Bogfimi

Ég lauk útskriftarveislulaugardegi með því að setjast niður og horfa á Chelsea vinna Meistaradeildina. Þetta var ekki bara fyrsti Meistaradeildarsigur Chelsea heldur fyrsti slíki titill sem lið frá Lundúnum vinnur. Þar að auki var þessi sjón rúsínan í pylsuendanum á ömurlegu tímabili Liverpool-manna.

Ég þarf ekkert að fjölyrða um þetta tímabil. Við vitum öll hver uppskeran var, og það er nógu erfitt að fjalla um það í stuttu máli, hvað þá ítarlega. Við töpuðum á Wembley fyrir Chelsea í úrslitum FA bikarsins, við enduðum fyrir neðan Everton í Úrvalsdeildinni og langt frá baráttu um Meistaradeildarsæti, King Kenny Dalglish var rekinn í kjölfarið, klúbburinn hefur verið settur á algjöran núllpunkt og er, þegar þetta er skrifað, enn í startholunum. Og til að kóróna allt hafa Fernando Torres og Raul Meireles nú unnið tvo stóra titla á tveimur vikum með Chelsea.

Við getum ekki rifið kjaft við stuðningsmenn United, Arsenal, Tottenham, Chelsea eða Everton … og ekki heldur stuðningsmenn City, ef einhver þekkir slíka. Við getum ekki lengur hampað King Kenny sem hetju (sem hann er enn) án þess að stuðningsmenn þessara liða hlæi að okkur. Við getum ekki lengur falið okkur á bak við að vera stuðningsmenn sigursælasta liðs Englands. Og við getum ekki einu sinni gert grín að Torres.

Fjandinn.

Til að bæta gráu ofan á svart hafa aðgerðir Fenway Sports Group, eigenda Liverpool FC, síðustu vikuna valdið miklum titringi meðal stuðningsmanna. Menn eru ekki vissir um aðgerðir FSG og ansi margir eru hreinlega farnir að spyrja sig hvort þessir gæjar muni reynast okkur önnur bandarísk martröð. Tom Hicks og George Gillett litu mjög vel út þegar þeir keyptu klúbbinn og lofuðu öllu fögru en það entist í tæpt ár áður en menn fóru að átta sig á því sanna. FSG hafa átt Liverpool í eitt og hálft ár og þetta er afraksturinn hingað til:

– Þeir hafa rekið tvo knattspyrnustjóra með 16 mánaða millibili.
– Þeir hafa rekið yfirmann knattspyrnumála, mann sem þeir réðu sjálfir, eftir tæplega eitt og hálft ár í starfi.
– Þeir hafa kannað allar leiðir til að endurnýja Anfield án árangurs, talað minna um að byggja nýjan völl og sem stendur hefur ekkert gerst í þeim málum.
– Þeir hafa eytt u.þ.b. 35m punda NETTÓ í leikmenn. M.a.s. Gillett og Hicks eyddu svipaðri upphæð NETTÓ fyrstu tvö tímabilin sín, áður en þeir fóru að draga fé út úr klúbbnum.

Er það að furða að menn spyrji spurninga? Maður les sér til um hlutina og reynir að afla sér eins mikilla upplýsinga og hægt er, og á yfirborðinu virðist allt vera í lagi. „Treystið þeim,“ segir Ian Ayre um FSG. „Þeir vita hvað þeir eru að gera, það er frábært plan í gangi.“ Ókei. En Liverpool-stuðningsmenn treysta ekki lengur, ekki eftir Gillett & Hicks. Ekki fyrr en menn sjá hvað er í gangi.

Síðustu daga hefur titringurinn á Merseyside farið að valda mönnum áhyggjum. Spirit of Shankly bærðu á sér eftir dvala síðan FSG eignuðust félagið og sendu eigendunum opið bréf með hörðum spurningum. Ég er ekki sammála öllu sem kemur fram í bréfinu, langt því frá, en sú staðreynd að bréfið hafi verið sent yfirhöfuð er áhyggjuefni. Íri sem kallar sig E2K skrifaði frábæra grein um brottrekstur Dalglish á RAWK.com og ég er heldur ekki sammála öllum punktum þeirra greinar, en hún er frábær og sýnir viðhorf ansi margra til þess sem menn eru að kalla endanlegan dauða The Liverpool Way.

Það að reka King Kenny var alltaf að fara að verða umdeild ákvörðun. Ég varaði við því í janúar í fyrra, þegar Dalglish var ráðinn, að það gæti orðið flókið fyrir FSG að losna við hann ef hann næði ekki nógu góðum árangri, og það reyndist rétt. Umræðurnar víðs vegar á netinu hafa verið líflegar í kjölfar miðvikudagsins og öðlingar eins og Tony Evans hjá Times og Jim Boardman hjá The Anfield Wrap hafa verið meðal þeirra sem hafa farið geyst á Twitter og spurt harðra spurninga. Dalglish er farinn, The Liverpool Way er útdautt hugtak og menn vilja ólmir taka þessu fagnandi sem tákni um nýja og betri tíma en menn eins og Evans og Boardman, og margir fleiri, þora ekki að byrja að fagna of snemma.

Hér er staðan sem blasir við FSG í dag, í mjög stuttu máli. Það má líkja þessu við þraut. Það að ná árangri með knattspyrnulið er eins og að hitta epli á höfði barns úr ákveðinni fjarlægð. Það er erfitt og mikið liggur við og aðeins þeir allra bestu geta gert það á viðunandi hátt.

Liverpool er nú þegar í þeirri stöðu að bogmaðurinn er orðinn þreyttur í burðarhandleggnum, sviti er farinn að renna í augun og vindáttin er óútreiknanleg.

Síðan ráku FSG Comolli og Dalglish. Bogmaðurinn var sem sagt látinn bakka um 100 metra í viðbót og nú þarf hann að skjóta ör sem hann er ekki vanur.

Það er það sem er í gangi hjá Liverpool. Að bæta gengi liðsins í sumar með allt óbreytt – Comolli, Dalglish, Brukner, Cotton, alla áfram í starfi – var nógu erfitt. En að skipta öllum út og byrja alveg upp á nýtt? Að ráða réttan knattspyrnustjóra, réttan yfirmann knattspyrnumála, rétt starfsfólk í innviði klúbbsins, og svo að bæta liðið frá því á þessari leiktíð?

Þess vegna er fólk áhyggjufullt. Þess vegna spyrja menn spurninga. Þess vegna eru menn ekki ánægðir. Af því að það er erfitt að bíða eftir úrlausn þessara verkefna, af því að það er erfitt að þola slúðrið daga og nætur, linnulaust. Af því að það er svo mikið í húfi.

En fólk er líka áhyggjufullt af því að það gerir sér grein fyrir hversu erfitt verkefnið er. Og af því að við höfum ekki enn séð óhyggjandi sannanir fyrir því að FSG sé treystandi í það verkefni.

Í dag er sunnudagur. Það er ýmislegt í deiglunni í kringum enska knattspyrnu næstu daga en Liverpool og mannaráðningar þar á bæ verður í brennideplinum. Hvar sú saga endar vitum við ekki á þessum tímapunkti og það er lítið annað að gera en að halda í sér andanum og vona að örin hitti beint í mark.

Fenway Sports Group eru að há mikla prófraun akkúrat núna. Yfirmaður knattspyrnumála – einn eða tveir slíkir. Knattspyrnustjóri. Þjálfarateymi. Upplýsingastjóri. Læknir. Og síðast en ekki síst, leikmenn.

Ekki líta frá skjánum. Horfið á þessar myndir. Horfið á þær með hryllingi – ekki af því að þetta séu keppinautar Liverpool sem hömpuðu tveimur stærstu dollum sem ensk knattspyrnulið geta unnið heldur af því að þið vitið hvaða tvö lið þetta eru, hvað þau lögðu á sig – og lögðu út – til að komast þangað.

Horfið á þessar myndir, og þá sjáið þið hversu margt þarf að gerast, hversu mikið þarf að ganga upp til að Liverpool geti átt svona fögnuð einhvern tímann á næstu árum.

Í dag er sunnudagur. Framtíðin byrjar núna. Fenway Sports Group – boltinn er í ykkar höndum. Ekki bregðast okkur.

59 Comments

 1. Hvaða svartsýni er þetta? Er ekki bara spurning um að pakka í vörn á næsta tímabili. Hefur allaveganna þrælvirkað hjá Chelsea

 2. Er tölvuleikurinn ekki búinn hjá Abramovich núna bara. Hann er búinn að bjarga prinsessunni og getur fundið sér nýjan leik/hobbý. Ólíklegt, en vonandi 😛

 3. Frábær pistill Kristján Atli. Þetta eru erfiðir tíma hjá okkur núna og sigur CFC gerði ekkert til þess að auðvelda gönguna.

  Þó ég sé sammála í einu og öllu í erindi greinarinnar, þá er eitt atriði sem ég reyni að hugga mig við og hjálpar mér í að treysta á nýja eigendur.

  með komu bæði Houlliers og Benitez komu skilaboðin að ný væri horft til framtíðar og á teikniborðinu væri nokkura ára plan. Svo var fariðí að kaupa unga leikmenn og aðrir eldri losaðir og í raun nýtt lið skapað. í flestum tilfellum fengum við ekkert út úr aðkeyptu ungu leikmönnunum og þessi næsti Zidane og ég veit ekki hvað varð ekkert nema næsti Freddy Adu. Fljótlega fékk ég á tilfinninguna að það eina sem væri á nýja teikniborði nýja plansins væri að ráða nýjan þjálfara sem myndi redda öllu, reyndar í tilfelli Rafa tókst það næstum því.
  Núna held ég hins vega að það sé í raun og veru áætlun á borðinu um hvernig byggja skuli Liverpool upptil frambúðar, og það sem meira er að þessi áætlun er stærri heldur og mikilvægari heldur en hver verður næsti manager. Það þykir mér vel. Því eins og King Kenny segir að það er enginn einstaklingur stærri heldur en klúbburinn.

  Allir leikmennirnir sem eru og hafa verið að koma upp hjá Barca er ekki bara Guardiola að þakka heldur þeirra hugsýn, Guradiola er vissulega stórt pússl í heildarmyndinni en alls ekki ómissandi. Þeirra hugmyndafræði er eldri heldur en 5 ára.

  Nú vona ég bara að mín tilfinning sé á reynist rétt og að framtíð og árangur Liverpool Football Club komi ekki til meðað byggjast á því hver er managerinn næstu 5 árin, enda á það ekki að skipta höfuðmáli.

  Niðurstaða: Liverpool Football Club á að vera árangursríkt og sigursælt stórveldi sem stendur ekki og fellur eftir því hver velur hvaða 11 leikmenn byrja hvern leik, við eigum að vera stærri en það.

  p.s. var búinn að drekka 3-7 bjóra

 4. Ég held að við hefðum þurft olíufursta frekar en “bissnismenn”. Er ekki einhver Sádi sem þarf að losa sig við svona $500.000.000 af olípeningum á lausu?

 5. Frábær pistill Kristján Atli. Ég er alltaf hrifinn af því hvað þú ert raunsær og tilbúinn að sjá hlutina útfrá staðreyndum, en ekki útfrá einhverri rómantík.

  Það er auðvitað mjög gott að heyra að FSG hafa einhverja skýra framtíðarsýn (ég er nú ekki viðskiptamenntaður en orð eins og þarfagreining og framtíðarsýn tíðkast samt líka í mínum geira) og ætla að endurreisa klúbbinn í áföngum. Fyrri eigendur virtust ekki hafa það að markmiði, heldur frekar að reyna að hagnast.

  Til þess að vera stór knattspyrnuklúbbur þarf meira en að bjóða 35m Í Hazard. Það þarf að hafa vara plan ef hann vill ekki koma og plön langt fram í tíman. Ég er tildæmis alveg vissum að bæði Arsenal og man.utd eru fyrir löngu búnuir að gera lista yfir þá sem kunna að taka við ef stjórar þeirra yrðu bráðkvaddir eða yrði skipað að hætta að læknisráði.

  Síðustu ár virðast ,,plön” hafa verið sjáldgæf hjá Liverpool og bara einvher Woy ráðinn af því að hann átti leið hjá. Kannski eru menn farnir að hugsa þannig núna?

  En á sama tíma er knattspyrnuheimurinn að breytast. Og menn hafa minni og minni þolinmæði. Áranur á að nást helst í gær. Og bikar sem gefur ekki sæti í CL er bara svona eins og verðlaun fyrir frábæra mætingu í menntaskóla, hvaða auli sem er getur slysast á einn slíkan.

  Svo það er skiljanlegt að áðdáendur Liverpool dreymi um að ríkur fursti frá landi sem þeir geta ekki fundið á korti komi og dæli 500m í Guardiola og hálft Barca liðið. En það getur líka verið hættuklegt, ekki bara af því að ofurlið eiga það til að virka ekki, heldur líka að svoleiðis gæjar kunna að falla frá, verða byllt úr sessi eða missa áhugan.

  Ég rokka á milli þess að vona að FSG séu að fara að gera eitthvað sem geti skipt máli, sem geti fært LFC aftur á meðal þeirra bestu, ekki bara á Englandi heldur líka í Evrópu og þess að einhvert spillt kjánaprik mæti á svæði með koffort fullt af seðlum.

  En ef ég ætti að velja á milli, þá vill ég frekar sitja titlasvelltur í 5 ár og sjá svo lið sem er svona 70% skipað af uppöldum leikmönnum og svo ungum en ódýrum strákum frá meiginlandinu, vinna Deildina, helst undir stjórn Hyypia eða Gerrard en að sjá Mourinhio stýra Tevez, Toure og Ibrahimovitc til sigurs undir merkjum Liverpool.

  En maður er frekar á báðum áttum núna. Og það sem ég óttast mest er að ef ekki verður búið að skipa í öll störf, með frekar spennandi mannskap, í byrjun júní, þá fari leikmenn Liverpool að gera það sama og Torres, vilja vinna titla annarsstaðar.

 6. Ég treysti FSG nánast fullkomnlega. Þegar Hicks og Gillett keyptu, þá var félagið nú þegar peningakúin sem þeim vantaði. Þeir þurftu í rauninni ekki að gera neitt nema viðhalda liðinu, en þeim tókst það nú ekki einu sinni.

  Staðan er töluvert öðruvísi í dag og liðið ekki nándar nærri eins vel statt. Þannig að ef að FSG eru eingöngu bisnissmenn þá þurfa þeir að gera ýmislegt fyrir liðið svo það fari að skila þeim peningum. T.a.m styrkja leikmannahópinn. Og svo ef þeir ætla að selja klúbbinn aftur, þá er það mun fýsilegra fyrir væntanlega kaupendur að búið verði að leysa úr vallarmálunum. Og FSG getur selt klúbbinn fyrir vænann gróða.

  Ég ætla allavega að sjá hvaða “DOF” verður ráðinn áður en ég fæ móðursýkiskast. Í framhaldi af þeirri ráðningu ættum við að fara sjá nýjan þjálfara.

  Framtíðin er björt, framtíðin er rauð.

 7. örlítið off topic, en égmæli með að menn stígi varlega til jarðar áður en þeir óska sér manns eins og glæpamannsins hjá chel$kí …

  http://en.wikipedia.org/wiki/Roman_Abramovich

  auðvitað er ekki allt þarna staðfest , en ef einhver efast um það að hann hafi framið glæpi í þessa átt til þess að eignast auðævi sín , þá er sá hinn sami alveg týndur ..

  veit ekki með ykkur en ég væri EKKI tilbúinn að hafa þessa sögu yfir eiganda liðsins míns , alveg klárlega ekki tilbúinn í það að blóðpeningar keyptu árangur fyrir liðið mitt.. bara aldrei til í dæminu .

 8. Eg aetla ad lita a bjortu hlidarnar og vera aenagdur yfir thvi ad lidid hafi ekki verid i 4 saeti i deildinni i ar. Thad hefdi verid algjorlega botninn ef Liverpool hefdi misst meistaradeildarsaetid til Chelsea eftir leik gaerdagsins!
  Afsakid skort a islenskum stofum.

 9. Amen!

  Það þarf ekkert að segja meira …

  Eða jú … ég er hálf búinn á því eftir að Kenny var rekinn. Ég hélt í alvörunni að hann fengi annað tímabil, eða í það minnsta meiri virðingu en þetta.

  Boltinn er hjá FSG. Sagan segir að þeir ætli sér að minnka kostnað félagsins. En ef liðið ætlar sér aftur í CL – svo ekki sé talað um ef liðið ætlar sér í titilbaráttu – þá kostar það. Mikið.

  Ég held í alvörunni að við séum að fara að horfa upp á 3-5 ár, jafnvel meira, þar sem Liverpool FC er að berjast um að komast í Evrópukeppni. Liðið á ekki séns í Manchester-liðin, Arsenal og Tottenham eru langt fyrir framan okkur, og Chelsea nýkrýndur Evrópumeistari sem þýðir væntanlega að Roman fer á eyðslufyllerí í sumar.

  FSG ætla sér að minnka kostnað félagsins.

  Ég veit satt að segja ekki hvað mér á að finnast um þetta, né heldur hvort ég geti verið bjartsýnn stuðningsmaður Liverpool FC fyrr en ég sé beinharðar sannanir þess að ætlun FSG er að koma liðinu á toppinn. Það þarf að gerast, ekki seinna en núna í sumar. Ég hef ekki trú á því, miðað við aðgerðir síðustu daga og vikur.

  Homer

 10. Ég segi nú bara eins gott að við náðum ekki 4 sætinu í ár. Vorkenni Tottenham þetta er ekki boðlegt að fara í keppnina með það markmið að ná 4 sæti, ná því en svo þegar upp er staðið skilar það engu, sorglegt. Helvítis Chelsea mafía.

 11. Ég persónulega held að FSG hafi gert mistök með því að losa sig alveg við Kenny. Held að það hefði verið sterkara að koma fram með áætlun um að Kenny myndi stíga til hliðar en verða e.k. sendiherra eða hreinlega guðfaðir liðsins, en það yrði nýtt teymi fengið til að stýra liðinu og taka yfir daglegan rekstur. En það er bara mín skoðun.

  Svo má spyrja sig hvort það sé ekki hreinlega stutt í að næsti sugardaddy komi til sögunnar og kaupi enn eitt liðið – t.d. Fulham eða eitthvað álíka nobody eins og Chelsea og ManCity voru, var það ekki það sem Björgúlfur ætlaði að gera með West Ham? Hann var bara ekki alveg nógu ríkur. Allavega held ég að samkeppnin sé ekkert að fara að minnka.

 12. Ég veit ekki mér líst ekkert á þetta.Finnst eins og það sé einhver ráðaleysi í gangi hjá klúppnum.Boltinn er hjá eigendum og þeir þurfa að fara sýna eitthvað hvað er í gangi.Eins og þetta lítur út núna þá er þetta ekki mjög traustvekjandi.

 13. Flottur pistill Kristján, er algerlega 1000% sammála honum.

  Bara frá upphafi til enda.

  Það er auðvitað ljóst að lókallinn í Merseyside er fullur efasemda og það er fullkomlega skiljanlegt að mínu mati eins og þú lýsir svo vel. Það er bara skrökvulýgi að láta eins og þeir FSG-menn séu búnir að hreinsa vasa sína í leikmannakaupum, nettó eyðslan er bara ansi lítil og það heyrist ekkert um vallarmálin, sem eru auðvitað heitu málin hjá heimafólkinu.

  Ian Ayre var á Aintree-veðreiðabrautinni í gær, fékk heldur að heyra það og nafn Rafa Benitez var sungið reglulega. Það sannar ekki eða segir neitt annað en það að það er gríðarleg tortryggni í garð eigenda Liverpool FC, auk þess reyndar að geislabaugur Ian Ayre er farinn og ræða hans um að bikarkeppnir séu nú á eftir 4.sæti í forgangsröð Liverpool hefur valdið miklum titringi. Ég er sammála þeim titringi, auðvitað veit ég að peningar ráða nútímafótbolta en það breytir því ekki að ég fagnaði Carling Cup sigri í einhverja daga og miklu meira en þegar við tryggðum okkur Meistaradeildarsæti. Það mun taka tíma hjá fólki í Merseyside að sætta sig við það að tilvitnanirnar í Shankly séu ekki uppi á vegg. Sérstaklega sú sem segir að stjórn félags eigi bara að skrifa ávísanirnar og skipta sér ekki af neinu.

  Martinez fékk 7% atkvæða í okkar könnun og ég hef séð alveg niður í 4% svarhlutfall sem vill hann sem stjóra LFC, Roy-tölur sýnist mér í flestum tilvikum. Það skiptir að sjálfsögðu máli. Anfield verður vettvangur fótboltaleikja næsta vetur og ef að undir 10% aðdáenda verður glaður með stjórann mun lítil þolinmæði verða til staðar – bara sama hvað reynt er að tala upp hans hæfileika.

  Leikur gærdagsins var auðvitað síðasta verk Mourinho hjá Chelsea. Di Matteo tók við liði sem hafði spilað kjánalega taktík miðað við leikmannahóp þar sem hver höndin var upp á móti annarri. Leikmenn keppast við að biðja um að Di Matteo fái að halda sínu í starfi í kjölfar þess að lýsa vantrausti á vinnubrögð André Vilas Boas. AVB fékk ótrúlega kynningu sem “hinn nýji Mourinho” í pressunni. Það var, og er, engin innistæða fyrir því. Vilas Boas var einn 10 leikgreinanda Mourinho hjá Chelsea – það var kjarni þeirra samstarfs. Hann spilar eins ólíkan fótbolta og hægt er, og á æfingavellinum er hann fjarlægur leikmönnum og dulur í samstarfi við þjálfara sína. Hann kolféll á prófinu í Vestur London, eiginlega frá fyrsta degi…

  Kannski er það til marks um hinn nýja raunveruleika að til hans lítum sumir til að reisa okkar klúbb við, manns sem Chelsea borgaði tugir milljóna punda fyrir að losa hann út úr uppbyggingarstarfi stórklúbbs.

  Afsakið mig meðan ég æli…

 14. Eins og ég sé þetta þá finnst mér FSG vera að leita eftir því að fá inn stjóra sem getur “gert mikið með lítið” eða hreinlega bara ná því besta úr því sem hann fær í hendurnar. Kannski fúnkerar þetta nýja kerfi hjá þeim með enn dreifðari ábyrgð “lykilmanna” í stjórnarteyminu. Það getur verið til hins betra að fá mörg álit á einhverju máli en það gæti líka truflað störf þjálfarans ef hann vill fá mann sem hann telur mikilvægan í sitt lið af því að hinn/hinir samþykja ekki þá hugsun hans. Pros and Cons.

  Svo enn eitt PR-sjálfsmorðið frá Liverpool. Hvað er Ian Ayre, sem er stuðningsmaður félagsins ef ég man rétt, að segja að bikarar skipti minna máli en peningar núna? Er hann eitthvað ruglaður eða hef ég eitthvað verið að misskilja út á það hvað Liverpool gengur?

  Kannski fitta menn eins og Villas-Boas eða Martinez betur inn í þetta nýja skipulag en ef Meistaradeildarsæti er svo mikilvægt fyrir eigendur og stjórn liðsins þá skil ég ómögulega af hverju þeir virðast ekki vilja ræða við stjóra eins og Louis van Gaal, Rafa Benitez eða Fabio Capello sem allir eru á lausu, hafa það allir á ferilskránni að vinna marga titla, þeir eru klókir og þeir hata að tapa! Ég hef mikið meiri trú á því að einhver þessara næði Meistaradeildarsæti fyrir Liverpool á næstu leiktíð heldur en bæði Villas-Boas og Martinez. Við vitum vel að Rafa getur gert mikið fyrir lítið, hann sannaði það hjá Liverpool og Valencia, en ef það er rétt að hann hafi ekki einu sinni fengið sms frá Liverpool finnst mér ótrúlegt og algjör fásinna af hálfu Liverpool – skítt með það að hann hafi áður þjálfað, lent upp á kant við stjórn félagsins og svona, hann tikkar í nær öll box sem stjóri hjá liði eins og Liverpool þarf.

  Kannski eins og ég segi fitta Villas-Boas eða Martinez betur inn í þetta nýja kerfi og eru meira “long term” stjórar en mér finnst ótrúlegt ef það er ekki rætt við þrjá af betri (að mínu mati) stjórum heims sem allir eru á lausu og vilja að ég hef fulla trú á taka við félaginu.

  Þetta er mikilvæg ráðning hjá Liverpool og mun koma til með að ráða því hvort FSG njóti stuðnings aðdáenda eða ekki. Núna þurfa þeir að sýna hæfni sína.

 15. Sælir poolarar.Já það eru ekki skemmtilegir dagar framundan ég er og var búin að segja að þessi brottrekstur gæti orðið þeim hættulegur.Það þýðir heldur ekki að ætla sér góðan tíma í að ráða nýan stjóra og annað staff,leikmenn hafa enga biðlund í það að bíða og þá verður flótti á meðal þeirra bestu.

  Ég segi það en og aftur KD var að gera fína hluti á þessum stutta tíma sem hann starfaði.Liðið vann eina dollu og næstum tvær .Leikirnir sem liðið tapaði eða gerði jafntefli í deildinni er eitthvað sálfræðilegt vegna þess að liðið spilaði oft á tímum frábæran bolta en þeir nýttu ekki færin. Ég bara skil ekki til hvers var ætlað af honum í upphafi halda menn að það hefi verið raunhæft að koma liðinu strax í meistaradeildina.Þó að hann hafi fengið að kaupa mikið þá tekur bara tíma að slýpa lið saman.

  Mig langar aðeins að segja við þá þá sem eru alltaf að tala um þessa amerísku leið að hún sé sú eina rétta,shitt.Ef ég get fengið sigur sæla stjóra eins og Fergi,KENNY eða Mora,þá segi ég JÁ TAKK. Það er bara ekkert að því að menn stjórni ollu.Sorry, ég get ekki gert o eins og í orvar.
  Nei ég skal hundur heita og kottum r… ef þetta heppnast hjá þeim. Ég hef yllar bifur á svona kollum sem ætla að taka allt með trommmmpi en hafa svo ekki aura einu sinni til þess.

 16. Það hefur verið að keyra klúbbinn áfram á gömlum gildum sem dugðu fyrir 22-50 árum. Og sé verið að nútímavæða klúbbinn er ekkert að því. Höfum verið að reyna að byggja upp á sandi…….og í grunninn var blandað saman væmni og tilfinningum. Kominn tími til að okkar klúbbi sé kippt inní nútíðina, ekki endalaust hægt að lifa á forni frægð. Vorum bestir en ekki lengur. Er orðinn leiður á að þetta sé rekið eins og eins og góðgerðarklúbbur nú er verið að sparka í klárinn og bara kominn tími til…..koma svo…..

 17. pínu off-topic, en ég veðjaði á chelsea í gær þar sem að liðið sem slær út barcelona vinnur alltaf þessa keppni, það er eiginlega orðið lögmál. united gerðu það 2008 og unnu, barcelona unnu 2009, inter gerðu það 2010 og unnu, barcelona unnu 2011 og svo chelsea sem gerðu þetta í ár.

 18. Mér þykir leiðinlegt að brjóta þetta lögmál hjá þér, en Liverpool sló Barca út 2007 og unnu ekki.

 19. Það er bara orðið helvíti hart þegar maður er farin að trúa því sem félagarnir eru að segja við mann, að Liverpool séu bara í algjöru rugli á öllum vígstöðum, innanvallar og utanvallar og sé í raun ekkert nema bara miðlungsklúbbur og eigi langt í land með að ná topp 4. Ég er allavega orðin alveg skuggalega svartsýnn á framtíðina.

 20. Ég skil þessa svartsýni vel í mönnum og ég er sjálfur á báðum áttum. Ég ætla þó að líta á glasið sem hálffullt. Liverpool hefur ekki unnið þann stóra í alltof mörg ár, svo mörg ár að ég sjálfur sem hef fylgst með þessu liði á hverjum degi síðan ég var 4-5 ára man ekki eftir því. Afhverju svona lengi? Jú það er eitthvað að innan klúbbsins. Það eru ekki bara of margir léilegir leikmenn, eða of slakir þjálfarar við störf, það er eitthvað rotið innan í klúbbnum sem gerir það ómögulegt að vinna enska titilinn.

  Ég er bara hættur að sjá að ef skipulagið í klúbbunum helst óbreytt að titillinn sé að fara koma á næstu árum. Ég lít á það þannig að við verðum að taka áhættu og stokka verulega upp í spilunum. Þetta gætu verið mistök, að reka Dalglish og drepa the liverpool way, en þetta gæti einnig verið byrjun á einhverju stórkostlegu. Ég vona að lítil nettó eyðsla núverandi eigenda sé vegna þess að þeir í raun treystu ekki því skipulagi sem var í gangi og það að þeim hafi í raun aldrei litist á að treysta Dalglish til frambúðar og að nú þegar þeirra skipulag verður komið á laggirnar að þeir fari að dæla pening í liðið, ég vona þó á hóflegan máta.

  VIð skulum ekki gleyma því að mörg lið hafa þurft að sökkva djúpt niður til að rísa upp á ný. Júventus, Dortmund og fleiri lið fóru langt niður en eru að ná hápunkti aftur þetta tímabil. Vonandi er 8 sætið það lægsta sem við sökkvum og með nýju skipulagi og nýjum þjálfara munum við rísa á ný og komast í meistaradeild innan tveggja ára.

 21. Gleymum því ekki að FSG bjargaði LIverpool frá gjaldþroti ef þeir hefðu ekki keypt klúbbinn værum við að spila við Leeds og Blackpool og fleir áhugaverð lið.

 22. torres vann meistaradeildina fyrir mér lýtur út fyrir að hann gerði það rétta fyrir ferilinn sinn ég er fucking brjálaður akkuru gat ekki robben sett þetta víti ohhhh þetta er óþolandi

 23. Gleymið Torres, hverjum er ekki sama að hann vann Meistaradeildina. Jú, vissulega er það pirrandi að sjá leikmann sem maður dáði og elskaði sé kominn í annað lið og er að vinna stóra titla. En við ættum ekki að vera að hugsa það. Hugsið um það jákvæða.
  Chelsea unnu Bayern og komast þar af leiðandi í Meistaradeildina. Á kostnaði Tottenham, sem fara ekki í hana og gætu misst sína bestu menn, sem áður hafa hótað að vilja að fara. Og nú eiga þeir mun erfiðara að ná að lokka til sín stór nöfn, og þar af leiðandi verða þeir ekki jafn mikil samkeppni fyrir okkur Liverpoolmenn. Eða ég vill trúa því. Léttara fyrir okkur að ná í meistaradeildarsæti, það er að segja ef við bætum liðið okkar og förum að SKORA MÖRK, eitthvað sem vantaði í þessu tímabili. Við spiluðum oft frábæran bolta, en vorum bara skítóheppnir að skora ekki meira! Strákar við munum skora meira næsta tímabil! Lofa því.

  Gleymið Torres. Gleymið Meireles. Gleymið Chelsea.. Hugsið út í Tottenham, núna eigum við möguleika. Enda geta Chelsea ekkert á móti okkur í deildinni og við munum taka af þeim meistaradeildarsætið næst og trúið mér, að þeir munu ekki vinna þessa deild aftur!

  YNWA!!!

 24. Get a grip on yourself!

  Nýjir eigendur hafa greinilega skýra stefnu sem þeim finnst ekki hafa verið fylgt nægilega vel eftir. Ég er feginn að þeir hafi borið kennsl á vandan og vilji hreinsa duglega til og gera þetta algerlega frá grunni. Planið er líklega að nýta tækifærið fyrir Liverpool og smíða ákveðinn grunn sem félagið á eftir að byggja á næstu áratugi.

  Eins og KOP menn hafa bent á þá hafa FSG gott record í þessum geira og eru með metnaðarfulla sýn á það hvernig á að reka gott sjálfbært félag. Ég held að lykilorðið hér sé sjálfbærni og það hefur LFC ekki tekist að sýna í langan tíma.

 25. Vona að FSG valdi mér ekki vonbrigðum en ég er aðeins kominn með leið á neikvæðni Anfield Wrap félaganna og hvað þá Tony Evans á Times, sá hefur reyndar sjaldan heillað mig.

  Tomkins sem hefur fengið það mikið abuse á twitter undanfarið að hann hefur ákveðið að hætta þar skrifar mjög góða grein í dag sem margir mættu taka til sín og sérstaklega þeir sem dásama “The Liverpool Way” þar sem unnið er bak við lokaðar dyr og ekkert gefið út fyrr en þeir hafa frá einhverju að segja.

  Núna er verið að vinna í því að innleiða nýja stefnu hjá Liverpool og þeir eru að ráða menn í mikilvægustu stöður klúbbsins, ég fagna því að það leki ekki mikið út á meðan því að hugsið aðeins út í það hvernig þetta var hjá Gillett og Hicks. Þá fengum við að heyra í fjölmiðlum allt sem gekk á hjá félaginu og það var alls ekki jákvætt og því síður skemmtilegt. Við getum voðalega lítið gert núna annað en treyst FSG og það er ekki kominn tími til þess ennþá að fara beina aðdáendum gegn þeim eða auka tortryggni í þeirra gerð alveg strax, jafnvel þó að Dalglish hafi verið látinn fara eftir óviðunandi vetur.

  Þetta er nokkuð gott quote sem kom við þessa grein Tomkins:

  It seems like the attitude of some fans is that Liverpool should do its business behind closed doors…as long as they’re in the room with them!

  Anu sem á hvað mestan heiðurinn af því að Tomkins Times er til (stakk upp á og bjó til paywall) hafði þetta að segja og ég er mjög mikið sammála honum (hann setti þetta á Anfield Wrap og var að svara þeim og bréfi SOS):

  You may not trust FSG, but I don’t particularly trust you.

  Hand-wavy, portentous articles like this are part of the problem. Your sense of entitlement is part of the problem. Dinosaurs like Tony Evans are part of the problem.

  For you to somehow insinuate that this is all down to FSG and for you to position yourself as anything other than one person with an opinion is disingenuous as best.

  You are not me. You do not represent me, so stop using the words “we” and “us”.

  Það er síðan ákaflega þreytt og mikil skammsýni að segjast frekar vilja bikar heldur en meistaradeildarsæti. Auðvitað vilja allir, hvort sem það eru leikmenn, aðdáendur eða eigendur frekar bikara og finnst skemmtilegra að fagna þeim. En þessir sömu aðilar verða þá að reikna út afhverju í fjandanum sigurvegarar FA Cup sl 20 ár hafa nánast alltaf við lið sem keppa líka í meistaradeildinni?

  Auðvitað nokkrar undantekningar eins og Portsmouth sem fór svona líka rækilega á hausinn í kjölfarið.

  Líklega er þetta svipað með deildarbikarinn þó stóru liðin taki hann mjög misjafnlega alvarlega þar sem hann gefur ekki mikið í aðra hönd, ekkert á við sæti í meistaradeildinni.

  Bottom line: við unnum deildarbikarinn í ár, vorum millimetra frá FA Cup líka, frábært. Það breytir því ekki að fleiri tímabil eins og við áttum ár þýða að við fjarlægjumst þessa leiki á næstu tímabilum. Sigur í deildarbikar er ekkert að fara tæla til okkar leikmenn sem hafa val um meistaradeildina frekar, svo einfalt er það.

  Fyrstu valkostir í fyrra voru t.d. Young, Jones og Clichy, þeir fóru allir til liða í meistaradeildinni frekar, tilviljun? Ég hef þungar áhyggjur af því að svona verði það aftur í sumar eftir niðurstöðu þessa tímabils.

  Ekkert að því að vera svekktur yfir því að Dalglish er farinn og það er í góðu lagi að treysta nýjum eigendum ekki eins og nýju neti eftir þá síðustu, ég geri það ekki sjálfur. En ég treysti þeim ennþá, held að það sem þeir eru að gera núna sé nauðsynlegt til að klúbburinn taki einhverjum framförum og hafið í huga að FSG er þegar búið að leggja töluvert út til að eignast klúbbinn og þeir græða ekkert á honum nema liðið skili árangri.

 26. Eitt af því sem ég mundi af þegar talað var um hvort skipti máli Bikar eða gott sæti í EPL þá las ég þennan pistil:
  http://www.guardian.co.uk/football/blog/2012/feb/24/secret-footballer-cash-trophies

  Einn áhugaverður quote í pistlinum:
  “Towards the end of the meal he asked me what I would choose if I were offered an FA Cup winner’s medal or another season in the Premier League. The answer, as I told him, is another season in the Premier League. Sell out I may be but stupid I ain’t.”

  Sama spurning má segja um 4.sæti hvort myndir þú velja að fá FA Cup eða Tímabil í meistardeildinni ?

 27. Mér sýnist Torres ekkert vera rosalega ánægður með sína stöðu þó svo hann hafi unnið tvo titla á þessu tímabili.

 28. Það er ljótt að segja það en það gleður mitt svarta hjarta að heyra Torres gráta það að honum lýði ekki vel, við hverju bjóst maðurinn fór til hins sálarlausa dirty money liðs chelsea.

  Jæja núna ertu búin að vinna tvo bikara, tókst að vísu ekki mikinn þátt í þeim, jú skoraðir að vísu mark gegn Barca en fuck it það mark taldi ekkert leikurinn var búinn.

  Farðu nú bara á skrifstofu Big fat Tony mafíu foringja chel$ki og farðu fram á að fara heim þá meina ég ekki til Madrid.

  Rafa heim, Torres heim, plús nokkrir aðrir og framtíðinn verður björt, tittlarnir og meistaradeildinn koma í kjölfarið.

 29. Eitthvað sá ég um að Air China voru að bíða eftir svari FSG um Naming Rights á nýjum velli.

  Veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en það hafa poppað upp fréttir um þetta í vikunni.

 30. Aðeins meira um Tony Evans sem hefur farið mikinn undanfarið, hann er yfirmaður á íþróttadeild Times ef ég man rétt og einhver sem a.m.k. var vel að sér um Liverpool. Hann talar gríðarlega mikið niður til “internet bloggers” eins og Paul Tomkins (og t.d okkur líklega) og virðist mjög í nöp við FSG og segir allt vera í rugli hjá þeim. Hann hefur auðvitað rétt á sinni skoðun og margir taka hann hátíðlega þegar kemur að Liverpool.

  Ég er eins og ég sagði áðan kominn með leið á honum þó ég viti ekki mikið meira um hann en það sem ég sé á twitter eða í Suarez málinu fyrr í vetur. En þetta er helvíti gott comment og líklega eitthvað sem hittir hann og aðra lata blaðamenn beint í hjartastað. Mikilvægi þeirra er á miklu undanhaldi og þeim líkar það illa. Þetta kom inn við þessa yfirlýsingu

  Which brings me to the treatment of Paul through all this. Paul unfortunately is a lightening rod through which all the bile can be directed at the owners. The bile is being whipped up because the establishment (in my opinion) do not like the way FSG are determined to run their football club. Paul has a big reputation amongst Liverpool fans and through Pay as you play started to get some recognition in the mainstream. We all know how well he writes and what a reasonable guy he is. So why would Tony Evans have a pop at him on Talksport? I suspect it is because Mr Evans knows that the era of the big name football writer is coming to an end. The “bloggers” are beginning to show up the mainstream coverage for the myopic small minded nonsense most of it really is. Paul knows more about Liverpool than most journalists, also the word blogger is bandied around as a bit of an insult but apart from the implication of amateurism I would struggle to actually definitively state what the difference between a journalist and a blogger is these days. It seems to me journalists are threatened and just because they draw a salary from a national newspaper they are suddenly imbued with knowledge of the game that is beyond any of us. They do watch a lot of football and you would hope that they pick something up from that experience but seriously? I should take Henry Winter’s opinion over Paul’s? I’ll be the judge of that thank you.

  The sense of self congratulatory entitlement that coursed through the veins of the email sent out demanding to know what Paul’s role is was truly terrifying. The person who wrote it clearly felt that they personally should be consulted and that there was something intrinsically wrong with asking an experienced and well thought of football writer to pass comment on a couple of issues. I am sorry as many times as I think about it I cannot see a problem. Of course (and I’m sure Paul would agree with me) if Paul was the only person being consulted and major decision were being taken based on his opinion and solely based on his opinion then I would be concerned at how things were being done. But that clearly and demonstrably isn’t the case. I think that FSG, as Jeff has been repeating like a family motto since they took over, do not leak. They are clearly frustrating the likes of Tony Evans because he can’t find anything out he is unable to pass comment on anything. But because the situation to his eyes looks strange rather than attempt to understand it he has decided to attack them. Before any significant decisions has been made publicly FSG are condemned. Why don’t we wait and see what happens? If they appoint idiots to run the club then I will lead the criticism but it seems surreal that we are condemning them for appointing Martinez and they haven’t even spoken to him yet. British football is full of hangers on and bullshitters, it is sadly inevitable that a new owner coming to a new country and trying to run a club will be bombarded by these people. It seems likely that FSG are beginning to take control and are beginning to undo a lot of what had gone before. My hunch is that the club was in a bigger mess than any of us realised and that is the big stumbling block at the moment.

  Vel mælt að mínu mati og líklega ættum við að draga andann aðeins þó að “allt sé vitlaust” á twitter og að gamlir blaðamenn röfli yfir fréttaleysi.

 31. úps, my bad – álpaðist inn á RAWK eftir einhverjum krókaleiðum frá Tomkins. Greinilegt að great minds think alike, KAR og Tomkins 🙂

 32. 32 Vonandi leysist þetta varðandi naming rights svo Liverpool gæti farið í fullu að byggja nýja völlinn. Mig minnir þá fékk Arsenal 100 million pund fyrir 15 ár árið 2004. Svo FSG gerði helvítið góðan Warrior fatasamning(næst stærsti sögunnar) svo ,,fiinger crossed.

 33. smá off topic ef John Terry hefði fengið sitt bann fljótlega eins og Suarez og allt verið eins og það á að vera hefði Chelskí lyft bikar í gær?

 34. Man City fans in Iceland came together at a Pub to watch the final game, Man City vs QPR, when results were known, they screamed of satisfaction,,,, both two.

 35. Hausverkurinn okkar mun duga sumarið, sennilega ættum við flest að horfa til baka 15.ágúst og reyna þá að sjá hvernig spilast hefur úr stöðunni.

  Ég bara sveiflast alla daga fram og til baka og veit ekkert. Nema að mér svíður það að sjá blöð tala um að Martinez vilji frekar fara til Villa, Lavezzi sé á leið til PSG og Arsenal sé að vaða í Skrtel. Auðvitað kjaftasögur en ég er alveg sultuleiður á að þurfa enn og aftur að pirra mig á umfjöllun um LFC…

  Og Evans skrifar oft rétt og oft vitlaust. Við bara verðum að sjá til.

 36. Mönnum er tíðrætt um “the Liverpool way” þessa dagana og hvernig það virðist vera á útleið. En spurningin er; er hægt að ná árangri í nútímaknattspyrnu með þessum gömlu góðu gildum?

  Ég skal ekki fjölyrða það, en mér sýnist FSG vera að taka það besta úr báðum – reconciliation. Hlutirnir fara fram á bak við tjöldin og litlu lekið út af upplýsingum. Á móti eru teknar grjótharðar viðskiptatengdar ákvarðanir sem eru teknar, að ég tel, með það í huga að hámarka árangur og afkomu Liverpool FC.

  Í mínum huga hafa FSG ekki ennþá sýnt mér neitt sem segir mér að þeir séu á réttri leið með klúbbinn. Á móti hafa þeir ekki heldur sýnt mér neitt sem segir mér að þeir séu á rangri leið. Liverpool stuðningsmenn eru eitt stórt spurningamerki þessa dagana og óvissan veldur gremju. En með góðri blöndu af Liverpool – leiðinni (e. the Liverpool way) og réttum ákvörðunum er varða strúktúr og afkomu klúbbsins eru möguleikar fyrir hendi og það er í höndum þeirra sem fá tækifærið til þess að leiða Liverpool inn í 21.öldina og færa okkur stuðningsmönnunum reglulega sigurvímu í formi silfurs.

 37. @Zkario – 38

  Frekar sjúkt en ég þekki aðeins tvo City menn.

  Þeir eru feðgar! 😀

 38. Er þetta verk af virtum íþróttablaðamanni ?:

  Tony Evans ?@TonyEvansTimes
  Good luck to you if you believe FSG are the geniuses. Think about football, not money

 39. Kristján Atli flott grein og allt það, en að horfa með hryllingi á Chelsea? Veit það ekki það er ekki eins og þeir hafi verið að gera það eitthvað sérstakt. Jú, þeir unnum okkur í F.A cup 1 bikar. Jú þeir unnu meistaradeildina 2 bikarar, en enduðu í 5 sæti heima alveg eins og við gerðum 2005. Held að það sé ekki alveg þarfi á að vera svona svart sýnn.
  Við byrjum nýtt tímabil með ekkert stig í pottinum frekar enn önnur lið og hver segir að við eigum ekki séns ef við hættum að skjóta í stöngina.
  Kv. Dolli.

 40. Ziggi92
  Hehe ok klikkaði þarna.
  Það sem ég er að meina er að það vanti ekki sérlega mikið uppá hópinn og að mörkum hefði lekið inn en ekki stönginn út. Held að við ættum að gefa FSG tíma við vitum ekkert hvað er í gangi bakvið tjöldinn. Eitt er víst að þeir hefðu aldrei farið að kaupa klúbbinn til að reka hann í einhveri meðalmennsku, það þarf örlítið betri mannskap til að komast i C.L. og það er það sem FSG vilja því þá selja þeir meira af drasli og fara að koma út í hagnaði og það er það sem þeir vilja.

 41. Hahah Maggi, sýnist þú verða að fara að finna þér nýtt áhugamál ef að allt umstagið í kringum Liverpool þessa dagana er að fara með þig. Þýðir ekkert að vera svona hádramatískur gagnvart Liverpool, þetta er nú bara einu sinni leikur og menn sem að við þekkjum ekki rassgat. 🙂

 42. Ég skil ekki alla þessa dramatík í ykkur.

  Persónulega finnst mér þetta æðislega spennandi tímar. Þó Maggi og félagar séu ósammála þá held ég að mjög stór hluti stuðningsmanna skilji það að Dalglish var bara ekki að fara eitt né neitt með liðið. Því miður þá virkaði hann bara oft á mig sem algjörlega clueless.

 43. Mér sýnist nú sem að margir menn séu að neita að taka við Liverpool, sá nýjasti er Frank De Boer sem vill klára verkefnið hjá Ajax.
  http://fotbolti.net/fullStory.php?id=126739

  Það er bara staðreynd því miður að Liverpool hafa ekki það aðdráttarafl að geta valið sér stjóra. Steve Mcmanaman var einmitt að tala um þetta um daginn.
  Það er allavega einn stjóri sem hefur áhuga og það er Benitez, spurning um Capello eða Martinez.

 44. Mér finnst það svolítið merkilegt þegar menn sem hafa verið að dásama the Liverpool way eru farnir að kvarta undan því að það skort upplýsingar um það sem er í gangi. Er það ekki hluti af þessu, að það fréttist ekkert frá klúbbnum fyrr en allt er frá gengið?

  Og er algerlega sammála því sem t.d. Babu og Kristján Atli hafa verið að tala um, að það sé komin tími til að fara að horfa fram á við. Þetta blessaða Liverpool way hefur engu skilað í yfir 20 ár. Bráðum verður komin fjórðungur úr öld síðan við unnum þessa blessaða deild. Er þá ekki í lagi að leyfa mönnum með aðrar hugsjónir að spreyta sig og þá gefa þeim frið til þess.

 45. Jæja, þá er De Boer líka búinn að hafna því að taka við LFC.

  Margir af kandidötunum virðast ekki hafa neinn svaka áhuga á því að taka við liðinu. Þetta er farið að verða ansi skömmustulegt.

  Ég bara get ekki, get ekki, get ekki, get ekki skilið – ef það var löngu búið að ákveða að reka Kenny – af hverju það er ekki búið að finna nýjan stjóra og nýjan DoF (sem var rekinn um miðjan apríl).

  Eins mikið og mig langar til að vera bjartsýnn, þá er það bara gríðarlega erfitt þegar allar neikvæðar skítalyktarbjöllur hringja öllum stundum út um allt.

  Ég lýsi eftir nýju innleggi frá hinum jákvæða Babú, því ég er, án gríns, að missa svefn þessa dagana.

 46. Ég skil þetta ekki. Mér sýnist stjórnendur Liverpool vera að fífla klúbbinn út um allar jarðir. Þeir ætla að taka sér tíma í þetta, taka menn bara í atvinnuviðtöl í rólegheitum í löngum bunum! Nú hafa Klopp, Rogers og De Boer bara afþakkað kurteysislega boð um að mæta í vital. Nema hvað?? Af hverju ættu þeir að gefa klúbbunum sínum og aðdáendum þeirra til kynna að þeir séu tilbúnir að ,,svíkja” sína klúbba, komist þeir í gegnum atvinnuviðtal hjá FC Liverpool sem í augnablikinu á ekkert nema stórkostlega sögu sem þarf nú menn komna yfir miðjan aldur til að rifja upp svo vel sé?? Þetta verður bara vandræðalegra með hverjum degi sem líður sem er vont….MJÖG VONT!

 47. Ég er ekki viss um að FSG viti hvernig þetta virkar. Það að boða menn í viðtal sem hugsanlega,mögulega, kanski gæti endað með starfstilboði er ekki að gera sig. Fer að verða vandræðilegt, eins og svo margt annað í kringum þennan klúbb á síðustu misserum…

  Ákveðið hvern þið viljið fá, farið á eftir honum með kjafti og klóm. Ekki boða menn í viðtal, þvílik steypa.

 48. Orðsifjanefnd hefur borist erindi. Óskað er eftir því að orðið ,,Skítabjöllur” verði tekið upp í íslenskri tungu sem nafnorð. Skítabjöllur þessar geta verið jákvæðar og eða neikvæðar eftir tilfellum og hentuleika. Heimildir benda til að orðið hafi fyrst verið notað í athugasemd nr. 51 á heimasíðunni Kop.is. 🙂

 49. 53

  Finnst þér ekki skrítið að eina starfið (Knattspyrnustjóra) í Liverpool FC er ekki notað viðtalstímar til Kynna sig og segja hvað hann villl gera fyrir Liverpool og bæta liðið.

  Mér er virkilega sama hverjir vilja ekki tala við FSG það merkir að þeir hafa ekki áhuga á Liverpool FC þess vegna er miklu spennandi kringum þá sem hitta FSG þar sem þeir sýna virkilegan áhuga fyrir starfið en hinir sem vildu ekki hitta.

 50. Finnst mönnum það virkilega óeðlilegt að FSG vilji tala við fleiri en einn og fleiri en tvo menn áður en þeir ráða nýjan knattspyrnustjóra? Nákvæmlega hvað er rangt við það?

  FSG er síðan ekki að leka neinu út frá sér og blöðin eru að geta í eyðurnar. Hef ákaflega litlar áhyggjur af því að Frank De Boer vilji ekki tala við okkur eða hver það er sem næst segist ekki vilja tala við FSG. Ég yrði btw ekkert himinlifandi neitt ef t.d. Steven Gerrard stjóri Liverpool færi í atvinnuviðtal hjá Juventus og það væri fjallað um málið í fjölmiðlum.

  En það að þeir vilji skoða markaðinn áður en þeir ráða nýjan stóra er eitthvað sem ég held að sé jákvætt og dregur vonandi úr líkum á tilviljunarkendum og vitlausum ráðningum eins og þegar Roy Hodgson var ráðin og liðið skipti algjörlega um leikstíl, stefnu og markmið.

 51. Mér finnst það Babu, já.

  Ef við værum að ræða um mann eins og Steve Keane þá skipti það eflaust litlu sem engu máli. En við erum að ræða um, amk þeir sem hafa spurst út, menn sem eru í flottum störfum og hafa verið að gera vel þar. Menn eins og De Boer, Klopp og Rodgers sem dæmi – hversvegna ættu þeir að fara í viðtal og hugsanlega brenna nokkrar brýr hjá stuðningsmönnum sínum sem og stjórn núverandi liðs ?

  Ef við snúum þessu bara við, hvað hefðu menn sagt ef að Rafa hefði stokkið í atvinnuviðtal hjá Barca eða Real eftir Istanbul, FA bikarinn eða 2 sætið ? Það hefðu nokkrir, af þessum mjög svo dramatísku scouserum, aldrei fyrirgefið honum. Sbr stutta framhjáhald SG við Chelsea hérna um árið.

  Þetta er viðtal, listinn sem fjölmiðlar tala um hefur að geyma 12 manns. Ég efa það ekki að 75% af þeim nöfnum myndu íhuga það alvarlega ef þeim væri boðið starfið eða væri einu aðilarnir sem væri verið að ræða við – þ.e. þetta væri meira fast í hendi. Ég á bara afskaplega bágt með að trúa því að þetta sé rétta leiðinn, að Klopp sem eflaust er í dýrlingatölu meðal stuðningsmanna Dortmund myndi hætta sér á að fá hluta af þeim upp á móti sér eða óvild stjórnarinnar með því að vilja ræða við nokkra kana yfir Latte bolla með það í huga að hugsanlega, mögulega, kanski yrði honum boðin stjórnarstaðan.

 52. Skil það vel og bendi nú á það í mínum ummælum. Það er bara mjög erfitt að fella einhverja sleggjudóma um þetta ráðningaferli meðan maður veit alveg afskaplega lítið hvernig þeir eru að vinna þetta. Ég hef t.d. ekki séð það frá neinum innan herbúða FSG að reynt hafi verið við t.d. Klopp, De Boer, Dechamps eða hvað þeir heita allir sem vilja ekki stýra Liverpool. Á meðan njóta þeir vafans hjá mér og ef þeir vilja tala við fleiri en einn aðlila held ég að það sé gott mál.

  Svo er spurning hvort að öll nöfnin leki í blöðin? Kannski eru ekki allir eigendur eins og Dave Whelan hjá Wigan. Ég er annars sammála mönnum með að það er ekkert gaman að sjá blöðin segja okkur frá því daglega hver vilji ekki stýra Liverpool en ég trúi þeim mátulega til að vita havð er í gangi hjá FSG.

 53. Sammála þér í því, Babu. Mér finnst umræðan meðal Liverpool stuðningsmanna vera allt of svartsýn og einkennast af mikilli gagnrýni og vantrausti (skiljanlega kanski) á FSG. Þessi KD ráðning (og síðar brottv.) gæti reynst þeim dýrkeypt – ef þetta hefði verið einhver annar sem náði þessum stigafjölda í PL og vann sama bikar og B´ham vann árið áður þá væru þessir sömu stuðningsmenn ennþá dansandi á götum úti í fagnaði.

  Liverpool hefur dregist aftur úr síðasta áratug eða tvo. The Liverpool way er bara dautt – spurning hvort það var ekki barns síns tíma. Getum ekki lifað á fortíðinni eða gömlum hefðum endalaust, hefur ekki beint skilað sér á síðustu misserum. Boltinn hefur breyst, innan vallar sem og utan. Ef þú aðlagast ekki þá dregstu aftur úr, það er bara þannig í fótboltanum jafn sem samkeppnismarkaði.

  En ég sá þessi ofangreind nöfn vera talinn upp í Echo, fannst það vera staðfesting á því sem blöðin hafa verið að blaðra um. En auðvitað veit maður minnst um það sem gengur á bak við tjöldin. Ég hafi samt sem áður gert mér vonir um, víst þeir ákváðu að fara þessa leið, að þeir væru búnir að line-a upp einhverjum aðilum sem yrðu kynntir til sögunar strax eftir að KD var rekinn. Ekki að allt yrði látið af stað þá. Þeir hafa vitað það síðan ákvörðunin um DC var tekinn að KD myndi fara sömu leið – finnst þetta líta heldur óskipulega út. En auðvitað getur það verið vitleysa og þeir séu með þetta allt under control. Actions speak louder than words, þannig að ég bíð um sinn með að missa mig.

Kop.is Podcast #21

Opinn þráður – Stjórarnir