun” stjórnenda við hugsjónina muni ganga upp.

  Út frá því verða þeir dæmdir, eins og allir í íþróttum og því finnst mér í raun við þurfa að anda inn og út og í raun bara að sjá til. Ég held að ekkert okkar hafi áður upplifað það sem við erum að gera núna, þ.e. strúktúrbreytingu sem mun sennilega leiða af sér ráðningu á ungum og reynslulitlum stjóra með mikið potential (sýnist manni) til að ná langt.

  Kannski fáum við nýjan Mourinho eða kannski nýjan Vilas Boas. Time will tell og þangað til verðum við bara að bíða…

 44. Maggi – ég held ég fari rétt með en Echo sagði í síðustu viku að umboðsmaður Deschamps hafi sett sig í samband við FSG er Dalglish var rekinn. En þeir sýndu því ekki áhuga. Samkvæmt þeim var það alfarið rangt að DD hafi sagt nei við fyrirspurn FSG.

  Veit ekki hvað er satt í þessu sambandi en ég legg samt meira traust á Echo en SSN :o)

  Annars er ég sammála þér að mörgu leyti – við vitum í raun ekkert hvernig hinum nýja stjóra mun farnast í starfi. En mér finnst hugsanlegt combo af Van Gaal og Rodgers amk spennandi. Sjáum hvað setur.

 45. Svo ég væti við – Rodgers sagði við brotthvarf AVB, þegar hann var sterklega orðaður við starfið, að hann væri að reyna að byggju upp feril sem knattspyrnustjóri, ekki eyðileggja hann.

 46. Sælir félagar

  Er búinn að vera burtu um tíma og það hefir lítið gerst sýnist mér. Og þó. Einhverjir virðast vera að fara á taugum og hafa allt á hornum sér eins og gengur. En það lagast allt saman og þegar búið verður að ráða nýjan stjóra og allt, þá fylkjum við okkur að baki hans sem aldrei fyrr. Það verður fínt.

  Ég er sjálfur hrifnari og það töluvert af Martinez en Rogers. Af hverju? Ja bara. Ég hefi mjög góða tilfinningu fyrir honum og eitt er klárt. Hann hefur það sem menn kalla pung. Það hefur hann sýnt og því getur hann. orðið mjög sigursæll en auðvitað getur það líka kostað ef pungurinn tekur raunsæinu fram. En hvað er svo sem öruggt í þessum heimi. En við sjáum hvað setur og ég hlakka til framtíðarinnar og er búinn að snúa baksýnis-speglinum þannig að í honum sést ekkert. Framtíðin er það sem blívur félagar.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 47. Ég er ennþá á þeirri skoðun að besti kosturinn í stöðunni hjá okkur sé Rafa Benítez, en ég veit það líka alveg að það þýðir lítið að berja hausnum við steininn, því hann er einfaldlega ekki á lista þeirra FSG manna. Ekki frekar en Villas Boas eða Deschamps.

  Ég viðurkenni það fúslega að ég var ekkert hrifinn af þessum hugmyndum í byrjun með þá Martínez og Rodgers, en það hefur breyst verulega upp á síðkastið. Ég hef sveiflast talsvert á milli þeirra tveggja, en eins og staðan er í dag þá er ég skotnari í hugmyndinni um Rodgers sem næsta stjóra.

  Það er eitthvað sem kitlar að fá ungan stjóra með ferskar hugmyndir og hann hefur svo sannarlega verið að láta lið sitt spila skemmtilegan fótbolta, þrátt fyrir takmörkuð gæði leikmanna. Því meira sem maður les um hans hugmyndafræði, þeim mun spenntari verður maður fyrir honum. Menn heimta stór nöfn, hvaða nöfn? Vilja menn tjalda til einnar nætur og veðja á menn eins og Cappello? Ekki ég allavega. Það sem ég er hrifnastur af í sambandi við hugmyndafræði Rodgers er þessi áhersla á hápressu þegar menn missa boltann.

  Þeir sem eru einnig að gera sér vonir um einhverjar 100 milljónir punda í eyðslu NETTÓ, geta hreinlega bara snúið sér að einhverju öðru, það er einfaldlega aldrei að fara að gerast og bara eins gott að menn búi sig undir það strax. Ég er einnig á því að það þarf ekkert slíkt til að koma okkur upp á næsta þrep og berjast duglega um Meistaradeildarsæti. 2-3 öflugir leikmenn koma okkur svo sannarlega á næsta þrep. Með réttu skipulagi og réttum mönnum, þá er það að mínum dómi algjörlega framkvæmanlegt.

 48. Sælir samherjar

  Eftir nokkra klukkutíma verða liðnar sléttar 2 vikur síðan King Kenny Dalglish var rekinn. Ég var á miðjum Breiðafirðinum í ferjunni Baldri er það gerðist. Fékk ekki skilaboðin fyrr en klukkutíma síðar er gms-samband náðist í Flatey. Var ekki beint hissa á tíðindunum, samt smá dapur fyrir hönd Kenny en í senn spenntur fyrir nýrri byrjun. Næstu daga gerði maður sitt besta til að ná netsambandi á Vestfjörðunum og nálgast upplýsingar. Fjarlægðin hjálpaði samt til við að halda rónni og fara ekki yfir um. Hef verið undir feld síðan ég kom aftur á malbikið. Til að meta hlutina og melta þær upplýsingar sem berast.

  Fyrir nútíma fótbóltaáhugamenn sem fylgjast með stórliði í stórframkvæmdum eins og okkur Púlara þá virkar þetta eins og heil eilífð. Magnið af slúðri, vangaveltum, podcöstum, greinarskrifum, statistík og tæknilegum upplýsingum er yfirþyrmandi og á tímum hafa taugarnar verið verið vel þandar. Innanlands sem í innri hverfum Liverpool-borgarar hafa verið skiptar skoðanir. Í senn sorgarviðbrögð við brottrekstri KKD (áfall, reiði, þunglyndi, sátt) en einnig spenna eða hræðsla fyrir framtíðinni. Við verðum samt að sameinast um það sem tengir okkur alla saman: Liverpool FC.

  Þetta eru bara 2 vikur. 14 dagar. Styttra tíma en fór í síðustu tvær ráðningar LFC. Og nú hyllir undir ráðning á stjóra og líklega DoF samhliða því. Mér finnst afar virðingarvert hjá FSG að taka sér góðan tíma í vönduð vinnubrögð. Sama hvað Whelan eða góðvinir KKD segja um ferlið. Sem betur fer virðumst við hafa eigendur sem hafa taugarnar í lagi og eru sannir sjálfum sér í að gera hlutina eftir eigin höfði og sannfæringu. Og miðað við fyrri störf þá er þeirra höfði og sannfæringu ágætlega treystandi til að taka fagmannlegar og yfirvegaðar ákvarðanir. Við verðum að veðja á visku þeirra og skynsemi.

  Njótum því bara þess að nú fer í hönd nýtt upphaf og spennandi tímar. Til að halda haus þá verða Púlarar að standa saman. Það er hagur LFC. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum við. Virðum ákvörðun FSG og styðjum þann sem verður fyrir valinu. Hugsum með höfðinu og berjumst með hjartanu.

  YNWA

 49. Mér finnst eins og FSG stýri þessari atburðarrás fullkomlega í dag. Þótt kastljósið sé á þjálfarann eru samt aðaltíðindin þau, að mínum dómi, að FSG er að umbylta stjórnun LFC. Ungt fólk hefur tekið við markaðsmálum og um allt félagið er hægt og bítandi verið að innleiða bandaríska stjórnunarhætti eins og þeir gerast bestir.

  Föstudagurinn næsti er t.d. hannaður til að fá media coverage sem aftur selur treyjur í stórum stíl.

  Ég get ekki annað en fagnað því að FSG ráðist til atlögu við þá gamaldags hugsun sem víða ríkir við stjórnun enskra félaga. Nú skal setja inn teymi þar sem hver og einn í teyminu sérhæfir sig í tilteknu hlutverki en teymið tekur sameiginlega ákvarðanir og axla sameiginlega ábyrgð.

  Þetta er framfaraspor að mínum dómi. Minnir um sumt á árið 1943 þegar að Bandaríkjamenn komu í stórum stíl til Bretlands til að aðstoða við innrásina í Normandí. Bretarnir voru langt að baki Könunum í stjórnun en voru fljótir að læra og framleiðni í breskum iðnaði margfaldaðist á nokkrum árum. Soccereconomics er næsta framtíð ensks fótbolta og gott að LFC sé í fararbroddi.

  Rodgers eða Martinez? Veit það ekki en ég tel að báðir gætu myndað frábært teymi með Van Gaal. Ef efnafræðin er rétt á milli persónuleikanna er þetta hið fullkomna jafnvægi. Æska, reynsla, þekking, gredda, sambönd og nýjungagirni í sama pakkanum.

  Mér finnst mjög áhugavert hvað FSG hefur mikið vald yfir atburðarásinni í dag. Þegar leit LFC að þjálfara hófst eftir að Kenny hætti var hálfpartinn gert grín að FSG og gert að því skóna að þeir væru enn eitt dæmið um heimska Kana sem kæmu í sneypuför til Englands. Það gerir engin alvöru fjölmiðill í dag. Eftir því sem að FSG sýnir betur á sín spil sjá allir að þrauthugsuð áætlun er í gangi. Munurinn á fjölmiðlaumfjöluninni í dag og fyrir 14 dögum er sláandi.

  Þetta veit virkilega á gott. Hér eru kunnáttumenn að verki.

 50. Dan Roan ?@danroan
  BBC’s Pat Murphy reports Brendan Rodgers expected to be confirmed as new L’pool manager next 24 hrs. Compensation talks with Swansea ongoing

  Allt að gerast! Væri gaman að sjá hann og Van Gaal halda á Liverpool fána saman á morgunn!

 51. @BBCSport
  Swansea City manager Brendan Rodgers is expected to be confirmed as the new Liverpool manager in the next 48 hours.

 52. Er þetta alveg á hreinu með Van Gaal ? Það virðast allir bara tala þannig að það sé búið að ráða hann. Lítil umræða um karlinn miðað við það, þetta er ekkert smánafn í boltanum og ætti svo sannarlega að geta hjálpað til að fá sterka einstaklinga til Liverpool í sumar en maður hefur heyrt að hann geti verið ansi erfiður í samskptum. Þá er nú ágætt að fá einhvern eins og Rodgers sem hefur unnið með honum áður.

 53. BBC að segja núna að það verði enginn Director of football.

 54. Gæti vel verið að þeir séu nú þegar búnir að ráða DoF og geri það official á föstudaginn þegar þeir kynna Warrior dílinn. Van Gaal og Rodgers væri gott combo.

 55. LFC Liverpool FC ?@Liverpool_FC_
  I understand Gylfi Sigurdsson wont join Swnasea if BR joins LFC. Possibly a move to LFC if BR is appointed as lFC manager

  Þetta væri auðvita aðeins of skemmtilegt væri þetta satt!

 56. Þetta virðist farið að verða nokkuð öruggt að Brendan Rodgers verði næsti stjóri hjá okkur. Bara nokkuð sáttur við það verð ég að segja, auðvitað heilmikið risk, en það er nokkuð sama hver hefði verið valinn, það yrði alltaf risk. Eins og áður sagði, þá lét hann Swansea spila flottan bolta og ef það er það sem koma skal hjá Liverpool, þá líst mér ákaflega vel á það.

  Mér sýnist ég þó vera svolítið sér á báti þegar kemur að Gylfa Sigurðssyni, er ákaflega lítið spenntur fyrir að fá hann til liðsins.

 57. 99% af því sem kemur fram í fjölmiðlum í dag er slúður og er sett fram til að selja, td. birt ljosmynd af Martinez í Miami með Henry með fyrirsögninni “Martinez sure thing for next Liverpool manager” slúður! Það veit í raun engin hvað er að gerast og allt svartsýnisraus eða raunsæi eins og sumir vilja kalla það er með öllu óþarft.

  Menn tala um metnaðarleysi hjá FSG að vera ekki að reyna við stóru laxana með feitustu CV-in. Eins og svo margir góðir pennar hér að ofan eru búnir að benda á þá eru feitustu laxarnir ekkert endilega fljótastir að synda og eru þar af leiðandi langt í frá einu og bestu kostirnir í stöðunni.

  Það er verið að gjörbreyta strúktúrnum hjá klúbbnum og verið að setja upp teymi af mönnum sem eiga að stýra klúbbnum á hinum ýmsu sviðum. Þetta teymi þarf að vera vel samsett og geta unnið vel saman og hafa svipuð sýn á íþróttina. Það skiptir mestu máli fyrir mér, ekki hvað menn hafa gert eða hvað menn hafa unnið með öðrum liðum undir allt öðrum kringumstæðum og jafnvel með töluvert meiri fjármuni.

 58. Pat Murphy á BBC sagði nú fyrir stundu að Rodgers yrði ráðinn innan næstu 48 tíma, aðeins ætti eftir að semja um starfslok hjá Swansea. Félagi minn úti í London fullyrðir að Murphy þessi sé yfirleitt mjög áreiðanlegur og myndi ekki leggja nafn sitt við svona frétt nema þetta væri nánast frágengið. Samt auðvitað séns að hann sé í sama myrkrinu og allir hinir!

 59. Smá nostalgía, en ég væri til í að Gerrard ætti 22 ára afmæli í dag. 🙂 Engu að síður, til hamingju með daginn gamli.

 60. Liam Tomkins ?@liam_tomkins
  Manager: Brendan Rodgers. Sporting Director: Louis van Gaal. Technical Director: Pep Segura. #LFC

 61. Ef ég þyrfti ekki að lesa skólabækurnar þá myndi ég lesa alla þessa löngu pistla hér að ofan. OK staðan er þannig, Brendan Rogers er að koma til Liverpool eða eins og áreiðanlegt slúður segir til um. Það er víst lítið sem við getum gert við því enda stjórnum við víst ekki Liverpool FC. Það er þá ekkert annað í stöðunni en að fagna komu Rodgers og vona að þarna sé á ferð alvöru maður með eistu til að gera góða hluti. Einhver sem að mun ekki láta vaða yfir sig af Ferguson eða Wenger. Einhver sem vonandi mun færa okkur öllum það sem við heitast þráum, sigur í PL! Ef þetta er það sem koma skal þá segi ég bara vertu velkomin Brendan Rogers!

 62. Nr. 62

  Ekki einn á báti hvað varðar Gylfa. Myndi ekkert gráta það að fá hann til Liverpool á 7m en sé ekki þörfina á honum og hvað þá að þetta sé eitthvað forgangsverkefni. Við keyptum Charlie Adam í fyrra með mjög svipað track record og Gylfi og var að spila svipað hlutverk hjá sínu liði og Gylfi hjá Swansea. Ég get vel séð Adam ná sér mikið betur á strik hjá Rodgers. Að auki erum við með Shelvey, Henderson og já Steven Gerrard. M.ö.o sé ekki alveg Gylfa fyrir mér sem forgangsverkefni og held að Swansea sé ennþá gott move fyrir hann í bili, spila alla leiki og vera stór fiskur í minni tjörn.

  Annars verður mjög spennandi að sjá hvaða breytingar verða á hópnum ef Rodgers kemur inn. Held t.d. að Carragher og Spearing séu ekkert dansandi heima hjá sér yfir þessu. Núna gætu leikmenn sem ekki fundu sig vel í fyrra fengið mun skýrara hlutverk sem hentar þeim betur og auðvitað öfugt.

 63. Gylfa fram yfir Adam!! … alltaf takk. Koma svo… loka þessu með Gylfa í farteskinu og ég er sáttur!

  YNWA

 64. Sammála Nr. 62 og Babu

  Það helsta sem okkur vantar er hraði. Ef litið er yfir leikmannahóp okkar þá er augljóst mál að hraði er eitthvað sem við bjóðum ekki mikið upp á. Vantar leikmenn sem geta gert hið óvænta, tekið menn á, nýtt sér hraða sinn o.s.frv.

  Gylfi býður því miður ekki upp á það þó hann sé góður knattspyrnumaður.

 65. ?@BBCSport
  Brendan Rodgers has signed a three-year contract to become the new manager of Liverpool Football Club, confirms @BenSmithBBC

 66. Það er ekkert staðfest fyrr en það kemur á official Liverpool síðuna =)

 67. Sammála þér Babu með að Adam gæti blómstrað undir stjórn Rodgers. Þá er ljóst að ef Rodgers heldur við sína sparkspeki hjá Liverpool þá muni tími Carra og Spearing vera búnir. Held sömuleiðis að tími Kuyt, Maxi og Aurelio hjá Liverpool sé lokið. Enginn þessara leikmanna hefur þá eiginleika sem Rodgers vill fá úr leikmönnum í þeirra stöðu.

  Er búinn að sætta mig við Rodgers og býð hann hjartanlega velkomin en vona samt að van Gaal komi sömuleiðis enda gæti hann virkað sem mikið aðdráttarafl á góða leikmenn í fjarveru meistaradeildarinnar.

  Einnig er athyglisvert að spyrja sig hvort að Carroll hafi þá eiginleika sem Rodgers krefst af framherjanum sínum eða Skrtel af miðverði vegna lélegrar sendingargetu hans. Ég held þó að þetta leikkerfi henti Suarez, Lucas, Agger og Johnson mjög vel. Einnig tel ég að hann geti náð miklu meiru úr Downing og Adam en fyrirrennari hans.

  Eftir að hafa lesið mig til um Rodgers held ég að hann gæti verið framtíðarstjóri Liverpool og ætla ég að gefa honum a.m.k 18 mánuði áður en ég legg dóm yfir hann. Að innleiða nýja knattspyrnustefnu gerist ekki á einni nóttu og þarf einnig að breyta skipulagi allra yngri liða og áherslum hjá þjálfurum og njósnurum.

  Liverpool er núna statt á ground zero og það kæmi mér ekki á óvart að hreinsun yrði í sumar vegna þess að margir leikmenn hafa ekki þá eiginleika sem þarf í leikkerfi Brendan Rodgers.

  Þá er vonandi að eftir helgi verði farið að bendla leikmenn við Liverpool. Ætli að maður verði ekki að sætta sig við Junior Hoilett, Momo Diamé / Keita. Væri þó mikið til í tvö stór nöfn á borð við Edison Cavani og Jan Verthogen. Mér fyndist þó ekkert ólíklegt ef Rodgers hefði áhuga á að fá Joey Allen og jafnvel Stephen Caulker með sér.

  YNWA

 68. Það virðist verða niðustaðan að Brendan Rogers verði næsti stjóri hjá okkar áskæra liði. Kannski töluverð áhætta sem FSG eru að taka en ef BR sýnir okkur sem efumst að hann er maðurinn í þetta verkefni þá er það bara hið besta mál og vonandi innann 3 ára verðum við samkeppnishæfir án ný.
  Ég væri meira en til í að fá Gylfa með honum, þrátt fyrir kannski skort á hraða hefur hann fínan leikskilning töluvert betri skotfót en allir okkar menn í dag. Þar að auki alla daga betri leikmaður en C. Adam og Shelvey.

 69. Fyrst að Ssteinn er búinn að staðfesta Rodgers þá er það orðin staðreynd! Fact! Hann er öruggari heimild en BBC, Echo, Times og Dave Whelan til samans 🙂

  Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessa ráðningu. Hefði verið sáttur með Martinez, spenntur fyrir AVB og hæstánægður með Klopp eða Guardiola (aldrei raunhæft þó). Í lokin virðist valið þó hafa verið algerlega milli Rodgers og Martinez. Ef þetta verður niðurstaðan eins og allt stefnir í þá held ég að heppilegri stjórinn hafi klárlega verið valinn.

  Ég var aldrei alfarið sannfærður um Martinez sem stjóra LFC. Hann tikkaði í mörg af þeim boxum sem FSG voru að leita að (aldur, taktík, praktískur) en fyrir mér vantaði meiri dýpt í hann til að sannfæra mig. Mætti orða það þannig að Martinez er í tvívídd en Rodgers í þrívídd.

  Mér finnst Martinez enn vera að finna sjálfan sig sem þjálfari. Í raun hefur hann bara verið í þjálfun í 5 ár sem er ekki langur tími. Hann hefur skipt oft um taktík milli tímabila, frá 4-2-3-1 (2009-11) til 4-1-4-1 (fyrri hluta 2011-12) og endaði svo með 3 miðverði í ýmsum útgáfum með góðum árangri undir lokin. Sumir myndu kalla það taktískan sveigjanleika en fyrir mér voru það tilraunir, oft örvæntingarfullar, til að finna það sem virkaði þegar allt annað var að bregðast. Stundum heppnaðist það eins og kraftaverk síðustu 2 ára sönnuðu er hann bjargaði þeim frá falli, en það skorti allan stöðugleika inn á milli.

  Martinez má eiga það að hann lætur sín lið spila sóknarsinnaðan bolta en hann vanrækir og vanhugsar oft varnarleikinn eins og stór töp sanna. Lið hans fá á sig mjög mörg mörk og halda sjaldan hreinu. Kaup hans á leikmönnum hafa verið misgóð og hans dýrustu kaup, Mauro Boselli á 6,5 millur, voru algert flopp. Strækerinn sá var lánaður burt eftir nokkra mánuði hjá Wigan og bara 1 marki í 11 leikjum. Hins vegar hefur Martinez náð meira út úr sínum ódýrari kaupum og er frábær man manager. En áhersla hans á að ráða miklu í stað DoF gæti hafa verið stóra atriðið sem sat í FSG.

  Víkur þá sögunni að Brendan Rodgers. Ástæðan fyrir því að mér finnst Rodgers vera dýpri kandídat er sá að hann er mikill hugsjónamaður hvað varðar fótbolta. Hann hefur heildarsýn á leikinn, bæði varnarlega og sóknarlega og fyrirmyndir hans eru af hæsta plani (Barca, Ajax, Spánn). Hans útgáfa af tiki-taka er ekki bara skemmtileg sóknartaktík heldur er hápressan og andstæðingurinn-skorar-ekki-án-boltans-hugsunin útpæld varnartaktík. Enda hélt Swansea hreinu 14 sinnum í PL í vetur og 23 sinnum (minnir mig) í CL. Og það er ekki rétt sem oft er haldið fram að hann hafi tekið við fullbúnu skipi Martinez hjá Swansea því að Paulo Sousa var stjóri þar í milli. Þar var því verk að vinna og hans módel er öðruvísi en RM.

  Brendan Rodgers hefur verið að byggja upp sína þekkingu, heimspeki og færni sem þjálfari í heil 19 ár. Tvítugur að aldri fer hann á fullt í það eftir alvarleg meiðsli. Má segja að hann hafi klárað menntaskóla Steve Coppell, útskrifast úr háskóla Jose Mourinho og er núna að vinna að doktorsgráðu sinni hjá Swansea. Hann er sprenglærður og er í stöðugri endurmenntun með því að ferðast um Evrópu að læra nýjar þjálfunaraðferðir. Það er eitthvað spes við þennan gaur.

  Reyndar svipar honum margt í bakgrunni til AVB en það sem hann hefur umfram hann er að Rodgers er frábær man-manager. Nær einstaklega vel til sinna leikmanna og kallar þá gjarnan með nafni og viðskeytið “my friend” í viðtölum. Allar hans æfingar eru í senn úthugsaðar, skemmtilegar og árangursríkar. Hann lærði líka að undirbúningur er lykillinn að velgengni frá Mourinho og það skín í gegnum öll hans vinnubrögð.

  Þegar ég fór fyrst að lesa að einhverju viti um þennan mann þá líkaði mér strax vel við þá tilhugsun að hafa hann að stýra uppáhalds liðinu mínu. Gegnheill karakter, vinnusamur og með frábæra sýn á fótboltann. The real deal.

  Svo er það spurning um DoF en ég tel Rodgers vel opinn fyrir því fyrirkomulagi enda hans helstu fyrirmyndir í fótboltanum með þess háttar kerfi. Þó er Rodgers mjög naskur á kaupum á leikmönnum eins og Gylfi Sig, Sinclair, Vorm, Britton o.fl. sanna. Hann smellpassar inn í allar pælingar um Soccernomics eða MoneyBall. Tengingar hans við Barcelona-skólann mun bara styrkja heildarkonsept LFC hafandi Segura, Borrell og hugsanlega van Gaal hjá klúbbnum.

  Núna bíð ég bara spenntur eftir því að sjá leikritið spilast í gegn og hver verður leynigesturinn í hlutverki DoF. Heilt sumar fram undan af vangaveltum um nýja leikmenn og pælingar. Spennandi tímar.

  YNWA

 70. Ég er einn af þeim sem var ekkert rosa hrifinn af rodgers eða martinez. En ég býð Rodgers samt velkominn til starfa, og styð hann 100% í þessu verkefni. Því þrátt fyrir allt þá er hann núna að stjórna liðinu mínu, LIVERPOOL.

  Ég vona að hann komi með ferska vinda til rauða hluta Liverpoolborgar og rífi Liverpool football club upp úr meðalmennskunni.

  YNWA

 71. 81 Helgi

  Einmitt – við vitum nefnileg, af gefinni reynslu, að fortíðin er það sama og nútíð/framtíð…. Halda menn að það sé nóg að ná í mann með því að fletta upp prósentustats á WIKI, finna einhvern sem er á milli 60-70% og halda að þá sé þetta komið, félagið komið á stall með Elítunni aftur og PL titillinn 2012/13 kominn í hús, bara formsatriði.

  Ég veit ekki hvar þú hefur verið s.l. 3 ár. 6 sæti, 7 sæti, 8 sæti. Það er uppbyggingarstarf í gangi – velkominn til starfa Rodgers.

 72. Hérna er samt athyglisverð af Zonal Marking um það hvernig Swansea náði að vera mikið með boltann en á sama tíma náðu þeir ekki mörgum marktilraunum.

  http://www.zonalmarking.net/2012/05/04/the-relationship-between-possession-and-shots/

  Hvort þessi fræði segi okkur að Brendan Rodgers vilji að sínir leikmenn séu þolinmóðir og bíði eftir góðum færum eða hvort Rodgers sé ekki búinn að fullkomna leikstíl sinn skal ég ekki dæma um. Þetta er samt fróðleg lesning fyrir okkur hámenntuðu Liverpoolsófaletidýr.

  YNWA

 73. Þetta á eftir að vera áhugavert ég get ekki skilið afhverju menn tala um metnaðarleysi og meðalmensku af því að það er verið að ráða þjálfar Swansea. Menn ættu að lesa öll þess komment sem benda á að felstir af bestu stjórunum í dag hafa verið ráðnir til bestu liðana með tiltölulega litla reynslu af því að stýra stóru liði.

  Ég verð að hrósa FSG fyrir hugrekki en af því sögðu þá hafa þeir einmitt gert þetta áður með mjög góðum árángri hjá Boston.

  Ég er ekki á einhverju bleiku skýi og ég er ekki að nenna að lesa allar greinar sem til eru um Brendan Rogers en ég vona bara að hann eigi eftir að gera Liverpool aftur að meisturum ég vona að hann fái tíma til að gera það og við þurfum ekki að vera að leita af enn einum stjóranum næsta vor.

  En eitt svona í lokinn hefði ekki verið áhugavert að ráða bara Benitez sem DoF hefur hann ekki einmitt allt til að bera til að vera þar. Annars var ég mest spenntur fyrir Johan Cruyff í þá stöðu en Van Gaal er örugglega mjög góður líka. Nú er bara að sjá hvað gerist á leikmannamarkaðnum og hvaða leikmkenn fara frá félaginu í sumar og hverjir koma.

  En ef menn búast við því að það verði eitt 100 milljónum í leikmanna kaup og liðið verði í topp baráttu á næstu leiktíð þá myndi ég bara panta mér tíma strax hjá geðlækni og fá Prozak.

 74. Tell þetta góða fréttir um Brendan Rodgers spennandi verður sjá hver verður DOF

  Fyrir þá sem hlógu á Liverpool þegar Brendan Rodgers Neitaði tala við Liverpool og Sögðu hversu lágt Liverpool var komið að meiri segja Brendan Rodgers sagði Nei.

  Who’s laughing now 🙂

 75. Semsagt staðfest ? BBC er allavegana með þetta sem staðfesta frétt !

  Jæja þetta verður virkilega spennandi hjá okkur og verður gaman að sjá hvaða áherslur hann verður með, hvaða menn hann vill nota og hvaða kerfi hann mun láta okkur spila.

 76. Þetta er ekki staðfest fyrr en opinbera síðan, David Whelan eða Echo koma með það staðfest. BBC er ekki nóg fyrir mig þó þeir hljóti nú að teljast ansi líklegir.

 77. Ef Rodgers er að koma þá er ég til í að fá Gylfa líka. Þá má Adam fara í staðin.

  Annars líst mér ekki ílla á Rodgers. Hann gæti náð góðum árangri með betra lið en Swansea.

  Svo vorum menn að tala um að Rodgers er ekki með plan B, ef sendingar boltinn hans virkar ekki. En við höfum vopn í Carroll ef hann vill fara í háar sendingar inní teik þá er það alltaf hægt með Liverpool. Var erfiðara með Swansea þar sem margir leikmenn þeirra voru frekar litlir og ekki þekktir fyrir að vera góðir skallamenn.

 78. Get sagt mönnum það að samkvæmt áræðanlegum heimildum mun Gylfi Sig ekki skrifa undir samning við Swansea fyrst Brendan Rodgers er ekki þar lengur!

 79. Held að við séum komin með öruggar heimildir á mörgum stöðum. Sýnist allt stefna í Brendan Rodgers og þá bara styðjum við hann. Ef af verður.

  Hans bíður verðugt verkefni en ég tel hann þó hafa margt gott til brunns að bera og hann var með mun stærra hlutverk í hjóli Chelsea en t.d. Mourinho, þó starf unglingaþjálfara hjá Chelsea sé nú svosem ekki búið að vera lengi gjöfult.

  Það er búið að reka hann einu sinni, sem meistari Benitez sagði einhvern tíma að væri sinn besti og mesti lærdómur, hann tók við Reading að hausti og í desember þótti nóg komið þar. Eftir frí þar sem hann flakkaði um og lærði tók hann verkefnið Swansea að sér og það hefur vissulega verið skemmtilegt að sjá það lið í vetur.

  Við skoðum hann betur væntanlega ef/þegar þetta verður gert officialt en ef þessi ráðning verður er ýmislegt sögulegt í gangi, fyrsti Norður Írinn til að stjórna liðinu og sennilega fyrsti aðkomuþjálfarinn (sem ekki kom í gegnum kerfi LFC) sem er ráðinn sem ekki hefur unnið titil á þjálfaraferli sínum.

  Vonandi breytist það hratt og örugglega. Varðandi það að við tökum upp leikkerfi hans þá myndi ég nú frekar hafa áhyggjur af mönnum sem ekki eru vanir að spila með hápressu en sendingarmönnum. Varnarmenn Swansea eru engir silkifótboltamenn, þeir spila mest sín á milli eða til baka, þar til að miðjumennirnir pikka boltann upp, sem er flott uppskrift.

  Ég hlakka miklu meira til að sjá hvernig leikmennirnir munu bregðast við því að pressa lið ofarlega á vellinum, sem m.a. þýðir gríðarlegan aga og skipulag í varnarlínu og á miðri miðjunni sökum þess að í flestum tilvikum er pressa leyst með löngum bolta fram á við.

  Ég hef trú á því að leikmenn eins og Bellamy, Downing, Kuyt, Gerrard, Henderson, Jonjo og Lucas verði glaðir. Væntanlega Suarez líka þó hann eigi til að vera óagaður í pressunni. En spurningin verður hvernig Carroll, Maxi, Adam og Spearing eiga eftir að koma út úr því.

  Hafandi komið að Gylfa Þór á ungum aldri væri nú óskaplega gaman að blikka hann og pabba hans komna í Liverpool búningi og það myndi gleðja mitt rauða hjarta að hafa snúið honum frá villu sinni! Hins vegar er ég ekki viss um að það væri rétt skref á hans ferli þar sem við erum nú þegar overcrowded með miðjumenn og hann fengi ekki eins stórt hlutverk í okkar hóp og hjá Swansea. En hann fellur að leikstíl Rodgers, það er ljóst. Kannski fullt verði selt bara!

 80. “Við keyptum Charlie Adam í fyrra með mjög svipað track record og Gylfi og var að spila svipað hlutverk hjá sínu liði og Gylfi hjá Swansea.”
  Já þeir eiga svipað track record ? Gylfi var markahæstur í champions deildinni 2009-2010, markahæstur hjá Hoffenheim og leikmaður ársins hjá Hoffenheim 2010-2011, leikmaður Mars mánaðar og top3 besti miðjumaður PL eftir áramót í ár.
  Charlie Adam afrekaði ekki neitt af þessu, var kannski top10 besti miðjumaður deildarinnar aldrei meira en það. Svo er Gylfi 4-5 árum yngri en C.Adam, svo þessi staðhæfing hjá þér er vægast sagt SJÚK.

 81. 88 Babu

  @LivEchonews
  We can confirm Brendan Rodgers has left his job as Swansea City manager – more to follow

 82. Gylfi fengi alltaf stórt hlutverkt hjá LFC enda betri en bæði Adam, Henderson og Spearing.
  Hinsvegar ef Rodgers verður ráðinn vona ég að hann fái að versla 3-4 leikmenn sem komast hraðar en sniglarnir okkar og geti spilað boltanum með jörðinni eins og á að spila fótbolta. Ef Rodgers fær ekki að versla leikmenn heldur LFC áfram að skíta á sig eins og undanfarin ár og það viljum við ekki. Skiptir engu hver tekur við ef hann fær ekki peninga.

 83. A – ég var nú aðallega að koma þessum stórgóða og ekkert ofnotaða David Whelan brandara að 🙂

  B – BBC eru ansi pottþéttir en ekki örugg heimild og svoalagað er ekkert staðfest fyrr en við sjáum manninn með trefil á Anfield. Geng samt út frá því að Rodgers sé að koma til Liverpool og fagna því. Bjóst ekki við því fyrir 2 vikum.

 84. Rodgers: “Barcelona’s been my inspiration. I spent many years travelling there learning about the model of Louis van Gaal.”

 85. Ætli Carra hafi þá ekki spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool, eða svona hér um bil.

 86. Sky sports news voru að koma með frétt um að Rodgers hefði sagt Swansea að hann vildi verða stjóri á Anfield en að honum hefði ekki enn verið boðið starfið.

 87. 101 – staðarblaðið segir annað (Wales) – staðfesta 3ára samning.

  102 – Frábær skrif, betri röksemdarfærsla og ótrúlega vel sett fram og rökstutt. Kúdós

 88. Mér leist aldrei vel á Martinez. Hann fór í sumarfrí til sólarlanda eftir tímabilið á meðan Rodgers var að skoða æfingar hjá Barcelona og æfingaleiki. Ég kæri mig bara ekkert um enn einn manninn til Liverpool sem er viðloðandi botnbaráttu ár eftir ár þó hæfileikaríkur sé.

  Að fá blóðheitann Norður-Íra eins og Rodgers með Luis Van Gaal gæti smellpassað. Þeir hafa svipaða hugmyndafræði og spilastíl. Mjög metnaðarfullur hugsjónamaður eins og Rodgers með hrokafullum reynslubolta eins og Gaal gæti vel virkað til að vekja þennan sofandi risa sem Liverpool er í dag.

  Líst líka vel á að Rodgers hefur unnið fyrir José Mourinho og hvernig sá portúgalski hefur talað um Rodgers.
  If that appointment with the Royals was a boost, then the subsequent arrival of a certain Portuguese manager at Chelsea was a rocket in the right direction.

  “Jose Mourinho was looking around for a new head of Chelsea’s academy and reportedly head-hunted the Northern Irishman who had a growing reputation in youth football circles. Born exactly 10 years to the day before Rodgers, Mourinho saw other characteristics which mirrored his own and gradually promoted the former Ballymena United man through the club.
  “I like everything in him,” Mourinho said. “He is ambitious and does not see football very differently from myself. He is open, likes to learn and likes to communicate.”

  http://www.bbc.co.uk/news/uk-northern-ireland-13601736

  Mér líst líka vel á að maðurinn mætir með Swansea á stærstu útivelli Englands og reynir að spila fótbolta af hugrekki án ótta og tekur álagið af leikmönnum þegar eitthvað klikkar. Það hefur hrjáð Liverpool lengi að við höfum ekki 1 aðal spilastíl og okkar eigin karakter sem lið. Valdið því að okkur vantar allt consistency og sjálfstraust en erum frábært bikarlið. Leikmenn þurfa að vita hvers sé ætlast af þeim og skipt út ef þeir eru ekki að gera hlutina rétt. Menn hafa verið valdir of mikið í Liverpool liðið útfrá nafninu og fyrri afrekum.

  Það sem Liverpool vantar helst í dag er hraði, tækni og dassi af sjálfstrausti. R&G hafa getuna til að koma með allt þetta til Liverpool og Van Gaal ætti að hafa samböndin útum allt til að geta laðað góða metnaðarfulla leikmenn til liðsins.

  Fyrst Dalglish var látinn fara vildi ég fá metnaðarfulla og allt að því hrokafulla menn í staðinn til Liverpool sem höfðu getuna til að vinna vel saman sem ein heild. Það sýnist mér hafa tekist. Nú er bara að vanda vel leikmannakaupin í sumar og fá góða fitness-þjálfara til liðsins. Koma liðinu í alvöru stand og byrja 2013 tímabilið frá fyrsta degi á fullu. Hefja tímabilið af old school Norður-Írskri vinnusemi og taka hvern leik fyrir sem styrjöld sem verður að sigra.
  Vonandi verður Liverpool núna eins og eimreið þar sem allir innan klúbbsins eru að róa í nákvæmlega sömu átt. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér og allt það.
  FSG virðast vera með heildarplan fyrir framtíð liðsins. So far so good að mínu mati.

 89. Eru Henry og Co eitthvað á leið til UK ? Hefst ekki formleg sala á búningunum undir merkjum Warriors á föstudaginn og þar með vonandi gæfuríkt samband Warrior og Liverpool. Er föstudagurinn semsagt stóri dagurinn með alsherjar lúðrablæstri og tilheyrandi hullumhæi….

 90. það er voða lítið að gera annað en að refresha official síðuna og bíða eftir staðfestingu… það hlýtur að gerast í kvöld þar sem þetta er búið að leka út

 91. Ég er persónulega mjög spentur fyrir rodgers og sérstakalega útaf því að maður gat ekki annað en dáðst af fótboltanum sem swansea spilaði og þeir reyndu lika að spila svona bolta á móti stóru klúbbunum sem sýnir ákveðið statement að hann vilji spila pass and move fótbolta alltaf.

  En hann þarf tíma eins og allir aðrir og ég vona að hann fái hann til þess að koma sýnum kerfum í gang og einnig að hann fái að versla 3 – 4 nýja leikmenn útaf því að maxi , kuyt og Aquilani og jafnvel cole gætu farið í sumar.

  Og svo verður lika spurning hvernig hápressuboltinn virkar fyrir Liverpool og ég mann t.d þegar villas boas reyndi að spila þannig með chelsea litu varnarmennirnir hjá þeim oft illa út sérstaklega Terry sem er ekki beint sá hraðasti en ég hef samt ekki áhyggjur af því að þetta kerfir henti Agger eða Skrtel en ég hef ákveðnar efsemdir um að þetta hennti carra eða coates. En með svona bolta fáum við vonandi það sem við viljum fleiri mörk sem vantaði svo mikið á síðasta tímabili og vonadi leiðir þetta kerfi til þess að fleiri liverpool leikmenn verði inní teignum þegar við erum að sækja (maður gat pirrað sig endalaust á því á síðasta tímabili).
  http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/18272662 hér er svo smá klippa af rodgers þar sem hann talar um hvernig hann vill spila

  En það er ljóst að það eru nýjir og spennandi tímar frammundan
  Y.N.W.A

  http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/18272662

 92. Mér er sama þótt hann spili pass&move bolta. Svo lengi sem hann kemur skipulagður og undirbúinn í alla leiki, þá er ég sáttur. Fannst það vanta hjá Kenny.

 93. Swansea búnir að gefa út yfirlýsingu þar sem kemur fram að félögin eigi aðeins eftir að ganga frá samningum sín á milli, þ.e. hvað Liverpool þarf að borga fyrir Rodgers, annað er klappað og klár

 94. Official:

  Dan Roan ?@danroan
  A statement from Swansea City chairman Huw Jenkins: “I was contacted by Liverpool last night..

  Dan Roan ?@danroan
  and his views on whether he wanted to speak to Liverpool. “He expressed his wish with me to do that and he has spoken to Liverpool today.

  Dan Roan ?@danroan
  “At the moment we are currently in talks with the owners to agree compensation. We are trying to finalise that within the next 24 hours.

  http://www.swanseacity.net/page/Latest/0,,10354~2793289,00.html

 95. Það er einmuna veðurblíða – njóttum þess – drögum andann og leyfum hlutunum að gerast !

  YNWA

 96. Ég sá hann einu sinni taka víti og þá brend´ann Rodgers af;)
  En annars líst mér djöfull vel á hann.

 97. Ég er ekkert að hata þessa ráðningu og hvernig er það gæti Joe Cole átt endurnýjunlífdaga með Rodergs?

 98. Spenntur, ég held að þessi nýji strúktúr á okkar ástsæla klúbb geti gengið. Ég er í það minnsta tilbúinn að prófa.

  YNWA

 99. Tek undir með steina að eg er ekkert spenntur fyrir gylfa, höfum lítið við hann að gera en spurning hvort Rodgers hafi ekki ahuga a að fa dyer eða sinclair með ser frekar, gætum alveg haft not fyrir einn eldfljotan i viðbot við liðið.

  Hvor þeirra er annars meira spennandi dyer eða sinclair? Er ekki annar þeirra hægri vængur?

 100. Afsakið svolítill útúrdúr..
  Ef ég heyri einn enn fimmaurabrandarann um “Brendan(n) Rodgers” þá gubba ég…. Þeir eru hver öðrum slakari.

 101. Ég get ekki sagt að ég sé mjög spenntur yfir þessum fréttum og mér finnst vera mjög mikill Hodgeson fnykur af þessu öllu saman. Ég er annsi hræddur um að það verði orðið algjört stjórnleisi á áhorfendapöllunum hjá Liverpool um áramótin sökum slaks gengis og spái því að Rodgers endist ekki út heilt tímabil. Ég á líka von á því að það fari einhver stór nöfn frá Liverpool í sumar. Ég á líka ekki von á því að það komi nein stór nöfn til Liverpool í sumar. En ég vona líka að sjálfsögðu að ég þurfi að éta þetta allt ofan í mig. Ég mun að sjálfsögðu styðja Brendan Rodgers sem stóra fyrst að svona er komið but I have got a bad feeling in my gut.

 102. Guð hjálpi okkur nú !

  BR er búinn að vera stjóri í 4 ár.
  Hjá stórliðum eins og Watford, Reading og Swansea, þar áður var hann leikmaður hjá stórveldinu Bellymena United !

  Hans helst afrek er að vinna playoffssætið í fyrra með Swansea.

 103. 122 Finnst þér ekki afrek að spila frábæran bolta með nýliðum Swansea á sínu fyrsta tímabili ensku úrvalsdeildinni og enda í 11. sæti??? Nokkuð góður árangur ef þú spyrð mig.

 104. djöfuls svartsýnisraus er þetta. hvað hefur nýr framkvmdastjóri Barcelona afrekað? og í guðanabænum ekki líkja Brendan við Roy H

 105. Stöndum með okkar NÝJA manni. Ég var gráti næst þegar kóngurinn var rekinn, ég mun gefa nýjum manni séns – allavega eitt tímabil eða svo -jafnvel meira.

  Ungur og spennandi stjóri sem gaman verður að sjá hvernig gengur að ná árangri með stórlið – vonandi er þetta rétt ákvörðun – ég bakka hana allavegana upp – YNWA.

 106. jújú 11 sæti á fyrstu leiktíð í úrvalsdeild er fínn árangur en stjórar á borð við owen Coyle, Phil Brown, Ian Halloway ofl ofl hafa allir gert það líka ….
  Myndum við vilja þá ?
  Og @39 þetta er einhvað mesta bull sem ég hef heyrt að bera þennan BR við menn eins og Wenger sem vann frönsku deildina 2x áður hann tók við Arsenal, Mancini vann allt sem leikmaður, bikarinn með lazio og forentina og deildina 3x með Inter áður en Man city réð hann.
  Mori vann allt með Porto meðal annars CL.
  Fergie gerði Aberdeen að meisturum í Skotlandi (síðast sem annað lið en Celtic eða Rangers vann) og MU var engin risaklúbbur áður en hann tók við þeim.
  Conte og Pep unnu allt sem leikmenn sem hægt var að vinna sem leikmenn áður en þeir tóku við, þannig þeir eru ekki beint einhverjir nobodies…..

  Og hinir jú undantekningin sem sannar regluna, you got to be a winner to become a winner !

 107. 126

  Hann er fyrsti stjórinn til að gera það spilandi flottan bolta og dóminera leiki ! Svo hafa hinir ekki verið lærlingar hjá manni á borð við mourinho og farið til spánar til að læra hugmyndafræði liða á borð við Barcelona 🙂 Ég er sjálfur í skýjunum með hann

 108. Neikvæðin í mönnum hér og annarstaðar er ótrúleg. það er búið að drepa manninn áður en hann fær séns til að sýna hvað hann getur? stuðningsmenn Liverpool hafa verið að byðja um sóknarbolta síðan ég byrjaði að halda með liverpool upp úr aldarmótunum. Síðan núna loksins þegar það kemur ungur þjálfari, sem byggir sinn leik upp á sóknarbolta, þá er hann skotinn niður því að hann hefur ekki reynslu?, hefur ekki unnið neitt? einhversstaðar verða menn að byrja og fá sénsinn.

  Þessi ráðning hja FSG minnir mig mjög mikið á þegar Liverpool réð mann að nafni Bill Shankly, ef menn þekkja söguna þá var hann ekki búinn að gera neitt margt mergilegt, búinn að vera þjálfa neðrideildarlið allan sinn feril. En hann gjörsamlega breytti klúbbinum og gerði Liverpool að því liði sem það varð næstu áratugina. Núna er kominn önnur bylting og ég hef fulla trú á Brendan Rodgers á meðan hann verður stjóri Liverpool og þangað til að hann fær allavega þetta ár eða næstu 2-3.

 109. Vá… þvílík rök !
  Er hann góður stjóri af því hann hrífst að því hvernig Barca spilar, hver í heiminum gerir það ekki þegar þeir spila sinn bolta !

 110. Virðing drengir og stúlkur! Berum virðingu fyrir þeim sem veljast til forystu fyrir félagið okkar. Við skulum m.a.s. bera virðingu fyrir Roy Hodgson þótt hann hafi farið sneypuför.

  Það er fáránlegt að níða skóinn af þjálfara sem er virtur af leikmönnum sínum og öðrum reyndum og mikilsverðum þjálfurum áður en hann hefur tekið til starfa. Almennt er Brendan talinn einn efnilegasti þjálfari Englands. Fyrir utan að aðeins ein leið er fær til að dæma menn og það er af verkum þeirra. Þannig á það að vera.

  Það er býsna bratt af sumum hér að taka upp mykjudreifarann og hrauna yfir Brendan. Eru þeir sem tala um Brendan Rodgers sem einhvern minnipokamann með svona mikið vit á fótbolta? Hvar skyldu þeir vera að þjálfa?

 111. Mín skoðun er sú að þetta nafn er töluvert óspennandi, maður er vanur að vera að spá í einhverja kanónur í þessa stöðu en það verður að segjast að Swansea spilaði mjög skemmtilegan fótbolta undir stjórn Rodgers og þetta er nákvæmlega það sama og FSG gerði með BRS.

  Það verður allavega seint sagt að Liverpool mönnum leiðist…

 112. Ég er hæstánægður, ég tel að hans fótboltahugmyndir eigi bara eftir að gera liðið skemmtilegra áhorfs og úrþví hann gat látiuð ódýra leikmenn Swansea spila svona skemmtilegan bolta þá held ég að hann gæti gert ansi skemmtilega hluti með peninga á milli handanna.

 113. Ég ætla nú bara að taka “the Secret” á þetta: ég er viss um að Brendan Rogers á eftir að takast mjög vel upp með Liverpool. Hann á eftir að ná því besta úr þeim leikmönnum sem eru þarna fyrir nú þegar, og á eftir að bæta leikmannahópinn með fáum en vel úthugsuðum kaupum. Kemst í meistaradeildina næsta vor, og það örugglega.

  Þið lásuð það fyrst hér.

 114. Comment 14 sefir allt sem segja þarf (ásamt greininni sem fylgdi með pistlinum).

  Vandræði LFC BYRJUÐU þegar við fórum að ráða stór nöfn í stólinn. Svo þessi andskotans “Við erum Liverpool og við sættum okkur við ekkert nema það besta” hroki og barnaskapur sem virkilega pirrar mig. Ef þessir kanar GÆTU tekið upp budduna og skellt 500m punda á borðið og farið að versla myndu þeir gera það! Það sem kanarnir hisnvegar eru að plotta er að koma klúbbnum í “sjálfrekanlegt” form með svipan til Lyin, Bayern, Barca osfrv. Berjast þannig gegn olíufurstunum.

  Ég segi “JÁ” við Brendan Rodgers. Ef þetta plott gengur upp hjá þeim erum við að tala um endurlífgun LFC. Það er hugsun á bak við þetta annað en oft hefur verið gert. Ungur og hungraður stjóri sem er óður í að sjúga í sig ferskar hugmyndir. Akkúrat sem við þurfum. Næla í Gylfa núna.

 115. **Traustu Trausta,

  Talandi um góð rök:

  jújú 11 sæti á fyrstu leiktíð í úrvalsdeild er fínn árangur en stjórar
  á borð við owen Coyle, Phil Brown, Ian Halloway ofl ofl hafa allir
  gert það líka ….

  Heldur þetta vatni, má ég sjá:

  1) Phil Brown: 17 sæti á sinni fyrstu leiktíð í PL með Hull, rekinn þegar það var í fallsæti þá næstu. Niðurstaða: Nei

  2) Owen Coyle: Byrjaði tímabilið með Burnley, tók við Bolton í janúar. Endaði í 14 sæti með Bolton (féll svo í ár) á meðan Burnley féll. Niðurstaða: Nei

  3) Ian Holloway: Kom upp, féll árið eftir. Niðurstaða: Nei

  Hvernig orðaðir þú það aftur ?

  Vá… þvílík rök !

  Svo að næsta hluta:

  Og @39 þetta er einhvað mesta bull sem ég hef heyrt að bera þennan BR
  við menn eins og Wenger sem vann frönsku deildina 2x áður hann tók við
  Arsenal, Mancini vann allt sem leikmaður, bikarinn með lazio og
  forentina og deildina 3x með Inter áður en Man city réð hann. Mori
  vann allt með Porto meðal annars CL. Fergie gerði Aberdeen að
  meisturum í Skotlandi (síðast sem annað lið en Celtic eða Rangers
  vann) og MU var engin risaklúbbur áður en hann tók við þeim. Conte og
  Pep unnu allt sem leikmenn sem hægt var að vinna sem leikmenn áður en
  þeir tóku við, þannig þeir eru ekki beint einhverjir nobodies…..

  Það var engin að bera BR við þessa herramenn. Það var verið að benda á þá ofur-einföldu staðreynd að til þess að vinna bikara, deildir og hvað það nú heitir þá þurfa menn að fá stóra tækifærið. Svipað og Pep fékk með sitt eina ár sem þjálfari á CVinu, Klopp fékk þrátt fyrir fall með Mainz og Rafa fékk þrátt fyrir að vera rekinn tvisvar og fallið einu sinni.

  Jájá, pep var frábær fótboltamaður. En það er bara ekkert samasemmerki á milli þess að vera frábær að spila fótbolta og að vera sigursæll þjálfari. Spurðu bara Souness.

  Ég hef ekki séð einn mann, hvorki hér, ynwa, rawk eða ehstaðar annarsstaðar segja að BR hafi verið þeirra fyrsti kostur í þessa stöðu. En þetta er djörf ráðning. Enginn, ekki einu sinni þú með þín skotheldu rök, getur neitað því að BR er efnilegur og spennandi stjóri.

  En eins og með efnilega leikmenn er himinn og haf á milli þess að vera efnilegur og (heims)klassa. Við eigum það allir sameiginlegt hérna að vona að BR fái þann tíma, stuðning og búi yfir þeim eiginleikum sem menn þurfa að hafa til þess að taka þetta stökk og leiða okkur inní bjartari og betri tíma. 8, 7 og 6 sætið er einfaldlega of lélegt og laðar ekki að sér stærstu bitanna, hvorki þegar horft er til leikmanna eða þjálfara.

  Svo:

  Guð hjálpi okkur nú !

  BR er búinn að vera stjóri í 4 ár. Hjá stórliðum eins og Watford,
  Reading og Swansea, þar áður var hann leikmaður hjá stórveldinu
  Bellymena United !

  Hans helst afrek er að vinna playoffssætið í fyrra með Swansea.

  Lestu eitthvað aðeins um hann annað en WIKI. Gefðu manninum smá credit, smá séns. Lestu t.a.m. það sem Jose, vinur þinn, hafði um hann að segja. Menn bera mikla virðingu fyrir honum, annað en þú, hann kemur að borði með ferskar hugmyndir og með ýmsa góða kosti. Einungis tíminn getur svo dæmt um það hvort við virkilega þurftum á hjálp guðs að halda eða ekki. Er hann ekki annars hættur að spila ?

  Við erum nú nýbúnir að vera með þjálfara, sem ekki var efnilegur – hann var kóngur með fullt af titlum undir beltinu. Það skilaði sér undir Everton í deildinni, fæstu stig í sögu LFC síðan 3 stiga reglan var tekinn upp – en já, við vorum auðvitað alveg frábærir í þessum leik gegn Arsenal á Anfield , sem reyndar tapaðist en það kemur málinu ekkert við. Nýr stjóri, nýjar áherslur, nýjir tímar – það er aldrei 100% vissa fyrir því að menn standi sig – sama hvað ferilskráin eða WIKI segir. BR hefur ekkert minni möguleika en aðrir, gefum honum tíma.

 116. Þeir sem eru að hrauna yfir þetta eitthvað verða bara að gera sér grein fyrir því að Liverpool hafa verið að skíta á sig seinustu tímabil og geta ekki farið í það að fá eitthver svakaleg nöfn í þessa stöðu. Vona bara að styðningsmenn og leikmenn eigi eftir að taka honum vel og hann fái þann séns sem hann þarf hjá klúbbnum ekki segja honum upp um áramót t.d. og þá held ég að hann eigi eftir að gera mjög góða hluti hjá Liverpool.
  YNWA <3

 117. Veit ekki hvort einhver hérna er búinn að “pósta” þessu

  http://www.youtube.com/watch?v=gLFQODf8SpE

  Þarna ræðir Rodgers meðal annars um hvernig liðið hans fór að spila kick and run þegar þeir voru 2-0 yfir gegn Wolves og leikurinn endaði 2-2. Hann vill láta liðið spila fótbolta, hvort sem það er yfir eða undir. Þetta hefur oft vantað hjá Liverpool.

  Hann vill ekki sjá liðið fara í panic þegar hitt liðið pressar og vill geta haldið bolta. Ef að liðið þitt er með boltann þá getur hitt liðið ekki skorað, þetta er lykillinn að fótbolta í dag, possesion !. Þetta kann Roy ekki, þetta kann Coyle ekki, en þetta kunna Rodgers og Martines.

  Lesið ykkur til um þessa menn sem eru orðaðir og myndið svo skoðun. Ekki hrauna hérna á spjallinu yfir hinu og þessu sem þið hafið takmarkaða eða enga hugmynd um.

 118. lýst vel á þetta það er eitthvað svo spennandi við rodgers:)spurning hvort hann nái að vekja eitthvað af þessum mönnum til lífs nefni engin nöfn( downing, cole adam og suarez ef hann verður sáttur með þessa ráðningu)YNWA

 119. Frábært !!:… AF HVERJU EKKI HELV. GUIRDIOLA *????.. af hverju stjóra sem hefur ekki sannað sig né neitt !!…. þessi maður er ekki að fara vinna deildina á næstu árum !! það er klárt mál !!…

 120. Af hverju vilja allir Brendan Rogers? Ég vil minn Rogers medium-rare….það er jú besta steikin.

  Kv, Brjánn Breki

 121. Ég hlakka bara til að fara horfa áLiverpool spila samba bolta næsta vetur.Ég vona að Gylfi komi líka þetta verður bara gaman.

 122. “Rodgers was the main reason Gylfi wanted to sign for Swansea”.

  Tekið af facebook síðu Gylfa, hlýtur að hafa gefið leyfi fyrir svona yfirlýsingu!?

  Eða hvað ?

 123. Rodgers vill pressa hátt og spila pass and move bolta, og ég held að flest allir Liverpool stuðningsmenn vilja það líka. Og ég spyr bara er það ekki málið!!! Og eftir að hafa lesið greinina hans Tomkins er ég sannfærður um að þetta er að fara í rétta átt hjá okkur, þó svo að ég vilji fá svona 3-4 nýja menn inn. Sem sjómaður þá finnst mér þetta vera fiskilegt

 124. 139

  Frábært !!:… AF HVERJU EKKI HELV. GUIRDIOLA *????.. af hverju stjóra sem hefur ekki sannað sig né neitt !!…. þessi maður er ekki að fara vinna deildina á næstu árum !! það er klárt mál !!…

  Afhverju ekki Guardiola vegna þess að Liverpool hefur ekki tíma á því bíða eftir honum þangað til hann kemur úr sínu frí.

  Hann hefur víst sannað eitthvað hann hefur kom Swansea upp um deild sem Enginn spáðu fyrir myndi gerast svo sögðu Allir þetta lið myndi fall en Nei hann náði 11. sæti

  Hvað hafði Tito Vilanova sannað til þess vera næsti Knattspyrnustjóri Barcelona ?hvað hafði Mauricio Pellegrino sannað til vera Knattspyrnustjóri Valencia?
  Hvað hafði Andrea Stramaccioni sannað til vera Knattspyrnustjóri Inter Milan?

  Allir Þessir Knattspyrnustjórar hafa ENGA reynslu á stjórna Knattspyrnulið.

  Minnsta kosti hafði Brendan Rodgers reynslu sem Knattspyrnustjóri og hafði náð góðum árangri með Swansea.

  Trausti Trausta

  Og @39 þetta er einhvað mesta bull sem ég hef heyrt að bera þennan BR við menn eins og Wenger sem vann frönsku deildina 2x áður hann tók við Arsenal, Mancini vann allt sem leikmaður, bikarinn með lazio og forentina og deildina 3x með Inter áður en Man city réð hann.
  Mori vann allt með Porto meðal annars CL.
  Fergie gerði Aberdeen að meisturum í Skotlandi (síðast sem annað lið en Celtic eða Rangers vann) og MU var engin risaklúbbur áður en hann tók við þeim.
  Conte og Pep unnu allt sem leikmenn sem hægt var að vinna sem leikmenn áður en þeir tóku við, þannig þeir eru ekki beint einhverjir nobodies…..

  Þegar ég nefndi þennan lista á þá eiga ALLIR ÞESSIR Knattspyrnustjórar sameignlegt það er að þeir vöktu athylgi á Stórliðum þegar voru stjórna smálið.

  Arsene Wenger náði vinna Frönsku deildina með Monaco sinni fyrstu ár en áður hann tók við það lið féll hann Nancy svo þegar var rekinn frá Monaco bara búinn setja lið 17.sæti

  Mancini hafði unnið tvo bikara sem Knattspyrnustjóri áður en tók við Stórliðið Inter sama má með Redknapp áður en tók við Tottenham hann hafði bara unnið FA Cup með Portsmouth.

  Mourinho vakti athylgi á Porto á því sem hann gerði með Smá liðinu Leira
  Sir Alex Ferguson vakti athylgi á Aberdeen miklu stærri klúbbur en St. Mirren eða East Stirlingshire.og svo að segja Manchester United var ekki risaklúbbur er bara bull og vanvirðing til Matt Busby sem sigraði Real Madrid 10-0 og Vera sá fyrsti enska lið til vinna Evrópu Bikarinn.

  Svo með Conte og Guardiola já þeir unnu allt sem Leikmenn en hvað með Marco Van Basten eða Jurgen Klinsmann þeir unnu líka allt sem Leikmenn en ólíkt þeim Conte og Guardiola höfðu betri árangur sem Knattspyrnustjórar en Van Basten eða Klinsmann.

  Tel Juventus réðu Conte vegna árangurs með Siena heldur en bara vegna þess hann var góður Knattspyrnumaður sama má segja með Barcelona þegar þeir réðu Pep Guardiola.

  Hvað finnst þá um “nobody” Tito Vilanova hvers vegna réðu þeir hann sem hafði ekki slegið gegn sem Knattspyrnumaður og hafði aldrei stjórna Knattspyrnu lið.

  Guð hjálpi okkur nú !
  BR er búinn að vera stjóri í 4 ár. Hjá stórliðum eins og Watford,
  Reading og Swansea, þar áður var hann leikmaður hjá stórveldinu
  Bellymena United !
  Hans helst afrek er að vinna playoffssætið í fyrra með Swansea.

  Þú ættir skoða kannski sögu Rafael Bentiez bera hann við Brendan Rodgers þú átti eftir sjá mjög mikið sem hafa sameiginlegt :
  http://www.lfchistory.net/Managers/Manager/Profile/20

  Báðir Þeir byrjðu stjórna Varalið Stórliða Benitez stjórnaði Varalið Real Madrid meðan Rodgers Varalið Chelsea.

  Ólíkt Benitez þá byrjaði Ferill Rodgers vel með Watford en svo endaði hann illa með Reading sem leiddi til þess að hætti með liðinu meðan Ferill Benitez byrjaði nú ekki sérstaklega vel með Valladolid og Osasuna en varð fyrr en Hann náði að koma Extremadura upp um deild en naði því miður ekki halda Liðinu í La Liga og Hætti með Liðinu.

  En það var ekki fyrr en þeir Báðir fengu sér frí ferðust til Útlanda Bentiez fór skoða hvernig Man Utd, Arsenal og Lið Ítalíu unnu og sama gerði Brendan Rodgers hann fór til Spánar skoðu hvernig Liðin unnu þar meðal Barcelona.

  Svo Tók Þeir báðir Smá lið einhvers staðar langt í Burtu Benitez tóki frá Tenerife og Rodgers frá Wales þeir náðu að koma liðin upp um deild sem varð til þess að Benitez vakti athylgi og var beðinn taka við Valencia jafnvel þótt hann hafa ekki stjórnað Tenerife í La Liga en Rodgers hélt sínu lið áfram og hélt því lið Úrvalsdeild og náði meiri segja 11.sæti sem Vakti athylgi Stórliðinu Liverpool.

  Einsog Segi það eru Spennandi tímar hjá Liverpool.

Heysel

Brendan who?