Rafa er sá rétti

Miklar umræður hafa skapast um næsta stjóra Liverpool á spjallborðum heimsins undanfarna daga, enda ekki skrítið. Ég hef verið talsvert að lesa kommentin hér á kop.is og þar inn á milli leynast aðilar sem hafa ákaflega gaman að því að kalla mig og skoðanabræður og systur mínar nöfnum eins og Rafa dýrkendur og þar fram eftir götunum. Ekki ætla ég hérna að reyna að snúa þessu fólki, stundum er það ekki hægt, ég ætla þó að skrifa hérna nokkur orð til að útskýra það af hverju ég telji Rafael Benítez LANG besta kostinn í þeirri stöðu sem við erum í núna.

Byrjum þetta á vorinu 2010. Þar var að mínum dómi tekin sú heimskasta og versta ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu Liverpool FC. Þeir trúðar Purslow, Hicks og Gillett ákváðu þá í miðju söluferli á félaginu, að punga út fleiri, fleiri, fleiri milljónum punda til að skipta út Rafa Benítez fyrir ROY HODGSON. Eftir eitt slakt tímabil hjá liðinu og það eftir að ekki var búið að eyða neinu umfram innkomu í leikmannakaup í nokkrum leikmannagluggum í röð. Ég ákvað að taka saman smá pakka um Rafa og árin hans hjá Liverpool. Það er alveg skýrt í mínum huga að Rafael Benítez með sterkt bakland (lesist sem að þurfa ekki að standa í stríði við eigendur) og smá peninga á milli handanna (20 – 30 millur punda nettó) þýðir bara eitt, árangur:

2004 – 2005
Rafael Benítez ráðinn til starfa eftir að hafa gert Valencia að meisturum á Spáni tvívegis á þremur árum og þar endaði hann á að vinna Evrópukeppni félagsliða. Hann eyddi nettó um sumarið 9,2 milljónum punda og þeir helstu sem hann keypti voru Xabi Alonso og Luis Garcia. Með þeim komu líka Josemi, Nunez og Pellegrino. Markus Babbel, Danny Murphy og Michael Owen hurfu á braut. Í janúar splæsti hann svo í Fernando Morientes og Scott Carson og losaði sig við Henchoz, samtals kostaði það 7,3 milljónir punda. Samtals nettó eyðsla á þessu tímabili var því um 16,5 milljónir punda.

Ekki gekk vel í deildinni, 5. sætið niðurstaðan og aðeins 58 stig. Við duttum strax út í 3. umferð FA bikarsins en komumst í úrslit deildarbikarsins og töpuðum þar fyrir Chelsea. Það sem stóð upp úr var að sjálfsögðu sigur í Meistaradeildinni, eitthvað sem enginn gleymir. Eins og oft hefur komið fram, þá var þetta fyrst og fremst liðið hans Houllier, með þessum viðbótum sem komu um sumarið.

2005-2006
Í sumarglugganum eyddi Rafa um 6,7 milljónum punda nettó. Helstu kaupin þar voru þeir Pepe Reina, Momo Sissoko, Peter Crouch, Zenden og Mark Gonzalez. Út fóru menn eins og Vladi Smicer, Diouf, Pellegrino, Biscan, Vignal, Nunez og Milan Baros. Í janúar verslaði hann svo Daniel Agger, Jan Kromkamp og Robbie Fowler og losaði sig við Josemi. Samtals nettó eyðsla upp á um 6 milljónir punda. Samtals var því net spending um 12,7 milljónir punda.

Gengið í deildinni var fínt, heil 82 stig og 3 sætið. Fórum reyndar bara í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og duttum út í þriðju umferð deildarbikarsins, en FA bikarnum var landað á þessu tímabili. Einnig vannst sigur í European Super Cup og svo tapaði liðið í úrslitaleik í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Heilt yfir fínt tímabil og ekki oft sem að 82 stig skili bara þriðja sætinu í deild.

2006-2007
Smátt og smátt er liðið hans að myndast og keypti hann þá Kuyt, Bellamy, Aurelio, Pennant og Paletta um sumarið með samtals 15,8 milljónum punda nettó. Þá losaði hann sig við Cheyrou, Morientes, Hamann, Traore, Mellor og Kromkamp. Í janúar kom svo Arbeloa, en þeir Warnock, Diao, Pongolle og Kirkland hurfu á braut og fékk hann þar um 4,9 milljónir punda í kassann. Samtals nettó eyðsla þetta tímabilið varð því um 10,9 milljónir punda.

Aðeins kom smá hikst í deildinni, sama sætið og árið áður eða það þriðja, en á 68 stigum. FA bikarinn vonbrigði, út í þriðju umferð og út í fimmtu umferð í deildarbikarnum. Unnum Samfélagsskjöldinn um haustið og komumst svo aftur í úrslit Meistaradeildarinnar, þar sem við töpuðum fyrir AC Milan. Við myndum alveg þiggja svona tímabil í dag.

2007-2008
Þetta var stóra tímabilið þegar kom að eyðslu, nú skyldi næsta skref tekið. Heilar 23,7 milljónir punda í net spending um sumarið í menn eins og Fernando Torres, Lucas, Benayoun, Ryan Babel, Voronin og Insúa. Út fóru Zenden, Dudek, Fowler, Garcia, Bellamy, Gonzalez og Paletta. Í janúar bætti hann svo við Skrtel og Mascherano (var búinn að vera á láni) og út fór Momo Sissoko. Samtals 17,1 milljón í net spending. Heilt yfir þetta tímabilið var mínusinn í leikmannakaupum því um 40,8 milljónir punda. Stór tala, en samt lítil þegar horft er til annarra liða í seinni tíð.

Þetta skilaði okkur heilum 76 stigum, en samt bara 4 sætinu í deildinni. Vorum heilum 11 stigum fyrir ofan liðið í 5. sæti eða jafn langt frá þeim sem sigruðu deildina. Undanúrslit í Meistaradeildinni og út í fimmtu umferð í báðum bikarkeppnunum.

2008-2009
Nú fór að kreppa skóinn, en engu að síður var Robbie Keane keyptur á háa fjárhæð (sem fékkst reyndar nánast alveg tilbaka strax í janúar á sama tímabili). Aðrir sem komu inn voru Degen, Dossena, Cavalieri, N’Gog og Riera. Út fóru þeir Riise, Kewell, Le Tallec, Crouch, Guthrie, Carson og Finnan. Samtals gerði þetta net spending upp á 18,5 milljónir punda (var samt minna, kem inn á það á eftir). Í janúar var svo ekkert keypt, en Robbie Keane seldur aftur eins og áður kom fram. Samtals gerir þetta net spending upp á 2,5 milljónir punda, en líklegast var þetta allt í plús vegna þess að það vantar söluverðið á þeim Finnan og Le Tallec inn í þessar tölur, en þeir fóru samanlagt á gott betur en þessar 2,5 milljónir punda.

Nú var gerð atlaga að titlinum í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær. 86 stig í hús, aðeins 2 töp í deild á tímabilinu og samt bara annað sætið staðreynd. 8 liða úrslit í Meistaradeildinni og út í fjórðu umferð í báðum bikurum. Sterkt lið og nú hefði þurft að bæta við það til að taka næsta skref.

2009-2010
Um sumarið komu inn Glen Johnson, Aquilani og Kyrgiakos og út fóru þeir Sami Hyypia, Xabi Alonso, Arbeloa og Pennant. Samtals fengum við um 150 þúsund pund í kassan af sölum umfram kaupum. Í janúar fengum við svo Maxi inn frítt og út fóru þeir Dossena og Voronin. Samtals vorum við því í gróða upp á um 8,2 milljónir punda.

Liðið sem sagt veiktist talsvert eftir þessa titilatlögu og tímabilið í deildinni klár vonbrigði. 63 stig og sjöunda sætið staðreynd. Deildin vannst á 86 stigum, sem var einmitt stigafjöldi okkar manna árið á undan. 63 stig hafa reyndar stundum skilað liðum í fjórða sætið, en að þessu sinni gaf þessi stigatala óvenju döpru sæti og menn að sjálfsögðu langt frá því að vera ánægðir með gengið. Þar fyrir utan þá datt liðið út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fór svo í undanúrslit í Evrópukeppni félagsliða. Bikarkeppnirnar gáfu heldur ekki gott, út í þriðju umferð í FA Cup og þeirri fjórðu í deildarbikarnum. Sem sagt heilt fyrir slakt tímabil, það fyrsta hjá Rafael Benítez síðan hann kom til Liverpool. Hvað gerðist svo, HANN VAR REKINN.

Nú er verið að velta upp hinum ýmsu kostum og reyndar að mínu mati, ókostum, í stöðu framkvæmdastjóra Liverpool FC. Klárlega nokkrir hæfir menn þar á ferð, en að mínu mati enginn jafn hæfur og Rafa. Margir benda á það að hann hafi tekið við margföldu meistaraliði Inter og verið rekinn þaðan snemma, en menn gleyma reynar í því að það lið sem hann fékk þar var bæði komið á síðustu bensíndropana og svo voru seldir þaðan sterkir leikmenn, eins og t.d. Eto’o og ekki fékk Rafa peninga sem honum var lofað til að byggja ofan á það lið. Hann skilaði þeim þó tveimur titlum á þessum nokkru mánuðum sem hann var þar. Hvert fóru Inter svo í kjölfarið? Hafa þeir farið beint strik upp eftir að Rafa fór þaðan? Neibbs, langt því frá því það hefur komið á daginn að eins og áður sagði þá var þetta orðið gamalt lið á síðustu dropunum og þar þarf að byggja upp.

Rafa hefur sýnt það í gegnum tíðina að fái hann peninga, þá kaupir hann oftast mjög vel. Hann er líka afar fljótur að spotta mistök og sópa mönnum út aftur séu þeir ekki að standa sig. Hann er með reynsluna, þekkir Liverpool út og inn, elskar félagið og borgina og síðast en ekki síst, þá er borin gríðarleg virðing fyrir honum í Liverpoolborg. Ef maður á að bera hann saman sem valkost við Villas Boas eða Roberto Martinez (með fullri virðingu fyrir þeim) þá er það bara engin samkeppni. Hann er einfaldlega á lausu og lang besti valkosturinn sem er möguleiki á að fá.

En svona til að róa þá sem eru mér algjörlega ósammála í þessu, þá eru akkúrat engar líkur á því að Rafa sé að koma aftur. Til þess er hann of sterkur karakter og hans helsti galli er að hann lætur illa að stjórn, hann vill taka ábyrgð og stýra hlutunum eftir eigin höfði. Það sem ég hef séð og lesið, þá er það ekki að falla að hugmyndum FSG, þeir eru staðráðnir í (að manni sýnist) að ráða Director of Football og svo einhvern sem getur unnið með honum og sér fyrst og fremst um þjálfunina. Við þurfum sterka menn í báðar stöður (fyrst þeir ætla að hafa þetta svona) sem eru góðir taktíkerar (fáir standast Rafa samanburðinn þar) og eru þessir nútíma þjálfarar sem tileinka sér tæknina mikið (þeir hafa ekki trú á old school fyrst þeir létu Kenny fara). Sem sagt, engar líkur á að ég fái ósk mína uppfyllta, en ég bara varð að koma þessu frá mér og koma með mín rök fyrir því að ég vil helst af öllu fá Rafa tilbaka.

Hver sem verður ráðinn, fær stuðning minn allan þegar þar að kemur.

104 Comments

  1. Bara fullkomlega sammála þessum pistli hjá Steina!

    Það var í raun bara eitt tímabil sem fór illa og Sammy Lee lýsti því á árshátíð klúbbsins hvernig ekki var hægt að halda bullinu í yfirbyggingunni frá leikmönnum það tímabil. Auk þess sem að það þarf nú ekki mikinn speking til að sjá hvort Rafa hefur glaðst yfir leikmannakaupum sumarsins þá eða janúarglugganum. Hann fékk einfaldlega ekkert til að moða úr nema brauðmola af borði kjánanna. Það eitt að þeir ráku hann á að vera sönnun þess að hann veit mikið. Nú meira að segja telur yfirkjáninn Purslow, sem var hans svarni óvinur, Rafa besta kostinn.

    Og áður en menn fara að telja upp Pellegrino, Morientes, Aquilani, Dossena og Degen sem slæm leikmannakaup skulu þeir hinir sömu finna einn stjóra í heimi sem hefur meira en 70% record yfir mögnuð leikmannakaup. Slíkur stjóri er ekki til.

    En því miður sýnist mér það rétt hjá Steina að ekki sé neinn möguleiki á endurkomu Rafa, heldur verði farið í það að reyna að finna einhvern sem vinnur á þann hátt sem eigendurnir telja rétt.

    Þeir eiga klúbbinn og ráða, þeir tefla djarft þar. Slíkt tafl kallar yfirleitt á flottan sigur eða stórt tap. Ég virkilega vonast eftir stórum sigri og mun að sjálfsögðu styðja þann sem sest svo í stólinn til góðra verka, því ég styð Liverpool FC og þá sem þar vinna umfram allt og klárlega umfram þá sem vinna fyrir aðra, hverjir sem það nú eru.

    Hell, ég meira að segja lagðist í nokkurra daga vinnu til að styðja Roy Hodgson, þó ég viðurkenni að sá stuðningur stóð ekki lengi!!!

  2. Góð samantekt Steini. Takk. En ef satt reynist að ekki einur sinni mötuneytisstarfsmenn LFC séu að tala við Rafa, þá er þetta borin von :/
    Segi annars það sama; styð nýjan stjóra til góðra verka en fyrst og síðast styð ég klúbbinn okkar fram í rauðan, hver svo sem á hann, stýrir honum eða leikur fyrir hann. Vonum það besta…
    Swaage

  3. En Rafa fagnaði aldrei…
    Nei, ég veit ekki.. Gæti gengið með Rafa, og gæti gengið með Villas Boas eða einhvern annan sem er linkaður við okkur. Kemur bara í ljós.

  4. Sammála hverju orði. Ég verð endalaust pirraður á fólki sem lætur eins og Rafa hafi verið búinn að drulla á sig með liðið 2010 eða misst klefann, eða hvernig sem það er orðað. Hann er ekki fullkominn, gerði mistök þann veturinn en ef hann átti ekki skilið annað tímabil til að laga það sem aflaga fór átti það enginn. Hann fékk hins vegar engan séns, eigendurnir voru búnir að bíða eftir ástæðu til að reka hann og létu slag standa vorið 2010 þó svo að félagið væri í miðju söluferli. Ótrúlegur skandall.

    Hins vegar verður maður að viðurkenna að það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að jafn hæfur maður og Rafa er ekki einu sinni tekinn til greina í starfið í dag. Það hlýtur að vera eitthvað á bak við tjöldin sem við ekki vitum. Það segi ég sjálfum mér allavega, það er eina leiðin til að útskýra af hverju hann kemur ekki til greina.

    Annars endurtek ég bara orð Steina. Maður hefur skoðanir, jákvæðar og neikvæðar, á þeim mönnum sem eru orðaðir við okkur í dag en þær skoðanir víkja fyrir stuðningi daginn sem einhver verður ráðinn. Hvað sem hann heitir og hvaða skoðun sem maður hefur á honum mun maður ekkert vona heitar en að viðkomandi reynist hárréttur maður í starfið.

    Ég get ekki beðið eftir að byrja að styðja næsta stjóra. Hver sem það verður. En ef ég mætti ráða yrði það Rafa.

  5. In before “en það er honum að kenna að Alonso fór”.

    Sumu fólki er ekki viðbjargandi. Ignorance is a bliss.

    Þó það sé vissulega vonlítið, þá vonar maður engu að síður.

  6. Fín grein og ég skil vel að menn sjái Benitez í einhverjum ljóma enda gekk vel hjá honum hjá Liverpool. Ég á hinsvegar erfitt með að skilja afhverju menn vilja endalaust horfa afturábak. Ég hef alltaf haft efasemdir um endurkomur og þykir miður að Dalglish hafi verið ráðinn þar sem mér þótti gott að hugsa “afhverju ná þeir ekki bara í Dalglish til að redda þessu” í stað þess að hugsa “Dalglish er í ruglinu!” eins og ég hugsaði síðasta vetur. Nú er ljóminn að einhverju leiti minni á Dalglish en hann var fyrir um 12 mánuðum síðan, því miður.

  7. Presley, komdu með rökstuðning fyrir því að hann sé ekki besti kosturinn og við kannski skiptum um skoðun!

  8. Ég er á því að það sé stór munur á endurkomu Dalglish og hugsanlegri (samt nánast útilokað) endurkomu Rafa. Dalglish ekki búinn að koma nálægt svona djobbi í um 2 áratugi en Rafa er stjóri sem þekkir allar nýjustu aðferðirnar í boltanum. Varðandi endurkomu til liða, gott dæmi um vel heppnaða endurkomu er t.d. Lippi hjá Juventus. Ég tel mig ekki vera að horfa afturábak, fyrst og fremst að vega og meta hverjir séu hæfastir í starfið, burt séð frá því hvar menn störfuðu áður.

  9. Flottur pistill. Það er öllum ljóst að sú ákvörðun um að reka Benitez til að ráða Hodgson var einhver heimskulegasta ákvörðun í sögu Liverpool FC. Ég er hins vegar á því að það séu til hæfari fiskar í sjónum en Rafa Benitez á þessum tímapunkti. Þó að ég beri endalausa virðingu fyrir manninum þá hafði hann ýmsa galla alveg eins og hann hafði ýmsa kosti og ákvarðanataka hans var ekki alveg að láta mann brosa hringinn..

    Getum við ekki sagt sem svo að ástæðan fyrir því að ekki sé talað við Rafa sé sú að búið sé að ráða Pep Guardiola bakvið tjöldin? Sigurvegari í gegn, spilar fallegan fótbolta og er með rautt blóð í æðum. Núna spyrja margir afhverju hann ætti að taka við Liverpool þegar hann gæti tekið við nánast öllum félagsliðum heims þegar hann sækir um. Þá er svarið að Liverpool hlýtur að vera ein mesta áskorunin fyrir knattspyrnustjóra í dag. Eitt sigursælasta knattspyrnulið Evrópu sem hefur ekki unnið stóra titilinn í yfir tvo áratugi. Ef Pep kæmi til Liverpool og ynni titilinn á næstu 2-3 árum færi hann langt með að stimpla sig sem besti knattspyrnustjóri sögunnar að mínu mati.

    YNWA

  10. Rafa Benitez allan daginn! Við höfum góða reynslu af honum. Mjög taktískur og virkaði mjög vel þegar hann fékk svigrúm til þess að athafna sig.

    Mér lýst líka rosalega vel á plön Kananna, ef rétt er, að hafa Van Gaal Sports director. Þetta styrkir bara klúbbinn og styrkir í sessi þann bolta sem Liverpool FC vill spila. Mér sýnist á öllu að plön kananna séu ákaflega metnaðargjörn.

  11. Ég er á því að Pep Guardiola sé alls ekki réttur í starfið hjá Liverpool. Jú, Barcelona liðið hefur spilað stórkostlega, þökk sé 20 ára undangengnu unglingastarfi og FÁRÁNLEGA dýrum leikmannakaupum gegnum árin.

    Transfer spending during Van Gaal era (3 seasons): 147 million euros

    Transfer spending during Ferrer/Rexach/Van Gaal/Antic (3 seasons): 222 million euros

    Transfer spending during Rijkaard era (5 seasons): 241 million euros

    Transfer spending during Guardiola era (4 seasons): 370 million euros (Real Madrid during that time 530 million)

    Það eru 75 milljónir punda á hvert tímabil hjá Guardiola. Hvað hefði Benitez gert við þá peninga? Eða David Moyes?

    Guardiola hefur gert fáránlega léleg kaup í gegnum tíðina.

    Bestu kaup Guardiola (evrur);

    Javier Mascherano 19 milljónir
    Seydou Keita 14 milljónir
    David Villa 40 milljónir
    Daniel Alves 32 milljónir
    Gerard Pique 5 millur

    Verstu;
    Alexander Hleb 15 millur
    Dmytro Chygrynskiy 25 millur
    Zlatan Ibrahimovic 49 milljónir evra OG SAMUEL ETO’O
    Keirrison 14 millur

    Þetta eru ýktustu dæmin, en ef einhver fékk að spila Football Manager var það Guardiola. Hann fær brotabrot af peningunum hjá Liverpool og akademiu sem er ekki farin að skila sér neitt.

    Vonlaust að hugsa um hann sem stjóra, án peninga.

  12. Skil vel að breska pressan hafi ekki haldið upp á Rafa þó ég hafi aldrei náð þessu hatri í hans garð, beintengi það reyndar alltaf við fáfræði enda kom það yfirleitt alltaf á daginn að það sem Benitez var að reyna var að virka betur en það sem “gömlu kempunar” sem lýsa leikjum og leikgreina áttu að venjast og voru með ótrúlega tortryggni gagnvart öllu sem hann gerði.

    Fyrst var það rotaion, við hlæjum af því í dag en þetta var án gríns eitthvað sem Benitez var gagnrýndur gríðarlega fyrir…þar til hann fór að enda tímabilin mjög vel. betur en t.d. steingervingar eins og MoN eða Redknapp sem trúa ekki á það að breyta sigurliði og hrynja án undantekninga í lok tímabilsins.

    Næst var það Zonal Marking vörn sem var það heimskulegasta í fótbolta allt þar til Reina fór að slá met félagsins í að halda búrinu hreinu trekk í trekk. Reyndar mátti ekki leka einn vítaspyrna inn án þess að öskrað væri eitthvað gáfulegt um svæðisvörn en þetta bara heyrist ekki núna. Við sem horfuðum á alla leiki Liverpool á þessum tíma söknum þessarar varnar mikið. (eða það vona ég) og aldrei heyri í píp um man marking þegar fast leikatriði endar í netinu.

    Svo var það auðvitað það versta af öllu og ég sver að meðal stuðningsmanna Liverpool er þetta ein stærsta ástæða þess að sumir þola manninn ekki, hann brosir ekki nóg og missir sig aldrei þegar Liverpool skorar! Það er talað um þetta eins og þetta skipti einhverju helvítis máli. Það eru margir sem lesa kop.is sem hafa sungið þennan söng og svarið mér núna, hvort viljið þið hafa Kenny Dalglish á hliðarlínunni með lið sem skorar örsjaldan en hann fagnar alveg ógurlega eða Benitez með lið sem skorar helling án þess þó að hann fagni því að ráði?

    Ein mýtan er svo að hann hafi misst klefann og jafnvel gengið svo langt að menn hafi verið í herferð gegn honum. Ef þetta væri rétt þá spyr ég fyrir það fyrsta, afhverju er þetta það eina sem hefur ekki lekið út frá félaginu, allt annað hefur lekið út? Sérstaklega eftir að hann fór frá klúbbnum? Er þetta kannski ansi vel blásið upp kjaftæði?

    En ok, gefum okkur að þetta sé rétt og okkar helstu stjörnur, Gerrard og Carragher hafi viljað hann burt, hvað gerði þetta gott fyrir þeirra feril? Hvað hafa þeir gert af viti síðan Benitez fór? Gerrard hefur verið skugginn af sjálfum sér og notaður í kolröngum stöðum og það virðist sem enginn þori að segja honum að hann er ekki best nýttur á miðri miðjunni. Carragher hefur síðan bara hrapað í fínum takti við varnarleik Liverpool (hvar er Torres svo t.d. og hvernig gengur honum? Já eða Reina?). Hvort sem þeim fannst það skemmtilegra eða ekki þá voru báðir betri leikmenn hjá Benitez og ég lofa að þeir lærðu meira á hverjum degi heldur en á 6 mánuðum undir stjórn Roy Hodgson.

    Steini tæklar svo sönginn um “hræðileg” leikmannakaupin og “gríðarlegar” fjárhæðir sem hann fékk í leikmenn. Hann er líklega fyrsti moneyball stjóri sem Liverpool hefur átt að því leyti að hann kemur líklega út í plús m.v. þá leikmenn sem hann hefur keypt vs selt ef við tökum virði þeirra sem ennþá eru hjá okkur með inn í dæmið. Þ.e.a.s. góðu leikmennirnir hækkuðu í verði og þeir sem ekki stóðu sig kostuðu jafnan ekki mikið og voru mjög fljótlega seldir aftur og þá jafnvel í gróða. Hann fékk sjaldan að kaupa þá leikmenn sem hann hafði sem sinn fyrsta valkost og þurfti eiginlega alltaf að selja einhvern nothæfan hlekk til að kaupa annan sem hann taldi betri. Hann fékk auðvitað pening eins og Steini bendir á en hann fór vel með hann.

    Það má svo bara alls ekki gleyma vinnu umhverfinu sem maðurinn var að vinna í. Hann var í stríði við eigendur félagsins og hjólaði í þá við hvert tækifæri og var lang mikilvægasti hlekkur stuðningsmanna í herferðinni gegn þeim. Hann er ekkert fullkominn frekar en aðrir en ég trúði nonum nú alltaf frekar en eigendum félagsins í þeirra erjum. En þið?

    Ég hef lengi hlustað á þá sem þola ekki Benitez, aldrei skilið það fullkomlega hjá stuðningsmönnum Liverpool og ég hef aldrei fengið nein vitiborin rök frá þessum minnihlutahópi, (að menn brosi ekki nóg eru engin rök). Eins er maður búinn að sjá það undir stjórn Benitez og sérstaklega Kenny Dalglish að það verður aldrei gert alla stuðningsmenn Liverpool ánægða á sama tíma og því er mér skít sama þó endurkoma Benitez myndi skipta hópnum í tvær flykingar…það mun gerast hvort sem er.

    Að lokum er ég sammála félögum mínum með að ég efast stórlega að hann sé í plönum FSG og skil það upp að vissu marki enda vilja þeir breyta um stefnu hjá Liverpool og koma sínu handbragði á. Eins sé ég hann ekki vinna með/undir t.d. Van Gaal. En ég útiloka samt alls ekki að hann geti ekki unnið í svona skipulagi sem FSG er að reyna að innleiða. Það er enginn mælikvarði á samskiptahæfileika að hafa ekki gengið vel að vinna með Rick Parry eða Purslow og fá sjaldan eða aldrei þinn fyrsta valkost á leikmannamarkaðnum.

    Rafa Benitez með metnaðarfulla eigendur eins og ég vona að FSG séu væri að mínu mati no brainer, lang besti kosturinn í stöðunni en ég sé það því miður ekki gerast.

    Ég mun auðvitað styðja nýjan mann þegar hann kemur og er frekar spenntur að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Ungur og hungraður stjóri getur vel gengið líka. Martinez er t.d. mjög taktískt þenkjandi sem er jákvætt og hann var t.d. á tímabili eini stjórinn í EPL sem veitti Benitez einhvern stuðning.

    Reyndar væri það eitt að endurkoma Benitez myndi fara í taugarnar á Fergie og hvolpunum hans (Allardyce) nóg fyrir mig til að fá hann aftur.

  13. Ég tel að Rafa sé sá maður sem getur komið inní Liverpool liðið sem stjóri og fengið eitthverja leikmenn sem er varið í og hafið betri uppbyggingu á okkar liði enn eitthver annar stjóri. Það er mín skoðun ef maður á að líta til þeirra manna sem hann hefur keypt þegar hann var stjóri, menn eins og Alonso, Macherano, Torres og fleiri. Það var hann sem náði þeim til liðsins enn ekki eitthver annar.

    takk og bless

  14. Hlýtur ekki að vera ástæða fyrir því að þessi maður hefur ekki verið boðaður í viðtal? Hljóta ekki að vera ástæður fyrir því að þessi maður hefur verið atvinnulaus síðan í desember 2010 og fjölmiðlar hafa ekki frétt af neinum atvinnutilboðum þó fjölmörg lið hafi skipt um stjóra á þessu tímabili?

    Það hljóta líka að vera ástæður fyrir því að leikmenn vildu hann burt á sínum tíma.

    Snjall taktíker er með samskiptahæfileika á við tré.

  15. Höfum við einhverja hugmynd um hverjir komi til greina?

    er þetta ekki bara einhverjar uppástungur frá bresku pressunni nema auðvita martínez og rogder því eigendur þeirra liða eru athyglissjúkir

  16. TalkToRafa.com. Ja hérna. Liverpool-aðdáendur deyja aldrei ráðalausir. Ég vona að þeir séu samt ekki í alvöru með eMailið hans JWHenry. Get ímyndað mér að sum skilaboðin séu miður dónaleg.

  17. megaz, hann sagði sjálfur eftir Inter dæmið að hann ætlaði að taka sér góða hvíld frá boltanum. Núna undanfarið hefur hann sagst vera spá í að koma tilbaka, en hann ætli sér ekki að hoppa bara á hvað sem er. Hafa verið mörg spennandi störf í boði síðustu mánuðina? Og hvað vitum við hvað gerist á bakvið tjöldin, hvaða og hvort hann hafi fengið tilboð um störf? Nei, oftar en ekki er það sem þessir fjölmiðlar bulla um, einmitt bara það, bull og þeir vita ekki Jack, sbr. það sem núna er í gangi hjá Liverpool. Eintómar vangaveltur og fréttir, en enginn veit fyrir víst hvað er í gangi nema þegar menn eins og Whelan koma sjálfir fram og segja eitthvað.

    Hvað hefur þú fyrir þér í því að leikmenn hafi viljað hann burt? Og hvað veist þú um hans samskiptahæfileika?

  18. Áður en menn fara að tala um samskiptahæfileika hans verða menn að gera sér grein fyrir því að menn þurfa mismunandi nálgun. Eins og Gerrard sagði í ævisögu sinni þurfti t.a.m. Cisse klapp á bakið reglulega, á meðan það fór greinilega vel í Gerrard að Rafa væri að tala um aðstæður sem hann hefði getað gert betur í leik þegar hann skoraði þrennu.

    Gerrard, Reina & Torres urðu allir heimsklassaleikmenn undir stjórn hans – náði hæðum sem þeir höfðu ekki náð fyrr á ferli sínum og ekki náð því eftir hans tíma.

    Rafa er ekki gallalaus frekar en við hin – en ég tek undir með síðuhöldurum og pennum að ég væri til í að sjá virkilega góð rök önnur en:

    “Vá ekki Rafa aftur”

    “Hann kann ekki mannleg samskipti”

    “Hann hrakti Alonso í burtu”

    osfrv – komið með einhver solid rök sem sýna frammá annað en að hann hafi verið okkar besti stjóri síðan konur voru með axlarpúða. Í leiðinni megið þið svo láta í ljós skoðun ykkar með KD – hvort að hann hafi átt rétt á öðru tímabili og hversvegna þá Rafa eftir eitt slakt tímabil þar sem félagið var í ruglinu, en náði samt betri árangri en á þessari leiktíð.

  19. Snillingar eru alltaf sérvitrir og skrítnir, það á við Rafael Benitez. En góður gaur engu að síður, en hann vill fá að stjórna of miklu fyrir FSG, þeir meika það ekki.

  20. Búinn að senda bréf á talktorafa.com – ef það er 1% líkur á að það skili einhverju verð ég með…

  21. (#20)

    Ég trúi varla að þú sért að byðja um rök fyrir því að Rafael sé heftur samskiptalega. Ætti ég að biðja þig um rök fyrir því hvers vegna hann sé það ekki?

    Amk sagði ein leikmaður sem eitt sinn spilaði fyrir Rafa, í mín eyru “he doesnt like to talk much”.

    Enskukunnátta hans og samskipti við fjölmiðla bera þess líka glögg merki að samskipti eru ekki hans sterka hlið. Fyrir utan það sem maður les hér og þar, þá hef ég það frá manni sem ég tel nokkuð áreiðanlegur að samskiptaleysi Rafa við leikmenn hafi verið mikið vandamál og að fyrirliðinn hafi gengið fyrir fjölmennum hóp leikmanna sem sögðust ekki geta unnið með Rafa lengur.

    Kannski er það uppspuni, en brottreksturinn einn bendir þó til að svo sé ekki. Brottreksturinn var frekar furðulegur og mjög kostnaðarsamur. Liðið var í söluferli, og fíflin sem áttu klúbbinn hefðu varla farið að greiða 16 milljón punda starfslokasamning, nema ástandið hafi verið alvarlegt. Annað meikar ekkert sens, aðeins fjórir mánuðir voru í dómsdaginn sem hefði geta sent klúbbinn í gjaldþrot.

    Því má einnig bæta við að það er ekki löng samskiptaleið frá leikmönnum til þeirra sem sjá um ráðningaferlið. Ef þrýstingur væri frá leikmönnum um að fá Rafa aftur, (fjölmargir eru ennþá hjá klúbbnum sem spiluðu fyrir Rafa) væri örugglega búið að bjóða honum viðtal. Nokkrir koma til greina, nokkrir hafa verið boðaðir í viðtal, en ekki RB.

    Fyrir utan það eitt að ég er ekki spenntur fyrir endurkomu stjóra, hver sem á í hlut, þá sé ég marga kosti við Rafa og munurinn á hans taktík og þeirri sem Dalglish spilaði, útskýrir að mörgu leyti ástæðuna fyrir því hvers vegna margir vilja fá Rafa til baka.

    En ef FSG ætla nýja stjóranum að vinna í teymi með tilheyrandi samvinnu, kröfu um útskýringar á flest öllum ákvörðunum, samráð um kaup á leikmönnum og fleira þess háttar. Þá hef sé sem sófaspekingur mínar efasemdir um að karakter Rafa sé hentugur í þannig samvinnu. Ætla ekki að útskýra þær frekar en virði engu að síður mörg ágæt rök þeirra sem vilja fá hann aftur.

    Ég er aftur á móti spenntur fyrir þessu nýja FSG módeli og vil nýjan mann.

  22. En að fá bara Rafa sem Director of Football? Sjá um heildar yfirsýn og innkaup?

    Enginn ætti að efast um að Rafa náði frábærum árangri með Liverpool, og stóð sig vel. Með meiri pening hefði hann náð betri árangri. En, eins og Steini segir, þá er vandamálið að hann vill ráða mjög miklu, sem útilokar hann frá starfinu. Hann passar einfaldlega ekki inn í framtíðarplönin vegna þess, held ég.

    En auðvitað á að tala við hann, og hver veit nema það verði gert.

  23. En að fá bara Rafa sem Director of Football? Sjá um heildar yfirsýn og innkaup?

    Daginn eftir væri byrjað að pressa á að hann tæki bara við liðinu, hvað þá ef illa gengi hjá nýjum stjóra. B.t.w. ég myndi leiða þá herferð 🙂

    Er síðan ekkert rosalega hrifin af svona email herferð #talktorafa og læta FSG um að velja þetta. Þeir vita held ég alveg af vilja meirihluta stuðningsmanna liðsins.

    og megaz, getur verið að þessi leikmaður og maður sem þú telur áreiðanlegan sé sami maðurinn og heiti Einar, og sé frændi þinn?

    Að lokum held ég að ef einhverjir leikmenn hafi verið með herferð til að losna við Rafa verði að skoða vel hversu mikið þeir hafa gagnast Liverpool síðan hann fór. Gerrard og Carra, án þess að ég vilji fara gagnrýna þá mikið þorðu nú ekki einu sinni að prumpa þegar það var stíð utan vallar hjá Liverpool og fá nú ekki mikið hrós hjá mér fyrir það.

  24. megaz

    23

    hvaða leikmaður sagði þetta í þín eyru?

    ég hef unnið með mönnum sem tala mikið og segja ekki neitt og líka með mönnum sem tala nánast ekkert og segja alveg helling.

    frekar kýs ég að vinna með síðarnefnda hópnum.

  25. Úr því að menn eru að dásama Rafa, hvað klikkaði hjá honum þegar hann var með Inter??
    Spyr sá sem ekki veit.

  26. megaz #23

    “Ef þrýstingur væri frá leikmönnum um að fá Rafa aftur, (fjölmargir eru ennþá hjá klúbbnum sem spiluðu fyrir Rafa) væri örugglega búið að bjóða honum viðtal. ”

    Hefurðu þetta frá þínum “nokkuð áreiðanlega” heimildarmanni sem þú nefnir í þínu svari á SStein?

    Og ef samkiptahæfileikar við fjölmiðla skipta máli, nú þá hefði Alex Ferguson ekki átt að ná nokkrum einasta árangri inná knattspyrnuvellinum, eins heftur og hann nú er.

  27. Nr. 27
    Stutta svarið er að hann var að vinna hjá Moratti.

    Hann tók við gömlu liði sem var búið að taka geðveikt tímabil árið á undan og vinna allt. Fékk ekkert að endurnýja liðið öfugt við loforð og lenti í ótrúlegum meiðslum sem virðist alveg gleymast bara. Hann stóð sig samt heilt yfir þokkalega og var rekinn eftir nokkra mánuði. Þeir hafa ekki getað blautan síðan.

  28. Snilldarpistill, SSteinn. Skemmtileg yfirferð um einn besta þjálfara allra tíma.
    Ég er 100% sammála að fá hann til baka. Hann hefur algjört Liverpool-hjarta, snilldartaktíker í hausnum og svo punginn til að svara fjölmiðlastælum og standa í hárinu á Sörinum (eins og frægt var), þegar slíkt ber að garði.

    Sem Inter aðdáandi vil ég segja eitt: Eins og hann var látinn taka skellinn hjá Liverpool á sínum tíma fannst mér hann fá svipaða meðferð hjá Moratti þegar hann var hjá Inter. Hann var á röngum tíma hjá liðinu. Samuel og Lucío voru eitt besta varnarpar í heimi þegar Mourinho fer, en háaldraðir og réðu ef till ekki við taktína hans Rafa eða pössuðu ekki í hana þegar Rafa kom. Ég veit ekki af hverju hann fékk ekki að vera aktívur í sumarglugganum, en þegar hann er rekinn er liðið í 6. sæti og Leonardo fær einhverja hluta vegna að kaupa í Janúar. Kaupir inn Pazzinni (búinn að vera góður hjá Sampdoria), Ranocchia (ungur CB) og fær Nagatomo á láni sem þeir keyptu síðan. Er sjálfur mikill Inter aðdáandi og skil ekki hvers vegna Morrati er í svona miklu aðhaldi með liðið peningalega séð. En ég get ekki tekið undir að Inter hafi verið á niðurleið síðan Rafa fór, Leonardo kom þeim í meistaradeildina aftur og náði öðru sæti og miklu betra vinningshlutfalli, en vildi ekki sjálfur halda áfram (fór til PSG í DOF-stöðu). Gasperini var vitlaus ráðning, Ranieri var misjafn og ég veit ekki hvað og hvað.

    YNWA!

  29. Ég hef ekkert á móti því neitt meira eða annað að Benitez taki við aftur, hugsanlega voru mistök að´ráða hann, klár mistök fyrst Hodgson kom inn, maður vildi eitthvert alvöru nafn þegar Benitez fór.

    Ætla bara að leyfa mér að fullyrða það hérna eins og ég hef gert síðustu 2 sumur og reynst rétt hjá mér að ef eigendur liðsins setja ekki hátt í 100 milljónir nettó í nýja leikmenn þá er þetta lið okkar ekkert á leiðinni í topp 4 ÞANNIG ER ÞAÐ BARA. Það er líka orðið mun erfiðara að taka 4 sætið í dag en þegar Benitez var hjá okkur, City og Tottenham orðin miklu sterkari en þau voru td.

    Ég fullyrði að GUÐ sjálfur tæki ekki 4 sætið næsta vor með Liverpool ef eyðslan verður 30 milljónir nettó í sumar. Eigendur þessa liðs ef þeir hafa metnað til þess að taka 1-4 sæti þurfa að setja út hátt í 100 milljónir NETTÓ…..

  30. Ef það er rétt að eigendurnir vilji “sókndjarfan stóra” er þetta akademísk umræða, en það er alveg í lagi. Truflar mig ekki neitt þó einhverjir vilji endilega vekja kallinn upp frá dauðum.

    Fékk Rafa ekki sinn tíma? Byrjaði hann ekki með látum (Istanbul) og fjaraði svo undan kallinum? Var ekki Stóra Silfrið soldil endastöð og mikið sjokk?

    Yrði það fersk áskorun fyrir leikmenn LFC, sem léku undir Rafa (t.d. Gerrard, Reina, Johnson, Kelly?, Agger, Lucas, Skrtel = hryggjarstykkið í liðinu) að fá kallinn aftur?

    Var það ekki Rafa sem gerði Xabi Alonso svo fúlan að hann fór til Real Madrid? Var ekki Alonso Mvp þessa liðs? Fór ekki allt til helvítis við að missa Alonso og voru ekki skrifaðar hér lærðar ritgerðir um það?

    Sem stuðningsmaður LFC fékk ég alveg kjaftnóg af kallinum, mér fannst hann missa það. Þó mér finndist hann oft frábær framan af og hann megi vissulega eiga það sem gekk þó upp hjá honum. Hann var t.d. klókur að setja upp leiki gegn hinum stóru liðunum. En hann lét líka rugla of mikið í sér og hann þyrfti að hafa lært ansi mikið í mind-game enska boltans (þar sem Kenny átti að vera enn svo frábær en var það ekki) til að heilla a.m.k. mig.

    Svo má líka spyrja hvað gerðist hjá Inter? Og af hverju er ekki eitthvað lið búið að snappa kallinum upp? Eru ekki 20 lið í La Liga og 20 lið í PL?

  31. josemi , nunez, pellegrini og ferri, eru sennilega lélegustu kaup Liverpool frá upphafi…. á ekki Rafa þau öll ?

  32. Ég held reyndar að player power þegar kemur að ráðningu stjóra eða rekstri þeirra, sé almennt séð stórlega ofmetið. Efast um að eigendur séu að renna í gegnum leikmannahópinn og spyrja hvern þeir vilji, þeir eru með ákveðnar hugmyndir og leita að mönnum eftir þær. Þetta er í rauninni það sama og þegar kemur að leikmannaviðskiptum, leikmenn vita ekki baun um það hverja er verið að kaupa til félagsins.

    Varðandi samskiptahæfileika Rafa, þá eins og fram kemur hér að ofan, þá eru menn með misjafnar áherslur og oft er betra að segja fátt, en hafa það gáfulegt, frekar en að vera að básúna um allt og ekkert. Ekki myndi ég vilja stjóra eins og Redknapp sem reynir að þræða viðtöl og getur aldrei sleppt því að tjá sig, sama hversu ógáfulegt það er.

    En brottrekstur Rafa er óskiljanlegur miðað við stöðuna hjá félaginu og segir fyrst og fremst til um hversu clueless Purslow var og þessir trúðar sem áttu félagið. Það hefur ekkert með Player Power að gera.

  33. Nei, Rafa keypti ekki Ferri og ég sem hélt að Henderson, Adam, Shelvey og Downing væru lélegustu kaup Liverpool frá upphafi Siguróli. Úff, nenni ekki niður á þetta plan…

  34. Fékk Rafa ekki sinn tíma? Byrjaði hann ekki með látum (Istanbul) og fjaraði svo undan kallinum? Var ekki Stóra Silfrið soldil endastöð og mikið sjokk?

    Fór nú yfir árangurinn í pistlinum, skoðaðir þú það?

  35. jeinar01 :
    Ég get bara ekki verið meira sammála, sama hvað ég reyni 🙂
    Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að Rafa, Exel þjálfarinn mikli er enn án liðs. Í það minnsta eru stóru klúbbarnir ekki að gera aðsúg að honum til að fá hann í vinnu, og ekki hefur maður heyrt neitt um að okkar leikmenn séu alveg aðfram komnir í að fá hann aftur.

  36. Afsakið upphaf brefsins fra mer en þar a auðvitað að standa að hugsanlega hafi verið mistok að reka hann en ekki mistok að ràða hann…

    Annars er þessi umtæða voðatilgangslaus held eg, rafa virðist ekkert vera inni myndinni hja konunum þo maður viti auðvitað litið hvað se i gangi hja þeim.. van gaal sem yfirmann knattspyrnu eða iþrottamala og boas i stolinn hljomar vel bara…

    Ps yfirmann iþrottamala, bíddu er liverpool að stunda einhverjar fleiri iþrottir en knattspyrnu? Bara pæling. Kannski ætla kanarnir að lata felagið vinda ser i korfuboltann og hafnarboltann líka bara og hafa van gaal sem yfirmann allra iþrottanna hja felaginu…

  37. Jú #34 – þessir leikmenn:

    Josemi – 2m punda
    Nunez – kom sem hluti af sölu Owens, talið um 2-3m punda
    Pellegrini – free transfer
    Ferri – ?? Ertu að tala um Jean Michel Ferri sem gekk til liðs við LFC árið 1998 ?

    Eru í heildina keyptir inn á 4-5 milljónir punda.

    Verstu kaup í sögu Liverpool. Í alvöru ? Ef þessir leikmenn væru verstu kaup í sögu liðsins þá værum við á öðrum stalli en við erum í dag, það er klárt mál.

  38. og ekki hefur maður heyrt neitt um að okkar leikmenn séu alveg aðfram komnir í að fá hann aftur

    Here comes the shock…gæti verið að okkar leikmenn séu bara ekkert að tjá sig um það hvort þeir séu aðfram komnir í að fá einhvern aftur, eða bara einhvern yfir höfuð?

  39. Ferri var sá fyrsti sem að Houllier keypti ef ég man rétt. Eins og sumir séu að rembast svolítið við að finna höggstað á Rafa

  40. Megaz #20:

    Ég trúi varla að þú sért að byðja um rök fyrir því að Rafael sé heftur
    samskiptalega. Ætti ég að biðja þig um rök fyrir því hvers vegna hann
    sé það ekki?

    Hefur þú lesið ævisögur Carra & Gerrards ? Hvort tökum við mark á þeim leikmönnum sem spiluðu stóra rullu í stjórnartíð hans (Reina, Carra, Gerrard, Torres, Masch) eða þeim sem lentu uppá kannt við hann (Riera t.d.) ?

    Amk sagði ein leikmaður sem eitt sinn spilaði fyrir Rafa, í mín eyru
    “he doesnt like to talk much”.

    Og ? Hann náði að gera liðið 2005 að evrópumeisturum, sem er verr skipað en það sem við höfum í dag. Menn eru stundum á því að hárþurkumeðferðin sé eina leiðin til að mótivera leikmenn. Við höfum ekki séð jafn skipulagt og agað Liverpool lið síðan við urðum meistarar síðast, eitthvað hefur hann sagt rétt sem hefur skilað sér.

    Frændi hárgreiðslumanns konu eins leikmanna LFC sem spilaði fyrir Rafa hérna um árið sagði mér líka að hann væri frábær – jafngóð heimild.

    Kannski er það uppspuni, en brottreksturinn einn bendir þó til að svo
    sé ekki. Brottreksturinn var frekar furðulegur og mjög kostnaðarsamur.
    Liðið var í söluferli, og fíflin sem áttu klúbbinn hefðu varla farið
    að greiða 16 milljón punda starfslokasamning, nema ástandið hafi verið
    alvarlegt. Annað meikar ekkert sens, aðeins fjórir mánuðir voru í
    dómsdaginn sem hefði geta sent klúbbinn í gjaldþrot.

    Ertu að tala um sömu aðila og verðlögðu klúbbinn eins og það væri búið að byggja leikvanginn ? Sömu aðila og ætluðu að senda honum state-of-the-art æfingartæki til að hjálpa honum að bæta þá leikmenn sem til staðar voru þar sem að ekki voru til peningar til að kaupa nýja ? Þeir eru klárlega með þetta, hlýtur að hafa verið uppreisn og þeir tilneyddir til að reka Rafa eftir hans fyrsta slaka tímabil þvert gegn eigin vilja – þeir voru nefnilega perluvinir eftir það sem hafði gengið á s.l. 18 mánuði.

    Og já, sömu aðilar og vildu ráða Klinsmann hérna 2007 ? Snillingar.

    Því má einnig bæta við að það er ekki löng samskiptaleið frá
    leikmönnum til þeirra sem sjá um ráðningaferlið. Ef þrýstingur væri
    frá leikmönnum um að fá Rafa aftur, (fjölmargir eru ennþá hjá klúbbnum
    sem spiluðu fyrir Rafa) væri örugglega búið að bjóða honum viðtal.
    Nokkrir koma til greina, nokkrir hafa verið boðaðir í viðtal, en ekki
    RB.

    Þegar leikmenn fara að hafa áhrif á hver á að þjálfa liðið er sá hinn sami kominn á stall sem hann á ekki að vera á, stærri en liðið. Ef það er verið að vísa til Carra & Gerrards þá eru þeir á aðeins öðru leveli í dag en þeir voru undir stjórn Rafa. Ef þjálfari missir klefann og leikmenn hætta að vilja spila fyrir hann (sem gerðist ekki að mínu mati, algjört bull – viltu þá meina að Dalglish hafi aldrei haft klefann ? Hann endar jú með færri stig í PL en Rafa geri á sínu síðasta tímabili) hvor á þá að víkja, sigursæll þjálfari eða leikmenn sem telja sig gera klúbbnum gott með því að vinna gegn klúbbnum vegna sinni persónulegra markmiða (var slúðrið ekki á þá áttina að Gerrard vildi spila á miðri miðjunni ?).

    En ef FSG ætla nýja stjóranum að vinna í teymi með tilheyrandi
    samvinnu, kröfu um útskýringar á flest öllum ákvörðunum, samráð um
    kaup á leikmönnum og fleira þess háttar. Þá hef sé sem sófaspekingur
    mínar efasemdir um að karakter Rafa sé hentugur í þannig samvinnu.
    Ætla ekki að útskýra þær frekar en virði engu að síður mörg ágæt rök
    þeirra sem vilja fá hann aftur.

    Sammála þér þarna – ég sé hann ekki fyrir mér vinna í slíku fyrirkomulagi. En mér finnst það algjörlega rangt að tala ekki við manninn. Eins og einhver kom inná þá gæti það tekist ef allir eru að toga í sömu áttina, ekki hver höndin uppi á móti annarri. Við vitum ekki ennþá hvernig þetta fyrirkomulag kemur til með að verða – við erum eingöngu að ganga út frá twitter og blaða orðrómi. En hvað væri það versta sem gæti gerst, með því að boða hann í viðtal ?

  41. Nr. 45

    Hvernig þá? Áttum við að losa okkur við Gerrard?

    Annars er lesið allt of mikið út í tilfinningar leikmanna hérna, þær sveiflast eftir því hvort þeir eru í liðinu eða ekki og þeir hugsa ansi margir fyrst og síðast um sjálfa sig. Þjálfarinn á að hafa heildarmyndina í huga og það gerði Benitez mjög vel, alltaf. Þar fyrir utan er það nánast sér íþrótt hjá bretum (leikmönnum) að tuða. Sam Tillen kom t.d. inn á þetta í fínum pistli á .net um daginn.

  42. Fín grein þótt ég sé ósammála að brottvikning Rafa sé “heimskasta og versta ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu Liverpool FC”. Ákvörðunin að selja G&H hlýtur að teljast sú versta, allavega þegar síðustu áratugir eru teknir inn í.

    Ég var einn af þeim sem var sáttur við að Rafa yrði rekinn. Mér fannst hann vera kominn á hálfgerða endastöð með liðið. Liðið hafði hríðversnað (e.t.v. ekki hans sök eftir á að hyggja), og hann hafði ekki unnið neitt í 4 ár. 4 ár telst kannski ekki mikið á FLC-í-úrvalsdeildinni-mælikvarða, en eftir að hann hafði unnið 4 bikara á sínum fyrstu 2 árum varð maður gráðugri í bikara. Ekki var spilamennskan til að hjálpa karlinum, sem var á köflum alveg drepleiðinleg. Hann var algjörlega ósveigjanlegur og hversu oft fengum við t.d. að sjá Rafa sleppa því að setja inn sóknarþenkjandi leikmann í stað varnarþenkjandi þegar liðið lenti undir? Þótt ég hafi ekki tilvitnanir á reiðum höndum þá var man-magement langt frá því að vera hans sterkast hlið og virkaði víst illa á suma leikmenn liðsins. Þessara hluta vegna var e.t.v. ekki skrítið að hann skyldi vera rekinn.

    Saga segir okkur þó að þótt þetta hafi virst óvitlaus ákvörðun á sínum tíma, ólíkt ráðningu Hodgsons, þá gæti hún hafa verið röng þegar upp var staðið. Rafa var t.d. með betra sigurhlutfall en Shankly og ekki langt undan Paisley og þónokkuð á eftir Dalglish, en þetta eru óumdeilanlega bestu stjórar félagsin síðustu 100 ár.

    Ég er því hvorki hissa á því að sumir efist um að hann eigi að koma með comeback, né því að aðrir vilji ólmir fá hann aftur. Ég vona bara að eigendurnir noti tímann sem þeir hafa til að skoða almennilega hvaða menn eru lausir áður en þeir stökkva til og ráða gamla.

  43. Ingi #45 Þarf nokkuð að kenna þér á klukku? Torres hleypur út af á 64:30 og Gerrard stendur sennilega freðinn í heilar 2 mínútur að klóra sér í kollinum á 66:30 ???? Líklegt…

    “OMG! SJónvarpið sagði mér allt í einu sannleikann!”

    Það hversu langt sumir eru til í að teygja sig til að henda fram einhverju samsæri um tapaðan klefa, hugarástand manna sem viðkomandi þekkir bara ekki baun til er með ólíkindum.

    Vel flest þau rök sem koma hér fram gegn Rafa eru eins og sundlaug búin til úr sigti. Reynið að koma með rök sem halda vatni en eru ekki eitthvað piss upp í vindinn.

  44. http://katecohensoccer.wordpress.com/2012/05/21/why-andre-villas-boas-will-be-a-success-at-liverpool%E2%80%8F/

    Ég veit ekki hvort það sé búið að pósta þessari grein hérna inn en hún er allavega fín greining á því hvernig Villa Boas vill spila, hvers vegna það gekk illa hjá Chelsea og hvers vegna það gæti mögulega gengið betur hjá Liverpool.

    Ég held ég tali fyrir okkur flesta þegar ég segi að við hefðum orðið mjög ánægðir síðasta sumar ef rædd hefði verið um AVB til Liverpool – skiljanlega hafa margir efasemdir eftir þetta Chelsea ævintýri hans en að mínu mati var það bara dæmt til að mistakast. Ekki bara vegna taktískra vandamála heldur aðallega vegna þess að þar inni voru menn sem mundu eftir honum sem handbendli Mourinho 2004-2007 – menn sem voru einu, tveimur og þremur árum yngri en hann sjálfur – þ.e. Drogba, Lampard og Terry. Þeir pössuðu ekki inn í systemið en gerðu auðvitað kröfu um spilatíma. Einnig voru þarna menn eins og Alex og Anelka sem fengu lítið sem ekkert að spila og var hent útúr liðinu – allt þetta vann gegn honum í klefanum.

    Það er auðvitað hætta á að þetta gerist hjá Liverpool. T.d. passar Carragher EKKERT inn í þá hápressu sem AVB vill spila og ég gæti séð hann fyrir mér verða ósáttan. Hinsvegar eru við með hóp sem gæti passað fullkomlega fyrir þessa taktík. Agger og Skrtel í hápressandi, spilandi miðvarðarstöðum, Johnson í framsækjandi bakverði hægra megin, Lucas í niðurbrjótandi og afturliggjandi miðjumanni, Aquilani og Henderson í playmaking CM stöðu, Gerrard (og Henderson) hægra megin í framsækjandi miðjumanni, Suarez í invortreaðum sóknarmanni hægra megin (þar sem hann hefur spilað með Uruguay með Forlan) og svo Carroll í Falcao-líki í strikernum.

    Þar sem greinarhöfundi finnst vanta í þessa formúlu er out-and-out winger vinstra megin, sem við eigum raunar í Downing ef hann ákveður að spila eftir fyrri getu og Bellamy sem er ? vegna aldurs og meiðsla. Svo eigum við auðvitað Cole inni sem gæti nýst á vinstri vængnum eða sem RCF eða í stöðu Gerrards hægra megin á miðjunni.

    Mér líst allavega vel á þetta og vona innilega að AVB verði ráðinn og fái að implementa þessari taktík á Liverpool hópinn með nokkrum breytingum, ég vona hann sé búinn að læra af reynslunni hjá Chelsea. Þ.e. að það þýði ekkert að kasta út reyndustu og áhrifamestu leikmönnunum í klefanum út úr liðinu bara af því þeir fitta ekki inn í hans taktík – ég sé fyrir mér að hægt væri að leysa hugsanlega móralsmál t.d. með því að finna Carragher stað í þjálfarateyminu – mér skilst að hann stefni á það síðar meir hvort sem er.

    Ég vil allavega AVB.

  45. Kominn miðvikudagur. Hvað segja síðuhaldarar að sé “deadline” hjá FSG með að ráða nýjan stjóra?? Eða er bara allt í “gúddí” á meðan leikmenn og fleiri komnir í sumarfrí??

  46. Takk fyrir fínt komment Hörður U.

    Vel má vera að þetta takist hjá Vilas Boas og ef að hann verður fyrir valinu er ég auðvitað að fara að styðja hann.

    Hins vegar gerði hann ótal mistök í man-to-man vinnu með Chelsea og það er beinlínis ýkt að halda því fram að leikstíll Porto hafi verið “hans leikstíll”. Porto hefur leikið þetta kerfi frá því áður en Mourinho tók við og vann deildina í Portúgal aftur í vetur, skoraði fleiri mörk þar en í fyrra.

    Það sem vinnur gegn Vilas Boas er tvennt. Aðallega fer þar reynsluleysið, það kom augljóslega í ljós í starfi hans hjá Chelsea í vetur, hann var slakur í taktík, lenti í vanda í viðtölum og réð ekki við hópinn.

    Hitt atriðið verður samspil hans við þá sem eru fyrir. FSG ætla sýnilega að halda Clarke sem var yfirmaður hans hjá Chelsea og mun reynslumeiri. Varaliðs- og unglingaliðsstjórarnir eru að byggja á vinnu frá Barcelona, staðfært af Rafa. Að mínu mati mun Vilas Boas ekki hafa þann karakter að verða sá sem stjórnar klúbbnum varðandi þjálfun á meðan að hann vinnur yfir mönnum sem hann hefur horft upp til áður.

  47. Annað sem vert er að koma með hér varðandi AVB og Chelsea liðið, hans veru þar, móraill og allt það.

    Hverjir horfðu á það þegar þeir fengur bikarinn núna um daginn? Biðst fyrirfram fyrirgefningar á að pósta inn svona viðbjóðslegu videói 🙂 http://www.youtube.com/watch?v=RG66ZNOByms en sjáið þegar Terry og Lampard koma, fá verðlaunapeninginn og gera sig klára til að lyfta bikar…..menn keppast um að troðast fyrir framan þá til að vera miðpunktur alheims. Egósentrísk kvikindi og ekkert annað.

  48. Nr. 50 Haukur j
    Þegar Houllier fór tók það mánuð að lenda Benitez.
    Þegar Benitez fór tók það mánuð að sætta sig við Hodgson.
    Þegar Hodgson fór tók það símtal að semja við Dalglish.
    Þannig að það er ekkert óeðlilegt að svonalagað taki smá tíma en þeir klára þetta nú vonandi fljótlega og hljóta að hafa vitað það í smá tíma núna að þeir þyrftu nýja menn í þessar stöður. Auðvitað betra að klára leikmannamálin sem fyrst en við græddum nú ekkert ofboðslega á þeim leikmönnum sem við keytum í júní ef út í það er farið.

  49. Ég er sammála að reka Rafa og ráða Roy voru mestu mistökin. Ég fékk strax bad feeling og auðvitað átti Rafa halda starfinu. Liverpool var i söluferli og það var enginn tilgangur reka Rafa á þeim timapunkti. B

  50. Ég er ekki viss um að lausnin við vandamálinu sem er fyrir hendi sé að ráða manninn sem náði næstum því að laga það fyrir nokkrum árum síðan. Hefur í sjálfu sér ekkert um það að gera hvort hann sé besti maðurinn til þess stýra þessu liði eða ekki.

    Það er ekki margir þarna úti sem geta náð eins miklu úr liði og hann, en það breytir því ekki að stöðugleiki var ekki til undir hans stjórn. Þótt árangurinn hafi verið ásættanlegur og jafnvel frábær á stundum, þá var ekki nokkur möguleiki fyrir nokkurn mann í kringum hann að átta sig á því hvað hann var að gera. Þessar stöðugu breytingar á liðinu, endalausir útúrsnúningar þegar verið var að spyrja um taktík og fleira.

    Fyrir eigendur sem vilja vera þátttakendur í rekstri klúbbsins kemur hann út eins og martröð og skil þá vel að vilja ekki einu sinni hugleiða hann. Ef þeir ráða hann geta þeir alveg eins sleppt því að ráða í allar aðrar stöður.

    Er hræddur um að ef menn vilja fá hann sem stjóra þurfi að fórna þessari grand strúktur pælingu sem er í gangi. Sem er synd og skömm því hann tikkar virkilega vel í önnur box í þessu plani.

    Það sem þarf er að finna þetta heildar concept sem Liverpool liðið er. Ef Rafa var með það á hreinu þá tókst honum greinilega aldrei að útskýra það fyrir neinum. Er ekki viss um að það takist neitt betur þó hann fái 2 til 3 ár í viðbót.

    Liðið verður að geta farið í alla leiki með svipað plan, hvort sem það er á móti man udt eða Swansea og gert ráð fyrir sigri. Uppbygging á klúbbnum þarf svo að vera í samræmi við það.

    Í dag erum við endlaust að fagna góðum úrstlitum gegn stóru klúbbunum, enn talað um að slá Barcelona og Real út úr meistardeildinni o.s.frv. Breytir því samt ekki að það er lítið mál fyrir Wigan og Blackpool að ná góðum úrslitum gegn okkur. Það er sama hver af þessum stjórum sem við erum búinir að ráða og reka undanfarin ár, enginn þeirra hefur náð að breyta því. Svarið hefur hingað til verið að kaupa einhverja leikmenn til að redda því með tilheyrandi kostnaði. Ef það gengur ekki, þá er tímbilið ónýtt og við reynum aftur á næsta ári með aðra leikmann.

    Mín skoðun er sú að ef við ráðum Rafa og látum hann hafa helling af pening þá gæti það mögulega gengið upp og Liverpool náð að landa einum deildartitli.
    En það er ekki hugmyndin, þessir eigendur ætla sér að ná þessu markmiði án þess að eyða stórum upphæðum í það. Þeir ætla líka að gera klúbbinn aftur að því sem hann var. KLÚBBINUM, liðið sem menn vilja spila fyrir og vilja ekki yfirgefa. Það er the big picture og að mínu mati það sem skiptir mestu máli. Ef það þarf að gerast með einhverjum óþekktum eða óreyndum stjóra, þá er það bara betra. Er ég einn um það að hlakka til að vera með sama stjórann í 20 ár, manninn sem gerði liðið að því sem það er og skilar okkur mörgum titlum. Margir af þessum óþolandi vinum mínum sem fagna mun oftar en ég í lok tímabils eru þokkalega sáttir við sinn mann og búnir að vera það í 20 ár.

  51. ups ýtti óvart á enter he he. Annars er ég á því að treyta FSG geri sítt besta og ráða sem þeir finnst bestan kostinn. Hverning er það sækja framávið ef það á ráða fyrrverandi stjóra aftur. Það virkaði ekki með King Kenny en það gæti virkað með Rafa eða klikkað herfilega. Ég nokkuð viss FSG vill ekki taka svona mikla áhættu. Best kosturinn í dag er Pep svo er spurning með Boas og Martinez.

  52. Tek undir það að ef Villas Boas hefði tekið við Liverpool í fyrrasumar þá hefði ég og eflaust fleiri hoppað hæð mína af gleði. Hann ætti að vera reynslunni ríkari. Menn mega þó ekki einblína of mikið á velgengni hans með Porto. Þegar hann tók við Porto voru þeir með sterkasta lið Portúgals og deildin þar er ekki sú sterkasta í heimi. Enska deildin er allt öðruvísi og það sást að allt klikkaði hjá honum hjá Chelsea. Hefði hann ekki verið rekinn hefði liðið endað titlalaust og jafnvel ekki einu sinni í Evrópudeildinni.

    Ég held þó að hann gæti verið góður kostur í stöðunni. Hann er reynslunni ríkari eftir Chelsea brotlendinguna og er greinilega framtíðarkostur. Hins vegar er mikil hætta á að hann fái lykilleikmenn á móti sér hjá Liverpool. Carragher, Martin Kelly, Adam og Downing passa ekki fullkomlega í leikkerfið hans. Hins vegar finnst mér kerfið vera fullkomið fyrir Gerrard, Lucas og jafnvel Andy Carroll ef allt gengur upp.

    Ætla að halda í vonina að það séu spennandi tímar framundan.

  53. Ég er/var ekki Benítez maður, en þér tókst að láta mig sakna hans..

    Held að ástæðan fyrir að maður blockaði svona út góðu tímabilin hans á undan, var vegna þess að síðasta tímabilið var svo mikil vonbrigði. En tímabilin eftir það voru en þá meiri vonbrigði.

    Bottom line, ég myndi ekki vera á móti því að fá hann aftur. Hef samt smá áhyggjur af því hvernig leikmenn myndu taka því, ég veit að leikmenn eiga ekki að hafa áhrif á hvaða stjóri er. En ef megnið af leikmönnum okkar myndu vera með móral útaf honum þá værum við í klípu, því slæmur mórall breiðir úr sér og það væri ekki gott.

  54. Sýnir ferill Rafa með Liverpool, sem SSteinn tekur saman í greininni, ekki einmitt að hann þarf ekki “helling” af peningum. Þvert á móti getur hann smíðað lið úr hóflegum upphæðum.

    Þegar hann fær aftur á móti ekki að eyða krónu, þá gengur dæmið ekki upp. Ekki frekar en hjá flestum öðrum. N.b. peningarnir sem Benitez eyddi á sínum tíma komu flestir í kassann útaf árangri í Meistaradeild. Hann skapaði þessar tekjur sjálfur.

    Það sem þarf er að finna þetta heildar concept sem Liverpool liðið er. Ef Rafa var með það á hreinu þá tókst honum greinilega aldrei að útskýra það fyrir neinum. Er ekki viss um að það takist neitt betur þó hann fái 2 til 3 ár í viðbót.

    Rafa var einmitt með heildar concept á hreinu og réð meðal annars inn menn sem hafa verið að færa það “concept” yfir á alla yngri flokka liðsins. Conceptið er: 4-2-3-1, pressað hátt á velli.

    Takið eftir. Þetta concept er nú þegar við líði í öllum yngri liðum Liverpool. Benitez fær því unga leikmenn upp sem þekkja kerfið hans.

    Liðið verður að geta farið í alla leiki með svipað plan, hvort sem það er á móti man udt eða Swansea og gert ráð fyrir sigri.

    Nei, lið þurfa einmitt að vera sveigjanleg, geta skipt um taktík eftir andstæðingum. Þannig tókst Benitez að landa stóru sigrunum á móti stærstu liðum heims. Með því að stúdera andstæðinginn og koma fram með plan til að sigra hann.

    En sennilega er hann ekki að fara að koma, núverandi yfirmaður klúbbsins er ekki aðdáandi hans og var einn þeirra sem rak Benitez á sínum tíma. Það er náttúrulega stórkostleg að hjá Liverpool séu það gaurar eins og Purslow, Ayre og kó sem taka þessar ákvarðanir.

  55. Og það skiptir engu máli hver nýi stjórinn verður, hann verður að fá öll völd yfir leikmannahópnum. Tími Carragher þarf að vera liðinn hjá Liverpool og ef Gerrard er með múður/stæla þarf hann að finna nýtt lið. Liverpool liðið skiptir meira máli en einstakir leikmenn.

  56. hafði viljað að Rafa hafði fengið eitt tímabil í viðbót! hafði ekki gert verra en Roy gamli

  57. Af þeim stjórum sem eru í boði, þá tel ég að Benitez sé skársti kosturinn. Hann hefur góð sambönd útum allt og hefur gott auga fyrir “talentum”. Hann mótaði akademíuna okkar með því að ráða menn einsog Segura og Borrell, þá væri alls ekki slæmt að leyfa honum að klára það starf sem hann hóf. Ólíkt Martinez og Boas, þá þekkir Benitez klúbbinn okkar í gegn og ber mikla ástúð gagnvart honum.

    Margir gagnrýna Benitez fyrir að hafa ekki fagnað mörkum. Þá spyr ég, vill einhver stjóra sem fagnar þegar við erum komin í 1-0 þegar við töpum kannski leiknum 1-2? Stjórar eru ekki ráðnir sem skemmtikraftar, þeir eru ráðnir til þess að ná árangri.

    Þeir sem vilja skemmtikraft geta leigt trúð.

  58. TAKK BABU fyrir gott svar. Ég ætla þá að vona að það taki okkur ekki mánuð að sætta okkur við þann sem verður ráðinn!! :O)
    Annars hafði ég þær væntingar og spáði að KD fengi eitt tímabil til viðbótar til að slípa þetta saman. Mér varð ekki að ósk minni og tveim dögum síðar var honum sagt upp!
    Annars fínar umræður og pælingar með nýjan stjóra. Ég sjálfur búinn að fara marga hringi og eitt andartak hugsa ég með mér að best sé að “slökkva” á kop.is í nokkra daga og opna svo bara þegar nýji stjórinn er kominn. En ég verð að játa að ég laumast af og til hér inn ef vera skyldi að einhver sé búinn að lauma inn tengli með stórfrétt………….. “Nýr knattspyrnustjóri á Anfield!” :O)

  59. Eitt sem ég hjó eftir hérna. Þeir sem vilja Rafa aftur eru fyrirfram búnir að ákveða að helstu rök þeirra sem ekki vilji hann sé hvað hann fagnaði illa mörkum. Aftur á móti sá ég engan(fáa?) nota það sem rök af þeim sem vilja hann ekki.

    Ég veit ekki hvort ég vilji Rafa aftur. Ég var á móti því þegar hann var rekinn á sínum tíma en það breytir því ekki að ég man vel eftir ráðleysislegum sóknarleik hans og hvað hann var oft tregur til að breyta um taktík eða gera sóknarþenkjandi breytingar þó allt öskraði á þær. Einnig er ég ekki sannfærður um að það sé rétt leið að ráða gamla hetju aftur(horfa í baksýnisspegilinn). Ég tek það fram að ég er ekki búinn að mynda mér 100% skoðun en ég held þó að ég hallist að nýju blóði og nýjum hugmyndum. AVB heillar mig lítið en Martinez finnst mér þó mjög spennandi. Það sem mér finnst þó skipta mestu máli er að DoF og nýr stjóri séu menn sem vinna vel saman og séu með fastmótaðastefnu hvernig þeir vilja starfa…bæði innan vallar sem utan. Helst vil ég sóknarþenkjandi tvíeiki sem pressar hátt uppá vellinum, svona Barcelona style…þó ég geri mér alveg grein fyrir því að ekkert lið mun ná þeim hæðum sem Barca náði í spilamennsku.

    Hver svo sem kemur inn, þá hvet ég ALLA, Rafa menn og aðra, að flykkjast á bak við nýjan stjóra og styðja hann og liðið með öllum ráðum. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Áfram Liverpool!

  60. Sælir félagar

    Ég var einn þeirra sem vildi Rafa burt á sínum tíma. Ég var orðinn ferlega þreyttur á ástandinu í klúbbnum og öllu veseninu í kringum hann. Samt veit ég að þar var líklega minnst honum um að kenna. Hann var að eiga við menn sem voru ómerkingar að nánast öllu leyti og stóðu varla við eitt einasta orð af því sem þeir lofuðu honum og stuðningsmönnum.

    Hitt hefi ég aftur á móti oft sagt að það væri gaman að sjá Rafael Benitez starfa hjá LFC við eðlilegar aðstæður, með skýran samning og verklýsingu. Ég held nefnilega að Rafa sé maður orða sinna og sá samningur sem við hann yrði gerður þar sem starfssvið og verkefni væru klár þá mundi hann standa við hann út í æsar. Og hann mundi krefjast þess hins sama af þeim sem hann semur við og ekki lái ég honum það. Einnig er ég viss um að hann mundi ná árangri sem stjóri LFC því hæfileikar hans eru ótvíræðir.

    Mótrök manna sem ekki vilja hann aftur eru léttvæg. Þar eru mest á ferðinni útúrsnúningar og þvættingur. Það er einn galli þessarrar umræðu. Annar galli hennar er að við ráðum engu um þetta mál (ég sendi þó póst á talktorafa…). Þriðji gallinn er sá að það verður nánast 100% ekki rætt við kallinn. og svo í fjórða lagi (sem skiptir öllu í boltanum eins og við vitum eftir síðustu leiktíð) þá brosir hann ekki nógu mikið, talar ekki nógu mikið og fagnar ekki nógu mikið. Það er helv . . . mikið sem sagt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  61. Las þessa grein um taktík og leikkerfi Villas-Boas í gærkvöldi og fannst hún mjög góð.
    Hef reyndar pælt í því hvort hann sé nógu klínískur þjálfari, taktíkin gekk ekki upp í langan tíma hjá Chelsea og hann spilaði aldrei út á styrkleika liðsins eða leikmannahópsins. Di Matteo spilaði mun hefðbundnari fótbolta.

    En mér finnst AVB mjög efnilegur þjálfari og mundi frekar vilja hann heldur en t.d Martinez.

  62. Hef ekkert á móti Rafa en mér fynnst alltaf við Liverpool-menn vera að horfa í baksýnisspegilinn, það er voða rómantískt en það bara einfaldlega virkar ekki (ég hef allavega ekki mikla trú á því).

    Svipað eins og með alla þessa bresku leikmenn sem búið er að kaupa, voða rómó en virkar ekki neitt.

    Sama upp á teningnum þegar við fengum kónginn aftur. Aldrei sé ég fyrir mér að stuðnigsmenn Barcelona væru að biðja um Denzel (Rijkaard) aftur…

  63. Takk fyrir málefnalega umræðu þið langflestir 🙂

    Ég þarf að koma minni sýn á framfæri hvað þetta allt saman varðar og hún er ekki svona dökk eins og svo margir vilja mála hana. Ég sé þennan tímapunkt sem gríðarlega spennandi tíma og það að kanarnir séu að ræða við alla þessa sterku þjálfara er mjög spennandi. Ég segi eins og SSteinn, alveg sama hver verður ráðinn, hann mun fá minn stuðning allan. Ég vildi skipta idolinu okkar honum Dalglish út eftir þetta tímabil. Ég dýrka kallinn en tel að núna sé kominn tími á róttækar breytingar og ég sé klúbbinn okkar stíga upp á við í kjölfarið. Vonandi þarf þó ekki að bíða í langan tíma eftir því að sjá miklar jákvæðar breytingar. Við Púllarar erum auðvitað orðnir langþreyttir og hvekktir á ástandinu á okkar ástkæra félagi enda hefur það gengið í gegnum mikinn öldudal hvað varðar eigendur.

    Ég er ótrúlega spenntur fyrir ferlinu sem er í gangi núna og tek það fram að ég mun stökkva hæð mína ef við fáum Rafa aftur. Sjéffinn minn hérna úti í Norge er sjóðheitur púllari, hann tilbiður Rafa en draumurinn hans er að fá Pep á Anfield. Gæti ekki verið meira sammála honum!

    Ég ætla ekki að gera lítið úr einum eða neinum hérna en mér finnst stundum ótrúlegt hvað fólk getur verið duglegt að mála skrattann á vegginn fljótt. Kannski er það tíðarandinn, neikvæðar fréttir í íslenskum fjölmiðlum nánast endalaust eftir efnahagshrunið eða að þolinmæðin hjá íslenskum Púllurum sé hreinlega ekki meiri.

    Ég bíð spenntur eftir fréttum á hverjum degi!

  64. Eitt sem ég hjó eftir hérna. Þeir sem vilja Rafa aftur eru fyrirfram búnir að ákveða að helstu rök þeirra sem ekki vilji hann sé hvað hann fagnaði illa mörkum. Aftur á móti sá ég engan(fáa?) nota það sem rök af þeim sem vilja hann ekki.

    Ég held nú reyndar ekki að þetta séu “helstu” rökin, en þessi gagnrýni hefur komið fram, t.d. hér.

    Af hverju eru menn svona sjúkir í Rafa Benítez? ég þoldi ekki þann mann! Fagnaði aldrei mörkum og heyrði að hann átti ekkert sérstaklega góð samskipti við leikmenn….

    Ég þoli ekki stjóra sem fagna ekki mörkum með leikmönnum og aðdáendum! Sýnir mikla óvirðingu finnst mér.

    Og svo þessi stuðningsmaður.

    úff bara alls ekki Rafa Benítez, ég er viss um að hann fagnaði meira þegar hann þurfti að skafa bílinn sinn heldur en þegar við skoruðum,það er meira líf í Fossvogskirkjugarði en í honum.

    Þannig að þó þetta séu ekki “helstu” rökin, þá eru þetta sennilega heimskulegustu rökin gegn Benitez og því skiljanlegt að þau séu rifjuð upp – hvort sem mikil alvara er á bak við slíka upprifjun eða ekki.

    Ég skil ekki alveg þá gagnrýni að með því að ráða Benitez væri verið að fara aftur til fortíðar. Hann var stjóri liðsins fyrir tveim árum, ekki á síðustu öld. Hann er framsækinn og tiltölulega ungur knattspyrnustjóri.

  65. Eru menn ekki aðeins að eiða of miklu púðri í að lasta eða lofa Rafa fram og aftur.
    sérstaklega þegar allir spekingar og við stuðningmenn virðumst 100% vissir um að ekki verði rætt við hann.
    Og eins erum við að lepja upp og æsa okkur yfir einhverjum nöfnum sem blaðamenn eru að nefna, án efa hafa þeir ekki hundsvit á því hvað FSG eru í raun að bralla.
    Það kæmi mér ekki á óvart að verið sé að slá ryki í augun á okkur, og mögulega verði ráðinn stjóri sem ekki var nefndur á þessum voðalega lista sem er að gera alla hálf klikkaða.

  66. Fyrirgefðu Ssteinn reiknikunnáttu mína en er kallinn þá ekki bara á sléttu ef Torres og fleiri eru reiknaðir inní þetta.

    Væri gaman að sjá hann aftur, var alltaf hrifinn að sjá þegar hann kom til okkar, hann las alla sögu Liverpool og kynnti sér nánast allt sem til er um liðið og lét meira að segja konuna hafa þessar bækur á náttborðinu ( svona til að hita hana upp fyrir ” svefninn” ).

    Það þarf einhvern með svoleiðis metnað til okkar, einhvern sem tekur völdin strax í sínar hendur og menn bera virðingu fyrir.

    Var sagt það um daginn að það sem Spánverjar telja að hafi haft mest að segja hjá þeim síðustu árin er að þeir leggja nánast meiri áherslu á að mennta og þjálfa upp þjálfara. Það hafi verið mikið um talent hjá þeim öll þessi ár en enginn kunni að höndla þá rétt fyrr en það var bætt til muna.

  67. Hvernig er hægt að alhæfa svona með því að segja að Rafa sé sá rétti. Það má vel vera að hann geti komið okkur á réttann stall, en það er ekki hægt að segja það með 100% vissu. Þessi grein er bara til þess að pirra Rafa aðdáendur á því að hann verði ekki ráðinn og sömuleiðis til að pirra anti Rafa menn. Mér finnst bara svona neikvæðni ekki vera að gera neinum gott meðan að það er verið að leita að nýjum stjóra. Öndum nú aðeins með nefinu og sjáum hvað gerist. FSG eru að reka fyrirtæki og ég stórefast um að þeir ætli sér að setja það á hausinn. Ég ætla allaveganna ekki að stressa mig á þessu fyrr en kannski um áramótin næstu og fer það algjörlega eftir stöðu liðsins í deildinni.

  68. Lucas Moura og Hulk þeir leikmenn sem Chelsea eru strax búnir að bjóða í. Fyrir ca. 60 milljónir punda miðað við fréttir sem eru að berast.

    Ef að FSG eru í alvöru að hugsa um að gera þetta félag að einhverju stóru þurfa þeir að kaupa stjóra sem getur laðað til sín stór nöfn og eytt slíkum upphæðum í menn sem virka. ALLIR leikmenn sem Rafa keypti frá 2004 – 2009 sem voru rankaðir “dýrir” virkuðu, sumir svínvirkuðu.

    Þetta er ein ástæða þess að ég styð það hann umfram reynslulitla stjóra í starfi. Hann hefur ALDREI á ferlinum fengið að eyða utan sumarsins 2007 og kominn tími á það….

  69. Maggi, “stjóra sem getur laðað til sín stór nöfn”, þyrfti Rafa ekki fyrst að laða að sér knattspyrnufélag áður hægt er að fullyrða að hann muni laða að sér stærri og betri leikmen en stjórar eins og Martinez, AVB og fleiri sem hafa verið boðaðir í viðtal hjá LFC og öðrum liðum og eru eftirsóttir?

    Á þessum tíma sem Rafa hefur verið atvinnulaus hafa Chelsea, Bayern Muchen, Juventus, PSG og núna Barcelona skipt um stjóra. Ekki virðist hann koma til greina hjá Liverpool og ekki fékk Rafa djobbið hjá Aston Villa í fyrra (og ekki talið að þeir hafi áhuga á honum núna), sama var uppi á teningnum þegar stöður losnuðu hjá Sunderland og QPR (þar sem er talsverður peningur). Maður hefur lesið að Rafa sé að leita sér að félagi í Englandi.

    Rafa vann síðast bikar árið 2006, (menn tala um bikara um leið og Martinez er nefndur). Samt er RB nafnið sem myndi sannfæra leikmenn um að koma?

  70. Nr. 76 megaz
    Finnst þú töluvert vera að spóla á svellinu í þessum þræði. En Maggi er líklega að tala um stjóra sem getur laðað til sín nöfn eins og Alonso, Torres, Mascherano (o.s.frv.) +fleiri sem hann fékk ekki fjármagn til að klára. Þú veist svona stráka sem núna eru að spila fyrir Real og Barca eða voru t.d. í úrslitum EM og HM.

    Hvað veist þú svo um atvinnutilboðin sem Rafa hefur fengið undanfarið? Ekki að það skipti neinu máli hvað önnur lið eru að spá, ég er dauðfeginn að hann er ekki farinn neitt ennþá. Við vitum hvað við erum að fá í honum og hann hefur svínvirkað hjá Liverpool. Tal um engan titil síðan 2006 er síðan bæði ósanngjarnt og smá rangt þar sem hann vann titil hjá Inter. Hann fór í úrslit meistaradeildarinnar (AFTUR) árið 2007 (svo undanúrslit) og gerði bestu atlögu Liverpool að titlinum sl. 22 ár. Taktu það alveg endilega með inn í reikninginn þó það hjálpi ekki upp á þína rökleysu.

  71. Vonandi fara FSG að drullast til að ráða Rafa, svo hann geti farið að leita að leikmönnum. Það gerist ekki meðan Liverpool er án stjóra.

    Spurning hvort maður verði enn og aftur að bölva einhverjum helvítis könum eftir nokkrar vikur, og þá þangað til við losnum við þá. ??? Hver veit, ég vona ekki, en maður er brenndur.

    YNWA

  72. “At a football club, there is a holy trinity. The players, the manager and the supporters. Directors … are only there to sign the cheques.”

    Bill Shankley.

  73. Verðum við ekki að hætta að lifa í fortíðinni sem Liverpool menn. Söguna höfum við og tönglumst á henni út í eitt, svo fáum við Kenny nokkurn Dalglish til starfa eftir háværa kröfu stuðningsmanna félagsins. Nú á að taka þetta, kenny kann þetta eins og í gamla daga. En nei, ekki gekk það nú alveg.

    Nú heimta menn Rafa Benitez sem var rekinn frá klúbbnum fyrir nokkrum árum. Hann náði ágætum árangri ( Tottenham og City gátu þá ekki neitt ) með liðið þó honum hafi ekki tekist að ná í langþráðann deildar titil. Hann var góður í evrópukeppninni, það má hann eiga en deildarárangur hans er ekkert frábær. Við vorum að tapa fyrir “smáliðinum” þá eins og fyrir hann og eftir.

    Hvernig væri að nota tækifærið núna í stað þess að snúa til fortíðar enn eina ferðina og fá ungan mann í brúnna og gefa honum nokkur ár með liðið. Við erum búnir að prófa allt annað.

  74. 30, SB.

    Endurkoma Dalglish og möguleg endurkomu Rafa er nú ekki beint samanburðarhæf er það ? Annar þeirri hætti sjálfur fyrir tveimur áratugum, hinn var rekinn fyrir tveimur árum af verstu eigendum í sögu LFC á líklega einum af low point í sögu klúbbsins.

    Ef fólki finnst ranglega hafa verið staðið að verki við brottrekstur hans, eins og rækilega er rakið hér að ofan, þá sé ég ekkert að því að fólk finnist hann eiga skilið tækifæri til að halda áfram með það sem hann byrjaði á.

    Deildarárangur hans sem var “ekkert frábær” skilaði okkur samt tvisvar sinnum yfir 80 stigin – sem virðist vera nokkuð gott þegar við horfum á okkar 52 stig í dag, og menn að froðufella yfir því að Dalglish hafi verið látin fara 🙂 Já og nokkuð gott bara þegar horft er til baka yfir síðustu 20 ár eða svo.

  75. 74 Maggi

    Mér fynnst nú ekki rétt að nota Chelsea sem samanburð, sérstaklega þar sem að stjórinn hjá þeim hefur ekkert að gera með leikmannakaup.

    Ekki er víst að Di Matteo fái að halda áfram með liðið eða þá hver kemur í hans stað. Þá er alveg klárt mál að stjórinn þeirra er ekki að laða að sér neina leikmenn. T.d. var Marko Marin keyptur en hann hefur ekki hugmynd hver kemur til með að stjórna, þá er það frekar klúbburinn sem laðar að leikmenn, ekki satt?

    Annars fatta ég alveg hvert þú ert að fara, en mér fynnst einhvernveginn að Liverpool sé fallið ansi aftarlega í því að laða að leikmenn. Hvað höfum við? Spilum hundleiðinlegann kick-and-run bolta sem ég get ekki séð að laði að nokkurn einasta leikmenn með hæfileika á heimsmælikvarða. Fyrir utan það er þessi blessaði klúbbur okkar í krísu, sama þó menn reyni að halda öðru fram…

    Kanski er það þó rétt hjá þér að stjóri með mikið respect gæti laðað að klassa leikmenn, ætla þó að fá að halda mínum efasemdum um að Rafa sé sá maður 🙂

  76. Myndi maður liggja bara sultu slakur á Barbados þegar atvinnutilboð berst til manns frá Liverpool FC?

    NEI

  77. Þessi frétt í Echo um að AVB sé ekki lengur inn í myndinni sýnir bara vel hversu ákaflega lítið blaðamenn og sjálfskipaðir “ITK” vita hvað er í gangi innan herbúða FSG. Þeir sem fylgjast með Boston Red Sox segja að þessu sé alveg eins farið varðandi málefni tengdu því liði.

    Annars er ég lagður af stað á Snæfellsnesið með áfallahjálp til hans Magga vinar míns verður verður alveg miður sín að Liverpool sé ekki að fá hinn 34 ára AVB 🙂

  78. Gott að vita Babu, fór strax og raðaði í ísskápinn – þetta er nákvæmlega það sem ég þarf! En það kemur mér ekki á óvart að Vilas Boas fái ekki annað viðtal (ef rétt). Hann er ekki afskaplega auðmjúkur þegar hann telur sig geta bara handvalið “sitt næsta verkefni” á sama tíma og allur leikmannahópur Chelsea talar um hversu gott var að losna við hann og að liðið sem var hugmyndalaust og lélegt vann tvo titla, annan ansi stóran, eftir að hann fór.

    Aðeins að útskýra orð mín um innkaup og Rafa. Chelsea FC er rekið af yfirmanni sem kaupir það sem hann langar í – sem mér finnst sultuvitlaust í alla staði. Ég hef pínu áhyggjur ef að búa á til teymi sem gerir slíkt hið sama hjá okkur, en það hefur verið talið að Rafa sé til í að taka þátt í öllu teymisdæminu nema því að hann vill ákveða leikmannakaup og ég styð hann í því – heilshugar.

    Babu týnir upp nöfnin en það má líka telja Kuyt, Garcia, Reina, Crouch, Sissoko og Agger til dýrra leikmanna, upphæðin sem greidd var fyrir þá væri töluvert yfir 10 milljónum á núvirði. Allir þessir leikmenn náðu góðum árangri eða voru seldir dýrar en þeir voru keyptir. Auðvitað má benda á Ryan Babel sem flopp, en það held ég að hafi ekki verið meiningin þegar við keyptum hann fyrir framan nefið á öllum stóru evrópsku liðunum. Ef við skoðum dýr flopp Rafa þá skoðum við Pennant (sem reyndar lék vel þar til lifrin heimtaði vökva), Dossena og Aquilani (þó ég sé sannfærður um það að hans hendur voru bundnar í því máli). Skulum nú bara ekki gleyma því að hann ber ábyrgð á þeim hluta liðsins sem enn gengur best, þ.e. vörn og markverði. Frá því hann fór hefur einn varnarmaður spilað mínútur af einhverju ráði sem hann ekki keypti, Enrique nokkur.

    Rafa Benitez hefur ekki nokkra ástæðu til að hlaupa í einhverja vinnu. Menn sem nefna QPR og Sunderland eru auðvitað að grínast, ég veit það. Hann lét vita af sér hjá Chelsea, en var alls ekki til í að fara í tímabundið starf. Hans nafn var nefnt hjá Bayern en þá sögðu margir, þ.á.m. Balague ef ég man rétt að hann vildi helst finna vinnu í Englandi því þar væri hans heimili.

    Rafa er í góðu starfi dags daglega í leikgreiningu fyrir Eurosport og að vinna á námskeiðum fyrir UEFA. Hann er vellauðugur og þarf ekki vinnu nema nákvæmlega þá sem hann langar í.

    Ég veit ekki alveg í hvaða raunveruleika þeir lifa sem telja hann ekki vera í vinnu af því enginn vill ráða hann! Titlaskráin?

    Vann alla mögulega titla á Spáni, UEFA cup, Super Cup og CL, FA cup og fór í nokkra úrslitaleiki líka sem töpuðust. Bara það að nefna hæfileika hans t.d. í samhengi við núverandi stjóra Sunderland og QPR fær mig til að skella uppúr.

    Vandinn er hins vegar sá að það er ekkert víst að FSG vilji þessa týpu af manni í starfið og það veldur mér hugarangri. Chelsea er ekki búið að ráða stjóra en er þegar búið að kaupa leikmann (Marko Marin) og bjóða í tvo aðra sem EIGANDANN langar í.

    Eins og þegar flopp eins og Shevchenko, Wright-Phillips, Bhoularouz og nú Luiz og Torres urðu bláir. Stjórarnir fengu ekki að ráða kaupum á þeim en aftur á móti sterk “tilmæli” að spila þeim.

    Svoleiðis vill ég ekki og vel frekar að sá sem spilar leikmönnunum fái að velja þá. Rafa valdi menn eins og Dani Alves, Pato, Barry og Jovetic en félagið ákvað að segja nei. Það vildi ég að hefði verið hlustað á hann þá….

  79. Ég er nánast ekkert búinn að taka þátt í þessari umræðu eftir að KD var rekinn og svo sem margar ástæður fyrir því. Ég get vel skilið að menn séu hérna að óska eftir endurkomu Rafa enda náði hann mjög góðum árangri með liðið og er sannarlega með fótbolta á heilanum. Ég er hins vegar ekkert sérlega spenntur fyrir því að fá hann aftur og það er ekki vegna þess að mér finnst hann ekki brosa nóg.

    Það sem fór mest í pirrunar á mér varðandi Rafa var þessi ofurtrú hans á taktík og það að hugsa svo mikið um andstæðingana að það jaðraði á við þrá hyggju. Þessi nálgun virkaði vel á móti Barcelona og United en ákaflega ílla á minni lið. Þetta leit oft út eins og Liverpool væru hræddir við öll lið. Í staðinn fyrir að láta Liverpool ráða ferðinni og láta andstæðingana hafa áhyggjur af Liverpool var liðið látið spila passa saman og varnarsinnaðan leik. Þetta gerðist á ansi oft hjá Rafa og var sérlstaklega áberandi síðustu tvær leiktíðirnar hans.
    Ég man t.d ekki eftir því að Barcelona sé mikið að hafa áhyggjur af því hvernig Levante spilar eða Man U hafi áhyggjur af því hvernig Wigan spilar leikina þessi lið fara bara í leikina til að vinna og það á sinn hátt.

    Ég man alveg hvernig umræðan var á spjall síðunum síðustu tvö árin hjá Rafa. Ég var nú einn af þeim sem varði hann með kjafti og klóm lengi vel en játaði mig sigraðan í byrjun árs 2010. Auðvitað var Rafa að vinna við erfiðar aðstæður enda sást það á spilamenskunni hjá liðinu. Ég veit ekki hvort hann var búinn að tapa þessum svokallaða klefa en það var klárlega eitthvað að og það hefur ekki lagast síðustu tvö tímabil.

    Ég verð líka að segja að ég brosi svolítið út í annað þegar menn hérna keppast við að tala um að hinna og þessi stjóri sé ekki sá rétti og það sé t.d fáránlegt að tala ekki við Rafa en segja svo nánast í sömu setningu að þeir muni styðja þann sem verður ráðinn. Þá spyr ég á mót hve lengi mun sá stuðningur vara? Mun hana vara allan tíman með viðkomandi stjóri er í starfi eða bara ef það gengur vel hjá honum? Menn töluðu á svipuðum nótum þegar Hodgson var ráðinn og var ég þar á meðal. Ekki ánægður með ráðningu en ætlaði nú að gefa manninum séns og styðja við bakið á honum en í mínu tilviki held ég að það hafi enst í mánuð:)

    Ég ætla því ekkert að tjá mig um hvaða stjóra ég vil fá í þetta starf eða hverja ég vil ekki fá. Ég er aðalega spenntur fyrir því hver verði ráðin í þetta DOF starf og langar mig mest að fá Johan Cruyff í þá stöðu.

    Ég ætla líka að vera ósammála að það hafi verið mestu mistök í sögu Liverpool að reka Rafa. Verstu mistök í sögu Liverpool var að ráða David Moores sem stjórnarformann enda Liverpool ekki unnið titilinn síðan hann fór að stjórna og ráða inn menn eins og Graham Souness og selja klúbbin til nautheimskra kúreka.

  80. Ég er einn af þeim sem myndi taka á móti Rafa með bros á vör, en er þó ekkert endilega þeirrar skoðunar að hann sé eini fiskurinn í sjónum og klúbburinn dauðadæmdur ef hann kemur ekki. Sem sagt, örlítið blendnar tilfinningar og ég sennilega einhvers staðar mitt á milli “öfgamannanna”.

    Mér sýnist röksemdir í stóra Rafa-málinu (bæði hér heima og víða úti þar sem þessi umræða er líka í gangi) í grófum dráttum skiptast í tvo flokka – tilfinningalegar annars vegar og staðreyndamiðaðar hins vegar. Ekkert rétt eða rangt í því sambandi og sýnist sitt hverjum, en sjálfur kýs ég að horfa á staðreyndir og tölfræði.

    Frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992 er Rafa eini stjórinn sem hefur skilað okkur yfir 80 stigum í deildinni (Houllier skilaði 80 stigum sléttum tímabilið 2001/02). Hann gerði það reyndar tvívegis, fyrst tímabilið 2005/06 (82 stig) og svo aftur 2008/09 (86 stig), sem er auðvitað tímabilið sem allir vitna í sem árið sem við vorum svo nálægt!

    Hvers vegna þessi mikli fókus á 80 stiga múrinn? Jú, vegna þess að aðeins þrisvar sinnum hefur enska úrvalsdeildin unnist á færri en 80 stigum, síðast árið 1999.

    Einhverjir hafa bent á að undir stjórn Rafa hafi liðið spilað svo “leiðinlegan” og “varnarsinnaðan” fótbolta. Auðvitað er alveg rétt að varnarleikurinn var góður undir stjórn Rafa og fékk liðið aðeins á sig að meðaltali um 30 mörk á tímabili undir hans stjórn, samanborið við t.d. um 38 undir stjórn bæði Houllier og Evans (ég geri ráð fyrir að hvorki þurfi að fjölyrða um Souness árin né síðustu tvö tímabil!). Það má hins vegar ekki gleymast að undir stjórn Rafa var liðið líka að skora að meðaltali um 62 mörk á tímabili, sem er sami árangur og undir stjórn Houllier (62) og aðeins lakari en undir stjórn Evans (66). Góður maður sagði eitt sinn við mig að fótboltaleikir ynnust á varnarleik!

    Nú munu einhverjir eflaust segja “en meðaltalið skiptir engu máli, kallinn var alveg búinn að missa það undir lokin”. Ef til vill, en staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir að hafa verið “alveg búinn að missa það” þá skilaði Rafa okkur engu að síður í land með 63 stig (svipað og síðustu tvö árin undir Houllier, talsvert betra en átrúnaðargoðið mitt, King Kenny) og 26 mörk í plús á sínu síðasta tímabili.

    Rafa er að mínu mati óumdeilanlega besti stjórinn sem við höfum haft frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Hann skilaði að meðaltali 72 stigum á tímabili, aðeins í tvö önnur skipti hefur klúbburinn náð meira en 72 stigum á einu tímabili í úrvalsdeildinni (80 stig undir Houllier 2001/02 og 74 stig undir Evans 1994/95, þegar ennþá voru 22 lið í deildinni). Sem sagt, aðeins tvisvar sinnum í deildinni höfum við náð betri árangri en meðaltalið hans Rafa!

    Hvort þessi árangur sé hins vegar ávísun á að hann muni skila jafn góðu búi eða betra verði hann ráðinn aftur er stóra spurningin. Mér finnst ámælisvert af eigendunum ef þeir eru ekki að velta þessari spurningu fyrir sér og ég skipa mér a.m.k. í þann hóp að vilja fá kallinn í viðtal. En af öllu sem maður les og heyrir þá ætla ég að vera sammála Steina að þetta sé væntanlega algjörlega theoretísk umræða hjá okkur, því Rafa er ekki inni í myndinni. En skemmtileg er hún 🙂

  81. Það er gott að það er allavega komið “deadline” á Roberto M skv. BBC……
    Wigan chairman Dave Whelan reveals a deadline will be given to manager Roberto Martinez to finalise his future. “Roberto will be in Barbados until next Tuesday and I will then set a seven-day deadline by which time I will expect a decision,” Whelan says.

  82. mér líst vel á Martinez… flottur bolti ….það var leiðinlegt að horfa á liverpool þegar rafa var við stjórnvöllinn…skil ekki þennan Áróður um þennann tappa sem var búinn að missa það.. það er málið. GET OVER IT…;)

  83. Var að rifja upp athöfnina síðan í fyrra á Anfield tengda því að 22 ár voru liðin frá Hillsborough og eftir að hafa horft á þetta video http://www.youtube.com/watch?v=4fRArl89mdU þá vona ég innilega að Rafa komi aftur. Þvílíkt sem maðurinn ber af tilfinningum til félagsins og félagið til hans.

  84. Auðunn G # 89.

    “Ég man t.d ekki eftir því að Barcelona sé mikið að hafa áhyggjur af því hvernig Levante spilar eða Man U hafi áhyggjur af því hvernig Wigan spilar leikina þessi lið fara bara í leikina til að vinna og það á sinn hátt.”

    Förum varlega í þessar pælingar. Það eru varla meira en 2 mánuðir síðan Wigan vann Man Utd og má jafnvel ganga svo langt að tala um að það hafi verið leikurinn sem kostaði Utd svo tiltilinn 🙂

    http://www.youtube.com/watch?v=zccRwj3-_Yc

  85. 89 er með þetta

    Ég var temmilega ánægður með Rafa megnið af tímanum sem hann var með liðið. Ég elskaði hversu sigurviss ég var í öllum stórleikjum, hvort sem það var Barca, Real eða scum. Ég vissi að við vorum með besta taktíker í heimi við stjórnvölinn og hann myndi éta andstæðingana með eitraðri taktík sem varð raunin nær alltaf.

    En af hverju varð maður ekki eyðilagður þegar hann var rekinn?

    Jú, það var vegna þess að til þess að vinna leiki þurftu andstæðingarnir að reyna að spila fótbolta á móti okkur. “Litlu” liðin sem parkeruðu rútunni í teignum gekk mjög vel á móti okkur. Mig minnir að eftir að við höfðum unnið Real 4-0 í meistaradeildinni töpuðum við fyrir Middlesbrough í deildinni helgina eftir.

    Svona var þetta. Við unnum stórsigra en koxuðum á móti “litlu” liðunum í hvert skipti sem þau spiluðu agaðan varnarbolta á móti okkur og ef Gerrard og Torres framkölluðu ekki einhverja meistaralega snilld þá náðu þeir stigi.

    Þetta er ástæðan fyrir því hversu margir vildu hann í burtu.

    Kannski var þetta ekki honum að kenna, og líklega ekki. Líklega vantaði svona it-gaura í hópinn. Einhverja sem létu hlutina gerast. Einhvern snöggan kantara sem olli usla í vörninni hjá andstæðingunum. Babel og Riera reyndu það. Síðan Jovanovich. En það gekk ekki. Það var alltof auðvelt að ná stigi á móti okkur.

    Ég er því enn á báðum áttum að fá hann tilbaka. Held að klúbburinn væri í mun betri málum hefði hann verið áfram við stjórnvölinn en hvort hann sé rétti maðurinn til að vinna ensku deildina, það er annað mál. Það kemur sá tími sem önnur lið spila bara agaðan varnarbolta á móti okkur og þá þarf að brjóta þá vörn á bak aftur.

    Það hefur reynst Rafa Benitez erfitt.

  86. Mig minnir að eftir að við höfðum unnið Real 4-0 í meistaradeildinni töpuðum við fyrir Middlesbrough í deildinni helgina eftir.

    Þetta var reyndar eftir að Liverpool spilaði á útivelli á móti Real og vann 0-1

    Á eftir 4-0 heimaleiknum kom 1-4 útisigur á Man United og svo 5-0 sigur á Aston Villa.

    25.02.2009 Real Madrid 0 – 1 Liverpool
    28.02.2009 Middlesbrough 2 – 0 Liverpool
    03.03.2009 Liverpool 2 – 0 Sunderland
    10.03.2009 Liverpool 4 – 0 Real Madrid
    14.03.2009 Manchester United 1 – 4 Liverpool
    22.03.2009 Liverpool 5 – 0 Aston Villa

  87. 99

    Já okei, takk fyrir það.

    En punkturinn stendur. Sigrar gegn stórliðum og töpuð stig gegn “minni” liðum. Reyndar impressive record þarna eftir Middlesbrough tapið.

  88. Fyrir þá sem vilja halda því fram að Rafa hafi ekki fengið tilboð síðan hann var rekinn frá Inter þá er það rangt. Hann hefur fengið nokkur tilboð frá spáni og ítalíu minni mig líka. Hann hefur hafnað því á þeim forsendum að hann vilji bara vinna á Englandi.

  89. Góð lesning. Ef kanarnir ætla að draga ráðninguna svona langt fer ég að hafa áhyggjur. Þeir eru ekki mikid fyrir ad opna sig og halda fans upplýstum en þad veldur óróa og fær stuðningsmenn Benitez til ad láta heyra i ser. Mér finnst hálf skrýtið ad allt þetta ferli þurfi til ad ráða þjálfara sem allir hafa sitt CV fyrir almannasjonum 24/7 allan arsins hring. Ég sem þjalfari yrdi móðgadur ef eg yrdi dreginn inn i svona atburðarás (helling af viðtölum og sídan “sorry, we dont want you). Þetta er ekki neitt venjulegt starf.

Barnes lýsir sinni skoðun – opinn þráður

Billy Hogan og Jen Chang ráðnir