Stjórnunarstrúktur LFC – Ian Ayre

Þriðji dagur í stjóraleit og ég held að óhætt sé að segja að málpípa LFC í málinu heiti Ian Ayre.

Ég viðurkenni fúslega að mér finnst hann tala of mikið og vildi heyra töluvert meira frá þeim sem taka ákvarðanirnar um hvern skal reka og ráða, auk þess sem það pirrar mig enn að alls konar fréttamiðlar segi okkur hverjir eru á listanum, núna nýjast að Brendan Rodgers hafi ákveðið að afþakka ráðningarviðtal. Rodgers var spurður í vetur hvort hann hefði áhuga á taka við starfi hjá Chelsea en svaraði þá: “Ég er að reyna að byggja upp ferilinn minn og hef ekki áhuga á að rústa honum”.

Mér finnst sorglegt ef að hann sagði nei af sömu ástæðu við Liverpool en það er sama hvað menn reyna að fela, við erum að fá inn fjórða stjórann á tveimur árum og það er fíaskóástand.

En Ayre var í viðtali á opinberu síðunni og þar fór hann nokkrum orðum um það hvernig stjórn félagsins sér fyrir sér skipulag við stjórnun þess og þar koma fram punktar sem mögulega varpa ljósi á ýmislegt.

Pistillinn er að mínu mati “must read” ef við viljum skoða framhaldið í því ljósi sem við eigum að búast við en ég ætla hér að taka út nokkra punkta sem mér fannst áhugaverðir:

* Staða Comolli var of stór fyrir einn mann, ætlunin er að skipta henni upp á milli nokkurra (ekki sagt hvað marga). Starfinu verður skipt í ákveðna undirþætti (areas) sem hver verður fylltur með sérfræðingi.
* D.o.F. (og þá væntanlega teymið í kringum hann) verður ábyrgt fyrir njósnarastarfinu á leikmannamarkaðnum (væntanlega fyrir aðal- og unglingalið sitt í hvoru lagi þó), sem og að greina árangur okkar liðs jafnóðum.
* Ayre gengur svo langt að fullyrða að á næstu dögum verði allt jákvætt, því margar ráðningar sem eru yfirvofandi munu veita aðdáendum ánægju.
* Starf framkvæmdastjórans verður nær eingöngu í kringum æfingar og leikdaga, tími þess að stjórinn flakki um til að skoða leikmenn og mótherja er að baki að mestu leyti þó vissulega reikna megi með að stjórinn verði tengdur ofangreindu teymi.
* Ayre fullyrðir að Dalglish hefði verið rekinn þó við ynnum FA Cup, deildin og þátttaka í Meistaradeildinni skipti öllu máli.
* Hann viðurkennir að stanslausar stjórabreytingar valdi félaginu vanda og ama en er ákveðinn í því að ef að menn nái ekki markmiðum þá sé ekki annað hægt.

Svo ég lýsi minni skoðun þá ætla ég að taka undir með þeim sem hafa rætt um að hugmyndafræði Liverpool frá gullna tímabilinu sé nú að baki. Liverpool er stigið inn í nútíma fótbolta sem er bissness fyrst og fremst, miðar að því að selja búninga og taka þátt í keppnum sem gefa mest. Ayre meira að segja talar niður til bikarkeppnanna vegna þess að þaðan komi svo lítill peningur að eigendurnir þurfi þá að taka peninga upp úr sínum vasa en ekki rekstrinum.

Að öðru leyti þá finnst mér þetta viðtal sýna það sem lengi hefur verið daðrað við. FSG ætla sér að yfirfæra hugsun amerískra íþrótta um “front office” þar sem sérfræðingar greina leik liðs síns í þaula, eru stanslaust í leit að leikmönnum til að bæta upp þar sem vantar og sjá um samningamál. Ef skrifstofan telur leikmann ekki skila sínu er farið út í það að losa hann frá og annar fenginn í staðinn. Auðvitað í einhverju samhengi við þjálfarann en þeir stýra.

Þjálfarinn stjórnar æfingum, vinnur í taktík og stjórnar leikjunum. Auðvitað hefur hann einhverja rödd í öðrum þáttum félagsins en hans skyldur liggja fyrst og fremst í þjálfaraúlpunni með keilurnar og vestin.

Þessi formúla er auðvitað bara fín, ég horfi mikið á NBA og NFL og þar finnst manni þetta eðlilegasti hlutur, Mitch Kupchak og Jerry Buss eru þeir sem ég les þegar kemur að leikmannamálum Lakers því þar liggja ákvarðanirnar. Eftir leikina les ég það sem Mike Brown (þjálfarinn) og leikmennirnir hafa að segja.

Með þessu þá skil ég ákvarðanir vikunnar betur. Dalglish er þjálfari af gamla skólanum, vill vera sá sem stjórnar leikmannahópnum og velur þá leikmenn sem eiga að koma, fara og vera. Láta þjálfarana sjá um æfingarnar að stærstum hluta, en velja liðið og stjórna því. Að sama skapi skil ég hvers vegna FSG vilja halda Steve Clarke, sem er að allra mati sem að honum koma afburðaþjálfari, og væntanlega Kevin Keen. Þeir munu fara létt með að laga sig að þessu módeli og ég er sannfærður um að Clarke fékk fína útlistun á því í USA heimsókn sinni.

Ég er líka sannfærður um það að þessi hugmyndafræði útilokar mörg nöfn. Hin klassíski breski framkvæmdastjóri sem öllu ræður hefur verið kjarninn í starfi Ferguson, Wenger og Mourinho t.d. og örugglega fleiri. Ég myndi líka telja að Guardiola yrði ekki hrifinn af þessari útfærslu, hann hefur verið sá sem tekur ákvarðanirnar hjá Barca (eins og t.d. að losa Zlatan) og við skulum ekki setja pening á Capello eða Klopp. Þeir eru báðir “my way or no way” stjórar. Og þetta er ástæða þess að minn kostur, Rafa Benitez, er sennilega ekki einu sinni að fá SMS. Hann vinnur ekki í svona strúktúr, það held ég að sé 1000% ljóst miðað við hans feril hingað til.

En þá D.O.F.? Hvaða maður verður þar…verður það maður með reynslu af svipuðu svipuðu starfi (Beguristain, Cruyff) einhver sem þekkir slíkt kerfi (Bruce Arena) eða einhver sem vinnur hjá LFC núna og hefur unnið ákveðið D.O.F. hlutverk (Segura)? Veit ekki, en það er ljóst að við ættum að horfa jafn mikið eftir því hver verður ráðinn þar eins og hver fer í þjálfaraúlpuna held ég.

FSG eru hugrakkir og með skýra hugsjón. Það gef ég þeim. Hins vegar er vandinn að þeir eru að ráðast á stóran garð að ætla að breyta strúktúr í hefðbundnustu deild heims, sennilega með mesta “old school” liðinu. Mikið vona ég að þetta verði sögulegur sigur, því ef svo verður ekki hef ég áhyggjur af framtíð LFC.

Bara töluvert miklar.

49 Comments

  1. Mér finnst FSG vera á réttri leið með að snúa við blaðinu hjá LFC. Þessi strúktúr er fínn og ágætt að hafa þjálfara sem þjálfar og stjórnar öllu hvað liðið varðar og æfingar. Hann fær hjálp við að redda leikmönnum en þeir eru EKKI keyptir fyrir hann nema hann hafi sagt “já, ég vil fá þennan” áður. Ameríkanar eru ekki eins heimskir og margir segja. En það er eitt að segja alla réttu hlutina og síðan að sjá hvort þeir verði að veruleika.

  2. Það er allavega ljóst að eldri hugmyndafræði, (ef hugmyndafræði skyldi kalla), var ekki að skila liðinu árangri. Vissulega er óttinn við breytingar innbyggður í eðli margra (mistök að reka Dalglish, Benitez takk). Í ljósi árangurs síðustu 3 ára, get ég ekki skilið hvers vegna menn hafa áhyggjur af því að þessar breytingar komi til með að veikja stöðu LFC sem má muna sinn fífil fegurri, svo vægt sé til orða tekið.

    Þó breytinga sé þörf, myndi ég segja að það væri nauðsynlegt fyrir liðið að halda Steve Clark í amk eitt ár, þó ekki væri nema til þess að koma nýjum stjóra betur inn í starfið. Hef reyndar mikla trú á Clark og vona að hann verði sem lengst.

  3. Ef við getum ekki keppt við liðin á fjárhagslegum grundvelli – þá þurfum við að vera klókari en þau. Skulum vona að svona einu sinni gangi stórar ákvarðanir LFC upp, Við erum komnir með okkar skammt af slæmum ákvöðrunum síðustu 10-15 ár eða svo.

    Þetta er stórt og mikið skref – skulum bara vona að það sé í rétta átt.

    Það er slúður í gangu, á ýmsum stöðum, að D.O.F sé í raun ráðinn og sé með í ráðningarferlinu. Það gefur auga leið að þeir þurfa að finna tvo menn sem smella vel saman, annars gengur þetta aldrei upp.

    Það síðasta sem ég nenni er að fara í gegnum aðra 18 mánuði + eins og þeir síðustu hafa verið. Getum við ekki fengið lygnan sjó og smá rólegheit í kringum okkar ástkæra félag. Getum við ekki fengið frábæra ráðningar í þetta skiptið ásamt kaupum sem ganga upp, þó ekki væri nema 50% – það væri jú bæting frá kaupunum í fyrra.

    Hvað stjóra varðar – þá held ég að Maggi hitti naglann á höfuðið. Það koma auðvitað ekki hver sem er til greina í svona strúktúr. Það er alveg greinilegt að þeir hafa ætlað sér út í þetta frá byrjun, góð frammistaða liðsins á síðari helmingi tímabilsins 2010/2011 eingöngu frestaði því óumflýjanlega, þar til nú.

    Á pappír finnst mér þetta líta ágætlega út, hvernig þetta kemur svo út í framkvæmd er annað mál. En ég held að það sé ennþá stærsta málið í þessu, eins og var komið inná í síðasta podkasti, hvað ætla eigendurnir sér með liðið. Hve mikið verður nýjum stjóra(um) veitt til leikmannakaupa og hvenær á að taka ákvörðum um þennan blessaða völl ?

    Geta hlutirnir ekki bara gengið upp svona einu sinni ? Við getum ekki farið í úrslitaleik nema að lenda undir, þurfa að koma til baka og gera hlutina erfiða. Við vorum mínútum frá greiðslustöðvun eftir slúður í 12-18 mánuði um möguleg leikmannaskipti. Við getum ekki byggt völl nema að gera þrjár teikningar, farið svo til baka til að skoða stækkun Anfield, hver veit svo hvar þetta er í ferlinu í dag.

    Góði Folwer, eftir allar ákvarðanir stjórnenda LFC síðustu 20 ár, eftir öll mislukkuðu kaupin í fyrra, eftir Woy, eftir G&H, eftir öll stangarskotin …. meigum við fá nokkrar ákvarðanir sem falla með okkur. Við eigum það inni 🙂

  4. Hef miklar áhyggjur af FSG og treysti þeim engan veginn.

    Bandarískar íþróttir og ferlið í kringum þær mun aldrei ganga upp í knattspyrnu.

    Þjálfarar þurfa að fá að velja sína menn ekki einhver gaur uppá skrifstofu.

  5. Ég held að það sé verið að flækja málin alltof mikið hjá ykkur, yfirmaður knattspyrnumála þetta og sérfræðingur hitt og svo sér knattspyrnustjórinn um að stilla upp keilum….:S

    Fótbolti er einfaldlega ekki eins taktískur og NFL og NBA, þótt hann hafi verið að snúast í þá átt að einhverju leyti en samt sem áður þá er oft það sem ræður úrslitum er einhver X-factor en ekki endilega taktík.

    En þetta er svo sem kannski allt í lagi að prufa þetta, en það skiptir þá engu hver er knattspyrnustjóri. Hann þarf bara að vera með stærra ego en leikmennirnir….

  6. Fín grein og rétt ályktað um fyrirtætlanir FSG að mínum dómi.

    Varðandi niðurlag greinarinnar um áhyggjur af LFC sökum þess að verið er að innleiða nýjan stjórnunarstrúktúr við ég segja eftirfarandi:

    Ég hefði meiri áhyggjur af því ef FSG væri ekki að innleiða nýtt skipulag. Þá er ekki alveg viss um að það sem fullyrt er um alræðisvald Guardiola standist skoðun. Ég veit ekki betur en það sé nokkurn veginn sama skipulag og Maggi lýsir sem framtíðarskipulag LFC sem er notað hjá Barca? Klopp hefur vissulega mikið að segja hjá Dortmund en bæði Rauball og sérstaklega Wetzke vinna náið með Klopp í strúktúr sem minnir á Barca kerfið. Þegar Dortmund reis úr öskustónni var m.a. leitað fyrirmynda í Katalóníu allt frá unglingaþjálfun til markaðssetningar. Í Bayern er þessi strúktúr einnig notaður, þó aðeins breyttur, og ég endurtek; ég hefði fyrst áhyggjur ef FSG kæmi ekki með neitt annað en peninga. Best er þegar þekking fylgir peningunum sem mér sýnist vera að gerast hjá LFC og FSG.

    Mitt mat er að Martinez sé að mörgu leyti klæðskerasniðin að þarfagreiningunni þótt vissulega væri ég til í að sjá stærra nafn með sömu hæfileika. Allt tal um að Martinez sé ekki LFC samboðinn finnst mér virðingarleysi í garð þjálfara sem hefur í mörg ár unnið kraftaverk á hverju ári, innleitt frábæran knattspynustíl og vaxið með hverju verkefni.

    Ég skil vel umræðuna um Guardiola og hann væri næst efstur á mínum óskalista í fullkomnum heimi. Gleymum því samt ekki að hann er útbrunninn í bili og í sjálfskipuðu fríi til að hlaða batteríin.

  7. Ég bara verða að setja smá quote úr DV um brotthvarf KK:

    “Heilt yfir vakti það furðu flestra stuðningsmanna Liverpool að goðsögnin Dalglish væri látinn taka pokann sinn eftir hálfs árs starf. Gengi Liverpool þegar Dalglish tók við um áramótin var hræðilegt og þó gengi liðsins næði aldrei miklu flugi kom Dalglish félaginu í þægilega stöðu og endaði það í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni. Margir telja þó að hefði Dalglish fengið meiri tíma hefði hann náð fínum árangri.”

    Þetta er svo hræðilega lélegt að það er nánast fyndið.

  8. Ein pæling…Hvað með Michael Laudrup??…Hann er á lausu ekki satt?? Hverning myndi fólki lítast á hann?

  9. Silly season er alveg frábært og spurning hvort maður tekur bara ekki þá afstöðu að fylgjast vel með því,hlægja sem mest og hafa gaman af í stað þess að pirra sig á einhverju sem maður hefur hvort eð er ekki stjórn á.

    Var að sjá þetta á Fésinu:

    LFC Bootroom
    Breaking News,Pepe guardiola spotted looking at houses on Brookside close (nicky)

    Væri gaman,klárlega en ætli þetta sé?

  10. Eftir að hafa lesið þetta viðtal skilur maður brottrekstur Dalglish töluvert betur. Er þessi skipulagsbreyting ekki jákvætt og nauðsynlegt skref inn í framtíðina…?

  11. Hvað segiði kop.is menn faum við þyrstir púllarar ekki podcast i dag? Held allir seu sammala mer að það se eitthvað sem verdir helst að gerast….

  12. FSG menn eru að sjálfsögðu að leggja sitt höfuð að veði með þessu múvi, ef þetta gengur þá verður þeim hrósað í hæstu hæðir. Ef ekki þá þurfa þeir að fara ..

  13. Er ekki mannlegt eðli að vera smeykur við breytingar? Einhvern veginn treysti ég þessum könum 100% fyrir rekstrinum og ákvarðanatökum í sambandi við liðið. Þetta eru engir nýgræðingar í rekstri fyrirtækja, og virðast hafa ákveðna stefnu markaða sem þeir munu fylgja, sama hvað. Verst hvað bretar eru miklar dramadrottningar og geta spunnið ótrúlegustu mál uppúr öllu valdi og gert úlfaldahjarðir úr einni mýflugu. Vona bara að þetta framkvæmdastjóramál fari að skýrast.

  14. Tek heilshugar undir með Helga F.#4 hér, og set það hér sem hann segir. Ég hef verulegar áhyggjur af FSG sé að reyna að koma inn einhverju ameríku rugli hjá íhaldsamasta liði í ensku deildarkeppninni. Liði sem heldur í gamlar hefðir og ekki af því bara. Þó svo að þessi “hamborgaraheimsspeki” hafi virkað til þess að búa til hollywood kvikmynd sem margir spjallverjar hér á kop.is halda varla vatni yfir, þá var það bara nóg til þess að boston táfýlusokkarnir unnu hvað ?? einn titil ? Jibbí jei , frábært. Liverpool vann einn titil með KK við stjórnvölin.

    Djöfull vona ég, eftir komment hjá Henry og fleirum að þeir virði sögu LIVERPOOL og hefðir og vinni út frá því.

    YNWA

  15. Hef verið að velta því fyrir mér, eins og sennilega allir sem lesa þessa annars frábæru síðu, hvaða stjóri sé best til þess fallinn að taka við Liverpool.

    Miða við að skipulagið sem Maggi útskýrir hér að ofan er eitt sem ég held að skipti mestu máli og það er að við fáum stórt nafn, með mikið og gott tengslanet, í annað hvort yfirmann knattspyrnumála eða þá sem knattspyrnustjóra.

    Ef að mjög stórt nafn á borð við Van Gaal, cruyff eða pésann sem var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barca verða ráðnir sem yfirmaður knattspyrnumála hef ég minni áhyggjur af því að þjálfarinn sé reynslulítill eða hafi ekki unnið stóra titla, til dæmis Martinez. Stjórinn yrði þó að vera efnilegur og spennandi.

    Aftur á móti ef að Segura tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála eins og einhverjir hafa nefnt þá myndi ég vilja sjá einhvern af stóru strákunum taka við þjálfun liðsins. Menn á borð við Guardiola, Klopp, Capello eða Deschamps. Ef það yrði að veruleika held ég að vægi knattspyrnustjórans yrði meira heldur en Maggi talar um í greininni.

    Báðar hugmyndirnar hljóma ágætlega í mínum eyrum og í rauninni sú seinni alls ekkert verr, þar sem ég held að það yrði auðveldara að sannfæra góða leikmenn um að koma til klúbbsins ef knattspyrnustjórinn er stórt nafn. Draumurinn yrði þó að við fengjum alvöru nafn í báðar stöðurnar sem gætu unnið saman að því að koma liverpool aftur þar sem það á heima.

    Að lokum vil ég segja að ég er gríðarlega ánægður með þessar breytingar og hef lengi kallað eftir því að það þurfi að breyta miklu hjá klúbbnum enda hljóta að vera einhverjar stórar ástæður fyrir því að við virðumst fjarlægjast þann stóra meira og meira með hverju árinu sem líður, með nokkrum undantekningum.

    P.s. styðjum nýja stjórann heils hugar sama hver hann verður, þrátt fyrir að í draumaheimi hefði maður viljað sjá Daglish taka þann stóra sem þjálfari liðsins en það var bara ekki að fara að gerast.

  16. Ef að þetta er skipulagið sem kanarnir stefna með liðið þá þarf næsti þjálfari að vera gríðargóður taktíker og með gott þjálfarateymi með sér á æfingavellinum. Hann getur í raun eytt öllum sínum tíma í að stúdera leikaðferðir sem leika á við komandi andstæðinga.

    Ég hef gríðarlegan áhuga á taktík og reyni að spotta út þá þjálfara sem eru hvað sterkastir í þessum þætti og af þeim sem ég hef fylgst með finnst mér Benitez bera af ásamt örfáum í viðbót. Ég er þó ekki einn af þeim sem segir að hann hafi átt gríðarlega misheppnuð kaup í gegnum tíðina þar sem nettóeyðslan hans var ekki mikil og marga leikmenn keypti hann í þeim tilgangi að selja þá aftur á hærri verði eins og hann útskýrði á heimasíðusinni fyrir ekki svo löngu. En er ekki hægt að troða því í hausinn á honum og fá hann til að samþykkja að hann stjórni leikmannakaupum bara uppað vissu marki og fá hann til að vera þjálfara undir DoF, ég held við mundum ekki fá betri mann í það hlutverk að leikgreina andstæðinginn og mæta með leikaðferð sem skilar okkur flottum árangri.

    Hver man ekki eftir United úti (1-4), Real Madrid (5-0 samtals), ásamt öllum leikjunum í CL 2007 með handónýtt lið, skiptingin og áherslubreyting í stöðunni 0-3 fyrir Milan, það var taktísk hugsun og það er enn mikilvægara að næst komandi þjálfari verði sterkur á því sviði þar sem það mun vega meira hlutverk hjá þeim þjálfara heldur en áður.

  17. Word Thief ?@Richard_Buxton_
    EXCLUSIVE: Rafael Benitez on shortlist to become next Liverpool manager

  18. Owen er á free transfer – ráða hann sem spilandi þjálfara og málið dautt :Þ 😉

  19. Mourinho var hjá Leiria í Portúgal áður en hann fór í Porto. Wenger felldi lið í Frakklandi(AS Nancy). Klopp var hjá Mainz og felldi þá og kom þeim ekki aftur upp og hætti þá. Benitez var hjá liðum í 2.deild á spáni. Guardiola hjá varaliði Barcelona.

    Menn verða að skilja að knattspyrnustjórar verða að byrja ferilinn einhversstaðar og þó þeir séu í minni liðum þá eru þeir ekki endilega lélegir. Það á ekki að afskrifa Martinez þó hann sé hjá Wigan, hann er ungur og efnilegur stjóri sem er hungraður í árangur. Hann kom Swansea ævintýrinu á stað og lætur Wigan spila fallegan fótbolta. Hann er taktísk séð mjög góður.

    Er ekkert endilega að segja að Martinez eigi að taka við heldur að það megi ekki afskrifa alla stjóra þó þeir séu í minni liðum heldur skoða stjórana sjálfa betur. Í Hodgson tilfellinu þá var hann gamall útbruninn stjóri sem spilar bara kick and run bolta og eru Martinez og Hodgson gjörólíkir. Svo ekki afskrifa Martinez þó Hodgson var lélegur.

    High profile stjórar eru held ég ekkert spenntir fyrir því að vinna með DoF og verður líka að skoða hvaða stjórar passa með þeim sem verður ráðinn þangað.

  20. Þegar FSG keyptu Liverpool var fljótlega farið að tala um að það ætti að dreifa ábyrgðinni við stjórnun liðsins. Þetta held ég að hafi verið stefna þeirra alla tíð og fyrst núna telja þeir sig vera tilbúna að innleiða sitt skipulag hjá Liverpool. Þeir hafa svo sannarlega ekkert farið með neinu óðagoti í þetta og þó við tölum um að Liverpool hafi haft 4 stjóra á 2 árum er það ekki alveg allt FSG að kenna og ekki endilega svo slæmt m.v. hvað þeir fengu þegar þeir tóku við félaginu.

    Rafa Benitez var rekinn áður en FSG keypti félagið og sumarið áður var búið að veikja liðið töluvert á leikmannamarkaðnum. Roy Hodgson kom í staðin og liðið veiktist enn frekar. FSG kemur inn þegar Hodgson var búinn að stýra liðinu í 3 mánuði (m.v. tímabilið) og þá voru (nánast allir) aðdáendur Liverpool fyrir löngu farnir að öskra á að brottrekstur hans. FSG tók þrjá mánuði í að meta stöðuna og mér fannst það svo langur tími að ég var farinn að hafa áhyggjur af þeim, svo vonlaus var Hodgson. Þannig að þarna eru tveir stjórar farnir sem FSG hafði lítið með að gera, ef einhver er ósammála þessu mæli ég með því að sá hinn sami lesi allar Liverpool síður mánuðina sem Hodgson var stjóri Liverpool.

    Kenny Dalglish var ákaflega augljós kostur í stöðunni til að brúa bilið eftir að Hodgson var rekinn enda FSG ekki tilbúið með sína stefnu. Strax þá höfðu menn áhyggjur af því að ekki væri hægt að reka Dalglish ef þetta gengi ekki upp og því væri þetta áhætta. Þetta tel ég að hafi verið svolítið málið sl. sumar. Dalglish stóð sig það vel innan sem utan vallar að ekki var hægt að reka hann og með Comolli í nýju og stærra hlutverki bjuggust þeir líklega við að þeir væri nær sínu skipulagi en þeir voru.

    Ég efast stórlega um að Dalglish hafi verið efstur á óskalista FSG þegar þeir keyptu félagið þó vissulega hafi hann tikkað í mörg box og ég er á því að hann skili Liverpool í mun betri stöðu innan sem utan vallar heldur en hann tók við því.

    FSG sýnir að þeir hafa alveg pung til þess að losa sig við þá sem þeir telja sig þurfa að losa sig við, Comolli var látinn víkja strax og ég held að FSG hafi gert vel í að láta Dalglish klára tímabilið og segja honum upp eins fínlega og þeir geta.

    Það þarf ekkert að koma svo ýkja mikið á óvart að sextugur maður sem hefur ekki starfað svo mikið við fótbolta sl. áratug og var að skila liðinu þínu einum versta árangri í deild (aðalatriðið) sé látinn víkja fyrir “þinum” manni. Ég veit að þetta er King Kenny Dalglish sem við erum að tala um og ég vildi ólmur sjá hann virka hjá okkur en meira að segja 45% lesenda þessarar síðu vildu fá annan mann í brúnna. M.ö.o. þetta getur ekki komið það mikið á óvart. FSG var ekkert að spá í fótbolta fyrir 20-30 árum og hafa því ekki sömu tilfinningatengsl við Dalglish og margir aðdáendur Liverpool hafa og það þarf ekki að vera svo slæmt upp á framtíðina að gera.

    FSG virðist vera að horfa mikið til þerra liða sem eru að standa sig best í boltanum og það lýst mér ágætlega á það þó maður vilji auðvitað sjá þeirra skipulag virka áður en maður fer að hrósa því. Ég held að þeir séu ekkert með byltingakendar hugmyndir í stjórnun knattspyrnuliða þó þær kunni að vera það á Bretlandi. Þegar kemur að fótbolta eru Englendingar eru svolítið eins og Bandaríkjamenn sem halda að heimurinn sé bara Bandaríkin. Hrokinn gagnvart því sem er í gangi á meginlandi Evrópu er oft hlæjilegur og þeir horfa voðalega lítið til þess afhverju þeirra leikmenn fara ekki mikið erlendis að spila eða afhverju landsliðið þeirra virkar ekki betur en það gerir. Helll, bolum þessum Capello út og fáum Englending aftur….Roy Hodgson. Sama Roy og BRESKA pressa þröngvaði á Liverpool.

    Paul Tomkins talar mikið um að hann haldi að Seguera fái stöðuhækkun í nýju skipulagi hjá Liverpool og það er altalað að ráðið verði fleiri menn til að sinna hlutverki Comolli. Þessu þurfa þeir að ná rétt og það er mjög skiljanlegt að þeir vilji ganga frá þessu öllu í einu og nýr þjálfari viti af hverju hann gengur þegar hann byrjar. Haldið þið t.d. að það væri létt fyrir nýjan DoF að vinna með Dalglish? Sumir vilja meina að það sé partur af ástæðunni fyrir því að Comolli fór. Dalglish er eins mikið old school og þeir verða og ég efast stórlega um að hann láti DoF stjórna sér svo glatt né sé ólmur í að útskýra allar sínar ákvarðanir í þaula líkt og John W Henry er sagðu krefjast af starfsfólki sínu. Ég er ekki að dæma um hvort kerfið sé betra en ég veit að það gengur ekki að hafa stjóra sem gengur ekki í takti við eigendur. Núverandi eigendur Liverpool virðast vilja ráða fagmenn innan fótboltans tl að starfa með stjóranum, ekki svona Purslow, Parry týpu sem Benitez þurfti að vinna með (og ennþá verri eigendur).

    Paul Tomkins er líklega sá penni sem hefur fengið hvað mesta innsýn inn í þankagang FSG og hann útskýrir þetta mjög vel í síðasta pistli sínum, þetta held ég að geti mjög vel passað:

    In October 2010 I showed Henry a chalkboard of Pepe Reina’s stream of
    long kicks against Bolton, and one from a year earlier, when he passed
    out from the back. The owner asked if he could keep the printout, and
    I thought no more of it. The next day I found out – to my horror –
    that he’d shown the diagram to Hodgson, and asked him to explain it.
    The current England manager could not explain it.

    Putting two and two together and possibly getting five, Kenny –
    judging by his interview technique! – seems like a man who doesn’t
    like to be questioned, especially by those with less knowledge on the
    subject.

    Ef við fáum inn alvöru menn í að laða til okkar alvöru leikmenn hef ég ekki mjög miklar áhyggjur ef ungur og hungraður stjóri eins og Martinez væri fenginn inn, ég myndi a.m.k. gefa honum séns. Hann er af spænska skólanum, vill spila fótbolta og gæti smellpassað inn í okkar lið og hugmyndafræði FSG. Þó að hann sé ekki þekkt nafn eða hafi ekkert unnið þarf það ekki að þýða að hann sé verri fyrir Liverpool akkurat núna heldur en t.d. Kenny Dalglish. Ég er á því að Liverpool myndi bæta sig á næsta tímabili undir Dalglish en ekkert í vetur hefur sannfært mig um að það yrði svo rosalegar breytingar.

    Glasið hjá mér er kannski meira hálffullt en tómt en m.v. sl. ár sé ég ekki að róttækar breytingar hjá Liverpool þurfi að vera svo slæmt mál. Eitthvað þarf að gera og það er svo sannarlega verið að gera “eitthvað”

    (afsakið langlokuna, ég var með pistil í maganum um svipaða hluti og Maggi)

  21. Eitt varðandi Martinez (og reyndar Guardiola, sé hann á annað borð raunhæfur kostur) er að hann talar fljúgandi spænsku, fyrir utan að tala ensku sem innfæddur.

    Ef DoFinn verður Segura eða Txiki, þá myndi ég segja að spænskukunnátta hefði mikið að segja, fyrir utan það að bestu knattspyrnumenn heims í dag koma flestir frá Spáni eða Suður Ameríku, og þá skiptir máli að stjórinn geti átt milliliðalaus samskipti við leikmenn sína. Maður hefur lesið að tungumálaerfiðleikar hafi gert Suarez og Coates frekar erfitt fyrir.

  22. Flottir pistlar hjá Magga og Babú. Maður er orðinn móðursjúkur eftir að Kenny var rekinn, svipuð tilfinning og þegar Rafa var látinn fara. Maður vissi nákvæmlega ekki neitt. Þetta sumar er klárlega það mikilvægasta í sögu Liverpool, það verður allt að vera rétt.

  23. Takk fyrir þennan pistil Maggi. Útskýrir margt fyrir mér.
    YNWA

  24. Finnst mjög skrýtið ef Dalglish var rekinn til að ráða Martinez (með fullri virðingu fyrir honum),held að við stuðningsmenn Liverpool munum ekki sýna Martinez nándar nærri sömu þolinmæði og Dalglish myndi fá ef ekki gengur allt upp,hugsa að hann væri kominn með okkur á bakið ef illa gengi í fyrstu 3-5 leikjunum!!!

  25. Mikil áhætta að fá reynslulítinn stjóra á borð við Martinez, sem þarf svo kannski að reka eftir ár í starfi. Minni áhætta hefði verið að leyfa Dalglish að vera eitt ár í viðbót í starfi. #pirraðuráFSG

  26. Babu er með þetta fyrir ofan, þess tilvitnun í Tomkins er snilld. Menn verða að sætta sig við það að það er bandaríkjmaðu sem á liðið. Og ólíkt man udt þá er það sport buissness maður en ekki bara fjárfestir með glassúrkennt nafn.

    Ég held svei mér þá að ég sé alltaf að aðhyllast þessa nýju stefnu betur og betur. Stjórinn á að fylgjast með því hvort sé að skila betri árangri löng útspörk eða stutt spil. Í raun á stjórinn að vera með öll þessi atriði á hreinu. Það var lengi talað um Drillo boltann, sparkað fram og vinna boltann aftur og reyna að skora. Flest mörk voru jú skorðuð þannig, alla vega hjá norska landsliðinu. Ekki viss um að ég hafi verið sammála því en hann var alla vega að hugsa þetta.

    Ef stjórinn nennir ekki að fylgjast með þessu þá alla vega að láta einhvern gera það fyrir sig. Kæmi mér ekki á óvart ef ákvörðunin um að reka Roy hefði verið tekin eftir þetta atvik. Þú gætir alveg eins pissað á skóna hjá kananum eins og að sýna svona fáfræði.

    Þetta er væntanlega kjarninn í málinu. Þegar Henry spyr af hverju töpuðum við leiknum vill hann fá skýrslu með tölfræði, possession per sq. feet last 5 minutes. Passing to shot ratio og allt það. hann vill fá NBA tölfræði til þess að vinna með og laga.

    Heed, ach, they blooody well scored more goools tha bleedin scunnners did´n ey? er ekki að virka.

    Sumum finnst þetta kanski vera glatað og ekki hafa neitt með fótbolta að gera. En ég er samt á þeirri skoðun að þetta er framtíðin. Bandaríska landsliðið er sennilega nær því að verða heimsmeistari en það enska.

  27. Að vissu leyti hljómar það vel ef nýr stjóri þarf að útskýra og standa fyrir máli sínu varðandi geðþóttaákvarðanir. Margir stjórar hafa lengi komist upp með undarlega sérvisku, íhaldssemi, ákvarðanafælni og þrjósku.

    Kenny var á köflum að gera mann brjálaðan vegna tregðunnar að skipta inn á leikmönnum þegar liðið er undir.

  28. Það gleður mitt litla hjarta mikið að sjá að podcast sé í vinslu.. Dettur það inn i kvöld??

  29. Er Viðar alveg í fósturstellingunni útaf Podcasti? =)

    Annars hef ég alltaf verið á þeirri skoðun að stjórinn ætti að fá að ráða hverja hann kaupir, því það er jú hann sem veit best hvaða leikmenn vantar í hans eigin taktík.

  30. KAR, Endilega sendið sérstaka afmæliskveðju til Henry Burgersins . Megi margur skyndibitinn renna niður maga hans í tilefni dagsins.

  31. Martinez er snillingur að bjarga liði frá falli, en er ekki botninum náð í ár? Á að sökkva dýpra? Hvar eru framtíðarplönin? Fá þjálfara sem getur haldið liði á floti og forðast fall. Það er af sem áður var. Vörnin er hriplek hjá FGS, hugsunin tóm. Einu sinni var ég í Ameríku, það var gaman.

  32. Finnst mörg comment hérna svo heimskuleg… allir að segja að hann Martinez sé ekki góður stjóri því hann náði að forða þeim frá falli!
    Hefur einhverjum af þessum snillingum sem segja þetta dottið í hug að skoða hópinn sem hann var með? Ef ekki þá mæli ég með því.

  33. Djöfuls snillingar sem eru með þessu síðu…það er óskað eftir Podcasti og auðvitað verða þeir við því. Við erum algjörlega ofdekraðir hérna!

  34. Ég elska Kop Podcast. Ekkert betra í bílnum á leiðinni í vinnuna.

  35. Takk fyrir fínar útskýringar. Þetta er kannski það sem þarf, nýr strúktúr og fólk sem passar inn í hann. Hugsanlega skýring á þeim brottrekstrum sem hafa átt sér stað síðustu vikurnar.

    Einu hef ég þó áhyggjur af. Leikmenn eru vanir að hafa yfir sér stjóra sem ræður öllu. Þeir eru vanir að hafa verið keyptir til liðsins af stjóranum, hann hafi viljað þá því þeir pössuðu inn í hans strategíu, taktík og skipulag. Ef fleiri hausar verða í því að kaupa leikmenn, stjórna liðinu og slíkt þá gæti það í sjálfu sér grafið undan þjálfaranum. Það er alþekkt að þegar tveir hausar eru með lið að þá veldur það leikmönnum óöryggi því þeir vita ekki hvor hausinn ræður. Það var t.d. raunin þegar Houllier og Evans voru með liðið. Þetta skipulag þarf því að kynna mjög vel fyrir leikmönnum, sérstaklega lykilmönnum og þeir þurfa að fá að átta sig á og úttala sig um kerfið og það þarf að taka mark á skoðunum þeirra. Það er t.d. alveg ljós að ef Martínez verður ráðinn þá þarf að tala vel yfir hausamótunum á eldri leikmönnum liðsins og gera þeim rækilega grein fyrir stöðu mála og starfssviði þjálfarans.

  36. Við styðjum þann nýja hvers sem það verður. Það verður að gefa mönnum tækifæri áður en við förum að gagnrýna. Strax eitthvað jákvætt er að eigendurnir ætla að reka klúbbinn eins og fyrirtæki þar sem árangur er það sem skiptir máli.

  37. Ég verð bara að lýsa áhyggjum mínum með stjórn klúbbsins þá á ég við þann tíma sem þeir ætla sér með að ráða stjóran og eins þetta ameríska kerfi.Þetta getur nefnilega snúist í höndunum á þeim þessi brottvikning á KD. Í fyrsta lagi gætu leikmenn orðið óþolinmóðir og heimtað að verða seldir í öðru lagi held ég að flestir bestu þjálfararnir munu ekki sætta sig við að hafa ekki það frelsi sem þeir eru vanir og því munu flestir hafna starfinu og þess vegna verðum við að sætta okkur við annars flokks mann.Þetta gerir ekkert annað en að valda óróleika hjá klúbbnum.Ég er ekki að fíla þetta.

  38. Getur einhver hér frætt mig um Michael Laudrup? SkySports eru nefnilega að linka hann við okkur. Hann var frábær leikmaður, en hvernig týpu af stjóra er hann?

  39. Skil ekki hvernig menn fá út að Martinez sé snillingur að bjarga liðum frá falli…. Jú vissulega hefur honum tekist það. En hann kom líka Swansea upp um deild áður en hann fór til Wigan.

    Spenntur fyrir Martinez, en þó spenntastur fyrir Liverpool. Fáránlega spennandi tímar framundan!

  40. @#46: Ég bý í DK og get þess vegna frætt þig aðeins um þjálfarastíl og skeið Laudrups. Hann vill spila mjög flottan og teknískan sóknarbolta. Gerði það mjög gott með Bröndby í Danmörku (gerði þá að meisturum 2005 – þeir hafa ekki einu sinni komist í evrópukeppni síðan) og svo gerði hann ágætis hluti með Getafe á spáni. Valdi svo sjálfur að hætta með Getafe eftir eitt mjög fínt season.

    Næsta verkefni hans var Spartak Moskva. Þar var hann ekki að gera góða hluti og var rekinn og náði held ég ekki að klára seasonið einu sinni. Síðast var hann svo með Mallorca og allt fór í steik og hann sagði upp/var rekinn.

    Ég er hræddur um að hann sé ekki rétti maðurinn í þetta starf !

    btw takk fyrir podcast 🙂

Liverpool fá leyfi til að tala við Martinez (uppfært: Og Guardiola er efstur á óskalistanum)

Kop.is Podcast #21