Eftirmaðurinn

Breskir netmiðlar eru auðvitað fullir af pælingum um hver verður eftir maður Kenny Dalglish hjá Liverpool.  Andy Hunter á Guardian og Ben Smith á BBC skrifa um málið í dag.  Hérna eru nokkrir athyglisverðir punktar úr þeirra greinum.

Hunter segir að André Villas-Boas sé líklegastur til að taka við og þar á eftir koma Jurgen Klopp og Didier Deschamps.  Og ekki nóg með það heldur segir Hunter að Roberto Martinez komi ekki til greina þar sem:

FSG are believed to want a manager with title-winning experience, and who can lead Liverpool long-term, to replace Dalglish. That criteria would appear to rule out Roberto Martínez of Wigan Athletic. Another bookmakers’ favourite, former Liverpool manager Rafael Benítez, is unlikely to be in the frame.

Hins vegar segir Ben Smith að FSG eigendurnir séu hrifnir af Martinez.

The Americans are known to have been impressed by Wigan manager Roberto Martinez but no talks have taken place.

Ég persónulega yrði sáttur við AVB, Klopp og Deschamps (sérstaklega þá tvo síðarnefndu) en get ekki séð Martinez virka.

Einnig segir Ben Smith að leitin að yfirmanni knattspyrnumála sé á fullu og að FGS menn láti það leka til fjölmiðla að þeir séu með vel markaða stefnu í þessum málum

On Wednesday, sources close to Henry were keen to stress the American owners do have a clear vision for the future of the club and are likely to appoint three senior directors in the coming weeks.Meetings have been held with a number of potential directors of football, including Johan Cruyff and former Barcelona sporting director Txiki Begiristain, while they have also spoken to at least one candidate to fill the chief executive’s role.

Um kandídatana þrjá segir Andy Hunter:

Klopp has won two successive Bundesliga championships with Borussia Dortmund including a league and cup double this season, and his achievements on a modest budget in Germany would attract Liverpool’s owners. Tempting the 44-year-old out of the Champions League amid fierce competition should Klopp become available, however, may be difficult. Deschamps, who won the French title with Marseille in 2010, held talks with Liverpool over succeeding Benítez but admitted the time was not right to leave Marseille. Villas-Boas was under consideration when he was still at Porto and, despite his ill-fated reign at Chelsea, now has the advantage of being available and free of the £15m release clause Roman Abramovich paid to bring the 34-year-old to Stamford Bridge.

Um Benitez eru þeir sammála.  Hunter:

former Liverpool manager Rafael Benítez, is unlikely to be in the frame.

Og Smith

Former Liverpool manager Rafael Benitez is also not thought to be in the running

Ég hef sagt það áður að starfið hjá Liverpool er eitt það mest spennandi í fótboltanum í heimi – miklu meira spennandi en til að mynda það að vinna undir Abramovitz eða að taka við af Alex Ferguson eða Wenger.  Klopp og Deschamps eru eflaust ágætlega ánægður með sínum liðum, en Liverpool er einfaldlega miklu, miklu stærri klúbbur en Dortmund eða Marseille þótt að þessi lið séu kannski betri en Liverpool akkúrat þessa stundina.  Dortmund munu til dæmis eflaust missa eitthvað af sínum lykilmönnum fyrir næsta tímabil.

Einsog Kristján Atli benti á að fyrir 7 árum þá vorum við að berjast um tvo af heitustu framkvæmdastjórunum í bransanum á þeim tíma.  Mourinho og Benitez.  Við fengum Benitez sem var Spánarmeistari, sem er stærri titill en Klopp var að vinna.

Það er allavegana engin þörf á því fyrir FSG að vera með einhverja minnimáttarkennd í þessu vali.

104 Comments

 1. Ég hefði verið rosalega spenntur fyrir Didier Dechamps fyrir ári síðan en hann er í sömu stöðu og Dalglish er núna. Marseillie, lið hans er í 10 sæti í frönsku deildinni. Til viðbótar þá spilaði hann skelfilegan fótbolta í Meistaradeildinni sem glöddu ekkert auga. Ég segi þar af leiðandi nei við Dechamps ákkurat þessa stundina.

  Hins vegar mun ég hoppa hæð mína ef Jurgen Klopp kemur. Búinn að vera uppáhalds-arftakinn í mínum huga í nokkra mánuði. Ef hann er í radarnum hjá FSG þá hlýtur hann að vera ofarlega á lista, allavega ef hann hefur ekki nýskrifað undir nýjan samning.

  Ég sæi líka fyrir mér að hann gæti tekið 2-3 leikmenn með sér. Lewandowski myndi styrkja sóknina gríðarlega vel. Hummels er algjört varnartröll og síðast en ekki síðst Kagawa sem auk þess að vera frábær leikmaður myndi auka vinsældir Liverpool í Japan margfalt (og þar af leiðandi gæti hann borgað sig upp á nokkrum mánuðum í gegnum sölu varnings í Asíu eins og var raunin með Beckham og Nakata á sínum tíma).

  Ef Klopp er ekki möguleiki þá vildi ég helst sjá Capello. Hann er ekki skemmtilegasti þjálfarinn en hann er árangursríkur og er stórt nafn sem gæti heillað góða leikmenn þrátt fyrir fjarveru meistaradeildarinnar. Einnig þekkir hann deildina og hefur þetta winning mentality sem er svo nauðsynlegt í dag.

 2. Ég skil efasemdirnar um Martinez, (hann hefur ekki unnið titla) en ég tel að hann hafi sannað sig sem stjóri og hungrið gæti skilað honum langt. Hann var snjall að segja nei við Villa í fyrra, sýndi Wigan tryggð og er klárlega að bíða eftir stóra tækifærinu. Maður sem hefur eitthvað að sanna.

  Gæti verið gott fyrir Villas-Boas að stjórna Liverpool til að hefna sín á Chelski en lendir hann ekki í sömu vandræðum og hann lenti í Chelski, nema að hann fengi að losa sig við Gerrard, Kuyt og Carragher? Annar maður sem hefur eitthvað að sanna og myndi þá vonandi hafa lært af tímanum hjá Chelski. (Fail. Try harder, Fail again).

  Benítez myndi gera sömu skyssu að mæta og Kenny gerði. Kenny var bestur meðan hann var millibil og taldi sig “vera að hjálpa”. Þegar hann svo hélt að hann væri tekinn við eins og allt var í gamla daga komu hnökrar í ljós.

  Klopp þekki ég ekkert og Descamps hefur þegar sagt nei við Liverpool áður.

 3. Ian Ayre hefur staðfest að Steve Clarke sé enn starfsmaður Liverpool FC og að leitinn að eftirmanni KD byrji í dag.
  Danroachlfc2 mins
  Ian Ayre: “Steve Clarke still at club…” “Need someone that fits plan & club…” “Haven’t spoke to anyone yet, search starts today…” #LFC

 4. Jurgen Klopp er drauma stjórinn minn. Hann er með góða reynslu að vinna titla og því held ég að hann eigi eftir að spjara sig hjá okkur.
  Roberto Martínez nei takk hann hefur ekki nægilega reynslu til að stýra Liverpool.
  André Villas-Boas hann báði þokkalegur árangri með Porto en hins vegar gerði hann ekki góða hluti á englandi.
  Rafa nei takk hann fékk sitt tækifæri.

 5. Það eru virkilega spennandi tímar framundan og vonandi að menn ráði RÉTTA fólkið inn. Það er flott að Steve Clark sé ennþá að starfa fyrir félagið enda mikilvægur fyrir varnarleikinn hjá okkur.
  Það þarf að fá inn klassa markmanns þjálfara enda átti Reina slæmt tímabil og þar er þörf á breytingum. Í stöðu DOF vil ég fá Txiki Begiristain sem ég held að myndi gjörbreyta félaginu til þess betra.

 6. Jurgen Klopp yrði góður kostur,virðist allavegana vita hvernig á vinna fótboltaleiki, og kannski smá möguleiki á að taki eins og hálft Dortmundarliðið með sér 🙂

 7. Ég held að lykilatriði í þessu sé það að nýr knattspyrnustjóri verði að passa vel með nýjum director of football. Það er gott og blessað að óska sér t.d. Deschamps eða Klopp en ef þeir eiga ekki samleið með nýjum DOF hefur það stór áhrif á val FSG-manna.

  Menn hafa til dæmis bent á það að Roberto Martínez gæti unnið vel með Pep Segura og Rodolfo Borell sem eru þegar hjá klúbbnum og þá gæti myndast eins konar katalónskt súperteymi ef Txixi Begiristain kæmi með sem DOF. Ef þessir menn eiga samleið gæti slíkt teymi verið sterkt.

  Þegar ég hugsa um svona teymi í enskum fótbolta dettur mér alltaf fyrst í hug David Dein og Arsene Wenger. Dein réði Wenger á sínum tíma og þeir unnu ótrúlega vel saman, svo vel að jafnvel þótt Wenger yrði áfram hefur Arsenal ekki unnið einn einasta titil síðan Dein yfirgaf félagið.

  Þannig teymi þurfum við. Það er að mínu mati mikilvægara að við fáum teymi sem getur fúnkerað saman, fyrst FSG ætla að leggja áherslu á DOF-stöðuna, en það að fá draumastjórann. Ef ég mætti velja af þessum þremur sem eru nefndir myndi ég sennilega helst vilja Didier Deschamps, með réttan DOF sér við hlið.

  Þetta verður mjög fróðlegt. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða teymi verður fyrir valinu. Ég sagði það við könnunina hér á Kop.is á mánudag að ég gæti sætt mig við að láta Dalglish fara EF það kæmi eitthvað spennandi í staðinn. Ég bíð því rólegur með allan æsing þangað til ég sé hvað kemur í staðinn. Ef það er eitthvað glatað vildi ég ekki vera í sporum FSG.

 8. Ef FSG tekst að landa Jurgen Klopp yrði ég sáttur og vel það. Þori samt varla að láta mig dreyma um það.

  Hitt er síðan annað mál að Klopp (sem hálfrímar við Kop, jeeee!) vinnur að sumu leyti við erfiðar aðstæður hjá Dortmund. Félagið varð nánast gjaldþrota 2005 sem var afleiðing af margra ára fjárhagslegri vanstjórnun. Dortmund seldi t.d. Westphalia til að forðast gjaldþrot en hefur ekki náð fyrri fjárhagslegum styrk. Kopp bjó til þetta lið með því að spotta unga þýska leikmenn fyrst og fremst. Undir handleiðslu Klopp hafa þessir strákar s.s. Götse, Hummels, Grosskreutz, Gundogan að ógleymdum mjög öflugum pólskum gaurum s.s. Levandovski og Piszek, orðið frábærir knattspyrnumenn. Vandamál Dortmund eru að Klopp hefur ekki peningana sem t.d. Bayern hefur.

  En þrátt fyrir það, afhverju ætti Klopp að yfirgefa Dortmund til að taka við LFC? Það væri vissulega mikil áskorun og þetta er þjálfari sem þrífst á áskorunum. Ég hugsa samt að Klopp telji það stærri áskorun að vinna CL með Dortmund á næsta ári. Margir telja að Klopp geti jafnvel náð enn lengra með þetta frábæra lið sem setti stigamet í Bundesligunni þetta árið. CL var á hinn bóginn sneypuför sem Klopp mun örugglega vilja bæta fyrir á næsta ári.

  Bent er á að LFC sé miklu stærri klúbbur en Dortmund á heimsvísu. Það er rétt en samt aðeins að hluta til. Hin sára staðreynd fyrir okkur Púlara er að okkar lið er að tapa world awareness en lið eins og Dortmund að sækja á. Ég var t.d. nýlega í Barcelona og fór í Intersport eitthvað að versla. Þar var engar Liverpool treyjur að finna en bæði Dortmund og Bayern treyjur í öllum stærðum. Eftirspurnin eftir Liverpool varningi er ekki meiri en þetta, sagði búðardaman mér, en þýsku liðin að sækja á hjá katalónskum unglingum. Þetta er að sjálfsögðu ekki marktæk könnun en við verðum að viðurkenna að LFC er fyrst og fremst í fréttum vegna klúðurmála og skorti á árangri fremur en hinu gagnstæða. Til lengri tíma litið grefur þetta undan eftirspurninni því miður.

  Á leiki Dortmund mæta að meðaltali 81.000 manns, eða næstum tvöfalt fleiri en komast á Anfield.

  Svo er nema von að maður spyrji; afhverju ætti Jurgen Klopp að vilja taka við LFC? Ég sé aðeins tvær ástæður til að slíkt gengi upp: Í fyrsta lagi yrði að tryggja honum fjármuni til að hann gæti hreinsað út duglega. Það yrði þá önnur stórhreinsunin á innan við 2 árum! Hin ástæðan er áskorunin sem fylgdi því að keppa við risana í Manchester sem væri örugglega Klopp að skapi.

  Samt sé ég þetta ekki gerast. Í rauninni tel ég líklegast, að vel athugðu máli, að fengin verði þekktur reynslubolti til að vinna áfram með það sem Kenny hófst handa við. Liðið verði stabileserað og allt kapp lagt á að komast í CL 2013/14. Þá fyrst verði tekinn inn ungur stjóri hugsaður til lengri tíma. Þá er Klopp líka hugsanlega búinn að vinna CL með Dortmund og tilbúinn að taka við LFC.

 9. Ég kemst bara ekki yfir það hvað mér finnst þetta yfirgengilega heimskulegt.

  Enginn af ofannefndum þjálfurum er á sama kalíberi og Dalglish. Fyrir utan það að Dalglish er mesti Liverpool-maður veraldar, þá ætti að vera nóg að skoða ferilinn hans, bæði sem leikmanns og stjóra. Maðurinn er einfaldlega sigurvegari út í eitt.

  Menn eru mikið í því að nefna Rafa en mér finnst menn ansi fljótir að gleyma. Á síðasta tímabili Rafa, þá endaði hann með liðið í 6. sæti og engan titil.

  Dalglish endaði í 8. sæti og með einn lítinn bikar og var hársbreidd frá öðrum stórum. Þar fyrir utan þá var liðið oftar en ekki að dóminera leiki án þess að koma boltanum yfir línuna. Þar voru sóknarmenn okkar að klikka ásamt því að vera mjög óheppnir inn á milli.

  Ég spyr, ef lið er að dóminera leiki, þýðir það ekki að þjálfarinn hafi lagt upp með rétt plan og taktík?

  Ég er hræddur um, að það að hafa rekið Kónginn, eftir eitt “slakt” tímabil, hafi verið stórkostlegt glapræði og muni reynast okkur virkilega dýrkeypt.

  Menn verða að taka hausinn úr Football-Manager-rassgatinu á sér og reyna að átta sig á því, í hversu alveralega stöðu klúbburinn okkar er kominn. Þetta er ekki helvítis tölvuleikur!

  Ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn svartsýnn fyrir hönd okkar ástkæra fótboltafélags.

  Það er aðeins eitt, já, eitt og aðeins eitt, sem getur réttlætt uppsögn Kóngsins – það er að liðið verði enskur meistari næsta vor!

  Guð blessi Kenny Dalglish og Liverpool Football Club.

  PS. Án þess að hljóma hrokafullur, þá vil ég frábiðja mér athugasemdir frá illa upplýstum unglingum eða vanvitum annars konar.

 10. Ég vil leiðrétta innsláttarvillu í innlegginu mínu hér að ofan; Á síðasta tímabili Rafa, endaði hann með liðið í 7. sæti en ekki 6. sæti.

 11. (nr. 9)

  “Það er aðeins eitt, já, eitt og aðeins eitt, sem getur réttlætt uppsögn Kóngsins – það er að liðið verði enskur meistari næsta vor!”

  Og þú frábiður allra athugasemda frá vanvitum, en þetta innlegg þitt er með þeim kjánalegri sem ég hef lesið hérna . Rökin eru semsagt sú miðað við frammistöðu liðsins í vetur er þessi árangur Dalglish ásættanlegur, eða amk eitthvað til að byggja ofan á. En á næsta tímabili getur einungis sigur í deildinni réttlætt þennan brottrekstur. Alveg sama þó næsti stjóri næði að rétta gengi liðsins við svo um munar, myndi blanda liðinu í toppbaráttuna og næði kannski 2-3 sæti, þá væri áframhaldandi spilamennska með kónginn á hliðarlínunni mun rómantískari kostur.

  Vissulega vann hann slatta ár árunum 85-95, og núna eru menn eru duglegir að vitna aftur til þess tíma. Þá var einmitt lítið um erlenda leikmenn í deildinni og flestir sem náðu að meika það fluttu sig yfir til Ítalíu.

  Það er ágætt að einhver sætti sig við 8. sætið, 14 töp og 1,2 mörk skoruð að meðaltali í leik, okkur vantaði ekki nema 38 stig til að sigra deildina og stigaskorið er það lægsta síðan 3 stiga reglan tók gildi. Mér finnst þetta ekki árangur til að byggja á og efast þó ekkert um hollustu Dalglish í garð Liverpool, og nokkur sé meiri og hreinræktaðri Liverpool maður, jafnvel þó Dalglish hafi alla sína æsku haldið með Celtic og stokkið frá borði árið 1991 þegar liðið var í titilbaráttu, vegna persónulegra ástæðna.

 12. Allt gott og rétt megaz #14 nema það að Dalglish er Rangers þó hann hafi spilað fyrir Celtic.

  9 er náttúrulega ekki svara vert en m.v. fjölda af þumlum upp við hans komment sýnist mér að þessi klúbbur eigi í miklu meiri vanda en ég gerði mér grein fyrir. Menn eru svo fastir í fortíðinni að ég á bara ekki orð.

  8 er svo eitt það besta sem ég hef lesið á þessari síðu í langan tíma, hafðu þökk fyrir Guderian.

 13. Alltaf verið hrifin af Felix Magath! Gerði Bayern að tvöföldum meisturum og svo einnig Wolfsburg sem var lítið lið þá að meisturum. Er ekkert í myndinni held ég en góður kostur að mínu mati. Einnig verið spenntur fyrir þessum manni Paul Le Guen gerði Lyon meistara 4 ár í röð og kom þeim eftirminnilega í undanúrslit í CL. Fannst þeir spila flottann bolta.

 14. Núna eru spennandi dagar framundan hjá okkur,ég vil trúa að hlutirnir fari batnandi á næstu leiktíð.

  7 Kristjá Atli flott innlegg hjá þér, eitt sem ég er ekki sammála þér er síðasta málsgreinin , ég tel að það hafi verið það eina rétta að láta KK fara,,, ég held að ef hann hefði ekki farið þá hefði næsta leiktíð orðið sú hörmulegasta frá upphafi, fyrir mér þá vera henn ekki með þetta,,,við verðum að taka með í reikninginn að þetta var KK,,, ef sjálfur Kóngurinn er búinn að missa mannskapinn og ráða og dugleysi allsráðandi þá er mikið að , ef KK hefur misst neistan þá er ekkert eftir og þá er mikið að.

  9 Dude

  Þú vil ekki hljóma hrokafullur,,,, en þú varst með ótrúlegan hroka og sýndir einmitt það sem sem þú vilt ekki sjá . þú skrifaðir að þú vildir ekki sjá athugasemdir frá vanvitum ,,, þú hljómaðir einmitt eins og vanviti sjálfur,það er almenn kurteisi að leifa öllum Púlurum að hafa sína skoðun án þess að segja að þeir séu eitt aða annað,eitt það besta við KOP,IS er hvað margir tjá sig og mörg sjónamið koma fram, mörg sem ég er sammála og mörg sem ér er ekki sammála,,, enn hver er ég að dæma og segja að þessi eða hinn sé vanviti eða ílla upplýstur unglingur, ég flokkast sem miðaldra og er algjörlega ósammála þínum skoðunum um KK, en það er líka allt í lagi, en plís ekki vera með hroka og telja menn vanvita sem eru með aðrar skoðanir en þú, við erum allir hér á sömu forsendum, til að skiptast á skoðunum og fylgjast með okkar ástkæra klúbbi og þeir sem að þessu standa eru bara snillingar og eiga heiður skilið .

 15. Svar til #14

  Athugasemd þín er á mörkum þess að vera svaraverð – en ég læt vaða.

  Það er ekkert í innleggi mínu sem gefur það í skyn að árangurinn í deildinni hafi verið ásættanlegur. Árangurinn í deildinni var mjög slæmur en mitt mat er samt það, að árangurinn í heildina hafi verið ásættanlegur – en þó á mörkunum.

  Nýr háklassaþjálfari gæti vissulega komið liðinu aftur í baráttuna, ef hann fengi að styrkja liðið um 30-100 milljónir punda – en ég hef fulla trú á því að það gæti Kenny líka – og með þessum rökum segi ég að aðeins deildarmeistaratitill næsta vor geti réttlætt þennan brottrekstur.

  Það vita, flestir sem vilja, að til þess að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni, þá þarf stöðugleika og ef liðið er ekki með óendanlegt fjármagn á bak við sig, þá þarf að sýna stjóranum og leikmönnum þolinmæði. FSG-menn virðast ekki átta sig á þessu – sem er afskaplega sorglegt.

 16. Langar að bæta við innleggið að ofan. Þegar ég segi eftirfarandi:

  “Árangurinn í deildinni var mjög slæmur en mitt mat er samt það, að árangurinn í heildina hafi verið ásættanlegur – en þó á mörkunum.”

  Þá er ég að sjálfsögðu að meina; miðað við allt og allt – miðað við þann leikmannahóp sem við höfðum og miðað við þau áföll sem við lentum í.

 17. Svar til #17

  Ómálefnaleg athugasemd þín er ekki svaraverð.

  En ég tel mig þó knúinn til að taka fram eftirfarandi: Ég hef ekkert móti athugasemdum sem tjá öndverða skoðun við mína. Það sem ég á við, er að ómálefnalegar og vanhugsaðar athugasemdir verða einfaldlega virtar að vettugi.

 18. Martin O´Neil, eða Guardiola. Alls ekki martinez, hvað þá dechamps.

 19. Ég fer að vera meira og meira hugsi yfir þessari stöðu sem Liverpool er komið í. Það er nokkuð ljóst að mínu mati að allt þetta hafi í raun verið fyrirfram ákveðið af núverandi eigendum. Ég er á því að Daglish hafi verið fenginn til að taka við Liverpool eingöngu til að koma ró á klúbbinn og koma svo með athugasemdir hvað sé að hjá klúbbnum í það heila og svo hafi leiðir átt að skilja. Klúbburinn var í raun í rúst, félagið einum degi frá gjaldþroti og fótboltinn í raun í hræðilegum málum að mig minnir þá var Liverpool 4 stigum frá fallsæti þegar Daglish tók við. Ég er sannfærður um að eigendurnir sem eru að leggja í félagið ótrúlega peninga hafa viljað finna út hvar þessi rotnu epli væru og þurftu því að fá einhvern sem er Liverpool í gegn til að koma auga á það sem þarf að laga. Ég er á því að enginn annar gæti fundið það út nema sá sem er framkvæmdastjóri félagsins og ber ábyrgð á liðinu frá degi til dags. Ef eitthvað er þá fannst mér í raun fáránlegt að klúbbur að stærð við Liverpool myndi ráða þjálfara sem hefur ekki þjálfað í hátt í 20 ár. Enginn stórklúbbur myndi gera það sem tekur sig alvarlega og vill ná árangri… kannski Höttur með allri virðingu fyrir þeim. Ég er viss um að Daglish fundið að þessi aðferð eigandanna frábær og stokkið á þetta. Hvað er búið að moka út mörgum aðilum. Ég er viss um að hreynsunin sé ekki öll búin og ég er nokkuð viss um að við vitum ekki hversu mikið hefur verið breytt í klúbbnum fyrir utan það sem við lesum á netinu. Daglish hefur svo skilað af sér lokaskýrslu í Boston. Til að klára málin eins og stórklúbbur en ekki eins og þetta sé þáttur úr Húsinu á Sléttunni (ekkert “sentimental” bull að færa kónginn upp) þá hafi þeir ákveðið í samráði við King Kenny að honum yrði sagt upp eins og aðrir stórklúbbar gera þegar leiðir skilja. Nú hefur væntanlega KK kortlagt hvað sé að hjá Liverpool og hvernig hægt sé að fara snúa sér að því að fara vinna fótbolta leiki á auðveldari hátt en áður. Þetta er það sem ég hef haldið í raun allan tíman frá því að King Kenny var ráðin í þetta starf. Þetta er sá maður sem veist mestu um Liverpool fc og eigendur og félagið sjálft hefur í raun haft mesta trú á honum til að komast að því hvað sé að og hvað sé hægt að gera til að gera Liverpool að stórveli að nýju.

 20. Martin O’Neil? Martin O-fucking-Neil?

  Martin!? O!? Neil?!

  Er fólk í alvörunni að stinga upp á manninum?

  Í alvörunni?

  Ég held ég æli yfir lyklaborðið ef ég sé nafnið hans aftur. Verður ekki mikið Roy Hodgson legri hugsunarhátturinn.

  Ja hérna hér….Martin O’Neil.

 21. Agger:

  ” it is a shame about Dalglish, I think he was a good manager who was building up something good, i don’t have more comment, it’s the owners decisions and they are completely in charge and decides who should be the new manager””

 22. Og Ayre: Disappointed to see Kenny go….

  Lítil sannfæringin í gangi í dag og enn meiri froða um “there is a plan” og út af því eru allir reknir sem taka ákvarðanir nema eigendurnir.

 23. Ég ætla rétt að vona að það sé eitthvað vit í þessum könum, og að þeir séu ekki eins miklir hálvitar eins og fyrri eigendur. Hvað höfum við fyrir okkur að svo sé ekki ? EKKERT ! ! Þó svo þeir hafi hent “smá” peningum í leikmannakaup þegar þeir tóku við, það gerðu G&H líka.

  Martin O´Neil er einn af þremur bestu framkvæmdastjórum í Bretlandi, af hverju ekki hann. Hann er MIKLU betri en woy, t.d. dechamps mun EKKERT geta í ensku deildinni, þó svo hann hafi slysast á einn titil í Frakklandi. Þessi Klopp verður flopp, kann bara á þýsku deildina. Sá eini sem ég væri til í að fá frekar en M.O.N. er GURADIOLA…. Ef það er einhver pungur í þessum kúrekum, þá ná þeir í hann. ALLT ANNAÐ er DRASL ! !

 24. 28. Magginn, hann kann allvega hvernig á að láta scum líta út eins og áhugamannalið þegar þeir voru að spila við hans lið Barca. Ég held að hann geti höndlað ensku deildina miklu betur en “Flopp” og AVB.

  Bara það hvernig hann hefur leikið sér að manutta fær mig til að vilja gefa honum tækifæri, svo er annað mál hvort hann vilji nokkuð koma, en ég held að hann vilji takast á við áskoranir eins og þessa.

  YNWA

 25. Synd að Hyppia sé nýráðinn til Leverkusen, en hann stóð sig frábærlega í hlutverki caretaker-manager hjá þeim í vor. En það er of snemmt að fá hann til stærra liðs á Englandi sem er í mikilli krísu núna.

  Ég kaus Hiddink í könnunninni en sá seinna að hann er ekki á lausu.
  Ég er mikill aðdáandi Rafa og tek undir þá staðhæfingu að hann gæti gert enn betur með betri eigendur á bak við sig, en dæmið er varla svo einfalt.
  Síðan gæti Marcelo Biesla bylt þessu liði.

  Þetta er allt galopið, en þetta sumar verður eitt það rosalegasta í sögu LFC.

 26. Bielsa er versti kosturinn í mínum huga, sénslaust að hann vinni í plani sem annar býr til. Slíkt mun hann aldrei meðtaka.

  Einn félagi minn vill meina það að Ole Gunnar Solskjaer sé undir smásjá margra stærri liða og að ráðgjafar Henry og Warner telji hann vera manninn sem þarf, með reyndan og öflugan D.O.F. – finnst það eiginlega alveg jafn vitlaust og allt annað, á Trafford eru margir sem telja hann arftaka Fergie.

  Þ.e. ef Rafa er ekkert að koma aftur.

 27. Ég er enn á báðum áttum, en hr. Dude #9. 9 sætið er ekki svo slæmt því við “vorum stundum að yfirspila lið”. Vá frábært. Þér finnst þetta ásættanlegur árangur, en á mörkunum þá – að liðið hafi náð lægsta stigafjölda síðan 3 stiga reglan fyrir sigra, í stað 2, var tekin upp. Er það bara allt í lagi ? Já við vorum einmitt svo óheppnir. Taflan lýgur ekki, hefur aldrei gert. Menn skapa sína eigin heppni.

  Ég hefði líklega gefið honum eitt tímabil í viðbót – en hefði örugglega ekki gert það ef þetta hefði verið Woy til að mynda.

  Þessi ákvörðun á ekkert að koma á óvart, þó svo að liðið hafi spilað ágætan bolta á köflum vorum við nær fallsæti en CL sæti. Það eitt og sér er óásættanlegt. Wigan spilaði líka fínan bolta inná milli – samt drulla menn fyrir Martinez. Er það af því að hann er ekki kóngur ?

  Og hr Dude – jú, þú ert hrokafullur í þínum skrifum.

 28. Maggi held þú eigir aðeins of erfitt með þetta. Hélstu virkilega að menn myndu koma fram og lýsa ánægju sinni með þetta. Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert nema eðlilegt að vera svekktur yfir því að Dalglish þurfi að fara. En það þýðir ekki að þetta sé endilega röng ákvörðun.

  Held að menn sem eru endalaust að tala um einhverja flotta spilamennsku ættur að slappa af og átta sig á því að við fáum engin stig fyrir að dominera leiki eða skjóta í stöng. Menn eru ekki alveg í sambandi við veruleikan ef þeir trúa því að við höfum bara verið svona óheppnir í vetur. Til þess gerðist of margt, of margt neikvætt. Þetta lið í vetur var einfaldlega ekki nógu gott til þess að gera nokkurn skapaðan hlut í deildinni.

  Er eitthvað sem segir mönnum að Dalglish hefði getað snúið þessu við í sumar. Liðinu hrakaði jafnt og þétt eftir því sem leið á tímabilið og maður hefði haldið að þjálfarinn hefði átt að geta snúið þeirri þróun við en svo var ekki.

  Það efast engin um að Dalglish sé mesti og besti Púllari sem til er, og frábær karakter og sjálfsagt bara frábær manneskja líka. En hann var rekin úr starfi vegna þess að hann náði ekki viðunandi árangri. Hann stóðst ekki þær væntingar sem til hans voru gerðar. En að sjálfsögðu gerði hann allt sitt og allt það en það er allt önnur saga.

 29. ,,Bielsa er versti kosturinn í mínum huga, sénslaust að hann vinni í plani sem annar býr til. Slíkt mun hann aldrei meðtaka.” – reyndar mjög góður punktur.

  En hverjir hafa mest um það segja eftir hvaða plani liðið mun spila? Er það FSG?

 30. Glen Johnson ?@glen_johnson
  Sad news about King Kenny, Great man and coach. #ThanksForEverything

  Opta Sports @OptaJoe:132 – #LFC allowed the opposition fewer shots on target against them than any other team in the 2011-12 Premier League.Solid.

 31. Vörnin var jú svona þokkaleg Maggi minn, en það versta var að liðin sem spiluðu við okkur og áttu svona fá skot að marki okkar skoruðu yfirleitt úr einni af þessum fáu sóknum sínum. Það gerðum við hinsvegar ekki úr okkar 25+ skotum. Því miður.

 32. Ég er sammála þessu sem Tomkins segir:

  Liverpool Football Club sacking Kenny Dalglish is “wrong” in almost every conceivable sense. But the only way it can ever be right is if time proves it to be.

  It will still feel wrong – the way we feel now – but if it leads to undeniable success on the pitch, then even Kenny himself will surely regard it as the correct move (although he will, of course, have the right to think he could have matched any subsequent success). If it doesn’t lead to success, then the unrest of fans will surely only grow.

  Mér persónulega finnst bull að segja að það eina sem réttlæti brottrekstur KK sé ef arftaki hans vinni deildina en hann þarf klárlega að ná nokkuð góðum árangri að mínu mati. Ef árangurinn á næsta tímabili verður bara aðeins skárri þá munu allir segja að við hefðum betur gefið Dalglish traustið og ég óttast pínu að það gæti orðið til þess að ástandið verði eitthvað í líkingu við það sem var áður en Kenny kom. Vonum það besta bara!

 33. Enn heldur heimasíðan áfram að velta upp sorg leikmanna yfir brotthvarfi Dalglish, nú Gerrard…

  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kenny-will-always-be-my-idol

  Segi enn og aftur, sá sem kemur inn þarf að byrja að vinna í stórum skugga…það er greinilega búið að gefa mönnum leyfi til að tjá sig og allir lýsa yfir sorg og vonbrigðum með ákvörðunina. Eins og á öllum vinnustöðum skiptir nú bara töluverðu máli fyrir framlegðina að hinn almenni starfsmaður sé kátur.

 34. Jæja það virðist eitthvað vera í gangi með Martinez.

  James Ducker
  Dave Whelan has confirmed to The Times that LFC have asked for permission to speak to Roberto Martinez. “It is true,” Whelan said.

  Whelan: “I don’t know the exact timescales of when he is due to meet with the Liverpool owners but I will never stand in Roberto’s way.”

 35. Dave Whelan formaður Wigan:

  Whelan: “I don’t know the exact timescales of when he is due to meet with the Liverpool owners but I will never stand in Roberto’s way.”

  Martinez á leið í vélina til Boston, 7% í okkar könnun velja hann.

  Ekki það sem ég vill heyra núna, bara ekkert sem gleður mig við að heyra þetta. Sá sem er að leiðbeina FSG er Everton eða Scum aðdáandi!!!

 36. Það er reyndar algjör vitleysa að búið sé að segja öllum upp eins og menn hafa verið að nefna. Þ.e. Ian Ayre og Steve Clark eru ennþá skráðir á bækur klúbbsins og ekkert verið staðfest með brottför þeirra.

  Annars held ég að þetta hafi verið fín tímasetning fyrir Kenny að stíga frá og í rauninni hefði alltaf verið best að gera bara eins árs samning við hann sl. vor. Skilar liðinu frá sér í betri stöðu en margur (hvaða gríni eru t.d. flestallir íslenskir fjölmiðlar að halda úti?) heldur. Virðist vera fín liðsheild og menn tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Núna er næsta skref að finna þjálfara sem er í takt við nútímann og með ferskar áherslur í leikkerfum og fl.

  Yrði t.d. mjög sáttur við AVB. Nú kunna menn að spyrja sig hvort ég sé ruglaður en sannleikurinn er nú bara sá að pressuboltinn sem hann vill spila myndi að mínu mati heimfærast mun betur á leikmannahóp Liverpool en hóp Chelsea í vetur. Annars eru þetta allt skemmtilegir kostir, Klopp væri flottur, hefur alltaf fundist vanta Þjóðverja í klúbbinn okkar síðan Hamann fór og sá maður er grjótharður. Spurning samt hvort hann vilji yfirgefa verkefnið sitt þegar það er svona langt komið. Verður spennandi amk.

 37. Mér finnst það bara alveg fáranlegt að það sé verið að ræða við martínez sama hvort hann sé ungur og efnilegur þjálfari og hefur bjargað wigan frá því að detta niður í championship.

  við erum að tala um LIVERPOOL við erum ekki að tala um wigan eða WBA. Ef þeir eru að fara ráða Martínez erum við að fara detta í sama plan og þegar við réðum hogdson.

  Ef við ráðum Martínez og ég mun hafa rangt fyrir mér mun ég prenta þetta út og éta þetta. En ég get bara ekki sagt að ég hafi mikla trú á því að Martínez eigi eftir að gera einhverjar stjörnur fyrir liverpool.

 38. FSG ætla gjörsamlega að drulla uppá bak, reka kónginn og fyrsti maður sem þeir tala við er Roberto Martinez, er ekki í lagi hjá þessum gaurum. Þeir hugsa greinilega meira um markaðssetninguna en getuna inná vellinum. Hér með verður Liverpool ekkert nema meðallið með stórbrotna sögu ef svona glórulausar ákvarðanir verða áfram teknar.

 39. nú yrði ég ekki hissa ef nokkrir leikmenn vildu fara frá klúbbnum t.d. Reina og Suarez.Þetta er ekki hugsað til enda þessi upps.Þetta var einmitt það sem klúbburinn þurfti ekki á að halda,rótleysi og aftur rótleysi.

 40. Ég bara sé ekki hvers vegna Martines á að vera svona lélegur kostur. Skal alveg viðurkenna að hann var ekki mitt fyrsta val en það svo sem þýðir ekki að maðurinn sé ekki sá rétti. Held ég leyfi mér bara að hafa alveg tröllatrú á honum. Hafði það nú reyndar líka á Dalglish og við sjáum hvernig það fór.

 41. Þetta bara skánar ekki neitt þessi rúlletta sem byrjaði í gær.

  Ef að Dalglish var rekinn til að ráðinn yrði “efnilegur” stjóri er þá rétt að velja þann úr þeim flokki sem neðstur var í deild þess háttar stjóra (neðan við Norwich og Swansea) og hefur aldrei snert á stórliði sem leikmaður eða þjálfari.

  Svei mér þá, FSG bara hafa Everton og Scum aðdáendur að ráðleggja sér.

  Og svo keppist Ayre við að segja að ekkert sé farið í gang og menn muni gefa sér góðan tíma til að velja nýjan mann, en þá bara birtist formaður Wigan, segir fréttirnar og bara heyrist “úbbbsss” hjá PR deild Liverpool. Svakalegt. Á ekki orð yfir þetta og ítreka rispuðu plötuna mína með það að ég bara er alls ekki viss um að þessir Kanar viti hvað þeir ætla að gera.

  Já, og by the way, Tony Evans segir útilokað að rætt verði við Rafa. Hann er ábyggileg heimild ef hún er til. Þar með er bara einn í heiminum eftir sem verður skref uppávið frá Dalglish en ég held að sá myndi láta lífið ef að hringt yrði í hann núna.

  Ef Martinez er fyrsti kosturinn – hver er þá eiginlega í röðinni á eftir honum?

 42. Drepið mig ekki er í alvörunni verið að íhuga að bjóða Brendan Rodgers og Robert Martínez í viðtalsferli um Liverpool jobbið. Þá held ég að við séum að fara í annað Hodgeson fíaskó. Ef þessir FSG menn er í alvörunni að íhuga þetta segir það bara eitt að metnaðurinn er enginn og það á að fara að skera niður í eyðslu. Þá erum við að fara að horfa á tímabil þar sem það verður lítið eða jafnvel ekkert keypt.

 43. Þið sem eruð þunglyndir yfir þessu, ættu kannski að skoða aðeins töfluna. Liverpool endaði með 52 stig en Wigan 43 stig, já alveg heil 9 stig á eftir stórliði Liverpool og skoruðu 5 mörkum minna yfir tímabilið.

  Wigan bjargaði sér frá falli með enda tímabilið svona

  Liverpool 1:2 **Wigan**
  **Wigan** 2:0 Stoke
  Chelsea 2:1 Wigan
  **Wigan** 1:0 Man. Utd
  Arsenal 1:2 **Wigan**
  Fulham 2:1 Wigan
  **Wigan** 4:0 Newcastle
  Blackburn 0:1 **Wigan**
  **Wigan** 3:2 Wolves

 44. Þegar Kenny var fenginn til þess að taka við liðinu var skipið í ansi miklum öldugangi og það stóð ekki steinn yfir steini og nýjir eigendur voru að koma sér fyrir í stjórnarstónum í rólegheitum. Í raun mjög klókt af eigendunum að fá stjóra sem þekkti félagið betur en nokkur annar á meðan að þeir (eigendurnir) voru að kynnast sögu og hefðunum innan félagsins.
  Nú 1 1/2 ári síðar eru nýju eigendurnir búnir að koma sér vel fyrir og Kenni búinn að stilla skútuna vel af og flest allt með kyrrum kjörum. Því er nú kominn tími á að eigendurnir hrindi sinni hugsjón formlega af stað og gera það með nýjum mönnum sem passa inn í þeirra langtíma áætlarnir.
  Þannig lítur þetta út fyrir mér og gæti vel verið algjör vitleysa.

  En að brottfari Kenny þá var í raun bara ein ástæða, fyrir utan ofangreinda tilgátu, fyrir því að ég studdi það að hann léti af störfum sem manager. Hún er að það var enginn rauður þráður í gegnum leikkerfi og spilamennsku liðsins, sem ég tel að sé ástæða þess hversu óstöðu frammistaða liðsins var, hvort sem var milli leikja eða einfaldlega milli leikhluta í sama leiknum.
  Ég fékk það á tilfinninguna Kenny væri mjög öflugur að peppa menn í gangi í klefanum en að það væri ekkert langtíma plan um hvernig liðið ætti að spila boltanum. Vissulega átti að spila svokallaðann pass and move bolta EN hvernig? hvaða hlaup áttu að koma, hvernig átti að vinna boltann til baka og voru allir leikmenn með sitt hlutverk á hreinu sama í hvaða stöðum þeir voru að spila?

  Einnig vona ég að Steve Clarke verði áfram því mér fannst varnarlína vera mjög vel skipulögð allan veturinn.

  Þetta eru mínar pælingar og vona ég að þær séu ekki of “vanvitlegar” fyrir Dude þó ég teljist til unglings.

 45. Voðalega eru menn fljótir að dæma og svakalega eru menn neikvæðir úff .
  Ef maður er með fyrirtæki og ætlar að ráða mann sem á að stjórna því setur maður upp lista með 4-5 og ræðir við þá alla til að sjá og heyra hvaða hugmyndir þeir eru með ER ÞAÐ EKKI !!!!!! Svo er valið með fyrirtækið í huga …… Eiga eigendur bara að tala við 1 og ráða hann svo bara án þess að sjá hvað er í boði ……

 46. 33.

  Eins og talað úr mínu hjarta. Sammála öllu saman og var búinn að semja þennan pistil í huganum en svo kemur þú og skrifar hann fyrir mig.

  Ég er ánægður með að KK verði ekki áfram með liðið okkar. Deildin var gjörsamlega óásættanleg fyrir okkur. Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með liðið, þjálfarann, marga leikmenn og það er greinilegt að eitthvað mikið hefur gengið á í vetur hjá Liverpool. Vonandi verður hægt að hreinsa loftið og púsla saman samheldnu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. KAR er með þetta varðandi að púsla saman öflugu teymi, það er klárlega lykill að velgengi, allavega til lengri tíma! Þetta eru engin ný vísindi en það getur reynst að finna réttu blönduna rétt eins og þegar fólk er að vinna saman í fyrirtækjum. Það er nóg að hafa rotið epli sem smitar út frá sér.

  Takk Einar Örn fyrir að fylgja þessum fréttum eftir. Vona innilega að rétti maðurinn komi, hver sem hann verður. Klopp lítur mjög vel út á pappírunum, ég hef hrifist af Dortmund og hann hefur gert frábæra hluti þar. Veit ekki með AVB, fannst hann máttlaus hjá tjélskí en hvað veit maður. Maður sér bara brotabrot af öllu saman sem er í gangi á skjánum.

  Bíð hrikalega spenntur eftir framvindu mála og kíki auðvitað hingað fyrst!

 47. Ég las í einhverjum USA-snepli að Bruce Arena kæmi líka til greina!!!

  Hann er Roy Hodgson þeirra Ameríkumanna.

  Held reyndar að Roberto Martinez sé fínn kostur ef hann fær tíma, reyndan DoF og peninga!

  Hann lét bæði Swansea og Wigan leika fínan fótbolta og á meðan við vorum í ruglinu, vann hann hvert stórliðið á fætur öðru.

  Hann er væntanlega ekki hugmyndafræðilegageldur eins og Roy er.

 48. Paul Tomkins ?@paul_tomkins
  As far as I’m aware the Director of Football is already identified and presumably involved in interview process. #LFC

  Gæti það verðið Txiki Begiristain næsti DOF þá er kannski ástæða þess að þeir eru fara tala við Roberto Martinez ?

 49. Finnst svolítið fyndið að fólki blöskrar að það sé verið að tala við þjálfara Wigan.
  Segja að hann sé ekki þess verðugur að þjálfa lið eins og Liverpool.
  Ef þið hafið ekki tekið eftir stigatöflunni þá endaði Wigan bara 9 stigum á eftir Liverpool. Eins og staðan er í dag erum við bara meðal lið með stóra sögu.
  Ég vona samt að FSG hafi metnað og pening til að koma okkur aftur í að vera
  stórt lið með stóra sögu

 50. Ég verð að segja að eftir að hafa heyrt þessi nöfn sem eru orðuð við okkur þá er ég nú bara ekkert spenntur. Eiginlega bara sannfærður um áframhaldandi meðalmennsku hjá okkur ef af þessu verður. Ef einhver óreyndur pappakassi verður ráðinn þá segi ég nú bara “YANKS OUT”

 51. Amen Kristján Atli, það er ekki eins og Martinez sé kominn þó svo hann sæki einn fund með Henry og Werner

 52. Þetta sögusagna tímabil er meira en óþolandi. Ég neita að trúa að því að bandarísku eigendurnir hafi ekki verið búnir að undirbúa sig betur fyrir uppsögn KKD en að þeir séu fyrst að byrja núna í mögulegri leit sinni að stjóra og hún sé ekki betur undirbúin en að byrja á Martínez. Ef það er rétt þá finnst mér það merki um verulega slaka hæfileika þeirra en nánast allir Liverpool stuðningsmenn yrðu óánægðir með ráðninguna og verulegar líkur fyrir því að þetta sé of stór biti fyrir hann. Sammála öðrum hér að Liverpool getur keppt um bestu stjóra í heimi og þangað á að stefna, ekki enn eitt meðalmennskudæmið.

  Ef maður ber saman fréttir miðlanna sem eru að fjalla um þetta virðast Sky, ESPN ofl stórir miðlar allir segja að Steve Whelan hafi sagt þeim þetta með Martínez í samtali þeirra við þá (símtal) allir fréttamiðlarnir vísa til þess með nákvæmlega sama orðalaginu eins og þeir hafi hver um sig átt þetta umrædda símtal við Whelan og mér finnst verulega líklegt að einhverjir þeirra séu að taka upp sögusagnir frá öðrum, hvar þetta byrjaði veit maður ekki. Enn aðrir miðlar segja síðan að Whelan hafi sagt við þá að Liverpool hafi ekkert haft samband og þessar fréttir séu ekki réttar.

  Svo hef ég verið að lesa talsvert misvísandi fréttir um Steve Clark bæði úr áreiðanlegum og óáreiðanlegum miðlum, virðist margt benda til þess hins vegar að hann sé á útleið líka. Ég ætla vona að menn séu búnir að hugsa þau atriði til enda þar sem ég held að það yrði verulegt högg fyrir klúbbinn.

  Þetta er nú meira helvítis óþolandi ástandið að bíða eftir vonandi einhverjum jákvæðum fréttum.

 53. Martinez er með 26.77% vinningshlutfall sem stjóri Wigan frábær árangur

 54. Ég er með æluna í kokinu. Það sem ég óttaðist fyrir 18 mánuðum síðan er á góðri leið með að gerast hérna. Þessir sirkusmenn sem keyptu klúbbinn og áttu að vera svo frábærir ætla að verða eins og trúðarnir Hicks og Gillett.

  Ekkert hefur heyrst hvað völlinn varðar frekar en hjá Hicks og Gillett og núna á að fara ódýru leiðina og ráða Martinez svona eins og þegar hin fíflin réðu Hodgson. Það sem þeir eru að segja með að taka Martinez er það að þeir ætla að fá mann sem sættir sig við þeirra plan, ódýr kostur sem væntanLega fær ekki mikinn pening til að eyða í nýja leikmenn og sættir sig við það. ÞETTA ER VIÐBJÓÐUR.

  aÐ HALD MEÐ Liverpool hefur reynst mér mjög erfitt í gegnum tíðina en alltaf heldur maður í vonina en mér sýnist útlitið bara ætla að versna og versna og versna….

  Ef þeir ráða hann þá fá þeir mjög stóran meirihluta púllara á móti sér og það veit ekki á gott. SHIT HVAÐ ÉG ER PIRRAÐUR.

  . Alltaf virðist sama helvítis METNAÐALEYSIÐ ætla að einkenna félagið sem maður elskar og nú sér maður skyndilega fram á ömurlegan næsta vetur…

 55. Að mínu mati eru eigendurnir með pung og ekki með neitt tilfinningaklám. Tek það fram að ég vildi Dalglish áfram en ég skil þessa ákvörðun eigenda. Í upphafi tímabilsins var markmiðið sett á meistaradeildarsæti og það gekk ekki eftir, svo langt í frá. Þó liðið hafi spilað fínan bolta og oft óheppnir þá er árangurinn, sérstaklega eftir áramót, óásættanlegur. Því er þessi leið farin (að segja upp hægri vinstri). Nú er á fullu verið að vinna eftir nýju plani (sem ég er viss um að sé til). Ég hef fulla trú á þeir viti hvað þeir eru að gera og stend með þeim.

  Annars tel ég að AVB sé skársti kosturinn. Hann er á lausu og því þarf ekki að kaupa upp samninginn hans. En ef Martinez verður ráðinn þá mun ég bjóða hann velkominn.

 56. Það er verið að orða okkur við Gary Megson, það er alvöru stjóri og miklu betri en Martinez. Hann er kallaður “le tactician” erlendis svo hann hlýtur að vera seigur í taktíkinni.

 57. Sjáiði Man City fara að ræða við Martinez ef Mancini hætti? NEI hélt ekki… Hvar er metnaðurinn? þó að það ætti að ræða við 10 stjóra þá á þessi maður aldrei að vera á listanum hjá risafélaginu Liverpool. Þetta er móðgun við aðdáendur félagsins PUNKTUR

 58. Maggi ekki vera svona ótrúlega sár og svekktur. Þetta gekk bara ekki upp hjá Dalglish því miður og því er bara alveg eðlilegt að prófa annan stjóra. Dalglish eyddi 100 milljónum á sínum tíma í misgóða leikmenn og því er alveg eðlilegt að hann sé látinn bera ábyrgð á gengi liðsins.
  Mér líst vel á alla sem hafa verið orðaðir við Liverpool nema Rafa. Vil ekki sjá hann aftur enda virðast eigendur vera á sama máli. Það væri eins og ráða Houlier aftur. Hann vann fleiri titla en Rafa og var ekkert svo rosalega slæmur, náði meira að segja 2 sæti í deildinni.
  Núna er tími fyrir nýtt blóð algjörlega, og Martienz er ekkert verri en hver annar fyrir til að taka við Liverpool.

 59. Af hverju telja sumir að Liverpool muni ráða við marga um starfið? Martinez er að senda Wigan áhangendum neikvæð skilaboð bara með því að vilja ræða um að taka við Liverpool og er væntanlega dottinn niður af stallinum hjá þeim… hann myndi væntanlega ekki gera þetta nema hann væri búinn að fá mjög jákvæð skilaboð frá Henry og Werner. Ef hann er að fara að fljúga út til Boston á fund, þá tel ég afar líklegt að H og W ætli sér að reyna að ná samningum við Martein. Tel því að við getum hætt að vonast eftir proven þjálfara með titla í farteskinu. Það er augljóst að H og W ætla að fara aðra leið…og ég er skíthræddur um að það sé verið að gera mistök…

 60. Sælir félagar

  Martinez! Fullkomið metnaðarleysi og ég vona að Liverpool stuðningmenn láti í sér heyra um veröld alla. Ég er mjög óánægður með þessa hugmynd og finnst hún sýna að enginn metnaðar sé í gangi hjá amerískum eigendum félagsins. Þetta er miklu verra en halda KKD áfram. Andsk . . . bara. Ég segi ekki annað.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 61. Það mætti halda að Grindavík hafi verið að leyfa Gaui Þórðar að ræða við LFC!

  Vitanlega myndum við öll kjósa Guardiola, Klopp, Móra, o.s.frv.. Og af því að það er Uppstignardagur væri ég alveg til í að Jesús kæmi til baka niður og tæki við sem fótboltastjóri LFC en það mun líklega ekki gerast frekar en með þá fyrrnefndu.

  Drengir, öndum með nefinu. Martinez er einn efnilegasti ungi þjálfarinn sem í boði er. Er virkilega ekki möguleiki á að þessi gaur sé nákvæmlega sá sem við þurfum. Tala nú ekki um ef hann fær með sér Txiki Begiristain ! Katalóni og Baski saman við stjórnvölinn hjá LFC er ekkert til að væla yfir; a.m.k. ekki fyrirfram.

 62. Ótrúlegt að lesa sum comment hérna. Wigan var spáð falli, beint niður og 20 sæti fyrir tímabilið. Þeir voru með afgerandi lélegasta leikmannahópinn, það var mál manna fyrir tímabilið. En þetta lið spilaði samt fótbolta allt tímabilið, bakaði Liverpool í allavega öðrum leiknum og Martinez hló af Dalglish eftir þann leik. Ena ekkert annað hægt þar sem Carroll kostaði helmingi meira en allt Wigan liðið.

  Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir Martinez eftir þetta tímabil og ef Liverpool ætlar að ráða hann sem stjóra þá bíð ég hann velkominn til starfa.

 63. Þvílíkt metnaðarleysi að ráða Martinez. Við erum ekki að fara að gera stóra hluti á meðan Martinez er við stjórnvölin. Þvílík meðalmennska að það hálfa væri nóg!

 64. Ætli H&W séu kannski bara H&G í dulargerfi ég er farinn að hallast að því “Yanks Out”

 65. Það má vel vera að Martinez sé ágætur með Txiki Begiristain sér við hlið ásamt fullt af peningum en ég er bara sannfærður um það að kanarnir eru að fara ódyru leiðina og þess vegna ráða þeir hugsanlega Martinez sem er sáttur með þetta djobb og litla peninga í leikmannakaup enda þjálfaði hann ruðningsliðið Wigan og dauðfeginn að komast til miklu stærra félags.

 66. Verið ekki svona svakalega svartsýnir strákar, þetta eru spennandi tímar og breytingar voru nauðsynlegar. Þessir menn bakvið tjöldin vilja það besta fyrir klúbbinn svo hann græði meiri pening fyrir þá og vinni fleiri bikara. Þeir vita meira um þetta en við, andiði og verið bjartsýnir, besta sem hægt er að gera á þessum tímum.

 67. Félagar,

  Heyrði þessa skoðun fyrir nokkrum mánuðum og finnst þetta mjög líklegt.

  Kenning:
  Ef þið vissuð ekkert um eh íþrótt (eins og FSG) og ættuð að stjórna liði í þeirri íþrótt, hvað mynduð þið gera…..svar: Reyna að gera eins og besta liðið í þeirri íþrótt. i.e. Barcelona.

  Þeir fá sér Barcelona setup og ungan þjálfara sem kemur frá því setup-i eða skilur þannig setup. Þeir fá sér DOF frá þessum skóla einnig. Því tel ég Martinez og AVB einu sem koma til greina fyrir Kanana.

  Það er svo margt sem getur farið úrskeiðis við þessa tilfærslu á fótboltalegri hugmyndarfræði klubbsins að það er fáranlegt.

  Ég er svo svakalega efins með þessa eigendur að það nær engri átt. Holy Comolli, hvað næstu mánuðir verða rosalegir.

 68. …..en gerið eitt fyrir mig, þrátt fyrir að ég sé hundóánægður með þessa ákvörðun eigandana, þá alls ekki tala um metnaðarleysi !

  FSG eru að farast úr metnað fyrir framtíð klúbbsins. Spurningin er hvort að þeir séu á réttri braut og hvort þeir skilji yfir höfuð hvernig á að reka fótbolta klúbb á stærðargráðu við Liverpool FC.

  Aldrei metnaðarleysi.

 69. Ég er mest hissa á að þjálfarin Snæfells frá sé ekki kallaður í viðtal hjá þessum skrítnu könum. Töpuðu ekki nema 0-31 í gær.

 70. Ef Liverpool er að hugsa um að bjóða Martinez starfið þá held ég alveg klárt að Txiki Begiristain sé á leiðinni líka.
  Og það samstarf gæti orðið spennandi, þrátt fyrir að Martinez sé óskrifað blað að mínu mati.

 71. Mér finnst ótrúlegt að lesa sum commentin hérna. Það er eins og menn haldi að það sé bara sjálfsagt að Guardiola mæti og væli um að fá að þjálfa Liverpool. Einhvern tíman þurfa þessir stóru þjálfarar að fá tækifærin sín.

  Held að Martinez gæti verði ágætur kostur fyrir okkur en ég er viss um að hann er bara einn af mörgum sem kemur til greina. Sýnum smá traust á eigendunum þeir hafa enn staðið við allt sitt.

 72. Ég er brjálaður. Það er sjaldan sem mig langar að sjá liðið liverpool tapa en nú vona ég að þeir tapi hverjum einasta leik svo honum verði vikið úr starfi sem fyrst. Hann mundi aldrei verða ráðinn hjá hinum topp klúbbunum og maður hélt að menn væru búnir að læra af því að vera ekki að ráða þjálfara frá hinum botn liðunum. Hann hefur ekki afrekað neitt þessi stjóri og þó hann hafi náð nokkrum sigrum á móti toppliðunum þá hefur hann ekkert að gera til Liverpool. Hann getur haldið áfram að bjarga Wigan frá falli.

  Hann hefur ekkert aðdráttarafl og mun ekki geta laðað til sín topp leikmenn frá Evrópu.Það kæmi manni ekki á óvart ef að Suarez færi fram á sölu!! Burtu með Martinez!!!!!!!!!!!

 73. 86 Viltu bara ekki styðja eitthvað annað lið? Man City var að vinna titilinn, hvað með þá?

 74. Það verður áhugavert hvað spænsku mælandi leikmenn Liverpool finnast um fá Roberto Martinez

 75. Common Martinez!!!!!! Nei nú hætti ég að fylgjast með Liverpool.Þvílík metnaðarleysi!!!!!Nú gef þessu frí þar til alvörumenn koma í liðið.

 76. 86 ertu ekki að grínast?? Viltu að Liverpool tapi til að þjálfarinn verði látinn fara? Þjálfari sem er ekki einu sinni tekinn við? Mér persónulega er alveg sama hvað karlinn í brúnni heitir svo lengi sem hann vinnur leiki….Við skulum endilega róa okkur í þessari umræðu um mann sem er einn af ungu og efnilegu stjórunum á Englandi.

 77. Voðalega eru menn dramatískir hérna. Þetta er eins og að horfa á 387 Grey’s þætti í röð!

  Er ég sá eini sem treysti eigendunum fullkomlega fyrir þessum ráðningum? Þessir gaurar hafa akkúrat engan áhuga á að vera áfram í þeirri meðalmennsku sem liðið er búið að vera í undanfarin ár.

 78. @86
  *Ég er brjálaður. Það er sjaldan sem mig langar að sjá liðið liverpool tapa en nú vona ég að þeir tapi hverjum einasta leik svo honum verði vikið úr starfi sem fyrst. *

  Í fyrsta lagi, já, þú ert brjálaður.
  Í öðru lagi, þessi skrif þín sanna að þú ert ekki og hefur eflaust aldrei verið mikill stuðningsmaður LFC.

  Er samt ekki að segja að ég sé hoppandi kátur yfir þessari ráðningu, en ætla samt ekki að fara að rífa niður næsta mögulega stjóra Liverpool Football Club vegna þess eins að ég var búinn að gera mér barnalega drauma um ráðningu á “stærra nafni”.
  Martinez veit út á hvað fótbolti snýst, hann fær menn sína til að spila saman sem ein heild, en ekki bara samansafn af “overpriced-playboys” sem hefur einkennt leik LFC töluvert núna eftir áramót.

  FSG eru augljóslega tilbúnir að taka áhættuna á því að ráða óreyndari stjóra og þeir fá plús fyrir það frá mér, sýnir að þeir horfa á meira en fyrri afrek manna.

  Gefum Martinez sjénsinn ef hann verður ráðinn, ungur og efnilegur stjóri sem getur eflaust komið mörgum á óvart. Það verður jú nægur tími til þess að fara í fýlukast um áramótin …ef þessi tilraun misheppnast!

  YNWA

 79. Hver er þessi Txiki Begiristain?? Og hvað hefur hann gert á sínum ferli??

 80. Mér varð ekki að ósk minni að Kenny fengi að vera áfram.

  Sama hver tekur við – þá legg ég til að allir stuðningsmenn liðsins sammælist um að gefa manninum tíma til að móta liðið og alveg á sama hátt að gefa leikmönnum tíma að venjast nýjum stjóra. Og þá meina ég ekki nokkra leiki.

  Byrjum á að taka bara fyrir jól og sjáum hvernig staðan er um næstu áramót, rökréttast væri þó að gefa ferskum vindum heilt síson til að blása. Við sem stuðningsmenn (nær og FJÆR) eigum náttúrulega fyrst og fremst að styðja okkar lið.

  Persónulega hefði ég viljað sá Hiddink en sjáum hvað setur…

  YNWA

 81. Jen Chang is the new Director of Communication and Txiki Begiristain is the new Director of Football. Brilliant if true.”

 82. *96 Dirk Kuyt.

  Hvar lastu þetta? Er þetta áreiðanleg heimild?
  Vona að þetta verði að veruleika 😉
  Og strákar, ekki byrja strax að skíta út stjóra sem hefur ekki enn fengið starfið. Skiptir ekki máli hvað maðurinn heitir. Hann er búinn að gera flotta hluti þetta tímabil. Ungur og efnilegur stjóri sem er örugglega mjög hungraður í sinn fyrsta titil. Að vilja sjá Liverpool tapa öllu til þess að láta reka Martinez.. ég hló… frekar bara að vonast til þess að Liverpool vinna allt svo við þurfum ekki að reka annan stjóra… það kostar peninga you know :*

 83. 94 hann er maðurinn á bakvið Barcelona sem allir eru dýrka núna hann er sá sem réð Frank Rijkaard sem þjálfari Barcelona og líka sá sem réð Pep Guardiola sem þjálfara Barcelona.

  Mér finnst virkilega skrítið að segja það sé metnaðaleysi að ráða Martinez sem er þjálfa Wigan meðan Barcelona tók svipað risk með Guardiola sem var bara búinn þjálfa BARCELONA B og er líka halda því starfi með því gefa aðstoðamanni hans Tito Vilanova tækifæri sem eftirmann Guardiola hví líkt metnaðaleysi er hjá Barcelona gefa honum tækifæri.

 84. Ég var brjálaður um stundasakir. Ummælin mín voru heimskuleg. Ég á ekki að óska eftir að sjá liverpool tapa.

 85. Kenny Dalglish apparently refused compensation after being sacked & told FSG to put the money towards transfers instead. Class act.

  Þetta er náttúrlega algjör gullmoli og ég held að FSG viti ekki alveg hvern þeir voru að reka. Hefðu eins getað klipp hausinn af Liverbird!

 86. Dramað er mikið hérna inni, því er ekki að neita. Að heimta stórt nafn í stólinn er ekki það sama og tryggja árangur. Það er að mörgu að hyggja og best er hafa smá trú á eigendum liðsins. Ég minni líka á að við höfum á undanförnum árum séð ýmiss stór nöfn í þjálfara heiminum færa sig til, stundum fyrir töluverða peninga og árangur hefur sjaldnast fylgt í leiðinni.

DALGLISH HÆTTUR MEÐ LIVERPOOL (Staðfest)!

Liverpool fá leyfi til að tala við Martinez (uppfært: Og Guardiola er efstur á óskalistanum)