Barnes lýsir sinni skoðun – opinn þráður

Held að það sé næstum skyldulesning fyrir okkur öll að heyra í John Barnes, hann er í löngu og flottu viðtali á opinberru heimasíðunni þar sem hann fer yfir brotthvarf Dalglish og þá sýn sem hann hefur á framhaldið.

Honum kom á óvart að Dalglish yrði rekinn, þar sem hann taldi að ákveðin stefna væri í gangi sem ætti að viðhalda, en með brottrekstri kóngsins telur hann að verið sé að færa í aðrar áttir. Svosem ekkert nýtt þar.

Skemmtilegasti hluti viðtalsins er þegar hann er beðinn um að henda hattinum inn í og ræða hvað séu þau skref sem hann telji þau réttu í stöðunni. Goðsögnin horfir mikið til sérstöðu Liverpoolborgar og þess hlutverks sem knattspyrnumenn borgarinnar hafa. Það sé allt annað hlutverk en t.d. fyrir knattspyrnumenn í London eða álíka stórborgum sem eru vön alls konar stórstjörnuslag. Þess vegna sé ákveðið kúltúrsjokk fyrir marga að leika fyrir LFC, menn þurfi að átta sig á því að þeir eru sameign borgarinnar og verða að vera tilbúnir að gefa af sér innan og utan leikvallar. Þetta þýði að skoða verði karakter þeirra leikmanna sem leika fyrir klúbbinn.

Þá horfir hann til liðs með svipaða stöðu í sinni borg, Barcelona FC. Þar komist leikmenn ekki upp með að haga sér að vild, heldur þurfa að fylgja meginstraumum borgarinnar og þekkja sitt hlutverk. Hann ræðir um Johan Cruyff og veru hans þar á bæ. Cruyff hafi verið búinn að búa til þann veruleika sem Barca lifir í nú, en stjórar sem fylgdu í kjölfar hans fóru með félagið í aðrar áttir, en svo var því kippt aftur inn í hans hugmyndafræði og hægt og rólega varð til þetta fótboltalið sem flestir dá í dag.

En það tók tíma. Barnes talar um taktíkina í enska boltanum, telur George Graham hafa gjörbreytt enskum bolta með sínu Arsenal liði og það sé nú orðið lykilatriðið að félög skapi sína taktík og byggi liðið sitt upp með henni. Ali upp leikmenn inn í það en ekki síður kaupa leikmenn sem henta því kerfi sem klúbburinn hyggst nota. Hann telur félagið hafa gert of mikið af því að kaupa leikmenn til félagsins af því að þeir væru góðir en ekki með það í huga að fella þá inn í okkar leikkerfi. Þarna er ég honum algerlega sammála. Ég tel það enga tilviljun að Rafa náði sínum besta deildarárangri í kjölfar þess að hann keypti leikmenn sem spellpössuðu inn í hans 4-2-3-1 kerfi. Eftir vorið 2009 var hann sviptur peningum til að kaupa, sótti reyndar Johnson sem fittaði inn en greip besta mögulega leikmann Roma, varð svo að kaupa ódýran hafsent (Kyrgiakos) og fá leikmann frítt í janúar (Maxi). Þar brást LFC á raunastundu (reyndar G&H auðvitað), að taka skrefið til að verða meistari.

Innkaupastefna Roy var svo miðuð að hans kerfi, passívu 4-4-1-1 og allir hans leikmenn basically floppuðu. Svo tók Kenny við og hans áhersla liggur í 4-4-2 og þannig hefur verið keypt inn, gamaldags winger og tveir senterar sem vinna best saman, bakvörður sem vill overlappa og gritty miðjumenn.

Barnes talar um að nú sé mikilvægt að klúbburinn marki sér stefnu og fylgi henni. Velja þurfi hvernig menn vilja spila, ráða þar á eftir þjálfara og síðan kaupa leikmenn sem henta inn í það kerfi. 100% sammála.

Svo kemur lykilatriðið. Það verður að gefa þessu tíma. Við erum nú þriðja árið í röð að lenda töluvert langt frá CL sæti og getum ekki vænst þess að liðið reisi sér hærri markmið en að ná að berjast lengur um það en í vetur. Síðustu ár höfum við bara verið dottin úr baráttunni i mars og það er langur vegur upp. Þá kemur lykilspurningin.

Erum við tilbúin að bíða lengur? Hann talar um að nú verði að ráða stjóra sem fái tíma til að færa liðið ofar, ekki gangi að skipta um stjóra og stefnu á hverju ári, það þurfi að ráða menn til starfa sem fá að byggja til framtíðar á kostnað skammtímaáhrifa. Jújú, mikið rétt. En þetta var líka sagt í fyrra og eftir brottrekstur Kenny, er þá líklegt að nýjum manni verði sýnd sú þolinmæði að lenda í 7. – 10.sæti næsta vor? Ef að FSG vilja fá hraðari framþróun og alvöru slag um efstu sæti þarf massív innkaup.

Allavega, mér finnst viðtalið við Barnes súmmera þetta flott upp og ljóst að mikil umræða er í gangi um framtíðarsýn FSG og Liverpool FC.

Annað

Fréttirnar ganga svo áfram auðvitað út á stjóramálin. Capello virðist tilbúinn að taka starfið í tvö ár, sem væri sultuvitlaust miðað við það sem Barnes talar um og þarfnast gríðarlegra innkaupa, og allt bendir í þá átt að Deschamps stefni að Marseille, þó þar séu loðin svör. Honum hlýtur að vera ljóst að ef að hann segir nei við LFC í sumar verður vart leitað til hans á ný.

Leikmenn Chelsea halda áfram að tala Vilas Boas niður, nú var það Lukaku auk þess sem Torres hefur gagnrýnt svikin loforð hjá Chelsea án þess þó að tiltaka hvaða loforð það voru og hver gaf þau, hins vegar er ljóst að hann fékk fáar mínútur hjá Portúgalanum eins og Di Matteo.

Martinez er klárlega í ökumannssætinu og enn fréttist ekkert af Rafa, Steve Nicol skýtur nafni David Moyes inn í umræðuna en það held ég að sé ólíklegasti kostur í heimi, hann er einfaldlega blár í gegn og mun aldrei stjórna á Anfield, það er allavega mín skoðun þó ég hafi mikla trú á hæfileikum hans.

Breyting í þjálfarateyminu hefur valdið því að Dirk Kuyt telur sig eiga framtíð á Anfield auk þess sem Joe Cole vill fá annan möguleika til að sanna sig. Ég vona að Dirk karlinn fái fríið, en ef spila á 4-2-3-1 á ný sé ég alveg Cole eiga einhvern möguleika.

En þráðurinn er opinn, endilega láta heyra í sér…

48 Comments

 1. Persónulega er ég farinn að hallast meira að RM en VB. Það er oft sagt að það sé hárfín lína á milli þess að vera klikkaður og snillingur – finnst VB dansa á línunni. Veit ekki hvar ég hef hann. Virkilega góðir hlutir með Porto á meðan Chelsea liðið spilaði oft á tíðum hræðilega undir stjórn hans. En það er þó vert að benda á helv góð ummæli AVB þegar hann svarar gagnrýni Souness:

  “Souness made comments about it being easy to win at Porto – It was
  easy to win at Liverpool in the ’90s and the ’80s, wasn’t it? But he
  was five years there and didn’t win anything.”

  Hef lesið mér talsvert til um RM síðan hann var orðaður við okkur fyrst og mér finnst hann vera nokkuð spennandi en án vafa áhættusöm ráðning. Hann er þjálfari sem reynir að spila fótbolta og spilar kerfi sem ég er hrifin af. Ég myndi amk alltaf taka hann framfyrir Capello. Þá er ég alls ekki að gera lítið úr Capello, sem er frábær þjálfari, heldur set ég spurningarmerki við leikstíl hans og hungur á þessu stigi ferilsins. Hann er ekki að verða neitt yngri, er hataður af bresku pressunni og mér finnst hann ekki passa inní þessa stefnu FSG. (Dalglish út og Capello inn finnst mér bara “meika ekkert sens”)

  Í rauninni finnst mér fáránlegt að þessir tveir menn skuli vera kandítatar í starfið – af sögusagnir eru sannar. Annarsvegar ertu með unga, hungraða sóknarþekjandi þjálfara (AVB, RM og jafnvel Laudrup) og svo andstæðan í Capello og jafnvel DD.

  FSG segjast vera að innleiða nýjan strúktúr inní félagið með nýjum áherslum þar sem gamlar hefðir og venjur eru settjar á hilluna. Er þá ekki frekar skrítið af þessir tveir menn koma báðir til greina – eins ólíkir og hugsast getur. Eru FSG s.s. tilbúnir að aðlaga sitt kerfi, sinn strúktúr að nýjum stjóra frekar en að ráða inn mann sem er tllbúin að vinna eftir nýja kerfinu, ekki að breyta því til þess að það henti sínum verklagsreglum og áherslum ?

 2. Hvaða leikmenn skyldi Martinez ná að laða til klúbbsins í sumar?

 3. Fínt viðtal við Barnes sem talar mjög vel um Martinez, en Maggi gerir sér far um að nefna það ekki 😉

  Hvaða leikmenn getur Tito Vilanova laðað til Barcelona? Hvaða snillingar skyldu bíða eftir því að vinna með Deschamps (10. sæti í Frakklandi) svo einhverjir séu nefndir? Já og hvaða leikmenn geta ekki beðið eftir því að vinna með Benitez (bara fyrir þá sem vilja hann aftur)? Skiptir það svo miklu máli hver stjórinn er, er það ekki heildarpakkinn og kannski aðallega launapakkinn?

  Mjög gaman að lesa vangaveltur hér á spjallinu og gaman að þessum Pod-köstum ykkar.

 4. Ég er alltaf að verða spenntari fyrir Andre Villas Boas. Ég held það sé alveg ljóst að hann er hæfileikaríkur þjálfari. Að taka að sér Chelsea var einfaldlega of stórt skref, það eru of margir leikmenn sem eru á aldri við hann og of miklar prímadonnur til þess að hann næði að hafa stjórn á þeim. Þessu er öðruvísi háttað hjá Liverpool þar sem svona eina risastjarnan okkar er Steven Gerrard. Þó að við séum vissulega með menn eins og Suarez þarna þá tel ég hann ekki í sama worldwide standard og Gerrard.

  Held að valið á endanum muni standa á milli AVB og Martinez. Held þó að eins og staðan er í dag þá sé Martinez leiðandi í þessu.

 5. Tekið af skysports, kannski segir þetta okkur ekki neitt eeeen anyways opinn þráður, vildi deila þessu með mannskapnum
  Andre Villas-Boas has emerged as the 6/5 favourite in Sky Bet’s next Liverpool manager odds amid speculation he is set for an interview next week.

  That speculation has been supported by a steady stream of bets for the 34-year-old to be handed the reins at Anfield, prompting Sky Bet to cut his price from 3/1 to 6/5 over the last 24 hours

  His price shift has seen Martinez drift out from 7/4 to 5/2 while Rafael Benitez has also been pushed out from 5/1 to 12/1 for a second spell at the helm.

 6. Flott viðtal við Barnes og þetta er klárlega skildulestning fyrir stuðningsmenn.

  Ég verð að viðurkenna það að ég var ekki hliðhollur Martinez til að byrja með en það er annað uppá teningnum núna, finnst hann gríðarlega spennandi. Ég er sammála mönnum hér að ofan að valið mun standa á milli RM og AVB. Finnst Boas einnig mjög spennandi kostur því ég held einfaldlega að Chelsea hafi ekki henntað honum.

  Þetta mun allt taka sinn tíma og eins og Barnes segir, þá þurfa stuðningsmenn að gefa klúbbnum tíma, sem og auðvitað FSG gagnvart stjóranum.

  Persónulega finnst mér spennandi tímar framundan og vona að ungur og ákveðinn maður taki við liðinu sem hefur skýra mynd af því hvernig hann vill spila.

  YNWA

 7. Tariq Panja hjá Bloomberg & BBC er mjög traust heimild þegar kemur að eigendum Liverpool. Hann twittaði þessu nú rétt áðan:

  My understanding of #LFC recruitment process so far: Ayre whitling down long list for candidates to meet owners. Henry not met anyone yet

  Hólí. Fokking. Shit. Er Ian Ayre sem sagt að velja úr hópi umsækjenda? Og ætlar Henry svo bara að treysta því að Ayre hafi valið réttu 1-3 hæfustu til að tala við sig?

  Ég er að reyna að vera rólegur og panikka ekki á meðan þetta ferli er í gangi, reyna að dæma ekki fyrr en niðurstaðan er ljós. En VÁ hvað ég treysti Ayre ekki í þetta.

  Annars er ég rólegur eftir fréttum af þessu fram í lok vikunnar. Pep Guardiola er að spila bikarúrslitaleik með Barca á morgun og svo tæmir hann skrifstofuna hjá þeim og fer í sumarfrí. Ég myndi giska á að við heyrum ekkert solid fyrr en í fyrsta lagi eftir þennan leik Barcelona því þeir geta ekki rætt við Guardiola fyrr. Og þeir hljóta að vilja a.m.k. heyra Guardiola segja “nei” áður en þeir klára ráðningu á einhverjum öðrum.

  Þannig að það gætu orðið nokkrir dagar í viðbót áður en að Ian Ayre sem rak Rafa og réði Roy velur næsta stjóra fyrir okkur aaaaaaahhhhhh

  … sorrý. Búinn að jafna mig. En ég hef áhyggjur.

 8. Ég er alveg sammála Barnes með að Liverpool þarf að þróa og móta sinn leikstíl, frá 7-manna bolta í yngri flokkum og upp í aðalliðið. Það hefur verið gert mjög vel í að móta sameiginlegan stíl í liðum Akademíu og í varaliði félagsins en hvorki Hodgson né Dalglish hafa að mér finnst náð að vera í sama takti og það. Nú er tvennt í stöðunni, annað hvort að velja þjálfara út frá stílnum og stefnunni í unglingastarfinu eða að aðlaga stíl og stefnu unglingastarfsins að nýjum þjálfara.

  Svona miðað við þau nöfn sem maður hefur heyrt í umræðunni þá virðist Liverpool vera að leita að einhverjum í yngri kantinum sem byggir sín lið upp á “free flowing” sóknarbolta. Villas-Boas, Martinez, Rodgers, Klopp, Guardiola, De Boer og fleiri (mig langar að nefna Luciene Favre og Joachim Low líka í þennan flokk þó þeir hafi held ég ekkert verið bendlaður við LFC), eru allir ungir og sóknarþekjandi stjórar sem leitast oftar en ekki eftir því að spila 4-2-3-1/4-3-3 tengd leikkerfi. Svo auðvitað Martinez sem er farinn að innleiða mikla meginlands 3-4-3 gerð af kerfi. Capello og Rafa, þó báðir séu frábærir stjórar og ættu að vera tveir efstu menn á blaði þá er spurning hvort að þeir “fitti” inn í þessar hugmyndir þeirra enda báðir ýmist fremur varnarsinnaðri og/eða meira “direct”.

  Ég held að Liverpool sé að fara að “gambla” svolítið í sumar. Capello, Rafa og Louis van Gaal verða mjög lítið sem ekkert inni í myndinni þrátt fyrir að vera mögulega þrír bestu kandídatarnir sem í boði eru og líklegri en margir aðrir til að skila “instant success”. Þess í stað verður farið í meiri wildcard kosti. AVB og Martinez þykja líklegastir og persónulega er ég mikið mun stressaðari fyrir Villas-Boas heldur en Martinez.

  Að Liverpool skuli vera að vinna að því að ráða þjálfara út frá einhverri ákveðinni stefnu og stíl finnst mér algjör fásinna þegar maðurinn á að vinna með tveimur eða fleiri lykilmönnum í félaginu sem hafa ekki heldur verið ráðnir. Ég neita að trúa því að Liverpool sé ekki svo gott sem búið að ráða eða amk finna mjög, mjög líklegan kandídat í stöður yfirmanns knattspyrnumála og tæknilegs yfirmanns. Vonandi er þetta allt að komast í ljós og þetta nýja dúndur þríeyki sem mun stjórna félaginu verður klárt fyrr en seinna.

  Ég get ekki annað en viðurkennt það að ég er orðinn frekar stressaður og smeykur við þetta allt saman.

 9. Þannig að það gætu orðið nokkrir dagar í viðbót áður en að Ian Ayre
  sem rak Rafa og réði Roy velur næsta stjóra fyrir okkur aaaaaaahhhhhh

  Róa sig nú, þó svo að ég hafi nú ekki trú á fótboltalegri þekkingu Ayre og vonast til að það séu aðrir aðilar að fara yfir ráðningaferilinn, þá var það ekki hann sem rak Rafa og réði Roy, hefur þú heyrt um Purslow? Ayre var fyrst og fremst yfir markaðsmálum og slíku á þeim tíma. En ég hef einnig áhyggjur ef það er bar Ayre sem er að shortlista fyrir FSG. Bara trúi því engan veginn.

 10. sérð cole eiga möguleika … jæja maggi, þar með talaðir þú þig útúr því að ég muni nokkurtíman aftur taka mark á einum einasta hlut sem þú lætur útúr þér ..

 11. “sótti reyndar Johnson sem fittaði inn en greip besta mögulega leikmann Roma”

  what? hver er þessi Roma leikmaður (fyrirgefið fáfræði mína)…..

 12. Þessi roma leikmaður a að vera aquilani… en ja vonandi fer eitthvað að gerast i þessu hja okkat monnum.. er nu svo nokkuð viss um það að okkat menn hefdu getað notað joe cole eitthvað i vetur a annann kantinn frekar en td kuyt eda henderson þar. Margt vitlausara en að gefa cole eitt season enn a anfield held eg.

 13. 11 Wonderkid; Aquilani

  Annars áhugaverð lesning, Barnes leynir á sér í þekkinguni.

 14. Ég skil nú að Torres sé pirraður. Hann fékk ekki að taka víti gegn Bayern, en Manuel Neuer skoraði úr sínu!

  Varðandi stjórana, þá er ég Rafa Benitez maður. Hann var með kerfi sem virkaði, fékk ekki stuðning sem þurfti frá stjórninni. Hann var glettilega nálægt því að vinna titilinn, og liðið hefur vægast sagt verið ömurlegt frá því hann fór.

  Dalglish fær grjótharða stuðningsmenn til að sjá hlutina í móðu. Liðið skapaði alltaf fleiri færi og nýtti, og fékk færri mörk á sig þegar Benitez var við stjórn en alla tíð síðan.

  Menn vissu hvað þeir áttu að gera á vellinum, en alltof oft í vetur hafa sóknirnar verið ráðleysislegar og keyrt á 2-3 mönnum, beðið eftir Suarez eða reynt að spyrna í hausinn á Heskey/Carroll.

  Ég verð að taka undir orð Villas-Boas þar sem hann segir Graeme Souness að það hafi verið auðvelt að vinna með Liverpool á 9. áratugnum.

  Dalglish átti aldrei að halda áfram með liðið eftir síðasta tímabil.

 15. Þetta er náttúrulega bara spurning um hvort við viljum RM eða AVB jafnvel PG eða RB. Menn hafa líka verið að nefna JK og DD og einnig skapast umræða um FDB, FC, BR , IMF , SA , FÍB og meira að segja um JR . Og þá er um að gera að spila 4-3-3 / 4-4-2 / 3-4-3 / 4-1-2-1-2 / 2-4-4 eða jafnvel 1-1-1-1-1-1-1-1-1-1 Annars er hann RW alveg með þetta hérna.: http://www.youtube.com/watch?v=H_aiDDU5z18

 16. Já mikið væri gaman ef þeir sem eru við stjórnvölinn myndu jafnvel fá John Barnes til að aðstoða við uppbygginguna, hann er nú líklega ekki kandídat í stjórahlutverkið sjálft eða hvað? En manni finnst hann oft koma með yfirvegaða sýn á hlutina.

 17. Comment 16 priceless!

  Held annars að úrslitaleikur Copa del Rey sé þann 25. maí…

 18. Vá! hvað var ég að reykja? Að sjálfsögðu var það Aquilani. Takk fyrir þetta 🙂

 19. Eitt af því sem vakti mig áhuga á viðtalinu Barnes var þessi quote:

  Well, first of all, I don’t think Liverpool have had a philosophy of how we want to play.

 20. Comment 16…

  Bjargaði deginu fyrir mér hef ekki hlegið svona innilega síðan þessi hasar með liðið okkar byrjaði. Um að gera að sjá fyndnu hliðina á öllu þessu. Ég persónulega vil fá KGB eða CIA og láta þá spila 1/1/9 eða 11-0…

  Þangað til næst YNWA

 21. Flott viðtal við Barnes – snillingur.
  Eitt sem þú nefnir Maggi í pistlinum varðandi Torres er þetta: ” hins vegar er ljóst að hann fékk fáar mínútur hjá Portúgalanum eins og Di Matteo.” Nú er ég ekki með statistikina á hreinu varðandi spilaðar mínútur hjá Torres, en mín skoðun er nú samt að hann hafi spilað heilmikið og fengið meiri spilatíma en margir aðrir nýkeyptir leikmenn sem drulla viðlíka á sig eins Torres frá byrjun. CFC vissu hvað hann gat, kostaði þá 50 milljónir punda, þeir urðu að nota hann til að réttlæta kaupin, drengurinn gat bara ekki rassgat og á endanum fór hann á bekkinn. Svo vælir þetta kvikindi bara útí eitt!

  Annars á svo bara að ráða Rafa og málið er dautt. Þarf ekkert að ræða þetta frekar miðað við kandidatana sem verið er að linka við LFC.

 22. Ég er gamaldags – ég viðurkenni það fúslega. Ég held í alvörunni að menn séu að flækja þetta “ráðningarferli” alveg í drasl.

  Að vilja ráða þjálfara sem á að einblína á mjög afmarkaðan hlut, og láta hann svo passa vel með nýjum hugsanlegum Director of Football sem á að sjá um allt hitt sem í dag telst til hlutverks knattspyrnuþjálfara.

  Hvað varð um gömlu góðu tímanna þar sem besti þjálfarinn var einfaldlega ráðinn?

  Það er nákvæmlega engin þörf á því að hafa einhvern Director of Football sem á að sjá um …. já, sjá um hvað? Maður les um það á netinu að þeir eigi að sjá um hitt og þetta, finna réttu leikmennina í rétta skipulagið og svo framvegis. Þjálfarinn er kominn í aukahlutverk. Þarf einfaldlega að gera sér að góðu það sem einvaldurinn Director of Football réttir honum. Þá er bara þjóðráð að láta Clarke um þetta, enda fær þjálfari!

  Ég vil bara að besti mögulegi þjálfarinn verði ráðinn. Martinez og Villa-Boas eru eflaust færir þjálfarar, en þeir eru ekki betri kostur í stöðuna en þeir eru bara fermingardrengir við hliðina á Capello, Van Gaal og Rafa Benitez.

  Homer

 23. Væri Rafa eitthvað betur settur ef hann kæmi aftur til okkar? Fengi hann 150 millur og stjórn sem mundi vera 100% með honum? Ég er ekki viss um það miðað við þann orðróm að það eigi að skera niður í launamálum. Þá er nú ekki mikið að gerast hjá okkur í sumar varðandi innkaup! Vill ekki fá Rafa ef hann á að spila úr sýnum spilum á sama hátt og hann gerði í fyrra skiptið.

 24. Spurning um að semja við Heargreaves það lið sem nýtur hans þjónustu(heldur tréverkinu volgu)verður englandsmeistari.:)Ótrúleg tölfræði hjá gæjanum.

 25. 25 Ég myndi frekar semja við Stephen Hawking heldur en Owen hargreaves þeir eru svona svipaðir í skrokknum.

 26. Nýjustu fréttir að Luis Van Gaal hafi verið boðin DoF stöðuna. Hann eigi að vinna náið með nýja þjálfaranum.

  Mjög áhugavert!

 27. Já ég var meira að segja að lesa það á Guardian.co.uk sem er nú frekar vandaður snepill þarna úti. Nánar hérna. Það má svo lesa meira um hann hérna á Wikipedia en ég rak strax augun í managerial recordið hans sem er mjög áhugavert.

  Annar miðill í kvöld er að segja að þrír hafi flogið út til Boston eða séu á farþegalistanum, Martinez, Villa Boas og Capello …. sé nú ekki alveg Capello fara að vinna með Van Gaal ef Guardian hefur rétt fyrir sér, en er áhugavert.

  Spurning er þá, myndi ekki yngri og “óreyndari” þjálfari vera það sem koma skal á meðan Van Gaal yrði þá “powerhousið” í teyminu?

 28. Í tilefni af nýjasta slúðri sem talar um Van Gaal sem yfir knattspyrnumálum og Villas Boas sem þjálfara þá langar mig að benda á þessa grein:

  http://katecohensoccer.wordpress.com/2012/05/21/why-andre-villas-boas-will-be-a-success-at-liverpool%E2%80%8F/

  Einstaklega skemmtileg og einfaldlega sett upp grein.

  Það er hreinlega stórskemmtilegt að vera Liverpool stuðningsmaður, það líður ekki dagur án þess að það sé eitthvað spennandi umtal um liðið okkar í öllum fjölmiðlum heims og maður veit aldrei hverju er von á næst.

  Til hamingju með þessa veislu!

 29. Veit ekki um áræðileika þessa miðils en þar er talað um að Harry Redknapp sé einn af þeim sem eru orðaðir við stjórastöðuna hjá okkur.

  Ég væri alveg til í að fá hann í stjórastöðuna.

 30. Ps. það er 18 ára gömul áströlsk stelpa sem skrifa þessa grein sem ég vísa á, sem gerir hana ekki minna áhugaverðari.

 31. Mjög svo háværir orðrómar á ,, TWITTER ,, um að Van Gal verði yfirmaður knattspyrnumála og AVB verði ráðinn á morgun og skrifi undir 5 ára samning!!!

 32. Nr. 31

  Ef við vorum að reka Dalglish til að fá Harry Redknapp með sinn heila FA bikar snappa ég.

 33. gæti verið spennandi van Gaal og RM eða AVB akkúrat á þessari mínútu er ég meira AVB maður en sveiflast á milli eins og lauf í vindi.
  Ef rétt reynist gæti þetta verið spennandi svo kemur þá næsta spurning hver er alvaran í raun og veru hjá eigendunum will they splash the cash, þurfum 3 til 4 ný andlit sem fitta vel inní liðið með heimsklassa knattspyrnuhæfileika.

 34. Ég mundi vilja van Gaal sem framkvæmdastjóra en ekki sem einhvern yfirmann knattspyrnumála…. það væri algjör draumaráðning að fá þennan mikla meistara til starfa

 35. Slúðrið aðeins að lifna við í kvöld:

  Louis Van Gaal verður mögulega næsti yfirmaður knattspyrnumála skv. The Times, Guardian og Mirror. Athyglisvert að þeir slá þessu allir upp sama kvöldið … einhver innan FSG hefur verið að leka upplýsingum.

  Billy Hogan verður Markaðsstjóri LFC. Hann er starfandi markaðsstjóri FSG, 38 ára Kani sem þekkir til Liverpool og hefur unnið í málum LFC frá kaupum FSG á klúbbnum en mun nú færa sig um set skv. Tariq Panja hjá Bloomberg, sem er pottþétt heimild þegar FSG eru annars vegar.

  Jen Chang verður upplýsingastjóri LFC, gamla starf Ian Cotton. Það er sem sagt PR-maðurinn sem á að afstýra fleiri Suarez-sköndulum hjá félaginu.

  Ian Ayre eykur í raun við starf sitt, tekur nú leiðandi hlutverk í því að ræða við þjálfara á “shortlistanum” og svona stýrir því hverjir komast svo langt í ferlinu að ræða við Henry og FSG. Einnig mun hann taka við stjórn samningamála við leikmenn og önnur félög, þ.e. það sem Comolli gerði. Hann mun væntanlega ekki eiga að bjóða 20m punda í næsta Stewart Downing í sumar.

  Anfield – Ayre á víst að hafa staðfest að það væri ýmislegt að gerast í vallarmálum og gefið í skyn að eitthvað gæti verið tilkynnt innan tíðar. Slúðrið er að segja að það sé frekar endurnýjun Anfield en bygging nýs vallar. Sagt er að FSG séu langt komnir með að semja um nafnið á nýjum/endurnýjuðum velli. Sjáum til.

  Brendan Rodgers Bæði Times og Guardian eru að segja að FSG hafi ekki gefist upp á að fá að ræða við Rodgers og líti á upphaflega neitun hans sem byrjunarpunkt í viðræðum við hann og Swansea. Einhverjir miðlar halda því fram að Rodgers fari fram á hreinsun eldri leikmanna á ofurlaunum (Carra, Kuyt, Maxi, etc…) ef hann á að taka við. Þetta er þó í besta falli slúður.

  Þetta finnst mér sennilega besta heimildin af þeim öllum: Who Are FSG Talking To Now? Refreshið þetta nokkrum sinnum. Fyndið stöff.

 36. Hvað eru menn að vilja AVB? Mér er alveg sama um þetta Porto record. Hann er alltof reynslulaus og skeit uppá bak með Chelsea. Eftir að hann var rekinn þaðan hafa CFC leikmenn ítrekað sagt í fjölmiðlum að það var ekkert man-management í gangi og enginn vissi stöðu sína í liðinu og mórallinn í molum. Hef bara enga trú á þessum manni, sorry.

 37. 38 Skv. þessari síðu sem þú vísar í síðast þá er FGS að tala við Jabba the Hut og Kim Jong Il. Það yrði sennilega gott tvíeyki ekki satt?

  Slúðrið núna er komið í Capello en var í gærkvöldi Boas. Slúðrið breytist nánast jafnhratt og á síðunni sem KAR vísar í.

  Svaka stuð. Held samt að FGS séu að ná öllum spilum á hendi og leggi þau niður þegar þeir eru komnir með þau.

 38. Áhugavert að í þessari sömu grein:

  It has been reported that Marseille boss Deschamps spurned the Reds’
  advances when he declared he intends to remain with the French club.

  But the ECHO understands Deschamps’ agent approached Liverpool at the
  start of the search for Dalglish’s successor last week and was told
  there was no interest in speaking to the former Juventus midfielder.

 39. Van Gaal sem yfirmaður mála væri ekki svo galið…og svo annaðhvort Villas Boas eða Martinez stjóri…eintómir fagmenn.

  Já og djö. vil ég ekki Capello maður…við höfum séð nóg af leiðinlegum LFC leikjum síðustu tvo vetur…

 40. Ég hef hugsað aðeins um þetta varðandi ráðningu á nýjum stjóra hjá LFC.

  Nr.1A er að fá mann sem er með ákveðnar skoðanir á því hvernig hann mun spila og hvort hann geti notað þá leikmenn sem eru til staðar hjá klúbbnum.

  Nr.1B er hvort hann þurfi þá að versla inn marga leikmenn eða endurnýja í þær stöður sem þarf.

  Nr.2 er auðvitað hvort maðurinn geti laðað að leikmenn til klúbbsins.
  (Þá er ég að tala um hvort hann sé með skýrar hugmyndir og nái að laða að góða leikmenn sem vilja spila þann fótbolta sem þjálfarinn hefur uppá að bjóða.)

  Sjáið t.d. Hazard.. það eru 3 lið búin að bjóða í hann og jafnvel semja, en Hazard á einungis eftir að velja klúbb? Hvað segir þetta okkur? Jú við erum farin að díla við vissa geðveiki held ég bara.. En trúlega er Hazard að skoða hvaða leikmenn eru til staðar hjá hverju liði og hvort hann fái að spila nóg og svo framvegis.. En það er talað um að hann muni fá allt frá 150þús pund til 200þús pund í vikulaun..
  Svona fjárhæðir mun Liverpool ALDREI borga leikmanni eins og Hazard.

  Við þurfum þjálfara sem getur sótt leikmenn eins og Yohan Cabaye eða Papiss Cissé.. Leikmenn sem kosta ekki of mikið en skila árangri.

  Svo þegar Við.. já VIÐ Liverpool erum komnir í top4 þá getum við farið að tala um að eyða peningum.

  Sættum okkur við staðreyndir.. við verðum að ná meira útur þeim leikmönnum sem við höfum nú þegar og trúlega getum ekki eytt of miklu í leikmenn í sumar.

  Ég væri alveg til í Martinez eða Villas Boas.. En trúlega finnst mér besti kostur hinn frábæri Rafa Benitez.. hann er búinn að vera í “fríi” lengi og er trúlega kominn með langan og góðan lista yfir leikmenn sem gætu styrkt klúbbinn í sumar.

  Annars þá vona ég að þetta taki ekki of langan tíma!

 41. við þurfum þjálfara sem skiptir út mannskap
  Henderson,Shelvey, Speraring, Downing, Adam,Kelly og Flanagan……. og fáum betri menn í staðinn, sko ef við ætlum í champions league…. ef við ætlum að vera í 7.- 10. sæti , þá er þessi mannskapur að ofan eflaust flottur!!
  sáuð þið einkunninna hjá soccernet ? Henderson 4, djö er sammála þessum gaur, þið Henderson menn , skoðið þetta ( alltaf fékk hann að vera í byrjunarliðinu) king kenny var rekinn vegna þessarar blindu, sama blindan og hrjáir ykkur !

 42. Þessi commentaþráður er náttúrulega látinn þar sem það er komið nýtt topic, en ég bara verð að fá að vera opinberlega ósammála því að setja Shelvey og Kelly í hóp með hinum hérna í nr. 47. Þeir eru ekki bara ungir og efnilegir, þótt það saki ekki, heldur hafa þeir ítrekað “sannað” sig í alvöru keppni, bæði með aðalliði Liverpool og í tilviki Shelvey, þá einnig öðru liði í alvöru keppni.

  Næst efsta deildin á Englandi er sterk keppni, þótt hún sé ekkert í líkingu við úrvalsdeildina, og Shelvey massaði hana.

  En sitt sýnist hverjum…

Opinn þráður – Stjórarnir

Rafa er sá rétti