Opinn Þráður / Könnun: Á Dalglish að halda áfram með liðið?

Tímabilið er á enda og niðurstaðan blasir við og er ekki falleg. Hver og einn túlkar þetta á sinn hátt og menn horfa með mismunandi hætti til framtíðar. Eitt stærsta verkefni FSG um þessar mundir er að finna leiðir til að byggja ofan á þetta tímabil og bæta árangurinn á því næsta.

Staða framkvæmdastjóra er líklega það sem þeir byrja á að fara yfir og okkur langar því að henda þessari könnun í loftið. Skilgreinum ekkert frekar hvort Dalglish yrði rekinn eða segði upp sjálfur, hvernig sem það myndi gerast vinsamlega gerið upp við ykkur hér að neðan hvort þið viljið að King Kenny verði við stýrið þegar nýtt tímabil hefst í ágúst.

Viltu að Kenny Dalglish verði áfram með Liverpool á næsta tímabili?

  • Nei (53%, 549 Atkvæði)
  • (47%, 486 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,035

Loading ... Loading ...

Ummælakerfið er síðan vettvangurinn til að gera grein fyrir sínu atkvæði.

122 Comments

  1. Ég sagði JÁ, því þetta er Kenny Daglish og ég elska Kenny Daglish.

    Við getum alveg horft á sögu hans hjá Liverpool – hún er stórglæsileg. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem nokkru sinni hefur spilað fyrir Liverpool. Að Shanks og Paisley undanskildum, þá er hann besti þjálfari sem Liverpool hefur haft.

    Ég bjó einn vetur úti í Liverpool, þegar ég var þar við nám. Ég er lítið hrifinn af borginni sem slíkri, en ég get með sanni sagt það, að ég hafi raunverulega fundið það hversu mikils virði Kenny er fyrir Liverpool Football Club. Samt, þetta eru um 10 ár síðan, löngu áður en Kenny sneri aftur og allt það.

    Kenny er Liverpool, holdi klætt. Við getum alveg talað um það hér, að enginn sé stærri en klúbburinn, en það er bara rangt. Kenny er stærri en klúbburinn. Alltaf. Alla daga. Allt árið í kring. Og þess vegna mun ég alltaf styðja hann 100% og hafa trú á því að hann muni snúa blaðinu við. Af því þetta er Kenny Daglish, og það er ákaflega rómantísk hugsun – að Kóngurinn snúi aftur heim og leiði liðið úr þeim ógöngum sem það er í.

    En ef ég horfi raunsætt á hlutina, þá tel ég Kenny vera á kolrangri leið með liðið, hvernig sem á það er litið. Leikmannakaupin eru léleg, liðsuppstillingarnar skringilegar, ég skil oft ekki hvað hann er að fara á blaðamannafundum og svo framvegis.

    Hitt er svo annað mál, að við stuðningsmenn Liverpool eru lítið raunsær þjóðflokkur … 🙂

    Annars er ég alveg viss um að næsta tímabil verði okkar tímabil!

    Homer

  2. Ég vill ad hann haldi áfram. Hann er hluti af framtídarplani félagsins og ég treysti honum, allir leikmenn Liverpool virdast dýrka hann sem thjálfara og thótt ad afljúkandi tímabil hafi verid vaegast sagt slakt thá er hann ekki vandamálid held ég. Thad virdist sem thad leynist einhver ógedslegur vírus tharna undir yfirbordinu innan klúbbsins sem enginn áttar sig á… Allavega vona ég ad hann haldi áfram naesta tímabil, ekki eins og klúbburinn eigi heldur efni á thví ad reka hann, frekar ad eyda theim pening uppí einhvern sjúkan markaskorara eda midjumann sem Liverpool sárvantar klárlega.

  3. Ég kaus já, og ekki af þeirri ástæðu að mér finnist KD ósnertanlegur eða það að ég sjái ekki sólina fyrir knattspyrnusjórnun hans. Ég kaus já því mér finnst að sú taktík að reka alltaf sjtóra þegar illa gengur ekki alltaf eiga við, í sumum tilfellum virkar það stundum ekki. Þegar KD tók við af RH (sem mér reyndar fannst allt í lagi að reka, smá mótsögn hér) þá vildi hann byggja liðið upp og það gerist ekki á einu og hálfu ári. Mér finnst hann eiga það skilið að fá allavega eitt tímabil til.

  4. Ég skil engan veginn að fólk vilji halda Dalglish. Árangurinn í deildinni er til skammar. Hrunið eftir jól er óafsakanlegt. Leikmannakaup flest mjög slæm.
    Eina jákvæða við Dalglish í deildinni er að liðið spilaði stundum ágætis fótbolta.

    Ef þetta væri einhver annar en Dalglish þó værum við ekki með þessa umræðu, þá væri allir að hrópa eftir því að taka höfuðið af framkvæmdastjóranum.

  5. Skoðanir fyrstu manna á þessum þræði eru stórhættulegar að mínu mati. Það er ekki í lagi að leggja framtíð Liverpool í hættu útaf einhverju tilfinninga- og nafnaklámi. Eina sem Dalglish hefur fram yfir Hodgson er nafnið og sagan. Hann er ef eitthvað er slakari knattspyrnustjóri en Roy Hodgson á þessum tímapunkti. Stór orð sem ég er að setja fram en ég ætla að standa við þau. Hættið þið kæru lesendur að láta nafnið hans sýna ykkur fram á hæfni hans sem er ekki til staðar.

    Ég elska King Kenny og hann mun ávallt vera Liverpool goðsögn þótt hann hætti núna. Ég vil að hann hoppi í sendiherrastólinn aftur og FSG nálgist Jurgen Klopp frá Dortmund. Hann er ungur sigurvegari sem spilar skemmtilegan fótbolta. Hann myndi að mínu mati gefa klúbbnum okkar það boozt sem við þurfum á að halda á þessum tímapunkti. Aldrei að vita nema hann gæti platað Lewandoski, Subotic eða Gotze með sér til klúbbsins.

    YNWA

  6. Lengi vel þá vildi ég sjá Kónginn halda áfram en ég sagði samt nei í þessari könnun.
    Það er ekkert endilega bundið við það að Liverpool tapaði fyrir Chelsea í úrslitaleiknum.
    Það eru bara holningin á liðinu og furðulega uppsett liðsval sem fær mann til að segja annann stjóra og það helst í gær!

  7. Ég kaus nei. Mikið ofboðslega væri ég til í að hlutirnir væru að ganga með Kenny við stjórnvölin en mér sýnist á öllu að maður með ferskar hugmyndir fyrir framtíðina sé það rétta í stöðunni. Ég hef reynt að verja KD í allan vetur en verð að viðurkenna að leikmannakaup og uppsetningar fyrir leiki hafa valdið miklum vonbrigðum og ég sé það ekki breytast.
    Vonandi hef ég rangt fyrir mér, kenny verður áfram, liðið springur út næsta vetur og allt verður í himnalagi. Þó svo hjartað segi að kenny eigi að vera áfram segir heilinn nei og honum ætla ég að fylgja í þetta skipti. Enginn er stærri en klúbburinn og með það að leiðarljósi held ég að nýr maður með nýjar hugmyndir gæti gert betur í þeim atriðum sem ég taldi upp og hafa ekki verið nægilega góð þetta tímabilið. En svo er það spurningin hver það á að vera og það er nú annað ekki minna flókið mál sem ég vona að FSB-liðar hugsi vel um áður en ákvarðanir verða teknar.

  8. Ég átti mjög erfitt með að kjósa … en á endanum kaus ég já. Fyrir því hef ég aðallega tvær ástæður:

    1: Raunsæi. Það er eitt að vilja losna við stjórann og annað að finna einhvern betri. Jafnvel þótt ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með Dalglish í vetur sé ég bara ekki að það sé einn einasti stjóri á lausu þarna úti sem sé betri. Það er allt gott og blessað að óska eftir Klopp eða Mourinho eða hvað þeir heita allir en þessi stjórar eru ekkert að fara að yfirgefa lið í Meistaradeildinni og toppbaráttum sinna landa til að taka við Liverpool.

    2: Ég er sár yfir genginu í vetur en ef það er eitthvað sem ég veit um Dalglish þá er það að hann er sárastur okkar allra. Maðurinn er Liverpool í gegn og ég er einfaldlega drulluspenntur að sjá hvaða breytingar hann gerir á leikmannahópnum í sumar, ef það verður staðreyndin að hann verður áfram og fær stuðning til að halda áfram að þróa og bæta leikmannahópinn. Hvaða leikmenn fá annan séns undir hans stjórn og hverjir ekki? Hvað hefur hann lært á síðasta ári sem hann getur nýtt sér í leikmannakaupum sumarsins? Ég er mjög spenntur að sjá hvað Dalglish gerir því sagan hefur kennt okkur að hann er grjótharður þegar kemur að stóru ákvörðununum og hann mun ekki hika við að gera það sem þarf til að bæta ástandið í sumar, fái hann tækifæri til þess.

    Því er svarið mitt já. Ég er drullusvekktur með Dalglish í vetur en ég treysti honum ennþá til að taka til í eigin leikmannahópi, og á meðan enginn augljós betri kostur er á lausu og raunhæfur fyrir Liverpool vil ég frekar halda Dalglish en að hlaupa til og reka hann án þess að hafa einhvern betri kláran.

  9. Loftur #5

    Skoðanir fyrstu manna á þessum þræði eru stórhættulegar að mínu mati.
    Það er ekki í lagi að leggja framtíð Liverpool í hættu útaf einhverju
    tilfinninga- og nafnaklámi.

    Hvað er það sem er svona hættulegt?

    Þetta er nú einu sinni bara fótbolti. Íþrótt. Ekki alvara lífsins 🙂

    Lái okkur það hver sem vill, að við viljum halda í smá rómantík í þessum heimi þar sem peningar ráða bókstaflega öllu.

    Fortíðardýrkun eitthvað sem einkennir stuðningsmenn Liverpool út um allan heim, en menn geta ekki bæði sleppt og haldið í þeim efnum 🙂

    Annars vísa ég bara til þess sem ég sagði í fyrsta pósti, ég styð Kenny, en hann er ekki á réttri leið. Ég er samt viss um að næsta tímabil verði okkar tímabil!

    Homer

  10. Ég kaus nei. Að mínu mati þarf nýjan director of football sem vinnur vel með nýjum stjóra. Það þarf eiginlega að ráða nýjan director fyrst og svo stjóra. DoF mótar stefnu sem stjórinn þarf að vinna eftir.

    Ég held að stefnan okkar núna sé ekki rétt, og henni þurfi að breyta. Það þýðir að það þarf að breyta um stjóra líka.

    Ég vil að Dalglish verði gerður að einhverskonar sendiherra eða eitthvað slíkt, ef hann vill.

    Nýr stjóri með nýjar hugmyndir. Er til betri stjóri þarna úti? Já ég held það. Ég held að það þurfi ekki gríðarlega mikið til að móta þetta lið til að berjast um 3-4 sæti við Arsenal, Tottenham, og Newcastle. Við erum of langt frá Man-liðunum ennþá.

  11. Ég kaus Já því ég trúi að King Kenny þurfi lengri tíma til að ná sínu marki á þetta lið,leiktíðin var mjög erfið og bara ef eitthvað af þessum stangar og sláarskotum hefðu farið inn væri staðan önnur núna og við sáum í vetur líðið oft spila alveg frábæran bolta(helst gegn stóru liðunum) ,Ég hef verið stuðningsmaður í nær 30 ár og hef séð ýmiislegt og vill að King Kenny fái traust til að halda áfram YNWA!

  12. Ég kaus nei einfaldlega útaf því að mér finnst árangurinn vera langt langt frá því að vera ásættanlegur í vetur og ég er ekki viss um að það verði eitthvað betra á næsta tímabili. Ef Kenny hefði byrjað illa en verið að bæta spilamennskuna jafnt og Þétt yfir tímabilið þá hefði ég kosið að halda honum áfram en málið en akkurat öfugt, liðið spilaði mun betur í byrjun tímabilsins og svo hefur það farið versnandi finnst mér og árangurinn eins og fyrr segir ömurlegur.

    Auðvitað vildu allir LFC aðdáendur sjá King Kenny rífa félagið upp og ná hæstu hæðum en það er bara langt frá því að gerast með svona leikmannkaupum og frammistöðu á vellinum. Taktíkin oftar en ekki út á túni og fremstu menn á vellinum virðast ekki vita hvert þeirra hlutverk er eða hvernig þeir eiga að spila.

    Ef að Kenny fengist í fyrra starf aftur og það kæmi inn nýr DOF og nýr stjóri þá tel ég það best fyrir félagið.

  13. Loftur, þú ferð nú bara sjálfur í eitthvert nafnaklám. Þú veður strax í Klopp í staðinn fyrir KD. Þetta er alveg týpískt, þegar gengur ílla þá er stjóranum slátrað og menn fara að tala um eftirmann og fara strax að nefna menn sem eru að sjórna meistaraliðum annars staðar. Hvaða vissu hefur þú fyrir því að þessi Klopp geti stjórnað LFC?

    Ég veit ekki betur en að CFC hafi fengið einn heitasta bitann á markaðnum á síðasta ári, Villa-Boas, og hvað gerði hann, drulllaði uppá bak. Punkturinn er að þó að þér gangi vel á einum stað þá er ekki garantí að þér gangi vel annarsstaðar.

    Eins og ég sagði í mínu kommenti þar sem ég gerði grein fyrir atkvæði mínu þá sagði ég að mér findist KD ekki yfir gagnrýni hafinn. Ég var svekktur með frammistöðu liðsins í vetur og á hann alveg sína sök á því, EN ekki alveg alla. Mér hefur funndist menn spila verulega undir getu í vetur, svo ég tala ekki um fokking Evra/Suarez málið sem að ég tel hafi eyðilagt helling fyrir liðinu í vetur, svona hálf partinn “Force majeure” ástand. Erfitt að hengja menn sérstaklega þegar svoleiðis atvik dúkka upp.

    Svo er líka þetta með að skipta endalaust um þjálfara, það getur ekki verið gott fyrir leikmenn að skipta endalaust um áherslur í þjálfun og taktík. Svo ég tali nú ekki um hefðir og gilidi þessa klúbbs sem við flest sem skrifum hér inn elskum. Þ.e.a.s. The Liverpool way o.s.frv. Þetta er ástæða þess að ég vil að KD fái allavega eitt tímabil í viðbót.

  14. Homer *10

    Hvað er það sem er svona hættulegt? Þetta er nú einu sinni bara
    fótbolti. Íþrótt. Ekki alvara lífsins 🙂 Lái okkur það hver sem vill,
    að við viljum halda í smá rómantík í þessum heimi þar sem peningar
    ráða bókstaflega öllu. Fortíðardýrkun eitthvað sem einkennir
    stuðningsmenn Liverpool út um allan heim, en menn geta ekki bæði
    sleppt og haldið í þeim efnum 🙂

    Fyrir mitt litla hjarta snýst þetta því miður um alvöru lífsins. Ef spá þín rætist og Kenny verður áfram og liðið í toppbaráttu á næsta tímabili þá lofa ég að vera ekki svartsýnissteggurinn. En ég held því miður að veröldin sé ekki svo rómantísk. Ef svo væri þá væri Flanagan með hæfileika Kyle Walker, Jay Spearing með hæfileika Javier Mascherano, Raheem Sterling með hæfileika Lionel Messi og Robbie Fowler væri ennþá að renna inn mörkum fyrir Liverpool FC.

    Aðalatriðið er að miðað við uppstillingar Kenny og uppstillingarnar hans í vetur sé ég ekki að hann hafi þá kunnáttu sem þarf í nútímafótbolta. Í dag skipta leikaðferðir miklu meira máli en fyrir 20 árum síðan þegar 4-4-2 tröllreið öllum deildum á Englandi. Því miður þá held ég að hann sé ekki þessi tekníker sem Rafa Benitez var t.a.m. Kenny hefur þó aðra eiginleika en þeir bæta því miður ekki teknísku vanhöld hans.

    Ég gæti alveg trúað því að FSG geti fengið Jurgen Klopp til sín með góðu tilboði. Það gæti vel verið að hann vilji nýja áskorun og það er undir FSG komið að sýna og sanna að Liverpool FC hefur ennþá sama metnað og árið 1990. Ég væri nefnilega afskaplega mikð til í að snúa mér að framtíðardýrkun frekar en fortíðardýrkun 🙂

    YNWA

  15. Takk fyrir veturinn félagar.
    Ég segi nei, það má ekki blanda saman árangri og sögu hjá KK. ég segi nei með þeim formerkjum ef einhver góður er í boði, annars er mitt svar gefum KK einn séns í viðbót. Það er útilokað að eigendur LFC séu sáttir við þennan árangur í vetur. Verði KK áfram vona ég að hann sé jafn grjótharður og Kristján Atli vill meina og takir þær ákvarðanir sem þarf að taka burt séð frá því hvað menn HEITA.
    Hafið góðan dag.
    YNWA

  16. Ég kaus já. Hef enn trú á Kenny og þessum leikmannahóp. Bæta við 2-3 sterkum sóknarsinnuðum leikmönnum í sumar og halda áfram á sömu braut.

  17. Kaus já og er sammála rökum flestra þeirra sem eru á sömu skoðun hér á undan.
    Sérstaklega þeim að þetta sé langt frá því að vera Dalglish alfarið að kenna, vill benda mönnum á að slíkar breytingar og LFC hefur farið í gegnum undanfarin ár geta oft verið enn fleirri ár að skila árangri, (sbr. Man City – Hvað er langt síðan uppbyggingin og peningaflóðið byrjaði þar ? og QPR nánast fallnir þrátt fyrir mikla eyðslu í Janúar)
    Auk þess væri eini maðurinn sem ég gæti séð fyrir mér koma inn og halda áfram með það sem hafið er, væri Guardiola og hann er “kominn í frí”.
    Ekki það að ég eigi von á að hann vilji nokkurntíma taka við LFC, en ég hugsa að hann væri klárlega maðurinn í djobbið, nútíma útgáfa af KD myndi ég segja!

  18. 14 Kalling

    Loftur, þú ferð nú bara sjálfur í eitthvert nafnaklám. Þú veður strax
    í Klopp í staðinn fyrir KD. Þetta er alveg týpískt, þegar gengur ílla
    þá er stjóranum slátrað og menn fara að tala um eftirmann og fara
    strax að nefna menn sem eru að sjórna meistaraliðum annars staðar.
    Hvaða vissu hefur þú fyrir því að þessi Klopp geti stjórnað LFC?

    Er ekki eðlilegt að ráðist sé á stjórann þegar illa gengur. Þetta er starf sem Kenny er að sinna og hann er ekki að gera það vel. Alveg eins og á atvinnumarkaði, ef þú ert með seðlabankastjóra sem gerir ekkert annað en að mjálma í vinnunni þá væntanlega fær hann að fjúka.

    Kenny hefur einfaldlega klúðrað alltof mörgum leikjum fyrir okkur í vetur. Mannavalið hans hefur oft verið óútskýranlegt. T.d. þegar Carroll spilar vel er hann frystur í næsta leik. Val á miðjumönnum er oft mjög undarleg og hvort á að spila með tveggja eða þriggja manna miðju.

    Einnig hefur hann augljóslega ekki fengið það besta úr sínum mannskap. Heldur þú að Kenny eigi enga sök á því að Adam, Downing, Henderson, Enrique og Carroll hafi ekki náð að sýna sitt besta fram til þessa. Rafa Benitez gæti líklega náð meiru úr þessum leikmönnum með því að gefa þeim skýrari hlutverk í liðinu og stillt þeim þannig upp að hæfileikar þeirra fá að njóta sín sem mest.

    Ég get ekki staðfest að Klopp muni standa sig með Liverpool frekar en Villas Boas með Chelsea. Ég get þó staðfest það að mér myndi líða betur með Klopp við stjórnvölinn heldur en Dalglish og það myndi vera mjög öflug yfirlýsing frá eigendum LFC að metnaðurinn er ekki farinn og kröfurnar eru þær sömu og hafa verið frá gullaldartímabili LFC.

    Skoðaðu stöðuna í deildinni eftir 38 leiki, Er þetta ásættanlegt, er þetta ekki sök Dalglish. Mér finnst það og þess vegna kaus ég að hann ætti að fara í sumar.

  19. það sem Dalglish karlinn er að klikka á er að kaupa Englendinga… henderson, shelvey, adam, downing og carrol….. mourinho og klopp, myndu ekki hafa neinn af þessum mönnum í liðinu, nema kannski Carrol ( gæfi honum séns) og spearing og kelly væru með varaliðinu…alltaf…..og það væri búið að selja kuyt og maxi. þarna er karlinn að klikka , hann á að viðkenna það og selja þá og byrja uppá nýtt…..eða fara….

  20. ÉG KAUS JÁ. Það eina sem Dalglish vinur minn þarf eru sirka þrír leikmenn á svipuðu kaliberi og Suarez. Við Liverpool menn megum ekki gleyma því að þetta er fyrsta heila tímabilið hans Dalglish frá því að hann kom aftur til Liverpool og hann er strax búinn að vinna einn titil, ég veit ekki betur en að síðast þegar hann var spilandi þjálfari hjá Liverpool þá vann hann nokkra titla. Ég á erfitt með að trúa að maður sem gerir skítaklúbbinn Blackburn að Englandsmeisturum sé vanhæfur. Eitt að lokum kæru vinir sem þið getið velt fyrir ykkur er það að það tók Ferguson stjórna liðs skrattans 7ár að vinna sinn fyrsta titil hvað hefði verið sagt ef að hann hefði verið stjóri Liverpool með engan titil eftir 7ár svo ég verð að segja að þessi umræða hér er oft á tíðum á villigötum.

  21. Það breytir að mínu mati engu máli hvort Dalglish verði áfram stjóri eða ekki. Það er undir eigendunum komið hversu mikið þeir eru tilbúnir að styrkja liðið hvort alvöru bæting verði á eða ekki. Að mínu mati vanytar lágmark 3-4 súper leikmenn inní liðið og svoleiðis kallar kosta á bilinu 20-40 milljónir hver og ef eigendurnir eru ekki tilbúnir að styrkja liðið allverulega þá er þetta lið okkar ekkert á leið í topp 4 og mér er slétt sama hvort þetta lið endar í 5 eða 13 sæti því það er bæði viðbjóðslega ömurleg niðurstaða.

    Segiði mér svo annað, af hverju heyrum við ekkert af nýjum velli eða stækkun anfield núna þegar meira en 18 mánuðir eru liðnir síðan nýjir eigendur tóku við??

  22. Sammála Viðari að sumu leyti og Kristjáni Atla að miklu leyti hér, hef ekki enn kosið í könnuninni og ætla að bíða aðeins með það í bili.

    Þjálfarinn er vissulega það fyrsta sem FSG munu horfa til en ég virkilega vona að aðaláherslan verði að bæta leikmannahópinn. Sammy Lee upplýsti okkur um á árshátíðinni hvers vegna var keypt breskt Moli minn, það var einfaldlega af þeirri ástæðu að í leikmannahópi okkar voru ekki nægilega margir leikmenn sem féllu að reglukerfi EPL, jafnframt því að það vita allir að enskir leikmenn eru yfirprísaðir. Arsenal bauð í Downing, United í Henderson og Tottenham í Carroll, allir af sömu ástæðum held ég. Phil Jones í United á sama leveli.

    Núna erum við ekki á þeim stað og FSG lofuðu því að þetta yrði tekið í skrefum. Nú hljótum við að sjá stærri nöfn og óháð þjóðerni og svo bíð ég eftir vellinum eða yfirlýsingum vegna þess.

    Þjálfarar skipta máli, en þá helst þegar leikmannahópur þeirra er nógu sterkur.

    Svo er það hann Jurgen Klopp. Ég hlakka til að sjá hvað verður um hann, en miðað við upphaf ferils hans hjá Dortmund þá er ég nú ekki að sjá hann fá sömu þolinmæði á kop.is allavega og hann fékk til þess starfs. Fyrst 6.sætið og síðan 5.sætið og bæði árin lenti hann í vanda í bikar- og evrópukeppnum. Örugglega hæfileikaríkur þjálfari en að nokkur sé sannfærður um að hann sé klár bæting kemur mér óskaplega á óvart.

    Það er að mínu mati bara einn í heimi sem allar líkur eru til að geta bætt árangur liðsins með sínum hæfileikum og sá er í vinnu hjá Real Madrid…en ég held að þessar vangaveltur vari ekki lengi – væntanlega verður fundur stjórans með eigendum í þessari viku og þá ræðst framhaldið.

    En þetta mál ristir miklu meira og dýpra en bara í úrslitum liðsins. Liverpool FC er líka fyrirtæki og eigendurnir hafa oft rætt um að kominn sé tími á “lygnari sjó” – það verður eitt stóra atriðið sem þeir munu taka í reikninginn í framhaldinu og sumrinu.

    Ein breytan verður t.d. hvað þeir eru tilbúnir að eyða miklum peningum í leikmannakaup. Algert lykilatriði fyrir alla þá sem vilja koma að þjálfun er að þeir fái vinnu þar sem þeir eiga séns á að taka næsta skref og hjá LFC þarf milljónatugi punda til að styrkja hópinn, um leið og enn er verið að vinna í að lækka launakostnaðinn.

  23. Ég kaus JÁ. Því að Kenny er nú þegar búinn að skila okkur í úrslit í tvem bikarkeppnum, einum titli og koma okkur Evrópukeppnina.

    Árangurinn í deildinni var alls ekki sannfærandi og ég vill ekki skrifa það eingöngu á KD. Leikmenn liðsins verða að bera mikla sök að því.

    En fyrst að menn vilja losna við KD vegna lélegs árangurs, mætti þá ekki losa okkur líka við leikmenn sem stóðu ekki undir væntingum? Semsagt Liverpool myndi losa sig við KD, Henderson, Carroll, Downing, Carra, Spearing, Kuyt, Adam, Flanagan, Aurelio. (þetta eru leikmenn sem mér persónulega fannst ekki vera “solid” eða standa sig í vetur)

    Stefnuskrá Liverpool yrði bara hreinlega “stattu þig eða drullaðu þér í burtu”. Enginn sveigjanleiki fyrir bætingu eða að leikmenn geti hugsanlega sýnt framfarir seinna meir….

  24. Kaus nei, sé eiginlega frekar mikið eftir því.. (án þess að hafa lesið eitt einasta komment hérna)

    Það sem hefur böggað mig mikið með KD á þessu tímabili eru skiptingar og tímasetningar á þeim auk liðsvals annað slagið.. en! það er auðvelt að vera vitur eftirá, það réttlætir samt ekki skiptingarnar eins og t.d. sem er mér ferskast í minni, FA cup úrslitin á móti Chelsea, að hafa ekki skipt inná strax í hálfleik finnst mér fáránlegt, endalaust af einhverri bilaðri trú á byrjunarlið sem er ekki að ganga upp.

    ..svo er það hitt, er einhver sem maður vill frekar fá en KD á lausu? Ég hef ekkert á móti Benítez (fyrir utan það að skiptingarnar hans pirruðu mig líka (kannski er þetta bara ég hehe)) en mér finnst það ekki vera skref framávið að fá hann.

    Ég er ekkert viss um að það sé sniðugt að skipta um stjóra strax. Það þarf að taka sénsa og gefa mönnum tíma, það verður aldrei neitt úr liði sem skiptir um stjóra á hverju tímabili, ekki neitt til framtíðar allavega..

  25. Loftur 19

    Ef að þú hefðir lesið ummælin mín hefðir þú lesið að ég er ásamt held ég öllum LFC stuðningsmönnum ákaflega svekktur með hvar liðið endaði veturinn. Hvernig getur þú fengið það út að þeir sem vilja halda KD vilji ekki metnað hjá klúbbnum til framtíðar. Eins og ég sagði í báðum fyrri ummælum mínum þá sagði ég að KD væri hvorki ósnertanlegur né yfir gagnrýni hafin, ástæðan fyrir því að ég vil halda honum allavega eitt tímabil í viðbót er ekki vegna þess að hann er “legend” hjá klúbbnum eða blind dýrkun á nafninu. Ég vil halda manninum því: ég held að það sé ekki fullreynt að hafa hann sem stjóra, gildi klúbbsins og trú mín að endalausar róteringar skili ekki stöðugleika og góðum moral.

    Þú getur talið upp alla í liðinu þess vegna og kennt KD um hvernig þeir spila mér er sama, og svo nefnirðu Benitez og hann gæti fengið þá leikmenn sem þú taldir upp til að spila betur. Já,já en hvað með þá leikmenn sem spiluðu ílla undir hans stjórn??

    Auðvitað ber KD ábyrgð, en mér finnst hann ekki bera alla ábyrgð á genginu, ég held t.d. að það sé ákveðið vanmat á þeim vendipunkti sem Evra/Suarez málið var.

    Annars er ég alveg sammála þér að við eigum að horfa til framtíðar ekki fortíðar endalaust, ég öfugt við þig tel hinsvegar að KD geti og eigi rétt á því að vera í framtíðarplönunum.

    Góðar stundir

  26. Mjög erfitt að velja núna strax eftir þetta algera fíaskó sem núverandi season hefur verið. Maður er tilfinningasamur og pirraður núna og vill að leikmenn eða þjálfarar taki alvöru ábyrgð en samt vera raunsær. Eigandinn sem tók ekki í hönd vill annars hitta Dalglish persónulega og flýgur honum til Boston á einkafund. Hvað ætli það tákni? http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/9264821/Kenny-Dalglish-flies-to-Boston-for-talks-over-his-Liverpool-future-with-FSG.html

    Áhugavert samt að 14 er að verða einhver töfratala hjá knattspyrnustjórum Liverpool. Rafa Benitez, Houllier og Dalglish hafa núna allir tapað 14 deildarleikjum á fyrsta heila tímabilinu sínu með liðið. Bæði Houllier og Benitez unnu í framhaldinu evróputitla og bættu liðið stórlega þangað til vitlausar ákvarðanir voru teknar í leikmannakaupum þegar Liverpool var við það að taka stóra stökkið í Englandmeistaratitilinn. Vonandi að Dalglish feti þessa slóð og sé búinn að taka út mistökin sem hinir gerðu. Ég kaus já en vil aðeins gefa Dalglish tíma til áramóta. Ef liðið verður 15-20 stigum á eftir toppliðinu og liðsmórallinn í molum þá á Kenny bara ekki meiri góðvild inni frá gamalli tíð og dæmist af árangrinum.

    Hann þarf að bera ábyrgð á því að hafa selt Raul Meireles, hent Aquilani og Joe Cole á lán, trúa um of á endurkomu Steven Gerrard, hafa stanslaust troðið Henderson á hægri kantinn og sitja þannig sóknarlega uppi með fullkomlega steingelda miðju. Liverpool 2012 er Blackburn 1994, Dalglish þarf að læra það ekki seinna en strax. Maður sem hefur ekkert plan B hefur ekkert að gera á Anfield.

  27. Ég vil bæta því við varðandi “force majeure” ástandið sem mér finnst hafa haft áhrif á gengi liðsins, að ég tel líka að brottfall Lucas hafi haft áhrif á gengi liðsins ekki síður en Evra/Suarez málið… og þá kemur að breidd liðsins, að einhverju leiti sök KD en ekki öllu.

  28. Ég kaus nei,

    Einfaldlega vegna þess að allir sem vilja, sjá að Kenny Dalglish hefur ekkert að gera sem knattspyrnustjóri í PL. Holningin á liðinu, mótiveringin, leikmannakaup, uppstilling, innáskiptingar og síðast en ekki síst; úrslit leikja í vetur undirstrika það.

    Hinir sem vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd og halda á lofti rómantískri fantasíu um að Dalglish komi liðinu aftur á meðal fremstu liða í Evrópu verða að eiga það við sjálfan sig.

  29. Kenny Dalglish valdi það að fljúga sjálfur til Boston í stað þess að bíða eftir því að eigendurnir kæmu til Liverpool.

    http://www.independent.ie/sport/soccer/kenny-dalglish-summoned-to-boston-for-talks-over-his-liverpool-future-with-fsg-3108500.html

    Fínt mál, vitum væntanlega eftir 24 stundir ca. hvað þeir ætla sér að gera í þjálfaramálunum og þá er hægt að horfa í næstu skref.

    Samt alveg ótrúlegt hvað það virðist vera einfalt að finna út hvaða menn “hafa það ekki”, bara skil ekki að stjórn Liverpool sé ekki búið að fatta þetta þessi 21 ár sem við höfum ekki unnið meistaratitilinn, þetta er svo einfalt virðist manni að bara allir sjá það!

  30. Bara ef það er hægt að fá einhvern sem yrði betri, ekki bara skipta til að skipta

  31. Veit ekki af hverju, en ég get aldrei kosið hjá ykkur.. Vel það sem ég ætla að kjósa og smelli á svara hnappinn, en svo kemur bara ‘Loading’ og það er bara þannig stanslaust, sama hversu lengi ég bíð.

    En allavega mitt svar hefði verið ‘Já’, vill halda Kenny áfram.
    Ástæðurnar eru þær að ég hef bara trú á honum og því sem hann gerir, held að hann komi með margt til klúbbsins sem hefur vanntað undanfarin ár, aka þessi Liverpool leið.

    Þótt þetta tímabil hefur verið algjör hörmung að mestu leiti, þá tel ég ekki að það sé bara hægt að kenna stjóranum um það og reka hann. Þá þyrftum við að reka flesta leikmenn í leiðinni.
    Aðal vandamálið okkar á þessu tímabili var að skora mörk, vorum ekki með svona slappt tímabil útaf vörnin var léleg eins og undanfarin ár, eða að spilamennska liðsins var svona léleg, heldur vegna þess að við skoruðum ekki. Því ég sé framför, vörnin stóð sig virkilega vel megnið af tímabilinu, og við vorum að spila mjög flottan bolta oft á tíðum og áttum roosalega marga leiki. Svo að ég trúi að næsta framför verði í sókinni, enda sá maður smá af sókninni loksins að skora í lokin.

    Svo finnst mér þessi taktík að reka alltaf stjóra eftir eitt tímabil bara ekki gáfuleg, menn þurfa smá tíma til að byggja upp sitt lið og sína hugmyndafræði. Og það sérstaklega hjá okkur núna þar sem Kenny tók við liðinu í molum, og við sáum hvað nærvera hans gerði hlutina miklu betri þegar hann kom í stað Roy.

    En eins og ég segi þá hef ég trú á honum og vill gefa honum allavega eitt tímabil í viðbót og svo sjá til. Svo þarf maður að spyrja sig líka, hver ætti svo sem að koma í staðin? Ef sá maður ekki Gardiola, þá halda King Kenny áfram 😉

    YNWA King Kenny!

  32. Ég kaus nei.

    Ég tel að hægt sé að vinna betra starf en það sem Dalglish er að reyna að gera og að hægt sé að lokka stjóra af nægilegum gæðum til félagsins í hans stað. Fyrir mér virkar KKD úrræðalaus og við sveiflumst úr fínum frammistöðum í hörmung með tilheyrandi úrslitum. Happa-glappa. Hann hefur gert mikil mistök í leikmannakaupum, taktík, viðtölum og sérstaklega í Suarez-málinu. Það er ákveðið vonleysi í gangi og ég legg ekki í annan svona vonbrigðavetur.

    Dalglish jaðrar við trúarbrögð hjá sumum en ansi stór hópur áhangenda hefur misst trúnna á hans getu til að leiða okkur aftur til fyrri frægðar. Fyrir mitt leyti þá hafna ég tilfinningarökum þegar kemur að starfsmati á árangri stjóra LFC og framtíðarhorfum hans. Ég held með LFC, ekki KKDFC. Enginn er stærri en klúbburinn. Ekki einu sinni hann.

    Ef hann liti út fyrir að vera á réttri leið með liðið þá hefði hann minn stuðning, þrátt fyrir að ná ekki CL-sæti. En 2012 hefur verið hörmung og deildargengið farið síversnandi. Þrátt fyrir allt sitt mojo, sjarma og goðsagna-status þá sé ég hann ekki takast að snúa þessu við. Fótbolti gengur svo mikið út á sjálfstraust, að finnast ósigrandi og að hafa óbilandi trú á leiðtogann en í dag eru efasemdir ríkjandi, ráðaleysi og liðið auðsigranlegt.

    Ég sé ekki fyrir mér að FSG treysti KKD fyrir miklum upphæðum til leikmannastyrkinga og án þess mun ríkja stöðnun. Carra og Gerrard verða árinu eldri og starfskraftar þeirra að fjara út. Það vantar leiðtoga í þeirra stað. Ég tel kominn tíma á nýtt upphaf og nýja nálgun, en ekki óskhyggju um endurunna nostalgíu. Kemur brátt í ljós hver skoðun Henry og FSG er því að Kenny ku vera á leið til Boston.

  33. Kaus Já.

    Ég er gríðarlega svekktur með frammistöðuna í deildinni en ég hef ekki misst trúna á KKD og tel að hann verði að fá meiri tíma, líka miðað við hvað það urðu miklar breytingar á síðasta tímabili.

    Þar til áðan hef ég reyndar verið nokkuð viss um að hann yrði rekinn…en fyrst hann er að fljúga til Boston að hitta FSG þá held ég að það verði ekki raunin…þeir hefðu líklega bara sent honum fax eða slegið á þráðinn til hans ef hans krafta væri ekki óskað frekar.

  34. sagði já vegna þess að hann er einfaldlega færasti stjórinn í deildinni. leikmennirnir þurfa bara að vakna !

  35. Ég kaus já. Þetta gæti verið að einhverju leyti út af tilfinningalegum orsökum/rökum, þótt ég hafi reynt að vega stöðuna blákalt.

    En það sem mér finnst vera höfuðmálið, og skora á fólk að íhuga, er þetta:
    Hversu mikið af niðurlægingu liðsins á þessari leiktíð má skrifa á stjórann og hversu mikið má ekki skrifa á hann.

    Það myndi taka langan bálk að fara yfir það allt, og margt er erfitt að fullyrða um, t.d. er það ekki Dalglish að kenna að menn sem hann keypti klúðra dauðafærum, en hann keypti þá til að byrja með. Er hægt að skrifa það á hann? Sumir myndu segja já.

    En semsagt, ég komst að þeirri niðurstöðu að mjög stór hluti af syndum þessa tímabils eru hlutir sem vinur okkar hafði enga stjórn á og eitthvað segir mér að einhver annar maður sem væri “heitt nafn” í þjálfaraheiminum hefði ekki náð að lágmarka þau vandamál eins og Dalglish.

    Tek það fram að ég er ekki að segja að þetta hafi verið fullkomið season hjá honum, margt má gagnrýna hann fyrir og ég íhugaði “nei” möguleikann, en ég sé bara ekki hvernig annar stjóri hefði getað gert þetta mikið betur, þetta var einfaldlega tímabil þar sem ekkert gekk upp.

    Gefum honum t.d. eitt skallamark hjá Andy Carroll á Wembley, eða sigur á móti Arsenal um daginn. Þá er ekki víst að við værum svona blóðheitir núna. Hefði það að annar stjóri væri í brúnni hindrað þessi atvik frá því að verða/verða ekki. Ég veit það ekki.

    These are troubled times, my dear.

  36. Sælir félagar

    Ég var einn af þeim sem heimtaði KD strax í stað Rafa. Ég var óglaður þegar RH var ráðinn. Ég var í sjöunda himni þegar KD var ráðinn. Ég segi samt nei.

    Hvers vegna? Jú vegna þess að ég tel að eitthvað það sé í gangi í og kringum klúbbinn sem hann ræður ekki við. Eitthvert innanbúðar mein sem gerir það að verkum að leikmenn standa flestir ekki skil á því sem þeir eiga að skila. Síðasti leikur tímabilsins var dæmi um það. Leikmenn komu í þann leik með hangandi hendi (haus, fót eða eitthvað) og skiluðu ekki því dagsverki sem til er ætlast. Það hefur gerst of oft í vetur svo það geti talist eðlilegt. Hvað veldur veit ég ekki. En KD virðist ekki geta bætt úr því.

    Niðurstaða mín er því sú að hann verður að stíga til hliðar. Fá verður inn stjóra sem hefir það bein í nefinu að stjórna þessu liði og þeim sem leika fyrir það. Þeir sem ekki skila sínu, hvaða nafni sem þeir nefnast verða að víkja. KD líka.

    Það er nú þannig.

    YNWAstrong text

  37. Í 18 leikjum á síðasta tímabili undir stjórn Dalglish fengum við að meðaltali 2,28 stig i leik, í 38 deildarleikjum í vetur 1,37 stig í leik, en í síðustu 10 leikjunum 1 stig að meðaltali í leik.

    Dæmið er því miður ekki að ganga upp !

  38. Sælir aftur félagar

    Nú er ég búinn að lesa komment annarra varðandi spurninguna um KD. Það breytir samt ekki afstöðu minni til hennar. Eitt vil ég þó benda á. Ég vil að KD stígi sjálfur til hliðar. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að þetta átrúnaðargoð mitt til margra áratuga verði rekið með skömm. Aldrei. En að þessi maður, sem er gegnheill og sannur Liverpool maður, taki þá ákvörðun að stíga til hliðar og fái það virðingarverða starf að vera sendiherra klúbbsins. Það er mín ósk.

    Ég mun aldrei taka þátt í að níða KD niður. Ég mun alltaf styðja hann hver sem ákvöðun hans (eða eigendanna) verður. Ef hann heldur áfram mun ég styðja hann sem aldrei fyrr. En ég vil hitt frekar, kæru stuðningmenn virðingarverðasta og besta liðs í öllu universinu.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  39. Ég kaus Nei. Ekki vegna þess að ég virði ekki Kenny og það frábæra og óeigingjarna starf sem hann hefur unnið fyrir LFC heldur vegna þess að ég virði það svo mikils.

    Starf knattspyrnustjóra LFC er eitt það erfiðasta sem um getur í þessum bransa. Kröfur aðdáendanna um árangur eru skilyrðislausar sama hver á í hlut sem þjálfari. Þá bætist við að sífellt erfiðara er að halda í hobbíeigendur eins og Roman og arabann sem á City. Það eina sem dugir til að halda í við slík fyrirbæri er árangur og aftur árangur. Árangur selur treyjur og minjagripi. Árangur skapar sjónvarpstekjur og halo effekt sem dregur að efnilega leikmenn.Þetta er viðskiptalíkanið sem félög eins og LFC verða að treysta á og lykilatriði að árangri er frábær þjálfari.

    LFC er smá saman að sogast inn í slæman vítahring sem verður að brjóta upp. Nú er staðan þannig að tekjur dragast saman vegna þess að félagið nær ekki árangri og félagið nær ekki árangri vegna þess að tekjur eru að dragast saman.

    Sá er er á endanum ábyrgur fyrir árangri er stjórinn. Þannig er það bara hvort sem stjórinn heitir Kenny eða Roy. Kenny hefur stýrt liðinu í hálft annað tímabil og árangurinn er lélegur. Punktur! Lélegur! Ekki er hægt að skýla sér á bak við peningaleysi eða stuðning eigandanna. Vitanlega bera allir, s.s. leikmenn og stjórn, sína ábyrgð og vitanlega er félagið í uppbyggingu en það breytir samt ekki því að Kenny er ekki að ná árangri. Rétt eins og hann á rétt til að vera hafinn til skýjanna fyrir starf sitt fyrir félagið þá eigum við líka rétt að benda á staðreyndir.

    Seinni ferill Kenny hjá LFC er varðaður mistökum við uppsetningu liðsins, vali á leikkerfum og innkaupaárangurinn er vægast sagt misjafn. Ekki þarf annað en að líta á hvað aðrir framkvæmdastjórar gátu með aðeins brot af því fjármagni sem Kenny og Comolli fengu til umráða til að átta sig á að eigendur LFC hafa fyrst og fremst mokað milljónum punda til að styrkja önnur félög í PL en minna sitt félag. Þetta er margföld óhamingja í heimi viðskiptanna. Þú styrkir óvininn en veikir sjálfan þig samtímis! Algjör fokkings dísaster pardon my French!

    Þeir sem halda að Kenny Dalglish mæti með glænýjar hugmyndir og endurnærðan mannskap í haust gætu eins trúað því að Jóhanna Sigurðardóttir sé framtíðarleiðtogi Félags ungra jafnaðarmanna. Þetta er búið; takk fyrir Kenny við elskum þig, virðum þig og þú ert bestur! En bara ekki lengur.

    Ég vona bara að þetta verði afgreitt tiltölulega hratt. Nýjan ungan mann á Anfield sem fyrst. Fótboltinn er í mikilli framþróun þessi árin. Sjálfum finnst mér árangur Dortmund séstaklega áhugaverður. Þar er kominn fram þjálfari sem minnir mig Brian Clough. Clough var svo góður þjálfari að hann gat byggt upp frábær lið í Nottingham og Derby þótt ekki hefði hann peninga eða stjörnur. Ég hélt að þetta væri ekki hægt í dag en Jurgen Klopp hefur gert þetta. Það sama hefur Bruno Labbadia líka gert hjá Stuttgart og Bielsa hjá Bilbao svo einhver dæmi eru nefnd. Talandi um Dortmund þá er altalað í Þýskalandi að ManU sé að reyna að hirða góða bita úr því liði t.d. Kagawa, Hummels og Levandowski. Marko Marin hjá Bremen er kominn til Chelsea og frábærir þýskir strákar eru í sigtinu hjá ítölskum, spænskum og enskum liðum. Nema LFC, við erum eitt af fáum félögum sem hafa ekki not fyrir þýska leikmenn! Þá eru nú enskir og skoskir eitthvað betri að mati þeirra félaga. Fokkings dísaster!!!

    Ég veit ekki hver er best fallin til að taka við LFC en ég veit um týpuna. Ungur, metnaðargjarn, óttalaus eins og Klopp og fótboltaprófessor eins og Rafa og Wenger. Kenny er því miður ekkert af þessu að mínum dómi og kemur ekki til greina sem fótboltastjóri annað tímabil myndi ég ráða.

  40. Ég segji JÁ !
    Hann þarf bara meiri tíma , og ég er ekki viss um að það sé einhver betri laus !
    YNWA KING KENNY !

  41. Maggi ætla þeir að lækka launakostnaðinn? guð minn góður þá getum við sleppt því að vera með í deildinni því það mundi þýða að við fáum enga ALVÖRU leikmenn. Ég man bara eftir því þegar þeir tóku við klúbbnum að þeir hömruðu á að þeir ætluðu að hækka launakostnaðinn, við þurfum á því að halda að hækka hann mundi maður halda. Ef við viljum komast í topp 4 þarf betri leikmenn og þeir leikmenn eru launaháir svo einfalt er það. Eigendur Liverpool hljóta að sjá það að það þarf betri leikmenn og því kemur það í ljós í sumar hvort þeir hafi þann metnað sem þeir sögðust hafa, ef þeir eyða helling af peningum í sumar er ljóst að þeir hafa metnaðinn og ætla sér miklu meira en 8 sæti en ef þeir hins vegar eyða ekki helling af seðlum þá eru þetta aðrir Gillett og Hicks svo einfalt er það

  42. En það sem mér finnst vera höfuðmálið, og skora á fólk að íhuga, er þetta:
    Hversu mikið af niðurlægingu liðsins á þessari leiktíð má skrifa á stjórann og hversu mikið má ekki skrifa á hann.

    @ Hjörtur (#38)

    Megnið af ábyrgðinni fyrir uppskeru tímabilsins liggur alltaf hjá stjóranum. Hans er heiðurinn eða háðið. Skipstjóri ber ábyrgð á því hvernig fiskast, forstjóri á hagnaði eða tapi og hershöfðingi á töpuðum bardaga. Auðvitað geta komið upp aðstæður sem eru út úr höndunum á stjóranum, t.d. fjárskortur, óvenju mikil meiðsli, heimska leikmanna o.fl. En ábyrgðin hlýtur alltaf að liggja á bilinu 50-80% hjá stjóranum.

    En voru óviðráðanlegar aðstæður svona slæmar? KKD fær mikinn stuðning í leikmannakaupum síðasta sumar og hefur næsta algeran stuðning Púlara og eigenda. Stemningin var góð og meðbyrinn því mikill í byrjun móts. Fyrsti mótvindurinn er í formi Negrito-gate en þar hefði Kenny og klúbburinn geta staðið sig mun betur í að afvopna umræðuna. Í staðinn magnaðist hún LFC í óhag og orðræðan tapaðist, óháð því hver hafði “rétt eða rangt” fyrir sér. Óheppilegt atvik en KKD fær lítið hrós fyrir sinn þátt í því.

    Lucas meiðist svo illa í lok nóvember og SteG verið inn og út en aðrir eru mest megnis heilir. Öll lið lenda í meiðslum á heilu tímabili og þetta er ekkert skelfilegt þó að Lucas hafi verið mikilvægur hlekkur. Í það minnsta þá gerir KKD ekkert í janúarglugganum til að fylla skarð hans eða styrkja liðið almennt. Hans mat er að veðja á þennan hóp og að Spearing valdi stöðunni. Hans ábyrgð að gera það. Það reynist rangt mat á stöðunni. Hans ranga mat.

    Deildarbikarsigurinn í febrúar hefði átt að virka sem vítamínsprauta en verður meira valíum. Allir saddir og sáttir við silfur og Europa League. Dalglish virðist veðja á að velgengni í FA Cup muni bæta upp dapra deild og það tekst næstum því. En bara næstum því sárabót er ekki nógu gott. Honum tókst ekki að bjarga andlitinu. Við sitjum upp með mörg skelfilega vond met sem ekki hafa verið slegin í áratugi eða jafnvel hálfa öld.

    Á Dalglish að bera minni ábyrgð af því að hann er goðsögn? Á að ýkja upp mótbyrinn til að auðvelda afsakanirnar? Á bara að segja að þetta hafi verði spurning um “stöngin inn” en ekki “stöngin út”? Fengi einhver annar svona fylgispekt, á Englandi sem í Evrópu?

    Ef Guardiola hefði skilað Barca í 5.sæti á sínu fyrsta tímabili þá hefði hann ekki fengið meiri tíma. En hann þurfti líka ekki meiri tíma því að góður stjóri skín strax í gegn með augljósum framförum. Wenger, Mourinho og Ancelotti unnu allir tvöfalt á sínu fyrsta tímabili í PL þrátt fyrir reynsluleysi í þeirri deild og að hafa ekki verið fyrrum leikmenn klúbbsins. Þeir voru einfaldlega það góðir að þeir gátu náð árangri strax.

    Og þeir voru meira að segja ekki breskir. Og í gær bættist enn einn útlenskur stjóri í hópinn sem PL-meistari sem þýðir að af síðustu 5 stjórum til að vinna þá eru 4 þeirra utan Bretlands (Sir Alex sá fimmti). Það þarf ekki einhver 5 ára sovéskar samyrkjubúsáætlanir eða 7 ára Fergy-tíma til að ná árangri. Conte var að gera Juventus að meistara í fyrstu tilraun. Deschamps gerði það sama með Marseille fyrir 2 árum. AVB líka með Porto. Það er allt hægt ef rétti stjórinn er ráðinn.

    YNWA

  43. Kaus Nei. Staðan í deildinni skýrir það er engin leikmaður né stjóri stærri en LFC. Vill fá Jurgen Klopp og Dieter Hamann sem aðstoðarmann.

  44. Ég sagði Já, finn það á mér að það ræðst mikið af tilfiningaklámi við þann gamla en mér er bara alveg sama. Ef að Liverpool gefur ekki Kenny Dalglish séns, eftir svona fáranlegt tímabil, þá er e-h mikið að þessari íþrótt. Bara mín einfalda skoðun. Ef e-h í fótbolta á skilið að fá annað tækifæri þá er það King Kenny.

  45. Ég setti þessa könnun í loftið en get eiginlega ekki kosið sjálfur. Ég veit að ég vill betri árangur en á síðasta ári og mikið betri leikmannakaup. Ég held að það séu til betri stjórar fyrir Liverpool heldur en Dalglish og ég held að hann hafi lagt góðan grunn núna fyrir nýjan og ferskan mann.

    En það sem pirrar mig mest er að ég held að Dalglish hafi gleymt meiru um fótbolta en þeir sem sjá um mannaráðningar vita og munu nokkurntíma vita um þessa íþrótt. Ég treysti þeim ekki nógu vel til að finna betri mann í starfið.

    Eigendur Liverpool eiga hrikalegt sumar í vændum og þurfa að sýna styrk sinn. En ég á ekki von á að Dalglish haldi áfram eftir þetta tímabil.

  46. Svo var ég að heyra mjög skrítin orðróm um Steve Clarke!? Að hann yrði rekinn á næstu dögum. Spes.

  47. Ég kaus já…ekki af því að ég vil bara sjá King Kenny þarna heldur af því að við verðum að gefa honum smá séns. Er einhver þarna úti tilbúin að taka við LFC sem er betri en það sem við höfum? Ef þeir hafa einhvern fínan flottan karl á kantinum ( Pep Guardiola) þá held ég að King Kenny segi sjálfur upp. Ég vil helst ekki sjá hann rekinn en ef hann telur sig komin á leiðarenda með liðið þá segir hann starfinu lausu og fer í aðra vinnu hjá LFC. Við höfum ekki efni á því að reka stjórann eftir 1 tímabil ef illa gengur við verðum að bíða þolinmóð og gefa þeim séns.

    Verst er að allt þetta sem við skrifum hér skiptir engu andsk….. máli FSG ráða framtíð okkar ástkæra liðs og við verðum bara að vona að þeir hafi sama metnað fyrir hönd liðisins og við og framkvæmi því í samræmi við það.

    Þangað til næst YNWA

  48. En það sem pirrar mig mest er að ég held að Dalglish hafi gleymt meiru um fótbolta en þeir sem sjá um mannaráðningar vita og munu nokkurntíma vita um þessa íþrótt. Ég treysti þeim ekki nógu vel til að finna betri mann í starfið.

    @ Babu (#50)

    Treystirðu þá FSG til þess að eiga klúbbinn yfir höfuð? Voru þeir samt ekki nógu “vitrir” til að ráða Dalglish í stað Hodgson? Núna munu þeir meta hvort að árangur vetrarins sé ásættanlegur og mér finnst sem það ekki þurfa knattspyrnulegt gáfnatröll til að sjá að það er ekki nægilega gott.

    Varðandi mannaráðningu í stað KKD þá er ég sannfærður um að FSG hugsa á þá leið að þeir verði að hafa nýjan og öflugan stjóra tilbúinn ef gera eigi slíka hrókeringu sem jaðra mun við guðlast. David Dein og Johan Cruyff hafa verið nefndir sem sérlegir ráðgjafar FSG og einnig gæti nýr director of football haft ýmislegt um það að segja.

    Ég tel því nægilegan aðgang að fótboltareynslu eða ráðgjöf í boði fyrir FSG ef að á þarf að halda. Stórefast líka um að Martinez, Rodgers, Coyle eða álíka komi til greina þótt efnilegir séu. Þeir vita að Púlarar munu aldrei sætta sig við að KKD fari nema að í staðinn komi ígildi nýs kóngs með öfluga ferilskrá. Til þess að ná 4.sæti eða ofar þarf einhvern sem er vænlegur til árangurs og hefur unnið titla.

    Ég tel að þeir séu nógu naskir til að klúðra þessu ekki.

  49. Ég kaus já því að mér finnst algjör steypa að ætla að reka framkvæmdastjóra eftir eitt tímabil.

    Eitt tímabil með helling af nýjum mönnum. Mönnum sem einfaldlega þurfa tíma hjá félagi eins og Liverpool. Það er allt annað að spila fyrir Liverpool heldur en Newcastle, Aston Villa eða Sunderland. Allt önnur pressa og allt aðrar væntingar. Ég tala nú ekki um þegar þessir leikmenn eru allt í einu komnir með svona verðmiða á sig.

    Hver hefði t.d. trúað því fyrir 2 mánuðum að í lok tímabils væri allt brjálað af því að Andy Carroll byrjaði ekki inná?

    Að sama skapi fannst mér algjör steypa að reka Benitez á sínum tíma eftir eitt slakt tímabil.

    Halda menn að það komi einhver stöðuleiki eða árangur með því að skipta um framkvæmdastjóra á hverju ári?

    Liverpool var félag sem var þekkt fyrir að reka ekki framkvæmdastjóra sína er allt í einu búið að vera með 3 slíka á 2 árum.

    Og ef menn vilja losna við Dalglish – eru menn þá með betri lausn?

    Margir voru að pissa í sig yfir Villa Boas í fyrra. Ekki gekk það nú vel hjá Chelsea.

    Grasið er ekki alltaf grænna hinumegin.

  50. Hálfnað verk þá hafið er.

    Ég kaus Já. Leyfa manninum að klára það sem hann er byrjaður á, City vann ekki titilinn fyrsta timabilið eftir að þeir eyddu peningum. Góðir hlutir gerast hægt, og Kenny er frábær í því sem hann gerir.

  51. Ég sagði já því þetta Kenny Daglish og hann mun geta þetta. Hvað tó það fergi langan tima að man u á toppinn. mig minnir að hann hafi tekið við 86 og vinnur sinn fista bikar einhvertíman seinna og deildina 93 eða 94. þannig að ég treisti King Kenny til að leiða klúbbinn aftur á sigurbraut á næstu tveimur tímabilum

  52. Nr. 53
    Það sem ég er að meina eða hef mestar áhyggjur af er að núna er enginn DoF hjá félaginu og framkvæmdastjórinn sem líklega hefur eitthvað með þetta að gera er sami aðili og tók þátt í því að ráða Roy Hodgson á sínum tíma. Þannig að þó ég hafi alveg trú á FSG ennþá, almennt séð og efast ekki um að þeir séu fullfærir um að reka fótboltafélag þá hef ég áhyggjur af því hvað kemur í staðin fari svo að Dalglish yfirgefi sviðið.

    Auðvitað eru þetta engir bjánar og John Henry talar að ég held mjög mikið við menn sem vita meira um fótbolta en hann, m.a. hefur hann mikið lesið skrif Paul Tomkins og af ot haft samband við hann. Sá er í raun bara óbreyttur aðdáandi.

    En þegar Comolli var rekinn hélt ég að þeir væru klárir með nýjan mann í staðin eins og skot og fyrst að það kom ekki strax spyr maður sig hvort þeir ætli að gera ennþá stærri breytingar í sumar (núna) og t.d. færa kónginn til eða hreinlega segja honum upp.

  53. Nei nei takk

    Hér eru nokkrir púntar
    Það á að dæma menn út frá árangri enn ekki nafni viðkomandi.

    Kristján Atli segir að Dalglish sé sárastur okkar allra vegna hörmulegrar frammistöðu, ég er viss um að Alex McLeish sé sárastur allra hjá Aston Villa með drulluna þar,samt var rétt að láta hann fara ,,,, þó að menn séu sárir eða sárastir allra.

    það kemur fram hér ofar að KK sé grjótharður þegar kemur að stóru ákvörðunum og hann mun ekki hika við að gera það sem þarf,,, bull,,, hann hefur akkurat sýnt það í vetur að hann er ekki,, grjótharður,, og hann hikar við að gera það sem þarf, hann sýnir linkind og hann hikar allt of oft og allt of mörgum sinnum.

    Þeir leikmenn sem KK keypti sýna þröngsýni ( með breska) hans og getuleysi og eitt er víst ef hann heldur áfram þá bæði verður hann og vill byggja Liverpool upp á þessum nýju leikmönnum sínum, ef nýr þjáfari kemur þá er hann ekkert bundinn þessum leikmönnum heldur bara getu þeirra.

    Ég er viss um að KK var ekki hluti af framtíðar plani félagsins þegar hann var ráðin.

    Það er engin framtíð að “leifa” KK að klára næsta tímabil,,,það er bara að draga vandan á langinn, við þurfum þjálara til framtíðar en ekki eitt tímabil í viðbót.

    Við megum ekki gleyma hvernig stemningin og ráðaleysið hefur verið hjá okkur í allt of mörgum leikjum, fyrir mér þá hefur Liverpool verri hóp núna en fyrir 1-2 árum,,,,það er ekki framtíð til að byggja á .

    Allir eða flestir hér sem vilja KK burt eru að sjálfsögðu með í dæminu að næsti þjálari verði góður þjálfari, það er dapurlegt að vilja KK ekki burt því menn óttast að fá verri, á þá ekki að taka menn úr liði því að sá sem kemur inn á gæti staðið sig verr.

  54. Ég kaus já, og hér eru nokkrar ástæður fyrir því:

    Kenny er búinn að vera 1 heilt tímabil með liðið, sama hver þjálfarinn er þá er það ekki nægur tími til að skapa meistaralið.

    Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig það er þjálfaranum að kenna að leikmenn Liverpool hafa slegið öll met í tréverksskotum á þessu tímabili.

    Margt hefur fallið illa með Liverpool á þessu tímabili:
    Suarez Vs Evra leiðindin (þar má alveg deila um hvort K.D. hafi brugðist rétt við), en það hafði mikil áhrif á gengi liðsins hvernig sem á það er litið.

    Einn besti varnartengiliður Evrópu meiddist illa og missti úr stæðstan hluta tímabilsins, plús það að Gerrard hefur verið meira og minna meiddur allt tímabilið.

    Markvörður Liverpool sem af mörgum hefur hefur verið talinn einn sá besti í heimi hefur aldrei átt eins lélegt tímabil og þetta sem var að enda.

    Er eitthvað að þessu sem ég hef talið upp eitthvað sem Kenny hefði getað komið í veg fyrir? Nei, það get ég bara ekki séð.

    Aðeins að leikmannakaupum, þar sem að nokkrir taka það sem ástæðu til að reka K.D.

    Nú man ég ekki alveg tölfræðina uppá 10, en mig minnir að Kenny hafi keypt 2 af þremur stoðsendingahæðstu laikmönnum tímabilsins 2010-2011, gott ef það voru ekki Downing og Henderson, eða hvort Adam hafi verið annar þeirra, hvað um það.
    Adam átti frábært tímabil með Blackpool og mörgum þótti mikill fengur í að fá hann, en því miður stóð hann ekki undir væntingum, kannski er það Kenny að kenna, get ekki sagt til um það.
    Henderson þótti mikið efni, og þykir enn. Honum hefur því miður verið spilað á kanntinum vegna skorts á betri kanntmanni, en allir hafa séð hversu mikið betur hann spilar í þeirri stöðu sem honum líkar best, á miðjunni.
    Downing, ég er ekki mikill aðdáandi hans en ég verð samt að benda á að ef framherjarnir okkar hefðu ekki verið lamaðir fyrir framan markið nánast allt tímabilið þá væri hann eflaust með nokkur margar stoðsendingar skráðar.
    Það vill nefnilega þannig til, að til þess að fá skráða á sig stoðsendingu, þá verður sá sem tekur við sendingunni………að skora ; ) Er það Kenny að kenna?

    Svo er það vinur minn hann Enrique, var frábær hjá Newcastle og var það reyndar líka hjá Liverpool, fram að áramótum, en þá gerðist eitthvað.
    Er það eitthvað sem Kenny hefði getað gert betur með?
    Kannski.

    Það er ekki tímabært að skipta aftur um þjálfara að mínu mati, það var tímabært í tilfelli R.H. enda náði liðið sjaldséðum lægðum undir hans óstjórnar, liðið spilaði hundleiðinlegan (anti)fótbolta og Kenny kom inn á mjög erfiðum tíma og gerði frábæra hluti það sem eftir lifði þess tímabils.
    Hann hefur hinns vegar ekki náð að halda því fantaformi áfram, en ég vil engu að síður að hann fái að vera með liðið næsta tímabil líka.

    Mig grunar, og vona auðvitað að liðið undir stjórn Kenny snúi spilamennskunni úr “stöngin út” í “stöngin inn”

  55. Margir segja að Dalglish eigi skilið meiri tíma, hann hafi bara verið eitt heilt tímabil osfv. Ég er sammála að þetta er ekki ýkja mikill tími, en það sem ég hef áhyggjur af er að mér finnst KD ekki vera með neinar lausnir. Hann gerir sömu mistök trekk í trekk og virðist ekki læra af mistökum sínum.

    Mér finnst hann ekki vera með neina stefnu, hvorki innan né utan vallar. Ég hef áhyggjur af því og vill þessvegna fá nýjan stjóra. Ég sé þetta ekki breytast á næsta tímabili.

    Við þurfum director of football sem kemur með ákveðna stefnu í gegnum öll liðin, yngri og varaliðið líka, og upp í aðalliðið. Þetta þýðir ákveðið leikkerfi og ákveðinn stíll sem menn eiga að læra. Ég veit ekki hvaða kerfi eða hvaða stíl, en nýr DOF þarf að ákveða það. Svo þarf að finna stjóra sem hentar þessu, fyrir mér skiptir ekki alveg öllu hvað hann er stórt nafn.

    Eins og með leikmenn, það eru ekki alltaf nöfnin á pappírunum sem skipta máli, það er stíllinn osfv.

  56. Ég vil gefa Dalglish eitt ár allavegana fram að áramótum.
    Þetta var mjög skrítið tímabil það bara gekk ekkert upp.Menn fóru að klúðra vítum og dauðafærum á færibandi.Ekkert gekk upp í sumum leikjum þrátt fyrir yfirburði,og þá fylgdu leikir sem menn misstu trúna á.Það má skrifast á stjórann.En af leikmanna kaupum þá voru nú flestir á því að þessir menn ættu eftir að styrkja liðið og voru bjartsýnir,en hver hefði haldið að Carrol hefði ekki dottið í gang fyrr en í síðustu leikjunum,að Adam gæti ekki átt eitt gott horn eða myndi brenna af vítum eins og ég veit ekki hvað.Að Reina færi að leka inn mörkum hvað eftir annað og ekki þora út í boltann í nánast öllum hornum sem við fengum á okkur,fannst hann einn sá lélegasti í liðinu á þessu ári.Hefði verið búinn að seta Doni í markið fyrir löngu.En sama hvað gerist ef það verður ráðinn annar stjóri ungur og spennandi og við verðum í sömu stöðu eftir eitt ár þá verður sá maður að fá sinn tíma til að bú til sitt lið.Það er ekki hægt að reka stjóra eftir eitt ár,þá verður þetta bara grín sem eftir er.

  57. Ég kaus og byggi það ekki á neinum tilfinningarökum. Mér finnst vanta raunsæi í rökstuðning margra sem vilja Dalglish burt og tillit til þeirrar umgjarðar sem er til staðar nú. Það er eins og menn lifi í heimi Football Manager eða Fantasy Premier League. Við áttum að kaupa Hazard í stað Henderson síðasta sumar og Papiss Cissé í janúar, eftir að við sáum hvað hann er góður, með mark að meðaltali í leik. Byrjum bara nýtt “save” í leiknum, vinnum samkeppni við Newcastle um starfskrafta hans, og hirðum þannig meistaradeildarsætið nú í lok leiktíðar. Rekum bara Dalglish og fáum Klopp eða Mourinho í staðinn. Þetta er borðleggjandi dæmi! Einhverjir vildu ólmir fá AVB til að taka við síðasta sumar, hvernig fór aftur með hans frumraun í enska boltanum.

    En þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í veruleikanum, t.d. vegna reglna um hlutfall Englendinga í liðum, aðdráttarafl liðs utan Meistaradeildar o.s.frv. Dalglish er engan veginn fullkominn, stundum hefur maður furðað sig á liðsvali og skiptingum, nýjasta dæmið Carroll utan byrjunarliðs í úrslitum FA cup á Wembley. Leikmannakaup síðasta sumars hafa einnig verið harðlega gagnrýnd og vissulega hefur meirihluti nýrra manna valdið vonbrigðum það sem af er. En þá ber að nefna tvennt. Í fyrsta lagi eru fótboltamenn eru ekki eins og bílar, því þeir geta bætt sig frá ári til árs. Downing, Carroll, Henderson, Adam o.fl. eru án efa staðráðnir í að reka af sér slyðruorðið á næsta tímabili. Í öðru lagi eru leikmannakaup alltaf happdrætti, enginn getur séð fyrir hvernig nýr leikmaður stendur sig fyrir fram, sumir slá í gegn, aðrir valda vonbrigðum. Ekki fannst mér Downing sérlega spennandi kaup, en ég held hvorki svartsýnustu menn né véfréttin í Delfí hafi getað séð fyrir að hann ætti ekki eftir að skora eitt einasta mark ne fá skráða á sig stoðsendingu í deild með LFC (eftir ljómandi gott tímabil á undan með Aston Villa). Til þess að klára umræðuna um þann ágæta mann, tel ég að hann muni fá harðari samkeppni um kantstöðurnar eftir sumarið frá nýjum mönnum. Leiðin getur vart legið annað en upp, en ef ekki þá verður hann bara varaskeifa.

    Svo má segja að stöðutaflan ljúgi, liðið hefur átt leiki með húð og hári sem það hefur tapað eða misst í jafntefli. Öll stangar- og sláarskotin gefa því miður engin stig, né þrumuskot í lúkurnar á markmönnum smáliðanna. Dalglish ber ekki ábyrgð á slakri færanýtingu, þá ábyrgð verða leikmennirnir að taka, ég er viss um að hann hefur margbeðið þá að drulla helvítis tuðrunni í netið…en því miður hefur nýtingin oft endað með lögreglumálum (eins og Babu mundi kalla það).

    Ég er viss um að færanýtingin verður betri eftir sumarfríið. Í fyrsta lagi vegna þess að áherslan í leikmannakaupum sumarsins verður án efa á menn sem nýta færi og skora mörk (Dempsey t.d.) Í öðru lagi vegna þess að ég tel útilokað að núverandi liðsmenn klúðri eins mörgum færum og þeir hafa gert (margir ungir sem munu bæta sig). Ég held að samkeppni frá 3-4 nýjum sterkum leikmönnum sé nákvæmlega það sem þarf til þess að núverandi hópur girði sig í brók og verði grimmari og nákvæmari við mörk andstæðinganna.

    Ég treysti Dalglish fyrir þessu verkefni. Gleymum ekki að hann er heilt yfir frábær talsmaður liðsins út á við, sem ver sína leikmenn og stendur við bakið á þeim í blíðu og stríðu. Fyrir það nýtur hann ómældrar virðingar og trausts leikmanna (Carroll er t.d. nýlega búinn að þakka honum stuðninginn gegnum súrt og sætt, maður sem hefur þakkað traustið með mjög góðri frammistöðu undanfarið). Ég tel að hnyttin og stundum hæðin tilsvör Dalglish í viðtölum séu mjög góð inn á við, að skapa samkennd innan liðsins, þótt þau séu misvinsæl meðal blaðamanna. En stjórn knattspyrnuliðs snýst ekki um vinsældir meðal blaðamanna.

    Ég vona og reikna með að KD haldi áfram með liðið. Við þurfum stöðugleika eftir umrót undanfarinna ára, sá stöðugleiki fæst ekki með því að reka Dalglish og fara enn einu sinni á byrjunarreit. Hverjar eru líkurnar á að fá einhvern betri til að taka við núna? Gæti endað á að fyrsti, annar og þriðji kostur segja nei og stjórnin endar á að ráða Alex Mcleish, Sam Allardyce eða álíka kóna í algjöru óðagoti. Róm var ekki byggð á einum degi og þetta er “work in progress”, svo maður endi nú á vinsælustu klisjunum í bransanum.

  58. Hugsið ykkur hvað þjálfari með almennilegt sens fyrir nútíma fótbolta hefði getað gert fyrir þessar c.a. 80 milljónir sem pungað var út í fjóra leikmenn úr miðlungsliðum í fyrra. Tottenham og Newcastle gátu heldur ekki boðið upp á Meistaradeildarbolta á þessu ári en samt fengu þeir margfalt betri leikmenn fyrir mun minna fé. Meira að segja Moyes, með sitt fjársvelta lið, náði betri árangri á leikmannamarkaðinum en Dalglish.

    Það sem þarf að gera að er að casha inn á verstu kaupum síðasta sumars, Downing og Adam, og kaupa slatta af mönnum til að gera þetta lið nokkuð meira en miðlungs. Ég sé ekki hvernig eigendunum ætti að detta í hug að gefa Dalglish annað tækifæri í þessum efnum.

    Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Liverpool lendir í 6-8 sæti. Ég er bara ansi hræddur um að þessi hluti deildarinnar sé kominn til að vera um einhvern tíma, nema eitthvað mjög rótttækt gerist í sumar.

  59. Þeir í Sunnudagsmessuni voru alveg með þetta á hreinu, auðvita á KK að segja af sér það sjá það allir sem eru ekki að blanda saman tilfinningum og skynsemi.

    Skynsemi KK á að fara

    Tilfinningasemi gefa KK eitt ár í viðbót.

    Ég vel skynsemina framm yfir tilfinningasemi og væntumhyggju.

    Annað í ekki liði ársins hjá þeim voru 3 Liverpool menn , hvað fynnst ykkur um það ?ég er sammála þeim .

  60. Ég er mjög ósammála þér Guðmundur #63
    Dalglish ber ábyrgð á lélegri færanýtingu! Ef leikmenn eru með lélegt sjálfstraust og þess vegna klúðara eins og oft var sagt, þá á Dalglish að berja í þá sjálfstraust.

    Þegar Dalglish byrjaði þá hélt ég að sjálfstraust ,að berjast fyrir klúbbinn og hafa áhuga á að vinna leiki væri ekki vandamál. En það hefur sko verið vandamál.

    Fáranlegt að segja að rök fyrir því að láta hann fara eru ekki til staðar. Líttu bara á deildina og þó að við höfum stundum spilað ágætlega þá höfum við líka spilað hræðilega, þá sérstaklega eftir áramót.

    Það eru nóg af framkvæmtastjórum sem væru örugglega betri en Dalglish.
    Ef þú hefur horft á messuna þá var verið að nefna nokkara þar.

    Svo er messan sammála okkur nei mönnum, og völdu 3 leikmenn sem Dalglish keyfti í alls ekki lið ársins, þá Downing, Adam og Enrique og ég er sammála þeim. Þá vel vera að þessir leikmenn geta bætt sig þá tel ég litlar líkur að það gerist undir stjórn Dalglish.

  61. Hvað gerðist með Enrique? Í nóvember var talað um hann sem eitt af kaupum tímabilsins. Samkv. einhverjum hérna sem sáu messuna er hann í ekki liði ársins. Þvílík brotlending hjá einum leikmanni.

  62. Þetta er mjög erfið spurning og ákvörðunin sem FSG mun taka á næstu dögum verður eflaust óvinsæl hver sem hún verður. Það er mjög margt sem kemur inn í og sumt af því hefur verið reifað hér.

    Ástæður fyrir slöku gengi liðsins má að hluta rekja til ákvarðana Kenny Dalglish. Hann hefur jú valið þá leikmenn sem hann hefur keypt og stillt þeim, kannski stundum of mörgum í byrjunarlið í einu.

    Hann hefur líka vanrækt nokkra lykilþætti í knattspyrnunni. T.d. virðist honum hafi láðst að láta Charlie Adam æfa hornspyrnur og aukaspyrnur, að æfa betur tímasetningu á hlaupum og krossum, að nútímavæða markmannsþjálfun og æfa sérstaklega vörn í föstum leikatriðum. Svo ekki sé nú talað um slútt-þjálfun, hún hefur greinilega ekki verið mikil.

    Kenny Dalglish hefur hins vegar komið mikilli ró yfir klúbbinn. Hann, ásamt öðrum stjórnendum, hefur endurvakið “The Liverpool Way”, staðið með sínum leikmönnum í gegnum súrt og sætt þótt á köflum hafi það orkað tvímælis útávið.

    Kenny Dalglish hefur ekki stjórnað öllu því sem hefur farið úrskeiðis hjá klúbbnum í vetur. Dvínandi sjálfstraust leikmanna samfara erfiðum úrslitum er erfitt að snúa við, sama hvað þjálfarinn heitir.

    Kenny Dalglish, er ásamt Steven Gerrard og Jamie Carragher hjarta klúbbsins núna. Óvíst er hvort Jamie Carragher haldi áfram í leikmannahópi félagsins og því væri óðs manns æði að skera út 2/3 hluta þess sem Liverpool Football Club stendur fyrir. Þess vegna vil ég að hann fái annað tímabil til að leysa úr þeim vandamálum sem komu upp á liðnu tímabili. Ég er ósammála þeim sem segja að meiriháttar yfirhalning sé nauðsynleg. 2 klassasóknarmenn og 2 í viðbót sem styrkja 16 manna hóp ætti að duga til að komast í 4. sætið, sem verður aftur markmiðið á næsta tímabili. En það er harla ómögulegt að spá í það sem FSG eru að ákveða núna. Þeir gætu allt eins selt leikmann eins og Daniel Agger þar sem hann er líklega ekki value for money því hann spilar of fáa leiki. Ef þeir eru að hugsa svoleiðis þá verður þetta sumar mjög forvitnilegt og óútreiknanlegt. Ég vona þó að svo verði ekki.

  63. Mér finnst virkilega skrítið að Sjá að fólk vilja meira Klopp en Pep Guardiola en mér finnst Daglish ætti fá annað season en ef ekki þá ætti FSG að skoða Guardiola þar sem hann er ekki bundinn neinum samning við neitt lið og myndi finnast Liverpool spennandi kostur þar sem myndi virkilega reyna á hann sem Knattspyrnustjóra til að endurbyggja Liverpool en hafa fengið gott lið og gert það en betra en kannski ein a fáum göllum sem hann hefur eru kannski kaup á leikmönnum sem hafa ekki alltaf virkað vel dæmi einsog Ibrahimovic.

    Verður spennandi að sjá FSG og Kenny Daglish munu gera.

  64. Maðurinn er Legend og þvílíkt virtur. Það verður erfitt að láta hann fara, sérstaklega þar sem hann tók við mjög sökkvandi skútu. Náði að bjarga því sem bjargað varð í fyrra og fékk síðan að byrja að byggja upp nýtt veldi. En skútan hans Kenny sökk eftir áramót, eftirminnanlega og núna í dag er Liverpool litla liðið, Everton endaði fyrir ofan okkur.

    Hópurinn er “göróttur” hjá honum og það er einn maður sem meiðist illa sem setur allt á hliðina, Lucas. Það er ekki nógu gott og hreint út sagt fáránlegt að kaupa ekki inn fyrir hann í janúar. Á því ber KK ábyrgð. Hann ber líka ábyrgð á því hvernig höndlað var með Suarez málið í samráði við aðra. Tveir lykilmenn þá sem detta út og árangurinn eftir áramót er hræðilegur. Í alvöru strákar og Sigríður, þetta er ekki okkur bjóðandi, sama hver er í brúnni, hvort sem það er Legend eins og King Kenny eða Roy. Sorry, en tölurnar tala sínu máli.

    Það var semsagt þrátt fyrir þennan stutta inngang mjög auðvelt fyrir mig að segja nei. Ég vil fá nýjan mann sem getur búið til nýtt lið byggt á því sem til er og bætt við það eftir sínu höfði. Það eru ágætir einstaklingar þarna og í raun enn bara arfleið Benitez sem er að virka, plús Suarez. Aðrir hafa ekki verið að rísa upp eða gefa manni vonir, þó kannski smá glæta í Carroll undir lokinn.

    Kallinn var að spila gjörsamlega freðið kerfi, gerði lítið af stöðubreytingum í leikjunum eða gerði þá þær of seint, s.b.r. FA cup. Leyfði mönnum eins og Enrique og Downing, Spearing og Henderson (þá hægra meginn) að leika allt of lengi eða langt úr úr stöðu o.s.frv. Og það er vitanlega hann sem ber ábyrgð á því.

    Ég er líka mjög ósáttur við alla eyðslusemina í Adam, Downing, Henderson, Carroll og Enrique en í þessa leikmenn hefur verið eytt um 84 milljónum punda sem er hreint út sagt fáránleg upphæð.

    Þannig að, nei er mitt svar, ég vona að Kenny sjái sjálfur að þetta hefur ekki gengið hjá sér, hann er ekki með þetta lengur og fer aftur í sendiherrastöðuna sína og nýtur lífsins. Stundum verða bara tilfinningar að víkja fyrir skynsemi.

  65. Carl Berg kaus “já”. (Og talar ennþá um sig í þriðju persónu) 😉

    Ég ætla nú ekki að útlista allar mínar ástæður hér, en ég vil þó nefna eina.

    Þolinmæði

    Menn hafa einfaldlega allt of litla þolinmæði gagnvart knattspyrnustjórum í dag, og menn þurfa tíma. Ef menn hafa ekki þolinmæði gagnvart KK, hverjum þá ?

    Að sjálfsögðu á maðurinn að fá annað tímabil með liðið.

    Insjallah..

    Carl Berg

  66. Kaus “JÁ”

    Hinsvegar ef Rafa Benitez er til í taka starfið að sér og skiptin yrðu framkvæmd þannig að þau litu sem allra best út fyrir King, þá væri ég frekar til í það.

  67. Ég kaus Já i könnunni af þeirri einföldu ástæðu að við erum að byggja upp og það væri að mínu viti gjörsamlega glórulaust að fá nýjan stjóra inn núna til að fara byggja upp, við þurfum að komast af byrjunarreitnum og við erum á leiðinni upp á við. Ég ætla ekki að dæma Dalglish ef þeim tíma sem hann hefur verið sem stjóri hjá okkur núna.

    Þú þarft ekki að vera beittasti hnífurinn í skúffunni til að sjá að við erum ekki búin að eiga gott tímabil, en við erum Liverpool og við stöndum saman og það á líka við þegar á móti blæs, fyrir það standur YNWA… Menn geta rifist og skammast um allt sem hefur miður farið þetta tímabilið, en níurstaðan verður ávalt sú sama, þetta er staða okkar í dag og nú þurfum við að horfa fram á vegin, og draga lærdóm af þessu tímabili. Og ég er ekki í neinum vafa um að Dalglish er full meðvitaður um að það þarf að gera betur næst. Ef við rekum Dalglish og fáum nýjan stjóra, sem myndi ekki gera góða hluti, hvað þá á að reka hann, værum við þá að læra af mistökunum ? Nei það held ég ekki.

    BlockquoteÞað er ekki rétt sem kemur hér fram hjá einhverjum pennum að Dalglish sé stærri en Liverpool, menn koma og fara en Liverpool verður alltaf
    Blockquote

    Nú segja miðlar frá því að Dalglish sé flogin til USA til viðræðna við eigendur klúbblisnns, og þá spyr maður sig hver skildi vera ástæða þess að hann fer strax að loknum síðasta leik á tímabilinu til þessara viðræðna, sem samkvæmt miðlum var gert að hans frumkvæði. Ég er nokkuð viss um að hluti af þeirri ástæðu er að Dalglish bera hag Liverpool fyrir brjósti og vill koma málum á hreint, hvort sem hann verður áfram eða ekki.

    Það verður fróðlegt að sjá hvort Dalglis verður áfram eftir fund með eigendunum, ef það verður ekki, þá verður eflaust enn fróðlegr að lesa pennana sem hér sem eru með allt á hreinu hvernig á að leysa stjóramálinn hjá Liverpool…

    Munum að við erum að byggja upp, stundum þarf lengri tíma til að hafa undirstöðunar traustar, teimið sem er í uppbyggingunni (Dalglish og co) er að ég held rétta teimið. Efniviðurinn er til staðar að hluta til, og nýtt efni verður fengið í sumar til að gera alla vinnu við uppbygginguna eins góða og kostur er og þegar upp rís fullmótað Liverpool lið held ég að við eigum öll eftir að verða ánægð og glöð…

    Til þess að þetta náist þá held ég að það besta sem við gerum er að þjappa okkur við bakið á Dalglish og láta hann finna að hann er sá sem við viljum að leiði okkur til sigurs…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  68. Já, vegna þess að þetta lið og þessir strákar þurfa smá stöðugleika.

  69. Nei, vegna þess að þetta lið og þessir strákar þurfa smá stöðuleika.

  70. Ef við tökum leikmenn fyrir og skoðum þetta útfrá þeim.

    Reina, af mörgum talinn einn af betri markmönnum í dag er að eiga sitt versta tímabil hjá Liverpool. Er það þjálfarinn sem er að klikka hérna eða af hverju er Reina með svona niðusveiflu.

    Enrique, var frábær með Newcastle og byrjaði þetta tímabil af þvílíkum krafti og ég hugsaði með mér að þarna væru strax komin kaup ársins enda fór ENGINN framhjá honum og hann stóð eins og klettur í vörninni fram að áramótum.
    Svo eftir áramót þá hefur hann verið vægast sagt ömurlegur og sjálfstraustið horfið og allir labba framhjá honum.

    Charlie Adam, var frábær með Blackburn í fyrra og átti hverja stoðsendingua á eftir annari og bar liðið upp lengst af vetrinum. Hjá Liverpool var hann vonbrigði trekk í trekk og gat ekki neitt.

    Henderson stóð sig mjög vel hjá Sunderland og var eins og kóngur á miðjunni hjá þeim. Kenny hefur spilað honum hvað eftir annað á kantinum þar sem hann var mjög dapur, en eftir að hann fór í sína stöðu á miðjunni þá hefur hann sýnt aðeins hvað hann getur.

    Suarez Maðurinn sem gat ekki hætt að skora í Hollandi, virðist ekki finna markið jafnvel hjá Liverpool og þar kenni ég því um að hann er allt of einsamall þarna frammi og virðist eiga að klára þetta oft sjálfur þar sem að miðjumenn liðsins virðast ekki fá að styðja hann nægilega vel. Ég er pottþéttur á því að ef að Suarez fengi meiri aðstoð þarna frammi þá færi þessi snillingur að drita inn mörkum.

    Maxi hefur svo sannarlega nýtt sín tækifæri vel í vetur en samt aldrei fengið 2 leiki í röð að mig minnir, þrátt fyrir að skora kannski 2 mörk í leiknum á undan, þetta getur ekki haft góð áhrif á sjálfstraust hjá leikmönnum.

    Sebastian Coates var valinn efnilegasti leikmaður á HM en fær varla tækifæri í liðinu þrátt fyrir meiðsli hjá Agger, í staðinn var Carragher látinn spila aftur og aftur þrátt fyrir að gefa mörk í nokkrum leikjum og virtist bara alls ekki finna sig.

    Dirk Kuyt hefur alltaf verið iðinn við kolann og skorað í kringum 15 mörk á hverju tímabili, hvað hefuyr hann gert mörg á þessu tímabili ? sennilega 2 eða 3 nenni ekki að leita að því. Kenny lét frekar Hendo hamast á kantinum í staðinn fyrir Maxi eða Kuyt.

    Downing maðurinn sem var valinn leikmaður ársins hjá Villa í fyrra hefur alls ekki fundið sig, hvorki í markaskorun né stoðsendingum.

    Mitt mat er að Kenny sé ekki að ná því besta úr þessum leikmönnum, hvort sem það er röng þjálfun eða hvað þykist ég ekki geta sagt til um en eitthvað er það.
    Ég trúi ekki að allir þessir leikmenn taki svona rosalega dýfu í hæfileikum á því að skrifa undir hjá Liverpool.

    Ég ætla svo sem ekki að henda allri skuldinni á Kenny en hann ber mestu ábyrgðina. Ekki misskilja mig samt, ég hef gríðarlegt álit á Kenny en ekki sem manninn sem hefur það sem til þarf til þess að koma okkur aftur í topp 4 baráttuna.

  71. @ 78
    Sorry gaur, en það er enginn að fara að taka þig alvarlega með svona staðreyndavillur í textanum þínum. Charlie Adam var hjá Blackpool og Coates sló í gegn á Copa America. Þetta var það sem ég sá í fljótu bragði.

  72. Smá feill, en engu að síður mitt mat og þú þarft ekkert að taka undir það.

  73. Við hverja hafa menn talað varðandi janúargluggann?

    Er það á hreinu að það var Dalglish sem ákvað að kaupa ekkert í janúar? Ég hef ekki lesið neitt um það, hins vegar las ég töluvert af því sem Comolli talaði um á þeim tíma og nú er víst búið að reka hann! Gæti kannski eitthvað legið í því að FSG hafi einfaldlega ekki viljað (eða þorað) að eyða meiri peningum í leikmannahópinn?

    Hélt nú kannski að þeir sem hafa fylgst með Liverpool lengi hefðu nú eitthvað lært af því hvernig Rafa þurfti að vinna á leikmannamarkaðnum og það er bara ekkert sem sannfærir mig um það að það hafi ekki verið eigendurnir eða Comolli sem tóku þá ákvörðun að ekkert var verslað. Comolli t.d. tjáði sig um Jelavic…

    Svo leikmannakaup síðasta sumars sem er vinsælasta umræðuefnið. Þegar búið að margbenda fólki hér á það að við þurftum að kaupa uppalda leikmenn og við vorum að eltast við alla þá bita sem mögulegir voru, fengum nokkra en Clichy, Jones og Young vildu ekki koma til okkar. Það virðist einhver meinloka hér að hlusta ekki eftir því sem t.d. Sammy Lee talaði um við okkur á árshátíðinni. Það vita allir sem fylgjast með enskum bolta að heimalingar kosta tvöfalda upphæð miðað við önnur þjóðerni. 80 milljónir fyrir breska leikmenn er því auðvitað alltof hátt, en með orðum Sammy Lee: “That’s the face of reality in the EPL”. Það er ofsalega einfalt að benda á hvað átti ekki að gera síðasta sumar en hvernig væri nú að fara að benda á hvað átti að gera?

    Carragher, Kelly, Gerrard, Johnson, Brad Jones, Carroll, Spearing og Cole voru þeir bresku leikmenn sem voru í kvótanum okkar í maí, sem telur 10 leikmenn af 25 manna hóp. Cole fór og Bellamy, Henderson og Downing bætt við. Svo mér þætti nú virkilega gaman að heyra hvaða aðra þrjá breska átti að kaupa? Þá meina ég aðra en þá sem við keyptum eða reyndum að kaupa…væri skemmtilegt að fá tillögur um það í stað fyrirsagna um “hversu vitlaust það er að kaupa breska leikmenn”. Það var gert út af reglunum að sjálfsögðu. Eða hvað – kannski skil ég þetta ekki…

    Kannski átti bara að láta þetta eiga sig og vera með minni leikmannahóp, þá væri nú samt sennilega grátið yfir því að hafa ekki brugðist við og keypt leikmennt til að fylla kvótann.

    Eftirávissa er munaður sem lítið er hægt að leyfa sér í fótbolta en er orðinn uppáhaldsiðja flestra sem fylgjast með fótbolta. Við ræðum þetta í podcastinu en fyrir þá sem hlusta ekki á þau þá vill ég ítreka það sem ég segi þar. Þetta snýst minna um þjálfarann heldur en það hvað eigendurnir hyggjast gera.

    Það er þeirra að ákveða hvort þeir setja stórar upphæðir í að kaupa Muniain, Martinez, Hazard, Cavani og Lavezzi eða hvort þeir eltast við Hoilett, Moses, Fletcher og Ivica Olic.

    En auðvitað er líka leiðin bara að telja það líklegt að stjórinn ákveði allt í leikmannakaupum. Það er bara svo langt frá raunveruleikanum að hálfa væri hellingur – eins og síðustu tvö ár Rafa eiga að sýna okkur. Til að verða meistari í Englandi þarf einfaldlega input upp á minnst þrjá heimsklassa leikmenn í liðið okkar og til þess þarf að borga nærri 100 milljónir í dag og borga laun umfram þann strúktúr sem er í gangi hjá klúbbnum.

    Alex McLeish var í gær rekinn frá Aston Villa. Hann tók við liði sem var fyrir neðan miðja deild og hafði selt frá sér þá þrjá leikmenn sem voru í efstu sætum leikmannakjörs félagsins og fékk að kaupa tvo leikmenn í staðinn, fyrir brot af því sem hann seldi. Í janúar fékk hann engan pening en var svo kallaður til þessa eiganda sem hengdi hann upp í gálgann og kenndi honum um ófarirnar. Vandræðalega ömurlegt að mínu mati og alls ekki til eftirbreytni, hlakka til að sjá hver fer í það djobb núna…

    Í mínum hug er það aðalatriðið hvort FSG munu kasta tugmilljónum punda í leikmannahópinn eða fara hægar í uppbygginguna?

    Það er stóra spurningin þetta sumar – ekki þjálfarinn.

  74. Það er að detta inn á Twitter hávært hvísl um að Dalglish sé hættur með Liverpool. Þeir sem eru að tísta þessu eru allir að reyna að fá slúðrið staðfest. Við uppfærum Kop.is um leið og eitthvað áreiðanlegt fréttist en slúðrið er allavega í þessa átt svona í upphafi dags…

  75. Liðið var að spila skínandi fínan bolta stóran meirihluta af tímabilinu og vonbrigðin og lokastaða liðsins í EPL skrifast eingöngu á yfirgengilegt getuleysi leikmann til að klára dauðafæri og skora, liðið setti sennilega met í stangarskotum og skapaði sér urmul af dauðafærum og yfirspilaði andstæðinga sína í fjölmörgum leikjum en tapað samt þessum viðureignum, getuleysi eins og ég sagði er aðalástæða hrakfara liðsins í ár en ekki útaf Kenny Dalglish. Ég kaus já.

  76. og ekki lýst mér á það ef Martinez á að taka við, þá segi ég eins og einhver í podcastinu að ég vilji nú frekar hafa bara Dalglish áfram þá. Alltílagi að skipta um stjóra ef það kemur einhver með alvöru reynslu og eitthvað af titlum á afrekaskránni inn í staðinn….

  77. Það er nokkuð augljóst að stefna Liverpool er bara meðalmennska ef að Roberto Martínez verður næsti stjóri.

    Samkvæmt Wikipedia vann hann Football League 1 árið 2008 og var valinn Þjálfari apríl mánaðar á þessu ári. Það var ekki meira en það……

  78. Smá þráðrán en Fernando Torres er ekki í stækkuðum landsliðshópi Spánverja fyrir EM í sumar og horfir því á mótið í sjónvarpi. Jafnvel þ.á.m. ákveðinn Andy Carroll.

    Segi enn og aftur að strákanginn hlýtur að horfa fast í síðustu 17 mánuði á ferlinum og velta fyrir sér hvort hann tók nú rétta ákvörðun. Fullkomlega orðinn varaskeifa hjá Chelsea, byrjar aldrei leiki sem skipta liðið máli og kemur jafnvel ekki inná í þeim og nú kominn aftarlega í röð landsliðsins…

  79. Ég bara trúi því ekki að það sé verið að raka Dalglish og Martinez verði ráðinn í staðinn. Ef svo er þá er FSG ekki að gera góða hluti. Monyball my arsh!!

  80. Martinez spilar 3-5-2 og það er spurning hvernig hann muni redda þessum tveimur wing back stöðum, en það eru líklegast mikilvægustu menn liðsins því þeir hafa tvöfalt hlutverk í sókn og vörn.

    Ég er á því máli að Martinez geti ekki verið verri en Dalglish. Ég hefði þó vissulega meiri áhuga á Guardiola eða Klopp en maður fær ekki allt í lífinu.

  81. Maggi #87 Iniesta, Xavi og Mata eru t.d. ekki heldur í hópnum, enda er þetta bara hópurinn fyrir tvo æfingaleiki. Leikmenn frá Chelsea (úrslitaleikur CL), Barca og Athletic Bilbao (Copa del Rey) eru ekki í hópnum fyrir þessa æfingaleiki.

    Slakaðu aðeins á Torres hatrinu… 😉

  82. Við hverja hafa menn talað varðandi janúargluggann?

    Er það á hreinu að það var Dalglish sem ákvað að kaupa ekkert í janúar? Ég hef ekki lesið neitt um það, hins vegar las ég töluvert af því sem Comolli talaði um á þeim tíma og nú er víst búið að reka hann! Gæti kannski eitthvað legið í því að FSG hafi einfaldlega ekki viljað (eða þorað) að eyða meiri peningum í leikmannahópinn?

    Hélt nú kannski að þeir sem hafa fylgst með Liverpool lengi hefðu nú eitthvað lært af því hvernig Rafa þurfti að vinna á leikmannamarkaðnum og það er bara ekkert sem sannfærir mig um það að það hafi ekki verið eigendurnir eða Comolli sem tóku þá ákvörðun að ekkert var verslað. Comolli t.d. tjáði sig um Jelavic…

    @ Maggi (#81)

    Nú, jæja? Getur sem sagt Kenny sjálfur ekki sannfært þig um að hann beri ábyrgð á þessari ákvörðun:

    We’ve got an option to be active if we want to be active but we said at the outset that we would be quiet,” Dalglish said. “If we needed somebody to bolster up we could do it but I said right at the outset we don’t.

    We’re not really chasing after anybody in January. We’ve been happy with what the players have done since August.

    We said right at the outset, if anything there will be very little activity. It’s a wee bit disrespectful to us after trying to be honest and saying there might not be much, that we get accused of not being active.”

    Þetta hefur lengi legið fyrir og Kenny segir það sjálfur beint út. Hefði haldið að það teldist vera á hreinu. Í janúar var vitað að Lucas yrði lengi frá, að SteG væri inn og út vegna meiðsla, að Suarez væri í banni og að liðið strögglaði sóknarlega. Önnur lið styrktu sig og uppskáru eftir því (Newcastle, Everton o.fl.) en Kenny ÁKVAÐ að gera EKKERT. Hans sök og hans ábyrgð.

    Hversu langt á að seilast í að afsala ábyrgð KKD af hans eigin verkum og gjörðum? Fyrst var allt slæmt Comolli að kenna en svo var hann rekinn og Kenny viðurkenndi að hafa viljað öll sumarkaupin ásamt Carroll. Jæja, þá þarf að finnan nýjan blóraböggul. Á þá næst að kenna FSG um allt sem miður fer hjá Dalglish? Nískir núna, og það þrátt fyrir að KKD hafi oft sagt sjálfur að ekki hafi skort pening til að eyða.

    Þetta er spurning um hans starf, ákvarðanir og stjórnun. Hættum að leysa hann undan ábyrgð bara af því að hann er goðsögn.

  83. Jæja drengir mínir og stúlkur. Hvernig líst okkur á nýja stjórann okkar samkvæmt nýjustu fréttum?

    Mér líst vel á en vil jafnframt þakka Kenny fyrir það sem hann gerði. Það var leitt að svona fór en þetta er óhjákvæmileg niðurstaða að mínum dómi.

    Martínes er Katalóni og það eitt er gæðastimpill í mínum bókum. Þess utan er hann frábær stjóri með Wigan og tékkar inn á flestum atriðum á mínum lista.

    Miðað við aðstæður gæti ég ekki verið sáttari þótt ég sjái einnig nokkra áhættuþætti.

  84. Alex McLeish er flottur stjóri, hann náði að halda Aston Villa í deildinni. Vonandi náum við í hann.

    En svona án allst djóks þá held ég að við séum að stefna í einhverja vitleysu í þessum þjálfaramálum. Við munum skipta um stjóra 1-2svar á ári ef svo fer sem horfir.

  85. Eitt af því besta sem hefur birtist í twitter um Daglish málið:

    LFC is a madhouse today. Rumour and counter rumour. Best get the Director of Communications to calm things down. Oh, hang on…
    – Kevin Sampson

  86. Rolegur guderian, er eitthvað buið að ràða martinez? Ef DALGLISH fer þa vil eg Deschamps held það se raunhæfasti kosturinn af klassa stjorum sem moguleiki er að fà….

  87. Alex mcleish eða martinez eiga ekki að vera orðaðir við liverpool. það er bara eins og að láta roy hodgson taka aftur við liverpool. Við verðum þá komnir aftur í sömu súpuna og daglish tekur við aftur eftir hálft ár.

    Ef það á að skipta þarf það að vera alvöru stjóri ekki einhverjir stjórar sem hafa náð að bjarga sínu liði frá falli.

  88. Þegar búið að margbenda fólki hér á það að við þurftum að kaupa uppalda leikmenn

    Carragher, Kelly, Gerrard, Johnson, Brad Jones, Carroll, Spearing og Cole voru þeir bresku leikmenn sem voru í kvótanum okkar í maí, sem telur 10 leikmenn af 25 manna hóp.

    @ Maggi (#81)

    Þetta stenst ekki skoðun hjá þér. Fyrir það fyrsta þá eru reglur bæði EPL og UEFA þannig að þú þarft bara 8 heimalinga af 25 manna skráðum hóp, ekki 10 stk. Það er ekkert sérstakt vandamál að fylla kvótann hjá okkur því að alltaf er hægt að skella uppöldum pjökkum til að ná upp í þá tölu ef til þarf. Það er akkúrat það sem önnur lið gera. Það var því engin bráðnauðsynleg og knýjandi þörf til að yfirborga fyrir Carroll, Henderson eða Downing bara til að uppfylla kvótann. Þegar Cole fór þá vantaði bara 1 til að fylla í kvótann og einfaldast að skrá bara Shelvey eða annan pjakk og málið leyst.

    Aðalatriðið er ekki að ná upp í 8 heimalinga heldur að mega vera með allt að 17 erlenda leikmenn í hópnum. Í dag og síðasta sumar voru 12 erlendir leikmenn í hópnum sem þýðir svigrúm upp á 5 erlenda leikmenn. Ef Aquilani snýr aftur fækkar um eitt en ef/þegar Kyut, Maxi og Aurelio fara þá fjölgar um 3 á móti. Það er því pláss fyrir kaup á 8-9 erlendum leikmönnum. Það er alveg ágætis svigrúm til innkaupa og engin þörf á þessari heimalinga-áráttu.

    Svo segirðu þetta:

    Það virðist einhver meinloka hér að hlusta ekki eftir því sem t.d. Sammy Lee talaði um við okkur á árshátíðinni. Það vita allir sem fylgjast með enskum bolta að heimalingar kosta tvöfalda upphæð miðað við önnur þjóðerni.

    Annað hvort eruð þið Sammy Lee ekki að hlusta á ykkur sjálfa eða að þið eruð ekki að draga rétta ályktun af því sem þið heyrið. Þar sem að uppaldir leikmenn eru dýrari, er þá skynsamlegt að leggja mestan af okkar takmarkaða fé í að yfirborga fyrir þá vitandi að við fáum helmingi minna fyrir peninginn??

    Hugsum aðeins um þetta. Væri ekki nær lagi að eyða þeirri sömu summu og fór í ensku “dýrlingana” (get it?) í að fá helmingi betri menn frá öðrum heimshornum? Getum græjað kvótann með uppöldum local lads ásamt free transfers eins og Bellamy eða kaupa þá áður en verðið hækkar eins og Sterling eða Shelvey (Rafa keypti báða). Þannig hafa Newcastle og önnur lið geta stillt upp frekar útlensku liði en samt verið í samræmi við reglur. Í raun ættum við að ákveða að borga aldrei meira en 10-12 millur fyrir heimalinga því að maður fær ekki nóg fyrir peninginn og sóar þeim bara í mismuninn.

    Í lokin vek ég athygli á því að Gylfi Sigurðsson flokkast sem uppalinn leikmaður. Væri ekki einhver til í að hafa frekar keypt hann á 10 millur í staðinn fyrir Dowing á 20?? Just saying…

  89. Dalglish eða ekki það er spurning! en það er algjör vanvirðing við klúbbinn að orða Alex mcleish eða martinez við Liverpool og algjörir draumórar að tala um Guardiola eða einhver risa nöfn.
    Liverpool á sér ótrúlega sögu og ég hef haldið með þeim og horft á frá 1975-6 en ég held við verðum að horfast í augu við staðreyndir að við erum langt á eftir bestu liðum Evrópu og hópurinn okkar er bara lélegur og það er enginn að fara gera kraftverk með þetta lið.
    Þolinmæði er dyggð! YNWA

  90. Ég held að Dalglish hljóti að verða áfram. Ekki að það sé endileg mín ósk. Hann er ásamt Clark búin að sjást á leikjum um evrópu, þá væntanlega að fylgjast með leikmönnum, og til hvers að vera að fara alla leið til Boston til þess eins að láta reka sig. Held það hljóti eitthvað annað að liggja að baki þessair ferð en það. Hann hefði aldrei farið að ellta uppsagnar bréfið. Held miklu frekar að þetta snúist um hvað skuli gera í sumar eða jafnvel varðandi ráðningu í staðin fyrir Commoli.

    Reyndar er ég ekki sammála mönnum að Martinez yrði svo slæmur kostur. Ungur ferskur stjóri. Af hverju gæti það ekki gengið, ekki man ég eftir að Guardiola hafi átt svo svakalegan þjálfaraferil að baki áður en hann skellti sér í djúpu laugina og tók við Barcelona. Er Klopp sem að annarhver maður virðist fá búin að vera að þjálfa lengi á þessu topp leveli. Chelsea réði jú hinn ótrúlega Villas Boas en nú láta allir eins og þetta hafi verið svo augljóst að maðurinn myndi ekki höndla Chelsea.

    En finnst það ótrúlegt ef að Dalglish verður ekki stjóri Liverpool á næstu leiktíð.

  91. @ Guderian og Viðar Skjóldal

    Ég trúi varla að Roberto Martinez sé alvöru kandídat fyrir LFC. Já, hann hefur bjargað Wigan tvö ár í röð en það þurfti í raun kraftaverk í bæði skiptin því að liðið var í mjög slæmum málum og sú slæma staða skrifast líka á hann. Menn verða að hafa meira til brunns að bera en að rétt bjarga sér frá falli til að stýra LFC.

    Hann hefur enga reynslu af stórliðum, hvorki sem leikmaður eða stjóri. Hann gerði góða hluti með Swansea í Championship (50% vinningshlutfall) en með með Wigan er þetta upp og ofan (27% vinningshlutfall). Undir hans stjórn tapaði Wigan 9-1 fyrir Spurs og 8-0 fyrir Chelskí. Hann væri mun heppilegri til að taka við Aston Villa sem hann hafnaði í fyrra en sú staða er aftur laus.

    Mér finnst aðrir efnilegri eins og Brendan Rodgers hjá Swansea eða Paul Lambert hjá Norwich. Báðir stýrðu sínum liðum um lignan sjó í deildinni þrátt fyrir að spila jákvæðan fótbolta og eyða litlum pening. Gerðu meira að segja stórliðunum ítrekaðar skráveifur og unnu sannfærandi sigra á þeim. Báðir með ágætis CV það sem af er stuttum stjóraferli.

    En ég er sammála Viðari Skjóldal með Deschamps. Hann er að mínu mati bestur af þeim raunhæfu kostum sem eru í boði. Guardiola eða AVB eru óraunhæfir. Rafa hefur allt til brunns að bera en ég trúi ekki á endurkomur stjóra, ekki frekar en með Dalglish. Cappello eða van Gaal eru langsóttir kostir en mér líst illa á Fabio útaf draugum enska landsliðsins og gamaldags taktík og Louis er víst snældubrjálaður snillingur en mjög erfiður í samstarfi. Kannski Rijkaard en hans hlutabréf hafa lækkað mikið síðustu tvö árin.

    Maður hefur samt ekkert heyrt nafn Deschamps nefnt lengi þannig að hann virðist ekki vera á listanum. Myndi ekkert kvarta ef Rafa tæki aftur við.

  92. Bara fà stjora sem hefur reynslu og einhverja titla a afrekaskranni hja ser, gætum alveg eins raðið hodgson aftur ef a að ràða martinez. Van gaal kæmi alveg til greina eins og deschamps ef eg redi einhverju

  93. Peter Beardsley.

    8 heimalninga reglan var hugsað sem byrjunarregla sem ætlunin er svo að auka þó ég haldi að því hafi verið frestað – fór að leita að þeim skilningi mínum en hefur sennilega verið minn hugsanafeill. Það breytir því ekki að af þeim nöfnum sem ég tel upp að voru í hópnum eru þar á ferð fimm leikmenn sem voru lykilmenn, Gerrard, Carragher, Kelly, Johnson og Carroll. Vel má benda á Spearing líka sem mér fannst bara alls ekki nógu góður. Svo mér finnst ennþá að það hafi vantað þrjá. Og ég er ennþá á því að klúbburinn hafi gert rétt í því að reyna að uppfylla þann kvóta þó það hafi verið dýrt og sé ekkert eftir því að klúbburinn hafi greitt það sem þurfti til að kaupa Andy Carroll. Hins vegar held ég að ég taki ekki umræðuna aftur um það að Torres var leyft að fara fyrir +15 milljónir punda miðað við það sem þurfti til að fylla skarð hans. Sem er by the way á þessum tímapunkti bara ansi góður business.

    Svo má rifja upp umræðu sem hefur verið hávær undanfarin ár í Liverpool borg í kjölfar brotthvarfs margra lykilmanna sunnan úr Evrópu sem aðstoðaði held ég við þessa hugsun, sem reyndar var líka tengd ráðningu Dalglish á þann hátt að menn töldu hans hugsjón ríma við það viðhorf sem m.a. kom fram hjá Carra og SG, að kominn væri tími á “heimaalið” ket.

    Ég er aftur á móti glaður að hafa fengið leiðréttingu á því að ekki hafi verið neinum öðrum að kenna en KD að ekki var verslað í janúar. Biðst svo innilega afsökunar á því að hafa verið svona vitlaus og lofa að ég hugsi mig um áður en ég slæ fram jafn mikilli vitleysu og þeirri að vera ekki 100% viss um FSG sem eigendur félagsins. Ég var bara ekki sannfærður um það að ákvörðunin hafi legið hjá þjálfarateyminu heldur stæði það ofar og KD hafi einfaldlega verið að verja sinn leikmannahóp að loknum glugganum. Það gerir hann nefnilega annað slagið, en sennilega var það vitlaust mat hjá mér og um að gera að leggja það á hans breiðu herðar.

    Svo þá þakka ég fyrir athugasemdir þínar Peter Beardsley en þætti vænt um að heyra frá þér hvað þú telur mikilvægast fyrir félagið að gera í sumar, hvort sem er í málefnum þjálfara, leikmanna eða leikmannakaupa og þá kannski um leið hvaða traust þú berð til eigendanna, því þar liggur að mínu mati (eins og ég skrifaði) stór þáttur í framtíð klúbbsins og ég er bara alls ekki 100% viss um þá, ekki síst í ljósi þess að peningarnir hjá Red Sox virðast minni en áður…

  94. Haha ef við ætlum í alvuru að fara að ráða stjóra Wigan, þá getum við alveg eins ráðir Roy H. aftur…
    Trúi því bara aalls ekki að eigendurnir dyttu það í hug að ráða stjóra hjá liði sem var neðar en við (ótrúlegt en satt) og minni klúbbur. Meina W.B.A. var fyrir ofan Wigan, þá hlýtur að vera málið að ráða Roy bara aftur 🙂

    En annars þá trúi ég nú ekki þessum sögum, ég vona allavega ef Kenny myndi hætta (sem ég vill ekki), þá væri nú fengið einhvern topp stjóra í staðin. Ef hann er ekki á lausu þá á Kenny alls ekki að fara.

    En það er ljóst að silly season er byrjað!

  95. Maggi kemur inn á góðan punkt þegar hann talar um eigendurna. Allir voru slefandi yfir þeim í byrjun og kannski ekki skrítið þar sem þeir björguðu klúbbnum vissulega frá greiðslustöðvun. En það er mikið talað um hvað þeir hafa sett mikla peninga í félagið.

    Hafa þeir sett svo mikla peninga í félagið? þá fyrir utan það að kaupa það. Vissulega hátt í 100 millur, en þeir hafa nú líka selt fyrir ansi miklar upphæðir líka. Það var ekkert verslað í janúar, ég tek það nú svona mátulega alvarlega hvað sagt er á blaðamanna fundum, þessir stjórar virðast nú svona almennt reyna að segja það sem almenningur vill heyra. Það hefur ekkert gerst í vallar málum og reyndar væri ansi gaman ef það yrði tekin saman pistill um alla þá vitleysu í gegnum árin sem og hvaða áhrif nýr völlur myndi hafa á félagið. Það má heldur ekki gleyma því að nokkrir leikmenn voru sendir á lán, sennilega til að minnka launatékkann. Þegar maður horfir til baka þá er ég nú ansi hræddur um það að þessir leikmenn hefðu styrkt liðið mikið þó það væri nú ekki fyrir annað en breiddina.

    En ég er allavega á því að stærsta spurningin þetta sumarið sé sú hversu öflugir þessir nýju eigendur eru. Það er nú bara þannig að við megum ekki við mikið fleiri svona tímabilum eins og hafa verið undanfarin 3 ár. Leikmenn í dag (þá er ég að tala um leikmenn utan englands) horfa ekkert í söguna heldur það að vera að spila á hæsta leveli þ.e. í meistaradeild

  96. TAKK MAGGI…. fyrir svarið frá þér um daginn varðandi Jordan Henderson. Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér í þeim efnum! En eftir þetta tímabil þá er ekki hægt að vera bjartsýnn á gengi liðsins í framtíðinni ef þetta verður frammistaðan….. hjá honum og fleirum!

    Annars fínar umræður um leikmannamál og fleira. Fæ samt með engu móti skilið hvernig Martinez hjá Wigan dettur inn sem kandidat í stjórastarfið! Á hvaða plánetu eru menn eiginlega!?? Á að fara skipta um stjóra núna? Nýr stjóri þýðir annað tímabil á meðan verið er að púsla hlutunum saman! Annað tímabil í vonbrigði!

    Mitt mat er það að nú sé fundur um það bil að klárast í Boston og Dalglish fái eitt tímabil í viðbót! Dagskipunin verður að enda í topp fjórum á næsta tímabili. Síðasti sjéns! Ef ekki þá nýr stjóri! Og þá fáum við öll að vita hvort Kenny er með þetta eða ekki!!

  97. @ Maggi (#106)

    Verði þér að góðu með leiðréttingarnar. Alltaf tilbúinn til að hjálpa.

    UEFA setti sínar reglur í stigum: fyrst 4 heimalingar, svo 6 og endaði sem 8. Og er þannig í dag og ég veit ekki til þess að von sé á breytingum á því. Þeir skikkuðu aðildarfélögin til að hafa sömu reglu í sínum deildum og í Evrópukeppnum. Hins vegar voru FIFA eitthvað að hringla með 6+5 reglu sem hefði þýtt 6 heimalinga inná vellinum en það stangast á við vinnuréttarreglur ESB og þeir gáfust upp á því.

    Liverpool er bara með 19 leikmenn skráða í sinn 25-hóp því þeir eru með það marga undir 21 árs aldri. Ekkert mál að uppfylla kvótann síðasta sumar án yfirborgaðra innkaupa. Rökstuðningur fyrir því að borga 20 millur fyrir miðlungsmann eins og Downing útaf heimalingkvóta er því lítill. Ég hef samt von um að Carroll og Henderson verði ágætir á endanum þrátt fyrir of hátt verð.

    Biðst svo innilega afsökunar á því að hafa verið svona vitlaus og lofa að ég hugsi mig um áður en ég slæ fram jafn mikilli vitleysu og þeirri að vera ekki 100% viss um FSG sem eigendur félagsins.

    Svona, svona. Þetta var ekki svo slæmt hjá þér 🙂 Bara tvítékka staðreyndir áður en þú ferð í sparðatíning í rökstuðning fyrir Dalglish. Og ég er ekkert 100% viss um FSG. En það kemur því ekkert við að Dalglish átti séns á að styrkja liðið í janúar og gerði það ekki. Ábyrgðin skil liggja hjá þeim sem á hana. Dalglish þarf ekkert að hafa breiðari herðar en gengur og gerist hjá toppstjórum almennt, sérstaklega þegar margir eru svo duglegir með að reyna að létta hans byrðar.

    Mína sýn á sumarið segirðu? Erfitt að svara á þessum degi þegar allir bíða svars frá Boston. Hvort Dalglish verður áfram eður ei skiptir öllu máli um hver áherslan verður; innanlandsinnkaup eða eitthvað exótískara.

    En ef ég mætti ráða þá væri þetta svona:

    Nýr stjóri: Didier Deschamps
    Taktík: 3-5-2 eða 3-4-3 (s.s. 3 miðverðir) á heimavelli. 4-3-3 / 4-2-3-1 á útivelli og í stórleikjum.

    Leikmenn út: Downing (12 mill), Kuyt (1 m), Spearing (4 mill), Aquilani (5 mill), Maxi (free), Aurelio (free).
    Rök: Downing gengur ekki upp í nýrri taktík og flest allt við hans veru hjá LFC hefur vonleysisbrag. Getum enn fengið alvöru pening fyrir hann áður en hann lækkar enn meira í verði. Launakostnaður lækkar verulega.

    Leikmenn inn: Belhanda (15 mill), Diame hjá Wigan (free), M’Vila (17 mill), Jordan Rhodes (8 mill), Hoillett (tribunal), eitthvað franskt bargain (5 mill)

    Rök: styrkja miðjuna og auka hraða fram á við. Spurning um vinstri bakvörð en má líka gefa Wilson lokaséns (örfættur). Jafnvel að gefa J.Cole séns ef enginn vill borga launin hans eða kaupa hann. Nóg af leikjum í Evrópu til að gefa Sterling, Coady, Suso & co. marga sénsa.

    Varðandi FSG þá held ég að stór partur af þeirra næstu skrefum felist í því að komast í CL. Fyrir utan augljóst auka peningaflæði eða áhuga sterkra leikmanna þá tel ég að leikvallarmál hangi á því líka. Ef selja á nafnið á vellinum þá færðu mun lægra verð ef LFC er í 8.sæti. Fyrsti kostur hjá FSG er örugglega að endurbæta gamla Anfield til að halda kostnaði niðri. En bjúrókratisminn í Englandi mun varla gefa sig með það. Þess vegna er komin upp ákveðin kyrrstaða með völlinn.

    FSG ætla ekki að vera sugar daddies og ég er alveg sáttur við það. Þegar þeir tóku við vonaðist ég eftir að þeir stæðu við það að bæta okkur upp peningajóstur með því vera “skynsamari” en andstæðingurinn. Mörg lið ná að gera það: Newcastle, Napoli, Palermo, Udinese, Dortmund o.fl. Hafa framsækna stjóra og að kaupa ódýra demanta sem verða stjörnur. Ég hef ekki séð það ennþá og að því leytinu hafa þeir brugðist væntingum mínum, en ég skil líka aðstæðurnar.

    Næsta skref er hins vegar afar mikilvægt og ég vona að þar sé stigið varlega og gáfulega til jarðar. Gæti komið með gáfulegra svar ef ég legði höfuðið betur í bleyti en ég læt þetta duga í bili. Svarar vonandi spurningu þinni en þér er frjálst að spyrja ítarlegar ef þig langar.

    YNWA

  98. Mr. Beardsley o.fl. Hvað ég vil fá eða tel raunsætt að fá er sitt hvort dæmið. Ég er alveg til í að dreyma með þér um stórt nafn til að stýra LFC. Deschamps, Klopp, Guardiola, bring them on, enginn yrði ánægðari en ég.

    Það er bara ekki að fara að gerast að mínum dómi. Mér finnst líklegra að FSG veðji á ungan mann eins og þeir gerðu í Boston. Gangi sú kenning eftir er Martinez sá stjóri í PL sem fyrst kemur upp í hugann. Og afhverju ekki Martinez þótt hann sé ekki stórt nafn?

    Ég minni á að Toni Conte var að gera gamla stórveldið Juventus að meisturum. Hvað var Conte þekktur þegar hann tók við Juve í fyrra? Hann kom frá Siena sem hann í B seríunni!

    Þetta er ekki spurning hvað þú heitir heldur hvað þú getur. Martinez er ekki kosturinn sem ég helst vildi en ég ætla ekki fyrirfram að útiloka að hann sé réttu maðurinn.

  99. Aðalatriðið er að eigendur okkar sýni RISA metnað í sumar, gott væri td að byrja á að bjóða 35 milljónir í Eden Hazard þótt það sé klárt á að hann kæmi aldrei til okkar heldur bara til að sýnaokkur og öðrum liðum að það sé metnaður hjá Liverpool og stefnan sé að koma liðinu í fremstu röð á nýjan leik.

    Alltílagi að fá Hoilett og Moses ef það væri uppá breiddina og betri leikmenn kæmu svo líka.

    Hvernig væri að skoða leikmenn í Þýskalandi? Dortmund Kagawa, senterinn þann pólska og koma með risatilboð í Götze.

    Væri líka alla daga til í að fá Robben.

  100. Án þess að vita nokkuð um hvað FSG eru að hugsa, þá ráðlegg ég mönnum að stilla væntingum í hóf og tala um raunsærri nöfn en Eden Hazard.

    Minni á að í fyrra var sagt að viðræður við Aguero væru í gangi, þar sem liðið væri tilbúið til að borga klásúluféð, en niðurstaðan varð Bellamy.

    Einnig voru boðnar 19 milljón pund í Phil Jones og niðurstaðan varð Coates.

    Veit ekki hvaða tilgangi það á að þjóna að eltast við óraunsæ skotmörk, þegar engin meistaradeild eða ofurlaun eru í boði.

    Þar sem við komumst ekki í meistaradeildina þá stórefast ég um að háum upphæðum verði varið í leikmannakaup. Orðrómur er á kreiki um að FSG séu farnir að efast um þessa fjárfestingu, hákarlarnir eru að finna leiðir framhjá financial fair play reglunni, svo reiknisdæmi FSG manna um að klúbburinn geti bæði staðið sjálfur undir sér og verið í toppbaráttu virðist ekki ætla að ganga upp. Auk þess vekur ákvarðanafælni FSG, varðandi byggingu á nýjum velli, ákveðnar efasemdir.

  101. “Mr. Beardsley o.fl. Hvað ég vil fá eða tel raunsætt að fá er sitt hvort dæmið.”

    @ Guderian (#111)

    Hjartanlega sammála þessu. Þess vegna reyni ég að vera raunsær í væntingum og mati, en við megum ekki undirselja LFC heldur. Deschamps er ekki óraunsær valkostur miðað við orð hans um okkur og þá stöðu sem hann er í (auðkeyptur úr samningi og ekki í CL). Og hann er bara 43 ára og með stórglæsilegan feril. Klopp og Guardiola eru hins vegar pípudraumar og óþarfi að ræða þá öðruvísi.

    Ég skil hvaðan þú ert að koma með vangaveltunni um Martinez. Að mörgu leyti er spennandi konsept að fá ungan mastermind bakkaðan upp af frábærum director of football. Ég er bara ekki sannfærður um að Martinez sé sá snillingur…ennþá. Brendan Rodgers og Paul Lambert virðast jafnokar hans eða jafnvel öllu öflugri. AVB væri toppurinn af þessari tegund af stjóra en hann er ólíklegur og passar varla inn í the Liverpool Way.

    Talandi um Conte að þá hafði hann sýnt góða takta með Bari (sigra Seria B) og Siena (upp um deild). En aðalástæðan fyrir því að hann átti séns var hversu stórt nafn hann er í sögu Juventus. Ansi líkt ráðningu Guardiola hjá Barcelona. Væri líkt því að ráða Fowler til að stýra LFC. Myndi byrja með mikla inneign og þolinmæði áhangenda í byrjun. Slíka inneign hefur Martinez ekki.

  102. Mr. Beardsley, great minds think alike sir, just; þú hefur rétt hvað það varðar að Conte spilaði fyrir Juve. Ég hef t.d. viðrað þá skoðun mína að Carrager gæti tekið við liðinu? En það var á 6 bjór!

    Ástæðan fyrir að Conte leiddi þá gömlu alla leið var ekki að hann spilaði fyrir Juve heldur að hann er góður þjálfari.

    LFC þarf góðan stjóra með hreðjar og pung. Ég er ekki alveg hlutlaus þar sem ég á fjölskyldu í Barcelona og hef dvalið mikið í Baskalandi. Ef ég ætti að fljúga og ætti líf mitt undir flugmanninum komið myndi ég velja þýskan flugmann, næst Baska og síðan Katalóna. Þetta er ólseigt fólk sem aldrei gefst upp við mótlæti og kann að forgangsraða í lífinu.

    Alla vega; tékklistinn minn er á hreinu, ungur, metnaðargjarn, seigur, fótboltahaus og óttalaus!

  103. Mancini að vekja raunveruleikatilfinninguna.

    http://www.teamtalk.com/news/2483/7758973/Mancini-eyeing-summer-splurge

    Ef þetta er málið held ég að við þurfum ekki að efast um það að til að vinna titilinn í EPL þurfi gríðarlega fjárfestingu á næstu árum.

    Ef að Dalglish fer þá eru tveir menn í heimi sem geta gert betur, Rafa og Mourinho. Lambert og Rodgers eru mjög efnilegir, en í fyrra var talað afskaplega svipað um Coyle. Til að fara í topp 3 á Englandi þarf mann með reynslu af því að vinna töluvert fleiri leiki en hann tapar í hágæða fótbolta.

    Deschamps gæti vissulega orðið ódýr kostur ef hann tapar starfinu hjá Marseille eftir jafnvel verri útkomu í vetur en hjá LFC. Hann er mögulegur kostur, en fyrst vil ég sjá hvernig hann vinnur sig út úr mótlæti.

    Ef Dalglish fer þá verðum við að finna mann sem getur staðið í skugga hans og tekur fullkomna stjórn á klefanum og klúbbnum frá mínútu eitt. Þar endurtek ég að ég sé bara tvo koma til greina, Mourinho og Rafa…

  104. Maggi, er ekki bara málið á fá Delio Rossi til að berja smá getu í liðið okkar ef KD fer 🙂

  105. @ Maggi (#116)

    Auðvitað þarf fjárfestingu til vinna PL en ef að Tottenham getur komist í topp 4 á sínum fjárhag þá eigum við að geta það líka. Þýðir ekkert að gefast upp fyrir peningapungunum heldur að gera sitt besta, vera klárari og sjá hversu langt það kemur okkur. Með því að ná aftur inn í CL er hægt að byggja ofan á þann árangur. Við höfum hrunið niður í meðalmennskuna og síðustu 3 tímabil verið á rólinu 6.-8.sæti. Þess háttar gengur ekki lengur og það þarf eitthvað meira en nostalgíu og 4-4-2 til að hífa okkur aftur upp töfluna.

    Mér finnst þú stórlega ofmeta getu Dalglish, sérstaklega í ljósi þessa nýliðna tímabils, ef þú telur bara tvo stjóra í heiminum geta gert betur en hann hjá LFC. Trúi varla að þú segir þetta en allt í lagi, skoðun er skoðun. Hvað með Ancelotti sem þú hefur nú mært margoft? Hvað með Wenger, Klopp, van Gaal, Guardiola, Bielsa, Hiddink o.fl. o.fl.??? Ég treysti þeim a.m.k. flestöllum til að eiga ágætan séns í að geta betur en KKD. Kenny hefur nefnilega ekki sannað það á sínum stjóraferli að hann geti unnið titil án þess að fá annað hvort meistaralið í hendurnar eða að eyða sérlega miklum peningum í leikmenn.

    Deschamps þarf ekki að missa starfið til vera “ódýr kostur” því að gegnum klásúlu í hans samningi er hægt að kaupa hann út fyrir 3 mill. evra í sumar. Svo hefur Marseille undir hans stjórn varla átt verra tímabil en Dalglish með LFC. Merkilega keimlík reyndar. Bæði lið unnið deildarbikarinn (3 ár í röð hjá DD), strögglað í deildinni (8.sæti hjá LFC og 9.-10.sæti hjá Marseille en deild ólokið) og komist langt í sterkri bikarkeppni (FA Cup Final og 8 liða úrslit CL). Munurinn felst hins vegar í því að það eru bara 2 ár síðan Deschamps gerði Marseille að meisturum á sínu fyrsta ári. Í fyrra voru þeir í 2.sæti. Dalglish hefur ekki gert lið að meistara á þessari öld. Það er meira að segja styttra síðan Deschamps varð heimsmeistari sem leikmaður heldur en Dalglish varð meistari sem stjóri! Deschamps hefur verið nefndur hinn hógværi Mourinho og þykir frábær taktíker sem og man manager. Ættum góðan séns á velgengni með hann við stjórnvölinn en eins og allir vita er ekkert öruggt í boltanum. Sjáum hvað setur.

  106. Heyrðu ég er á báðum áttum hvort við eigum að halda KD eða reka hann. KD er Liverpool Legend og vann marga titla sem leikmaður og þjálfari. Ekku má geyma þá vann Liverpool nýlega bikar undir hans stjórn og munaði litlu að vinna annan. Ætti ekki gefa honum eitt seaon i viðbót þótt ég væri allveg sáttur fá Martinez ef þeir skildu reka KD. Martinez er ungur og efnilegur þjálfari auk þess spillar hann 3-5-2 sem er uppáhaldsleikkerfi mitt. Það er ekki séns við fáum Mourinho eða þjálfara Dortmund. Rafa fékk sitt tækifæri. Spurning með aldur KD, kannski væri best að fá yngri og metnaðurfullan þjálfara eins og Martinez fyrir framtíðina. Ég er á báðum áttum. My gut filling segir reka KD og ráða ungan og metnaðarfullan þjálfara enn hjarta mitt mitt segir gefa KD eitt season i viðbót til að sanna sig..

  107. Halda Dalglish og sjá hvernig næsti vetur fer…

    En í annað… af hverju finnst mér alltaf eins og öll önnur lið séu að næla sér í menn áður og um leið og leiktíðin er búin? Hvað erum við að gera á þeim tíma? Af hverju þurfum við alltaf að bíða fram yfir EM/HM eða fram á lok gluggans. Síðasta sumar var jú strax smá bati en alls engin hátíð! Er þetta bara ég eða erum við krónískt seinir út á markaðinn?

  108. “the Managers job is safe no matter what happens in the Cup final” Tom Werner.
    Ég held að KKD sé ekki að fara…nema þá í sumarfrí.

Swansea 1 Liverpool 0

Kop.is Podcast #20