DALGLISH HÆTTUR MEÐ LIVERPOOL (Staðfest)!

Uppfært (Babu): Könnunin um hvort við vildum halda Dalglish á ekki lengur við þó naumur meirihluti hafi verið á því. Því setjum við auðvitað inn nýja, má vera að þarna vanti helling af nöfnum:

Hvern viltu fá sem næsta stjóra Liverpool?

  • Rafa Benitez (27%, 296 Atkvæði)
  • Jurgen Klopp (15%, 166 Atkvæði)
  • Fabio Capello (14%, 148 Atkvæði)
  • Andres Villas Boas (8%, 87 Atkvæði)
  • Didier Dechamps (8%, 85 Atkvæði)
  • Roberto Martinez (7%, 77 Atkvæði)
  • Guus Hiddink (6%, 64 Atkvæði)
  • Annar? (semi raunhæft) (6%, 64 Atkvæði)
  • Brendan Rodgers (4%, 39 Atkvæði)
  • Slaven Bilic (2%, 24 Atkvæði)
  • Jurgen Klinsmann (2%, 22 Atkvæði)
  • Frank De Boer (1%, 15 Atkvæði)
  • Unai Emery (0%, 3 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,090

Loading ... Loading ...

Uppfært: Hér er opinbera tilkynningin. Henry og Werner fara fögrum orðum um Dalglish og störf hans fyrir klúbbinn, Dalglish þakkar kærlega fyrir sig og svo er bara sagt að leitin að eftirmanni KD hefjist núna.

Upphaflega færslan okkar er hér fyrir neðan:

BBC Sport staðfesti rétt í þessu að Kenneth Mathieson Dalglish er ekki lengur knattspyrnustjóri Liverpool. Twitter var þögult þar til fyrir tíu mínútum síðan að þessar fréttir hrundu inn hjá nánast öllum miðlum í Englandi. Menn bíða bara eftir opinberri yfirlýsingu klúbbsins um málið en þetta er samt staðfest, hann er farinn.

Ég uppfæri þessa færslu um leið og opinbera vefsíðan gefur út tilkynningar um málið. Væntanlega mun Dalglish þakka fyrir sig í tilkynningu og svo vonandi fáum við að heyra ástæðurnar sem FSG gefa fyrir brottrekstrinum. Það er augljóst að þeir mátu það á endanum svo að deildargengið væri óverjandi en eftir fundinn með Dalglish á mánudag hafa þeir væntanlega metið það svo að þeir treystu honum ekki til að bæta úr því í sumar.

Áður en við fjölyrðum meira um Dalglish og örlög hans held ég að ég geti með vissu fullyrt eftirfarandi: brúðkaupsferð FSG sem eigenda Liverpool er formlega lokið. Þeir hafa nú látið sverfa allsvakalega til stálsins síðasta mánuðinn og látið Comolli, Brukner, Cotton og nú Dalglish fara. Þeir eru að leggja sitt orðspor sem eigendur LFC undir og ef þeir ráða ekki rétta menn í þessar stöður í sumar verður allt vitlaust á Merseyside. Það getur ekki hver sem er fylgt í fótspor Dalglish og mig svimar við tilhugsunina um að þeir muni klúðra þeirri ráðningu.

Sjáum hvað setur. Ég uppfæri þessa færslu þegar við heyrum meira.

242 Comments

  1. what the fukkkkkkk

    daglish hættur…………..

    jæja byrjar semsagt silly season í dag og nýji f5 takkinn ekki kominn til mín shhhhiiiiiiittttttttttt

  2. Ég vona að Roberto Martinez taki við, hefur gert fáránlega hluti með Wigan og lætur liðin sín spilla góðan fótbolta. Hann á heiðurin á hvernig Swasea spilar Brendan Rodgers hélt bara áfram með hans hugmyndafræði.

  3. Jæja. Kannski þá eins gott að þetta gerist strax og þá skal það líka verða eins gott að nýr stjóri verði ráðinn helst í dag eða á morgun. Allavega þannig að leikmenn geti tekið sinn undirbúning fyrir EM í friði og að nýr aðili fái gott tækifæri til að næla í sinn mannskap. Afgreiða málið strax.

    Hvað um það. Þakka Dalglish fyrir hans framlag. Hann er og verður alltaf Kóngurinn á Anfield.

  4. Kristján Atli ég kann ekki að vitna í Twitter en þar segir þú “Höfum eitt á hreinu – FSG eru að leggja sitt orðspor að veði hérna. Ef sumarið verður ekki RISA hjá LFC verður allt vitlaust í þeirra garð.”

    Ég er ekki sammála þessu. Dalglish hefur haft það mikið fé til ráðstöfunar að það verður varla hægt að skella skuldinni á þá í hvað var keypt? Kaupin heppnuðust illa að hluta til og þeir sem því réðu eru farnir frá klúbbnum. Það segir eitthvað. Kannski verður einmitt lítill peningur til þess að eyða og nýr stjóri fenginn sem þeir treysta betur í að ná sem mestu út úr þeim hóp sem er til staðar? Í það minnsta eru sumir sem álíta að hópurinn sé nægilega sterkur til þess að berjast um 4. sætið en spilamennskan og leikskipulagið dapurt.

    En bara vangaveltur hjá mér.
    Áfram kop.

  5. Ef nýji þjálfarinn er ekki eitthvað mjög stórt nafn sem ætlaður er til næstu ára þá verð ég mjög, mjög svekktur! Ég er ekki stuðningsmaður þess að kasta stjóranum burtu ef allt gengur ekki nákvæmlega eins og í sögu á fyrsta ári!

    En áður en ég segi að þetta hafi verið það versta sem gæti gerst ætla ég að bíða og sjá hver verður eftirmaður!

  6. Er FSG að fara skíta á sig a la gillett and hicks? Ráku fullt að fólki fyrir skömmu og nú fær stjórinn að fjúka sem er eitt mesta legend í Liverpool history. Það er eins gott að þeir hafa skothelt plan með hver tekur við og hvernig línur verða lagðar upp í sumar og næsta vetur. Þeir virtust vera sannfærðir fyrir síðasta tímabil þannig ég er ekkert of bjartsýnn á það núna. Held að þetta séu bláfátækir buissnes menn sem hafa ekkert vit á fótbolta. Þeir eiga allavegana eftir að sanna það er sko víst!

  7. Veit ekki hvort það er óraunhæft, en ef Cappello er tilbúinn þá mundi ég allan daginn taka honum fegins hendi! Spilar kannski ekki fallegasta boltann en hann er árangursríkur og hefur sannað sig víðs vegar um Evrópu!

  8. Ég er sáttur við að Dalglish sé hættur. Mér finnst hann ekki vera maðurinn til að leiða klubbinn áfram.

    Núna er bara að vona að FSG finni rétta mannin til þess og hendi helling af peningum í liðið. Svo væri ekki verra að splæsa í einn leikvang í leiðinni.

  9. Þetta hefur ekki verið staðfest á heimasíðu klúbbsins ennþá.

    En úff úff úff, ef þetta er satt, þá þarf eitthvað MIKIÐ að gerast ef maður á að hafa einhverja trú á þessum eigendum.

    Ef ég var einhvern tímann hræddur um klúbbinn minn þegar G&H voru í ruglinu, þá er það ekkert miðað við núna.

    Guð blessi Liverpool Football Club.

  10. Þetta er bara rugl við erum að verða eins og chelsea reka reka reka!!

  11. Gífurlegur missir af karlinum ef rétt er. E.t.v. má deila um knattspyrnustjóralegan missi, en af persónunni Kenny Dalglish er svakalega mikill missir.

  12. Ég ætla rétt að vona að Dalglish starfi áfram hjá klúbbnum í einhverri mynd.

  13. Ég hef aðeins einu sinni á minni ævi sem Liverpool stuðningsmaður krafist þess að einhver verði rekinn. Það var Roy nokkur Hodgson, landsliðsþjálfari. En þegar horft er til árángurs Dalglish og Hodgson þá er þetta án efa daprasta saga félagsins seinustu 30 árin eða svo. Ég hefði viljað að Dalglish hefði fengið annað tímabil en ég hefði kosið að sparka öllu backroom staffinu, þar með talið Steve Clarke og Kevin Keen. Fengið með Dalglish unga og góða þjálfara sem hafa tölurnar og taktíkina á hreinu. Það er eins gott að það sé eitthvað stórt í sniðum hjá FSG því að taka icon eins og Dalglish og kasta honum fyrir hundana er eitthvað sem þarfnast pungs! Ég vil fá nafn, ég vil Capello eða eitthvað slíkt! Einhver sem getur náð árángri með allt þetta fjármagn strax!

  14. Við megum samt ekki gleyma því sem Maggi sagði í seinasta Podcasti að þrátt fyrir að Liverpool sé fótbolta klúbbur þá er það einnig fyrirtæki! Ef þú, sem eigandi fyrirtækisins, ert með mann innan fyrirtækisins sem er ekki að skila því sem þú ætlast til þá er einn af þeim valmöguleikum sem eru í boði að reka þann ágæta mann. Þeir horfa til fjárhagslegu hliðarinnar á málinu og þar getum við ekki ætlast til þess að forn frægð Dalglish sé næginlega góð afsökun til að halda manninum áfram.

    Mér finnst þetta ömurlegt en hvað getum við sagt ef það kemur inn maður sem mun skila því sem stuðningsmenn og eigendur ætlast til. Ef þið hlustið á fyrsta podcastið þá segir Maggi einnig þar að eigendurnir eru ruthless til að ná því fram sem þeir ætla sér. Þetta er held ég undirstrikun um það.

    Eina sem maður getur vonað eftir er að næstu skref verði klúbbnum til framdráttar.

  15. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur þjálfari Liverpool, ÞÁ ER AÐEINS EINN KÓNGUR Á ANFIELD.

  16. Það er óþarfi að vorkenna Kenny Dalglish, hann hefur séð það mun svartara. Eigendurnir geta greitt góð laun og nafnið Liverpool ætti ennþá að geta laðað öfluga stjóra til sín, þannig að mér finnst ólíklegt að við fáum einhvern miðlungsmann í staðinn. Svo er aldrei að vita nema almennilegir leikmenn verði keyptir í sumar. Þetta verður spennandi.

  17. Sjitt hvað ég er eiginlega svektur…. Það þarf heldurbetur að vera stórkoslegt eintak af þjálfara sem kemur áður en ég treist þessum FSG mönnum fyrir nokkru….

  18. Nýr uppbyggingarfasi, nýr stimpill á leikmannahópinn hjá nýjum stjóra, nýir menn í aðlögun. Hvað svo ef við verðum í 6.-8. sæti á næsta tímabili, reka þann nýja???

  19. Höfum samt eitt á hreinu, sama hvað á dynur:

    King Kenny Dalglish er og verður Kóngurinn á Anfield Road.

    Það er gríðarlega sárt að sjá á eftir honum 🙁

  20. Ég er mjög ánægður með þessar fréttir. Daglish var bara alls ekki með’etta.

  21. Roberto Martinez er madurinn. Sja hvad hann hefur skilid eftir sig hja Swansea er bara thokkalega gott. Lid sem spilar fotbolta. King Kenny verudr avallt kongurinn en eg tel ad hann hefdi ekki att ad vera radinn i fyrsta stad. Hann er vissulega stort nafn hja okkur en hann syndi thad i thennan tima sem hann var ad hann var ekki alveg med a notunum hvad taktik vardar sem og onnur atridi sem menn hafa fjallad um her. Hann fer bara ad stunda golfid aftur a hverjum degi eins og adur. En Martinez……welcome!

  22. Maður rekur ekki kónginn !!! Allt undir Guardiola í staðinn er skandall

  23. Eg vil ekki sja menn eins og martinez eda brenda rodger ad taka vid liverpool. Teir hafa bara tjalfad smalid og hafa enga reynslu med storlid. Eg vil sja einhvert stor nafn taka vid klubbnum

  24. Úff, ég verð að fá meiri fréttir af þessu máli. Ég er í yfirgengilegu kvíðakasti hérna!

  25. Þetta er hugað hjá eigendunum að reka Dalglish en samt sem áður gæti þetta verið það rétta fyrir klúbbinn.Held að Liverpool þurfi að hætta horfa til baka og detta í einhverja fortíðarþrá og horfa til framtíðar undir nýrri stjórn með bjartsýni. YNWA

  26. Get ekki sagt að þetta komi neitt rosalega á óvart og hafði þessa tilfinningu eins og ég sagði í podcasti. Núna er bara óskandi að þetta hafi farið eins fínlega og hægt er.

    Dalglish skilur Liverpool eftir í mun betri málum heldur en hann tók við þeim þrátt fyrir þennan vetur og er engu minna legend hjá klúbbnum í dag heldur en fyrir ári síðan.

    Hver kemur í staðin er RISASTÓR spurning og mikið djöfull vona ég að það verði ekki Capello eða álíka risaaðlega. Frekar tæki ég Martinez og hans spænsku tegund af fótbolta þó ég haldi alltaf aðeins í vonina að fá okkar spánverja bara aftur.

  27. ÚFF, nú sé ég einhvern meðalmanninn koma inn. Gott að hodgson er með enska landsliðið :-(. Ég vona að Daglish fái starf sem yfirmaður knattspyrnumála hjá klúbbnum.

    Dapur dagur hjá LFC í dag 🙁 ég á eftir að sakna KK.

    YNWA.

  28. Spurning að slaka aðeins á og anda með nefinu. Walk on, eins og segir einhvers staðar.

  29. Ég er nú svolítið hissa á umræðunni hérna. Alla vega fannst mér umræðan hafa verið þannig síðustu vikur að um 70-80% spjallverja hafi viljað Kónginn burt. Núna þegar hann er farinn þá eru menn voða svektir og krefjast svara og fleira. Ég vildi gefa honum eitt tímabil í viðbót því það er als ekki líklegt til árangurs að vera að skipta um þjálfara á 12-18 mánaða fresti ekki nema liðið sé Real Madrid. Ég er ansi hræddur um að þessi pressa sem er sett á að menn nái þessu 4 sæti á fyrsta tímabili geti reynst liðinu dýrkeypt. Ekki nema FSG ættli að fara að henda 100 til 200 milljónum í leikmannkaup í sumar því að Liverpool liðið er í uppbyggingu og meðan svo er þá þarf ákveðna þolinmæði.

    Ég vona að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá eigendunum en ég er mjög hræddur um að svo hafi ekki verið.

  30. Ja hérna!
    Og hversu langan tíma á sá sem tekur við liðinu að fá?

  31. Núna kemur sennilega einhver þrautreyndur amerískur hafnaboltaþjálfari inn

  32. Þvílík tíðindi…ég segi eins og einn hér maður er bara í kvíðakasti og helgin ónýt. Aflýsi öllu sem ég ætlaði að gera þar til ég hef fengið það á hreint hver verður þjálfari hjá mínum mönnum. Staðan í dag og kvöld verður því að sitja við tölvuna og fylgjast með hvað gerist. Ég sakna King Kenny en ef þetta verður klúbbnum til góðs þá er þetta gott. En sama hvað gerist þá er Kenny alltaf The King.

  33. Þetta er að snúast upp í sirkus. Nýr þjálfari verður rekinn í janúar ef 4 sætið er ekki í sjónmáli

  34. Að mörgu leyti er þetta skiljanlegt. En þetta eru engar gleðifréttir fyrir mig – ekki frekar en þegar Benitez var látinn fara.

    Einsog ég sagði í podcastinu þá skil ég það vel ef að Dalglish yrði látinn fara eftir þetta hörmungartímabil.

    En ég von bara svo heitt og innilega að menn séu með eitthvað plan. Einhvern director of football og einhvern manager, sem að geti tekið þetta lið á betri stað. Ég hef auðvitað meiri trú á þessum eigendum en svo að þeir fari í einhvern Roy Hodgson pakka, en ég mun ekki verða rólegur fyrr en ég sé hver kemur í staðinn.

  35. Tom Werner segir allt rétt

    “Kenny came into the Club as Manager at our request at a time when
    Liverpool Football Club really needed him. He didn’t ask to be
    Manager; he was asked to assume the role. He did so because he knew
    the Club needed him. He did more than anyone else to stabilize
    Liverpool over the past year-and-a-half and to get us once again
    looking forward. We owe him a great debt of gratitude.

    “However, results in the Premier League have been disappointing and we
    believe to build on the progress that has already been made, we need
    to make a change.

    Kenny skilur allavegana við klúbbinn í miklu betri stöðu en í öllum hörmungunum í janúar 2011.

  36. Ég hugsaði sem svo þegar tímabilinu lauk að það væri mikil hætta á því að Kenny yrði rekinn og líklega yrði maður að sætta sig við þá niðurstöðu og sýna því skilning, þó maður væri alls ekki sammála því. Núna þegar þetta er orðin staðreynd finnst mér þetta samt ótrúlega leiðinlegt 🙁

  37. official á síðunni og svo segir hérna að Ian Ayre sé líka farinn. Þvílikar hreinsanir

    LFC Transfer Speculations
    Ian Ayre gone too WTF

  38. Tveir þjálfarar sem ég vill sjá koma annarhvort Capello eða Guardiola

    flott twitt frá Twitter :

    Is there anyone left at #LFC? No manager, no director of football, no chief exec and no director of communications.

  39. Það á ekki að nefna Brendan Rodgers eða Roberto Martinez í sömu setningu og Liverpool. Þeir hafa ekki áorkað neinu, Gary Megson hélt nú Bolton uppi um árið, eigum við ekki bara að ráða hann?. Þetta eru ömurleg tíðindi og ekki FSG til framdráttar, hreinn skandall. FSG eru búnir að eiga félagið í 1 og hálft ár og strax búið að reka tvo stjóra, er það bara í lagi? Annar er club legend og hinn var svo ráðinn landsliðsþjálfari Englands.

  40. Fyrir mann eins og mig sem þolir illa rússibana, þá er orðið ansi erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool.
    Tek undir með þeim sem segja að það er eins gott að það sé einhvert gott plan í gangi.

  41. Já – þetta er merkilegt – allir búnir að vera að drulla yfir Dalglish og hafa viljað reka hann en núna kemur allt annað hljóð út strokknum. Ég er virklega svekktur með þetta því mér finnst liðið á réttri leið þrátt fyrir þetta hræðilega gengi í deildinni. Við höfum verið að yfirspila lið eins og Man. City, United, Arsenal í báðum leikjunum og fórum illa með Chelsea. Það er ekkert eðlilegt við öll vítin sem við höfum klúðrað og öll þessi stangarskot.

    Hins vegar hef ég fullan skilning á ákvörðuninni þó ég sé ekki sáttur við hana. Menn eru að reka fyrirtæki, sulla inn súpu af hlutafé í fyrirtækið og árangurinn er hræðilegur í deildinni sem öllu skiptir. Þannig er það bara og menn eru einfaldlega metnir af verkum sínum en ekki hversu mörgum vítum eða stangarskotum liðið hefur klúðrað á tímabilinu.

    Ég hef gríðarlega trú á stjórnendum liðssins. Þetta eru alvöru menn með alvöru skipulag sem kunna svo sannarlega að markaðssetja fyrirbæri eins og Liverpool FC. Ég held því að þrátt fyrir allt eigum við að sofa rólega og sjá hvað setur. Þetta er í traustum höndum í dag sannarlega spennandi tímar framundan.

  42. Leiðinlegt en svona er lífið bara. Staðan í deildinni var óviðunandi.

    Orð Werners (#41) segir allt sem segja þarf.

    Áfram Liverpool

  43. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég heyrði að það væri búið að ráða Big Sam Allardyce sem nýjan knattspyrnustjóra Liverpool. Menn hljóta að fagna því enda stórkostlegur stjóri sem allir elska.

  44. Þá hefst uppbyggingin einu sinni enn.
    Það er bara allt hreinsað út!!
    …….æji á maður ekki bara að bíða með allar yfirlýsingar og sjá hvað verður úr þessu?

  45. Brendan Rodgers og Martinez? úff… veit ekki þeir hafa báðir náð frábærum árangri en með miklu minni lið en Liverpool, minnir svolítið á þegar Hodgson kom fyrst inn

  46. Það er beinlínis búið að reka alla yfirmenn fyrirtækisins Liverpool Football Club. Það er enginn eftir sem var í kringum klúbbinn þegar FSG tóku við, ekki einu sinni læknirinn.

    Ég vona innilega að á næstu dögum fái ég einhverja sannfæringu fyrir því að þessir nýjui eigendur séu með eitthvað plan. Ég satt að segja skil ekki alveg alla þá bjartsýni sem menn nefna hér til leiks með atburði dagsins.

    Ég sé ennþá bara menn sem hafa lofað ýmsu og litlu skilað. Allan þennan vetur hafa þeir lofsungið Dalglish, Ayre og aðila innan klúbbsins en nú er bara búið að reka alla og byrjað á upphafsreit. Hvað segja þeir sem hafa verið að gera stóra samninga við félagið að undanförnu? Hvað segja leikmennirnir?

    Eins og Kristján Atli segir þá er Merseyside núna púðurtunna og nú skulu þessir menn heldur betur sýna fram á metnað, en hætta öllum fagurgalanum, t.d. hefur Warner ekki látið sjá sig í Liverpool frá því í úrslitaleik Carling Cup og nú heimta ég að þessir menn fljúgi yfir Atlantshafið og sýni litinn sinn.

    Sumarið 2007 vorum við öll ánægð með G og H en svo gerðist ýmislegt, ég ítreka það sem ég sagði í síðasta podcasti, það er ekkert mál að reka þjálfarann eða jafnvel hvern einasta málsmetandi mann í félaginu, en það er hvern þú ræður og hvernig þú styður hann sem mun sannfæra mig.

    Kannski eru bara FSG að átta sig á því að þeir eru ekki með fjárráð í enska boltann og eru bara að finna sér einstaklinga sem eru tilbúnir að fara eftir þeim leiðum sem þeir ætla fylgja.

    Skulum bara ekki gleyma því að Rafa var fyrst og fremst rekinn til að vera ekki fyrir eigendunum og ég bara sé það alveg vera að gerast hér.

    Liverpool Football Club er orðinn sirkus eina ferðina enn og ég satt að segja sé ekki alveg hvert framhaldið er. Ég er auðvitað svartsýnn núna – viðurkenni það – og vona að beygjan í hina áttina verði hröð.

    Það er allavega ljóst að við erum komnir langt á eftir í öllum leikmannamarkaðnum, ekki bara í því að kaupa, heldur munu fleiri leikmenn en Skrtel spyrja um áttina sem félagið er að fara í.

    Var umboðsmaðurinn hans kannski að vísa til einhverra leiðinda…

    Sjáum til!

  47. Einhvern tímann heyrði ég að enginn væri stærri en klúbburinn, þá er væntalega verið að telja Kónginn með í þeirri setningu.

    Árangurinn hjá honum er vægast sagt hrikalegur í deildinni, jújú carling cup bikar sem kom okkur í evrópukeppni og svo silfur í FA cup sem telur ekki rassgat þar sem þetta silfur varð til þess að liðið hætti að gera nokkuð í deildinni og við endum neðar en við höfum gert í hvað 50 ár?

    Ef FSG hefði ekki rekið hann fyrst hann neitaði að stíga frá þá hefði ég misst alla trú á þeim félögum. Hvort eitthvað verði skárra á næsta ári verður bara að koma í ljós en einhver sagði að leiðin liggur bara upp á við, það er náttúrulega bara kjaftæði ef við horfum á bæði Leeds og Newcastle sem voru “of góð” til að falla féllu.

    Nú er silly season byrjað af alvöru og vonandi að við fáum lausn í þessi mál sem fyrst.

  48. Af hverju eru menn svona sjúkir í Rafa Benítez? ég þoldi ekki þann mann! Fagnaði aldrei mörkum og heyrði að hann átti ekkert sérstaklega góð samskipti við leikmenn….

    Ég þoli ekki stjóra sem fagna ekki mörkum með leikmönnum og aðdáendum! Sýnir mikla óvirðingu finnst mér.

    Hvað er hann líka búinn að gera síðan hann fór frá LFC? láta reka sig frá Inter.

    Ég er mjög hræddur um að FSG séu búnir að missa allt niðrum sig og næsta tímabil verði enn meiri hörmung en það sem var að líða.

  49. 8 besta komment ever…annars er ég aðeins búinn að vera að pæla í þessum Roberto Martinez. Hann mun fá gagnrýni fyrir að vera ungur og að ráða mögulega ekki við stórstjörnur en ég held að það sé ástæðulaus ótti. Mín tilfinning hefur verið að hann sé einmitt maður sem tekur ískaldar ákvarðanir og er ekki hræddur við að “droppa” mönnum sem eru ekki að standa sig. En það var kannski einn stærsti gallinn við Kenny. En kannski hafði Kenny heldur ekki almennilega menn til að koma inn.

  50. Jæja.

    Ferguson og fjölmiðlarnir unnu að lokum. Pressan hefur verið brjáluð á Dalglish eftir að hafa staðið með saklausum manni. Það benti til að “sir” væri að ljúga, sem leiddi til brjálaðrar fjölmiðlaumfjöllunar í garð Dalglish, enda staðið með “sir” á Englandi undir allflestum kringumstæðum.

    Dalglish fékk sem sé hálft ár, þar sem allt gekk eins og í sögu, líkt og gerist oft með nýja knattspyrnustjóra. Á tímabilinu 2011-12 fékk hann heila tvo mánuði án pressu, eða þar til hið umdeilda atvik gerðist á móti United. Eftir það átti hann ekki séns.

    Ef Dalglish hefði verið áfram hefðu fjölmiðlaárásirnar haldið áfram og áfram og áfram. Ég vona að Dalglish tjái sig almennilega um þetta leiðindamál núna fyrst hann var látinn fara.

    Ef til vill var þetta óumflýjanlegt.

  51. Menn verða að átta sig á því að það er ekki alltaf hægt að bera saman árangur stjóra hjá minni liðunum. Þetta snýst svo mikið um að finna réttan mann fyrir klúbbinn. Hodgson var aldrei réttur fyrir klúbbinn, hans stíll passaði bara ekki þarna inn. Roberto Martínez er nær því, hvort sem hann verður ráðinn eða ekki. Þá á ég einna helst við hvernig þeir vilja að liðið sitt spili og leikmennina sem eru til staðar inn í það kerfi.

    Það sem skiptir mestu máli fyrir FSG er að ráða DIrector of Football, samkvæmt Paul Tomkins.

    Damien Comolli turned out to be the wrong man, but FSG’s desire was always to get that position right, and everything else follow. If they brought in Txixi Begiristain or promoted Pep Segura (and elevated Rodolfo Borrell to the first-team staff), they’d be relying on some of the men who helped turn Barcelona into the best club side in the world, albeit at the risk of undermining the Academy.

    Og hann bætir við:

    With a very clever, Barcelona-inspired Spanish ‘DoF’, a young Catalan manager like Roberto Martinez would then make sense.

    Heimild: Tomkins TImes

  52. Guð hjálpi okkur ef Rafa Benitez kemur aftur !!!
    Hann og helvítis skrifblokkin hanns NEI TAKK !!!

  53. Svo neita ég því að við séum að tala um Martinez og Rodgers sem kosti.

    Væru þeir kostir fyrir Chelsa, Arsenal og Tottenham? Nei.

    Þá ekki fyrir Liverpool.

    Bara tvö nöfn sem gleðja mig í dag. Benitez og Mourinho.

  54. Sorglegt og mistök að forna KD fyrir leikmenn sem performa undir getu.

    Minni menn a sem eru að missa vatn yfir Roberto Martinez og otrulega hluti sem hann hefur gert !
    Roy Hudson gerði frabæra hluti með Fulham og fina hluti með WBA !
    A þvi miður von a enn einum slökum vetri.

  55. Please skulum ekki fara að kenna SAF um þetta, í guðanna bænum. Væri ekki betra að horfa sér nær – horfið á PL töfluna og hugsið að við stjórnvöllinn sé einhver annar en KD, Woy kanski.

    Ég er með ónota tilfinningu – ég veit ekki hvort þetta var rétta skrefið fyrir klúbbinn. Það eina sem ég vona er að þeir séu búnir að finna sér eftirmann, en ekki að nú fyrst verði farið í þá vinnu og við endum uppi með annað grey sem er dauður maður í starfi strax við ráðningu. Klúbburinn þarf að ná stöðugleika og ég sé það ekki gerast nema að ráða stórt nafn sem fær þolinmæði frá eigendum og aðdáendum – tíma til að koma sýnum áherslum & leikmönnum að.

    FSG á leik – crucial vikur framundan. Bæði hvað varðar ráðningar & fjárfestingar (leikmenn & vallarál).

  56. Ég verð að segja að ég er hálf feginn. Ég væri alveg til í að fá Capello inn. Í það minnsta ekki Martines eða Rodgers. Þó þeir hafi gert fínt mót þá hafa þeir aldrei stjórnað klúbbi sem keppir um titla (LFC er s.s. ekki að því þessa dagana heldur). Ég vil fá einhvern sem hefur áorkað einhverju með alvöru liði

  57. Hvað eru menn að setja út á ef Martinez eða Rodgers verða ráðnir?
    Hvílíkt bull. Hvaða reynslu hafði Guardiola þegar hann tók við Barcleona? Conte við Juventus? Mancini við Inter Milan? Daglish þegar hann tók við Liverpool í fyrra skiptið? Shankly við Liverpool? Benitez við Valencia?

  58. Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég hef látið það skýrt eftir mér að ég vilji að Kenny Dalglish hætti með liðið samstundis en ég fagnaði ekkert þegar ég sá fréttirnar. Sýnir manni bara hversu mikið legend maðurinn er hjá Liverpool stuðningsmönnum.

    Samt vil ég vera bjartsýnn og meina að þetta var rétt ákvörðun þótt að hún hafi verið erfið. Farvel King Kenny Dalglish og vona að þú verður áfram þátttakandi í verkefnum Liverpool FC um aldur og ævi.

    Varðandi eftirmann þá væri óskalistinn á þennan veg: Capello, Klopp og Guardiola. Dechamps væri á listanum en hans lið, Marseille, er í 10 sæti í Frakklandi og árangur hans á pari við KKD svo hann hlýtur að detta út.

    Hins vegar virðast nokkrir Liverpool stuðningsmenn vera á því að Liverpool sé minna spennandi knattspyrnulið en Freiburg og Doncaster og enginn stór þjálfari myndi vilja bíta á agnið. Ég vill þó meina að Liverpool er ennþá stór klúbbur og stjórar á borð við Klopp og Capello (og klárlega Deschamps) myndu glaðir taka stökkið á Liverpool FC. Hvernig sem fer í þjálfaramálum þá ætla ég að treysta FSG um að taka góða ákvörðun enda eru hagsmunir þeirra að Liverpool nái 4ja sætinu mun meiri en okkar íslensku stuðningsmannanna enda eru þeir að veðja sínum peningum (hóst) á velgengni okkar ástkæra klúbbs og þátttökuleyfi í Meistaradeildinni skiptir þar (næstum því) öllu máli.

    Ég ætla að tippa á að Capello verði (óvænt) ráðinn stjóri liðsins. Hann er kannski ekki stjóri til næstu 10 ára en hann gæti gert jarðveginn mun þægilegri fyrir óreynda stjóra á borð við Martinez og Rodgers. Hann hefur sannað sig í bransanum, er stórt nafn sem gæti laðað til sín heimsklassa leikmenn og þekkir ensku deildina út og inn.

    Gleðilegt F5 sumar Kopparar.

    YNWA

  59. Mourinho? Guð minn almáttugur. Ef Mourinho verður stjóri Liverpool FC, þá fer félagið á hausinn því hann hefur alltaf fengið gríðarlegt magn af peningum.

  60. Clarke farinn líka og allt komið á algjörn núll punkt. Fínt. Núna vill ég biðja allar dramadrottningarnar og kóngana um að slaka aðeins á og telja upp á 10. Þetta er eins og að hætta með kærustunni, það eru anvökunætur fyrst og kannski grenjað smá, en þegar það er búið þá bíða yfirleitt betri tímar með blóm í haga.

    Kenny gerði frábærlega í að hreinsa til í hópnum, breikka hópinn og skila titli og varla hægt að biðja um meira. Núna er málið að fjárfesta til framtíðar og fá inn nýtt staff sem dansar allt í takt og byggir upp stórveldið á ný.

  61. @65 kannski sa að menn eins og pep, conte, mancini og … Daglish hafa allir verið a stora sviðinu og unnið flesta allt, aður en þeir urðu beint þjalfara hja storu liðið

    Storkoslegur ferill RM sem leikmaður

    Balaguer
    Wigan Athletic
    Motherwell
    Walsall
    Swansea City
    Chester City

    ps. mesta afrek sem manager fallbaratta með Wigan, sem mun kannski koma ser vel fyrir atokin þar næsta vetur !

  62. Það er alveg klárt að þeir hjá FSG eru menn sem eru tilbúnir að taka erfiðar ákvarðanir til þess að klúbburinn nái markmiðum sínum.

    Markmið þessarar leiktíðar var að ná í meistaradeildarsæti. Sá árangur náðist ekki þrátt fyrir gríðarlega fjárfestinu í leikmönnum, starfsliði o.s.frv.

    Eins og Tom Werner segir í fréttatilkynningunni á liverpoolfc.tv þá hefur stjórn klúbbsins skildum að gegna gagnvart stuðningsmönnum sínum og þær skildur eru að ná árangri eða með öðrum orðum að ná markmiðum. Þess vegna var óumflýjanlegt að segja mönnum upp sem vinna ekki vinnuna sína mv. væntingar, þá er ég ekki bara að tala um Dalglish.

    Engu að síður leiðinlegt að það þurfti að vera kóngurinn sjálfur, en þetta sýnir aðeins að FSG hafa bein í nefinu og krefjast árangurs. Þannig eiga vinnuveitendur að vera, annars væri ekki til neitt árangursríkt fyrirtæki.

    Þegar rætt er um eftirmann þá er ég sammála mörgum hér að Martinez, Rogers eða Lambert eiga ekkert erindi á Anfield. Sömuleiðis er Capello ekki góður kostur, enda er verið að reyna að byggja upp til framtíðar, ekki til nokkurra ára.

    Ég er að vonast til þess að FSG ráði fyrst Director of Football og þvínæst stjóra, ekki öfugt. Ég hef einnig verið á því lengi að hægt sé að ná miklu betri árangri með liðið sem við erum með í dag en 8. sæti.

  63. Maggi bloggari.

    Eigendurnir eru varla að reka Kenny til að geta eytt litlu. Liðið var 35 stigum frá titlinum. Miklu frekar skýringin að mínu mati.

  64. Grunaði ekki Gvend að Caps-Lock kommentaherinn hér á kop.is færi alveg á aðra hliðina hérna…..himinn og jörð að farast hreinlega. Slakið á.

    Getum samt ekki sagt að þetta komi á óvart. Þegar Henry tekur ekki í hendina á þjálfaranum eftir úrslitaleik í bikar er eitthvað stórt í gangi á bakvið tjöldin. Kenny hefur vitað að sá leikur væri síðasti séns hans að halda áfram, virtist alveg bugaður er hann gekk framhjá eigandanum. Ég vildi gefa Dalglish séns til áramóta en frammistaðan í deildinni og slenið yfir liðinu í marga mánuði var bara ekki boðlegt stórliði eins og Liverpool. Þeir hafa bara metið það þannig að Dalglish væri ekki rétti maðurinn til að mótivera liðið.

    Nú mun FSG velja mann sem getur unnið með viss gæði í höndunum og reynslu af því að koma liðum strax í topp 4 og CL. Einhver góður taktíker sem kemur með aga og vinnusemi í liðið og nær öllu útúr hverjum leikmanni og hentar að vinna með Steve Clarke. Einhver vinsælan kost sem ákveðinn hluti stuðningsmanna Liverpool er vel við til að dempa höggið við að vængstýfa Kónginn svona. Mér kæmi ekki á óvart að sjá Rafael Benitez tilkynntan sem þjálfara Liverpool á næstu 2-3 dögum.

  65. Ég kaus “já” að halda Dalglish áfram í könnuninni, eftir talsvert hik. Hefur eflaust verið erfið ákvörðun fyrir FSG, held að þessi móðursýki sumra eigi ekki alveg rétt á sér hvað þá varðar. En úr því sem komið er..

    Rafa, no brainer.

  66. 69 já þeir mokuðu alveg í Mourinho peningum hjá Porto þegar hann vann Champions League og UEFA cup með liðinu.

    Fólk virðist vera farið að gera lítið úr hæfileikum José Mourinho af því að hann er alltaf fenginn til stærstu klúbba Evrópu þar sem peningarnir eru nægir.

    En það er ekki nægilega rökhugsandi til að sjá að orsök þess að hann hefur þessa peninga, er af því að stærstu klúbbarnir vilja fá José og hæfileika hans, enda besti man management og tactician stjóiri í heimi, en sjaldan fara svona hlutir saman.

    Ekki að LFC ætti nokkurn tímann séns á Mou eins og staðan er í dag.

  67. Er kannski mjög líklegt að Þeir munu bíða eftir EM2012 þar sem nokkir mjög góðir og ungir knattspyrnustjórar gæti tekið við Liverpool t.d. Low og Blanc en Meira væri ég til fá Guardiola eða Capello svo kannski tæki þeir fengið annað wildcard sem er Marcelo Bielsa þessir allir eru miklu betri en Roberto Martinez

  68. Fyrri löngu las ég að FSG hafi rekið eitthvað club legend hjá Red Sox og ráðið ungan og efnilegan stjóra sem fékk að móta lið sem varð að besta hafnarbolta liðið í USA.

    Ef stjóri liðsins héti eitthvað annað en Dalglish þá væri enginn að draga þessa ákvörðun stjórnarinnar í efa. Voru menn annars ekki að horfa á Liverpool í vetur, eða líkaði mönnum markaþurrðin, leikleysan og rælni leikmannanna?

    Einnig held ég að Dalglish hafi aldrei verið hugsaður sem framtíðarstjóri LFC. Að því er virtist var planið að hanga á Roy þar til eftirmaður fyndist. Roy kann hins vegar ekkert annað en 442 og Liverpool voru ekki með leikmenn til að spila það kerfi. Vantaði target senter og kantmenn, og þess vegna var Roy ekki að gera sig. Dalglish náði að sannfæra menn á stuttum tíma, og mikill þrýstingur var að ráða legendið til lengri tíma. FSG voru lengi að bjóða KD samning, og vildu einungis ráða hann til skemmri tíma. Dalglish fékk að gera miklar breytingar á hópnum sem skiluðu engu. Kannski má segja að hann skili hópnum í betra ástandi en hann tók við honum, en hafa ber í huga að hann tók við fjársveltum klúbb og gerði breytingar fyrir 100 milljón pund, svo varla getur hann skilað klúbbnum í verra ástandi, þrátt fyrir margar misheppnaðar breytingar.

    Ég veit ekki af hverju, en ég hef trú á Martinez, kannski sérstaklega vegna þess að hann er sagðu mikill taktíker og spilar ekki þennan dæmigerða 442 bolta.

  69. Sorglegt að menn höfðu ekki meiri tru a KD en i 18 manuði en ur þvi sem komið er… Þa er besti kosturinn að minu mati, Jurgen Klopp hja Dortmund ef hann vildi koma !

  70. Þetta er vissulega stór dagur og ansi mörg hefðin á Anfield brotin í dag. Held samt sem stuðningsmaður LFC að þá verði ég að vera sáttur. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þá stöðu sem liðið var í. Hvorki er varðar stigafjölda eða frammistöðu á vellinum yfirhöfuð. Því miður. Þess vegna segi ég það bara gott að eigendur eru ekki á því að við verðum eitthvert meðalmoðs liðs.
    áfram veginn

  71. Hvað segir Moneyball fræðin um val á stjóra? Það hlýtur að vera horft til tölfræði?

  72. Pleeeeeease stop talking about moneyball !!! Þetta er að verða annoying

  73. algerlega fáránleg ákvörðun.
    Í hvaða heimi eru þeir sem vilja Martinez eða Rodgers?
    Og í hvaða heimi eru þeir sem halda að Guardiola mæti á svæðið?

  74. ég vona bara svo innilega að ef menn eins og brendan rodgers eða roberto martinez verða ráðnir, verði það af réttum, fótboltalegum ástæðum en ekki grunnum, iffy soccernomics/ moneyball ástæðum sem voru ekki að virka á leiktíðinni með liverpool.

    ofan á það held ég að eigendurnir vilji selja suarez, sem dalglish vill ekki gera, því meintur rasisti er einfadllega slæmt fyrir ímynd klúbbsins (sérstaklega þegar lebron james er að fjárfesta í liðinu), og þá er þetta eins og maggi kom inn á í síðasta podcasti – buisness. Ég vona bara svo innilega að soccernomics (eða moneyball) heimspekin og bandaríska buissness-módelið verði ekki ofar en árangursríkur fótbolti í hugum FSG þegar kemur að málum Liverpool. Þótt Warner og Henry séu margfalt traustari og heiðarlegri menn en Gillet og Hicks þá mega þeir ekki bregðast LFC núna.

  75. …og anda inn, anda út!

    Daglish var látinn fara vegna þess að hann náði ekki markmiðum LFC í deildinni og það eitt gefur mér ástæðu til þess að vera þokkalega bjartur yfir þessum tíðindum. FSG settu stefnuna á CL sæti og eru ekki sáttir með að vera langt í burtu frá því…meira að segja það ósáttir að þeir leggja í að reka Kónginn og nánast alla aðra yfirmenn hjá félaginu. Miðað við það sem það sem maður hefur heyrt og séð af FSG þá finnst mér ólíklegt að þeir hafi ekki plan og mér finnst álíka ólíklegt að þeir taki séns á því að gera nokkuð til að draga úr virði þeirrar fjárfestingar sem þeir hafa lagt í. Ég er kannski að ofmeta FSG en ég trúi því staðfastlega (ennþá) að þeir ráði þjálfara og starfslið sem þeir telja fært um að taka næsta skref og tryggja okkur CL sætið. Hef enga trú á því þeir vilji ráða einhvern JÁ mann til að ráðskast með.

  76. Skil ekki hvað menn eru hræddir við að taka inn Roberto Martinez.
    Mín tilfinning er að þessi kappi sé á barmi þess að taka við stóru liði og verði einn allra virtasti stjórinn í brannsanum eftir 3-5 ár!
    En minn listi er svona Capello nr 1. Rafa nr 2. Martinez nr 3.
    Nú eða Rafa og Martinez aðstoðarmaður….Það væri exelent combo!

  77. Úff ….. þetta er bara fyrst og fremst spennandi. Nú er þetta ekki lengur bara spurning um hvaða leikmenn við fáum í sumar (ef einhverja ……) heldur líka hvaða stjóra.

    Vonandi er metnaðurinn þó meiri en svo að við fáum annað Roy Hodgson dæmi.

  78. Sammála #85 með Martinez.
    Meina, við lendum þá ekki eins og Leeds og Newcastle, er hann ekki snillingur í fallbaráttunni.

  79. úff bara alls ekki Rafa Benítez, ég er viss um að hann fagnaði meira þegar hann þurfti að skafa bílinn sinn heldur en þegar við skoruðum,það er meira líf í Fossvogskirkjugarði en í honum.

  80. Ollie Holt Mirror
    Got to love FSG. Stand back and do nothing while Suarez row rages, let Dalglish take heat, watch him get to two cup finals. Then sack him

  81. Rafa aftur takk. Fíladi hann einmitt tvi hann heldur coolinu med tvi ad fagna ekki. Class act.

  82. kemur svosem ekki á óvart og mér finnst þetta það rétta í stöðunni, Kenny er ekki búinn að standa sig, en þrátt fyrir það verð ég að segja að ég sé engu að síður sáttur með hans framistöðu þar sem hann skilaði okkur okkar fyrsta titli síðan 2006, og kom okkur í annan úrslitaleik.

    Menn sem mér langar til að sjá Guardiola, Conte, Klopp, eða jafnvel þjálfarann sem er nánast búinn að gera smáliðið Montpellier að frönskum meisturum. Annars hef ég trú á eigendunum og við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist

  83. Ég verð að segja eitt sem hefur legið á mér ansi lengi. Nú er sagt víða að líklegasti kandítatinn í jobbið sé Rafa Benitez og þó að óumdeild sé að hann náði góðum árangri með liði um miðjan síðasta áratug þá held ég að það séu ýmsir ókostir sem margir hafa hreinlega gleymt eða ákveðið að geyma í einhverri nostalgískri móðu – mögulega svipaðri þeirri sem blindaði mörgum sýn þegar KKD tók við. Ég ætla fara yfir nokkra vankanta og gagnrýnar spurningar sem ég set við hugsanlega endurkomu RB á Anfield.

    Afturhvarf til fortíðar. Eitt af því sem FSG draga fram sem sín helstu rök fyrir að segja skilið við KD er staðfesta þeirra í að halda þeim framgangi áfram sem hófst með yfirtöku þeirra fyrir 18 mánuðum síðan. Ég set spurningamerki við það að fá hinn fyrrum framkvæmdastjóra sem kominn var á endastöð með liðið fyrir ekki meira en tveim árum (!!!) síðan? Er það virkilega leiðin til þess að varða framgang klúbbsins? Ég efast um það.
    Man management. Taldar voru upp ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi Liverpool liðsins tímabilið 2009-2010. Ég hef litlar faglegar forsendur til þess að meta sannleiksgildi þeirra og mun ekki reyna það, en ein þeirra var sú að Benitez væri búinn að missa klefann og liðsmórallinn væri lélegur. Hann talaði ekki við leikmenn, var fáskiptur í samskiptum sem kristallaðist kannski í samskiptum hans við fjölmiðla. Hann hrakti víst (allegedly) nokkra leikmenn frá klúbbnum sem höfðu verið lykilleikmenn í góðu gengi liðsins 2008-2009 (Benayoun, Riera, Alonso??) og lykilleikmenn innan klúbbsins vildu hann víst burt. Þar fóru fremstir þeir Gerrard og Carragher sem ásamt Kuyt, Agger, Johnson, Lucas, Skrtel og nokkrum guttum eru þeir leikmenn þess liðs sem enn eru á mála hjá klúbbnum – eru þeir að fara kaupa þá stefnu FSG að fá RB aftur í brúnna? Það er gríðarlega mikilvæg spurning. Ef svona margir lykilleikmenn eru ekki að kaupa ráðningu nýs framkvæmdastjóra, þá er óhætt að segja að voðinn víðförli sé vís.
    Leikmannakaup. Það er kannski hægt að skipta árangri Rafa Benitez á leikmannamarkaðnum upp í tvo tímabíl. Það fyrra frá árinu 2004-2007. Á þessum árum fékk Liverpool til sín marga af betri leikmönnum klúbbsins í síðari tíð; Pepe Reina, Xabi Alonso, Fernando Torres, Javier Mascherano, Daniel Agger, Dirk Kuyt, Luis Garcia – leikmenn sem voru gríðarmikilvægir í uppbyggingu liðsins sem vann FA Cup 2006, lét til úrslita í CL 2007 og lendi í 2. sæti í deildinni árið 2009. Vissulega voru þarna kaup inn á milli sem orkuðu tvímælis, en á heildina litið voru lofuðu þessi fyrstu 3 ár Benitez á leikmannamarkaðnum mjög góðu.
    Seinna tímabilið er svo frá 2007-2010. Árið 2007 komu inn amerískir eigendur með háleit markmið sem byggð voru að mestu leyti á brostnum loforðum og tómum bankatékkum – Margir vilja halda því fram að Rafa hafi fengið takmörkuð pund til að eyða og mest allur gróði sem kom til félagsins fór í að borga niður ródeóskuldir kúrekana frá Texas. En er það svo? Á þessum árum voru kaupin miður árangursrík, við fengum inn Martin Skrtel í jan 2008 og um sumarið komu þeir Robbie Keane, Philip Degen, Andrea Dossena, David Ngog, Albert Riera og Diego Cavalieri – allir farnir frá félaginu.
    Sumarið 2009 komu þeir Aquilani, G. Johnson og Kyrgiakos í janúar.
    Samtals kostuðu þessir leikmenn 75,6 milljónir og uppskeran lítil sem enginn að Johnson undanskilnum.
    Þannig ef menn voru að gagnrýna rýra uppskeru Kenny í þeim 3 gluggum sem hann fékk þá var hún ef eitthvað er ennþá minni hjá Rafa í síðustu 4 að minnsta kosti.
    Samstarfsfús stjóri. Eins og áður sagði er Rafa Benitez talinn vera fáskiptur í samskiptum, og heyrst hefur að hann hafi lítið sem ekkert rætt við leikmenn sína utan venjulegra fundarhalda. Það gæti reynst talsverður ókostur þegar talað er um samskipti við nánustu samstarfsmenn sína þegar taka á mikilvægar ákvarðanir í innkaupamálum. Stefna FSG er að hafa Director of Football starfandi hjá félaginu sem hefur yfirumsjón með öllu scouting starfinu, leikmannakaupum og samningum við þá í samstarfi við stjórann. Reynir því mikið þolinmæði og samskiptahæfni þessara tveggja mann sem þurfa að vinna náið saman til að taka oft á tíðum mjög erfiðar ákvarðanir. Gæti Rafa Benitez unnið með/undir slíkum manni? Myndi það samstarf ganga upp, ég leyfi mér allavega að efast um það.

    Rafa Benitez hefur margt, mjög margt til síns brúks. Hann er taktískur snillingur og lagði af velli mörg stórlið Evrópu með below average leikmannahóp í höndunum, credit goes where credits´due. Hann er fótboltaséní. En hann hefur marga aðra ókosti sem að mínu viti gerir hann ekki hæfan á þessum tímapunkti til að snúa aftur í stól stjóra Liverpool – í þessari upptalningu ef ég látið ósagt; oft á tíðum undarlegar skiptingar hans, forgangsröðun hans á keppnum þar sem hann hvíldi stundum leikmenn í deildarleikjum gegn minni liðum fyrir evrópuleiki í miðri viku, tilfinningaleysi hans þegar við skoruðum mörk eða unnum leiki (það fór allavega í taugarnar á mér).

    Ég vil því helst sjá einhvern annan og líta til framtíðar – hver sá einstaklingur gæti verið veit ég ekki enn.

  84. Ég er ekki hrifinn af þessum vinnubrögðum, þau hljóta að hafa fælandi áhrif á mögulega kandídata. Ekki bara brottvikning Dalglish, heldur líka allra yfirmannanna. Minnir á sirkus Chelsea, eins og menn hafa nefnt að ofan. Slík vinnubrögð eiga ekki að sjást hjá LFC. Mér er stórlega til efs að allir þessir menn hafi ekki verið starfi sínu vaxnir, kannski helst að réttlæta mætti brottvikningu Comolli.

    Að mínu mati liggja margir þættir að baki slöku deildargengi, sem Dalglish hafði ekki stjórn á og hafa oft verið ræddir hér. En því miður virðist þolinmæði vera á undanhaldi í knattspyrnuheiminum. Eigendurnir setja gríðarlega pressu á sjálfa sig, nú má segja að þeir verði að finna mann sem kemur liðinu í meistaradeildarsæti á sínu fyrsta tímabili með liðið. Ef ekki býst ég við háværum mótmælum gegn þeim á næsta ári, svona svipað og gegn Gillett og Hicks.

    Vonum samt það besta.

  85. Hvað með A.v.Boas?
    Nú er hann ungur, hefur stýrt stórliði í Portugal og einhverju liði í ensku úrvalsdeildinni.
    Fyrir mitt leyti væri hann fínn kostur :o)

  86. Bjóst nú aldrei við því að menn færu að missa sig yfir þessum fréttum, maður bjóst við þessu.

    En sama hvað hver segir þá gerði Rafa Bentitez góða hluti hjá félaginu og mikið rosalega væri ég til í að fá hann aftur sem stjóra. Miðað við það hversu miklu KD fékk að eyða myndi Rafa fá svipaða upphæð og mikið rosalega væri ég til í Rafa Benitez með almennilegt magn af pening til leikmanna kaupa….það væri roooosalegt.

    Ég verð að segja að mínir kostir væru -> 1. Rafa Benitez. 2. Vilas-Boas. 3. Capello.

    YNWA

  87. Rafa Benítez sem DoF og Martinez sem stjóra, how about that?

  88. Þetta var það eina rétta í stöðini.

    Liverpool hefur verið langt langt undir getu og væntingum í vetur.
    Ég held að KK hafi ekki verið ráðinn sem frammtíðar þjálfari heldur til að koma Liverpool upp úr þessu ömurlega standi sem það var í enn KK hefur ekki það sem þarf.

    Ég benti mönnum á að hjá Newcastle eyðilagði hann skemmtilegt sóknarlið á 1og1/2 ári og var látinn taka pokann sinn, nú er það sama að gerast hjá okkur , hann hefur því miður ekki það sem topplið þarf í dag.

    Við höfum verið að hrauna yfir gengi okkar í vetur og KK hefur fengi sitt og nú þegar eigendurnir sína þor og kjark þá væla sumir eins og stunginn Grís.

    Margir hér hafa sagt að nú byrju enn ein uppbyggingin!,, ég held að þetta hafi verið algjörlega mishepnuð uppbygging hjá KK , þannig að við eru í sömu uppbygginguni og hófst eftir að Benítez fór,þá varð stöðnun sem við erum enn í.

    Núna þarf félagið stjóra til Framtíðar ekki skamtíma stjóra eins og var með KK.

    Auðvita er KK enn kóngurinn eins og aðrar hetjur okkar,

    Það besta hefði verið ef KK hefði haft dug og kjark og sagt af sér sjálfur, þá hefði hann haldið reisn og klúbburinn orðið fyrir minni tilfinningar skaða.

    Kannski hélt KK að hann væri stærri en Liverpool sem er slæmt.

    Það er enginn stærri en Liverpool ekki einu sinni KK.

  89. Í fyrsta lagi, Rafa verður ekki ráðinn aftur. FSG munu aldrei fara þá leið aftur að ráða fyrrverandi þjálfara liðsins sem er velliðinn meðal (flestra) stuðningsmanna, þeir vilja pottþétt ekki þurfa að lenda í þessari aðstöðu aftur.

    Í öðru lagi: Mourinho?! Eruð þið ekki að grínast? M. stendur fyrir allt sem mér hefur fundist vont í nútímafótbolta og hef engan áhuga á að fá hann. Hann nær árangri, vissulega, en Liverpool er ekki félag sem á að gera hvað sem er til að ná árangri, við erum betri en það. IMHO.

    Hver þá? Bíts mí. Persónulega væri ég alveg til í að sjá Borrell taka við, væri í anda Liverpool. Hann skortir reynslu, en er vissulega fær á sínu sviði og vægast sagt vel skólaður.

  90. Þetta var fyrirsjáanlegt og ekkert við þessu að gera. Það er auðvelt að tapa sér í rómantíkinni og vitna í Shankly og fleiri legends. Staðreyndin er bara sú, like it or not, að LFC er fjárfesting gaura sem er kapítalistar af sverasta tagi. Henry er sérfræðingur í afleiðuviðskiptum með hrávörur og lýsing Frank Zappa á kaupsýslumönnum af þessu tagi er þessi: We are only in it for the money. Thats it!

    Þú græðir ekki peninga á þeim árangri sem Kenny var að skila í hús. Því varð hann að fjúka. Þannig er fótboltinn í dag. Mancini var 30 sekúndum frá því að fjúka um síðustu helgi. Ég er ekki einu sinni viss um að hann sé sloppinn. Þetta er grótharður bísniss sem gefur engum framkvæmdastjóra, sama hvaða hann einu sinni var, friðhelgi. Nú er Japaninn Kagawa að ganga til liðs við ManU. Afhverju? Jú, þetta er fínn leikmaður en aðaltilgangurinn er samt sá að Kagawa á að selja treyjur í Asíu.

    Svon er þessi bransi orðinn. Menn geta fengið æluna upp í kok vegna Moneyball og umræðu um staðalfrávikið yfir leiktímabilið á fyrirgjöfum hjá Downing. Fyrir þá sem pæla í forsendum nútíma fótbolta s.s. Rafa Benitez er þessi umræða samt eins sjálfsögð og þolpróf og mjólkusýrumælinar. Hundleiðinlegt borið saman við goðsagnirnar sem töluðu í frösum sem gaman er að vitna í en svona er þetta orðið og best að sættast við það eða finna sér annað áhugamál t.d. borðtennis.

    Augljósi kosturinn er hinn viðskipta- og iðjuþjálfaramenntaði Martinez sem fæddur er ’73 muni ég rétt. Rafa Benitez verður aldrei ráðinn að mínum dómi. Hann er hreinlega of gamall, þótt ótrúlegt kunni að virðast, auk þess sem að reynslan í viðskiptum sýnir að ekki borgar sig að verma upp gamlar lummur.

  91. Skil ekki afhverju svona margir vilja halda Daglish áfram. Maðurinn var með relegation performance eftir áramót. Manninn tókst að ná alveg ótrúlega litlu útúr liðinu. 6 heima sigrar í deildinni allt tímabilið. Varla nokkur maður í liðinu sem gat skorað mörk, o.s.frv. Með Daglish áfram þá hefði leiðin bara legið í átt að næstefstu deild.

  92. Ég held að Villas Boas væri frábær kostur fyrir Liverpool. Ungur, metnaðargjarn, hefur unnið eitthvað og ætti að falla vel að hugmyndum FSG.

    Er líka viss um að hann vilji sýna fram á að Chelsea tóku ranga ákvörðun á sínum tíma.

  93. Svo annað. Auðvitað á ekki að vera að skipta of ört um stjóra, en það eru takmörk fyrir öllu. Ef liðið er að gera gersamlega uppá bak, þá þarf kannski að skipta. Smá reality check: 8. Liverpool 38 14 10 14 47:40 52

  94. BENITEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEZZZZZ!!!!!

    Það yrði constant fullnæging allt sumarið! =)

  95. Hérna er viðtal við Ian Ayre sem er greinilega ennþá í starfi hjá félaginu ásamt skúringarliðinu, manninum sem slær grasið og leikmennirnir.
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/ayre-kenny-unified-lfc

    Ég vona að ég skilji þetta rétt sem hér kemur fram:

    “The football club is now in a much healthier shape than it was last January off the pitch. The owners have removed the debt and everything is now being put in place to compete commercially and financially with our main rivals. The only missing piece of the jigsaw – the most important piece of the jigsaw – is football and success in the Premier League.

    Ætli þetta sé sumarið sem allt verður lagt undir og þeir hafi kannski ekki treyst á Kenny til þess að sjá um leikmannakaup.

  96. Ég valdi annað eftir erfitt val þar sem ég væri alveg til fá Capello en ef Joachim Low hættir með þýskaland eftir EM þá væri alveg til fá hann sem næsta stjóra Liverpool.

  97. Martin O’Neil eða Benitez. Af hverju ætti Guardiola ekki að vilja að koma ? Sumir hafa metnað til að takast á við verkefni sem er mikil áskorun.

    Halda menn virkilega að það þori engin að taka við liði nema að hafa óendanlegt magn af peningum bak við sig ?

    Ég vona allavega að það verði ekki martinez eða rodgers sem taki við. Með allri virðingu fyrir þeim þá eru þeir bara ekki nógu góðir.

    YNWA

  98. Sindri # 90
    Kaldhæðni er greinilega þitt sjötta skilningsvit.
    Það hafa komið fram stjórar sem hafa ekki átt stórbrotinn leikmanaferil og þá er allveg eðlilegt að þeir vinni sig upp.
    Ef að þú sækir um vinnu segjum bara hjá KSÍ eða Dómínós eða e-ð.
    Þá ert þú ekki að fara að byrja á toppnum
    Hann er klárlega að sanna sig með ágætum árángri með ömurlegan klúbb með17.000 – 23.000 áhorfendur algjörlegan metnaðarlausa eigendur.
    Búið að selja frá sér bestu leikmennina A. Valencia T.D
    Þú skallt þá Sindri minn bara koma og kissa á mér tærnar ef að þessi kappi á ekki eftir að verða einn allraflottasti stjórinn eftir nokkur ár!

  99. Luis van Gaal.

    Það er skammarlegt að hann skuli ekki vera nefndur hér í þessari könnun.

    Homer

  100. Ég er frekar leiður yfir því ad Dalglish hafi verið látinn fara.
    Fyrir mér eru aðeins 3 þjálfarar sem koma til greina. ( RAUNHÆFT)
    Það eru Benítez – Capello – L.Van Gaal.
    Þeir eru allir atvinnulausir.
    Helsti galli við Van Gaal er að hann er orðinn 60 ára gamall.
    Margir aðrir í þessari könnun eru svo alls ekki að koma til Liverpool.
    Td. Jurgen Klopp….hann er bara alls ekki að koma til félags sem er vængbrotið og ekki í evrópukeppni. Hann er að gera fáranlega góða hluti með sínu liði í dag og hefur enga ástæðu til að ganga burt frá því sem hann er að gera.
    Ég kaus Capello í könnunni því mig ég hef trú á því að hann geti gert góða hluti með liðið og er vonandi með ferskar hugmyndir… en ég tek það fram að ég er ekki einhvers konar guru í fótbolta eins og sumir hér (alls ekki illa meint), ég veit til dæmis ekki hvort hann lætur liðin sín spila mikinn varnarleik eða ofarlega á vellinum eða hvað. Ef einhver af þessum þrem tekur við Liverpool þá er ég sáttur…EKKI Roberto Martinez…..hann er mjög lélegt aðdráttaralf fyrir heimsklassa leikmenn að mínu mati…en hvað veit ég, ég er bara einhver gaur sem býr í Hafnarfyrði 🙂

  101. Það sést nú bara hérna á meirihluta manna að Martinez eda Rodgers mundi ekki njóta mikilla vinsælda meðal áhangenda Liverpool og ég ætla rétt að vona að eigendur Liverpool átti sig á því að flestir stuðningsmenn félagsins vilja alvöru nafn í staðinn fyrir Dalglish. Ég er ekkert ósáttur við þetta en eigendurnir þurfa líka að sýna að þeir hafi alvöru metnað og ráði mann með eitthvað af titlum á afrekaskránni og að þeir séu tilbúnir til að styrkja núverandi hóp hressilega.

  102. Sælir félagar

    Ég veðja á Móra eða Guardiola og þó er Móri líklegri. Hann hefur átt þann draum að koma aftur í enska boltann og jarða bæði MU og CFC. Hann er búinn að gera það sem hann ætlaði með Real M. og nú vill hann koma aftur og hefna þess að vera settur út á sínum tíma.

    Guardiola er þó líka líklegur því hinir nýju eigendur LFC munu vita að ekkert nema risanafn mun halda á Anfield. Þetta verður svakalegt sumar með stórum nöfnum og óskaplegum pælingum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  103. Mér er alveg sama hvad allir segja en ég væri til í ad sjá kenny sem director og benitez sem þjálfara

  104. Marcelo Bielsa

    og ekki orð um það meir. geðveikur og lætur lið sín spila fáranlegan flottan pressubolta sem er framtíðin.

    setja þennan mann í lið þar sem hann fær peninga og búmm málið dautt.

  105. Kannski fyrirsjáanlegar fréttir, en eins og margir er ég á milli vonar og ótta um framgang og framtíð félagsins. Við vitum auðvitað ekkert hvað eigendurnir eru að pæla, hvort þolinmæðin sé engin (Dalglish fékk samt að klára tímabilið), eða hvort metnaðurinn sé svo mikill að mistök séu ekki liðin. Hvort það leiði síðan til þess að liðið verði endalaust óstöðugt, endalaust á byrjunarreit, stöðugt að hrista upp í leikmannhópnum veit ég ekki frekar en aðrir.

    Didier Deschamps er minn kandídat. Hann er virtur og hefur víðast hvar náð árangri, þótt hann sé með sitt lið í 10. sæti núna þarf það ekki að þýða að hann sé ömurlegur stjóri. Hefur hann t.d. fengið tækifæri til að styrkja liðið, eða þurfti hann að selja sína bestu menn? Ekki að ég fylgist mikið með franska boltanum.

    Farewell to the king! You´ll never walk alone.

  106. Pep Guardiola takk. Hann er topp þjálfari sem er á lausu og í honum slær pínu Liverpool hjarta. (er haft eftir honum sjálfum í viðtali)

    Af hverju ættum við að fara fram á einhverja minni spámenn. Ég tel engar líkur á að FSG ráði eitthvert smælki fyrst sú ákvörðum að setja Dalglish af var tekin.

    Ég ætla alla vega að halda í putta og vona að ósk mín rætist.

    Yfir og út

  107. Sá fyrsti sem kom upp í hugann hjá mér var Johan Cruyff – er hann ekkert inn í myndinni í þessum vangaveltum?

  108. Fokk,en svona er þetta bara Kenny verður alltaf kóngurinn sama hvað og hann hefur gert mikið fyrir klúbbinn á þessum mánuðum sem og fyrri ár.

    Vill ekki Gylfa til Liverpool,hann er UTD maður og hatar Liverpool vill ekki sjá svoleiðis pésa í LFC treyju,atvinnumaður eða ekki,það bara virkar ekki.

    Er alveg til í einhvern efnilegan stjóra en myndi ekkert kvarta undan Pep Guardiola,Capello,Lippi eða einhverjum af þessu kaliberi.

    YNWA no matter what!

  109. Hvernig er ekki hægt að bæta Sami Hyypiä sem Næsti Knattspyrnustjóri Liverpool hann var nú að skila Bayer 04 Leverkusen 5. sæti eftir hafa hinn þjálfarinn var rekinn sem þó nokkuð betra en Martinez gerði fyrir Wigan þetta tímabil 🙂

  110. Ég er ekki sáttur við brotthvarf Dalglish! Og óviðeigandi að hafa könnun um hver á að taka við sama dag og tilkynning berst, kop.is veður yfir kónginn á skítugum skónum.

  111. Pep er náttúrlega bara kjánaleg fantasía.

    Ég er að fara í sturtu með Nigella Lawson og hún kann ekki að skammast sín. Hún eldar síðan á eftir. Þetta er álíka raunverulegt og að Pep taki við.

  112. það er allveg á hreinu að stórt nafn kemur inn, þeir reka ekki kóng nema að annar af með svipaðan honour komi í staðinn….pep, jose eða klopp, en no 1 er að hreinsa meðal leikmennina út..Henderson, Shelvey, downing, adams, speraring, kelly, aurelio, ….maxi og kuyt mættu allveg taka 1 ár í viðbót

  113. Þetta er ömurlegur dagur fyrir Liverpool menn. Hetja okkar allra var kölluð til þegar allt var komið í klessu, Fc Liverpool rétt búið að forða sér frá gjaldþroti, sennilega ekki bara peningalega heldur andlegu líka. Nú láta eigendurnir hetjuna fara eftir að hafa komið nýju og verjulega breyttu liði í úrslit FA cup, og unnið Carling Cup. Mér þykir þetta vont, og get ekki skrifað undir þetta. Eigendurnir eru að kalla eftir árnagri í deildinni. Það ætti því að vera ljóst að sá sem þorir að taka við stendur frammi fyrir því að koma liðinu í CL á næstu leiktíð, eða þurfa að taka pokann sinn, svo einfalt er það. Já og þið sem eru að biðja um Van Gaal eruð sennilega búnir að gleyma því að hann var rekinn frá Bayern, sérstaklega í ljósi þess að aðferðir hans buðu afhroð þegar Bayern var saltað af lærisveini hans Mourinho og þeim Inter mönnum í úrslitum CL. Ef einhverjir vilja stimpla Dalglish gamaldags ættu þeir sömu að vera með stimpilinn á lofti núna, klárir í slaginn.

  114. Og í hvaða heimi eru þeir sem halda að Guardiola mæti á svæðið?

    Af hverju er Guardiola ómögulegur? Ég held að hann hafi hætt því að álagið sem að fylgdi því að stýra æskiliðinu var of mikið. Ég held að honum hafi langað til að breyta til. En hann gæti samt þurft meiri hvíld en hann hefur fengið.

    Ef ég væri Guardiola, þá væri ég sirka 100 sinnum spenntari fyrir því að taka við Liverpool en til dæmis Chelsea eða Man U. Í Man U er hann í ómögulegri stöðu og getur varla gert betur en fyrri þjálfarinn og allir vita hvað Chelsea hefur boðið uppá.

    Hjá Liverpool mun hann fá fullan stuðning allra frá degi eitt og hann getur tekið að sér það mjög svo rómantíska verkefni að koma Englandsmeistaratitlinum aftur á Anfield eftir 20 ára fjarveru.

    Hvort sem það er Guardiola eða einhver annar, þá er þetta þrátt fyrir allt verulega spennandi starf. Ef við tökum liðin sem við getum verið sammála um að séu stærri eða bjóði uppá meiri pening en við, þá væru það kannski eftirfarandi lið:

    • Man City
    • Barca
    • Real Madrid
    • Man U
    • Bayern

    Fleiri eru liðin ekki. Ef þú ert topp, topp þjálfari í dag þá eru ekki mörg tækifæri meira spennandi en LFC.

  115. Ónefndur segir það kjánalega fantasíu að óska sér Pep Guardiola.

    Ég sé enga ástæðu til að vera með einhverja minnimáttarkend í þjálfaramálum. Að sjálfsögðu eigum við að fá það besta sem í boði er.

    Yfir og út

  116. Benitez takk, bara svo ég brosað að stuðningsmönnum Liverpool sem láta það pirra sig að hann fagnar ekki mörkum. Ég man hvað ég var hrikalega leiður 08-09 tímabilið, þegar Liverpool skoraði flest mörk allra liða í ensku deildinni og Benitez fagnaði ekki heldur einbeitti sér að leiknum. Skammarlegt. Þá var betra að sjá Dalglish fagna almennilega nú þegar Liverpool skoraði færri mörk en Blackburn.

    Fréttir dagsins koma á óvart. Ég held að enginn hafi hugmynd um hver verði næsti stjóri Liverpool. Ég vona bara að eigendur liðsins geri ekki þau mistök að ráða stjóra sem hefur náð “sæmilegum” árangri með eitthvað miðlungslið. Við höfum prófað það.

    Liverpool þarf nýjunargjarnan taktískan stjóra sem getur fært liðinu forskot, því við erum að keppa við lið sem hafa meiri peninga. Við náum aldrei betri árangri en þau nema Liverpool liðið hafi taktíska yfirburði.

  117. Einar Örn (#140) segir:

    Af hverju er Guardiola ómögulegur?

    NÁKVÆMLEGA! Það sem klikkaði með Hodgson var að úr því að menn ráku Rafa átti að setja allt kapp á að fá BESTA kostinn sem mögulegur var. Þegar Houllier hætti komu tveir menn í heiminum til greina og við fengum annan af þeim. Þegar Rafa hætti var eins og menn ákveddu að það væri bara hægt að versla í Dressman og svo fóru menn að leita að besta jakkanum þar.

    Í dag hafa FSG möguleika á að gefa tóninn með því að leita til þeirra allra, allra bestu til að taka við af Dalglish. Það getur vel verið að Guardiola segi nei og það verður að teljast líklegt … en það væri BRJÁLÆÐI að reyna ekki af fullum krafti. Ef hann segir nei getum við litið annað, á aðra topp topp toppstjóra.

    Að fara beint í stjórann sem bjargaði Wigan frá falli? Eða stjórann sem stóð sig vel með nýliða Swansea? Það er ekki skynsemi, það er METNAÐARLEYSI. Sams konar metnaðarleysi og færði okkur Hodgson fyrir tveimur árum.

  118. Matti (#142) segir:

    Benitez takk, bara svo ég brosað að stuðningsmönnum Liverpool sem láta það pirra sig að hann fagnar ekki mörkum. Ég man hvað ég var hrikalega leiður 08-09 tímabilið, þegar Liverpool skoraði flest mörk allra liða í ensku deildinni og Benitez fagnaði ekki heldur einbeitti sér að leiknum. Skammarlegt. Þá var betra að sjá Dalglish fagna almennilega nú þegar Liverpool skoraði færri mörk en Blackburn.

    Oh, nákvæmlega. Svo rétt. Þegar fólk skrifar á netið að það hafi ekki þolað Rafa sem stjóra af því að hann fagnaði ekki mörkum er það að lýsa því yfir að það hafi ekkert vit á fótbolta. Mér er sama hvort hann grætur öll mörk eða hellir vatni inná buxurnar sínar í hvert sinn sem liðið skorar, það skiptir nákvæmlega engu máli. Það sem skiptir máli er árangurinn og við höfum núna prófað tvo stjóra sem hvorugur náði nálægt því þeim árangri sem Rafa náði með liðið.

    Geta menn ekki bara viðurkennt að það voru m i s t ö k að reka Rafa? Halda menn virkilega að við hefðum lent í fallbaráttu í fyrra eða bara unnið 6 heimaleiki í ár ef hann hefði verið við stjórnvölinn?

  119. Hætti bara ekki Pep Guardiola afþvi að hann vissi að það var að lostna staðann hjá LIVERPOOL ^^

  120. Síðast þegar farið var eftir góðu gengi knattspyrnustjóra með miðlungslið um miðja deild keppnistímabilið á undan (Wigan, Swansea og Norwich…) var maður að nafni Roy Hodgson ráðinn.

  121. Amen Einar Örn #140

    Man annars ekki betur, svona fyrir þá sem vilja Jose Mourinho, að hann hafi sagt það í einhverju viðtalinu (nenni ekki að leita af því) að hann muni aldrei vilja þjálfa LFC. Hefur kannski eitthvað með það að gera að þegar hann kom á Anfield þá var reglulega sungið við þetta lag hér: http://www.youtube.com/watch?v=rmTJ0bUG8mo Fuck Off Mourinho….Fuck Off Mourinho

  122. Svo að það komi fram þá hef ég bara enga trú á að Pep Guardiola sem hætti hjá Barcelona fyrir ca. viku vegna álags langi að taka við Liverpool vikuna á eftir. Hann talar um að þurfa hvíld og því trúi ég ekki að hann sé kostur í stöðunni núna í sumar og hvað þá að hann sé að koma til Liverpool.

    Ef eigendur Liverpool eru með hann upp í erminni þá væri það auðvitað frábært en ég ætla ekkert að halda niðri í mér andanum. Er annars sammála um að Liverpool á að stefna á bestu bitana á markaðnum, Jurgen Klopp væri t.d. mjög spennandi kostur og svipað “in” í dag og Benitez/Morinho voru t.d. árið 2004

    og já amen #142

  123. Það er munur á óskum manns og því sem er raunhæft. Ég er alveg viss um að mörgum af okkur myndi langa að sjá Pep Guardiola taka við. Auðvitað á Liverpool bara skilið það besta. Það er bara því miður ekki raunhæft.

    Ég sé bara ekki Pep Guardiola flytja til Liverpool með fjölskylduna eftir krefjandi ár sem stjóri Barcelona. Hann hefur líka einfaldlega sagt beint út að hann ætli að taka sér frí.

  124. Sorry en ég er farinn heim a? grenja ég elska manninn meira en mig sjálfan

  125. Þeir sem eru nefndir eru:

    Benitez: Mér fynnst RB ekki vera gáfulegur kandídat í verkefnið þó hann sé dýrkaður og dáður af sumum stuðningsmönnum, hélt að hans tími á Anfield væri búinn þegar hann fór, allt í lamasessi og hann búinn að missa klefann.

    Jürgen Klopp: Efast um að hann sé einu sinni möguleiki. Þó að þetta væri maður sem ég væri til í á Anfield enda frábær stjóri sem vill láta sín lið spila fótbolta. Er að gera góða hluti með Dortmund og vill líklegast ekki hlaupa frá því til klúbbs sem er í krísu.

    Didier Dechamps: Einn mesti sigurvegari sem heimurinn hefur kynnst. Náði mjög fljótt árangri með Marseille en eitthvað virðist vera að fjara undan því eins og er. Gæti hugsanlega viljað koma og stjórna Liverpool og ég veit fyrir víst að hann myndi laða að góða leikmenn.

    Guus Hiddink: Gamall og fittar því ekki í þennan profile sem allir tala um að FSG vilja fá. Annars gert frábæra hluti með mörg lið. Spurning hvort að hann sé ekki bara maðurinn sem Chelsea fær til að taka við hjá sér?

    AVB: Var frekar erfitt fyrir hann að reyna að breyta Chelsea og því efast ég um að hann geti rifið Liverpool upp af rassgatinu. Félagi minn sem er uppalinn í Porto og hefur búið þar alla sína hunds- og kattartíð segir mér að þegar að AVB tók við Porto hefðu allir stjórar náð þeim árangri sem hann gerði – enda allt til staðar í Porto til að ná árangri. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.

    Roberto Martinez: Fynnst þessi hugmynd virka svipað og þegar við réðum Roy. Þó að Martinez vilji spila fótbolta og sé líklegast helmingi yngri en Roy, þá eru þeir svipaðir að því leiti að hvorugur hefur verið með stórann klúbb og náð árangri. Er einnig hræddur um að ef að hann verður ráðinn náum við ekki að laða að neitt nema efnilega leikmenn.

    Bilic: Held að hann hafi ekkert í þetta djobb að gera, enda ekki þjálfað topp-félagslið, aldrei.

    Brendan Rodgers: Held að hann sé klárlega stjóri sem hafi upp á margt að bjóða en líklegast er starf sem knattspyrnustjóradjobb hjá Liverpool aðeins of stór biti, sérstaklega þar sem að klúbburinn er í krísu.

    Jurgen Klinsmann: Hefur stoppað stutt við þar sem hann hefur komið og aðeins þjálfað eitt félagslið. Hef ekki mikla trú á honum sem þjálfara. Hefði verið gáfulegra að fá hann í sóknina hjá Liverpool þegar við vorum í markaþurrð.

    Frank De Boer: Fer líklegast ekkert að hætta hjá Ajax og efast stórlega um að hann sé raunhæfur kostur í starfið. Þó er De Boer klárlega þessi ungi ferski stjóri sem getur hrist upp í hlutunum.

    Unai Emery: Aðeins 3 dagar síðan hann tók við Spartak Moscow þannig að það er tilgangslaust að ræða hann.

    Sami “okkar” Hyypia: Gerði fína hluti með Leverkusen eftir að hann tók við liðinu til bráðabirgða og var að fá fastann samning. Held að hann sé ekki tilbúinn til að fórna slíku þó að hann hafi átt frábær ár sem leikmaður. Einnig held ég að það sé of stutt síðan hann var leikmaður Liverpool og margir burðrastólpar Liverpool í dag spiluðu með Hyypia, það veit aldrei á gott.

    Louis Van Gaal: Vissulega frábær stjóri og kann svo sannalega að stjórna stórliðum með frábærum árangri. Orðinn 60+ og því væntanlega ekki framtíðar kandídat í starfið.

    Af virkilega raunhæfum kostum þá held ég að það sé bara Dechamps sem að mér líst vel á. Gæti þó verið mikilvægara að ráða Director of Football fyrst og vona ég svo sannalega að það verði einhver með mikla reynslu.

  126. Það verður forvitnilegt að sjá hvort eigendurnir muni ráða eh miðlungsþjálfara eða setja stefnuna á toppinn. Athyglisverðir tímar framundan.

  127. no manager
    no Assistand Coach
    no Director of Football
    no Communications Director
    hvað kemur næst?

  128. Guardiola hætti ekki vegna þess að það var of mikil pressa að stýra æskuliðinu. Hann hætti vegna þess að það var of mikil pressa. Punktur. Hann stýrði liði sem hefur miklar væntingar á hverju einasta tímabili. Væri pressan eitthvað minni hjá Liverpool?

    Nei.

    Og enn síður ef Guardiola sjálfur kemur, með allt sitt “winning reputation” á bakinu.

    Annars er ég ekki að pissa á mig af æsingi yfir Guardiola. Hann stýrði jú besta liði heims, en það var nokkurn veginn sjálfspilandi lið. Þar var hann með nokkra af bestu leikmönnum heims, og fjandinn hafi það ef menn geta ekki náð árangri á þann hátt.

    Guardiola hefur aldrei þurft að takast á við verulega krefjandi verkefni. Hann hefur aldrei byggt upp lið frá grunni og hefur aldrei þurft að takast á við alvöru mótlæti sem aðalþjálfari Barcelona.

    Nema þegar hann keypti Zlatan. Guardiola var aldrei nógu sterkur karakter til þess að aga þann mann til, sem btw er einhver besti framherjinn í boltanum – þegar hann langar til að vera það. Zlatan er ólíkindatól og ekki auðvelt að stýra, en það hafa menn getað sem hafa sterk bein í nefinu. Guardiola mistókst það.

    Ég segi það bara aftur, Louis van Gaal er minn óskakantídat. Erfiður í samskiptum eða ekki, mér er sama. Hann lætur engan komast upp með neitt kjaftæði. Mjög sigursæll hvaðan sem hann hefur þjálfað, og veit nákvæmlega hvernig á að byggja upp lið.

    Annar sem er mjög ofarlega á mínum lista er Benítez, af augljósum ástæðum. En samt, eftir að hafa séð hvernig fór fyrir Daglish þá held ég að það besta sem Rafa gæti gert væri bara að halda sig eins langt frá Liverpool og hægt er.

    En ég hef samt heyrt það, í gegnum ýmsar krókaleiðir, að Rafa hafi þegar í stað sett umboðsmann sinn í það að fá að ræða við FSG. Þið heyrðuð það fyrst hér 🙂

    Homer

  129. Það er fræg setning sem segir að tilfinningar og rök fara ekki saman og það á svo sannarlega við núna. Við erum svo sannarlega að láta tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur enda augljóst öllum sem það vilja sjá að öll rök hníga í sömu átt að láta Dalglish fara því miður.

    Við hrífumst á ást hans á félaginu, útgeislun hans, fögnuði yfir mörkunum (fáu) og auðvitað fortíð hans. Þetta truflar okkur áðdáendurna mikið þegar við erum að velta hlutunum fyrir okkur.

    Förum nú aðeins í rökin og ískaldar staðreyndir málsins. Liverpool hefur ekki náð jafnlélegum árangri í deildinni í yfir 50 ár þrátt fyrir að keyptir hafi verið leikmenn fyrir himinháar upphæðir. Liverpool marði Cardiff í vítaspyrnukeppni og tapaði fyrir Chelsea í bikarnum. Alltaf þegar maður hélt að þetta væri að koma kom hrunleikur í kjölfarið og allt datt í saman farið. Það eru sannarlega góðir leikmenn í Liverpool sem á að vera hægt að ná miklu betri árangri með en það bara gerðist ekki. Við værum ekki að velta þessu fyrir okkur ef þetta væri einhver annar en Dalglish – allir væru sammála um að reka þann gaur. Það er einfaldlega ekki hægt að verja þetta því miður.

    Nú er að horfa fram á veginn og held að það sé klárlega þess virði að skoða Martinez sem er ungur og ferskur og fullur af eldmóði.

  130. Fyrir mér þurfum við High Profile manager til að taka liðið fram á við má vera gamall ungur, þarf bara að geta verið aðdráttarafl fyrir góða leikmenn, hann kemur liðinu í toppbaráttu og kannski eitthvað lengra verðum aftur nafn þegar hann hættir getum við ráðið ungan upprennandi stjóra eins og Martinez þegar nafnið Liverpool er aftur farið að selja fyrir leikmenn um alla evrópu.

  131. Auðvitað eiga menn að reyna við Guardiola – það er engu að tapa og það sendir þau skilaboð að menn vilji aðeins það besta. Annars er Deschamps minn annar kostur. Hef ákveðnar efasemdir um Martinez þótt hann hafi margt með sér. Ekki nóg að hafa stýrt slöku/miðlungsliði. Við þurfum sigurvegara sem laðar að heimsklassamenn. Annars virðist ,,kosningakerfið” eitthvað bilað því það kom að ég hefði valið Benitez áður en ég kaus….sem var alls ekki minn vilji 🙂

  132. @ Babu#150: kommon, hversu lagt frí þarftu eiginlega…vika er yfirdrifið nóg. Að segjast þurfa lengra frí er bara frekja og leti;). Held að Guardiola sé hvorki latur né frekur:). Annars væri ég til í að sjá Rafa eða ekki – Get ekki sagt hvern ég vill fá, ekki strax.

  133. Ef það helsta sem menn geta fundið að Benitez sem stjóra er það að hann fagni helst til lítið þá held ég að hann hafi nú bara staðið sig ansi vel

  134. Ég mæli með Marcelo Bielsa sem næsta stjóra Liverpool. Frábær stjóri og mikill frumkvöðull. Held að Liverpool myndi blómstra undir hans stjórn. Einnig skemmir ekki fyrir að hafa séð hann vinna Man Utd tvisvar sinnum á árinu með Athletic Bilbao. Gerði einnig frábæra hluti með landslið Chile. Hann hefur einnig mikla þekkingu á leikmannamarkaðnum í Suður Ameríku og er vel tengdur þar. Einnig skemmir ekki fyrir að hann er örugglega ekki sá dýrasti.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Marcelo_Bielsa

  135. Þetta er allt planað, Carra tekur við þessu ekki spurning. Hann er svo snjall að hann gæti verið spilandi þjálfari.

  136. 165

    Sjáðu númer #125 😉

    en annars varðandi Ayre

    Ayre was evasive when asked whether Dalglish could be set for a quick return to Anfield in an ambassadorial or boardroom role, saying “that’s a discussion for the future”, but was quick to reject reports that he is set to be the next high-profile figure to lose his job at the club.
    “Absolutely not,” he said. “No question from my point of view [that I will leave], and certainly no indication of that from upstairs.”

  137. Ég er vægast sagt í sjokki þó þetta hafi alltaf verið líklegt niðustaða. Ég er Dalglish maður og í perfect heimi þá væri hann maðurinn til að koma titlunum til baka á Anfield. Síðustu mánuðir hafa hins vegar verið vægast sagt daprir og kannski er það fyrir bestu að fá nýjan mann inn. Þó vildi ég að kóngurinn fengi eitt ár í viðbót. Við eigum ekki að vera klúbbur sem rekur stjóra á færibandi.

    Það verður þá að vera stórt nafn sem allir involvaðir við klúbbinn geta stutt sem nýja ráðningu. Eins og áður hefur verið sagt á þessari góðu síðu þá verður sá sem tekur við Dalglish að vera betri kostur en sá sem varð fyrir exinni frægu. Held að það verði ekki mikil þolinmæði meðal stuðningsmanna með nýjan stjóra í kjölfar brottrekstur Dalghlish sér í lagi ef það á að ráða “efnilega” stjóra. Ég tek það einfaldlega ekki í mál að fá stjóra eins og Martinez og Rodgers o.fl.

    Ég mun fylgjast spenntur með hver verður ráðinn. Einnig er ég viss um að Dalglish muni brosa sínu breiðasta og fagna eins og honum er einum lagið ef nýjum stjóra tekst að koma Liverpool á toppinn – þar sem liðið á heima með sínum frábæru stuðningsmönnum.

    Walk on

  138. Ég myndi segja fyrir mínar sakir að hvaða þjálfari sem er hvort sem hann er í evrópukeppni eða ekki þá er þetta stóra stökkið, Liverpool verður ekkert lélegra en það er núna og hvaða þjálfari sem er ætti að geta gert betri hluti með það!!
    Svo er spurning hvaða þjálfari kemur, ef að það er þjálfari hjá einhveru liði í dag þá getum við bókað það að hann tekur a.m.k einn ef ekki tvo leikmenn með sér og ef svo er þá myndi ég vilja sjá Klopp hjá Dortmund eða Louis Van Gaal þar sem hann Þekkir ógrynni af góðum leikmönnum eftir að hafa stjórnað m.a Bayern og Barca.
    Annars vil ég bara sjá ÞÝSKT blóð á Anfield hvort sem það er leikmaður eða þjálfari….

  139. Veit ekki hvað ég skal segja…… en allavega þá vill ég ekki sjá Liverpool án stjóra lengi … of langur tími án stjóra, þó lítið sé í gangi núna, er ekki gott. Endalausar umræður og endalausir þræðir um ekkert á kop.is 🙂

  140. Rafa Benitez, Roberto Martinez, Frank De Boer, Didier Dechamps
    mér finst þetta vera álitslegustu kostirnir í stöðunni, svona miða við það að Gardiola hefur áhverð að taka sér frí

  141. Það er nóg af feitum bitum á lausu. Ég er afar hrifinn af Louis van Gaal, hann vill spila sóknarbolta eftir total football hugmyndafræðinni. Hann gæti alveg átt 10 ár eftir í bransanum, þ.a. það er glórulaust að útiloka hann vegna aldurs.

  142. Hvert er fótboltinn kominn??

    Einhverjir amerískir eigendur láta King Kenny fljúga til Boston til að gera grein fyrir árangri tímabils. Hvers konar óvirðing er þetta fyrir klúbbnum?? Af hverju í fjandanum geta þessi menn ekki drullað sér til Liverpool og farið yfir málin??

    LFC hafði ekki unnið bikar í 6 ár. Kenny kemur inn og nær að snúa við liði sem var að detta í fallbaráttu og ná þolalegri loka niðurstöðu í fyrra. Átti góða spretti á þessu tímabili en blaðra sprakk eftir hið ósanngjarna tap á móti Arsenal. Unnum litla bikarinn (þann fyrsta í 6 ár) og komust í úrslit FA…..ekki besti árangur LFC en OK við gátum reynt að bæta þetta fyrir næsta tímabil.

    NEI. en þá mæta þessir kanar og reka allan hópinn og byrja upp á NÝTT – MÁTTI KLÚBBURINN við þessu??

    Ég er búinn að halda með LFC lengi en nú tók STEININN ÚR!!!!

    ER BJÁLAÐUR!!!!!

  143. Ég verð nú bara að segja að þetta er nákvæmlega það sem þurfti að gera til að leiða Liverpool aftur á rétta braut á ný. En spurningin um hver verður næsti þjálfari plagar mig þó, ég væri alls ekkert ósáttur með það að fá Benítez aftur en við þurfum einhvern sem getur virkilega rifið Liverpool upp úr sandkassanum og aftur upp í kastalann.

    -There is no end for us, just a new beginning.

  144. Er mikill Rafa maður en vill ekki sjá hann aftur! Afhverju? Hann getur ekki sagt mönnum að halda kjafti og gera eins og hann segir. Það gerir Ferguson sama má segja um Mancini. Its my way or the highway. Þessir 2 framkvæmdastjórar eru “Boss” þeir fokking ráða. Svona menn ná árangri oftast. Þetta element hefur Rafa því miður ekki og á ekki breik í menn eins og Gerrard sem er alltof stór innan klúbbsins. Gerrard heldur að hann sé “Boss” og það er aldrei vænlegt til árangurs.

    Væri alveg til í motormouth en Real er aldrei að fara að sleppa honum nema hann segi af sér og hann vill hvort eð er ekkert koma til okkar að mínu mati.

    Á frekar erfitt með að gera upp hug minn hver væri líklegur kandidat. Martínez er ekki vitlaust kostur ef að Tixi verður ráðinn DOF. Svo hefur hann verið að ná góðum árangri með Wigan miðað við útlát undanfrana ára. Reynir allavega að spila skemmtilegann bolta.

    Klinsmann hef ég alltaf verið hrifinn af nálgast leikinn á jákvæðann hátt og hefur þetta þýska element sem kannski hefur vantað undanfarin ár, að gefast aldrei upp.

    Svo að lokum er Dechamps alltaf spennandi kostur. Vann allt sem leikmaður og hefur náð ágætum árangri sem stjóri. Virðist vera að lenda í sama rugli og Rafa hérna um árið að það sé ekki staðið við loforð varðandi peninga til leikmannakaupa.

    Allavega er ég spenntastur fyrir þessum þrem.

    Vill bara þakka King Kenny fyrir góð störf en hann er bara ekki með bein í nefinu kallinn anginn svo var hann bara óheppinn með meiðsli Lucas. Ruglið varðandi Suarez málið og hvað Carroll var lengi að komast í gang. Það er margt sem spilar inn í hvað varðar árangur liðsins þetta tímabil.

    Kenny verður alltaf legend.

    Guardiola væri frábær en óraunhæfur kostur miðað við stöðuna í dag.

    Ég bara get ekki gert upp hug minn akkúrat í augnablikinu. Vona bara að næsti stjóri komi LFC aftur á þann stall sem við öll þráum, á TOPPINN 🙂

  145. Þegar Rafa var rekinn voru G&H ennþá eigendur liðsins og liðið var í söluferli. Þeir áttu ekki bót fyrir boruna á sér en samt er tekin ákvörðun um að kaupa upp 4 ára samning við Rafa. Mig minnir að hann hafi tekið með sér einhverjar 16 milljónir punda frá liðinu. Það er varla eins og G&H hafi af glöðu geði skrifað upp á þennan risa tékka.

    Orðrómur hefur lengi verið á kreiki um að leikmenn liðsins hafi gengið fram í að fá Rafa rekinn. Síðasta tímabil Rafa var líka skelfilegt, mórallinn ferlegur og árangurinn lélegur.

    Hvers vegna eru þá mistök að reka stjóra sem flest allir leikmenn liðsins voru komnir með nóg af og enginn vildi vinna með lengur?

    Vissulega hefur gengi liðsins ekkert batnað eftir að Rafa var rekinn, en ég trúi því amk að Rafa hafi verið rekinn vegna samstarfserfiðleika við leikmannahópinn.

  146. þetta er ekki að mínu skapi að reka KD.Hann gerði fína hluti með liðið.Ef menn hugsa til baka þá geta menn ekki annað en viðurkennt að fullt af leikjum enduðu illa þótt liðið væri að spila skemmtilegan bolta, hversu oft var markvörður andstæðinganna ekki kosin maður leiksins? Hversu oft áttum við ekki um 20 skot á markið en unnum samt ekki það væri gaman ef einhver nennti að taka þetta saman.Við mistum Lukas sem batt liðið algjörlega saman og við höfðum engan, nota bene engan til að fylla hans skarð.Suarez málið, fock þarf ekkert að ræða það.Það má vel vera að það sé allt KD að kenna að menn nýttu ekki færin en anskotin hafi það við unnum dollu og næstum tvær á hans fyrsta tímabili (heilu) hvað er eiginlega rangt við það þrátt fyrir það sem er að ofan talið.Ég vil stöðugleika hjá liðinu ekki svona rugl hvað nú?Hvað gerist ef næsti stjóri kemur okkur ekki í meistarad þá verður hann rekin og hvað svo.ÉG ER BRJÁLAÐUR.

  147. Hvaða Benítez ræpa er þetta eiginlega, er það ekki maðurinn sem mætti í Milano borg og sagði að hérna þyrfti taka til eftir einhvern Jose Mourinho. 5 eða 6 mán seinna var hann búinn að stúta liðinu og allir leikmenn orðnir kolgeggjaðir á þessum klukkuglápandi skriffinskubjálfa.

  148. Ég man eftir deginum þegar Robbie Fowler var seldur til Leeds – þetta er svipaður sorgardagur 🙁

  149. Andið nú aðeins með nefinu og sjáum hvað gerist!

    Vissurlega ömurlegt að missa kallinn og lenda í þessum óstöðuleika en lítum þó á Tottenham sem dæmi. Þeir voru bara í fallbaráttu fyrir 3-4 árum með ramos og fleiri misgóða stjóra á undan redknapp en núna eru þeir í meistaradeildinni !

    Verum svo bara bjartsýnir ! Liðið okkar er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum og ef næsti stjóri er klókur þá er von á frábærum tímum!

    YNWA

  150. Vildi bara koma 3 punktum að sem ég tel nokkuð rökrétta.

    Við val á nýjum þjálfara ber að líta lengra en til Englands og dagblaða þar.
    Með tilkomu nýs þjálfara sem ekki hefur unnið með leikmönnum áður leggja allir leikmenn sig extra fram til að öðlast sæti í liðinu! Með tilkomu Benites … telja sumir sig örugga með sætið!
    Við val á nýjum þjálfara tel ég að núverandi eigendur listi upp (kannski búnir) hvað þeir vilja áður en þeir útiloka nokkurn! Forgangsraða og spyrja svo!

    Áfram Liverpool.

  151. Þetta tal um að Guardiola sé ekki til viðræðu vegna þess að hann fór í frí er suddalega fyndin ástæða til að afskrifa hann sem möguleika. Maðurinn er án samnings. Segir að hann sé farinn í frí en so what??

    Tökum smá samlíkingu sem sumir hér ættu að geta sett sig inn í. Ein sætasta skvísan er á lausu. Segist þó vera búin að fá nóg af karlmönnum (hver þekkir þetta ekki?) og vilji vera single. Það er garenterað að sá sem reynir ekki við hana fær hana ekki. Sá sem fer og gerir hosur sínar grænar er alltaf líklegri til að hampa henni heldur en sá sem situr heima og telur sig ekki eiga séns af því að hún vill fá smá svigrúm og……bleh.

    Er Guardiola utan seilingar fyrir LFC? Það verður aldrei hægt að komast að því ef viðhorfið á að vera þetta að sitja heima með puttann kominn langleiðina upp í heila.

    Fyrst svona er staðan hjá okkur þá þarf FSG að sýna pung. Hvort það verður Guardiola sem kemur eða annar álíka hef ég ekki Gvend um en klárt mál að ef FGS ætlar að láta taka sig alvarlega, bæði gagnvar okkur stuðningsmönnum og líka ekki síður keppinautum okkar, þá þarf næsta teymi sem kemur inn að vera eins og The Avengers.

    Enga minnimáttarkennd hérna 🙂

  152. Dalglish er og verður lifandi goðsögn en aðstæður voru ekki til staðar eða öllu heldur Dalglish náði ekki að stýra aðstæðum sér í vil ég vil sjá Capello,held að hann gæti gert góða hluti en alla vega boltinn er hjá þér John henry.

  153. Er hræddur um að þetta hafi verið STÓR mistök og að næsta tímabil hefði getað orðið svakalegt. Ef við svo hefðum verið á sama stað um áramót, mætti gefa kóngnum þann kost að segja af sér sjálfum. Enn að reka kónginn, ég kemst ekki yfir þessa vitleysu.

    FSG – Count me out

    King Kenny – YNWA

  154. Viktor EB #176:

    Er mikill Rafa maður en vill ekki sjá hann aftur! Afhverju? Hann getur
    ekki sagt mönnum að halda kjafti og gera eins og hann segir. Það gerir
    Ferguson sama má segja um Mancini. Its my way or the highway. Þessir 2
    framkvæmdastjórar eru “Boss” þeir fokking ráða.

    Mancini er nákvæmlega ekki þessi týpa!

    Maðurinn misskildi Tevez á bekknum þannig að Tevez væri að neita að koma inn á. Sagði að Tevez myndi aldrei spila aftur fyrir félagið. Hann stóð alls ekki við það, enda kom á daginn að Tevez spilaði stórt hlutverk í að koma titlinum í hús undir lokin.

    Mancini hefur reynt að sýna Balotello erfiða ást. Fékk nóg af honum um daginn og sagði að Balo fengi aldrei að spila aftur fyrir klúbbinn. Í dag segir hann að Balo muni pottþétt vera áfram – meira að segja eru 101% líkur á því!

    Menn sem segja svona í hita leiksins, og þurfa svo að bakka með allt saman, eru kallaðir gungur í minni sveit … en af tillitssemi við reglur kop.is þá skulum við bara kalla Mancini mótorkjaft, með ekkert bit.

    Heiðar #180:

    Hvaða Benítez ræpa er þetta eiginlega, er það ekki maðurinn sem mætti
    í Milano borg og sagði að hérna þyrfti taka til eftir einhvern Jose
    Mourinho. 5 eða 6 mán seinna var hann búinn að stúta liðinu og allir
    leikmenn orðnir kolgeggjaðir á þessum “”meistara””.

    Rafa Benítez gerði Liverpool af Evrópumeisturum. Kom liðinu í tvo úrslitaleiki í CL. Vann FA bikarinn. Gerði bestu atlöguna að Englandsmeistaratitlinum af öllum þjálfurum Liverpool FC síðastliðin 20 ár eða svo.

    Afsakið, en þetta er engin ræpa. Heldur blákaldar staðreyndir.

    Rafa tók við Inter liðinu þegar flestir bestu leikmenn liðsins voru komnir yfir sitt besta. Nýbúnir að eiga sigursælt tímabil með Mourinho, og leiðin lá allan daginn niður á við eftir það. Rafa hafði bara nákvæmlega rétt fyrir sér og vildi breyta liðinu, enda mikil þörf á því. Það hefur líka komið á daginn, Inter hefur verið í skítnum frá því að Mourinho skildi við liðið, og það skrifast ekkert á Rafa heldur miklu frekar á Moratti, sem þykir einstaklega erfiður í samstarfi. Ef mönnum finnst til dæmis Zlatan eða Balotelli erfiður leikmaður að eiga við, þá ættu menn að prófa að starfa fyrir slíka týpu! Moratti er akkúrat maðurinn.

    Homer

  155. 185 komment en engin hefur nefnt Frank Rijkaard – er það er ekki ágætis kostur í stöðunni? Hann náði þokkalegum árangri með Barca, sem spilaði flottan bolta, kannski ekki eins góðan bolta og þeir spila í dag en það gerir enginn.

    Hann er að þjálfa Saudi-Arabíu en það ætti að vera hægt að losa hann þaðan. Hann hlýtur allavega að koma til greina…

  156. @ #180: Við skulum tal vel um Rafa vin okkar blessaðan ! Allt annað er fáránleg óvirðing við mann sem gerði góða hluti fyrir klúbbinn okkar ástkæra. Enn sem rafaaðdáandi sé ég það samt ekki vera að gera sig að fá hann aftur í brúnna.

    Enn er einhver til í að útskýra fyrir mér afhverju stórmeistararnir Pep Guardiola og Luis Van Gaal eru ekki með í kosningunni ? Þetta er mínir helstu kostir sem og Klopp. Vill ekki sjá neitt minna enn menn af þessum kalíber úr því að það var farið út í þessa vitleysu að reka sjálfan kónginn.

  157. Enginn af þeim sem eru nefndir í könnuninni eru á sama kaliberi og Dalglish.

    Þvílíkt glapræði er ég hræddur um. Þvílíkur sorgardagur.

  158. Ef ég ætti að veðja á það hver yrði næsti þjálfari þá myndi ég setja peninginn á AVB.

    Það er líka fínn kostur.

  159. Ef AVB var ekki nógu góður fyrir Chelsea þá er hann ekki nógu góður fyrir Liverpool heldur

  160. Hvað sem öllu líður þá er ágætt núna að manni finnst nánast allir stjórar koma til greina. Ég setti nokkra kosti í þessa könnun, bæði sem mér datt í hug og hef séð nefnda í dag en það eru jafn margir eða fleiri sem koma til greina. Það er töluverð breyting frá því við vorum að reyna snúa þeirri tröllaheimsku við sem það var að reka benitez og bjóða einhverjum að taka við þeim sirkús sem hann þurfti að vinna undir. Það komu ekki margir til greina og það fór hræðilega. Líklega voru fleiri kostir í stöðunni þegar Hodgson loksins fór og landslagið allt annað en Dalglish var nokkuð borðleggjandi kostur og hefur náð að koma aftur á umhverfi sem maður trúir að sé spennandi að taka við.

    Ég gleymdi t.d. Ralf Rangnick sem var mjög ofarlega fyrir stuttu, eins gleymdi ég Louis Van Gaal enda hann rúmlega sextugur og ekki eitthvað sem ég held að við séum að leita að. Mér datt Frank Rijkaard ekki í hug enda ekki spenntur fyrir að fá hann til Liverpool. En það eru stórir póstar á lausu

    Eins er ég sammála Hómer #157 með að Guardiola væri engin ávísun á árangur hjá Liverpool þó hann hafi verið frábær hjá Barcelona enda gekk hann þar inn í margra ára uppbyggingu og hafði bestu leikmenn heims í sínu liði. Eitthvað held ég að væntingarnar færu upp með honum þó ég færi að sjálfsögðu alveg til í að gefa honum tækifærið 🙂

    Kannski er bara málið að senda Siglfirðing með munninn fyrir neðan nefið #163 til að semja við hann og benda honum á að vika í frí sé allt of mikið á almennum vinnumarkaði…hvað þá í fótbolta. Legg til að við prufum það.

  161. Hvað er að gerast á Anfield?

    Það getur ekki gerst að það eigi að fara að ráða lakari þjálfara en KD. Wigan hvað? Jakk. Það sem ég er að vonast eftir, já eftir allar þessar hreingerningar að það sé verið að fara eftir kröfum TOPP þjálfara sem þegar hefur samþykkt að koma. Sá þjálfari eigi að koma með sína aðstoðarmenn og læknateymi.

    Vona að það sé Mourinho eða Pep Guardiola sem geta keypt toppleikmenn sem styrkja liðið. Það eru alltof margir meðalmennskumenn á Anfield nú. Ef þetta er rétt verður ráðist í að byggja upp nýjan völl.

    Hinns vegar hafa FGS gert mistök. Stefnan hefur verið sú að ráða of marga unga og efnilega (mest enska) sem eiga bara að blómstra einhvern tíma. Þetta er ekki í takkt við enska boltann. Eigendurnir verða að leggja inn verulegt fjármagn og láta sponsora covera leikmannakaup, kostnað sem hægt er að covera sem tekjur versus kostnað á nýjan leikvang, auglýsingar. Ef þetta verður ekki stefnan mega FGS hypja sig.

    Þetta eru spennandi tímar og framundan rússíbani.

    YNWA.

  162. KRISTJÁN ATLI KOMMENT 143, TAKK TAKK TAKK.. Ég hef lesið þessa síðu frá upphafi en þarna slóstu naglann á höfuðið, BESTA KOMMENT SEM ÉG HEF LESIÐ STAÐFEST.

    Sérstaklega þetta ( Að fara beint í stjórann sem bjargaði Wigan frá falli? Eða stjórann sem stóð sig vel með nýliða Swansea? Það er ekki skynsemi, það er METNAÐARLEYSI. Sams konar metnaðarleysi og færði okkur Hodgson fyrir tveimur árum )

    Bara svipað og ég hef sagt í allan dag, að ráða Martinez eda eitthvað álíka væri til að gera allt brjálað, það þarf að koma alvöru maður þarna inn sem undirstrikar metnað eigendanna og ég hef einmitt fulla trú á að okkar klúbbur geti laðað þá bestu að.

  163. Sumir sem nefna Guardiola. Guardiola er í fríi, afhverju ætti hann að segjast fara í frí og hætta hjá Barca og taka svo allt í einu við Liverpool?

  164. Pep eda Mori … Sorgardagur i sogu Liverpool FC…
    Eg se bara ekkert jakvaett vid tetta, eina ljosid er fra Barcelona eda Real Madrid en likurnar eru litlar

  165. Sverrir Björn #196

    Afhverju ekki? Afhverju ætla menn að vera með minnimáttarkennd varðandi liðið sitt? Afhverju meiga menn ekki vera hugdjarfir og reyna við bestu bitana? Af því að sumir fóru í frí? Give me a brake….

  166. Ég er virkilega óánægður með ákvörðun FSG, reyndar er ég gríðarlega óánægður með að Kóngurinn sé farinn. Ég hef alltaf haft það á tilfiningunni að þeir vildu ungan, nútíma hugsandi, high profile stjóra.

    Ég held að Martinez eigi ekki séns…og þeir vilja ekki sjá Rafa…Nei, sá sem ég tel vera næsta stjóra Liverpool er AVB ! Hann tikkar öll boxin sem að þeir hafa talað um í gegnum tíðina. Þeir vildu fá hann seinast og ég held að þeir hafi alltaf viljað fá hann.

    Úffff Fótbolti er orðin sálarlaus íþrótt.

  167. Ekki stjóra úr neðri hluta deildarinnar (wiggan) eða tapara.
    Viljum sigurvegara!
    Guus Hiddink

  168. Ekki stjóra úr neðri hluta deildarinnar (wiggan) eða tapara.
    Viljum sigurvegara!
    Guus Hiddink?

  169. Eg ég á svo að bæta við þetta….Nú þarf eitthvað STÓRT nafn að taka við liðinu að mínu mati…Einhvern sem leikmenninrnir ALLIR næstum því hneigja sig fyrir þegar hann mætir á svæðið..Ef maður pælir í því eru ansi margir stórir bitar á lausu…Benitez,Van Gaal,Capello,Lippi,Hiddink,,Villa Boas….Og svei mér ef ég væri bara ekki til í eitthvað hollenskt núna :)…

  170. Annars er ég ekki að pissa á mig af æsingi yfir Guardiola. Hann stýrði jú besta liði heims, en það var nokkurn veginn sjálfspilandi lið. Þar var hann með nokkra af bestu leikmönnum heims, og fjandinn hafi það ef menn geta ekki náð árangri á þann hátt.
    Guardiola hefur aldrei þurft að takast á við verulega krefjandi verkefni. Hann hefur aldrei byggt upp lið frá grunni og hefur aldrei þurft að takast á við alvöru mótlæti sem aðalþjálfari Barcelona.

    Er engan veginn sammála þessu. Ef liðið var nokkurn veginn sjálfspilandi átti Guardiola sjálfur þá engan þátt í því? Og jú mikið rétt hann var líka með nokkra af þeim bestu en það er varla eins og hann hafi ekki átt neinn þátt í því hvernig margir af þessum mönnum þróuðust í að verða þeir “bestu”.

    Aldrei þurft að takast á við verulega krefjandi verkefni? Bíddu voru Barca ekki titlalausir síðustu tvö tímabilin á undan og höfðu endað í 3 sæti í La Liga þegar hann tók við? Hann byggði liðið kannski ekki upp frá grunni en hann hreinsaði samt sem áður aðeins til hjá þeim. Menn eins og Ronaldinho, Deco, Thuram, Zambrotta og Edmilson fóru allir á hans fyrsta tímabili sem aðaliðsstjóri á meðan hann fékk til liðsins menn á borð við Alves, Pique(sem var í varaliði Man Utd á þeim tíma) og Keita. Að auki var hann líka óhræddur við að gefa yngri strákum traustið og tel ég hann alveg eiga sinn þátt í því hvernig Pique og Busquets sem dæmi hafa þróast sem fótboltamenn. Er annars líka bara ekki sammála því ef þú telur að það þurfi að byggja liðið upp frá grunni. Að minnsta kosti með menn e.o. Reina, Agger, Skrtel, Lucas, Gerrard og Suarez myndi ég nú telja að það væri ákveðinn grunnur fyrir hendi.

    Og varðandi mótlætið að þá hefur hann aldrei þurft að takast á við svoleiðis einfaldlega vegna þess að hann kom sér frá því með árangri og réttum viðbrögðum í sínum störfum. Og er þá ekki líka bara hið besta mál að hann fái að sanna sig í mótlæti í fyrsta sinn yrði raunin sú að hann tæki við og lenti í erfiðleikum. Ég allavega set ekki þá kröfu að nýji stjórinn þurfi að hafa það á CV-inu sínu að hafa komist í gegnum mótlæti þó vissulega sé fjölbreytt reynsla af hinu góða.

    Að minnsta kosti held ég að stjórastarfið hjá Barcelona snúist um fleira en bara það að velja í lið og horfa á þetta “sjálfspilandi lið” iðka sína list, Sveinn.

  171. Jói 198: Afhverju að eyða tímanum í mann sem segist farinn frí vegna heilsufars og einnig hafa hafnað Chelsea tvisvar sinnum þar sem honum var boðin rugl laun? Er það ekki nógu gott hint um að hann sé ekki að fara koma til okkar?

    Þetta hefur ekkert með minnimáttarkennd að gera, þetta snýst um skynsemi og menn verða að vera með hraðar hendur. Sumir verða að fara koma sér niður af bleika skýinu, það er alveg á hreinu.

  172. Verð að segja að ég er pirraður út í þessa Kana. Fíla ekki þessa hugmyndafræði sem allir þessir erlendur eigendur eru að flytja með sér inn í enska boltann. Peningastefna er farin að skipta meira máli en fótboltinn sem liðin spila. Bíð bara eftir því verði komið á að eigendurnir taki við sigurlaunum eins og tíðkast í Ameríku.`

    Finnst persónulega að Kenny hefði átt að fá lengri tíma.með liðið Þetta tímabil var óneitanlega rússibani en er hægt að skella skuldinni alfarið á Kenny og co?
    Held að ýmislegt sem gekk á utan vallar hafi haft áhrif ekki síður, ég er viss um að
    Sir Rauðnefur hlær hæst allra yfir þessu síðasta útspili.

    Það virðist ekki vera til þolinmæði í boltanum lengur. Bendi á að áðurnefndur Rauðnefur vann sinn fyrsta titil fyrir Scum á sínu ÞRIÐJA tímabili með liðið.

    Heldur einhver hérna að næsti stjóri Liverpool fái þrjú ár til að móta liðið án þess að vinna titil? Nei, ég hélt ekki!

  173. Verð að segja að síðustu tvo vetur hefur maður ekki beint getað verið stoltur stuðningsmaður LFC en í dag skammast ég mín fyrir að vera stuðningsmaður.
    Maðurinn sem við köllum kónginn og grátbáðum um að koma fyrir 18 mánuðum síðan þegar allt var í rúst.

    Illa farið með góðan dreng.

  174. Sveinn #206:

    Ef liðið var nokkurn veginn sjálfspilandi átti Guardiola sjálfur þá
    engan þátt í því? Og jú mikið rétt hann var líka með nokkra af þeim
    bestu en það er varla eins og hann hafi ekki átt neinn þátt í því
    hvernig margir af þessum mönnum þróuðust í að verða þeir “bestu”.

    Ég tek að sjálfsögðu ekkert af Guardiola, hann gerði marga flotta hluti með Barcelona. Enda mitt lið á Spáni og hefur verið það í ansi langan tíma. Málið er hins vegar það, að Barcelona-liðið upp á sitt besta, er/var bara vél sem gekk snuðrulaust. Á meðan ekkert er að, þá er engin þörf á vélstjóra eða öðrum til að lappa upp á það sem er ekki brotið.

    Við gætum alveg eins talað um ManUtd þegar Stam, Beckham, Giggs, StóriDan, Cantona og þeir voru upp á sitt besta. Liðið var bara vél. Mulningsvél. Galatico tímabilið hjá Real Madrid var í sama mót steypt. Jafnvel hið ósigrandi Arsenal. Og með góðum vilja þá getum við líka talað um 1990’s lið Skagamanna, svo langt sem það nær.

    Mergur málsins er sá, að það hefði litlu máli skipt, til styttri tíma litið, hver þjálfaði þessi lið. Þau bara kunnu að sigra. Þau kunnu ekki annað. Og ef svo vildi til að þau töpuðu leik, þá var það bara leiðrétt í næsta leik. Þjálfarinn þurfti ekki að grípa til neinnar sérstakra ráðstafana, kalla menn á teppið, taka stórar og umdeildar ákvarðanir. Þetta voru/eru sjálfspilandi lið.

    Það er ekki fyrr en lið lenda í mótlæti, þar sem það kemur raunverulega í ljós, úr hverju leikmenn eru gerðir. Sama gildir um þjálfara. Kenny gekk þrusuvel á síðasta tímabili. Hann stóð samt ráðþrota gagnvart öllu því sem átti sér stað á þessu tímabili. Þess vegna var hann rekinn.

    Og þó ég vilji ekki sjá Martinez koma til félagsins, þar sem hann er ekki af því kalíberi sem Liverpool þarf, þá verður að gefa honum það að hann hefur sannarlega sýnt það að hann kann að stýra klúbbi þegar allt virðist vera að fara til fjandans. Og fyrir það fær hann stóran plús í minn kladda.

    Aldrei þurft að takast á við verulega krefjandi verkefni? Bíddu voru
    Barca ekki titlalausir síðustu tvö tímabilin á undan og höfðu endað í
    3 sæti í La Liga þegar hann tók við?

    Eins og ég segi, þá vil ég ekkert taka af Guardiola. Hann gerði flotta hluti með Barcelona, en hann fékk líka heldur betur góða forgjöf í því starfi – hvort sem er liðið sem hann erfði eftir Rijkaard, leikmennina (Messi, Xavi, Iniesta, Puyol, Etoo), fjármagnið eða unglingaliðið (Pique, Busquets, Pedro, Tello o.s.frv.). Hann spilaði óaðfinnanlega úr því sem honum var gefið.

    Það er samt ekki neitt stórslys eða krísa, ef Barcelona er titlalaust í 2 tímabil. Barcelona er annað af tveimur stærstu liðum Spánar, sem ber höfuð og herðar yfir önnur lið þar ásamt Real Madrid.

    En ég er bara ósammála því, að Guardiola sé búinn að festa sig í sessi sem einn af bestu þjálfurum í heimi. Hann þarf, að mínu mati, að geta tekið við öðru liði sem hefur ekki úr sama efnivið að moða eins og Barcelona, og sýna að hann geti gert flotta hluti þar. Þar hefur til dæmis Mourinho vinninginn yfir Guardiola, að mínu mati. Ef við viljum fara í tilraunastarfsemi, þá er tilvalið að ráða Guardiola. Eða Martinez, sem ef til vill væri hentugri kostur, þar sem hann hefur þó reynslu úr ensku deildinni. Ég tel bara að á þessum tímapunkti þá þarf Liverpool ekki á tilraunastarfsemi að halda heldur mann sem “has been there and done that”.

    Og því segi ég Louis van Gaal. Eða, í það minnsta, mann að svipuðu kalíberi. Mann sem tekur engu kjaftæði, lætur ekki vaða yfir sig, og umfram allt, kann öll trikkin í bókinni. Ég fer ekki fram á meira 🙂

    Homer

  175. The new boss is likely to get a transfer budget of over £30m.

    Ef við erum að tala um að nýr stjóri fengi í kringum 30 milljónir punda til leikmannakupa þá allavega þarf maður ekkert að fylgjast spenntur með næsta vetur því svoleiðis smáaurar í boltanum koma þessu liði okkar ekkert í toppbaráttuna það er á hreinu.

    Maður er pínu efins um þessa eigendur hvort þetta verði einhver sirkus eins og hjá fyrri könum eða ekki. Þeir hafa þetta sumar til að sýna manni hvort sé eða ekki. Ef þeir ráða Martinez eða eitthvað álíka og sá maður fær í kringum 30 mills til að kaupa þá er ég sannfærður um að halda með þessu liði sé, hafi og verði vonbrigði líklega til æviloka en ef þeir ráða stórt nafn og afhenda honum miklu hærri en 30 milljónir til að kaupa þá hef ég trú á þessum eigendum.

  176. Kanarnir gera kröfur á stjórnendur Liverpool…eins gott að þeir geri þá líka kröfur á sjálfa sig….ef þeir ætla að eyða smáaurum í leikmannakaup í sumar og ráða annan Hodgon stjóra þá verð ég að segja að við skulum alveg hætta að mæra þessa menn eins og við höfum flest gert síðan G og H hurfu á braut. Nú þurfa kanarnir að standa sig og standa undir væntingum okkar! Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir…show us the money!

  177. ég hef enga trú á martinez…. ég segði að við ráðum rafa!! 🙂

  178. Ég held að við ættum að byrja á því að hafa áhyggjur af því hvaða menn koma inn sem yfirmaður knattspyrnumála og framkvæmdastjóri liðsins áður en við förum að spá í mögulegu budget á næsta tímabili. Efast stórlega að þeir hafi gefið það út að stefnan sé að eyða 30m í leikmannakaup og þá er líklega ekkert gert ráð fyrir pening sem við fáum inn fyrir leikmannasölur og samninga sem eru að klárast.

    Veit enginn baun í bala um budget fyrr en við vitum hvað nýr stjóri vill gera og því óþarfi að spá í því strax. En síðasta sumar var líklega ekki eytt meira en 30m í leikmannakaup þó allir sem fjalla um síðasta ár nenni ekki að taka með í myndina þá leikmenn sem voru seldir eða yfirgáfu launaskrá félagsins.

  179. Comment númer 210 kemur með frasann “sjálfspilandi lið”…

    Þar þykir manni ansi lítið gert úr því að Alex Ferguson keypti leikmennina, þjálfaði þá og valdi í liðið sem vann allt 1999. Jafnframt að það var varla á auto-pilot þegar það var 2-0 undir gegn Juve, 1-0 undir gegn Bayern, Arsenal og Liverpool það árið.

    Sömuleiðis þarf að benda á að Guardiola erfði lið sem var ekki beint að gera neinar rósir, heldur óagað, illa skipulagt og tapaði helling af stigum í byrjun stjóratíðar hans.

    Topp-fótbolti snýst um að reyna að ná stjórn á ótalmörgum smáatriðum og vonast til að ná einu til tveimur smáatriðum meira sér í hag en andstæðingarnir. Það er ekkert alvöru lið sem nægir að segja bara að fara út og spila.

    Er svo ekki bara best eftir reynslu undanfarinna tveggja áratuga að anda rólega og sjá hvernig FSG spilar úr stöðunni áður en menn fara að missa svefn yfir þessu öllu saman?

  180. Hér er eitthvað ekki að virka rétt. Ég kaus ekkiBenitez og vill allsekki fá hann aftur. Hvað er að þessu kerfi.

  181. Þetta er sorglegt að sjá á eftir einum af besta leikmanni Liverpool fyrr og síðar. Hann er og verður í dýrlingatölu okkar Liverpool-manna. Hann gerði sitt besta sem framkvæmdarstjóri, en því miður var það engan veginn nógu gott. Það er vont að vera að skipta um framkvæmdastjóra svona oft. Nú verður að finna einhvern sem getur tekið þetta að sér og gert það sem við Púllarar erum búnir að bíða lengi eftir, Englandsmeistaratitill!!!!!! Sá maður er bara ekki á hverju strái. Hann er einhversstaðar þarna. En lengi lifi Kenny the King.

    Áfram Liverpool að eilífu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  182. Guð blessi Kenny Dalglish, eftir svona sjokk er eini maðurinn sem er nógu stór til að fara í skóna hans Pep Guardiola. Ég verð mjög krítískur ef einhver annar kemur.

  183. Finnst Capello vera eina vitið….vill fá “stórt” nafn sem hefur reynslu af stórliðum og stórum væntingum….enda er LIVERPOOL stór lið!!!!

  184. Nú er það skjalfest að Liverpool er smálið og mun fá moneyball stjóra.

    Þeir sem hafa lesið sér til um feril eiganda Liverpool mun vita hvað ég á við. En Þeirraa stefna er hámarks hagnaður, ekki dútl við 61 árs stjóra sem eyða fullt af peningum í Downing.

    Ég spái að Big Sam taki við. Flott moneyball hugsun bak við það.

  185. Úff, mig langar bara að fara naga á mér olnbogana þegar ég les svona kjaftæði um að Barcelona hafi verið “sjálfspilandi” lið síðustu ár og Guardiola eiga ekki nema rétt sæmilegan þátt í þeirra sigrum. Heyrt þetta frá of mörgum of oft síðustu ár.

    Maðurinn tekur við brokkgengu liði með móralinn út og suður eftir að Ronaldinho blés úr sínu egói, breytir leikkerfinu, kaupir hárrétta leikmenn og finnur jafnvægið í leikmannahópnum, nær að mótivera liðið frábærlega svo það nær hæstu hæðum leik eftir leik, fellur aldrei fyrir sálfræðigildrum Mourinho og niðurlægir hann algerlega, kemur svo glæsilega fram í sjónvarpi og fjölmiðlum að öll heimsbyggðin dáist að hugmyndafræði og klassa Barcelona og styrkir ímynd liðsins útávið, mótar liðið réttilega í kringum Messi. velur hárréttar tækniæfingar og heldur liðinu fersku yfir veturinn með góðri róteringu og notar leikmenn úr unglingastarfinu mátulega til að viðhalda leikgleðinni og greddunni í liðinu, býr til afburða liðsheild þar sem allar stjörnur liðsins fá ráðrúm til að sýna sig innan viss ramma, nær virðingu margra bestu leikmanna heims, góður taktíker sem pressaði lið á glænýjan hátt. Mjög skapandi og vel lesinn þjálfari með áratuga þekkingu á fótbolta sem reyndi á nýafstöðnu tímabili að búa til glænýtt Total Football leikkerfi með miðjumanni í næstöftustu stöðu o.s.frv.

    Það er bara tómt rugl að hver sem er hefði getað náð þessum ótrúlega árangri (13 titlar af 16 mögulegum) með Barcelona. Halda menn að hvaða fitubolla sem er geti staðið á hliðarlínunni, bent puttum af og til skipandi útí loftið og látið liðið spila bara sjálft? Guardiola var hárréttur maður á hárréttum tíma og enginn sem hefði þjálfað liðið nákvæmlega eins og hann gerði. Með þeim ótrúlega árangri að við vorum svo heppnir að sjá einhvern fallegasta og besta fótbolta sem nokkurn tímann hefur og mun verða spilaður fyrr og síðar.

    Liverpool væru bara bjánar að signa ekki um leið þjálfara sem tók mjög virkan þátt í besta fótbolta veraldar á ótrúlega háu tæknileveli ef það byðist. Það sárvantar hraða, tækni og hlaup án bolta hjá Liverpool í dag. Guardiola myndi stórbæta allt þetta um leið hjá okkur með sínu æfingakerfi og leikmannakaupum. Þjálfari sem gæti dregið nánast hvaða leikmann í heimi til Liverpool. Það + hefðina, aðdáendurna, vinnusemina og enska mentalítetið sem við höfum gæti orðið afburða blanda og gert okkur ósigrandi á ný. Hver veit nema Messi eigi mikið þjálfun Guardiola að þakka og hann gæti komið Suarez í svipaðan ofurklassa?
    Verst að Guardiola er svo nýhættur að hann myndi sennilega segja nei í dag en það gæti hafa breyst í júlí/ágúst þori FSG að bíða svo lengi. Þessvegna eru Rafa Benitez og Villas Boas líklegri valkostir nú.

  186. @Babu #215: Nákvæmlega ! Það er lítið talað um innkomuna, bara um það hvað var miklu eytt. Þetta var líka málið með gagnrýnina á Dalglish. Menn töluðu alltaf um að hann væri búinn að eyða svo og svo miklu og aldrei tekið með inn í þá umræðu innkoman af sölum og að losuðum launakostnaði….

  187. kóngurinn er farinn, það eru sorgartíðindi, en hann klikkaði á þessum kaupum á enskum leikmönnum, þar gerði hann 1 mistök, sem er allt í lagi, en hann viðurkennidi ekki mistökin, og notaði þá aftur og aftur , og nú sjáið þið árangurinn ??? og hættið svo að bulla um að Henderson og Shelvey eigi að vera þarna…. ef það er hugur ykkar, þá skulu þið hætta þessu væli og sætta ykkur við 8. sætið ár eftir ár
    af hverju er Tottenham miklu betra lið en Liverpool í dag ? Van der Vaart, Modric, Parker…. og þið haldið að Henderson , Shelvey og Spearing hafi eitthvað í þá……… okkar menn geta bara jafnað þá í hlaupum, þar sem boltinn er hvergi nálægt !
    við þurfum algjöra hreinsun, byrjum á að viðurkenna mistök(Dalglish klikkaði á því)…Henderson, Shelvey, Adams, Downing, Aurelio, Kelly út á meðan við fáum smá aur fyrir þá …. því eftir því sem tíminn líður, þá munu allir sjá að þessir menn eiga að fást gefins
    greyið karlinn hann Dalglish, treysti henderson, blindaðist, og svo hélt hann að maður sem hann var búinn að lána til Blackpool, myndi redda þessu

  188. Bara trúi því ekki að fólk vilji RB aftur, hann var ca 5 ár og var ekkert með betri árangur en Hullier (arh stafs,) plús að hann gat verið mjög þrjóskur á kerfin sín og fúll á móti við leikmenn, ég held að hann hafi ekki verið vinsæll hjá leikmönnum. En hvernig er með Hyypia er hann ekki kominn með þjálfararéttindi? 🙂

  189. Ég sagði nákvæmlega ekki, að hver sem er gæti þjálfað þessi lið, heldur sagði ég að það hefði ekki skipti miklu máli hver gerði það. Eðlilega þá er ég að tala um að meðalgóður stjóri hefði getað stýrt þessum liðum með prýðisárangri – þó ef til vill 13 titlar á 4 árum séu kannski fullmikils til ætlast.

    Guardiola tók ekki við neinum rjúkandi rústum, heldur liði sem innihélt marga frábæra leikmenn og lét þá spila sem eina heild. Hann tók þá á næsta level – sem hefði verið auðvelt að lesa úr því sem ég sagði áður.

    Leikkerfið sem Barcelona spilar er ekki nýtt af nálinni. Barca spilar alltaf 4-3-3, með tvo vængframherja. Þannig hefur það verið síðan ég man eftir mér, og segja má að stuðningsmenn Barcelona snúist gegn hverjum þeim þjálfara sem breytir því … sel það þó ekki dýrara en ég keypti það, en það er orðið á götunni í Barcelona-borg.

    Pointið er það, að mér finnst ekki Guardiola hafa sannað sig neitt sérstaklega. Allavega ekki miðað við marga aðra sem ýmsa fjöruna hafa sopið, og ég myndi frekar treysta til þess að hífa liðið upp á við. Hann er að mínu mati í svipuðum flokki og Villa-Boas – flottur með eitt lið, en óskrifað blað að öðru leyti. Og þangað til að Guardiola og Villa-Boas sýna það, að þeir séu meira en einnar-liða-menn, þá ætla ég ekki að missa mig í einhverju “hype”-i yfir þeim. Ég ítreka þó að ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola, hann er sigurvegari – var það sem leikmaður og sem þjálfari Barcelona. En hann er ekki búinn að sýna það að hann eigi séns í Mourinho, Capello, van Gaal o.s.frv.

    Homer

  190. Veðmagnarar eru með lægsta stuðulinn á Villa Boas 6/4, Benites og Cappello þar á eftir 7/1

  191. Manni líður virkilega illa með þetta allt saman. Hlutirnir voru ekki að ganga í deildinni og það var á endanum það sem að fór með þetta fyrir Dalglish. Ég persónulega vildi ekkert heitar en að hlutirnir myndu ganga upp fyrir Kenny og það að sjá hann við hliðarlínuna að fagna mörkum er eitthvað sem að ég held að gleðji alla Liverpool stuðningsmenn og minni okkur á betri tíma þegar það var auðveldara að vera stuðningsmaður þessa frábæra klúbbs. En nú verðum við að vona það besta og að FSG sýni snilli og kænsku og finni rétta manninn í starfið.
    Að lokum vildi ég paste-a hér inn commenti sem að ég las við eina grein hjá Guardian og segir í raun allt sem að þarf að segja um Dalglish.

    This is a very sad day.

    As a Liverpool supporter of many years, standing, it is hard to explain just how deeply Kenny was loved as a player (the greatest ever to wear our shirt), a manager (brilliant, at least the first time around) and, above all, as a person.

    Yes, as a person.

    For he it was (along with his wife, Marina) who worked tirelessly to comfort the bereaved of Hillsborough, making a point of attending every single funeral and making themselves available 24/7 to tend to the needs of the grieving. Let it not be forgotten that, in so doing, he seriously jeopardised his own health and sanity.

    And though his departure today was perhaps inevitable in the light of results, Kenneth Mathieson Dalglish holds, and will always hold, a special place in the hearts of all Liverpool supporters and he will never be forgotten.

    Oh, and, even after all these years…..I’d walk a million miles for one of his goals.
    YNWA.

  192. Úff, ég veit bara ekkert hvern ég vil til að taka við af Dalglish, sem að mínu mati skilar félaginu af sér í töluvert betra standi en það var í 18 mánuðum fyrr. Það er enginn ákveðinn stjóri sem ég get bent á og hrópað “ÉG VIL ÞENNAN!”, það eru margir flottir stjórar sem við erum vonandi að fylgjast með sem allir hafa sýna kosti og galla.

    Umræddir Lambert, Rodgers og Martinez eru helvíti fínir kallar og svona fyrir utan kannski ferilskránna þá líta þeir út fyrir að vera ideal kandidatar fyrir starfið. Þeir spila “réttan” og góðan fótbolta og þeir eru mjög miklir herramenn. Að miklu leyti finnst mér þér líkjast mönnum eins og Dalglish að því leitinu til en ég hefði frekar kosið að halda Dalglish heldur en að fá einhverja af hinum þremur – þó ég yrði vissulega spenntur að sjá hvað myndi gerast hjá þeim með Liverpool.

    Ég er svo ekki alveg seldur með Pep Guardiola. Starf hjá félagi eins og Liverpool er eitthvað svo rosalega ólíkt því sem hann var með hjá Barcelona og ég hef einhverjar efasemdir um að hann sé kannski maðurinn í að ná að rífa liðið upp úr miðri töflunni og upp að topp hennar. Ég held eitthvað að það þyrfti mjög mikið að breyta til og lagfæra í leikmannahópnum til að hann næði árangri með liðið – yrði það nokkuð svo slæmt?

    Capello yrði að mínu mati ágætis skyndilausn en ég man ekki til þess að hann sé mikið í því að reyna að yngja sín lið upp og vinna hart að því að móta og þróa yngri leikmenn. Hann er hins vegar góður taktíkur þjálfari, mikill sigurvegari og lætur ekkert vaða yfir sig. Margir verra kostir að mínu mati. Sama má segja um Louis van Gaal sem hefur reyndar það fram yfir Capello að mínu mati að hann er öflugur í því að taka yngri leikmenn í lið sín og vinna með þeim.

    Villas-Boas, Klopp, Deschamps og Frank De Boer (sem gæti mögulega verið minn uppáhaldskostur) eru svona líklega bestu og efnilegustu stjórarnir í boltanum í dag. Þeir eru allir tiltölulega ungir (AVB alveg sérstaklega!) en allir hafa samt náð sér í miklar reynslur bæði sem leikmenn og/eða þjálfarar. Þetta eru allt menn sem vilja að vinna, eru snjallir í taktíkum og færslum og ég vil sjá Liverpool fara af fullri alvöru í baráttu um þessa menn áður en þeir færu að skoða aðra kosti.

    Rafa er sömuleiðis enn þá einn besti stjórinn í heiminum í dag. Hann veit og kann allt tengdu fótbolta. Þú færð líklega ekki betur lesinn stjóra í heiminum í dag. Mjög snjall taktíkari, spilar ekki alltaf fallegan en mjög áhrifaríkan fótbolta, hefur gott track record þegar kemur að kaupum (á t.d. mjög stóran hluta í hryggsúlunni í núverandi liði) og hann elskar félagið og telur sig eiga ókláruð mál þar. Yrði alltaf velkominn aftur til Liverpool ef ég fengi einhverju ráðið.

    Liverpool mun reyna að fá inn mann sem mun geta náð betur út úr leikmannahópi liðsins í sumar og ég get trúað að félagið vilji reyna að komast hjá því að selja sem flesta leikmenn (þá sérstaklega einhverja af þessum lykilmönnum). Ég hlakka mikið til að sjá hvernig FSG menn ætla að tækla þetta, þú þarft pung til að ætla að reka Kenny Dalglish og maður bara getur ekki gert slíkt án þess að setja markmiðið hærra. Ef þeim tekst það ekki … úff, það verður blóðugt!

  193. Ég myndi vilja sjá eigendur liðsins byrja á því að fá þennan mann inn strax í DOF stöðuna Txiki Begiristain. Hann er ekki nema 47 ára og gerði frábæra hluti fyrir Barcelona.
    Svo mætti skoða að fá inn Villas Boas, Capello eða Jurgen Klobb.

  194. Ég vil fá Lionel Messi sem spilandi stjóra, held að hann gæti gert góða hluti 😉

  195. Var á skemmtiferðalagi í allan gærdag og hef tekið morguninn í að lesa mig áfram og svara könnuninni hér.

    Sé fyrir það fyrsta að Ian Ayre er enn í starfi og þar með held ég að við sem viljum fá Rafa ættum að draga úr þeim væntingum. Hann var stjórnarmaður í stjórn sem kaus að reka Benitez 5-0 og þegar hann þakkar Dalglish starfið talar hann um að “there were issues all over the place” sem ekki voru bara held ég tengd Hodgson eða G og H.

    Hins vegar er enn ekkert komið fram sem sannfærir mig um einhverja stóra hluti. Skil ekki þessa ferð til Boston, finnst það til marks um óvönduð vinnubrögð að kalla KD og SC til Boston, tala við kallinn og fljúga honum heim, senda frá sér yfirlýsingu og láta Ayre svo svara fyrir. Hann sem þarf að byrja á að segjast ekki vera að fara að missa djobbið.

    Hver það er annar á blaðinu finnst mér eiginlega í dag bara órætt og uppi í lofti. Vel má vera að FSG ætli að reyna að finna demant í neðri hluta deildarinnar en hver það verður veit ég ekki. Sá eini sem mér finnst hugsanlega geta komið inn í svona lið er Paul Lambert sem var í flottu stórliði Celtic og vann Meistaradeildina með Dortmund. Hefur alls staðar náð árangri, keypt skynsamlega og unnið hlutina með “minimum fuss”. En hann er að mínu mati ekki tilbúinn núna, en augljóslega betri kostur en Martinez að öllu leyti. Vel má ræða um Brendan Rodgers en hann er núna búinn að vera stjóri í tvö ár og þar enn ekki upplifað mótlæti.

    André Vilas Boas hefur að mínu mati lítið erindi í enskan bolta hjá stórliði aftur – hann fékk ósigrandi Porto lið í vetur og eini titillinn sem hægt er að dæma er UEFA keppnina. Ætlum við þá að ráða þann sem þjálfaði Atletico Madrid í vetur? Vona ekki.

    Á netinu í dag er fleygt fram alls konar nöfnum í alls konar stöður. Það verður þegar verður farið að ráða í stöðurnar sem við sjáum hver áhrifin verða.

    Munu Borrell og Segura halda stöðum sínum og vinna áfram í þeim anda sem þeir hafa gert undanfarin ár?

    Verður Director Of Football stórt nafn með mikla “hands on” stjórnun og managerinn meiri þjálfari (a la bandarísk íþróttahugsun)?

    FSG segjast hafa rekið liðið á ákveðnu plani, var það ekki planið að kaupa unga demanta á heimasvæðinu og fá út úr þeim bestu árin. Þannig að þeir hafa væntanlega tekið afstöðu til þeirra leikmanna sem voru keyptir. Er það planið áfram? Ef svo er þarf þá ekki að vera með mann sem hefur töluvert vit á heimamarkaðnum. Það að Ayre segi að það skipti engu máli á leikmannamarkaðnum að enginn manager eða Director Of Football sé nú starfandi og fullt sé í gangi þar, segir það okkur ekki hvar ákvarðanir eru teknar?

    Leikmannahópurinn stóð límdur við bak Kenny. Það er algerlega ljóst og frasinn sem hent var sem fýlubombu í andlit Rafa um að “missa klefann” er fjarstæðukennt langt frá því sem er í gangi í dag. Leikmenn voru hæstánægðir með æfingarnar undir stjórn Clarke og Keen og Kenny Dalglish hefur varið sína leikmenn fram í rauðan dauðann. Hvort sem það hefur verið frammistaða leikmanna eins og Reina, Carra, Adam, Downing, Hendo og Carroll eða þáttur Suarez í Evra-bullinu. Hvernig mun þessi leikmannahópur bregðast við. Nú eru þeir komnir frá félaginu, flestir ef ekki allir hafa talað við umbann sinn í gær og óskað eftir því að hann verði á púlsinum á Anfield. Fyrir marga lykilmenn eru þeir nú búnir að upplifa óvissu í 36 mánuði og hafa keppst við að tala um þá framþróun sem þeir hafa fundið í vetur. Hvernig verða viðbrögð þeirra – eitt af lykilatriðinu í sumrinu verður því hverjir verða áfram. Er þetta t.d. að verða til þess að Kuyt og Maxi fara ekki – vilja þeir ekki sanna sig hjá nýjum manni? En Aquilani og Cole?

    Svo er það budgetið. Það verður stóra spurningin. Hér telja menn brottvikningu Kenny vera vegna þess að nú eigi að fara í gang metnaður sem leiði til meistaratitils – þá er um tvennt að ræða, annað hvort að setja 100 milljónir inn í pakkann í sumar og heimta stórt skref næsta haust eða þessar 30 milljónir sem BBC tala um og byggja upp hægt.

    Þetta eru spurningarnar, Kenny Dalglish er í baksýnisspeglinum og eins og Owen, Torres og fleiri sem að hafa áður unnið fyrir klúbbinn.

    Nú er kominn tími á svör hjá FSG – það hefur aldrei nokkuð fyrirtæki unnið sigra með því að reka einhvern. Sigrarnir liggja í hver var ráðinn og hvað hann fær að gera.

    Ég viðurkenni aftur að ég vildi deila bjartsýni manna sem hlakka til næstu vikna. Ég sé ekki alla þá birtu sem liggur yfir þessari nútíð og framtíð. Ég sé klúbb sem er enn einu sinni þjálfaralaus með leikmannahóp sem fyrri þjálfari skapaði, reyndar líka nokkra farþega í skottinu sem fyrri tveir voru með. Félag sem er kominn á stuttum tíma með þá sögu að reka menn eftir stuttan starfsferil.

    Ég held að margir ofmeti þann sjarma sem liggur í stjórastarfinu á Anfield þessa dagana….því miður.

  196. Mikið vona ég að Maggi sé að meta stöðuna vitlaust en það er mjög líklega óskhyggja í mér. Mér finnst hann vera algjörlega spot on í þessari greiningu.

    FSG hafa ekkert sannað fyrir mér annað en að vera harðir þegar það kemur að brottrekstrum. Hvað gerist í sumar veit enginn og maður er satt best að segja óttasleginn með framhaldið. Það er allavega ljóst í mínum huga að við erum fjær því í dag en nokkru sinni síðan 1990 að vinna þann stóra. Það er mikið áhyggjuefni að það eru sífellt fleiri lið sem þarf að klofa yfir á leiðinni á toppinn sem hefur fjarlægst ískyggilega mikið frá vorinu 2009.

    Ég vona að það muni ríkja stöðugleiki í starfi klúbbsins á næstu árum og að FSG muni lukkast að ráða hæfleika fólk í allar þær stöður sem þarf að ráða í. Ef það tekst; góður stjóri ráðinn, nýr völlur byggður og hæfilega mikið af peningum sett í leikmannakaup gæti okkur lukkast að komast aftur á meðal þeirra bestu. En ef það gerist ekki…guð hjálpi okkur þá.

    Varðandi þjálfaramál í sumar þá vil ég fá Rafa aftur! Hann á óunnið verk á Anfield að mínu mati. Með réttum stuðningi tel ég hann líklegan til að koma liðinu á þann stall sem það var að komast á undir hans stjórn. Það logaði allt stafnana á milli í klúbbnum síðustu tvö árin sem hann stýrði skútunni og ég neita að trúa því að það hafi verið hans sök nema að litly leyti.

    Að lokum er rétt að þakka Kenny Dalglish fyrir störfin. Allt frá árinu 1977 hefur hann verið Liverpool maður #1 og það breytist ekki með þessum brottrekstri. Lengi lifi kóngurinn!

  197. Nú er enska pressan að orða Sam Allardyce og Gary Megson við okkur. Mér lýst vel á þá báða ég held þeir gætu náð góðum árangri út úr Carroll.
    Svo lýst mér mjög vel á að fá kalou inn, hann kæmi sterkur inn sem loka signing liverpool á eftir Del Piero og Mohammed Diame.

  198. Er dapur! Mig grunaði þetta en púllarinn í mér vonaði að hann fengi eitt season enn til að sanna sig. Vonandi verður sjöan mín og idolið mitt síðan ég byrjaði að halda með Liverpool fyrir langa löngu áfram viðriðinn Liverpool FC.
    YNWA

Fjórir frá LFC í enska hópnum – uppfært

Eftirmaðurinn