Heysel

Í dag minnumst við þess að liðin eru 27 ár frá harmleiknum á Heysel-leikvanginum í Brussel. Þá létust 39 knattspyrnuaðdáendur, flestir þeirra Juventus-stuðningsmenn, þegar veggur hrundi í kjölfar óláta milli stuðningsmannahópa Liverpool og Juventus sem voru að leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða. Yfir 600 manns slösuðust einnig.

Juventus vann leikinn 1-0 en það var enginn sigurvegari þann dag. Knattspyrnan tapaði.

Við erum vanir að minnast Heysel á þessari síðu. Ég skrifaði grein í fyrra um þennan harmleik og svo finnst mér vert að minna á frábæra grein sem Einar Örn skrifaði 2004, eða fyrir átta árum síðan, hér á Kop.is.

Við sendum Juventus-stuðningsmönnum nær og fjær góðar kveðjur í dag.

8 Comments

Um stöðu knattspyrnustjóra

Opinn þráður – Rodgers núna (uppfært)