Fjórir frá LFC í enska hópnum – uppfært

Roy Hodgson tilkynnti í dag landsliðshóp Englendinga á EM í sumar og í hópinn valdi hann fjóra leikmenn Liverpool.

Það eru þeir Glen Johnson, Steve Gerrard, Stewart Downing og Andy Carroll. Liverpool er það lið sem á flesta leikmenn í hópnum, ásamt þó Manchesterliðunum tveimur.

Að auki getur Jordan Henderson ekki bókað fríið strax, hann er í “standby” hópnum sem má grípa til ef upp koma meiðsli fram að móti.

Hið besta mál, ýtir væntanlega við sjálfstrausti Downing, Carroll mun klárlega græða mikið á þátttökunni auk þess sem við þá losnum við þann möguleika að hann spili á Ólympíuleikunum sem verða seinna í sumar.

Uppfært

Roy Hodgson tilkynnti um leið að Steven Gerrard myndi leiða landsliðið sem fyrirliði í mótinu. Glaður að sjá það að Captain Fantastic fær það hlutverk, fannst með hreinum ólíkindum hvernig gengið var fram hjá honum síðast.

19 Comments

  1. Skil bara ekkert í þessu vali á Downing… Svakalega er illa komið fyrir þessu enska landsliði fyrst hann er í liðinu! Henderson hefði verið betri kostur.

  2. Sé á félagsmiðlum að Gerrard verði fyrirliði þannig að Roy gamli fær nokkra punkta frá okkur:

    Annars er þetta hér heilvíti fyndið 🙂

    RT@Robbie9Fowler
    Gutted…. Not even on the standby list #hodgsonout

  3. Voðalega væri ég ánægður ef að Downing og Carroll springa út á EM og komast í draumaliðið. Kæmi mér reyndar ekkert á óvart, held nefnilega að Dalglish sé að nota þessa leikmenn kolvitlaust.

  4. nr 1

    Roy spilar 442 og verður því að velja vinstri kantmann í liðið. Af hverju ætti það að vera Jordan Henderson, sem er enginn vinstri kantmaður og hefur auk þess átt alveg jafn ömurlegt tímabil og Downing.

    Downing nýtur þess að lítið er um enska vinstri kantmenn sem henta í 442. Eina spurningarmerkið finnst mér vera Adam Johnson. Hefði vilja sjá hann þarna inni. Þó verður að hafa í huga að Johnson kemst ekki í City liðið og vonandi verður þetta val Roy til þess að Adam Johnson heimti sölu frá City og verði keyptur til Liverpool.

    Ekki er að sjá á þessum hóp að Roy Hodgson sé í mikilli nöp við Liverpool liðið.

  5. Kemur nokkuð á óvart. Ánægjulegt að Gerrard skuli vera fyrirliði, spurning hvort að þetta sé hans síðasta stórmót – hefði ekkert á móti því að sjá hann leggja landsliðsferilinn á hilluna eftir þetta mót og einbeita sér að LFC. Líkami hans þolir ekki svona marga leiki lengur.

    Nú er þetta þriðji landsliðsþjálfarinn sem lætur Gerrard fá fyrirliðabandið (á einhverjum tímapunkti) ásamt því að hann hafi borið það hjá klúbbnum sínum í stjórnartíð fjögurra knattspyrnustjóra. Woy er klárlega ekki búin að lesa lausn AEG við öllum vandamálum LFC, sem jú tengjast leiðtogahæfileikum Gerrards, eða skorts þar á. Bara ef menn eins og Rafa, Cappello, Houllier, KD og Woy kallinn hefðu innsæi þvottavélaframleiðandans á http://www.kop.is :o)

  6. Captain Fantastic!

    Mér hefur alltaf fundist Downing spila mjög vel fyrir England og því fær hann sjénsinn. Annars er Ashley Young líka vinstri kantur…

  7. Þetta er augljóslega allt plott hjá Hodgson að eyðileggja enn þá meira fyrir Liverpool. Það er það sem hann gerir best. Nú koma þeir allir þreyttir og meiddir til baka og Gerrard sem fyrirliði eftir enn eitt vonbrigða mótið hjá enskum með ensku pressuna á herðunum 🙂

    En að öllu gamni slepptu þá er þetta nú bara flott og fyrir alla þá sem hafa verið að gagnrýna valið á Downing þá verður að hafa það í huga að þó hann hafi ekki verið alveg “lights out” í vetur þá hefur hann oftast staðið sig vel í leikjum með landsliðinu og er sennilega sá enski vinstri kantmaður sem er hvað mest natúral í vinstri kantstöðuna.

  8. Roy Hodgson var spurður af hverju hann hefði valið Oxlade-Chamberlain í hópin fyrir EM:

    Roy’s praise for Ox v Milan being seen as a major gaffe. He said he saw Ox worry “Pirlo and Ambrosini”

    Hann sá hann í einum leik þar sem hann fór ílla með Pirlo og Ambrosini og þess vegna valdi hann Ox.
    Eina vandamálið er að Ambrosini spilaði ekki leikinn og Pirlo er hjá Juventus.
    Hann Hodgson er sko alveg með þetta. 🙂

  9. Afhverju hugsa ég alltaf um elliheimili og maukaðan mat þegar ég sé Roy Hodgson? og hvar er heskey?

  10. Soldið off topic en. Yaya Toure er á lausu. Kaupa hann fyrir 40 milljónir punda og 210 þúsund pund í vikulaun þá erum við í góðum málum.

  11. 4 leikmenn LFC í enska landsliðshópnum og sá fimmti er einn af þeim sem er næstur inn. Veit samt ekki alveg hvað þetta segir um styrk enska landsliðsins, kannski bara ýmislegt. En eigum við ekki að taka bjartsýnina á þetta og segja að í þessum mönnum býr hellingur meir en þeir hafa sýnt í vetur.

  12. Úff, ef þetta er satt með Kónginn, þá þarf eitthvað MIKIÐ að gerast ef maður á að hafa einhverja trú á þessum eigendum.

    Ef ég var einhvern tímann hræddur um klúbbinn minn þegar G&H voru í ruglinu, þá er það ekkert miðað við núna.

    Guð blessi Liverpool Football Club.

  13. Bull !!! Maður rekur ekki kónginn !!! Hann fer, þegar hann metur að svo sé best…

  14. Eigendur klúbbsins hljóta að vilja töluvert meira en 8.sætið,og ekkert óeðlilegt við að það að þeir vilji fá eitthvað út úr sinni fjárfestingu.Það hlýtur að vera ljóst að það þarf meiriháttar tiltekt hjá okkur, 4-6 worldclass leikmenn inn og reynslumikinn Manager til að klúbbnum aftur í CL. Þótt að maður hefði svo innlega notið þess að þetta hefði gengið betur hjá meistara Kenny.

Um Moneyball og stefnu Liverpool í leikmannamálum

DALGLISH HÆTTUR MEÐ LIVERPOOL (Staðfest)!