Liverpool fá leyfi til að tala við Martinez (uppfært: Og Guardiola er efstur á óskalistanum)

Flestir bresku fjölmiðlarnir staðfesta að Wigan hafa gefið Roberto Martinez leyfi til að tala við Liverpool um stöðu framkvæmdastjóra.

BBC halda því fram að Martinez sé einungis einn af nokkrum sem að Liverpool menn vilja ræða við um framkvæmdastjórastarfið, þannig að það er alls kostar óvíst að hann verði valinn. Ef að menn eru að ræða við fleiri en einn, þá hlýtur að vera ansi líklegt að André Villa Boas verði líka fenginn í viðta þar sem hann er samningslaus. Þeir uppfylla báðir það skilyrði að vera ungir, en AVB er 34 ára og Martinez 38 ára gamall. Við sjáum hvað gerist.

**Uppfært 22.33 (EÖE)**: Bæði Guardian og Daily Mail halda því fram að Pep Guardiola sé efstur á óskalista Liverpool ásamt Fabio Capello. Einnig eru Brendan Rodgers og Martinez á þessum lista.

Það er allavegana ljóst að næstu dagar verða fróðlegir.

95 Comments

 1. Þetta verður eiginlega bara að vera eitthvað rugl, það er merkilegt hvað okkar ástkæra lið er nú að sökkva langt niður, og það sem verra kann að vera er að þetta er ekki að hætta….
  Martinez má prumpa gulli mín vegna, en þetta er komið gott…..

 2. Úff, einmitt það sem ég óttaðist 🙁

  Hef ekki góða tilfinningu fyrir könum 🙁

 3. Liverpool approach Martinez, Villas-Boas and… Rafa Benitez | This Is Anfield
  http://www.thisisanfield.com
  Intermediaries acting on behalf of Liverpool for Fenway Sports Group have made approaches to Roberto Martinez, Andre Villas-Boas and former Reds boss Rafa Benitez, This Is Anfield understands. All three could potentially be interviewed next week.

 4. Ef maður dæmir á þeim fáeinu innskotum sem komin eru að þá verða menn ekki sáttir við þann stjóra sem kemur inn sama hver það verður. Týpíst fyrir nútíma knattspyrnuaðdáandann sem virðist hafa þetta “Football Manager” syndrome sem blandar saman fótboltaleik og veruleikafirrtum draumórum í einn graut sem endar í frekar dapurlegri útkomu.

  Ekki veit ég hvað menn kalla metnað við að ráða sér nýjan stjóra. Eru menn alltaf að tala um þessa sömu stóru kalla sem þarna úti eru? Er ekki tími kominn til að breyta til og skoða efniviðinn líka? Það eru að koma upp ansi athyglisverðir stjórar í dag sem FSG verða að spjalla við og byrjunin er að ræða við Roberto Martinez og fylgja því eftir með að ræða við AVB og Brendan Rodgers (Swansea). Þessir þrír stjórar hafa góðar hugmyndir og þurfa að fá að sanna sig á stærra sviði en þeir hafa gert (Martinez og Rodgers) á meðan AVB getur vart beðið með að fá spennandi tækifæri til að laga mannorð sitt sem Chelsea eyðilagði.

  FSG ætla sér að byggja upp með því skilyrði að næsti stjóri fái 5 ár í það minnsta að gera eitthvað úr liðinu sem er bara frábært og löngu orðið tímabært! Eftir undanfarin 14-18 ár með hverju framkvæmdastjóraslysinu á fætur öðru er kominn tími til að spyrna við og taka 5-10 ára uppbyggingarplan um leið og framkvæmdir á nýjum velli/uppbygging á Anfield hefst. Eg tel að FSG hafi það sem tekur til að fá það út úr þeirri stærð sem LFC er á heimsvísu og gera hann að sjálfbæru stórveldi framtíðarinnar. Ég allavega er spenntur að sjá hvað verður framundan. FSG virðast vera alvara þar sem menn reka ekki King Kenny bara af því þeir hafa gaman að því og vilja fá alla upp á móti sér. King Kenny gerði sitt sem hann var ráðinn til að gera og núna þarf annar að taka við. Mjög góð tímasetning.

  PS: Nei, ekki Benitez!

 5. Siffi: Tony Evans hjá Times segir að LFC ætli ekki að ræða við Rafa Benitez eða Andre Villa Boas

  En yfir í Martinez. Þvílíkt andskotans metnaðarleysi hjá FSG.

  Klúbbur eins og Liverpool á ekki að fá gaura sem hafa afrekað það að bjarga liði frá falli í nokkur ár.

  Ég finn Roy Hodgson fnykinn af þessari ráðningu.

 6. Nr #2 og #7 – er metnaðarleysi að taka einn mann í viðtal ? Einn af nokkrum, sem er nota bene einn af þeim efnilegri í dag. Ég er ekki að segja að hann eigi að vera fyrsti, annar eða þriðji kostur – en guð minn góður það hlýtur að vera í lagi að ræða við manninn og að hann sé einn af þeim sem koma til greina ?

 7. No.8

  Já það er algjört metnaðarleysi.

  Roberto Martinez er ekki sá maður sem á að vera fyrsti kostur fyrir LFC.

  Það er allt eins við þetta og þegar Roy Hodgson var ráðinn á sínum tíma.

  Þjálfarinn rekinn af mönnum sem eru ekki fótboltamenn.

  Þessir sömu menn ætla síðan að ráða þjálfara og velja þann sem hefur verið mikið í umræðunni.

  Roy Hodgson var maðurinn 2010 en nú er það Martinez.

  Báðir voru með lið í neðri hluta deildarinnar. Og það gekk svona rosa vel síðast.

  Það er ekki sama að þjálfa Fulham, Swansea eða Wigan eins og að þjálfa LFC.

  Allt önnur pressa og allt aðrar væntingar, miklu betri leikmenn sem þurfa alvöru kall til að stjórna þeim. Martinez, Rodgers og Hodgson hafa ekki slíka virðingu.

  Hvort sem það er sanngjarnt eða ekki þá er það samt staðreyndin.

 8. Það er alllveg í góðu lagi að tala við þennann gaur og skoða hvað hann hefur fram að færa!
  Menn eru nú bara vankaðir hérna að tala um metnaðarleysi!
  Þettað er einn af efnilegri stjórunum í dag og ég mundi miklu frekar sjá þennan gaur fram yfir Didier Deshamps sem dæmi.

 9. Einhvernvegin held ég að Rafa muni ekki ganga upp nema þá að hann fái að ráða því sem hann vill ráða (það er nánast öllu) en hins vegar sýndi hann mikla þolinmæði með H&G þannig að kannski er smá von. En bara hef ekki trú á því.

  En hins vegar finnst mér vera stærsta spurningin hversu mikinn stuðning mun nýr stjóri fá. Á hann að eltast við unga miðlungs leikmenn sem hugsanlega kannski verða góðir seinna eða mun hann fá pening til að versla inn leikmenn sem nú þegar hafa sýnt hvað í þeim býr. Ekki taka því þannig að ég hafi ekki trú á þeim leikmönnum sem Liverpool keypti í fyrra, því ég ætla að leyfa mér að trúa því að í það minnsta sumir þeirra eigi eftir að sýna okkur og öllum hvað í þeim býr.

  En málið er bara það, að ég tel að við fáum ekki bestu bitana á þessum stjóra markaði nema viðeigandi stjóri fái pening til að bæta liðið frá því sem það er í dag. Það er marg ágætt í þessu liði en það vantar meira. Ef ekki er til peningur verður þetta bara önnu Hodgson ráðning, stjóri sem hoppar á það að stýra stóru liði “no questions asked”

 10. Mér varð ekki að ósk minni að Kenny fengi að vera áfram.

  Sama hver tekur við – þá legg ég til að allir stuðningsmenn liðsins sammælist um að gefa manninum tíma til að móta liðið og alveg á sama hátt að gefa leikmönnum tíma að venjast nýjum stjóra. Og þá meina ég ekki nokkra leiki.

  Byrjum á að taka bara fyrir jól og sjáum hvernig staðan er um næstu áramót, rökréttast væri þó að gefa ferskum vindum heilt síson til að blása. Við sem stuðningsmenn (nær og FJÆR) eigum náttúrulega fyrst og fremst að styðja okkar lið.

  Persónulega hefði ég viljað sá Hiddink næstan inn en sjáum hvað setur…

  Frábært ef Txiki er að koma en ég spyr mig hvort hann funkeri jafn vel í ensku deildinni…?

  YNWA

 11. Ætla að vera jákvæður ! Kannski að Martinez sé bara akkurat sá sem okkur vantar, hver veit?

 12. Sælir
  Mér finnst við vera að taka niður með því að ráða Roberto Martinez. Hvað hefur hann afrekað ? Vera með ágæta leikmenn og ná að halda sér uppi , í nokkur ár. Við þurfum að fá einhvern sem hefur fengið að lyfta dollum. AVB hefur allavega lyft bikar. Við verðum að hugsa hærra ef við ætlum að komast hærra.
  YNWA

 13. Voða eru menn neikvæðir, eigendurnir mega ekki tala við neinn, þeir sem eru svona neikvæðir á Martinez og aðra sem nefndir hafa verið, hvern vilja menn frekar sjá? Móri væri náttúrulega spennandi kostur og Gardiola en það er bara spurning hvort þeir séu eitthvað í boði.

 14. Þetta er sama metnaðarleysið og þegar Roy landsliðsþjálfari var valinn. Þetta er bara nýliði í þjálfun með enga reynslu!!!!!!!!!!!!!!!!!

 15. Sælir félagar

  Allt í lagi, ég skal anda með nefinu. Mér brá samt all svkalega þegar ég heyrði að Martinez væri fyrsti kostur. því sá sem er talað við fyrst er að mínu viti fyrsti kostur. Auðvitað hefur Matinez gert góða hluti sem stjóri en hann hefur samt ekki gert neitt stórkostlegt. Hann er tvímælalaust efnilegur en það er bil á milli efnilegur og góður hvað þá frábær. En ókei verum rólegir og sjáum til. það eru ekki öll kurl komin til grafar enn og sjáum hvað gerist í framhaldinu ef semst með Martinez og könunum, hvað gerist í leikmannamálum o.s.frv.

  Það er nú þannig

  YNWA

 16. Rosalegur vælukór er hérna, ég er alveg 100% viss um að þessir vælarar hérna eru þeir sem vilja fá Benitez eða Mouronho og engann annan, getur það verið rétt ?

  Benitez er ekki að koma aftur , ég held að menn geti alveg bókað það strax og Móri er svo sannarlega ekki að fara að hætta hjá Real Madrid til þess að taka við Liverpool það getiði líka bókað.

  Það hefur engin haft samband við Villas Boas heldur samkvæmt umbanum hans og eins og einhver kom fram með í dag, þá eru menn ekkert kallaðir í viðtal til USA ef að þeir eru ekki líklegir til þess að fá djobbið enda myndi sá maður vera að brenna allar brýr gagnvart sínum stuðningsmönnum.

  Ég er nokkuð viss um að við fáum að sjá Roberto Martinez og Txiki saman á blaðamannafundi innan fárra daga.

 17. Eins og sagði á hinum staðum þá
  finnst mér virkilega skrítið að segja það sé metnaðaleysi að ráða Martinez sem er þjálfa Wigan meðan Barcelona tók svipað risk með Guardiola sem var bara búinn þjálfa BARCELONA B og er líka halda því starfi með því gefa aðstoðamanni hans Tito Vilanova tækifæri sem eftirmann Guardiola hví líkt metnaðaleysi er hjá Barcelona gefa honum tækifæri.

 18. Úr frétt á visir.is: “..Martinez kom Swansea upp í ensku C-deildina árið 2008 og tók svo við Wigan sumarið 2009. Hann hefur haldið Wigan uppi í ensku úrvalsdeildinni öll sín þrjú ár þrátt fyrir að það hafi gengið á ýmsu hjá liðinu á þeim tíma.”

  Ég er ekki að segja að mér lítist eitthvað illa á það sérstaklega en mér finnst hálf skrítið að hann sé fyrstur á blað eða efstur á óskalistanum.

  Ég er samt á því að það sé álíka áreiðanlegt að spá fyrir um gengi manna sem knattspyrnustjóra fyrir fam sama hvað þeir heita og að reyna að spá fyrir um veðrið tiltekinn dag eftir 10 ár. Þjónar litlum tilgangi.

 19. Hann verður rekinn fyrir janúar 2013 enn eitt floppið hjá liverpool hvað er málið með þetta lið akkuru er enginn í stjórn þarna sem tekur góðar ákvarðanir fyrir liðið og framtíðina ahhhh kominn með nóg af þessu kjaftæði !!!

 20. Ég hef hörku trú á Martinez sem stjóra EN… ekki á þessum tímapunkti Liverpool er í lægð (krísu) þar sem þarf high profile stjóra sem laðar að sér leikmenn sá stjóri þarf ekki að vera mjög lengi við stjórnvölin 2 til 4 tímabil vonandi nægur tími til að liðið fari að vera fastagestur í CL og að vinna einhverjar dollur eftir þann tíma fer merki LFC aftur að laða að frábæra leikmenn til liðsins þá væri ungur og efnilegur stjóri að taka við.
  Verði hinsvegar Martinez stjóri mun ég heilshugar styðja hann, hann er allavegna með game plan í leikjum eitthvað sem virtist vanta hjá kóngnum alla vegna var oft talað um að leikmenn vissu ekki almennilega hver skilda þeirra var inná vellinum

 21. Eitt er víst að það er mikill metnaður hjá eigendum Liverpool, þeir ætla sér að gera allt sem þeir geta til að Liverpool verði aftur það félag sem það hefur alltaf verið topp topp lið sem berst um sigur í öllum kepnum.

  Kannski er Martinez akkurat sá sem okkau vantar, hver veit , ég hef ekki kynnt mér hann neitt mikið bara fylgst með hvernig hann hefur látið Wigan spila flottan fótbolta með mjög lélegum mannskap.

  Það eru margir að seta sama sem á milli Martinez og Roy Hudgson,,,það er bull bara bull.

  Roy Hudgson, Stóri Sam,Redknapp og KK eru þjálfara af gamla skólanum, þjálfara sem við vitum mikið um, við vitum um kost þeirra og galla og við vitum að þeir hafa ekkert að gefa okkur.

  Martinez og Rodgers Brendon eru að annari kynnslóð og hugmunda fræði þeirra er önnur eins og við höfum séð í vetur, eitt er víst að það er ekki hægt að bera saman Roy og Martinez þeir eru mjög ólíkir þjálfarar.

  Ég ætla að treysta Liverpool til að fá til okkar hann þjálfara sem þeir halda að sé heppilegastur fyrir okkur, kannski er það Martinez kannski.

  Ég tek undir með #1
  LFC4LIFE-YNWA

 22. Ég held að Kanarnir séu að búa sig undir fallbaráttu, Martínez ku víst vera góður í þeirri baráttu við föllum ekki ef hann kemur.

  Nei en djóks þá þá verða þeir efnilegu einhvers staðar að verða góðir, þarna er kannski tilvonandi snillingur á ferðinni.

 23. Í guðsbænum róið ykkur shitt hvað sumir eiga erfitt líf … Kemur frétt og það er bara eins og flestir viti bara um allt sem er í gangi hjá LIVERPOOL .
  Ég treysti því að það verður tekin rétt ákv annars fá þeir alla stuðningsmenn á móti sér og það vilja þeir ekki ..
  Þegar ég les sumt hér sem skrifað hefur verið skammast ég mín fyrir að vera talinn í sama hópi ( það er að segja stuðningsmaður LIVERPOOL)
  Held að sumir ættu að skella sér á þjálfaranámskeið þar sem þeir ættu samkvæmt skrifum sínum að brillera ,

 24. Guð hjálpi okkur.

  Svo ég vitni nú í sjálfan mig frá því fyrr í dag:
  “Ég kemst bara ekki yfir það hvað mér finnst þetta yfirgengilega heimskulegt”.

  Ég tel mig einnig þurfa að útskýra betur fyrir sumum, hvað það er sem er svona heimskulegt – en það er eftirfarandi og setjið nú upp lesgleraugun:

  Ef þú ert ekki klúbbur með óendanlega fúlgu fjár, eins og ManCity, Chelsea eða Real, þá rekurðu ekki þjálfarann þinn eftir eitt tímabil í starfi – og sérstaklega ekki ef hann tekur við liðinu niðurbrotnu og hálfrotnu. Það er það sem er svo yfirgengilega heimskulegt!

  Ég er ennþá að bíða eftir því að vakna upp frá þessari martröð sem virðist engan endi ætla að taka.

 25. … sorry það lítur út fyrir það að það finnist ekki neinn sem hefur “eistu” til að takast á við LFC stórveldið… eða öllu heldur hljómar þannig akkúrat núna… Eins minnast margir á að “fútballmanager” spilarar séu mest á mótu öllu sem heitir “eftirmaður Herra Dalglish”… en getur það verið? …ég bara “spurcola” sko !!??!!

  Ættum við sem höfum verið stuðningsmenn LFC fyrir “90… “80… eða jafnvel 1975 ekki bara láta á það reina að leifa þessum (leyfi mér að segja) “pappakössum” þá á ég við “fútballmanageráhugamönnum” bara að ráða hér…

  Svarið er N E I frá mér!

  Höldum ró okkar og leyfum þeim sem eru við stjórnvölin að “gera” og “ekki gera” í “buxurnar”… tíminn einn mun leiða hið sanna í ljós…

  L F C 4 L I F E – Y N W A

 26. Ef þú ert ekki klúbbur með óendanlega fúlgu fjár, eins og ManCity, Chelsea eða Real, þá rekurðu ekki þjálfarann þinn eftir eitt tímabil í starfi – og sérstaklega ekki ef hann tekur við liðinu niðurbrotnu og hálfrotnu. Það er það sem er svo yfirgengilega heimskulegt!

  En ef þú sem eigandi hefur treyst mönnum fyrir rúmlega 100 milljón punda fjárfestingu og ert óánægður með útkomuna, hlýturðu að eiga heimtingu á því að menn axli sína ábyrgð þó svo að hér sé um Dalglish að ræða.

 27. Ég er ansi spenntur fyrir framtíðinni, og ég er sammála Liam Tomkins sem kom með þessa greiningu á Twitter. Hann útskýrir hér til dæmis af hverju Martinez er á óskalista LFC. Ekki gleyma samt að þó að hann sé á óskalistanum, er hann einhver 3-5 nöfn. Þó að hann sé fyrstur í viðtal er hann ekkert endilega fyrsti kostur, þannig lagað.

  En það virðist vera staðfest að bæði sé búið að ráða nýjan director of football, sem er eðlilegt enda vinnur hann mjög náið með stjóranum, og að lokum greindi Carragher frá því í dag að Kenny vissi að hann væri ekki lengur stjóri áður en hann fór til Bandaríkjanna.

  En hér er það sem Liam Tomkins sagði.

  I think it’s now safe to say that #LFC have identified Damien Comolli’s successor. New DoF key in recruitment of new manager.

  Will wait for confirmation on DoF but Txiki Begiristain is one name which keeps coming up. Johan Cruyff is another one. I did a write up a while back just after he agreed a new role with Ajax. Doesn’t make it impossible.

  Links with high-profile DoF’s and lower profile managers suggests that FSG are changing the management structure at #LFC.It would suggest that the next manager will be allowed to focus on training, tactics & matchdays while DoF deals with structure & policy.

  In that sense, you can see why FSG would prioritise the way a manager drills a team as opposed to their reputation in other areas. Txiki Begiristain was instrumental in appointing Pep Guardiola as Barcelona manager, despite the club having approached Jose Mourinho.

  So, again, it would make sense if he was advising FSG to consider the likes of Roberto Martinez, to replicate the Barca structure. Would also explain why Kenny found it difficult to work within this structure, and why the likes of Rafa aren’t expected to get the job now.

  To people saying Mourinho would have been a better choice than Pep. Key factor is that Mourinho always follows the money. Barca wanted a manager who could oversee a team which relied on promoting from within, outsourcing occasionally when necessary.

  That’s why they chose Pep, and he was perfect. Incidentally, that is also the exact philosophy that FSG want to replicate at #LFC. We’ve seen it already. The way the academy is set-up, all the young players coming in. That is the beginning of a long project.

  So looking at the structure we are trying to implement, ask yourself what sort of manager would be more suited to it; a Pep, or Jose? I am not going to go any further into it until we know more about the candidates, but it’s certainly something to consider.

  However, Rafa looks unlikely to be allowed to finish that project due to political reasons. This new structure doesn’t suit him. Also, all previous tweets are not confirmation of any particular DoF / manager, I just believe that is the structure which FSG are creating.

 28. Fyrstu viðbrögðin mín voru neikvæð. Svo er gott að anda aðeins og hugsa málið, kynna sér kandídatinn. Nú er verið að fá manninn í atvinnuviðtal og FSG eru væntanlega að bera hugmyndir hans saman við sínar. Þeir þurfa síðan að meta hvort hann ráði við hóp eins og er hjá Liverpool, hvað hann myndi vilja losa út og fá inn. Taktískar hugmyndir, hugmyndir um þjálfarateymi og slíkt verður væntanlega líka rætt. Ef FSG líst á niðurstöðurnar ráða þeir hann.

  Af því að hér að ofan er ákall um “eldri” stuðningsmenn þá kemur eitt innlegg hér:

  Eftir að Daglish sagði af sér var farið í gömlu kokkabókina og Greame Souness ráðinn. Hann hafði náð fínum árangri með Rangers, var á besta aldri og hafði leikið með félaginu. Fyrirfram nokkuð góð uppskrift. Ekki gekk það.

  Roy Evans var síðan ráðinn, sama uppskriftin, að ná í mann innan úr félaginu. Ekki gekk það.

  Þá var það Gerard Houllier, sem var fótboltaprófessor frá Frakklandi, fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins og nokkurra félagsliða þar í landi, með frábært CV. Ekki gekk það.

  Rafa Benítez þekkjum við svo öll, alveg solid uppskrift, á besta aldri, nýbúinn að vinna spænsku deildina þrátt fyrir að hafa fengið lampa þegar hann vildi sófasett. Ekki gekk það enda klúbburinn kominn í ólgusjó.

  Söguna af Roy Hodgson og Kenny Dalglish þekkja svo allir, líka þeir ófermdu. Hvorugt gekk upp.

  Og lærdómurinn: Það er ekki til nokkur einasta uppskrift að árangri hjá Liverpool. Við erum búin að vera deildarmeistaralaus í 22 ár, þrátt fyrir 5 ára plön hjá bæði Houllier og Benítez. Og vissulega komumst við nokkuð nálægt því á köflum.

  Því bið ég fólk að anda með nefinu. Ef Martínez, eða hver sem verður ráðinn, biður um tíma til að koma með sínar áherslur, þá á hann að fá þær. Við verðum að treysta þeim sem taka ákvarðanirnar og vona það besta. Við getum bölsótast og sagt “I told you so” en það er nokkuð ljóst að við munum halda áfram að dýrka þetta lið. Þess vegna segi ég eins og Don Roberto, tíminn mun leiða þetta í ljós og við þurfum þolinmæði í einhver ár enn.

 29. Ætli Roberto Martínez geti tekið með sér victor moses og hugo rodallega?

  Rodallega er samningslaus, ekki satt? og ég held að victor moses sé ekki það dýr miðað við að hann er ungur og breskur.

  Þeir eru þekkja Martínez og gætu því aðlagast mjög fljótlega.

  e-ð sem vert er að pæla í……

 30. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að mér er sléttsama þótt sá sem tæki við hefði verið að þjálfa Doncaster eða eh 3 deildar lið. Bara ef hann kemur klúbbnum aftur á sigurbraut og nær velgengni. Þannig ef Martinez verður fyrir valinu þá bíð ég hann velkominn til liverpool.

 31. En ef þú sem eigandi hefur treyst mönnum fyrir rúmlega 100 milljón
  punda fjárfestingu og ert óánægður með útkomuna, hlýturðu að eiga
  heimtingu á því að menn axli sína ábyrgð þó svo að hér sé um Dalglish
  að ræða.

  Þá ætti maður að sama skapi að vera raunsær og sjá að 100 milljónir (sem btw voru ekki nema 30 milljónir nettó) munu ekki koma liði í toppbaráttu á fyrsta tímabili (með undantekningum, t.d. Newcastle og önnur one-hit-season spútník-lið).

  Ég er bara á því að menn eigi að fá meiri tíma en eitt tímabil, sama hvort þeir heiti Kenny Dalglish eða Alex McLeish.

  Við vorum bara að tala um eitt (kannski tvö) tímabil í viðbót. Ef árangurinn eftir þann tíma er ennþá undir væntingum, þá má tala um skitu og að menn verði að axla ábyrgð.

  Ég mun þó, ef frábær árangur næst strax á næsta tímabili (deildarmeistarar), gera eins og einn snillingurinn sagði hérna fyrr í dag: Prenta þetta allt saman út og éta.

 32. Við þurfum svona þjálfara, þjálfara sem spilar fótbolta og er með stóran pung… Hann hefur það bæði, maður sem spilar 3-4-3 með liði í botnabaráttunni er maður sem þorir og það er held ég það sem við þurfum !

 33. er Martinez maður sem ræður við stór nöfn? Ég hef miklar áhyggjur af því að svo sé ekki.

 34. Hér er frábært komment úr síðasta þræði sem mig langar að færa hingað inn.

  Fói says:

  Kenny Dalglish apparently refused compensation after being sacked & told FSG to put the money towards transfers instead. Class act.

  Þetta er náttúrlega algjör gullmoli og ég held að FSG viti ekki alveg hvern þeir voru að reka. Hefðu eins getað klipp hausinn af Liverbird!

 35. jæja strákar og stelpur
  er búinn að lesa í gegnum þetta að mestu, og það er með ólíkindum hvað menn eru svartsýnir hérna.
  ég er ekkert sáttur við að kóngurinn var látinn fara en svona er þetta bara.

  hugsum jákvætt og þá gerist eitthvað jákvætt.

 36. Ég held að menn ættu að róa sig aðeins, er Martinez algjört rusl afþví að hann er stjóri Wigan, eða afþví að hann er eins og hann er? Menn verða að byrja hjá einhverju liði, Benítez var nobody áður en hann fékk sjénsinn hjá Valencia og sömuleiðis Klopp áður en hann tók við Dortmund. Hægt væri að telja upp mun fleiri dæmi.

  Þetta eru einfaldlega ungir og upprennandi stjórar (t.d. Martinez og Rodgers) sem bíða eftir stóra tækifærinu.

 37. Tetta er ad verda svolítid treytt med tessa uberjákvædu menn hérna sem allt mæta á svædid og hrauna yfir menn sem leifa sér ad segja sínar skodanir ! Oft og jafnan kemur fotball manager setninginn í sama samhengi – TREYTT

  Vill minna á tad, ad tad var verid ad reka stærsta legend klúbbsins á sídustu trem áratugum eftir alltof stuttan tíman í starfi… og verid ad ræda vid kjúkling til ad taka vid af honum… og allir eiga bara ad hegda sér eins og einhverjir hippar ?

 38. hvað með að fá Di Matteo – búinn að gera góða hluti hjá Chel$ki 😉 !!

 39. Di Matteo er med kúlulagadan haus, tad virkar ekki í Liverpool borg! Only on stamford…

 40. 39 sama sögðu þeir með Guardiola þegar hann tók við Barcelona common

  það eina sem hann var búinn að gera þjálfa Barcelona B mestu leii inniheldur ungu leikmenn svo það mæti segja hann minna reynslu en Martinez um hvernig á höndla stór nöfn og eina það sem hann hafði var reynsla hans sem fyrirliði Barcelona og ferill hans sem atvinnumaður.

  33 virkilega sammála með þér með um hvað Liam Tomkins segir.

 41. Það er nátturulega klárt mál að ef starfið er eins og fjölmiðlar í Englandi eru að leggja upp með, þ.e.a.s. að á borðinu sé 30 milljón punda leikmannakaupspakki í boði þá er ekkert skrítið að Martinez sé maðurinn sem er verið að tala við.

  Eftir að hafa horft á þessar hörmungar í deildinni í vetur þá þarf gott betur en 30 milljónir til að laga þetta blessaða lið.

  Ég var fylgjandi því að kóngurinn þyrfti að fara frá Anfield en ef Martinez kemur í staðinn þá erum við bara að fara úr öskunni í eldinn, þó að ég beri virðingu fyrir þeim kraftaverkum sem hann hefur gert hjá Wigan.

  Nákvæmlega núna er ég sammála mörgum þeim sem segja að við þurfum stórt nafn á Anfield til að laða að okkur góða leikmenn. Sá maður er því miður ekki Martinez.

  Ef hann verður ráðinn og fær 30 milljónir til að kaupa leikmenn, þá erum við að fara að horfa upp á Moses, Hoilett og Jarvis í Liverpool treyjunni í vetur.

 42. Ég er búinn að uppfæra færsluna með nýjum fréttum úr Guardian og Daily Mail þar sem þeir tala um að forráðamenn Liverpool vilji líka tala við Pep Guardiola og Fabio Capello

  Capello er að mínu mati of gamall í þetta verkefni þótt hann sé frábær þjálfari (hvað svo sem Englendingar halda). Hann er 5 árum eldri en Dalglish til að mynda.

 43. Pep Guardiola is top of Liverpool’s shortlist, report The Times. Angelina Jolie is top of mine, if you’re wondering. @PunditWatch_

 44. Ætla að leifa mér að andmæla því að Rafa hafi verið nobody áður en hann fór til Valencia þar sem hann sá um unglingalið Real Madrid. Og þeir hafa víst oft viljað fá hann aftur m.a. þegar hann var okkar stjóri. Finnst þetta nánast kjánalegasta komment hér fyrr og síðar #45.

 45. Erum við fara sjá tvíeykið Txiki Begiristain og Guardiola á Liverpool svo gaman verður sjá hvað gerðist næstu daga í Anfield og svo er líka mjög áhugavert það sem Liam Tomkins segir um Martinez sem #33 postaði.

 46. HEYR HEYR …

  Alan Hansen, fyrrum liðsfélagi Kenny Dalglish og góður vinur þessa fyrrum stjóra Liverpool, telur að það muni hafa mikil áhrif á hinn 61 árs gamla Dalglish að hann hafi þurft að taka pokanna sinn í gær. Eigendur Liverpool ákváðu að reka Dalglish þrátt fyrir að hann ætti enn eftir tvö ár af samningi sínum.

  „Kenny verður niðurbrotinn og sjokkeraður af því að hann elskar Liverpool Football Club og stuðningsmenn félagsins. Það gaf honum aukakraft að labba inn um dyrnar á Anfield og hann verður mjög viðkvæmur þar sem að hann fær ekki lengur að vera stjóri félagsins,” sagði Alan Hansen við BBC.

  „Ég sem góður vinur hans veit hvað hann hefur gefið mikið af sér. Hann hefur sett hjarta og sál sína í starfið. Ég hringdi kannski í hann á sunnudegi en þá var hann samt mættur í vinnuna. Hann elskaði að vera hjá Liverpool,” sagði Hansen.

  „Hann var fullur af orku og enginn gæti lagt meira á sig sem stjóri Liverpool því hann elskaði félagið svo mikið. Amerísku eigendurnir hafa sett skýr og ákveðin markmið með því að reka hann því þeir eru að segja að það eina sem skiptir máli er Meistaradeildin,” sagði Hansen og bætti við:

  „Við megum samt ekki gleyma því hvernig ástandið var hjá Liverpool þegar Kenny kom til baka í janúar 2011 því það hafði ekki verið verra í 30 ár. Félagið var komið niður hnén og það var ekki hægt að fara þaðan og beint inn í Meistaradeildina á aðeins einu ári,” sagði Hansen.

  „Næsti stjóri verður sá fjórði á tveimur árum. Þetta er að verða eins og hjá Chelsea með allar þessum breytingum. Þetta var því mjög stór ákvörðun og þeir þurfa að finna nýjan stjóra sem fyrst,” sagði Hansen.

 47. Adstædur og ástædur tess ad Guardiola hætti hjá Barca, gera mig tvi midur svartsýnan á ad sá draumur geti ordid ad veruleika ! Annars er hann akkúrat ekta madurinn í tetta starf. Hann er madurinn sem getur vakid laaangstærsta risa enskrar knattspyrnu upp úr alltof løngum dvala.

  Begiristain og Guardiola – draumur
  Johan Cruyff og Klopp – draumur

 48. Ég spái því að eftir hádegi á morgun lesum við Martinez til Liverpool ( staðfest )

  Er klár á að hann er þeirra fyrsti kostur og það hljómar ekki spennandi. Kannski alltilagi ef Txiki Begiristain kæmi með honum og þeir fengju fullt back up og helling af seðlum til að styrkja liðið en efasemdir mínar um þessa eigendur eru í hámarki núna og ég held þeir séu að velja ódýru leiðina, taka Martinez sem verður alsæll með djobbið eins og Hodgson var fyrir 2 árum og hann fær lítið að styrkja liðið og við sjáum áframhaldandi viðbjóð næsta vetur….. En já vona að ég hafi rangt fyrir mér en eitthvað undanfarið er að vekja efasemdir hjá mér hvað varðar Henry og félaga og ég er ekki bjartsýnn….. AF HVERJU heyrist ekkert varðandi stækkun Anfield eða nýjan leikvang td? er ekki að skilja ýmislegt sem er í gangi hjá klúbbnum þessa dagana….

 49. Það eru góðar fréttir ef það á að ræða við nokkra mögulega stjóra…en…eru H og W hæfir til að meta hver er hæfastur til að taka við okkar ásktæra liði?

  Hafa þessir menn almennilega vit á fótbolta og hvað þarf til að komast aftur í fremstu röð? Ég vona innilega að svo sé…mig grunar samt að þeir þurfi á góðum ráðgjöfum að halda.

 50. Verða mennirnir á kop.is ekki að henda í eitt podcast og fara aðeins yfir málin.

  Nei ég bara spyr…

 51. Það sem mér finnst vera að gerast núna er að öll breska pressan er farin á fullt að eltast við alls konar möguleg nöfn til að verða fyrstir til að grípa fréttina.

  Miðað við það sem maður hefur lesið seinni partinn er ég alltaf meira á því að FSG séu núna að fara í gang með það sem þeir ætluðu sér síðasta sumar en lögðu ekki í þar sem Dalglish var með svo hrikalega jákvæða nærveru í klúbbnum, rétt eins og þeir hafa verið að tyggja þar til apríl.

  Þeir ætla sér að skipa Director Of Football sem mun stýra þeirra útgáfu af sinni hugmyndafræði, velja leikmenn inn til félagsins, dokúmentera tölfræði og frammistöðu og skila til þeirra yfir hafið. Þetta gerði Comolli ekki nægilega vel skilst manni og sérstaklega virðist Henry vera upptekinn af því að kalt mat sé það sem skiptir máli og að þjálfarinn/framkvæmdastjórinn eigi að sjá um þjálfun liðsins og uppsetningu leikja fyrst og síðast.

  Directorinn greinir frammistöður og metur það hvernig þjálfaranum gengur að vinna með þá leikmenn sem hann stjórnar. Finnur þá leikmenn sem að vantar til að uppfylla þá veikleika sem hann finnur auk þess að finna X-factor menn.

  Þjálfarinn / stjórinn tekur svo við þeim, þjálfar og stýrir leikjum. Þess vegna held ég að verið sé að horfa til stjóra sem eru tilbúnir að vinna undir svona strúktúr sem er þá líkari amerískum íþróttum en evrópsku útgáfunni af Director Of Football. Nýjasta Twitterhvíslið er að Pep Segura verði Directorinn og að hann þekki vel til Martinez.

  Ég veit ekki hvort það er rétt, en það er trúverðugra í mínum eyrum en að Beguristain sé að verða D.O.F. og að HANN væri að skipta sér af ráðningu Martinez sem vissulega er Katalóni en ég fullyrði að þekki lítið til starfa hans að öðru leyti.

  Þetta finnst mér ríma við þá töffara sem Kanarnir vilja vera, að þeir ætli sér að yfirfæra sinn hugsunarhátt í enska boltann og koma þannig liðinu ofar. Það er gríðarlegt hugrekki í dag en gæti orðið gríðarlega kjánalegt á næsta ári.

  Ekki fá þeir aðstoð frá þeim sem teljast “gamlar hetjur”, fannst reyndar McDermott snillingur á Twitter áðan þegar hann sagði: “þegar ég var ungur dreymdi mig um að skora mark í úrslitaleik, en ekki markið sem tryggði okkur 4.sætið”. En að öðru leyti vill ég lítið tjá mig um þá gagnrýni sem þeir hafa látið fljúga.

  Ég er að reyna að skrifa mig hér inn í skilning á þessum gjörningi FSG, ef þetta er málið skil ég hvers vegna Rafa er ekki í myndinni en Martinez er á leið á fund í Boston. Ég hef litla trú á að Capello sé nokkur möguleiki, og alveg 1000% viss um að ef að þessar vangaveltur mínar eru réttar þá er líklegra að einhver okkar pennanna á kop.is fái djobbið.

  Þetta er róttæk hugsun sem að eldri og íhalssamari þjálfarar munu ekki ná að fylgja…

 52. Whilst playing for Real Zaragoza, Martínez obtained a bachelor’s degree in physiotherapy.He also has a postgraduate diploma in business management.

  Gaurinn er semsagt menntaður, sagður klókur taktíker og var eini stjórinn í botnbaráttunni sem ekki spilaði agaðan 442 varnarleik.

  Svo þessi samanburður á Martinez við Roy Hodgson er frekar furðulegur. Ég myndi amk segja að þessi ungi og metnaðarfulli stjóri væri áhugaverður og ekki nema eðlilegt að hann sé kallaður í viðtal, þar sem hann er á lausu. Kalla það ekki metnaðarleysi. Ef Martinez yrði ráðinn og fengi sirka 100 milljón pund til að styrkja liðið, þá myndi ég kalla það frekar metnaðarfulla ákvörðun.

  Metnaður FSG er einfaldlega meiri en sá árangur sem Dalglish náði, þeir mátu stöðunna þannig að Dalglish væri ekki á réttri leið með liðið og hafa mikið til síns máls.Þetta eru harðsvíraðir kapítalistar sem hlusta ekki á nein tilfinningarök í garð Dalglish. Þeir eru að fjárfesta fyrir sína peninga og hafa nú ástæðu til að tortryggja klókindi Dalglish og Comolli á leikmannamarkaðnum. Þannig held ég að skýringin sé fundinn á þeirri furðulegu ákvörðun um að styrkja ekki liðið sl. janúar. Hjá Red Sox ráku þeir gamalt club legend og gáfu efnilegum stjóra tækifæri sem gerði liðið að því besta í USA.

  Svo er það CV hliðin á málunum. David Moyes hefur ekki unnið nokkurn skapaðan hlut sem stjóri, en telst engu að síður ansi snjall. Hvaða stjóri sem er myndi aldrei geta gert neitt stórkostlegt úr liðum eins og Wigan og Everton. Ef DiMatteo vinnur meistaradeildina með Chelsea verður hann einfaldlega með eitt besta CV af öllum stjórum í ensku deildinni. DiMatteo var rekinn frá WBA sem voru í frjálsu falli áður en unkle Woy snéri blaði þeirra við. Myndi einhver vilja DiMatteo til LFC?

  Sjálfur er ég þó mun spenntari fyrir Klobb en Martinez, þó ég hafi mikla trú á þeim síðar nefnda.

 53. Lítill fugl hvíslaði að mér að þeir hjá FSG hefði líka hringt til Manchester bæði United og City og óskað eftir að tala við þeirra stjóra. Sami fugl sagði að þeir hefði hringt til Grindavíkur og í KR og óskað eftir viðræðum við þeirra stjóra….

  Þetta er eiginlega bara orðið fyndið og maður hreinlega hættur að fylgjast með hver hringir hvert og hver svara þegar hringt er. Hef fulla trú á því að FSG viti hvað þeir vilji og að þeir geri sitt besta til að ná góðum árangri. Ef ég ætti fótboltalið í vandræðum myndi ég gefa mér tíma og tala við fullt af fólki til að reyna að koma liðinum mínu á toppinn því þar eru peningarnir….

  Þangað til næst YNWA

 54. Það er nú bara einu sinni þannig að ef þú ert sannur LFC stuðningsmaður með hjartað á réttum stað, þá styður þú liðið þitt alveg sama hvaða stjóra þeir ráða.
  Og mín skoðun er sú að menn sem eru að segja að Martinez sé ekki rétti maðurinn í stjóra stöðuna. Það getur bara vel verið að hann sé akkurat með það sem þarf til þess að skapa liðið uppá nýtt með þann baráttu anda og sigurvilja sem Liverpool voru td. þekktir fyrir á heimavelli… það er eitthvað sem þarf að koma í lag og það helst í gær.
  Annað, það er alls ekki auðvelt að eiga klúbb eins og LFC á þeirri stærðargráðu sem hann er og vera að gera breytingar og vonast eftir því að það komi til með að gera rétta hluti.

  Annað, Henry og þeir fengu King Kenny á sínum tíma sem var hárrétt þá, til þess að róa stuðningsmenn eins og mig og þig eftir allt sem gekk á þegar Höddison var við völd, og það tókst hjá þeim og Daglish náði að gera það sem honum var ætlað. Og núna er bara svo sannarlega kominn tími á hreinsun og breytingar, hvort sem það er staffið eða stjórinn jafnvel bæði 🙂

  Ég segji að hver sem verður ráðinn og ef sá hinn sami fær stuðning frá stuðninsmönnum LFC allsstaðar frá í heiminum þá mun Liverpool sem lið og klúbburinn blómstra!

  Y.N.W.A – Support your team always!

 55. Liverpool var náttúrulega í öndunarvél sem félag þegar FSG keyptu það, með tannlækni við stjórnvölinn. Þeir ráku hann og fengu sérfræðing til að reisa félagið við, það tókst.

  Tveir úrslitaleikir er góður árangur en án FA úrslitanna þá hefði þetta verið búið í mars hjá okkur, hvort sem við hefðum gert okkur grein fyrir því þá eða ekki. Dalglish var minn maður, en enginn er víst góður spámaður í sínu landi þannig að ég get sætt mig við þetta, þar sem Dalglish gerir það.

  Ég er líka á því að margir leikmenn hafi brugðist stórkostlega í vetur, hver á sinn hátt, en Dalglish heldur áfram að taka ábyrgð, ef eitthvað er að marka það sem haft er eftir honum í fjölmiðlum.

  Stórkostlegur maður sem hefur persónulega gengið í gegnum meira með þessu félagi okkar en nokkur annar, mestu hæðirnar og lægstu lægðirnar.

  Hver er að ræða við tilvonandi þjálfara?

  Það er það sem ég vil fá að vita.

 56. Það sem mun verða þessu liði að falli eru stuðningsmenninir! Hvað ef Martínez tekur við LFC? Halda menn það að hann nái einhverjum árangri ef að stuðningsmennirnir hafa ekki trú á honum? því að ef að við stuðningsmennirnir höfum ekki trú á þeim sem stjórna klúbbnum þá munu leikmenninir ekki hafa trú á honum heldur! Við sem stuðningsmenn Liverpool ættum frekar að einbeitt okkur að því að styðja leikmennina okkar heldur en að rakka þjálfaran niður! ég er ekki að segja að við ættum að sætta okkur við meðalmensku heldur ættum við að hafa trú á því sem er að gerast! hvort sem það er ráðið Martínez, Capello, Villa boas eða einhvern annan.

 57. Ef þetta twitter hvísl sem að maggi talar um (væntanlega að vísa til þess sem Tomkins nefndi í dag) þá fallast manni hendur, ef þeir ætla að fá gæja úr backroom staffinu til þess að móta stefnu klúbsins ásamt því að hafa Martinez í því að þjálfa liðið þá spái ég því að nokkrir af stóru nöfnunum munu hverfa á braut.

  Ef hinsvegar þessi sama pæling með Trixi gengur upp þá gæti þetta verið auðveldara að selja akkúrat núna, hitt gæti gengið til lengri tíma litið.

  Það hlítur að vera nokkuð ljóst að við erum að tala um áætlun sem mun taka nokkurn tíma að koma í ljós. Hvernig mun Martinez og Segura ná að sannfæra stór nöfn að koma til Liverpool? Ég tel það hæpið og því verður framtíðar árangur liðsins að vera byggður upp á uppöldum leikmönnum. Minni peningur frá FSG til leikmannakaupa og minni þörf á því að leysa stóra vallarmálið.

 58. megaz er svo með þetta. Menn dæma of mikið útfrá titlum. Martinez hefur aldrei haft úr miklu að moða og hefur gert vel með það sem hann hefur, enda hafa Wigan ekki rekið hann. Hugmyndafræði hans er góð, enda sjáið þið hvernig Swansea er í dag. Það var hann sem mótaði stefnu þeirra. Mér finnst Þetta áhugaverður pistill.

  Einhversstaðar verða menn að byrja. Benitez var t.d. hjá Tenerife áður en hann fór til Valencia þar sem hann vann deildina. Klopp var hjá Mainz áður en hann fór Dortmund þar sem hann hefur unnið deildina tvö ár í röð. Guardiola þjálfaði varalið Barcelona áður en hann þjálfaði aðalliðið.

  Mér finnst menn alltof fljótir að dæma. Haldið þið að Kenny myndi brillera hjá Wigan?

 59. Nei Wigan ráku ekki Martinez en í mars vildu margir stuðningsmenn liðsins losna við hann og það var mjög heitt undir honum. Wigan voru að spila skelfilega í vetur fyrir utan síðustu 10 leiki þeirra.

 60. Martinez er ekki minn fyrsti kandídat í starfið, en hvað veit ég? Sama hver verður ráðinn, þá ætla ég ekki að dæma hann á nóinu. Ég man eftir að hafa lesið þennan pistil og hoppað hæð mína úr ánægju ásamt mörgum öðrum, en það vita allir hvernig þessi saga endaði. Ég hef fulla trú á að FSG viti hverja við eigum að fá sem DoF og stjóra, ef þeir velja Martinez, þá hljóta þeir að hafa góða forsendur fyrir því.

 61. Jahérna og við héldum að við hefðum ekkert að tala um eftir tímabilið .Segji bara eins og STEVIE G þvílík rússíbanareið!

 62. Mín tvö sent:

  Ef menn eru gamlir í geiranum, þá er hægt að miða við reynslu þeirra, t.d. Capello, Dalglish, Ferguson, Hiddink o.s.frv.

  Með unga stjóra þá er þetta erfiðara, því þeir eru fæstir að sanna sig með sama hætti og t.d. Mourinho. Ungir stjórar verða að fá sénsinn, sem þeir fá mun síður í dag hjá stóru liðunum en áður fyrr, af því að knattspyrnuheimurinn í dag er þannig að ungir stjórar fá ekki lengur þann tíma sem þeir gætu þurft til að setja sitt mark á liðið. AVB fékk ekki heilt tímabil með Chelsea áður en hann var látinn fjúka. Svo maður taki frægt dæmi þá kemur Ferguson til Man Utd 1986 og vinnur sinn fyrsta titil 89-90, og deildina fyrst 92-93.

  Gallinn er sá að fótbolti í dag snýst ekki um titla eða hefð þó svo að það virðist vera þannig, heldur eingöngu um peninga. Maður sá merki þess þegar við unnum í Istanbul, að á leiðinni þangað þá var mikið spáð í því hvort við myndum komast í keppnina árið eftir (hún er mér einmitt minnistæð færslan þegar EÖE eða KA vörpuðu þá fram pælingunni “hvað með að reyna bara að vinna þetta helvíti í ár?”). Svipað er uppi á teningnum í ár með Chelsea, að fjölmiðlar gera auðvitað mikið úr því að Chelsea sé komið í úrslitaleikinn, en það virtist fá enn meiri umfjöllun hvort liðið myndi ná deildarsæti sem tryggði þátttöku í CL á komandi leiktíð, út af þeim miklu fjármunum sem tengjast keppninni þótt það sé ekki sagt berum orðum.

  Þess vegna tel ég einmitt að AW muni aldrei verða rekinn frá Arsenal þótt hann eigi 5 titlalaus tímabil eins og þetta, í ljósi þess að hann hefur hingað til alltaf skilað liðinu í meistaradeild, auk þess sem að net-spending hjá honum er frekar gott. Aðdáendurnir hugsa “við viljum titla” en stjórnin hugsar “við viljum $$$$”

  Fótboltinn í dag er business, ekki bara blóð, sviti og tár.

 63. Að ráða knattspyrnustjóra er ekki eins og að ráða viðskiptafræðing til að raða möppum í hillur. Hvenær hefur það gerst að rætt sé við nokkra knattspyrnustjóra í einu og sá sem kemur best klæddur í viðtalið fær djobbið. Það eru fáir þjálfarar sem myndu láta bjóða sér það. Wake up!! Martinez verður orðinn þjálfari Liverpool um helgina.

  Pep Guardiola…..hehe. Ég veit ekki hvort er fáránlegra, að hann geri eins árs samning við Liverpool eins og hjá Barca eða að hann geri 5 ára samning við Liverpool….með fullri virðingu.

  Þegar Martinez er búinn að semja um laun og fá lyklana af nýja Bensanum þá fer hans tími í að sannfæra leikmenn um að hann sé rétti maðurinn til að stýra þessu liði til metorða. Ég styð hann 100% og held að hann sé betri kandidat en allir þeir sem nefndir hafa verið. Skynsamur og pottþéttur náungi sem nær vonandi að vaxa með klúbbnum og vera hjá liðinu í mörg ár.

  Ég er viss um að hann nái að sannfæra leikmenn en eina spurningin í mínum huga er hvort hann nái að sannfæra stuðningsmenn strax því miklu máli skiptir að það sé tekið vel á móti honum og að hann fái starfsfrið til að byggja liðið upp eftir sínu höfði. Það verða alltaf leiðindapésar inn á milli en þá skiptir mestu máli að hinir sem hafa vitið hafa standi upp og trúi á það starf sem er að hefjast. Þannig nær klúbburinn árangri…..samvinna og aftur samvinna!

 64. Eftir að hafa lesið pistillinn sem #68 póstaði þá er ég seldur á martinez hef trú á að hann hafi svipaða taktíska getu og Benitez og ef hann er með góðan DOF þá verð ég bjartsýnn. Ég hef tröllatrú á FSG þeir láta ekkert tilfinningar stjórna sér sem mér finnst persónulega vera vandamál hjá Liverpool hingað til. Þeir eru búnir að reka alla hjá félaginu sem hafa ekki staðið sig og nú er bara að ráða rétta fólkið. Það er alveg magnað hvað það er mikið væl og drama hérna FSG vita alveg hvað þeir eru að gera þeir hafa náð árangri í öðru sem þeir hafa gert. Þeir eru ekkert einsog Gillette og Hicks sem höfðu engan árangur náð í öðru sem þeir gerðu nema gjaldþrot. Vera jákvæðir og ekki látta tilfinningar hlaupa með ykkur í gönur 🙂

 65. Eitt varðandi upphafskommentin í þessum þræði þegar verið er að tala um að menn verði að hætta að hugsa um Football Manager þegar kemur að ráðningu á nýjum stjóra! Þessir sem tala svona vita greinilega ekkert um þennan ágæta leik. Síðast þegar ég spilaði Football Manager sá ég að Liverpool réð Einar Matthías Kristjánsson sem stjóra liðsins…m.v. það er Roberto Martinez ekkert metnaðarleysi 🙂

  Annars sýnist mér FSG vera nokkurnvegin á áætlun með þá stefnu sem þeir lögðu upp með. Við spurðum okkur þegar Dalglish kom inn hvort hann félli inn í hugmyndafræði FSG með DoF. Við sjáum núna hvernig það fór og Dalglish er líklega of sterkur fyrir þá til að vinna með/undir nýjum DoF og því alveg eðlilegt að þeir vilji byrja alveg frá grunni með nýja menn í báðum stöðum og ferskar hugmyndir. Ég bjóst sterklega við því að þetta væri búið hjá Dalglish þegar Comolli var látinn fara og því kemur brottrekstur hans mér ekki mjög á óvart.

  Dalglish er að skila Liverpool í betra standi en hann tók við því og það verður mjög spennandi að sjá hver tekur við næst, eða hverjir taka við næst því ég held að DoF sé engu minni staða hjá félaginu.

  Að lokum held ég að það sé mjög varhugavert að afskrifa Martinez alveg þar sem hann hefur ekkert unnið sem stjóri. Hann er 38 ára og eðlilega ekki fengið tækifæri hjá stórum liðum ennþá en hefur gert vel þar sem hann hefur þjálfað og hans hugmyndafræði er eitthvað sem menn hafa lengi sagt geta skilað honum stóru starfi.

  Ef ég skildi FSG rétt voru þeir að leita að ungum leikmönnum sem væru á barmi þess að blómstra frekar en þeim sem hefðu þegar gert það og kostuðu eftir því. Afhverju ætti þetta að vera öðruvísi með stjórann? Ef við hugsum þetta þannig gæti Martinez verið mjög spennandi kostur. Eins og Sverrir Björn segir þá var Benitez ekki með það merkilegt record áður en hann tók við Valencia og gerði þá samkeppnishæfa við Real og Barca. Klopp var aldrei að fara ná Mainz eins hátt og hann náði Dortmund og svona mætti mjög lengi telja.

  Ég er ekki að segja að Martinez sé minn fyrsti valkostur og virkar ekkert mjög spennandi en ég vona samt innilega að FSG séu að leita að slíkum manni, ungum og hungruðum stjóra sem vill spila fótbolta í stað t.d. 66 ára ítala sem hefur gert allt í leiknum.

  Svo verð ég strax mikið mun spenntari fyrir Liverpool undir stjórn og hugmyndafræði Martinez heldur en ég var áður en ég sá hvað risaeðlan Roy Hodgson bauð uppá. Samt var Hodgson búinn að ná miklu betri árangri en Martinez hefur gert núna.

  Næstu dagar og vikur verða mjög spennandi en ég held að maður sleppi því að panikka fyrr en undir lok ágúst.

 66. (#72)
  “Fótboltinn í dag er business, ekki bara blóð, sviti og tár.”

  Vissulega er það þannig hjá okkar eigendum, Arsenal, mutd og fleirum sem eru að reka klúbbana eins og fyrirtæki. Ef næsti stjóri Chelsea er að fá þessi umtöluðu 250 milljón pund til að styrkja liðið og City heldur líklega áfram á sinni braut, þá skekkist auðvitað dæmið. Financial fair play reglan er virðist ekki ætla að virka sem hemill á þessi lið. Bæði liðin eru rekin með ævintýralegu tapi svo vart er hægt að kalla þetta bisness, heldur eru þetta einhver gælu og skemmtiverkefni eigenda liðanna.

 67. Anda rólega strákar.

  Shanks came to LFC from Huddersfield after finishing 12th, 9th and 14th with them – it’s not where you come from – it’s where you go

 68. Þar sem eg ligg andvaka uppi rumi og velti fyrir mer malefnum okkar manna þa verd eg ð segja eitt, VIÐ BAR VERÐUM AÐ FA PODCAST HERNA INN EKKI SEINNA EN ANNADKVOLD, það er bara must. Vantr að heyra studeringar ykkar allra a stjoraleitinni. Eru okkar menn að fara odyru leiðina og taka martinez? Er metnaður og ahugi a að styrkja liðið verulega i sumar og eru seðlarnir til? Af hverju heyrist ekkert af vallarmalum? Eru þessir eigendur truðar eða snillingar? PLIS EINS OG FLEIRI HAFA SAGT I DAG OG GÆR ÞA VILJUM VIÐ PODCAST EF ÞIÐ HAFIÐ EINHVER TOK A SLÍKU…..

 69. þrátt fyrir allta sem svekkir mann varðandi ástkæra liðið okkar.

  Þessar umræður er fokking spenndandi 🙂 haha

  YNWA!!!

 70. Nú berast fréttir af því að Brendan Rodgers hjá Swansea hafi neitað boði Liverpool um að koma og beisiklí „sækja um“ stöðu knattspyrnustjóra. Styttist þá listinn um einn.

  Það er í alvöru ekki hægt að ljúga þessu. Þvílík sápuópera.

 71. Hvernig er hægt að vita að PG geri góða hluti í Enskudeildini og með þann mannskap sem er hjá LIVERPOOL ?? Verðum að treysta því að rétt verði staðið að ráðningu á nýjum stjóra og að það sé framtíðarplan í gangi sem á að fylgja eftir .
  Ég vona bara að það komi maður með kúlur , maður sem setur menn á bekkinn ef þeir eru ekki að gefa ALLT í ALLA leiki. Maður sem vill spila skemmtilegann bolta og láti hin liðinn hugsa SHITT VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ SPILA VIÐ LIVERPOOL !!!!!
  Ég vona líka að VIÐ ÖLL verðum jákvæð og höldum áfram að vera BESTU stuðningsmenn í HEIMI …..
  Vill minna fólk á að við erum heppin að vera POOLARAR því þegar ég segi fólki hvað við gerum saman ( LIVERPOOL golfmót , krakkaárshátíð , árshátið okkar sem ENGINNN klúbbur kemst nálægt , frábært blogg og heimasíða ) Þá finn ég fyrir öfund og ég hækka um nokkra cm af stolti 🙂
  ÁFRAM LIVERPOOL

 72. Dirk Kuyt að skipta um skoðun…

  http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2012/05/18/3110587/kuyt-reveals-wish-to-stay-at-liverpool-after-dalglish

  Brendan Rodgers segir nei, og það er virðingarvert. Sá er bara alls ekki tilbúinn og það er auðvitað ljóst að þeir sem á Englandi vinna hafa ágætis tilfinningu varðandi stærð verkefnisins og hvílík pressa það verður að fylgja í fótspor Dalglish, sérstaklega þar sem stór hluti aðdáenda mun ekki verða jákvæður í byrjun.

 73. En Jesú? Er hann á lausu? Hann er sá eini sem gæti gert Liverpool að meisturum.

 74. Daginn höfðingjar,
  Mig langar bara að kasta hér inn í umræðuna nokkrum hugleiðingum þar sem mér finnst ótrúlega mikið af neikvæðum skrifum kringum mögulega kandidata í stjórastólinn hjá LFC. Tek það fram í upphafi að ég hef ekki myndað mér fasta skoðun á því hvern ég sjálfur vildi, nema þá kannski Pep og stærsta ástæðan fyrir því er hugmyndafræði Barca í fótbolta. Tel að hann væri mjög góður kandidat í innleiðingu þannig bolta inn í okkar ástkæra klúbb. Hef þó ekki trú á að hann komi.

  Þegar menn tala um að það sé ekki annað hægt en fá stórt nafn í stólinn, einhvern sem þegar hefur unnið titla (í fleirtölu) og getur “höndlað” stór nöfn í hópi leikmanna þá spyr ég sjálfann mig….. Hvað eiga öll þessu stóru stjóranöfn sameiginlegt?
  Niðurstaðan hlýtur að vera sú að það var stór klúbbur sem gaf þeim séns eftir að þeir höfðu náð óvenju góðum árangi með óvenju lítinn efnivið og þunnt veski.. með öðrum orðum, þeir höfðu náð eftirtektarverðum árangri!
  Ef það er satt þá verð ég að spyrja sjálfann mig… Hvaða hugmyndafræði langar mig að sjá hjá LFC? Vill ég að minn klúbbur fari þá leið sem Chelsea, Man.City og Real hafa farið (held að flestra mati), þ.e. kaupa velgengni? Eða vill ég frekar sjá klúbbinn minn frekar feta í fótspor Barca hvað uppeldi leikmanna varðar, rækta klúbbinn frá rótum ef svo má segja. Veit að Barcelona eru ekki í alla staði hinn heilagi sannleikur þegar kemur að fótboltaumræðu en engu að síður eru þeir ljóslifandi dæmi um hverskonar hugmyndafræði mig langar að sjá hjá mínum klúbb.

  Þeirri hugmyndafræði myndi ég persónulega alls ekki skipta út fyrir stórt nafn úr heimi knattspyrnustjóra.

  Niðurstaðan getur þá verið spurning númer 3.
  Viljum við frekar að klúbburinn okkar sé klúbbur sem bíður eftir að einhver annar klúbbur bjóði þeim sem hafa náð eftirtektarverðum árangi, eru á “mjög efnilegur” listanum, tækifæri og reyni svo að kaupa hann ef hann virkar þar? og jafnvel hjá 1, 2 eða 3 klúbbum í viðbót?
  Persónulega vill ég frekar að klúbburinn minn hafi pung (svo maður noti nú karlmannlega samlíkingu) til að vera sá klúbbur sem gerir þennann efnilega frábærann.

  Á sama tíma er ég mjög meðvitaður um að það er engin uppskirft til sem virkar alltaf!!! Ef það er aðeins einn sannleikur til undir sólinni þá er það að stóru nöfnin voru ekki alltaf stór og stóru nöfnin floppa líka!! ok, það eru þá kannski 2 sannleikar.

  Niðurstaðan er kannski nokkuð einföld. Mig langar að sjá klúbbinn minn spila skemmtilegann og sókndjarfann fótbolta. Mig langar að sjá þjálfara sem tekur sénsa þegar ílla gengur og sýnir greddu í að skora mörk. Ég vill að eftir nokkur ár verði aldrei minna en helmingur byrjunarliðsmanna uppkomnir úr Academíu LFC… Þannig hugmyndafræði langar mig að sjá hjá LFC og ég er til í að gefa henni nokkur ár í þróun, ef stígandi og sjáanlegur árangur sést á bæði árangri og spilamennsku, frekar en reyna að kaupa velgengni strax.

  Og svona í lokin ætla ég ekki að þykjast hafa pottþétta leið til að láta þetta allt verða að veruleika 🙂 Það eru nógu margir hér inni sem gera það betur en ég 🙂

  Gleðilegt sumar 🙂

 75. Kæri Dude.
  gætirðu kennt okkur að þumla upp okkar eigin comment 🙂
  Er það delete cookie eða?? hehe

  kv. fúli gaurinn sem er ósammála 🙂

 76. Ég vill endilega koma með innskot inn í Pep Guardiola umræðuna. Er hann svona frábær stjóri eins og menn eru að tala um? Er þetta Barca lið allt honum að þakka? Ef Messi væri ekki þarna væri Barca þá í sama klassanum?

  En alls ekki misskilja mig. Guardiola er eflaust frábær þjálfari en það sem ég er að koma orðum að er að mikið af þessum hlutum voru til staðar þegar hann tekur við og hann í raun fer bara og pikkar úr unglingastarfsseminni þá leikmenn sem vantar uppá til að fylla í hópinn. Hjá liði sem hefur allt til alls er í raun varla meira annað en mannauðunarstjórnun sem hann ásamt sínu teymi hefur gert vel.

  Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil fá Martinez sem stjóra en það er maður sem hefur engu að tapa og hefur skýra sýn á hvað hann vill gera við sitt lið. Hann kostar minna og hefur unnið með lið sem hefur meiri vandamál innan sinna raða en LFC (Swansea, Wigan). Það er allt til staðar til að snúa við LFC skútunni og breyta henni í flugmóðurskip. Það sem vantar er stjórinn og hann verður EKKI Benitez né Guardiola.

 77. Að mínu mati hárrétt að grípa inn í þjálfaramálin núna. King Kenny náði sannarlega að uppfylla annað af tveimur verkefnum sínum. Rífa upp Liverpool hjartað. Hitt verkefnið gekk ekki alveg upp, vantaði herslumuninn. En klárlega tvö skref áfram.

  Næsti stjóri tekur við búi á réttum stað. Góður taktískur stjóri mun ná árangri með þetta lið. Tveir til þrír klassar í liðið til viðbótar (vængir helst) og liðið smellur. Þýskur Klopp en katalónsk teymi í DoF og stjóra gæti orðið þétt.

  Nokkrir góðir í Barca sem vilja kannski nýjar áskoranir 🙂

  Kenny blæddi meira fyrir blessað Suarez málið en halda mátti en hann getur borið höfuðið hátt og verður fyrsti maður í heiðursstúkuna á næsta tímabili.

 78. Já, ég hef ekki tekið neinn þátt í þessu spjalli hérna hjá ykkur, en ég verð bara að segja það, að þetta er farið að líkjast spjallinu eftir brottför Rafa allt of mikið. Um leið og við vorum linkaðir við Woy Hodgson voru menn með efasemdir í svona viku, og eftir það var bara allt í góðu, sá maður átti eftir að stíra liðinu í hvern bikarinn á fætur öðrum.

  Ég verð ekki ánægður nema við fáum staðfest að að minnsta kosti 3 heimsklassa þjálfarar hafi sagt nei.

 79. Það var bjallað í mig áðan og mér tjáð að Móri væri við það að taka við Liverpool

 80. Kæri Dude. gætirðu kennt okkur að þumla upp okkar eigin comment 🙂 Er
  það delete cookie eða?? hehe

  kv. fúli gaurinn sem er ósammála 🙂

  Kæri Fúli Gaur,

  Ég held það sé ekki svo einfalt.
  Mig grunar að kerfið leyfi bara einn þumal á komment, per ip-tölu.

  Kveðja,
  Hressi Gaurinn 🙂

 81. Ef Martinez kemur mæli ég með því að renna yfir þessa grein:

  http://www.zonalmarking.net/2012/05/16/wigan-stay-up-after-a-switch-to-3-4-3/

  Martinez talar mjög vel um þetta leikkerfi og því mjög líklegt að hann myndi halda áfram að nota það hjá Liverpool. Hann talar um að það er hægt að sækja á mörgum mönnum en á sama tíma verjast með 3-4 og vera því sjaldan berskjaldaðir. Í sókninni geta svo kantmennirnir/bakverðirnir sett varnarmenn andstæðingana í erfiða stöðu með því að taka overlap og búa til 2 á 1 stöður sem á að skapa nóg af færum.

  Persónulega líst mér ágætlega á Martinez og ég held að hann sé ágætur kostur. Hann er ungur og á eftir að læra og þroskast það er klárt mál. En hann er mikli betri í tæknilegu hliðinni en Dalglish. Hann náði t.d. að vinna Arsenal með mjög varnarsinnaðri 3-4-3 uppstillingu á útivelli og vann Newcastle 4-0 með sóknarsinnaðri 3-4-3 uppstillingu. Hann kann því bæði að stilla upp til að verjast og sækja, bæði með fínum árangri (á árinu 2012 allavega).

  Hins vegar er þó erfitt að segja til um hversu vel mannskapurinn okkar passar við þetta leikkerfi. Myndi Enrique og Johnson vera notaðir sem ytri miðverðir eða sem kantmenn. Eða yrði eitthvað pláss fyrir þá í hópnum. Hann notaði Figueroa og Alcaraz í þessar ytri stöður hjá Wigan og þeir eru frekar bakverðir en miðverðir. Svo þetta er nokkuð óhefðbundin 3 manna varnarlína.

  Hvað með miðjumennina, myndu Lucas og Gerrard hámarka sína hæfileika í þeirri stöðu. Ég trúi því að Lucas myndi blómstra en er ekki svo viss með Gerrard, kannski mætti hann vera framar. Svo er spurning hvort að leikmaður eins og Downing passar í þetta leikkerfi og hvort að leikmaður eins og Carroll sé rétt týpa til að leiða sóknarlínuna.

  Mér finnst þó augljóst að það vanti inn einn sterkan miðvörð og miðjumann í þetta skipulag hjá Liverpool ásamt einum hröðum og sterkum sóknarmanni. Liverpool gæti farið ódýru leiðina og keypt Hangelaand, Sessegnon og Victor Moses og ég játa að mér finnst það líklegt.

  Ég held að við séum of neikvæð vegna Martinez. Eins og einhver minntist á voru Klopp, Guardiola, Mourinho og Wenger allir hjá lélegum liðum á einhverjum tímapunkti og því gæti Martinez ekki gengið. Það er líka asnalegt að líkja honum við Hodgson því hann hefur mjög þróaðar og nýtískulegar hugmyndir sem gæti verið ákkurat það sem Liverpool FC skortir í dag til að ná árangri.

  Tek það þó fram að Martinez er ekki fyrsti valkosturinn minn en ef hann verður ráðinn ætla ég að styðja við þá ákvörðun frá upphafi.

  YNWA

Eftirmaðurinn

Stjórnunarstrúktur LFC – Ian Ayre