Opinn þráður – Stjórarnir

Mánudagur. Ný vika, ný von. Opinn þráður, ræðið það sem þið viljið.

Hér er staðan á þeim þjálfurum sem hafa helst verið orðaðir við okkur:

Roberto Martínez
Ræddi við Aston Villa fyrir helgi. Ræðir við okkur í þessari viku. Á leið í sumarfrí.

Andre Villas-Boas
Ræðir við okkur á næstu dögum. Sagði við portúgalska miðla um helgina að hann vildi vanda valið á næsta starfi sínu vel. Gaf í skyn að hann þyrfti ákveðnar „sannanir“ áður en hann segði já við Liverpool.

Frank De Boer
Búinn að vinna Eredevisie tvö ár í röð með Ajax. Neitaði okkur um viðræður, segist vera svo ánægður hjá Ajax.

Didier Deschamps
Hefur neitað okkur skv. óstaðfestum fregnum. Fjölmiðlar í Frakklandi segja hann ánægðan hjá sínum heimaklúbbi, Marseille.

Brendan Rodgers
Neitaði okkur fyrir helgi. Ekkert breyst þar.

Fabio Capello
Horfði á Chelsea vinna Meistaradeildina á laugardag. Nefndur í sambandi við okkur en þykir líklegri til að taka við Chelsea.

Pep Guardiola
Er að undirbúa lokaleik sinn með Barca, bikarúrslitin gegn Athletic Bilbao n.k. miðvikudag. Fáum nákvæmlega engar fréttir af honum fyrr en eftir þann leik. Enn langsóttur.

Jurgen Klopp
Þýskir miðlar segja hann mjög ánægðan hjá Dortmund og að hann sé ekki að hætta þar. Sjá Deschamps og De Boer.

Og að lokum …

Rafa Benítez
Hann bíður. Enginn vill ræða við hann. Einn hann situr og saumar inní litlu húsi. ÉG SKIL EKKI AF HVERJU!

Fleira var það ekki í bili. Opinn þráður, ræðið það sem þið viljið.

80 Comments

 1. Og já, ég er að verða pirraður á þessu dissi á Rafa. Menn að neita okkur hægri, vinstri svo að það virðist sem þeir einu sem bæði koma til greina og hafa áhuga séu Martínez og Villas Boas. Ég veit ekki í hvaða heimi annar þeirra þykir betri kostur en Rafa Benítez. Fokking fokk.

 2. Þetta minnir á þegar íslenska landsliðið í handbolta drullaði á sig, og enginn vildi taka við liðinu í kjölfarið… þangað til að fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson tók það aftur, ljáði því vængi og fór með það í hæstu hæðir. Sjáið þið mynstrið?

 3. Í Alvöru Aldridge #3 ? Þú ákvaðst bara að commenta á fréttina án þessa að lesa ? 😉

  Annars tek ég undir með KAR, okkur er hafnað hægri vinstri – og það lítur út fyrir að þeir ætli ekki einu sinni að ræða við Rafa. Það væri nú bara nóg að skoða CV-ið hans, skilur hina tvo eftir í rykinu. Takk Ayre ?

 4. Maður er farinn að hafa nettar áhyggjur af þessu. Á meðan stjórar, sem eru á lausu eða hjá liðum sem eru ekki eins stór í sniðum og LFC, neita þá er það ekki beint til að blása manni baráttuanda í brjóst og Ian Ayre er þá kannski bara eftir allt saman ekki jarðtengdur….

  Sá sem líklegast mundi taka job-ið á 0-3 væri Benitez. Spurning hvort það fari ekki af stað eitthvað “backup” plan sem miði að því að við höfum öflugan stjóra tímabundið (ohh….enn og aftur) en hver veit nema bara að nú mundi sá (endur)sanna sig hressilega og allir lifðu hamingjusamir til æviloka…

 5. Sorglegur listi og með hverjum deginum nýta fleiri sér tækifærið og sparka í liggjandi lið og djöflast með highlightpennanum til að lýsa því hver vill ekki vinna fyrir Liverpool FC.

  Það er svo leiðinlegt að vera neikvæður en ég bara er alveg hundfúll með ástandið eins og það er. Með hverri neituninni verður starfið meira óspennandi og það er alveg ljóst að pressan leikur sér að því að teygja klúbbinn og toga, svo að það er ekki bara fúlt fyrir þjálfarana að gera eitthvað, þetta mun ekki hjálpa okkur í leikmannakaupum.

  F5 takkinn verður bara hvíldur svei mér þá, það eru ca 80% frétta neikvæðar…

 6. Það að þessir stjórar séu að neita Liverpool er eiginlega bara frekar skiljanlegt.

  Ef þú ert að þjálfa lið og allt gengur þokkalega, þá gæti það haft mjög slæm áhrif fyrir framtíð þína í þeirri stöðu að stökkva strax í viðræður annað, án nokkurrar staðfestingar á stöðu á nýja staðnum. Líkur á að það verði byrjað að leita að eftirmanni um leið og hausinn á stjóranum er farinn að leita annað.

  Með öðrum orðum, veljið ykkur valkost númer eitt og talið við hann! Ekki vera að FM teasa 10 stjóra sem vita ekki hvort þeir séu fyrsti valkostur eða ekki.

 7. Þetta er að breytast í eitthvað fíaskó þetta stjóra dæmi.

  Fynnst samt frekar vitlaust að ráða stjóra en vera ekki með neinn DoF í vinnu. Það skýrir kanski þessi vinnubrögð hjá könunum. Þeir vita greinilega ekki hvernig þetta gengur fyrir sig í fótboltanum í Evrópu.

  Menn eru ekkert að fara að ganga til viðræðna án þess að vita einu sinni hvort þeir séu efstir á blaði eður ei.

  Það eru nú nokkrir fleiri stjórar á lausu sem ekki hefur verið haft samband við t.d. Michael Laudrup. Er samt lítið spenntur fyrir honum enda hef ég miklar áhyggjur af því að ef hann kemst til valda á Anfield fyllist liðið okkar að leikmönnum eins og Heggem, Kvarme, Poulsen o.s.frv.

  Það stefnir allt í það að maður lesi fréttir um hugsanlegan knattspyrnustjóra Liverpool í allt sumar í stað þess að lesa fréttir þess efnis hvaða leikmenn á að fjárfesta í… Týpískt…

 8. De Boer og Descamps eru að þjálfa í sinni heimabyggð og Doe Boer nýbyrjaður – svo það er nú skiljanlegt að menn fari ekki annað þegar þeim finnst þeir eiga verk óklárað.

 9. Sá einkunnagjöf á leikmenn á soccernet.com fyrir tímabilið hjá Liverpool;

  Þrennt stóð upp úr;

  Stewart Downing 3.5

  A nightmare year. Downing cost £20 million and ended the Premier League campaign with fewer goals and fewer assists than the Everton goalkeeper Tim Howard. He neither provided the bullets nor pulled the trigger in a campaign of crushing failure. Indeed, he seemed to beat his full-back too rarely while the pace his team-mates and manager insisted he possessed was hardly seen. The only consolation is that he surely can’t be worse next season.

  Jamie Carragher 4.5

  A sad decline. Few have given greater service to Liverpool but Carragher ceded his status as the cornerstone of the defence to become a squad player. Early-season errors and injury cost him his place and a lack of pace altered the shape of the entire side. A hurried clearance led to Everton’s goal in the FA Cup semi-final and showed why Agger and Skrtel, long competing to partner him, are now the first-choice duo in the centre of the defence.

  Lucas Leiva 8

  Played 15, lost one. The Brazilian’s personal record this season is outstanding. And, in the month before his campaign was curtailed at Stamford Bridge, so were his displays, with Lucas terrific against both Manchester clubs and Chelsea. Had he remained fit and in the same form, he may have been deemed the Premier League’s outstanding defensive midfielder.

 10. Nr. 10

  Þetta er nokkuð sniðugt, spurning um að gera sér færslu um þetta þegar maður hefur tíma.

  Hef ekki mikið út á eink. hjá Dowing eða Carra að setja og þetta sýnir ágætlega hvað Lucas skiptir miklu máli og hversu dýrkeypt það var að fá engan í staðin fyrir hann, spyrjið Dalglish t.d. núna hvort hann hefði ekki lagt harðar að eigendunum í janúar að covera þessa stöðu? (gefið að hann hafi ekki gert það)

 11. Minn fyrsti kostur væri Fabio Capello, hann kann að gera lið að meisturum sb. þegar hann tók við Madrid hér um árið og þeir voru með allt niðrum sig og enduðu sem meistarar.

  YNWA!

 12. Þegar maður skoðar hvaða aðilar það eru sem hafa neitað að ræða við liðið þá hefur maður fullan skilning á því. Allt eru þetta þjálfarar sem hafa náð góðum árangri þar sem þeir starfa, búa við nokkuð öruggt starfsumhverfi (eins langt og það nær í þessum bransa) og eru vinsælir hjá stuðningsmönnum liða sinna. Það er ekki óeðlilegt að menn í þeirri stöðu séu ekki tilbúnir að fórna því sæti til þess að verða fjórði stjórinn á tveimur árum hjá e-u öðru liði.

  Hins vegar verð að ég játa að ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir RM og AVB. Ég hef heldur ekkert verið sérstaklega spenntur fyrir Rafa en verð að þó að játa að hann gæti verið besti kosturinn í stöðunni. Hann þekkir klúbbinn, er virtur meðal stuðningsmanna og ekki síst gríðarlega reynslumikill. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvort að hans hugmyndafræði og eigendanna eigi samleið.

 13. Þetta er algjör skelfing. FSG þurfa klárlega að standa sig 100% í stykkinu núna ef ekki á illa að fara. Ef þeir eru komnir með virtan DoF þá myndi ég flagga því akkurat NÚNA til að gera þjálfara starfið meira spennandi. Ég myndi allavega reyna allt til að gera starfið eftirsóknarvert!

  Ef þetta heldur svona áfram þá endar þetta ekki fallega. Ekki nema allir neiti og FSG neyðist til að fara á hnjánum til Rafa til að redda sér. Sammála ykkur með Rafa… af hverju í ósköpunum var hann ekki bara fyrstur í viðtal til að ljúka því bara af???

 14. Ég var ósáttur við að KKD fengi ekki aðeins meiri tíma og hvernig staðið var að brottför hans en nú verðum við bara að treysta FSG – getum ekki annað…og þeir verða líka að fá vinnufrið og smávegis tíma til að finna nýjan stjóra.

  Ég efast um að FSG séu að auglýsa hverja þeir ætla að tala við. Slúðurmiðlarnir eru hinsvegar að selja blöð og clicks á netinu og eru í mörgum tilvika að búa til panic andrúmsloft því það hentar þeim – það hjálpar til við að selja auglýsingar.

  Viljum við ekki að FSG vandi valið??? Ég vil miklu frekar vaða í óvissu og smá stressi 😉 á meðan þeir finna besta mögulega stjórann heldur en að þeir drífi þetta bara af og ráði næsta mann sem þeim líst á.

  Svona í alvöru…verðum við ekki að slaka aðeins á?

 15. Er það bara ég eða er aðferðin sem FSG notast til að nálgast verðandi stjóra mjög undarleg. Þær ætlast til þess að stjórar á borð við Klopp, Dechamps og De Boer gangi til viðræðna við Liverpool til að fá kannski atvinnuviðtal úr krafsinu. Ef ekki þá hafa þeir sett slæmt orðspor á sig meðal sinna stuðningsmanna og yfirstjórnenda. Kæru FSG, finnið þið út hver er númer eitt á listanum ykkur og leggið næst allt í sölurnar til að fá þann mann. Það er mun líklegra til árangurs.

 16. Ég sef ágætlega þótt verið sé að leita að góðum stjóra. Deili raunar undrun minni með þeim sem sakna að Rafa sé á viðmælendalistanum. Vera má að eitthvað hafi gerst þegar að Rafa skildi við sem flæki málið?

  Þessu er slegið upp eins og menn, t.d. de Boer og Rodgers, vilji ekki ræða við LFC. Það má vitanlega skilja það svo að okkar klúbbur sé orðinn svo ómerkilegur að jafnvel Ajax og Swansea séu betri kostir. Það er samt órökrétt ef málið er skoðað betur.

  Miklu líklegra er að þessir stjórar telji möguleika sína á að fá starfið séu litlir sem engir. Þeir vilja því ekki hætta á að hefja viðræður um starf sem þeir munu ekki fá. Það myndi veikja þá heima fyrir að koma til baka með skottið á milli lappanna. Á hinn bóginn er það gott PR að láta líta svo út að þeir hafi hafnað stórklúbbnum LFC til að yrka jörðina áfram í litla kotinu sínu. Þetta er þannig í rauninni win win að láta líta svo út að eitt stærsta félagið í fótboltanum sé að reyna við krafta þeirra en þeir kjósi að leiða freistinguna hjá sér trúir sínu félagi. Eða trúir því einhver að Brendan Rodgers vilji í rauninni frekar stýra smáliðinu Swansea frá Wales með litla sögu, litla peninga og litla framtíð frekar einu sigursælasta og sögufrægasta félagi allra tíma? Ég vona að þetta hljómi ekki hrokafullt því Swansea er vitanlega alls góðs maklegt. Swansea verður hins vegar um ókomna tíð smálið borið saman við LFC. Það gengur því alls ekki upp eins og allir sjá þegar grannt er skoðað að Rodgers sé að hafna LFC af neinni annarri ástæðu en að hann veit að hann fær ekki starfið og því hentar það betur til heimabrúks að láta svona. Minnir dálítið á þegar Herbert Guðmundsson stefndi á mikla tónleika og var spurður hvernig gengi að selja miða; “Frábærlega, það er mikið hringt” sagði Hebbi, en svo var eftirspurnin í rauninni sáralítil.

  Það er miklu líklegra að málin séu lengra komin en við höfum upplýsingar um. Þannig virka viðskipti af þessu kaliberi. FSG er fyrir löngu búnir að búa til sinn shortlista og leika nú sinn leik í rólegheitunum.

 17. Fáránleg aðferðarfræði við ráðningu þjálfara hjá FSG. Þetta er eiginlega eins og American Idol. Að ráða þjálfara í beinni. Úrslitakeppni með 10 þjálfurum. Fjórir eru strax dottnir úr leik en sláturtíðin er rétt að hefjast.

  Ekki í anda Liverpool eins og maður vill kannast við þann klúbb.

  Hvað gerist í næstu viku? Segir Pep að hann vilji tala við FGS? Mun Roberto segja nei? Fer hann í sumarfrí? Mun Klopp hugsa málið betur? Er Fabio fyrirsæta?

  Komm on!

 18. FSG eru ekki að blása þetta út í netmiðlum, það sem við lesum er ágiskanir, slúður og bull. Mögulega annað slagið viðbrögð við sama.
  Persónulega get ég alveg keypt AVB, fái hann tíma og aura til að kaupa. Benitez er búinn með sinn skammt af þessu tvennu!

  Ég mun kíkja á official síðuna um helgina, þá ætti þetta að vera klárt.

 19. Minn 1 kostur er þjálfari sem er með hjartað og hugann á réttum stað , hefur kúlur til að taka ákvarðanir og er ekki hræddur við að breyta um kerfi eða leikmenn ef á þarf að halda . Hann þarf að vera ákveðinn í að gefa ALLT í klúbbinn . Hvað hann heitir eða hversu gamall hann er skiptir mig ekki miklu máli bara að hann sé kominn til að vera í mörg ár og sér það sem sitt mesta verkefni í lífinu að koma LIVERPOOL Á ÞANN STAÐ SEM LIVERPOOL Á AÐ VERA Á .
  Ég trúi því að þetta fari vel og að loks sé leiðin uppávið .
  Eitt sem ég hef verið að hugsa er að þó ég sé efins um RB þá sér maður það að hans draumur er og hefur alltaf verið að koma aftur , hann elskar LIVERPOOL annars væri hann löngu búinn að selja sitt hús og farinn burt.
  Ekki bjóst ég við því að vera á öllum miðlum að leita að fréttum um LIVERPOOL í mai hahaha er ekki viss um að maður þoli 4 mánuði enda átti maður nógu erfitt með 1-2 mánuði í leikmannakaup 🙂
  Farið vel með ykkur og stöndum saman eins og alltaf
  ÁFRAM LIVERPOOL

 20. HA HA HA Muggi
  Fabio gæti kannski verið fyrirsæta hjá blöðum blindrafélaga um allan heim í mesta lagi 🙂

 21. Mér finnst þessi aðferð þeirra reyndar mjög skiljanleg. Í ljósi þess að þeir þekkja örugglega ekki til fleiri framkvæmdastjóra en Dalglish og Hodgson þá hljóta þeir að þurfa að ræða við fleiri en einn mann til að sjá hverjir henta þeirra sjónarmiðum og hvaða metnað menn hafa. þegar þeir hafa talað við og kynnt sér hugmyndafræði nokurra manna… þá fyrst er eðlilegt að einhver verði merktur nr. 1.

  Ef þetta væru menn sem væru búnir að lifa og hrærast í fótbolta í tugi ára, þá væri kannski eitthvað annað uppá teningnum! Vandamálið er að þessi vidtalsaðferð er ekki mikið notuð í fótbolta og því menn eðlilega smeikir við hana. Meðal annarra, ég!

 22. Ég skil það vel að velmetnir stjórar sem eru að gera góða hluti með sínum liðum séu ekkert alltof spenntir fyrir Liverpool. Ekki vegna þess að Liverpool sé ekki spennandi verkefni; lið með ríka sögu, stuðningsmenn á heimsmælikvarða o.s.frv. Heldur vegna þess að starfslýsingin virðist ekki vera á hreinu, skipuritið óklárt og ekki enn verið ráðið í stöðu Director of Football. Er ekki rökrétt að allir þessir hlutir þurfi að vera í lagi til að menn geti treyst því að það sé í lagi að ráða sig hjá klúbbnum?

 23. Mér finnst Roberto Martinez vera virkilega spennandi kostur og gæti verið okkar Pep Guardiola eða Jurgen Klopp og svo fleira.

  Ef við skoðum bara ferill Klopp, Guardiola og De Boer:

  Jurgen Klopp: Lið: Dortmund, Fyrrum Lið: Mainz, Titla sem hann hefur unnið með Dortmund: Bundesliga (2), DFB-Pokal (Þýski bikarinn) (1) og svo meistari meistaranna (1)

  Frank De Boer: Lið: Ajax, Fyrrum Lið: Engin en byrjað sem ungliðaþjálfari í Ajax og var líka aðstoðaþjálfari í Hollenska landsliðinu, Titla sem hann hefur unnið með Ajax: Hollensku deildina (2)

  Pep Guardiola: Lið: Barcelona, Fyrrum Lið: Barcelona B, Titla sem hann hefur unnið með Barcelona: La Liga (3), Spænki bikarinn (1), meistari meistaranna (3), Meistaradeildin (2), UEFA Super Cup (2), FIFA Club World Cup (2)

  Ef dæmum Knattspyrnustjóra á fortíð sinni þá mæti maður skoða hvernig Rafael Benitez byrjaði:
  Hann byrjaði í Valladolid og var svo rekinn eftir *** 2 sigra af 23 leikjum*** og svo tók hann við Osasuna þar sem hann var rekinn eftir 1 sigur af 9 leikjum.
  Hans fyrsta success var hjá Extremadura liðinu og koma liðinu í La Liga og það sama gerði hann með Tenerife áður en hann fékk sitt fyrsta stóra Job hjá Valencia.

  Maður þarf bara sjá hvar bestu knattspyrnustjóra heimi byrjuðu: José Mourninho (Leiria), Sir Alex Ferguson (East Stirlingshire) og Arsene Wenger (Nancy-Lorraine)

  Undantekning eru Fabio Capello (Milan) og Luis Van Gaal (Ajax) eru þessir tveir ekki framtíðakostur.

  Spennandi verður sjá hver FSG mun velja sem eftirmann Kenny Daglish

 24. Ég er nokkuð sammála Diddinn í hans commenti #16, allar þær umfjallanir sem við lesum eru ágiskanir og heimatilbúningur blaðamanna sem eru að selja sinn snepil og vita ekkert meira en við hinir.
  Og til þeirra sem finnst þetta asnalegt fyrirkomulag, þ.e. að kalla marga þjálfara í viðtal. Er þetta ekki gert í öllum fyrirtækjum? Starf auglýst og menn teknir í viðtöl? Again þá er það ekki FSG að kenna þó blaðamenn djöflist í þessu á meðan.
  Síðan eitt atriði enn. Ég veit ekki betur en að Bill Shankly hafi verið boðið í atvinnuviðtal hjá Liverpool átta árum áður en hann fékk stöðuna.

 25. Þarf ekki bara að fá einn sandhalan,,,, til að kaupa klúbbinn, og síðan að auka rennslið úr einn til tveimur holum af svartagullinu þannig að það er hægt að byggja nýjan Anfield og kaupa 22 nýja leikmenn. Þetta virðist vera leiðin sem skilar tittlum í dag sorrý. ( city,chelski ) Ég óttast nýtt gill+higgs ævintýri. Eitt er víst okkar ástkæri klúbbur er langt á eftir topp fimm liðunum,og verður það með sama áframhaldi.
  YNWA

 26. Hvernig fer annars nú með “raunveruleikaþættina” um Liverpool sem fyrirhugaðir eru í sumar? Þetta gæti orðið hin fínasta sápa (þó ég sé ekki viss um að ég þori að horfa).

  Annars er ég eins og aðrir hálfáttavilltur í þessu öllu. Þetta virkar allt voðalega klúðurslegt, en það er kannski bara vegna þess að fjölmiðlar setja hlutina svona fram, frekar en að það segi eitthvað um það sem er raunverulega í gangi.

 27. Eins og einhver sagði hér þá verðum við aðeins að róa okkur. Allar sögur sem komið hafa fram í fjölmiðlum er annað hvort slúður eða upplýsingar sem eru að koma frá öðrum liðum sbr. Wigan eða Swansea. FSG getur voðalega lítið gert í því ef stjórnarformenn þessara liða kjósa að opna munninn.

  Ég held einnig að sumir verða að spyrja sig hvort það sé ekki betra að FSG flýti sér hægt í stað þess að ráða annan Hodgson. Það er alveg borðliggjandi að þeir sem eru að kvarta mest undan því að ekkert sé að ganga í þjálfaramálum munu einnig kvarta sem mest ef ráðið verður glataður þjálfari. Þeir sömu myndu einnig gagnrýna FSG þá fyrir að taka sér ekki tíma og velja rétta manninn.

  Og hvað varðar það þegar sumir segja að heimskulegt sé að ráða ekki DoF fyrst og tala svo við þjálfara, hvað vitum við um það hvort það sé ekki búið að ráða DoF? Held að við ættum bara að anda rólega og vonast eftir því að hæfasti einstaklingurinn verði valinn.

  Þolinmæði er dyggð!

 28. Ég held að þeir sem eru ekki með á hreinu hvað er í gangi eru allir þeir sem ekki eru að vinna í þessu máli hjá FSG. Ég held að þeir séu með mjög skýra stefnu sem þeir eru að fylgja og flott project plan. Og það verður að dást að þeim að ná að halda þessu öllu saman leyndu. Allt sem ekki kemur officially frá Liverpool eru púra vangaveltur. Við ættum að hafa það að leiðarljósi þegar við tjáum okkur um þessi mál.

  En mikið fjandi er erfitt að bíða eftir fréttum… úffff.

 29. Ég er svo óendalega svekktur með stöðu mála. Hef varla getað rætt stöðu Liverpool eftir að Kenny Dalglish var rekinn. Er á því að þetta sé einhver sú versta ákvörðun sem stjórn Liverpool hefur tekið … og þær hafa jú verið nokkrar.

  Og maður hefði þá haldið að eigendurnir væru með nýjan þjálfara á kanntinum. Jafnvel að sá væri óumdeilanlega betri en sá sem var rekinn. Nei og niðurlægingin heldur áfram þegar hver kemur fram á fætur öðrum og hafnar liðinu.

  Nú ættum við að vera að ræða hvaða leikmenn þurfa að koma til félagsins. Hvaða stöður þurfi að styrkja.

  Málið er að Liverpool er í besta falli með 6 besta mannskapinn í deildinni. Áttunda sætið því ekki óeðlileg niðurstaða sérstaklega þegar lá fyrir skömmu eftir áramót að við kæmumst í Evrópudeildina og meistaradeildarsæti fjarlægur möguleiki. Að litlu því að keppa. Það að koma liðinu í tvo bikarúrslitaleiki var svo frábær árangur og 50% árangur þar vel viðunandi.

  Kannski erum við Liverpool áhangendur enn reiðubúnir að líta á störf FSG gagnrýnislaust. Sérstaklega eftir hörmulega frammistöðu þeirra sem voru á undan. Það mun hins vegar ekki vera lengi úr þessu. Getuleysi þeirra og röng ákvörðunartaka blasa við.

  Ef þeir hins vegar stíga fram og viðurkenna mistök sín og ráða Kenny Dalglish aftur mun ég gefa þeim góðan séns. Ég átta mig nefnilega á vandamálum Liverpool. Þau eru stærri og meiri en liggja hjá framkvæmdastjóranum á þessu tímabili. Ég var og er ennþá reiðubúinn að styðja við bakið á Kenny Dalglish í sætu jafnt sem súru.

  Það voru nefnilega mikil mistöki að reka manninn og þau mistök eru betur og betur að koma í ljós.

 30. Ég er spenntastur fyrir Deschamps og Capello, held samt að okkar menn vilji ekkert Capello sem hefur látið útúr sér að hann vilji þjálfa í 2 ár til viðbótar, eru ekki okkar menn að leita af langtímaráðningu?

  Deschamps væri kostur númer eitt

  Capello númer 2

  Benitez væri kostur númer 3 en bara ef það þýddi að hann fengi Torres heim í leiðinni annars hef ég engan áhuga á Benitez, mundi sættast á hann ef Torres kæmi með honum…

  Númer 4 væri Villas Boas hjá mér svo..

 31. Hvernig vita menn að það sé ekki verið að ræða við Rafa bakvið tjöldin? Hefur hann gefið eitthvað út sjálfur? Er þá nokkur ástæða að örvænta hvað það varðar?

  Annars deili ég ákveðinni svartsýni með greinarhöfundi og ég var á móti brottrekstri Dalglish, en maður þarf samt að passa að panikka ekki fyrr en það er rík ástæða til þess. Þetta Liverpool way sem menn eru alltaf að dásama snýst nú einmitt um það að gera ekki hlutina fyrir opnum tjöldum með tilheyrandi drama.

 32. Afhverju er Dechamps efstur á lista hjá svo mörgum. Hans lið, Marseille sem er eitt það sterkasta í Frakklandi lenti í 10 sæti. Auk þess spilaði liðið skelfilega leiðinlegan bolta í meistaradeildinni. Hann var í uppáhaldi fyrir ári síðan en stjórnendahæfileikar hans brotlentu allsvakalega í vetur.

  Ég gæti alveg trúað því að Martinez gæti gert vel fyrir LFC, líklega betur en Dechamps. Það er margt vitlausara en að ráða hann. Hins vegar hefur hann ekki alveg þetta orðspor sem þarf til að lokka heimsklassa leikmenn til klúbbsins í fjarveru meistaradeildarinnar. Það gæti reyndar verið stór kostur.

  Engu að síður spilar hann skemmtilegan bolta og er með skemmtilega uppstillingu. Einhverskonar 3-1-3-2-1 þar sem aftasta línan stafar af einum miðverði og tveimur bakvörðum sem verjast á þröngu svæði á sama tíma og kantmennirnir taka að sér hlutverk bakvarðar. Með þessu kerfi getur hann sótt á mörgum án þess að opna vörnina og varist á mörgum án þess að draga allan odd úr sókninni.

  Við sáum hverju hann áorkaði á síðari hluta tímabilsins. Hann sigraði Arsenal og United og hefði átt að sigra Chelsea ef ekki hefði verið fyrir fáranlega dómgæslu. Þetta gerði hann með lið sem samanstóð af leikmönnum á borð við Di Santo, Conor Sammon, Figueroa, Alcaraz og Caldwell. Ef hann gæti náð því besta úr okkar leikmönnum og kennt þeim á þetta kerfi gæti skemmtilegt tímabil verið framundan.

  YNWA

 33. Hössi, #33.

  “En 8 sætið er ekki óeðlileg niðurstaða mv leikmannahóp”

  Þá spyr ég þig, er að sama skapi eðlilegt að enda 9 stigum fyrir ofan Wigan sem var spáð 20 sætinu, var talið fallið þar til fyrir tveimur mánuðum og losnaði ekki úr fallbaráttu fyrr en 3 umferðir lifðu móts ? Er hópurinn okkar það slæmur (nota bene, það er styttra niður í fallsæti en í 4 sætið) ?

  Það eru tvö svör við þessari spurningu.

  1) Nei hann er ekki það slæmur, það var ekki verið að ná því út úr þessum hóp eins og hægt er.

  2) Já hann er það slæmur, öll kaupin s.l. 18 mánuði að undanskyldum Suarez hafa verið það léleg að við söknuðum manna eins og Joe Cole & Poulsen.

  Ef maðurinn sem stýrði skútunni væri ekki kóngurinn á Anfield, væru menn þá í alvöru þetta svekktir ? (vil taka það fram að ég er engan veginn að réttlæta það að KD hafi verið rekinn – ég er bara að reyna að núlla út það sem hann hefur unnið sér inn i credit í gamla daga). Ef þetta hefði verið Martinez eftir 16 mánuði í starfi, AVB eftir að við stálum honum frá chelsea já eða okkar uppáhalds Woy. Væru menn svona rosalega svekktir og reiðir ?

  Sama hvernig horft er á það þá hlýtur KD að eiga einhverja sök á gengi liðsins. Annaðhvort var hann ekki að ná út úr hópnum það sem býr í honum eða að hann átti eitt slakasta innkaupstímabil sem sögur fara af. Við erum að tala um að 1 kaup hafa verið að spila vel (Suarez), önnur hafa einfaldlega verið hræðileg – sem samt er understatement.

  Ég get ekki ennþá gert upp við mig hvort það hefði átt að gefa kallinum eitt ár í viðbót. Ég er á báðum áttum, og verð það líklega þar til eftirmaður hans liggur fyrir. En við verðum að hætta að lifa í fortíðinni. Það sem hann gerði fyrir okkur á disco tímabilinu á varla að bæta upp fyrir versta árangur í deildinni síðan 3 stiga reglan var tekinn upp. Auðvitað komum við vel fram við okkar menn, okkar hetjur sem hafa lagt blóð, svita og tár í félagið en það sama hlýtur að gilda um þá eins og aðra, engin er stærri en félagið – í þessu tilfelli virðist svo ekki vera m.v. umfjallanir og spjallborð Liverpool stuðningsmanna. Ég veit það ekki, vilja menn frekar halda áfram að tala um flotta frammistöðu í tapleik á heimavelli gegn Arsenal, við erum einfaldlega bara rosalega, ofboðslega óheppnir – og sú staðreynd að taflan ljúgi ekki á við alla nema Liverpool Fooitball Club því við skjótum svo oft í tréverkið, eigum svo flotta krossa (sem engin nær samt, en fara á alveg rosalega flott svæði) ?

  Carling Cup er bikar, en við hefðum allir vilja frekar vinna deildina, FA eða ná 4 sæti í staðinn. Jájá, við unnum líka næstum því FA cup. Hvað gefur það okkur annars, að vinna næstum því eitthvað ? (Fyrir utan þá staðreynd að KD klikkaði illilega í þessum næstum því sigri á Chelsea ) Sama hvort okkur líkar það eður ei, í dag snýst þetta um peninga. Ef við ætlum að vera samkeppnishæfir, innan vallar sem utan, þá verðum við að vera í CL.

  Við viljum öll að Liverpool FC verði stöðugt félag sem er áskrifandi af efstu 2-4 sætunum ár eftir ár. Slæmt ár hjá okkur á samt að fela í sér sæti í CL (a-la Arsenal). Ég vil ekki vera bikarlið, lið sem bara mótiverar sig í bikar- og stórleikjum. Því síðast þegar ég gáði gefa sigrar gegn Wigan, B´burn og Bolton sama stigafjöld og sigur gegn ManU, eins sætir og þeir eru.

  King kenny eða John Doe – taflan lýgur ekki, hefur aldrei gert og mun aldrei gera það. Sagan man eftir sigurvegurum, ekki þeim sem áttu nokkra flotta leiki en náðu ekki að vinna. Stoke vann næstum því FA bikarinn í fyrra, B´ham vann Carling cup í fyrra og Portsmouth vann bikarinn 2008 – frábært afrek hjá þessum stórklúbbum ekki satt ?

 34. Nú á eftir að ráða nýjann manager og ALLT í kringum það (D.O.F. o.s.fr.). Hvernig verður með leikmannakaup? Munum við nokkuð sjá e-ð af nýjum leikmönnum? Bara ferlið af því að ráða nýjann manager tekur sinn tíma, svo á eftir að fá D.O.F inn í þetta. Og þá eiga þeir eftir að setjast og spá í hópnum og þess háttar…. erum við nokkuð að fara að sjá nýja leikmenn inn fyrr en þá mjög seint í sumar?

  Og eitt enn, Suarez fer til Madrid eða Barca í sumar. Fylgist með þessu!
  LFC er búið að gefa það út að þeir ætli ekki að sleppa stóru nöfnunum frá Liverpool. Rétt eins og þeir sögðu að KKD væri öruggur í starfi.

 35. Varðandi þjálfaramálinn þá virðist AVB og Martinez líklegastir. Ég er á þeirri skoðunn að Capello er of gamall og Rafa fékk sítt tækifæri move on. Ég er á báðum áttum hver er betri kostur AVB eða Martinez. Martinez hefur gott orð á sér og hefur betri útgeislun og man management hæfileika. AVB er frekar þurr en með meiri reynslu og hefur stýrt liði til meistara(Porto). Ég laðast þó frekar að Martinez. Hins vegar mundi að vera huge ef FSG gæti sannfært Guardiola koma til okkar. Hann er virtur um allan heim og mundi laða topp leikmenn til okkar. Svo besti kosturinn væri Guardiola en ég væri sáttur með hinna 2.

  Að lokum þá langar ég sá hreyfingu varðandi nýja leikvöllinn. Helvitis fokking fuck ef Perry hafði tekið Dubai tilboðinu i staðinn fyrir Hicks og Gills þá væri Liverpool búnir að byggja hann og ég gruna þéir hefðu sett meiri peninga í leikmanna kaup enn bakkabræðurnir Hicks og Gills.
  Síðast ég frétti þá hafa FSG hent út dýru HKS conceptinu http://static.guim.co.uk/sys-images/Football/Pix/pictures/2008/08/29/liverpoolstadium2.jpg og farið aftur i AFL conceptið frá 2003 http://www.afl-uk.com/ukconsortia/images/projects/FirstGenAnfield/large/firstgen_main_large.jpg enn ætla gera einhverar breytingar á honum. Ég kikti á AFL síðuna og þar stendur work in progress. Ég hlakka til sá hvaða breytingar verða gerðar á honum. Liverpool eru á ákveðnum timapunti og FSG þurfa huga stórt og sækja fram. Nýr völlur, Nýr Stjóri og styrka leikmannahópinn takk fyrir.

 36. Hætta þessu Benitez kjaftæði strax, hann á stóra sök á því ástandi sem er á liðinu í dag. Munið þið þegar miðjumennirnir okkar voru, Alonso, Masherano, Sisokko og Gerrard? Bara bull að fá hann aftr.

 37. Bíddu hver bjó aftur til þessa miðju? Höfum við átt betri miðju síðan? Nei hélt ekki.

 38. Nr. 40 er með betri ummælum hérna lengi, hefði reyndar bætt Lucas við líka.

  En já þetta eru heldur betur rökin sem sannfæra okkur um að vilja ekki þennan Benitez aftur við stýrið hjá Liverpool. Breytti bara Gerrard í miðjumann sem fór að skora að vild, fann Alonso sem fór til Real Madríd á þrefalda upphæð, náði í Mascherano úr varaliði West Ham, hann er núna í liðinu hjá besta liði sögunnar og ofan á það höfum við Sissoko og Lucas Leiva. Já þessi maður vissi ekki neitt. Spurning um að leita að skarpari stuðningsmönnum líka?

  Jesús H. Kræst.

 39. Já #44 ég var svona 50/50 með það líka. En það eru til stuðningsmenn liðsins sem hugsa svona og þeir eru að ég held ekki allir að grínast.

 40. Þessi óskalisti er náttlega bara fyndinn, hverjir eru meistarar eða hafa verið meistarar í sínu landi og þá eru þeir “linkaðir” við LFC beint og blint? – Kjánalegt.

  Þetta er sjóðandi heitt sæti með lið sem á langt í land með að vera lið sem á að vera í CL sem er fyrsta markmið FSG. Greinilegt að menn ætla ekki að hlaupa í þetta starf og alls óvíst að við fáum einhvert “nafn” í þetta starf mínir kæru.

  Breska pressan bullar svo út í hið óendanlega bara til að búa til fleiri fáránlegar fyrirsagnir. En svona hefur þetta alltaf verið.

 41. Svo má ekki gleyma að hann gerði hörmulegt sóknarteymi. Það var óásættanlegt að Torres og Gerrard náðu saman u.þ.b. 50 mörkum saman á einni leiktíð að mig minnir. Þó að mörkin hafi verið svipað mörg mörk og við gerðum á þessari leiktíð. Svo má ekki gleyma þeim lélega árangri þegar hann sló met í stigasöfnun hjá liðinu þegar við lentum í öðru sæti. Benitez er hörmulegur þjálfari!

 42. Nú hefur Benitez verið atvinnulaus í sirka 20 mánuði. Fjölmörg stór og meðalstór lið hafa skipt um stjóra á þessum tíma. Hann hefur einungis verið orðaður við caretaker stöðuna hjá Chelsea. Óhjákvæmilega hlýtur einhver, hjá einhverju liði að hafa talað við hann á bak við tjöldin, en amk hefur ekkert af því ratað í fjölmiðla.

  Hefur einhver skýringu á því hvers vegna enginn virðist vilja ráða þennan mann?

  Ef verðandi stjóri okkar þarf að vinna í teymi og svara fyrir nánast flest allar ákvarðanir sínar, þá hugsa ég að Benitez sé ekki karakter í þannig samvinnu. Hann er sagður mannafæla, sérlega fáskiptinn í samskiptum, þrjóskur og sérvitur. Auk þess gæti enskukunnátta hans orðið til trafala í slíkum samskiptum.

  Samband (eða sambandsleysi) Benitez við marga leikmenn sína hjá Liverpool var ekki gott. Sterkar sögusagnir voru á kreiki um að fyrirliði okkar hafi gengið fyrir fjölmennum hópi sem vildi fá Bentez í burtu á sínum tíma. Flest allir þeir leikmenn sem bendlaðir voru við það perat eru ennþá hjá liðinu. Ég efast um að þeir vilji hann aftur.

  Engu að síður er Benitez sjall taktíker, á því sviði sást greinilegur munur á honum og Dalglish.

 43. Ég er stórlega farinn að efast um þessa eigendur Liverpool

 44. Er ekki málið bara að “anda inn, og anda út, anda inn og anda út“. Það eru svo miklar getgátur í gangi að það er nóg til að æra óstöðugann. Ég hef þá trú (a.m.k. þá von) að eigendurnir séu að leita að einstaklingi sem passar inn í þá hugmyndafræði sem þeir leggja upp með. Þjálfarinn er hluti af liðinu og þarf því að passa inn í heildarconceptið. Ætla að hafa trú á eigendunum þar til annað kemur í ljós.

  Auðvitað viðurkenni ég að það er auðvelt að missa sig í hörmungarhyggju þegar maður sér slúðrið úr ensku pressunni. En þá er gott að seilast í vasann og ná í miðann sem á stendur: “*anda inn og anda út”.

 45. 51 Ég held samt að Downing hafi staðið sig betur en Flanagan 🙂

 46. Ég er sammála þeim sem vilja anda rólega. Ég neita að trúa því að FSG séu ekki að vinna eftir einhverju gáfulegra plani en að boða alla fræga stjóra í heiminum í atvinnuviðtal! Upp á von og óvon. Ef ekki, þá er ég til í að hafa áhyggjur. Stórar áhyggjur. Ef þetta verður einhver bjánagangur fram eftir öllu sumri þá er hætt við að Suarez og einhverjir fleiri hugsi sér til hreyfings. Ég er reyndar einhvernveginn alveg viss um að Reina fari frá okkur í sumar. Ég held að Doni hafi varla farið að koma í rigninguna í Liverpool til að sitja lengi á bekknum. Mér finnst líklegt að það hafi verið búið að lofa honum einhverju.

 47. Nú er mælirinn fullur! Blindfullur!

  Ólafur Ragnar var á beinni línu í DV í dag og upplýsir að hann styðji ManU!

  Ekki nóg með það heldur styður spúsa hans Chelsea!

  Ég er algjörlega miður mín og fyrst núna átta ég mig á alvöru hlutanna og kosmísku samhengi. Í 16 ár hefur Scummari verið forseti og í 10 ár hefur Chelsea aðdáandi verið við hlið hans. Núna fyrst skil ég aðdáun forsetahjónanna á útrásarvíkingum (Roman), orðuveitingum (Sör Alex), Austurlöndum (Park og Kagawa) og skuldsettum yfirtökum (Glaziers).

  Að mínum dómi jafngildir þetta því köttur væri forseti í Hundalandi.

 48. Er það ekki mýta að Benitez hafi “misst klefann”?

  Var ekki aðalástæða þess að hann var rekinn sú að hann hamaðist á eigendum og stjórn , dyggilega studdur af aðdáendum sem voru á sama máli. Hann var að valda G&H miklum vandræðum.

  Nú ef hann missti klefann, Gerrard og Carragher td. þá áttu þeir að fjúka, ekki Benitez.

  Að vera í góðu sambandi við leikmenn og fagna með þeim er ekki ávísun á góðan árangur. Dalglish náði ekki að fagna oft í vetur.

 49. Voðalegar fullyrðingar og æsingur er þetta í mönnum og konum. Slökum aðeins á.

  Bara hið besta mál að eigendurnir ætli að vanda til verka og ræða við sem flesta. Nýráðinn PR-fulltrúi Liverpool mætti hinsvegar koma fram og lýsa því yfir að klúbburinn vilji vanda valið og að ekkert sé að marka götublöðin. Málið verði unnið hratt og örugglega í kyrrþey í þágu félagsins.

  FSG hafa lofað ráðningum í ýmsa pósta sem muni gleðja Liverpool aðdáendur. Bíðum bara spök og róleg eftir hvaða fólk kemur inn áður en við förum að spá í framtíð félagsins. Óskiljanlegt að sjá þessar dómsdagsspár hjá ýmsum hér þegar enginn veit hverjir munu vinna fyrir Liverpool.

  Sýnist miðað við fréttir líklegra með hverjum degi að Villas Boas sé að fara taka við aðaldjobbinu.

  Annars áhugaverð nýleg orð frá Roy Keane um Liverpool. http://www.emirates247.com/sports/football/man-utd-legend-on-why-gerrard-is-to-blame-for-liverpool-mess-2012-05-21-1.459623
  Er ekki frá því að það sé mikið til í þessu. Hann er akkúrat sú alhliða sigurvegara týpa sem við þurfum á miðjuna hjá Liverpool og einn af örfáum leikmönnum Man Utd sem hægt er að bera smá virðingu fyrir. Maður sem hefur unnið ótal Englandsmeistaratitla og þess virði að hlusta á.

 50. Er Steingrímur J. ekki besti kosturinn, svona úr því hann tók ekki við Grikkjunum ?

 51. Erum við ekki sammála að nýr stjóri verður ekki ráðinn fyrr en búið er að ráða í þær stöður sem menn voru reknir á undan t.a.m. DOF?

  Er eiginlega orðinn 100% viss að Martinez sé betri en AVB. Hann hefur allavega sannað sig í PL. Svo er ég heitur fyrir Capello eða van Gaal. Hafa oftast náð árangri. Væru betri kostir næstu árinn meðan “hinir” stjóranir eru svo “ánægðir” hjá sínum liðum.

  Annars er bara best að vera pollróglegur meðan það er verið að klára þessi mál. Maður getur hvort eð er ekkert gert nema beðið. Kannski hafa þið hinir einhver “innri” tengls í LFC? Eða hafið eitthvað með það að segja hver niðurstaðan verður?

  Chill the fökk át! 🙂

 52. Eyþór Guðj. #37

  Ef maðurinn sem stýrði skútunni væri ekki kóngurinn á Anfield, væru menn þá í alvöru þetta svekktir ? (vil taka það fram að ég er engan veginn að réttlæta það að KD hafi verið rekinn – ég er bara að reyna að núlla út það sem hann hefur unnið sér inn i credit í gamla daga).

  Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Ég minntist hvergi á það í minni athugasemd að Kenny Dalglish ætti að fá einhverja sérmeðferð á kostnað fyrri afreka fyrir klúbbinn.

  Í mínu huga er ósanngjarnt að bera árangurinn saman við árangur Wigan. Það sem ég bendi einfaldlega á er að mannskapurinn er í rauninni ekki það góður að það hefði mátt búast við meistaradeildarsæti á síðasta tímabili.

  Og er það Kenny Dalglish að kenna? Mér finnst afar ósanngjarnt að halda því fram. Þegar hann kom til liðsins var nýbúið að selja besta mann liðsins. Þar á undan var miðjan eins og hún lagði sig seld og margir góðir leikmenn. Kjarninn í liðinu var enginn og liðið rjúkandi rústir. Í raun fékk Dalglish ekki aðra fjármun en þá sem teknir höfðu verið út úr liðinu og það án þeirrar gulrótar að leikmaðurinn myndi spila í meistaradeildinni.

  Menn eru líka ansi fljótir að gleyma síðasta sumri. Það var bara engin sérstök eftirspurn að koma til Liverpool og margir sem reynt var við völdu lið eins og ManU eða ManCity. Downing, Henderson og Adam voru hins vegar á lausu ásamt Enriqe. Það þurfti hins vegar að punga út háum fjárhæðum til að fá þessa meðalleikmenn og þeir eru oft dýrari en aðrir.

  Roy Hodgson lenti í svipuðum vandræðum. Neyddist til að kaupa meðalleikmenn til að styrkja hópinn eins og Poulsen.

  Og hvað átti Dalglish að gera í janúar eftir að Leiva meiddist. Kaupa nýjan leikmann. Já – en hvern? Enginn augljós var á lausu. Í kjölfarið neyddist hann til að spila Spearing. Úff en kannski var það betri kostur en að kaupa enn einn meðalleikmanninn.

  Það sem ég er að benda á er að vandamál Liverpool er mun stærra en svo að það liggi hjá framkvæmdastjóra félagsins. Okkur vantar leikmenn og eigendur félagsins eru ekki þess umbúnir að styrkja liðið þannig að það geti keppt um meistaradeildarsæti.

  Nú eru menn sammála um að það þurfi að byggja upp. Voru menn ekki líka sammála um það síðasta haust. Mig minnir það. Af hverju gefast menn þá upp um leið og móti blæs?

  Ef Kenny Dalglish hefði ekki verið sagt upp störfum værum við að ræða hverjir myndu koma til félagsins. Í staðinn þarf maður að horfa upp á ámátlegar tilraunir FSG við að ráða nýjan þjálfara. Hvað fær sá þjálfari mikinn pening?

  Þegar á móti blæs þurfa þeir sem stjórna að hafa bein til að þola gagnrýni og sýna þá þolinmæði sem alvöru stjórnendur þurfa að búa yfir. Nema þeir sjái hag sínum betur borgið með að benda á einhvern annan og kenna þjálfaranum um allt sem miður fór.

  Ég endurtek að ég hef nánast aldrei verið jafn óánægður með nokkra ákvörðun og uppsögn Kenny Dalglish var. Hefði fylgt honum glaður inn í næsta tímabil þess fullviss að lukkan myndi detta okkar meginn og liðið færðist upp á við.

  Það að segja Kenny Dalglish upp voru mistök. Risastór mistök.

 53. The Metro reports that Liverpool target Gaston Ramires is the subject of increased interest from Malaga. The Reds were thought to be in pole position to land the Uruguayan midfielder, and it’s thought the League Cup winners have already lodged a £16 million bid.
  But after the downfall of King Kenny and the owners currently mulling over a carefully chosen list of 328 possible replacements; it seems plans are up in the air and Malaga are now ready to take advantage of the situation.

  LOLOL;;; carefully chosen list of 328 possible replacements,,, – priceless

 54. Af hverju hefur nafn Ola Gunnar Sjolskær aldri verið nefnt, hann er víst að fara í ensku deildina ???

 55. Vá hvað brandarar um hvað LFC er að skoða marga stjóra varð fljótt þreyttur, td nr. 63.

 56. 65 Hössi minn, þetta er ein allsherjar della hjá þér. KK fékk peninga til að kaupa leikmenn sem myndu skila meistaradeildarknattspyrnu. Út á það gekk sá leikmannagluggi. Fyrir tímabilið var KK svo bjartsýnn að hann var á því að við ættum góðan möguleika á að berjast um titilinn. Bull eins og að það hafi engir leikmenn verið í boði um áramótin dæmir sig sjálft. Kaup Newcastle sanna það. Daglish valdi þá leikmenn sem á sínum tíma voru keyptir til félagsins: Henderson, Adam og Downing. Að segja að hann hafi ekki átt kost á öðrum er bull. Bullið nær svo hæstum hæðum þegar þú segir að Hodgson hafi ekki geta fengið neina aðra leikmenn en þá sem hann keypti. Það var sem sé bráðræði að reka hann?

 57. hvað ef dalglish var ekkert rekinn frá liverpool heldur er þetta bara plat svo að fjölmiðlarnir séu ekki endalaust að orða leikmenn til liðsins heldur stjóra. þannig að stjórnin fær að vinna í friði við að versla leikmenn:D

 58. Ég var á því þegar Camolli var látinn fara að dagar Dalglish væru taldir en ég var alveg handviss um að annar stjóri biði í startholunum. Hrikalega hafði ég rangt fyrir mér. Ef þetta verður einhver margna vikna fjölmiðlasirkús í kringum þessa ráðningu þá er þetta mega flopp hjá FSG. Segi bara einsog færsluhöfundur í Innleggi #1 Fokking Fokk.

 59. Ætli þetta sé byrjunin á nýja raunveruleikaþætti FSG. Þættirnir bera nafnið, “In search of a Boss”. Þvílíki farsinn, þetta verður vandræðalegra með hverjum deginum sem líður. Hver stjórinn á fætur öðrum neitar að taka við LFC.

  Úff, hvenær kemur að RAFA ? eða Guardiola ?

  YNWA

 60. Ljóti vonleysisvællinn í mörgum hérna, gleypa menn virkilega svona við öllu bullinu sem er verið að matreiða ofan í okkur af fjölmiðlum ??

 61. Þið eruð að fárast yfir að þetta sé allt í ‘beinni útsendingu’.

  Kanarnir eru að falast eftir stjórum sem eru í stöðum hjá öðrum félögum. Haldið þið að slíkt sé mögulegt í nútímasamfélagi án þess að hafa það uppi á borðinu? Að það sé bara ekkert mál að skipuleggja leynilegan fund án þess að neinn frétti neitt? Kannski árið 1993. Verið bara ánægðir að Kanarnir hafi pung í að ræða við menn og reyna að heilla þá úr núverandi starfi sínu.

  Svo veit ég ekki alveg hvað menn vilja eiginlega sjá. Það er augljóst að Kanarnir hafa áhuga á öllum heitustu þjálfurum í bransanum. Eru með alla anga úti. Þó þeir hafi kíkt á Martinez þýðir það ekki að þeir muni ekki ræða við Pep. Knattspyrnustjórastaða Liverpool er einfaldlega staða sem þarf að ráða í og það ferli er í gangi. Í guðanna bænum hættið að þvaðra um The Liverpool Way og Rafa Benitez og álíka mítur. Allir hérna inni eru sófaspekingar sem vita jafn lítið. Margir stórlaxar hér voru nú ansi vissir á því fyrir nokkrum vikum að staða Dalglish væri 100%. Svo var hann rekinn.

  Er svo ekki hægt að gefa mönnum eitthvað lyf við þessari Rafa-þráhyggju?

 62. Ég held að þetta sé allt vel áhættunar virði. Ef maður skoðar aðeins sögu klúbbsins síðustu 20 ár, þá hafa þetta verið ansi margir stjórar sem koma með sín 5 ára plön. Þeir tala allir um að byggja liðið í kringum þær stjörnur sem eru þar hverju sinni og hversu góður efniviður er í unglingaliðinu. Síðan kaupa þeir 3-4 leikmenn sem þeir leggja allt sitt traust á með misgóðum árangri.

  Fyrir eigendurnar, sem nota bene hafa komið fram mjög heiðarlega í þessu máli er þetta ósköp einfalt. Þetta virkar ekki. Unglingaliðið er fullt af verðandi stjörnum sem ekki fá að spila og ekkert verður úr, stjörnurnar í liðinu eru að eldast og missa af lestinni. Það er engin sem virðist gera sér almennilega grein fyrir því hvernig á vinna með þá leikmenn sem klúbburinn á.

  Aðalástæðan fyrir því að þeir keyptu klúbbinn, og ástæðan fyrir því að þeirra tilboði var tekið, var sú að þeim leist vel á heildarmyndina og höfðu stórar áætlanir varðandi klúbbinn. Allt frá 15 ára strákum í unglingliðinu og upp úr.

  Fyrir þá, og ég held að svei mér þá að ég sé sammála, þá er bara langbest að byrja upp á nýtt frá grunni. Að losa sig við stærstu stjörnu liðsins frá upphafi til að byggja upp klúbbinn frá grunni og ná meiri stöðuleika sendir ákveðin skilaboð. Ef þeim tekst svo að ná sér í góða menn til að klára þessa tiltekt og yfirhalningu sem fór í gang daginn sem þeir tóku við, ætti klúbburinn að taka stórt skref fram á við.

  Hvenær væri betra að taka svona ákvarðanir og gera svona róttækar breytingar en í lokin á versta tímbili liðsins, í hvað voru það, 50 ár. Hversvegna í ósköpunum ættu þeir svo að byggja nýjann völl fyrir lið sem er búið vera í frjálsu falli.

  Takið ykkur frí frá Liverpool bullunni í smástund og skoðið þetta aðeins hlutlaust í smá stund.

  Ef þetta gengur ekki upp þá hvað? Við endum í 7 eða 8 sæti annað árið í röð. En ef þetta tekst vel þá ættum við að vera kominn með klúbb sem hefur einhverja skýra stefnu, eigendur og stjórnendur sem þekkja til og geta tekið þátt í að byggja hann upp.

  Það er bara ekki lausn lengur að kaupa 2-3 leikmenn fyrir 30-40 mill. stykkið. Ef allt fer á þann veg sem það áð fara þá er þetta síðasta skiptið sem liði tekst að kaupa titla og stór spurning hvort city fær að spila í evrópukeppninni á næsta ári.

  Þetta er að sjálfsögðu áhætta, en ef liðið nær sér á flug kaupir 1 stjörnu og tekur 2 -3 upp úr unglingaliðinu og nær meistardeildarsæti á næsta ári þá er það vel þess virði. Ef það næst ekki þá erum við í raun bara í sömu stöðu og við erum í dag.

  Ef þetta fer vel, þá eigum við allir eftir að gleyma þessu bulli sem er búið að vera í gangi í kringum þetta og það verður sennilega engin fegnari en Kenny.

 63. Svo virðist sem að Roberto Martinez sé á leiðinni til NY til að funda með FSG.

 64. Leigubílstjórasagan segir að Diego Armando Maradonna verði næsti stjóri Liverpool og hann ætli að fá tengdason sinn, Mascherano og Messi með sér í jobbið 🙂

 65. Eru Benítez dýrkendurnir búnir að gleyma því hvað hann gerði eftir að hann fór frá Liverpool?

  Hann fór til Inter þar sem hann var með geggjaðann hóp og drullaði upp á bak!
  Og var svo rekinn þaðan og hefur ekki verið að þjálfa síðan.

  Af hverju í ósköpunum ættum við að vilja hann aftur? Mér er sama um tölfræði sem hann VAR með hjá LFC, en hann fékk sitt tækifæri og það gekk ekki nógu vel.

Bogfimi

Barnes lýsir sinni skoðun – opinn þráður